Blikk

Page 1

_Félag blikksmiðjueigenda 70 ára


Vilt þú

auka framleiðni og bæta afkomu fyrirtækisins?

„Þegar við minnumst þess hér við ysta haf að 70 ár eru liðin frá því að Félag blikksmiðjueigenda var stofnað þá leitar hugurinn til upphafsins.”

6 Eftirminnileg afmælisveisla Félag blikksmiðjueigenda hélt upp á sjötíu ára afmæli félagsins í fyrra. Á síðu 6 er að finna skemmtilegar myndir úr veislunni og ágrip af ræðu Ingólfs Sverrissonar.

24 Mikil tækifæri fyrir ungt fólk Í Borgarholtsskóla hefur nú verið komið upp fyrirmyndaraðstöðu fyrir blikksmíðanema en tilkoma hennar er afrakstur af samstilltu átaki og einbeittum vilja hagsmunasamtakanna til að gera betur.

32 Ætlaði aldrei að verða blikksmiður Garðar Erlendsson glímukóngur og blikksmíðameistari í ýtarlegu og skemmtilegu viðtali.

40 Loftræsitækni

Áfangaskipt gæðavottun SI Samtök iðnaðarins í samvinnu við Iðuna - fræðslusetur, kynna nýja og aðgengilega aðferð til að bæta rekstur fyrirtækja. Aðferðin byggist á áfangaskiptum aðgerðum sem miða að því að gera upplýsingar um alla rekstrarþætti aðgengilegar og tryggja að þær séu nýttar til að bæta reksturinn. Áfangarnir eru fjórir og miða að því að bæta hvaðeina í skipulagi og rekstri sem hefur áhrif á framleiðni og afkomu fyrirtækja. Veitt verður gæðavottun fyrir hvern áfanga sem fyrirtækið getur strax nýtt í kynningarskyni. Með þessari nýju aðferð er komið til móts við þarfir fjölmargra aðildarfyrirtækja SI sem vilja bæta rekstur sinn markvisst skref fyrir skref. Þótt fyrirtæki kjósi að taka aðeins fyrstu eitt eða tvö

Frá stjórnleysi

þrepin hafa þau þá þegar í mörgum tilvikum gert umtalsverðar úrbætur fyrir sig og viðskiptavini sína. Afraksturinn kemur fljótlega í ljós með aukinni framleiðni, betri framleiðslu og þjónustu.

Nánari upplýsingar Að baki kröfum hvers þreps eru skilgreiningar sem lýst er nánar á vefsetri SI; www.si.is/gsi Þar eru stuttar lýsingar sem hver stjórnandi getur borið saman við stöðu mála í sínu fyrirtæki.

Í áhugaverðri grein fjallar Gylfi Einarsson um námskeið og fleira sem tengist loftræsitækni.

44 Út fyrir landsteina Blikksmiðir gera víðreist á iðnsýningar erlendis en mikilvægi þess að fylgjast með framförum í greininni hefur sjaldan verið meira en nú á dögum.

Eitt símtal og ferðin er hafin Öll fyrirtæki, sem eiga aðild að SI geta í fyrstu lotu óskað eftir úttekt á því hvort þau standast kröfur D-vottunar. Síðan taka þau næstu þrep upp á við - eftir því sem við á. Ekki þarf annað en að hafa samband við SI og panta slíka úttekt í síma 591 0100.

til umbreytingar

og vaxtar

Ábyrgðarmaður: Ingólfur Sverrisson. Ritstjóri: Margrét Hugrún Gústavsdóttir. Hönnun og umbrot: Bergdís Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Heiða Helgadóttir, Páll A Pálsson, Odd Stefán og ljósmyndir úr safni FBE . VIÐTÖL: Margrét Hugrún. GREINAR: Ingólfur Sverrisson (Nema annað komi fram). AUGLÝSINGASTJÓRI: Laila Award. MÁLFARSRÁÐGJAFI og PRÓFARKALESARI: Ingi Bogi Bogason. PRENTUN: Prenttækni AFMÆLISBLAÐ

EFNISYFIRLIT

BLIKKSMIÐIR


_FORMAÐUR

Blikksmíði er tæknigrein NÚTÍMANS Félag blikksmiðjueigenda minnist þess nú að sjötíu ár eru liðin frá stofnun þess. Einn liður í því er útgáfa þessa afmælisrits þar sem farið er yfir sögu félagsins og sagt frá helstu viðfangsefnum þess fyrr og nú. Rætt er við blikksmíðameistara sem segja frá helstu nýjungum í faginu. Þar má sjá að blikksmiðjur hafa á að skipa mjög góðu starfsliði, eru vel tækjum búnar og allur aðbúnaður og aðstaða til fyrirmyndar. Þetta rit ber vitni um að blikksmíðin er nútíma tæknigrein sem byggir á gömlum og traustum grunni. Á tímamótum sem þessum er vert að minnast frumkvöðla að stofnun félagsins með virðingu og þökk. Strax eftir stofnfund þann 6. júlí 1937 hófust þeir handa og unnu síðan af miklum krafti næstu árin að helstu hagsmunamálum greinarinnar. Ekki leið nema hálfur mánuður frá stofnun félagsins þar til kynntur var nýr kjarasamningur við samtök sveina. Tveimur mánuðum síðar gaf félagið út fyrstu verðlagsskrá sína og þá þegar hófst áralöng barátta fyrir öflun hráefnis fyrir smiðjurnar, enda höft og bönn allsráðandi hér á landi og í nágrannalöndunum. Sannaðist þá fljótt hversu mikilvæg stofnun félagsins var og árangurinn blasti við. Ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér heldur fyrir

mikla og óeigingjarna vinnu frumkvöðlanna sem lýst er ágætlega í fundargerðum félagsins frá þeim tíma. Þótt nauðsynlegt sé að hyggja að fortíðinni starfar félagið nú fyrst og fremst að málefnum líðandi stundar og horfir til framtíðar. Mikið starf á sviði grunn- og endurmenntunar skilar greininni nú góðum árangri með meiri hæfni starfsmanna. Loks hefur verið komið á fót glæsilegri aðstöðu til kennslu í blikksmíði við Borgarholtsskóla þar sem unnið er markvisst starf til að auka áhuga ungs fólks á að læra fagið. Sífellt fleiri blikksmiðjur nýta sér þjónustu Samtaka iðnaðarins í formi gæðastjórnunarkerfis sem miðar að því að bæta stjórnun og skipulag. Þar leynast enn miklir möguleikar til framfara í greininni og aukinnar framleiðni, sem er forsenda þess að tryggja góða afkomu blikksmiðja. Þannig mætti telja upp fleiri viðfangsefni sem unnið er að innan félagsins og hjá Samtökum iðnaðarins og miða öll að því að bæta samkeppnisstöðu aðildarfyrirtækjanna. Á þessum tímamótum er ástæða til að þakka gott samstarf við Samtök iðnaðarins en þau hafa séð um daglegan rekstur félagsins undanfarin ár og hefur það samstarf verið mjög farsælt. Ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við útgáfu þessa afmælisrits og óska félaginu og félagsmönnum öllum til hamingju með 70 ára afmælið. Þröstur Hafsteinsson

Stjórn Félags blikksmiÐjueigenda á afmælisárinu 2007

ÁVARP

FormaÐur: VaraformaÐur: Ritari: Gjaldkeri: MeÐstjórnandi: Varamenn: BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Þröstur Hafsteinsson, ÞH-Blikk ehf., Selfossi Þorsteinn Ögmundsson, Ísloft ehf., Reykjavík Ómar Einarsson, Blikksmiðja Einars ehf., Kópavogi Bjargmundur Björgvinsson, Blikksm. Glófaxa ehf. Reykjavík Karl Rosenkjær, Blikksmiðurinn hf., Reykjavík Jóhann Helgason, Blikksmiðjan Vík ehf., Kópavogi Sævar Kristjánsson, Hagblikk ehf., Kópavogi


Skeggrætt og spekúlerað. F.v. Einar Egilsson, Þröstur Hafsteinsson, Ólafur Sigtryggsson og Eyjólfur Ingimundarsson.

Virðuleg og settleg heiðurshjón. Bjargmundur Björgvinsson, Guðný Guðmundsdóttir, Þóra Grönfeldt og Gylfi Konráðsson.

Ester Ásbjörnsdóttir, Ingbjörg Helgadóttir og Halldóra Pétursdóttir.

Föngulegar freyjur á góðri stund. F.v. Áslaug Sigurðardóttir, Margrét Hreinsdóttir og Lilja Á. Guðmundsdóttir.

AFMÆLIÐ

19.05 2007

_Félag blikksmiðjueigenda hélt upp á 70 ára afmæli félagsins að Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Prúðbúnir félagsmenn og gestir söfnuðust saman í móttökusal þessa forna höfuðbóls, dreyptu á fordrykk og spjölluðu saman af þeirri kurteisi og fágun sem blikksmíðameisturum er einum lagið. Margt var skrafað og skeggrætt þar til gengið var til hátíðarkvöldverðar þar sem borð svignuðu undan kræsingum og höfugum vínum. Formaður félagsins, Þröstur Hafsteinsson, bauð hátíðargesti velkomna og skipaði heimamanninn Odd Helga Halldórsson, veislustjóra. Oddi fórst veislustjórahlutverkið mjög vel úr hendi. Fór þar saman myndugleikur og ákveðni í bland við léttar og bráðskemmtilegar athugasemdir um lífið og tilveruna. Ingólfur Sverrisson hélt ræðu og fjallaði um sögu blikkgreinarinnar og félagsins. Í ræðu hans sagði meðal annars: „Þegar við minnumst þess hér við ysta haf að 70 ár eru liðin frá því að Félag blikksmiðjueigenda var stofnað þá leitar hugurinn til upphafsins – til þess tíma þegar fyrst er getið um blikksmíði sem faggreinar hér á landi og til þeirra sem fyrstir lærðu til blikksmíði, en þess ber að geta að þetta ágæta fag hefur ekki alltaf verið kallað blikksmíði. Elsta nafn þess er drifsmíði en síðar var það kallað pjátursmíði.” Í kjölfar þessa greindi ræðumaður frá frumkvöðlum í greininni, BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

fyrstu blikksmiðjunum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Þar kom fram að fulltrúar fimm blikksmiðja hafi komið saman einn fagran dag í júlímánuði árið 1937 til þess að stofna Félag blikksmiðjueigenda. Tveimur árum áður höfðu sveinar í blikksmíði stofnað sitt stéttarfélag og sótt á um að gera kjarasamning fyrir félaga sína. En það var úr vöndu að ráða því blikksmiðjur höfðu engin samtök sín á milli og því ekki við neinn að semja nema hverja smiðju fyrir sig. Þetta hafði raunar verið gert um mitt ár 1935 og hafði Félag blikksmiða þá gert kjarasamning beint við nokkrar blikksmiðjur. Eflaust hafa blikksmiðjueigendur eitthvað ráðið ráðum sínum á þessum tíma og komust þeir því fljótt að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að stofna eigið hagsmunafélag, ekki aðeins til að vinna að einum kjarasamningi fyrir stéttina heldur til þess að vinna að ýmsum umbótamálum fyrir blikksmiðjurnar sem ekki var vanþörf á. Hálfum mánuði eftir að félagið var stofnað hafði það gengið frá fyrsta kjarasamningi við Félag blikksmiða. Fram kom í máli Ingólfs að viðhorf til samkeppnismála var annað í árdaga en nú. Á þriðja fundi Félags blikksmiðjueigenda var búið að semja fyrstu verðlagsskrána sem félagsmenn áttu skilyrðislaust að hlíta.

Skemmtiatriði voru í hæsta gæðaflokki en listafólkið unga, sem hér má sjá á myndinni, sló eftirminnilega í gegn. AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR


AÐ OFAN: Ingólfur Sverrisson lék á als oddi þetta kvöld eins og aðrir veislugestir, en hér hvetur hann fólk til að skála fyrir félaginu. AÐ NEÐAN: Blikksmíðameistarar Akureyrar þeir Oddur Helgi Halldórsson og Sveinn Björnsson ræða málin af mikilli alvöru ásamt eiginkonu þess síðarnefnda, Hjördísi Gunnþórsdóttur. NEÐST: Fyrrum formenn félagsins voru sæmdir gullmerki fyrir mikil og góð störf. Frá vinstri: Kolviður Helgason, Gylfi Konráðsson og Garðar Erlendsson. Á eintali. Guðmundur Ingimundarson segir Ester Ásbjörnsdóttur eitthvað skemmtilegt.

Veislugestir fagna framúrskarandi skemmtikröftum.

Sigurrós Erlendsdóttir, Sigríður E. Hafsteinsdóttir og Hrafnhildur Karlsdóttir.

Formaður félagsins, Þröstur Hafsteinsson, tekur hér við gullsleginni fundarbjöllu frá Samtökum iðnaðarins. BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Heiðursgestir á afmælishátíðinni. Áslaug Sigurðardóttir og Sveinn Hannesson, þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR


Oddi fórst veislustjórahlutverkið mjög vel úr hendi. Fór þar saman myndugleikur og ákveðni í bland við léttar og bráðskemmtilegar athugasemdir um lífið og tilveruna.”

