FISF

Page 1

ÍSLENSKIR snyrtifræðingar FÍSF 1979-2009 30 ÁRA


efni Síða 8 Hún er lífsglöð og með jafna lund. Sigríður Þorkelsdóttir er Forritun

Hárgreiðsla

Grafísk miðlun

elst allra snyrtifræðinga á landinu, nítíu og þriggja ára gömul. hún RIFJAR

Snyrtifræði

upp liðna daga í skemmtilegu viðtali. Ljósmyndun

Síða 21 Snyrtifræði hefur verið Gull- og silfursmíði

kennd við Fjölbrautaskólann í Breiðholti síðan 1985. Gunnhildur

Klæðskurður

Gunnarsdóttir, kennslustjóri snyrtibrautar, greinir hér frá náminu.

Síða 27 Við erum náttúran. Þrjár konur sem hafa lifibrauð sitt af

Rafeindavirkjun

því að framleiða náttúruvænar snyrtivörur segja frá framleiðslu sinni í forvitnilegu viðtali. Prentsmíð

Síða 39 Vel snyrt er konan ánægð. Þórdís Gísladóttir fer yfir pjatt íslenskra kvenna frá öndverðu til okkar daga í sérlega skemmtilegri Iðnhönnun

og fróðlegri grein.

Síða 54 Íslenskir snyrtifræðingar

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA – 08-0999

Iðnnám ... nema hvað? Iðnnám veitir þér aðgang að skemmtilegu, skapandi og vel launuðu starfi og gefur þér kost á háskólanámi. Iðnnám skapar þér óteljandi möguleika. Kíktu á framboðið á www.idan.is/nam-og-storf – þar eru yfir 60 námsgreinar í boði.

hafa átt aðild að alþjóðasamtökum snyrtifræðinga, CIDESCO, síðan 1965.

Síða 64 Ásta Hannesdóttir er

AFMÆLISNEFND

meðal þeirra kvenna sem af fórnfýsi

Alma Guðmundsdóttir Ásta Hannesdóttir Guðrún Þórbjarnardóttir Katrín Þorkelsdóttir

og velvilja hafa lagt hönd á plóg í

Íma útgáfa Ritstjórn Margrét Hugrún Gústavsdóttir Hönnun Bergdís Sigurðardóttir Ljósmyndir Heiða Helgadóttir og úr safni Prentun ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA

þágu greinarinnar.


ÁVARP

Hvað er félag ÁN FÉLAGSMANNA ? Guðrún Pétursdóttir formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga „Fámenn stétt eins og snyrtifræðingar þurfa stöðugt að minna á sig og berjast fyrir viðurkenningu -og virðingu almennings.“

F

élag íslenskra snyrtifræðinga fagnar því á þessu ári að nú eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Á tímamótum sem þessum hvarflar hugurinn ósjálfrátt til upphafsins og þá sérstaklega til þeirra dugmiklu kvenna sem komu að stofnun félagsins. Vert er að minnast frumkvöðlanna með þakklæti og virðingu sem með óeigingjörnu starfi og eldmóð stigu þetta mikilvæga framfaraskref. Þó lærdómsríkt og nauðsynlegt sé að hyggja að fortíðinni og rifja upp mikilvægt starf liðinna ára starfar félagið fyrst og fremst að málefnum líðandi stundar, stefnumótun og framtíðarsýn fagsins. Vitanlega hefur margt breyst á þessum þrjátíu árum. Tækninni hefur fleygt fram og snyrtifræðingar hafa í höndunum mun virkari efni en áður og krefst þetta bæði varkárni og þekkingar. Þarf því ekki að fjölyrða um hversu nám og endurmenntun eru mikilvægir þættir í fagi sem okkar. Nám í snyrtifræði hefur tekið stakkaskiptum á þeim þrjátíu árum sem félagið hefur verið starfandi og þykir standast kröfur um heildstætt nám á heimsmælikvarða. Endurmenntun er ekki síður mikilvæg og er stefna stjórnarinnar að halda áfram að skipuleggja reglulega fræðsluerindi og námskeið fyrir félagsmenn en á árum áður þurftu snyrtifræðingar að sækja sína endurmenntun út fyrir landsteinana. Fámenn stétt eins og snyrtifræðingar þurfa stöðugt að minna á sig og berjast fyrir viðurkenningu -og virðingu almennings. Ráðist hefur verið í nokkur stór markaðs-

og kynningarverkefni undanfarin ár en betur má ef duga skal og eru ný og spennandi verkefni nú þegar komin af stað. Tilvist og öflugt starf fagfélags eins og Félags íslenskra snyrtifræðinga er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsgrein okkar. Enginn fagmaður ætti að láta fram hjá sér fara að tilheyra sínu félagi -því hvað er félag án félagsmanna? Félagsmönnum sem hafa lagst á eitt að gera fagið að því sem það er ber að sjálfsögðu að þakka tryggðina og stuðninginn. Ekki má þó gleyma að fyrst og fremst er það handverkið sjálft sem er okkar sterkasta hlið. Stjórn félagsins er samstíga um að vinna áfram ötullega að stefnumótun og framtíðarsýn félagsins og koma á móts við þarfir félagsmanna. Að hafa gengið til liðs við Samtök iðnaðarins hefur gert félaginu kleyft að ráðast í mun stærri verkefni en lítið fagfélag ræður við og á þessum tímamótum er því ástæða til að þakka Samtökum iðnaðarins, sem einnig hafa séð um daglegan rekstur félagsins, fyrir okkar farsæla samstarf. Fyrir hönd félagsmanna vil ég koma á framfæri sérstöku þakklæti til afmælisnefndarinnar sem hefur unnið sleitulaust að undirbúningi afmælishátíðarinnar í heilt ár. Samstarf þeirra ber vott um þann kraft og fórnfýsi sem löngum hefur einkennt snyrtifræðinga á Íslandi. Einnig þakka ég öllum sem komu að útgáfu þessa afmælisrits og óska félagsmönnum öllum til hamingju með þrjátíu ára afmælið.

Formenn FÍSF frá byrjun Gunnhildur Gunnarsdótir 1979-1980 Ásta S. Hannesdóttir 1980-1982 Ingunn Þórðardóttir 1982-1984 Þórdís Lárusdóttir 1984-1986 Edda Faresveit 1986-1988

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Ingibjörg Andrésdóttir 1988-1990 María Kristmannsdóttir 1990-1992 Guðrún Þórbjarnardóttir 1992-1994 Eybjörg Einarsdóttir 1994-1996 Sigríður Guðjónsdóttir 1996-1999

Sigríður Matthildur Guðjohnsen 1999-2001 Valgerður Franklín 2001-2004 Anna María Jónsdóttir 2004-2006 Hildur Erna Ingadóttir 2006-2008 Guðrún Pétursdóttir 2008


FÍSF *RÓSA

„Ég var þá ein með ungan son minn og hugsun mín var sú að því fyrr sem ég gæti byrjað að sjá fyrir okkur mæðginum, því betra.“

Rósa Þorvaldsdóttir rekur Snyrtimiðstöðina Lancôme í Húsi Verslunarinnar

fleiri valkostir Rósa Þorvaldsdóttir er með þeim eldri í bransanum enda útskrifaðist hún sem snyrtifræðingur árið 1978. Þegar Rósa stóð á krossgötum menntavegsins fyrir rúmum þremur áratugum hafði hún jafn mikinn áhuga á hárgreiðslu og snyrtifræði en snyrtifræðin varð fyrir valinu sökum þess hversu fljótlega Rósa gat komist út á vinnumarkað eftir námið. „Ég var þá ein með ungan son minn og hugsun mín var sú að því fyrr sem ég gæti byrjað að sjá fyrir okkur mæðginum, því betra -en ég hafði samt jafnan áhuga á báðum fögum,“ segir Rósa sem lærði snyrtifræðina á snyrtistofunni á Hótel Sögu og starfaði þar í eitt ár eftir að námi lauk. Þá opnaði hún sína fyrstu stofu og hefur verið í rekstri síðan. Hún segir margt hafa breyst á liðnum árum og nefnir meðal annars viðskiptavinahópinn. „Með tímanum hafa yngri viðskiptavinir bæst í hópinn og þeim hefur jafnframt fjölgað verulega. Þegar ég var að læra voru það nánast einungis eldri konur sem

komu til snyrtifræðinga. Í einstaka tilfellum komu líka unglingar í húðhreinsanir. Karlmenn áttu almennt mjög erfitt með að koma, hvort sem var í fótaaðgerð eða húðhreinsun og ef þeir gerðu það var læðst með veggjum. Í dag þykir eðlilegt að koma á snyrtistofu hvort sem þú ert karl eða kona, um tvítugt eða nírætt. Aldur eða kyn skiptir engu máli lengur enda er þetta bara eins og hver önnur þjónusta sem snýr að heilsunni,“ segir Rósa og bætir því við að valkostirnir sem snyrtistofur geti boðið viðskiptavinum hafi aukist verulega með árunum og að mismunandi aldurshópar nýti sér ólíka þjónustu. „Þetta hefur breyst alveg svakalega. Fyrsta verðskráin mín taldi um ellefu liði en núna eru þetta fjórar A4 blaðsíður. Ég held að við séum með níu tegundir af andlitsböðum! Til dæmis sérstök andlitsböð frá Lancôme sem fara fram í ákveðinni lýsingu við sérstaka tónlist sem er samin af tónskáldi á vegum Lancôme, leikin af þar til gerðri Lancôme strengjasveit,“ segir Rósa glöð í bragði.

Fegrunarráð Rósu í Lancôme 1 Ég segi svefn númer eitt, tvö og þrjú. Það hljóta allir að vera sammála því!? 2 Passa að nota góð krem, líka sem vörn gegn mengun í andrúmsloftinu og útfjólubláum geislum. 3 Á veturna þarf að verja húðina gegn kulda með því að nota réttu kremin. Gæta þess að í þeim sé ekki of mikill raki svo að þau frjósi ekki á húðinni og nota svo léttari krem á sumrin.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009


„Hvað sjálfa mig varðar verð ég að segja að ég er bara heppin að hafa jafna lund. Það gef ég mér ekki sjálf en get kannski stuðlað að því með góðu viðhorfi“.

Hef alltaf verið svolítið pjöttuð Sigríður Þorkelsdóttir er elst núlifandi snyrtifræðinga á Íslandi EN hún er nítíu og þriggja ára.

Texti Margrét Hugrún Gústavsdóttir MYNDIR HEIÐA HELGADÓTTIR


S

igríður Þorkelsdóttir er elst núlifandi snyrtifræðinga á Íslandi en hún er nítíu og þriggja ára þegar þetta rit er gefið út. Sigríður, sem segist alltaf hafa elskað starf snyrtifræðingsins, hætti að taka á móti viðskiptavinum fyrir fimm árum eða þegar hún var áttatíu og átta ára. Kraftur, lífsgleði og jákvæðni einkenna þessa fallegu konu sem í dag býr í lítilli íbúð miðsvæðis í Reykjavík, dundar sér við spilamennsku á daginn og fer enn reglulega á snyrtistofu. Sigríður fæddist á Akureyri þann 6. júní árið 1915 en faðir hennar var Þorkell Þorkelsson, veðurstofustjóri, eðlis- og stærðfræðingur og móðir hennar Rannveig Einarsdóttir, húsfreyja. Sigríður var þriðja í röð sex systkina en bræður hennar eru allir menntaðir sem verkfræðingar. Þriggja ára gömul flutti Sigríður til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp í miðbænum og í Elliðaárdalnum við rafstöðina þar sem faðir hennar starfaði. Hún fór í Kvennaskólann og lauk þaðan námi um sautján ára gömul áður en lengra var haldið í snyrtifræðina. Sjálf segist Sigríður hafa haft slæma húð á þessum árum og var það löngunin til að ráða bót á eigin vanda sem dró hana í þessa átt. Í þessu er Sigríði rétt lýst því hún er sannarlega kona sem hefur ekki látið neitt standa í vegi sínum til þessa og ræðst á hindranir af hugrekki og áræðni. Þetta kom meðal annars fram þegar hún stóð að stofnun Félags íslenskra snyrtisérfræðinga en það var mikil og hörð barátta á sínum tíma. Eftir að hafa lokið námi við Kvennaskólann hélt unga konan til Englands þar sem hún lærði snyrtifræði í virtum skóla við Bond Street í London. Skólinn hét Academie of Beauty Culture og var rekin af móður leikkonunnar Vivienne Leigh sem var vinsæl í kringum seinni heimstyrjöld. Lék meðal annars í myndinni Á hverfanda hveli sem er löngu fræg orðin. Á námstímanum bjó Sigríður hjá fjölskyldu sem var kunnug vinkonu hennar en hún segir dvölina hafa verið svolítið erfiða þar sem námsmærin hafði litla peninga á milli handanna. „Maður þurfti að spara allt en engu að síður var þetta skemmtilegur tími og ég kom reynslunni ríkari til baka. Námið var þó ekki lengra en tæpir sex mánuðir en þetta var náttúrlega skóli og maður lærði allt sem þurfti að læra. Ég myndaði líka gott vináttusamband við kennarann minn og hún var mjög góð við mig. Kenndi mér allt sem ég þurfti að læra og sá til þess að ég missti ekki af neinu,“ segir Sigríður og nefnir í þessu samhengi handsnyrtinguna. „Ég átti til dæmis eitthvað erfitt með að lakka neglur. Hún leysti þetta með því að setjast fyrir framan mig og láta mig lakka á sér neglurnar, taka það af, lakka aftur og taka það af þangað til ég hafði alveg náð tökum á þessu. Semsagt, kennari fram í fingurgóma,“ segir Sigríður og brosir. Ung og í atvinnurekstri fyrir seinna stríð

Þegar Sigríður kom heim til Íslands fór hún að vinna á snyrtistofu hjá Björgu Ellingsen vinkonu sinni. „Við vorum báðar rétt tæplega tvítugar og hún ógift en þegar hún gekk í hjónaband og fór að eignast börn þá dró hún sig úr rekstrinum og ég keypti af henni stofuna. Ég held að hún hafi átt hana í tvö eða þrjú ár áður en ég keypti fyrirtækið,“ segir Sigríður en snyrtistofan stóð við Austurstræti 5 þar sem í dag er banki. Á þessum

10

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

árum var Sigríður sjálf ógift og barnlaus og því má með sanni segja að hún hafi verið mikill frumkvöðull kvenna í atvinnurekstri á þessum árum. Hún segir reyndar að móður sína hafi alltaf langað til að vera útivinnandi en að enginn hefð hafi verið fyrir því í gamla daga. „Hún hefði þó sannarlega gert það ef hún hefði átt þess kost.“ Sigríður segir að alltaf hafi verið nóg að gera á stofunni og viðskiptavinirnir margir. Hópur þeirra samanstóð mestmegnis af konum úr efnaðri stéttum samfélagsins og yngra fólki með húðvandamál, eða bólur. „Svo datt þetta unga fólk úr hópi viðskiptavina þegar það gifti sig því þá hafði það enga peninga í þetta lengur,“ segir hún, hristir höfuðið og rifjar upp aðra sérstaka minningu sem tengist stéttaskiptingu í þjóðfélaginu á þeim tíma. „Ef viðskiptavinirnir voru fermdir þá var siður að þéra þá. Þannig var ég að þéra litlar stelpur og þær þú-uðu mig til baka,“ segir hún og kímir. Gekk þrítug í hjónaband

Þrjátíu ára gömul giftist Sigríður manni sínum Guðmundi Jenssyni sem hún lætur einkar vel af. Þau kynntust sem unglingar þegar þau voru að ferðast um landið en tóku ekki saman fyrr en upp úr miðjum tvítugsaldri. „Þetta var voðalega góður maður. Hann var rafvélavirki og kennari við Iðnskólann, yfirkennari á tímabili. Við giftum okkur frekar seint enda erfitt fyrir okkur að fá húsnæði á þessum tíma,“ segir Sigríður sem í raun má telja að hafi verið talsvert á undan sínum samtíma enda á fullu í sjálfstæðum atvinnurekstri, löngu áður en hún gekk í hjónaband. Þegar húsið sem snyrtistofan var í við Austurstræti 5 var rifið svo að hægt væri að byggja þar banka flutti starfsemin í stuttan tíma á Rauðarárstíg en svo var farið á efri hæð húss Egils Jacobsen sem stendur enn í Austurstræti. „Það var nú samt alveg ómögulegt að vera þar vegna þess að gluggarnir voru svo stórir og þegar sólin skein inn þá var alveg ólíft. Við fluttum því fljótlega í Bankastræti 14 og þegar það hús var rifið flutti ég starfsemina mína bara heim til mín og var óskaplega fegin því. Ætli þetta hafi ekki verið 1971 til 1972 og við flutninginn varð ég alsæl, ein með mína vinnu. Þetta var ágætis hvíld eftir öll þessi ár í virkum atvinnurekstri,“ segir þessi kraftmikla kona sem hætti fyrst að vinna fyrir fimm árum. „Það skildi mig enginn nema Guðmundur“

Óhætt er að fullyrða að sú þekking sem Sigríður kom með heim frá London hafi verið einkar dýrmæt því engin leið var fyrir áhugasamar að læra snyrtifræði á þessum árum nema á stofu af einhverri sem kunni tökin á þessu og gat kennt. Því var Sigríður alltaf með nema á stofu sinni en kynni hennar af þeim meistara sem kenndi henni fræðin leiddu síðar til þess að Félag íslenskra snyrtisérfræðinga var stofnað og í framhaldi af því var gengið til liðs við Cidesco.

„Ég gerði þetta þar til fyrir svona fimm árum. Var svona aðallega að fá vinafólk mitt og konur sem höfðu verið lengi hjá mér á stofunni í meðferðir. Þegar ég fór svo að fá í bakið gat ég ekki sinnt þessu lengur og hætti. Það er bara verst að ég verð eflaust allra kerlinga elst!“


„Hún sagði að þar sem ég væri með stofu þá þyrfti ég endilega að sækja um inngöngu í Cidesco sem er alþjóðafélag snyrtifræðinga. Hún hætti svo ekki fyrr en við vorum komnar í þetta félag en til þess að fá inngöngu í það þurftum við sjálfar að stofna með okkur eigið félag hér á Íslandi. Ég held satt best að segja að ég hefði aldrei getað gert þetta án aðstoðar frá manninum mínum. Hann var svo góður, hjálpsamur og þægilegur, hvatti mig óspart til að stofna félagið og hjálpaði mér að öllu leiti. Pabbi hans var stórtemplari en Guðmundur hafði verið mikið að sniglast kringum hann sem krakki og vissi því mikið meira en ég um hvernig maður á að standa að svona löguðu,“ segir Sigríður en fyrsti fundur félagsins fór svo fram í herbergi 513 á Hótel Sögu. Þetta var árið 1964 og ári síðar fengu íslenskir snyrtisérfræðingar inngöngu í alþjóðafélag snyrtifræðinga. Sigríður hélt þá utan til höfuðstöðva Cidesco í Belgíu þar sem fram fór árlegt þing. „Á þinginu þurfti ég að fara upp á svið sem mér fannst alveg agalegt. Þar talaði ég svo bara íslensku, þarna töluðu allir á sínu máli sem ég skildi ekki og því ákvað ég að tala bara á mínu. Ég þakkaði fyrir mig og svona, þurfti lítið að segja enda skildi mig hvort sem er enginn nema Guðmundur,“ segir Sigríður og hlær innilega en ljóst er að hún unni manni sínum mikið „Ég var svo heppin með hvað hann Guðmundur var dýrðlegur. Hann studdi mig bara alla leið og stóð með mér.“ Margar hindranir stóðu í vegi fyrir því að stofnun Félags íslenskra snyrtisérfræðinga gengi greiðlega fyrir sig og ekki voru allar á eitt sáttar um tilgang þess eða hvernig það gæti þjónað hagsmunum félagsmanna. „Ég vildi bara taka allar sem höfðu lært þetta inn í félagið, setja svo reglur og fara eftir þeim. Þá væri það búið og ekkert til að tala um en þarna voru konur sem voru ekki sammála þessu. Til dæmis hún Margrét Hjálmtýsdóttir sem hafði stofnað einkaskóla. Hún vildi stofna félag þeirra sem höfðu útskrifast úr hennar skóla enda urðu þær svo móðgaðar þegar við vildum ekki taka þær inn í félagið. Þær höfðu bara svo lítið nám að baki að okkur fannst það ekki eiga við. Þetta var alveg agalegt og margt einkennilegt sem kom upp í kringum þetta mál, persónulegar rimmur og annað en það leystist þó allt endanlega þegar félögin voru sameinuð og starfsgreinin gerð löggilt.“ Töfrauppskrift efnafræðingsins

Sigríður flutti sjálf inn vörur á snyrtistofuna sína og hún segir það hafa verið lítið mál en ekki mátti leggja meira en 11% á verðið sem reyndist erfitt fyrir reksturinn. „Þennan litla ágóða fengum við í okkar vasa og því var ægilega erfitt að reka verslunina. Það var svo mikil vinna í kringum hana. Til að bæta upp tekjurnar heklaði ég húfur og trefla sem ég seldi á stofunni. Ég var að til klukkan tvö á hverri nóttu til að láta þetta ganga og gerði allt saman sjálf,“ segir Sigríður sem sýndi einnig frumkvæði sitt og sjálfsbjargarviðleitni með því að búa til krem sem hún notaði á stofunni. „Ég gerði til dæmis maska sem var alveg ægilega góður. Bróðir minn var efnaverkfræðingur og hann lét mig hafa þessa uppskrift sem var voðalega góð. Svo lét ég þau hjá Frigg framleiða fyrir mig krem sem við notuðum til að nudda upp úr.“

12

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Ég vildi bara taka allar sem höfðu lært þetta inn í félagið, setja svo reglur og fara eftir þeim. Þá væri það búið og ekkert til að tala um en þarna voru konur sem voru ekki sammála þessu. Hún segir það líka hafa verið erfitt að vinna við snyrtifræðina á stríðsárunum þegar mikil innflutningshöft voru ríkjandi. „Þá þurftu snyrtifræðingar að sætta sig við að vinna með lélegar vörur en lærði þó alveg heilmikið að greina húðina og vissi með tímanum alltaf hvað var best að gera. Ég átti náttúrlega þennan fína maska og svo vann ég bara með höndunum,“ segir hún og bætir við að á árum áður hafi snyrtifræðingar einnig starfað heilmikið með húðsjúkdómalæknum. „Ólafur Tryggvason læknir hafði oft samband við mig og sagði þá kannski að hann hefði hjá sér slæm tilfelli sem þyrftu „tvöfalda hreinsun“ og þessu hafði ég svolítið gaman af. Krakkarnir komu þá beint til okkar úr höndum læknanna en í dag er þetta mikið breytt og lítið samstarf milli þessara stétta.“ Verður allra kerlinga elst

Eins og áður segir lagði Sigríður snyrtistofuna niður upp úr 1970 og stofnaði stofu á heimili sínu. Þá var hún í kringum sextugt „Ég vann heima þar til fyrir svona fimm árum. Var aðallega að fá vinafólk mitt og konur sem höfðu verið lengi hjá mér á stofunni í meðferðir en þegar ég fór að fá í bakið gat ég ekki sinnt þessu lengur og hætti,“ segir hún og bætir við að hún megi eiginlega teljast frekar heppin í lífinu. „Það er bara verst að ég verð eflaust allra kerlinga elst,“ segir hún brosandi og bætir því við að sér hafi alltaf þótt þetta sérlega skemmtilegt starf. „Ég hlakkaði alltaf til að fara að vinna. Mér fannst fólkið svo skemmtilegt og starfið líka. Hafði bara alltaf svo óskaplega gaman af þessu. Ég hef líka alla tíð verið svolítið pjöttuð svo þetta kom allt af sjálfu sér.“ Af þessu liggur beint við að spyrja þessa elstu pjattrófu landsins hvert leyndarmálið á bak við fegurðina sé en þrátt fyrir háan aldur geislar enn af henni jákvæðni og lífsgleði. „Mér finnst nú svolítið leiðinlegt að gefa svona ráð en ég verð þó að segja að fyrst og fremst tel ég mikilvægt að lifa heilbrigðu og reglusömu lífi. Það er alveg númer eitt, tvö og þrjú. Lifa á góðu fæði, ekki drekka áfengi, reykja eða taka þessi eiturlyf. Þetta er mjög mikið atriði,“ segir hún og bætir við að hún hafi nýlega heyrt um forvitnilega rannsókn sem rennir stoðum undir kenninguna með áfengið. „Þar var talað um að einhvertíma hafi einhver fundið út að það væri hollt fyrir fólk að drekka vínglas á hverju einasta kvöldi. Þetta átti að vera gott fyrir blóðið en núna hefur komið á daginn að þau sem drekka ekki nema eitt staup á dag eiga það talsvert meira á hættu að fá krabbamein en aðrir. Hvað sjálfa mig varðar verð ég að segja að ég er bara heppin að hafa jafna lund. Það gef ég mér ekki sjálf en get kannski stuðlað að því með góðu viðhorfi,“ segir þessi jákvæða og skemmtilega kona að lokum en ljóst er að starfsgleði hennar og lífkraftur hefur orðið mörgum, bæði snyrtifræðingum og öðrum, til góðs á liðnum áratugum.


