Malbik með vaxi – Margir góðir kostir ! Nýrri tegund af malbiki hefur verið bætt við í framleiðslu hjá MHC. Hlaðbær Colas býður malbik sem er betrumbætt með vaxi. Með því að bæta við 1-3% (af bindiefnisinnihaldi) af vaxi lengist sá tími umtalsvert sem hægt er að vinna með malbikið á verkstað. Með venjulegu malbiki er ekki ráðlegt að þjappa efnið við lægra hitastig en u.þ.b. 70°C, en með því að bæta við vaxi verður hægt að þjappa efnið áfram að 40°C. Yfir sumarið, þegar hlýtt er í veðri veitir vaxið einnig möguleika á því að minnka hitastigið í framleiðslunnni úr 160°C og niður í 120°C. Þetta þýðir orkusparnað, minni reyk frá efninu og minni umhverfisáhrif. Vaxið sem er notað heitir Sasobit, er framleitt úr (synthetic paraffin) af Sasol í Suður Afríku og er í kúluformi (ca 3mm). Það bráðnar strax við blöndun í heitt bik.
Margar rannsóknir benda einnig til þess að þegar efnið kólnar eykur vaxið styrkleika gagnvart hjólförum, þ.e malbikið verður stífara. Þetta hefur góð áhrif á malbik fyrir vegi með mikinn umferðarþunga.
Verðdæmi: 251 SL11 Hólabrú Malbik Með 1% Sasobit
kr 14.300 kr/tonn listaverð með vsk kr 14.600 kr/tonn listaverð með vsk
Gullhella 1 – 221 Hafnarfjörður – Iceland. Tel/Sími: +354 565 2030 – Kennitala 420187-1499 - Vsk. Nr 9078