Strangt eftirlit var haft með þessu og þeir félagsmenn sem buðu lægra verð voru „víttir harðlega” eins og segir í sögu félagsins. Nokkru eftir útgáfu fyrstu verðskrárinnar samþykkti félagsfundur að þegar verkstæði hæfi framleiðslu á vöru, sem ekki væri í verðskránni og annað verkstæði framleiddi, væri því skylt að hafa sama verð og blikksmiðjan sem fyrir var með smíðina. Öll frávik frá þessum reglum voru talin sviksamlegt athæfi enda samvinna um verð en ekki samkeppni. Í ræðu sinni sagði Ingólfur ennfremur að af þessu sæist að margt var öðruvísi í þá daga en við eigum nú að venjast en að hinsvegar væri það ekki okkar að dæma hvort vinnubrögð frumherjanna hafi verið skynsamleg eður ei því þá voru aðrir tímar og þar af leiðandi öðruvísi tekið á málum. „Á þessum upphafsárum félagsins skipti það sér mikið af efniskaupum fyrir félagsmenn enda innflutningur á hráefni til blikksmíði háður eftirliti og innflutningsleyfum. Félagið stóð jafnvel fyrir sameiginlegum pöntunum fyrir smiðjurnar og þurfti síðan að útdeila því sem fékkst. Af þessu sést að félagið okkar var framanaf að fást við hluti sem okkur í dag þykja næsta fjarstæðukenndir en voru þó hinn dapri veruleiki þess tíma, allt fram til ársins 1960 þegar hömlur á innflutningi voru afnumdar.” Ingólfur nefndi að á okkar tímum er fyrst og fremst unnið að því að bæta samkeppnisstöðu blikksmiðjanna og tryggja að starfsmenn og stjórnendur uppfylli kröfur nútímans og því hafa fræðslumál verið ofarlega á dagskrá síðustu árin. Búið er að endurnýja námskrá fyrir blikksmiði með hliðsjón af nýjustu tækni og nútímastjórnun sem miðar að því að ná samkeppnishæfri framleiðni og vönduðum vinnubrögðum. Búið er að koma á fót aðstöðu til að kenna blikksmíði við Borgarholtsskóla með öllum vélum, tækjum og tólum sem nauðsynleg eru til að 10 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

geta kennt eftir nýrri námskrá. Endurmenntun í faginu hefur tekið stakkaskiptum innan IÐUNNAR fræðsluseturs og bjóðast þar nú námskeið fyrir greinina sem taka öllu því fram sem áður hefur þekkst. Samtök atvinnulífsins sem áður hétu VSÍ vinna að sameiginlegum hagsmunum og ekki ofmælt að þau hafa gjörbreytt öllu starfsumhverfi í áranna rás. Nægir þar að minna á þjóðarsáttina frægu, sem ekki hefði orðið að veruleika nema vegna þess að við eigum sterk og öflug heildarsamtök sem geta haft vit fyrir og stjórnað stjórnvöldum. Þá minntist ræðumaður þeirra sjö manna sem hafa verið formenn í allri sögu félagsins og varpaði fram spurningunni hvað félag væri án félagsmanna sinna: „Þeim ber að sjálfsögðu að þakka órofa tryggð við félagið sitt og stuðning í öll þessi ár. Margir hafa lagst á eitt að gera fagið að því sem það er. En hvort það eru þeir gömlu góðu eða þið ágætu blikksmíðameistarar nútímans, sem hér eru saman komnir, þá er það fyrst og síðast handverkið sem hefur gert þetta fag að einu því virtasta í hinni fjölbreyttu iðnaðarflóru Íslands.” Að lokum bað ræðumaður viðstadda að standa upp og skála fyrir félaginu í tilefni af sjötugsafmælinu. Þá voru þrír fyrrum formenn sæmdir gullmerki félagsins en þeir eru Garðar Erlendsson, Gylfi Konráðsson og Kolviður Helgason. Garðar þakkaði veittan heiður og rifjaði upp ýmislegt frá því hann var í stjórninni og var góður rómur gerður að máli hans. Þá færði Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, félaginu kveðju Samtakanna og afhenti formanni dýrindis fundabjöllu. Flutt voru norðlensk skemmtiatriði og stiginn var dans fram á nótt undir söng og hljóðfæraslætti Rafns Sveinssonar frá Akureyri og Ólafs Héðinssonar úr Bárðardal.

Uppskrift að árangri Þegar saman fara skýr stefnumið, gott starfsfólk og metnaður til að gera vel, aukast líkur á að tilætluðum árangri verði náð. Þannig er árangur í rekstri ekki tilviljun, heldur afleiðing markvissra starfshátta. Norðurál hefur náð settum markmiðum með góðum vinnubrögðum og samvinnu starfsfólks sem lætur verkin tala. Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa nú á fimmta hundrað manns að fjölþættum verkefnum. Framundan eru spennandi tímar í uppbyggingu væntanlegs álvers í Helguvík þar sem enn mun bætast við valinn hóp vaskra starfsmanna.

Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is


bmvalla.is _SIGTRYGGUR PÁLL

Blikkás-Funi er samheiti tveggja fyrirtækja sem gengu í eina sæng árið 2003 en bæði voru stofnuð í upphafi níunda áratugarins. Hjá Blikkás-Funa starfa um þrjátíu manns í rúmgóðu húsnæði sem var sérstaklega byggt fyrir starfsemina árið 2006. Stofnendur Blikkás eru þau Sigtryggur Páll Sigtryggsson og Helga Ragnarsdóttir en þau ýttu fyrirtækinu úr vör í janúar 1984.

Farsælt fjölskyldufyrirtæki /KÓPAVOGUR

1989 Keypti Funi rekstur og framleiðslu Eldavélaverkstæðis Jóhanns Fr. Kristjánssonar sem hafði smíðað SÓLÓ Eldavélar frá um 1942 en í dag eru tvær gerðir eldavéla smíðaðar hjá Funa. 1992 Hófst innflutningur á viðarofnum hjá Funa og tekið var til við að hanna og smíða reykrör sem í dag eru viðurkennd af Iðntækni- og Brunamálastofnun. 2003 Sameinast Funi Blikksmiðja ehf. og Blikkás ehf. en með því varð til eitt stærsta almenna blikksmíðafyrirtæki landsins.

12 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Tíu árum síðar gekk bróðir Sigtryggs, Ólafur, til liðs við hjónin enda bauð vöxtur fyrirtækisins ekki upp á annað en að fenginn væri liðsauki. Funi var stofnaður árið 1981 en það fyrirtæki hefur verið leiðandi í sölu og framleiðslu á eldstæðum og þjónustu og varningi sem tengist þeim. „Þegar við sameinuðum reksturinn var öll framleiðsla, sem átti sér stað hjá Funa, færð yfir í Blikkás, en allur innflutningur og sölustarfsemi í sambandi við eldstæði látin heyra undir Funa,“ útskýrir Sigtryggur. „Þannig má segja að við rekum Funa sem sölu- og innflutningsfyrirtæki en Blikkás sem framleiðslufyrirtæki og hvor um sig eru þetta sjálfstæðar einingar sem geta óhindrað átt viðskipti hvor við aðra. Funi selur til að mynda ýmiskonar varning frá Blikkási til að fullkomna framboð og þjónustu við viðskiptavini okkar, til dæmis reykrör sem notast með innfluttum eldstæðum,“ segir hann og bætir við að hjá Blikkási séu fjórir menn í fullu starfi við að framleiða og annast uppsetingu slíkra röra. En það er ekki bara eldur sem á hug þeirra allan. Hjá Blikkási annast menn einnig almenna blikksmíði ásamt framleiðslu og uppsetningu á loftræsikerfum. „Loftræsikerfin eru stór liður í starfsemi okkar

en við höfum veitt ýmsum fyrirtækjum þjónustu á því sviði. Nefna má að síðasta kerfið sem við settum upp var í útibúi Kaupþings sem var opnað á Smáratorgi á dögunum,“ segir hann og bætir við að Blikkás hafi þrátt fyrir velgengni og vöxt aldrei tekið þá stefnu að einblína á eina tegund þjónustu eða framleiðslu. „Oft hætta fyrirtæki að taka að sér sérsmíðar og smærri verk þegar þau stækka en við höfum aldrei haft þann háttinn á enda með mjög reynsluríka og góða handverksmenn innanborðs. Ég hef þá trú að fyrirtæki stækki ekki endilega við það að einangra sig við ákveðin verk og því höfum við kosið að fara ekki þá leið,“ segir Sigtryggur og talandi um vöxt liggur beint við að spyrja frétta um þau mál. „Það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en eins og staðan er núna í ársbyrjun 2008 get ég ekki gefið neitt upp í smáatriðum. Þó get ég uppljóstrað að við höfum farið í víking, bæði til Grænlands og Danmerkur og meðan byr er í seglum verður hvergi látið undan síga í þeim efnum,“ segir Sigtryggur. Eftir andartaksþögn skýtur hann svo kankvíst inn: „Við sendum reyndar tvo blikksmiði til Danmerkur...“ enda sjaldan auðvelt að halda leynd yfir góðum fréttum.

argus 07-0855

Eldmóður og útrás í konungsríkið

Lindab

drekka allt sem rennur! Lindab þakrennur og niðurföll eru stílhrein og sterk og falla vel að öllum byggingum. Helstu kostir Lindab eru: Fallegt útlit :: Létt í uppsetningu :: Úrval lita :: Góð ending Hágæðastál :: Fjöldi aukahluta :: Áratugareynsla á Íslandi

Lindab þakrennur fást í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins.

Sími: 412 5000 :: bmvalla.is


_EYJÓLFUR T.H. /

BLIKKSMIÐJAN VÍK var stofnuð í byrjun september árið 1985 af sex félögum sem áður höfðu starfað saman hjá blikksmiðjunni Vogi. Þetta voru þeir Eyjólfur Ingimundarson, Guðmundur Ingimundarson, Jóhann og Pálmi Helgasynir, Einar Egilsson og Jón Jóhannsson.

Reisa menn upp af hnjánum og klæða þök á háhýsum /KÓPAVOGUR

Það þýðir ekkert að vera lofthræddur

Fyrirtækið var stofnað annan september árið 1985 og er enn í eigu sömu aðila. Blikksmiðjan Vík skiptist í loftræsideild og utanhússklæðningadeild. Meðal verka má nefna loftræsilagnir í Salaog Breiðagerðisskóla og í Sparisjóði Kópavogs, klæðningar Hellisheiðarvirkjunar, klæðningar á nýbyggingu við Glæsibæ og álklæðningu á bogaþaki á Grand Hótel.

14 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Eyjólfur Ingimundarson segir að Blikksmiðjan Vogur hafi lent í fjárhagserfiðleikum og farið í gjaldþrotameðferð. Á þeim tíma var hann verkstjóri hjá Vogi og mörgum verkum var enn ólokið þegar vandræðin skullu á. „Við vorum beðnir að halda þessum verkefnum áfram og í kringum þau stofnuðum við þetta fyrirtæki sem starfar farsællega í dag,“ segir Eyjólfur og bætir við að vissulega hafi síðar komið erfiðir tímar eins og gengur í efnahagslífinu. „Fyrirtæki sem við höfum unnið fyrir hafa orðið gjaldþrota og við það höfum við tapað stórum fjárhæðum en við lifðum þó af og lifum enn.“ Síðan 1995 hafa starfsmenn blikksmiðjunnar sérhæft sig í að klippa og beygja utanhússklæðningar en hafa á sama tíma einnig sinnt loftræsingum og allri almennri blikksmíði. Verkefni smiðjunnar hafa verið mjög fjölbreytt en meðal þeirra má nefna loftræsilagnir í Salaog Breiðagerðisskóla og í Sparisjóði Kópavogs, klæðningar Hellisheiðarvirkjunar og klæðningar á nýbyggingu við Glæsibæ. Blikksmiðjan Vík hefur unnið margskonar þakklæðningar úr áli og zinki, meðal annars álklæðningu á bogaþak á Grand Hótel. Eyjólfur neitar því að menn hans hafi verið lofthræddir uppi á þessu háa þaki. Hann segir það hafi ekki stressað þá meira en hvað annað. „Það hefur ekkert upp á sig að vera lofthræddur en vissulega fór enginn upp fyrr en búið var að ganga frá öllum fallvörnum,“ segir Eyjólfur.

„Ég neita því reyndar ekki að það er svolítið ógnvekjandi að vinna uppi á fimmtándu hæð enda næðir töluvert um þarna uppi. Svo mikið að eina nóttina fauk fletið sem við notuðum til að hífa klæðningar upp ásamt töluverðu magni af klæðningum og þetta skemmdist allt.“ Eyjólfur segir lítið vera farið að hægjast á framkvæmdagleði landsmanna þrátt fyrir breyttar aðstæður í efnahagslífinu undanfarin missiri. „Það hægist alltaf síðast á blikkinu af því það er hluti af lokaverkinu og þess vegna höfum við ekki orðið varir við breytingar. Ástandið í þjóðfélaginu hefur verið þannig að það hefur enginn mátt vera að því að fá tilboð. Menn hafa nánast komið hingað á hnjánum og spurt hvort hægt sé að vinna verkin. Við höfum þá reynt að reisa þá upp og tekið verkin að okkur,“ segir hann og hlær en bætir því við að ekki sé ólíklegt að þau verk hafi verið ódýrari fyrir viðskiptavininn þar sem ekki þurfti að útbúa flókin gögn fyrir tilboð. Það eru ekki miklar breytingar framundan á borðum blikkaranna hjá Vík heldur vakir helst fyrir þeim að bæta þá þjónustu sem fyrir er. Nýlega fjárfestu þeir í nýjum fjöllokk af fullkominni gerð sem þýðir að þeir geta boðið upp á ýmsar nýjungar í sambandi við klæðningar. „Og það eru allir velkomnir, stórir sem smáir kúnnar. Við leggjum líka áherslu á að ljúka á réttum tíma og ég held ég geti fullyrt að við drögum ekki stóran hala á eftir okkur,“ segir Eyjólfur að lokum.