FÍSF *ERNA

„Konum á að líða vel þegar þær koma á stofu og það er margt svona smálegt hægt að gera sem stuðlar að því. Til dæmis þykkari og aðeins meira „djúsí“ teppi, svolítið betra súkkulaði, aðeins betra kaffi, fallegri lýsing og svo framvegis.“

Erna Gísladóttir rekur Snyrtistofuna Garðatorgi í Garðabæ

Lítil og kósí Erna byrjaði sem nemi á snyrtistofunni Garðatorgi fyrir rúmum áratug. Hún segir sitthvað hafa breyst við það að festa kaup á stofu þar sem hún var áður almennur starfsmaður. „Rósa Halldórsdóttir sem átti stofuna ákvað að fara alveg úr snyrtifræðinni og snúa sér að öðru þannig mér bauðst að kaupa fyrirtækið. Eftir smá umhugsun ákvað ég að slá til,“ segir hún og bætir því við að helstu breytingarnar sem hún upplifði við hlutverkaskiptin hafi verið töluvert meiri vinna. „Nú vann ég ekki lengur bara frá níu til eitt en þessi aukna vinna var bara skemmtileg því ég var að gera meira fyrir sjálfa mig, orðin eigandi stofunnar.“ Spurð að því hvort henni hafi fundist þetta erfitt segir Erna svarið vera bæði já og nei. „Margt var mjög skemmtilegt en það sem er erfitt eru kannski helst þessi starfsmannamál og það þekkja allir stofueigendur. Stúlkurnar sem eru að vinna við þetta eru flestar á barneignaaldri. Þær koma úr náminu og fara svo margar fljótlega í barneignir upp úr því. Þetta er samt eins og við er að búast í kvennastétt og í raun ekkert hægt að gera –enda fullkomlega eðlilegt líka.“ Erna segist hafa verið heppin með það hversu tryggur viðskiptavinahópurinn var þegar hún tók við stofunni og það telur hún hafa auðveldað sér ýmislegt. „Ég þurfti ekki að byrja frá grunni með að afla viðskiptavina sem telst óneitanlega mikill kostur,“ segir Erna en stofan,

sem áður hét La Rosa, hefur verið starfandi í tæpa tvo áratugi. Viðskiptavinirnir koma margir úr Garðabænum en einnig víða annarsstaðar af höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er svona lítil og kósí stofa. Við erum bara með þrjú herbergi og tvö naglaborð og erum fjórar að vinna hérna. Þetta hefur orðið til þess að hér þekkja allir alla og því oft talað um stofuna sem hálfgerðan klúbb.“ En hvaða breytingar gerði Erna á stofunni þegar hún tók við rekstrinum? „Ég hækkaði þjónustustigið og legg fyrst og fremst áherslu á að viðhalda notalegri og vinalegri stemmningu og gera vel við viðskiptavinina. Hafa súkkulaði með kaffinu og ný blöð. Konum á að líða vel þegar þær koma á stofu og það er margt svona smálegt hægt að gera sem stuðlar að því. Til dæmis þykkari og aðeins meira „djúsí“ teppi, svolítið betra súkkulaði, aðeins betra kaffi, fallegri lýsing og svo framvegis. Svo má ekki taka viðskiptavininum sem sjálfsögðum. Þó að viðskiptavinur sé „bara“ að koma í litun í hálftíma er sjálfssagt að dekra aðeins við hann. Þetta gengur mikið út á það –að sama þjónustulundin sé viðhöfð, burtséð frá því hvað fólk stoppar stutt eða lengi eða hversu kostnaðarsöm viðskiptin eru. Kona kemur kannski inn í vax og það gæti tekið stuttan tíma en þess í stað er hægt að hafa það bara svolítið næs, stoppa lengur og fá gott nudd á fæturna í leiðinni. Það á nefninlega alltaf að vera svolítið dekur fólgið í því að koma á snyrtistofu.“

Fegrunarráð Ernu 1 Hugsa almennt vel um heilsuna og sofa nóg. Það skiptir miklu fyrir útlitið að vera vel úthvíld. Þetta með fegrunarblundinn er enginn lygi.

2 Svo er gott að vera í góðum höndum, sérstaklega eftir því sem aldurinn færist yfir. Góð ráð frá góðum snyrtifræðingi sem vill manni vel geta verið dýrmæt.

3 Og að lokum er mikilvægt að hugsa reglulega um húðina, kvölds og morgna og nota kremin sem maður á, hvort sem þau eru dýr eða ekki. Passa sig að gera þetta ekki bara í skorpum.

14

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009


Ester Rafnsdóttir hefur lokið námi í snyrtifræði, nuddi og förðun og hlotið viðurkenningar fyrir vel unnin störf.

Um mikilvægi símenntunar og starfsemi IÐUNNAR

ÞÖRF FYRIR ÞEKKINGU Texti GYLFI EINARSSON

Gylfi Einarsson er sviðsstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR.

IÐAN fræðslusetur ehf er símenntunarfyrirtæki, rekið af samtökum á vinnumarkaði og var það stofnað árið 2006. Fyrirtækið gegnir í megindráttum þríþættu hlutverki sem felst í miðlun þekkingar fyrir iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki (einkum í formi námskeiða), þjónustu við framhaldsskólanemendur og gerð raunfærnimats. Þegar IÐAN var stofnuð árið 2006 runnu saman fimm fræðslumiðstöðvar; Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins ehf, Menntafélag byggingariðnaðarins ehf, Prenttæknistofnun, Fræðsluráð hótel- og matvælagreina og Fræðslumiðstöð bílgreina ehf. Sú starfsemi sem áður var innan þessara fræðslumiðstöðva er nú rekin á aðgreindum sviðum innan IÐUNNAR en starfsemi IÐUNNAR er í stórum dráttum þríþætt. Meginhlutverk fyrirtækisins er endurmenntun og námskeiðahald fyrir málm- og véltækniiðnað, byggingariðnað, útgáfu- og margmiðlunariðnað, bíliðnað, ásamt hótel og veitingagreinum en nýlega hafa meistarar og sveinar í hársnyrtiiðn og IÐAN samið um samstarf í námskeiðahaldi. Í öðru lagi rekur IÐAN umfangsmikla þjónustu við framhaldsskólanema. Fyrirtækið sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár yfir nemendur í

vinnustaðanámi fyrir um þrjátíu löggiltar iðngreinar og eru snyrtifræði þar með talin. Jafnframt veitir IÐAN sveinsprófsnefndum þessara löggiltu iðngreina þjónustu með skráningu nemenda í sveinspróf, undirbúningi prófa og aðstoð við gerð verklagsreglna um framkvæmd prófa. Enn fremur veitir IÐAN starfsgreinaráðum greinanna þjónustu af margvíslegu tagi, þar með talið er Starfsgreinaráð snyrtigreina. Starfsgreinaráðin eru skipuð af menntamálaráðherra samkvæmt tilnefningu samtaka á vinnumarkaði t.d. Samtaka iðnaðarins, Samiðnar og fleirum. Þau hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samstafi atvinnulífs og skóla, meðal annars að koma óskum og tillögum vinnumarkaðarins um skólastarf á framfæri við skóla og ráðuneyti. Í þriðja lagi býður IÐAN upp á svokallað raunfærnimat í þeim löggiltu iðngreinum sem fyrirtækið sinnir. Raunfærnimat er þjónusta við fólk sem hóf starfsnám en lauk því ekki en hefur unnið í iðngrein um nokkurt skeið. Hér gefst fólki kostur á að leggja fram sín skólagögn og láta jafnframt meta þá þekkingu sem það hefur aflað sér með störfum sínum. Að þessu loknu er útbúin námsáætlun við hæfi hvers og eins sem gerir honum eða henni kleift að ljúka námi til sveinsprófs. Hvað er símenntun?

Þegar spurt er að þessu verður oftar en ekki fátt um svör enda er símenntun ekki eitthvað eitt eða tvennt heldur fjölmargt sem snertir okkur öll, á öllum tímaskeiðum ævinnar. Símenntun er viðleitni einstaklinga til að bæta sífellt þekkingu og færni í stafi sínu eða efla sig við önnur persónuleg áhugamál. Símenntun felst því ekki einvörðungu í því að sækja námskeið, heldur er allt nám og þjálfun utan hins formlega skólakerfis kallað þessu nafni. Við getum til dæmis kallað óformlega starfsþjálfun á vinnustað símenntun, það er að segja þegar við lærum ný og hagkvæmari vinnubrögð undir leiðsögn reyndari starfsmanna. Öll símenntun stuðlar að því að gera okkur hæfari í starfi, auka starfsánægju okkar, bæta möguleika okkar á vinnumarkaði og efla okkur sem einstaklinga. Nú er von að einhver spyrji hvort virkilega sé þörf á þessu og svarið er jákvætt. Flest erum við að þroskast og eflast af þekkingu og reynslu

„Flest erum við að þroskast og eflast af þekkingu og reynslu fram á efri ár. Þetta gerist stundum ómeðvitað og án þess að við ætlum okkur beinlínis að læra.“ 16

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

fram á efri ár. Þetta gerist stundum ómeðvitað og án þess að við ætlum okkur beinlínis að læra. Við bara meðtökum. Símenntun er hins vegar meðvitaður farvegur fyrir þessa viðleitni. Um leið og við ætlum okkur að læra förum við í ákveðinn gír ef svo má segja. Við öflum upplýsinga á markvissan hátt, leitum leiðsagnar þeirra sem vita betur en við og einbeitum okkur svo að því að nota nýfengna þekkingu og færni í starfi. Við stöðnum ef við hættum að bæta þekkingu okkar og færni hvort sem þekkingaruppbyggingin er meðvituð eða ómeðvituð. Stöðnun í þekkingaröflun er það sama og afturför í síbreytilegu samfélagi. Þess vegna er öllum starfandi iðnaðarmönnum nauðsynlegt að vinna markvisst að eflingu þekkingar sinnar og færni. Það er meginhlutverk IÐUNNAR að styðja við þessa viðleitni. Hvernig getur IÐAN komið að símenntun snyrtifræðinga?

Ekki er mér kunnugt um fyrirkomulag símenntunar í snyrtifræðinni þó ég þykist vita að innflytjendur hafi lagt þar gjörva hönd á plóg með kynningum og annarri þekkingarmiðlun. Símenntunarstarfsemi er þess eðlis að hana þarf að vanda og rækja af mikill virðingu fyrir fagi og viðskiptavinum. Öll námskeið IÐUNNAR byggja á greiningu á þörf starfsmanna og fyrirtækja fyrir einhverja tiltekna þekkingu. Á grunni hennar er námskeið svo hannað og námsefni ritað. Þá er námskeiðið markaðssett, auglýst og kynnt og síðan haldið. Að því loknu fá þátttakendur tækifæri til að leggja sitt eigið mat á námskeiðið, þeir fá viðurkenningu fyrir að sækja það og eru skráðir í gagnagrunn IÐUNNAR. Að lokum er leitast við að fara yfir árangurinn af námskeiðinu, meta útkomu og lagfæra það sem þörf þykir. Fari svo að snyrtifræðingar óski eftir þjónustu IÐUNNAR í þessum efnum getur það gerst á tvennan hátt: Annars vegar geta snyrtifræðingar komið sér saman um að innheimta endurmenntunargjöld eins og nú gerist í þeim iðngreinum sem aðild eiga að IÐUNNI. Þetta er tiltekið hlutfall launa sem rennur til IÐUNNAR. Hársnyrtiiðnin hefur farið þessa leið. Með þessu móti tekur IÐAN að sér að skipuleggja og halda þau námskeið sem greinin telur sig þurfa. Jafnframt eiga félagsmenn rétt á að sækja svokölluð almenn námskeið, sem eru einkum tölvu- og stjórnunarnámskeið á því verði sem aðilar IÐUNNAR greiða. Hins vegar getur Félag snyrtifræðinga gert samning við IÐUNA um skilgreinda þjónustu sem felst í námskeiðahaldi, kynningum eða hverju öðru sem verkast vill. Það er þá einnig samkomulagsatriði hvort snyrtifræðingar öðlast rétt til að sækja almenn námskeið á sama verði og aðilar IÐUNNAR.

„Það er svo margt spennandi í boði erlendis og maður þarf að nýta það sem maður hefur.“

Þyrstir í að vita meira

E

ster Rafnsdóttir útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá FB í maí fyrir þremur árum en hún flaggar einnig prófi frá Nuddskóla Íslands og er jafnframt menntuð sem förðunarfræðingur. Semsagt, kona sem hefur sérlega gaman af því að læra. Henni hefur einnig orðið vel ágengt með það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur því á sínum tíma veitti Iðnmennt Ester verðlaun fyrir góðan árangur áður en hún útskrifaðist sem sveinn og það þurfti undanþágu til, því ekki tíðkast að verðlauna þau sem ekki hafa lokið sveinsprófi. „Ætli það megi ekki segja að ég hafi snemma heillast af kremkrukkum... var svona ellefu ára þegar ég fór að finna fyrir aðdráttarafli þeirra og ekki leið svo á löngu þar til ég fór að versla mér snyrtivörur,“ segir Ester sem meðal annars hefur starfað í snyrtivöruversluninni Hygeu. „Ég byrjaði svo í förðunarnámi í janúar 2003 en þá hafði ég starfað í Hygeu í þrjú ár. Ég hef semsagt alltaf haft mikinn áhuga á snyrtivörum og gaman af þessu,“ segir hún en Ester hefur líka starfað sem kaffibarþjónn og flugfreyja. „Það má eiginlega segja að eitt hafi leitt af öðru hvað varðar námsferil minn. Ég byrjaði á förðuninni. Þar komst ég að því að mig langaði til að læra meira og fór í snyrtifræði. Þegar ég var byrjuð í snyrtifræðinni og búin að fá smjörþefinn af nuddi þá komst ég að því að mig langaði til að læra meira um nudd og svona opnuðu einar dyr þær næstu,“ segir Ester sem lauk prófi frá Nuddskóla Íslands í maí 2008. „Þetta var heilmikil puð. Ég vann á stofu á daginn og var svo í nuddskólanum á kvöldin,“ segir hún og bætir því við að gífurlegur áhugi og góður stuðningur hafi orðið til þess að henni tókst þetta eins og hún óskaði sér. „Meistarinn minn á Helenu fögru kom líka til móts við mig með því að leyfa mér að hætta fyrr á daginn og svona. Ég er henni mjög þakklát fyrir þetta.“ Í framtíðinni stefnir Ester á að ljúka meistaranámi í snyrtifræði og taka hið alþjóðlega Cidesco próf en hún hefur meðal annars stundað háskólanám í spænsku, búið í Madrid, tekið stúdentspróf í frönsku, lært ítölsku í ár og starfað sem flugfreyja svo óhætt er að fullyrða að útlöndin toga svolítið í Ester. „Það er svo margt spennandi í boði erlendis og maður þarf að nýta það sem maður hefur. Það er reyndar ekki endalaust hægt að fara bara á námskeið. Ég þarf að gera eitthvað við þetta allt saman,“ segir hún og hlær. Hvað varðar meistaranámið segist hún hafa haft svo mikið á sinni könnu undanfarið að henni þyki hvíldin góð í augnablikinu. „Þetta hefur verið svolítið mikið að vera í nuddskólanum á kvöldin og vinna í fullu starfi á daginn. Núna fíla ég það mjög vel að vera bara í vinnunni enda er ég að sinna fjölbreyttum verkum,“ segir snyrti, förðunar -og nuddfræðingurinn Ester Rafnsdóttir að lokum.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

17


“Snyrtifræðingar hafa kunnáttu og reynslu til að meta hvort húðvandamálið er innan sviðs snyrtifræðinnar eða hvort vísa þurfi einstaklingum áfram til læknis og þetta þyrfti að leggja sterkari áherslu á.” Inga Kolbrún

Snyrtiskólinn er einkaskóli í snyrtifræðum stofnaður árið 2002 af þeim Ingu Þyrí Kjartansdóttur og Kristínu Stefánsdóttur. Núverandi eigandi skólans er Guðrún Möller en Inga Kolbrún Hjartardóttir er skólastjóri.

EINKASKÓLI Í SNYRTIFRÆÐUM

F

rá Snyrtiskólanum útskrifast nemendur undirbúnir fyrir sveinspróf en námið tekur eitt ár og er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Að árinu loknu tekur við tíu mánaða starfsþjálfun á stofu undir stjórn meistara í snyrtifræði en Snyrtiskólinn kennir samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla; námsskrá í snyrtifræði. Í Snyrtiskólanum er boðið upp á eins árs samfellt nám sem tekið er á þremur önnum og þrisvar sinnum á ári eru nýjir nemendur teknir inn. Þetta er í byrjun ágúst, um miðjan nóvember og í byrjun mars. Þá er á sama tíma einn nemendahópur útskrifaður en Snyrtiskólinn hefur haldið útskriftir sínar í Hjallakirkju í Kópavogi. Fjöldi nemenda í hóp er að meðaltali tólf til sextán einstaklingar. Snyrtiskólinn er eini skólinn á Íslandi sem hefur náð þeim áfanga að hljóta Cidesco réttindi og getur þar af leiðandi útskrifað nemendur með alþjóðlegt Cidesco próf. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust með Cidesco próf í mars 2007. Tvisvar sinnum hefur verið prófað síðan og allir nemendurnir sem þreyttu prófin stóðust bæði þau bóklegu og verklegu en lágmarkseinkun úr Cidesco prófum miðast við 70% árangur af 100%. Alþjóðlegir Cidesco prófdómarar hafa komið hingað til lands í próftökur. Til dæmis frá Svíþjóð, Hollandi en á þessu ári, 2009, kemur prófdómari frá Finnlandi. Í framhaldi af hverju Cidesco prófi fær Snyrtiskólinn skýrslu þar sem farið er yfir árangur og bent er á hvað betur má fara í kennslu og kennsluaðferðum. nemendur með misjafnar þarfir

Guðrún Möller, eigandi Snyrtiskólans (til vinstri) og Inga Kolbrún Hjartardóttir skólastjóri.

Skólastjóri Snyrtiskólans, Inga Kolbrún Hjartardóttir, segir það hafa ýmsa kosti að stunda nám við einkaskóla. Til dæmis sé hann fámennari og því takist stundum betur að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. „Sem dæmi get ég nefnt að hér eru nemendur frá tvítugu og upp í fimmtugt. Þegar um “fullorðna nemendur” er að ræða hafa þeir yfirleitt mörg önnur hlutverk í lífinu en bara nemendahlutverkið og þess vegna þurfum við að koma til móts við þetta með mörgum leiðum,” segir Inga Kolbrún og bendir jafnframt á að stór hluti nemenda komi úr nágrannabyggðalögum eins og til dæmis frá Selfossi og Suðurnesjum. „Og svo eru það nemendur sem hafa flutt utan af landi til þess að stunda nám við skólann. Þetta er sannarlega fjölbreyttur hópur. Einstaklingarnir innan nemendahópsins hafa einnig mismunandi upplag og sjálfsaga,” segir Inga Kolbrún og heldur áfram. „Kennsla á fyrst og fremst að ganga út á að vekja nemandann til umhugsunar og rökræðu enda er það stór hluti af störfum snyrtifræðinga. Við lítum svo á að hlutverk kennarans sé að styðja nemandann, efla sjálfsmynd- og sjálfsöryggi og hvetja og leiðbeina við námið. Þetta gerir hann meðal annars með því að skapa gott námsumhverfi og vera góð fagleg fyrirmynd jafnt í viðhorfum til náms sem vinnubrögðum -því eins og allir vita sem starfa að skólamálum er það forsenda fyrir námsárangri að nemanda líði vel í skólanum og náminu sjálfu. Samskiptatækni og samskiptafærni eru mikilvægir þættir í störfum snyrtifræðinga og eru aldrei ofmetin og það sama má segja um faglegheit og að sýna fágaða framkomu. Þessvegna leggjum við mikið upp úr því að kennarar geti verið nemendum sínum fyrirmyndir á þessu sviði.” Eins og allir vita eru 99% nemenda í snyrtifræði kvenmenn og eins eru það í stórum meirihluta kvenmenn sem sækja þjónustu á snyrtistofur. En hvernig hefur hlutfall karlkyns nemenda verið í Snyrtiskólanum?

