Heilsu- &
lífsstílsdagar VEGAN KETÓ LÍFRÆNT KRÍLIN HOLLUSTA UPPBYGGING UMHVERFI
ALLT AÐ
25% AFSLHEÁILSUT-TOGUR AF LÍFSSTÍLSVÖRUM
TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR - 2. FEBRÚAR 2020
ÞÍN HEILSA Í FYRIRRÚMI Á nýju ári byrja margir að hugsa um heilsuna og erum við í þeim hópi. Við erum því glöð að tilkynna Heilsudaga Nettó formlega hafna og hlökkum gríðarlega til að taka saman með þér næstu skref í átt að betri lífsgæðum! Dagana 23. janúar til 2. febrúar eru hollusta og heilbrigði í brennidepli hjá okkur og verslanir um land allt pakkfullar af girnilegum tilboðum, alls kyns hollari valkostum og spennandi lausnum. Úrvalið hefur aldrei verið meira og geta allir fundið eitthvað sem hentar þeirra heilsu og lífsstíl – hvort sem markmiðið er að kæfa niður kall sykurpúkans, leggja ríkari áherslu á lífrænt eða sýna umhverfinu meiri umhyggju. Heilbrigður lífsstíll er auðvitað mismunandi fyrir hvern einstakling og tilboðin því sérsniðin eftir þörfum hvers og eins, sum tilboðin eru alla daga en önnur mismunandi eftir dögum - eins og við öll. Hjá viðmælendum okkar í Heilsublaðinu má finna fróðleiksmola fyrir heilbrigðari lífsstíl en þar deila bæði nýjar og kunnugar fyrirmyndir sínum innblæstri og hvatningu, ásamt spennandi uppskriftum að hollu fæði. Sumt sem við þekkjum, í glænýjum og heilnæmum búningi. Því heilsa snýst jú ekki um að neita heldur að njóta. Við þökkum þér líka, kæri lesandi, fyrir að taka þátt í að gera Heilsudaga að þeim stórviðburði sem þeir eru, því áhugi og endurgjöf frá viðskiptavinum okkar veita okkur hvatningu til að stækka stöðugt úrval okkar af hollari og lífrænum valkostum í verslunum Nettó. Við erum afskaplega ánægð og stolt af því að fólkið sem kemur til okkar velur aðeins það besta fyrir sig og sína – lífrænt, grænt og umhverfisvænt – á besta verðinu. Leyfðu Nettó að vera með þér í liði og gera 2020 að ári bættrar heilsu og lífsstíls. Starfsfólk Nettó um land allt
2
ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI ÞÚ GETUR NÚ PANTAÐ MATVÖRU Í GEGNUM VEFVERSLUN NETTÓ OG SÓTT Í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM: Mjódd ∙ Granda ∙ Lágmúla ∙ Kópavogi ∙ Hafnarfirði Reykjanesbæ ∙ Grindavík ∙ Akureyri ∙ Borgarnesi ∙ Höfn Egilsstöðum ∙ Selfossi ∙ Húsavík ∙ Ísafirði Fylgstu með okkur á Facebook og netto.is
ÞÚ FÆRÐ FJÖLNOTAPOKA Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ Slíkir pokar rúma meira magn en venjulegir plastpokar, eru sterkari og slitna síður. Auk þess er mun ódýrara að nota fjölnotapoka en plastpoka til lengri tíma.
NO
EL
IC ECOLA B RD
Änglamark Í Nettó færðu heila vörulínu af lífrænum og umhverfisvænum vörum frá Änglamark. Änglamark vörurnar eru mörgum kunnugar og hafa fengið mikið og verðskuldað lof á Norðurlöndunum.
✔ Änglamark hefur verið kosið „grænasta merkið“ í Svíþjóð átta ár í röð.
Änglamark vörurnar njóta aukinna vinsælda og ekki að ástæðulausu. Þær eru góðar fyrir þig og umhverfið. Vörurnar eru lífrænt vottaðar, umhverfisvænar og án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Vöruvalið er fjölbreytt og spannar allt frá matvöru, snyrtivörum, hreinlætisvörum, þvottaefni, bleyjum, barnamat og mörgu fleiru.
✔ Änglamark ber titilinn „Lífrænt vörumerki númer eitt“ í Noregi.
Vörurnar eru staðsettar við hlið hefðbundinna vara og eru á mjög sanngjörnu verði. Það auðveldar þér að skipta yfir í betri valkost sem Änglamark vörurnar eru svo sannarlega. Þannig getur Änglamark orðið náttúrulegur hluti af hverjum degi.
25%
✔ Änglamark er í fimmta sæti yfir uppáhaldsvörumerki kvenna í Danmörku og í sjöunda sæti á YouGov Brand index yfir vörumerki sem oftast er minnst á.
AFSLÁTTUR
3 NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
T T
Ý N Ljúffengt og hollara snakk algjörlega frábær valkostur Höfum
HÁTT
um það!
