Heilsublað Nettó - janúar 2019

Page 1

HEILSU- &

LÍFSSTÍLSDAGAR ALLT AÐ

25% AFSAFLHEÁILSTU-TOGUR LÍFSSTÍLSVÖRUM

VEGAN SÉRFÆÐI LÍFRÆNT KRÍLIN HOLLUSTA UPPBYGGING FITNESS UMHVERFI TILBOÐIN GILDA 24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2019

1


Hugheilar heilsudagakveðjur kæri lesandi! Heilsudagar Nettó eru sannarlega hátíð líkama og sálar, því dagana 24. janúar til 6. febrúar eru hollusta og heilbrigði í brennidepli hjá okkur! Verslanir okkar víðsvegar um landið eru fullar af girnilegum tilboðum og áhugaverðum uppákomum sem hvetja þig til að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi – eitthvað sem fær bæði kroppinn og kollinn til að blómstra. Þau ykkar sem hafið áhuga á að bæta lífsgæðin verulega - þið eigið von á góðu því í heilsublaðinu, sem þið haldið á, kennir ýmissa girnilegra grasa. Viðtöl við fyrirmyndir sem fylla ykkur innblæstri í bland við meinhollar uppskriftir sem slá óþekktum dýrðarljóma á jafnvel spínat, rauðrófur og framandi hnetur! Svo má náttúrulega ekki gleyma hinum ómissandi ofurtilboðum – sem breytast dag frá degi og hámarka þannig fjölbreytileikann. Þú getur prófað nýja heilsusnilld á hverjum degi alla heilsudagana – líttu á það sem áskorun! Við vitum öll innst inni að það er fátt betra en góð heilsa, bæði okkar og þeirra sem okkur þykir vænt um. Góð heilsa er gulli betri. Það er staðreynd. Með heilsudögum, sem haldnir eru hátíðlegir í verslunum Nettó tvisvar á ári, viljum við hvetja þig til að huga örlítið betur að heilsunni og umfram annað, hafa gaman og njóta - með Nettó! Hlökkum til að sjá þig! Starfsfólk Nettó

2

- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT ÞÚ FINNUR ALLT Á EINUM STAÐ OG VELUR SÍÐAN HVORT ÞÚ SÆKIR PÖNTUNINA TILBÚNA Í NETTÓ MJÓDD, GRANDA EÐA FÆRÐ SENT HEIM AÐ DYRUM.* * innan höfuðborgarsvæðis

Fylgstu með okkur á Facebook og netto.is

ÞÚ FÆRÐ FJÖLNOTAPOKA Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ Slíkir pokar rúma meira magn en venjulegir plastpokar, eru sterkari og slitna síður. Auk þess er mun ódýrara að nota fjölnota poka en plastpoka til lengri tíma.

???


10% AFSLÁTTUR


Morgunkorn án mjólkur! Eins og morgunkorn með mjólk, Bara betra!

25% SÉRFÆÐI

AFSLÁTTUR

NÝ TT MJÓLKURLAUS CHEDDAR OG RJÓMAOSTUR FRÁ KOKO ER MÆTTUR Í VERSLANIR NETTÓ


100% ÁN ALLRA AUKAEFNA - 100% VEGAN

25% LIFE DRINK ER STÚTFULLT AF NÆRINGU Einfaldur smúðingur: - glas af appelsínusafa - 1 Banani - 200g ferskt spínat - Ein skeið af Life Drink - 1 skeið hnetusmjör - Örlítið af sítrónusafa

AFSLÁTTUR

Life Drink inniheldur: - 10 tegundir af frostþurrkuðu grænmeti - 10 tegundir af frostþurrkuðum berjum og ávöxtum - Omega 3,6,9, meltingarensím og góðgerla - Jurtaprótein ásamt spirulina og chlorella

VISSIR ÞÚ?

- að öll bætiefni frá Terranova innihalda jurtir sem hámarka virknina - að þú þarft minni skammta vegna meiri virkni - að öll bætiefnin eru 100% hrein og innihalda engin fylli eða aukaefni - að bætiefnin innihalda lífrænar og frostþurrkaðar jurtir - að Terranova bætiefnin henta þér


VELDU LÍFRÆNT OG LEKKERT

24/7

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í NETTÓ MJÓDD OG NETTÓ GRANDA


“ÞEGAR ÞÚ VELUR BIONA ORGANIC, VELUR ÞÚ HEILBRIGÐARI FRAMTÍД - Biona Fjölskyldan

25% AFSLÁTTUR

UPPSKRIFT AÐ LÉTTUM RÉTTI Innihald: Aðferð: - 1 dós Biona saxaðir tómatar - Hitið olíu í potti og steikið laukinn við - 2 msk Biona lífræn tómatpúrra miðlungs hita í 1-2 mínútur. - 1 msk Biona lífræn kókosolía - Bætið hvítlauk við og steikið í 2 mínútur - 1/2 laukur, saxaður smátt - Bætið tómatpúrru og kryddum við og - 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt eldið í 2 mínútur. - 2 msk saxað ferskt basil - Hellið loks tómötunum úr dósinni saman - 2 msk söxuð fersk steinselja við og látið malla í 30-45 mínútur. - 1 msk þurrkað lífrænt oregano frá Sonnentor - Hellið blöndunni yfir brún hrísgrjón eða - 1 tsk Maldon sjávarsalt ný-soðið lífrænt pasta. - 1 tsk lífrænn malaður svartur pipar frá Sonnentor


EKKI LÁTA NEINN SEGJA ÞÉR AÐ ÞÚ GETIR EKKI EITTHVAÐ Sara Björk Gunnarsdóttir er nýjasti handhafi titilsins Íþróttamaður ársins. Hún er þar með sjöunda konan til að hljóta þá nafnbót, en alls hafa verðlaunin verið veitt 63 sinnum. Sara kallar ekki allt ömmu sína, er einstaklega kröftug og það sést vel á glæstum ferlinum, bæði hérlendis og utan landsteinanna. Hún varð bæði þýskur meistari og bikarmeistari með þýska liðinu Wolfsburg, einu sterkasta félagsliði kvenna í heiminum. Auk þess er hún fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem var aðeins hársbreidd frá að komast á heimsmeistaramótið sem fram fer í sumar. Til að toppa gott ár var Sara valin 31. besta fótboltakona heims í enska dagblaðinu Guardian. Ef þú ættir að lýsa þér í fimm orðum, hver væru þau? „Metnaðarfull, þrjósk, andlega sterk, traustur vinur og hjálpsöm.” Hvernig myndirðu lýsa tilfinningunni sem fylgir því að vera valin íþróttamaður ársins? „Tilfinningin var ótrúleg, þvílíkur heiður að hafa verið valin af öllu þessu frábæra íþróttafólki sem við eigum. Ein mesta viðurkenning sem hægt er að hugsa sér sem íþróttamaður á Íslandi.” Var planið alltaf að verða afrekskona í fótbolta? „Nei, planið var ekki alltaf að verða afrekskona í fótbolta. Þegar ég var yngri voru ekki þessir möguleikar, sem nú eru til staðar fyrir ungar stelpur í fótbolta. Að verða atvinnukona í fótbolta var ekki valmöguleiki. En að skara fram úr og ná langt var alltaf eitthvað sem ég vissi að ég gæti gert.”

8

Hvað myndirðu segja að skipti mestu máli fyrir ungt fótboltafólk sem ætlar sér að ná langt í sportinu? „Það skiptir miklu máli að hafa trú á sjálfum sér, leggja hart að sér og ekki láta neinn segja þér að þú getir ekki gert eitthvað. Það að ná langt og verða afreksíþróttamaður/kona í dag krefst mikils aga og mikillar vinnu. Það er ekkert gefins. Síðan myndi ég ráðleggja þeim að fara út fyrir þægindarammann og ekki fara sömu leið og allir aðrir. Farðu þína eigin leið.” Mataræðið, það hlýtur að skipta miklu máli. Hvernig er því háttað hjá þér? „Mataræðið skiptir mig gríðarlega miklu máli. Það er mikilvægur partur af mínu daglega lífi og einnig til þess að hámarka mína frammistöðu sem fótboltakona. Miðað við hvernig ég æfi og spila leiki verð ég að vera mjög meðvituð utan vallar


„MATARÆÐIÐ SKIPTIR MIG GRÍÐARLEGA MIKLU MÁLI. ÞAÐ ER MIKILVÆGUR PARTUR AF MÍNU DAGLEGA LÍFI OG EINNIG TIL ÞESS AÐ HÁMARKA MÍNA FRAMMISTÖÐU SEM FÓTBOLTAKONA.”

hvað og hvenær ég borða til dæmis yfir daginn og þá sérstaklega fyrir og eftir æfingu.” Er einhver matur sem þú einfaldlega getur ekki staðist? „Humar er uppáhaldið mitt en það er svona spari um jólin,” svarar hún glaðbeitt. En hvernig er það – ertu svona annars sjálf öflug í eldhúsinu og hvað verður oftast fyrir valinu? „Ég elda mikið heima og þá er ég oft að mixa allskonar hráefnum saman. Ekkert endilega eftir uppskrift. Til dæmis steikt grænmeti, hýðishrísgrjón, risarækjur/tófu á pönnu. Allt saman mallað í kókosmjólk og allskonar krydd með.”

HEFÐBUNDINN DAGUR Í LÍFI ÍÞRÓTTAMANNS ÁRSINS: 1. Vakna snemma, milli 7.30 og 8.00. Borða góðan morgunmat og eiga klukkutíma fyrir sjálfa mig áður en ég keyri á æfingu. 2. Æfing frá klukkan 10:30 - 12:00. Fer þá heim eða með stelpunum úr liðinu í hádegismat. 3. Læri í einn til tvo klukkutíma, en ég er að læra heilsumarkþjálfun í fjarnámi. Horfi svo smá á sjónvarp eða fer í kaffi með stelpunum.

Sara Björk ásamt kærastanum, Alexander Jura. Hann er sjúkraþjálfari Wolfsburg svo óhætt er að segja að Sara sé í góðum höndum.

Hvernig er lífið í Þýskalandi, 4. Elda kvöldmat fyrir mig finnurðu mikið fyrir og kærastann minn og á svo athyglinni í kjölfar góðs rólegt kvöld. gengis klúbbsins? „Lífið í 5. Fer í háttinn á milli Þýskalandi er gott, það er klukkan 22.00 og 23.00. mikið af ferðalögum með liðinu. Við æfum mikið og spilum marga leiki yfir árið. Wolfsburg er topp klúbbur og eitt besta félagslið í kvennaboltanum í heimi. Þar af leiðandi er jú mikil athygli kringum liðið.” En hvernig blasir nýtt ár við þér? „Ég er spennt að takast á við nýja árið. Mikið af krefjandi markmiðum framundan sem ég hlakka mikið til að takast á við.” Ef þú horfir örlítið lengra fram um næstu tíu ár, hvar heldurðu að þú verðir? „Erfið spurning! Eftir 10 ár verð ég örugglega ekki ennþá að spila fótbolta en held ég verði samt að vinna í kringum fótboltann, kannski ennþá erlendis eða flutt til baka, þá í Hafnarfjörðinn. En vonandi bara heil heilsu að njóta lífsins.”

9


GÓÐGÆTI FYRIR GRÆNKERA & SÆLKERA

SÉRFÆÐI

25% AFSLÁTTUR


ALVÖRU SÚKKULAÐI – ÁN SYKURS

25% AFSLÁTTUR

#valoriceland


25% AFSLÁTTUR

HAp+ fæst í sex bragðtegundum í verslunum Nettó og Samkaupa um land allt hapsmartcandy happlus happlus.com

• HAp+ er þrisvar sinnum virkara en að tyggja tyggjó • HAp+ er klínískt prófað og einkaleyfisverndað á heimsvísu • HAp+ er íslenskt hugvit

Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ til að viðhalda heilbrigði tanna með öflugu munnvatnsflæði


náttúrulegar og heilsusamlegar vörur í matargerD og bakstur

25% AFSLÁ TTUR


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Gríptu með þér góða orku. Handbakaðir hafraklattar. Íslensk framleiðsla.

25% AFSLÁTTUR


FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN PRÓFAÐU NÝTT - WATERMELON

SPICY

ZEZTY

MELLOW AROMATIC

TANGY FRUITY

JUICY

Yfirfullt af náttúrulegum gæðum Frískandi bragð - No nonsense

Segðu halló


UPPÁHALDS VEGAN VÖRURNAR MÍNAR VEGAN

Það eru ansi góð rök fyrir því af hverju maður ætti að taka sér vegan lífsstíl til fyrirmyndar. Plöntufæði er gott fyrir þá sem vilja verða heilsusamlegri, bæta siðferðiskenndina eða hafa góð áhrif á umhverfið. Það getur verið smá vinna að byrja á plöntufæði. Að vita hvað maður eigi að borða, hverju maður eigi að sleppa og hvaða fæða er með bestu næringuna. Eftir þessa vinnu verður það að borða plöntufæði eins og sjálfsagður hlutur. Ég hef borðað einungis plöntufæði í tæp fjögur ár og mér finnst það algjör snilld. Hér fyrir neðan ætla ég segja ykkur frá mínum uppáhalds vegan vörum í Nettó! NAKD – PEANUT DELIGHT OG BLUEBERRY PIE Svakalegir hrábarir sem ég elska. NAKD er án viðbætts sykurs og inniheldur mestmegnis döðlur og kasjúhnetur. Að meðaltali fæ ég mér sennilega eitt NAKD á dag. Gott með kaffinu, sem millimál eða einfaldlega þegar þig langar í eitthvað sætt. Uppáhaldsbragðtegundin mín er Peanut Delight og svo var að koma nýtt bragð sem er ansi gott líka, Blueberry Pie. BUNALUN BAUNIR Það eru ansi margar ástæður af hverju ég fíla baunir. Baunir eru næringarmiklar, þær eru ódýrar og það er virkilega einfalt að matreiða þær. Það eru til margar tegundir af baunum sem henta misjöfnum tilefnum. Til dæmis eru svartar baunir tilvaldar með mexíkönskum mat, kjúklingabaunir eru meginundirstaða í hummus og linsubaunir henta vel sem vegan „hakk” eða í hina ýmsu grænmetisrétti. MÖNDLUMJÓLK – ÓSÆTA TEGUNDIN Það er eiginlega skylda að eiga einhverskonar plöntumjólk heima hjá sér, hvort sem maður kýs að bæta henni við kaffið, nota í þeytinginn eða sjóða hafragrautinn upp úr henni. Ég fíla þessa möndlumjólk þar sem hún inniheldur engan viðbættan sykur.

16

Bergsveinn Ólafsson knattspyrnumaður segir lesendum frá uppáhalds vegan vörunum sínum. CHIA-FRÆ Næringarmikil fræ sem gefa manni mikla orku. Ég hendi oft í chiagraut með plöntumjólk, möndlusmjöri, kanil, kókos og mórberjum frá Himneskri hollustu. Það hefur ekki klikkað hingað til! GOGO Það er gott að eiga GOGO þegar maður er orðinn þreyttur á kaffinu eða þegar manni langar í eitthvað sætt. GOGO er vegan, án óæskilegra sætuefna og inniheldur náttúrulegt koffín. HAMPFRÆ Það er mýta að halda að fólk sem borðar plöntufæði fái ekki nógu mikið prótein úr fæðunni. Það er nóg af próteini í plöntufæði. Vegan einstaklingar þurfa samt að passa að borða mat sem uppfyllir próteinþörfina okkar. Að borða hampfræ er ein auðveld leið til að fá gott magn af próteinum. Ég bæti hampfræjum ávallt við þeytinginn minn. MÓRBER Ég er alveg ótrúlega hrifinn af mórberjum. Ég myndi segja að þau sé betri útgáfan af rúsínum. Berin henta vel út á hafragrautinn, í chia-grautinn, í allskonar eftirrétti, sem kvöldsnarl eða einfaldlega þegar þig langar í eitthvað sætt.


MONKI – HVÍTT MÖNDLUSMJÖR Þetta er eitt besta möndlusmjör sem ég hef smakkað og án þess að vera mjög dramatískur þá minnir það mig óhjákvæmilega á hvítt súkkulaði. Áferðin á smjörinu er líka stigi fyrir ofan sambærileg möndlusmjör! KASJÚHNETUR FRÁ HIMNESKRI HOLLUSTU Ef ég mætti velja eina fæðu sem ég gæti og mætti einungis borða restina af lífinu þá myndi ég sennilega velja kasjúhnetur. Ástæðan er sú að þær eru orkumiklar, bragðgóðar og henta vel með allskonar mat. Ef þú vilt krydda aðeins upp á kasjúhneturnar er sterkur leikur að rista þær í stutta stund í ofni með dass af tamarísósu. GOOD GOOD JARÐABERJASULTA Ég hef alltaf verið mikill sultu-kall en eftir að ég varð meðvitaðri hvað ég væri að setja ofan í mig áttaði ég mig á að flestar sultur innihalda mikinn sykur. Þessi sulta er sæt með stevíu og inniheldur engan viðbættan sykur.

DÖÐLUKÚLUR Döðlukúlur eru „uppáhaldsnammið” mitt og algjör snilld að eiga þær inn í frysti. Geggjaðar með kaffibollanum, í brönsinn, kvöldsnarlið eða í millimál!

Innihaldsefni: 400 gr. Döðlur frá Himneskri Hollustu 250 gr. Hafrar frá Himneskri Hollustu 1/2 bolli ósætt kakó frá Himneskri Hollustu Kókos frá Himneskri Hollustu til að velta upp úr Aðferð: Látið innihaldsefnin í matvinnsluvél/ blandara og blandið saman. Ef þið eruð ekki með ferskar döðlur er sniðugt að mýkja döðlurnar með upphituðu vatni áður en þið blandið þeim við hin innihaldsefnin. Ef blandan er of þurr, bætið þá smá plöntumjólk við. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og veltið kúlunum upp úr kókosmjölinu. Geymið í frysti. Persónulega finnst mér döðlukúlurnar bestar þegar þær eru búnar að vera í frysti í sólarhring en öðrum finnst betra að borða þær strax. Njótið!

ADAM – VEGAN Fjölvítamín sem er sérstaklega hannað fyrir karlmenn með áherslu á innihald sem henta þeim best til að viðhalda góðri heilsu. Mér finnst gott að innbyrða ADAM þegar ég hef ekki borðað nógu fjölbreytt yfir daginn. CURCUFRESH Kúrkúmín er virka efnið í túrmerik. Túrmerik er mjög ríkt af andoxunarefnum og er öflug bólgueyðandi fæða. Upptaka kúrkúmíns í líkamanum er hins vegar ekkert sérstök og því er gott að taka inn CurcuFresh blönduna frá Now til þess að hámarka upptökuna á virka efninu.

GREEN PHYTO Bætiefni sem inniheldur mikið af grænni fæðu, jurtum, trefjum og ensímum. Sem dæmi um græna fæðu sem Green Phytofoods inniheldur er til dæmis spirulína, chlorella, spínat, hveitigras og brokkolí duft. Virkilega auðveld leið til að koma heilsusamlegri grænni fæðu inn í mataræðið þitt. Ég mæli hiklaust með að bæta Green Phytofood í þeytinginn eða taka það inn sem „heilsuskot”! PRÓTEIN PLANT COMPLEX SÚKKULAÐI Mér finnst svakalega gott að eiga þetta prótein inn í skáp. Þetta prótein er mjög bragðgott en ég reyni að hafa það sem spari. Ég fæ mér það þegar ég hef ekki innbyrt nægjanlegt prótein yfir daginn og stundum eftir æfingar. Ég nota það líka þegar ég vil gera vel við mig og hendi í eitt stykki súkkulaðiþeyting í staðinn fyrir þann græna sem ég fæ mér vanalega. Það er tryllt að blanda saman prótein plant complexi, bönunum, hampfræjum, möndlusmjöri og möndlumjólk! PROBIOTIC 10, 25 BILLION Góð melting og þarmaflóra skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Meltingargerlar styðja við ónæmiskerfið og heilbrigða þarmaflóru sem hjálpar til við upptöku á næringarefnum. Það eru til allskonar tegundir af meltingargerlum frá NOW, Probiotic 10, 25 billion er ein þeirra . Það er mikilvægt að breyta til og ekki taka alltaf inn sömu gerlana.

RHODIOLA Kraftmikil jurt sem hjálpar líkamanum að aðlagast stressi þar sem hún verndar gegn of mikilli losun á kortisóli, sem er streituhormón. Auk þess getur Rhodiola dregið úr þeytu og aukið hugræna getu.

17


Dásamlegir vegan réttir Daloon Sweet Potato Falafel 264g

Quorn Nuggets 280g

592

412

KR/PK

KR/PK

ÁÐUR: 549 KR/PK

ÁÐUR: 789 KR/PK No Bull Burgers 2pk

299 KR/PK

ÁÐUR: 399 KR/PK

Like Meat Veggie Golden Nuggets 180g

592 KR/PK

ÁÐUR: 789 KR/PK

25% AFSLÁTTUR

Nutana Mexi Veggie Burger 275g

494 KR/PK

ÁÐUR: 659 KR/PK


25% AFSLÁTTUR

Við kynnum til leiks…

NÝTT coconut puffs!

25% AFSLÁTTUR

Enginn viðbættur sykur • vegan • Glútenlaust • Inniheldur trefjar


10%

AFSLÁTTUR


10% AFSLÁTTUR

Þessi venjulegi, Avocado jalapeno og Chili & hvítlauks

meira bragð

25% AFSLÁTTUR

Kraftmikið bragð Einfalt innihald Enginn sykur 100% vegan

www.landandtide.com


25% VEGAN

AFSLÁTTUR

HAND HED STRETC d. lly goo d foo This is rea y to cook. kin gd om. the pla nt d. Foo d tha t’s .eas D from ent * a lower ! IS FOO uth wa tering foo enviro nm ent and has e in mon, it is goo d for the tein is reso urce effici We believadd pro nt itio ces, plaUM SE/EN s An d in to other protein sourWW tomatoe W.O PH. i-dried tric