������

������������������������������������ ��������������������������������������� ���������������������������������� ������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������ �������������������������������� ��������������������������������������������

����������

�������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ����������������������������������� �������������������������������������� ������������������� ���������������������������������������� ���������������������������������������� �����������������

������������������������������� �������������������������


_GÓÐUR AFRAKSTUR

AF NORRÆNU SAMSTARFI

Hæstaréttarhúsið í Reykjavík. Kátir félagar úr FBE fyrir framan Tycho Brahe árið 1990 en þá voru dönsku systursamtökin heimsótt.

_Félag blikksmiðjueigenda er félagi í Samtökum norrænna blikksmíðameistara, Nordisk blikkenslagermesterforbund. _Íslenskar blikksmiðjur hafa haft margs konar ávinning af samstarfi við norræn systurfélög, meðal annars í mennta– og gæðamálum. _Hæstaréttarhúsið fékk Norrænu arkitektaverðlaunin, sem greint er frá í greininni, og Tycho Brahe í Kaupmannahöfn hlaut þau nokkrum árum áður.

16 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

likksmíðagreinar Norðurlandanna standa á gömlum merg og má sem dæmi nefna að systursamtök FBE í Danmörku hafa starfað á fjórða hundrað ár. Þau eiga sér því merka sögu og á þessum langa tíma hefur faggreinin þróast úr hreinni handverksgrein til tæknigreinar eins og hér á landi. Þessi systursamtök FBE á Norðurlöndunum vinna markvisst að ýmsum hagsmunamálum greinarinnar og eru mjög öflug. Meðal hagsmunamála þeirra má nefna fræðslumál, endurmenntun, öryggismál og á síðustu árum hefur athyglin af auknum þunga beinst að gæðamálum. Hjá norrænu félögunum hefur safnast reynsla sem þau hafa verið ósínk á að miðla milli landanna. Óhætt er að segja að í þeim efnum hafi íslenska blikksmíðafagið notið ríkulega góðs af. Forystumenn félaganna koma jafnan saman tvisvar á ári og hafa fulltrúar FBE reynt að mæta á sem flesta fundi því þeir eru fróðlegir og geta opnað ýmsar dyr. Hitt er þó meira um vert, að með því er haldið opnum glugga til annarra landa og um leið gefst okkur kostur á að fylgjast vel með því sem þar gerist. Í mörgum tilvikum hafa þessi sambönd leitt til framfara í íslenska blikksmíðafaginu. Ýmislegt hefur nýst við kennslu og endurmenntun, gerð námsefnis og kennslu og þjálfun fagmanna.

B

Til dæmis má minna á námskeið í læstum klæðningum og hvernig greitt hefur verið fyrir iðnnemum að fá vinnu í blikksmiðjum á Norðurlöndum. Norsku systursamtökin í blikksmíðagreininni veittu til að mynda mikla aðstoð fyrir nokkrum árum þegar Samtök iðnaðarins hófu hið merka starf sitt í gæðastjórnun sem hefur nú orðið mörgum fyrirtækjum að miklu gagni. Norræna arkitektasamkeppnin um athyglisverða notkun þunnmálma hefur verið á vegum samtaka norrænna blikksmíðameistara og hefur FBE bæði tekið virkan þátt í henni og verið í góðri samvinnu við Arkitektafélag Íslands um það málefni. Ekki er nokkur vafi á því að sú keppni hefur aukið áhuga arkitekta á því að útfæra slíkar lausnir og það hefur aftur leitt til fleiri verkefna fyrir blikksmiðjur á Norðurlöndum. Nægir að minna á að verðlaunin hafa tvisvar fallið íslenskum arkitektum í skaut; fyrir Hæstaréttarhúsið og þakið á Ráðhúsinu í Reykjavík. Heiðurinn hlotnaðist ekki eingöngu arkitektunum heldur einnig íslensku blikksmiðjunum sem unnu verkin. Af þessum dæmum má því teljast ljóst að miklu skiptir að vera í góðu sambandi við systursamtök nágrannalandanna og nýta þau til góðra verka. AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 17


_ÞORSTEINN

Álverið í Reyðarfirði

Byggingar álversins eru um 90.000 m2. Kerskálarnir tveir eru hvor um sig meira en kílómetri að lengd.

Við Bíldshöfða í er fyrirtækið Ísloft til húsa en þar er áherslan aðallega lögð á að framleiða fyrsta flokks loftræsikerfi, þó að hagleiksmönnum þar sé margt annað til lista lagt. Framkvæmdastjóri og einn tíu eigenda fyrirtækisins er Þorsteinn Ögmundsson.

tryggir ferskt loft í Kárahnjúkavirkjun og Smáralind /REYKJAVÍK

346.000 tonn af áli Álver Alcoa Fjarðaáls er eitt af fullkomnustu og umhverfisvænustu álverum heims. Framleiðsla hófst í apríl 2007 og búið verður að gangsetja öll rafgreiningarkerin í mars 2008. Álið er framleitt í 336 rafgreiningarkerum í einni raðtengdri straumrás. Framleiðslugeta er um 346.000 tonn á ári.

1988 Ísloft var stofnað í kringum innflutning á loftræsibúnaði. 1992 hófst blikksmiðjustarfssemi með tilheyrandi framleiðslu. Ísloft framleiðir meðal annars loftræsikerfi, eldvarnarhurðir, veggjastoðir, málmklæðningar á þök og veggi, stýrikerfi, rafmagnstöfluskápa, og eldhúsháfa. Ísloft leggur mikla áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar.

„Ísloft var upprunalega stofnað í kringum innflutning á loftræsibúnaði. Þetta var árið 1988 en fjórum árum síðar, árið 1992, hófum við eiginlega blikksmiðjustarfssemi, segir Þorsteinn og bætir við að stofnendurnir hafi allir starfað í blikksmíði eða í blikksmiðju um árabil og því kunnað vel til verka. Um þessar mundir eru eigendur Íslofts ellefu talsins og fyrirtækið skráð sem einkahlutafélag. Starfsmenn þess eru um sjötíu en þar af eru um fjörutíu faglærðir iðnaðarmenn, til dæmis blikksmiðir, rafvirkjar, stálsmiðir og vélvirkjar. Verkkaupar koma úr ýmsum áttum en undanfarin ár hafa þeir hjá Íslofti aðallega sinnt stórum verkefnum fyrir enn stærri mannvirki. „Meðal þessara verkefna má nefna loftræsikerfi fyrir Sultartanga, Vatnsfell, Kárahnjúka, Norðurál og Smáralind svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þorsteinn en vinna við slíkar uppsetningar getur tekið mikinn tíma og undirbúning enda ekki um neinar smásmíðar að ræða. „Til dæmis er loftræsikerfið í Smáralindinni mikil smíð enda er húsið sjálft geysilegt mannvirki.

Uppi við gluggana í loftinu, sitt hvorumegin við göngugötuna, liggja stórir „ranar“ sem teygja sig eftir endilangri byggingunni. Þessir ranar fara að mestu undir loftræsibúnað, blásara og hitakerfi hússins. Vinnan við þetta tók um ellefu mánuði, smíði og uppsetning,“ segir hann. Til viðmiðunar má nefna að uppsetning á slíku kerfi í meðalstórt veitingahús myndi taka um fjórar til sex vikur og þá færi drjúgur hluti tímans í að bíða eftir efnissendingum frá útlöndum. Til að bæta hag og stuðla að vexti fyrirtækisins hafa eigendur Íslofts lagt mikla áherslu á að endurnýja og bæta tækjakostinn. „Enda myndi ekki verða nein framför hjá okkur ef við gerðum það ekki og til þess að reyna að vera skrefi á undan höfum við verið duglegir að fara út á sýningar og skoða það nýjasta sem völ er á í blikksmíðavélum og loftræsibúnaði,“ segir Þorsteinn. Síðasta fjárfesting fyrirtækisins var splúnkuný Spiro vél. „Hún leysir eldri vél af hólmi sem við keyptum þegar byrjað var á Smáralindinni,“ segir þessi kappsami framkvæmdastjóri að lokum.

ÍSLENSKA SIA.IS ALC 39621 10.2007

AF Loftræsikerfi lýðveldisins

Alcoa er stærsta álfyrirtæki heims og starfrækir meðal annars 28 álver. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 120.000 manns á meira en 400 stöðum í 42 löndum.

www.alcoa.is 18 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Verðmætar afurðir Málmvinnsla Fjarðaáls miðast við að hámarka verðmæti afurðanna. Í steypuskálanum eru fjórir rafkyntir íblöndunarofnar og þrjár framleiðslulínur: hleifasteypa, vírasteypa og lárétt T-barra- og kubbasteypa. Afurðirnar eru fluttar út til Evrópu og Norður-Ameríku.

Spennandi vinnustaður Starfsmenn Fjarðaáls verða um 400 og þar af verða um 160 með iðn- eða háskólamenntun. Konur eru um þriðjungur starfsmanna. Unnið er í teymum og mikið er lagt upp úr fjölbreytni starfa og fjölhæfni starfsmanna.


_Fyrstu blikksmiðirnir og –smiðjurnar á Íslandi

Á aðalfundi 1987. Þar má sjá fremsta Erlend Erlendsson, Odd H. Halldórsson, Skúla Ágústsson, Ágúst Guðjónsson, Einar Egilsson og Jón Jóhannsson.

Þegar neyðin kenndi blikkaranum niðursUÐU Fyrsti lærði blikksmiðurinn hér á landi var Andrés Fjeldsted. Hann lærði iðngreinina í Skotlandi á árunum 1859 til 1862, auk þess sem hann kynnti sér þar skipasmíði og niðursuðu. Andrés bjó lengst af á Hvítárvöllum, veiddi þar lax og sauð niður, en talið er að niðursuðan hafi leitt hann til að læra blikksmíðina. Vitað er að Andrés útskrifaði lærlinginn Hafliða Guðmundsson sem rak síðan blikksmiðju og niðursuðuverksmiðju á Siglufirði. Hjá Hafliða lærði ungur maður að nafni Pétur Jónsson iðnina en þessi sami Pétur stofnaði svo blikksmiðju árið 1883 í Reykjavík og var hún rekin þar í áratugi undir nafninu J.B. Pétursson. Undir lok 19. aldar kom ungur maður, sem Guðmundur hét, úr Breiðafirði. Hann komst að sem lærlingur hjá Pétri og lauk náminu árið 1901. Ári síðar stofnaði Guðmundur sitt eigið fyrirtæki og voru þá komnar tvær blikksmiðjur í Reykjavík, J.B.Pétursson og Breiðfjörðsblikksmiðja, sem voru einu blikksmiðjurnar í Reykjavík fram undir 1930. Auk þeirra voru reknar blikksmiðjur á Akureyri og Ísafirði frá aldamótum. Alls voru því þrjár til fjórar starfandi blikksmiðjur hér á landi fram að kreppunni miklu. Þegar kreppunni lauk bættust þrjár blikksmiðjur við í Reykjavík: Nýja blikksmiðjan, Blikksmiðja Reykjavíkur og Blikksmiðjan Grettir. Þannig æxlaðist það að fulltrúar fimm blikksmiðja komu saman einn fagran dag í júlímánuði árið 1937 og stofnuðu Félag blikksmiðjueigenda. Vert er að geta þess að sveinar höfðu stofnað sitt félag, Félag blikksmiða, tveimur árum áður. Tveir þekktir menn úr blikkgreininni á árum áður þeir Sveinn A. Sæmundsson og Magnús Thorvaldsson.


_ODDUR HELGI

Oddur Helgi Halldórsson stofnaði blikksmiðjuna Blikkrás árið 1986 ásamt nokkrum félögum sínum sem áður störfuðu saman hjá blikksmiðjunni Varma.