25% AFSLÁTTUR
MÖNDLUMJÓLK Á SÚPER VERÐI
25% AFSLÁTTUR
HIN FULLKOMNAA FROÐ FYRIR I K K Y R D I F F A K
VEGAN
TERRANOVA ERU HÁGÆÐA VÍTAMÍN OG 100% VEGAN Þegar ég varð vegan fyrir nokkrum árum, eftir að hafa verið grænkeri í rúmlega áratug, varð mér ljóst að ég þyrfti að huga enn betur að vítamín- og steinefnaneyslu til að forðast slen og slappleika. Ég bjóst við að þetta yrði leikur einn, ekki skorti framboðið af vítamínum, en raunin var önnur. Það reyndist mikið um gelatín, furðuleg bindiefni og alls konar snefilefni úr dýraríkinu í flestum vítamínum og bætiefnum. Við vegan fólkið þurfum því að vanda vítamín valið sérstaklega bæði til þess að fá allt sem við þurfum og forðast að neyta óvart dýraafurða á sama tíma. Það er því sennilega engin furða að ég hafi verið himinlifandi þegar ég kynntist Terranova. Öll línan frá þeim er vegan og unnin úr frábærum náttúrulegum afurðum, engin furðuefni, engar dýraafurðir, bara það besta. Enda hef ég notað vörur frá Terranova á hverjum degi síðan ég prufaði þær fyrst fyrir rúmlega 2 árum. Daglega nota ég fjölvítamínið Full Spectrum Multivitamin og D3, B12 tek ég annan hvern dag. Ég á auðvelt með upptöku og þarf ekki að taka það daglega, en mæli með að allir fari í blóðprufu árlega til að mæla stöðuna á mikilvægum vítamínum eins og B12.
6
Járnið frá Terranova kom mér skemmtilega á óvart en það er sérstaklega milt í maga, sem er alls ekki sjálfgefið, en afar vel þegið! Terranova línan er stór og mikið til af sérhæfðum lausnum t.d. fyrir liði, húðheilsu og augu og þær sérhæfðu vörur sem ég hef prufað hafa allar vakið lukku hjá mér. Sú sem stendur mest upp úr af þeim hjá mér er óléttuvítamínið Prenatal Multivitamin sem ég skipti yfir í á meðgöngunni á sínum tíma. Um er að ræða mjög góða blöndu af vítamínum og steinefnum sem lagðist mjög vel í mig. Ég mæli heilshugar með Terranova vörunum hvort sem er fyrir grænkera eða alætur, þær eru samansettar úr svo mörgu góðu úr náttúrunni sem nýtist öllum vel. Ég veit ekki til þess að það séu til hreinni vítamín og bætiefni. Í stuttu máli eru þetta frábærar vörur og ég hvet forvitna til þess að renna yfir innihaldslýsingarnar til að sjá hvað ég á við. Sunna Ben grænkeri.
ALLTAF DJÚSÍ
10%
AFSLÁTTUR
25%
ALLTAF VEGAN
AFSLÁTTUR
www.jomm.is
jömm
jommnomm
NÝTT
ÚTLIT FULLKOMINN
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
FERÐAFÉLAGI
PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI
VEGAN - GLÚTENLAUS - MJÓLKURLAUS - HVEITILAUS - NÁTTÚRULEG HRÁEFNI
Millimálsbitar sem innihalda adeins ávexti, hnetur og náttúruleg bragdefni
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
nýtt!
3 truflað
ar
BRAGÐ TE FÁ ANL GUNDIR EG A R
Give us a shout hippeas.com
Mylk. you get it. it’s milk. just not. Eina jurtamjólkin sem bragðast og freyðir eins og kúamjólk (en gerð úr plöntum).
100% lífrænt Enginn sykur Engin bindiefni Engin aukaefni
25% AFSLÁTTUR
VEGAN
VEGAN ÁN VANDRÆÐA Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir hefur verið grænkeri í fjölda ára og stundar vegan viðskiptaaktívisma með fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Hennar ástríða snýr að því að auðvelda grænkeralífsstílinn fyrir fólk og gera vegan valmöguleika bæði aðgengilegri og girnilegri en allt annað.
Eitt sinn var árið 1996 og ég steig mín fyrstu skref í kjötleysi, alveg fálmandi í myrkri, hvorki með upplýsingar, fyrirmyndir né vöruval til að byggja minn nýja lífsstíl á. Fyrst um sinn lifði ég alsæl á pasta – heilsufæði þess tíma, og lærði smám saman með blóð, svita og tár að vopni hvernig best væri að feta þennan lítt troðna veg. Úrvalið jókst hægt en örugglega næstu tvo áratugina. Við grænmetisætur og grænkerar létum okkur þurrkað sojakjöt og hlaupkenndan jógúrtbúðing vel líka, í bland við sætar kartöflur og linsubaunir. Þó minnist ég þess með nostalgíu og hlýju í hjarta þegar Nettó hóf sölu á frosnu grænkáli fyrir u.þ.b. 6 árum síðan og samfélag grænkera trylltist úr einskærri gleði. Þá þurfti ekki mikið meira til að fara fram úr okkar hófstilltu væntingum en í kjölfarið breyttist meira en okkar villtustu draumar hefðu getað spáð fyrir um.
1. Veganvæddu uppáhalds réttina þína Þegar þú stígur þín fyrstu skref er gott að hugsa um 5-6 uppáhalds réttina þína og finna leiðir til að veganvæða þá.
