10 mat a grunnskolastarfi

Page 1

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ALMENNUR HLUTI 2011 – GREINASVIÐ 2013

MAT Á GRUNNSKÓLASTARFI

10

Samkvæmt grunnskólalögum er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum að: s veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda, s tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla, s auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum, s tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Mat á skólastarfi í grunnskóla er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir og er hér kallað innra mat. Hins vegar er um að ræða mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum sveitarfélags, ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila og er nefnt ytra mat (sjá einnig kafla 3).

10.1

Innra mat í grunnskóla

Skólastjóri í samstarfi við starfsfólk ber ábyrgð á gæðum þess starfs sem fer fram í viðkomandi skóla. Í hverjum skóla skal móta skýra stefnu í samræmi við grunnþætti í menntun, markmið og áhersluþætti grunnskólalaga, ákvæða í aðalnámskrá grunnskóla

60


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
10 mat a grunnskolastarfi by Reykjavik City Office of Education - Issuu