JAFNRÉTTI OG BRÆÐRALAG /AKUREYRI

Starfsmenn eiga það skilið að líða vel í vinnunni

Blikksmiðjan Blikkrás var stofnuð á Akureyri árið 1986. Starfsfólk Blikkrásar er fjórtán talsins, þar af eru ellefu iðnmenntaðir. Fyrirtækið er rekið sem einkahlutafélag í eigu Odds Helga Halldórssonar og fjölskyldu hans. Ásamt því að vera eigandi og framkvæmdastjóri Blikkrásar á Oddur Helgi sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er stundakennari við Verkmenntaskólann þar í bæ. 22 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Oddur er sannfærður um gildi endurmenntunar innan fagsins, en sjálfur er hann meðal annars menntaður blikksmíðameistari og iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. „Ég hef fengið kennara frá IÐUNNI fræðslusetri til að koma hingað norður og allir starfsmenn Blikkrásar hafa setið tvö námskeið á þeirra vegum. Ég samdi líka við Rauða Krossinn um að vera með námskeið fyrir okkur í skyndihjálp og námskeiðshaldarar frá Capacent hafa einnig komið hingað og frætt okkur,“ segir Oddur. Hann lætur sér ekki nægja að mennta eigið starfsfólk heldur sér hann einnig til þess að viðskiptavinir búi yfir nægilegri þekkingu til að geta kunnað á framleiðslu Blikkrásar sem skyldi. „Við höfum haldið námskeið fyrir húsverði svo að þeir kunni að umgangast loftræstikerfin sem við framleiðum og að auki hef ég fengið nema úr Verkmenntaskólanum hingað í fyrirtækið,“ segir Oddur en síðastliðið haust hóf hann að kenna nokkra tíma á viku í skólanum. Á stefnuskrá Blikkrásar segir meðal annars: „Blikkrás stefnir að því að vera fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem jafnrétti til launa og atvinnu er í öndvegi, óháð kyni, litarhafti eða þjóðerni“. Ennfremur stefna menn þar að því að tryggja eftirsóttan vinnustað með starfsmannaveltu undir 10 prósentum á ári og Oddur segir það

hafa gengið vel að að ná þessum markmiðum. „Megnið af vökutímanum eru þessir menn í vinnu hjá mér og mér finnst þeir einfaldlega eiga það skilið að fá að líða vel í vinnunni. Metnaður minn liggur þessvegna ekki í því að stækka fyrirtækið út í hið óendanlega. Frekar kýs ég að sjálfum mér og starfsfólki mínu líði vel frá degi til dags og þannig reyni ég að bæta alla aðstöðu, bæði vinnuumhverfi, vélbúnað og annað sem gerir þetta að góðum vinnustað,“ segir Oddur Helgi og bætir því við að árið 2001 hafi Blikkrás hlotið jafnréttisverðlaun Akureyrarbæjar, en tvær konur eru starfandi sem blikksmiðir hjá fyrirtækinu. „Við vorum eina fyrirtækið sem gat staðið við það að greiða sömu laun fyrir sama starf, óháð kyni,“ segir hann stoltur og bætir því við að sömu starfsmennirnir hafi verið um borð í Blikkrásarskútunni frá því fyrirtækið var stofnað árið 1986 „Eftir að hafa byrjað að vinna hjá mér þá hafa þeir ekki farið annað,“ segir hann. Spurður að því hvort einhverjar nýjungar séu á döfinni hjá Blikkrás svarar Oddur að svo sé ekki. Heldur einbeiti hann sér að því að bæta það sem fyrir er og sjái til þess að tímaáætlanir standist. „Viðskiptavinurinn getur verið án okkar en við getum ekki verið án hans,“ segir þessi dugnaðarforkur að lokum.


MIKIL tækifæri FYRIR UNGT FÓLK

_

_Á undanförnum árum hefur aðstaða fyrir nemendur í blikksmíðagreininni stórbatnað. Námsefni er fjölbreytt og fjárfest hefur verið í vélum og tækjum sem samræmast kröfum nútímans. _Í Borgarholtsskóla er fyrirmyndaraðstaða til blikksmíðanáms en næsta skref er að bæta ímynd greinarinnar og kynna hana blikksmiðum framtíðarinnar.

24 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 25


_Sem dæmi um hvað blikksmiðir þurfa að geta og þekkja að námi loknu má nefna: _Að þekkja helstu eiginleika efna sem notuð eru við blikk smíði. _Að þekkja tilgang og virkni loftræsikerfa og uppbyggingu stokka og stjórnkerfa þeirra. _Að kunna að lesa arkitekta- og verkfræðiteikningar. _Að kunna skil á læstum þakklæðningum sem og kápuklæðningum húsa. _Að kunna á þau tölvuforrit sem notuð eru við smíðar og útflatninga. Myndirnar eru frá hinni nýju blikksmíðadeild við Borgarholtsskóla í Reykjavík. Þar má sjá nemendur við verklega þjálfun ásamt Pétri Kristjánssyni blikksmíðameistara og kennara.

úgildandi námskrá í blikksmíði var gefin út árið 2000, en hún var afrakstur mikillar undirbúningsvinnu í tengslum við endurskipulagningu náms í málm- og véltækni á framhaldsskólastigi. Samkvæmt námskrá er markmiðið að miðla nemendum þekkingu og færni svo að þeir, að afloknu námi sem blikksmiðir geti leyst viðfangsefni miðað við gildandi kröfur. Menntunin er á framhaldsskólastigi en hún hefst á tveggja ára námi í grunndeildum málmiðna. Að því loknu velja nemendur sérsvið á fimmtu og sjöttu önn. Í blikksmíðanáminu eru fimmtán áfangar. Þar má nefna iðn- og tölvuteikningu, efnisfræði, mælingar, stýritækni, stjórnbúnað loftræsikerfa, plötuvinnu, lagnatækni og málmsuðu. Getið er um markmið hvers áfanga, hvað nemendur verða að geta gert og hvað þeir þurfa að þekkja og geta útskýrt á fullnægjandi hátt. Námskrá þessa þarf svo að endurskoða á nokkurra ára fresti og tryggja með því að hún taki mið af tæknilegum breytingum sem orðið hafa í greininni, en með þessu á að tryggja að þeir sem útskrifast sem fagmenn í blikksmíði kunni að beita nýjustu verktækni hvers tíma.

N

Gott námsefni og viðunandi kennsluaðstaða Til þess að unnt sé að koma svo metnaðarfullri námskrá til framkvæmda þarf tvennt að vera fyrir hendi: Fullnægjandi framboð á námsefni og skóli sem býður upp á viðkomandi vélar og tæki og hæfa fagkennara. Til skamms tíma var hvorugt til í blikkmíðafaginu og því beið stórt verkefni félagsins og heildarsamtakanna eftir að námskráin kom út. Annars vegar þurfti að þróa og gefa út námsefni og hins vegar þurfti að vinna með tilteknum skóla í því að koma á viðunandi kennsluaðstöðu í greininni. Ljóst var að ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér og að það yrðu aðeins hagsmunafélög 26 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

greinarinnar og heildarsamtök þeirra sem tækju það frumkvæði sem til þyrfti. Námskeið og nauðsynlegar bækur Löngum hefur blikkgreinina einkum skort gott námsefni sem snertir loftræsi- og stýritækni. Til skamms tíma var það ófáanlegt en Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins, sem nú er eitt svið IÐUNNAR fræðsluseturs, skipulagði og vann mikið verkefni, alls tíu námskeið um alla þætti loftræsi- og stýritækni. Þessa átaks er getið á öðrum stað í blaðinu. Minnt skal á að allt frumkvæði að því kom frá greininni sjálfri, samtökum hennar og öflugu endurmenntunarstarfi. Þetta endurmenntunarstarf getur af sér ýmislegt nýtilegt námsefni sem nýtilegt er til grunnkennslu í faginu og unnt er að vinna frekar úr. Það spannar allt frá tölvunotkun, stýritækni og til handbragðs við læstar klæðningar. Um þessar mundir er til dæmis verið að þýða á íslensku þýsku málmtæknibókina Fachkunde Metall sem er tæpar 600 síður og mun bæta úr brýnni þörf hér á landi. Blikksmíðadeild Borgarholtsskóla Stjórn Félags blikksmiðjueigenda beindi á sínum tíma sjónum að Borgarholtsskóla og kaus að vinna með stjórnendum hans og yfirvöldum menntamála að því að koma þar upp aðstöðu til að kenna 5. og 6. önn iðngreinarinnar. Einnig tók Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins (nú IÐAN) ríkan þátt í öllu undirbúningsstarfinu og veitti ómetanlegt lið. Borgarholtsskóli setti á stofn ráðgjafanefnd í blikksmíði innan skólans í samræmi við 30. grein framhaldsskólalaganna. Í nefndina voru skipaðir fulltrúar FBE og samtaka blikksveina, sem eru nú innan Félags iðn- og tæknigreina. Þessi nefnd vann mikið og gott starf með stjórnendum skólans sem lauk með því að þann


Með þessu hefur langþráður draumur blikksmíðagreinarinnar ræst en næst er að vinna að því að fjölga þeim sem nýta hana og um leið að fjölga góðum og hæfum blikksmiðum hér á landi.”

ÞAKRENNUKERFI

20. september árið 2006 var formlega opnuð blikksmíðadeild við skólann með öllum vélum og tækjum sem slík deild þarf að hafa til þess að geta kennt eftir gildandi námskrá. Þar má nú meðal annars sjá tölvustýrða plasmaskurðarvél, fullkomna beygjuvél með snertiskjá og stafrænt stýrðar klippur svo fátt eitt sé nefnt. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og á allan hátt aðlaðandi fyrir nemendur og kennara. Með þessu hefur langþráður draumur blikksmíðagreinarinnar ræst en næst er að vinna að því að fjölga þeim sem nýta hana og um leið að fjölga góðum og hæfum blikksmiðum hér á landi. Bætt ímynd laðar fleiri nemendur að greininni Löngum hafa menn tengt saman góða ímynd blikksmíðagreinarinnar og aukinn áhuga á því að læra fagið. Ekki er hægt að vænta þess að ungt og efnilegt fólk þyrpist í námið ef greinin hefur ekki á sér gott orð og góða ímynd. Nú er ljóst að miklar framfarir hafa orðið í blikksmiðjum á síðari árum bæði hvað varðar umgengni og nýtingu á nýjustu vélum og tækjum. Þegar við bætist að blikkgreinin getur nú boðið upp á fyrirtaks kennsluaðstöðu er augljóst að næsta verkefni er að kynna greinina og námið af miklum krafti meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Einnig þarf að vekja athygli þeirra nemenda sem þegar hafa hafið nám í grunndeildum málmiðna á þessu áhugaverða fagi því flestir leiðast þeir næstum ósjálfrátt í önnur fög innan málmiðnaðarins – eða þangað sem flestir fara. Kynningarátak fyrir komandi kynslóðir blikksmiða Á sjötíu ára afmælisári Félags blikksmíðaeigenda (FBE) samþykkti stjórn félagsins að láta vinna mynddisk með kynningu á blíkksmíðagreininni. Samið hefur verið við Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Borgarholtsskóla (BHS) um framleiðslu kynningarefnisins. Í myndinni verður nema í blikkfaginu fylgt eftir og þar 28 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

sýnir hann ýmislegt sem hann þarf að glíma við í náminu, bæði í blikkdeild BHS og á vinnustað. Fyrirmyndin var fengin hjá norskum systursamtökum FBE en mikil áhersla verður lögð á vönduð vinnubrögð við gerð þessa kynningarefnis. Í framhaldinu er ætlunin að nota mynddiskinn til að kynna fagið í grunnskólum ásamt fyrirlestrum og aðstoð námsráðgjafa og raunar hvar sem færi gefst. Haustið 2007 tók félagið upp á því nýnæmi að bjóða nemum úr grunndeildum málmiðna í nokkrum skólum í kynnisferð í tiltekna blikksmiðju. Tilgangurinn var að vekja áhuga þeirra á blikksmíðagreininni en þeir áttu flestir eftir að ákveða í hvaða grein innan málmiðnaðarins skyldi halda eftir nám í grunndeild málmiðna. Þessir ungu menn kynntu sér hvað starfsmenn fást við í blikksmiðjum og hvernig þeir nota nýjar, tölvustýrðar vélar og vélasamstæður við dagleg störf. Þeir sáu líka góða umgengni og gott starfsumhverfi auk áhugaverðra viðfangsefna sem gera kröfur um góða og alhliða menntun blikksmiða. Nemendurnir þáðu veitingar og var mikið spjallað og spáð í blikkgreinina. Ekki mátti á milli sjá hverjir voru ánægðari með þessa heimsókn, gestirnir eða starfsmenn blikksmiðjunnar. Hinir ungu verðandi málmiðnaðarmenn voru svo klæddir í bol þar sem stóð: „Ást er...að gefa henni blikk”, og vakti þetta mikla lukku viðstaddra. Með aðferðum sem þessari er unnið markvisst að því að kynna þessa áhugaverðu faggrein, enda er ekki seinna vænna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að nú fyrst er unnt að sýna góða aðstöðu til náms. Það segir sig sjálft að erfitt er að hvetja ungt fólk til náms í grein sem hefur ekki upp á neina kennsluaðstöðu að bjóða. Fyrsta skrefið var að koma henni á fót en nú bíður okkar það stóra verkefni að kynna blikksmíðagreinina sem víðast og fá fleiri til að læra hana.

Frum

á öll hús – allsstaðar Litir í úrvali

Hin nýja ásýnd loftræstingar • Hljóðlát, stílhrein, nett og fyrir­ ferðalítil á vegg eða í loft • Einstök blómlaga lokunarbún­ aður, verndar innri búnað og loftræsir án óþægilegs hávaða.

Salerni og baðherbergi Með áhrifaríkum fjölda eiginleika eru iCON viftur tilvaldar til notkunar á salernum, baðherbergjum og íbúðum.

AIRFLOW Sérfræðingar í loftræstitækni

Eldhús og vinnurými iCON hönnun hentar og fellur vel að hvaða gerð eða útliti eldhúsbúnaðar sem er og virkni hennar nýtist fullkomlega.

TM

• Þrjár gerðir sem skila: 21 lítra á sek., 32 lítrum á sek. og 72 lítr­ um á sek. • Þolir raka og auðvelt að þrífa. • Þriggja ára ábyrgð

BLIKKÁS –

Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogur – Sími : 515 8700 – www.funi.is – www.blikkas.is


_ANNA

Anna Karlsdóttir er fyrsti kvenmaðurinn sem gekk í Félag blikksmiðjueigenda en hún er eigandi Blikksmiðju Austurbæjar ásamt eiginmanni sínum Erlendi Erlendssyni.