„Við höfum útskrifað einn karlmann,” segir Inga Kolbrún og brosir. „Hann tók Cidesco próf að náminu loknum og vinnur nú sem yfirmaður á stórum SPA stað erlendis. Við viljum að sjálfssögðu sjá fleiri karlmenn starfa í þessu fagi og óskum hér með eftir þeim.” Samstarf við önnur lönd

Snyrtiskólinn tók þátt í verkefni á síðasta ári sem kallaðist Nordplus voksen. „Þar vorum við með kennara og nemendaskipti milli Privatskolan í Svíþjóð, Omnia í Finnlandi og Snyrtiskólans á Íslandi. Þar sem samvinnan gekk mjög vel og allir ánægðir með útkomuna stendur til að hafa framhald á því samstarfi,” segir Inga Kolbrún. „Við erum einnig í samstarfi við prófessorinn Aubrey Parson sem er íslenskum snyrtifræðingum að góðu kunnur fyrir fyrirlestra erlendis á Cidesco þingum. Aubrey er hafsjór af fróðleik varðandi efnafræði snyrtivara og virkni efna en við heyrum frá honum reglulega og getum alltaf leitað til hans, sem er ómetanlegt,” segir hún ánægð. Snyrtiakademían, ásamt Snyrtiskólanum, hefur einnig gert samning við erlent fyrirtæki, Steiner, sem rekur snyrtistofur um borð í öllum stærstu skemmtiferðaskipum heims, um að það taki nemendur sem lokið hafa prófi frá Snyrtiskólanum í starfsþjálfun til undirbúnings fyrir sveinspróf. Þetta hlýtur mörgum ungum, tilvonandi snyrtifræðingum að þykja spennandi valkostur enda gaman að slá tvær flugur í einu höggi með því að sjá heiminn og haf og stunda nám í leiðinni. „Svo höfum við komið af stað samvinnu milli Ingrid Borst, sem er starfsmannastjóri Evrópu fyrir Steiner og Snyrtiskólans. Ingrid mun ýmist koma til Íslands eða nemendur héðan fara til Norðurlandanna í starfsviðtöl,” segir Inga Kolbrún og bendir jafnframt á að starfandi snyrtifræðingar sem hafi áhuga á að starfa fyrir Steiner geti snúið sér til skólans. Húð- og Snyrtifræðingur

Spurð að því hverjir draumar Ingu Kolbrúnar fyrir framtíð fagsins séu nefnir hún fyrst og fremst fagnafnið Húð- og Snyrtifræðingur. Þessi tiltill er vissulega ekki til ennþá en hugsanlega gerist það einn daginn? „Mér finnst þetta fagnafn gefa mun meira til kynna um hvað námið, fagið og starfið snýst. Snyrtifræðingar hafa kunnáttu og reynslu til að meta hvort húðvandamálið er innan sviðs snyrtifræðinnar eða hvort vísa þurfi einstaklingum áfram til læknis og þetta þyrfti að leggja sterkari áherslu á,” segir hún og nefnir einnig meiri áherslu á hverskonar SPA meðferðir og líkamsmeðferðir þar sem ört vaxandi framboð sé á heilsulindum jafnt hérlendis sem erlendis. „Nú, svo eru það karlmennirnir. Þó karlmenn leiti í ríkari mæli inn á snyrtistofur í dag en í gamla daga þá viljum við endilega sjá fleiri. Ég vil líka sjá fleiri snyrtifræðinga við vinnu, fræðslu -og ráðleggingar á eldri stigum grunnskóla og í framhaldskólum landsins. Ég sé einnig fyrir mér sjálfstætt starfandi snyrtifræðinga í ráðgjafaþjónustu innan hinna ýmsu fyrirtækja sem og meiri samvinnu við aðra fagaðila, svo sem húðsjúkdómalækna og lýtalækna eins og tíðkast víða erlendis. Þetta varð nýlega að veruleika hér á Íslandi en það er nemandi frá Snyrtiskólanum sem fór í samvinnu við húðsjúkdómalækni. Við höfum við stutt vel við bakið á því samstarfi og erum vongóðar um að það samstarf eigi eftir að vaxa mjög á komandi árum.”

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

19


Gunnhildur Gunnarsdóttir Kennslustjóri snyrtibrautar í FB „...endurteknar æfingar í handverkinu eru mjög mikilvægar til að öðlast þá færni sem góður snyrtifræðingur þarf að ná tökum á.“

Snyrtibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti

traust og vandvirkni Fyrsti fjölbrautaskóli landsins, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti eða FB, tók til starfa árið 1975. Skólinn er framhaldsskóli, byggður upp með markvissu áfangakerfi en námssvið þar eru sjö og hvert svið skiptist í hinar ýmsu brautir. Ein þeirra er snyrtibraut.

F

ljótlega eftir vígslu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, eða árið 1976, var leitast við að stofna þar snyrtibraut. Það gekk þó ekki í fyrstu tilraun vegna skorts á útbúnaði og tækjum. Árið 1985 hafði starfsgreinin fengið löggildingu og í framhaldi af því var nám í snyrtifræðum endanlega innleitt í fjölbrautaskólann. Gunnhildur Gunnarsdóttir, núverandi kennslustjóri snyrtibrautar FB og fyrrum formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga var meðal þeirra sem unnu að því að fá fagið viðurkennt sem löggilda iðngrein á sínum tíma. „Þegar námið var komið í framhaldsskóla þurftu nemendur að taka ákveðinn skólakjarna eða kjarnagreinar áður en hið eiginlega nám í snyrtifræði hófst. Því voru það aðeins níu nemar sem hófu nám á snyrtibraut þessa fyrstu námsönn í FB en þetta hefur mikið breyst síðan þá,“ segir Gunnhildur en fyrstu kennarar við brautina voru Alma Guðmundsdóttir og Ásta Bergljót Stefánsdóttir og starfa þær báðar enn við skólann. Að loknu námi í snyrtifræði við FB vinna nemendur í tíu mánuði á snyrtistofu og taka svo sveinspróf til að öðlast réttindi til að starfa sem snyrtifræðingar. Eftir sveinspróf og eins árs vinnu á stofu undir leiðsögn meistara eiga nemendur kost á að fara í iðnmeistaranám. „Þegar námskrá snyrtibrautarinnar var sett upp voru viðmið og kröfur alþjóðasamtaka snyrtifræðinga, Cidesco, höfð til hliðsjónar svo ætla má að námið sé sambærilegt því sem gerist víðast hvar í heiminum. Þó má reikna með að námið í FB sé í sumum tilvikum lengra þar sem það er háð iðnfræðslulögum. Við teljum það hag nemenda að námið sé víðfeðmt og taki þennan tíma þar sem endurteknar æfingar í handverkinu eru mjög mikilvægar til að öðlast þá færni sem góður snyrtifræðingur þarf að ná tökum á. Við teljum að það sé mikill kostur við að sækja námið í fjölbrautakerfinu því þar eru sérmenntaðir kennarar til að kenna greinar eins og efnafræði, myndlist, líffræði og fleira. Þá er mjög gott nýuppgert bókasafn í skólanum með góðri tölvuaðstöðu. Námseiningar sem nemandi tekur á leið sinni á brautinni nýtast í hvaða nám sem honum gæti hugnast að fara í síðar eða ef honum dettur í hug að færa sig á milli brauta en það eru sumpart nýmæli sem tekin eru upp í tengslum við nýju framhaldsskólalögin,“ segir Gunnhildur og bætir við að aðeins fjórtán nemar séu teknir í verklega námið á hverja önn sem geri kennurum kleift að sinna hverjum og einum nemenda vel. „Við leggjum líka áherslu á að þjálfa hópinn vel í samvinnu bæði í bóklegum og verklegum þáttum. Það sýnir sig æ betur í rannsóknum að það kemur öllum nemendum til góða að vinna sem mest í samvinnuverkefnum, enda ná hóparnir oftast mjög vel saman og eignast í framhaldinu góða

félaga og vini með sömu áhugamál. Þetta sáum við glögglega í hófi sem haldið var til að fagna tuttugu ára afmæli brautarinnar -Árgangarnir höfðu samband og mættu saman í fagnaðinn.“ Í dag kenna sex kennarar í verklega hluta námsins. Þær Alma Guðmundsdóttir, Ásta Bergljót Stefánsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Nína Björg Sigurðardóttir og Gunnhildur. „Allar höfum við háskólagráðu í kennslufræðum frá íslenskum háskólum en grunnmenntun og meistararéttindi ýmist frá Íslandi, Þýskalandi, Bretlandi eða Danmörku. Að sjálfsögðu reynum við að fylgjast með nýjungum og halda þannig kennslunni í þróun og endurskoðun í samræmi við það sem er að gerast í atvinnulífinu. Við leitumst líka við að halda okkar kennaramenntun við með endurmenntunarnámskeiðum. Á þessu ári erum við til að mynda þátttakendur í eins árs endurmenntunarnámi við Háskóla Íslands sem er sérstaklega hannað fyrir verkmenntakennara. Þá höfum við verið virkar í að sækja Cidesco ráðstefnur, alþjóðlegar fagsýningar og námsskeið hér heima og erlendis.“ Gunnhildur segir framtíðaráætlanir og markmið fyrir snyrtifræðinámið í FB vera margvísleg og að margt sé verið að skoða. Í tengslum við nýju framhaldsskólalögin sem áætlað er að komi að fullu til framkvæmda árið 2011, stendur til að fara í nákvæma skoðun á öllum námsþáttum og verður hver og einn áfangi tekinn fyrir og endurskoðaður og flokkaður inn á þrep samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Það mun auðvelda hverskyns mat á hæfni nemenda til dæmis ef þeir ætla að stunda nám eða störf í öðrum löndum. Hér sjáum við mörg spennandi tækifæri til að gera námið enn gagnlegra og skemmtilegra. Þá er gaman að geta þess að við hlökkum mikið til að fá aðgang að 2000 fermetra nýbyggingu við skólann sem taka á í notkun næsta haust en þar verður öll aðstaða fyrir nemendur mikið bætt,“ segir hún. Spurð að því hvað hún telji mikilvægast fyrir nemendurna segist hún halda að það sé að hver og einn nemandi fái að njóta sín og þroska mismunandi hæfileika en engu að síður sé áhersla lögð á að leiðbeina um góða og fágaða framkomu, almenna kurteisi, trúnað og fleira sem fólk verður að tileinka sér ætli það að gera það að starfi sínu að vinna náið með öðru fólki. „Allir þættir námsins eru mikilvægir og að engum þeirra löstuðum vil ég þó leyfa mér að nefna þrennt sem ég legg ríka áherslu á að nemendur reyni að temja sér til að geta talist góðir snyrtifræðingar. Það er hlýlegt viðmót, traust og vandvirkni,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir að lokum.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

21


„Að lokinni eins árs starfsþjálfun á stofu undir handleiðslu meistara getur útskrifaður sveinn hafið nám í Meistaraskólanum.“

Viltu verða meistari?

F Þessar myndir eru teknar í sveinsprófi við Fjölbrautarskólann í Breiðholti árið 1995, sex árum eftir að fyrsta sveinsprófið var tekið.

„Aðstaðan bauð upp á að við gátum prófað sex stúlkur í einu í verklega hlutanum en sex snyrtistólar voru í skólanum. Prófað var í andlitsbaði, litun og plokkun, handsnyrtingu, vaxmeðferð og förðun. Seinna bættist svo við fótsnyrting og líkamsnudd.“

Sveinspróf í Snyrtifræði

S Menntamálaráðuneytið skipaði eftirtaldar félagskonur til þess að sjá um fyrstu sveinsprófin: Guðrún Þórbjarnardóttir formaður nefndar Bára Benediktsdóttir prófdómari Inga Kjartansdóttir prófdómari Varamenn Erna Einarsdóttir Gerður Guðmundsdóttir Ingibjörg Andrésdóttir

22

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

egja má að snyrtifræði hafi verið kennd á Íslandi síðan 1934 en námið fór fram á snyrtistofum þar sem reyndari snyrtifræðingar tóku að sér nema. Einnig var nokkuð um að stúlkur héldu utan til náms en hér áður fyrr þótti slíkt ákaflega fínt. Á seinni hluta síðustu aldar var svo einkaskólinn, Snyrtiskóli Margrétar Hjálmtýsdóttur stofnaður. Tvö félög voru lengi starfandi í kringum fagið. Annarsvegar Félag Íslenskra snyrtisérfræðinga og hinsvegar Félag Íslenskra fegrunarfræðinga. Félag íslenskra snyrtifræðinga var svo stofnað þann 3. mars 1979 en það spratt upp frá því að Landssamband iðnaðarmanna kom með þá tillögu að félögin tvö reyndu að komast að samkomulagi og senda sameiginlega tillögu um löggildingu starfsins til menntamálaráðuneytisins. Okkur var farsælast að sameina krafta okkar enda um sameiginlega hagsmuni að ræða. Snyrtifræðin varð þó ekki að löggiltri iðngrein fyrr en sex árum síðar, þann þrettánda febrúar 1985. Fjórum árum eftir það, í júní 1989, var fyrsta sveinsprófið þreytt en fram að því höfðu verið gefin út sveins -og meistarabréf eftir áunnin réttindi. Prófdómarar og tilvonandi sveinar fengu inni í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti en þar var allt sem þurftum til prófana og allir kennarar mjög hjálplegir. Heilmikil vinna tengdist því að koma prófunum af stað en allir sem einhverntíma höfðu lært fagið höfðu rétt á að þreyta

Texti GUÐRÚN ÞÓRBJARNARDÓTTIR

sveinspróf. Þar sem kunnátta og geta var mjög misjöfn milli einstaklinga þurfti að samræma þetta allt með það í huga. Til dæmis var haldið endurmenntunarnámskeið fyrir þær sem það vildu. Fyrsta sveinsprófið gekk mjög vel. Það var haldið dagana 19-21.júní árið 1989. Tólf stúlkur þreyttu prófið og allar stóðust þær það. Fræðslunefnd félagsins hjálpaði til með að semja skriflega hlutann en hvert próf tók tvo daga: Fyrri daginn var skriflegt próf í þrjár klukkustundir og síðari daginn verklegt próf sem stóð frá morgni dags og fram á síðdegið. Prófin fóru fram um helgar en það var sá tími sem við gátum fengið inni í Fjölbrautarskólanum. Aðstaðan bauð upp á að við gátum prófað sex stúlkur í einu í verklega hlutanum en sex snyrtistólar voru í skólanum. Prófað var í andlitsbaði, litun og plokkun, handsnyrtingu, vaxmeðferð og förðun. Seinna bættist svo við fótsnyrting og líkamsnudd. Að þessu loknu var fyrsta útskriftin haldin með viðhöfn á vegum stjórnar F.Í.S.F. Sigurður Kristinsson frá Iðnfræðsluráði mætti á vegum ráðsins en hann hafði verið okkur mikið innan handar í sambandi við löggildinguna. Iðnfræðsluráð veitti tvenn verðlaun vegna frábærs árangurs en verðlaunin hlutu þær Kristín Guðmundsdóttir og Jakobína Eygló Walderhaug. Til stóð að síðasta sveinsprófið eftir hinu svokallaða gamla formi yrði í júní 1991 en svo mikil var aðsóknin að

leyfi var gefið fyrir einu til viðbótar og það fór fram 21-22 febrúar 1992 og þá voru próftakar tuttugu og þrír. Eftir þetta þurftu snyrtifræðingar að hlýta sömu reglum og aðrar iðngreinar og engar undanþágur voru leyfðar frá þeim. Segja má að það hafi tekið nokkurn tíma að koma þessum málum öllum í fast form en eftir að búið var að festa formsatriðin voru allir komnir með sambærilega menntun og þjálfun. Það gladdi okkur í sveinsprófsnefndinni mjög hvað nemar menntaðir hérna heima stóðu sig vel og hversu metnaðarfull öll kennsla var orðin. Íslenskir snyrtifræðingar voru líka sérlega duglegir að sækja þing erlendis til að fylgjast með því nýjasta á hverjum tíma. Félagið okkar F.Í.S.F hefur að sama skapi verið með ótal námskeið og fyrirlestra í áranna rás til eflingar þeirra sem að því koma. Félag íslenskra snyrtifræðinga er aðili að alþjóðasamtökum snyrtifræðinga CIDESCO þar sem árleg heimsþing eru haldin og hafa íslenskir snyrtifræðingar verið mjög duglegir að sækja þau sér til gagns og gaman og til þess að hitta félaga frá öðrum löndum. Þessi metnaður og áhugi hefur leitt af sér að íslenskir snyrtifræðingar eru sannarlega fremstir meðal jafningja frá öðrum þjóðum og óhætt að segja að við getum verið stoltar af því vinnuframlagi sem við höfum lagt af mörkum á undanförnum árum til hagsmunaauka fyrir okkar fag.

Texti HELGI BALDURSSON

ramhaldsnám í snyrtifræði að loknu sveinsprófi hefur notið mikilla vinsælda hin síðari ár en nemendur sem hyggja á framhaldsnám í iðngrein sinni eiga kost á að fara í Meistaraskólann sem Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins starfrækir. Í Meistaraskólanum fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miða að því að gera iðnmeistara hæfa til að reka eigið fyrirtæki. Markmið meistaranáms er því að veita fræðslu og þjálfun þeim sem lokið hafa sveinspróf svo þeir geti fengið meistarabréf skv. 10 gr. Iðnaðarlaga nr. 47/1978, staðið fyrir sjálfstæðum rekstri í iðngrein sinni, stjórnað verkum og kennt nýliðum vinnubrögð, öryggisreglu og iðnfræði. Hver nemandi ræður sínum námshraða og þar með hve mörgum einingum hann lýkur á hverri önn, að því tilskildu að fjöldi kennslustunda fari ekki yfir hámark skólans né fjöldi eininga sé undir lágmarki. Nemendur geta í því sambandi valið að stunda námið í kvöldskóla eða í fjarnámi sem er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki eiga auðveldlega heimangengt. Iðnmeistaranám skiptist í þrjú námssvið: almennt bóknám, nám í stjórnunarog rekstrargreinum og fagnám en umfang meistaranámsins er misjafnt eftir iðngreinum. Þetta er gert á grundvelli þess að iðngreinar eru mismunandi eftir fagsviðum. Meistaranám í snyrtifræði er sautján einingar sem hægt er að ljúka á einni önn en námi skal ljúka með námsmati, þar með talin eru prófverkefni og vitnisburðir. Uppbygging námsbrautar í snyrtifræði miðar að því meðal annars að því að meistari sé fær um að ráða til sín iðnema og sinna uppfræðslu hans og viðhalda með því móti faglegri verkþekkingu innan stéttarinnar. Uppbyggingu námsbrautarinnar en lýst hér að neðan en nánari upplýsingar er að finna á vef Tækniskólans www.tskoli.is. Meistaranám í snyrtifræði sem telur sautján einingar er sett saman með eftirfarandi fögum: Stjórnunar- og rekstrargreinar, bókhald og skjalavarsla, kennsla / þjálfun, reikningsskil, rekstrarumhverfi, stjórnun og viðskiptastærðfræði. Nemendur geta svo valið um tvö fög sem telja tvær einingar en það eru annaðhvort fjármál fyrirtækja eða fundir og fundarsköp.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

23


FÍSF *ÓLÖF

„Ég hef alltaf haft mikið að gera og enn eru að koma hingað ungar stelpur í litun og plokkun og aðrar meðferðir en það tel ég til marks um góðan árangur. Nýir viðskiptavinir koma ekki nema maður standi sig vel.“

Ólöf Helga Bergsdóttir rekur Snyrtistofu Ólafar við Austurveg 9 á Selfossi

Sætar á Suðurlandi Ólöf Helga var fyrsta konan til að opna snyrtistofu í heimabyggð sinni á Selfossi. Stofan, sem fékk nafnið Snyrtistofa Ólafar, opnaði árið 1985 en þá hafði Ólöf sinnt starfinu frá heimili sínu um nokkurt skeið en hún lærði til fagsins á Snyrtistofunni Mæju hjá Maríu Dahlberg. Hún segir starfseminni hafa verið mjög vel tekið af viðskiptavinum allt frá fyrsta degi. „Ég er fædd hér og uppalinn og kem úr stórri fjölskyldu þannig að maður þekkti vissulega mikið af fólki sem sýndi þessu hreinlega persónulegan áhuga. Svo var ég líka með verslun sem trekkti að en það var fyrsta sérhæfða snyrtivöruverslunin við Selfoss og nágrenni,“ segir Ólöf sem byrjaði á að selja Lumenex vörur frá Finnlandi sem voru á viðráðanlegu verði fyrir flestar buddur. Við meðferðir vann Ólöf upphaflega með vörur frá Sothy‘s en fór svo fljótlega yfir í að nota Clarins sem hún segir hafa verið talsverða byltingu og notið mikilla vinsælda meðal heimamanna. Árið 2003 réðist Ólöf í að endurbæta stofuna og nú eru þar fjórir klefar. Samstarfskona Ólafar til fimmtán ára er María Kristín Örlygsdóttir en hún byrjaði sem nemi fyrir fjórtán árum „Við María vinnum saman eins og smurð vél og bætum á okkur vinnu eftir því sem eftirspurnin eykst eða minnkar.“ Spurð að því hvort hún hafi lagt mikið upp úr endurmenntun segist Ólöf hafa verið dugleg að sækja hverskonar námskeið sem FÍSF buðu upp á. Þrisvar sinnum sótti hún námskeið í Clarins skólanum í París meðan hún notaði þær vörur en þegar hún tók hið vinsæla Guinot merki inn á stofuna var haldið aftur til Frakklands til að nema þau fræði. „Ég fór þarna út til að læra á tækin sem Guinot eru með og hvernig

24

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

ber að nota þær vörur sem eru framleiddar af þeim en síðar fórum við sem störfum á stofunni og sóttum annað námskeið í þessu hjá snyrtifræðibrautinni í FB. Ég er ofsalega ánægð með þetta merki og það sama má segja um viðskiptavinina sem tóku þessu fagnandi.“ Líkt og margir aðrir snyrtifræðingar segist Ólöf alltaf vera jafn sæl í vinnunni og að fátt sé ofar öðru í því sem viðkemur áhuga hennar á ákveðnum tegundum af þjónustu í faginu. „En ef ég á að nefna eitthvað eitt sérstaklega þá held ég að ég verði að nefna andlitsböðin. Mér finnst í raun alltaf skemmtilegast að sinna þeim. Svo erum við líka með ýmsar rafmagnsmeðferðir sem vinna á hinum og þessum meinum sem gefandi er að hjálpa fólki með. Auðvitað hefur maður bætt heilmiklu við sig í gegnum tíðina en ég held þó að ég endi alltaf á því að hafa mestan áhuga á andlitsböðunum,“ segir hún og bætir við að hún telji sig farsæla sem snyrtifræðing. „Án þess að vera að monta mig eitthvað sérstaklega verð ég að segja að ég tel mig hafa enst mjög vel í starfi. Ég hef alltaf haft mikið að gera og enn eru að koma hingað ungar stelpur í litun og plokkun og aðrar meðferðir en það tel ég til marks um góðan árangur. Nýir viðskiptavinir koma ekki nema maður standi sig vel.“ Spurð að því hvort hún telji einhvern mun vera á því að reka snyrtistofu á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu segist Ólöf ekki halda að svo sé. „Hún var í það minnsta ægilega hrifin ljósmyndarinn sem kom hingað að taka mynd fyrir þetta viðtal,“ segir Ólöf og skellir upp úr. „Hún sagði að þetta væri ein flottasta stofan sem hún hefði séð og mér fannst eins og hún væri hálf hissa á þessu þar sem við erum úti á landi,“ segir Ólöf glaðlega að lokum.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

25


íma

tímarit, vefsíður og kynningarefni

Hönnun ritstjórn ljósmyndun umbrot auglýsingar VEFSÍÐUR KYNNINGAREFNI

Við erum náttúran Texti Margrét Hugrún Gústavsdóttir

Hér á landi er fólk sífellt að verða meðvitaðara um þau margbrotnu gæði sem felast í náttúru landsins,hvort sem um er að ræða orku,vatn eða jurtir. Víða um landið hafa sprottið upp litlar framleiðslustöðvar þar sem konur búa til græðandi krem og smyrsl að hætti formæðra sinna en þessi varningur á vaxandi vinsældum að fagna, hér sem erlendis.

Gerum tilboð Í verkefni íma útgáfa

imautgafa@gmail.com


Það má borða vörurnar okkar

VILLIMEY Aðalbjörg Þorsteinsdóttir er eigandi Villimeyjar sem er starfrækt á Tálknafirði. Hún segir áhuga sinn á jurtum og virkni þeirra hafa vaknað þegar hún var unglingur en hún segist alltaf hafa haft áhuga á því að bæta líðan meðbræðra sinna og systra.

