24 samfelagsgreinar

Page 1

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA – ALMENNUR HLUTI 2011 – GREINASVIÐ 2013

SAMFÉLAGSGREINAR

24

Gerð er grein fyrir menntagildi og megintilgangi samfélagsgreina í þessum kafla. Tekið er mið af þeim sex grunnþáttum sem fjallað er um í 2. kafla, áhersluþáttum í námi sem fjallað er um í 6. kafla og lykilhæfni sem skilgreind er í kafla 9.4 og 18. kafla. Sett eru fram hæfniviðmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í framhaldi er fjallað um kennsluhætti og námsmat, tekur sú umfjöllun mið af þeim áherslum sem birtast í hæfniviðmiðunum. Á grundvelli hæfniviðmiða eru kennsluaðferðir, námsefni og matsaðferðir valdar og skal gera grein fyrir þeim í skólanámskrá viðkomandi skóla. Í lok kaflans eru sett fram matsviðmið sem nýtt skulu, eftir því sem við á, til að lýsa hæfni nemanda við lok grunnskóla.

24.1

Menntagildi og megintilgangur samfélagsgreina

Samfélagsgreinar í þessari aðalnámskrá fela í sér víðara svið, fleiri námsgreinar og efnisþætti en verið hefur áður. Undir samfélagsgreinar heyra nú meðal annars námsgreinar sem kenndar hafa verið í íslenskum skólum undir samheiti samfélagsgreina, samfélagsfræði, sem afmarkaðir námsþættir eða námssvið. Þar er einkum um að ræða sögu, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, lífsleikni og heimspeki ásamt siðfræði. Þær byggja einnig á þekkingu og stefjum úr öðrum fræðigreinum félags-, mann- og hugvísinda. Þessar greinar og námsþættir eru ekki aðgreind í aðalnámskránni en skólunum látið eftir að haga greinaskiptingu eftir því sem skynsamlegast, hentugast og árangursríkast er við hverjar aðstæður. Við skipulagningu samfélagsgreina skulu öll hæfniviðmið höfð í huga og sá rammi sem námssviðinu er markaður í viðmiðunarstundaskrá í almennum hluta aðalnámskrár.

194


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
24 samfelagsgreinar by Reykjavik City Office of Education - Issuu