ALHLIÐA BLIKKSMÍÐI /REYKJAVÍK

FYRSTA KONAN Í FAGINU

Hjá Blikksmiðju Austurbæjar er fengist við alla almenna blikksmíði. Anna og Erlendur keyptu Blikksmiðju Austurbæjar um miðjan tíunda áratuginn. Árið 1977 stofnuðu hjónin Blikksmiðju Erlendar á Ísafirði.

30 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

„Það var um 1980 sem ég gekk í félagið og var þá fyrst kvenna til að ganga í slíkt félag á Norðurlöndum, enda voru það Norðurlandamenn sem gerðu mest úr þessum atburði. Ástæða þess að ég gekk í félagið var bara sú að ég vildi fá að taka þátt í umræðum og hafa áhrif. Það gat maður ekki nema með því að ganga í félagið og taka þar virkan þátt. Þetta er og var náttúrlega karlaveldi, þótt það hafi breyst svolítið undanfarin ár. Þátttaka mín vakti því athygli, bæði jákvæða og neikvæða,“ segir Anna. Á Ísafirði stofnuðu hjónin Blikksmiðju Erlendar árið 1977 en þar sá Anna um allt sem viðkom rekstri meðan Erlendur sá um samskipti við viðskiptavini og alla framleiðslu. „Strákarnir orðuðu þetta þannig að ég sæi um að ráða og reka,“ segir hún og hlær. Eftir tólf ár seldu þau Anna og Erlendur blikksmiðjuna á Ísafirði og fluttust til Reykjavíkur, en Blikksmiðju Austurbæjar keyptu þau um miðjan tíunda áratuginn. Hún hafði verið stofnuð árið 1972 en Anna og Erlendur keyptu fyrirtækið af ekkju Ámunda Ámundasonar. Viðskiptavinir Blikksmiðju Austurbæjar hafa verið hjá fyrirtækinu um árabil en meðal þeirra má nefna Reykjavíkurborg, Granda og Þarfaþing. Anna segir að það standi til að draga saman seglin, enda langi Erlend að minnka við sig vinnu fljótlega.

„Sjálf er ég ekki starfsmaður lengur þar sem ég þurfti frá að hverfa vegna heilsubrests, en maðurinn minn vinnur fulla vinnu og rúmlega það. Smátt og smátt minnkaði getan hjá mér og ég á ekkert að vera í vinnunni en ég stelst þó alltaf annað slagið. Maður nennir ekki alltaf að vera heima hjá sér,“ segir Anna sem byrjaði að draga úr vinnu fyrir þremur árum. „Ég þurfti að láta aðeins undan og leyfa skynseminni að ráða,“ segir hún. Spurð að því hvort einhverjar áherslubreytingar séu hjá fyrirtækinu segir Anna svo vera. „Stefnan er að minnka við sig. Við höfum verið að fækka starfsmönnum og tökum ekki inn ný fyrirtæki í föst viðskipti heldur sinnum bara því sem við erum með og reynum að draga saman seglin. Þar sem fyrirtækið er ekki stærra þá þarf eigandinn að vinna tólf tíma á dag að lágmarki og núna erum við meðvitað að reyna að hægja á. Við höfum viljað selja fyrirtækið en þeir sem hafa sýnt áhuga hafa viljað fá Erlend með í þrjú ár sem er algerlega óraunhæft. Þá getur hann eins átt fyrirtækið áfram ef annað breytist lítið en eignaskiptin. Það er annaðhvort að selja og hætta bara eða lenda þessu í rólegheitunum,“ segir kjarnakonan Anna Karlsdóttir að lokum.


_ÆTLAÐI ALDREI AÐ VERÐA

BLIKKSMIÐUR _ Garðar Erlendsson er flestum blikksmiðum landsins löngu kunnur enda er hann með elstu mönnum í faginu. Hann byrjaði að læra blikksmíði aðeins fimmtán ára gamall en árið 2007 hélt hann upp á hálfrar aldar starfsafmæli sitt. Á árum áður var hann framarlega í félagsmálum greinarinnar og síðan 1992 hefur hann, ásamt systkinum, frændum og vini, rekið fyrirtækið Ísloft með farsælum árangri. Margrét Hugrún Gústavsdóttir tók hús á Garðari á heimili hans við Réttarbakka í Breiðholtinu.

32 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 33


É

g var reyndar byrjaður að gera mér hugmyndir um að verða húsasmiður þegar örlögin tóku í taumana í fermingarveislunni minni. Þar kemur til mín eiginmaður frænku minar, Jónas Haukur Einarsson, sonur Einars Pálssonar sem átti nýju Blikksmiðjuna og spyr hvort ég vilji ekki læra blikksmíði. Áður en ég náði að svara honum lýsti hann því yfir að ég ætti að koma til hans um leið og skólanum lyki og þá myndi hann taka mig sem lærling. Foreldrum mínum leist vel á þessar áætlanir hans og því æxlaðist það svo að ég fór á námssamning þann fjórða júní 1957, nýorðinn fimmtán ára gamall. En fjórða júní á síðasta ári var ég búinn að vera í blikkinu í nákvæmlega fimmtíu ár,“ segir Garðar og ef draga má lærdóm af fyrsta degi hans í blikksmiðju er óhætt að trúa því að stundum geti fall verið fararheill. „Fyrsta verk mitt í blikksmiðjunni var að klippa niður plötur og búa til niðurfallsrör. Ég var metnaðarfullur og ætlaði mér að sýna þeim hversu kaldur karl ég væri en svo mikill var asinn á mér að ég setti fingurinn í vélina með þeim afleiðingum að það flipaðist úr honum. Samstarfsmenn mínir leiddu mig upp á skrifstofu til að setja á þetta plástur, en þegar það var borið joð á sárið þá fann ég höfuðið á mér hitna - svo leið yfir mig og ég vissi ekki meir,“ segir hann og skellir upp úr. Lærði að lesa teikningar af Ólafi Jóhannessyni í Mjólkurbúi Flóamanna Þegar Garðar hafði verið í blikksmíðanámi á annað ár var hann sendur ásamt félaga sínum, Ólafi Jóhannessyni, á Selfoss þar sem verið var að koma fyrir loftræsingum hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Meðan þetta tímabil stóð yfir óku þeir frá Reykjavík á mánudagsmorgnum og komu til baka til Reykjavíkur á laugardögum. Vinnuvika blikksmiða var lengri í þá daga en nú tíðkast en vinnuskyldu lauk ekki fyrr en á hádegi á laugardag. „Þegar við komum í fyrsta sinn í mjólkurbúið fór Ólafur með mig inn í teikniherbergi þar sem hann sýndi mér teikningarnar af loftræsikerfinu. Svo gekk hann með mér um allt húsið og bar það sem búið var að smíða saman við teikningarnar. Ég tel að þessi skoðunarferð hafi lagt grunninn að þeirri færni sem ég fékk við að lesa teikningar síðar meir og bý enn að í dag“.

brag. Með okkur í för voru líka ógleymanlegir karakterar, Haukur Morthens og Jón Bassi, en þeir voru fengnir með til að spila djass og því vorum við Íslendingarnir ýmist að glíma eða djassa. Kínverska óperan var líka á staðnum ásamt pólskum listdönsurum og öðru sem hafði á sér þennan kommúnistabrag,“ segir Garðar og brosir að minningunni. Stofnaði Blikk og stál tuttugu ára gamall Um þetta leyti var Garðar byrjaður að láta sig dreyma um að stofna eigið fyrirtæki og það gerði hann tvítugur að árum ásamt frænda sínum Valdimari Jónssyni og Ólafi Jóhannessyni. Þetta var Blikk og stál sem lengi vel var stærsta smiðja landsins og vann fyrirtækið við mörg stærstu mannvirki landsins. „Ég mátti reyndar ekki stofna fyrirtæki nema vera fjárráða og það varð maður 21 árs í þá daga. Til að koma þessu í kring gifti ég mig og svo varð úr að við stofnuðum Blikk og stál þann 4. desember árið 1962. Við Valdimar höfum haldið áfram að starfa saman síðan, en Ólafur hætti eftir tvö ár og þá tók ég við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins,“ rifjar Garðar upp. „Fyrirtækið gekk vel frá fyrsta degi. Við Valdimar höfum alltaf verið ákaflega framsýnir frændur og af einhverjum ástæðum höfum við alltaf verið feti framar en kollegar okkar. Vöruþróun okkar fór til að mynda fram í birgðaskemmum Eimskips. Maður var kannski að bíða eftir afgreiðslu á vörum og til að drepa tímann, ef svo mætti segja, fékk ég leyfi til að ganga um birgðaskemmurnar og skoða hvað væri verið að flytja inn af blikksmíðavörum. Þannig gátum við nappað hugmyndum og framleitt varninginn og í kjölfarið komu aðrir blikkarar til okkar til að fá hugmyndir,“ segir hann og bætir við að duglegir og metnaðarfullir starfsmenn fyrirtækisins hafi einnig lagt sín lóð á vogarskálarnar. Endalok og upprisa „Með tímanum safnaðist mikil þekking, eða „know how“ upp í fyrirtækinu. Þessi þekking hefur haldist með okkur síðan og menn hafa borið traust til okkar verka. Það var oft sagt um okkur í Blikki og stáli að við værum dýrir en skiluðum öllum verkum óaðfinnanlega af okkur og þar með fengum við eftirsóttan gæðastimpil. Menn leiddu það hjá sér að við værum dýrir og tóku heldur mið af vinnubrögðum okkar. Þar af leiðandi féllu okkur í skaut mörg stór blikksmíðaverk sem voru unnin hérlendis á þessum árum.“ Það kom þó að því að halla tók undan fæti hjá Blikki og stáli og svo fór að árið 1992 hætti þetta blómlega fyrirtæki að starfa undir því nafni. Þegar ég spyr Garðar að því hvað hafi komið fyrir er ljóst að hann gerir sér grein fyrir ástæðunni en sorgin yfir missinum er

Með Hauki Morthens í Vínarborg Eftir nokkrar vikur á Selfossi var Garðar svo kvaddur til höfuðborgarinnar af frænda sínum Lárusi Salómonssyni yfirlögregluþjóni, en sá var mikill glímukóngur á árum áður. „Ég átti nefinlega að fara til Vínarborgar í Austurríki til að sýna glímu á heimsmóti æskunnar og Lárus sá ekki annað í myndinni en að ég væri í bænum í heilan mánuð til að stunda æfingar fyrir mótið. Hann hringdi í yfirmann minn Hauk og krafðist þess að fá mig frá Selfossi svo ég gæti stundað æfingarnar af kappi. Ég fór því til borgarinnar og gerði fátt annað en að æfa glímu og mæta í smiðjuna. Á því tímabili bárust reglulega skissur og Með okkur í för voru líka ógleymanlegir teikningar frá Ólafi á Selfossi en þær voru stundum þannig að menn áttuðu sig ekki karakterar, Haukur Morthens og Jón alveg á þeim enda teiknaði hann upp á amerískan máta. Þá var oft kallað á mig til Bassi, en þeir voru fengnir með til að spila að leysa málin enda virtist ég hafa góðan djass og því vorum við Íslendingarnir skilning á þessum aðferðum Ólafs og fyrir kom að ég var látinn smíða eftir þeim og ýmist að glíma eða djassa. Kínverska fékk þá menn til að aðstoða mig við það.“ Svo leið að glímumótinu mikla, en það er óperan var líka á staðnum ásamt pólskum ein eftirminnilegasta lífsreynsla Garðars. listdönsurum og öðru sem hafði á sér „Á þessu heimsmóti voru samankomnir ung-kommúnistar víðsvegar að úr Evrópu og þennan kommúnistabrag,“ því var þetta allt með mjög skemmtilegum 34 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 35


–Viltu segja okkur hvað gerðist?, við Bíldshöfða eins og máltækin segja: þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. „Þegar bankinn var búinn að kippa undan okkur fótunum birtist bjargvætturinn, maður að nafni Bragi Hannesson en hann var lengi forstöðumaður Iðnlánasjóðs. Bragi hringdi í mig sama dag og bankinn lokaði, sagðist hafa heyrt tíðindin og boðaði mig á fund. Þangað mætti ég með minn lögfræðing og Bragi með sína tvo lögfræðinga. Hann hefur upp raust sína og mælir orð sem sitja mér föst í minni enn þann dag í dag. –Viltu segja okkur hvað gerðist?, spurði hann og við það lagði ég öll mín spil á borðið, sagði frá þessu öllu umbúðalaust og dró hvergi undan. Svo tala þeir eitthvert bankamál sem ég skildi ekki alveg í þá daga og þegar því lýkur spyr hann mig hvort ég sé ekki orðin þreyttur á þessu. Ég svaraði með því að draga fingurinn yfir hálsinn á mér og sagði: -Ég get ekki meir. Bragi afréð að Iðnlánasjóður ætti að taka til sín vélarnar, kaupa húsið og setja fyrirtækið á annað nafn og svo spurði hann mig orðrétt: -Ertu tilbúinn til að halda áfram strákur? Ég þornaði ofan í kverkar og það eina sem ég gat stunið upp var: -TAKK. Þá rétti hann mér höndina yfir borðið og bauð mér að koma fram með sér í kaffi. Skömmu síðar koma lögfræðingarnir fram úr herberginu og eftir að hafa skrafað örlítið við þá tekur Bragi um öxlina á mér og segir: –Við í þessu húsi vitum að þú hefur ekkert rangt gert, en núna veistu hvað þú átt að gera næst. Þetta var á föstudegi og Ísloft var tekið við klukkan hálf átta á mánudagsmorgni“. Þetta gerðist árið 1992 og Ísloft hefur verið rekið í nánast óbreyttri mynd síðan þá af sterkum eigendahópi.