Undanfarin þrjú ár hefur nefnilega átt sér stað ekkert minna en bylting. Vegan valmöguleikar eru alls staðar, staðgengla fyrir næstum því hvað sem er má finna í næstu verslun og upplýsingarnar bíða spenntar innan seilingar eftir að við nálgumst þær. Það er því ekkert að vanbúnaði að taka Veganúar föstum tökum og njóta þess að upplifa ný lífsstílsævintýri.
• Grænmetiskraftur kemur í stað kjúklinga- og nautakrafts. • ... þú sérð hvernig þetta virkar.
Ekkert við grænkeralífsstílinn er erfitt eða flókið en fyrstu skrefin geta valdið smá höfuðverk. Hér eru mín bestu ráð til að flýta fyrir lærdómsferlinu og létta þér veganlífið:
10
• Mjólk má t.d. auðveldlega skipta út fyrir jurtamjólk. Rebel
Kitchen Mylk er t.a.m. undarlega lík kúamjólk á bragðið og ég elska Änglamark kókosmjólkina í stað matreiðslurjóma.
• Í frystinum finnurðu Oumph! hakk sem hægt er að nota í
staðinn fyrir hvaða kjöthakk sem er, og Oumph! bita í nokkrum bragðtegundum sem koma í stað kjúklings og annars kjöts.
• Kjötbollur? Oumph! bollur! • Spaghetti og annað pasta þarf bara að vera eggjalaust, svo það er auðveld breyting.
2. Settu sumt til hliðar um stund Þegar þú skiptir út dýraafurð fyrir vegan staðgengil er bragðið og áferðin ekki alltaf eins. Algengt umkvörtunarefni eru til dæmis ostavonbrigðin, en veganostur er víst ekki eins líkur kúaosti og mörg vildu óska. Þegar þú upplifir staðgengilssvekkelsi þá mæli ég með að láta þá matartegund eiga sig í nokkrar vikur og prófa aftur. Bragðlaukarnir breytast og gleyma og þetta gengur betur seinna.
3. Finndu þér nýtt uppáhald Eftir að þú hefur aðlagað þitt uppáhald að nýju mataræði er upplagt að prófa nýjan mat með reglulegu millibili. Gríptu framandi ávöxt eða skrítið grænmeti og gúgglaðu heitið til að finna uppskriftir og ráð eða gríptu tilbúinn veganrétt og auðveldaðu þér kvöldmatarvesenið. Áður en þú veist af verður þú orðin gangandi fróðleiksbrunnur um hina ýmsu vegan möguleika. 4. Taktu þátt í vegan samfélaginu Íslenska vegan samfélagið er samansett úr ótrúlegum fjölda einstakra snillinga og reynslubolta. Stærsti vettvangurinn er Facebook hópurinn Vegan Ísland þar sem þú færð svör við öllum heimsins vegan spurningum á ljóshraða. Þar sérðu líka tilkynningar um Pálínuboð og aðra viðburði. 5. Eigðu nóg af nasli Við höfum lært að fara ekki of svöng út í búð og ég mæli líka með að fara ekki of svöng út í nýjan lífsstíl. Birgðu þig upp af handhægu vegan nasli sem þú getur gripið í ef blóðsykurinn gerir sig líklegan til að valda vandræðum. Það er erfitt að fara í gegnum daglegt stress á tóman maga en það er næstum ómögulegt að læra á nýjan matarheim með ekkert eldsneyti á tankinum. Adonis næringarstykki, MadeGood múslíkúlur í poka, Jömm samlokurnar, Abbot Kinney‘s mangójógúrtið og Ape súkkulaðibitarnir eru aldrei langt undan þegar ég er að þeysast um bæinn.
6. Jömmaðu mataræðið Sósur gera allt betra. Jömm sósurnar gera betra best. Ég fann þær upp sjálf með aðstoð fleiri sælkera en ég sver að þetta er hlutlaust mat. Eigðu alltaf eina, tvær, sjö krukkur í ísskápnum og þú munt aldrei aftur klúðra máltíð. 7. Ekki ofhugsa Það kemur mörgum á óvart hversu litlar breytingar þarf oft að gera til að veganvæða lífið. Margt af því sem er núna partur af þínu daglega mataræði er líklega alveg óvart vegan. Kíktu á innihaldslýsingarnar eða hringdu í vin og þú verður örugglega hissa þegar þú finnur svörin. 8. Kortleggðu valkostina Hélstu að þú þyrftir að lifa á heimagerðum kássum og spíruðu frækexi að eilífu? Aldeilis ekki. Gott fólk hefur kortlagt veitingamarkaðinn á Íslandi og komið upplýsingunum fyrir í handhægu appi. Það heitir Vegan Iceland og þú þarft ekki að gera annað en að opna það til að sjá hvar næsta skyndibita- eða veitingastað með vegan valkost er að finna. 9. Engar áhyggjur Næringar- eða próteinskortur verður ekki vandamál. Heilu bækurnar hafa verið skrifaðar um þetta algenga áhyggjuefni og ég lofa að þú þarft ekki að gerast næringarfræðingur eða halda nákvæmt bókhald um matarneyslu þína til að lifa af. Við þurfum öll að taka D-vítamín og grænkerar B12, en borðaðu annars fjölbreytt og pældu í smáatriðunum þegar þú hefur náð góðum tökum á daglegu matarstússi. 10. Kynntu þér málin frá öllum hliðum Veganismi er ekki bara mataræði heldur lífsstíll sem hefur það að markmiði að lágmarka hagnýtingu og þjáningu dýra. Hann hefur þá stórkostlegu aukaverkun í för með sér að draga umtalsvert úr neikvæðum umhverfisáhrifum neyslu okkar og hreint plöntumiðað mataræði (e. Whole Foods Plant Based) hefur frábær heilsubætandi áhrif. Lífsstílsbreytingin verður margfalt auðveldari ef þú veist og skilur ólíkar forsendur og áhrif veganismans, svo kíktu á heimildarmyndir eins og Cowspiracy, Forks over Knives, Dominion eða Earthlings.