, de soja protéineON : Cuire elles de de lam isonnée. CUISS Retirer la °C. assa e tomate, t 7-9 de sauc de chapelure tournante 200 e pendan à uverte e leur re reco parsemée 220 °C. Cha du four et cuir ÉDIE NTS : Pâtede e sur pierde roquette, INGR auteur ) (purée Enjoy! : Électriqu s et pizza cuit ent à mi-h votre four. e tomate (23% hées (8%), le four FR Pâte à semi-séchée hauffer de a directem tion de sauc ates semi-séc a, huile l gelé. PrécPlacer la pizzvarier en fonc a, sel, levure), eau, tomates de tom extr con ge uit t ge. sem : Elec red Rea d mor e at: le prod de l'emballa cuisson peu ve vierge extr an, basilic), e d'olive vier de tourneso e protein, eat oventhe oven *Co mpaimp s of soya frozen. Preh act. totalité . Le temps deeau, huile d'oli sucre, sel, origde coco, huil , sel, grainese de BLÉ, farin ), f of ve, don uille from noix dle shel sauce, strip EDIENTS: climate minutes ne de BLÉ, tte, citro huile d'oli l, huile de SOJA (2%), amire, herbes, farin tomato COOK ING : Cook on the mid . Enjoy! INGR tomate, . passata, de neso ctly levu ed with mes (caro oven pizza (fari dcrumbs e pizza dire g on your e (23%) (tomatotable oils pulpe de (huile de tourré de protéine lu, extrait de rés de légu a base topp ate, brea pizz cent ndin Plac tom soia, ked , vege depe seasoned ato sauc aging. végétales (3%), concenton, poivre mounaturels, con. eine di EN Stone-badusted with ove all pack time may vary yeast), tom tomatoes (8%)A protein huiles es ette di prot : et, er, a), roqu rose, ail, oignlevure, arôm traces de LAIT oil, salt, semi-dried , SOY strisce to. COTTURA Da pepp ro, colz (3%) olive and rockFan 200 °C. Rem . The cooking nd n et es, r, , dext pomodo ato insapori tenir des urings, o: Elettrico extra virgi , basil), wate seed oil), rock ic, onion, grou olives noir moulues 220 °C. for 7-9 minutes salsa di ente tugi Peut con ral flavo . e il forn ano r, water, malté, , garl rape rnita concon pane grat Preriscaldar pizza direttamare de BLÉ ré de pomme. and cook (WHEAT flousugar, salt, oreg in olive oil, yeast, natu es of MILK s, dextrose la re. ra e gua trac oil, k olives, a virg er seed su piet la, spolverata a scongela Posizionare possono vari a, olio concent Pizza base oil, extr nd sunflow AT flour, blac . May contain strimler a cotta pulp, olive prim grou . ce/-sås, di cottura tenero, acqua di tomato er oil, coconut WHE concentrate per pizz siccati e rucocere senza dal suo imballo. pi ulor ed salt, atsau Base h, tem NO IT I /-sm tom polp r, malt ), apple ura. Cuo ere la pizza 7-9 minuti. (sunflow ate (2%), starc ri semi-es ärm odoro, iccati (8%), na di GRA AT flou ppad med ade brødrasp uov pomodoarsi previa cott pumpkin pizza (fari sata di pom i-ess toppet/to ret/krydd nd. Forvarm/förv concentr ct, herbs, WHE cere per aen °C. Rim s (carrot, colza), consumVentilato 200 del forno e cuo DIENTI: Base per ro (23%) (pas pomodori sem d/-botten dda pizz og kryd tilsta yeast extra concentrate olio di i, a, pizzabun ater, rucolafrossen/fruset e. Bag/stek/grä kan variere 220 °C. lia centrale o. Enjoy! INGREsalsa di pomodo lico), acqu gine di oliva, sole macinat sbakad tom / vegetable grig forn to), /stenugn halvtørkede es/tillagas fra bort al emballagtiden/baktidenEmjöl, vand ano, basi extraver semi di gira farina di di sulla lievi bagt , orig tipo , il , olio VET ede/ /Ta ings Sten ered e, , sale sale assata, DK NO SE ein, semitørr AGNING: Tilb 200 °C. Fjern secondogine di oliva , zucchero, , olio di cocco, , amido, salete aromatich concentrati di . Tilberedn d (HVEDEmel/ atpuré/-p ), rali, GING/MATL °C. Varmluft i 7-9 minutter . to, pian extraver ro, olio di oliva i di girasole della SOIA (2%) Pizzabune/-sås (23 %) (tomlikum/basilika af sojaprot 220 nen NG/MATLA di lievi to, aromi natuce di LATTE DIENSER: olie/ ipomodotali (olio di sem di proteine o, estratto MADL AVNI nen: Elektrisk t i ovnen/ug. Enjoy! INGRE jäst), tomatsauc oregano, basi , lievi re trac ates sem (solsikke la (3 %), mid centrato pepe macinattato, olive nere Può contene till ugn oli vege salt, gær/ er/socker, salt, olier/oljor ovnen/ug tt bakgaller soja, tom ongelar. a. lla, (3%), con olivolja, från ugn -olja), ruco lske eína de desc rucola o, aglio, cipo di GRANO mal rato di mel på en rist/et af din ovn/ venolie/virgin e/olivolja, sukk%), vegetabi lja, rapsolie/ ikkekerner/ akt, que de prot inar sin a cent ate, tiras o. COCC IÓN: Coc envases. Colo po destrosi tenero, farin a), succo con afhængigstra jomfruoli ater, olivenoliede tomater (8 virgin olivo te/malda sols rakt/jästextr n, tiem de tom s los El nad . olie/ salsa ekst olive NO mal todo n,ek tom sazo utos zucc tørk con GRA do vatte Retire e 7 y 9 min (harina malede/ r/pepper, gær , sorte/svarte orot, fruoliven krossade (carota, ede/halv cubierta pan ralla 200 °C. mjöl verdura pebe pizza hakkede/ ten, semitørr a, ekstra jom tärkelse, salt, rado la piedra lvoreada conconvección a o y cocine entr /gulrot/mJÖLK. el/VETE t/malt /-olj lse/s : Base de %) (concent pizza a espo K/M o de vand/vat , kokosolie at (2 %), stive løg/lök, stød ältat HVEDEm centrat (gulerod EDIE NTES ro del horn ES Base de s y rúcula, ate (23 a, tomates af MÆL 220 °C k, tado trico a rejilla en el cent o. Enjoy! INGR), salsa de tom solrosolja einkoncentrhvidløg/vitlö mjöl, maltet/m /grönsakskon nehålla spor agu (3 %), ikuivattua haca), deshidra el horno: eléc horn levadura rúcula , ajo, una e puol alba a), del , a, SOJAprotn, dextrose, DEmel/VETE skoncentrater indeholde/in aan sobr colz ndo ano , Calientedirectamente ar dependie en extra, sal, ar, sal, orég virgen extra Kan isuikaleitmieluiten suor ki s, dextrosaO, solrosfrörter/örter, HVE aer, grøntsag centrat. proteiin triturada , oliva TRIG la pizza ión puede vari de oliva virgde oliva, azúc ta, soija NLAITTO: Valmista °C. Poista kaik ppelkon krydderu, naturlige arom te sol, coco illas de girasol s, harina de te kastiket 200 -/eple-/ä Kypsende cocc O, agua, acei rados de . ática sem tales (gira ate, acei tomaatti pujauholla. RUOA toilmauuni minuuttia. ekstragær/jäst /pumpa), æble HE a de tom y grasas vege almidón, sal, , plantas arom rales, concent teinä on de TRIG ä 7–9 korp de LEC °C. Kier o, vesi, græskar tes ate, past A (2 %), de levadura , aromas natu tener trazas jonka täyt u maustetulla öuuni 220 lle ja kypsenn NÄjauh hedelmäliha, de tom os (8 %), acei de SOJ ipizza, Sähk otett itaso ja (VEH extracto ras, levadura . Puede con FI Kiviuun rucolaa, jauh uumennus: uunin kesk semisec rado de proteína : Pizzapoh aatti, tomaatin iöljyt zana a, s neg iedot – ra molida, a ja esik suoraan Enjoy! AINESOSAT eerattu tom (8 %), kasv concent pimienta neg eada, aceitunacentrado de man ntoarvot iddelde tomaatti esta. Uunin kelys, suol a pizza uen. %) (pas %), tärk rde/Ravi te, t tomaatit cebolla, TRIGO maltcalabaza), con ali– pakastim ateriaalit. Aset atie – gem äringsvä istasi riipp kastike (23puolikuivatu eiinitiiviste (2 ri, hiivauu na de , ria, ppu dhold/N edingsinform azioni nutrizion della uun a), tomaatti prot hari aho vesi tapi A pakkausm , gsin it, vaih (zan mus e/Vo orm SOIJ lika) ærin hiiv voi arom li, s/Inf wert verduras nysaika liiviöljy, suola,a, oregano, basii), rucola (3 %), osipuli, sipu a, luontaiset DOSTA. al values/N hschnitts urs moyenne en - Durcnelles - vale tion – typic neitsyto , sokeri, suol os, oliivi, rapsdekstroosi, valktat oliivit, hiivltää jäämiä MAI rma aten ngab r/ 100g Info erta ios pou ition o, mus enet, taa sisä eten Tom oliiviöljy nkukka, kook vendu) Nutritiont arvot/Nährwrmations nutr – Valores med n. Ofen kansiem VENHÄjauh iviste. Saat etrockn (produit (auringo auringonku zubereite direkt tyypillise waarden/Info n nutricional astettu , sonneng , omenati ocht) per/ Streifen REITUNG: Gefrorenn. Die Pizza nach jauhetut NÄjauho, mall a, kurpitsa) voedings i/Informació / 181 kcal (zoals verke) por erne proteinZUBE n) pro/ 757 kJ kann je yrtit, VEH isteet (porkkan valori med soße, Soja melbröseln.Verpackung entf angebotetal como se vend gético Backzeit ser, natives aten 5.9 g istiiv (wie Die ener Sem r per/ kasv l, Was l, Valo ucto mit Tomgewürztem 200 °C. lang backen. ) per/per/per/(del prod ZENmehmark, Olivenö /Energia/ Umluft n-Pizza mit (as sold en (WEI nen uto) e 220 °C. 7 bis 9 Minuten aten ie/Énergie DE Steinofe überzogen (Son abod sas vend rhitz nerg yttä/ Tom , e Öle : Pizz /Gra %), ola, und Unte gie/E 2.6 g aten che (com tyydyttyn i cui at (2 ses/Grassi und Ruc n: Ober- und im Ofen legen . Enjoy! ZUTATEN sierte Tom (8 %), pflanzli rgia/Ener onzentr er, at fett/josta saturés/d ières gras nergi/Ene vorheizemittlere Blech ch ausfallen soße (23 %) (pasete Tomaten SOJAproteink ahlener Pfeff en, tten/Mat varav mätt acides gras Energy/E gem iedli aten ockn (3 %), Arom a/Fett/Ve fedtsyrer/ uren/dont auf das untersch , Hefe), Tom ), Wasser, getr söl), Rucola blauch, Zwiebel, , natürliche alten. Fett/Rasv 24 g mættede de vetz Rap Salz Hefe Backofen Fat/Fedt/ af/hvoravarvan verzadig hydrate/ CH enth l extra, ano, Basilikum enöl extra, Dextrose, Kno arze Oliven, /her MIL hlen enö n/wa s Oliv l, schw n Spuren von h saturates raatit/Ko ves Oliv nkerne, Salz, Oreg e Fettsäure es saturada of whic /Hiilihyd . it, halfgemalzmeh Kan Zucker, l, Kokosöl, natiSonnenblume 1.7 g n gesättigt ri/de las cual olhydrat ono WEIZEN lkonzentrat. soja-eiw oren bereiden ne l, on enö davo jes ter/K ahle satu /dav carb meh si blum Salz, gem , reep IDIN G: Bevr rbohydra is), Apfe ratos de WEIZEN sokereita akkings-de acidi gras atensaus BERE ydrat/Ka Stärke, rakt, Kräuter, (Karotte, Kürb er/josta azúcares drati/Hid kan al het verp met tombroodkruim. 2.1 g rate/Kulhcides/Carboi es sockerart de oven ge ntaria bedekt Hefe-Ext onzentrate Verwijder Carbohyd er/varav de los cual ibra alime abodem d met gekruidtoven 200°C. Afhankelijk vanr, extra vier raten/Glu Gemüsek v sukkerart cui zuccheri/ . zout, es/Fibre/F Koolhyd 6.6 g rooi kken pizz suiker, raf/hvorant sucres/di la, best 220°C. Heteluch van de ovenWEBLOEM, wate n geba alimentair es olie, rs/he ruco stee olie, den /Fibr h en olijf , rs/do NL Op (TAR h suga ezels s nebloem eel, tomaten in het mid abodem . Elektrisc 0.90 g of whic aarvan suike atenpulp ststoffe/V /Proteína , zetm droogde de oven voora 7-9 minuten NTEN : Pizz tomaten, tom dige oliën (zon uitu/Balla Zucker/w s/Proteine raat (2%) kruiden, intok EDIË e taar arm téine pizz cent INGR r/Rav eefd plan Verw al. Bak de et ) (gez (8%), xtract, Enjoy! itten/Pro eiwitcon tfibre/Fibe tomatenla (3%), SOJA- peper, giste offen, Producer iweiß/Eiw materia gstijd variëren. atensaus (23% Fibre/Kos . oogde alen Italy for/ Italiassa/ roteiini/E in in/P l bereidin zout, gist), tom r, halfgedr zaadolie), ruco k, ui, gem urlijke smaakstMELK bevatten tu rote wate Produced Valmistet el/Sale/Sa Protein/P , knofloo gist, natu sporen van olijfolie, , basilicum), olijfolie, kool für/ via AB en for/ lz/Zout/S en, dextrose Suola/Sa Scandina den i Itali estellt in Italien ë voor / oregano , extra vierge loempitten, , zwarte olijv ncentraat. Kan Salt/ ress Salt/ - Swe Itali Prog in Herg et/ appelco kokosolie alen zonneb EMOUTMEEL ceerd in Food for - 595 22 Mjölby s.com Prodotto poen), varas fross by: Geprodu Italie pour / gres zout, gemLOEM, TARW(wortel, pom 154 : evares/förpakningens/ you rpro to Box Italia para E en ./Opb se A G see side of pack .com @foodfo TARWEB oncentraten Élaboré / Elaborado en Brought t før/före: ttää uudelleen S TO Rbefor contact dforprogress e date jäädy Bedst/bäs s groentec Italia per Progress. .foo ER. s/tinas. °C:ssa. Ei saa bei mindesten of best PAP www optø For – hlt -18 defrost. kall ikke/inte (-18°C Food for . ING: BOX vähintäänen sivu./Tiefgeküin de vriezer r. Do not °C llare. Må/s stettuna or colde REC YCLSOF T PLA STIC ING . aren ur, à -18 auks YCL n at -18°Celler koldere/ka ./Säilytä paka päiväys pakk ungsseite./Bew r au congélate FILM - LOC AL REC allage./ °C sidan Keep froze Pack ennen ente ./Conserve côté de l'emb n ved -18 gens side/ parasta bis: siehe CHE CK

O UMPH

25% AFSLÁTTUR

kking i fryse preferibilm elar. nt verpa t le : voir sur le örpacknin sulata. Katso estens haltbar umarsi cong zie zijka pakkens/fn jälkeen. Älä e. Da cons volver a uen. Mind houdbaar tot: préférence avan scongelar ngelado, no te de sulatukse n. Nicht aufta ori. Non desco ommer . Ten mins -18°C lager ontdooien ngeler. À cons temperature inferi-18 °C. Una vez Niet ra oa pas déco kouder). a -18 °C ./Conserva se. froid. Ne tto congelato confezione del enva ou plus il prodo lateral lato della Mantenere indicata sul te antes del: ver data men entro la preferente umir Cons

OUMPH! þarfnast varla kynningar en hefur þú smakkað nýju Oumph! pizzurnar sem hafa slegið rækilega í gegn? Nældu þér í þessar geggjuðu og algjörlega vegan pizzur í næstu verslun: Oumph! Grilled Style Pizza og Oumph! Italian Syle Pizza.

ozen Deep-fr t Djupfrys Pakaste Gefroren oren Diepgevr Surgelé surgelato Prodotto gelado acon Ultr

öre/ / t/bäst før/f haltbar bis ens re / Beds Best befoennen / Mindest / / tot avant le il/ Parasta ste houdbaar érence o de préf ilmente entr Ten min ommer À cons umarsi preferibente antes del Da cons ir preferentem Consum


LÉTTIR OG LJÚFFENGIR VEGANRÉTTIR FRÁ KNORR 412

KR/PK

ÁÐUR: 549 KR/PK

25% AFSLÁTTUR


SUNNA BEN OG REYKJAVEGAN Reykjavegan varð til vegna þess að mér, Sunnu, var svo mikið mál að miðla uppskriftum og ráðleggingum sem ég hafði safnað saman á 13 ára ferli mínum sem grænmetisæta og síðar veganisti, á Íslandi.

VEGAN

Það kom mér á óvart hversu hratt bloggið náði útbreiðslu og viðtökurnar hafa verið þvílíkt góðar. Undir árslok 2018 fékk ég svo manninn minn, Andra, með mér í lið til þess að hjálpa til við að skapa uppskriftir, en hann hefur líka verið grænkeri í háa herrans tíð og er uppfinningasamur og skemmtilegur kokkur. Bæði höfum við gaman af mat og möguleikunum sem vöruúrvalið á Íslandi í dag bíður þeim sem vilja ekki neyta dýraafurða og vilja velja hollari kosti almennt. Við erum svo sem engir landsliðskokkar, heldur áhugafólk mikið, svo uppskriftirnar sem við deilum eru einfaldar en frábærar (að okkur finnst)! Kær kveðja Sunna Instagram: reykjavegan

MAGNAÐUR MORGUN-SMOOTHIE

Morgunsmoothie er frábær leið til þess að troðfylla sig af góðri næringu í upphafi dags. Nærandi drykkir henta til dæmis þeim sem eru lystarlitlir á morgnana, þeim sem vilja prótein og næringu eftir morgunæfingu og ekki síst til þess að grípa með sér ef það gefst ekki nægur tími til að undirbúa morgunverð sérstaklega. 1 banani 1/2 bolli frosið mangó 1/2 bolli frosin ber (t.d. 75% bláber vs. 25% hindber) 400 ml+ plöntumjólk (ég notaði Koko dairy free) 1 skammtur af óbragðbættu vegan próteini (ég nota Pulsin og set 2 tsk)

24

Tillögur að viðbótum: Ég þrífst á fjölbreytni og þarf alltaf að vera að prufa eitthvað nýtt, en er hrifin af þessum grunni fyrir hverskonar tilraunir. Mér finnst til dæmis mjög gott að bæta við muldum fræjum eða kókosmjöli til þess að þykkja drykkinn. Eins er líka mjög næs að bæta goji- eða acaidufti við, þessi ofurduft bæta við steinefnum og vítamínum sem eru alltaf kærkomin. Eins er alltaf gaman að gera tilraunir með mismunandi ávaxtasamsetningar í grunninum og ekkert heilagt þar.


SÚKKULAÐI BANANAMÚFFUR

Bananamúffur eru það sem er hve mest matreitt á mínu heimili, en við erum að vinna með ótal útfærslur. Þessi þykir extra næs og er í raun frekar holl miðað við hvað hún er ljúffeng, enda laus við viðbættan sykur og hveiti. Grunnur: 2x bananar 1 bolli hafrar (Sólgæti) 1 bolli Dietmil sykurlaus haframjólk 1 msk kókosolía (Sólgæti) 1 msk hnetusmjör (Whole earth) 2-3 msk kakó (eftir smekk og styrk kakós, ég nota 2 kúffullar matskeiðar af kakóinu frá Sólgæti) 1 tsk lyftiduft (Doves) Nokkrir dropar (ca 5-6) stevia (ég nota karamellu) Ca hálf plata saxað dökkt súkkulaði (Vivani - 71%) Hnetur, ávextir og krydd: 2 msk saxaðar valhnetur (Sólgæti) 1 msk saxaðar heslihnetur 2-3 msk rúsínur 1 tsk Goji ber (Sólgæti) 1 tsk Trönuber (Sólgæti) 1,5 tsk Kanill (Sonnentor) („more is more” lögmálið á alltaf við um kanil að mínu mati, en það eru víst ekki allir sammála) 0,25 tsk Salt (Himalaya, hnetusmjörið er salt svo ég set bara ögn af salti aukalega) Aðferð: Ofn forhitaður á 180° meðan deig er undirbúið. Bananar, hafrar, haframjólk, kókosolía og hnetusmjör fara saman í öflugan blandara og eru maukuð vel saman (það skiptir því litlu hvort notast er við tröllahafra eða haframjöl). Þegar þetta er allt orðið vel samrunnið er kakói, lyftidufti og stevíu bætt við og blandað frekar.

Nokkur orð um uppskriftina: Ég notaði rosalega margar gerðir af þurrkuðum berjum og hnetum í þessa uppskrift, en stór hluti þess hversu mikil snilld þessar múffur eru er það hvað það er hægt að kasta eiginlega hverju sem er í þær. Öll fræ, ber, hnetur og súkkulaði virðast plumma sig vel í svona mixi, ég mæli með að gera sem flestar tilraunir! Þeir sem eru ekki vanir að nota steviu geta prófað að setja 1-2 tsk af annarskonar sætuefni, t.d. kókossykur eða sýróp ef þeir kjósa. Ég mæli alltaf með því að nota eitthvað með lágum sykurstuðli og finnst sykur eiginlega óþarfur hér, en stevian gefur næga sætu fyrir minn smekk. Því næst er súkkulaðið skorið niður í litla bita og því hrært út í blönduna, svo má byrja að bæta berjum og hnetum út í. Mér finnst þægilegast að nota ofnfast múffumót í stað fjölnota eða jafnvel einnota múffuform, það er auðvelt í uppvaski og umhverfisvænt, fæst víða. Ég spreyja mitt með kókosolíu og helli svo deiginu í. Formið er með hólfum fyrir 12 múffur og þetta passar fullkomlega í það. Múffurnar fara svo inn í ofn á 180° yfir og undir hita í ca 40 mínútur - lengur ef þarf, en gott að fylgjast vel með þeim.

25


UPPBYGGING

MELTINGIN OG HEILSAN Sagt er að góð heilsa byrji í þörmunum sem eru orð að sönnu en æ fleiri rannsóknir sýna fram á sterk tengsl þarmaflóru og myndunar ýmissa sjúkdóma. Skilvirk starfsemi meltingarkerfisins er afar mikilvæg fyrir góða heilsu og leggur grunninn að almennu heilbrigði og líðan. Talið er að stór hluti ónæmiskerfisins okkar liggi í meltingarveginum ásamt flóknu taugakerfi sem framleiðir fjölda taugaboðefna og hormóna sem hafa áhrif á geð og líðan okkar. Meltingarvegurinn er nokkrir metrar að lengd og þar búa yfir milljónir örvera sem allar gegna mikilvægu hlutverki og því er vert að huga vel að og efla þarmaflóruna okkar. Óhófleg notkun sýklalyfja og annarra lyfja, óhollt mataræði, streita og matareitrun eru allt þættir sem geta raskað jafnvægi þarmaflóru og meltingar svo um munar. Fæða fyrir góða þarmaflóru Við erum það sem við nærum þarmaflóruna okkar á og við ættum að nota eftirfarandi fæðu reglulega í mataræði okkar til að stuðla að heilbrigðri og fjölbreyttri flóru í meltingarvegi, s.s. gerjað grænmeti og súrkál, hreina lífræna jógúrt, eplaedik og kombucha sem allt er ríkt af náttúrulegum góðgerlum. Fæða sem bætir meltinguna og styður enn frekar við uppbyggingu þarmaflóru eru t.d. trefjar eins og husk, hörfræ, chiafræ, sýrður

26

rauðrófusafi, grænmeti, ávextir og annar trefjaríkur matur. Höfum einnig í huga að draga úr inntöku á fæðu sem raskar þarmaflóru og ýtir undir fjölgun á óvinveittum bakteríum og sveppum í þörmunum s.s. sykri, hveiti, sætindum og bakkelsi, gosi, áfengi og gervisætuefnum. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.grasalaeknir.is


Digest Ultimate ensím Meltingarensímin frá Now er kröftug blanda ensíma sem auka niðurbrot á kolvetnum, sterkju, próteinum og fitu, ásamt mjólkurvörum og ómeltanlegum trefjum úr grænmeti og baunum. Digest Ultimate ensímin bæta meltingu og hámarka nýtingu næringarefna úr fæðunni og eru m.a. gagnleg fyrir fólk með fæðuóþol, meltingartruflanir og uppþembu.

L-Glutamine hylki Glútamín er ein af lífsnauðsynlegu amínósýrunum og við sumar aðstæður notar líkaminn meira magn af þessari amínósýru og nær ekki að framleiða hana í samræmi við nýtingu og getur því stundum verið þörf á að taka glútamín aukalega inn sem fæðubót. Glútamín er mikilvægur orkugjafi fyrir frumur ónæmiskerfis og meltingarvegs þar sem hröð frumuendurnýjun á sér stað. Glútamín er gjarnan notað sem viðgerðarefni fyrir lekan þarmavegg (e. leaky gut syndrome) og til að stuðla að endurnýjun þarmaveggs í meltingarvegi. Lekir þarmar eða ‘þarmagegnflæði’ er ástand sem getur myndast í meltingarvegi eftir t.d. óhóflega notkun sýklalyfja, óholls mataræðis, mikillar streitu og út frá matareitrun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta getur svo haft þær afleiðingar að bakteríur og önnur eiturefni komast út úr þörmum og inn í blóðrás og myndað ýmis einkenni. Glútamín er bæði hægt að fá í duftformi og í hylkjum. Castor Oil hylki Castor Oil eða laxerolía hefur löngum verið notuð til þess að örva meltinguna og getur reynst gagnleg ef um hægðatregðu eða latan ristil er að ræða. Castor Oil frá Now inniheldur þar að auki fennel olíu sem hefur krampastillandi og vindeyðandi áhrif.

Probiotic góðgerlar Þessi góðgerlablanda samanstendur af lifandi góðgerlategundum sem eru mikilvægir stofnar í þarmaflóru líkamans. Góðgerlar eru mikilvægir fyrir heilbrigða og skilvirka meltingu, stuðla að heilbrigðum þarmavegg, verja þarmana fyrir óvinveittum örverum, framleiða vítamín eins og B og K vítamín, örva þarmahreyfingar og taka þátt í afeitrunarstarfsemi í meltingarvegi. Probiotic 25 billion góðgerlablandan notar bakteríustofna sem hafa verið valdir sérstaklega til að byggja upp fjölbreytta þarmaflóru. Aloe Vera Gels hylki Aloe vera jurtin hefur verið notuð frá örófi alda sem lækningajurt og er þekkt fyrir græðandi eiginleika sína. Aloe vera hylkin frá Now innihalda um 10.000 mg af jurtaþykkni af aloe vera en aloe vera jurtin er rík af ýmsum næringarefnum þ.á.m. vítamínum, steinefnum, ensímum og amínósýrum. Aðal virka efnið í aloe vera jurtinni eru svokallaðar fjölsykrur og hafa rannsóknir sýnt fram á að þessi efni stuðli að auknum gróanda í slímhúð m.a. í meltingarvegi og húð og þar að auki hefur aloe vera jurtin verið talin hafa mild hægðalosandi áhrif. Magnesíum & Calcium töflur Magnesíum er eitt af mikilvægari steinefnum og tekur þátt í um 300 lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Magnesíum er t.a.m. mikilvægt fyrir orkumyndun og efnaskipti, stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi og er afar mikilvægt fyrir uppbyggingu beina. Þessi einstaka blanda inniheldur vel samsetta blöndu af magnesíum (magnesium citrate, glycinate, taurinate og oxide) ásamt kalki og sínki sem virðist hafa mild hægðalosandi áhrif sem stuðlar þannig að bættri meltingu.

27


HAIR, SKIN & NAILS Hair, Skin & Nails frá Now er frábær blanda innihaldsefna sem styðja við heilbrigði hárs, húðar og nagla. Vítamínið inniheldur m.a. Cynatine sem er lífvirkt form keratíns sem er prótein og uppbyggingarefni hárs, húðar og nagla. Cynatine stuðlar m.a. að auknum hárvexti, sterkari nöglum og fyrirbyggir öldrun húðarinnar. Rannsóknir á Cynatine styðja þessar fullyrðingar, sérstaklega fyrir hár og neglur. Innihaldsefni: A-vítamín, C-vítamín, E-vítamín, B-komplex blanda, steinefni, keratín, MSM, gelatín, L-proline, elftingar og hýalúronsýra.

25% AFSLÁTTUR

28 Vara fer á ofurtilboð 6. febrúar

NÝTT


25% AFSLÁTTUR

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

29


Hamingjan kemur inn an fr

á

Betri melting og öflug þarmaflóra Nýtt!

25%

Öflug melting er undirstaða góðrar heilsu. Enzymedica meltingarensímin geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir, meltingaróreglu og brjóstsviða.

AFSLÁTTUR

Heilbrigð þarmaflóra með góðgerlunum frá Bio Kult.


ALHLIÐA ÍÞRÓTTADRYKKUR

25% AFSLÁTTUR

Ríkur af vítamínum og steinefnum. Náttúrulegur drykkur án allra óæskilegra aukaefna. Inniheldur 35 kaloríur og 40mg af koffíni úr grænu tei. Vegan. Drykkur sem stuðlar að uppbyggingu líkamans eftir æfingar.

Glútamín & BCAA

Steinefni

Omega-3 & CoQ10

C & E vítamín

Túrmerik & quercetin

D vítamín


UPPBYGGING

MIKILVÆGT AÐ VERA GÓÐ FYRIRMYND Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur þekkja sennilega flest - íþróttaáhugafólk og aðrir landsmenn. Hún er einn fremsti kylfingur okkar Íslendinga. Hún er búsett bæði í Garðabæ og Þýskalandi ásamt unnustanum, Thomasi Bojanowski en saman ferðast þau út um allan heim vegna golfsins. Hún stefnir á toppinn og leggur allt í sölurnar svo það verði. Nýverið fór hún að þreifa sig áfram í plöntumiðuðu fæði og segir það gríðarlega hjálplegt. Frá tíu ára aldri hefur Ólafía mundað kylfuna. Sennilega hefur glæstur ferillinn verið eitthvað sem skrifað var í skýin. „Bræður mínir voru alltaf að passa mig á sumrin og tóku mig með sér út á golfvöll. Allir í fjölskyldunni spiluðu golf svo á endanum fór ég sjálf á námskeið. Ég tók svo í framhaldinu þátt í krakkagolfmóti og fékk medalíu fyrir 3. sætið – það þótti mér svakalega spennandi,” segir Ólafía og þá var einfaldlega ekki aftur snúið.

32

Myndir: Jón Guðmundsson

„ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ HUGA AÐ MATARÆÐI Í GOLFI. VIÐ SPILUM 18 HOLUR Á KANNSKI FJÓRUM OG HÁLFRI KLUKKUSTUND VIÐ KEPPNI, ÞANNIG AÐ MAÐUR ÞARF AÐ HALDA BLÓÐSYKRINUM STÖÐUGUM.”

