Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

Page 1

14.10.2023— 25.2.2024

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins Egill Sæbjörnsson and Infinite Friends of the Universe


Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins 14.10.2023-25.2.2024

Í sal 1 birtast félagarnir Ūgh and Bõögâr sem hafa gegnt mikil­ vægu hlutverki í listsköpun Egils frá árinu 2008. Hugmyndin um að vinna með tröll í verkum sínum byrjaði sem hálfgert grín eða leikur og Egill faldi í fyrstu tröllaverkin fyrir fulltrúum safna og gallería. Viðhorf Egils breyttist hins vegar á sýning á verkum Tove Jansson í Ateneum í Helsinki árið 2015 þegar það rann upp fyrir honum að Múmín­álfarnir og sá heimur sem Janssons skapaði verð­skulduðu tví­mælalaust að kallast list. Í kjölfar þessa ákvað Egill að kynna tröllin fyrir umheiminum. Þau komu fyrst fram árið 2017 á tvíæringnum í Feneyjum þar sem þau lögðu undir sig íslenska skálann. Ūgh and Bõögâr koma nú fram á Íslandi í fyrsta sinnn og hafa með sér sinn eigin gervigreindarspjallyrkja (AI chatbot), unninn í samvinnu við fyrirtækið Miðeind sem er frumkvöðull í máltækni­ hug­búnaði fyrir íslenskt mál. Við fáum að sjá nýju farsíma tröllanna og hittum eldri systur þeirra, Gubb, en það er kanadíska tónlistar­konan Peaches, hingað komin frá Berlín, sem túlka hana. Á sýningunni verðum við vitni að samskiptum tröllanna við nokkra af gömlu meisturum íslenskrar myndlistar, Ásgrím Jónsson, Mugg, Finn Jónsson og Kjarval, sem og Tove Jansson frá Finnlandi og Tore Wrånes, norska listakonu sem vinnur með tröll í verkum sínum. Síðast en ekki síst hitta Ūgh and Bõögâr íslensku sam­tíma­ listamennina Steingrím Eyfjörð og Gabríelu Friðriksdóttur en þau hafa líka unnið með tröll og ýmsar persónur og fyrirbæri í verkum sínum. Ūgh and Bõögâr koma hér einnig fram í fyrsta sinn í frum­gerð sinni frá árinu 2013 sem varð til í samvinnu og leik Egils við góðan vin sinn, chílenska listamanninn Diego Fernandez. Í þeirri birtingarmynd báru tröllin nöfnin Fög og Yolk og eru, eins og við sjáum, enn í fullu fjöri. Verkið Eggið og hænan, við eða þau, sem sjá má í sal 2, er samtals 49 hlutir úr pappamassa, lími, sandi, sagi og málningu, sem allir eru að þykjast vera steinar. Teiknimyndum er varpað í stöðugu streymi yfir þessa hluti sem gefur sífellt nýja sýn og tilefni til nýrrar túlkunnar. Í beinu framhaldi af þessu verki skrifaði Egill bókina Stones According to Egill Sæbjörnsson, (Steinar eins og Egill Sæ­björnsson sér þá) (2012) og hélt fyrirlestrargjörningana From Magma to Mankind (Frá kviku til mannkyns) (2020) og Object Species (Tegundir hlutanna) (2021) sem hægt er að nálgast með því að skanna strikamerkið hér að neðan. Í þessum verkum setur Egill fram spurningar eins og “Eru manneskjur steinar sem ganga uppréttir og tala?” og “Er listin tegund sem lifir samhliða mönnunum?” Í sal 3 eru þrír skúlptúrar úr gifsi sem ef til vill minna sum okkar á dæmigerða “karlrembu skúlptúra frá fimmta, áttunda og níunda áratugunum” eins og Egill sjálfur orðar það. Þessi tilvísun er í raun verkinu óviðkomandi og dæmigerður Egils-húmor. Í hinum enda salarins er tölva með gervigreindarforriti sem í sífellu skapar nýjar stafrænar myndir og varpar þeim á yfirborð skúlptúranna til að vekja hjá okkur efa um hina hefðbundnu skiptingu hins áþreifan­lega og hins stafræna í nútímanum. Með þessu reynir Egill að endurmóta skilning okkar á eðli listarinnar; hún er hvorki kyrr­stæð né viljalaus heldur kröftug og lifandi þungamiðja samfélagsins.