enn til staðar enda var þetta fyrirtæki ástfóstur hans frá sautján ára aldri. „Það leiddi eitt af öðru sem varð til þess að við þurftum að hætta með þetta fyrirtæki. Við hófum reksturinn í leiguhúsnæði á Grensásvegi en þurftum alltaf að stækka við okkur sem endaði á því að við réðumst í að byggja 1500 fermetra húsnæði á Bíldshöfða og síðar stækkaði það enn frekar. Í framsýn okkar keyptum við líka ýmsar háþróaðar vélar; fyrstu sex metra löngu beygjuvélina og tölvuskurðarvél. Þessi og mörg önnur tæki voru meðal fjárfestinga okkar og vorum við langt á undan öðrum hvað þetta varðar,“ segir Garðar og eflaust hafa þessar vélar komið virkilega að góðum notum því verk þeirra voru stór og mikil: Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga og margt fleira sem ekki tekur að telja upp. „Það voru stórar og miklar framkvæmdir í gangi þegar við byrjuðum að lenda í hremmingum. Hagvirki, sem við vorum að vinna loftræsikerfi fyrir, lenti sjálft í vandræðum og út af því töpum við um fjörutíu milljónum og það var ekki allt. Við sáum um ýmis verk við byggingu Borgarkringlunnar og þeim megin var ónefndur aðili sem sveik okkur og sagði okkur ekki alltaf satt. Við það töpuðust fimmtíu milljónir. Svo komu áföllin hvert af öðru á aðeins einu og hálfu ári sem endaði á um 120 milljóna tapi.“ Bjargvætturinn Bragi Hannesson Við þessa hrakninga misstu þeir Garðar og Valdimar húsnæði sitt 36 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Félagsmálin og framtíðin Garðar Erlendsson lét til sín taka í félagsstarfi fyrir Félag blikksmiðjueigenda um árabil og var lengi formaður þess. „Ég held ég hafi byrjað á þessu í kringum 1968 og kenni ég helst einhverri eðlislægri afskiptasemi um það. Það hefur alltaf verið þannig að þeim sem opna munninn og hafa skoðun er á endanum troðið í alls konar störf og mín voru af margvíslegum toga. Helstu baráttumál okkar voru söluskatts- og tollamál og átti ég í miklu stappi um þau. Við vísuðum þessu mikið til Sambands málmog skipasmíða og vorum við Steinar Steinsson samferðamenn í þessum málum ásamt öðrum í framkvæmdastjórninni,“ segir hann en oft var á brattann að sækja fyrir þá félagana. „Það er ekki hægt að segja að mikillar sanngirni hafi notið við í þessum málum hér áður fyrr. Sem dæmi um fáránleikann má nefna að við fluttum kannski inn lofthitarasamstæðu sem hafði ekki nema um 18 prósent toll, en svo voru blásarinn, elementið, mótor og stjórntæki með 38 prósent tolli. Þetta gerði okkur afar erfitt fyrir en málið leystist svo bara nánast á einum sólarhring þegar ég var sendur ásamt yfirtollara upp í þvottahús Ríkisspítalanna þar sem ég hafði nýlega gengið frá loftræsikerfi og tækjum. Ég gerði lista yfir allt sem var þarna og tollarinn staðfesti hvern einasta komponent. Svo tók hann listann með sér niður í fjármálaráðuneyti og það var snögg afgreiðsla. Allir komponentarnir fóru niður í 18 prósent toll samkvæmt ráðuneytisbréfi og málið var leyst. Annað sem við einbeittum okkur mikið að voru skóla- og fræðslumálin. Við lögðum okkur mikið fram um að styrkja stöðu og framtíð greinarinnar og sjá til þess að hún yrði björt því ekki skorti blikksmiði verkefnin, þá sem nú. Við viljum endilega standa að því að búa til góðan grunn fyrir okkar lærlinga með því að bjóða upp á góða aðstöðu og góðar

spurði hann og við það lagði ég öll mín spil á borðið...” vélar og af slíkri deild getum við státað okkur í Borgarholtsskóla,“ segir Garðar en það geta allir sem þangað hafa komið staðfest. Syndir með Görpum og setur hvert metið á fætur öðru Garðar er nú 65 ára gamall og því fer að styttast í eftirlaunaaldurinn. Spurður að því hvort honum muni takast að hætta að vinna segir hann að svo verði varla. „Ég á nú ekki von á því. Það er kannski frekar að maður dragi aðeins úr vinnu og líti nær sér. Börnin eru vaxin úr grasi og afabörnin komin og því um að gera að njóta þess að vera með þeim“. Ætlarðu kannski að fara að glíma aftur? „Aftur? Ég hef aldrei hætt í glímunni. Er búinn að vera í henni síðan ég var tólf ára og hef aldrei misst neitt úr. Ég er reyndar hættur að glíma sjálfur af því ég varð fyrir slysi á sínum tíma, en ég er A-dómari í glímu í dag,“ segir hann og bendir á vígalegan dómaraskjöld því til staðfestingar. Áður en hann helgaði sig glímunni stundaði Garðar hinsvegar sund af kappi og nú er svo komið að hann er farinn að stunda þá íþrótt að nýju. „Mín yndislega núverandi kona heitir Hrafnhildur Kristjánsdóttir og er fyrrum sunddrotting. Við tókum saman árið 1999 en fljótlega upp úr því fór ég að synda með henni í hóp sem kallast Garpar og samanstendur af gömlum sundköppum. Það leið ekki á löngu þar til ég var ég skráður í fimmtíu

metra bringusundskeppni og í henni kom gamli sundkappinn fram. Ég setti íslandsmet í mínum aldursflokki árið 2000 og sló þar út Sigurð Jónsson sem hafði sett fyrra met árið 1987. Þegar ég sá að ég gat þetta þá kitlaði það mig svolítið að reyna hundrað metrana og í þá fór ég árið eftir, ásamt fimmtíu metrunum aftur. Skákaði þar enn á ný hundrað metrunum hans Sigurðar og líka fimmtíu metrunum. Við tók svo tvöhundruðmetra keppni sem ég náði að setja met í, 63 ára gamall,“ segir Garðar stoltur og með því sannast að þó að kappinn hafi verið hálfa öld í blikksmíði er hann hvergi af baki dottinn og hefur í nægu að snúast. „Ætli maður hætti ekki bara að vinna á laugardögum,“ segir blikksmíðameistarinn Garðar Erlendsson að lokum.

„Ég hef aldrei hætt í glímunni. Er búinn að vera í henni síðan ég var tólf ára og hef aldrei misst neitt úr. Ég er reyndar hættur að glíma sjálfur af því ég varð fyrir slysi á sínum tíma, en ég er A-dómari í glímu í dag,“ segir hann og bendir á vígalegan dómaraskjöld því til staðfestingar.

Óskum Félagi blikksmiðjueigenda til hamingju með 70 ára afmælið og þökkum félagsmönnum samstarfið á liðnum árum.

Ferro Zink hf. l www.ferro.is l ferro@ferro.is l Árstíg 6 l 600 Akureyri l sími 460 1500 l Hjallahrauni 2 l 220 Hafnarfjörður l sími 533 5700


_FINNBOGI

www.mt.is Til hamingju með 70 ára afmælið Með kveðju Maggi, Höskuldur, Örn G, Margeir, Gunnar, Eygló, Örn S, Már, Rúnar, Þorsteinn, Haukur, dóri, fannar og hlynur

STJÖRNUBLIKK var stofnað árið 1990 af Finnboga Geirssyni, en hann fæddist árið 1963 og var alinn upp undir Eyjafjöllum.

Auglýsing kvart.pdf 28.2.2008 23:03:21

www.logey.is logey@logey.is

STÓRIR OG FARA STÆKKANDI

Vesturvör 7 - 200 Kópavogur 511 2055 511 2056 C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Logey hefur mikið og gott úrval af verkfærum, slípivörum, borum og mörgu öðru fyrir málmiðnaðinn

SÚ FJÖLMENNASTA /KÓPAVOGUR

Meðal viðskiptavina eru Orkuveita Reykjavíkur, Gunnar og Gylfi og Ístak. Á næstunni flytur Stjörnublikk í 5.500 fermetra húsnæði.

Eftir að hafa vaxið úr grasi í sveitinni hélt ég til Reykjavíkur að læra blikksmíði. Fór á samning hjá Blikkveri en að meistaraprófi loknu byrjaði ég strax að vinna sjálfstætt og stofnaði Stjörnublikk,“ segir Finnbogi sem á stærstan hluta fyrirtækisins en bræður hans, þeir Magnús Þór og Tryggvi, eiga hvor sinn hlutann með honum. Upphaflega var Finnbogi eini eigandi fyrirtækisins og annar tveggja starfsmanna, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið loft í gegnum ótalmörg loftræsikerfi þeirra. Hjá Stjörnublikki starfa nú um 110 manns og er Stjörnublikk fjölmennasta blikksmiðja landsins. Starfsemi fyrirtækisins snýr helst að loftræsikerfum, húsaklæðningum og klæðningum á hitaveiturörum og viðskiptavinahópurinn, sem er stór og breiður, fer stækkandi eins og fyrirtækið sjálft. Meðal viðskiptavina eru Orkuveita Reykjavíkur, Gunnar og Gylfi, Ístak og fleiri stórir verktakar. Stjörnublikk er nú til húsa á Smiðjuvegi 2 í 2.600 fermetra húsnæði en fljótlega mun fyrirtækið stækka við sig og flytja í nýtt húsnæði í Tónahvarfi við Vatnsenda, en það er um 5.500 fermetrar að stærð. Spurður að því hvort stórhugur eigandans hafi

valdið þessum stækkunum hjá Stjörnublikki svarar Finnbogi að hann þakki það heldur vinsældunum. „Að reka blikksmiðju er náttúrlega barátta á tilboðsmarkaði. Við lögðum okkur fram um að gera góð tilboð og það gekk upp, á sama tíma held ég líka að við höfum verið heppnir. Einnig höfum við alltaf lagt mikla áherslu á að kynna okkur vel og viðskiptavinir hafa haldið tryggð við okkur. Þetta hefur leitt til þess að frá stofnun hefur fyrirtækið stækkað á hverju ári og aldrei orðið samdráttur í veltu,“ segir hann og á tali hans er ljóst að þar fer handverksmaður með góða viðskiptaþekkingu að auki. Helsta vandamál Finnboga er það sama og flestra annarra í faginu. „Það er gífurlegt vandamál að finna menntaða menn hér á landi. Staðan hjá okkur er þannig að allir þeir menntuðu blikksmiðir sem starfa hjá mér eru í stjórnunarstöðum,“ segir hann. „Við vorum með þeim fyrstu til að ráða erlenda starfskrafta sem hafa tilskilda menntun. Okkar menn eru frá Portúgal. Þeir hafa talsverða reynslu frá ýmsum löndum í Evrópu og hafa þar numið margskonar þekkingu. Þeir hafa kennt okkur mikið af því sem þeir kunna og það hefur reynst okkur ómetanlegt.“

AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 39


V

ið viljum öll hafa það gott og leitumst við að skapa okkur þægindi, bæði á heimili og í vinnu. Líkamleg vellíðan helgast af margvíslegum umhverfisþáttum: hitastigi, raka, húsgögnum, lýsingu og litum, hljóðvist og andrúmslofti, aðgengi að rafmagni, síma- og tölvutengingum. Og það sem meira er: Allir verða þessir þættir að spila saman. Ef einn þeirra er ekki í lagi er hætt við að líðan okkar sé ábótavant, afkastageta okkar og starfsgleði skert. Þessi margbreytileiki í þægindasókn getur valdið ýmsum faglegum vanda. Það er nefnilega svo að hver þessara þátta sem hér var nefndur er sérstakt fagsvið og á höndum sérmenntaðra fagmanna. Þannig sjá pípulagningamenn jafnan um að ofnarnir hjá okkur séu hæfilega stilltir, blikksmiðir og byggingatæknifræðingar sjá um loftræsikerfin, rafvirkjar um raforku og ljós, málarar um liti o.s.frv.

LOFTRÆSI_TÆKNI EFTIR GYLFA EINARSSON

Við höfum ekki enn komist upp á lag með að búa til einn fagmann sem kann öll þessi fræði og gengur að verki með andlega og líkamlega vellíðan viðskiptavina sinna á öllum þessum sviðum að leiðarljósi; varðandi hita og kulda, loft og lýsingu, og allt annað. Kannski verður þetta aldrei raunin. Í tæknisamfélaginu er tilhneiging til sérhæfingar frekar en samhæfingar. Þess vegna kennum við rafmagnsfræði og blikksmíði sem óskyld og aðgreind fög þótt í grundvallaratriðum snúist þau um það sama; að gera okkur lífið þægilegra.