Golfið krefst þess að þú viljir læra og leggja mikið á þig Ólafía er keppnismanneskja fram í fingurgóma og leggur sig alla fram um að ná sem allra lengst. Það er sannarlega ekki auðvelt. Hvað er það sem skiptir mestu máli ætli kylfingur sér að ná sem lengst? „Að baki hverrar manneskju í fremstu röð liggja þúsundir klukkustunda sem farið hafa í æfingar og pælingar. Golfið krefst þess að maður vilji læra, leggja mikið á sig og búi yfir styrk og ástríðu til að gefast ekki upp. Því einhvers staðar á leiðinni mun manni mistakast og það verður erfitt. Andlegur styrkur, frábært stutt spil, færni undir 100 m og nokkuð gott langt spil er eitthvað sem góður kylfingur hefur þurft að mastera,” útskýrir Ólafía. Aðspurð um hvort hún eigi sér fyrirmynd – einhverja sem hún líti upp til þegar kemur að íþróttinni svarar hún því til að hún elski tennisleikmanninn Roger Federer. „Hann er fyrirmyndin mín. Einn besti tennisspilari sögunnar. Hann er andlega sterkur og hefur


bætt sig svo mikið á því sviði. Federer er líka góði gæinn sem öllum líka vel við.” Féll kylliflöt fyrir plöntumiðuðu fæði Ólafíu er umhugað um mataræðið, enda skiptir það gríðarlegu máli ef allt á að ganga upp. „Það er mjög mikilvægt að huga að mataræði í golfi. Við spilum 18 holur á kannski fjórum og hálfri klukkustund við keppni, þannig að maður þarf að halda blóðsykrinum stöðugum. Það skiptir líka heilmiklu að passa að nærast rétt til að hafa næga orku til að halda einbeitingu allan tímann. Stóra „nó-nó-ið” í mataræði kylfingsins er því að fara hringinn án þess að borða eða drekka,” útskýrir hún og talið berst að plöntumiðuðu fæði (e. plant based) en í fyrra fór Ólafía að einbeita sér að vegan-fæði og hefur fallið kylliflöt fyrir því.

LÍFSLYKLAR FRAMÚRSKARANDI KYLFINGS 1. Hugsaðu vel um þig. 2. Ekki alltaf bera þig saman við aðra. 3. Lærðu á þig og hvernig þú getur bætt þig.

4. Þú getur lært af öðrum og „Ég er heppin að vera með mjög meðvitað það þarf ekki að finna alltaf fólk í kringum mig og læri líka svo mikið á upp hjólið aftur. Mundu samt ferðalögum. Á árinu 2018 var vegan-umræðan að þú þarft ekki að vera eins og alltaf að koma upp. Ég ákvað svo á endanum að hinir. Þú getur fundið þína leið. mynda mér skoðun á þessu máli sjálf og lagðist 5. Vertu trú/r þér! í að skoða rannsóknir. Þar með ákvað ég að minnka kjötát og mjólkurvörur,” segir hún og heldur áfram: „Kostir þess að vera plant based eru margir. Mér líður miklu betur, maður fær ekki þessa þungu tilfinningu í magann eftir að borða. Húðin mín er betri. Það á líka að vera hollara mataræði gegn sjúkdómum og veikindum. Það er skemmtilegt að vera að prufa nýja hluti og ég hlakka alltaf til að borða, það er komið svo mikið úrval á Íslandi. Ég fæ einmitt

UPPÁHALDSRÉTTIR KYLFINGSINS

uppáhaldið mitt: Vegan Seitan Medallions, í Nettó en það er geggjað til að skipta út kjöti,” segir hún.

Einfalda og fljótlega útgáfan: Ein krukka tilbúin rauðsósa – t.d. Arrabiata og hita hana upp. Pasta að eigin vali. Vegan „kjúklinganaggar” hitaðir í ofni eða á pönnu. Skellir öllu á disk og bætir ofan á kirsuberjatómötum og avókadói!

„Líkaminn okkar þarf ekki eins mikið kjöt eða mjólkurvörur eins og við erum að neyta núna. Vinsælar klisjur á borð við að mjólkin sé góð fyrir tennur og að ekki sé hægt að fá nægt prótein úr plöntufæði eru einfaldlega ekki réttar. Það er hellingur af heimsklassa íþróttafólki plöntumiðað, t.d.: Lionel Messi, Serena og Venus Williams, Novak Djokovic, Lewis Hamilton. Svo er það stór plús að bataferli eftir meiðsli hjá íþróttafólki á vegan/ plöntumiðuðu fæði er mikið hraðara en hjá öðrum.”

Lúxus ferska „wing it“ útgáfan: Skera niður lauk, hálfan eða heilan eftir smekk. Steiktur á pönnu með mikilli ólífuolíu. Skera niður langar rauðar sætar paprikur, tómata og smá rauðan chilli. Bætt á pönnuna. Því lengur sem það mallar á pönnunni á lágum hita, því betra. Bæta 1-2 hvítlauksrifjum eftir smekk. Ein dós pasta tomato basil mix í dós eða krukku. Bæta salti og pipar eftir smekk auk ítalskra krydda að eigin vali. Borið fram með ferskri basilíku og kirsuberjatómötum – og avókadó ef vill.

Ólafía er vissulega afreksíþróttamaður en hún er auk þess menntuð í bæði hagfræði og frumkvöðlafræði frá Wake Forest – háskólanum í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Hún segist viss um að ef ekki hefði orðið úr atvinnumennskunni hefði hún einbeitt sér algjörlega að frumkvöðlafræðinni. Hún sinni henni þó örlítið samhliða golfinu og nýtur þess til hins ýtrasta. En hvernig sér hún sig eftir næstu tíu ár? „Ég vil verða Roger Federer kvennagolfsins. Mig langar að vinna mörg, mörg mót og spila í Solheim Cup. Vera góð fyrirmynd og geta gert eitthvað gott sem skiptir máli. Eftir 10 ár sé ég mig búna að ná því, kannski er ég ennþá að toppa, enda bara 36 ára þá og reynslunni ríkari,” segir hún bjartsýn að lokum.

33


UPPBYGGING

STUNDAÐU HREYFINGU SEM VEITIR ÞÉR GLEÐI „Hvernig get ég orðið góður hlaupari?” er vinsælasta spurningin sem ég fæ þegar ég held fyrirlestra um hreyfingu, markmiðasetningu og hvað ég hef gert til að ná árangri í hlaupum. Það getur verið svo ótrúlega margt sem þarf að gera til að ná góðum árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur, þannig er það a.m.k. í hlaupunum og því er svarið ekki einfalt. Ég spyr því iðulega á móti „Finnst þér gaman að hlaupa?” Ég er þeirrar skoðunar að ef þú ætlar þér fyrir alvöru að gera hreyfingu að lífsstíl þá verður þú að gera það á þínum eigin forsendum. Ef þér finnst ekki gaman að hlaupa, þá er ekki líklegt að þú náir árangri eða stundir hlaup til langs tíma. Gerðu þá eitthvað annað, t.d. að fara út að ganga, synda, hjóla, stunda jóga eða fjallgöngur eða hvað það er sem veitir þér gleði. Settu þér markmið, ef þú ert að byrja að hreyfa þig gæti markmiðið verið að stunda þína hreyfingu a.m.k. fjórum sinnum í viku í 6-8 vikur, það þarf ekki að vera lengi í hvert skipti, aðalatriðið er að koma hreyfingunni þinni upp í vana, búa til rútínu. Ef þú finnur gleðina í hreyfingunni þá eru meiri líkur á að þú náir að halda rútínunni. Þegar þú upplifir þreytu og ert ekki að nenna að reima á þig skóna og fara út að ganga og sófinn kallar á þig - í stað þess að leggjast upp í sófa, farðu þá út í göngutúr, þú munt vafalítið koma ferskari og orkumeiri heim fyrir vikið. Ég hef oft upplifað

Þórólfur keppir fyrir ÍR og hefur stundað hlaup frá því 2002. Hann er núverandi Íslandsmeistari í 10.000m hlaupi, 6 faldur Íslandsmethafi í öldungaflokki frá 35 ára aldri og landsliðsmaður í hlaupum. þetta, hreyfingin gefur mér svo mikið og annað og meira en bætt líkamlegt form. Andleg heilsa verður betri, ég næ að tæma hugann og ná andlegri hvíld og kem oftast orkumeiri heim eftir hreyfingu heldur en áður en ég fór út að hlaupa. Ekki ætla þér of mikið í byrjun, passaðu sérstaklega vel upp á svefninn því hann er grundvöllur fyrir góðum degi. Það eru meiri líkur á að þú borðir rétt og hreyfir þig ef þú hefur fengið góðan svefn. Ég legg grunn að góðum degi með góðum morgunmat ásamt því að taka inn bætiefni. Á hverjum morgni fæ ég mér hafragraut auk þess sem ég tek inn vítamín og bætiefni inn á milli. Það sem ég nota helst er Life Drink frá TerraNova blandað með Biotta Mango safa. Þessu til viðbótar tek ég inn góða omega olíu ásamt Liðaktíni og D-vítamíni frá Gula miðanum. Fyrir og eftir stóra keppni þar sem ég tek mikið á því þá eyk ég því til viðbótar tímabundið við magnesium forðann. Hvernig væri að í byrjun árs að þú myndir gefa þér eina bestu gjöf sem þú gætir gefið þér og þar með þeim sem næst þér standa? Bætt lífsgæði, meiri gleði. Taktu ákvörðun, gerðu þína hreyfingu að lífsstíl. Gangi þér vel. Kveðja, Þórólfur Ingi Þórsson


Kyn

Reynslusaga Reynslusaga

Jónu Hjálmarsdóttur Jónu Hjálmarsdóttur af Active Liver Liver af Active

Reynslusaga

Jónu Hjálmarsdóttur af Active Liver

Aukin Aukin orkaorka meðmeð Active Active Liver Liver Aukin orka með Ac Ég ákvað að Égprófa ákvaðActive að prófa Liver Active eftir Liver að eftirÉgaðer í vinnu Ég vera ákvað að prófa Active Liver eftir að Ég þar er í sem vinnu égþar þarfsem að vera ég þarf að ég sá að það égersáúr aðnáttúrulegum það er úr náttúrulegum efnum efnum ég sá að mikið á ferðinni, mikið áégferðinni, er í góðuégformi er í góðu og formi ogþað er úr náttúrulegum efnum og ég hef fulla og égtrú hef á að fulla náttúruefnin trú á að náttúruefnin í og éggott. hef fulla trú á að náttúruefnin í hefí trú á aðhef Active trú áLiver að Active geri mér Livergott. geri mér vörunni hjálpi vörunni lifrinnni hjálpiaðlifrinnni hreinsa að sig.hreinsa Einnig sig. finnEinnig vörunni áhjálpi lifrinnni að hreinsa sig. ég mikinn finn ég mun mikinn á húðinni mun áá húðinni Ég er sjúkraliði Ég erað sjúkraliði mennt og að er mennt og er mér, hún ljómar Ég er sjúkraliði að mennt og er mér, hún meira ljómar og ermeira mýkri. og er mýkri. meðvituð um meðvituð líkamsstarfsemina um líkamsstarfsemina og veit og veit meðvituð um líkamsstarfsemina og veit Ég er mjögÉg ánægð er mjög meðánægð árangurinn með árangurinn að fitan getur að fitan safnast getur á lifrina, safnastþess á lifrina, vegnaþess vegna fitan getur safnast á lifrina, þess vegna mæliApple með ogcider Active mæli5x10 með Liver Active fyrir Liver fólk sem fyriraðfólk sem Newog Nordic copy.pdf 1 17/09/2018 12:05 vildi ég prófa. vildi ég prófa. ég prófa. hugsar umhugsar að halda ummeltingunni að halda meltingunni góðri. vildigóðri. Eftir að hafa Eftir notað að hafa Active notað Liver Active í um Liver í um Eftir að hafa notað Active Liver í um það bil 4 mánuði það bilfann 4 mánuði ég fljótlega fann égmun fljótlega Takk mun fyrir Takk fyrir það bil 4 mánuði fann ég fljótlega mun New Nordic 5x10 17/09/2018 12:05 Jóna Hjálmarsdóttir á mér , fékká Apple mér aukna ,cider fékk orku aukna ogcopy.pdf mér orku finnst og1 mér finnst á mér , fékk aukna orku og mér finnst Jóna Hjálmarsdóttir auðveldaraauðveldara að halda mér að halda í réttrimér þyngd. í réttri þyngd. auðveldara að halda mér í réttri þyngd.

.pdf

1

Eplaedik Eplaedik – lífsins elexír 17/09/2018

dik

12:05

25%

Ég er í vinn mikið á fer hef trú á að Einnig finn mér, hún lj Ég er mj og mæli m hugsar um

Takk fyrir Jóna Hjálm

AFSLÁTTUR

– lífsins elexír

Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir,

bæði semí forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og Eplaedik hefurinnheldur verið notaðApple sem heilsubótarefni í aldaraðir, Auk eplaediks Cider ætiþistil, túnfífil kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og bæði semsem forvörn eiginleika. og kólín getursem elftog vegna læknandileitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott meltinguna, haft góð fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og • Hreinsandi áhrif á lifrina og leitt kólín sem getur elft meltinguna, haft góðAðeins áhrif á lifrina og á dag og ekkert bragð! • Vatnslosandi ein tafla tilleitt eðlilegs niðurbrots til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott • Gott fyrir meltinguna á fitu. Svo er króm fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. • Getur lækkað blóðsykur em heilsubótarefni í aldaraðir, sem er gott fyrir Ég mæli Ég með mæli með Ég mæli með • Getur dregið úr slímmyndun na læknandi eiginleika. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! blóðsykursjafnvægið • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru ple Cider ætiþistil, túnfífil After Party After frá New Party Nordic frá New er Nordic er og slær þannig á og • Hreinsandi fyrir skjólstæðinga fyrir skjólstæðinga mína mína fyrir skjólstæðinga mína búið til úr náttúrulegum búið til úr náttúrulegum kaktus og kaktus og na, haft góð áhrif á lifrina og sykurlöngun. • Vatnslosandi rósepla extract rósepla ásamt extract nauðsynlegum ásamt nauðsynlegu itu. Svo er króm sem er gott • Gott fyrir meltinguna ,,Síðustu ár,,Síðustu hef ég lagt ár hef mikla ég lagt áherslu mikla á áherslu áMér finnstMér ,,Síðustu hef ég lagtnæringarefnum. mikla áherslu á Bio Kult finnstCandéa Bio Kult vera Candéa vera ár næringarefnum. Mér fin slær þannig • Getur lækkað Aðeins ein daggóða orku að veraá ísykurlöngun. jafnvægi, aðtafla vera áímeð jafnvægi, með góða og orku ogskjótvirkasta aðblóðsykur vera í jafnvægi, góða orku og átilaðvið skjótvirkasta varan sem varan ég hefsem prófað ég hef prófað Þessimeð blanda Þessi á að blanda hjálpa hjálpa aðskjótvirka til við a einbeitningu í lífi og starfi. í lífiEitt og starfi. af því sem Eitt af því sem til og einbeitningu í lífi og starfi. Eitt afþynnkuáhrif því semþví hingað hingað hingað mælitil með og Bio mæli Kult með fyrir Bio Kult fyrir fyrirbyggja fyrirbyggja þynnkuáhrif með með þvítil • Getur dregið úr slímmyndun ekkerteinbeitningu bragð! ekkertogbragð!

elexír

Bio Kult Bio Kult Candéa Candéa

Þynnkubaninn Þynnkubanin Bio Kult Candéa

ég tel skipta égmiklu tel skipta málimiklu í því samhengi máli í því er samhengi er ég tel skipta máli í vinna þvívökvatapinu samhengi ersem skjólstæð skjólstæðinga skjólstæðinga mína sem •glíma mína gjarnan glíma viðgjarnan við aðmiklu vinna á að móti á móti vökvatapinu sem Gott sem fyrir þvagblöðru, lifur og nýru jafnvægi í líkamanum jafnvægi í líkamanum og góð flóra. og góð flóra. ójafnvægi íójafnvægi jafnvægi í líkamanum og góðvið flóra. lífi sínu ogí lífi hefur sínuvaran og hefur reynst varan reynst ójafnvægi verður við verður áfengisneyslu áfengisneyslu og draga úr og draga Í gegnum tíðina Í gegnum hef ég tíðina því lagt hef ég áherslu því lagt áherslu Í gegnumþreytu tíðina og hefóþægindum. ég því lagt áherslu þeim vel.“ þeim vel.“ þeim vel.“ þreytu og óþægindum. á að taka inn á aðgóða takagerla inn góða til aðgerla viðhalda til að viðhalda á að taka inn góða til aðafáviðhalda Taka gerla á 2 töflur Taka After 2 töflur Party af After fyrir Party fyr jafnvæginujafnvæginu og orkunniog ogorkunni hef prófað og hef þá prófaðSigríður þá jafnvæginu fyrsta og orkunni og prófað þá Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi ADHD markþjálfi drykk fyrsta oghef svo drykk tværogaftur svo tvær áðurSigríður aftur áðuJ allra bestu allra hér ábestu markaðnum hér á markaðnum hverju sinni. hverjuog sinni. allra bestu hér á markaðnum sinni. f íkniráðgjafi og f íkniráðgjafi og f íknirá en farið er en að farið sofa.hverju er að sofa.


ÞÚ FINNUR #TAK TINN MEÐ PULSIN # Gómsætir próteinbarir # Mikið úrval af próteindufti # Ómótstæðileg brownie stykki

25% AFSLÁTTUR

Sigurjón Ernir Sturluson varð í þriðja sæti í elítuflokki Spartan Race Iceland World Championship í desember 2018 “Mikið æfingaálag kallar á góða orku og hitta vörurnar frá Pulsin þar algerlega í mark” “Vörurnar frá Pulsin henta mér mjög vel þar sem hugað er að góðum hlutföllum á próteini, kolvetnum (trefjum) og fitu”


20 daga skammtur

BIO

Öflug hreinsandi jurtablanda

Jurtablanda sem er hreinsandi, vatnslosandi og örvar meltinguna. SKREF 1

SKREF 2

SKREF 3

25% AFSLÁTTUR

ER EINHVER ÞREYTA Í GANGI?

Floradix hjálpar þér að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. Unnið úr lífrænum jurtum, engin aukaefni!


UPPBYGGING

GRÆNT Í SNJÓ OG MYRKRI Veturnir eru oft dimmir og drungalegir, einkum finnst manni það í janúar og febrúar þegar allar ljósaskreytingar tengdar jólahátíðinni hverfa. Umskipti í veðrinu eru oft mikil, veður leyfa oft ekki mikla útiveru og við fáum lítið af sól í kroppinn. Þá er mikilvægt að styðja og styrkja líkamann sem best. Græn ofurfæða, sem bætt er við hefðbundið mataræði, hvort sem er í gegnum fljótandi blaðgrænuvökva eða grænt jurtaduft, kemur sterk inn á þessum árstíma, þótt nota megi hana allan ársins hring. 30 ára reynsla af blaðgrænuvökva Árið 1989 stofnaði ég verslunina Betra Líf. Hún þótti vera með byltingarkennt vöruúrval, því auk bóka um sjálfsrækt og andleg málefni, seldi ég orkusteina, reykelsi, orkuarmbönd og ýmislegt fleira sem ekki hafði áður sést í verslunum hér á landi. Eitt af því sem ég fór fljótlega að flytja inn var fljótandi blaðgrænuvökvi eða Liquid Chlorophyll, sem nú fæst frá NOW.

Hvað nákvæmlega er blaðgræna? Blaðgrænan (chlorophyll) er litarefnið sem gefur plöntum græna litinn. Þær nota blaðgrænu ásamt sólarljósi til að taka upp næringarefni sín. Við fáum blaðgrænu í gegnum grænt grænmeti og hveitigras, sem er ríkt af blaðgrænu. Eins er hægt að taka inn bætiefni sem „BLAÐGRÆNAN (CHLOROPHYLL) innihalda blaðgrænu eins og til dæmis Liquid ER LITAREFNIÐ SEM GEFUR Chlorophyll frá NOW eða Green PhytoFoods PLÖNTUM GRÆNA LITINN. ÞÆR frá NOW, sem er í duftformi.

NOTA BLAÐGRÆNU ÁSAMT SÓLARLJÓSI TIL AÐ TAKA UPP NÆRINGAREFNI SÍN. VIÐ FÁUM BLAÐGRÆNU Í GEGNUM GRÆNT GRÆNMETI OG HVEITIGRAS, SEM ER RÍKT AF BLAÐGRÆNU.”

Blaðgrænuvökvinn hefur hreinsandi áhrif á líkamann, örvar og styrkir ónæmiskerfið og dregur úr bólgum í líkamanum. Ég hef notað hann reglulega í gegnum árin til að vinna bug á þrálátum blöðrubólgutilfellum, en hann virkar ekki bara á blöðrubólgu, heldur allar bólgur í líkamanum. Ég seldi Betra Líf árið 1994, en hef haldið áfram að nota blaðgrænuvökva nokkuð reglulega, nú í næstum 30 ár.

38

Bætiefni eru oft áhrifríkari en fæðan, því blaðgrænan í fæðunni lifir oft ekki meltingarferlið af, til að líkaminn geti nýtt sér hana. Blaðgræna í bætiefnum er í reynd chlorophyllin (ekki chlorophyll), sem inniheldur kopar, ekki magnesíum, en það hefur sömu eiginleika og blaðgrænan. Blaðgrænubætiefni styrkja því ónæmiskerfið, sem kemur sér vel í upphafi árs þegar kvef og alls kyns pestir herja á fólki. Þau losa líka líkamann við sveppi, eins og candida sveppinn, afeitra blóðið, stuðla að hreinsun þarma og ristils, losa líkamann við slæma lykt eins og andfýlu, auka orku líkamans og eru talin hindra myndun krabbameina.


Blaðgræna bætir heilsuna á marga máta heimilium minnkar ef það tekur inn blaðgrænu, en hjá þessum Blaðgrænuvökvi hefur verið fáanlegur í neytendaumbúðum allt hópi fólks er hægðatregða oft algengt vandamál. frá árinu 1940. Flestir þola að taka inn blaðgrænuvökva eða -duft, en sumir hætta við inntöku vegna þess að blaðgrænan hefur Með bættri losun dregur líka úr andfýlu og í dag eru losandi áhrif á hægðir. Samt er það einn af bestu eiginleikum framleiðendur farnir að setja blaðgrænu í svitalyktareyða og hennar, því þannig stuðlar hún að hreinsun munnskol. Að mínu mati er mun betra að taka þarma og ristils. blaðgrænuna inn og losa um lyktina innan frá og „MEÐ BÆTTRI LOSUN Hægðirnar geta orðið dökkar eða jafnvel út, í stað þess að fela hana inni með einhverju DREGUR LÍKA ÚR grænleitar þegar blaðgrænan er tekin inn, en það sem borið er utan á líkamann eða sem rétt ANDFÝLU OG Í DAG ERU kemur í munninn. er ekkert hættulegt við það. Liturinn stafar af því FRAMLEIÐENDUR FARNIR að blaðgrænan er sterkt litarefni. AÐ SETJA BLAÐGRÆNU 4 – AFEITRUN OG KRABBAMEIN Eins og með öll önnur bætiefni sem eiga að Í SVITALYKTAREYÐA OG Vísindamenn hafa kannað áhrif blaðgrænu (bæði styrkja heilsu líkamans er mikilvægt að taka chlorophyll og chlorophyllin) á krabbamein, þó MUNNSKOL.” að minnsta kosti 3-4ra mánaða kúr af þeim. ennþá aðallega í dýrum. Ein slík rannsókn sýndi Ég blanda vanalega eina matskeið af Liquid að blaðgræna dró úr útbreiðslu lifraræxla um 29Chlorophyll út í glas af vatni og drekk það gjarnan milli mála. Þar 64 prósent og magaæxla um 24-45 prósent. Nýlega hafa einnig sem blaðgrænan er litsterk, er gott að gæta þess að hún slettist verið gerðar tilraunir á fólki, en lítil rannsókn sýndi að blaðgræna ekki á ljósan fatnað þegar verið er að blanda hana við vatn. getur haft hindrandi áhrif á aflatoxín, en það efnasamband er Auk þess sem að framan greinir getur þetta græna þekktur krabbameinsvaldur. undraefni haft eftirfarandi áhrif á heilsuna: Samkvæmt International Business Times fara 1 – BÓLGUMINNKANDI nú fram klínískar prófanir í Kína á áhrifum Mín helsta reynsla af blaðgrænuvökva er að hann chlorophyllin blaðgrænuvökva á lifrarkrabbamein. dregur úr bólgum, bæði bráðri blöðrubólgu en Þær prófanir eru byggðar á gamalli rannsókn sem þá hef ég drukkið allt að fjögur glös af honum sýndi að neysla á blaðgrænuvökva leiddi til 55% á fyrsta sólarhring, svo og bólgum annars minnkunar á aflatoxíni. staðar í líkamanum. Jurtaáburðir sem eru grænir að lit eru með blaðgrænu, 5 – HEFUR GRENNANDI ÁHRIF en þeir eru bæði græðandi og Eitt af því vinsælasta þegar kemur bakteríudrepandi. að fljótandi blaðgrænu, er að hún stuðlar að þyngdartapi. 2 – BLÓÐUPPBYGGJANDI Rannsókn leiddi í ljós að fólk Blaðgrænan er á efnafræðilegan sem tók daglega inn grænfæðu hátt lík hemóglóbíni eða með chlorophyll, léttist meira en blóðrauða, prótíni sem hópur sem tók ekki bætiefnið. er nauðsynlegt í rauðu Vísindamenn komust einnig að því blóðkornunum, þar sem að blaðgrænan dró úr skaðlega það flytur súrefni um kólesterólinu. mannslíkamann. Rannsóknir sýna að blaðgræna getur Höfundur: Guðrún Bergmann nýst til meðhöndlunar á www.gudrunbergmann.is hemóglóbínskorti, svo sem Heimildir af vefsíðunum: eins og hjá fólki með óútskýrt www.ncbi.nlm.nih.gov blóðleysi eða marblæði www.medicalnewstoday.com (thalassemia). www.healthline.com 3 – DREGUR ÚR LÍKAMSLYKT Þung og mikil líkamslykt stafar, eftir því sem ég best veit, yfirleitt af uppsöfnun á úrgangi í ristli og þörmum. Það er því engin furða þótt hún minnki, þegar blaðgræna er tekin inn, því hún hefur losandi áhrif á úrgang í þessum líffærum. Þess vegna hafa rannsóknir meðal annars sýnt að líkamslykt hjá eldra fólki á hjúkrunar-

39


25% AFSLÁTTUR

Nú finnur þú sérfræðingana í góðgerlum í heilsuhillum Nettó


ÓTRÚLEGT SÆLGÆTI OF BRAGÐGOTT TIL AÐ GETA VERIÐ PRÓTEINSTYKKI

25% AFSLÁTTUR


NÝTT ÚTLIT!

25% AFSLÁTTUR

LÍFRÆN

ÁN LAKTÓSA

VEGAN

Isola Bio framleiðir hágæða drykkjarvörur sem geta komið í stað mjólkur. Þær eru án laktósa, glútens eða sykurs og eru upplagðar í þeytinginn, út á grautinn, í bakstur og almenna matargerð. Einnig ljúffengar einar og sér ískaldar.