É

g byrjaði að týna jurtir og gera smyrsl og seyði fyrir fjölskylduna upp úr 1990. Áhuginn hjá mínum nánustu var ekki mikill í byrjun en þegar líða tók á fundu þau virknina og á endanum var ég hvött til að leyfa fleirum að njóta þess sem ég var að framleiða. Mestu hvatninguna fékk ég frá mágkonu minni Önnu Maggý sem þreyttist aldrei á að hvetja mig,“ segir hún og bætir við að hvað uppskriftirnar varðaði hafi hún notað frumkraft formæðra sinna, visku og kraft. „Ég veit hvað er þarna, þekki grunninn, kraftinn og jurtirnar sem ég vil nota. Hvaða virkni er í þeim, gerð þeirra, blöndun og fleira. Þetta eru ekki uppskriftir sem ég hef fengið frá öðrum heldur óútskýranleg orka úr magnþrunginni náttúru sem bæði hrein og kröftug. Efnin eru algjörlega skaðlaus fyrir alla enda vil ég að fólk fái bót meina sinna og þurfi ekki að gjalda fyrir það með aukaverkunum.“ Framleiðsla Villimeyjar fer fram á Tálknafirði en jurtirnar eru bæði týndar þar og í Arnarfirðinum. „Ég er að framleiða árið um kring en allt sem ég læt frá mér hefur alþjóðlega lífræna vottun. Þá er allt rekjanlegt og algjörlega ómengað,“ útskýrir Aðalbjörg. „Við getum rakið hverja jurt, hvaða dag hún er týnd, hvar og í hvaða framleiðslu hún er notuð og þegar framleiðslan er tilbúin á markað þá hefur hún svokallað lotunúmer sem segir meðal annars til um ár og framleiðsludag.“ Aðalbjörg er stolt af hreinleika þess sem hún framleiðir og þessu til stuðnings bendir hún á að það sé hægt að leggja sér framleiðsluna til munns. „Það er enginn skaði að borða smyrslin enda eigum við að geta borðað það sem við berum á stærsta líffæri líkamans -og fer inn í hann á endanum. Svo er líka gott að benda á að þessi krem má nota á allar skepnur,“ segir Aðalbjörg og brosir hlýlega. Spurð að því hvort hún stefni út fyrir landið með vörur sínar segir hún það sannarlega vera markmið í framtíðinni en um þessar mundir er verið að hanna umbúðir fyrir alþjóðlegan markað. „Náttúruafurðir eru það sem koma skal í framtíðinni enda eiga þessar vörur vaxandi vinsældum að fagna. Ég spyr líka hvað erum við án náttúrunnar og hvað vorum við fyrir hana? Við höfum aldrei verið neitt nema náttúra. Við mannskepnur innihöldum til dæmis hvorki rotvarnar, litar eða ilmefni og oft eru þetta ofnæmisvaldar hjá fólki. Sumir telja sig hafa ofnæmi fyrir náttúrulegum smyrslum en þá hefur yfirleitt komið í ljós að það eru notuð kemísk efni í vörurnar sem ekki er getið um á umbúðunum. Við hjá Villimey erum í raun stolt af því að dýr, og þá sérstaklega hundar, éta smyrslin okkar upp til agna komist þeir í þau og í raun er það besti vottunarstimpill sem maður getur fengið. Þetta er allt saman ómengað og hreint!“ segir villimærin Aðalbjörg að lokum.

28

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Aðalbjörg Þorsteinsdóttir býr og starfar fyrir vestan þar sem hún framleiðir krem og smyrsli undir vörumerkinu Villimey.

Villimey framleiðir í dag sex tegundir smyrsla; Vöðva- og liðagaldur sem notast meðal annars á flestar tegundir af bólgum, á kúlur á höfði, við skordýrabitum, unglingabólum og fleiru.

Bossagaldur reynist vel á viðkvæmt bleyjusvæði smábarna, á sárar og aumar geirvörtur, nýleg sár og hvers kyns þurrkubletti sem og til að verja kinnar barna í frosti.

Sáragaldur reynist vel á minniháttar sár, brunasár, sviða og verki, skrámur, legusár, frunsur, sólbruna, kynfæri og útvortis gyllinæð svo fátt eitt sé nefnt.

Fótagaldur er gott smyrsl á fætur, sprungur á iljum, líkþorn, ef grefur í sárum og á flökkuvörtur barna og aðrar vörtur. Það er jafnframt gott á kynfæri kvenna og karla vegna sveppasýkingar,

kláða eða annarra óþæginda og getur verið fyrirbyggjandi vegna þvagfærasýkingar. Það hefur einnig verið notað við munnangri og eyrnabólgu dýra. Húðgaldur er kláðastillandi, mýkjandi og græðandi á exem, sólarexem, kuldaexem, þurrk í húð psoriasis og marga aðra húðkvilla.

Bumbugaldur er gott smyrsl á strekkta húð ófrískra kvenna sem og þurra húð og það vinnur gegn sliti. Það er einnig gott sem næturkrem á andlit og þurra húð á höndum en smyrslið inniheldur mikið magn af vítamínum, steinefnum og omega fitusýrum. Varagaldur er mýkjandi og græðandi á varir, góður á frunsur og yfir eða undir varalit.


Gígja Kj. Kvam ólst upp með ömmu sinni sem gerði smyrsli úr ýmsum jurtum. Hún segir þekkinguna frá ömmu vera dýrmætan arf sem féll henni í skaut.

Arfur frá ömmu

URTASMIÐJAN Gígja Kj. Kvam eigandi Urtasmiðjunnar ólst upp á heimili þar sem amma hennar gerði grasasmyrsli úr lækningajurtum en þekkingu ömmu sinnar telur Gígja dýrmætan arf sem síðar leiddi til þess að hún fór sjálf út í að framleiða og setja á markað vörur í nafni Urtasmiðjunnar.

É

g er er svo heppin að vera sveitabarn en ég er fædd og uppalin á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Á heimili mínu var það siður að týna jurtir og nota í matargerð og bakstur. Á hverju sumri var því farið til grasa uppá fjöll. Amma mín gerði svo grasasmyrsli úr ýmsum lækningajurtum en þetta notaði hún til að græða sár bæði á mönnum og skepnum og einnig reyndust smyrslin hennar góð á bólgur og gigtarverki,“ segir Gígja og bætir við að þekking þessi hafi reynst henni dýrmætur arfur og því hafi það komið af sjálfu sér að sækja í hann þegar hún stofnaði heimili og fjölskyldu. „Ég hafði líka gaman af að gefa vinum og vandamönnum þessar afurðir mínar og svo vatt þetta meira og meira upp á sig þegar það spurðist út að smyrslin virkuðu vel bæði sem græðandi á sár og ýmis húðvandamál og sem gigtaráburður. Til að byrja með vann ég í fullu starfi sem tónlistarkennari og dundaði við smyrslin í hjáverkum. Svo kom að því fyrir tuttugu árum að ég ákvað að gera alvöru úr þessu og það varð að ævintýrinu sem í dag heitir Urtasmiðjan,“ segir Gígja. Framleiðsla varanna frá Urtasmiðjunni fer fram í sveitinni þar sem vinnslan á sér stað frá upphafi til enda. Jurtirnar eru handtíndar á norðurlandi og hafa viðkomandi landsvæði fengið lífræna vottun frá vottunarstofunni Túni sem hefur alþjóðlegt gildi. Gígja er einnig að vinna að því að fá lífræna vottun á öll hráefnin nú á komandi vori. Þegar hún er fengin hafa fyrirtæki heimild til að auglýsa sína vöru sem lífræna. „Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að hafa vörurnar okkar hreinar og allt hráefnið sem við notum er hundrað prósent náttúrulegt, unnið úr jurtum og lífrænum efnum. Við notum því engar dýraafurðir, engin kemísk ilm- eða litarefni, ekki paraben, jarðolíur, paraffín, petrolatum eða vaselín,“ segir hún bætir við að það sé misskilningur að ekki þurfi að rotverja eða þráaverja náttúrulega snyrtivöru. „Það er nauðsynlegt ef hún á ekki að skemmast og þrána. Urtasmiðjan notar þess vegna lífræna rotvörn og þráavörn sem unnin er úr kjörnum, laufi og rótum jurta.“

30

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Vörur Urtasmiðjunnar eru í dag fluttar út til Danmerkur þar sem þær eru meðal annars notaðar á snyrti- og ýmsum meðferðarstofum og seldar í snyrtivöruverslunum. Hollenskt fyrirtæki vinnur einnig að því að markaðssetja vörurnar þarlendis en með vorinu hefst útflutningur til Hollands og Þýskalands. Spurð að því hver markmið fyrirtækisins séu segir Gígja þau alltaf hafa verið þau sömu: Að framleiða hreina og sanna náttúruvöru af alúð og umhyggju með kraftmiklum og villtum íslenskum jurtum og gefa þeim sem það kjósa kost á því að fá slíka vöru í stað kemískrar vöru. Helstu hindrunina í veginum segir hún vera fjármögnun rekstursins. „Það er dýrt fyrir einyrkja að hafa aðkeypt vinnuafl og auglýsinga kostnaður getur líka verið mjög þungur baggi. Hvað varðar markaðssetningu fyrir útflutning hefur það þó komið af sjálfu sér því þeir aðilar sem hafa haft áhuga á að flytja þessar vörur út hafa sjálfir haft frumkvæðið og séð um alla framkvæmd og undirbúning erlendis. Innanlands hefur maður sjálfur valið úr þær verslanir sem manni finnst að þessi vara eigi heima í. Til dæmis heilsu -og náttúruvöruverslanir og verslanir sem höfða til ferðamanna. Það er sérlega ánægjulegt að finna að núna í þessum fjárhagslegu þrengingum sem við á Íslandi erum í hefur salan á þessari vöru þó aukist til muna og fólk virðist átta sig á að nú eigi að hlúa að íslenskum framleiðendum,“ segir Gígja. „Svo er greinilega að verða vitundarvakning hjá fólki en það er byrjað að lesa hvaða innihaldsefni eru í vörum og er því ekki sama hvað það lætur í sig og á. Þess vegna er mjög mikilvægt að við, framleiðendur, stöndum okkur vel, förum eftir öllum reglum og merkjum allar okkar vörur með innihaldsefnum eins og lög segja til um.“ Að lokum segir Gígja Íslendinga kannski ekki hafa staðið sig nægilega vel í að hlúa að ímynd landsins sem hreinnar og óspilltrar náttúruparadísar. „Við höfum verið svolítið sofandi hvað þetta varðar en ég vona að þar sé að verða breyting á enda fólk alltaf að verða meðvitaðra um hvað við erum rík að eiga þessa hreinu náttúru og allar þær gersamar sem hún hefur að geyma,“ segir norðlenska náttúrubarnið að lokum.

Vörurnar sem framleiddar eru af Urtasmiðjunni hafa verið í þróun síðastliðin tuttugu ár en í dag eru framleiddar um tuttugu tegundir. Til dæmis andlitskrem, nuddolíur, smyrsli og ýmsar fleiri heilsu og snyrtivörur en öll framleiðslulínan gengur undir nafninu SÓLA. „Til að byrja með gerðum við einungis smyrsli sem yfirleitt er einfalt að framleiða. Til dæmis Græðismyrslið sem er löngu orðið þekkt fyrir undraverð græðandi áhrif á sár og sem brunaáburður en einnig sem fótaáburður. Með tímanum þótti okkur það svolítið einhæft að vera bara með smyrslin og því þróuðum við kremlínu fyrir andlit. Til dæmis Fjallagrasakrem-dagkrem, Morgunfrúar-silkikrem og Rósakrem-næringarkrem, sem hafa öll orðið mjög vinsæl. Síðar þróuðum við nudd-olíurnar sem í dag eru mikið notaðar á sjúkranuddstofum, til dæmis Vöðva-gigtarolían og ekki má gleyma barnalínunni sem við köllum Móðir og barn en henni tilheyra nuddolía fyrir móður og barnið, Mömmusalvi fyrir aumar og sárar geirvörtur og Barnasalvi fyrir litla bossa.“


Apótekari uppgötvaði undrakraft smyrslanna

PURITY HERBS Purity Herbs var stofnað á Akureyri 1994 af þeim Ástu Kristínu Sýrusdóttur og André Raes en Ásta Kristín er eigandi fyrirtækisins í dag.

A

Ásta Kristín gaf prófaði undrakremið á litlum leikskóladreng með góðum árangri. Þessi tilraun leiddi til þess að framleiðsla á vörum undir merkinu Purity herbs varð að veruleika.

32

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

ndré hafði áhugamál sem tók hug hans allan en það var að búa til krem, olíur og te úr jurtum og öðrum náttúruefnum. Eftir að hann flutti til Íslands opnaðist honum nýr heimur í þessu sambandi því hér vex fjöldinn allur af heilnæmum, villtum og hreinum jurtum sem hann gat nýtt í þessa tilraunastarfsemi sína. Afraksturinn fór til vina og vandamanna til að reyna að draga úr húðkvillum og bæta ástand húðarinnar,“ segir Ásta sem vann á leikskóla á þessum tíma og fékk þar leyfi móður til að prófa eitt af þessum kremum á dreng sem var með útbrot og exem á húðinni. „Árangurinn lét ekki á sér standa. Á nokkrum dögum voru útbrotin næstum gróin og húðin nánast orðin heilbrigð. Þetta krem hét þá og heitir enn Undrakrem.” Afi drengsins, Böðvar Jónsson apótekari í Akureyrarapóteki, undraðist mjög þennan einstaka árangur og bauð í kjölfarið Ástu og Andre aðstöðu í apótekinu til að hefja framleiðslu á þessum náttúruvörum og hvatti þau til að stofna fyrirtæki um framleiðsluna svo fleiri fengju að njóta góðs af Undrakreminu og öðrum græðandi kremum. „Með ráðgjöf, hvatningu og hjálp Böðvars og Iðnþróunarfélagsins var Purity Herbs stofnað og hjólin byrjuðu að snúast. Í dag framleiðir Purity Herbs yfir fimmtíu og fimm mismunandi tegundir af náttúruvörum sem henta fyrir alla aldurshópa og allar húðgerðir,“ segir Ásta. „Flest grunnefni koma erlendis frá en varan er þróuð og fullunnin hér á Akureyri. Hún er handgerð, náttúrulegum grunnefnum er blandað saman við blöndu af jurtaextröktum og kornkjarnaolíum eftir fyrirframákveðnum uppskriftum. Handfyllt er á hverja krukku og flösku og að lokum eru límmiðar límdir á af starfsmanni Purity Herbs,“ segir hún og bætir við að í vöruúrvalinu sé að finna línur fyrir andlit, líkama, hár, nuddolíur, baðolíur og svo sérstaka ástarlínu sem hefur notið talsverðra vinsælda. Sala á vörum frá Purity herbs á erlenda markaði er um 35% á ársgrundvelli en söluaðila er að finna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Hollandi og fleiri löndum. Hvað varðar hindranir í veginum nefnir Ásta samkeppni, bæði hvað varðar samkeppni við vörur í sama flokki sem og dýrar merkjavörur og ódýrar snyrtivörur sem innihalda mikið magn af tilbúnum kemískum efnum. „Einnig má nefna þekkingarskort en upp á síðkastið má þó segja að bylting hafi orðið í þessum efnum því fólk er orðið miklu meðvitaðra um mikilvægi náttúruvara.“


FÍSS + SÍFS = FÍSF

1985

Snyrtifræði Nafn sameinaðs félags Félag íslenskra snyrtifræðinga, skammstafað FÍSF var samþykkt á fundi þann 3. mars 1979. Atkvæðagreiðsla fundarmanna réði úrslitum um nafnið. Stjórn félagsins eftir sameiningu voru: Gunnhildur Gunnarsdóttir formaður frá FÍSS Sigurdís Sigurbergsdóttir formaður frá SÍFS Þórdís Lárusdóttir fundarritari María Kristmanns gjaldkeri Alma Guðmundsdóttir Erla Waage ritari Gróa Pétursdóttir Sólveig Einarsdóttir Þórhildur Karlsdóttir Meðstjórnendur: Ása Matthíasdóttir Gréta Óskarsdóttir Katrín Þorkellsdóttir Varamenn: Ingibjörg Sveinsdóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir Birgitta Engilberts María Baldursdóttir

34

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

S

nyrtifræði hefur verið kennd á Íslandi síðan árið 1934. Má segja að námið hafi verið með svipuðu sniði í þrjátíu ár, það er segja með því móti að eigendur snyrtistofa tóku að sér nemendur og kenndu þeim það sem þær höfðu á boðstólnum. Nokkrar snyrtistofur var að finna í Reykjavík á þessum árum en konur lærðu bæði hérlendis og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og stofnuðu margar eigin stofu að námi loknu. Við stofnun Félags íslenskra snyrtisérfræðinga (skammstafað FíSS) þann 12. nóvember árið 1964 var sett á stofn fræðslunefnd innan félagsins en hún hafði því hlutverki að gegna að hafa reglubundið eftirlit með nemendum sem voru að læra á snyrtistofum. Þessi nefnd sá um að prófa nemendur og að náminu loknu fengu þeir prófskírteini þar sem þeir gátu kallað sig snyrtisérfræðinga. Ári síðar varð félagið aðili að alþjóðasamtökum snyrtifræðinga, Cidesco og lagði sig fram um að fylgja eftir námskröfum þeirra sem jukust stöðugt frá ári til árs en námstíminn var tvö ár. Snyrtiskóli Margrétar Hjálmtýsdóttur er fyrsti snyrtiskólinn sem var rekinn sem sjálfstæð stofnun af því tagi. Margrét Hjálmtýsdóttir lærði snyrtifræðina í Danmörku og byggði kennsluna hjá sér að danskri fyrirmynd en einskorðaði sig einungis við andlits -og handsnyrtingu. Námstíminn var níu mánuðir, þrisvar sinnum í viku í fjórar klukkustundir í senn. Þar af voru fjórir klukkutímar í bóklega líffæra -og lífeðlisfræði. Að loknu námi í Snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur fengu nemendur prófskírteini þar sem þeir voru kallaðir Fegrunarfræðingar en Fegrunarfræðingar stofnuðu sitt eigið fagfélag sem hét Samband íslenskra fegrunarsérfræðinga eða SÍFS. Tvennskonar nám var nú komið á: Þær sem lærðu á snyrtistofum og þær sem lærðu í skóla Margrétar. Mörgum fannst mikið ósamræmi þarna á milli og varð mikil og hörð barátta fyrir því að koma á fót samræmdu námi. Til þess að svo gæti orðið varð að fá viðurkenningu á fagið og hófst barátta fyrir löggildingu stéttarinnar fyrst í kringum 1970 en segja má að hún hafi staðið í fimmtán ár upp frá því, eða til ársins 1985. Félags íslenskra snyrtisérfræðinga, FÍSS, var stofnað

árið 1964 en Samband íslenskra fegrunarsérfræðinga eða SÍFS var stofnað ári síðar, þann 5. maí 1965. Mikill áhugi varð hjá FÍSS á næstu árum við að fá fagið viðurkennt sem lögverndaða iðngrein. Var það tillaga landssambands iðnaðarmanna að félögin reyndu að komast að samkomulagi um þetta mál og helst að standa saman að tillögunni til menntamálaráðuneytisins. Varð það til þess að nýtt sameinað félag var stofnað þann 3. mars árið 1979 og fékk nafnið Félag íslenskra snyrtifræðinga eða FÍSF. Í lögum nýja félagsins kemur fram í þriðju grein: „Allir þeir geta orðið meðlimir félagsins sem lokið hafa prófi á viðurkenndri snyrtistofu eða skóla undir umsjón og ábyrgð viðurkennds snyrtifræðings og eftirlits félagsins. Lámarks námstími er tvö ár miðað við fullan vinnudag og lýkur með prófi eins og kröfur félagsins mæla fyrir um hverju sinni.“ Í fjórðu grein kemur fram að: „Aðeins þeir meðlimir félagsins sem að loknu prófi hafa starfaði í eitt ár, eða hafa lokið tveggja ára námi á viðurkenndri snyrtistofu, geta sett upp sjálfstæða snyrtistofu. Fyrir þá sem voru meðlimir FÍSS eða SÍFS fyrir sameiningu félaganna og hyggjast setja á stofn snyrtistofu en hafa ekki starfað við fagið að námi loknu gildir fundarsamþykkt frá 9. október 1978 varðandi sex mánaða starfsþjálfun.“ Eftir þessum lögum var farið og gátu því nemendur sem komu úr snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur og höfðu ekki fengið starfsþjálfun, eða nemendur sem höfðu verið á stuttum námskeiðum erlendis, ekki gengið í félagið. Varð það til þess að enn eitt félagið var stofnað. Það var einnig kallað Félag íslenskra snyrtifræðinga og sótti líka um lögverndað starfsheiti. Til að lögverndunarmálið fær ekki í strand ákváðu félagsmenn gamla FÍSF að bjóða félagskonum nýja félagsins að ganga í FÍSF. Þessi ákvörðun var tekin að vel athuguðu máli, það er að segja þegar starfsheitið var orðið lögverndað var farið að landslögum en í þeim stendur meðal annars að námstími iðngreinar skuli aldrei vera skemur en þrjú ár. Snyrtifræðin var svo formlega gerð að lögverndaðri iðngrein í febrúar árið 1985.