Hreint loft kostar peninga Loftræsitækni er dæmigert þægindafag. Það snýst um að búa til andrúmsloft á heimilum og vinnustöðum sem við erum sátt við. Raunar er það svo með hreint loft og rétt hitastig að við leiðum ekki hugann að því fyrir en eitthvað er í ólagi. Ólag í þessum efnum veldur vanlíðan og vinnutapi. Kallað er á fagmann og honum falið að kippa hlutum í lag. Þá kemur stóra spurningin: Er hann fær um það? Er þekking hans og fagmennska slík að hann geti fullnægt þörfum okkar og lagað það sem aflaga fór? Kemst hann ef til vill að raun um að kerfið hafi verið gallað frá upphafi og muni aldrei virka? Við getum velt því fyrir okkur eitt augnablik hvað hreint loft í híbýlum og á vinnustöðum kostar. Það mun láta nærri að fjármunamyndun í húsnæði hérlendis hafi numið um 100 milljörðum króna árið 2006. Vísir menn telja að kostnaður við loftræsikerfi nemi um 5% af byggingarkostnaði – eða um 5 milljarða kr. árið 2006. Hér er því ekki lítið í húfi. Ef þekkingarskortur veldur > því að nýfjárfesting í loftræsikerfum


skilar ekki nema 80% af því sem til er ætlast höfum við hent einum milljarði út um gluggann. Gera má ráð fyrir að á köldum vetrardegi eigi meira en eitthundrað þúsund Íslendingar í skólum og á vinnustöðum vellíðan sína og vinnugleði undir loftræsikerfi.

Þekking Öllum má ljóst vera að þekking er lykilatriði í hönnun, uppsetningu, stillingum og viðhaldi loftræsikerfa. Nú um mundir starfa um 400 menn að þessum málum. Þetta eru hönnuðir og iðnaðarmenn sem allir hafa hlotið undurstöðumenntun sína hérlendis sem erlendis. Um 40 blikksmiðjur, stórar og smáar, eru starfandi hér og margar sinna smíði, uppsetningu og viðhaldi kerfa. Að minnsta kosti 20 verkfræðistofur sjá um hönnun og eftirlit með smíðum, gerð stjórnkerfa og stillingu kerfa. Námskeið Árið 2002 komu mjög eindregnar óskir frá fagaðilum í blikksmíði að þekking á þessu sviði yrði efld til muna. Fræðsluráði málmiðnaðarins og síðan Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins var falið þetta verkefni. Með stofnun IÐUNNAR fræðsluseturs hefur námskeiðahald í þessum málaflokki verið á hendi málm- og véltæknisviðs. Í upphafi var ákveðið að nálgast málið heildrænt og leitast við að dekka alla þekkingarþörf fagmanna á loftræsisviðinu. Verkefnisstjórn var sett í málið og fékk hún til liðs færustu sérfræðinga. Hlutverk þeirra var að setja sama námskeið á öllum helstu sviðum þessara fræða. Sérfræðingarnir settu saman kennslubók, yfirlit yfir inntak námskeiðs ásamt þekkingar- og færnimarkmiðum, gerðu stundatöflu, tillögur um verklega kennsluaðstöðu, tillögur um námskeiðsmat, próf eða nemendaverkefni. Þessu verkefni var lokið á tveimur árum að undanskyldum námskeiðum í stýritækni sem enn er unnið að. Námskeiðin og höfundar þeirra eru hér til hægri. Jafnframt er tilgreindur fjöldi þátttakenda sem þegar hefur sótt námskeiðin. Þrjú fyrstu námskeiðin eru grunnnámskeið og undirbúningur þess sem á eftir fylgir. Rafmagnsfræðinámskeiðið er nauðsynleg undirstaða undir stýritæknina og er nú haldið úti námskeiði sem kallast „Rafmagnsfræði fyrir málmiðnaðarmenn“, ætlað öllum sem hyggjast efla sig í iðntölvum og stýritækni. Síðan koma fagtæknileg námskeið er fjalla um hljóðdeyfingu, brunahönnun, stýringar og stillingar. Þá er fjallað um „utanumhaldið“ sem felst í því að skrá allar aðgerðir varðandi loftræsikerfin. Um það snýst námskeiðið „Handbækur, viðhald, rekstur, bilanaleit og þjónusta“. Loks var sett saman námskeið um útboðsgögn og tilboðsgerð, úttektir og skil loftræsikerfa. Alls spanna þessi tíu námskeið 266 kennslustundir. Nú hafa 222 þátttakendur sótt námskeiðin, einkum blikksmiðir og tæknifræðingar. Árið 2006 var opnuð blikksmíðadeild í Borgarholtsskóla. Átta nemendur hófu nám og um haustið bauðst þeim að sækja fyrstu þrjú námskeiðin. Er þess að vænta að framhald verði á samstarfi skólans og IÐUNNAR í þessum efnum haustið 2008. Hæfnisvottun? Löggilding iðngreina er svolítið sérkennilegt fyrirbæri. Flest trúum við að löggildin sé til þess fallin að tryggja neytendum að þeir fagmenn sem um mál okkar véla kunni það sem til þarf. Þó er það svo að einstaklingur sem lokið hefur sveinsprófi telst löggiltur iðnaðarmaður ævilangt þótt tækni fagreinanna og kröfur neytendanna breytist. Engin krafa er um að iðnaðarmaðurinn auki markvisst þekkingu sína þrátt fyrir að hann sé að sýsla með tæki sem varða vellíðan afköst og jafnvel heilsufarslegt öryggi. Í sumum greinum er krafist faggildingar einstaklinga og hæfnisvottunar þar sem almannaheill og öryggi eru í húfi. Á okkar vettvangi þekkist þetta vel varðandi málmsuðu og bílaviðgerðir. Því má spyrja hvort tímabært sé að velta fyrir sér hæfnisvottun fagmanna sem fást við hönnun, smíði, uppsetningu og viðhald loftræsikerfa. 42 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Loftræstikerfi – Tilgangur og hönnunarforsendur Oddur Björnsson (höfundur námsefnis.) / Kennari: Ragnar Ragnarsson 27 stundir / 44 þáttakendur Gerðir loftræsikerfa Kennari: Sveinn Áki Sverrisson 27 stundir / 41 þáttakendur

Ísloft Blikk og stálsmiðja ehf. Bíldshöfða 12 110 Reykjavík Sími: 587-6666 Fax: 567-3624 isloft@isloft.is

Uppbygging loftræsikerfa Kennari: Sigurgeir Þórarinsson 27 stundir / 33 þáttakendur

www.isloft.is

Rafmagnsfræði Kennari: Sigurður Sigurðsson 15 stundir / 10 þáttakendur

Námskeið Hljóð og hljóðdeyfing í loftræsikerfum Kennari: Steindór Guðmundsson 15 stundir / 19 þáttakendur Brunahönnun loftræsikerfa Kennari: Eggert Aðalsteinsson 15 stundir / 25 þáttakendur Stillingar loftræsikerfa Kennari: Karl Hákon Karlsson 20 stundir / 22 þáttakendur Stjórnun og reglun loftræsikerfa I og II Kennarar: Karl Hákon Karlsson og Sigurgeir Þorleifsson 75 stundir Handbækur, viðhald, rekstur, bilanaleit og þjónusta Kennari: Jón A. Gunnarsson 20 stundir / 19 þáttakendur Útboðsgögn og tilboðsgerð – Úttektir og skil loftræsikerfa Kennari: Högni Hróarsson 25 stundir / 9 þáttakendur Samtals: 266 stundir / 222 þáttakendur

Blikksmiðja í fremstu röð

Ísloft


ÚT FYRIR _LANDSTEINA

Félagar í Félagi blikksmiðjueigenda hafa verið duglegir að sækja tækja- og tæknisýningar á meginlandinu þar sem til sýnis eru nýjar vélar og tæknilegar lausnir fyrir blikkgreinina.

Starfsfélagarnir á Blikk- og tækniþjónustinni hf. á Akureyri hafa alltaf verið duglegir að sækja Euro Blech sýninguna í Hannover.

44 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

_Vinsælasta tæknisýningin er tvímælalaust Euro-Blech sýningin sem haldin er annað hvert ár í Hannover í Þýskalandi. Þangað hafa menn ýmist farið í skipulögðum hópum úr blikksmíðafaginu eða á eigin vegum. Þar er mikið úrval nytsamlegra tækja fyrir blikksmíðameistara, allt frá einföldum handverkfærum til stórra og fullkominna tölvustýrðra véla. Samkeppnishæfar blikksmiðjur reiða sig á nýjustu tækni. Í blikksmiðjum landsins gefur að líta vandaðar vélar sem hafa aukið ótrúlega afköst í greininni. Nákvæmni og nýting hráefnis hefur tekið stórstígum framförum með tilkomu þessara véla. Bæði stórar og smáar blikksmiðjur reiða sig á nýjustu tæki og tækni. Ókunnugir sem koma í blikksmiðju reka gjarnan upp stór augu þegar þeir verða vitni að tæknistigi greinarinnar sem og færni blikksmiðanna sem þar starfa. Skiptir þá litlu máli hvort blikksmiðjan er stór eða smá. Það er skýr tenging milli framfara í blikksmíðagreininni og ferða blikksmíðameistara og þeirra manna á tæknisýningar í öðrum löndum. AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 45


_STEFÁN

= hi¨`c^hk^Â ={i¨`c^ Wn\\^g { n[^g *% {gV gZnchaj hZb aZ^ÂVcY^ [ng^gi¨`^ g{Â\_ [ d\ h aj { ad[ig¨hi^" d\ hiÅg^W cVÂ^#

Í Vestmannaeyjum rekur Stefán Þ. Lúðvíksson blikksmiðjuna EYJABLIKK en þar er fengist við allt milli himins og jarðar í fyllstu merkingu þess orðs.

Eyjablikk var stofnað árið 1997 af Stefáni Þ. Lúðvíkssyni og Íslofti. Hugmyndin með Eyjablikki var fyrst og fremst sú að Stefán, sem áður hafði verið starfsmaður hjá Íslofti, fengi eitthvað að gera við sitt hæfi þegar til Eyja kæmi.

46 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

= hi¨`c^hk^Â WÅÂjg Z^cc^\ Åb^hh ] hhi_ gcVg`Zg[^ [g{ =dcZnlZaa/ 6Â\Vc\h`dgiV`Zg[^ HiVÂhZic^c\Vg`Zg[^ [ng^g kZgÂb¨i^ A_ hVhiÅg^c\V`Zg[^ >ccWgdihk^Âk gjcVg`Zg[^ BncYVk aV`Zg[^ 7gjcVk^Âk gjcVg`Zg[^ H`nc_VgVg [ng^g ]^iV! ÄgÅhi^c\! \Vh d#[a# He_VaYad`jb idgVg B idgad`Vg d\ ccjg _VÂVgi¨`^

HÁTT MENNTUNARSTIG /VESTMANNAEYJAR

MJÖLPOKAÞVOTTAVÉL OG DÚLLERÍ FYRIR DÖMURNAR „Þegar ég ákvað að flytja til Vestmannaeyja fannst þáverandi vinnuveitanda mínum snjallræði að láta mig hafa nokkrar aukavélar og setja á stofn smiðju,“ segir Stefán. „Fyrst um sinn ætlaði ég bara að vera einn að dúlla mér en þetta vafði fljótt upp á sig og nú erum við hérna sex manns að meðaltali við fulla vinnu. Árið 2000 jukum við svo hlutaféð og með því eignaðist ég meirihlutann í fyrirtækinu - Ísloft á um fimmtán prósent en ég restina. Þannig má segja að þeir hafi komið mér af stað en svo tók eggið við af hænunni,“ segir hann og hlær. Menntunarstigið hjá Eyjablikk er mjög hátt miðað við margar aðrar smiðjur en bæði Stefán og einn af hans starfsmönnum hafa meistarpróf í iðninni. „Svo er ég með einn járnsmið, einn blikksmíðanema og tvo aðstoðarmenn. Einu sinni voru allir hérna lærðir, rennismiðir, járn- og blikksmiðir og þetta má kalla hreint ótrúlegt miðað við hvernig staðan er í dag.“ Helstu viðfangsefni Eyjablikks eru smíði úr ryðfríu stáli, loftræsingar og önnur hefðbundin blikksmíðastörf. Fyrst og fremst snúast verk þeirra um þjónustu við fiskvinnslufyrirtækin í Eyjum. „Hér gengur allt út á fisk og því eru það fiskvinnslufyrirtækin sem halda lífi í okkur. Það er deginum ljósara að ef ekki væri fyrir þau þá værum við eflaust ekkert hér

Ad[ig¨hi^W cVÂjg^cc hZb k^Â W_ Âjb Zg Z^c`jb [g{ =dcZnlZaa d\ ;a~`ilddYh! hZb Zgj hi¨ghij [gVbaZ^ÂZcYjg ha `h W cVÂVg ]Z^b^cjb YV\#

í Eyjum,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að stundum hafi verið þungt yfir þá sé staðan mjög góð um þessar mundir. „Það er gífurlega mikil uppbygginging hjá þessum fiskvinnslufyrirtækjum sem við vinnum fyrir sem og hjá öðrum fyrirtækjum hérna. Satt best að segja er mikil jákvæðni í bænum og bjartsýni í gangi. Menn farnir að byggja og viðskipti að blómstra.“ Talandi um byggingarvinnu, er þá ekki meira um klæðningavinnu hjá ykkur? „Jú, vissulega. Til dæmis sáum við um að klæða safnaðarheimilið sem var byggt hérna fyrir nokkrum árum. Í raun má segja að við gerum hreinlega allt hér hjá Eyjablikki og því er þetta meira alhliða smiðja heldur en einvörðungu blikksmiðja,“ segir hann kankvís og tekur dæmi um fjölbreytnina. „Við smíðuðum meðal annars þvottavél fyrir mjölpoka um daginn. Þetta er eitthvað sem vél eða járnsmiðja myndi gera í bænum en ef menn vilja láta okkur smíða svona apparat þá gerum við það bara – og ekki kvörtum við undan verkefnaskorti. Við höfum verið að vinna frá sjö á morgnana til sex á kvöldin, á tólf tíma vöktum, nótt og dag og við gerum bara það sem við erum fengnir til, hvort sem það er að smíða bökunarplötur, þvottavélar eða karamelluhringi fyrir dúlleríið í dömunum um jólin. Þetta er bara mjög fjölbreytt og skemmtilegt hjá okkur og alltaf nóg að gera,“ segir þessi hressi Eyjamaður.