ISOLA LEIKUR Taktu mynd af þinni uppáhalds uppskrift með Isola vöru og settu inn á Instagram ásamt uppskrift og merktu með #isolaleikur. Vinningsmyndin fær glæsilegan OBH Nordica Blandara ásamt Isola vörum. Karamellusósa Röggu Nagla 500 g mjúkar döðlur frá Himneskri Hollustu 8-10 msk ósætuð möndlumjólk frá Isola 1 tsk sjávarsalt Aðferð: Dömpið öllu stöffinu í öflugan blandara eða matvinnsluvél þar til mjúkt og blandað.

Sætkartöfluvöfflur Röggu Nagla 130 g af sætri kartöflu (elduð og afhýdd) 2 egg ¼ bolli fljótandi (brædd) kókosolía frá Himneskri Hollustu ¾ bolli möndlumjólk frá Isola 1 tsk vanilludropar 1 bolli hafrahveiti frá Himneskri Hollustu (haframjöl sett í blandara og gert að hveiti) 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk kanill Smá kókosolía til að smyrja vöfflujárnið Aðferð: Stappið sætu kartöfluna í skál og bætið blautu hráefnunum saman við. Hrærið saman þurrefnunum í annarri skál. Bætið þurrefnunum við þau blautu og hrærið öllu saman. Setjið smá kókosolíu á heitt vöfflujárn og bakið vöfflurnar. Löðrið svo vöfflurnar með karamellusósunni og njótið!

25% AFSLÁTTUR


UPPBYGGING

L-GLUTAMINE STYRKIR ÞARMAVEGGINA Allar líkur eru á að þú hafir heyrt eitthvað fjallað um leka þarma, en svo virðist sem það heilsufarsvandamál sé vaxandi hjá fólki víða um heim. Margir halda að lekir þarmar hafi einungis áhrif á meltingarfærin, en því miður getur þetta ástand valdið ótal öðrum heilsufarsvandamálum. Rannsóknir hafa sýnt að orsök fæðuóþols, orkuleysis, liðverkja, skjaldkirtilsvandamála, sjálfsónæmissjúkdóma og lélegrar meltingar megi rekja til lekra þarma. Ég hef fylgst náið með nokkrum bandarískum læknum og umfjöllun þeirra um leka þarma. Síðastliðið sumar fjallaði Dr. Amy Myers mikið um L-Glutamine, sem hún sagði að myndi styrkja leka þarma. Þar sem ég tel það vera eitt af mínum heilsufarsvandamálum fékk ég mér strax L-Glutamine hylki frá NOW og hef tekið inn síðan og finn mikinn mun á mér. Það er einnig til í duftformi, svo hægt er að bæta því út í bústið á morgnana. L-Glutamine er ekki bara nauðsynlegt fyrir enduruppbyggingu og viðgerðir á þarmaveggjunum, heldur verndar það líka frumuveggina og heldur frá ertandi efnum. Hvernig veistu hvort þú sért með leka þarma? Eitt helsta merkið um að þú sért með leka þarma er mikið fæðuóþol. Hálfmelt prótín og fita geta lekið út í gegnum þarmaveggina og komist út í blóðið og valdið ofnæmisviðbrögðum. Þú steypist ekki

44

endilega út í útbrotum um allan líkamann, en þú gætir fundið fyrir einkennum eins og: • Uppþembu • Fæðuóþoli eða – ofnæmi • Skjaldkirtilsvandamálum • Orkuleysi • Liðverkjum • Höfuðverkjum • Húðvandamálum eins og rósroða og bólum • Meltingarvandamálum • Þyngdaraukningu Sé ekkert að gert getur vandamálið orðið víðtækara og leitt til heilsufarsvandamála eins og ristilbólgu, liðagigtar, exems, sóríasis, þunglyndis, kvíða, mígrenis, vöðvaverkja og síþreytu. Samkvæmt grein í Journal of Diabetes, eru sterkar vísbendingar um að lekir þarmar séu ein helsta orsök sjólfsónæmissjúkdóma, þar á meðal sykursýki 1. Annað vandamál sem fylgir lekum þörmum er vanupptaka á mikilvægum steinefnum og næringu, þar á meðal sinki, járni og B-12 vítamíni. Hvað gerir L-Glutamine? L-Glutamine er einstök amínósýra sem hefur áhrif á ótal ferla í líkamanum. Dr. Amy Myers segir að í líkamanum sér að finna um


„UM JÓL OG ÁRAMÓT ER YFIRLEITT MIKIL NEYSLA Á MATVÖRU SEM GETUR HAFT SKAÐLEG ÁHRIF Á ÞARMAVEGGINA. ÞVÍ ER GOTT AÐ TAKA INN L-GLUTAMINE FRÁ NOW, ANNAÐ HVORT Í HYLKJUM EÐA DUFTI, TIL AÐ ENDURNÝJA OG STYRKJA ÞARMAVEGGINA OG KOMA MELTINGUNNI Í GOTT HORF.” 50.000 mismunandi prótín á hverjum einum tíma og að flest þeirra þurfi á L-Glutamine að halda. Þessi prótín sjá um nánast öll efnaviðbrögð í líkamanum, allt frá meltingu á fæðu að því að gera við skemmda vefi, einkum og sér í lagi í þörmunum. L-Glutamine stuðlar ekki bara að nánast allri formgerð og starfsemi í líkamanum, heldur er það nauðsynlegt til að gera við leka þarma, en það hefur meðal annars áhrif á eftirfarandi þætti: • Eðlilegan glúkósa í blóði og jafnvægi á blóðsykri • Heilbrigðan grannan vöðvamassa • Endurheimt eftir æfingar • Græðandi áhrif á sár • Starfsemi heilbrigðs ónæmiskerfis • Dregur úr löngun í alkahól • Hefur róandi áhrif • Stuðlar að reglulegum hægðum Hvað veldur lekum þörmum? Það eru lektín í fæðunni sem valda skaða í þörmunum, sem leiða til þess að þarmaveggirnir gliðna og verða þannig gegndræpir. Sum lektín eru skaðlaus, en fæðutegundir sem eru hlaðnar miklu magni af lektínum valda meiri vanda. Sum þessara lektína eru í fæðu eins og hveiti, hrísgrjónum, spelti og sojaafurðum. En það er fleira sem hefur slæm áhrif á þarmaveggina og veldur bólgum sem leiða til gegndræpis þeirra. • Lausasölulyf, einkum NSAIDS lyf eins og Íbúfen og Voltaren • Magasýrustillandi lyf • Sýklalyf • Áfengir drykkir • Mikil sykurneysla • Mjólkurvörur • Glúten og kornmeti almennt • Ójafnvægi í örveruflóru þarma • Candida sveppasýking o.fl.

Um jól og áramót er yfirleitt mikil neysla á matvöru sem getur haft skaðleg áhrif á þarmaveggina. Því er gott að taka inn L-Glutamine frá NOW, annað hvort í hylkjum eða dufti, til að endurnýja og styrkja þarmaveggina og koma meltingunni í gott horf. Munið að það þarf að taka minnst 3-4ra mánaða kúr, stundum lengri, af þessum bætiefnum til að þau skili viðvarandi árangri. Jafnframt þarf að gæta þess að mataræðið styðji við þarmaviðgerðirnar og hætta neyslu á þeirri fæðu sem veldur skaðanum. Hvað annað er hægt að gera? Það er hægt að styrkja þarmana enn betur með ákveðnum jurtaefnum og góðgerlum sem hafa uppbyggjandi áhrif á þá. Mikilvægt er að taka góðgerla eins og Probiotic 10 frá NOW daglega inn, því þeir styrkja örveruflóru þarmanna og þegar hún eflist yfirtekur hún slæmu bakteríuflóruna. Meltingarensím eins og Digest Ultimate stuðla að niðurbroti fæðunnar, sem dregur úr líkum á að fæðuagnir leki út um þarmaveggina. Lakkrísrót (ekki það sama og lakkrís), sem te eða bætiefni, er líka sérlega góð fyrir þarmana og meltingarkerfið, styrkir nýrnahetturnar og stuðlar að jafnvægi kortisólmagns, auk þess sem hún hefur áhrif á sýruframleiðslu í maga. Hún er einkar góð ef meltingarvandamálin stafa af tilfinningalegri streitu. Höfundur: Guðrún Bergmann Heimildir: www.dramymyers.com www.draxe.com

45


25% AFSLÁTTUR


25% AFSLÁTTUR

- NÁTTÚRULEG HRÁEFNI - ENGIN AUKAEFNI - ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR - TREFJARÍKT

Hörkustöff frá náttúrunni. Í flösku.

25% AFSLÁTTUR

Þessi smoothie innihalda C-vítamín sem á sinn þátt í að draga úr þreytu og magnleysi. Að neyta þeirra er hluti af heilbrigðum lífsstíl og hollu og fjölbreyttu mataræði.


UPPBYGGING

FÖSTUR SÍFELLT VINSÆLLI Föstur eru vinsælli en kóksjálfsali í Sahara um þessar mundir. Þú ert ekki gjaldgengur sem homo sapiens nema ræða garnagaul í mötuneytinu yfir laxabollum með veganmæjó og appelsínukúskús. „Ég er búinn að missa sjö kíló,” segir Jonni bókari. „Tíu kíló hérna megin,” segir Gunna á símanum. „Ég sef betur og húðin er allt önnur,” segir Haffi bílstjóri. Það er manninum eðlislægt að vera án matar í einhvern tíma yfir sólarhringinn. Forfeður okkar ráfuðu hungraðir um steppurnar og ef þeir náðu að fella skepnu var vömbin troðin þar til yfir flæddi. Síðan tóku við dagar þurrabúðar aftur. Það er okkur líka eðlislægt að finna fyrir hungri. En í samfélagi með sólarhringsopnun í Nettó og smjör drjúpandi af hverju strái er svengd orðin tilfinning sem nútímamaðurinn hræðist og við dúndrum niður vélindað við fyrsta streng í mallakút. Í hvert skipti sem við borðum hækkar insúlínmagnið í líkamanum og aukaorka er geymd í lifur og þegar hún er orðin yfirfull þá er orkunni breytt í fituvef. Því oftar sem við borðum yfir daginn því oftar losum við insúlín.

Ætti ég að fasta? Föstur eru ekki allra. Ekki frekar en pastellitir og dauðarokk. Sumum líður illa án matar í fleiri klukkutíma. Fá svima. Hausverk. Yfirliðstilfinningu. Það getur verið að föstur henti ekki þínum lífsstíl, þjálfun, þinni líkamsgerð eða þínu líkamlega ástandi akkúrat núna.

HVAÐ ERU FÖSTUR? Sextán tímar án matar Átta tímar að úða í grímuna Sautján tímar svangur Sjö tímar í matarorgíu Fimm dagar í fermingarveislu Tveir dagar sleiktur á horriminni Föstur eru Máltíðamynstur þar sem skiptast á tímabil af föstu (borða ekki) og tímabil af fóðrun. Þú borðar allar máltíðir dagsins innan tímaramma yfir daginn. Hvernig þessi tímarammi er fer eftir hvaða stefnu er aðhyllst.

Ef við erum í fóðruðu ástandi allan daginn fær insúlín aldrei að falla í líkamanum. En þegar insúlínmagnið fellur í líkamanum losast út adrenalín, noradrenalín, kortisól og vaxtarhormón. Þessi hormón þrykkja upp grunnbrennslunni og hjálpa líkamanum að nýta fituforða og plokka út geymslubirgðir af glúkósa.

48

BLÆÐINGAR Þegar konur hafa á klæðum. Rósa frænka í heimsókn. Eru á túr. Hvaða pólítíska réttnefni það heitir að hafa tíðir, fylgja oft pervertískar langanir í kolvetni og aukin svengd í nokkra daga. Þá er oft ekki góður tími að harðloka túlanum og fasta. ÁTRÖSKUN OG ÓHEILBRIGT SAMBAND VIÐ MAT Ef það er saga um átröskun, eða óheilbrigt samband við mat, geta föstur aukið á svarthvítar hugsanir um reglur í kringum máltíðir og ákveðin matvæli. Að sama skapi getur saklaust daður við að hafa tóman maga skyndilega breyst í sveltikúr áður en þú færð rönd við reist. Hungurtilfinning getur orðið að normi sem sóst er eftir og átröskun lúrir handan við hornið.

LITLAR LÉTTAR KONUR Fyrir konur, sérstaklega smágerðar léttar konur og konur sem hoppa og hamast af fítonskrafti, eru sextán tímar af föstu of langt tímabil að hanga matarlausar á hungurriminni. Rannsóknir sýna að 12-14 tíma fasta


Góð Bætiefni fyrir föstur BCAA Þeir sem æfa fastandi geta verndað vöðvamassann sinn með því að gúlla 5-10 g af BCAA amínósýrum fyrir æfingu og 5-10 g eftir æfingu. Líkaminn tekur BCAA í duftformi betur upp en mörgum þykir bragðið horbjóður. Gott ráð er að blanda Slender Sticks frá NOW útí BCAA duftið og hrista saman í brúsa. Amino Power Pre- Workout er annar valkostur en það er mjög bragðgott og inniheldur BCAA ásamt Beta Alanine sem eykur súrefnisflæði til vöðva og seinkar þreytu með því að auka magnið af carnosine. Rhodiola Burnirótin hefur áhrif á innkirtlakerfi og framleiðslu taugaboðefna og dregur úr streituviðbrögðum. Hún fjölgar rauðum blóðkornum sem flytja súrefni til vöðvanna og seinkar því þreytunni á æfingum sem getur komið sér vel fyrir þá sem æfa í föstuástandi. hentar konum betur. Karlmenn eru með stærri skrokk og stærri lagergeymslu af orku til að nýta í föstuástandi. JÁRNRÍFINGAR Ef þú ert að tæta upp stál og rífa í galvaníseraða stöng í bullandi járnrífingum geta langar föstur oft í viku haft skaðleg áhrif á hormónabúskap, grunnbrennslu, síþreytu og orkustig líkamans. Fækkaðu dögunum eða tímunum sem þú fastar ef þú upplifir orkuleysi og líður eins og gömlum klósettbursta á æfingu. STREITA OG FÖSTUR Föstur eru streitumerki til líkamans. Æfingar eru líka streituvaldur. Hitaeiningaþurrð er streituvaldur. Bætum svo ofan í búðinginn deddlæn í vinnu, skutla og sækja börnum, rifrildi við makann og öllu sem felst í að vera manneskja í daglega lífinu. Ef allt er í bullandi botni áttu á hættu að sótbrenna IKEA sprittkertið í báða enda með að bæta föstum ofan á ofhlaðna dagskrá. Kostir föstu SVENGD OG SEDDA Margir sem hafa dansað við matarplön og megrunarkúra og dúndrað í grímuna litlum máltíðum margsinnis yfir daginn eru komnir úr tengslum við svengd og seddu því þeir

Góðgerlar hjálpa til við meltinguna og styðja við örverurnar í þarmaflórunni. Probiotic 10, 100 billion eða Probiotic Defense eru góðir byrjendagerlar og henta flestum vel til að fá jafnvægi í pípulögnina. Magnesíum Það er mjög mikilvægt að drekka vel af vatni í föstu og gjarnan með salti því við töpum söltum og steinefnum í föstuglugganum. Því er gott að taka inn aukalega magnesíum í duftformi eða töflum. Til dæmis Magnesium Citrate frá NOW. Fjölvítamín NOW EVE/ADAM tryggja að þú fáir öll steinefni og vítamín. B12 Föstur eru streituáreiti fyrir líkamann en streita spænir upp B12 í líkamanum. Því er mikilvægt að taka B12 aukalega. Líkaminn nýtir best B12 í vökvaformi eins og Liquid B12.

hafa fylgt klukkunni í snæðingum en ekki hungri. Til þess að læra að borða eftir eðlishvöt og njóta matar í núvitund þurfum við að þekkja hvernig hungur kemur fram í skrokknum og föstur eru góð leið til að átta sig á hvað er líkamleg svengd og hvað er bara hugurinn að kvabba í leiðindum. SJÁLFSÁT Fjölmargar rannsóknir sýna aukningu á vaxtarhormóni IGF-1 þegar við erum fastandi en það gegnir lykilhlutverki í að endurnýja og gera við frumur líkamans. Í föstu gerist ferli sem kallast sjálfsát (autophagy). Þar losar líkaminn við gamlar og slappar frumur fyrir nýjar og hressari. Það má líkja því við að taka niður gömlu eldhúsinnréttinguna fyrir nýja. Eins og í góðærinu þegar gömlu grænu Alno innréttingunni var hent út á stétt áður en sprautulakkaðir glansandi skápar voru hengdir upp. Valfrelsi á diskinn Þeir sem hafa fylgt föstufræðunum eru sammála um að aðalstyrkurinn liggur í sálfræðiþættinum. Föstur segja þér HVENÆR þú átt að borða. Föstur skipta sér hinsvegar ekkert af því HVAÐ eða HVERSU MIKIÐ þú skalt borða. Fyrir marga er það mun meira valdeflandi en að fá máltíðaplan

49


með örfáum ríkismatvælum og útreiknuðum grömmum. Valfrelsi á diskinn er lykilatriði þegar kemur að því að halda sig við planið. Nema þú hafir búið í gjótu í Ódáðahrauni veistu hvað er hollt og hvað er ekki hollt. Svo þú getur verið vegan eða skepnuslafrari. Ketókall eða pastaperri. Paleó eða Miðjarðarhafsmataræði. Færri máltíðir yfir daginn krefjast minni skipulagningar sem þýðir minni streitu og frelsar hugarorku um hvað skuli borða næst. Að skipuleggja sex máltíðir á dag, pakka í nestisbox, drattast með kælitösku í Kringluna, éta möndlur og hálft epli inni á klósetti á fundi er yfirþyrmandi fyrir suma og getur reynst jafn yfirþyrmandi og flókið og að skipuleggja friðarfund í Sameinuðu þjóðunum. Fyrir þetta fólk eru tvær til þrjár máltíðir á dag eins og að tína fífla úti á túni í sólskini í júlímánuði.

UPPBYGGING

Stærri og færri máltíðir fullnægja okkur betur en margar smærri yfir daginn. Rannsóknir sýna að máltíðir þurfa að vera 400 kcal eða stærri fyrir marktæka losun á sedduhormóninu leptín og við finnum fyrir seddu. Rannsóknir sýna líka að fólk er líklegra að halda sig við mataræðið ef stærstu máltíðirnar eru síðar um daginn. Því það er jú rík hefð að borða kvöldmat saman. Fitutap Flestir eru vanir að borða yfir sextán tíma tímabil á dag og sofa í átta tíma. En ef við snúum því á haus og höfum bara átta tíma glugga til að úða í snúðinn þá er ansi erfitt að borða yfir sig. Föstur geta því slæsað kaloríur út með því að fækka því það detta yfirleitt út ein til tvær máltíðir yfir daginn. Hitaeiningaþurrð heitir það víst á vísindalegu máli og í því ástandi tálgast smjör af skottinu. Föstur mega þó ekki snúast upp í sveltikúr. Það sem gerist eftir

föstu skiptir máli. Rétt eins og vöðvar stækka og styrkjast í hvíld, er snæðingstíminn eftir föstu mikilvægur. Eftir 16, 18 eða 24 tíma föstu getur þú ekki verið með reyrða sultaról inn að beini og tutlað eins og horaður spörfugl í snæðinginn. Passaðu að fá næringu úr öllum orkuefnum. Prótín, kolvetni, fitu og trefjar úr grænmeti. Mjög fáar hitaeiningar fara ekki vel saman með föstu og hefur áhrif á hormónabúskapinn og skjaldkirtil. Föstur eru ekki megrunarkúr, heldur aðferð til að búa til heppilegt máltíðamynstur yfir daginn. Hvort sem það er að vera án matar í 10, 12, 14 eða 16 tíma yfir daginn. Kjamsað á álpappír En föstur henta ekki öllum. Sumum líður mjög illa að fasta. Fá hausverk og svima. Lágan blóðsykur og orkuleysi. Sumir fá þráhyggjuhugsanir um mat og borða hnetusmjör beint upp úr dollunni með matskeið þegar klukkan loksins leyfir máltíð. Tæta örvæntingarfullt upp heilan kexpakka án þess að taka umbúðirnar almennilega frá áður. Kjamsa jafnvel á álpappír og er alveg sama. Það er enginn ósigur. Það er bara ein aðferð sem virkar ekki fyrir þig og þú getur strikað út af listanum. Það er mikilvægast að hlusta á líkamann og heiðra merki hans um svengd og seddu og læra að borða eftir eðlishvöt. Það eru fjölmargar leiðir til að flá kött. Eins eru fjölmargar leiðir til að gúlla snæðinga. Finndu þá leið sem hentar þér og þú getur hugsað þér að nota alla ævi. Það er eina leiðin sem hentar þér. Kveðja, Ragga nagli

SÚKKULAÐISPRENGJUR súkkulaðimúffur sem kalla fram gleðitár

4 skóflur NOW beinaseyðisprótín (chicken bone broth) 1 desilítri NOW erythritol eða GOOD GOOD sweet like sugar 1 desilítri kókoshnetuhveiti 1 desilítri ósætað kakó Himnesk hollusta 4 desilítrar bolli ósætuð möndlumjólk (Isola) 1 plata sykurlaust súkkulaði (t.d. Naturata) 4 stk (1½ dl) eggjahvítur Skipta súkkulaðiplötunni í tvennt. Bræða helminginn af súkkulaðiplötunni með 1-2 msk af möndlumjólk. Til dæmis í öbbanum. Geyma restina af súkkulaðinu þar til síðar ... reyndu að borða það samt ekki á meðan. Hræra öllum innihaldsefnum saman með töfrasprota. Hella helmingnum af deiginu í múffuform. Setja 1 rúðu af súkkulaði ofan á deigið og hella restinni yfir þar til múffuformið er fullt. Baka í ofni á 180°C í 20 mínútur. Leyfa að kólna og slumma síðan horuðu súkkulaðikremi ofan á hverja múffu

50

5 msk ósætað kakó t.d. Hershey’s 5 msk ósætuð möndlumjólk (t.d. Isola græn) 7 dropar NOW Better Stevia English Toffee dropar 1 msk Good Good sweet like stevia sætuefni Hella öllu saman í skál og hræra saman með skeið þar til kakóið gefst upp og blandast við vökvann. Toppa hverja múffu þegar þær hafa kólnað aðeins. Það eru mannréttindi að sökkva tönnunum í sturlað gómsæta súkkulaðimúffu og enn betra ef hún inniheldur innan við 90 ræfilslegar sykurlausar og glúteinfríar hitaeiningar og allar úr góðri næringu sem veitir vellíðan eftir átið. Þessar snúllur geymast vel í frysti og því frábært að baka stóran skammt til að eiga og kippa út þegar Siggi sæti hamrar á hjarnann og vill fá skammtinn sinn.


BEINASEYÐI

Nútímamaðurinn sem er kjötæta borðar mestmegnis útlimi og vöðvakjöt: Læri, leggi, bringur, entrecote, ribeye, hamborgarhrygg, vængi. Forfeður okkar nýttu hins vegar alla skepnuna. Frá nös að dindli. Trýni að tagli. Snösum að skotti. Þeir byrjuðu á innyflunum, hjörtum og lifrum, sem voru ríkust af næringu eins og B-vítamíni, járni og carnitine. Þeir enduðu síðan á að sjóða beinin niður til að losa út næringarefnin. Það er því ekki ofsögum sagt að beinaseyði sé ofurfæða dagsins í dag. Sorrý!!! Gojiber og chiafræ ... það er komin ný stjarna á sjónarsviðið. Nú hafa framsýnir menn hjá NOW sem eru með puttann á púlsinum í heilsugeiranum tekið beinaseyði úr kjúklingum og púðrað í prótínduft okkur letingjunum til mikils tímasparnaðar. Sem lokar hringnum í prótínduftabransanum því í árdaga notuðu vaxtarræktarkappar kollagen prótín en bransinn sagði að duft unnið úr augnlokum og hófum væri of ódýrt og slappt. En sá hlær best sem síðast hlær því beinaseyði sannar sig á hverjum degi en bein úr dauðum skepnum eru stútfull af Kollagen, Glucosamine, chondroitin, steinefnum og innihalda að auki um 19 amínósýrur, þar á meðal L-glutamine. Beinaseyðisprótínduft eru sannarleg gleðitíðindi fyrir fólk með mjólkuróþol og mysuprótín eða casein prótín setja meltinguna í þvottavél. Valkostur fyrir þennan þjóðflokk eru vegan prótín en sumir eiga einnig erfitt með baunaprótín og þykir það of þungt í mallakútinn. Beinaseyðisprótín er afar létt í maga. Það blandast mjög vel og verður þykkt og gómsætt í blandara með möndlumjólk og NOW xanthan gum. Það veldur ekki uppþembu eins og mörg önnur prótínduft og er alveg hrein afurð með aðeins eitt innihald: Kjúklingabein. Takk fyrir tíkall. Enginn langur listi af óskiljanlegum efnum sem eru eins og að lesa hýróglífur. Beinaseyðiprótínduft eru fljótleg og auðveld leið til að fá „fjölvítamín náttúrunnar“. Nútímamaðurinn hefur margt annað að gera en að snuddast með svuntuna yfir pottunum að sjóða niður hræ af kjúklingi.

Beinaseyði er til margra hluta nytsamlegt í maskínunni okkar. Allt frá vöðvum til liðamóta. Frá þörmum upp í heila. Frá litlaputta að litlutá. Bætir þarmaflóruna Beinaseyði inniheldur gelatín sem býr til filmu á þarmaveggina og lagfærir þannig gegndræpa þarma og stuðlar að betri meltingu. Betri og sléttari húð Kollagen er það sem gefur húð slétta áferð en þegar við eldumst þá framleiðir líkaminn minna kollagen og við fáum hrukkur og línur. Beinaseyði getur hjálpað við að fá aftur æskuljómann. Sterkari bein Kollagen styrkir líka bein og liðamót með myndun á bandvef og gelatín er eins og dúnmjúkur púði milli beina og liða svo þau klambrist ekki saman eins og gamall Skódi. Bætir ónæmiskerfið Beinaseyði inniheldur glycine og glútamín sem hjálpar ónæmiskerfinu að vera í dúndurstuði og vísa pestum og hori á dyr. Þess vegna slöfrum við kjúklingasúpu í flensunni. Vöðvavöxtur Glycine hjálpar til við að viðhalda vöðvamassa eftir því sem við eldumst og nýtir glúkósa til vöðvamyndunar. Svo við verðum bæði helmössuð og nautsterk.