Árið 1985 varð snyrtifræðin að löggildri iðngrein eftir langa og harða baráttu félagsmanna FÍSF.

lögvernduð iðngrein

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

35


FÍSF *ÚNDÍNA

„Ég var líka orðin aðeins leið á þessu hefðbundna starfi snyrtifræðingsins og langaði að prófa eitthvað meira, bjóða viðskiptavinum að upplifa eitthvað sem var öðruvísi en það sem við höfðum áður reynt.“

Úndína Sigríður Sigmundsdóttir stofnaði fyrsta SPA stað landsins

Frumkvöðullinn Úndína

„Á Íslandi greinast að meðaltali hundrað sjötíu og átta konur og tveir karlmenn með brjóstakrabbamein á ári en á síðasta ári fór talan upp í tvöhundruð. Viðskiptavinir mínir eru konur sem hafa getað og viljað fara í brjóstauppbyggingu eftir að brjóstið hefur verið fjarlægt. Þá er brjóstið byggt upp en ekki klárað með því að lita vörtubauginn um geirvörtuna. Þar kem ég að. Sé bæði um að velja réttu litina og teikna lagið á vörtubaugnum, skyggja og gera þetta þannig að ásýndin verði sem eðlilegust.“

36

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Úndína er ein þeirra kvenna sem hefur reynt ýmislegt fyrir sér í snyrtifræðinni. Hún innleiddi mikið af nýjungum í fagið á árum áður og opnaði til að mynda fyrsta SPA staðinn á landinu fyrir rúmum áratug en í dag er hún mest í geirvörtum, ef svo sérkennilega má að orði komast. Úndína fékk meistararéttindi í snyrtifræði árið 1987 en rúmum tíu árum síðar réðist hún í eitt stærsta verkefni sem íslenskur snyrtifræðingur hafði reynt til þess tíma en verkefni þetta fólst í að hanna og síðar reka fyrsta SPA stað landsins - Mecca SPA. Spurð að því hvernig hugmyndin hafi fæðst og hvers vegna hún hafi ákveðið að ráðast í svo stórt verkefni segist Úndína alltaf hafa verið áhugasöm um það sem var að gerast í snyrtifræðinni og að eitt hafi leitt af öðru. Hún vildi fá útrás fyrir ástríðu sína og áhugamál í starfinu. Úndína sótti flestar þær sýningar sem einhverju skiptu í faginu, bæði hér og erlendis og kom alltaf til baka með nýjar hugmyndir í kollinum. Það var svo ferð á SPA stað í Bretlandi sem varð kveikjan að því að hún opnaði fyrsta SPA staðinn á Íslandi. „Ég vissi að það var enginn að gera neitt þessu líkt hér heima og sjálfa langaði mig til að nýta kunnáttu mína og þekkingu, láta reyna svolítið á þetta. Ég var líka orðin aðeins leið á þessu hefðbundna starfi snyrtifræðingsins og langaði að prófa eitthvað meira, bjóða viðskiptavinum að upplifa eitthvað sem var öðruvísi en það sem við höfðum áður reynt.“ Eftir að hafa rekið Mecca SPA í sjö ár, seldu Úndína og eiginmaður hennar Jóhann Þór Halldórsson, Sigrúnu Benediktsdóttur fyrirtækið sem er á tveimur stöðum, í Kópavogi og á Radison SAS-Hótel Sögu og enn í fullum blóma. „Þá fór ég að vinna fyrir Bláa Lónið en þau höfðu falast eftir aðkomu minni að því að hanna og þróa stærri og veigameiri vörulínu. Ég fór í rannsóknar -og þróunarvinnu ásamt hópi af sérfræðingum sem stýrðu þessari framleiðslu. Bláa Lónið stefndi á erlendan markað, bæði með vörur og meðferðir og vantaði viðbót, sem og handbók um meðferðir sem gerðar eru á stofunum hjá þeim en þar kom ég til sögunnar. Þegar Blue Lagoon SPA

opnaði í Hreyfingu vorum við tilbúin með sérhannaða línu fyrir sérfræðinga að vinna upp úr og tíu nýjar vörur til viðbótar við það sem fyrir var á almennum markaði,“ segir hún. Eftir að hafa verið starfandi meistari í tíu ár hélt Úndína til Þýskalands á námskeið í fegrunarhúðflúrun en á síðasta ári bætti hún „medical“ húðflúrun á listann hjá sér. „Ég hafði þó hvorki tíma né tækifæri til að sinna þessu fyrr en ég lauk starfi mínu hjá Bláa Lóninu. Þá tók ég aftur upp þráðinn, enda fannst mér þetta eitt af því fáa sem ég átti eftir að bæta við mína reynslu. Í dag er þetta mitt aðalstarf og þó ég tilheyri enn snyrtiheiminum þá er óhætt að segja að þetta sé svolítið önnur deild,“ segir Úndína og bætir við að vinna við „medical“ húðflúrun sé eitt það mest gefandi starf sem hún hefur unnið til þessa en hún er nú með aðstöðu hjá Dekurstofunni í Kringlunni. „Það skiptir svo miklu að geta boðið upp á þessa þjónustu hérlendis. Á Íslandi greinast að meðaltali hundrað sjötíu og átta konur og tveir karlmenn með brjóstakrabbamein á ári en á síðasta ári fór talan upp í tvöhundruð. Viðskiptavinir mínir eru konur sem hafa getað og viljað fara í brjóstauppbyggingu eftir að brjóstið hefur verið fjarlægt. Þá er brjóstið byggt upp en ekki klárað með því að lita vörtubauginn um geirvörtuna. Þar kem ég að. Sé bæði um að velja réttu litina og teikna lagið á vörtubaugnum, skyggja og gera þetta þannig að ásýndin verði sem eðlilegust.“ Hún segir „medical“ húðflúr jafnframt gagnast fleirum en þeim sem hafa þurft á þessu að halda vegna brjóstakrabbameins. „Til dæmis hef ég fengið viðskiptavini sem hafa fæðst með skarð í vör og farið í fegrunaraðgerðir sem fylgja því. Þessu fólki er ráðlagt að bíða til um það bil tvítugs með að fara í húðflúrun en þá geta þau látið leiðrétta línuna í kringum efrivör sem er oft skökk eftir slíkar aðgerðir. Svo getur þetta einnig gagnast einstaklingum sem fá sjálfsofnæmissjúkdóma, til að mynda þá sem leiða til hármissis, sem og fólki sem vantar litafrumur í húðina og fólki sem er með hverskyns ör,“ segir frumkvöðullinn Úndína að lokum.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

37


Um pjatt íslenskra kvenna frá öndverðu til okkar daga

Vel snyrt er konan ánægð „Á 16. og 17. öld munu menn jafnvel hafa verið dæmdir fyrir óhæfilega skrautlegan klæðnað. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera pjattrófa!“

H

vað er pjatt? Sé flett upp í íslenskri orðabók Menningarsjóðs stendur að pjatt sé hégómlegt tildur í klæðaburði eða búnaði og að pjattrófa sé hégómleg manneskja. Sem samheiti við orðið pjatt nefnir samheitaorðabókin meðal annars glingur og hégóma. Oft er talað um pjatt og prjál í sömu andrá en að sjálfsögðu eru menn langt því frá sammála um hvað sé hégómi og pjatt. Það sem einum finnst sjálfsögð snyrtimennska getur annar álitið tóman hégóma. „Vel snyrt er konan ánægð“ segir gamall málsháttur og það er kannski eitthvað til í honum. Í einni af Andrabókum Péturs Gunnarssonar er sagt frá því að sögupersónan Andri hafi ekki verið ánægður þegar hann fékk málsháttinn „ekki er píka nema punti sig“ úr páskaeggi en ekki veit ég hvort Pétur Gunnarsson samdi þennan málshátt sjálfur eða hvort hann er gamall. Flestir tengja pjatt við ýmislegt sem oft er kallað tildur og prjál, allt frá demantshringjum, ennisdjásnum, támjóum skóm með pinnahælum, dýrum ilmvötnum, gervinöglum og –augnhárum og brasilískum vaxmeðferðum, til sílíkonfyllinga og jafnvel umfangsmikilla skurðaðgerða sem miða að fegurðarauka. Þær konur sem kallaðar eru pjattrófur eru sennilega þær sem eru til í að eyða umtalsverðum tíma og peningum í að líta vel út og hafa fínt í kringum sig. Svoleiðis konum stendur ekki á sama um útlit sitt og umhverfi og þær fylgja oftar en ekki bylgjum og straumum tískunnar. Eitthvað nýtt?

Víkjum um stund aftur í tímann. Er pjatt nýlegt fyrirbæri eða gamalt? Hæpið er hægt að kalla það nýtt því líklega er pjattið jafngamalt mannkyninu. Menn telja sig vita að Kleópatra, sem var drottning Egypta á áratugunum áður en Jesús fæddist, hafi verið vel snyrt, mikið máluð í kringum augun og skarti hlaðin. Sé skyggnst inn í norrænu goðafræðina og hugað að Eddukvæðunum kemur ásynjan Freyja fyrst upp

Texti ÞÓRDÍS GÍSLAdóttir

í hugann. Hún er sögð hafa átt skartið brísingamen. Ekki getur neinn fullyrt með vissu hvernig það á að hafa litið út en þeir sem myndskreytt hafa goðsögurnar hugsa sér gjarnan stórt hálsmen og skrautlegt. Hári Sifjar, konu Þórs, er einnig lýst í Eddukvæðunum sem miklu og fögru, og víst er að hár kvenna þykir oft hin mesta prýði og ýmiskonar pjatt er því tengt, allir þekkja hárlitun og allrahanda hárskraut og lagningar og sé hárið þunnt er kollu eða lausu hári jafnvel skellt á höfuðið til að bæta úr. Í íslenskum fornsögum er ekki mjög mikið um útlitslýsingar kvenna. Þó má finna skemmtilega lýsingu á klæðnaði konu í Eiríks sögu rauða. Þar segir frá spákonunni Þorbjörgu lítilvölvu. Á veturna er Þorbjörgu oft boðið í veislur til fólks sem vill forvitnast um framtíðina, þá sem nú hafa menn verið spenntir fyrir að láta spá fyrir sér. Eitt sinn á krepputímum er henni boðið til bóndans Þorkels á Grænlandi, sem vildi fá að vita hvenær óáraninni létti og hvort betri tímar séu ekki í nánd. Þorbjörg fær góðar móttökur, hún er sett í þægilegt hásæti og fær púða fylltan með hænsnafiðri undir rassinn. Klæðnaði hennar er síðan lýst þannig að lesandinn sér hana vel fyrir sér og maður getur ekki annað en ímyndað sér að birtist Þorbjörg í dag myndi hún alveg slá Sigríði spákonu Klingenberg út hvað fatastíl varðar. Í Eiríks sögu segir: „... var hún svo búin að hún hafði yfir sér tuglamöttul blán og var settur steinum allt í skaut ofan. Hún hafði á hálsi sér glertölur. Hún hafði á höfði lambskinnskofra svartan og við innan kattarskinn hvítt. Staf hafði hún í hendi og var á hnappur. Hann var búinn messingu og settur steinum ofan um hnappinn. Hún hafði um sig hnjóskulinda og var þar á skjóðupungur mikill. Varðveitti hún þar í töfur þau er hún þurfti til fróðleiks að hafa. Hún hafði kálfskinnsskó loðna á fótum og í þvengi langa og sterklega, látúnshnappar miklir á endunum. Hún hafði á höndum sér kattskinnsglófa og voru hvítir innan og loðnir.“

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

39


„Árið 1939 auglýsir Unnur Dahl, sem kallaði sig fegrunarsjerfræðing, að hún hafi opnað vísindalega snyrtistofu í Austurstræti. Líkt og sjá má í auglýsingunni eru afar fjölbreyttar meðferðir í boði, margt hljómar þarna eins og beint út úr gamalli vísindaskáldsögu en klykkt er út með sígildum málshætti: „Fegurð er máttur“.“

Á mynd sem fylgir með af stílkjólnum má sjá að flíkin er aldeilis ekki sniðin fyrir konu með bíldekk eða bumbu, það er spurning hvort þær sem gengu í svona kjól hafi ekki hreinlega þurft að reima sig í lífstykki þar til þær náðu varla andanum.

Þorbjörg er sem sé í blárri skikkju með steinum og skrauti, hún er með húfu úr svörtu lambaskinni sem fóðruð er með kattarskinni, hún er með mittislinda og með stóran skjóðupung hangandi í honum, þar geymir hún spádómsgræjurnar sínar, sem gætu hafa verið bein, glerkúlur eða eitthvað álíka. Á fótunum er hún í loðnum kálfskinnskóm með reimum með málmhnöppum á endunum. Á höndunum hefur hún hvíta kattarskinnshanska og hún gengur með vel skreyttan staf í hendi, auk þess sem hún er með festi úr glertölum um hálsinn. Smart ekki satt? Fatnaður kvenna og skart á víkingaöld er nokkuð vel þekkt. Í gröfum hafa til dæmis fundist munir á borð við nælur, tölur úr rafi, gleri og steini og krossar og men úr ýmsum málmum. Klæðnaður hefur öldum saman verið skreyttur með útsaumi en slíkur útsaumur á fatnaði er talinn hafa borist frá Austurlöndum á tímum Rómverja. Oft var saumað út með perlum og dýrum silkiefnum en slíkt var aðeins á færi ríkara fólks. Erfitt er að meta hvort þessar konur hafa málað sig í andliti en það er þó alls ekki ólíklegt að þær hafi fundið ráð til að setja lit á kinnar og varir og dekkja svæðið í kringum augun. Lítið pjatt og lög gegn skrautlegum fötum

Varla er raunhæft að ætla að pjatt hafi almennt verið mikið á fyrri öldum á Íslandi en klæðnaður mun fremur lítið hafa breyst í margar aldir. Praktískar ástæður voru óneitanlega ákveðin hindrun fyrir þá sem vildu vera áberandi fínir eða skera sig úr. Alveg fram á 19. öld gengu Íslendingar aðallega í ullarfötum. Þau föt voru oftast úr grófu, ofnu vaðmáli og einnig voru föt prjónuð úr ullinni. Þetta hafa verið þokkalega hlý föt og vaðmál var einstaklega slitsterkt. Kjóll úr svoleiðis efni gat jafnvel enst í heilan mannsaldur! En seint verður hægt að segja að ullarsokkar og vaðmálskjólar í sauðalitunum eða besta falli jurtalitum, séu smart eða heillandi fyrir pjattaðar konur. Hugsanlega mætti segja að þessar aldir hafi verið hið eina og sanna draumaskeið krúttkynslóðarinnar ljúfu sem kann svo ljómandi vel við sig í ullarsokkum og lopapeysum með þófnar húfur á kollinum. Yfirstéttin klæddist þó að einhverju leyti eftir tískunni í Evrópu. Klæðnaður íslenskra presta og eiginkvenna þeirra, sem sjá má á gömlum málverkum, er talinn gefa hugmynd um tískuna á þessum árum. Á 17. öld var til dæmis tískan frönsk, konur og karlar gengu með hárkollur, föt voru nokkuð litskrúðug og á myndum virðist fólk stundum áberandi fölleitt, sennilega hefur það púðrað sig til að ná eftirsóttu ljósu litarhafti.

40

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Á miðöldum voru til lög um hvaða föt, skartgripi og jafnvel liti mætti bera og var það efnahagur fólks sem réði. Í Jónsbók, lögbók Íslendinga sem var í gildi til 1662 og var vísað í miklu lengur, voru ákvæði sem sögðu að einungis þeir sem ættu nægilegt fé mættu klæðast skrúðklæðum. Þetta var lagfest til að fátæklingarnir færu ekki að spreða sínum fáu aurum í tískufatnað og glingur. Á 16. og 17. öld munu menn jafnvel hafa verið dæmdir fyrir óhæfilega skrautlegan klæðnað. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera pjattrófa! Búningur íslenskra kvenna

Saga íslenskra kvenbúninga, sem við köllum þjóðbúninga, á rætur aftur á söguöld en á 16. öld öðlast búningur kvenna á Íslandi sérstöðu. Um er að ræða faldbúning sem dregur nafn sitt af því að konur vöfðu faldi um höfuðið. Síðar var farið að nota svokallaða pípukraga og svuntur við þennan búning og einnig belti. Eftir 1700 fóru konur að nota peysuföt en það var ekki fyrr en á 19.öld að þau urðu algengur klæðnaður, bæði spari og hversdags. Einkenni peysufatanna er skotthúfan með skúfnum. Hún kom í staðinn fyrir faldinn sem örugglega hefur verið óttalega óþægilegur. Einnig fóru konur að ganga í peysum í stað útsaumaðra treyja. Pilsið við þessi föt var svart. Árið 1857 skrifaði Sigurður Guðmundsson málari grein um hátíðabúning kvenna, faldbúninginn, sem honum fannst að þyrfti að breyta. Í framhaldinu hannaði hann skautbúninginn, sem samanstendur af faldi með blæju, baldýraðri treyju og pilsi skreyttu útsaumi. Fjallkonan, sem við rekumst helst á þann 17. júní, klæðist alltaf skautbúningi. Einnig hannaði Sigurður kyrtil sem átti að vera líkur þeim sem konur á landnámsöld höfðu klæðst. Kyrtillinn var lengi töluvert algengur sem brúðarkjóll og er stundum notaður enn. Algengastur íslenskra þjóðbúninga í dag er hins vegar upphluturinn, sem er hluti af faldbúningi. Frá því um 1900 hafa borðar og millur verið notaðar við hann. Þessir búningar eru ekki mikið notaðir í dag en þó er alltaf eitthvað um að konur skelli sér í þjóðbúning við hátíðleg tækifæri. Hár og fegurð

Vindum okkur nú nær okkar tímum. Sem fyrr segir hefur mikið hár alltaf verið talið fegurðarauki fyrir konur og þær lagt ýmislegt á sig til að snyrta hárið. Hárgreiðslu- og snyrtistofur hafa starfað í Reykjavík frá því snemma á síðustu öld. Árið 1928 auglýsir Hárgreiðslustofan Hollywood

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

41


á Laugavegi 3 til dæmis í Morgunblaðinu að auk hármeðferðar sé boðið upp á andlitsböð, handsnyrtingu og augnabrúnasnyrtingu – og allt samkvæmt nýjustu tísku. Ári síðar auglýsir hárgreiðslu- og snyrtistofa í Kirkjustræti fjölbreytta hár- og handsnyrtingu og að auki annars konar fegrunarmeðferð, sem meðal annars felst í rafmagnskerböðum, ljósböðum og megrunarmeðferð sem ekki er þó farið nánar út í en sennilega hefur verið um að ræða nudd. Þarna er permanent líka auglýst en líklega hefur sú hármeðferð þá verið algjörlega ný af nálinni og sennilega hefur einhverjum málvöndunarmanninum blöskrað útlenskan því síðar er farið að kalla permanent eilífðarbylgjur. Árið 1939 auglýsir Unnur Dahl, sem kallaði sig fegrunarsjerfræðing, að hún hafi opnað vísindalega snyrtistofu í Austurstræti. Líkt og sjá má í auglýsingunni eru afar fjölbreyttar meðferðir í boði, margt hljómar þarna eins og beint út úr gamalli vísindaskáldsögu en klykkt er út með sígildum málshætti: „Fegurð er máttur.“ Já, það má líklega segja að eitthvað sé til í því að máttur felist í fegurð, allavega þegar konur eru annars vegar en til þeirra eru gerðar umtalsvert meiri útlitskröfur en til karla. Ætli kona að láta taka mark á sér hefur alltaf verið betra að vera vel til höfð. En þótt ákveðnar kröfur séu gerðar til þess að konur séu meðvitaðar um útlitið þá er það líka talinn kostur ef kona er ekki fín með sig. Skilaboðin til kvenna eru nefnilega oft býsna misvísandi. Í minningargrein frá árinu 1940, um ónefnda góða húsmóður, er hinni látnu til dæmis hrósað með orðunum: „Ég hef aldrei séð pjattlausari konu en hana.“ Kúahland og eggjahvíta

Ýmis húsráð hafa í gegnum tíðina verið notuð til fegrunar og viðhalds

42

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

æskublómans. Konur hafa klínt á sig hráum eggjum, sett agúrkusneiðar á augnlokin og þvegið hárið úr kamillutei eða kúahlandi, allt í von um að verða pínulítið sætari og fínni. Þetta er svo sem allt gott og blessað enda meðferðarkostnaðurinn lítill og kannski virkar eitthvað af þessu líka ágætlega. Í einu dagblaðanna árið 1935 birtist ráð sem sagt er að stjörnurnar í Hollywood noti til að líta vel út; möndlulegi, glyceríni, sítrónusafa og mjólk á að blanda saman í þykkt jukk, því er síðan smurt á andlit og háls og látið bíða í hálftíma. Eftir að þetta hefur verið þvegið af á konan að hafa yngst heilmikið og líta mun betur út en áður. Vill einhver prófa? Korselett og stílkjólar

Á sömu síðu í blaðinu er mynd af svokölluðum stílkjól sem hentar ungum, grannvöxnum og rómantískum konum. Það fylgir sögunni að ekki dugi að vera með drengjakoll í slíkum kjól, því hárið verði að vera kvenlegt til að hæfa kjólnum. Á mynd sem fylgir með af stílkjólnum má sjá að flíkin er aldeilis ekki sniðin fyrir konu með bíldekk eða bumbu, það er spurning hvort þær sem gengu í svona kjól hafi ekki hreinlega þurft að reima sig í lífstykki þar til þær náðu varla andanum. Lífstykki eða korsulett hafa konur á vissum tímabilum notað til að forma vöxtinn og mjókka mittið. Þessi undarlegi nærfatnaður hefur alltaf verið umdeildur og gagnrýndur og reglulega hefur hann dottið úr tísku en alltaf komið inn aftur. Í Kvennablaðinu árið 1910 er sagt frá baráttu Alexöndru Englandsdrottningar gegn lífstykkinu sökum óhollustu þess og fram kemur að Frakkar hafi tekið í sama streng. Lífstykki hafa sennilega aldrei verið beinlínis algengur klæðnaður íslenskra kvenna en þó er alltaf eitthvað um að konur skelli sér í korsulettið og reiri spikið af einurð og festu.