Egill Sæbjörnsson and Infinite Friends of the Universe 14.10.2023-25.2.2024

In room 1 you can see Ūgh and Bõögâr that have been a dis­tinc­tive part of Egill’s creative journey since 2008. Working with trolls started as a joke or a kind of game for Egill and he initially hid the works from gallerists and curators. It was seeing Tove Jansson’s exhibition in Ateneum in Helsinki in 2015, and realizing that the Moomins and Jansson´s world-making were legitimate art, that made him decide it was time to share his trolls with the world. The trolls´ inaugural appearance was when they represented Iceland in a solo showcase at The Icelandic Pavilion during the 57th Biennale dell’Arte in Venice. In this exhibit, their first in Iceland, they unveil their very own chatbot, crafted in collaboration with Miðeind, a pioneer in integrating the Icelandic language into the digital sphere. We see their new smartphones and meet Gubb, their older sister, portrayed by Berlin-based Canadian musician Peaches. The trolls also interact with works of beloved Icelandic masters Ásgrímur Jónsson, Muggur, Finnur Jónsson and Kjarval as well as works of Tove Jansson from Finland and Tori Wrånes, a norwegian artist working with trolls. Last but not least Ūgh and Bõögâr meet Icelandic contemporary artists Steingrímur Eyfjörð and Gabríela Friðriksdóttir who also work with trolls, entities or characters in their works. Egill does not wish to own the idea of trolls and it is important to him to share it with others. For the first time we also see the prototypes of Ūgh and Bõögâr, that Egill created through play with his friend the Chilean artist Diego Fernandez in 2013. Their version of the trolls were called Fög and Yolk and as you can see are still very much alive. The work The Egg or The Hen, Us or Them, that you can see in room 2, consists of 49 objects, made of paper maché, glue, sand, sawdust and paint, pretending to be stones. Superimposed on these objects, is an array of animated videos contri­buting to different layers of possible interpretation. In sequential endeavours, Egill wrote the book Stones According to Egill Sæbjörnsson, (2012) and did lecture performances called From Magma to Mankind (2020) and Object Species (2021) that are available online through the QR code you see below this text. There he poses questions such as: “Are humans stones that walk and talk,” and “Is Art a species that coexists with humans?”. In room 3 we see three sculptures made of plaster that may look to some of us like the typical, “macho sculptures from the 50’s, 80’s or the 90’s” as Egill calls them. Typical of Egill’s humour, this perceived feature is just an added layer to something completely different. At the other end of the room is a com­ puter with an AI application that continuously self-generates digital images that are projected onto the surface of the sculptures to call into question the dual existence of the physical and the virtual in the modern world. In this work Egill wishes to reshape our understanding of art’s nature from being static and passive to being vivid and active. The traditional division between living and non-living structures dissolves and the role of art is elevated from submissive and inert to pivotal.


Mynd á forsíðu / Photo: Úr bókinni / From the book When Egill met the Trolls and took them to Venice, 2017 Rafpenni á iPad / Electronic pen on iPad © Egill Sæbjörnsson

Sýningarstjóri Curators Arnbjörg María Danielsen Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager Vigdís Rún Jónsdóttir Textar Texts Arnbjörg María Danielsen Egill Sæbjörnsson Þýðing Translation Dýrleif Bjarnadóttir Textar sýningaskrá Text catalogue Arnbjörg María Danielsen Markaðsmál Marketing Dorothée Kirch Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme Ragnheiður Vignisdóttir Umsjón tæknimála og ljósmyndum Technical Supervision, Photography and Recordings Sigurður Gunnarsson Forvarsla Conservation Steinunn Harðardóttir Uppsetning Installation Andri Björgvinsson Egill Sæbjörnsson Arnbjörg María Danielsen Gylfi Sigurðsson Hákon Bragason Indriði Ingólfsson Irma Studio Ísleifur Kristinsson Magnús Helgason Sigurður Gunnarsson Þórður Orri Pétursson

Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.