19 islenska

Page 1

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ALMENNUR HLUTI 2011 – GREINASVIÐ 2013

19

ÍSLENSKA

Þessi kafli skiptist í þrennt, íslensku, íslensku fyrir þá sem hafa annað mál að móðurmáli eða hafa lengi dvalið í öðru landi og hafa ekki nægilegt vald á íslensku, og íslenskt táknmál heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í þriðja hlutanum er miðað við nemendur sem minnstar forsendur hafa til þess að læra talað íslenskt mál. Fyrir heyrnarskerta nemendur sem hafa forsendur til þess að ná hæfniviðmiðum í talaðri íslensku er gert ráð fyrir að í einstaklingsnámskrá verði bætt við þáttum úr námskrárkafla íslensku. Hið sama gildir um nemendur með annað mál en íslensku. Getið er um viðmið sem þá varðar en að auki vísað til hæfniviðmiða í íslensku þar sem það á við. Á það skal bent að það er réttur heyrnarlausra og heyrnarskertra barna samkvæmt lögum nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls að öðlast þekkingu og leikni í tveimur málum, táknmáli og íslensku, þar sem málin eru jafnrétthá en gegna mismunandi hlutverki í lífi þeirra. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að nemendur með annað móðurmál en íslensku viðhaldi og rækti eigið móðurmál, en samkvæmt grunnskólalögum er stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda. Gerð er grein fyrir menntagildi og megintilgangi í þessum kafla. Tekið er mið af þeim sex grunnþáttum sem fjallað er um í 2. kafla, áhersluþáttum í námi sem fjallað er um í 6. kafla og lykilhæfni sem skilgreind er í kafla 9.4 og 18. kafla. Sett eru fram hæfniviðmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í framhaldi er fjallað um kennsluhætti og námsmat. Tekur sú umfjöllun mið af þeim áherslum sem birtast í hæfniviðmiðunum. Á grundvelli hæfniviðmiða eru kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir valdar. Skal gera grein fyrir þeim í skólanámskrá viðkomandi skóla. Í lok kaflans eru sett fram matsviðmið sem nýtt

96


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.