11
25% AFSLÁTTUR
EEkkke rtt e r as sppaarrttaamm ttaakkk!
með! knar mæla læ n n ta m og jó se ð er vegan PUR – tygg ð xylitol. Þa e ust. m la tu tt e n sæ h r PUR e soja og n á ig n in e og glútenfrítt,
Ljúffengt vegan súkkulaði 25% AFSLÁTTUR
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
Frábært millimál Fyrir eða eftir æfingu
Í morgunmat
Í nestið
Fyrir skólakrakka og fullorðna
LÍFRÆNIR ÁVAXTAOG GRÆNMETISSAFAR – beint frá náttúrunni
HREINI R SAFAR – ENGIN AUKAE FNI!
25% AFSLÁTTUR
VEGAN
PLÖNTUFÆÐI ÍÞRÓTTAMANNSINS Plöntufæði og íþróttir í sömu setningu? Já, þú varst að lesa hárrétt svo þurrkaðu móðuna af gleraugunum, vippaðu kjálkanum upp og fáðu þér einn bolla af svörtu kaffi því ég ætla segja þér aðeins frá þessari veislu. Hvað er plöntufæði? Það er óunnin matur sem við fáum úr plönturíkinu. Ávextir, grænmeti, hnetur, fræ, baunir og kornvörur. Hvað er óunnin matur? Það er matur sem er ekki búið að bæta neinu í hann, á ekki að vera þar og ekki búið að taka eitthvað út sem á að vera í honum. Það er ekki samasemmerki milli þess að vera vegan og að vera hollur. Þó svo maður geti að sjálfsögðu verið hollur vegan, þá er t.d. svartur Doritos, Oreo og Turkish Pepper vegan en það er ekki beint það hollasta sem þú getur látið ofan í þig. Ég líki oft matarvenjum í kringum plöntufæði við umferðaljós. Rautt þýðir stopp og það er maturinn sem ég nefndi hér að ofan. Gult þýðir að við eigum að stoppa en við gerum það sjaldan og dæmi um það er t.d. brauð, próteinduft eða hummus/hnetumix sem er búið að bæta sykur og olíu við. Grænt ljós þýðir áfram og það er plöntufæði í sinni tærustu mynd eins og banani, sæt kartafla eða brokkólí.
er ríkt í andoxunarefnum og er bólgueyðandi, erum við fljótari að jafna okkur eftir æfingar. Það þýðir að við erum klárari í æfinguna daginn eftir og fáum meira út úr henni. Þið getið ímyndað ykkur langtímáhrifin sem það hefur á árangur í íþróttum og almennri hreyfingu. Plöntufæði getur líka gert góða hluti fyrir orku og úthald þar sem það eykur blóðflæði sem gerir það að verkum að þú getur verið með hámarksframmistöðu í lengri tíma án þess að springa og þú eyðir minni orku í erfiðið sem fylgja hreyfingunni.
Plöntufæði getur haft góð áhrif á frammistöðu í íþróttum með því að bæta endurheimt, orku og úthald. Endurheimt er mikilvægasti eiginleikinn í íþróttum í dag og þegar við borðum plöntufæði, sem
Að máli málanna. Ég ætla segja ykkur frá plöntufæði sem ég tel gott fyrir fólk sem stundar íþróttir, hreyfingu eða vill einfaldlega bara borða hollar og líða betur. Ég borða alla fæðuna hér fyrir neðan en ég segi alltaf að fólk séu sínir bestu sérfræðingar. Prófaðu þig áfram og finndu út hvað þér finnst gott, hvað fer vel í þig og hverju þér líður vel af. Gangi þér vel!
GRÆNMETI OG ÁVEXTIR
KORNVÖRUR
Grænkál, spínat, bananar, epli, perur, appelsínur, bláber, vínber, jarðarber, sætar kartöflur, rófur, gulrætur, paprika, engifer, brokkólí, blómkál, laukur, hvítlaukur. Grænkál og spínat: Meinholl fæða sem gerir góða hluti fyrir endurheimt, þol og úthald þar sem það er stútfull af vítamínum og steinefnum. Einföld leið til að fá grænkál og spínat inn er að kaupa það frosið og skella því í hræringinn þinn. Rauðrófusafi: Rannsóknir sýna að rauðrófusafi eykur þol og úthald. Ég veit það líka af persónulegri reynslu. Fáðu þér 400 ml af rauðrófusafa 2-3 tíma fyrir erfið átök og þú nærð líklega að hlaupa í lengri tíma á hærri hraða.
