17 greinasvid

Page 1

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ALMENNUR HLUTI 2011 – GREINASVIÐ 2013

17

GREINASVIÐ

Í næstu níu köflum er fjallað um lykilhæfni, námssvið og einstakar námsgreinar í samræmi við ákvæði laga um grunnskóla. Jöfnum höndum er lögð áhersla á almenna lykilhæfni og sértæka hæfni fyrir viðkomandi grein eða svið. Í köflunum er fjallað um menntagildi og megintilgang, hæfniviðmið, kennsluhætti og námsmat. Birt eru hæfniviðmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar og matsviðmið við lok 10. bekkjar nema í erlendum tungumálum þar sem miðað er við stig í stað bekkja. Á grundvelli hæfniviðmiða velja kennarar og nemendur kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir og skal gera grein fyrir þeim í skólanámskrá viðkomandi skóla. Hæfnihugtakið er útskýrt í almennum hluta aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla. Það felur í sér þekkingu og leikni og er samofið siðferðilegum viðhorfum nemenda. Þekking er bæði fræðileg og hagnýt. Nemandinn þarf að læra að ræða þekkingu sína og leikni, flokka, bera saman og miðla með fjölbreyttum hætti, munnlega, skriflega,eða á verk- eða listrænan hátt. Leikni er bæði vitsmunaleg og verkleg. Hún felur í sér að geta beitt aðferðum, verklagi og rökréttri hugsun. Leikni er aflað í gegnum fjölbreyttar aðferðir og verklag. Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hún gerir kröfur um ábyrgðartilfinningu, virðingu, víðsýni, sköpunarmátt, siðferðisvitund, samskiptahæfni, virkni og skilning einstaklingsins á eigin getu. Hæfni er miðlað með margvíslegum tjáningarformum þar sem vitsmunaleg, listræn og verkleg þekking og leikni er samofin siðferðilegum og samfélagslegum viðhorfum einstaklingsins. Þegar unnið er að því að efla hæfni nemenda er gott að hafa í huga að nemandinn gerir sér ekki alltaf grein fyrir því yfir hvaða hæfni hann býr. Einnig ber að hafa í huga að vissa

84


Mennta- og menningarmálaráðuneyti

hæfni er erfitt að meta og að ekki kemur fram fyrr en síðar á lífsleiðinni hvort henni hefur verið náð eða ekki. Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan er dæmi um ferli sem hafa má til hliðsjónar þegar unnið er að aukinni hæfni nemenda og mati á henni á öllum sviðum.

Ómeðvitaður skortur á hæfni

Meðvitaður skortur á hæfni

s «TTAR SIG EKKI È A¦ TIL ER H FNI sem getur gagnast honum

s Áttar sig á að til er tiltekin hæfni sem hann hefur ekki

s %R EKKI ME¦VITA¦UR UM SKORT È tiltekinni hæfni

s 6ER¦UR ME¦VITA¦UR UM A¦ ME¦ ¡VÓ að öðlast tiltekna hæfni eykst geta hans og árangur

s & R A¦STO¦ VI¦ A¦ ÈTTA SIG È hvað slík hæfni felur í sér

s %R F R UM A¦ META SJÈLFUR HVA¦ þarf að gera til að öðlast hæfnina s ,EGGUR SIG FRAM UM OG SâNIR frumkvæði við að öðlast og þjálfa nýja hæfni

Ómeðvituð hæfni

Meðvituð hæfni

s Áttar sig ekki á hvaða hæfni hann býr yfir

s Sýnir hæfni bæði af öryggi og þegar hann vill

s « ERlTT ME¦ A¦ TJÈ HVERNIG og af hverju hann fer að eins og hann gerir

s 3âNIR H FNI ÈN A¦STO¦AR E¦A Ó samstarfi við aðra s 'ETUR ÞTSKâRT OG MI¦LA¦ HVERNIG og af hverju hann gerir eins og hann gerir

s & R LEI¦SÚGN VI¦ A¦ SKILJA og meta sjálfur eigin hæfni

s -ETUR EIGIN H FNI È RAUNS JAN hátt

s & R MAT È EIGIN H FNI OG staðfestingu á henni með hliðsjón af skilgreindum viðmiðum

s 'ETUR HALDI¦ H FNINNI VI¦ AUKI¦ með þjálfun og beitt á skapandi hátt í nýju samhengi

85


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.