51


UPPBYGGING

BÆTIEFNI FYRIR BANDVEFINN Í janúar fyllast allar líkamsræktarstöðvar af fólki, sem ætlar sko aldeilis að taka á því eftir jólahátíðina. Margir taka svo vel á því að þeir ofgera sér og gefast í framhaldinu oft upp. Þeir kunna í raun ekki leiðir til að styðja og styrkja líkamann nægilega vel til að hann geti staðið undir þessu nýja og aukna álagi eftir hóglífi hátíðanna. Eitt af því sem hjálpar öllum þeim sem stunda líkamsrækt eða eru í stífri þjálfun í einhverjum íþróttum er að taka inn Recover frá geoSilica. Kísill og magnesíum Recover er í vökvaformi og í blöndunni er að finna kísil og magnesíum. Hver dagskammtur er 200 mg af kísil og 375 mg af magnesíum og vökvaformið tryggir skjóta og góða upptöku í líkamanum. Kísillinn styrkir bandvef líkamans og er því mikilvægt steinefni fyrir íþróttafólk og alla þá sem stunda mikil hlaup. Hann lágmarkar áhættuna af meiðslum, dregur úr bandvefsverkjum og stuðlar að styrkingu líkamans. Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefnið sem hægt er að taka inn. Það stuðlar meðal annars að hraðari endurheimt orku eftir æfingar, auk þess sem það tryggir betri svefn og hvíld. Magnesíum er eitt af þessum efnum sem við losum úr líkamanum við álag, hvort sem um er að ræða streituálag eða líkamlegt álag. Það er því afar mikilvægt að taka það reglulega inn til að viðhalda birgðum þess í líkamanum, þar sem það hefur áhrif á um 700 boðskiptaferla í honum.

52

Íslensk framleiðsla Það skemmtilega við geoSilica vörurnar er að þær eru íslensk framleiðsla. Reyndar kemur íslenskur „útlendingur“ að framleiðslunni, því Fida Abu Libdeh, annar stofnandi fyrirtækisins, kom sem flóttamaður frá Palestínu til Íslands með móður sinni aðeins 16 ára gömul. Eftir ýmsa erfiðleika í menntaskóla, þar sem henni gekk illa að ná tökum á íslenskunni hélt hún í nám í Keili á Ásbrú árið 2007. Þar uppgötvaðist að hún væri lesblind og hún fékk viðeigandi hjálp. Þá var engin hindrun lengur í vegi fyrir frekara námi og eftir stúdentspróf fór hún í háskólanám í umhverfis- og orkutæknifræði. Það var þar sem hún fékk þá hugmynd að hægt væri að skapa verðmæti úr affallsvatni jarðvarmavirkjanna. Fáir höfðu trú á þessu verkefni aðrir en hún og skólafélagi hennar Burkni Pálsson, en saman stofnuðu þau frumkvöðlafyrirtækið geoSilica. Þau komu fyrstu vörunni á markað árið 2014 og nú fjórum árum síðan stefna þau í útrás á erlenda markaði með stuðning fjárfesta sem hafa öðlast trú á verkefni þeirra. Þú finnur vörur frá GeoSilica í verslunum Nettó. Guðrún Bergmann – www.gudrunbergmann.is


25% AFSLÁTTUR

Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni – Kísill gegnir mikilvægu hlutverki í myndun og styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið beinvefur, sinar, liðbönd og húð. Kísilsteinefni geoSilica er 100% náttúruleg afurð. Renew Fyrir húð, hár og neglur – geoSilica Renew getur styrkt húð, hár og neglur þar sem kísill styrkir allan bandvef. geoSilica Renew er sink- og koparbætt. Sink og kopar geta stuðlað að styrkingu nagla og hárs auk þess að minnka hárlos og klofna enda. Recover Fyrir vöðva og taugar – geoSilica Recover getur dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega hreyfingu þar sem kísill getur styrkt m.a. liðbönd, sinar og brjósk. geoSilica Recover er magnesíumbætt sem getur dregið úr þreytu, gefið aukna orku og styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins. Repair Fyrir bein og liði – geoSilica Repair getur aukið beinþéttni og styrkt liði. geoSilica Repair er manganbætt en kísill og mangan eiga ríkan þátt í uppbyggingu beina sem og myndun brjósks og liðvökva.

geoSilica Iceland ehf. – Sími: 571 3477 – www.geosilica.is


LÍFRÆNT

! ó ett N í tt ý N

2255% AFSLÁTTUR


ÄNGLAMARK 25% AFSLÁTTUR

ARK ER M A L G N Ä Á R F A R A V T A ÖLL M SÉRVALIN LÍFRÆNT VOTTUÐ OG GÐ OG A R B T T O G A J G G Y R T Ð TIL A AR GÆÐI FRAMLEIÐSLUNN

ÄNGLAMARK VÖRURNA R ERU EKKI BARA GÓÐAR FYR IR ÞIG, HELDUR LÍKA FYRIR JÖ RÐINA!

IC ECOLAB RD

EL

NO

Lífrænt

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


25% LÍFRÆNT

AFSLÁTTUR

LÍFRÆNT VEGAN

25% AFSLÁTTUR

GLUTENLAUST

- 68% grÆnmeti allt aD

GRÆNMETISSMYRJURNAR FRÁ ALLOS ERU TILVALDAR Á BRAUÐ, SEM DÝFUR OG SEM GRUNNURINN AÐ DRESSINGU EÐA LJÚFFENGUM GRÆNMETISRÉTTUM.


25% AFSLÁTTUR

TIR ÓBLEIK POKAR

Detox te: Afeitrandi og hreinsandi blanda Sítrónu og engifer te: Koffínlaust te með sítrónu og engifer Grænt te: Andoxandi blanda sem inniheldur koffín

Clipper notar einungis óbleikta poka og engin hefti. Lífræn te án allra aukefna.


LÍFRÆNT

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

FRÍSKANDI LÍFRÆNN GOSDRYKKUR


LÍFRÆN MEXIKÓSK OG GLÚTENFRÍ VÖRULÍNA Á FRÁBÆRU VERÐI!

25% AFSLÁTTUR

SKELLTU Í MEXÍKÓSKAN RÉTT Í KVÖLD Innihald: - Amaizin flögur - Koko rjómaostur - Amaizin svartar baunir - Amaizin sweet salsa - Koko cheddar - Amaizin Jalapenos

Aðferð: Byrjaðu að smyrja Koko rjómaosti í botninn á meðalstóru eldföstu móti. Dreifðu helmingnum af svörtu baununum yfir ásamt salsasósu, settu slatta af kornflögum. Kláraðu restina af baununum og salsasósunni, bættu svo við jalapenos eftir smekk. Dreifðu rifnum Koko cheddar yfir og settu mótið í ofn í c.a. 20mín á 180°C.


í hvert skipti sem þú kaupir Fairtrasa merkta vöru tryggir þú þér ekki bara hágæða vöru, heldur að smábóndinn sem ræktaði hana fái sitt fyrir.

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

u skoðað co m rasa. t r i a f . www æðas t r f ð a ti l meira

af öllum Fairtrasa ávöxtum og grænmeti


25% AFSLÁTTUR

Við elskum lífrænt


Beint Beintfrá úr náttúrunni náttúrunni í íflösku! flösku

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR


25%

HEILBRIGÐ SKYNSEMI

AFSLÁTTUR

100% LÍFRÆN GÆÐAVARA


Lífrænir safar fyrir börnin

HOLLUSTA

Án viðbætts sykurs eða sætuefna

25% AFSLÁTTUR

Ferskur smoothie án allra aukaefna


GÆÐI & GOTT VERÐ 25% AFSLÁTTUR


25% HOLLUSTA

AFSLÁTTUR

Healthyco Iceland


Veldu bragðgott kex án viðbætts sykurs

25% AFSLÁTTUR


25%

HOLLUSTA

AFSLÁTTUR

GEFUR ÞÉR ORKU trek próteinstykki - heldur þér gangandi

glútenlaust - vegan

HÁGÆÐA JURTARJÓMI FYRIR ÖLL TILEFNI

25% Rjómalöguð tómatsúpa Innihald:

2 kúrbítar 7 tómatar 1 laukur 1/2 búnt graslaukur 200ml kókosrjómi frá Ecomil Ólífuolía Krydd: túrmerik og karrý Salt og pipar

Aðferð:

AFSLÁTTUR

Taktu hýðið af tómötunum og innan úr þeim. Taktu einnig hýðið af kúrbítnum. Skerðu tómatana í bita, og kúrbít og lauk fínt niður. Steiktu í ólífuoliu á lágum hita í potti. Bættu því næst við kryddum ásamt salti og pipar eftir smekk. Heltu því næst um 250ml af vatni eða svo það fljóti yfir. Láttu sjóða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Bættu því næst kókosrjómanum út í. Þessi er líka ljúffeng köld.


Ný vara

25% AFSLÁTTUR


HOLLUSTA

GRÆNT LÍF ER GOTT LÍF Þið hafið heyrt þetta áður. Þetta eru engin geimvísindi en vísindi samt. Grænmeti, ekki síst grænt grænmeti, er með því hollasta sem við getum látið í okkur. Vítamín, steinefni, andoxunarefni og ýmis gagnleg plöntuefni eru okkur mikilvæg næring og geta jafnvel verndað okkur fyrir ýmsum sjúkdómum. Grænfóður er líka ríkt af trefjum sem meltingin elskar. Fæst okkar borða nægilega mikið af grænu, það er staðreynd en það má oft stytta sér leið framhjá því að tyggja heilan spergilkálshaus eða borða stóra skál af salati í öll mál. Spáðu í spírur Spírur innihalda fáránlegt magn næringar miðað við höfðatölu. Sem dæmi innihalda spergilkálsspírur margfalt magn ýmissa næringar- og plöntuefna miðað við fullvaxið spergilkál. Spírur eru góðar í salöt, á samlokur, inn í vefjur, með pasta, pottréttum eða bara einar og sér. Nú fást meira að segja ferskar íslenskar spírur, algjört gæðastöff sem er vel þess virði að splæsa í. Að borða spírur er með því betra sem þú getur gert fyrir heilsuna. Búðu til pestó Kryddjurtum, klettakáli og grænkáli má skella í matvinnsluvél með sítrónusafa, ólífuolíu, salti og hvítlauk og umbreyta í gómsætt pestó eða einhvers konar græna sósu. Gott að nota hnetur eða fræ með líka. Svona er hægt að minnka umfang grænfóðursins um mörg prósent og hesthúsa mun meira magni en þú myndir nenna að tyggja af kálblöðum. Pestó er frábært álegg á brauð og kex en líka sniðugt að hræra úr í súpur og pottrétti eftir eldun. Grænt duft Það getur verið gott að eiga eina dós af gæðagrænu dufti til henda út í þeytinga eða bara hrista út í vatn þegar þig vantar smá grænt inn í daginn. Það eru til mörg góð en Terranova Lifedrink og Terranova Intense greens er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í þeim er allskonar grænt góðmeti sem hefur verið frostþurrkað ferskt svo næringargildið haldi sér sem best.

70

Prófaðu súrkál Súrkál er svona bragð sem þú þarft að venjast en þegar það gerist verður það ávanabindandi. Súrkál er líka með því hollasta sem til er. Gerjað á hefðbundinn hátt er það bæði næringarríkt og stútfullt af vinveittum gerlum sem hjálpa þér með hið mikilvæga þarmaflórujafnvægi. Passaðu bara að kaupa alvöru súrkál, ekki gerilsneytt. Ferskar kryddjurtir Næringar og bragðbombur sem er hægt að bæta í og á flestan mat. Sniðugt að kaupa í potti og umpotta þegar heim er komið. Þannig má fá margfalt magn út úr hverri plöntu því þær halda áfram að vaxa. Mauka og frysta Þetta nota ég óspart. Kaupi heilu bílfarmana af grænkáli og spínatkáli, mauka í blandara og frysti í ísmolaboxi og geymi svo í lokuðu boxi í frystinum. Tek svo bara einn og einn kubb og hendi með í blandarann þegar ég geri mér þeytinga. Ösp Viðarsdóttir Næringarþerapisti www.heilsa.is


LJÚFFENGT OG KRÖFTUGT Njóttu með Yogi Tea

25% AFSLÁTTUR

Einstök blanda með turmerik kryddi og hinni sérstöku YOGI TEA® chai kryddblöndu: Túrmerik rót (55%)*, kanill*, lakkrís*, engifer*, kardimomma*, svartur pipar*, epli*, fennel*, múskat*, kakóskeljar* og negull*. *Vottað lífrænt

yogitea .com

71


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR


i i i i i i BRAKANDI GÓÐ NÆRING

Glútenlaust með sólblómafræjum og KÍNÓA NÝTT


FLJÓTLEGT & HOLLT MILLIMÁL FYRIR ALLA

25% AFSLÁTTUR

TREFJA- OG PRÓTEINRÍKT. GLÚTENLAUST OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐ OG ÓERFÐABREYTT.


Lífrænar rískökur frá Hollgæti

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

HOLLT ÚR SJÓNUM 10%

10%

10%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

10%

10%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Ýsa Í raspi

Ýsuflök Roðlaus og beinlaus

1.888 1.709 ÁÐUR: 2.098 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 1.898 KR/KG

KR/KG

Þorskhnakkar Roðlausir og beinlausir

Bleikjuflök Roðlaus og beinlaus

Laxaflök Beinlaus með roði

2.338 2.608 2.068 ÁÐUR: 2.598 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 2.898 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

75

KR/KG



20% AFSLÁTTUR

10% AFSLÁTTUR

Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita.

BERTOLLI

Af matarborði Miðjarðarhafsins


HOLLUSTA

LJÚFFENGT OG SYKURLAUST

Berglind í Gulur, rauður, grænn og salt býður upp á sykurlausa köku. Fullkomin sem eftirréttur eða í saumaklúbbinn.

GÓÐA GULLÓN KAKAN 3 bollar kasjúhnetur frá Himneskri Hollustu* 2 msk kókosolía, fljótandi 30 stk Gullón Súkkulaðikexkökur + nokkrar til skrauts 250 ml kókosrjómi frá Isola 2 msk sítrónusafi Setjið hneturnar í heitt vatn og látið standa í um 1 klukkustund. Takið 20 kexkökur og látið í matvinnsluvél ásamt kókosolíu og vinnið gróflega saman. Setjið smjörpappír í botninn á 22 cm formi og látið kexmulninginn þar í. Þrýstið vel niður og látið í frystinn á meðan fyllingin er útbúin. Takið hvíta kremið af kökunum tíu og geymið í sitthvorri skálinni hvíta og brúna hlutann af kexkökunni. Fjarlægið hneturnar úr vatninu, þerrið lítillega og setjið í matvinnsluvél. Vinnið * Það má líka nota sólblómafræ.

78

hneturnar vel saman í um 30 sekúndur. Bætið þá kókosrjóma, sítrónusafa og hvíta kreminu af kexkökunum saman við og vinnið vel saman. Myljið helminginn af brúnu kexkökunum og bætið saman við og vinnið í smá stund. Setjið yfir kexbotninn. Setjið hinn helminginn af brúnu kexkökunum yfir fyllinguna og látið í frysti í að minnsta kosti klukkustund. Takið út og skreytið með nokkrum Gullón-kexkökum.


Tómatsósa með stevíu Enginn viðbættur sykur

tsneiníðtiivem tteusðesneiieítm tseínsðkinem tsiðsunðeitnem etvusesníðinesitm vesíkðinesitm stnusesnieðstiíensim seíenaðm stsetíkeentsðiussíkeentsðivuseentsðivssíeenðisv,ussíkentsðivussíeekntðis,ussíeentðivsusseentðvissíetsðvnuesísketivusíðsentvusíetsivusíentssiv,uíensivustíniveusínusívisunkísiunsiknisnsssisnsinsisnisnssksisnsinsisnsisnsisnsisnsisnsisnisnsins s vsnakðueevstm vsneíkinestðm vsnaíiðneesitm tstðneaveisníeatnðm tveseínaðeitm eníteavðeím etesevuiítm etsenðueívinasetm etvniuseðeitaním eiaensikðum setisevim setv,nsm sism vseitm vseínaðeitm vsínð,eietm vseínaeitm vðnusíenaðteim vsenitvíesnaðesm vtetvsm vðnniísatðie,skvsnum vsnaíkðneesitm vsnaíineeitðm vsnaíðineekstðv,sm vsiuoíkesaeiðnv,m ðvsíieesitm mmm íðseneakiosiev,m ítsivm ðuneoískneaintiðsev,sm ðíisetm ðvísna,ðieeksm ðevsníkoðinee,stm ðnMovues,snaíkðineesitm imm iim im im im im im imm iim im im im im imim itm ikníekeaðMsstiniom im niaeesum íensaðMkiitn,m uvsí,neaðMisvom ðuMoLvtesnaíkðMineitm ðMov,essnaíkðMuisneetðMov,uessnaíkðMLieesitm ðv,iueoseaíðnekitiðnMsv,uesíðaoneevkLtm ð,siuosaíðiseeMLtm ðv,kísiuosnaeeMktm ðunv,iosíseieakMLtm ðnvsuosníieise,kðLtMvsiuosnaíeism unsívekneLaMtiðsivom un,ssLekMneaðtiísiv,om unMseískneLaðMtisivom unskísM,eðneaLtisiev,om unMsísekneaðMntiiv,m ueosaíknMiieeLtðnMv,sueosnaíðMtineeksm uonaíeseMkLtðnv,m uosaíeskLtiðMnv,suosaíesneMkiLtðn,m ðeMktnv,siuosníieeMkðLtsnv,im nsísekneLuaðMntiosiv,m siauMosesneMkLtðnv,m siosíneseaMkiLtðnev,m suovsínsðnekiLem esuívnetieavusðMm kðnMov,uessnakðMLineeíibtm nsðiekneLaoðMsivotm nsaíe,nLðMusteivom skas,onbsísuekneLMntiðsia,om siuoisaíeseMkðLv,snim siuosínsðeektinv,m siuMoísðensaðeMkiLbtnvsiðuosíeLnsðeaMkibtnev,m siuoísensðMikeiLtonv,m siðuíeðnsasðeMkLtin,m ekvsneLðMusbti,m aLMbðMov,-uessnaíklððiiMnesibm aL,vbMouæ aekibtnevssðiMoíinsaekiLbnv,siMðuðínstaskLeinvsiMvuoiíessbaðLie,sðnitMuoísaðkvLeine,tvðibuosankðLeen,bsðíMovskLiu,sðibaMvossðíkiLensiMovusæ kbiðMLio,ðunMeísð-snvalðMLiine,sbm kbLM,okibvMoðiLMðibMoðLib,ðMkLib,oðLib,oæ ,ðaev,nðuMniíbsm ,Miblð,ððuMitinm ,bðMi-buseí,ðnaðvMibm ,nsiaíMeinvnlðM,kom ,snMousensaiíkiLnv,m ,bMoðiLbMo,æ ,L,oL,oLo,kokLkLoLokLokLoLokLokLokLokoLkkok ,Mðvubis-v,ðauMineíðnbm MokaðMbi,LðnMov-einsæ MoLbMo,t-usæ oM,nuk-eíðabiðMo,onkuLlæ oiM,nuLísnkaðoeiibl,ð-nkíuLMæ o-lMva-íiæ o,aklðibvðM,t-usæ oL,oæ M,kueos-æ Mo-ðailkLb,siMot-ðnsaivíkiLbensiðluoæ MivMbæ M,n-eíoðnalðiubvoa,Mtuæ Mboantuæ MoavunMæ Mðunttts-eMnalðLiie,soavðunöMæ ML,Mnt-eoaklððiMoLesbavnöiMot-uensæ MLobavMoti-uesnaðMLæ MobavðMo,t-usæ MooLbvaM,t-usæ MLasuöotæ LMðMo,ueæ MMeMeMðaðMeaeMlðtealðMate-ðMla-elðtatMelðn-aotM-nlðoeant-lMneðtMo-nlaaoðtM-naeaoenlM-nðtaoenlðaMnaato-enðMnaalo-enlðMtaatenlðMao-at-enlðMaoant-eMlðant-enaolðMoaet-Mnalðoantðe-nlaMonate-Mnaðloantl-Mðneavotane-vMnalðon-eatiMðnalvonðiteð-vMnalaoðent-vðbaioMnielðbðvn-aaotæ Leskæ Lðöonauæ LoavsM,tab-ug Lðkib,ttðkrobLöiæ Lbðö,kæ LttðliMbvoaa,ntuLæ ðbivrLavoln-g ilvrbvu ilvbvnosu bvolnðrg vtð-g -g tð-g ðösaivrbv,tu ðLibottðvkriblö,oæ ittðlMobvno,tðæ itttllvosMob,övkrtttðLæ ilrttonag itvttðu ivroLbvstu ivobvu ivrvou bvMstðMottaiæ bslæ bvu bk,lottvkLu æ -g tttðbö-snisMo,vllraonaLuðö-g tð-g tð-g tttð-g tu ttt-ðsoivrvu lttðrivbavsMæ vnæ vu vvsirlbösu vöæ vlaöæ vlaöæ vttönærávlöansðvttrLiu vslöanðttrvu væslönæ vönlæ æ æ ænttvrg alvötæ -g -g tlrböososLlMvvrðanátttlaö-siáLu tvsiálð-braöonaæ tttð-vsiáLlMg táttð-g tttð-g tttnLð-g toavattng tttðslávrobvsu lttðrlLiáu ltt-iávobavsöMtlnLsg lttlðiu lttðg alng oaMsæ olatrng olLbavsMng onaög olaötæ övðrLiáttu öæ antttsáæ an-sðvtolMiáæ ag alnaöæ aolnaötttðilMvrLbvsáou alnaötæ alaötæ alaöæ alnaötæ anaötæ alnatá-ðttslvrLvou alaöttt-g alaöt-ðg avttrsáou oatæ olav-atttng olbavsaön-g olbavaörtnsg olvsöatn-Læ olnasög obvsaötvnag ovrsu ösæ öæ öttrvanláæ öttrvu ttðrlvsiáu ttðMröiávlu ttðsg ttðg ttlvu ttrvu g rvsáolaötæ siálvlttaöonbvaæ lnag laövu vttru váu g u snágnságnágng snág sáðg sirlbsu svlbavsuöoðáæ sæ sæ svlttðrLiáu svttraáu s-æ n-g ng ng n-g ng n-ðg nttg lsaöng lavsaötng lng ln-aöæ lnatt-g laönttvráu laövru öu öonaræ öonasæ öoaæ öoaæ öonaaæ ölitrttn-g ötttn-sæ öæ öng öng ösæ öæ ötæ öng öttn-ðg önttg ttlsg ttvntssðalá-æ ttvoantis-g ttsðliábvsantæ ttálLilasbsovatLvæ ttslaásvna-g ttðavsiöábstloaæ ttvlaössovánarg ttu ttu ttl-aæ ttðsiávrotLbalng ttðiávlrobvs-u tts-ivlárbvu ttðs-ilvárbvg tt-ðsg tt-sg ttn-sðilávraou tt-g ttgrsáu ttrávu rolbvvsaötn-g rbavsvstln-aöæ rlnal-öæ ræ vraoavu vstáalvæ vsrálbvlainaktotts-g vsiráölbvu vsirálttbvslaöonatttðu vsirlæ vsirlabvu vsirlnbvttu vsirállbvuaöoaæ vstttnð-g vrlabsu vtltt-g váarlng vlðriáu vlttðrsiáu vlttðriáolavsatu vlttðiáu vlttðriáolbavsaötn-u vttðrlsiáu vtt-g vrou vrtáou vrsá-ou vráouaöæ vsattrlu g g g g g g g u u u u sgsgsgsgsgsg ság ssángg sánág snág soláæ sáttvoansæ sláttvantosæ sálvoants-ttslág sásttn-ttsðlivg s-g svng sru srnu sröu svláu slðöiáottlbavaæ su slttiávðolbavg slttiáu sæ sæ svlttðriáu sæ silávrbvu slávrbou slávrlbvou sláðrbu silvrvöou sssssssssgsgsg nsoð-ainlg nttðv-intbag n n n n n l l l l l l l l l l l l l l l l lövlu lavru laövrlaövru laövru laövru lövaru lövruölruövruöruuru a s s s a a a a a s s s s s s s s s s s s s sauærnkrvslu suvttvrkaslöuuæ savttrruu slattrövu sræ slaörttvsaöursttlaövrlu s a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a aöuttvrksvlauuæ asvru aövraöru á á á á á a á á á á á á á á á á á á á á á á á á áu ásslöunyavrráku u u uóytákm uóysrm k kslasytvrm kssuansytrkssu um ukrgm ukgm ukgm uuyam ukgtsóuyasrm uuyatórm uóuyatsrm uaytóyrm uóuyatrm uóuyatraksygkm uóuykrasskm um uum um ukm usm uuósatrksm ugm uóytrsm rm kygutm km ksarukgm km kskgm ksaskgrm ksgm kskgm ksgkm kskgm ksm ksrm ksm kssaukgm kkgum ksrm kslauósygrsm ym ytráksaauóystm m m m róusstgm rm raknsm rasykrsugm raysrakóskm rakskgm rm raksgm rtkusókm rkskgm rtksm rtkysm rtknsm rym rm rtknm rm y y y y y y y y y y y y y y y y y u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u r r m m m m m m m m m m m k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k s r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r a a a s s s s s s s s y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y u u m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m a a a a a a a a a a a a s s s s s s s s s s s s s u u u u u u u u u u u u u u u u r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a t t a s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s k k u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u g a a a a a a a a a a a a a a a a ataósm t t t t t t t t t t t t t s s s s s s s s s s s s k k k k k k k k k k k k k k k k k ó ó g g g g g g g g g g g g g g g g g g m ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a aósttm m m m m m m m m m m m m t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t a s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k s k g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó óatósatmsótm óstsaóstasósatasósastóasasóasa y y ó ó m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m s m n y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó s s s s s s s s s s s s s s s s s s satóstamtóstm satósam saóstam n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n ysseuysryeusysr yr ysur ysrsuesr yeuyr yuseynsr ysr yeinsr ynsr ynsr ynur ysseiysnurseusnyiesr yum ysir ysir ysir ysm ysm yssr ysm ysniur yier yr yitór ytaiór ytiaesur ytisessam yasir ytisóausetiór yistr yssiteóaysitesnistaeynitsaeyitsaysitatisatsaitssysatsnyaitnyaitsnaistsóaitnsyatsintssnyasótisyaitsyatisyastsnyasitnyassitónasityóaitatónaiaitnasitnasitnasitnasitnasitnasitasitnóastiatsastaóastatatastóasóatatatótóatastastósastm yessr ór ósnytiesór óansiusr tanytiessr sór sór stynir sm sm stnir snym sym ssayisatsusnyr sir satótasatóstam satótam satóstam satóstam sóaóstasam óiryesusótisr sesnsisar nsynsr nesnum nuiyr nsiuer nuissneur nusim nesum neuiysnr nuisysem neusir nr nsir nytsm nsm nsór nsóir nóyir nsóm nsóm nstitasesussyitsnór nyitar ntair nytr nir nyiesr nuystisar nystisssunssm nsstisr nsym nytsiar nsir nssm nsr anstisr anysr tir tuansstisr teasm s a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a i t t t t t t t t t t t t t t t t t t s s s s s s s s s i i i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s r r i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i s s s s s s s r r r r r e e u u s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r e e e e e e e e e e e e e e e e u u u u u u u u u u u u u u u u e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e s s e m m u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u s s s s s s s s s s s s s s s s s s s m m m m m m sóm ssóm sm iOrgilOam ilógsrasióOnm ilsrgaiOnm ilórgasisOnm isaióOnlsrigaOólnm nsógsnirOm nsórigasm nsilórgasióOnsirlgaióOnsilrgasm girOsialsórgnissOrilgOnósiagisOrnórigaslOinsraóm ganrósilm óilm isOnóisrgalm isnósilrgaOm isnrlgam ilrgasiOnm ilóasrgisOnilsrógailOniósrgainm ilóssrgaisOnm ilósgaiOnilósrgam nsilóOaisrgilOm niasrigóOm nsilrgailOm nsilrgsiaOm nm naisriOónsirgasliónm óOilnrgasiósOm ósm óssm ósósm ós mmmmmmmm iOngilsrgm iaOnólssrgaiOóm iOnóilsrgm iOnaóilsrgam isnóilsgaisónrilOm ióOnsilrgasióOnsilrgasióOnsilrgaióOnsilrgasióOnm inlóOm argsiOlósangsiOlsirgsm rgaOisónm rilsgaósiOnsilrgaOv ragsOnlóv rsgaisOv rgasiOnilm sairnóveilOgrasm srgaeianOilóvem srgasiOóveim slgaiOónveilm sragaiOónvlm srgaianevilm lósrganiOem Onilóv sgaasOnóveilm sirgalevóOm silargaióOvnilm slraiasOnilóesrvgaiaOnlóvesrfgaiaOilóvm srgiasOnilóvesrgaianOióvesrgam sragliasnilóvesgaarisOnlóviesaglasnislóvem srsaliaOilóvem sarglianóvlesrgOiasióveslgaiasnióOvrem sgasvnOilóem saarsnióOvegm sarlasneilóvm sragsOóneim slraaiOnvóeim sóragiOnveilírgaaiOónveim sOrgaiónveilslagaiónrveilm slgaóneilvaasónsgeilaasnvlm saalsiólm snaalvelósvalóalsveóslasveslaeósvaeósm sasóesam sfaóveslasóesasóvesasóvm Olóv OOrOriOgirOrgOiriOgnirgiOnragiinrOgainilOgianrilganrOiOalngilOarnrglOairliOangirgliOnrgaliOirganiOnilrgiOnialrgaOinirgailOnilrgaiOnilrganOilgraisnilgarOisnlgaónilrsaóOgsnilassinóOlrsigaóslOniaórssilsgOóransiOlsóv v v v v v v v v v v e e e e e e e e e e e e e v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v a l l l a a a a a a a a a a a a e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e l l l l l l l l l l l l l f í í a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í l5fn0aíf0ó0así5r0nlííasrf0ínól5aírfn5ólsí0rnól5as0írfíól0así0rín5ól0asírín5ól0así0nr lfírílrílrfíírírfírflrfílíflrífífílfílílílílílílíílí í n5laís0n5óf0ía0sír n5lín500asr n5fl0í5óf0na0r fn5íl0ín5óaís0rfn5óa0s0rfín5ó0aís0rfín5ó0as0rfínl5ó0aís0rfn5ó0laís0rónl50aís0ínl5ó0sra0ífín5óa0ís0fr f5la0ífn5a0íínla0ín5laín5a0íín5l0íína50í5n0ífí5l0íf5l0íf50í0ír500ífr0í05í0ífír0frí0rlírlííflíírfíír ínfí5alóínf0í50ar ínf5lnfí5óa0l0r ínl5aí0níl5ó0afs0r ínfaí0ínl50aísr ínl5faí0n5ófíís0lr ín5aí0í5ó0as0r ín5faín5ó0las0ír ínf0ós0alír í5flaísí5f0nó0aí5fnó0ísír 5fa0fínó0í5as0r íl50nías5ílnóías00rlín5ó0íasrfln5ó0ías0ílnr nfíansó0fs5íanór ní5ó0aslr n5ífó0aír ínl5aí0nl5ó0aís0írnl5ó0íaís0n5óf0íraís05r ísf5s0ínfalís50óa0ísíf50lnór í5fs0ínó50las0ír5ó0las0ífrn50as0íórn05a0írnf0slóí0rns5fa0ólísrfló0nsaí0r 0anf5íl0íías5ln0íaíln0íf5a0lnóíasr alfí50nalínf5óas0ísr aanananaínaínan5íaín50ína50ía5ní050naía50a5ní0na5í0na0n5aíín5a0ína05ín5aín50a0ín5a0ní5a0sín50aín50sr 0í5na0í50ósr 0fín5ía0fsí5íóasnf50ór 0fíaín5s0físan0fías0ó5r 0ínf5ías0línfíóa0s5lr 0nlíó5as0flsr s0sísó0r ssó0asr só0ís0sr s0óassr s0ssr ss0ór ss0órs0r s0sór ss0ósr sss0óssr sór s0sr ss0ór sss0ós0órss0ósr ss0ósr sssósr ssssssssssó0sr ssó0ssr ssó0ssr só0s0r só0ssr s0ósr só0sr sss sr sss0ósr ssssssssóssó0sró0ss0sór0rsr0r00r0r ssósóssóssóssóssóssósóssssóósssssóó0sósssóssós0sós0sós0sóss0óssóssó0ssósóss0ó0r gg gg gg ggg g g ggg gg gg gg gg ggg g gg ggg g g gg gg gg gg ggg g gg ggg ggg g gg ggg g gg g ggg g gg gggg gg gg ggg g gg gg gg gg gg ggg ggg g