Fögur og mögur

Fyrir löngu áttuðu konur sig á að orðin fegurð og megurð ríma. Því hafa þær bústnu og jafnvel hinar líka, lagt ýmislegt á sig í von um að grennast hratt og án mikillar fyrirhafnar. Þetta hafa kapítalistar og kaupmenn nýtt sér. Megrunarduft af ýmsum sortum hafa margar konur prófað og ýmis tæki hafa verið seld sem eiga að bræða mörinn af lærum og maga og laga línurnar. Einnig hafa lengi verið seld krem sem eiga að fegra vöxtinn og eyða svokallaðri appelsínuhúð. Fólki greinir mjög á um hvort slík meðul virka, læknar hafa til dæmis tjáð sig um að ekki sé mögulegt að grenna sig með því að bera á sig krem en margar konur segjast sannfærðar um virkni slíkra vara. En hvað segja konur um megrunarfötin sem seld voru í Lífstykkjabúðinni árið 1975 og áttu að grenna á þægilegan hátt? Skyldu aukakílóin hafa runnið af íslenskum lendum í þessum óklæðilegu þýsku patentfötum? Tískan nálgast nútímann

Á millistríðsárunum fór tískan að þróast í átt að því sem við þekkjum í dag. Sífellt fleiri ferðuðust milli landa með skipum og flugvélum og auknum samgöngum fylgdu vörur á borð við varaliti, ilmvötn, skartgripi, hárskraut og tískuföt utan úr heimi. Í heimskreppunni á fjórða áratugnum var stigið skref til baka í jafnréttisbaráttunni, sem hafði verið nokkuð öflug áratugina á undan. Konum var á þessum árum ætlað að vera heima hjá sér, vel snyrtar og ondúleraðar, með svuntu að þrífa, baka og hugsa um börnin með bros á vör. Kvenleg form urðu viðmiðið, strákslegt útlit og drengjakollar sem höfðu verið í tísku skömmu áður, hurfu úr tísku og síðkjólar urðu sam-

kvæmisklæðnaðurinn. Og þeir samkvæmiskjólar voru engar skjólflíkur, næfurþunnir og flegnir bæði að framan og aftan. Á þessum árum fóru kvikmyndastjörnurnar að hafa veruleg áhrif á tískuna og tískudrottningin Coco Chanel lagði línurnar. Henni fylgdu perlufestar og áberandi andlitsförðun með tilheyrandi blóðrauðum varalit og jafnvel sígarettu í munnstykki sem haldið var á milli fingra með rauðlökkuðum nöglum. Pjattið í kreppunni

Seinni heimsstyrjöldin braust út haustið 1939 og vegna vöruskorts var þá allt sparað. Snið urðu einfaldari, pilsin styttust og skyrtur og blússur voru frekar einfaldar. Útsaumur og pelskragar hurfu úr tísku. Hjá konum á stríðsárunum var hárið axlasítt, það var bylgjað eða krullað og oft greitt aftur en stundum fléttað og fest upp –ekki svo ólíkt hárgreiðslum sem oft má sjá hjá kvenkyns þáttastjórnendum sjónvarpsins í dag. Litlir hattar urðu vinsælir og smörtu týpurnar voru kannski með túrban. Alpahúfurnar sígildu urðu líka vinsælar og varaliturinn... já, varaliturinn varð gífurlega mikilvægur fyrir allar alvöru pjattrófur. Á stríðsárunum var fyrst farið að fjöldaframleiða föt og þar tóku Bandaríkin strax forystuna. Um þetta leyti komu ýmis gerviefni á markaðinn, til dæmis nælon, rayon og pólýester. Þau voru sumpart þægileg, til dæmis auðveld í þvotti og þurfti ekki að strauja en gerviefnin voru köld jafnvel svo að þau hálffrusu utan á líkamanum. Nælonsokkarnir hafa frá þessum tíma þótt ómissandi, væru þeir ekki til taks máluðu konur jafnvel á sig nælonsokka og teiknuðu svarta rönd niður legginn að aftan. Áður höfðu fínustu sokkarnir verið úr silki, sem var þykkara og dýrara og féll ekki jafn vel að leggjunum og nælonið.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

43


„Sumar konur líta á það sem frelsisskerðingu þurfa að eyða peningum og tíma í að kaupa snyrtivörur og láta snyrta sig á stofum en aðrar sjá ekkert að því að leggja heilmikið á sig til að öðlast eftirsóttan kvenlegan þokka.“

Hring eftir hring

Iðngreinin snyrtifræði

Eitt sinn sagði vinkona mín mér frá kennaranum sínum, eldri konu sem gekk alltaf með sama rauða varalitinn og í svo gömlum fötum að það var eins og hún hefði dressað sig upp í fatabúð einni á Laugaveginum sem selur svokölluð vintage-föt, það er að segja notuð föt frá undanförnum áratugum. Umrædd kennslukona var hreinlega svo lítið ginkeypt fyrir tískustefnum að hún snyrti sig alltaf eins og notaði fötin sín áratugum saman og komst því reglulega í tísku og datt úr tísku jafn oft. Síðustu áratugi hefur tískan einmitt farið í nokkra hringi. Pils og kjólar flakka upp og niður eftir leggjunum og eitt árið ganga konur í skóm með breiðri tá og þykkum botnum en skömmu síðar eru pinnahælarnir aftur orðið viðmiðið og þótt margir hafi í gegnum árin haft á orði að þeir séu óhentugir í íslensku veðurfari þá má segja að mjóir hælar getið komið sér vel þegar konur þurfa að ganga á íshellum í stórhríðum. Það er nefnilega hægt að höggva hælunum niður í klakabungurnar og skorða sig fasta. Það sem líka hefur verið áberandi undanfarna áratugi er að þótt ákveðnir hlutir séu í tísku þá leyfist konum að vera ólíkari en áður fyrr, þær þurfa ekki allar að vera steyptar í sama mót. Ekki er nákvæmlega ein tíska, allskonar straumar eru í gangi og hver kona getur með eigin hugmyndaflugi fundið sína leið til að rækta í sér pjattrófuna, kostað jafn miklu eða litlu til og hún kýs og þrátt fyrir það þótt nokkuð töff. Varalitir geta verið í regnbogans litum, augnabrúnirnar plokkaðar eða ekki og það er jafnvel hægt að fá sér húðflúr. Kjólarnir mega vera einlitir eða rósóttir, skórnir af öllum mögulegum gerðum og hárið stutt, sítt, náttúrulegt, röndótt eða marglitt –allt eftir sérvisku konunnar. Snyrting og allrahanda pjatt er þó örugglega síst minna en áður og sennilegt er að konur hafi aldrei eytt meiri peningum en einmitt undanfarið til að flikka uppá sig með það að markmiði að gera sig sætari. Nú eru líka í boði varanlegri aðgerðir en gamli góði varaliturinn og varablýanturinn. Það er hægt að fá sér húðflúr í kringum varir og augu og einnig má sprauta efnum í varirnar sem gefa þeim fyllingu. Séu bloggsíður kvenna og umræður á vefsíðunni er.is skoðaðar má sjá að konur nú til dags vandræðast til dæmis yfir naglalökkum sem flagna af, of breiðu mittismáli, brúnkukremum sem verða skellótt og hrukkukremum sem valda bólum. Brjóstastækkanir og brjóstaminnkanir eru líka ræddar, það er spjallað um hvort stunduð skuli háreyðing á öllum mögulegum stöðum og hvaða aðferðum skuli beitt og að sjálfsögðu er það svo að það sem sumum konum finnst algjör lágmarkssnyrting telja aðrar óþarfa pjatt og hégóma.

Hér að framan hefur komið fram að snyrtistofur voru til á Íslandi frá því snemma á 20. öld og orðin fegrunarsérfræðingur og snyrtisérfræðingur má finna í gömlum dagblöðum. Á þessum stofum vann oft vel menntað fagfólk, sem hafði jafnvel lært fagið erlendis. En það var þó ekki fyrr en fyrr en 1985 að snyrtifræði var gerð að löggiltri iðngrein á Íslandi. Fram að þeim tíma gat hver sem er sett upp snyrtistofu svo framarlega sem viðkomandi hafði yfir að ráða húsnæði sem stóðst ákveðnar kröfur sem snerust í raun bara um að lofthæðin væri lögleg og að þar væri nothæfur vaskur. Samkvæmt frétt sem birtist af þessu tilefni í DV voru á þessum tíma starfandi um þrjátíu snyrtistofur á landinu. Þegar snyrtifræðingur varð löggilt starfsheiti var námið lengt í þrjú ár en hafði áður tekið tvö ár.

44

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Allt fyrir útlitið?

Sífellt er deilt um hvort konur sem sinna útliti sínu vel séu að reyna að þóknast viðmiðum samfélagsins og utanaðkomandi kröfum eða hvort þær séu bara að gera þetta fyrir sjálfar sig og eigin vellíðan. Hugtakið dekur er mikið notað og vinkonur taka gjarna frá dekurdaga þar sem þær fara saman í nudd og alhliða snyrtingu og enda síðan með bros á vör, ilmandi, smurðar, uppstrílaðar og elegant í ljóma fjólublárra barljósa með kokteil í hönd. Sumum finnst þetta gott og blessað og sjálfsagt mál, aðrir býsnast yfir fjárútlátum og tíma sem konur þurfi að eyða í útlit sitt til að verða útgengilegri. Margt fleira mætti segja meira um pjatt og prjál sem konum tengist og sjálfsagt hafa allir einhverjar skoðanir á þeim tilburðum sem konur hafa í gegnum tíðina sýnt til að dedúa við sjálfar sig til að líta betur út. Sumar konur líta á það sem frelsisskerðingu þurfa að eyða peningum og tíma í að kaupa snyrtivörur og láta snyrta sig á stofum en aðrar sjá ekkert að því að leggja heilmikið á sig til að öðlast eftirsóttan kvenlegan þokka. Margir halda því fram að notkun ákveðinna snyrtivara sé nauðsynleg, til dæmis þurfi fólk sem býr í köldu loftslagi að bera á sig krem til að vernda húðina og flestir eru sennilega sammála því að það hafi góð sálræn áhrif á fólk að því finnist það líta vel út. Því er ekki að neita að gífurlegur iðnaður hefur því skapast í kringum það sem margir kalla hégóma, tildur pjatt og prjál. En er ekki hverri manneskju í sjálfsvald sett að velja og hafna í lífinu og fegra sig eða megra að eigin smekk og geðþótta?


FÍSF *BRYNHILDUR

„Þegar ég var í barnaskóla fór ég einhverntíma á snyrtinámskeið sem heillaði mig mikið. Fljótlega eftir það var ég farin að leika mér að því að mála stelpurnar í bekknum og vissi einhvernvegin alltaf að þetta myndi ég gera þegar ég yrði stór.“

Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir rekur Helenu Fögru á Laugavegi 163

spilum vel saman Fjórtán ára gömul var Brynhildur Stefanía sannfærð um að hún myndi helga snyrtifræðinni starfskrafta sína þegar fram liðu stundir og það stóð heima. Brynhildur stofnaði Helenu Fögru aðeins 22 ára, viku eftir að hafa fengið meistarapróf í hendurnar. Þetta var þann 14. Febrúar árið 1994. Hún lærði til fagsins við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og í kjölfarið lá leið Brynhildar á Snyrtistofuna Rós í Kópavogi þar sem hún tók nemasamning. Sveinsprófið tók við tíu mánuðum síðar og þaðan hélt hún beint í meistaranám, enda með markvissa áætlun um að verða snyrtifræðingur. „Þegar ég var í barnaskóla fór ég einhverntíma á snyrtinámskeið sem heillaði mig mikið. Fljótlega eftir það var ég farin að leika mér að því að mála stelpurnar í bekknum og vissi einhvernvegin alltaf að þetta myndi ég gera þegar ég yrði stór. Þegar ég var fjórtán ára fór ég svo í starfskynningu á snyrtistofu og það gerði útslagið. Eftir hana vissi ég að það var ekki aftur snúið,“ segir Brynhildur og bætir við að það hafi síðan kitlað hana að fá að stýra eigin fyrirtæki eftir að hafa verið á nemasamningi og að þá hafi hún tekið ákvörðun um að stofna sína eigin stofu strax að loknu meistaranámi. Spurð að því hvort hún leggi sérstaka áherslu á einhverja ákveðna sérhæfða þjónustu segir Brynhildur að svo sé ekki. „Starfsfólkið hérna hefur vissulega mismikinn áhuga á ólíkum viðfangsefnum greinarinnar og sumir leggja því meiri natni við eitt en ann-

að og verða í kjölfarið betri á ákveðnum sviðum en ef ég á að nefna eitthvað sem ég held að við séum sérlega góðar í þá myndi ég nefna brúnkusprautun. Við erum ein af fáum stofum í borginni sem leggja sérstaklega mikla áherslu á þann þátt. Svo erum við líka með góða reynslu af fegrunarhúðflúrum og fáum hingað reglulega konur sem hafa fengið meðmæli með okkur annarsstaðar frá. Þá eru þetta bæði konur sem hafa verið að glíma við veikindi sem og aðrar konur,“ segir hún. Hjá Helenu fögru eru fimm starfsmenn ásamt eiginmanni Brynhildar, Úlfari Ormarssyni, sem sér um fegrunarhúðflúr. Þar af eru þrjár stúlkur sem hafa lokið sveinsprófi. Aðstaðan er góð, fimm stór vinnuherbergi ásamt nagla –og förðunaraðstöðu. Eftir áratugi í starfinu segist Brynhildur nú vera kominn á þann stað sem hana hefur alltaf dreymt um að vera á. „Ég verð að viðurkenna að ég er mjög stolt af mínu starfsfólki í dag og finnst við nú vera komnar með það teymi sem ég vildi alltaf sjá hérna. Ester Rafnsdóttir fékk til að mynda verðlaun fyrir bestan árangur í snyrtifræði en hún var líka að ljúka Nuddskóla Íslands og er því útlærð sem snyrti, -förðunarfræðingur -og nuddari og fær í flestan sjó. Erla María Sigurgeirsdóttir er líka mjög góð á sínu sviði. Hún fékk til dæmis tíu fyrir litun og plokkun í sveinsprófinu. En ég hugsa samt svolítið um okkur eins og fótboltalið -ef við spilum vel saman þá verður útkoman góð!“.

Fegrunar ráð Brynhildar á Helenu fögru 1 2 3 4 5 6

Hugsa vel um heilsuna. Drekka vel af vatni. Taka matskeið af Lýsi á dag og B-vítamín fyrir hár og neglur. Fá upplýsingar og ráðleggingar frá fagfólki í snyrtifræði. Ein heimsókn á snyrtistofu getur gert mikið. Hreinsa húðina kvölds og morgna, nota góð krem og ekki gleyma að sofa og hvílast vel.

46

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009


Vera Simillion og kolbogaljósin á Jean de Grasse Fyrstu stofur borgarinnar

S

Blaðaúrklippa sem sýnir auglýsingu frá Jean de Grasse upp úr 1950. Til hægri: Ruth bjó til öll

krem sem voru seld á stofunni en nemar voru sendir eftir hráefnum í apótekið. Eftir að hún hafði sett efnablöndurnar saman voru nemar settir í að sótthreinsa krukkur og koma kremunum í þær. Kremin, sem og andlitsvatn framleitt af Ruth, nutu mikilla vinsælda hjá hefðardömum borgarinnar.

48

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

ú kona sem kalla má frumkvöðul þess að snyrtifræðin, sem aðskild starfsgrein, varð til á Íslandi hét Ingibjörg Stein Bjarnason en hún hóf störf sín upp úr 1930. Vera Simillion hét snyrtistofa Ingibjargar og vörur undir því nafni urðu mjög kunnar hér á landi á þessum tíma. Ingibjörg kynnti sér námið í Frakklandi og Þýskalandi en þær Björg Ellingsen og Elín Þorkelsson lærðu hjá henni áður en þær héldu í viðbótarnám til Kaupmannahafnar og settu upp snyrtistofur eftir heimkomu. Árið 1937 stofnaði Björg snyrtistofu undir eigin nafni og tók til sín nema til 1941 en eftir það var stofan rekin af Sigríði Þorkelsdóttur sem keypti fyrirtækið og kallaði þá Snyrtistofu Sigríðar Þorkelsdóttur og stórt viðtal við hana má lesa hér í blaðinu. Jean de Grass var önnur eftirsótt snyrtistofa við Austurvöll en þaðan komu margar mætar snyrtidömur. Stofa þessi var stofnuð af Ástu Johnsen í kringum 1950 og var til húsa við Pósthússtræti 13 en hafði áður verið á Strikinu í Kaupmannahöfn. Ruth Johnsen, dóttir Ástu, tók við Jean de Grasse eftir að Ásta andaðist en þá urðu eigendurnir tveir. Þær Ruth og Sigrún Þorsteinsdóttir. Ruth kenndi nemum sínum bóklega eftir dönskum staðli fyrir danska snyrtifræðinga og Sigrún tók að sér verklega kennslu. Árið 1965 voru starfandi á stofunni, auk Sigrúnar, þær Ingibjörg Jónsdóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir en þær Guðrún og Sigrún störfuðu að mestu við fótsnyrtingu. Á hinni merku stofu, Jean de Grasse, voru tveir klefar fyrir andlitsböð, einn fyrir fótsnyrtingu, einn fyrir handsnyrtingu og svo stærri klefi fyrir nudd og hin svokölluðu kolbogaljós en þau voru kafli útaf fyrir sig. Nemi sem var þarna á stofunni lýsti kolbogaljósameðferð með þessum orðum: „Þarna voru tveir bekkir til að liggja á og niður úr miðju loftinu héngu kolbogaljósin. Úr þeim frussaði og small meðan konur lágu allsberar með hlífðargleraugu til að verjast birtunni en ljósin áttu að laga bólgur og auka á lit húðarinnar.“ Ruth bjó til öll krem sem voru seld á stofunni en nemar voru sendir eftir hráefnum í apótekið. Eftir að hún hafði sett efnablöndurnar saman voru nemar settir í að sótthreinsa krukkur og koma kremunum í þær. Kremin, sem og andlitsvatn framleitt af Ruth, nutu mikilla vinsælda hjá hefðardömum borgarinnar. Jean de Grasse var lokað eftir að Ruth andaðist síðla árs 1966 en þá hafði stofum borgarinnar fjölgað mikið enda margir fyrrum snyrtifræðinemar flognir úr hreiðrum sínum og Félag íslenskra snyrtisérfræðinga stofnað.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

49


Snyrtistofa Ólafar

óskar FÍSF hjartanlega til hamingju með árin

Blue Lagoon Spa Reykjavík Dekraðu við líkama og sál með einstakri spa-meðferð. Blue Lagoon húðvörur, náttúrulegar vörur með „naturceutical“- virkni, eru undirstaða meðferðanna. Þær byggja á Blue Lagoon jarðsjónum og virkum efnum hans, kísil, steinefnum og þörungum. Vísindalegar rannsóknir sýna fram á virkni þeirra gegn öldrun húðarinnar. www.bluelagoonspa.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 0 9 – 0 4 0 9

Verið velkomin á eina fallegustu stofu landsins. Stofnuð árið 1985

Jean de Grass var eftirsótt snyrtistofa við Austurvöll var stofnuð af Ástu Johnsen í kringum 1950.

50

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Blue Lagoon Spa Álfheimar 74 104 Reykjavík 414 4004 SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

51


FÍSF *ÁGÚSTA

„Við fórum til dæmis að læra heitsteinanudd sem small vel við það sem við höfðum verið að gera áður á stofunni. Þetta fór vel á Íslandsmóti Samtaka Iðnaðarins þar sem ég vann titilinn Snyrtifræðingur ársins.“

Ágústa Kristjánsdóttir rekur Snyrtistofu Ágústu við Hafnarstræti í Reykjavík

Endurkoma er viðurkenning Snyrtistofan Ágústa fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár en stofan opnaði í september árið 1989. Ágústa segist alla tíð hafa haft mjög mikinn áhuga á snyrtifræði en á sínum tíma lærði hún hjá Lilju Guðnadóttur. „Þá var náminu hagað þannig að nemandinn var á stofu að læra í tvö ár og samhliða því var bóklegt nám stundað í FB. Þetta var um það leyti sem snyrtifræðin var að ná þeim merka áfanga að verða löggild iðngrein. Ég var með þeim síðustu til að stunda námið á þennan hátt en í dag er þetta allt mikið breytt, námið hér á landi er til mikillar fyrirmyndar og þær sem byrjuðu að kenna snyrtifræði á fyrstu árunum í FB unnu mikið og gott brautryðjandi starf,“ segir Ágústa. Að námi loknu starfaði Ágústa á stofu í tvö ár en bætti svo við sig þekkingu og lærði fótaaðgerðafræði hjá Rósu Þorvaldsdóttur. Að því loknu starfaði hún hjá Kristínu Stefánsdóttur hjá No Name á Laugavegi þar til hún opnaði eigin stofu en Ágústa segist alltaf hafa haft það sem markmið að spreyta sig á fyrirtækjarekstri. „Mér fannst þetta skemmtileg vinna og finnst enn. Það eru fá störf sem gefa jafn mikið og þetta. Hingað koma sömu viðskiptavinirnir árum saman, margir í hverjum mánuði. Þetta er mikil viðurkenning á okkar störfum og því verður starfið mjög gefandi enda skemmtilegt að vinna við mannleg samskipti,“ segir Ágústa.

Hún segir bæði sjálfa sig og starfsfólk sitt leggja mikla áherslu á endurmenntun og því séu þær duglegar að fara á fyrirlestra og námskeið, bæði hér heima og erlendis. „Við fórum til dæmis að læra heitsteinanudd sem small vel við það sem við höfðum verið að gera áður á stofunni. Þetta fór vel á Íslandsmóti Samtaka Iðnaðarins þar sem ég vann titilinn Snyrtifræðingur ársins,“ segir hún stolt en heitsteinameðferð sem Ágústa hannaði fékk einnig verðlaun á mótinu sem meðferð ársins. „Fólk úr viðskiptalífinu hefur líka komið á stofuna og haldið fyrirlestra um ýmislegt sem viðkemur þjónustu og framkomu sem kemur sér vel fyrir fyrirtækið, þar sem við leggjum metnað í að vera í stöðugri framþróun. Það er gott að fá einstaklinga eða fagmenn á öðrum sviðum fyrirtækjareksturs til þess að benda okkur á hvernig þau upplifa það sem er að gerast hér á stofunni,“ segir hún og bætir við að þær hafi jafnframt fengið til sín nuddara til að kenna nýjar aðferðir í nuddi sem hafi verið fléttaðar inn í þær meðferðir sem fyrir eru í boði á stofunni. „Þessi viðleitni hefur tvímælalaust stuðlað að betri starfsanda innan fyrirtækisins og mælst vel fyrir, bæði fyrir okkur sem höfum starfað lengi við fagið sem og nemana sem eru hér á nemasamningi,“ segir Ágústa að lokum.

Fegrunarráð Ágústu 1 2 3 4 5 6

52

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Notaðu alltaf dagkrem sem henta þinni húðgerð og leitaðu til fagmanna eftir ráðgjöf. Mikilvægt er að verja húðina gegn sólargeislum og nota ekki lægri vörn en 15 til 20. Notaðu líka vörn gegn kulda og ekki má gleyma höndum og hálsi. Hreinsaðu húðina kvölds og morgna og notaðu næturkrem sé húðin þurr. Passaðu þig að helst að sofa á bakinu með koddann undir höfðinu en ekki öxlunum. Heilbrigt líferni gefur fallega og heilbrigða húð.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

53


Hugmyndir, þekking og alþjóðlegt tengslanet

CIDESCO – Alþjóðafélag snyrtifræðinga

A

llir sem numið hafa snyrtifræði á Íslandi kannast við að hafa heyrt minnst á CIDESCO en það er skammstöfun fyrir franska heitið Comité international d´Esthétique et De Cosmétologie sem er eitt stærsta og þekktasta alþjóðafélag snyrtifræðinga. Félagið var stofnað árið 1946 í Belgíu af þeim Georges Dumont, frá Belgíu, og Jacques Poirsons frá Frakklandi. Það ár var jafnframt fyrsta þingið haldið og Jacques Poirsons, snyrtifræðikennari í París, kosinn fyrsti forseti þess en á þessu fyrsta þingi komu snyrtifræðingar frá ýmsum löndum til að taka þátt. Markmið félagsins og þingsins var þríþætt: Í fyrsta lagi að snyrtifræðingar gætu komið saman til að deila hugmyndum sínum og þekkingu. Í öðru lagi til að hitta húðsjúkdómalækna, lýtalækna, skurðlækna, efnafræðinga og annað fagfólk sem gæti haft tengsl við snyrtifræði í þeim tilgangi að hefja störf snyrtifræðinga til vegs og virðingar og í þriðja lagi til að setja saman samræmda námskrá og alþjóðlega viðurkennd próf í snyrtifræði. Undanfarin sextíu og þrjú ár hefur félagið vaxið og dafnað jafnt og þétt. Nú eru þrjátíu og þrjú lönd í fimm heimsálfum aðilar að CIDESCO en þar á meðal er Ísland sem var formlega samþykkt inn í félagið árið 1965. Yfir tvöhundruð viðurkennda CIDESCO skóla er að finna víða um heim en þar af er einn á Íslandi –Snyrtiskólinn í Kópavogi. Skólinn varð fullgildur CIDESCO skóli snemma árs 2007 en mikið og langt ferli liggur að baki því að fá þennan mikilvæga stimpil. Árið 2007 þreyttu 5.881 nemendur CIDESCO próf en þau eru mikils metin og virt um allan heim. Höfuðstöðvar félagsins eru í Zurich í Sviss og sitjandi stjórn er alþjóðleg. Forsetinn Kyriacos Poupoutsis er frá Kýpur, varaforsetinn Anna-Cari Gund kemur frá Svíþjóð, ritarinn Ronelle Iten er frá Sviss, fulltrúi menntamála Josephine Wackett kemur frá Bretlandi og almannatengillinn Elise Wessels er Hollensk. Árlega eru haldin CIDESCO þing. Annaðhvert ár í Evrópulandi og hitt utan Evrópu. Hjá Félagi íslenskra snyrtifræðinga hefur myndast hefð fyrir því að senda formann á CIDESCO þingið það ár sem það er haldið í Evrópu. Formaðurinn situr þá aðalfund og tekur þátt í aðalfundastörfum sem fulltrúi þjóðar okkar. Félagar FÍSF hafa almennt verið duglegir að fjölmenna á þingin en árið 2006 á 55. þinginu í Aþenu í Grikklandi sátu rúmlega tuttugu íslenskir snyrtifræðingar. Í júlí árið 2008 var 57. CIDESCO þingið haldið í Baden-Baden í Þýskalandi. Þá sóttu einungis tveir Íslendingar þingið, þær Guðrún Pétursdóttir formaður og undirrituð, Nína Björg Sigurðardóttir stjórnarmaður og CIDESCO tengiliður á Íslandi. Fyrirlestrarnir voru áhugaverðir og sýningin góð. Þingið var gífurlega vel skipulagt í mjög fallegu umhverfi. Eftir tvö síðustu þing hefur undirrituð, ásamt formanni félagsins, haldið fræðslukvöld þar sem sýndar eru myndir og sagt ýtarlega frá þingunum, það er að segja aðalfundi, sýningu og fyrirlestrum en tilgangurinn með því að senda fulltrúa fyrir hönd félagsins er fyrst og fremst sá að miðla því sem fram kemur á þinginu til félagsmanna Félags íslenskra snyrtifræðinga. Næsta Evrópuþing verður haldið í Svíþjóð árið 2010 dagana 26.-30. Maí og nokkuð auðsótt ætti að vera fyrir félagsmenn okkar að fjölmenna þangað. Þá hefur einnig komið upp hugmynd um að Norðurlandaþjóðirnar myndu reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman enda mun þetta vera tilvalið tækifæri til að efla norrænt samstarf. Í lokin vil ég minna á heimasíðu CIDESCO: www.cidesco.com en þar er meðal annars hægt að smella á Link Magazine sem er fréttablað félagsins. Fyrir þær sem gætu hugsað sér að leggja heiminn að fótum sér í haust er vert að benda á að CIDESCO þingið í ár verður haldið í Kyoto í Japan dagana 9.-14. september en allar nánari upplýsingar um það er að finna á vefslóðinni: www.cidesco-kyoto2009.com

