![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Hvernig verður bók að söngleik?
Björk Jakobsdóttir, handritshöfundur söngleiksins
Fyrst þarf maður að finna bók sem getur orðið að leikriti. Þegar ég las Draumaþjófinn fannst mér bókin hafa allt til að bera sem þarf í góða leiksýningu.
Í fyrsta uppkasti einbeitir maður sér að því að koma innihaldi bókarinnar í leiknar senur.
Þá þarf að sleppa sumu og einfalda annað. Svo er hægt að sýna sumt án orða á leiksviði því þar sjáum við hvað persónur gera og hvernig heimurinn lítur út.
Ef maður ætlar að gera söngleik þá þarf að hugsa um hvernig hægt er að segja söguna með lögum líka. Hvar geta lögin komið inn í handritið? Og hvernig geta þau hjálpað okkur að segja söguna? Ég, Gunnar Helgason höfundur bókarinnar og Þorvaldur Bjarni tónlistarhöfundur unnum þessa vinnu saman og hún tók marga mánuði. Við Gunni byrjuðum að gera texta um það sem lögin áttu að fjalla um. Þorvaldur samdi svo tónlist við þá texta og bullaði inn nýjar línur þegar þess þurfti. Við Gunni endurunnum svo lagatextana og í lokin fengum við Hallgrím Helgason skáld til að hjálpa okkur að snurfusa þá.
Nú hefur verkið öðlast sitt eigið líf þó að það sé byggt á bókinni hans Gunna. Ég vona að þið njótið.