ÁN VIÐBÆTTS SYKURS GÓÐ BYRJUN Á NÝJU ÁRI

Fæst í næstu verslun

hberg@hberg.is / sími 565 6500 / www.hberg.is


ALLT Í ÞEYTINGINN

25% AFSLÁTTUR

GREAT TASTE JARÐARBER 1.200 G ÁÐUR: 559 KR/PK

398 KR/PK

COOP BLÁBER STÓR 250 G - STÓR OG BRAGÐGÓÐ ÁÐUR: 389 KR/PK

292 KR/PK

HAFÐU ÞAÐ VÆNT OG GRÆNT

COOP SPÍNAT, HEILT 450 G ÁÐUR: 225 KR/PK

169 KR/PK

COOP GRÆNKÁL KÚLUR 450 G ÁÐUR: 225 KR/PK

169 KR/PK

LÍFRÆN BER FRÁ ÄNGLAMARK

25% AFSLÁTTUR

EINFALT OG ÞÆGILEGT

DIT VALG SMOOTHIE MIX 450 G ÁÐUR: 599 KR/PK

449 KR/PK GREAT TASTE 1 KG - ANANAS ÁÐUR: 559 KR/PK DIT VALG & COOP ÝMSAR TEGUNDIR ÁÐUR: 389 KR/PK

292 KR/PK

398 KR/PK

GREAT TASTE 1 KG - MANGÓ ÁÐUR: 559 KR/PK

498 KR/PK

COOP LAUSFRYST JARÐARBER 400 G ÁÐUR: 389 KR/PK

292 KR/PK


FACEBOOK.COM/HLEDSLA


FORFALLINN MATARFÍKILL Ég skal fúslega viðurkenna að ég er þessi týpa sem geymir allt í krukkum og tekur alltaf myndir af matnum sínum. Hvað get ég sagt, ég er fortakslaus „foodie” og einfaldlega dýrka mat og allt sem viðkemur mat.

HOLLUSTA

Ég hef samt ekki alltaf verið þannig en sem barn var ég matvönd og ég þjáðist af miklu matarofnæmi og geri enn. Ég hef þess vegna allt mitt líf þurft að passa upp á hvað ég borða, ég hunsaði öll einkenni, borðaði það sem ég vildi, gleypti ofnæmistöflur og vonaði að ofnæmið og exemið sem fylgdi myndi hverfa. Eftir að hafa liðið illa í mörg ár ákvað ég loksins að hlusta á líkamann minn og breyta til. Ég tók mataræðið á nýtt stig og þá var ekki aftur snúið.

Ásta Magnúsdóttir matgæðingur deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum.

Síðastliðin fjögur ár hef ég eytt miklum tíma í eldhúsinu, prófað mig áfram með holl og lífræn hráefni og þróað mínar eigin uppskriftir. Ég fór að taka myndir af matnum mínum og deildi á Instagram mér til gamans en einnig til að halda utan um allar hugmyndir og uppskriftir sem ég gerði. Með tímanum fóru fleiri og fleiri að fylgjast með og vildu prófa uppskriftirnar mínar, það var svo sumarið 2017 þar sem mér var boðið að slást í lið við H Magasín en þar blogga ég undir Heilsuflokknum.

Það helsta eru grófar hafraflögur, chia-fræ, döðlur, möndlur, kasjúhnetur, kókosmjöl, kanill og kakó. Það er alveg magnað hvað ég get gert margar uppskriftir úr þessum hráefnum. Ég má svo ekki gleyma hampolíunni góðu sem hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni! Með ofnæminu mínu fylgir exem eins og kom fram hér að ofan en ég hef verið með exem allt mitt líf. Hampolía gerir undur fyrir húðina en ég tek 1-2 msk hvern morgun og ég finn mikinn mun í húðinni. Hún er ekki jafn þurr en ella og ég næ að halda exeminu í skefjum á náttúrulegan hátt. Þegar húðin mín er sérstaklega þurr t.d. á veturna, þá ber ég hampolíuna beint á húðina en hampolía róar þurra húð og minnkar kláða og hefur reynst mér ótrúlega vel. Svo skemmir ekki fyrir að hampolían er 100% lífræn.

Matur spilar lykilhlutverk í lífi mínu í dag. Mér þykir best að gera matinn minn frá grunni en þá veit ég nákvæmlega hvað er í matnum og engin hætta á að fá ofnæmi. Ég nota vörurnar frá Himneskri Hollustu daglega og ég get alltaf treyst á að vörurnar frá þeim séu 100% lífrænar sem er frábært fyrir ofnæmispésa eins og mig. Það eru þónokkrar vörur frá Himneskri Hollustu sem ég verð alltaf að eiga til á lager í eldhúsinu mínu.

Ég legg áherslu á fjölbreytta og holla fæðu en set mér ekki takmarkanir. Ég leyfi mér alveg pítsusneið og gos með einstaka sinnum en mamma mín segir alltaf við mig „live a little, eat the cake”, sem ég geri. Mataræði snýst bara um að finna sína eigin leið og leyfa sér að njóta. Ég tel að lykillinn að hollu mataræði sé skipulag, tilraunastarfsemi og gott hráefni. Maður verður að gefa sér tíma í undirbúning og ekki gleyma að njóta og hafa gaman.

HIMNESK HALOLTAFLLUSTA 10 0% LÍFRÆN

82


HEIMALÖGUÐ CHIA-SULTA MEÐ JARÐARBERJUM 400 g frosin eða fersk jarðarber ½ dl vatn 3 msk chia-fræ frá Himneskri Hollustu 3 msk döðlusykur frá Himneskri Hollustu 1 msk sítrónusafi

CHIA-GRAUTUR MEÐ KÓKOS 5 msk grófar hafraflögur frá Himneskri Hollustu 2 msk chia-fræ frá Himneskri Hollustu 2 msk kókosmjöl frá Himneskri Hollustu 2 dl af rísmjólk með kókos frá Isola Bio Aðferð Setjið allt hráefni í skál eða krukku. Byrjið á þurrefnum og bætið svo plöntumjólkinni við í lokin. Hrærið öllu vel saman og passið að chia-fræin festist ekki saman. Geymið í kæli í lokuðu íláti í a.m.k. 4 klukkustundir eða yfir nótt og njótið morguninn eftir með ferskum ávöxtum, fræblöndu eða jafnvel heimalagaðri chia-sultu með jarðarberjum eins og ég geri!

Aðferð Setjið jarðarberin í pott ásamt ½ dl af vatni og leyfið því að malla saman í sirka 10 mínútur á miðlungshita. Stappið berin svo niður í mauk og lækkið hitann. Bætið síðan við sítrónusafanum, döðlusykrinum og chia- fræjunum. Hrærið öllu vel saman. Leyfið sultunni að kólna í 20 mínútur. Verið dugleg að smakka hana til og bætið við döðlusykri eða jafnvel hunangi ef sultan er of súr. Þegar þið eruð sátt við sultuna, setjið hana í krukku. Geymið inn í ísskáp í 10-14 daga. Passið að loka krukkunni vel. Þið getið sett sultuna út á grautinn, jógúrtið, brauðið eða jafnvel borðað hana með osti og góðu kexi.

25% AFSLÁTTUR



HOLLUR LESTUR V

Í VERSLUNUM NETTÓ

LÁGKOLVETNALÍFSSTÍLLINN

449 KR

30 DAGAR - LEIÐ TIL BETRI LÍFSSTÍLS

899 KR

Áður: 1.199 kr

Áður: 599 kr

TAKTU TIL Í LÍFI ÞÍNU

25%

899 KR

Áður: 1.199 kr

AFSLÁTTUR

V

BÆTT MELTING - BETRA LÍF

1.649 KR

5:2 MATARÆÐIÐ

1.649 KR

Áður: 2.199 kr

Áður: 2.199 kr

8 VIKNA BLÓÐSYKURKÚRINN

1.649 KR

Áður: 2.199 kr

85


Liðaktín Quatro í Gula miðanum inniheldur sérvalda blöndu bætiefna sem styðja við heilbrigði liða. Blandan hefur um árabil verið eitt vinsælasta liðabætiefnið á Íslandi enda hefur hún hjálpað mörgum að draga úr einkennum liðavandamála og koma í veg fyrir áreynsluáverka. Liðaktín Quatro inniheldur bæði vítamín og fitusýrur sem vinna saman að því að draga úr óþægindum, vegna bæði álags og slits. Meðal innihaldsefna eru kondrotitín, hyaluronsýra, C–vítamín, rósaber og Omega 3 fitusýrur. Saman stuðla þessi efni að framleiðslu kollagens, veita liðunum mikilvæga smurningu, verja þá gegn höggum og álagi og vinna gegn bólgum. Þú finnur Liðaktín Quatro undir merki Gula miðans í apótekum, heilsuvöruverslunum og í heilsuhillum verslana.

Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

25% AFSLÁTTUR


Náttúrulega sætt Það er gott að borða sætt. Við framleiðum því Choco Hazel súkkulaðismyrjuna okkar með náttúrulegum sætuefnum og engum sykri er bætt við. Fullkomið á ristað brauð, pönnukökur og ávexti.

25% AFSLÁTTUR

@GOODGOODBRAND

GOODGOOD.NET

SYKURLAUST! 25% AFSLÁTTUR


1 MÍN SÚKKULAÐIBOLLAKAKA 1 msk hörfræjamjöl (Now) 2 msk möndlumjólk (Isola) ¼-1/2 tsk vanillu stevía ¼ tsk vínsteinslyftiduft 2 msk kakóduft Smá salt 1 egg

HOLLUSTA

HEILSUFÆÐAN KAKÓ Kakóbaunin er sannkölluð ofurfæða og inniheldur fjölda virkra plöntuefna og næringarefna sem hafa jákvæð áhrif á líkamann og heilsu okkar.

Kakóbaunin hefur verið hluti af menningu og mataræði ýmissa þjóða í árþúsundir og er ein vinsælasta fæða heims. Kakóbaunin er talin örva vellíðunarstöðvar í heilanum og auka framleiðslu á endorfíni og ákveðnum gleðiboðefnum sem ýta undir vellíðan. Kakóbaunin innheldur ríkulegt magn af andoxunarefnum sem gera hana að einstakri heilsueflandi fæðu en andoxunarefni eru talin fyrirbyggjandi og verndandi gegn ýmsum lífsstílssjúkdómum. Kakóbaunin ætti því að vera hluti af daglegu mataræði okkar eins og hver önnur fæða úr jurtaríkinu. Ásdís grasalæknir hefur safnað saman sínum uppáhalds súkkulaði uppskriftum í lítinn bækling og eru allar uppskriftirnar ljúffengar, nærandi og bragðgóðar og hollari valkostur þegar gera á vel við sig í bakstri eða sætindum. Allar uppskriftirnar eru þar að auki sykur og hveitilausar og sumar jafnvel mjólkur og glúteinlausar og henta í sumum tilfellum fyrir þá sem eru á lágkolvetna mataræði. Ásdís deilir með okkur tveim ljúffengum uppskriftum úr nýja bæklingnum.

88

Hrærið öllu saman í skál og hellið í eldfast form eða bolla. Hitið í örbylgjuofni í 1 mín (gætuð þurft 20 sek aukalega). Hægt að láta bráðna 1-2 stk 70% súkkulaðibita ofan á ef vill. Þessi kaka hentar fyrir alla og eins þá sem eru á lágkolvetna eða ketó mataræði.

PRÓTEIN ORKUKÚLUR ½ bolli Plant complex protein chocolate mocha frá Now ½ bolli ristaðar kókósflögur 1/3 bolli hlynsíróp Naturata ½ bolli hnetusmjör ½ bolli haframjöl 2 msk kakóduft Setjið allt nema hnetusmjör og hunang og blandið vel saman. Bætið hnetusmjöri og hunangi við og smá vatni ef þarf. Rúllið ca 15 litlar kúlur og geymið í kæli/frysti. Hægt að velta upp úr sesamfræjum, kakódufti, og kókósmjöli. Hægt að nota sykurlaust síróp t.d. Fiber Syrup ef þið viljið hafa uppskriftina sykurlausa. Hægt að nota glúteinlausa hafra fyrir þá sem eru með glúteinóþol og möndlu eða heslihnetusmjör í stað hnetusmjörs ef vill.


EKKI VERA VIT-HIT-LAUS

25% AFSLÁTTUR

HALTU Í HEILSUNA - VIRKNI - RDS AF 8 VÍTAMÍNUM


HOLLUSTA

Lífsstíll Sólveigar - Uppskrift frá Sólveigu Sigurðardóttur

„AF HVERJU EKKI AÐ GEFA BAUNUM SÉNS?“ Þegar ég var í New York á dögunum rambaði ég inn á Pret a Manger. Ég elska að borða á þessum stað í Bretlandi, svo um að gera að prufa í Ameríkunni. Það var rigning og smá kalt þennan dag, því hljómaði heit ljúffeng súpa mjög vel. Linsubaunasúpa varð fyrir valinu hjá mér en dóttirin valdi sér tómatsúpu. Úllala, þessar súpur sko. Ég endaði með að kaupa í þrjá daga í röð sömu gerðina af súpu. Eftir að ég kom heim hef ég verið með þessa linsubaunasúpu á heilanum. Ég bara varð að græja eitthvað svipað. Mæli með að prufa þessa í kuldanum í vetur. Linsubaunasúpa New York style 2 tsk Biona olívuolía 2 bollar smátt skorinn laukur (mér dugði einn laukur) 2 bollar smátt skornar gulrætur 4 rif hvítlaukur marinn 1 tsk kúmen 1 tsk saxaður kóríander 1 tsk túrmerik 1 tsk kanill Sonnentor 1 tsk mulinn svartur pipar 2 grænmetisteningar Kallo 3 kjúklingateningar Kallo 8 bollar vatn (sauð vatnið og setti teningana útí, gott að eiga gott soð í súpuna) 3 bollar smátt skorið blómkál 1 ¾ brúnar linsur. Ég notaði þær frá Sólgæti, þær verða svo mjúkar og góðar. 1 dós tómatar í dós. Biona finnst mér góðir. 2 msk tómat paste Biona 4 bollar smátt skorið spínat 1 sítróna. Skera í báta og kreista yfir súpuna þegar komið er á disk. Kóríander eftir smekk til að strá yfir diskana í lokin.

90

Aðferð Skera niður lauk og gulrætur. Hita olíu í potti og steikja laukinn og gulræturnar. Gott að hafa ekki of mikinn hita á hellunni. Steikja við vægan hita í 10 mínútur. Þá bæta við hvítlauknum og steikja áfram í 1 mínútu. Bæta þá við kryddinu ásamt söxuðu kóríander og leyfa öllu að blandast saman. Bæta þá við soðinu, blómkálinu, linsunum, tómat í dós og paste. Hræra öllu vel saman og ná upp suðunni. Látið malla í um 45 mínútur, hræra öðru hverju í á milli. Bæta við spínati og leyfa öllu að sjóða saman í 5 mínútur í lokin. Þá er súpan tilbúin og má fara á fallegan disk. Bæta svo við söxuðum kóríander og sítrónusafa. Þessi súpa verður betri með hverjum deginum sem líður. Stútfull af hollustu, og af hverju ekki að gefa baunum séns? Njótið, Sólveig Sigurðardóttir @lífsstill_sólveigar


Hvaðan koma kryddin þín

Við hvaða aðstæður eru kryddin þín ræktuð og hreinsuð?

Í ár verða 30 ár frá því að Sigfríð Þórisdó�r, eigandi Po�agaldra, byrjaði að selja fyrstu kryddblöndurnar sínar í Kolapor�nu um helgar. Allt frá upphafi höfum við lagt mikla áhersla á góðan og ábyrgan framleiðanda en Euroma, sem er leiðandi kryddframleiðandi í Evrópu, hefur verið birgir og fyrirmynd Po�agaldra frá upphafi. bragðgæðum upp í eldhússkápinn þinn. Í upphafi skyldi endinn skoða Euroma leggur mikla áherslu á sjálbærni, hreinleika og mannré�ndi. Euroma stuðlar að umhverfisvernd, sjál�ærni og líffræðilegri �ölbreytni við kryddræktunina og aðstoðar bændur við að ná þeim árangri en Euroma stefnir að innan fárra ára verði allir þeirra kryddbændur sjálbærir. Mannré�ndi í fyrirrúmi Euroma hlúir að starfsumhverfi starfsfólks síns og samverkamanna og tryggir að bændur í þriðja heiminum njó� mannré�nda. Ná�úruleg gufuhreinsun Euroma hefur þróað ná�úrulega gufuhreinsun á kryddunum. Einnig er skimað e�ir bakteríum, skordýraeitri og öðrum aðskotsefnum. Kryddin frá Euroma eru hrein ná�úruafurð og engum aukaefnum bæ� við eins og sojaolíum eða efnum �l að bæta bragð, útlit eða lí�íma kryddanna. Engir ofnæmisvakar eru í kryddunum. Þannig tryggir Euroma að þú fáir gæðakrydd með ré�u rakas�gi, besta geymsluþoli og fullkomnum ... Meiri fróðleik má finna á Euroma.com


HOLLUSTA


25% AFSLÁTTUR

VIÐ KYNNUM BOODY ACTIVE ÍÞRÓTTALÍNUNA BOODY ACTIVE LÍNAN ER FRÁBÆR VIÐBÓT VIÐ UNDIRFÖTIN OG SOKKANA. HÁGÆÐA ÍÞRÓTTAFÖT UNNIN ÚR 100% LÍFRÆNUM BAMBUS

EFNIÐ Í BOODY GERIR: ÞÉR GOTT

- Andar og hrindir frá sér vatni - Sveppavörn - Lyktarvörn - Silkimjúkt - Hitatemprandi

HEIMINUM GOTT - Umhverfisvænt - Sjálfbært - Lífrænt ræktað

NÁNAR Á BOODY.IS


25% AFSLÁTTUR

HOLLUSTA

STEVÍA Í STAÐ SYKURS BELGÍSK GÆÐI OG HANDBRAGÐ ALVÖRU HÁGÆÐA SÚKKULAÐI „FAIR TRADE“ VARA

20 G

25% AFSLÁTTUR

85 G

85 G

25% AFSLÁTTUR

BELGÍSKT FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI STOFNAÐ ÁRIÐ 1996 BRAUTRYÐJANDI Í ÞRÓUN Á SÚKKULAÐI SEM INNIHELDUR STEVÍU Bragðgæði sem byggja á þrotlausri vöruþróun Fairtrade merkið undirstrikar samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Mikil áhersla er lögð á “engan viðbættan sykur” í framleiðsluferlinu


FLJÓTLEG & GÓÐ

TÚNFISKSALÖT

TÚNFISKSALAT Á SUÐRÆNA VEGU

1 dós túnfiskur í olíu 70 g kotasæla 10 g jalapeño 10 g svartar ólífur (steinlausar) 10 g spínat Salt og pipar Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með sigti. Setjið jalapeño, ólífur og spínat í matvinnsluvél og vinnið létt saman. Túnfisk, jalapeñoblöndu og kotasælu hrært saman ásamt salti og pipar eftir smekk.

HEFÐBUNDIÐ TÚNFISKSALAT

1 dós túnfiskur í vatni 100 ml sýrður rjómi 18% ½ rauðlaukur, fínt saxaður 1 egg Salt og pipar Aðferð: Harðsjóðið egg og skerið fínt í eggjaskera. Látið vatn renna af túnfisknum í gegnum sigti. Hrærið öllu létt saman ásamt salti og pipar eftir smekk.

MEXICO TÚNFISKSALAT

1 dós túnfiskur í chillisósu 70 g sýrður rjómi 1 avókadó 10 g ferskt kóríander, fínt saxað 10 g ferskt chilli 10 g agave sýróp Aðferð: Látið olíu leka af túnfiski með sigti. Skrælið avókadó og skerið í litla bita. Fínsaxið chilli og bætið í ef þið viljið sterkara salat. Öllu hrært vel saman.

ALLA DAGA SÍÐAN 1952


VALDIR RÉTTIR FRÁ EINN, TVEIR OG ELDA FÁST Í VERSLUNUM NETTÓ - FLJÓTLEGT, HOLLT OG GOTT

LJÚFFENGUR FISKUR Í NETTÓ Rauðsprettuflök Með roði

10%

988

AFSLÁTTUR

KR/KG

ÁÐUR: 1.098 KR/KG

Skinney Ýsubitar 1 kg poki

1.528 ÁÐUR: 1.698 KR/PK

Coop laxabitar 2pk 200g

718

KR/PK

ÁÐUR: 798 KR/PK

KR/PK

Skinney Þorskbitar 1 kg poki

1.438

KR/PK

ÁÐUR: 1.598 KR/PK


HOLLARI VALKOSTUR BRAGÐGÓÐUR & LÁGKOLVETNA PRÓTEIN ÍS

25% AFSLÁTTUR


ÍVAR GUÐMUNDSSON:

HREYFINGIN ER UPPHAF OG ENDIR Á MÖGULEGRI VELLÍÐAN FITNESS

Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, heilsuvöruframleiðandi og einkaþjálfari hefur um árabil verið öflugur talsmaður heilbrigðs lífsstíls og hreyfingar. Hann segir þó meðalhófið í öllu lykilinn að breyttum og bættum lífsstíl – ásamt því að láta sig hafa það í gegnum fyrstu vikuna af strengjum.

