Fram fjörðinn seint um kvöld / Into the Valley in late Autumn

Page 1

20.5. 27.8.2023

Fram fjörðinn, seint um haust Into the Valley in late Autumn

Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson

Sýningin Fram fjörðinn, seint um haust samanstendur af stórum vatnslitaverkum máluðum á síðustu tveimur árum þar sem lífríki Héðinsfjarðar seint um haust er aðalviðfangsefni listamannsins Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Á sýningunni er jafnframt innsetning sem vísar í vaxandi jafnvægisleysi í náttúrunni þar sem hækkandi sjávarborð er einn af váboðunum.

Undanfarin 17 ár hefur vaxandi hluti verka Sigtryggs átt uppruna sinn í Héðinsfirði, eyðifirði sem liggur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á Tröllaskaga, þar sem listamaðurinn hefur skrásett náttúruna í firðinum í gegnum athöfnina að mála.Flóra fjarðarins endurspeglar jafnvægið sem ríkir í lítt snortnu landi en svæðið sem listamaðurinn vinnur með hefur verið í eyði í meira en öld. Frá því að listamaðurinn hóf að kanna svæðið hefur hann tekið eftir frávikum í veðri, flóru og fánu Héðinsfjarðar. Fiskigengd hefur orðið skrykkjótt og ítrekað hafa brostið á stórrigningar með flóðum um mitt sumar þar sem skriður falla og áin margfaldast í flóðum, brýtur gróðursælt landið, breytir um farveg og hrekur göngufisk til sjávar á ný.

Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess að hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, en breytingum á lífríki fjarðarins hefur listamaðurinn fylgt eftir með sýningum þar sem náttúruváin er undirliggjandi viðfangsefni. Verkin á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust er afrakstur vinnu listamannsins í Héðinsfirði síðastliðin tvö ár og endurspeglar ástand mála í stærra samhengi þar sem einhvers konar haust ríkir og búast má við hörðum vetri.

Fram fjörðinn, seint um haust

The exhibition Into the Valley in Late Autumn is made up of large watercolours painted in the past two years; artist Sigtryggur Bjarni Baldvinsson focusses on the natural environment in Héðinsfjörður, north Iceland, in late autumn. The exhibition also includes an installation which references the increasing imbalance in nature, where rising sea levels are among the danger signals.

Over the past 17 years, Sigtryggur’s art has increasingly been inspired by Héðinsfjörður, an uninhabited fjord between Ólafsfjörður and Siglufjörður, where the artist has been documenting nature through the act of painting. The flora of the fjord reflects the equilibrium that subsists in largely untouched terrain; the area documented by the artist has been uninhabited for more than a century. Since he started to work in the region, he has observed fluctuations in weather, flora and fauna in Héðinsfjörður. Fish migration has become unpredictable and repeated heavy rainstorms in midsummer have led to flooding, with landslides. The swelling of rivers erodes verdant land and rivers change their course, while fish migrating up rivers to spawn are swept back out to sea.

Sigtryggur sees his work in Héðinsfjörður as an attempt to listen to nature and the news it offers, and to disseminate important messages. The artist has drawn attention to changes in the fjord’s ecosystem through exhibitions highlighting the peril that threatens the natural environment. The works in the exhibition Into the Valley in Late Autumn are the fruit of the artist’s work in Héðinsfjörður in the past two years, reflecting the local reality in a broader context – where a kind of autumn reigns, with a harsh winter ahead.

20.5.—27.8.2023 Into the Valley in late Autumn

Mynd á forsíðu / Photo:

Haust 1 / Autumn 1, 2022

Málverk / Painting

© Eign listamanns / Property of the artist

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík

Verkefnastjóri sýningar

Exhibition Project Manager

Vigdís Rún Jónsdóttir

Textar

Texts

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

Vigdís Rún Jónsdóttir

Markaðsmál

Marketing

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá

Events and Educational Programme

Ragnheiður Vignisdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndum

Technical Supervision, Photography and Recordings

Sigurður Gunnarsson

Uppsetning

Installation

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Ísleifur Kristinsson

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.