Nína B. Sigurðardóttir CIDESCO tengiliður á Íslandi 54

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

55


FÍSF *EYGLÓ Eygló Þorgeirsdóttir rekur Eygló-heilsulind við Langholtsveg í Reykjavík

heldur glóðinni Eflaust er óhætt að fullyrða að Eygló Þorgeirsdóttir sé með fjölfróðari snyrtifræðingum landsins en á þeim tæplega fjörtíu árum sem hún hefur verið starfandi hefur Eygló lagt mikinn metnað í að sækja nýja þekkingu og róa á óþekkt mið. Eygló lærði á Snyrti- og fótaaðgerðastofu Ástu Halldórsdóttur á árunum 1968 til 1970. Eftir það kom hún víða við í starfi sínu, meðal annars á Snyrtistofu Sigríðar Þorkelsdóttur, Nuddstofu Hótel Sögu, Heilsulindinni á Hverfisgötu og Heilsuhælinu í Hveragerði. Eygló starfaði í stjórn snyrtifræðinga á árunum 1976 til 1977 og var meðal annars frumkvöðull að löggildingu sjúkranuddara og fótaaðgerðafræðinga á árunum 1985 til 1991 en hún hefur jafnframt sinnt formennsku í nokkrum félögum síðan. Snyrti- Nudd og Fótaaðgerðastofan Eygló sem heitir nú Eygló-heilsulind var stofnuð árið 1983 en fyrirtækið flutti á Langholtsveg 17 árið 1986 og þar er það enn til húsa. „Ef ég væri ekki stöðugt að bæta við mig kunnáttu og þekkingu hefði ég aldrei enst í faginu svona lengi,“ segir Eygló glöð í bragði. „Ef maður staðnar og dettur í einhverja sjálfvirkni í vinnunni þá missir maður glóðina sjáðu til. Þannig að ég hef haldið áhuganum með því að vera læra alltaf meira. Þannig kemst ég líka að því hvað það er mikilvægt að fylgjast með, fá meiri víðsýni og dýpri þekkingu enda eru hlutirnir og sannindin alltaf að breytast sem og maður sjálfur,“ segir hún íbyggin. „Það sem í gær þótti rétt þykir kannski rangt í dag.“ Eftir því sem starfsárum Eyglóar hefur fjölgað hefur hún hallað sér æ meira að læknisfræðilegum aðferðum í starfi sínu. „Áhugi minn á því sem ég kalla „medical“ leiðum til að auka vellíðan hjá fólki hefur aukist jafnt og þétt. Vissulega verður maður þó líka

56

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

að sinna ytri fegurð til að hjálpa þeirri innri að koma í ljós. Þetta helst allt í hendur: Ef fólki líður illa vegna ytra meins þá kemur það niður á andlegu hliðinni,“ útskýrir Eygló en tekur um leið fram að þrátt mikla áherslu á læknisfræðilegar nálganir á stofunni taki þær þó einnig að sér hefðbundin störf snyrtifræðinga. „Við erum til dæmis með Gernétic húðlækningavörur frá frönskum aðila sem er bæði efnafræðingur og húðlæknir. Hann vinnur öll sín efni út frá innkirtlastarfssemi líkamans og miðar við að bæta líkamsstarfsemina frá þeim upphafspunkti. Hans fræði liggja í því að allt sem þú sérð á húðinni eigi upptök sín einhversstaðar í keðjuverkun líkamans. Allir misbrestir í þessari keðjuverkun koma svo fram í hinu ytra,“ segir hún og bætir við að frá þessum útgangspunkti sé einnig unnið í nálastungum og Shiatsu fræðunum sem hún hefur stundað í mörg ár. Spurð að því hvert helsta áhugamál hennar í starfinu sé þessa dagana segir hún það ekki vera neitt eitt umfram annað. „Mér finnst allt sem ég er að gera jafn skemmtilegt. Mér leiðist aldrei að vinna með fólk vegna þess að þetta er svo innilega þakklátt. Það er alveg sama hvað er verið að gera, hvort sem er að plokka og lita augabrúnir og sjá hvernig manneskjan gleðst þegar hún lítur í spegilinn eftir á, eða að vinna á meini í öxl eða niðurgróinni nögl... þetta er allt jafn þakklátt,“ segir hún og tekur um leið fram að nándin við viðskiptavininn skipti hana einnig miklu máli. “Eftir stund með viðskiptavini kemur stundum fyrir að ég spyr sjálfa mig hvort ég hafi gert meira fyrir viðkomandi líkamlega eða andlega, með því að sinna líkamanum eða bara með því að hlusta á hana tala um sín mál?“ segir þessi hlýja, reynsluríka og fjölfróða kona að lokum.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

57


Gervineglur á íslenskum snyrtistofum.

Hélt að þetta væri bara bóla Texti GUÐRÚN ÞÓRBJARNARDÓTTIR

Á

Cidescoþingi í Hamborg árið 1983 voru kynntar til leiks ný tegund af gervinöglum, akríl neglur, steyptar ofan á náttúrulegu nöglina. Mér þótti þetta spennandi nýjung að koma með til Íslands en grunaði þó að þetta yrði bara tískubóla. Þrátt fyrir það fjárfesti ég í byrjunarsetti og hófst svo handa þegar heim kom við æfingar. Margt skoplegt gerðist í fyrstu tilraununum. Límið var gífurlega sterkt og límdi allt pikkfast á nokkrum sekúndum. Fingurnir á mér límdust stundum það fast saman að ég var farin að halda að þannig yrðu þeir áfram og oft var ég skinnlaus á fingrunum eftir límið. Aðferðin var sú að fyrst var gervinögl límd á hálfa eigin nögl, lengdin ákveðin og svo pússað vel þannig að samskeytin féllu fallega saman. Þá var komið að því að blanda saman akríl efninu og leginum (resini) með pensli á nöglina en þetta þurfti að vera í nákvæmum hlutföllum til að vel færi. Nöglin var svo formuð með þessu efni með penslinum. Svo þurfti að pússa mikið enda efnið mjög hart og sterkt. Mikla æfingu og vandvirkni þurfti einnig til þess að færni yrði við ásetninguna. Fyrstu flottu neglurnar sem ég að eigin áliti gerði, og voru nánast óaðfinnanlegar, voru neglur Hófíar þegar hún tók þátt í Miss World keppninni en þetta bar hún einstaklega vel. Þegar fram liðu stundir urðu gervineglurnar alveg gríðarlega vinsælar en stúlkur í hinum ýmsu keppnum og sýningarstúlkur notuðu þær mikið. Einnig konur sem höfðu lélegar og nagaðar neglur og höfðu alltaf þráð að hafa flottar neglur. Svo varð mjög vinsælt að lakka þær fallega og skreyta með steinum og öðru skrauti. Á þeim tíma sem ég hef starfað við þetta hef ég heyrt margar skemmtilegar sögur í kringum neglurnar. Ein þeirra er sagan um manninn sem pantaði sjálfur neglur fyrir konuna sín. Hann sagði að það eina sem að hann gæti fundið að henni væri hvað hún nagaði neglurnar. Svo var það stelpan í sjoppunni sem fékk sér neglur eftir að sæti strákurinn sem verslaði við hana hafði sagt að hann myndi aldrei bjóða henni út að borða þrátt fyrir hvað hún væri sæt og smart stelpa -hún væri með svo nagaðar neglur. Við fengum líka til okkar nokkra karla með mikið nagaðar neglur. Það gekk yfirleitt ekki vel því þeir nöguðu þá bara gervineglurnar af sér líka. Einn sagði okkur til dæmis að þetta væri dýrasta steik sem að hann hefði borðað! Mörgum hjálpuðum við þó. Bæði með að hætta

58

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

að naga neglurnar og líka þegar ein nögl var sködduð, þá var hjálp í að geta fengið gervinögl í staðinn. Sömu konurnar komu til okkar ár eftir ár einu sinni í mánuði til þess að láta lagfæra neglur sínar en þess þarf auðvitað með þar sem gervinöglin vex fram með náttúrlegu nöglinni. Nokkru síðar fór ég til Englands og fann þar annað efni sem léttara var að vinna. Það voru svokallaðar silkineglur sem Snyrtistofan Salon Ritz varð þekktust fyrir. Þá var gervinögl límd á eins og áður og pússuð niður og síðan silkiborði límdur yfir nöglina og límið hert með þar til gerðum úða og síðan var pússað. Snyrtifræðingarnir sem unnu við neglurnar voru mjög handlagnar og svo eftirsóttar að uppbókað var langt fram í tímann. Við þróuðum sjálfar ýmislegt eins og til að mynda viðgerðir á náttúrulegum nöglum en einnig settum við gervineglur á skemmdar táneglur þannig að hægt væri að vera í opnum skóm í sólinni. Allt efni fluttum við inn sjálfar á Salon Ritz og vorum einráða á markaðnum í mörg ár. Mikil þróun varð í naglaefnum með tímanum og mikil bylting þegar ljósharðnandi gel komu á markaðinn. Þau efni voru líka mjög dýr en það þýddi ekkert annað en fylgja eftir nýjungum og kröfum markaðarins. Í dag er óhætt að segja að gervineglur hafi aldrei verið vinsælli og einnig hefur það færst í aukana að setja gel á táneglurnar. Þannig má segja að þessi bóla hafi þanist ótrúlega hratt út og að lokum sprungið í allar áttir. Ótal naglastofur hafa orðið til um allt land og mikil eftirspurn er eftir þessu. Til að byrja með hélt ég að þessi naglavinna myndi haldast innan stéttar snyrtifræðinga en svo varð ekki raunin því sérstakir naglafræðingar urðu til. Svo sannarlega varð þetta atvinnuskapandi og stórkostleg búbót fyrir mína stofu á sínum tíma og seinna meir fyrir aðra.

Vinnustólar á hjólum Sterkir og endingargóðir. Sömu litir í boði og fyrir snyrtistólinn. Hægt er að velja um þrjár gerðir af gaspumpum til hæðarstillingar: Hæð: 40-55 cm

50-70 cm

50-80 cm

Vörur fyrir snyrtistofur Afrodite vandaða snyrtistofustólinn þekkja margir snyrtifræðingar, enda vinsæll hér á landi. Stóllinn hentar sem snyrtistóll, nuddbekkur og fyrir fótaaðgerðir. Rafknúin stilling er fyrir hæð, bak- og sethalla. Gaspumpa í höfuð og fóthluta, stóllinn er vel bólstraður og þægilegur. Margir litir í boði.

Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 569 3100 www.eirberg.is

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

59


Sjálfsmynd af Borghildi með grænan maska á andlitinu.

„Það er ákveðin hugleiðsla fyrir mig að mála.“

Með maska á málverki

B

orghildur Guðmundsdóttir heitir norðlensk mær sem meðal annars er meistari í snyrtifræði og fyrrverandi stjórnarmeðlimur í Félagi íslenskra snyrtifræðinga. Hún leggur nú stund á myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifast á næsta ári en Borghildur segir margt skylt með myndlist og því að munda penslana á andlitum kvenna. “Þegar ég var í snyrtifræðináminu í Fjölbraut í Breiðholti lærði ég förðun hjá Kristínu Stefánsdóttur og var samhliða því námi í Listförðunarskóla Línu Rutar. Ég keppti á íslandsmeistaramótum í förðun og hafnaði í fyrsta sæti í þau skipti sem ég tók þátt, bæði í nemaflokki og svo seinna í flokki sveina og meistara. Nú hefur þörfin fyrir sköpun þróast frá förðun yfir í myndlist kem ég því til með að starfa sem listmálari samhliða snyrtifræðinni í framtíðinni.” Fljótlega eftir að Borghildur útskrifaðist sem snyrtifræðingur opnaði hún snyrtistofu á Sauðárkrók og rak hana um árabil. Þar kenndi hún meðal annars tískuog ljósmyndaförðun í förðunarskóla sem hún rak undir merkjum MAKE UP FOREVER og sóttu margir sveitungar hennar námið. Borghildur býr nú á Akureyri. Þangað til í fyrra starfaði hún sem snyrtifræðingur á

60

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Aqua Spa samhliða listnáminu. „Mér fannst yndislegt að vinna á Aqua Spa og þar líður mér alltaf vel, alveg eins og þegar ég er að mála. Það er ákveðin hugleiðsla fyrir mig að gera það. Ég hætti samt að vinna þar í fyrra af því það var of mikið að vinna samhliða fullu námi og hafa þrjú lítil börn heima. Mér finnst skemmtilegt að hafa mikið að gera en ef það er of mikið getur það líka snúist upp í andhverfu sína,“ segir hún og bætir við að nú sé efst á blaði að ljúka myndlistarnáminu vorið 2010. Viðfangsefni Borghildar í myndlistinni eru til merkis um hversu stutt er á milli myndlistarkonunnar og snyrtifræðingsins því hún sækir sér innblástur í heim snyrtifræðinnar. „Ég fékk það verkefni um daginn að mála sjálfsmynd svo ég klæddi mig úr, setti handklæði um mig miðja og á höfuðið, skellti grænum maska í andlitið og horfði svo í spegil meðan ég málaði sjálfa mig. Samnemendur mínir og kennari hafa sennilega haldið að ég væri alveg að tapa mér í þessari múnderingu en þetta var bara skemmtilegt enda eru endalausir möguleikar í myndlistinni,“ segir listhneigði snyrtifræðingurinn Borghildur Guðmundsdóttir að lokum.


FÍSF *ÞYRÍ

„Í gamla daga var það svokallað heldra fólk sem naut þessarar þjónustu, fólk sem hafði meira fé á milli handanna en í dag eru það sífellt fleiri sem finnst það nánast lífspursmál að fara í snyrtingu og halda þannig sálartetrinu góðu.“

Þyrí Dóra Sveinsdóttir rekur Snyrtistofuna Ársól í Grímsbæ við Bústaðarveg

Sálartetrinu haldið góðu Þyrí Dóra er með elstu starfandi snyrtifræðingum á landinu. Hún hóf nám sitt á hárgreiðslu –og snyrtistofunni Valhöll á Laugavegi árið 1963 og lauk því með þriggja mánaða dvöl í París. Snyrtistofuna Ársól opnaði Þyrí Dóra, ásamt Katrínu Þorkelsdóttur, þann 16 júní 1980 en Katrín stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki árið 1991. Síðan hefur Þyrí Dóra rekið stofuna ein. „Ég sótti reyndar upphaflega um stöðu hárgreiðslunema á Valhöll en við vorum margar um plássið og sumar voru með meiri reynslu en ég þannig að ég fékk þetta ekki en hinsvegar stóð mér til boða að læra snyrtifræði. Tilboðið kom mér í opna sköldu en eftir viku umhugsunarfrest ákvað ég að slá til,“ segir Þyrí Dóra sem lærði af meistara á stofunni í tólf mánuði en hélt svo til Parísar í þrjá mánuði eftir það. Spurð að því hvort sú námsferð hafi ekki verið mikil upplifun fyrir sautján ára stúlku segir hún að sannarlega hafi svo verið. „Ég bjó í litlu herbergi rétt hjá Sigurboganum en skólinn minn var beint á móti óperunni í húsi á þremur hæðum; verslun á fyrstu hæð, snyrtistofa á annari og skóli á efstu hæð. Vörurnar sem Valhöll bauð uppá voru framleiddar þarna og í umboði þeirra fór ég í skólann,“ segir hún. „Eftir heimkomuna starfaði ég á Valhöll þar til ég eignast strákinn minn í desember 1965 en eftir það var ég í fimm ár í Snyrtihúsinu hjá Sigríði Þorkels. Fyrst á

efri hæðinni í húsi Egils Jakobsen í Austurstræti en síðar flutti Snyrtihúsið í gamalt hús sem stóð á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis.“ Þyrí Dóra segir það markverðast í þróun snyrtifræðinnar hversu margir eru farnir að nýta sér þjónustuna. „Í gamla daga var það svokallað heldra fólk sem naut þessarar þjónustu, fólk sem hafði meira fé á milli handanna en í dag eru það sífellt fleiri sem finnst það nánast lífspursmál að fara í snyrtingu og halda þannig sálartetrinu góðu,“ segir hún og rifjar upp komu karlmanna á snyrtistofuna til Sigríðar. „Við þurftum að hleypa þeim út um bakdyrnar því þeir skömmuðust sín svo fyrir að láta sjá sig á snyrtistofu en nú er öldin önnur og karlmenn nýta sér þjónustuna án þess að skammast sín; hand og fótsnyrtingu, andlitsböð, vaxmeðferðir og allt mögulegt,“ segir Þyrí Dóra og skellir upp úr. Þar sem Þyrí Dóra man tímana tvenna og hefur farið með faginu í gegnum ýmsar sveiflur í efnahagslífinu er ekki úr vegi að spyrja hvernig árferðið hafi spilað inn í viðskipti hjá henni. „Janúar er og verður alltaf rólegasti mánuður ársins þar sem fólk kemur á stofu fyrir jól og pantar ekki næsta tíma fyrr en í Febrúar. En hvað sveiflur í efnahagslífinu á milli ára varðar verð ég að segja að ég hef alltaf verið lánssöm. Mínir föstu viðskiptavinir halda alltaf áfram að koma þrátt fyrir allar sveiflur,“ segir Þyrí Dóra að lokum.

Fegrunarráð Þyrí Dóru 1 Mitt mottó er vel snyrt er konan ánægð og að vera Pollýanna er númer eitt tvö og þrjú. 2 Svo þarf að hugsa um hvað maður setur ofan í sig og hreyfing er mjög mikilvæg. 3 Að lokum er vert að minnast á að svefninn er eflaust besta fegrunarlyf sem til er.

62

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009


ÁSTA

með fingurinn

á púlsinum

Ásta Hannesdóttir er flestum snyrtifræðingum vel kunnug enda hefur hún um árabil verið ötul í félagsmálum og öðru sem snýr að hagsmunamálum greinarinnar, hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum, sótt þing um allann heim og gengt ýmsum embættum fyrir snyrtifræðinga. Texti Margrét Hugrún Gústavsdóttir


„Ég ekki frá því að áhugi minn á faginu hafi sprottið upp frá þeirri jákvæðu reynslu sem er fólgin í að gleðja aðra manneskju með því að gera hana fínni.“

Á

sta var meðal þeirra sem unnu að því að gera snyrtifræði að löggildri starfsgrein en ljóst er að sú hönd sem hún hefur lagt á plóg í þágu greinarinnar hefur skilað þeim góða árangri sem snyrtifræðingar njóta enn góðs af. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður, fór á fund við Ástu á heimili hennar við Dalbraut í Reykjavík. Ásta bauð upp á dásamlega humarsúpu og kaffi að hætti góðra húsfreyja, enda skólagengin í þeim fræðum sem snyrtifræðinni og heimili hennar sólríkt og snyrtilegt eins og húsfreyjan sjálf. Ásta fæddist í Vestmannaeyjum þann 10. mars árið 1929. Þetta var í heimskreppunni miklu en Ásta segir að aldrei hafi áður fæðst jafn mörg börn í Eyjum. „Þetta voru sjötíu til áttatíu börn en aldrei áður höfðu svo margir nýir einstaklingar litið dagsins ljós á einu ári í þessu litla samfélagi sem taldi um þrjú til fjögur þúsund manns,“ segir hún og hlær að athugasemd blaðamanns um að í bandarísku kreppunni hafi þetta sem snýr að getnaði kallast “poor mans pleasure”. Þegar Ásta var aðeins þriggja ára missti hún móður sína og eftir það ólst hún að hluta upp með frænku sinni og tveimur eldri systrum „En svo lagaðist þetta allt þegar pabbi gifti sig aftur 1936,“ segir Ásta og á henni má greina að hún er sátt við fortíð sína og uppvöxtinn í Eyjum. Sinkpasta á freknótta vinkonu

Ásta segist hafa verið talsvert ung þegar hún fékk fyrst áhuga á snyrtifræði en rauðhærð og freknótt vinkona varð fyrsti „viðskiptavinurinn“. „Þegar ég var barn langaði mig reyndar alltaf til að verða læknir eða söngkona. Í raun hefði ég helst viljað verða óperusöngkona en hingað til hef ég látið kórastarfið duga,“ segir hún. „Mína fyrstu reynslu af snyrtifræðinni má kannski rekja til vinkonu minnar sem var bæði rauðhærð og freknótt og leið fyrir það eins og gengur og gerist. Mér fannst hún samt alltaf svo sæt með þessar freknur og rauða hárið sitt, sem var svolítið afró. Einhverntíma, þegar við vorum svona sex eða sjö ára, datt okkur í hug að það hlyti að vera eitthvað til sem við gætum borið framan í hana til að hylja freknurnar. Við höfðum þá heyrt talað um sinkpasta og fórum í apótekið með hennar örfáu aura til að kaupa þetta undraefni. Ég bar svo á hana kremið með talsverðu umstangi og hún varð þrælánægð með nýja andlitið sitt! Sjálf er ég ekki frá því að áhugi minn á faginu hafi sprottið upp frá þeirri jákvæðu reynslu sem er fólgin í að gleðja aðra manneskju með því að gera hana fínni,“ segir Ásta og hlær að minningunni. Sósulitur á fótleggina

Ásta segir notkun snyrtivara hafa breyst mikið frá því að hún var að alast upp. „Snyrtivörur voru helst seldar í apótekinu og úrvalið var ágætt en það var ekki lagt mikið upp úr því að konur máluðu sig. Það var helst að við notuðum dagkrem og farða en maskara notuðum við nánast aldrei. Hinsvegar þótti varaliturinn meira ómissandi og þá var oft notað rautt

66

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

naglalakk í stíl. Svo var líka siður að þynna sósulit upp í vatni og smyrja á fætur til að sýnast brúnni á fótleggjunum,“ segir Ásta og hlær.