14
Bergsveinn Ólafsson knattspyrnumaður.
Hafrar, kínóa, brún hrísgrjón, bókhveiti. Hafrar: Þið ættuð öll að þekkja hafragrautinn vel. Góður sem morgunmatur, hádegismatur eða millimál. Mæli með að prufa sig áfram og finna sinn hafragraut. Ég fæ mér graut með kókosmjólk (Isola), rúsínum og kanil. Það er líka gott að setja kakó, döðlur og banana í hann! Kínóa: Ég borða ekki mikið af kínóa en það er góð næring í því. Gæti komið sterkt inn sem hluti af hádegis- eða kvöldmat.
HNETUR OG FRÆ
Kasjúhnetur, möndlur, pistasíuhnetur, valhnetur, möndlur, hnetusmjör, möndlusmjör, hampfræ, chiafræ, hörfræ, graskersfræ, sólblómafræ.
BAUNIR (BALUNI)
Kjúklingabaunir, svartar baunir, linsubaunir, edamamebaunir, nýrnabaunir, tófú. Tófú: Tófú hefur komið sem staðgengill fyrir kjöt undanfarin ár. Hátt í próteini og hentar með fjölmörgum réttum.
Hnetu og möndlusmjör (Monki): Mæli með vörunum frá Monki, þær eru hrikalega góðar. Monki er með kasjúhnetusmjör, venjulegt hnetusmjör og hvítt og dökkt möndlusmjör. Hnetur og möndlur eru hrikalega orkurík og próteinmikil fæða sem inniheldur holla fitu. Hampfræ og Chiafræ (Himnesk hollusta): Bæði þessi fræ eru há í próteini, gefa góða orku og eru holl í fitu. Ég legg mikla áherslu á að láta hampfræ í hræringinn minn fyrir endurheimt og ég fæ mér alltaf chiagraut fyrir leiki með eplum og kasjúsmjöri sem gefur mér langvarandi orku.
Kjúklingabaunir: Uppáhaldsbaunirnar mínar. Þú getur hent í hummus með þeim eða haft þær sem hluti af hádegis/kvöldmat. Virkilega holl og ódýr matur.
ANNAÐ
Nakd, ávextir, kókosjógúrt, popp, dökkt súkkulaði. Plöntumjólk: Kókosmjólk, haframjólk, sojamjólk, möndlumjólk. Mikilvægt að prufa sig áfram og finna sína uppáhalds mjólk!
BÆTIEFNI (NOW):
B12, D-vítamín, curcufresh, kreatín, Green Phytofoods, prótein plant complex frá Now (súkkulaðibragð), spirulina, maca, fenugreek, rhodiola.
Abbot Kinneys kókosjógúrt: Ég elska þetta jógúrt. Mjög gott með bláberjum, jarðarberjum, eplum eða með því sem hugurinn girnist í.
B12: Allir sem sneiða fram hjá dýrum og dýraafurðum þurfa að taka inn B12-vítamín. Kreatín: Mest rannsakaðasta fæðubótaefnið í heiminum í dag. Hefur góð áhrif á sprengikraft og endurheimt. Mér finnst kreatín hjálpa mér að viðhalda þyngd, auka sprengikraft og gera mér kleift að þurfa minni hvíld á milli spretta í fótboltanum og lyftinga í ræktinni. Prótein plant complex frá NOW (súkkulaðibragðið): Rosalega gott og gæðamikið prótein. Ég set það út í hræringinn minn og fæ mér stundum eftir æfingar. Góð viðbót fyrir þá sem eru stressaðir á próteinmagni og vilja passa að innbyrða nóg af próteini.
Nammi: Nakd, ávextir, kókosjógúrt, popp, dökkt sykurlaust súkkulaði Erythrydol frá Good Good Brand: Besti staðgengill sem þú finnur í staðinn fyrir sykur. Keyrir ekki upp blóðsykurinn. Nota í bakstur og út á kókosjógúrt þegar ég vil gera vel við mig.
Grænn Ofurhræringur
Að sjálfsögðu þarf uppskrift af einum vel grænum að fylgja með. Þessi uppskrift er miðuð við 1 1/2 til 2 lítra. Ég drekk sirka lítra á dag og geymi einn lítra fyrir daginn eftir. Þetta er ekki heilög uppskrift. Prófaðu þig áfram og finndu þinn eigin hræring! 150-200 g grænkál / spínat 1-2 bananar 5 msk hampfræ 3 msk hörfræ 2 skeiðar Protein Plant Complex frá NOW 1-2 msk af Green phytofoods frá NOW 1-2 bollar af bláberjum 1 bolli frosnar edamamebaunir Engiferrót Dass af kanil Paprika Fylla upp í með vatni
LOKAPUNKTAR ✔ Borðaðu fjölbreytt. Úr öllum fæðuflokkunum hér að ofan. ✔ Borðaðu nóg af kaloríum, svo lengi sem þú gerir það þarftu ekki að hafa áhyggjur á próteinmagni. ✔ Varaðu þig á viðbrögðum annarra, það er helsta áskorunin við plöntufæði og hvað þá í tengslum við íþróttir. Sýndu hugrekki og stattu með sjálfum þér. ✔ Þú ert ekki fallin/n ef þú dettur af sporinu og slysast í einn kjötbita. Upp á hestinn með þig aftur og áfram með (vegan) smjörið. ✔ Lítil skref verða að stórum breytingum. Byrjaðu á að bæta einni og einni máltíð við sem plöntumáltíð. Ein máltíð verður að einum degi sem verður að einni viku sem verður að einum mánuði sem verður að einu ári. ✔ Gangi þér vel. Áfram þú! 15
25% AFSLÁTTUR
Nýtt útlit! Enginnur viðbættr! syku
25% AFSLÁTTUR
DÁSAMLEGA FERSK OG GÓÐ VÍTAMÍNBÆTT KÓKOSMJÓLK
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
Gott fyrir þig, betra fyrir alla!
