20 erlend tungumal

Page 1

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ALMENNUR HLUTI 2011 – GREINASVIÐ 2013

20

ERLEND TUNGUMÁL

Gerð er grein fyrir menntagildi og megintilgangi erlendra tungumála í þessum kafla. Tekið er mið af þeim sex grunnþáttum sem fjallað er um í 2. kafla, áhersluþáttum í námi sem fjallað er um í 6. kafla og lykilhæfni sem skilgreind er í kafla 9.4 og 18. kafla. Sett eru fram hæfniviðmið fyrir erlend tungumál á þremur stigum, en ekki við lok 4., 7. og 10. bekkjar eins og hjá öðrum greinasviðum. Ástæðan er sú að nemendur geta hafið málanám á ólíkum aldri eftir því hvaða grunnskóla þeir sækja. Í framhaldi af hæfniviðmiðum er fjallað um kennsluhætti og námsmat og tekur sú umfjöllun mið af þeim áherslum sem birtast í hæfniviðmiðunum. Á grundvelli hæfniviðmiða eru kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir valdar og skal gera grein fyrir þeim í skólanámskrá viðkomandi skóla. Í lok kaflans eru sett fram matsviðmið sem nýtt skulu eftir því sem við á, til að lýsa hæfni nemanda við lok grunnskóla.

20.1

Menntagildi og megintilgangur erlendra tungumála

Tungumál er eitt mikilvægasta tæki mannsins til að orða hugsun sína, afla sér þekkingar og eiga samskipti við aðra. Kunnátta í ólíkum tungumálum gegnir mikilvægu hlutverki í vitsmunaþroska einstaklingsins, eykur víðsýni og stuðlar að þroska á öðrum sviðum. Umfjöllun um aðrar þjóðir og kynni af þeim opna gáttir að fjölbreyttum menningarheimum, auka víðsýni, skilning, umburðarlyndi og virðingu gagnvart öðrum og ólíkum lifnaðarháttum og stuðla þar með að betri skilningi á eigin menningu. Við skipulagningu erlendra tungumála skulu öll hæfniviðmið höfð í huga og sá rammi sem námssviðinu er markaður í viðmiðunarstundaskrá í almennum hluta aðalnámskrár.

122


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
20 erlend tungumal by Reykjavik City Office of Education - Issuu