9VakZ\jg '- q H b^ *'' (%** q lll#]ViVZ`c^#^h$ad[i

við færum þér ferskt loft

E > E6G HÏ6 -%))'

K^Â hi_ gcjb VcYg bhad[i^cj b g\jb V[ hi¨ghij [ng^gi¨`_jb aVcYh^ch

7 cVÂjg [g{ d``jg Zg b g\jb V[ hi¨gg^ d\ [a `cVg^ Wn\\^c\jb aVcYh^ch# B{ ÄVg cZ[cV ] hc¨Â^ ÏhaZch`gVg Zg[ÂV\gZ^c^c\Vg! ;aj\hi  AZ^[h :^g `hhdcVg! Ã_ ÂVgW `]a ÂjccVg! 7dg\Vghe iVaVch! GVY^hhdc H6H = iZah H \j! Ã_ Âb^c_VhV[ch^ch! 7a{V a ch^ch d\ ÌgW¨_VgaVj\Vg#


_BJARGMUNDUR

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 0 8 - 0 5 0 7

DIPLÓMANÁM Í IÐNFRÆÐI Kjörið framhaldsnám fyrir iðnaðarmenn við Háskólann í Reykjavík. Við tækni- og verkfræðideild HR er boðið upp á 45 eininga nám í iðnfræði sem er hagnýtt tækninám á háskólastigi. Markmið námsins er að styrkja stöðu iðnaðarmanna á atvinnumarkaðinum og veita þeim tækifæri til aukinna starfsréttinda og starfa við eftirlits-, tækni,- og hönnunarstörf. Iðnfræðin er kennd í fjarnámi og tekur 3 ár samhliða vinnu en með því að stunda fullt nám má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári.

Lið vél- og orkutæknifræðinema HR sem sigraði í hönnunarkeppni verkfræðideildar HÍ í febrúar 2008.

Námið skiptist í þrjár námsbrautir: Byggingariðnfræði, véliðnfræði og rafiðnfræði. Að námi loknu geta nemendur bætt við sig 15 einingum í viðskiptagreinum og útskrifast með diplómapróf í rekstrariðnfræði. Einnig stendur byggingariðnfræðingum til boða að ljúka BSc-prófi í byggingafræði að viðbættu 7 anna fjarnámi með vinnu.

Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is

Nánari upplýsingar veita Jens Arnljótsson, jensarn@ru.is og Vilborg Jónudóttir, vilborg@ru.is.

GLÓFAXI var stofnað í Reykjavík árið 1950 og hefur starfað í málmiðnaði æ síðan en síðustu 30 árin hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu og innflutningi hurða.

FJÖLBREYTNI /REYKJAVÍK

FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKIÐ GLÓFAXI Stærstu influttu hurðirnar frá Glófaxa voru yfir átta metrar á hæð og rúmir tólf metrar á breidd. Hurðir Glófaxa hafa hlotið viðurkenningu Brunamálastofnunar sem EI 60 og EIS 60 hurðir. Síðustu 30 árin hefur fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu og innflutningi hurða. Hjá Glófaxa starfa tólf manns, þar af þrír blikksmiðir.

Bjargmundur Björgvinsson er framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins ásamt systrum sínum þeim Ásdísi og Aðalheiði. „Upphaflega var Glófaxi stofnað af þeim Benedikt Ólafssyni og föður mínum Björgvin Ingibergssyni, sem lést árið 1986. Tíu árum síðar seldi Benedikt okkur systkinunum svo sinn hluta af fyrirtækinu og því má segja að það hafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi,“ segir Bjargmundur. Glófaxi hefur umboð fyrir margskonar stál- og eldvarnarhurðir, en ásamt því að flytja þær inn víða að úr Evrópu, eru þær einnig framleiddar í smiðju fyrirtækisins við Ármúla. „Að auki flytjum við inn margskonar iðnaðarog bílskúrshurðir, fataskápa fyrir fyrirtæki, íþróttahús og vatnsheldar plasthurðir sem við smíðum svo ryðfría karma utan um,“ segir Bjargmundur. Í blikksmiðjunni fer einnig fram ýmis önnur smíðavinna enda er smiðjan vel búin vélum og tækjum. Hjá Glófaxa starfa tólf manns. Þar af eru þrír menntaðir blikksmiðir að meðtöldum eigandanum. Bjargmundur segir starfsemina

hafa vaxið talsvert á undanförnum árum og að þenslan í þjóðfélaginu hafi vissulega ekki farið framhjá þeim. Á sama tíma hafa umboðsaðilar þeirra erlendis keypt önnur fyrirtæki og aukið framboð sitt til muna sem hefur gert það að verkum að Glófaxi hefur getað boðið aukna þjónustu og meira framboð í kjölfarið. „Á sama tíma höfum við líka verið duglegir að bæta tækjabúnað okkar sem hefur stuðlað að aukinni framleiðslu hér í smiðjunni hjá okkur,“ segir Bjargmundur og bætir því við að hann sé iðinn við að fara erlendis á sýningar til að kynna sér nýjungar á markaðnum. „Við förum reglulega á vörusýningar í Þýskalandi og aðrar tækjasýningar. Annað hvert ár höfum við til að mynda farið á Euroblech sýninguna sem er mjög þýðingarmikil fyrir okkur. Þar höfum við keypt vélar og náð góðu sambandi við sjálfa framleiðendurna sem er ótvíræður kostur. Eftir að hafa hitt framleiðendurna augliti til auglitis fær maður betra viðmót þegar maður hittir þá í eigin persónu“.

AFMÆLISBLAÐ BLIKKSMIÐIR 49


_SAGA

Sjö formenn á sjötíu árum

Jón Bjarni Pétursson

Sigurður Hólmsteinn Jónsson

Sveinn Á. Sæmundsson

Í sögu Félags blikksmiðjueigenda hafa aðeins verið sjö formenn. Það má þykja harla merkilegt. Jón Bjarni Pétursson gegndi formennsku frá 1938 til 1948. Á eftir honum kom Sigurður Hólmsteinn Jónsson í tuttugu og átta ár og þar næst Sveinn Á. Sæmundsson frá 1976 til 1986. Þá tók við Garðar Erlendsson og var til ársins 1990, þegar Gylfi Konráðsson var kosinn formaður og sat hann til ársins 1994. Þá tók Kolviður Helgason við og var formaður til ársins 2006 þar til núverandi formaður, Þröstur Hafsteinsson tók við.

Hér eru fjórir síðustu formenn félagsins. Frá vinstri Þröstur Hafsteinsson, Kolviður Helgason, Gylfi Konráðsson, og Garðar Erlendsson.

s Öryggi í vinnunni! - ENDURSKIN, ÖRYGGI, ÞÆGINDI

Vissir þú að í Dynjanda færðu alvöru öryggisbúnað, höfuðljós, heyrnarhlífar, skó, fatnað, gleraugu, hjálma og fleira og fleira? 50 BLIKKSMIÐIR AFMÆLISBLAÐ

Komdu og kynntu þér málið! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is


_KVEร JUR

_Fรฉlag รญslenskra blikksmiรฐjueigenda

H6BIy@ 6IK>CCJAร ;H>CH

Blikksmiรฐurinn hf โ blikksmiรฐja Malarhรถfรฐa 8 www.blikk.is

Kerfรณรฐrun ehf Blikaรกsi 2 Hafnarfjรถrรฐur

Blikksmiรฐja Reykjavรญkur Sรบรฐarvogi 7 Reykjavรญk

Blikksmiรฐja Guรฐmundar J.Hallgrรญmssonar Akursbraut 11 Akranesi

Sveinbjรถrn Sigurรฐsson Smiรฐshรถfรฐa 7 www.verktaki.is

Eyjablikk ehf Flรถtum 27 Vestmannaeyjar

6aYVg[_ย g jc\hgZnchaV ย \VakVc]ย jc { hi{a^# O^c`hiย ^c ]Z[jg ย {gVgV ^g kZ^ii ^ cV Vgbย ccjb \ย V _ย cjhij ย n[^gWdg hbZ ]ย cYajc { hi{a^#

Hย b^ *+) &+&+ ย ;Vm *+) &+%.

Blikk- og tรฆkniรพjรณnustan ehf Kaldbaksgรถtu 2 Akureyri

Blikktรฆkni ehf Rauรฐhellu 5 Hafnarfjorรฐur

<Z[ j hi{a^cj aย [

K^ \Zijb bZ " ]ย cYaV hi{a^ ]kdgi hZb V { aย iV ย i hZb c ii Z V \VbVai#

TIL HAMINGJU MEร 70 ร RA AFMร LIร ! 3 + ! 0 ! 2 ) . . ! 5 ' , ร 3 ) . ' ! 3 4 / & !

ร H @ 6 ; w A 6 < > 7 A > @ @ H B > ร ? J : > < : C 9 6 I > A = 6 B > C < ? J B : ร ร G > C , % D < K : A ; 6 G C 6 ร 6 G ร ;G6BIร ร >CC>

Blikksmiรฐja Gylfa Kletthรกlsi 9 blikkgylfa@internet.is " b{ahkVg^ Vik^ccjaย [h^ch

Blikksmiรฐja Austurbรฆjar Sรบรฐarvogi 9 blikk@simnet.is Blikkrรกs ehf ร seyri 16, Akureyri www.blikkras.is Blikksmiรฐja Einars ehf Smiรฐjuvegi 4b Kรณpavogur Auรฐร S โ blikksmiรฐja ehf Dalvegi 16c Kรณpavogur Blikksmiรฐjan Vรญk Skemmuvegi 42 Kรณpavogur Blikkarinn ehf Auรฐbrekku 3-5 Kรณpavogur Blikksmiรฐjan Alur Smiรฐjuvegi 58 Kรณpavogur

Orkuveita Reykjavรญkur Bรฆjarhรกlsi 1 www.or.is Hitaveita Suรฐurnesja Brekkustรญg 36 www.hs.is Lรฝsing hf Suรฐurlandsbraut 22 www.lysing.is Vektor Akralind 6 www.vektor.is Borgarholtsskรณli Mosavegi Reykjavรญk Lรญnuhรถnnun Suรฐurlandsbraut 4 a www.linuhonnun.is Frostverk Skeiรฐarรกsi 8 www.frostverk.is

Vรถrukaup Dalvegi 16a www.vorukaup.is Wurth รก ร slandi ehf Vesturhrauni 5 Hafnarfjรถrรฐur Iรฐnaรฐartรฆkni Akralind 2 www.idn.is Hitastรฝring ร rmรบla 16 www.hitastyring.is Krรณksverk ehf Borgarrรถst 4 Sauรฐรกrkrรณkur Kรฆlismiรฐjan Frost Fjรถlnisgatu 4 โ Akureyri www.frost.is Rafstjรณrn ehf Stangarhyl 1a www.rafstjorn.is

3ยฃRLAUSNIRรฆFYRIRรฆIยฏNAยฏARMENNรฆ 4RYGGยฏUรฆSTARFSMย NNUMรฆยฉยคNUMรฆHร MARKSย RYGGI

Blikksmiรฐja ร gรบstar Guรฐjรณnssonar ehf Vesturbraut 14 โ Reykjanesbรฆ

(EXAรฆEHF รฆรฆsรฆรฆ3MIยฏJUVEGIรฆ รฆรฆsรฆรฆ รฆ+ย PAVOGI 3ยคMI รฆ รฆรฆsรฆรฆ&AX รฆ รฆรฆsรฆรฆWWW HEXA IS AFMร LISBLAร BLIKKSMIร IR 53


Til hamingju meĂ° 70 ĂĄra afmĂŚliĂ°!

<dii Â?gkVa `a¨ c^c\V 7a^``hb^ _V { hiV cjb# Ă–iWÂ?jb [aVhc^c\Vg#

8AA8@@ " F<4 " A@%,+),

™ <Vak^cZgV hZgV %#+ ™ 6ajo^c` %#+ ™ A^iV %#*

B:HI

V`_{gc `a¨ c^c\Vg

DecjcVgi†b^/ B{c# " [Žh# `a# -"&Hb^ _jkZ\ &&! '%% @‹eVkd\^! h†b^ ) )%% ,&% Cdg a^c\V]dai^ &'! &&% GZn`_Vk†`! h†b^ ) )%% &%% =g†hb g^ *! -%% HZa[dhh^! h†b^ ) )%% *,*

F Ă­ t o n / S Ă? A

(% {gV gZnchaV

LEGUR

Legur ¡ Leguhús ¡ Reimar ¡ Tannhjól ¡ Reimskífur Pakkdósir ¡ SÊrverkfÌri ¡ Legufeiti

N1 VERSLUN BĂ?LDSHĂ–FĂ?A 9

WWW.N1.IS

N1 býður úrval af legum og tengdum vÜrum fyrir iðnað, bifreiðar og sjåvarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233.


Símenntun í þína þágu

Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík www.idan.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.