NÝTT
Í NETTÓ
Blómkálshrísgrjón með brokkólí
Blómkálshrísgrjón
með tómötum, hvítlauk og kryddjurtum
Blómkálshrísgrjón
Grænmetis hrísgrjónin frá Fullgreen eru frábær leið til að draga úr kaloríum því þau hafa allt að 89% minna kolvetnismagn heldur en hvít hrísgrjón og þú verður saddari lengur.
Sætkartöfluhrísgrjón
25% AFSLÁTTUR
NO
LÍFRÆNT
EL
IC ECOLA B RD
Öll matvara frá Änglamark er vottuð lífræn Lífræn matvæli eru framleidd samkvæmt ströngum reglum sem stuðla að hreinni matvælum. Þau eru framleidd með velferð þína í huga en jafnframt velferð umhverfis, náttúru og dýra. Með því að velja lífræna matvöru hlífir þú þér og þínum við skaðlegum efnum líkt og skordýraeitri, aukaefnum og öðrum skaðlegum efnum. Í senn hlífir þú náttúrunni og dýrum fyrir þessum efnum. Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að velja lífrænt. Við í Nettó erum sífellt að stækka og breikka vöruvalið í Änglamark vörunum og hlökkum til að kynna fyrir þér nýjungar.
25% AFSLÁTTUR
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK VEGAN
ÁN LAKTÓSA
- Í kaffið - Í grautinn - Í boostið - Útá morgunkornið
t t ý N
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
- Blanda af hreinni kókosmjólk og kókosvatni !
499 KR
LÍFRÆN ILMANDI YOGI TE ENDURNÆRA OG HLÝJA
Taco-pæ á tortillubotni Fátt er betra en gott pæ. Þetta stökka pæ er gert úr tortillum, vel krydduðu hakki og brakandi stökku grænmeti. 1 pk Santa Maria tortillur 1 kg nautahakk 1 msk feiti 1 pokar Santa Maria Taco Spice Mix 1 dl vatn 4 dl sýrður rjómi, 10% 150 g kirsuberjatómatar 1,5 dl (100 g) rifinn ostur 1 krukkur Santa Maria Taco sósu 0,5 pokar Santa Maria Tortilla flögur 0,5 stk jöklasalatshöfuð 1 dl maís 1 lúka kóríander 1. Leggið 4 tortillur í 24 cm hringform þannig að kökurnar þeki botn og hliðar formsins. 2. Brúnið kjöthakkið á pönnu með olíu eða smjöri. 3. Hrærið lífrænu Taco Spice Mixkryddblönduna saman við og bætið við vatni. Látið krauma í u.þ.b. 5 mínútur. 4. Hellið kjöthakkinu yfir botninn á forminu og smyrjið sýrðum rjóma yfir. 5. Stráið kirsuberjatómötunum yfir og loks rifna ostinum. 6. Bakið pæið í miðjum ofninum í u.þ.b. 25 mínútur, eða þar til osturinn hefur fengið á sig fallegan lit. 7. Berið fram með salsa, tortillaflögum, káli, sætu maískorni og kóríander.
25% AFSLÁTTUR
Glútenfrítt brauð
25% AFSLÁTTUR
Dásamlega bragðgott brauð og stútfullt af hollustu.
– Dökkt súrd eigsbrauð – Fjölkorna b rauð – Mjúkt súrd eigsbrauð
Ný tómatsósa frá
Enginn sykur Engin sætuefni Engin rotvarnarefni Troðfull af tómötum Þú þekkir hana á bláa tappanum!
