1 minute read

Blóðheitir Ítalir og syngjandi rottur

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur tónlistarinnar

Tónlistin í Draumaþjófnum var samin á Norður-Ítalíu í júní árið 2022, fyrir utan lagið Gott að vera rotta. Stemmningin hjá blóðheitum Ítölunum hefur alveg örugglega verið kveikjan að þeim lögum sem tilheyra rottunum sem búa í Borginni og stunda kattarat sér til skemmtunar og líkamsræktar (Jó halló og Kattarbanalagið). Hugmyndir að ballöðunum eru fengnar að láni úr potti melódíu-ofgnóttar Ítalíu. Textar Bjarkar Jakobsdóttur og Gunnars Helgasonar komu af stað nettri ritræpu tónlistar hjá mér og ekki varð nú til nein stífla þegar Hallgrímur Helgason bættist í hópinn. Ég vona að þið njótið. Kveðja frá Toddeyrargötu 5 á Akureyri.

This article is from: