Sjónarafl þjálfun í myndlæsi
Sjónarafl þjálfun í myndlæsi
2
3
Efnisyfirlit 8 Sjónarafl 9 Hvað er myndlæsi? 10 Rökhugsun 11-13 Val á verkum — umfjallanir — fyrirkomulag 14–21 Frumþættir myndlistar 22–23 Hvernig þjálfum við myndlæsi? 24–35 Spurningar Sjónarafl: 44–53 1. Upphefð landsins 54–63 2. Með skuplu og skjólu 64–73 3. Silfur hafsins 74–83 4. Í túninu heima 84–93 5. Innlit — útlit 94–103 6. Tröll og tryllingur 104–113 7. Álfar og huldufólk 114–123 8. Hörmungar — hremmingar 124–133 9. Átrúnaður 134–143 10. Íslandslag 144–153 11. Undir þungu fargi 154–163 12. Á mannöld 164–173 13. Ný náttúra Helstu heimildir og ítarefni 174-175
4
5
Því lengur sem við horfum, því meira sjáum við! 6
7
Sjónarafl Þjálfun í myndlæsi miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á myndlist og sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Myndlæsisþjálfun býður upp á samþættingu margra ólíkra greina og snertir þannig á hæfniviðmiðum úr ólíkum námsgreinum: sjónlistum, íslensku og samfélagsgreinum. Þá tengist Sjónarafl beint inn í hæfniviðmið fyrir lykilhæfni tjáningar og miðlunar, auk skapandi og gagnrýnnar hugsunar.
Hvað er myndlæsi? Skilgreina má myndlæsi sem hæfileikann til þess að lesa í og vinna með myndir — til þess að skilja það sem fyrir augu ber. Hugtakið tengist myndlist og hönnun sterkum böndum en myndlæsi hefur þó tengingar við mun fleiri svið. Myndlæsi byggist í grunninn á athygli, tjáningu og túlkun, þar sem miðlun í nútímasamfélagi mótast að mörgu leyti af sjónrænum þáttum. Þá hafa viðhorf til læsis breyst mikið síðustu ár en í aðalnámskrá er lögð áhersla á að kenna læsi í víðu samhengi og er þjálfun í myndlæsi liður í þeirri þróun. Hvað segja myndir okkur? Með þessari þjálfun í myndlæsi, sem kennd er með samræðum og spurningum sem leiða nemandann inn í listaverkið, má virkja hæfileikann til að túlka það sem fyrir augu ber, til að setja hlutina í samhengi og spyrja spurninga. Þá er mikilvægur þáttur í þjálfun myndlæsis að huga að persónulegu hliðinni og velta fyrir sér þeim áhrifum sem mynd hefur á hvern og einn, svo sem hvort hún veki upp einhverjar ákveðnar tilfinningar eða hugsanir. Slík viðbrögð eru vissulega einstaklingsbundin en þessi þjálfun er til þess fallin að auka hæfni nemenda til þess að tjá persónulegar skoðanir og tilfinningar, auk þess að gera þeim kleift að segja frá og tala um það sem þeir sjá. Þjálfun í myndlæsi eykur orðaforða og hugtakaskilning, eflir víðsýni og stuðlar að gagnrýnni hugsun. Myndir geta því ekki aðeins sagt okkur sínar eigin sögur, heldur geta þær beint sjónum okkar inn á við, aukið skilning okkar og sjálfsvitund og hjálpað okkur að lesa í umhverfi okkar – ef við vitum hvar á að byrja.
8
9
Rökhugsun
Val á verkum
Rökhugsun er eitt af því sem markvisst er verið að þjálfa með kennsluaðferðum myndlæsis: að nemendur geti stutt og fært rök fyrir máli sínu. Þá er rökhugsunin þjálfuð með ákveðinni samræðutækni sem felst í spurnaraðferð. Í hvert sinn sem nemandi setur fram fullyrðingu út frá því sem hann sér, eins og: „Maðurinn á myndinni er einmana,“ er mikilvægt að leiðbeinandi spyrji: „Hvað fær þig til þess að segja það?“ og þá svarar nemandi jafnvel: „Vegna þess að hann er svo grár og dapur á svipinn.“
Verkin sem eru hér tekin fyrir hafa verið valin með tilliti til ýmissa þátta. Í fyrsta lagi er um að ræða tvívíð verk, málverk, teikningar, klippi- eða ljósmyndir sem spanna yfir hundrað ár, frá því áður en Ísland var orðið fullvalda ríki til tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þá teljast mörg verkanna til lykilverka íslenskrar listasögu en auk þess eru tekin fyrir ýmis síður þekkt verk í safneign Listasafns Íslands eftir listamenn í fremstu röð.
Nemendur eru þannig þjálfaðir í því að færa rök fyrir máli sínu og styðja við skoðanir sínar. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að leiðbeinandi útskýri spurningarnar vel, svo að nemendur átti sig á því hvað þeir eru að gera með því að svara spurningunni. Er það að sama skapi valdeflandi fyrir nemendur að átta sig á því að þeir geti fært rök fyrir máli sínu — og gert það vel.
Við valið var einkum horft til frásagnarverka þar sem fígúrum bregður fyrir, mannfólki eða öðrum verum, sem veita nemendum góðan útgangspunkt til samræðna, þar sem það vill oft vera auðveldara að samsama sig eða setja sig í spor slíkra fígúra eða persóna. Samræmist þetta alþjóðlega þekktum aðferðum sem beitt er til þjálfunar í myndlæsi fyrir nemendur á grunnskólastigi en þó er einnig leitast við að varpa ljósi á einstaka verk sem heyra til abstraktlistar eða myndir án mannfólks út frá sömu nálgun, þ.e. með því að horfa nær og velta fyrir sér myndefninu. Þá bjóða verkin upp á fjöldamörg tækifæri til þess að spyrja spurninga um heiminn eins og hann var er verkin voru gerð og jafnt heiminn eins og hann er nú: hvað hefur breyst og hvað hefur ekki breyst, um stöðu kynjanna eða ímynd þjóðarinnar, um tækni og nýjungar, um náttúruvernd og nútímalifnaðarhætti, um menningararfinn og hvernig hann mótar sameiginlega heimsmynd og hugmyndasögu mannkyns.
10
11
Umfjallanir um verk
Fyrirkomulag
Lagðir eru fram möguleikar til túlkunar á 26 verkum úr safneign Listasafns Íslands. Túlkunarmöguleikarnir eru þó vitanlega nær óendanlegir, þar sem hvert verk er heill heimur út af fyrir sig, auk þess sem hver einstaklingur sér verkin út frá eigin sjónarhorni, þekkingu og reynslu. Enn fremur er megináhersla lögð á það í þessari þjálfun að því lengur sem við horfum, því meira sjáum við.
Í myndlæsisþjálfun er mikilvægt að gefa nemendum góðan tíma til umræðna og í hverri safnheimsókn er miðað við hálftíma fyrir framan hvert verk. Í kennslustofunni er þó möguleiki á því að beita fjölbreyttum aðferðum og er til dæmis hægt að taka eitt verk fyrir yfir nokkurra daga skeið, með því að gera ráð fyrir 5-10 mínútum í umræður um valið verk í upphafi eða lok kennslustundar yfir tiltekinn tíma.
Myndefnið er greint og brotið niður í einstaka þætti, auk þess sem fjallað er um liti, línur og form, eftir því sem við á hverju sinni. Þannig er rýnt í myndbygginguna með því að þræða sig í gegnum hvert verk og gefa gaum að því sem vekur jafnvel ekki sérstaka eftirtekt áhorfenda við fyrstu sýn.
Í upphafi myndlæsis er mikilvægt að byrja á því að taka sér um hálfa mínútu í þögn þar sem þátttakendur horfa á verkið sem tekið er fyrir og hugsa um það sem fyrir augu ber. Þá fylgir fræðsluefninu spurningalisti sem ætlað er að hjálpa kennurum að leiða nemendur í gegnum greiningu listaverkanna og þjálfa þá í myndlæsi, þar sem fyrsta spurningin er ávallt; „Hvað sérðu?“
Þá er spurningalistinn sem gefinn er upp við upphaf fræðsluefnisins mikilvægasta hjálpargagn leiðbeinandans en textarnir um verkin eru hugsaðir kennurum til stuðnings við að halda samræðum um verkin gangandi, með því að spyrja spurninganna markvisst og gefa nemendum tóm til svara og umhugsunar. Við hvert verk má auk þess finna ýmsar kveikjur að frekari umræðum en kveikjunum hefur verið skipt upp í fjóra flokka: (1) Samfélag (2) Náttúra (3) Hugleiðingar (4) Litir og form. Er þessum flokkum ætlað að opna á frekara samtal um verkin, setja þau í samhengi við nútímann og þann heim sem nemendur þekkja.
Mikilvægt er að spurningarnar séu útskýrðar í upphafi, til dæmis af hverju spurt sé um liti, form og sjónarhorn listamanns, en með tímanum byrja nemendurnir að þekkja spurningarnar og meðtaka þannig aðferðina við að lesa eða rýna í listaverk. Með því að bregðast við spurningunum og taka þátt í samræðunum þjálfast nemendur svo einnig í tjáningu, þar sem þeir æfa sig í að koma hugsunum sínum í orð og miðla því til samnemenda sinna og leiðbeinanda. Þá þjálfast nemendur einnig í virkri hlustun, samræðum og skoðanaskiptum. Sem fyrr segir er grunnur þessarar nálgunar ávallt verkin sjálf og það samtal sem þau vekja meðal nemenda, þar sem engin fullyrðing eða tilgáta telst rétt eða röng. Eru kennarar jafnframt hvattir til þess að opna á ný samtöl, til dæmis með því að bera mismunandi verk saman. Í því skyni eru tvö verk pöruð saman í hverjum kafla þessa fræðsluefnis, á þeim forsendum að finna megi einhverja tengingu á milli verkanna, þó tengingar megi finna á milli fleiri verka, sem og fjölmörg áhugaverð dæmi um andstæður, ef að er gáð. Er leiðbeinendum að lokum bent góðfúslega á að leyfa samræðunum að þróast eins og þær vilja, auk þess er mikilvægt að gefa nemendum tíma til að hugsa og sitja jafnvel í þögn, ef það stendur á svörum, en þó er auðvitað alltaf hægt að leita í spurningalistann til að draga fram ný atriði og halda umræðunum gangandi. Aðalatriðið er að búa til vettvang, innan eða utan Listasafns Íslands, þar sem nemendur óttast ekki að hafa rangt fyrir sér þegar kemur að myndlist, heldur njóta þess að kynna sér og ræða um ný verk.
12
13
Frumþættir myndlistar
Litur Lína Form Tónn Rými Áferð
14
15
Litur
Lína
Listmálarar nota yfirleitt liti markvisst en þekking á litafræði og litahringnum hjálpar þeim að blanda þá liti sem þeir vilja nota. Litahringurinn skiptist í heita liti og kalda liti en virkni lita og hvernig áhrif þeir hafa hver á annan skiptir miklu máli. Ef andstæðir litir eru settir saman myndast spenna á myndfletinum en litir með svipaðan litatón (hjálægir litir) skapa kyrrð og ró. Hreinir litir eru skærari og meira áberandi og sitja nær okkur á myndfletinum en blandaðir eða daufari litir virka fjær okkur. Þannig búa listamenn t.d. til fjarvídd með litum og litasamsetningum. Þá hafa litir birtustig og eru háðir ljósi. Litir skapa jafnframt ólíkt andrúmsloft og stemningu. Litir geta svo haft mismunandi merkingu eftir menningarheimum.
Línur hafa áhrif á það hvort það sé hreyfing eða kyrrð á myndfletinum. Listamenn nota form og línur meðvitað til að beina sjónum áhorfandans að ákveðnum atriðum, punktum, hlutum í myndinni. Beinar línur skapa yfirleitt meira jafnvægi og kyrrð á meðan bognar línur skapa hreyfingu og jafnvel óreiðu. Hvassar og ójafnar línur skapa óróleika og spennu. Samspil lína, snerting og staðsetning búa til ólík áhrif. Hreinar mjóar línur virka viðkvæmari og skapa hægari hreyfingu meðan þykkari og óreglulegri línur mynda meiri hraða og öryggi. Línur skapa fjarvídd í myndum hvort sem þær eru greinilegar eða óljósar.
16
17
Form
Tónn
Form eða formleysa skipa stórt hlutverk í myndbyggingu listaverka. Form geta verið einföld, eins og ferningur, þríhyrningur og hringur, en þau geta líka verið óregluleg og lífræn. Í náttúrunni finnast bæði regluleg form og óregluleg. Form birtast bæði í abstrakt og fígúratífum verkum, t.d. geta þrjár manneskjur myndað form sín á milli og fígúrurnar sjálfar eru samsettar úr mörgum ólíkum formum. Samspil forma, lögun, litur, hlutföll og hreyfing spila hér lykilhlutverk. Oddhvöss form sem sitja þétt saman á fleti og skarast mynda spennu á meðan mýkri form skapa meiri mýkt. Form geta enn fremur haft táknræna merkingu.
Tónn lita fer eftir því hversu þekjandi eða gagnsær hann er. Þannig getum við mótað form, teiknað og búið til ljós og skugga með mismunandi dökkum og ljósum tónum. Litatónn getur þannig haft áhrif á fjarvídd á myndfletinum. Þá eru vatnsblandanlegir litir, eins og vatnslitir, misþekjandi eftir því hversu mikið vatn er notað. Þannig er hægt að nota fáa liti til þess að búa til marga litatóna með því að blanda þá með mismiklu vatni og leyfa gagnsæi litarins að njóta sín. Ólíkir litatónar geta svo búið til andstæður, eins og dökkt og ljóst, sem skapar dýpt og líf á myndfletinum.
18
19
Rými
Áferð
Hugtökin neikvætt rými og jákvætt rými eru mikið notuð í myndlist. Á tvívíðum myndfleti eins og í málverki er neikvætt (negatíft) rými eða form allt það sem er í kringum myndefnið. Sjálft myndefnið kallast síðan jákvætt (pósitíft) rými. Þetta á bæði við um tvívíð og þrívíð verk, eins og höggmyndir. Listamenn nota fjarvídd til að skapa rými innan myndflatar. Fjarvíddina búa þeir til með litum, formum og línum. Einlitur flötur getur jafnvel skapað dýpt og rými og virkað eins og tómarúm.
Yfirborð listaverka getur verið mismunandi: mjúkt, hrjúft eða hart. Áferð fer eftir því hvernig verk er unnið og úr hverju það er gert. Olíumálverk hafa stundum hrjúfa áferð, þar sem pensilstrokur geta verið þykkar og sýnilegar og striginn grófur. Áferð teikninga og vatnslitamynda fer svo eftir gerð pappírsins, sem er misjafnlega grófur. Þá nota listamenn oft ólík áhöld eins og mismunandi pensla, sköfur og svampa sem hafa áhrif á áferð verksins. Einnig hefur efnisgerð verka áhrif á áferð þeirra, hvort þau eru úr gifsi, tré eða málmi.
20
21
Hvernig þjálfum við myndlæsi?
Hér fyrir neðan má sjá dæmi um spurningar sem beita má til þess að efla og þjálfa myndlæsi en hafa skal í huga að það er ekki nauðsynlegt að fylgja ákveðinni röð í þessum efnum og oft er best að fylgja innsæinu eða gefa gaum að þeim spurningum sem kunna að vakna af sjálfu sér, eigin vangaveltum eða umræðunum sem skapast í kringum hvert verk. Hvað sérðu á þessari mynd? Hér eru nemendur beðnir um að lýsa því sem fyrir augu ber, horfa á listaverkið og koma hugsunum sínum og tilfinningum í orð en þannig ná þeir einnig að tengjast verkinu. Þeir æfast í að lýsa því sem þeir sjá, tjá sig með orðum og þjálfa um leið athyglina og skynjunina. Hvað sérðu sem fær þig til að segja það? Þessi spurning er aukaspurning fyrir leiðbeinanda, sem er ætlað að þjálfa nemendur í því að færa rök fyrir því sem þeir segja. Henni er beint til nemenda þegar við á. Leiðbeinandi sé tilbúinn að spyrja þessarar spurningar þegar svo ber undir, sjá dæmi: Nemandi: „Mér sýnist vera vindur á myndinni.“ Leiðbeinandi: „Já, af hverju segir þú það?“ / „Hvað fær þig til að segja að það sé vindur á myndinni?“ Nemandi: „Vegna þess að það er hreyfing í sjónum, hann er ólgandi.“
22
23
1. Spurningar sem tengjast litum og formum eða efni
24
25
Úr hverju er myndin? Skoðað er hvort um sé að ræða olíu- eða vatnslitaverk, ljósmynd eða grafíkverk eða jafnvel eitthvað allt annað. Hér er tækifæri fyrir leiðbeinanda að útskýra muninn á ólíkum efnum, t.d. vatnslitun og olíumálun en auk þess getur efnið og aðferðin gefið til kynna frá hvaða tíma verkið er. Hvort það sé nýlegt eða eldra verk. Hér gefst líka tækifæri til að ræða um mismunandi áferð og vinnuaðferðir listamanna. Stundum þurfa nemendur að fara nær verkinu til að skoða pensilstrokur og annað sem gefur til kynna úr hverju myndin er. Hér er líka hægt að ræða hvort áferðin sé mjúk, hrjúf eða hörð, glansandi eða mött. Þessi spurning getur svo leitt beint til næstu spurningar um liti og form. Hér eru nemendur að læra myndlistarhugtök sem hjálpa þeim að tala um myndir og útskýra það sem þeir sjá. Hvaða liti sérðu þegar þú horfir á myndina? Stundum eru ákveðnir litir, einn eða fleiri, sérstaklega áberandi en einnig er vert að hyggja að skorti á litum, svo sem ef myndin er svarthvít eða eintóna, og þá má velta því fyrir sér af hverju svo sé. Hér má líka spyrja hvers vegna listamaðurinn noti ákveðna liti. Hér er upplagt að ræða heita og kalda liti og hvaða stemningu þeir skapa. Einnig er tilvalið að útskýra andstæða liti og ræða um það hvernig litir virka hver á annan. Andstæðir litir skapa oft spennu og óróa meðan aðrir virka kyrrlátari. Einnig búa litir til fjarvídd: blár hörfar frá auganu og virðist vera aftar á myndfletinum meðan sterkir hreinir litir, eins og rauður, sitja framar á fletinum. Þetta virkar á svipaðan hátt og sjónhverfingar. Þessar vangaveltur falla undir litafræði. Hvaða form sérðu? Jafnvel fígúratífar myndir byggjast oft á sambandi lína eða grunnforma, líkt og þríhyrninga, hringja eða ferninga, þar sem listamaðurinn hefur vissulega vald til að ákveða hvar allt á að vera á hverri mynd. Listamaðurinn notar oft form til að leggja áherslu á aðalatriðin í myndinni og leiðir áhorfandann þannig um myndflötinn. Hér getur verið tilvalið að ræða um það hvernig ólík form virka á áhorfendur, ef við á. Þríhyrnd form og skálínur skapa oft meiri óreiðu og hreyfingu á myndfleti meðan hringform og beinar línur skapa jafnvægi og kyrrð. Einnig má benda á að sumar myndir eru formleysur, þar sem ekki sjást skýr form, heldur er eins og þau hafi leysts upp í mörg smærri form. Þessar vangaveltur tengjast myndbyggingu og hafa áhrif á það hvernig við skynjum myndina.
26
Hvaða stemningu skapar litirnir og formin í myndinni? Hér skoðum við hvort myndin sýni kyrrð eða óreiðu eða hvaða andrúmsloft eða stemning sé í myndinni út frá litunum og formunum. Myndir henta misvel í þessar vangaveltur en oft er hægt að ræða um hreyfingu, kyrrð og óróleika. Stundum hafa efnið, áferðin og pensilstrokur líka áhrif á liti, form og stemningu. Hvaða svæði á myndfletinum finnst þér listamaðurinn leggja sérstaka áherslu á? Og með hvaða hætti? Sumar myndir hafa mjög greinileg aðalatriði en aðrar ekki. Hér er hægt að halda áfram að ræða um það hvernig línur og form geta leitt augað í ákveðnar áttir. Hér má ræða um áhrif birtu og skugga og hvernig listamenn nota oft birtuna til að leggja áherslu á aðalatriðin. Einnig nota listamenn liti til að leggja áherslu á aðalatriði. Aðalatriðin þurfa ekki endilega að vera í forgrunni eða á miðjum myndfletinum en það er samt algengt. Stundum er ekki eitt aðalatriði heldur mörg sem tengjast og mynda eina heild. Er jafnvægi í myndinni? Jafnvægi er eitt af grunnhugtökum í listsköpun og hönnun. Flest þekkjum við hugmyndina um að halda jafnvægi á hjóli. Þegar mynd er á þann hátt að yfir verkinu ríki stöðugleiki er sagt að það ríki jafnvægi á myndfletinum. Síðan má segja um verk þar sem annar hluti myndflatarins virkar miklu þyngri en hinn að þar ríki ekki jafnvægi. Myndin er þá óstöðug og þar ríkir jafnvel óreiða. Myndbygging ásamt samspili lita og forma hafa áhrif á hvort jafnvægi ríki á myndfleti. Þegar jafnvægi er samhverft er um einhvers konar speglun að ræða en náttúran er full af speglunum og mannslíkaminn þar með talinn. Einhverra hluta vegna leitar augað eftir jafnvægi og þannig verk veita áhorfandanum yfirleitt vellíðan. Eru andstæður í verkinu? Hér er hægt að ræða um andstæða liti sem mynda oftast spennu eða draga fram aðalatriði. Einnig geta andstæðurnar verið nótt og dagur, myrkur og birta, gleði og sorg, mjúkt og hart, stórt og lítið, öryggi og ótti, kyrrð og hreyfing til að nefna dæmi. Listamenn nota oft andstæður til að leggja áherslu á hugmyndir sínar og til að útskýra það sem þeir vilja segja með myndinni.
27
2. Spurningar sem tengjast áhorfandanum, tilfinningum eða upplifun
Hvernig hreyfast augu þín þegar að þú horfir á myndina? Þessi spurning fær nemendur til að vera meðvitaðir um hvað þeir eru að horfa á og hvað stjórnar því. Hér má aftur ræða um formin og litina og aðalatriðin á myndinni og hvaða atriði hafi áhrif á þá. Þessi spurning virkjar oft nemendur sem ekki hafa tekið þátt í samræðunum því hún er opin og aðgengileg. Hvert er sjónarhornið? Listamaðurinn velur sér ávallt sjónarhorn, sem kann að hafa áhrif á heildarupplifunina, auk þess sem vert er að spyrja hvaða áhrif það hefði ef annað sjónarhorn hefði verið valið. Sjónarhorn er myndlistarhugtak sem er gagnlegt og mikilvægt að skilja og vera meðvitaður um þegar maður skoðar listaverk. Sjónarhorn getur snúist um það hvar við stöndum þegar við horfum á listaverkið, hvað við sjáum á myndinni og hvernig það snýr að okkur og síðan sjónarhorn listamannsins, þ.e. hvernig hann sýnir okkur og setur fram það sem hann vill segja. Hvar og hvernig listamaðurinn staðsetur myndefnið stjórnar því hvernig við sjáum það. Hér getur verið gott að ræða ólík sjónarhorn. Einnig er hægt að ræða um heildarmyndina og smáatriðin í þessu samhengi. Hvaða tilfinningalegu viðbrögð vekur þessi mynd hjá þér? Þessi spurning fær nemendur til að lýsa tilfinningum sínum. Mörg listaverk vekja upp tilfinningar og þær geta verið ólíkar og mismunandi allt eftir því hvernig myndirnar eru og hver áhorfandinn er. Hér eru engin rétt svör og er mikilvægt að hvetja nemendur til að tjá sig um það hvaða tilfinningar vakni hjá þeim þegar þeir skoða verkin. Listamenn tjá oft erfiðar tilfinningar með listsköpun og það er tilvalið að nefna það og mæla með því við nemendur. Listaverk geta vakið upp alls konar tilfinningar: gleði eða depurð, hlátur eða grátur og allt þar á milli. Hefur það, hver þú ert, áhrif á það hvernig þú upplifir myndina? Persónuleg reynsla mótar upplifun okkar af list, af umhverfinu, af heiminum, þó það sé hægara sagt en gert að átta sig á því, að gera sér grein fyrir innri og ytri áhrifum og setja sig í spor annarra. Finnst þér myndin raunveruleg eða óraunveruleg? Af hverju? Hér má velta því fyrir sér hvað geri mynd raunverulega eða óraunverulega. Einu sinni var markmið listamanna að herma eftir raunveruleikanum og hafa myndina eins líka fyrirmyndinni og þeir gátu. Síðan uppgötvuðu þeir áhrif lita og fóru að túlka
28
29
raunveruleikann og einbeita sér að því að búa til áhrifaríkar myndir. Það hvort mynd sé raunveruleg eða lík fyrirmyndinni skipti þá minna máli (og jafnvel engu máli). En getur mynd sýnt raunverulegar tilfinningar en verið óraunveruleg í stíl eða á annan hátt? Hvar og hvenær er líklegt að þessi mynd sé gerð? Hvert verk er tengt við tímann og samfélagið, söguna og aðra ytri þætti sem kunna að hafa haft áhrif á tilurð þess. Þessi spurning fær nemendur til að velta fyrir sér hvað er líkt og hvað er ólíkt með ólíkum tímum. Hvernig eitthvað var gert í gamla daga og hvernig sama athöfn er núna getur skapað skemmtilegar og fróðlegar samræður. Til dæmis getur það hvernig við þvoum þvott skapað samræður um jafnrétti kynjanna áður og nú, um tækni, framfarir og fleira. Hér er líka gott að skoða hvað gefi til kynna að mynd sé frá ákveðnu tímabili. Stundum má dæma það af klæðnaði, farartæki, húsakosti eða af því hvort myndin er málverk eða stafræn ljósmynd til dæmis. Fyrir eldri nemendur: Hvað segir þessi mynd þér um samfélagið í dag – en samfélagið þegar að hún var gerð? Velta má því fyrir sér hvað hafi breyst (eða ekki breyst) síðan verkið varð til, hvort myndin sýni framandi hluti, horfna eða gleymda tíð. Þessi spurning er tilvalin í framhaldi af spurningunni um hvenær verkið var gert. Hér setja nemendur sig í spor fólks frá öðrum tíma og verða meðvitaðri um eigin stöðu og samfélag. Hér er hægt að ræða um hverju tæknin hefur breytt, hvort staða kynjanna hafi breyst, hvernig staða kvenna er önnur en áður fyrr og hvernig börn hafa það núna eða hvernig þau höfðu það áður fyrr. Einnig má velta því fyrir sér hvað hefur ekki breyst. Þessi spurning á vel við verk sem fjalla um samfélagsleg málefni og segja sögur af fólki.
Finnst þér heiti verksins hafa áhrif á það hvernig þú sérð það? Spurning sem fær nemendur til að velta fyrir sér hlutverki titla. Sumir titlar eru lýsandi meðan aðrir eru ljóðrænir. Titill getur líka bætt við verkið og útskýrt hvað býr að baki. Stundum er titill lykill að því að skilja þá hugmynd sem býr að baki verksins. Stundum segir titill okkur ekki mikið eða við skiljum hann hreinlega ekki og stundum eru verk án titils. En stundum breytir titill hugmyndum okkar og túlkun okkar á verkinu. Þá má velta fyrir sér hvort nemendum finnist titillinn hæfa verkinu eða ekki. Hvort þeir myndu vilja hafa hann öðruvísi. Finnst þér þú horfa öðruvísi á myndina núna en í upphafi? Hér er gott að taka saman hvað hefur komið út úr samræðunum. Nemendur þjálfast í að taka saman aðalatriðin og útskýra það í nokkrum orðum um hvað myndin sé og hvort þau hafi uppgötvað eitthvað í samræðunum. Viltu vita meira? Nemendur eru ávallt hvattir til að spyrja spurninga og það er sérstaklega ánægjulegt ef þeir vilja vita meira um ákveðið verk eða listamann. Þessi spurning á vel við ef verkið er þess eðlis að það er áhugavert að komast að meiru um hugmyndina sem liggur að baki því, sögu þess eða sögu listamannsins. Ef það var búið til í ákveðnu samhengi eða skipar ákveðinn sess í listasögunni. Til dæmis er skemmtilegt að ræða um Kjarval eða Mugg en það að fræðast enn frekar um ævi listamannanna gefur nemendum frekari innsýn í listsköpun þeirra.
Hvað heldur þú að listamaðurinn sé að reyna að segja með þessari mynd? Hér eru nemendur hvattir til að setja sig í spor listamannsins og ímynda sér hvað listamaðurinn hafi ætlað sér eða hugsað við gerð myndarinnar – og jafnvel má spyrja hvort nemendur telji að listamaðurinn hafi náð takmarki sínu. Hér er upplagt að reyna að átta sig á því hvaða hugmyndir liggi hugsanlega að baki verksins. Hér er ekkert eitt svar rétt en í sumum tilvikum er ásetningur listamannsins skýrari en í öðrum. Sum verk eru opnari til túlkunar en önnur. Hér er oft gott að segja nemendum frá titli verksins en stundum hefur hann mikil áhrif á verkið og hvernig má túlka það. Breytir titillinn upplifun áhorfenda á verkinu? 30
31
3. Skapandi spurningar
Hvaða þrjú orð myndir þú nota til þess að lýsa þessari mynd? Hér er til dæmis annað hvort hægt að nota lýsingarorð til þess að lýsa stemningu eða sagnorð til þess að lýsa því sem er að gerast, hreyfingu eða athöfn. Í framhaldinu væri hægt að spá í hvort þessi orð kjarni það sem verkið eða listamaðurinn er að fjalla um. Eða hvað megi lesa úr þessum orðum. Hér væri jafnvel hægt að ræða muninn á orðum og hugtökum, ef nemendur nefna hugtök. Sérðu einhver tákn í myndinni? Þessi spurning á misvel við þar sem nemendur hafa mismikla þekkingu á táknum og hvað tákn er. Hér er hægt að ræða almennt um algeng tákn eins og að hvítur hestur gæti hugsanlega táknað von og að allt verði í lagi. Hauskúpa táknar hins vegar oft að eitthvað slæmt sé í vændum, jafnvel dauðann. Hundur táknar oft traust og fljúgandi fuglar frelsi. Grænn litur táknar kyrrð og ró meðan rauður getur táknað hið andstæða. Tákn hafa síðan oft ólíkar merkingar eftir menningarheimum. Þessi spurning er notuð þegar við sjáum tákn sem auðvelt er að tala um, eru sýnileg og hafa áhrif á hugmyndirnar sem liggja að baki verkinu eða geta opnað á áhugaverðar umræður. Fyrir hvern ætli listamaðurinn hafi gert þetta verk? Fyrir hvern gera listamenn listaverk? Af hverju gerum við list? Hvað er list? Hvað finnst þér skemmtilegast við að gera listaverk? Þetta eru stórar spurningar sem geta verið hugvíkkandi og fengið nemendur til að velta fyrir sér eðli listsköpunar. Ef þú gætir spurt listamanninn að einhverri spurningu, hvernig myndi sú spurning hljóma? Þessi spurning hvetur nemendur til að orða sína eigin spurningu. Þetta er opin og skapandi spurning. Ef hugmyndin að listaverkinu er óljós og opin getur þessi spurning verið hjálpleg og fengið okkur til að hugsa um það sem ekki sést og ekki kemur fram á myndinni. Hvað myndu nemendur vilja vita um myndina og listamanninn til þess að geta skilið verkið betur. Ef til vill hjálpar þessi spurning áhorfendum að komast að einhverju meira og nemendur geta síðan í sameiningu velt fyrir sér hverju listamaðurinn myndi svara.
32
33
Getur þú ímyndað þér hvað var að gerast á undan þessu augnabliki í verkinu? Og hvað gerist næst? Þetta er opin og skapandi spurning sem hvetur nemendur til að nota hugmyndaflugið en um leið rökhugsunina. Þessi spurning er líka tilvalin í ritlistarverkefni eins og sögugerð og ljóðagerð. Einnig gætu nemendur teiknað næstu senu eða búið til myndasögu úr verkinu. Spurning sem brýtur upp hefðbundna túlkun og getur verið skemmtileg í lokin. Hér þurfa nemendur að velta því fyrir sér hvað sé að gerast á myndinni til að geta svarað. Þau verða því að hafa velt fyrir sér hvaða hugmyndir liggi að baki myndinni og hvað myndin sé að sýna og segja okkur. Hvernig hljómar myndin? Gætir þú lýst hljóðinu eða ímyndað þér það? Spurning sem fær nemendur til að virkja ímyndunaraflið. Að hugsa með skynfærunum. Það má jafnvel taka þessa spurningu lengra ef við á – spyrja um lykt, áferð eða bragð. Hér erum við um leið að víkka hugmyndir okkar um myndlist og skynjun. Það getur verið áhugavert að hugsa með líkamanum, kanna hvernig hugurinn tengist öðrum skynfærum og tengja þannig saman sjón og hljóð. Sumir hugsa um ákveðna tóna þegar þeir sjá ákveðna liti. Hvernig getum við útskýrt með orðum hljóð, lykt eða bragð. Ef þú hugsar um lög sem þú þekkir, hvaða lög koma upp í hugann í tengslum við verkið? Þessi spurning er opin og skapandi og getur komið í framhaldi af spurningunni hér að ofan. Hér fá nemendur tækifæri til að tengja myndina við tónlist og tengja þannig saman tvö listform á huglægan hátt. Hér er hægt að hugsa um hvernig andrúmsloft ríkir í myndinni og finna tónlist sem passar við það eða inniheldur svipaða stemningu. Nemendur eiga yfirleitt mjög auðvelt með að svara þessari spurningu og þekking þeirra á tónlist kemur á óvart. Stundum hafa nemendur hugsað um sömu lögin og það getur verið merkilegt að spá í hvers vegna þetta ákveðna lag passi svona vel við þessa mynd eða hvers vegna það sama komi upp í huga nemenda.
smekksatriði eða hvort sum verk séu þannig gerð að þau heilla flesta. Er til listaverk sem öllum finnst fallegt? Hvernig er þannig listaverk? Mikilvægt er að taka það fram að við höfum ólíkar skoðanir og ólíkan smekk og það er jákvætt. Við þurfum alls ekki öll að vera eins eða finnast sömu listaverkin flott. Ólíkar skoðanir skapa oft skemmtilegustu samræðurnar. Ef þú mættir breyta heiti verksins hvernig myndi það vera? Myndir þú breyta heiti verksins yfir höfuð? Heiti listaverka getur sagt heilmikið um verkin sjálf. Heitin geta verið lýsandi fyrir myndefnið en einnig geta þau verið ljóðræn og opin til túlkunar. Hér gefst nemendum tækifæri til þess að koma sinni túlkun á verkinu til skila. Myndir þú breyta einhverju eða bæta einhverju við, ef þú gætir? Þessi spurning er hugsuð til að viðhalda áhuga og lífga upp á samræðurnar og eins til að láta nemendur vita að hér séu engin rétt eða röng svör. Skapandi og opin spurning sem hvetur nemendur til að nota hugmyndaflugið en oft er ástæða fyrir því sem nemendur vilja bæta við. Það má ræða hvers vegna nemendur vilja bæta ákveðnu atriði við eða taka það út og hvernig það breyti myndinni. Þetta er tilvalin lokaspurning. Lokið augunum og lýsið myndinni! Skapandi æfing sem hvetur nemendur til að þjálfa minnið. Hér þarf að rifja upp hvað þú sást og útskýra það í orðum með lokuð augun. Af hverju manstu eftir því sem þú lýsir og af hverju gleymdir þú því sem þú gleymdir? Hverju viltu helst muna eftir í þessu verki? Munum við eftir aðalatriðum eða líka smáatriðunum? Munum við eftir því sama? Þetta er upplögð aukaspurning og góð til að ná aftur athygli nemenda eða brjóta upp tímann.
Hvað er heillandi við þessa mynd? Er eitthvað sem heillar ekki? Þetta er opin spurning og gæti verið góð lokaspurning. Einnig er hægt að bera saman verk í framhaldinu. Hvort verkið heilli meira og hvers vegna. Hvað eiga verk sameiginlegt og hvað er ólíkt. Hvernig verk eru oftast heillandi og hvort það sé 34
35
Skýringarmynd Hvert er sjónarhornið?
Hvað sérðu á þessari mynd? Hvaða þrjú orð myndir þú nota til þess að lýsa þessari mynd?
Hvaða svæði á myndfletinum finnst þér listamaðurinn leggja sérstaka áherslu á? Og með hvaða hætti?
Hvernig hreyfast augu þín þegar þú horfir á myndina?
Hvaða tilfinningar vakna þegar þú horfir á myndina?
Hvaða stemningu skapa litirnir og formin í myndinni?
Sumarnótt, lómar við Þjórsá, 1929 Jón Stefánsson (1881-1962) Olíumálverk 100 x 130 cm LÍ–366 36
37
Lokið augunum og lýsið myndinni!
Hvernig hljóðar myndin?
Hvaða andstæða litapar notar listamaðurinn? Hvað sérðu á þessari mynd? Hvernig er veðrið? Er hreyfing eða kyrrð? Hringformið er áberandi og notað bæði til að ramma inn myndina og einnig til að leggja áherslu á aðalatriðin og búa til samræmi. Hvaða svæði á myndfletinum finnst þér listamaðurinn leggja sérstaka áherslu á? Og með hvaða hætti? Hvenær ætli myndin eigi að gerast? Hvaða atriði á myndinni fá okkur til að halda það? Hefur það hver þú ert áhrif á það hvernig þú upplifir myndina? Á miðri mynd er árabátur með fjórum sjómönnum. Á milli þeirra er hægt að draga þríhyrningsform sem tengir þá saman í eina heild og þeir verða táknmynd sjómennskunnar.
Morgunn á miðinu, 1927 Finnur Jónsson (1892-1993) Olíumálverk 101 x 138 cm LÍ-367 38
39
Hvað gæti hafa gerst á undan eða á eftir?
Hvað notar listamaðurinn í skúlptúrinn á myndinni?
Hvað sérðu á þessari mynd? Hvað er það sem sem fær þig til að segja það? Hvaða form sjáum við í myndinni? Úr hverju er myndin? Af hverju er myndin ekki í lit? Ef þú gætir spurt listamanninn að einhverri spurningu, hvernig myndi sú spurning hljóma? Ef þú mættir breyta einhverju eða bæta við verkið, hverju myndir þú breyta? Ef þú mættir breyta titli verksins hvernig myndi hann vera?
Mountain, 1980-1982 Sigurður Guðmundsson (1942) Ljósmynd 82,6 x 104,5 LÍ–8101 40
41
Finnst þér þú horfa öðruvísi á myndina núna en í upphafi?
Hvert er sjónarhornið?
Eru andstæður í myndinni?
Hvað sérðu á þessari mynd? Hvað er það sem sem fær þig til að segja það? Af hverju eru listamennirnir í þjóðbúningum fyrir framan álver? Hefur það áhrif hver þú ert, áhrif á það hvernig þú upplifir myndina? Hvað heldur þú að listamennirnir séu að reyna að segja með þessari mynd? Hvaða tilfinningalegu viðbrögð vekur þessi mynd hjá þér? Hvað segir þessi mynd okkur um samfélagið í dag? Myndir þú breyta einhverju eða bæta við myndina ef þú gætir?
Án titils (portrett af listamönnum í íslenskum kvenbúningum ; peysufötum og upphlut), 2000 Libia Castro (1970) og Ólafur Ólafsson (1973) Ljósmynd 100 x 150 cm LÍ–8250
42
43
Fyrir hvern ætli listamennirnir hafi gert þetta verk?
1. Upphefð landsins
44
45
Þingvellir 1900
Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) Olíumálverk 57,5 x 81,5 cm LÍ–1051
46
47
Litirnir í verkinu eru nokkuð daufir eða dimmir, þar sem bláir og dimmgrænir litir eru einkar áberandi. Myndin er klassískt olíumálverk og myndefnið, fígúratíf landslagsmynd, er grípandi þar sem hesturinn, sem stendur í forgrunni fyrir miðri mynd, fangar augað, líkt og kirkjan og bæjarhúsið í fjarska, auk fjallanna í bakgrunni. Þá er myndbyggingin til þess gerð að leiða augað eftir spegilsléttu vatnsyfirborðinu inn í myndina, svo hún dregur áhorfandann nær ómeðvitað inn í sjónsvið verksins, og áhorfandinn kann að spyrja sig hvaða tíma dags eða hvaða árstíð myndin sýni. Þórarinn B. Þorláksson var einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og einn fyrstu Íslendinganna sem útskrifuðust úr listnámi í Kaupmannahöfn. Verkið er frá árinu 1900 en Þórarinn var mikils metinn listamaður hér á landi á þeim tíma, um og eftir aldamótin. Titill þess er Þingvellir en listamaðurinn vakti einmitt mikla hrifningu fyrir málverk sín af Þingvöllum, landslagsmálverk í síðrómantískum stíl, sem höfðuðu til þjóðerniskenndar og þjóðarstolts meðal Íslendinga, sem gátu loks teflt fram málverkum eftir lærða listamenn á heimsmælikvarða og gert sig gildandi í alþjóðlegu samhengi með slíkum hætti. Þannig var verkum Þórarins til að mynda hampað sérstaklega á pólitískum forsendum og listamaðurinn spilaði ákveðið hlutverk í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með þetta í huga mætti jafnframt spyrja um stöðu íslenska hestsins, jafnt sem tákns innan myndarinnar sem og í ljósi samfélagslegs mikilvægis hans í lífsbaráttu þjóðarinnar, þar sem hann hefur gjarnan verið kallaður „þarfasti þjónninn“. Sömuleiðis má velta fyrir sér þýðingu Þingvalla, ýmist með tilliti til sögu staðarins, þar sem fyrsta þjóðþing Íslendinga var auðvitað stofnað, eða sem þjóðgarðs og einstakrar náttúruperlu, sem er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Þá hefur náttúran vissulega einnig verið samofin þjóðarvitundinni og sjálfstæðisbaráttunni, líkt og bókmenntasagan sýnir, en sömu hugsun, sem sjá má í þessu málverki Þórarins, má til dæmis finna í ættjarðarljóðum skálda eins og Jónasar Hallgrímssonar eða Hannesar Hafsteins.
48
Samfélagið Þarfasti þjónninn! Þegar Þórarinn málaði verkið Þingvelli árið 1900 ferðaðist fólk um landið á hestum en ekki á bílum eins og við erum vön í dag. Hesturinn er því mikilvægt tákn fyrir lífsbaráttu þjóðarinnar. Þingvellir eru einnig táknrænn staður þar sem Alþingi Íslendinga var stofnað þar árið 930. Hugleiðingar Hvað er að vera frumkvöðull? Árið 1900 hélt Þórarinn B. Þorláksson einkasýningu á verkum sínum í Reykjavík þar sem hann sýndi verk sem voru máluð á Þingvöllum. Hann var fyrstur íslenskra listamanna til þess að halda slíka sýningu hér á landi. Frumkvöðull er sá sem hrindir í framkvæmd nýstárlegri hugmynd og er fyrirmynd þeirra sem á eftir koma. Náttúra Rómantísk náttúra – hvað er átt við? Þegar fyrstu listmálarar þjóðarinnar voru að koma heim úr námi um aldamótin 1900 var íslensk náttúra þeim hugleikin. Verk þeirra sýna fegurð náttúrunnar á þann hátt að Íslendingar hrifust með og fylltust stolti af landi sínu sem skipti sköpum fyrir sjálfsmynd þjóðar í sjálfstæðisbaráttu. Litir og form Litir hafa bein áhrif á skynjun og tilfinningar. Í verkinu býr blái liturinn til fjarvídd sem leiðir okkur dýpra inn í myndina. Bláu litirnir skapa mýkt, dulúð og kvöldstemningu. Láréttar línur og fletir mynda jafnvægi á myndfletinum. Fjallið speglast í vatninu og kyrrðin er alltumlykjandi.
49
Sumarnótt, lómar við Þjórsá 1929 Jón Stefánsson (1881-1962) Olíumálverk 100 x 130 cm LÍ–366
50
51
Tveir fuglar liggja á árbakka en handan spegilsléttrar árinnar stendur mikið fjall, bratt á alla kanta. Myndin er byggð upp í láréttum þrepum eða línum sem hörfa frá áhorfandanum og gefa verkinu dýpt. Fremst er það árbakkinn, þá áin sjálf og bakkinn hinum megin og loks fjallið sem rís í fjarska. Þar gnæfir það yfir myndina með lárétta fjallsbrún sína en spegilmynd þess í vatnsfletinum eykur vægi þess og mátt innan myndarinnar. Fuglarnir teygja fram hálsinn og horfa í átt til fjallsins. Annar fuglinn myndar skálínu. Að baki fjallsins slær sólin gullnum bjarma á himni, sem jafnframt lýsir upp vatnsflötinn og myndina alla. Þá býr birtan til ramma utan um bláleitt fjallið en bláir, svalir litatónar koma einnig fyrir á himni og í speglun vatnsins. Neðst á myndinni, nær áhorfandanum eru brúnir, hlýir litatónar hins vegar ráðandi í forgrunni, jafnt í búkum fuglanna og bakka árinnar, sem þverar flötinn. Litir og myndbygging mynda þannig mikið jafnvægi, auk þess sem myndin er afar samhverf um lóðréttan miðjuás. Eyrarnar í ánni staflast þó sitt hvorum megin upp myndflötinn og býr tilbreytingin til ákveðna hreyfingu. Þá hallar annar fuglinn höfði eilítið en áframhald hinnar lóðréttu línu má eigi að síður greina í skarði í spegilmynd fjallsins, sem sést ekki í fjallinu sjálfu. Þessi samhverfa og litaval listamannsins lýsa djúpri kyrrð náttúrunnar fjarri mannabyggðum. Fuglarnir, sem eru lómar, eru einu lifandi verurnar sem sjá má í þessu stórbrotna landslagi, þar sem þeir virðast njóta kyrrðarinnar og jafnvel dást að útsýninu, rétt eins og áhorfandinn sem dáist að málverkinu. Titill verksins er Sumarnótt en auðvelt er að ímynda sér kvak fuglanna og tón hinnar kviku en kyrru náttúru þegar horft er á myndina. Jón Stefánsson var þekktur fyrir landslagsmyndir sínar en hann dvaldi mikið erlendis, þó hann hafi oft sótt innblástur í íslenska náttúru. Þá sýna fleiri myndir eftir listamanninn eitt voldugt fjall sem rís fyrir miðri mynd, tignarlegt og tímalaust tákn fyrir stöðugleika náttúrunnar í hverfulum heimi. Sú upphafning lands og náttúru er jafnframt nokkuð dæmigerð fyrir tíðarandann, þar sem verkið er frá árinu 1929, en Jón lagði sjálfur meiri áherslu á þau áhrif sem birtan og landslagið hafði á hann, heldur en að líkja eftir því í einu og öllu. Hér er það myndbyggingin sem skiptir meginmáli og sú heild sem náttúran myndar í meðförum listamannsins.
52
Samfélagið Núvitund – hvað er það? Hér höfum við mynd sem gott er að dvelja í, hvíla hugann og njóta fegurðarinnar sem blasir við okkur þegar við stöndum andspænis verkinu. Þegar núvitund er iðkuð er mikilvægt að láta hugann ekki reika aftur til fortíðar eða framtíðar heldur að dvelja í núinu og njóta staðar og stundar. Að horfa á listaverk er góð þjálfun í núvitund. Hugleiðingar Er til eitthvað sem við erum öll sammála um að sé fallegt? Fegurðarhugtakið tengist menningu, samhengi og skynjun þess sem upplifir. Smekkur segir til um hvað hverjum og einum finnst en segir ekki endilega til um hvort hluturinn sé fallegur í eðli sínu eða ekki. Fegurðin er háð skynjun okkar hvort sem um er að ræða náttúrufegurð eða fegurð listaverka. Fegurðin býr ekki í hlutnum, heldur í auga áhorfandans, eins og sagt er. Náttúra Margir listmálarar á fyrri hluta 20. aldar sóttu innblástur til náttúrunnar og máluðu verk sín gjarnan undir berum himni. Þegar Jón Stefánsson málaði Sumarnótt var raunin ekki sú. Hann málaði verkið nefnilega á vinnustofu sinni en tókst með aðdáunarverðum hætti að miðla hughrifum náttúrunnar til áhorfenda verksins. Litir og form Á bak við fjallið má sjá gullinn bjarma á himni. Þessi sami bjarmi lýsir upp vatnið og rammar um leið inn bláleitt fjallið. Myndbyggingin samanstendur af láréttum línum sem skapa jafnvægi en fuglarnir og eyrarnar til hliðar brjóta upp þá samhverfu og speglun sem er að finna í verkinu. Hálsar lómanna leiða augað upp eftir myndinni í átt að fjallinu sem glóir í fjarska.
53
2. Með skuplu og skjólu
54
55
Sumarnótt 1959
Gunnlaugur Scheving (1904-1972) Olíumálverk 125 x 170 cm LÍ–1168
56
57
Stórar fígúrurnar fremst á myndinni fanga strax athygli áhorfandans: kýrin vinstra megin, móðir og stúlka hægra megin. Þá horfa fígúrurnar fram fyrir sig, nánast beint í augu áhorfandans, nema stúlkan sem horfir eilítið til hægri, jafnvel á gulu blómin sem hún heldur í hendi sér. Sitja þær þrjár á túni í víðfeðmu landslagi undir fullu tungli. Fyrir aftan þær má sjá á sem streymir yfir myndflötinn og velli sem breiða eins úr sér til beggja átta en í fjarskanum standa háreist fjöll, auk þess sem það glittir í jökul vinstra megin, á bak við kúna. Umhverfis þær eru svo gul blóm, líklega sóleyjar, og fyrir aftan mæðgurnar virðist vera teppi á jörðinni. Stúlkan situr í fangi móður sinnar og er klædd í hvítan kjól með rauðum doppum en móðirin er klædd í látlausari föt, brúna skyrtu, svart pils og röndótta svuntu, en báðar bera þær skuplur á höfði í gömlum stíl bændasamfélagsins sem skín í gegnum myndefnið. Form og hlutföll eru sérlega athyglisverð í verkinu, auk skarpra lína sem sjá má í fígúrunum, til dæmis í kýrhausnum og baki móðurinnar. Þá mætti jafnvel segja að það sé ekki sérlega mikil hreyfing í verkinu, fyrir utan augnaráð stúlkunnar og ána sem þverar myndina, sem kann að gefa til kynna kyrrð sveitarinnar og sumarnáttanna. Hringlaga andlitin og hálfkassalagaður kýrhausinn, auk línanna í svuntu móðurinnar, teppisins í bakgrunni, guls, svarts og græns flatar fyrir aftan fígúrurnar bera þess jafnvel merki að abstraktsjónin hefur rækilega haslað sér völl í myndlistinni en myndin er máluð árið 1959.
Samfélagið Óður til sveitalífsins. Örar breytingar áttu sér stað í íslensku samfélagi þegar fólk fluttist úr sveit í borg um miðja 20. öld. Landbúnaður er ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar frá landnámi og gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir afkomu okkar. Með tilkomu nýrra tækja og tækni hefur bændum fækkað en í verki Gunnlaugs má greina óð til sveitalífsins og mikilvægi landbúnaðar. Hugleiðingar Af hverju er kýrin svona stór á myndinni? Kýrin getur verið táknmynd fyrir móður jörð, hún veitir hlýju og mjólk sem er dýrmæt fyrir manninn. Gunnlaugur Scheving ólst upp í sveit þar sem kýr voru hluti af landbúnaði bæjarins. Því má segja að stærð kýrinnar sé ekki tilviljun heldur ásetningur listamannsins að undirstrika mikilvægi dýrsins með stærð þess á myndfletinum. Náttúra Blómið Brennisóley er algeng tegund um allt land, bæði í sveitum landsins og í borg og bæjum. Blómin eru fremur stór og með sterkgulum, gljáandi krónublöðum. Brennisóley vex einkum á graslendi, sækir mjög í tún og myndaði oft gular breiður umhverfis gömlu bæina hér áður fyrr. Hún hefur stundum verið nefnd íslandssóley.
Litirnir eru að mestu hlýir, grænir, brúnir og gulir tónar, auk þess sem ögn kaldari bláum lit bregður fyrir fjær í landslaginu, í ánni og fjöllunum. Hendur og andlit mæðgnanna eru brúnleit, ef til vill til marks um mikla útivinnu í sólinni. Sveitalífið felur enda í sér mikla vinnu og erfiði til þess að ná endum saman, þó mæðgurnar virðast hér eiga góða stund saman, í nánd við húsdýrin sem búskapurinn byggist á. Þá skiptist myndin til helminga, þar sem kýrin er á stærð við mæðgurnar, sem kann að lýsa mikilvægi búpeningsins í bændasamfélaginu. Loks er hægt að velta fyrir sér hvaða merkingu hlutlausir svipir mæðgnanna hafi í þessu samhengi.
Litir og form Verkið einkennist af hlýrri birtu og björtum skærum litum. Blár himininn í fjarska býr til fjarvídd í myndina og appelsínugul skupla bóndakonunnar verður áberandi. Blár og appelsínugulur eru andstæðir litir og því notar málarinn þessa liti meðvitað. Skarpar línur og einföld form skapa kyrrð og það virðist engin hreyfing vera í myndinni. Skýrar þykkar útlínur skerpa á aðalatriðum. Fígúrurnar eru formrænar; hringlaga andlit og kassalagaður kýrhaus.
58
59
Við þvottalaugarnar 1931 Kristín Jónsdóttir (1888-1959) Olíumálverk 100 x 123 cm LÍ–459
60
61
Konur við vinnu eru í forgrunni í þessu málverki, sem ber með sér áhrif hefðarinnar, líkt og efnið sjálft, olía á striga. Konurnar beygja sig yfir Þvottalaugarnar í Laugardal og þvo föt og klæði í heitu vatninu. Yfirbragð verksins er impressjónískt og pensilstrokurnar greinilegar en andlit kvennanna sjálfra óljós. Við fyrstu sýn ber myndefnið yfir sér nokkra friðsæld. Í raun er þó um hörku púl að ræða, þar sem konurnar bogra yfir heitar laugarnar og þvo þvottinn í höndunum. Slíkt starf krefst bæði tíma og krafta. Þreytu er samt ekki að sjá á konunum, nema vera megi að bogin bök þeirra beri þess merki. Á móti sést þó styrkur þeirra í bognum handleggjum þeirra, er þær vinda þvottinn af miklum móð. Verkið ber vott um gamla hætti en það var hins vegar málað árið 1931, fyrir tíð nútímaþvottavéla, sem voru ekki teknar í almenna notkun fyrr en á seinni hluta síðustu aldar. Þá virðist myndin sveipa konurnar ákveðnum dýrðarljóma, svo segja má að þær minni sjálfar á dýrlinga með hvítar hettur sínar. Hvít gufan sem stígur upp frá laugunum umfaðmar þær og ber með sér vissan hreinleika. Jafnframt mynda líkamar kvennanna þriggja, sem beygja sig hver á móti annarri í forgrunninum, og gufan í kringum þær eins konar þríhyrning, sem teygir sig úr neðri hornum myndarinnar og upp um miðja mynd. Þannig er mikið jafnvægi í verkinu, þó ætla megi að við sjáum aðeins hluta af því sem gerist við laugarnar og margar fleiri konur séu þar við þvott, líkt og konan fjær hægra megin gefur vísbendingu um. Listmálarinn Kristín Jónsdóttir lék lykilhlutverk í íslenskri listasögu, sem ein af fyrstu konunum sem fengust við málverkið en hún var ein af fyrstu íslensku konunum sem stunduðu nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn. Það vekur því ekki mikla furðu að sjá upphafningu kvenna í verkum hennar, líkt og hér, enda var hún uppi á þeim tíma sem hlutverk kvenna var takmarkað og skyldur þeirra að mestu bundnar við heimilið og heimilisstörfin. Þær unnu því störf sem voru afar vanmetin svo hlutur þeirra hefur oft gleymst í sögunni. Ýmislegt hefur breyst síðan þá og eins er sumt sem virðist breytast seint. Nútíma þvottavélar hafa þó létt fólki mjög vinnuna og verkaskipting á heimilum er vonandi jafnari en áður.
62
Samfélagið Þvottalaugarnar voru heitar laugar sem voru notaðar til þvotta af húsmæðrum og vinnukonum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Síðar var reist þvottahús og útbúinn vegur inn í Laugardalinn; Laugarvegurinn sem var mikil bót fyrir konurnar sem þurftu að ganga langa vegalengd með þvottinn, oft á bakinu. Í dag er þessi veruleiki okkur framandi þar sem rennandi vatn og þvottavélar eru til í nánast hverju húsi. Hugleiðingar Áður fyrr var talað um karlastörf og kvennastörf. Þá var verið að vísa til þess að eðlilegt væri að flokka ákveðnar starfsgreinar eftir kyni. Konur áttu lengi að sjá um börn og bú, hugsa um heimilið á meðan karlmaðurinn aflaði tekna utan heimilis. Þetta hefur sem betur fer breyst og í dag eiga konur og menn að geta starfað við það sem þeim hugnast. Kristín Jónsdóttir gerði konur og kvennastörf að viðfangsefni í nokkrum verka sinna þar sem hún upphóf störf þeirra og hversdagslíf. Náttúra Þvottalaugarnar voru heitar laugar og afrennsli úr laugunum rann til sjávar á Kirkjusandi. Heitar uppsprettur voru hlunnindi en útiþvotturinn var erfiðisstarf þar sem konurnar þurftu að þvo úti jafnt vetur sem sumar í öllum veðrum. Laugarnar eru nú þurrar en árið 1930 var Laugarveitan tekin í gagnið og markaði upphaf hitaveitu í Reykjavík. Litir og form Líkamar kvennanna þriggja og gufan mynda eins konar þríhyrning sem nær yfir miðja myndina. Það er mikið jafnvægi í verkinu og brúntóna, grænir og gulir jarðlitir ríkjandi á móti bláum og hvítum litum himins, hvíttóna gufunni og hvítum skuplum kvennanna. Hvítur er oft talinn vera litur hreinleika og sakleysis. Birtan í myndinni skapar upphafna stemningu sem er táknræn fyrir hugmyndina sem liggur að baki verkinu.
63
3. Silfur hafsins
64
65
Morgunn á miðinu 1927 Finnur Jónsson (1892-1993) Olíumálverk 101 x 138 cm LÍ–367
66
67
Fjórir sjómenn á árabát róa hér til fiskjar á sjó. Brúnir og gulir litatónarnir búa til nokkuð sérstaka stemningu. Sjómennirnir draga fisk úr djúpbláum sjó sem kallast á við hinn bláa lit í peysum mannanna. Tveir menn standa í stefni bátsins og snúa að áhorfandanum meðan einn rær bátnum og sá aftasti heldur á veiðarfærum og horfir í átt að sjóndeildarhringnum, þar sem sólin rís í fjarska. Áferðin er eftirtektarverð þar sem himinn og haf hafa verið máluð með kvikum pensilstrokum. Form mannanna byggjast á hringjum, séu höfuð þeirra skoðuð, hendur þeirra og axlir, auk hattanna sem þeir bera á höfði. Einnig myndar stefni bátsins og mennirnir sem þar standa þríhyrningi. Áhorfandinn sér bátinn utan frá svo hér er um að ræða svokallað sögumannaeða frásagnarsjónarhorn. Myndin er máluð árið 1927 en Íslendingar hafa lengi haft lífsviðurværi sitt af veiðiskap. Sjómennskan hefur enda verið meginatvinnugrein hér á landi til langs tíma og á ríkan þátt í uppbyggingu þess á síðustu öld, þegar samfélagið breyttist frá því að vera bænda- og veiðimannaþjóð yfir í það að vera háþróað vestrænt samfélag og þátttakandi á alþjóðasviðinu. Á þessari mynd má því sjá ákveðið raunsætt þema hins vinnandi manns í rómantískri upphafningu á baráttu mannsins fyrir lífsviðurværi sínu. Smæð mannsins gagnvart hafinu er jafnframt áberandi og kann myndin að vekja ugg hjá þeim sem óttast hafið. Sjómennskan er bundin sjálfsmynd þjóðarinnar sterkum böndum og er þekkt stef í myndum frá þessum tíma. Þá gefur sólarupprásin von um góðan afla þennan daginn, sem túlka mætti sem góða spá fyrir land og þjóð fyrir komandi tíð. Þá mætti spyrja hvað hafi breyst í dag, nú þegar tæknin er meiri og fiskur er veiddur á stóra togara í stað lítilla árabáta.
68
Samfélagið Fiskveiðar eru ein af undirstöðugreinum íslensks atvinnulífs. Undirstöðugrein er atvinnugrein sem skapar hráefni fyrir aðrar greinar. Fiskveiðar eru hluti af sjávarútvegi sem einnig snýst um fiskvinnslu, sölu fiskafurða og rannsóknum á umhverfi hafsins. Sjómennska og hafið sem umlykur landið okkar er hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Hugleiðingar Hefur það hver þú ert áhrif á það hvernig þú upplifir myndina? Þau sem hafa verið á sjó og þekkja til sjómennsku upplifa myndina eflaust á annan hátt heldur en þau sem hafa lítil tengsl við sjóinn og eru kannski sjóveik. Hægt er að tengja hafið við hugarró og vellíðan en einnig við óhugnað og ótta. Náttúra Hafið þekur rúmlega 70% af yfirborði jarðar! Í lífríki sjávar finnast þúsundir fisktegunda og er hafið mikilvæg náttúruauðlind. Náttúruauðlind er náttúruleg gæði sem manneskjan nýtir sér, oft í hagnaðarskyni. Ísland liggur á mörkum þriggja hafsvæða: Íslandshafs, Grænlandshafs og Noregshafs. Litir og form Myndin er máluð í brúntóna litum. Ef grunnlitirnir þrír; gulur, rauður og blár eru blandaðir saman verður útkoman brúnn. Listamaðurinn notar andstæða litaparið ljósappelsínugulan og dökkbláan til að skapa fjarvídd og spennu. Gulhvít sól í fjarska lýsir upp myndina og sýnir töfrandi birtu sólarupprásar. Hringformið er áberandi og er notað bæði til að ramma inn myndina og einnig til að leggja áherslu á aðalatriðin og búa til samræmi. Á miðri mynd er árabátur með fjórum sjómönnum og á milli þeirra er hægt að draga þríhyrningsform sem tengir þá saman í eina heild og þeir verða táknmynd sjómennskunnar. Beinar og sveigðar línur og áberandi pensilstrokur gefa okkur tilfinningu fyrir ólgandi hafinu.
69
Fiskikonurnar 1971
Hildur Hákonardóttir (1938) Myndvefnaður 150 x 101 cm LÍ–4058
70
71
Við fyrstu sýn er rauði liturinn eflaust mest áberandi í þessu textílverki, aukþess sem áferð ullarinnar er eftirtektarverð. Þá umlykur rauði liturinn konurnar í forgrunni, sem standa saman í hóp, auk þess sem þær bera allar hvítar svuntur og hvít höfuðföt á höfði. Fyrir miðju, ofan við konurnar, má sjá karlmann sem virðist fylgjast með þeim en hann situr í gráu rými og er sjálfur nokkuð grár og gugginn á að líta. Þá sker grái flötur myndina að ofanverðu og skiptir henni í tvennt. Á vissan hátt er karlinn þannig fjarlægur konunum, innan gráa flatarins, sem nær yfir efsta fjórðung myndarinnar. Á neðsta hluta verksins eru svo þrjár litaðar rendur, blá, hvít og rauð, sem minna vissulega á íslensku fánalitina. Ef litið er nær, má svo merkja að borðið, sem konurnar standa við, er þakið fiski. Eru þær því við vinnu, líkt og sjá má á fatnaði þeirra, líklega að slægja fisk. Virðist fiskurinn vera á færibandi en fiskar þekja einnig gráa flötinn efst á myndinni, beggja vegna við karlmanninn, sem er að öllum líkindum yfirmaður kvennanna, enda er hann bókstaflega settur yfir þær á myndinni. Verkið er frá árinu 1971 en á áttunda áratugnum færðist mikill kraftur í baráttuna fyrir kvenréttindum á Íslandi og var Rauðsokkahreyfingin til að mynda stofnuð síðla árs 1970. Snar þáttur kvenréttindabaráttunnar á þessum tíma var krafan um sjálfstæði og jafnrétti á við karla, auk mannsæmandi lífskjara. Verkið vísar í þessar hugmyndir en sjá má bláa hringi sem minna á krónupening og gefa þannig til kynna hvar auðæfin liggja. Listakonan Hildur Hákonardóttir vinnur því hér með pólitískt þema og spyr spurninga um jafnrétti og misskiptingu. Innan myndarinnar eru valdið og peningarnir staðsettir hjá karlinum. Þá má greina línur í vefnaðinum sem liggja skáhallt niður á við til beggja átta frá karlinum til kvennanna, svo þar myndast þríhyrningsform, sem minnir óneitanlega á valdapýramída, í ljósi myndefnisins og stöðu karlmannsins á myndinni. Hann er hér á toppnum sem táknmynd kerfisins og þeirra sem hagnast á vinnu fjöldans. Svipur hans ber þó ekki merki þess að þetta færi honum mikla hamingju, heldur virðist hann þvert á móti nokkuð óhamingjusamur í sínum heimi. Loks má svo spyrja hvað hafi breyst síðan verkið var gert: hverjir vinni þessi störf nú og hverjir hagnist á þeim?
72
Samfélagið Hvað er stéttaskipting og hvaða áhrif hefur hún á samfélagið og líf fólks? Stéttaskipting lýsir ójöfnuði í samfélögum sem byggja á efnahagslegri og félagslegri stöðu einstaklinga. Það sem ákvarðar stétt er ólíkt eftir löndum. Ef að munurinn á milli þeirra sem eru hátt settir og lægra settir er mjög mikill þá er mikil stéttaskipting í landinu. Það sem ákvarðar stétt tengist meðal annars völdum, peningum, menntun eða fjölskyldutengslum. Hugleiðingar Hvað er átt við með jafnrétti? Jafnrétti felur í sér að allt fólk hafi jafnan rétt og búi við jöfn kjör í því samfélagi sem það býr í óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum, fötlun eða aldri. Hugtakið kvenréttindi byggir á þeirri sýn að kynin búi ekki við jöfn kjör og jafna stöðu og það þurfi að leiðrétta. Hildur Hákonardóttir hefur alla tíð verið virk í kvenréttindabaráttunni og vísar í menningu kvenna í textílverkum sínum. Náttúra Textíllistaverk eru listaverk sem eru unnin úr alls konar þráðum og efnum td. trefjum sem koma úr náttúrunni eins og bómull eða úr dýraafurðum eins og ull og silki. Einnig eru til gerviefni sem eru búin til úr tilbúnum trefjum og plastefnum sem hægt er að spinna í þræði, t.d. polýester, nælon og akrýl. Það er hægt að búa til liti úr jurtum sem finnast úti í náttúrunni og lita garn með því að sjóða til dæmis ullarþræði í náttúrulitablöndunni. Það kallast náttúrulitun. Þegar listamenn taka tillit til náttúrunnar og umhverfisins er talað um að vinnuaðferðin sé umhverfisvæn. Litir og form Myndin er byggð upp á einfaldan hátt þar sem lárétt lína skiptir myndfletinum í tvo misstóra hluta. Efri hlutinn er grátóna en neðri hlutinn er í sterkari litum þar sem rauður er í aðalhlutverki. Það er áhugavert hvernig rauði liturinn er notaður á táknrænan hátt og til að undirstrika þær hugmyndir sem liggja að baki myndinni. Í forgrunni sjást verkakonur með hvítar svuntur og með hvítar hettur og hvíti liturinn er þá táknrænn fyrir hreinleika, hreinskilni og sakleysi. Rauður er merkingaþrunginn litur og í hinum vestræna heimi táknar hann yfirleitt kraft, völd eða ástríður. Táknfræði lita er síðan oft mismunandi eftir ólíkum menningarsvæðum. 73
4. Í túninu heima
74
75
Fólk í landslagi 1978 Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) Olíumálverk 35,5 x 41 cm LÍ–4085
76
77
Í forgrunni myndarinnar liggja tvær manneskjur og slappa af á grasi vaxinni hæð undir heiðum himni, með nokkur hús í bakgrunni. Önnur persónan er klædd í rauð föt, sennilega stuttan kjól, en hin svört, buxur og peysu eða jakka, að því er virðist. Liggur rauðklædda persónan á maganum en sú svartklædda liggur sér á hægri hlið, á móti hinni og er ekki ólíklegt að hér sé um að ræða mann og konu eða pilt og stúlku, bæði ljóshærð og björt yfirlitum. Þá er líkamsstaða þeirra afslöppuð, og þau virðast eiga náðuga stund saman á þessum fallega sumardegi. Á milli þeirra má svo sjá glitta í hvítan hlut, jafnvel bolta eða bók, sem þau nota til að stytta sér stundir, hvort sem það er við leik eða lestur. Formin eru einföld og litafletirnir í verkinu hreinir og bjartir. Aflíðandi línur og mildir litir ýta sömuleiðis undir og skapa rólega, afslappaða stemningu. Blár litur vatnsins þekur stóran hluta af bakgrunni myndarinnar en sjá má fjöll í fjarska, hinum megin við hafið. Virðist sjórinn kyrr að mestu leyti en þó sést að öldurnar gjálfra við ströndina, á hvítri sjávarfroðunni mót dökkum fjörusandinum í neðra vinstra horni myndarinnar. Þar gætir þannig smávægilegrar hreyfingar innan verksins sem er fyrst og fremst afar friðsælt, líkt og ekkert gæti varpað skugga á þessa tilteknu stund sem persónurnar eiga saman undir berum himni. Það eina sem lætur tímann hreinlega ekki líta út fyrir að standa í stað er því gjálfur aldanna niðri í fjöru, svo nánast er hægt að ímynda sér hljóðið frá sjónum. Louisa Matthíasdóttir lærði sjálf í Kaupmannahöfn en fór síðar til Bandaríkjanna í nám, þar sem hún bjó til æviloka. Hugurinn leitaði þó heim og er íslensk náttúra fyrirferðarmikil í listsköpun hennar. Sjálf talaði hún um Esjuna, Skarðsheiði og Akrafjall og þann innblástur sem þessi fjöll veittu henni. Þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum málaði hún verk sín hins vegar gjarnan eftir minni, í stað þess að styðjast við sérstakar fyrirmyndir. Þá er birtan áberandi í verkum Louisu og sterkir litirnir mynda skörp birtuskil. Málar hún af miklu öryggi og festu, þar sem pensilstrokur hennar eru agaðar og formin sett fram á skýran hátt þannig að kjarni frásagnarinnar skilar sér vel til áhorfenda.
78
Samfélagið Louisa nam og starfaði við myndlist í Bandaríkjunum mestan hluta ævi sinnar en íslensk náttúra var henni alla tíð hugleikin og verk hennar bera þess skýr merki. Ef til vill má tengja verk hennar við heimþrá, söknuð eftir íslenska sumrinu með skærgrænu grasi, heiðbláum himni og einstakri sumarbirtunni. Verk hennar og þá sérstaklega landslagsverk hennar sýna oft myndir af íslenskum sveitum og sýna fegurð hversdagsins. Hugleiðingar Þegar verkið var málað var annars konar afþreying í boði heldur en í dag. Þá voru skjáir ekki jafn sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks. Fólk skemmti sér heldur utan dyra, naut félagsskapar og notaði ímyndunaraflið til að stytta sér stundir. Náttúra Íslensku fjöllin, Esjan, Skarðsheiði og Akrafjall, veittu Louisu innblástur í verkum sínum. Þessi sömu fjöll hafa veitt fjölmörgum myndlistarmönnum og skáldum innblástur í gegnum árin. Öll þessi fjöll sjást berum augum frá Reykjavík.
Litir og form Einföld form og hreinir skærir litir byggja upp myndflötinn. Blái liturinn býr til fjarska á meðan skærir heitir litir liggja framar á fletinum. Efst á myndfletinum glittir í fjöll í fjarska en myndin skiptist að mestu í tvennt þar sem sjórinn nær yfir efri miðhlutann en á miðri myndinni standa formföst hús á grasi vaxinni hlíðinni. Á neðri hluta myndarinnar brjóta skálínur til hliðar upp myndina ásamt börnum sem liggja í grasi með hvítan bolta. Börnin eru máluð með sterkum strokum sem liggja einnig á ská og skapa þau ásamt skálínunum til hliðanna fjarvídd á myndfletinum.
79
Frá Ólafsvík 1942
Nína Tryggvadóttir (1913-1968) Olíumálverk 100 x 88 cm LÍ–686
80
81
Verk þetta byggir fyrst og fremst á litum og litaflötum, þar sem smáatriðin víkja. Áhorfandanum er boðið í sjávarþorp þar sem fjórar manneskjur eru á ferli: tvær konur í miðrými myndarinnar standa kyrrstæðar og snúa hvor að annarri á meðan tvær manneskjur ganga saman niður götu í forgrunni og virðast vera að ganga út úr myndfletinum. Í verkinu er þannig mikil rýmisdýpt, þar sem horft er frá fremsta parinu að því næsta, niður götuna til sjávar og svo til sjóndeildarhringsins í fjarska. Listamaðurinn hefur hér útmáð öll aukaatriði og leggur þess í stað áherslu á einföld form til þess að koma myndefninu til skila og segja söguna. Myndbyggingin er skýr að þessu leyti og það er greinilegt að persónurnar eða pörin tvö eiga í djúpum samræðum sín á milli. Nándin á milli hvors pars fyrir sig er jafnvel undirstrikuð með fjarlægðinni á milli þeirra, sem býr til vissa spennu innan myndarinnar. Þá kann áhorfandinn að spyrja sig hvað fari persónanna á milli. Konurnar fjær, sem virðast annaðhvort vera hvíthærðar eða bera hvíta skuplu, líta út fyrir að vera eldri en parið nær áhorfandanum. Önnur þeirra hallar sér yfir grindverk til að tala við hina konuna sem gefur til kynna að henni sé nokkuð niðri fyrir. Horfa þær að því er virðist í átt til yngra parsins, manns og konu, og má velta því fyrir sér hvort þær séu að ræða eðli sambands þeirra, ef til vill hvort þau séu elskendur eða vinir. Eins og konurnar fær áhorfandinn þó ekkert svar og má vera að myndinni sé ætlað að segja að það sé ekki skynsamlegt að hrapa að ályktunum en pör í listaverkum eru oft álitin elskendur án þess að svo þurfi endilega að vera. Himininn í verkinu, sem ber titilinn Frá Ólafsvík, er fagurblár og brotinn upp með einu hvítu skýi sem hangir yfir senunni, líkt og konurnar hanga yfir unga parinu. Húsin eru dyralaus en tveir gluggar eru áberandi hluti af myndbyggingunni. Er annar glugginn galopinn og kann það að vera merki um að hér sé ekkert á huldu, heldur sé allt uppi á borðum. Verkið er frá árinu 1942 en þá var Nína Tryggvadóttir enn að vinna með hlutbundið myndefni. Síðar átti slíkt myndefni þó eftir að víkja fyrir óhlutbundnu myndefni en Nína var brautryðjandi í íslenskri listasögu og fyrsti kvenkyns-abstraktmálari Íslendinga. Þá sagði Nína að hin sérstæða íslenska birta og litir landsins hefðu haft mikil áhrif á hana og hennar listsköpun alla tíð.
82
Samfélagið Fjölmörg sjávarþorp eru á Íslandi og er Ólafsvík eitt þeirra þar sem byggð myndaðist snemma og var afkoma fólks meðal annars byggð á auðlindum hafsins. Í Ólafsvík var einnig blómlegur kaupstaður þar sem skip áttu auðvelt með að sigla í land og mannlífið var því mikið á staðnum. Hugleiðingar Smáum þorpum og stærri borgum eða bæjum er oft stillt upp sem andstæðum en stundum verða hverfi í borgum að hálfgerðum þorpum. Nærumhverfið hefur áhrif á einstaklinginn og verður hluti af daglegu lífi hvers og eins. Þá er gaman að leiða hugann að því hvaða þættir í nærumhverfinu hver og einn telur mikilvæga. Náttúra Sjálf bjó Nína mestan part ævi sinnar í stórborgum eins og New York, París og London. Hún dvaldi þó um árabil á Íslandi og eflaust hefur sá mikli munur sem var á Íslandi og stórborgunum haft mótandi áhrif á hana. Húsamyndir hennar einkennast af heildarsýn og djúpum mannskilningi þar sem hún túlkar manngert landslag þorpsins og sálina sem þar finnst. Seinna átti náttúran hug hennar og varð hún þekkt fyrir ljóðrænar abstraktmyndir sem vísa í óbeislaða krafta náttúrunnar. Litir og form Myndin er byggð upp með skýrum formum og sterkum litum. Andstæðu litapörin blár og appelsínugulur, rauður og grænn eru áberandi og mismunandi brúnir tónar tengja formfasta litafletina saman. Myndbyggingin er ákveðin, lifandi og með mismunandi hlutföllum skapast áhrifamikil fjarvídd og dýpt. Hér er leitast við að einfalda fyrirmyndina þar sem sterka íslenska sumarbirtan fær að njóta sín.
83
5. Innlit – útlit
84
85
Uppstilling 1973
Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) Olíumálverk 86 x 102 cm LÍ–3593
86
87
Hér ber fyrir augu fallega dekkað veisluborð, hátíðlegt en um leið heimilislegt. Við nánari athugun sést að hér er um uppstillingu að ræða þar sem listamaðurinn hefur týnt til nærtæka hluti úr eldhúsinu, raðað mat, ílátum og áhöldum á dúk og stillt upp út frá hugmyndafræði kyrralífsmálverksins. Uppstillingar eða kyrralíf er gamalgróin grein sem margir listamenn hafa fengist við og uppstillingar eru víða notaðar þegar verið er að kenna málun í listnámi. Í slíkum verkum skiptir myndefnið sjálft hins vegar ekki höfuðmáli heldur verður myndbyggingin , glíman við liti og form aðalviðfangsefnið, auk þess sem hugmyndir um tímann og framvindu hans er gjarnan undirliggjandi þáttur í kyrralífinu. Það er auðvelt að ímynda sér að maturinn, sem ber oft mikið á í uppstillingum, taki smátt og smátt að spillast á borðinu á meðan á verki stendur. Í forgrunni má sjá dúkað borð, þar sem eldhúsáhöldum, borðbúnaði og matvöru hefur verið komið fyrir svo uppstillingin nær yfir neðri hluta myndflatarins. Í bakgrunni glittir svo í hvítan vegg sem þekur efri hluta verksins, sem er brotinn upp með gráum skugga og lóðréttri línu. Sjónarhornið er skýrt þar sem áhorfandinn er staðsettur beint fyrir framan dúkalagt borðið og horfir niður á uppstillinguna. Fremst vinstra megin á borðinu eru þrjár perur í potti, hægra megin við hann er brauðbretti með þremur blaðlaukum og skurðhníf. Aftast á borðinu hefur vínglasi verið hvolft ofan á dúkaða upphækkun. Á miðri myndinni er niðursoðin skinka á hvítum diski þar sem gafli hefur verið stungið beint ofan í hlaupið. Við hlið þess stendur loks fagurlega mótuð flaska með dökkfjólubláum vökva, líklegast berjasafa, og aftast á borðinu sést í græna peru sem kallast á við perurnar fremst á myndinni. Hægt er að ímynda sér að listakonan hafi fengið hugmyndina að þessari heimilislegu uppstillingu í miðri matargerð, þar sem hér getur að líta hluti sem eiga uppruna sinn í eldhúsinu, sem var jafnan talið vera einkarými kvenna á þeim tíma sem myndin er máluð, á áttunda áratugnum. Þá eru höfundareinkenni Louisu Matthíasdóttur áberandi í þessu verki þar sem lipur og blæbrigðarík pensiltækni kallast á við agaða formbyggingu og næmni fyrir birtu og litasamsetningum. Louisa túlkaði einnig íslenskt landslag á einstakan hátt og málaði fjölda málverka af reykvísku borgarlífi, auk sjálfsmynda og fjölskyldumynda. Í verkum sínum fangar listakonan hið ljóðræna í hversdagsleikanum og skapar heim þar sem ríkir jafnvægi og kyrrð. 88
Samfélagið Heimilisstörfin eru hluti af daglegu lífi og hafa lengi verið viðfangsefni listamanna. Matarmenning er mismunandi á milli þjóða og hefur víða breyst mikið á síðustu áratugum með tilkomu aukinnar velmegunar. Matur er ekki einungis lífsnauðsynleg næring og undirstaða alls lífs heldur spilar matarmenning stórt hlutverk í neyslu og sjálfsmyndarsköpun þjóða. Hugleiðingar Fyrr á tímum hafði landfræðileg einangrun mikil áhrif á íslenska matarhætti. En skorturinn neyddi fólk líka til að finna lausnir til þess að lifa af. Matarhefð mótast af náttúrufari og legu hvers lands. Hér áður fyrr einkenndust íslenskar matarhefðir af neyslu dýraafurða og sérstökum geymsluaðferðum þar sem geyma þurfti mat yfir vetrartímann. Náttúra Áhugi fólks hefur aukist á því að borða mat sem er unninn með umhverfis og dýraverndun í huga. Fleiri og fleiri bændur á Íslandi eru að gera nýjar tilraunir með matvæli og selja osta, pylsur, sultur, þurrkaðar jurtir og fleira beint frá býli. Þannig getum við stuðlað að aukinni sjálfbærni en umhverfismál haldast í hendur við heilsu, velferð, menningarmál, félagslegt réttlæti og efnahagslíf. Litir og form Myndin er byggð upp á láréttum flötum sem mynda borðið og lóðréttri línu með skugga sem brýtur upp myndina á klassískan hátt til hliðar ofarlega hægra megin. Gaffallinn í miðjunni, blaðlaukurinn og hnífurinn mynda síðan skálínur sem skapa líf og spennu. Verkið er málað af mikilli yfirvegun og öryggi, pensilstrokur eru ákveðnar og við finnum fyrir efnismassa litanna. Hér ríkir jafnvægi og kyrrð. Louisa málaði yfirleitt formsterkar myndir með áberandi pensilstrokum og hreinum myndflötum.
89
Við glugga 1940
Þorvaldur Skúlason (1906-1984) Olíumálverk 85 x 70 cm LÍ–619
90
91
Hér getur að líta dæmi um málverk þar sem listamaðurinn leikur sér með form og fjarvídd í átt að abstraktsjón svo jaðrar við bjögun á hversdagsleikanum. Sjónarhornið er áhugavert þar sem áhorfandinn er staðsettur innan dyra fyrir framan borð, sem stendur úti í horni undir glugga. Út um gluggann blasir við djúpblátt hafið, sem virðist teygja sig til beggja átta út í hið óendanlega. Verkið er byggt upp með skýrum formum og hlýlegum litatónum þrátt fyrir að bláir og gráir tónar séu ríkjandi í verkinu. Ferhyrnd borðplatan er í forgrunni og tekur yfir neðri miðhluta myndflatarins. Liggur platan á skjön yfir myndflötinn sem myndar ákveðna spennu innan myndarinnar og beinir auga áhorfandans einmitt upp og út um gluggann, út af heimilinu, út í heim. Hversdagslegir munir, röndóttur dúkur, skærgræn kanna og rauðmynstruð gardína, kalla fram ákveðna tilfinningu um hlýleika og öryggi heimilisins en öll birtan berst þó inn um gluggann, sem lýsir þannig upp sviðið. Myndin er samhverf um miðjan láréttan ás, sem eykur á jafnvægi og kyrrð myndarinnar, ásamt endurtekningu sömu lita á ólíkum flötum, líkt og gráa litnum í gluggakörmunum og veggnum vinstra megin. Eins má sjá sterka hrynjandi í röndótta dúknum á borðinu, sem beinir auganu upp og út, rétt eins og form borðplötunnar. Þá hefur fjarvíddin verið flött út að mestu í verkinu svo segja má að hér sjáist átök forma og lita frekar en að verið sé að elta fyrirmyndina á raunsæislegan hátt. Litaskalinn er jafnframt persónulegur þar sem mjúkum litum er stillt upp með ágengari litum sem myndar aftur spennu og dregur áhorfandann nær myndefninu, inn að kjarna málverksins. Áhorfandinn er hér á mörkum þess að vera inni og úti og er innri hugarheimi þannig teflt andspænis hinum ytri heimi og hinni endalausu víðáttu hafsins. Fyrir utan blasir veröldin við augum, böðuð tærri birtu, sem kallar áhorfandann til sín, á vit ævintýranna. Heimilið er þó greinilega góður staður til að vera á, sem undirstrikar tvíeðli mannsins eða innri átök hans er hann veltir fyrir sér framtíð sinni. Að sama skapi er óhætt að segja að það ríki jafnan einhvers konar tímaleysi, djúp rósemd og yfirvegun í verkum Þorvaldar Skúlasonar. Þá voru viðfangsefni Þorvaldar af ýmsu tagi en gjarnan kemur við sögu fólk, hestar, kyrralíf, konur við lestur og útsaum, eldhúsmyndir eða lítillátar fyrirmyndir sem undirstrika að það eru form og litir sem listamaðurinn vill setja í fyrirrúm. 92
Samfélagið Kyrralíf og gluggamyndir hafa lengi verið klassísk viðfangsefni í málaralist. Glugginn er táknrænn og getur táknað ytra líf listamannsins eða veröldina sem blasir við fyrir utan gluggann. Hér sjáum við hafið sem minnir okkur á að við búum á eyju og á þeim tíma sem verkið var málað voru ferðalög ekki jafn sjálfsögð og þau eru í dag og hvað þá utanlandsferðir. Glugginn var því oft tákn fyrir útþrána. Hugleiðingar Gluggi út í heim. Með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla hefur aðgangur að afþreyingu, upplýsingum og fréttum frá öðrum heimshornum færst nær okkur og oft verða mörkin á milli heima óljós og jafnvel ruglingsleg. Um leið auðveldar alnetið möguleika og leiðir til náms og vinnu og gerir okkur kleift að komast í samband við fólk frá öllum heimshornum. Náttúra Sjóndeildarhringur eða sjónbaugur er ímyndaður hringur eða línan sem skilur að himin og yfirborð jarðar. Í verkinu sjáum við hafið út um gluggann og horfum út á ystu hafsbrún eða ystu sjónarrönd yfir hafi. Til er orðatiltækið að vera kominn út í hafsauga sem þýðir að vera kominn langt í burtu. Litir og form Myndin er byggð upp á formrænan hátt og hefur fjarvíddin nánast verið flött út. Borðið er ekki teiknað út frá aðferðum fjarvíddarteikningar heldur er áhersla lögð á formin. Efnismiklir litafletir í grátóna litum raðast saman og mynda jafnvægi, kyrrð og heildstæðan heim. Græn kannan stingur í stúf og er í aðalhlutverki ásamt formföstum glugganum. Hér er unnið með andstæða liti rauðan og grænan og sitja þeir fremst á myndfletinum meðan grá- og blátónarnir sitja aftar.
93
6. Tröll og tryllingur
94
95
Nátttröllið á glugganum 1950-1955 Ásgrímur Jónsson (1876-1958) Vatnslitamynd 67 x 100,5 cm LÍÁJ–311/122
96
97
Í þessu vatnslitaverki má sjá rauðgula birtu sem virðist stafa frá kerti á miðri mynd. Kertaljós þetta lýsir upp sviðið þar sem stúlka snýr höfði sínu í átt að trölli sem gægist inn um glugga í efra hægra horni myndarinnar. Stúlkan horfir skáhallt á tröllið, úr neðra vinstra horni myndarinnar þar sem hún liggur, og augu þeirra mætast yfir bjarma kertaljóssins. Myndin er fígúratíf, tjáningarrík og ævintýraleg en pensilstrokurnar eru frjálslegar og flæðandi, líkt og miðillinn sjálfur. Þá er mikil spenna á milli persónanna og vel má sjá ólíkar tilfinningar í augliti þeirra, enda þótt augu þeirra séu máluð í grófum dráttum. Augnaráð stúlkunnar er annars vegar uggandi og hún dregur sig eilítið til baka, af hræðslu við tröllið, sem hallar sér inn um gluggann og horfir á hana hvössum augum. Myndin er máluð af Ásgrími Jónssyni sem var einn af frumherjum íslenskrar listasögu og ber hinn lýsandi titil Nátttröllið á glugganum. Þetta myndefni var Ásgrími einkar hugleikið og eru margar svipaðar myndir til eftir hann í ólíkum miðlum, auk þessarar myndar sem var máluð á árunum 1950-55. Myndir hans eru einstaklega merkilegar fyrir þær sakir að Ásgrímur var fyrsti listmálarinn sem bjó til myndir sem byggðust á þjóðsögunum, sem skipa svo stóran sess í menningarvitund þjóðarinnar. Þjóðsagnamyndir listamannsins birtust íslenskum almenningi fyrst í Lesbók fyrir börn og unglinga árið 1911 sem jafnframt var í fyrsta sinn sem fólk sá myndir af tröllum, draugum og álfum. Fyrir þann tíma höfðu slíkar verur aðeins dvalið í ímyndunarafli þeirra sem lásu og hlýddu á þjóðsögurnar, enda þótt mannfólkið hafi lengi séð ýmsar furðuverur í hinni stórbrotnu náttúru landsins. Verkið leiðir hugann að þjóðsögum sem sagðar hafa verið börnum á öllum aldri í gegnum aldirnar. Fyrir rétt rúmum hundrað árum þegar Ásgrímur veitti almenningi í fyrsta sinn sýn inn í heim þjóðsagnanna með myndum sínum var það einstakt, þó það sé mörgum börnum í dag eflaust erfitt að ímynda sér slíkt, þar sem hæglega má sækja sér alls kyns afþreyingu á miðlum nútímans. Sú tíð þegar fólk sat saman og las þjóðsögur við kertaljós er svo sannarlega löngu liðin, þó þjóðsögurnar heilli enn áheyrendur, eða jafnvel áhorfendur, líkt og mynd Ásgríms gerir.
98
Samfélagið Þjóðsaga er munnmælasaga sem hefur gengið á milli fólks oft lengi, jafnvel öldum saman. Stundum eru þær hreinn uppspuni en stundum leynast í þeim sannleikskorn. Í þjóðsögum eru oft sagðar sögur af yfirnáttúrulegum verum og ævintýralegum atburðum. Flestar þjóðir eiga sínar þjóðsögur og sögurnar verið aðlagaðar menningarheimi hverrar þjóðar. Hugleiðingar Myrkur er skortur á ljósi. Allt ljós kemur frá ljósgjöfum eins og ljósaperum og sólstjörnum. Þegar við slökkvum ljósin hverfur ljósið hratt og það er eins og veggirnir gleypi það því að hraði ljóssins er svo mikill. Í gamla daga fyrir tíma rafmagns, urðu margar þjóðsögur til í myrkrinu þar sem fólk gat ekki útskýrt leyndardóma myrkursins. Náttúra Á nóttunni sér ekki til sólar vegna þess að hún er í hvarfi bak við jörðina. Þegar það er skýjað á daginn, gleypa skýin ljósið frá sólinni svo að okkur finnst vera hálfdimmt. Mannsaugað getur lagað sig að birtunni eða skortinum á henni. Þá stækkar ljósop augans og aðlagar sig að myrkrinu og þannig byrjum við að sjá smám saman móta fyrir ýmsum hlutum í myrkrinu. Listamenn vinna oft með mismunandi birtustig lita, ljós og skugga. Þannig móta þeir myndir og skapa mismunandi andrúmsloft. Litir og form Hér eru áberandi heitir litir; eldrauðir, gulir og brúnleitir litir í bland við dökka tóna flæða yfir myndflötinn og mynda dramatískt andrúmsloft. Það glittir í hvítan pappír á stöku stað sem býr til birtuna í verkinu. Vatnslitamyndir eru yfirleitt marglaga og litirnir djúpir og margtóna. Þunnt málaðir fletir liggja hver undir öðrum og skapa þannig ævintýralega og lifandi stemningu. Dökku tónarnir eru djúpir enda búa margir litir í myrkrinu.
99
Dagdraumur 2015
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977) Blekteikning 145 x 115 cm LÍ–9247
100
101
Hér er eitthvað undarlegt á seyði, jafnvel ævintýralegt eða hryllilegt. Myndin samanstendur að megninu til af stórri svartri blekskvettu, sem nær yfir vinstri helming myndflatarins, en þegar betur er að gáð sést hvernig svört skvettan tengist fínlega teiknaðri furðuveru sem situr í mynstruðum kjól á svörtum kolli hægra megin á myndinni. Þá er nánast eins og svarta blekslettan hafi loðinn háls sem komi upp úr hálsmáli þessarar hauslausu veru en slettan virðist að auki hafa mennska fætur. Þar sem hin svarta formlausa fígúra hallar sér fram má svo greina nótnaborð sem hin sitjandi vera teygir fram fingur sína til þess að spila á. Í framhaldinu mætti jafnvel spyrja hvort sitjandi veran sé sprottin af hinni formlausu slettu eða hvort slettan spretti upp úr hugarheimi þeirrar sitjandi, er hún leikur á nótnaborðið, nú eða hvort þær séu eitt, hluti af hvor annarri. Úr fjarska virkar svarti liturinn eins og sjónhverfing þar sem slettan lítur út fyrir að vera holt rými eða jafnvel gat á vegg, líkt og gluggi inn í eilífðina, hið takmarkalausa draumaland, en verkið ber einmitt titilinn Dagdraumur. Það liggur þó ekki í augum uppi hvort hér sé um fagran draum að ræða eða hvort draumsýn þessi sé af martraðarkenndum meiði. Ef til vill kann dimm og drungaleg slettan að vekja áhorfendum ugg og má velta fyrir sér hvort fígúran sé föst í þungum hugsunum eða finni fyrir vanlíðan. Þessi ónotakennd eða óstjórn endurspeglast svo í vinnuaðferðinni, þar sem bleki er slett á hvítt blaðið og látið leka handahófskennt yfir pappírinn svo tilviljunin ræður því að vissu marki hvernig fígúrurnar myndast á endanum úr óreiðunni, þegar fullkomin stjórn fínlegrar teikningarinnar mætir frjálsu flæði bleksins. Verkið sjálft mætti tengja við súrrealisma en súrrealistar máluðu oft draumkenndar myndir, þar sem þeir tefldu saman ólíkum hlutum og sköpuðu sérkennilegan heim sem virðist vera á mörkum draums og veruleika. Hér spilar Sigga Björg Sigurðardóttir með fegurðarskyn og væntingar áhorfandans en listakonan hefur sjálf útskýrt verk sín á þann hátt að hún vinni með andstæður eins og hið krúttlega og hryllilega, hið fyndna og sorglega, hið fínlega og groddaralega. Þá vakna margar tilfinningar eins og ást, depurð, hamingja, einmanaleiki og óhugnaður en þessar andstæðu, blendnu tilfinningar kunna að vísa í mennskuna og það hversu ófullkomin manneskjan er í óreiðukenndum heimi. Áhorfandinn er því skilinn eftir í lausu lofti, án útskýringa, þar sem hér er aðeins gefið rými fyrir ímyndunaraflið. 102
Samfélagið Myndlist fjallar oft um eitthvað sem er erfitt að koma í orð. Skrítnar óljósar og jafnvel óþægilegar tilfinningar en um leið sammannlegar. Óskiljanleg augnablik, atburði sem finnast eingöngu í draumum og furðusögum. Manneskjan er samsett úr mörgum ólíkum tilfinningum sem geta verið viðkvæmar og ljúfar en á sama tíma grófar og hráar. Stundum er manneskjan líka þversagnarkennd og manni getur fundist eitthvað vera fallegt og ljótt á sama tíma. Hugleiðingar Listamenn vinna oft út frá innsæinu og ímyndunaraflinu og geta jafnvel komið sjálfum sér á óvart. Stundum er hollt að setjast niður og skapa án þess að vera með fyrirfram mótaða hugmynd eða aðferð í huga. Ósjálfráð skrif hafa lengi verið iðkuð en þá er sest niður og byrjað að skrifa án þess að staldra við og lesa eða ritskoða skrifin fyrr en eftir á. Þetta kallast að vinna í flæði og getur verið frelsandi og hollt að sleppa tökunum og sjá hvað gerist. Sama má segja þegar unnið er út frá undirmeðvitundinni eins og súrrealistarnir gerðu. Náttúra Blek er litarefni í vökvaformi og hefur verið notað í aldaraðir til að skrifa og teikna með. Blek er flókin blanda sem getur innihaldið leysiefni, litarefni, trjákvoður, smurolíur og önnur efni. Fyrr á öldum virðist eingöngu hafa verið notað jurtablek, og algengast var að nota sortulyng. Sortulyngsblek var búið til á þann einfalda hátt, að blöðin af lynginu voru soðin í vatni. Var það lengi notað á skinnbækur og þótti svart og gljáandi og svo var það líka slitsterkt. Litir og form Myndin er svarthvít þar sem þekjandi svart blekið vinnur á móti hvítu blaðinu. Gráskalinn sem tónar þar á milli skapar þrívídd og dýpt í teikninguna. Svört tilviljanakennd blekklessan býr til dýpt og jafnvel fjarvídd á myndfletinum. Fínlega teiknuð vera sem er samsett úr mjúkum línum og nákvæmt hönnuðu munstri skapar mótvægi við hráa blekskvettuna. Þessar andstæður mynda spennu en skapa um leið líf og húmor.
103
7. Álfar og huldufólk
104
105
Stóð ég úti í tunglsljósi 1960-1970 Finnur Jónsson (1892-1993) Olíumálverk 160,5 x 210,5 LÍ–4452
106
107
Í tunglsljósinu má sjá heilan skara af prúðbúnu fólki á hestbaki á ferð yfir myndflötinn frá hægri til vinstri og virðist það ekki vera af þessum heimi. Fjær áhorfandanum er fólk í grænum, rauðum og brúnum kuflum, með oddmjóa hatta á höfði, sem fer á stökki og þeytir lúðra á þeysireið sinni um skógi vaxið sviðið. Nær áhorfandanum er gullinhærð kona í ljósum kjól sem glóir í tunglskininu og ber hún höfuðfat sem líkist hefðbundnum krókfaldi, auk fínlegrar, gylltrar kórónu. Hún lítur um öxl þar sem hún situr í söðli og teygir aðra hönd tígulega í átt að skógarlundi í forgrunni líkt og til þess að gefa bendingu til unga mannsins sem felur sig þar á milli trjánna. Virðist hann aðeins vera ungur hjarðsveinn, grænklæddur með staf og húfu á höfði og mega sín lítils gagnvart þessari álfadrottningu . Myndefnið er sótt í kvæðið Álfareiðina eftir Heinrich Heine í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar frá árinu 1843. Kvæðið hafa Íslendingar sungið hástöfum við áramót en fyrsta lína þess er „Stóð ég úti í tunglsljósi“ og þaðan er titill verksins fenginn. Álfaskarinn þeysir yfir grund á fannhvítum hestum og maðurinn verður að gæta sín að láta ekki ginnast af álfunum, þar sem mönnum stafar viss hætta af þessum yfirnáttúrulegu verum. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir nefnilega að sitji menn á krossgötum á nýársnótt, þegar álfar og huldufólkið fer á stjá, muni álfarnir þyrpast að úr öllum áttum og biðja þá að koma með sér. Þá bjóða þeir alls kyns gull og gersemar en sé boðið þegið verður viðkomandi vitstola og aldrei síðan mönnum sinnandi. Því má engu ansa en þegar dagur rennur skal segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Myndin sýnir þessa ginningu álfadrottningar, sem er sömuleiðis sungið um í kvæðinu, en hvorki kvæðið né þetta málverk Finns Jónssonar kveður á um það hvort maðurinn standist freistinguna eður ei. Bjartir litirnir fanga augað og þá sér í lagi ljós hálfmánans sem lýsir upp kjól drottningar, sem aftur leiðir sjónir okkar að hjarðsveininum í felum. Myndin er falleg en ógnvænleg í anda ævintýrisins og það er mikill kraftur í álfaskaranum sem þverarmiðjan myndflötinn. Sterk útlínuteikningin minnir svo á sviðsmynd úr leikhúsi þar sem tunglsljósið lýsir upp sviðið. Ef vel er að gáð má jafnvel sjá að það glampar á feld hestanna en hvít lína er til dæmis dregin utan um svarta útlínu hests álfadrottningarinnar, sem ljáir myndinni yfirnáttúrulegan blæ.
108
Samfélagið Trúin á yfirnáttúrulegar verur hefur fylgt íslensku þjóðinni öldum saman. Það finnast margar sögur af álfum og huldufólki í íslenskum þjóðsögum. Jón Árnason var fræðimaður sem safnaði saman íslenskum þjóðsögum á 19. öld og gaf þau út í sex bindum sem hafa haft mikil áhrif á þjóðarímynd Íslendinga. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að sitji menn á krossgötum á nýársnótt þegar álfar og huldufólk fara á stjá þá munu þau missa vitið sem þiggja boð þeirra um að fara með þeim. Hugleiðingar Líkamstjáning getur sagt okkur svo margt. Takið eftir hvernig álfkonan teygir hönd sína til hirðsveinsins og býður honum að koma með sér. Það er mikil hreyfing í verkinu, hestarnir þeysast áfram og gaman er að ímynda sér hljóðið í verkinu, lúðrablástur og hófatök. Þegar við horfum á verkið er okkur boðið inn í atburðarás sögunnar og það er líkt og við horfum á leiksvið þar sem skógurinn rammar inn sviðið, hestarnir þjóta í gegn og tunglsljósið lýsir upp senuna. Náttúra Stóð ég úti í tunglsljósi Fyrir tíma rafmagns þurfti fólk gjarnan að reiða sig á birtuna frá tunglinu en tunglið er bjartasti hnötturinn á næturhimninum. Tunglið stýrir flóði og fjöru en í gamla daga spáði fólk fyrir um veðurfar með því að líta til tunglsins. Margir telja að tunglið hafi mikil áhrif á mannfólkið með yfirnáttúrulegum kröftum sínum og til eru fjölmargar sögusagnir sem tengjast tunglinu, spádómum og þjóðtrú. Litir og form Fjarvídd er notuð til að skapa dýpt í verkinu. Í forgrunni sjáum við álfkonu á hestbaki í gulum kjól sem virkar nær okkur meðan dökkur skógurinn og himinbláminn í fjarska virkar fjær okkur. Það sem er stærra virkar framar en það sem er minna. Litirnir í verkinu eru sterkir, bæði náttúrulegir jarðlitir og hreinir frumlitir. Litirnir, sterkar útlínur og birtan leggja saman áherslu á hið ævintýralega í sögu verksins.
109
Svanasöngur 1956-1966
Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) Olíumálverk 147 x 132 cm LÍ–1318
110
111
Tvær verur í forgrunni myndarinnar horfa yfir landslag sem virðist breiða úr sér til allra átta og vart má sjá skil á milli sjóndeildarhringsins og himinsins í fjarska. Blámi fjallanna gefur einnig til kynna mikla fjarlægð og hægt er að ímynda sér að verurnar séu staddar uppi á öræfum, fjarri byggðum manna. Víðáttumikil og ósnortin náttúran er nokkuð óræð og leysist upp í liti, mistur og mynstur. Örkin á milli himins og sjóndeildarhrings mást út í bakgrunninum og því mætti spyrja sig hvort verurnar séu sjálfar staddar á mörkum tveggja heima, í nokkurs konar hvergilandi, þar sem tilurð og endalok skiptast á. Þá birtast líkamar veranna ekki fullmótaðir og má velta því fyrir sér hvort þær séu hér að verða til eða renna saman við eilífðina, fæðast eða deyja. Hvíti liturinn í líkama veranna vekur spurningar um eðli þeirra og hina sífelldu verðandi náttúrunnar og andans, um fullkomleika og ófullkomleika. Jafnframt mætti tengja litinn við hinn hvíta lit svansins en verkið sjálft heitir Svanasöngur. Þá segir sagan að svanurinn syngi sinn fegursta söng rétt áður en hann gefur upp öndina en þetta tiltekna minni má finna í kveðskap allt aftur til daga Forngrikkja. Einnig er til máltækið að syngja sinn svanasöng í merkingunni að leggja upp laupana eða gera eitthvað í síðasta sinn. Í svipaðri merkingu er síðasta verk listamanns, ljóð- eða tónskálds svo gjarnan kallað svanasöngur, þó því fylgi eiginlega sú hugmynd að um sé að ræða glæsilegasta verk höfundarins.
Samfélagið Hugtakið að syngja sinn svanasöng kemur upp í hugann þegar litið er á titil verksins; Svanasöngur. En þá er átt við kveðjustund eða síðasta verk einhvers. Verkið var samt ekki síðasta málverk Kjarvals og því er þessi titill fyrir mörgum ráðgáta. Ef vel er að gáð má halda því fram að önnur veran á myndinni sé að umbreytast í svan þar sem hvít sveigð hendi verunnar minnir á langan beygðan háls á svani. Hugleiðingar Listamenn geta verið snöggir að mála myndir og búa til listaverk en það getur líka tekið þá langan tíma að vinna verk. Kjarval sagðist sjálfur hafa verið rúm fimmtíu ár að hugsa um málverkið Svanasöng og tíu ár að mála það. Oft eru listamenn að vinna mörg listaverk samtímis og með margar myndir í vinnslu á vinnustofu sinni. Náttúra Samruni manna og dýra og yfirnáttúrulegar verur eru þekkt minni í listum. Í gegnum aldirnar hefur svanurinn verið tákn hreinleika, tryggðar og ástar en jafnframt táknað endalok og feigð. Svanurinn er tákn skáldskaparins og í ljóðum syngur hann fegurstur fugla. Til er ævagömul þjóðtrú að svanurinn syngi aldrei nema á banastundu sinni og hann taki að syngja þegar hann finni dauðan nálgast. Stundum er svanasöngur talinn boða feigð þess sem heyrir hann..
Jóhannes S. Kjarval er án nokkurs vafa þekktasti listmálari landsins, einkum þekktur fyrir landslagsmálverk sín, fantasíur og táknmyndir en segja má að þetta þrennt sameinist í þessu verki listamannsins. Yrjótt hraunið kemur og víða við í myndheimi Kjarvals og eins verur sem virðast á mörkum tveggja heima, vættir, álfar eða huldufólk. Þá bregður svipuðum, grannvöxnum, hálslöngum og höfuðsmáum verum fyrir í verkum listamannsins frá því á síðari hluta sjötta áratugarins. Kjarval vildi þó sjálfur meina að hann hefði verið að mála Svanasöng síðan árið 1918, mögulega í óeiginlegri merkingu. Sagði hann síðan hugmyndina á bak við verkið vera að skyggja ekki á sjálfan sig, að vera bæði bak og fyrir, og má velta vöngum yfir því hvað það þýði, hvernig skuli koma fram af fullum heilindum eða hvernig hægt sé að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Loks má svo nefna að verkið hefur út af þessu einmitt stundum verið kallað Bak og fyrir.
Litir og form Verkið er tvískipt um miðju með bláleitan efri hluta sem skapar himinn og fjöll í fjarska og brúnleitan grófmálaðan neðri hluta þar sem tvær verur krjúpa í forgrunni og fylla út stóran hluta myndflatarins. Hér sjást stíleinkenni Kjarvals vel þar sem lifandi pensilstrokur og mjúk lífræn form liggja ofan á þykkt máluðum smáatriðum náttúrunnar. Hér eru köldum og heitum litum stefnt saman; ljósbláum og brúnappelsínugulum ásamt hvítum tónum sem skapa yfirnáttúrulegan ævintýraheim.
112
113
8.Hörmungar — hremmingar
114
115
Flótti undan eldgosi (án ártals) Ásgrímur Jónsson (1876-1958) Vatnslitamynd 65,5 x 99 cm LÍÁJ–312A/120
116
117
Nokkrir menn með hesta fylla út í sviðið á þessari litríku, kraftmiklu vatnslitamynd, sem er björt yfirlitum. Bleikur himininn lýsir upp myndina og í forgrunni ferðast fígúrurnar frá hægri til vinstri. Þá virðist hópurinn fara á vaði yfir á, sem endurspeglar birtu himinsins, auk þess sem sjá má skugga hestanna speglast í ánni. Myndin er eiginlega tvískipt, þar sem draga mætti línu yfir hana miðja sem liggur beint yfir bök hestanna, sem hengja flestir haus, líkt og mennirnir. Hvíti hesturinn fyrir miðju myndarinnar ber sig hins vegar sérlega vel á vaðinu og reisir makkann, tákn um kjark og þor eða jafnvel vonina um að mennirnir munu komast úr þeim ógöngum sem þeir eru í á þessari stundu, þegar eldgosið í bakgrunni ógnar afkomu þeirra. Ásgrímur Jónsson málaði fjölmargar eldgosamyndir og þar á meðal má nefna nokkrar myndir af sama myndefni bæði með olíu og vatnslitum. Þar mætast andstæðurnar ljós og skuggar, eldur og vatn, von og ótti. Á sama tíma ber myndin yfir sér ákveðna yfirvegun eða stillingu, þar sem hópurinn virðist ferðast hægt og rólega yfir sviðið, þrátt fyrir að náttúruhamfarirnar séu á næsta leiti. Þannig má ekki sjá æði eða óðagot í viðbrögðum mannanna, þó þeir séu vissulega niðurlútir frammi fyrir hinni iðandi, kynngimögnuðu náttúru og því afli sem gýs upp úr iðrum jarðar. Minnir þessi ógnarkraftur jafnframt á smæð manneskjunnar, sem reynir sífellt að fóta sig í fallvöltum heimi. Eldgos eru tíð hér á landi og náttúran minnir reglulega á sig, svo sem stórbrotið landslagið og sögur bera vitni. Þrátt fyrir ógn og eyðileggingu sem fylgja eldsumbrotum birtist ákveðin fegurð í vatnslitamyndinni og listamaðurinn blæs áhorfandanum von í brjóst með verki sínu. Ógnarkraftur náttúrunnar sýnir fram á þrautseigju manneskjunnar, sem aðlagar sig að aðstæðum hverju sinni og heldur þrautagöngu sinni óslitið áfram. Í mynd Ásgríms er þessi ógnarfegurð nánast áþreifanleg, líkt og í þjóðsagnamyndum hans af tröllum og öðrum illvættum. Því náttúran er ekki síður háskaleg en skelfilegar ófrenjur ævintýranna sem leita á hug manna, sem jafnvel mætti segja að mætist í list Ásgríms.
118
Samfélagið Verkið sýnir fólk á flótta undan eldgosi sem minnir okkur á að við höfum ekki stjórn á öflum náttúrunnar. Þegar slík vá steðjar að og fólk leggur á flótta þá hefur það mikil áhrif á líf fólks og samfélagið allt. Í verki Ásgríms frá árinu 1945 er fólk á flótta með hesta og dýrmætustu eigur sínar. Á þessum tíma voru upplýsingar um yfirvofandi hættu af skornum skammti, samgöngur erfiðar og almannavarnir ekki komnar til sögunnar. Hugleiðingar Í dag er fólk víða um heim á flótta undan stríði og ófriði í heimalöndum sínum. Málefni flóttafólks eru í brennidepli í samfélagsumræðunni og mikilvægt er að vera meðvituð um hvaðan fólk er að flýja og hvernig fólk á að hefja nýtt líf í nýju landi og menningu. Náttúra Ísland er eldfjallaeyja en hér á landi er að finna um 130 eldfjöll. Þau hafa þó sem betur fer ekki öll gosið á sögulegum tíma og einungis nokkur eldfjöll gjósa reglulega eins og til dæmis Hekla, Krafla og Grímsvötn. Náttúran getur bæði verið ægifögur og friðsæl en einnig háskaleg og ógnvekjandi. Litir og form Flæði litarins og kraftmiklar pensilstrokur skapa dramatíska stemningu og mikla hreyfingu á myndfletinum. Heitir skærir litir skína í gegnum hver annan en í vatnslitamyndum býr hvítur pappírinn til birtuna í verkinu. Yfirleitt er ekki notaður hvítur vatnslitur heldur er málað þunnt og lagskipt og unnið með gagnsæi litarins. Stundum er jafnvel skilinn eftir ómálaður flötur þannig að sést í hvítt blaðið. Vatnslitamyndir eru mjög viðkvæmar og ef það hellist vatn á þær leysist myndin upp ólíkt akrýl og olíumálverkum.
119
Á ögurstundu 1987
Jóhanna Kristín Yngvadóttir (1953-1991) Olíumálverk 190 x 190 cm LÍ-5602
120
121
Þrjár manneskjur birtast hér í kraftmikilli en drungalegri mynd sem fangar angist og ótta. Áferðin er hrjúf og pensilskriftin óróleg líkt og tilfinningarnar sem verkið sýnir. Í efra hægra horni myndarinnar má sjá hauskúpu dýrs, líklega af sauðkind af hornunum að dæma, en í augnatóftum kúpunnar glyttir í eina rauða glyrnu, sem horfir skáhallt niður yfir flöt myndarinnar, þar sem rauði liturinn endurtekur sig í horninu vinstra megin. Virðist hún horfa í átt til persónanna, sem stendur sýnilega stuggur af henni, sér í lagi konunum tveimur sem eru henni næstar. Óttinn í andliti konunnar í miðið er greinilegur og lítur munnur hennar út eins og hann sé frosinn í miðju ópi en spyrja má hvort hún sé ef til vill aðalpersóna þessarar tilteknu senu og í framhaldinu hvert samband hennar sé við hinar verurnar. Auk þess að vera staðsett á miðri mynd er kona þessi máluð með meira afgerandi litum en hinar persónurnar, nefnilega í gulum lit sem kemur einnig fyrir víða í verkinu. Er hún klædd í gulan kjól og sami guli litur umlykur hana á allar hliðar, þar sem honum bregður fyrir inn á milli dökkra litatóna, en gulur hefur stundum verið sagður tákna ótta og skelfingu. Verurnar sem standa henni til beggja handa virðast aftur á móti ekki jafn óttaslegnar og hún. Veran hægra megin er máluð með hreinum hvítum lit og lítur út fyrir að hafa varann á sér, beygir sig eilítið og horfir áhyggjufullum augum út undan sér. Skeggjaði maðurinn vinstra megin er hins vegar málaður með dökkum litum en hann sýnist horfa af lotningu í átt til kúpunnar, þar sem hann lyftir ásjónu sinni og réttir hönd sína upp mót þessum illa vætti. Titill verksins er Á ögurstundu svo hér má ætla að um einhvers konar úrslita- eða örlagastund sé að ræða. Verkið málaði listakonan Jóhanna Kristín Yngvadóttir, sem var á stuttum ferli þekkt fyrir tilfinninga- og tjáningarríkar myndir, en hún sagðist í raun aldrei mála annað en sjálfa sig. Því mætti trúa því að hér sé um eins konar sjálfsmynd að ræða sem lýsir hugsanlega innra tilfinningalífi eða persónulegri baráttu hennar. Listamenn leggja vissulega mikið af sjálfum sér í verk sín en í þessu verki virðist Jóhanna Kristín takast á við eina skuggahlið tilverunnar, yfirþyrmandi sálarangist eða jafnvel óttann við dauðann. Fígúrurnar eru sannarlega draugalegar en hauskúpan og krossinn í vinstra horni kunna að boða feigð eða lífsháska. Mætti því spyrja hvort ljósa og dökka veran séu holdgervingar eða birtingarmyndir andlegra þjáninga, sálrænir englar og djöflar, eða hvort það sé jafnvel kölski sjálfur sem vitjar hér konu í öngum sínum, á barmi örvæntingar. 122
Samfélagið Sjálfsmyndir eru klassískt viðfangsefni innan myndlistar. Sagt er að flest verk Jóhönnu Kristínar séu sjálfsmyndir en áhugavert er að velta fyrir sér sannleiksgildi sjálfsmynda, hvort raunveruleikinn sé alltaf í huga þess sem málar eða hvort myndmálið og skáldskapurinn taki yfir þrátt fyrir að myndefnið og listamaðurinn sé hið sama. Hugleiðingar Listamenn hafa gegnum tíðina notað listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og líðan. Ef til vill er þetta frásögn af hryllingi, martröð eða draugasaga. Hryllingur er þema innan lista og á sér langa sögu og speglar oft það slæma og grimma í lífinu. Sumum finnst hryllingur líka skemmtilegur og vilja láta hræða sig og koma sér á óvart. Hér gæti listamaðurinn jafnframt verið að túlka innri ólgu og erfiðar tilfinningar. Konan með skelfingarsvipinn í miðri myndinni minnir á hið þekkta málverk Ópið eftir norska listmálarann Munch. Náttúra Á ögurstundu – hvað þýðir það? Ögurstund er einhvers konar úrslitastund. Ögurstund er ótrygg eins og að liggja í háfjöru þegar það styttist í að það flæði að. Það er algengt að listamenn noti myndlíkingar og ímyndunaraflið til að tjá líðan sína og tilfinningar. Ef til vill hefur listamaðurinn verið að sýna okkur á myndrænan hátt hvernig ótti, hræðsla og sálarangist liti út. Litir og form Myndin samanstendur af sveigðum grófmáluðum línum sem mynda fígúrur í forgrunni og þykkum pensilstrokum sem skapa hrjúfa áferð og mikla hreyfingu. Órólegar pensilstrokur bera þess merki að listamaðurinn hafi unnið myndina hratt og af miklum krafti. Svartur litur er áberandi í verkinu en sjálf sagði Jóhanna Kristín í viðtölum að fyrir henni væri svartur ekki eingöngu táknrænn fyrir erfiðleika heldur væri hún persónulega hrifin af svörtum lit.
123
9. Átrúnaður
124
125
Sjöundi dagur í Paradís 1920 Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891-1924) Blönduð tækni 47 x 61 cm LÍ–1085
126
127
Á myndinni má sjá þrjár himneskar verur ganga inn á sviðið frá vinstri. Fremst fer skeggjaður maður með geislabaug, klæddur í síðan kufl, og á eftir ganga tvær vængjaðar verur með ljóst hár og ögn óljósari geislabauga, einnig klæddar í kufla í mismunandi litum. Allt í kring standa gróskumikil og fjölbreytt tré, sem teygja sig til himins. Þá er sömuleiðis fjölbreytt dýralíf í bakgrunninum, hægra megin glittir í ýmsar tegundir fugla og kengúru með kengúrubarn í poka sínum bregður fyrir á milli trjánna vinstra megin við miðju, nær verunum þremur. Myndin er böðuð bleiku, mildu ljósi, en ljósgjafinn er gyllt sól sem ber við sjónarrönd í bakgrunni verksins. Verkið ber titilinn Sjöundi dagur í Paradís og er klippimynd eftir myndlistarmanninn Mugg eða Guðmund Thorsteinsson. Sagan kemur úr Gamla testamentinu, þar sem segir af sköpun heimsins en á sjöunda degi voru himinn og jörð fullgerð, svo guð lauk verki sínu og hvíldist frá öllu því er hann hafði unnið. Mynd Muggs sýnir því þá stund sem guð almáttugur virðir fyrir sér heiminn fullskapaðan, í fylgd tveggja engla, þó ekki sé kveðið beint á um það í Biblíunni að guð hafi svo virt fyrir sér sköpun sína og er myndin þannig skáldleg túlkun listamannsins á orðum Gamla testamentsins. Þá sér manninum hvergi bregða fyrir á myndinni, heldur eru það dýrin sem verða vitni að þessari hátíðlegu stund, vitjun skaparans á hvíldardaginn, þar sem kengúrubarnið stingur höfðinu meira segja upp úr pokanum til þess að líta hann augum.
Samfélagið Titillinn Sjöundi dagur í paradís vísar í sögu úr Biblíunni; Gamla testamentinu, þegar Guð skapaði heiminn. Margir listamenn hafa sótt innblástur í trúna í gegnum tíðina. Trúarbrögð heimsins eru mörg og ólík eftir menningarheimum. Það er áhugavert að ræða fjölbreytt trúarbrögð og þær hefðir sem þeim fylgja. Hugleiðingar Listamenn nota stundum listsköpun til að tjá og túlka erfiðar tilfinningar eða alvarleg málefni eins og stríð og heimsfaraldur. Sjálfur sótti Muggur styrk í trúna þegar hann veiktist og átti erfitt í lífinu. Þá vann hann þessa klippimynd en eftirprentun af verkinu prýddi lengi vel mörg íslensk heimili. Náttúra Hvernig er umhverfið sem verurnar þrjár eru staðsettar í? Ætli paradís líti svona út? Þrjár guðdómlegar verur ganga um og horfa yfir vatnið, á gróður og fugla og virða fyrir sér sköpunarverkið. Það er forvitnilegt að rýna í myndina og gefa smáatriðunum gaum. Hér sjást alls kyns fuglar inni á milli trjánna og í bakgrunni glittir í kengúru með kengúruunga í poka sínum. Til gamans má benda á að þetta er fyrsta íslenska myndlistarverkið af kengúru sem vitað er um.
Það er gömul og ný saga að listamenn leita innblásturs víða og hefur trúin verið mörgum yrkisefni í gegnum aldirnar. Trúarleg og goðsagnakennd umfjöllunarefni voru allt fram til loka 19. aldar mjög hátt skrifuð og sátu efst í virðingarstiga hinna evrópsku listaakademía. Skoða má þetta verk Muggs í slíku samhengi, enda þótt hér sé um að ræða klippimynd sem ekki var hátt skrifuð aðferð en ekki eiginlegt frásagnarmálverk. Líkt og Muggur byggja listamenn enn í dag verk sín á persónulegri trú. Slík verk spanna víðara svið en nokkru sinni fyrr í fjölbreyttu samfélagi nútímans, þar sem listamanninum er ekkert óviðkomandi. Muggur gerði sjálfur fjölda verka sem snertu á hinum ólíkustu málum samfélagsins í upphafi 20. aldar, á tíma hraðrar þróunar og mikilla breytinga.
Litir og form Bakgrunnur myndarinnar er þrískiptur þar sem efri og neðri hlutar eru í dökkbrúnum og dökkbláum litatónum en bleikgulur óreglulaga flötur liggur lárétt yfir miðja myndina og skiptir henni í þrennt. Bleikgulir tónar minna á sólarlag eða sólarupprás og skapa dulúðuga stemningu. Litirnir eru dimmir en hlýir. Það er hátíðleiki og ævintýrabragur yfir þessari mynd.
128
129
Átrúnaður 1971
Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002) Olíumálverk 110 x 120 cm LÍ–1605
130
131
Hér getur að líta óhlutbundinn veruleika en slík verk gera samtímis miklar og litlar kröfur til áhorfenda, höfða til tilfinninga eða vísa til hugmynda sem erfitt er að tjá með orðum, þar sem myndmálið er sett ofar öllu. Myndflöturinn er tvískiptur en þungi myndarinnar hvílir á efri helmingi hennar með þéttum formum og skærum litum. Þá skipta láréttar línur fletinum upp um miðju, þar sem hinn guli flötur, sem tekur yfir myndina að ofan, brotnar upp og víkur fyrir hvítum grunni með taktföstum strikum, mjóum og þykkum til skiptis, svörtum, gulum eða rauðum. Litirnir eru svo endurteknir í hringlaga formunum sem er raðað þétt ofan á forgrunn myndarinnar, svo þau mynda hreyfingu, hraða og hrynjandi í verkinu. Misþykkar línur og opnir bogar sem teygja sig niður á við birtast á myndfletinum eins og gárur á vatni sem magna upp kraftinn í verkinu. Samsetning lita og forma slær taktinn og leiðir augað fram og til baka um flötinn sem iðar af lífi, líkt og verkið tifi hreinlega fyrir augum áhorfandans. Þá kunna láréttu línurnar, sem liggja endilangar yfir myndflötinn, að minna áhorfandann á nótnastrik svo segja má að málverkið sé hljómmikið, þó það sé auðvitað þögult. Litir verksins eru enn fremur sterkir hreinir frumlitir sem skapa spennu og gera verkið afgerandi með samspili sínu ofan á hinum gula og hvíta grunnfleti, sem verður hvor um sig eilítið dekkri þegar leitað er niður á við. Ljáir þetta verkinu dýpt, þar sem allt leggst á eitt við að hreyfa við auganu og hreyfa þannig við áhorfandanum. Guðmunda Andrésdóttir varð sjálf fyrir miklum hughrifum þegar hún sá sýningu á abstraktverkum eftir Svavar Guðnason í Listamannaskálanum árið 1945. Sýningin heillaði hana svo að hún lýsti upplifuninni sem rothöggi og þá ákvað hún að gera myndlistina að sínu ævistarfi, sem hún og gerði. Má þannig segja að hún hafi fundið köllun sína í listinni og var Guðmunda ein þeirra sem ruddu abstraktlistinni braut hér á landi. Þá var hún trú hinu óhlutbundna myndmáli til síns síðasta dags, sannfærð um að með því mætti tjá einhvern æðri sannleik, sameiginlegan öllum mönnum, óháðan tungumáli eða uppruna. Þá forðaðist listakonan að gefa útskýringar á verkum sínum og eins má geta þess að hún gaf verkum sínum jafnan titla eftir á, svo titillinn hafði ekki áhrif á inntak verksins í mótun þess, heldur varð hann til út frá ljóðrænni hneigð og hughrifum listakonunnar er hún leit fullklárað verk. 132
Samfélagið Myndlistarsýningar eða listviðburðir geta haft mótandi áhrif á samfélagið. Þær geta opnað augu áhorfandans fyrir nýjum hugmyndum, vakið upp minningar og ólíkar tilfinningar og örvað ímyndunaraflið. Listaverk geta bæði snert áhorfanda persónulega og fengið hann til að hugsa um samtímann eða náttúruna og stundum verða hughrifin það smitandi að hann langar sjálfan að fara að skapa list. Hugleiðingar Í gegnum listasöguna hafa frumform eins og hringur, þríhyrningur og ferningur staðið fyrir mismunandi táknmyndir eftir menningarheimum. Hringformið var talið fullkomnasta formið og í trúarlegri list var hringur oft tákn fyrir hið guðdómlega. Í fornum ritum og dulspeki táknar gjarnan það sem er hringlaga og kúlulaga sólina eða tunglið. Hringformið hefur enga byrjun eða endi og táknar því oft núllið, tómarúmið, eilífðina, áframhaldið eða endalokin. Hringformið er mjúkt form og oft notað til að skapa kyrrð og jafnvægi í myndum. Náttúra Gárur í vatni Þegar steinn fellur í vatn, aflagar hann yfirborð þess. Hann ryður undan sér vatni og breytir vatnshæðinni. Þessar breytingar breiðast út yfir vatnsflötinn sem gárur eða bylgjur. Þá tákna gárur oft breytingar í víðara samhengi. Kannast eflaust margir við þann leik að kasta flötum steini á þann hátt að hann hoppi eftir vatnsyfirborðinu. Til eru heimildir frá 18. öld þar sem þessum leik er lýst. Litir og form Myndbygging verksins samanstendur af láréttum beinum línum sem liggja þvert yfir miðja myndina og skapa kyrrð og ró eins og láréttar línur gera jafnan. Litaskalinn er einfaldur þar sem sterkir hreinir frumlitir sitja misframarlega á myndfletinum sem er í mildari litum. Skærustu litirnir eru næst okkur og eftir því sem þeir dofna eða blandast öðrum litum með áferð eða tóni færast þeir aftar. Þannig virkar litafræðin þar sem hreinleiki lita hefur áhrif á fjarvíddina. Í verkinu er mikil hreyfing og spenna en hún er ekki óreiðukennd, heldur nær því að vera leikandi létt.
133
10. Íslandslag
134
135
Íslandslag 1944
Svavar Guðnason (1909-1988) Olíumálverk 88 x 100 cm LÍ–719
136
137
Í þessu margbrotna verki, sem er nærri algerlega abstrakt, má sjá fjölda lita og forma en hvítir eða hvítleitir litir eru áberandi víða á myndfletinum, sem ljáir henni vissan léttleika. Á miðri mynd er svo egglaga form sem dregur augað til sín. Þá er athyglisvert hversu samhverf myndin er en línurnar í verkinu skapa hreyfingu þar sem formin leita út á við. Minna þessi form jafnvel á blóm eða lauf sem opnast fyrir miðju myndarinnar svo verkið iðar af lífi, þó ekki síst vegna hinna björtu, glaðlegu lita. Þrátt fyrir mikla litadýrðina ber verkið merki um fínleika og jafnvægi, sem listamaðurinn nær jafnt fram með samhverfri myndbyggingu og þeirri hvíld sem hvíti liturinn veitir. Litirnir minna áhorfandann á hina fjölbreyttu liti sem finna má í íslenskri náttúru þar sem samtímis ber fyrir augu snæhvíta bletti, fagurgrænan gróður, rauðbrúna fjallshryggi og svo mætti lengi telja. Náttúruform og -litir leiða hugann þannig fljótt að heimahögum listamannsins en Svavar Guðnason var hins vegar búsettur í Danmörku árið sem verkið var gert. Hann vann verkið sama ár og Ísland varð sjálfstætt ríki, 1944, á meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði í Evrópu og má því leiða líkur að því að listamaðurinn hafi málað verkið sem óð til heimalandsins, líkt og titill þess Íslandslag gefur til kynna. Var verkið reyndar fyrst sýnt í Kaupmannahöfn undir titlinum Íslendingur og land hans en Svavar sagði sjálfur að ætlun hans með verkinu væri að tjá íslenska náttúru og stemningu íslenskra landslagslita, eins og vel má merkja, en náttúran var ætíð mikilvægur áhrifavaldur í myndlist Svavars.
Samfélagið Listin er oft umdeild og stundum þurfa listamenn að vera hugrakkir þegar þeir koma fram með nýjar listastefnur og framandi hugmyndir. Þannig verða framfarir og þannig þróast listin og hugmyndasagan. Listamenn skoða gjarnan heiminn á nýjan hátt og opna augu okkar, sýna okkur heiminn í nýju ljósi. Hugleiðingar Abstrakt málarar voru ekki að reyna að mála eftirmyndir af raunveruleikanum heldur að túlka heiminn á sinn hátt út frá tilfinningum, litum og formum. Abstrakt þýðir óhlutbundið sem er andstæðan við hlutbundið. Verkið er sem sagt ekki bundið neinum hlut, það eru ekki hlutir eða fígúrur í verkinu. Það er gott að skilja abstrakt hugsun með því að líkja henni við tónlist. Sumir tengja líka liti við tóna og þannig þróaðist fyrsti litahringurinn. Náttúra Birtan á Íslandi Á veturna eru dagarnir oft stuttir en birtan ævintýralega björt og skær. Hvíti liturinn verður margtóna og lýsir upp náttúruna. Þrátt fyrir að myndin sé óhlutbundin þá er mjög sterk náttúrustemning í henni. Jafnframt má segja að myndin sé heimur út af fyrir sig sem hafi engar vísanir í annað en málverkið sjálft. Margir líkja abstrakt verkum við ljóð og sum verk eru ljóðræn.
Svavar lagði stund á nám í myndlist í Kaupmannahöfn og París en var þó að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður. Erlendis kynntist hann nýstárlegum hreyfingum á myndlistarsviðinu og varð brautryðjandi abstraktlistar hér á landi. Einkar merkileg í því samhengi var sýning Svavars í Listamannaskálanum í Reykjavík árið 1945, að stríði loknu, en þar sýndi hann abstraktverk frá Danmerkurárunum og þar á meðal var einmitt verkið Íslandslag. Með þeirri sýningu er oft sagt að abstraktlistin hafi loks náð fótfestu á Íslandi og tóku margir íslenskir myndlistarmenn upp merki þessarar stefnu í framhaldinu, þar sem þeir gerðu margvíslegar tilraunir með óhlutbundið myndmál. Á árunum sem fylgdu hófst svo samfelld saga abstraktlistar hér á landi.
Litir og form Kaldir bjartir litir minna á jökla, ís og íslenska náttúru. Birtan minnir á kaldan sólríkan vetrardag og hér eru flestir litir kaldir og hvítblandaðir fyrir utan eldrautt bogadregið mjúkt form og appelsínugula fleti sem svífa framarlega á fletinum. Hér má líka velta fyrir sér samspili lita: hvernig litir virka hver á annan. Sumir litafletirnir virka til dæmis framar á myndfletinum en aðrir og þannig er hægt að búa til fjarvídd með litum. Hreinir sterkir litir virka yfirleitt framar á myndfletinum meðan grátóna, bláir og dekkri litir virðast liggja aftar. Svona virka líka sjónhverfingar.
138
139
Íslandslag 1949-1959
Jóhannes S. Kjarval (1949-1959) Olíumálverk 115 x 156 cm LÍ–4863
140
141
Við áhorfandanum blasir verk úr mörgum ólíkum þáttum sem listamaðurinn setur saman í eina mynd. Augað leitar hér fram og til baka yfir myndflötinn og það er spurning hvað fangar fyrst huga hvers og eins. Það má sjá verur og andlit, plöntur og íslenska náttúru. Vinstra megin virðist glitta í foss fyrir botni gljúfurs og flæðir áin svo áfram niður gljúfrið, yfir steinana í farvegi sínum, í átt að jaðri málverksins. Einnig má sjá andlit eldri manns við hlið fossins, heldur kunnuglegt á að líta, sem virðist spretta fram úr landslaginu og horfa í augu áhorfanda. Þá svífur vængjuð vera yfir höfði mannsins, svo höfuð hennar sjálfrar nemur við himinn, líkt og leið hennar liggi upp á við, upp til skýja. Þar rofar til er sólin brýst fram úr skýjunum og þyngri skýjabakki líður yfir himininn til vinstri, út af myndfletinum. Blóm og jurtir skreyta sviðið á hægri væng og gefa myndinni enn draumkenndari blæ, þar sem hún verður að eins konar landslagsfantasíu eða táknmynd um íslenska náttúru í sínum fegursta búningi. Samband manns og náttúru er sömuleiðis afar náið í verkinu og spyrja má hvort hin svífandi vera sé persónugervingur náttúrunnar, eins og í mörgum öðrum verkum Kjarvals, eða hvort hún sé jafnvel tákn sjálfs mannsandans, sem rís hæst í náttúrunni. Þá er samspil hinna mörgu þátta í þessari flóknu mynd sérlega áhugavert og gaman að velta því fyrir sér af hverju listamaðurinn hafi kosið að byggja hana upp með þessum hætti. Segja má að listamaðurinn hafi blásið nýju lífi í íslenska landslagslist, er hann beindi sjónum sínum og áhorfenda að hrjóstrugum jarðveginum, hrauninu, klettunum og lággróðrinum, oft á frjálslegan hátt, líkt og hér.
142
Samfélagið Trú á álfa og huldufólk hefur lengi verið hluti af þjóðarsál Íslendinga enda fjalla íslenskar þjóðsögur oft um yfirnáttúrulegar verur. Kjarval virðist hafa verið næmur á hið yfirnáttúrulega og sýnir okkur sína einstöku og persónulegu túlkun á töfrum og kröftum náttúrunnar. Hugleiðingar Á hvern minnir andlit mannsins, ef einhvern? Kjarval persónugerir náttúruna, gefur henni andlit og karakter. Þannig minnir hann okkur á hversu samofinn maðurinn er náttúrunni. Jafnvel englarnir verða fulltrúar hins yfirnáttúrulega frekar en vísanir í Biblíuna og trúna. Ef til vill er þetta andlit listamannsins sjálfs sem mótar fyrir í fjarska. Náttúra Kjarval var næmur á umhverfi sitt og hafði auga fyrir fegurðinni í því smáa og á sama tíma skynjar hann óróleikann í náttúrunni. Með þessari sýn endurskapaði hann náttúruna og sýndi hana í nýju ljósi. Smám saman fór hann að persónugera náttúruna með hjálp táknfræði og ævintýra. Stundum er eins og hið mennska og hið náttúrulega renni saman í eitt. Kjarval mótaði sér afar persónulegan stíl í verkum sínum og málaði landslagsmyndir þar sem hann sýndi fegurðina í hrauninu og hversu heillandi auðnin og hálendið getur verið. Litir og form Grunnflötur verksins samanstendur af gráum, bláum og hvítum óreiðukenndum flötum sem flæða á ská yfir myndflötinn. Ólíkar línur og form byggja upp innra rými myndarinnar þar sem ljósbláir og grátóna litir skapa hlýja birtu. Gul og brúntóna jurtir sitja í forgrunni og skapa hlýju á móti köldum litunum. Hér sést vel hvernig bláir og gráblandaðir litir liggja yfirleitt aftar á myndfleti en hreinir litir framar. Í fjarska sést móta í andlit og barnslega veru eða engil sem svífur yfir ævintýralegri náttúrunni.
143
11. Undir þungu fargi
144
145
Mountain 1980-1982
Sigurður Guðmundsson (1942) Ljósmynd 82,6 x 104,5 LÍ–8101
146
147
Fyrir miðri mynd liggur maður í stafla sem hlaðinn hefur verið á víðavangi. Neðst má sjá grjóthleðslu en ofan á henni er torfhleðsla sem maðurinn liggur á. Þrír manngerðir hlutir hafa svo verið lagðir ofan á manninn sjálfan: skópör, brauðhleifar og bækur. Liggur maðurinn þannig á milli hinna náttúrulegu efna, grjótsins og torfsins, og hinna manngerðu afurða, tákna menningarinnar. Þó notar mannfólkið náttúrulegu efnin einmitt til að búa sér skjól fyrir veðri og vindum og minna grjót- og torfhleðslurnar þannig á íslenska torfbæi og liðna tíð. Mætti jafnvel líta á þennan stafla sem tákn fyrir lífsbaráttu þjóðarinnar á öldum áður og þær undirstöður sem nútímasamfélag er reist á. Þá eiga hleðslurnar og hlutirnir sem hafa verið lagðir ofan á manninn það sameiginlegt að veita manninum öryggi, tryggja afkomu hans og auka lífsgæði. Í þessu samhengi mætti bera þessa hleðslu saman við þarfapíramída Maslows þar sem grjót, torf, skór og brauð samsvarar til að mynda helstu líkamlegu þörfum manneskjunnar fyrir húsaskjól, hlýju og fæðuöryggi, sem eru neðst í píramídanum meðal annarra grunnþarfa mannsins. Sömuleiðis má sjá vísun í fjöldaframleiðslu iðnaðar- eða nútímasamfélagsins í magni skóparanna, brauðhleifanna og bókanna en stóraukin framleiðslugeta í kjölfar iðnvæðingar hafði í för með sér aukin lífsgæði, bættan hag og betri heilsu almennings, enda þótt síaukinni framleiðslu fylgi æ fleiri áskoranir líkt og mengun og loftslagsbreytingar. Maðurinn á ljósmyndinni er svo Sigurður Guðmundsson sjálfur, listamaður og höfundur verksins. Hér er því um að ræða sviðsett augnablik þar sem listamaðurinn notar sjálfan sig sem viðfangsefni og framkvæmir gjörning sem lifandi skúlptúr. Í heiti verksins, Mountain eða Fjallið, leikur listamaðurinn sér með hugmyndina um tungumál og merkingu orða.
Samfélagið Hvað er menning? Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf. Þjóðmenning er öll menning tiltekinnar þjóðar og nær yfir tungumál, alþýðumenningu, listir og hvað eina sem tengist athöfnum þjóðarinnar. Stundum er menningu teflt á móti náttúru en í seinni tíð hefur verið reynt að draga úr þessum greinarmun. Í staðinn er litið á manninn sem hluta af náttúrunni og áhersla lögð á nauðsyn þess að virða og vernda náttúruna. Hugleiðingar Hvað á listamaðurinn við þegar hann talar um að þetta sé lifandi skúlptúr? Verkið er sambland af gjörningi og skúlptúr þar sem listamaðurinn notar sjálfan sig, sviðsetur ákveðið augnablik og smellir af mynd. Hann notar líkama sinn eins og hvert annað efni til að búa til skúlptúr úr og það verður stór partur af hugmyndafræði verksins. Hann tengir saman samband náttúrunnar, tungumálsins og líkamans. Getur maðurinn lifað án menningar eins og bókmennta og tungumáls? Náttúra Torfbær er hús sem er reist úr torfi að mestu eða nær öllu leyti auk steinhleðslu, timburgrindar og veggfjala í mismiklum mæli. Torfbæir voru helsta hústegund á Íslandi fram á 19. öld enda lítið um annað byggingarefni hér á landi en torf og grjót og þykir einstök húsagerð. Torfbæirnir veittu góða einangrun og héldu heitu innan dyra þó kalt væri úti. Torfhleðsla þykir merkilegt handverk sem mikilvægt er að varðveita með því að láta þekkinguna berast mann fram af manni. Litir og form Hér er um klassíska myndbyggingu að ræða og listamaðurinn leikur sér með hugmyndina um landslagsmynd og form fjallsins. Risastórt ávalt formið sem myndar fjallið og tekur yfir miðju myndarinnar samanstendur af mörgum minni formum. Fjallið er staðsett úti á túni í berangri og bakgrunnurinn skiptist í tvennt; himinn og jörð. Myndin er svarthvít og flytur áhorfandann aftur í tíma og kallar fram ákveðna fortíðarþrá.
148
149
Deluxe and Delightful 1979
Ragnheiður Jónsdóttir (1933) Grafíkverk 90 x 63 cm LÍ–5891
150
151
Hér ber fyrir augu fínlega teiknaða mynd sem minnir á höggmynd af höfði og hálsi konu, einnig þekkt sem brjóstmynd. Það sem vekur sérstaka athygli er marglaga kaka eða rjómaterta sem hvílir á höfði konunnar. Undir tertunni liggur fínleg blæja, eins og dúkur, sem hylur augu og hálft andlit konunnar, niður að nefi. Ofan á rjómatertunni eru svo rauð ber til skrauts og vinstra megin við höfuð konunnar má sjá hvar eitt berið hefur dottið af kökunni og fellur til jarðar. Brjóstmyndin er á miðri mynd og fyllir vel út í hvítt blaðið. Litaskalinn er tvítóna og einkennist af misdökkum gráum og rauðum litum en andstæður ljósu og dökku tónanna skapa dýpt innan myndarinnar. Rauð berin eru því sérlega áberandi í þessum milda og fínlega litaskala, þar sem rauði liturinn fangar augað og dregur áhorfandann nær. Fínlega ofin andlitsblæjan, sem minnir á brúðarslör, kemur jafnt í veg fyrir að konan sjái heiminn í kringum sig og að hægt sé að bera kennsl á konuna. Hún virðist því blinduð af slörinu og tertan á höfði hennar er stór og íþyngjandi en líta má á hvort tveggja sem tákn fyrir hjónabandið og heimilishaldið. Verkið er að þessu leyti táknræn ádeila á ójafnrétti kynjanna en konan er hér óþekkjanleg nema fyrir framlag sitt til heimilisins og fjölskyldulífsins. Þá má líta á brjóstmyndina sem eins konar minnisvarða en slíkar styttur eru oft reistar til að minnast látinna manna sem taldir eru hafa unnið merkisverk í lifanda lífi. Styttan stendur þó hér til marks um dauða konunnar, sem er steypt í fast mót og nýtur takmarkaðs sjálfsákvörðunarvalds í eigin lífi, enda er hún hér sýnd sem ósjáandi og óhreyfanleg höggmynd án handa eða líkama. Verkið er eitt af fjölmörgum grafíkverkum Ragnheiðar Jónsdóttur frá áttunda áratugnum, þar sem hún veltir fyrir sér stöðu kvenna og endurspeglar femíniskar hræringar í þjóðfélaginu. Hugmyndin að verkinu sjálfu kviknaði þegar listakonan var á ferðalagi um Bandaríkin og hitti fyrir konu sem talaði eingöngu um kökur. Konan var þriggja barna, heimavinnandi húsmóðir en hafði menntað sig í píanókennslu. Þegar Ragnheiður kvaddi konuna sá hún fyrir sér rjómaköku á höfði hennar og þegar heim var komið var henni ítrekað hugsað til þessarar hugmyndar. Henni fannst konan með kökuna vera táknmynd konunnar sem lifir í einangruðum heimi, þar sem konur hafa ekki jöfn tækifæri á við karlmenn. Titillinn Deluxe and Delightful er svo fenginn að láni úr dægurlagatexta eftir hljómsveitina Roxy Music, sem átti vinsældum að fagna á sjöunda áratugnum. 152
Samfélagið Grafíkverk Ragnheiðar frá sjöunda áratugnum eru dæmi um pólitísk verk sem mótuðust af tíðaranda kvenréttindabaráttunnar. Áður fyrr höfðu konur ekki jafnan rétt og jöfn tækifæri til vinnu og náms á við karlmenn en víða í heiminum ríkir enn mikil misskipting. Sem betur fer hefur margt breyst til betri vegar á Íslandi í jafnréttismálum þrátt fyrir að ávallt megi gera betur. Hugleiðingar Titill verksins er vísun texta dægurlagsins „In Every Dream Home a Heartache“ sem hljómsveitin Roxy Music gaf út árið 1973. Breytir texti lagsins því hvernig nemendur líta á verkið? Tengja nemendur textann við lífið sem þeir þekkja í dag? Náttúra Margir hafa það til siðs að leggjast út í móa og tína ber þegar fer að líða á sumarið. Algengustu berin á Íslandi til berjatínslu eru aðalbláber, bláber og krækiber. Úr berjum er hægt að búa til saft og sultur og margs konar gómsæta rétti. Litir og form Litaskalinn er mildur og myndin nær eingöngu grátóna en þó blandast rauðir og bleikir litir við gráu tónana. Myndbyggingin felst í einu stóru formi sem staðsett er á miðri myndinni, ásamt litlu beri sem sést falla við hlið höfuðsins. Listakonan staðsetur konuna á mitt blaðið, þar sem mjúkar línur umlykja formið. Marglaga skipting rjómatertunnar felur í sér vissa þyngd sem styður við boðskap verksins.
153
12. Á mannöld
154
155
Ávextir 2000
Sara Björnsdóttir (1962) Ljósmynd 170 x 125 cm LÍ–6210
156
157
Andspænis áhorfandanum stendur kona sem heldur á tómötum. Hún beinir sjónum sínum niður á við og horfir á rauða, vanskapaða tómata í hendi sér, tvo talsins. Hún er rauð á vanga en þó greinilega ekki rjóð í kinnum, heldur virðist hún frekar vera útgrátin, líkt og hún hafi grátið beiskum tárum sem hafi skilið hana eftir rauðflekkótta í framan. Þá eru rauðar kinnar hennar eins á litinn og tómatarnir sem henni er svo starsýnt á en jafnframt er þetta sterkasti eða skærasti liturinn á myndinni utan hvíts hörunds hennar. Aðrir litir eru dökkir, svo sem svarbrúnt hár hennar, svört peysan og gráblár bakgrunnurinn sem verður dimmari við jaðar myndarinnar. Þessir köldu litatónar ljá myndinni heldur dapurlegt yfirbragð, ekki ólíkt svip konunnar sjálfrar, þar sem hún stendur og starir á tómatana. Hún er föl og guggin en ljósið kastast af hvítu hörundi hennar, svo hún fangar athygli áhorfandans á sama tíma og hún virðist gjörsamlega fangin í eigin heimi og uggir ekki að sér. Klæðnaður hennar er hlutlaus, nánast tímalaus. Þá kann áhorfandinn að staðsetja þessa mynd nærri sér í tíma, um eða eftir aldamótin, þótt augnablik þetta gæti eflaust átt sér stað fyrr eða síðar. Jafnvel kann hann að velta því fyrir sér hvað það sé sem hryggi konuna svo við þessa tómata, sem hún heldur á, en svarið liggur mögulega í því sem ávextirnir standa fyrir, frekar en í ávöxtunum sjálfum. Leynist hugsanlega í þeim tákn um ræktunaraðferðir nútímans, þar sem mannkynið hefur beygt náttúruna undir eigin vilja, svo nú er meira að segja hægt að rækta allar tegundir ávaxta hvenær sem er ársins, ellegar flytja þá þvert yfir hnöttinn til þeirra staða þar sem þeir fá ekki vaxið.
Samfélagið Listamaðurinn sjálfur sem er konan á myndinni heldur á rauðum afmynduðum tómötum og er komin með roða í kinnar. Hér er varpað ljósi á erfðabreytingar í grænmetisræktun og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matvælaiðnaði á síðustu árum. Ávextir og grænmeti eru mikilvægur partur af heilsusamlegu mataræði en margir telja að hollast sé að kaupa þessar fæðutegundir í nærumhverfinu og stuðla þannig að sjálfbærni. Þannig má bæði vernda andrúmsloftið og bæta lífsgæði. Hugleiðingar Gjörningalistamenn nota gjarnan sjálfa sig í verkum sínum, setja fram athafnir, búa til senur eða brjóta upp hversdaginn með hinu óvænta. Hér fremur listamaður gjörning, setur á svið senu og lætur mynda hana. Ljósmyndin af þessu sviðsetta augnabliki verður síðan listaverkið. Náttúra Erfðabreytt matvæli eru gjarnan unnin úr nytjaplöntum (t.d. kartöflum og tómötum) sem hefur verið breytt lítillega af manna völdum. Þá er genum í erfðamengi plantnanna ýmist eytt, bætt er við þau eða þeim breytt. Þetta var gert í fyrstu til að gera plöntur síður viðkvæmar fyrir meindýrum, vírusum og eiturefnum. Áhrifin eru umdeild og telja margir að erfðabreytt matvæli geti haft slæm áhrif á heilsu fólks og ræktun erfðabreyttra plantna haft skaðleg áhrif á umhverfið og lífríkið. Hér á landi eru lög og reglur um erfðabreytt matvæli.
Þessi mynd segir sögu um erfðabreytt matvæli og notkun skordýraeiturs sem fylgir ávaxtarækt nú til dags, auk þess að benda á þau áhrif sem slíkt kann að hafa á neytandann. Þannig virðist hryggð konunnar sprottin af ávöxtunum, þar sem þeir hafa bein áhrif á hana í formi rauðu flekkjanna í andliti hennar, sorgartaumanna sem lita vanga hennar og minna á að manneskjan er það sem hún leggur sér til munns. Þá er hún svo niðurlút að áhorfandinn fær ekki mætt augnaráði hennar eða einu sinni séð í augu hennar. Knýr þetta því þann sem lítur á til þess að spyrja hvað sé henni í huga á þessari stundu, hvað hún sé að hugsa svo ákaft, en þetta endurspeglar að sama skapi hugsanir áhorfandans er hann sér sig í hryggri konunni.
Litir og form Hér er myndbygging portrettmynda notuð þar sem konan snýr fram og horfir niður á tómata sem hún heldur á í hendi sér. Einlitur bakgrunnur myndarinnar styrkir einfalda, sterka framsetninguna og beinir sjónum okkar að aðalatriðum myndarinnar eða einkennilega löguðum tómötunum. Rauður litur tómatanna speglast í rauðum kinnum konunnar og verður áberandi skærasti liturinn á myndinni fyrir utan ljóst hörund konunnar. Dökkir litir í bakgrunni gefa myndinni hátíðlegt og alvarlegt yfirbragð og ýtir undir gagnrýninn undirliggjandi tóninn.
158
159
Án titils
(portrett af listamönnum í íslenskum kvenbúningum; peysufötum og upphlut)
2000 Libia Castro (1970) og Ólafur Ólafsson (1973) Ljósmynd 100 x 150 cm LÍ–8250
160
161
Andspænis áhorfandanum standa karl og kona og horfa beint í myndavélina, klædd í peysuföt og upphlut. Í bakgrunni má svo sjá álverið í Straumsvík. Stendur parið stolt fyrir miðju myndarinnar og bera þau höfuðið hátt. Minnir klæðnaður þeirra áhorfandann á fortíðina, gamlar hefðir og sögu landsins. Felst því viss ögrun í klæðaburðinum, þar sem karlmaðurinn fer hér á skjön við hefðina og kýs að klæðast heldur búningi kvenna. Varpa þau þannig fram spurningum um stöðu kynjanna og stöðu þjóðarinnar, þar sem úreltar hugmyndir eru settar í nýjan búning. Þá beinist gagnrýni þeirra að viðteknum hugmyndum um kynjahlutverk, þjóðerni og landið sjálft en slíkar hugmyndir tóku vissulega heilmiklum breytingum á 20. öldinni. Verkið er einmitt frá því um aldamótin 2000 en í hlutverki parsins eru listamennirnir sjálfir sem gerir verkið einnig að sjálfsmynd þeirra. Með því að taka sér slíka stöðu innan myndarinnar styðja þau því og auka enn frekar við gagnrýni verksins á viðteknar hugmyndir, sem tvinnast saman við hugmyndir um sjálfið og sjálfsmyndina í tengslum við uppruna. Listamannatvíeykið, Ólafur Ólafsson og Libia Castro, rekja sjálf uppruna sinn til Íslands annars vegar og til Spánar hins vegar og ljáir eigin bakgrunnur listamannanna verkinu þannig nýja vídd, þar sem spurt er hvað það sé að vera Íslendingur á 21. öldinni. Í nánum tengslum við þessar vangaveltur um sjálfið eru svo spurningar um landið, sem hefur lengi verið samofið vitund og sjálfsmynd þjóðarinnar. Enn fremur hafa peysufötin verið álitin tákn um þjóðerni og sjálfstæði Íslendinga allt frá því að þau hlutu sæmdarheitið þjóðbúningur á 19. öld. Hér mætir sú rómantík sem fólgin er í búningnum, sjálfsmyndinni og landslagsmyndinni loks nýrri náttúru og nýjum veruleika iðnaðar og álframleiðslu, sem umbreytir landinu. Þá varpa hinir upplitsdjörfu listamenn fram áleitnar spurningar um landvernd og landnýtingu á þessum nýjum tímum, þar sem risastór álver virðast vera orðin hluti af hinu íslenska landslagi, með tilheyrandi hnattrænni mengun, í þágu útflutnings sem flutningaskipið minnir á í bakgrunninum.
162
Samfélagið Listamenn taka oft mið að þeim stöðum sem þeir sýna eða dvelja á og vinna oft í samstarfi við íbúana. Verk þeirra tala þá jafnvel inn í eða til samfélagsins og samtímans, spyrja áleitinna spurninga, kalla á umræður og viðbrögð. Þannig fá listamenn fólk til að hugleiða og ræða samfélagsleg málefni, velta fyrir sér náttúru og landslagi, eigin stöðu eða grunngildum samfélagsins. Hugleiðingar Af hverju standa listamennirnir í íslenskum þjóðbúningum fyrir framan álver? Ljósmyndin fær áhorfendur til að leiða hugann að spurningum sem láta þá endurmeta fyrirfram gefin gildi sem tengjast þjóðerni, sjálfsvitund og náttúruvernd í tengslum við íslenska þjóðbúninga og nýtingu landsins. Eftir því sem við verðum tengdari hraða nútímans, verður meiri ástæða til að missa ekki tengsl við uppruna sinn. Hér verður til áhugaverð tenging á milli þjóðbúningsins og manngerðs umhverfisins. Náttúra Álver framleiða ál en ál er algengasti málmur sem finnst í jarðskorpunni. Ál er sterkt og auðvelt í notkun og leiðir vel rafmagn og hita. Það er endurvinnanlegt og um 75% af því áli sem hefur verið framleitt í heiminum er enn í notkun. Ál er framleitt í margvíslegum tilgangi til dæmis er það notað í matar- og drykkjarumbúðir, farartæki eins og bíla og skip, raftæki td. sjónvarp, síma og raflínur. Framleiðsla áls er ekki óumdeild og hún hefur mikil umhverfisáhrif. Álver valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Litir og form Litljósmynd með klassíska myndbyggingu þar sem listamannatvíeykið stendur fyrir miðju á myndfletinum í manngerðu, hráslagalegu landslagi en í fjarska sést í verksmiðju og flutningaskip. Sjálf eru listamennirnir í fókus en umhverfið úr fókus. Hér er verið að leika sér með og vísa í landslagsmálverkið, brjóta upp hefðina, fókusinn og sjónarhornið. Rauðar rendur álversins kallast á við rauða skúfa skotthúfanna sem listamennirnir bera en sterkir litir þjóðbúningsins standa út úr mildum jarðlitum umhverfisins. 163
13. Ný náttúra
164
165
AL3_9a 2003
Pétur Thomsen (1973) Ljósmynd 112 x 141 cm LÍ–8643
166
167
Í þessari ljósmynd blasir við tilkomumikið landslag en að þessu sinni er það ekki hin ægifagra, ósnortna náttúra sem sjá má í landslagsmálverkum frumherja íslenskrar listasögu. Hér má öllu heldur sjá landslag í sárum og vinnuvélar í stað fugla eða annars dýralífs. Það má ekki einu sinni koma auga á manneskju í verkinu, heldur eru það tæki og tól mannanna sem eru hér í aðalhlutverki. Á myndinni eru það hinar stórvirku en smáu jarðýtur, séðar úr fjarska, sem ferðast fram og til baka yfir landið, tæta það í sig og eyða grænum gróðrinum sem á vegi þeirra verður. Í stórbrotnu landslaginu sýna vinnuvélarnar framgang tímans og breytinguna sem hefur þegar átt sér stað á svæði sem eitt sinn var óspillt með öllu. Er breyting þessi í senn hæg og hröð en verkið sýnir einnig smæð mannsins, þar sem gular jarðýturnar birtast eins og litlar verur í stórbrotnu umhverfinu, eins og hagamýs sem hlaupa upp og niður bratta brekku í leit að æti. Ólíkt öðrum skepnum ryðja þessar verur þó öllu á brott og vinna spjöll á heimkynnum þeirra sem voru þarna fyrir, plantna og dýra. Jarðýturnar skilja eftir sig djúp sár í landslaginu, þar sem láréttar og bognar línur skapa hreyfingu á myndfletinum, enda er verki þeirra hvergi nærri lokið og það sem hér má sjá er aðeins fyrirboði þess sem koma skal. Þá má líta á hinn græna gróður sem tákn lífsins sem víkur fyrir grárri mölinni þegar vinnuvélarnar tæta upp jarðveginn, tákn dauðans eða sigurs mannsins á náttúrunni, sem áður stóð í miklum blóma. Þetta verk er aðeins ein mynd úr stærri ljósmyndaseríu eftir listamanninn sem festir hér á filmu þá gífurlegu eyðileggingu sem fylgir virkjanaframkvæmdum, enda þótt það kunni að gleymast þegar slíkt fer fram fjarri alfaraleið, eins og við Kárahnjúka. Líkt og verk listmálara tuttugustu aldar kenndu þjóðinni að sjá fegurðina í náttúrunni geta verk ljósmyndara samtímans opnað augu fólks fyrir því sem gerist vítt og breitt um landið án þess að heimsækja staðinn. Þá hafa slíkar ljósmyndir pólitíska merkingu og mátt til þess að hreyfa við áhorfandanum, auk þess að vera heimild um hverfulan heim og viðkvæma náttúru. Áminning um það hversu smá manneskjan virkilega er í hinu stóra samhengi hlutanna.
168
Samfélagið Kárahnjúkavirkjun er vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands og er langstærsta virkjun Íslands. Virkjunin virkjar jökulár Vatnajökuls og er um er að ræða nokkrar stórar stíflur sem mynda risastórt mannvirki sem lagði undir sig stórt ósnortið landsvæði á hálendi Íslands. Virkjunin skapar orku sem býr til rafmagn og veitir raforku til Álvers í Reyðarfirði. Mannvirkið er talið vera ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Hugleiðingar Titill ljósmyndaraðarinnar er Aðflutt landslag en serían samanstendur af 40 myndum auk verksins sem er sýnt hér. Hvert telja nemendur að hið aðflutta landslag sé og eins hvaðan það sé flutt að? Er þetta til góðs eða ills? Hefur myndin áhrif á viðhorf þeirra til náttúrunnar? Eru skilaboðin skýr eða býðst rými til mismunandi túlkunar? Náttúra Náttúruvernd hefur margvíslegan tilgang en oftast knýr einhver yfirvofandi vá hana áfram. Helsta markmið náttúruverndar er að varðveita tiltekin verðmæti handa komandi kynslóðum og forða þeim frá eyðileggingu. Ekki má þó gleyma að náttúruvernd er einnig á forsendum sjálfrar náttúrunnar. Stundum virðist nytjagildi auðlinda þó hafa forgang fram yfir verndargildi þeirra. Litir og form Myndin virðist tekin yfir sumartímann og þar má sjá græna, gula og brúna jarðliti. Gular jarðýturnar skilja eftir för í brúnum jarðveginum og mynda bognar línur sem skapa hreyfingu á myndfletinum. Línurnar skipta einnig upp fletinum í mismunandi litafleti sem kunna að vekja spurningar eða hugleiðingar um jafnvægi og kraft í myndbyggingu.
169
Án titils 2008
Georg Guðni (1961-2011) Olíumálverk 210 x 200 cm LÍ–8916 170
171
Horft er inn í óræðan heim, inn í þokuna og grámann, í átt að sjóndeildarhringnum á þessari tvískiptu mynd. Landið er flatt en hin dökkgráa jörð mætir ljósgráum himninum fyrir miðri mynd í láréttri línu, þó skilin á milli himins og jarðar séu ekki greinileg, þó mörkin séu óræð. Þétt móðan byrgir áhorfandanum sýn en togar hann að sama skapi inn á við og áhorfandinn upplifir að hann sé kominn inn í stórt málverkið, út í náttúruna eða upp á hálendi, frekar en að hann standi og horfi á mynd af náttúrunni. Það er líkt og finna megi fyrir rakanum í loftinu, vatnsdropunum sem myndast á húðinni og votri jörðinni undir fótunum, er maður sekkur eilítið niður í grassvörðinn sem minnir á mýri snemma morguns eða seint að kvöldi. Á svipaðan hátt er eins og áhorfandinn sökkvi niður í hugsanir sínar og verkið beini sjónum hans inn á við, í leit að merkingu í auðninni sem við honum blasir. Það sem fyrir augu ber kann þannig að segja áhorfandanum eitt og annað um sinn innri hugarheim og eigin tilfinningar, sem eiga það eins til að breytast komi maður aftur og aftur að sömu mynd. Þá er dulúðin alltumlykjandi í verki Georgs Guðna, sem virðist bæði raunsæislegt og abstrakt, þar sem það líkir bæði eftir náttúrunni og birtist okkur sem sjálfstæður heimur. Þar má finna frið á sama tíma og verkið kann að vekja óþægindatilfinningu hjá áhorfandanum, sem stendur frammi fyrir óvissunni um það hvað leynist í þokunni eða hvað taki við er henni léttir. Verkið á í samtali við landlagsmálverk fyrirrennara Georgs Guðna og þau vekja áhorfandann til umhugsunar um sýn mannsins og samband hans við landið. Á Íslandi má enn víða finna ósnortið landslag en ný landsvæði verða sífellt fyrir ágangi mannsins. Maðurinn er þó vissulega hluti af náttúrunni og framtíð mannkyns helst hönd í hönd við umhverfið og þörfina fyrir hreint loft og hreint vatn meðal annars. Þá upplifa mörg svipaða óvissu þegar horft er inn í verkið er þau hugsa um framtíðina, sérstaklega nú á tímum loftslagsbreytinga sem eru samtímis af manna völdum og stærri en maðurinn. Listin býr hins vegar yfir kraftinum til þess að minna mennina á þetta viðkvæma samband, ekki síður en fegurð heimsins, og mikilvægi þess að vernda náttúruna.
172
Samfélagið Segja má að landslagsmálverk Georgs Guðna séu byggð upp af andstæðum þar sem himinn og jörð mætast, myrkrið og birtan sameinast og efni og andi tengjast. Víðáttan getur virkað á fólk á ólíka vegu. Hún getur bæði verið frelsandi eða ógnvekjandi allt eftir því hver upplifir hana. Fólk sem hefur alist upp í fjölmenni og borgarlandslagi líður ef til vill undarlega uppi á hálendi þar sem ekki sést annað en hrjóstrug heiðin eða umlykjandi þokan. Hugleiðingar Listamaðurinn málar ekki sérstakan stað heldur landslag sem gæti verið alls staðar og hvergi. Þetta er ekki dæmigerð landslagsmynd heldur erum við stödd uppi á heiði, í auðninni. Listamaðurinn kafar ofan í kjarnann, lýsir upplifun á því að dvelja í landslagi, hughrifum ljóss og myrkurs. Náttúra Georg Guðni lýsti sjálfur verkum sínum þannig að hann væri að draga upp mynd af landslagi þar sem maður væri á ferð í myrkri eða þoku og sæi ekki handa sinna skil. Af mikilli næmni sýnir hann dulúð þokuloftsins og rigningarinnar þegar það er alskýjað ásamt birtu íslensku sumarnæturinnar. Fyrir listamanninum þurfti landslag ekki að vera stórkostlegt til að skipta máli. Allt sem er úti í buska og það sem er á milli buskans og manns sjálfs skiptir mestu máli, eins og hann orðaði það sjálfur. Litir og form Þegar staðið er andspænis verkum Georgs Guðna má finna fyrir dýpt litarins, rými myndflatarins og því hvernig litir hafa áhrif hver á annan, hvort sem þeir liggja ofan á hver öðrum lagskipt eða hlið við hlið. Í dökku flötunum búa ótal margir litir en þannig ná listmálarar að skapa dýpt og líf á raunsæjan hátt. Hvíti liturinn er aldrei hreinn heldur má þar einnig finna ótal ólíka tóna en í raunveruleikanum verða litir til úr ljósi og birtuskilyrðum.
173
Helstu heimildir og ítarefni Vefsíður Alper, V. M. (1996, vor). „Visual Literacy/Aesthetic Development Research: Museum-Public School Cooperation“. Visual Arts Research. Vol. 22, No. 1, bls. 62-78. Sótt af www.jstor.org/ stable/20715869 Blake, K. (2021, 14. júní). „Learning to Look Across Disciplines: Visual Literacy for Museum Audiences“. Visual Literacy Today. Sótt af https://visualliteracytoday.org/learning-to-lookacross-disciplines-visual-literacy-for-museum-audiences-by-kate-blake/ Brown C. (2020). Thinking Museum. Sótt af https://thinkingmuseum.com Lopatovska, I. (2016, 27. desember). „Engaging young children in visual literacy instruction“. Proceedings of Association for Information Science and Technology, Volume 53, Issue 1, bls. 1-11. Sótt af http://dx.doi.org/10.1002/pra2.2016.14505301101 Magnús Dagur Sævarsson. (2018) „Hvað heitir þetta þegar allir fara að kjósa?“ Myndlæsi, lýðræði og hugtakaskilningur (Lokaverkefni til MA í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands). Sótt af www.skemman.is/handle/1946/30764
Safnstjóri: Ingibjörg Jóhannsdóttir, 2023 Höfundar: Ragnheiður Vignisdóttir, Marta María Jónsdóttir og Hólmar Hólm Hönnun: Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Ljósmyndari: Sigurður Gunnarsson Prentun: Litróf – umhverfisvæn prentsmiðja ISBN 978-9979-864-67-7 Rit nr. 64 2023: Sjónarafl ISSN 1019-2395 Þakkir: Harpa Þórsdóttir, Hjallastefnan, Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, Rakel Pétursdóttir, Dagný Heiðdal, Magnús Dagur Sævarsson og Ingimar Ólafsson Waage. © Listasafn Íslands og Myndstef Öll réttindi áskilin. Efni þetta má ekki afrita með neinu móti, hvorki með ljósmyndun, hljóðritun, prentun né á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild sinni, án skriflegs leyfis útgefanda og höfunda. Mynd á forsíðu: Sigurður Guðmundsson (1942), Mountain, 1980 - 1982. LÍ-8101
Project Zero. (2020). Harvard Graduate School of Education. http://pz.harvard.edu/thinking-routines Yenawine, P. (2020, 23. ágúst). „Understanding Visual Literacy: The Visual Thinking Strategies Approach“. Philip Yenawine. https://www.philipyenawine.com/teaching/2020/8/23/ understanding-visual-literacy-the-visual-thinking-strategies-approach
Bækur og annað efni Aðalnámskrá leikskóla (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla (2011). (3. útg. með breytingum 2016, ágúst 2019, nóvember 2021). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011). (2. útg. með breytingum 2015). Reykjavík: Menntaog menningarmálaráðuneytið. Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Ragna Sigurðardóttir, Rakel Pétursdóttir, Steinar Örn Erluson. (2019) 130 verk úr safneign Listasafns Íslands. Rit nr. 55. Reykjavík: Listasafn Íslands. Ingvar Sigurgeirsson. (2012). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú. Læsi – Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (2012). Reykjavík: Menntaog menningarmálaráðuneytið. Íslensk listasaga I – V. (2011). Ritstjóri: Ólafur Kvaran. Reykjavík: Forlagið og Listasafn Íslands.
Einnig var unnið með heimildir úr gagnasafni Listasafns Íslands og útgefnum bókum um myndlist á Íslandi.
174
175