LINSU- OG KJÚKLINGABAUNABORGARI • 2 X 400 G DÓS BUNALUN LÍFRÆNAR LINSUBAUNIR • 1 X 400 G BUNALUN LÍFRÆNAR KJÚKLINGABAUNIR • 3 STÓR HVÍTLAUKSRIF • 6 VORLAUKAR, SNYRTIR OG SKORNIR NIÐUR • KÓRÍANDER & STEINSELJA, MEÐAL HANDFYLLI • 1 MILDUR GRÆNN CHILIPIPAR, STILKUR TEKINN AF • SAFI ÚR EINNI LÍMÓNU • ÖGN AF RAUÐUM CHILIFLÖGUM • 1 TSK MALAÐ CUMIN • 1/2 TSK TÚRMERIK • SJÁVARSALTFLÖGUR OG NÝMALAÐUR SVARTUR PIPAR • ¼ BOLLI RISTUÐ GRASKERSFRÆ • 1 BOLLI LÍFRÆNIR HAFRAR FRÁ HIMNESKRI HOLLUSTU • SMÁ AF LÍFRÆNNI ÓLÍFUOLÍU AÐFERÐ
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
Eftir að linsubaunirnar og kjúlingabaunirnar hafa verið skolaðar í sigti er helmingurinn af þeim settar í matvinnsluvél ásamt laukunum, kryddjurtunum, safanum úr límónunni, ferska chilinum, chiliflögunum, malaða cumininu, túrmerikinu, saltinu og piparnum. Maukið og setjið síðan í stóra skál. Bætið restinni af baununum saman við ásamt graskersfræjunum og höfrunum. Blandið þessu vel saman með hreinum höndum og mótið síðan 4 borgara. Setjið borgarana í botninn á lokuðu íláti og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Steikið borgarana á pönnu í ólífuolíu á meðalhita. Snúið borgurunum varlega þegar önnur hliðinn er orðin gullinbrún. Haldið áfram að steikja í u.þ.b. 20 mínútur. Berið fram í hamborgarabrauði með sósu og meðlæti eftir smekk.
LÍFR N OG BRAG GÓ TE
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
100% LÍFRÆN GÆÐAVARA
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
LÍFRÆNAR GÆÐAVÖRUR VEGAN GLÚTENLAUSAR MJÓLKURLAUSAR ÁN VIÐBÆTTS SYKURS ÓERFÐABREYTTAR
25% 25% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Eplaedik með Eplaedik með engiferi, hindberjum túrmeriki og svörtum pipar
25% AFSLÁTTUR
Teriyakisósa
Japönsk tamarisósa
Sesamolía
Ljúfar freistingar í grautinn, á brauðið og í eftirréttinn
25% AFSLÁTTUR
Brautryðjandi í lífrænni framleiðslu síðan 1974
NO
Änglamark er með allt fyrir suðræna pastaréttinn!
25% AFSLÁTTUR
IC ECOLA B RD
EL
NO
LÍFRÆNT
IC ECOLA B RD
EL
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
Berglind, GRGS, mælir með:
Kjúklingaparmesan pasta Allt á einni pönnu! 2 msk Änglamark spænsk ólífuolía 60 ml brauðmylsna 2 tsk pressaður Änglamark hvítlaukur 2 kjúklingabringur 1 tsk ítalskt krydd ¼ tsk salt 720 ml kjúklingasoð 360 ml Änglamark hakkaðir tómatar 250 gr Änglamark heilhveiti penne pasta 150 gr rifinn mozzarellaostur Parmesan ostur Fersk basilíka
Aðferð: 1. Hitið 1 msk af olíu og setjið brauðmylsnuna og 1 tsk af
pressuðum hvítlauk þar í. Hrærið stöðugt í þar til blandan er orðin gyllt í 1-2 mínútur. Setjið í skál og geymið.
2. Hreinsið pönnuna og bætið 1 msk af olíu á hana. Steikið
kjúkling, ítalskt krydd, salt og 1 tsk af pressuðum hvítlauk í tvær mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
3. Bætið kjúklingasoði, tómötum og pasta saman við. Hitið
að suðu, lækkið svo hitann og látið malla eða þar til pastað er soðið í 15 mínútur.
4. Setjið ost yfir allt og látið í ofn í nokkrar mínútur eða þar til
osturinn er bráðinn. Stráið ristuðu brauðmylsnunni yfir, ásamt rifnum parmesan og saxaðri basilíku.
Matarbloggarinn Hildur Rut, www.hildurrut.is hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og gaf út bókina Avókadó árið 2016 sem hefur að geyma fjöldann allan af auðveldum og skemmtilegum uppskriftum sem allar innihalda hið heilnæma avókadó. Fyrir síðustu jól tók hún svo þátt í að gefa út bókina Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum, sem er samstarfsverkefni sex matarbloggara. Hildur leitar að jafnvægi í matargerð, leggur áherslu á hollt og fjölbreytt fæði og finnst mikilvægt að nýta hráefni sín sem best til að minnka matarsóun. Hildur gefur lesendum hér góða uppskrift að bleikju með Sigdal krösti sem allir geta gert. Hún segir Sigdal hrökkbrauðið einstaklega gott og er hrifin af glútenlausu tegundinni sem hún notast við í þessari uppskrift.
