![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Hvernig dansa rottur?
Lee Proud danshöfundur
Hvernig dansa rottur? Ég spurði sjálfan mig þessarar spurningar margoft þegar ég var að hugsa um kóreógrafíu og hreyfimynstur fyrir rotturnar í Draumaþjófnum. Ég vildi alls ekki að persónurnar hlypu um sviðið með loppurnar fyrir framan brjóstið, eins og algengt er þegar fólk leikur t.d. ketti, mýs eða rottur. Ég hafði sérstaklega í huga sögupersónur úr öðrum verkum með persónueinkenni sem minna á rottur, eins og Fagin í Oliver Twist eftir Dickens, sem lifir og hrærist í húsasundum og ræsum Lundúnaborgar, ekki ósvipað rottum sem búa neðanjarðar. Þjóðfélagsgerðin í rottusamfélaginu í þessari sýningu er samsett á líkan hátt og í mannheimum, og við listrænu stjórnendurnir hugsuðum mikið um „status“, afstöðuna á milli persóna út frá stöðu þeirra í valdapíramídanum. Tónlistin í sýningunni er fjölbreytt og gerir okkur kleift að vinna með margar mismunandi dansstíltegundir, allt frá samkvæmisdönsum í barokkstíl til samba og jafnvel flamenco! Rottur lifa á jaðrinum og eru stöðugt taugaspenntar og hræddar við að mæta rándýrum. Þær nota líka lyktarskyn og heyrn til að meta alla þætti í umhverfi sínu og varast aðsteðjandi hættu, og þetta notum við okkur fyrir hreyfimynstur leikaranna. Ég var alls ekki hrifinn af rottum áður en ég byrjaði að vinna að Draumaþjófnum, en afstaða mín til þeirra hefur sannarlega breyst núna!