HEFÐBUNDINN DAGUR Í LÍFI ÍVARS: Vakna kl. 5.30 Borða 1 banana og tek Pre workout með mér í ræktina og drekk á meðan æfingu stendur. 8.30 borða ég morgunmatinn sem ég talaði um. 11.00 1 ávöxt, appelsínu eða epli en stundum próteinsúkkulaði. 12.30 hádegismatur sem er yfirleitt mikið af grænmeti, kjúklingi eða fiski og hrísgrjónum. 15.00 1 próteinshake/Hámark. 19.00 kvöldmatur. Við erum oft með kjúkling eða fisk heima og þarna er lykillinn að borða sig ekki pakksaddan.

Fá hjartað til að slá hraðar og blóðið Á tímum föstu og annarra heilsubóla hefur 21.00 kvöldsnarl getur verið smá popp, til að renna betur hugmyndin um að morgunmaturinn sé hrískaka eða vínber. „Hreyfing er upphaf og endir á mögulegri mikilvægasta máltíð dagsins átt undir högg vellíðan, það er okkur í blóð borið að að sækja. Hvar stendur þú í hinu stóra Drekk svona 2 til 3 lítra af vatni á dag hreyfa okkur og það sjáum við hjá yngstu morgunverðarmáli? „Ég get allavega ekki og það skiptir miklu máli, fyrir mig börnunum sem vilja alls ekki vera kyrr í sleppt morgunmat og undanfarin fjögur allavega. eina einustu mínútu. Það sem kemur með eða fimm ár hef ég borðað nánast sama hreyfingu er vellíðan bæði fyrir líkama og morgunmatinn sem gefur mér mikla orku inn ekki síður andlegu hliðina,” segir Ívar aðspurður um hvers vegna í daginn, það eru 70 gr haframjöl, 20 rúsínur og helli ½ súkkulaðifólk ætti yfir höfuð að drífa sig fram úr sófanum. Hann segir alla Hámark út á, hræri það upp og læt standa í svona 5 til 7 mínútur og hreyfingu í eðli sínu góða. „En tvennt þarf að hafa í huga og það þá er þetta bara mjúkt og bragðgott, færð ekki hollari morgunmat.” er að finna hreyfingu sem manni finnst skemmtileg, setja sér lítil markmið í hvert skipti og fá hjartað til að slá hraðar og blóðið til Ekki risastór markmið í fyrsta kasti Nú þegar margir eru að koma sér aftur almennilega af stað á nýju að renna betur. Ef þú tekur ekkert á því þá er ávinningur lítill.” ári er mikilvægt að hafa ákveðin atriði á hreinu. Ívar segir eitt Þegar hann er spurður hvort sé mikilvægara, mataræðið eða það mikilvægasta fyrir þá sem eru að fara af stað – jafnvel stíga hreyfingin, vandast málið. „Erfiðasta spurning sem ég hef fengið! sín fyrstu skref í líkamsrækt – að byrja bara strax, ekki veltast Það er ekki hægt að slíta þetta í sundur en ef ég ætti að velja að óþarflega með þetta eða flækja. „Ef þú þarft hjálp skaltu hringja og hafa mataræðið 100% og hreyfa mig ekki eða hafa mataræðið fá aðstoð. Svo er best að byrja með mörg lítil markmið, ekki fara af í rugli og hreyfa mig mikið þá myndi ég velja það seinna frekar,” stað með risamarkmið um að ætla að missa 20 kíló eða eitthvað segir hann og bætir við að fyrir honum sé hinn fullkomni svipað, á kannski þremur mánuðum. Fólk þarf svo að hafa það á fæðuhringur samsettur af próteinum, góðum kolvetnum og bak við eyrað að fyrsta vikan í hreyfingu eða styrktarþjálfun getur góðri omega-fitu. Það sé ekkert sem hann borði alls ekki en hafi einfaldlega verið mjög erfið. Maður fær töluvert af strengjum og þá vissulega hugfast að borða kannski sjaldan það sem hann veit er stóra málið að gefast bara ekki upp,” segir Ívar og undirstrikar fyrir víst að er ekki mjög gott fyrir hann. „Ég passa í hverri viku að það sem hann sagði í upphafi um að sú hreyfing sem við veljum fá mér kjöt, fisk, hrísgrjón og kartöflur og auðvitað grænmeti og okkur verði að vera skemmtileg og að allir geti fundið eitthvað við ávexti. Tek þó fram að ég elska súkkulaði og finnst gott að fá mér sitt hæfi. „Sjálfum finnst mér til dæmis allra skemmtilegast að spila hvítvín. Ég tel að meðalhófið í öllu vera lykillinn að því að breyta fótbolta og auk þess sem líflegar styrktaræfingar, þar sem maður lífsstílnum til hins betra.” vinnur með eigin líkamsþyngd og lóð, koma líka sterkar inn,” segir Ívar sæll að lokum.

98


25% AFSLÁTTUR


GERA HÆGT VEL EN EKKI HRATT OG ILLA

FITNESS

Telma Rut Sigurðardóttir, hóptímakennari í World Class og naglasnyrtisérfræðingur, sló rækilega í gegn á síðasta ári í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Telma er í hörku formi og er dugleg við að sýna frá æfingarútínunni á snapchat rás RVK FIT við miklar vinsældir. Hún hefur alltaf verið á fullu í hreyfingu, byrjaði sjálf að æfa og keppa í samkvæmisdansi sex ára gömul og hefur dansað allar götur síðan. Þegar hún svo lagði keppnisskóna á hilluna, fann hún að hún yrði að finna sér eitthvað á pari við dansinn, sem hún segir gríðarlega krefjandi og reyni bæði á líf og sál. Það er því viðeigandi að fá hana til að setjast í heilsuspurningasæti Nettó. Hvernig kom hópurinn ykkar Rvkfit til? „Ég fór að vinna hjá World Hver eru þín ráð til þeirra sem eru að rífa sig upp úr síðbúna Class því mér fannst spennandi að vinna í heilsusamlegu umhverfi. jólasleninu? „Taka lítil skref í byrjun og setja sér raunhæf Þar kynnist ég stelpum sem höfðu sömu markmið og ég. Það er að markmið. Koma hreyfingunni á fastan stað í stundatöflunni. Finna lifa heilbrigðum lífsstíl án allra öfga. Við byrjuðum að æfa saman hreyfingu sem veitir þér ánægju. Gera það hægt og vel en ekki og fannst gott að hafa hvatningu hver frá annari. Í framhaldinu hratt og illa.” stofnuðum við Rvkfit þar sem við deilum t.d. æfingum sem við förum á, mataræði og bara Hvað með mataræði - vinnurðu eftir öllu því sem okkur dettur í hug í daglegu lífi. Við einhverjum sérstökum línum í því? Er BANANALUMMUR leggjum áherslu á það hversu ólíkar við erum eitthvað sem þú lætur til dæmis bara alls TELMU RUTAR: og hver og einn þarf að finna sinn takt í því ekki inn fyrir þínar varir? „Ég hef aldrei farið 1 egg sem hann er að gera.” eftir einhverju sérstöku mataræði. Ég borða 1/2 banani allan venjulegan mat. Mér finnst mikilvægt Hvers vegna ættum við að stunda líkamsrækt? að borða mat sem gefur mér orku og lætur Hafrar „Líkamsrækt er bæði holl fyrir líkama og sál. mér líða vel líkamlega. Ég borða það sem mig Kanill Við eigum bara einn líkama og þess vegna langar í hverju sinni en reyni að velja hollari skiptir máli að fara vel með hann.” kostinn ef ég hef tækifæri til. Í rauninni er Ég byrja á því að setja eggið í ekki neitt sem ég borða alls ekki. Ég reyni að skál, stappa síðan bananann Hver er þín uppáhalds líkamsrækt og hvers forðast „sveittan” skyndibita og þess háttar og hræri saman við. Set hafra vegna? „Hópþjálfun hefur mér alltaf fundist mat en það er meira vegna þess að hann fer og kanill út í blönduna og hræri skemmtilegust. Hvort sem það er líkamsrækt illa í magann á mér og dregur úr mér orku.” saman með gaffli, þetta gæti ekki eða dans. Hvatning, góður félagsskapur verið einfaldara! Blönduna steiki og „smá” keppni er eitthvað sem hentar Hver er þinn eftirlætis ég svo á pönnu upp úr kókosolíu mér afskaplega vel. Þessa stundina er ég í hversdagsmorgunverður? „Ég hef alltaf átt eða kókosolíu PAM spreyi. hópþjálfun sem ég skráði mig í hjá Jóhanni Þór erfitt með að borða morgunmat snemma. upp í World Class Breiðholti. Ekki má gleyma Ég mæti oft á æfingar kl. 6 á morgnana og dansinum - hann er alltaf í fyrsta sæti.” hef því oft verið í vandræðum með næringu á þessum tíma. Ég er loksins búin að finna drykk sem hentar mér fullkomlega. Hann Hefur þú sjálf alltaf verið öflug í hreyfingu? „Já mjög svo. Ég hef er stútfullur af næringu og fer vel í magann en það er Herbalife æft og keppt í samkvæmisdansi frá því að ég var 6 ára gömul. formula 1 drykkur sem ég fæ mér strax eftir æfingu. Annars elska Eftir að ég hætti keppni fann ég mér bara nýjar leiðir til að hreyfa ég að borða bananalummur með smjöri og miklum osti þegar ég mig. Mér líður best bæði andlega og líkamlega þegar ég hreyfi mig vakna aðeins seinna á morgnana.” reglulega.”

100


VERTU NÁTTÚRUAFL

VILTU VINNA SNJALLÚR OG HEYRNARTÓL? Kauptu Kellogg´s vöru

Taktu mynd af kvittuninni

Sendu okkur myndina á kelloggs@noi.is

Dregið verður 15. febrúar 2019


VÍTAMÍN - NAUÐSYNLEG FÆÐUBÓT

FITNESS

Jakobína Jónsdóttir er einn af eigendum líkamsræktarstöðvarinnar Granda101 og hefur bæði æft og þjálfað CrossFit og ólympískar lyftingar undanfarin ár. Hún hefur keppt á stórum mótum hérlendis og erlendis, meðal annars á Heimsleikunum í CrossFit og á Norðurlandamóti í ólympískum lyftingum. Í fullkomnum heimi myndum við fá öll okkar vítamín úr góðri og næringarríkri fæðu ásamt að taka þau úr náttúrunni, en á þessum mikla hraða og tímaleysi sem við búum mörg við í dag ásamt lítilli dagsbirtu sem og við Íslendingar lifum við eru vítamín nauðsynleg viðbót. Þau vítamín sem ég nota mest frá Now og hef gert undanfarin ár eru D-vítamín, ómega-3, EVE fjölvítamín, Magnesium Citrate (og ZMA), Kalk (Calsium) og B-12. Ég hef notað vörurnar frá NOW undanfarin ár og mæli heilshugar með þeim. Þær eru lausar við öll auka- og uppfylliefni og eru virkilega vandaðar og góðar vörur sem enginn er svikinn af. D- vítamín tek ég inn daglega enda er það nauðsynlegt sérstaklega fyrir okkur Íslendinga sem sjáum sólarljósið ekkert of oft. D-vítamín er mikilvægt vexti og viðhaldi beina og getur komið í veg fyrir beinþynningu. Þá sýna nýlegar rannsóknir að D-vítamín sé mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og sé jafnvel tengt lægri tíðni nokkurra gerða krabbameins. Kalk eða calcium hef ég tekið inn reglulega frá því ég var lítil en það er uppistöðuefni beina og tanna og getur þannig, ásamt

102

D-vítamíninu komið í veg fyrir beinþynningu. Ég hef alltaf neytt mjólkurvara í algjöru lágmarki og því var reglulega lesið yfir mér hve mikilvægt væri að ég tæki inn kalk sem barn. Ég tek það inn í törnum, ekki alla daga. Ég tek einnig inn ómega-3 fitusýrur daglega, fyrir hjartað, æðarnar og miðtaugakerfið og þær eiga líka að vinna gegn bólgum og hjálpa þannig til við að halda liðunum góðum. Þá sýna margar rannsóknir að ómega-3 fitusýrur geti haft góð áhrif á andlega heilsu og líðan. Fjölvítamínið EVE tek ég í törnum en það er hannað sérstaklega fyrir konur og þar er að finna öll helstu vítamín og steinefni sem við þurfum. Þar er líka að finna járn sem er sérstaklega gott fyrir konur sem lyfta mikið. Magnesium Citrate tek ég svo gjarnan fyrir svefninn til að sofna fyrr og sofa betur og það virkar mjög vel fyrir mig. Eftir erfiðar æfingatarnir og einnig þegar ég var ólétt átti ég það stundum til að vakna með sinadrátt en magnesíum hefur komið í veg fyrir hann. B-12 tek ég einnig í törnum þegar ég finn fyrir orkuleysi en B-12 stuðlar að aukinni orku.


Hentar á ketó mataræði Tilvalið í bulletproof kaffi MCT fitusýrur meltast hraðar en venjulegar fitusýrur og gefa því skjótfengna orku MCT fitusýrur eru góðar fyrir þyngdarstjórnun og auka grunnbrennsluna MCT olíur eru seðjandi og minnka því hungurtilfinningu

25% AFSLÁTTUR

ORKUSKOT Í AMSTRI DAGSINS


FITNESS

NÆRINGARRÍKUR MORGUNVERÐUR Indíana Nanna Jóhannsdóttir hóptímaþjálfari hjá World Class og matgæðingur deilir með okkur næringarríkri Acai skál. Þessi skál er alveg ótrúlega fersk en berjabragðið af Acai duftinu, frosnu ávöxtunum og vanillubragðið af próteininu tónar vel saman.

Skál fyrir 2 Möndlumjólk. (Ég nota sykurlausa frá IsolaBio) Einn banani (frosinn eða ferskur) Handfylli frosin jarðarber Handfylli frosin bláber 1 skeið plöntuprótein með vanillubragði frá NOW 2 msk z v z duft frá NOW Ofan á Hampfræ frá Himneskri hollustu Heimagert múslí (sjá uppskrift) Gott er að setja fyrst möndlumjólkina og ef þið eruð með ferskan banana að setja hann með. Þá er líka hægt að setja allt í blandarann, setja hann af stað í stutta stund og leyfa þessu síðan að standa aðeins, þá þiðna ávextirnir örlítið og auðveldara verður að blanda öllu saman. Ef þið eruð með kröftuga græju þá bara blandið þið þessu öllu saman strax.

Heimagert múslí Möndlur frá Himneskri hollustu Kasjúhnetur frá Himneskri hollustu Kókosflögur frá Himneskri hollustu Kanill frá Himneskri Hollustu Vanilludropar Salt á hnífsoddi Kókosolía frá Himneskri hollustu Möndlumjólk frá Isola bio Ofan á skálinni eru hampfræ frá Himneskri Hollustu og heimalagað, stökkt múslí sem ég bakaði í ofni. Í því eru m.a. möndlur, kasjúhnetur, kókosflögur, kanill, vanilludropar, smá salt, kókosolía og smá möndlumjólk. Öllu blandað saman í skál og síðan sett á plötu sem er bökuð í 160 gráðu heitum ofni þar til það er orðið dökkbrúnt og stökkt. Vanillu plöntupróteinið er líklegast uppáhalds varan mín frá NOW en ég hef notað próteinið núna í um eitt og hálft ár. Acai duftið er kærkomin viðbót til að nota í þeytinga eða smoothieskálar.


25% AFSLÁTTUR

TREFJARÍK PRÓTEINSTYKKI FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR.


BÆTIEFNI FYRIR

ÍÞRÓTTAFÓLK FITNESS

Arnór Sveinn bætiefnasérfræðingur og heilsugúru fer yfir nýjustu gæðastimplana hjá NOW. Hann er menntaður heimspekingur og viðskiptafræðingur en hann brennir fyrir allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Hann stundar íþróttir af krafti, nánar tiltekið fótbolta og er annar þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn. Það má segja að bætiefni séu ákveðin sérgrein hjá Arnóri sem hefur kafað ofan í þann geira undanfarin ár.

106


NÝTT Ú T L I T Á SPOR

TVÖRULÍNUNNI

NOW leggur mikla áherslu á gæði í sínu framleiðsluferli og að allt sé gert með heilindum fyrir íþróttafólk sem tekur þeirra vörur. Allir sem taka NOW fæðubótarefni geta verið vissir um að það sem stendur í innihaldslýsingu er raunverulegt innihald vörunnar. Að vera íþróttamaður í viðurkenndri íþrótt krefst mikillar ábyrgðar. Þeir sem stunda íþróttir undir merkjum ÍSÍ þurfa að standast lyfjapróf og fara eftir þeim reglum sem Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, setur. Íþróttafólkið ber 100% ábyrgð á öllu því sem finnst í sýni þeirra. Þetta getur verið flókið, því sá möguleiki er fyrir hendi að íþróttamaðurinn taki inn ólögleg efni án sinnar vitundar og falli því á lyfjaprófi. Þetta getur gerst ef fæðubótaefni sem íþróttamaður tekur er mengað eða óhreint því það inniheldur ólögleg snefilefni úr fyrri framleiðslulotu sem framleidd var í sömu vél. Slík efni koma ekki fram í innihaldslýsingu tiltekinnar vöru og getur gerst hjá framleiðendum þar sem gæðaeftirlit í framleiðslunni er ábótavant og vélar eru ekki hreinsaðar nægjanlega vel. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga þegar bætiefni eru valin. Þau eru oft framleidd í verksmiðjum með litlu eftirliti og getur því raunverulegt innihald stangast á við innihaldslýsingu. Bætiefnaframleiðendur reyna með mismunandi hætti að auka trúverðugleika sinn. Til eru ýmis fyrirtæki og samtök sem votta framleiðsluferli til að tryggja gæði innihaldsins. LGC er dæmi um slíkt fyrirtæki og er eitt það allra virtasta sinnar tegundar sem sérhæfir sig í rannsóknarvinnu m.a. á matvælum og bætiefnum. Þau gefa bætiefnafyrirtækjum tvo stimpla, “Informed Choice” og “Informed Sports”, standist þau stranga gæðastaðla um hreinleika og að vörur innihaldi engin efni á bannlista WADA.

Til þess að hljóta „Informed Sports” stimpilinn þarf hver og einn framleiðsluskammtur (lotunúmer) tiltekinnar vöru að standast gæðakröfurnar. „Informed Choice” er með sömu gæðakröfur, en til að hljóta þann stimpil þarf varan að standast fjögur handahófskennd próf þar sem hún er tekin úr hillu í verslun. Þessar ítarlegu prófanir gera það nánast ómögulegt fyrir vörur með báða stimplana að innihalda eitthvað sem ekki á að vera þar. Öll starfsemi NOW miðar að gæðum í framleiðsluferlinu. Þeir gera fjöldann allan af rannsóknum á sínum eigin bætiefnum og fjárfesta gríðarlega mikið í vísindabúnaði og starfsfólki til þess að geta framkvæmt eigin prófanir í sínum húsakynnum. Til að auka trúverðugleika sinn enn frekar starfar NOW með virtum utanaðkomandi fyrirtækjum eins og LGC, svo ekkert fari á milli mála. Veldu vörur merktar „Informed Choice” og „Informed Sports” og þú veist hvað þú færð.

107


25% AFSLÁTTUR

GET UP AND ENGINN SYKUR ENGIN GERVIEFNI

15%

AFSLÁTTUR NÁTTÚRULEGT KOFFÍN (105 MG)

FULLT AF VÍTAMÍNUM OG STEINEFNUM


FÁÐU ÞÉR ORKU SEM ENDIST TVEIR BITAR Í PAKKNINGU NÆR ENGINN SYKUR

25% AFSLÁTTUR

PRÓTEINRÍKT


VELDU ÞÍNA LÍNU


LÁTTU ORKUDRYKKINN ÞINN

GERA EITTHVAÐ GAGN..


20% AFSLÁTTUR

-

-

KRÍLIN

-

-

/EllasKitchenIsland @ellaskitchenisland

-


ÄNGLAMARK 25% AFSLÁTTUR

LÍFRÆNN BARNAMATUR 100% ÁVEXTIR ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR

Lífrænt

IC ECOLAB RD

EL

NO

ÁN OFNÆMISVAL DANDI EFNA ÁN EFNA SEM HA FA ÁHRIF HORMÓNASTARF SSEMI UMHVERFISVÆN T ÁN LITAR- OG ILM EFNA

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


ALGJÖR ÓÞARFI AÐ PÍNA MAT OFAN Í BÖRNIN KRÍLIN

Fjóla Signý Hannesdóttir er afrekskona í frjálsum íþróttum og móðir sautján mánaða gamallar stúlku. Hún veit vel hvað klukkan slær þegar kemur að næringu, bæði fullorðinna og hinna yngri. Fjóla er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að pína ekkert ofan í börnin og umfram annað, vera góðar fyrirmyndir sjálf þegar kemur að því að velja matinn okkar. Börnin læri jú það sem fyrir þeim er haft. „Allir hafa sína skoðun á mataræði og langar mig til þess að deila með ykkur minni skoðun. Mér finnst vera mikil ábyrgð á foreldrum þegar komið er að því hvernig börnin þeirra borða. Ég las mig til um fjölbreytta fæðu og hvað börn mættu að borða og hvenær. Það eru alls ekki allir sammála í þessu eins og svo mörgu öðru. Í dag er talað um að börn megi strax byrja að borða nánast hvað sem er, bara ekki sterkan mat og það sé vel eldað. Það þarf þó alltaf að fara rólega í að smakka eitthvað nýtt og ekki smakka margt nýtt í einu. Fyrst þurfa þau líka að fá allt maukað/stappað til að auðvelda meltinguna,” segir Fjóla.

Best að hlusta á innsæið Hún segir mikilvægt fyrir foreldra að fylgja innsæinu hverju sinni, hvað þeim finnist rétt að gefa barninu. En mikilvægast sé þó að hafa fjölbreytni í mataræði í brennidepli: „Mér finnst skipta máli fyrir mína stelpu að hún kynnist fjölbreyttu fæði og sleppi hvítum sykri. Ég fór eftir tilmælum landlæknis með að hún yrði eingöngu á brjósti til 6 mánaða enda var hún líka algjör bolla og þurfti ekki meira. Hún smakkaði því mat rúmlega 6 mánaða og þá byrjaði ég að gefa henni Hollet Millet barnagraut blandaðan saman við brjóstamjólk. Þegar ég átti ekki til brjóstamjólk fékk hún Oatly hafrarjóma/mjólk. Ég fór fljótlega að stappa avakadó í grautinn. Hún borðar avakadó nánast

NOKKUR RÁÐ FJÓLU FYRIR FORELDRA UNGRA BARNA: • Prófa mismunandi mat og samsetningu. Prófa sig áfram með hlutföllin.

heimagert mauk og smoothie í eftir þörfum.

• Best að prófa nýjan mat snemma dags eða um hádegi, til að sjá hvernig maturinn fer í barnið. Ef barnið borðar lítið fyrir svefninn er hætt við að það hafi áhrif um nóttina.

• Frosið mangó eða banani í fæðusnuð getur bjargað miklu þegar börn taka tennur og eru með hita.

• Borða alltaf góða máltíð fyrir svefninn svo þau vakni síður. Einnig gott að eiga alltaf klára „skvísu“ til að grípa í ef hungrið kallar um miðja nótt. • Fjölnota „skvísur“ sem hægt er að setja

114

• Finndu eitthvað sem barnið þitt elskar, eins og mín hefur elskað perumauk, og bættu við mat sem barnið er ekki endilega hrifið af. • Fyrir hægðatregðu, sem fylgir því að byrja að borða fasta fæðu, fannst mér virka vel fyrir mína að gefa henni

sveskjumauk, perumauk og hörfræolíu. • Smoothie er frábært sérstaklega í veikindum þegar illa gengur að fá börnin til að borða. Passa að hafa hann ekki of kaldan eða frosinn, þá drekka þau yfirleitt minna. • Gott að gefa kókosvatn í veikindum. Fullt af næringu og spennandi að drekka með röri. • Þægilegt að eiga stundum tilbúin mat fyrir börnin eins og „skvísur“ - bæði ávaxta eða kvöldverðar.


daglega. Hún fær einnig daglega D-vítamíndropa frá Animal og Biona Hempolíu og Hörfræolíu . Hún fær engar mjólkurvörur nema smá ost og smjör stundum. Hún fékk ekkert sem innihélt mjólk fyrr en hún var að verða 1 árs. Mjólkurvörur fara illa í mig og hún er því að borða svipaða fæðu og ég.” Ekki gott að skapa neikvæða upplifun í að smakka mat Aðspurð að því hvort hún hafi sjálf verið alin upp við slíkt mataræði og geti þ.a.l. stuðst við það, segir hún svo ekki vera. „Mér fannst ég ekki geta farið eftir því hvernig ég borðaði þegar ég var lítil þar sem bæði þekking og fæðuúrval hafa breyst mikið. Ég var mjög matvönd fram eftir öllu, borðaði aðeins hafragraut, brauð og stappaðar „ÞAÐ VORU ALDREI TIL kartöflur með smjöri fyrstu ÁVEXTIR EÐA GRÆNMETI 4 árin. Kartöflur er eitt af því versta sem stelpan mín fær. Ég HEIMA HJÁ MÉR Í UPPVEXTINUM, NEMA ÞÁ borðaði alls ekki kjöt, sem þótti ekki gott því ég er alin upp á KARTÖFLUR OG RÓFUR, sveitabæ og þar var nánast alltaf EN STELPAN MÍN BORÐAR kjöt í matinn. Ég vandist kjötinu þó ég hafi aldrei verið mikil MIKIÐ AF ÁVÖXTUM kjötæta. Stelpan mín vill heldur OG GÆTI BORÐAÐ ekki borða kjöt nema hvítan ENDALAUST AF ÞEIM.” fisk og kannski smá kjúkling. Mér finnst það líka fullkomlega eðlilegt þar sem þessar kjötvörur eru auðveldari í meltingu. Mér finnst algjör óþarfi að pína mat ofan í börnin. Frekar fá þau til að smakka og ef þau vilja ekki meira þá er það í lagi. Ekki gott að það verði neikvæð upplifun að smakka mat.”