skeið hjá Revlon Institude í London. „Þar sem ég ætlaði mér að vinna með og selja Revlon vörur á stofunni vildi ég vera vel að mér í því sem ég væri að gera. Hafa fullt sjálfsöryggi og ekki þurfa að efast um neitt,“ segir Ásta og bætir við að það sé snyrtifræðingum ómetanlega mikilvægt að hafa ávallt fingurinn á púlsinum í því sem er að gerast í faginu erlendis. Hún segir þessa ferð hafa gefið sér mikið og strax eftir heimkomuna deildi Ásta því sem hún hafði numið í London með félögum sínum í Félagi íslenskra snyrtisérfræðinga. Hún hélt meðal annars fyrirlestur þar sem hún sagði frá tískunni í heimsborginni og helstu nýjungum í förðun hjá Revlon en þessi fyrirlestur hafði síðar mjög jákvæðar afleiðingar fyrir bæði Ástu og fagið. Henni var meðal annars boðið að gerast formaður Félags íslenskra snyrtisérfræðinga og síðar fór hún í viðtal hjá Morgunblaðinu sem dró að sér fleiri viðskiptavini á hina nýopnuðu snyrtistofu en Ásta hafði gert sér vonir um að fá svo snemma. „Mig langaði að deila því sem ég hafði lært með starfssystrum mínum. Hvernig tískan blasti við mér þarna og hvernig förðun og fatnaður fóru saman á nýjan og spennandi hátt. Eftir að hafa flutt fyrirlesturinn

fékk ég svo bara ekki næði til að vera lítið í félagsmálum heldur var mér skellt strax í formannshlutverkið,“ segir Ásta og hlær. Alltaf að bæta þekkinguna

Í þau ár sem Ásta Hannesdóttir rak og starfaði á Kristu lagði hún mikla áherslu á endurmenntun og leitaði stöðugt eftir nýrri reynslu og þekkingu. Árið 1972 hélt hún aftur til London til að læra meira en nú hjá snyrtiskóla Christine Shaw við Bond street. „Ég vildi líka vera öruggari og viss um að ég væri að gera allt rétt. Það er svo gott að auka á sjálfstraust í starfi enda eykur það á velgengnina,“ segir hún en hjá Christine Shaw bætti hún við almenna þekkingu í snyrtifræðum. Gestabók handa Grace Kelly

„Árið 1977 fór ég svo til Mónakó þar sem ég tók alþjóðapróf hjá Cidesco eftir að hafa lesið undir það hér heima. Þetta próf gaf mér tækifæri til að starfa sem snyrtifræðingur í öllum löndum þar sem eru starfandi Cidesco deildir.“

Byrjaði námið um fertugt

Framhaldsnám Ástu hófst í Húsmæðraskólanum í Reykjavík en þangað fór hún sautján ára gömul árið 1947. Ári síðar, eða þegar hún var átján ára, gekk hún í hjónaband með Guðmundi Matthíassyni sem var flugumferðarstjóri og framkvæmdastjóri flugumferðaþjónustu til starfsloka. „Ég hafði nú ekki beint efni á því að stunda mikið nám á þessum árum en ég hafði safnað mér fyrir húsmæðraskólanum og þangað fór ég með smá aðstoð frá föður mínum. Að náminu loknu tók barnauppeldið og lífsbaráttan við; að koma börnunum á legg og koma okkur áfram í lífinu. Það var svo ekki fyrr en ég rankaði við mér kominn upp undir fertugt að ég þyrfti nú að fara að læra eitthvað meira. Sá auglýst eftir nema á Snyrtistofuna í Bændahöllinni, þar sem nú er Radison SAS eða Hótel Saga, og prófaði að skila inn umsókn. Mér sýndist námið henta mér prýðilega því það mátti stunda frá fjögur síðdegis og framundir tíu á kvöldin. Ég sótti um og fékk inni sem kom mér satt best að segja harla mikið á óvart en ég hafði alltaf haft áhuga á snyrtingu, fötum og öðru slíku svo þetta lá vel fyrir mér og ég hlakkaði til að byrja,“ segir Ásta og bætir við að helsti kennari hennar á stofunni í Bændahöllinni hafi verið Margrét Guðmundsdóttir sem lærði sjálf í Danmörku. Hún segir viðskiptavinahópinn hafa verið nokkuð tryggan en hann einkenndist fyrst og fremst af eldri konum annarsvegar og hinsvegar unglingum sem komu í andlitshreinsanir. „Svo komu margir í fótaaðgerðir á kvöldin en þetta var álitin mjög góð stofa í því. Það var mikið um hefðir þarna og séð til þess að allt færi eftir vissum reglum. Allt átti að vera hreint og borðin fín, starfsstúlkurnar í hvítum sloppum og helst með lakkaðar neglur og eyrnalokka. Við notuðum líka rafmagnstækni, til dæmis örvandi, slakandi og sótthreinsandi hátíðnistraum og galvaniskan (desincrustation) straum sem var djúphreinsandi. snyrtisérfræðingur Á FERTUGSALDRI

Árið 1969 útskrifaðist Ásta sem snyrtisérfræðingur, sem þær í FÍSS voru nefndar á þeim tíma, eftir tveggja ára nám hjá Snyrtistofunni í Bændahöllinni. Þá var Ásta fjögurra barna móðir á fertugsaldri með yngsta barnið sitt níu ára. Ekki leið á löngu þar til Ásta, ásamt eldri dóttur sinni Hönnu Kristínu, opnaði hárgreiðslu -og snyrtistofuna Kristu við Grundarstíg 2a. Nafnið Krista var samsett af nöfnum þeirra beggja, Krístín og Ásta „Okkur fannst það kvenlegt og flott.” Í dag er Krista til húsa í Kringlunni hefur lengi verið með vinsælli hársnyrtistofum landsins þó snyrtistofunni hafi verið lokað fyrir mörgum árum en að því verður komið síðar. Fyrirlesturinn leiddi til formennsku í FÍSS

Fljótlega eftir opnun Kristu hélt Ásta til London þar sem hún fór á nám-

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

67


Sameining félaganna tveggja

Spurð út í tilkomu þess að snyrtifræðin hafi verið gerð að löggildri iðngrein segir Ásta að upphaf megi kannski rekja til óánægju með ófullnægjandi menntun snyrtifræðinnar. Að ósk þeirra hafi verið sú að fá starfið viðurkennt opinberlega og hafið yrði samræmt nám fyrir framtíðina með námsreglur Cidesco í huga og sameiningu fræðanna hér á landi. „Snyrtifræðin höfðu þá verið kennd á íslenskum snyrtistofum síðan um 1930. Þar tóku konur að sér nema en einnig var nokkuð um að stúlkur lærðu erlendis í snyrtiskólum. Lengi vel voru líka tvö félög starfandi, annarsvegar Félag íslenskra snyrtisérfræðinga og hinsvegar Félag íslenskra fegrunarfræðinga. Það var óánægja með kennsluaðferðir sumra hér. Námið þótti of stutt og það var mikil togstreita í kringum það. Fólki þótti ósamræmi í því og þess vegna hófst mikil og hörð barátta fyrir samræmdu námi. Til þess að það gæti orðið þurfti lögildingu fagsins sem tók í kringum fimmtán ár og varð mikil vinna. Síðar meir urðu svo bæði hagsmunafélögin sameinuð og eftir það gátu allir kallað sig löggilda snyrtifræðinga. Það voru haldin námskeið og tekin próf og svo var prófnefnd sem dæmdi hvort fólk hefði staðið sig í þessum námskeiðum. Þetta reyndist okkur öllum vel,“ segir Ásta bætir því við að síðar hafi samninganefnd látið þýða námsskrá alþjóðasamtakanna og kennsla hafist á Fjölbraut. Kennslan kom af sjálfu sér

Á þeim tíma sem Ásta starfaði sem snyrtifræðingur á eigin stofu leiddi hún nokkrar stúlkur í gegnum fagið og útskrifaði þær síðar sem snyrtifræðinga. „Tvær þeirra eru mjög aktívar enn þann dag í dag,“ segir hún. „Til dæmis Þórdís Lárusdóttir sem starfar á Gyðjunni og Anna Höskuldsdóttir sem er með stofu vestur á Rifi á Hellissandi. Jónína Hallgrímsdóttir er svo með tvær stofur hér í borginni. Svo var það ein í viðbót sem ég veit ekki hvað starfar í dag, Steinunn Guðbjartsdóttir heitir hún en Björg Sigmundsdóttir held ég þó að hafi starfað lítið við fagið að náminu loknu,“ segir Ásta og bætir því við að sér hafi aldrei þótt erfitt að hafa stúlkur í læri hjá sér. „Þetta kom allt af sjálfu sér. Ég hafði fyrst strák úr háskólanum til að kenna líffærafræðina og svo fylgdist prófnefnd með framvindunni. Þær komu reglulega í heimsókn og athugðu með nemana til að sjá hvernig gengi. Svo prófuðu þær fyrir rest og stofan skrifaði upp á diploma fyrir nemann.“ Snyrtifræðin alltaf notið viðurkenningar

Ásta var meðal þeirra sem komu að sameiningu Félags íslenskra snyrtisérfræðinga og Félags fegrunarfræðinga. Hún fór í margar ferðir í ráðu-

68

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Á ferli sínum sem snyrtifræðingur ferðaðist Ásta víða í þekkingarleit sem hún deildi svo með félögum í stéttinni öllum til hagsbóta. Hún hefur lika látið til sín taka í félagsmálum en allstaðar sem Ásta kemur er eftir henni tekið fyrir glæsileik og þokka.

Hún segir það ógleymanlega reynslu að hafa verið í Mónakó enda landið sveipað dýrðarljóma á þessum árum. Grace Kelly heitin, þáverandi prinsessa af Mónakó, var og er enn talin með fegurstu konum sem hafa stigið fæti á jörðina en hún var verndari þingsins þar sem Ásta tók prófið. “Ég sá hana reyndar ekki þegar ég var stödd í Mónakó en nokkrum árum síðar var hún í skemmtiferðaskipi hér við höfnina í Reykjavík og nokkrar frá FÍSS fóru um borð og gáfu henni gestabók sem þakklætisvott fyrir að hafa verið verndari okkar á þessu Cidesco þingi. Það var mjög skemmtileg upplifun og hún tók mjög vel í gjöfina.“ Síðasta próf sitt tók Ásta svo árið 1992 þegar snyrtifræðin var gerð að iðngrein. „Þá þurftum við að sækja námskeið og vorum metnar eftir árangri. Á sama tíma urðu fótaaðgerðarfræðin viðurkennd sem löggild starfsgrein og af því tilefni fékk ég diplóma frá Heilbrigðis -og tryggingaráðuneytinu þar sem er staðfest að Ásta Hannesdóttir sé löggildur fótaaðgerðarfræðingur númer átján, útgefið 9. október 1992,“ segir Ásta kímin og sýnir skjalið þessu til staðfestingar.

„Mér finnst snyrtifræðin mikið frekar eiga heima í heilbrigðisgeiranum en það kom aldrei til greina hjá þeim sem fundu okkur stað. Þó hafði ég orðið vör við það á sumum þingum erlendis að læknar vildu gjarna hafa snyrtifræðinga í vinnu og það er ekkert skrítið. “

neytin þegar barist var fyrir því að fá snyrtifræðina sem löggilda starfsgrein og lagði til mikla vinnu í þess þágu. Hún segist halda að ástæða þess hversu langan tíma það tók að fá greinina viðurkennda sem raunverulegt starf hafi verið kostnaðurinn við að koma á fót skóla. „Ég hugsa einfaldlega að stjórnvöld hafi talið það kostnaðarsamt. Það var í það minnsta ekkert sem benti til þess að snyrtifræði nyti ekki almennrar viðurkenningar sem starfsgrein. Starfsemin hafði í það minnsta verið blómleg um áratuga skeið þegar loksins kom að löggildingunni.“ Heilbrigðis eða iðngrein?

Spurð að því hvort henni þyki snyrtifræði eiga við sem hluti af iðngrein getur Ásta ekki beint játað því. „Mér finnst snyrtifræðin mikið frekar eiga heima í heilbrigðisgeiranum en það kom aldrei til greina hjá þeim sem fundu okkur stað. Þó hafði ég orðið vör við það á sumum þingum erlendis að læknar vildu gjarna hafa snyrtifræðinga í vinnu og það er ekkert skrítið. Í sumum tilfellum er starf snyrtifræðinga þess eðlis að læknar ættu að hafa eftirlit með því. Til dæmis þegar verið er að húðflúra en þá er farið inn undir húðina með aðgerðir. Ég er í sjálfu sér alveg hissa á að þetta skuli leyft á almennum snyrtistofum sökum þess hvers eðlis slík aðgerð er.“ Finnst gott að hafa nóg fyrir stafni

Nánast allann tímann sem Ásta starfaði sem snyrtifræðingur var hún virk í félags og baráttumálum snyrtifræðinga. Spurð að því hvort hún hafi alltaf haft gaman af félagsstarfi segir hún svo vera. „Ég var og hef alltaf verið frekar aktíf. Kann vel að hafa nóg fyrir stafni. Ég varð til dæmis öðru sinni skikkuð í formennsku eftir sameiningu félaganna og hafði gaman af því. Þetta var á árunum 1980-1982. Þegar ég var ung í Vestmannaeyjum var ég mikið í söng og skátastarfi. Ég hafði gaman af þessu og talsverðan metnað í því sem ég tók mér fyrir hendur. Við vinkonurnar fórum meðal annars til Reykjavíkur frá Eyjum til að syngja í útvarpið aðeins fimmtán ára gamlar,“ segir hún og brosir að minningunni. Snyrtistofunni lokað á Kristu

Ásta lagði land undir fót árið 1992 og flutti til Montreal í Kanada. Í kjölfar þess lokaði hún snyrtistofunni á Kristu í Kringlunni eftir fimm ára starf í því húsnæði. „Húsnæðið hentaði betur fyrir hárgreiðslustofu heldur en snyrtistofu. Þetta var opið rými og ekki nógu gott að vinna á snyrtistofunni við þær aðstæður auk þess sem hárgreiðslustofuna vantaði meira pláss. Stuttu áður en ég fór til Kanada breyttu dóttir mín og tengdasonur þessu þannig að snyrtistofan var tekin út og núna er þar stór og flott hárgreiðslustofa sem hefur verið þarna á sama stað síðan 1987.“ Matarboð í Montreal

Upp úr 1993 var eiginmaður Ástu ráðinn sem fulltrúi Norðurlandanna hjá Alþjóða flugmálastofnuninni og þá nýttist henni menntunin úr húsmæðraskólanum sem aldrei fyrr. „Mitt hlutverk varð aðallega að sjá um gestamóttökur og annað fyrir hönd ríkisins en þetta fór allt fram heima hjá okkur í stórri og fallegri íbúð sem við fengum úthlutað. Í Kanada er

mikil hefð fyrir því að fólk haldi matarboð heima hjá sér en þau áttu sér yfirleitt stað seinnipart vikunnar á miðvikudögum, fimmtudögum eða föstudögum en aldrei um helgar. Flest matarboðin voru á fimmtudögum. Þá mætti fólk í boðið klukkan hálf sjö, það var boðið upp á fordrykk og svo var borðað. Sjaldnast vildi fólk nokkuð eftir matinn og allir voru farnir svona um hálf ellefu til ellefu. Ekkert um næturbrölt og virkilega skemmtilegt. Við kynntumst í gegnum þetta mörgum, góðum manneskjum,“ segir hún og ljóst er að Ásta hafði ánægju af þessum árum sínum í Montreal þó hún hafi með því lagt snyrtipinnanana sína á hilluna. „Ég tók reyndar snyrtistólinn minn með en var ekkert að hafa fyrir því að reyna að útvega mér viðskiptavini. Það var kannski helst að skrifstofufólkið fengi litlun og plokkun. Svo fór ég að skoða Cidesco skóla þarna í Kanada og hafði mikið gagn og gaman af því.“ Heimkoman og breyttir tímar

Eftir heimkomuna frá Kanada starfaði Ásta lítið við snyrtifræðina þar sem hún var orðin slæm í bakinu. Hún lagði stólnum og skilaði inn söluskattsnúmerinu. Spurð út í breytingarnar frá því að hún byrjaði að læra segir hún þær geysilega miklar og nýungarnar sífellt koma á óvart. „Þær eru svo fjölbreyttar að það er varla hægt að fylgja þeim eftir,“ segir hún en nefnir þó dæmi um svolítinn misskiling í þessum efnum. „Augnháralengingar sem hafa verið auglýstar sem nýjung upp á það síðasta eru ekki eins nýjar og margir halda. Við Maríanne Schram heitin, vinkona mín, komum með þetta frá Bandaríkjunum eftir að hafa sótt þar Cidesco þing. Þetta var árið 1987. Það eru rúm tuttugu ár síðan!“ segir Ásta og hlær. Hún segir viðskiptavinahóp snyrtifræðinga einnig hafa stækkað mjög mikið í takt við þá fjölbreyttu þjónustu sem stofur bjóða upp á í dag. „Það var ekki nærri jafn mikið í boði hér í gamla daga. Þetta var mikið einfaldara hjá okkur: Andlitsböð, handsnyrting, litanir, vax, fótameðhöndlanir, maskar og andlitsmeðferðir. Einu tækin sem við höfðum voru infrarauðir lampar og gufur og hátíðnitæki sem höfðu hreinsandi og slakandi áhrif en það er svo margt nýtt komið í dag að ég get ekki einu sinni sett mig inn í það allt saman,“ segir hún og hallar sér hugsandi aftur í stólnum. Nú er það altalað að konur sem vilja halda húðinni fallegri eigi að forðast sólböð eins og heitan eldinn. Hvernig brugðust snyrtifræðingar við þegar sólarlamparnir gerðu innreið sína í íslenska fegurðarmenningu? „Við urðum dauðhræddar við þetta. Fórum rakleitt til heilbrigðiseftirlitsins með erindi af því við vorum svo hræddar um að þetta gæti orsakað húðkrabbamein og sortuæxli. Við vissum vel hver áhrif sólarljóssins eru á húðina og það eitt að ferðast á Cidesco þingin erlendis sagði meira en margt annað. Maður horfði á frönsku dömurnar á þessum þingum en hörund þeirra var svo ljóst og slétt og fellt að annað eins hafði maður varla séð. Enda voru þær alltaf með hatta í sólinni og létu enga geisla skína á sig,“ segir hún og bætir því við að Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki beinlínis sýnt mikil viðbrögð við erindi snyrtifræðinga. „En svo varð mönnum þetta ljóst smátt og smátt og í dag á fólk að vera vel upplýst um mögulega skaðsemi af ljósabekkjanotkun,“ segir þessi framsýna og skemmtilega kona að lokum sem Félag íslenskra snyrtifræðinga hefur sannarlega átt margt að þakka í gegnum tíðina.

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

69


1. Eve Taylor sýnir ilmolíunudd á Norðurlandaþingi snyrtisérfræðinga 1979.

2. Margrét Hjálmtýsdóttir kynnir ullarvörur á tískusýningu fegrunarfræðinga.

Hugmyndaförðun, ferðalög, nudd, tískusýningar, verðlaunaafhendingar og fleira er meðal þess sem snyrtifræðingar hafa tekið sér fyrir hendur við leik og störf.

Myndaalbúm ÍSLENSKRA

Snyrtifræðinga

70

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

71


Alhliða snyrting fyrir konur og karla Hamraborg 10 • 200 Kópavogur • sími 554-4414 Tryggvagata 28 • 101 Reykjavík • sími 552-5005 www.snyrtistofa.is

Framleiðsla innlendra fatahönnuða hefur verið vinsæl á tískusýningum snyrtifræðinga nú sem áður.

Nýtt!

Body strategist anti cellulite líkamsvörur/ Appelsínuhúðin í burtu Öflugast á markaðinum í dag við appelsínu húð tvöföld virkni og sjáanlegur munur strax. Kremin draga úr upptöku fitufrumna, vatnslosandi bætir blóðrás og örvar sogæðavirkni, minnkar bjúg og hamlar einnig fitusýrumyndun í húðinni. Það nýjast í línunni er plásturinn sem inniheldur mikið af djúpvirkandi innihaldsefnum adiposlim TM, black pepper extract, caffeine, ecin, horse chesnut.

72

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

73


          

SNYR TISTOFA N ÞE M A

Snyrti og Fótaaðgerðastofan ÞEMA hefur verið starfrækt frá árinu 1980. Eigandi frá stofunnar frá upphafi hefur verið Anna Valdimarsdóttir snyrti og fótaaðgerðafræðingur. Í dag starfa 5 stúlkur á stofunni sem staðsett í er í glæsilegu húsnæði að Dalshrauni 11, Hafnarfirði ÞEMA býður upp á alla almenna snyrtiþjónustu ásamt fótaaðgerðum, húðslípun og gelnöglum Við tökum vel á móti þér í notalegu umhverfi S N Y R T I S T O FA N ÞE M A Dalshrauni 11 s: 555-2215

1. Á skemmtikvöldum fegrunarfræðinga bar ýmislegt á góma meðal annars var kennd förðun og fleira.

Allt sem fagmaðurinn þarf á Snyrtistofuna

2.

Þátttakendur í Kvennasmiðjunni farða hér ungan, stæltan mann af mikilli innlifun.

Vönduð og persónuleg Þjónusta Vinsamlegast hafið samband í síma 588-8300 eða sendið póst á sala@hjolur.is Tökum vel á móti ykkur

Heildverslunin Hjölur ehf Hjallabrekku 1 200 kópavogur www.hjolur.is

74

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

75


Ísmót 2007 30 ára afmæli FÓTAAÐGERÐA-

SNYRTI-

OG

NUDDSTOFA

Kringlunni 7, Húsi verslunarinnar sími 588 1990 snyr timidstodin.is

76

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009


Eftirtaldar snyrtistofur

óska Félagi snyrtifræðinga til hamingju með 30 ára afmælið Snyrtistofan Dimmalimm s/f Kirkjustétt 2-6 557 5432 Anka, snyrtistofa Aðalgata 24 – Stykkishólmur 438 1212 Face snyrtistofa Stillholt 16 – Akranes 431 5500 Amani ehf Hjallabraut 33 – Hafnarfjörður 552 1200 Verði þinn vilji Álfheimum 74 517 9291 Snyrtistof Jennýjar Lind Borgarbraut 3 – Borgarnes 437 1076

78

SNYRTIFRÆÐINGAR 30 ÁRA > 2009

Snyrtistofan Hrund Grænatúni 1 – 200 Kópavogi www.hrund.is 554 4025 Snyrtistofan Ársól Grímsbæ 553 1262 Snyrtistofan Ágústa ehf Hafnarstræti 5 552 9070 www.snyrtistofanagusta.is Snyrtistofan Garðatorgi Garðatorgi 7 – Garðabæ 565 9120 Gínó snyrtistofa Hornbrekkuvegur 16 – Ólafsfirði 862 0466 Snyrtistofa Grafarvogs ehf Hverafold 1-3 587 6700


Neyðarlausn fyrir líflausa húð

Bíðið ekki með að bæta húðina. Renewal System™ er öflugt kerfi frá Sothys. Bætir húðina með endurnýjandi virkni á næturnar og verndar hana á daginn á áhrifaríkan hátt. Prófið og sannfærist.

SOTHYS, gæðamerki fagfólksins í húðumönnun er notað af 15.000 snyrtistofum um allan heim.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.