Út er komin ný bók eftir danah boyd um notkun unglinga á samfélagsmiðlum, It’s Complicated: The social lives of networked teens. Hægt er að hlaða bókinni niður ókeypis á vef boyd hér: http://www.danah.org/books/ItsComplicated.pdf
danah boyd er þekkt fyrir áhugaverðar rannsóknir hennar á notkunarvenjum ungs fólks á neti og stafrænum miðlum. Hún tók þátt í rannsóknarteymi sem gaf út bókina Hanging Out, Messing Around and Geeking Out: Kids Living and Learning with New Media og var það grunnurinn að doktorsverkefni hennar. Sú bók er einnig fáanleg ókeypis á netinu.
Í þessari nýju bók segir sérstaklega frá rannsóknum boyd á áhrifum samfélagslegra miðla á daglegt líf ungs fólks og menningu. Fjallar hún sérstaklega um algengar mýtur sem fylgt hafa vaxandi notkun á samfélagsmiðlum.