HÉR KOMA NOKKRAR UPPÁHALDS UPPSKRIFTIR HJÁ STELPUNNI MINNI: Hugmyndir að góðum mauk-samsetningum: • Pera og sveskjur • Gulrætur, pera • Gulrætur, sveskja, rófur • Brokkólí, rófur, sveskjur • Blómkál, pera, gulrætur Hugmyndir að góðum smoothie-drykkjum: • Avakadó, epli (ekki með hýði), mangó, vatn • Banani, fersk piparmynta, epli (ekki með hýði), jarðarber, vatn • Avakadó, epli, mangó, vatn • Avakadó, banani, epli, piparmynta • Avakadó, bláber, kókosvatn, mangó

Gott að gufusjóða grænmetið og geyma í frysti „Það voru aldrei til ávextir eða grænmeti heima hjá mér í uppvextinum, nema þá kartöflur og rófur, en stelpan mín borðar mikið af ávöxtum og gæti borðað endalaust af þeim. En ég reyni að hafa eins mikið grænmeti með og hægt er. Passa þarf að gufusjóða grænmetið þangað til að þau eru tilbúin að borða óeldað grænmeti. Hún byrjaði snemma að borða gúrku í fæðusnuð/net og elskar enn að fá gúrkubita til að tína upp í sig,” segir Fjóla. Hún segir einfaldleikann oft bestan, en sjálf hafi hún verið með allskonar flottar uppskriftir á takteinunum en um leið og hún hafi nostrað um of við matinn var eins og litli matgæðingurinn vildi ekki sjá hann. „Ég þurfti því bara að prófa mig mikið áfram með hvaða samsetningu ég vildi. Ég gufusauð grænmeti og frysti svo í Sistema-klakaboxi sem ég tók út eftir þörfum. Flest entist í 2 mánuði í loftþéttum umbúðum í frysti. Mikill munur að þurfa ekki að eyða alltaf miklum tíma í að sjóða grænmetið og græja matinn. Á kvöldin tók ég svo út teninga, setti í Sistema-box inn í ísskáp þar sem það þiðnaði yfir nóttina.”

• Chia-grautur, chia-fræ látin liggja í vatni, hafrarjóma bætt við og settir ávextir saman við - hægt að mauka í blandara þegar þau eru nýbyrjuð að borða

Fjóla bendir á að fyrir henni skipti miklu að velja sem hreinasta fæðu fyrir stúlkuna og helst alltaf lífræna. Þá sé líka stórt atriði að foreldrar séu meðvitaðir um að þeir séu fyrirmyndir í fæðuvali. „Ég vil ekki að hún sé að borða unnar vörur sem innihalda fullt af aukaefnum. Lífrænar vörur eru að mínu mati yfirleitt bragðbetri og ferskari. Svo finnst mér skipta sköpum að foreldrar hafi í huga að ef barnið þitt er að biðja um það sem þú ert að borða og það er ekki nógu hollt eða gott að gæðum fyrir barnið þitt, er það góð áminning að þú ættir kannski ekki heldur að vera borða þetta,” segir hún að lokum.

• Banani

Nestishugmyndir fyrir litla kroppa á ferðinni: Sistema-boxin eru snilld fyrir ávaxtabita • Skera niður vínber • Amasin qinoa kex (subbast ekki allt út) • Cheerios og rúsínur • Smoothie • Hafraklattar • Gúrkubitar • Harðsoðið egg (mín byrjaði að borða mikið af eggjum strax um 8 mán) • Vitabio „skvísur“

115


Ljúffengar máltíðir fyrir þau litlu Lífræn vottun Allt hráefni ræktað án notkunar meindýraeiturs

KRÍLIN

Sérhver HiPP lífræn uppskrift fer í gegnum 260 gæðaprófanir

25% AFSLÁTTUR


25% AFSLÁTTUR

NDI GOTT KRA KKASNAKK BRAKA

20% AFSLÁTTUR

VITABIO SKVÍSUR ÚR

100% LÍFRÆNUM ÁVÖXTUM


FRÁBÆR NÝJUNG Í NETTÓ! Með Easy Bacon og Easy Poach Eggs örbylgjubökkunum er hægt að útbúa fullkomlega stökkt beikon og hleypt egg í örbylgjuofninum án mikillar fyrirhafnar og með eggjakökuboxinu verður eggjakökugerðin leikur einn.

899

Egg Poacher

Easy Bacon örbylgjubakki

Eggjakökubox

2.499

KR PK

2.499

KR PK

KR PK

565 ml

900 ml

Jógúrtbox með loki 2 pk 150 ml

1.129

Súpuskál með loki 900 ml

1.129

KR PK

KR STK

Súpuskál með loki 565 ml

898

KR STK

Grautarbox 850 ml

1.299

KR STK

Súpuskál með loki 656 ml

999

KR STK

Tvískipt morgunverðarbox 530 ml

999

KR STK

Nestisbox 2L

1.299

Plastbox 6 pk

2.698 118

KR PK

KR STK


SKIPULAGÐUR SNÆÐINGUR ER LYKILLINN AÐ ÁRANGRI Hristibrúsi 700 ml

1.199

KR STK

Tritan Active 800 ml

1.469

KR STK

Trio 480 ml

1.299

KR STK

Trio 580 ml

1.499

KR STK

Trio 700 ml

1.699

KR STK

Hourglass 645 ml

999

KR STK

Square 725 ml

Davina 700 ml

999

899

KR STK

KR STK

Square 475 ml

676

KR STK

Salatbox með hnífapörum og sósuboxi 1,1 L

1.239

KR STK

Salatbox 1,63 L

1.799

KR STK

BRAKANDI FERSKT MEÐ FRESH WORKS

Fresh works box 1,5 L

1.469

KR PK

Með Fresh works boxunum frá Sistema haldast ávextir og grænmeti ferskt í mun lengri tíma í ísskápnum. Haltu kálinu brakandi fersku með nýju Fresh works boxunum.

Fresh works box 2,6 L

1.999 Nestisbox bento 1,65 L

1.799

KR STK

KR STK

Fresh works box 1,9 L

1.899

KR STK

119


STAÐALBÚNAÐUR Í RÆKTINA!

60%

30%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Addison vatnsbrúsi 1L 2pk

Maru sportsokkar 3pk

559 ÁÐUR: 798 KR

1.399

KR

ÁÐUR: 3.498 KR

KR

20% AFSLÁTTUR

Hreinsiefnalínan Ecozone er loksins komin til Íslands.

ÞVOTTA- OG UPPÞVOTTAVÉLA HREINSIR (6 SKIPTI).

ÞVOTTAEFNI 2 L NON BIO 50 ÞVOTTAR

HÁREYÐIR 250 ML NIÐURFALLS. 2 SKIPTI.

Áður: 699 kr

Áður: 1.699 kr

Áður: 1.199 kr

559 KR

1.359 KR

959 KR

Ecozone er græn! Ecozone er náttúruvæn!

BLETTABANI 135 ML.

HREINSIPRIK NIÐURFALLS 12 STK.

SPREY FYRIR GLER 3 IN 1. 500 ML.

3 í 1 ÞRIFSPREY ALHLIÐA 500 ML.

Áður: 569 kr

Áður: 719 kr

Áður: 546 kr

Áður: 549 kr

455 KR

575 KR

437 KR

439 KR


ÚRVAL RAFTÆKJA Í VERSLUNUM NETTÓ

40%

35%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

40% AFSLÁTTUR

OBH Baðvog

4.197

KR

ÁÐUR: 6.995 KR

30% OBH Hrísgrjónapottur

5.597

AFSLÁTTUR

OBH Töfrasproti SlimMix 500W

3.247

KR

ÁÐUR: 7.995 KR

ÁÐUR: 3.995 KR

4.197

KR

ÁÐUR: 6.995 KR

5.497

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Medisana Nuddtæki f. axlir og háls

Medisana Blóðþrýstingsmælir

ÁÐUR: 3.495 KR

KR

50%

45% AFSLÁTTUR

KR

2.797

OBH Smoothie blandari Twister

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

2.272

ÁÐUR: 4.995 KR

AFSLÁTTUR

40%

35% Medisana Yoga motta

KR

30%

OBH Eggjasuðutæki

6.498

KR

ÁÐUR: 9.995 KR

KR

ÁÐUR: 12.995 KR

Medisana Hitapúði fyrir háls og bak

4.197

KR

ÁÐUR: 6.995KR

Medisana Hitaundirteppi

3.297

KR

ÁÐUR: 5.495 KR

15% AFSLÁTTUR

35%

35% AFSLÁTTUR

Medisana Nuddpúði

5.197

ÁÐUR: 7.995 KR

3.247

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Melissa 3 in 1 samlokugrill

KR

35%

40%

AFSLÁTTUR

Melissa 1.0L ketill - grár

1.497

KR

ÁÐUR: 4.995 KR

35%

35%

AFSLÁTTUR

Kitchenaid Blandari - svartur

Wilfa Blandari - 1.400W

KR

ÁÐUR: 2.495 KR

14.446

KR

ÁÐUR: 16.995 KR

21.447

KR

ÁÐUR: 32.995 KR

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

OBH Blandari Power Rocket

14.947

KR

ÁÐUR: 22.995 KR

OBH Blandari Style Inox

7.147

KR

ÁÐUR: 10.995 KR

SodaStream Genesis Megapack - hvítt

9.746

KR

ÁÐUR: 12.995 KR

SodaStream Genesis Megapack - grátt

9.746

KR

ÁÐUR: 12.995 KR 121


ALLT

Í ELDHÚSIÐ

FRÁ MAKU Vatnskanna

1.998 kr

Vatnsglös 3pk 649

Eggjaskeri

kr

1.498 kr

Bretti með svörtum bekk, 2 gerðir

1.898 kr

3pk hnífar með viðarhandfangi

1.698 kr

Rifjárn

Vog

798 kr

Grillpanna

2.298 kr

5.798 kr

Pottur 3L

Gufugrind fyrir grænmeti

898 kr

Laukchopper

698 kr

Pottur 1.96L

6.298 kr

5.829 kr

Panna 3.3L

6.998 kr

Keramikpottur 4L

6.998 kr


ÄNGLAMARK 25% AFSLÁTTUR

IC ECOLAB RD

EL

NO

I EFNA ÁN OFNÆMISVALDAND RIF ÁN EFNA SEM HAFA ÁH HORMÓNASTARFSSEMI UMHVERFISVÆNT ÁN LITAR- OG ILMEFNA

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 123


krónur í afslætti af vörum sem merktar voru með m okkar og hefðu annars getað endað í ruslinu.

ó fyrstu lágvöruverðs-vefverslunina á Íslandi. Við – við pökkum fyrir Íslendingum sem loksins gátu t í matinn á netinu. Hugmyndin er vissulega klassísk valmöguleikanum um að viðskiptavinir geta náð únar á einum stað á þeim tíma sem þeim hentar. þínar klárar í pokunum þegar þér hentar. Til að í Mjódd eini afhendingarstaðurinn okkar en við ega fyrir áhuga viðskiptavina um allt land.

ÞÚ ÁTT VALIÐ! Sóum einfaldlega minna með Nettó

msé ekki á sér standa - enda er stærsta snilldin við itt tímasparnaður. Þúlítil getur með notað tímann Oft veltir þúfaþar þungu hlassi – hugsum vel um Nettó hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að leggja sitt á vogarkyldu, vini, áhugamál o.s.frv. Það sem raunverulega þegar kemur að umhverfisvernd. Við viljum sífellt bæta okkur sjálf og gleymum ekkiskálarnar umhverfinu.

Og vegna þess að við erum upptekin af að bæta okk við byrjað nýtt ár með að prófa okkur áfram og afh pantanir sem berast í gegnum vefverslunina, í fjölno skiptavinum að kostnaðarlausu og munum nýta janú

UMHVERFIÐ

okkur út frá umhverfislegu sjónarmiði og haga verklagi í takt við það. Það hefur verið gert með ýmsum hætti. Svo sem með því að halda og Minni sóun, sérstökustaldra fjölnota poka DiskóFyrri heilsudagar ársins eru gengnirverkefnum í garð meðeins tilheyrandi gleði stutt viðátaki, og fljúga hreinlega út. Viðskiptavinir okkar eru súpunni, strandhreinsunum og fleiru á lofti. Aðalatriðið í þessu öllu er að við finnum hvernig við í öllum okkar verslunum vítt og breitt um landið – og hvergi er sammála um að það borgi sig að hugsa umhverfisvænt. bregðast við. Þeir vilja spara á öllum vígstöðvum. Vi slegið slöku við. Starfsfólkið okkar er í sérstökum gír, reiðubúið að sem við settum lok á allar okkar Árið 2017 markaði tímamót þar og selt 160.000 fjölnotapoka undanfarin ár og sala p frystikistur sem skilar okkur 40% orkusparnaði á ári. Sömu höfum dregist saman umsést 20%.langar Það er stórkostlegt gleðiefn leiðbeina og hjálpa þér að velja betur. Það er nefnilega allsleiðis ekkert að þessum vörum – það við verið að gera tilraunir með LED lýsingu í verslunum okkar sem leiðir til dæmis við hátíðleg tilefni líkt og þegar við skenkjum árlegu við vonumst til að skili okkur öðrum 40% í orkusparnað á ári. Hvert Eftirspurnin eftir Minni sóun merktum vörum hefur Af hverju stöndum við fyrir heilsudögum tvisvar ári?mikilvægt Svarið og allt hefurdiskósúpuna á Menningarnótt og á Hvað Ljósanótt. hverju gerumJú að viðskiptavinir okk einasta atriðiá er áhrif á umhverfi okkar. segir Áþetta alltári okkur? „sóa tæmast sífellt minna“ vegferðina með okkur og við tv er einfalt: Við setjum heilsuna í algjöran forgang og ástæðan við meira magn er árið á undan en íalltaf súpupottarnir Við höfum lagt ríka áherslu á að henda sem allra minnstu úr að finna það. Hvort sem það er plastið, verðið eða t er sú að viðskiptavinir okkar vilja gera það líka. Þeir velja að jafn hratt. Fólki hlýnar nefnilega bókstaflega að innan við svona verslunum okkar. Hvort sem það er pappi sem fellur til eða vörur öll minni sóun. hugsa um heilsuna, vita hversu dýrmæt mataræði er súpusmakk! sem hún þarfer. aðGott farga. Höldum áfram að vinna saman að minni sóun – grundvallaratriði vilji fólk að því líði vel, það vita flestir og reyna að Við seljum vörur á afslætti sem fer hækkandi eftir því sem líftími fyrir okkur og umhverfið. passa upp á. En það eitt og sér er ekki nóg, því erum við að verða Þarftu annan plastpoka? varanna styttist. Síðasti söludagur er nefnilega enginn dauðadómur meðvitaðri um aðra áhrifavalda, semoggeta dregið úr lífsgæðum okkarútlitskröfur Svo ererþað Plastnoktun á heimsvísu er stórkostlegt grænmeti sem ekki uppfyllir þaðplastið. ekki heldur. Gunnar Egill Sigurðsson Við viljum allt og kaupa í Við dagerum - notasífellt í dag.að verðaframkvæmdastjóri verslunarsviðs og það sem meira er, komandi kynslóða: Áhrifinnýta semþetta við erum aðmælum með: vandamál. meðvitaðri um áhrif plastsins á Samkaupa.

hafa á jörðina okkar með því að henda. Hvort sem er plasti eða mat. lífríki sjávar og þ.a.l. allt lífríkið. Við okkur blasa tölur sem segja að Það er ekki einungis heppilegt fyrir umhverfið okkar heldur er um samkvæmt landsáætlun 2013-2024, gert ráð fyrir að heildarmagn hreina kjarabótSóum fyrir viðskiptavini okkar að ræða. Árið 2017 veittum einfaldlega minna með séNettó við yfir 171.000.000 vörum semhér merktar Ætlarðu að henda fullum innkaupapoka í ruslið? krónur í afslætti afplastpoka á landivoru nemimeð um 70 milljónum. Sem þýðir að hver Minni sóun miðanum okkar og hefðu annars getað endað í ruslinu. Sjáðu fyrir þér þrjá stútfulla innkaupapoka. Girnilegar sem Íslendingur að- nota umþess 200að viðplastpoka um Nettómatvörur hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að leggja sitt er á vogar Og vegna erum upptekin ári af aðog bætahvað okkur, þáverður höfum skálarnar þegar kemur að umhverfisvernd. Við viljum sífellt bæta við byrjað nýtt ár með að prófa okkur áfram og afhendum nú allar vitaskuld kosta pening. Sjáðu nú aftur fyriropnaði þér að Nettó einn þessa poka, búið erVið aðberast ferja vörur heim íog nota kannski einu okkur útþessara frá umhverfislegu sjónarmiði og haga verklagi í takt þegar við á Íslandi. pantanir sem í gegnum vefverslunina, fjölnotapokum. ViðÍ haust fyrstu lágvöruverðs-vefverslunina það. Það hefur verið gert með ýmsum hætti. Svo sem með því að halda skiptavinum að kostnaðarlausu og munum nýta janúar í það verkefni. kynntum þú pikkar – við pökkum sem loksins gátu verkefnum eins og Minni sóun, fyrir sérstökuÍslendingum fjölnotapoka átaki, Diskópoka fari beinustu leið í ruslið við heimkomu. Óásættanlegt? Svo sinni í ruslatunnuna? Þú veist sennilega svarið. súpunni, strandhreinsunum og fleiru á lofti. Aðalatriðið í þessu öllu er að við finnum hvernig viðskiptavinir farið að versla ódýrt í matinn á netinu. Hugmyndin er vissulega klassísk bregðast við. Þeir vilja spara á öllum vígstöðvum. Við höfum alls gefið sannarlega en engu að síður staðreynd. Að meðaltali fer einn af 2017 markaði tímamót þar sem við settum lok á allar okkar og selt 160.000 fjölnotapoka undanfarin ár og sala plastpoka hefur en við bættum Árið við valmöguleikanum um að viðskiptavinir geta náð frystikistur sem skilar okkur 40% orkusparnaði á ári. Sömuleiðis höfum dregist saman um 20%. Það er stórkostlegt gleðiefni. hverjum þremur pokum beint í ruslið. Við þurfum öllviðtilbúnar að vinnur stöðugt breytingum og betrumbótum. Við hvetjum veriðsameinast að geraátilraunir með stað LED lýsingu í verslunum okkarsem sem í vörurnar sínar, einum áNettó þeim tíma þeim að hentar. við vonumst til að skili okkur öðrum 40% í orkusparnað á ári. Hvert Eftirspurnin eftir Minni sóun merktum vörum hefur aldrei verið meiri. grípur vörurnar klárar og í pokunum þérokkar hentar. Tilsegir aðþetta til atriði er mikilvægt allt hefur áhrif á þegar umhverfi okkar. Hvað allt okkur? Jú að viðskiptavinir okkar eru tilbúnir um að sporna við þessu. Nettó hefurÞúundanfarin áreinasta lagtþínar mikinn viðskiptavini eindregið að nota fjölnotapokana frekar en að í „sóa sífellt minna“ vegferðina með okkur og við tvíeflumst við byrja með er Nettó í Mjódd eini afhendingar staðurinn okkar en við Við höfum lagt ríka áherslu á að henda sem allra minnstu úr að finna það. Hvort sem það er plastið, verðið eða tíminn – við viljum hvetjum þunga í að taka virkan þátt í baráttunni gegn matarsóun með kaupa plastpoka í hvert skipti sem verslað er inn. Jafnframt verslunum okkar. Hvort sem það er pappi sem fellur til eða vörur öll minni sóun. finnum svo sannarlega fyrir áhuga viðskiptavina um allt land. sem þarf að farga. átakinu Minni sóun. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þann við líka til þess að fólk noti þá plastpoka sem þegar eru til heima, Höldum áfram að vinna saman að minni sóun – Við seljum vörur á afslætti sem fer hækkandi eftir því sem líftími okkur og umhverfið. Viðbrögðin létu sumsé ekki sér standa - enda stærsta viðsem segir að þú getir ekki notað sama valkost að kaupa vörur sem þykja ekki útlitslega nógu góðar eðaá söludagur aftur og er aftur. Þaðsnilldin erfyrirekkert varanna styttist. Síðasti er nefnilega enginn dauðadómur og grænmeti sem ekki uppfyllir útlitskröfur er það ekki heldur. Gunnar Egill Sigurðsson netverslunina einmitt tíma sparnaður. Þú getur þar með notað tímann Við viljum nýta þetta allt og mælum með: kaupa í dag nota í dag. framkvæmdastjóri farnar að nálgast síðasta söludag, áþinn góðum afslætti. Þú getur fengið plastpokann mörgum sinnum. verslunarsviðs Samkaupa. í annað - fjölskyldu, vini, áhugamál o.s.frv. Það sem raunverulega Það er ekki einungis heppilegt fyrir umhverfið okkar heldur er um fullkomlega góðaþví vöru með máli. því að hugsa – að kaupa í Með að- 70% skilaódýrari bæklingnum, eftirkjarabót heilsudögum lýkur, aftur í næstu Nettóverslun skiptir hreina fyrir viðskiptavini okkar að ræða. Árið 2017 veittum við yfir 171.000.000 krónur í afslætti af vörum sem merktar voru með dag – borða í dag. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Vörurnar Rétt eins og með heilsuátakið Minni sóun miðanum okkar og hefðu annars getað endað í ruslinu. ábyrgjumst við að hann komist í endurvinnslu og öðlist þar annað líf. þá vitum við að allt tekur sinn tíma og ekkert gerist Í haust opnaði Nettó fyrstu lágvöruverðs-vefverslunina á Íslandi.yfir Við nótt. En ef við höfum hugfast að oft veltir lítil þúfa pikkar getur – við pökkum notað fyrir Íslendingum sem loksins gátu aftur og aftur! Þú færð fjölnotapoka í staðinn kynntum semþúþú aftur og farið að versla ódýrt í matinn á netinu. Hugmyndin vissulega– klassísk þungu erhlassi þá getum við í sameiningu stuðlað að betra, hollara en við bættum við valmöguleikanum um að viðskiptavinir geta náð í vörurnar sínar, tilbúnar á einum stað á þeim tíma sem þeim hentar. og heilsusamlegra lífi í öllum skilningi. Þú grípur vörurnar þínar klárar í pokunum þegar þér hentar. Til að Margt smátt gerir eitt stórt - hjálpumst að. byrja með er Nettó í Mjódd eini afhendingarstaðurinn okkar en við finnum svo sannarlega fyrir áhuga viðskiptavina um allt land.

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa

Viðbrögðin létu sumsé ekki á sér standa - enda er stærsta snilldin við netverslunina einmitt tímasparnaður. Þú getur þar með notað tímann þinn í annað - fjölskyldu, vini, áhugamál o.s.frv. Það sem raunverulega skiptir máli.

Með því að skila bæklingnum, eftir að heilsudögum lýkur, aftur í næstu Nettóverslun ábyrgjumst við að hann komist í endurvinnslu og öðlist þar annað líf. Þú færð fjölnotapoka í staðinn sem þú getur notað aftur og aftur og aftur!

Með því að skila bæklingnum, eftir að heilsudögum lýkur, aftur í næstu Nettóverslun ábyrgjumst við að hann komist í endurvinnslu og öðlist þar annað líf. Þú færð fjölnotapoka í staðinn sem þú getur notað aftur og aftur og aftur!

Margt smátt gerir eitt stórt - hjálpumst að.

Margt smátt gerir eitt stórt - hjálpumst að.

124


ÞÚ FINNUR VERSLANIR NETTÓ

Á 16 STÖÐUM VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ

Mjódd • Salavegur • Grandi • Búðakór • Krossmói • Grindavík Glerártorg • Hrísalundur • Borgarnes • Höfn • Egilsstaðir Selfoss • Húsavík • Iðavellir • Hafnarfjörður • Ísafjörður Lægra verð – léttari innkaup


ÄNGLAMARK 25% AFSLÁTTUR

umbúðir framleiddar úr endurunnu plasti

IC ECOLAB RD

EL

NO

UMHVERFIÐ

I EFNA ÁN OFNÆMISVALDAND UMHVERFISVÆNT ÁN LITAR- OG ILMEFNA

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


OFURTILBOÐ Í 14 DAGA! Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 14 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi.

Fimmtudagur 24. jan. Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Föstudagur 25. jan. Tilboð dagsins

Laugardagur 26. jan. Tilboð dagsins

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Sunnudagur 27. jan. Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Vatnsmelónur (kg)

Spínat (baby)

Engiferrót (pk)

Spergilkál (kg)

Mánudagur 28. jan.

Þriðjudagur 29. jan.

Miðvikudagur 30. jan.

Fimmtudagur 31. jan.

Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Græn epli (kg)

Mangó (kg)

Túrmerikrót (pk)

Avókadó (300 g)

Föstudagur 1. feb.

Laugardagur 2. feb.

Sunnudagur 3. feb.

Mánudagur 4. feb.

Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Bláber (125 G)

Þriðjudagur 5. feb. Tilboð dagsins

Grænkál (150 G)

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

50%

50%

Sítrónur (kg)

Sætar kartöflur (kg)

Gul melóna (kg)

50%

Miðvikudagur 6. feb.

50% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

Appelsínur (kg)

AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR


OFURTILBOÐ Í 14 DAGA!

Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 14 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi en aðra daga eru sömu vörur á allt að 25% afslætti.

Fimmtudagur 24. jan.

Föstudagur 25. jan.

40%

40%

Tilboð dagsins

AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

AFSLÁTTUR

Laugardagur 26. jan. Tilboð dagsins

Sunnudagur 27. jan. Tilboð dagsins

40%

34%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Trafo flögur Saltaðar og Sour Cream & Onion 125 G

Guli Miðinn Kalk+Magnesium 180 töflur

Biona kjúklingabaunir 400 G

HH Maískökur með dökku súkkulaði 100 G

ÁÐUR: 299 KR/PK

ÁÐUR: 829 KR/PK

ÁÐUR: 219 KR/PK

ÁÐUR: 298 KR/PK

497 KR/PK

179 KR/PK

Þriðjudagur 29. jan.

Mánudagur 28. jan.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

40%

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Good Good súkkulaðiálegg 350 G

Whole Earth engiferöl 330 ML

ÁÐUR: 449 KR/PK

ÁÐUR: 199 KR/STK

269 KR/PK

119 KR/STK

Föstudagur 1. feb.

Laugardagur 2. feb.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

37% AFSLÁTTUR

Fulfil 55 G - 4 bragðtegundir

188 KR/STK

Þriðjudagur 5. feb.

ÁÐUR: 249 KR/STK

Miðvikudagur 30. jan. Tilboð dagsins

179 KR/PK

Fimmtudagur 31. jan. Tilboð dagsins

40%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Koko kókosdrykkur 1L

Chia Go 150 G

179 KR/STK

165 KR/STK

ÁÐUR: 299 KR/STK

ÁÐUR: 329 KR/STK

Sunnudagur 3. feb.

Mánudagur 4. feb.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

40%

45%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

GoGo Flower & GoGo Tropic 330 ML

Isola möndlumjólk 1 L - Venjuleg eða sykurlaus

Now Omega-3 1.000 MG 100 Softgels

ÁÐUR: 199 KR/STK

ÁÐUR: 440 KR/STK

ÁÐUR: 1.399 KR/PK

264 KR/STK

769 KR/PK

Miðvikudagur 6. feb.

Tilboð dagsins

149 KR/STK

AFSLÁTTUR

129 KR/STK

ÁÐUR: 299 KR/STK

Mamma Chia Allar bragðtegundir

35%

145 KR/PK

Tilboð dagsins

40% AFSLÁTTUR

Now Góðgerlar Women´s 20 billion

1.959 KR/PK

44% AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 3.498 KR/PK

46%

Now Hair, AFSLÁTTUR skin & nails 90 stk

1.997 KR/PK

ÁÐUR: 3.698 KR/PK

TILBOÐIN GILDA 24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2019 WWW.NETTO.IS Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.