Bleikja
3-4 lítil bleikjuflök (700-800 g) 3 sneiðar af glútenlausu hrökkbrauði frá Sigdal 1½ dl stappaður fetakubbur 1 dl söxuð steinselja Ólífuolía Salt og pipar
i i i i i i
BLEIKJA MEÐ SIGDAL KRÖSTI OG KÍNÓASALATI
BRAKANDI GÓÐ NÆRING
Kínóasalat
2 dl kínóa 4 dl vatn Salt og pipar Chiliflögur Ólífuolía 1 dl fetakubbur, skorinn í smátt 2 tómatar, skornir smátt 2-3 dl gúrka, skorin smátt 2 avókadó Alfalfa-spírur eftir smekk Myljið hrökkbrauðið, t.d. í matvinnsluvél. Blandið hrökkbrauðinu saman við fetaostinn og steinseljuna. Setjið bleikjuna á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Dreifið ólífuolíu yfir hana og saltið og piprið eftir smekk. Dreifið hrökkbrauðsblöndunni og meiri ólífuolíu yfir fiskinn. Bakið bleikjuna í 10-15 mínútur við 180°C. Skolið kínóa, setjið í pott með vatni og sjóðið í 15-20 mínútur. Á meðan kínóað er að sjóða, skerið fetakubbinn, tómatana, gúrkuna og avókadóið smátt. Setjið allt saman í skál, kryddið og hrærið saman.
Lífræ
Kallo h
Hægt er að fylgja Hildi Rut á instagram @hildurrutingimars
L Ljúffeng1
140g niður1 1 stór shall1 1 matskeið1 1 matskeið1 100-115g4 4-5 Kallo g4 4 teskeiða4 4 teskeiðas salt og pip
Margverðlaunað hnetusmjör! LJÚFFEN PRÓTEINGT OG RÍKT NÁTTÚRU LEG ORKA Í KRUKKU !
25% AFSLÁTTUR
Lífrænt og svalandi!
Bragðgóðir gosdrykkir!
Lífrænir Lífrænir hágæða hágæða Kallo kraftar kraftar Lífrænir Lífrænir hágæða hágæða KalloKallo Kallo kraftar kraftar Lífrænir hágæða Kallo kraftar Lífrænir Lífrænir Lífrænir hágæða hágæða hágæða Kallo Kallo kraftar kraftar kraftar ænir Lífrænir hágæða hágæða KalloKallo Kallo kraftar kraftar Lífrænir hágæða Kallo kraftar Kallo Kallo hentar hentar í allaí alla matargerð. matargerð. Kallo hentar KalloKallo íhentar alla matargerð. í allaí alla matargerð. hentar matargerð. Kallo kraftar Lífrænir hágæða KalloKallo Kallo hentar hentar hentar í allaí íalla matargerð. allamatargerð. matargerð. hentar KalloKallo íhentar alla matargerð. í alla matargerð. hentar í alla matargerð. Kallo kraftar Lífrænir hágæða
25%
Kallo hentar í alla matargerð.
Kallo hentar í alla matargerð.
AFSLÁTTUR
Ljúffeng Ljúffeng sveppasósa sveppasósa meðmeð Kallo: Kallo: Ljúffeng140g sveppasósa Ljúffeng sveppasósa með Kallo: með Kallo:Kallo: Ljúffeng sveppasósa með Aðferð: Aðferð: SetjiðSetjið allt grænmeti allt grænmeti í djúpa í djúpa 140g niðursneiddir niðursneiddir Bella Bella sveppir sveppir Ljúffeng Ljúffeng Ljúffeng sveppasósa sveppasósa sveppasósa meðmeð Kallo: með Kallo: Kallo: Aðferð: Aðferð: allt grænmeti Setjið allt í grænmeti djúpa í djúpa pönnu pönnu eða pott eðaSetjið ásamt pott ásamt smjöri/olíu smjöri/olíu ogí djúpa og Aðferð: allt grænmeti 140g niðursneiddir niðursneiddir Bella sveppir Bellasmátt sveppir 1 140g stór1shallot stór shallot laukur laukur smátt skorin 140g niðursneiddir Bellaskorin sveppir Setjið g140g sveppasósa Ljúffeng sveppasósa með Kallo: með Kallo: Ljúffeng sveppasósa með Kallo: pönnu pott pönnu ásamt pott ásamt smjöri/olíu og steikið áeða meðalhita, ásmjöri/olíu meðalhita, eðaásamt þar eðatilsmjöri/olíu þar sveppirnir tilog sveppirnir pönnu eða pott og 1 stór shallot stór laukur shallot smátt laukur skorin smátt skorin 1 1matskeið 1 1matskeið ferskt ferskt timian timian stór shallot smátt skorineðasteikið Aðferð: Aðferð: Aðferð: Setjið Setjið allt Setjið grænmeti allt alltlaukur grænmeti grænmeti í djúpa í djúpa í djúpa 140g niðursneiddir 140gniðursneiddir niðursneiddir Bella Bella sveppir Bellasveppir sveppir
steikið á meðalhita, steikið áorðnir eða meðalhita, til sveppirnir eða þar tilþar sveppirnir eru orðnir eru brúnir. brúnir. steikið áþar meðalhita, eða til sveppirni 1 matskeið matskeið timian ferskt timian 1 1ferskt matskeið 1Setjið ferskt ferskt sage sage 1matskeið matskeið ferskt timian Aðferð: Setjið Aðferð: allt grænmeti allt í grænmeti djúpa í djúpa Aðferð: Setjið allt grænmeti í djúpa pönnu pönnu pönnu eða pott eða eða ásamt pott pott ásamt smjöri/olíu ásamt smjöri/olíu smjöri/olíu og og og 140g Bella sveppir Bellasmátt sveppir 140g niðursneiddir Bella sveppir 1rsneiddir stór1shallot 1niðursneiddir stór stór shallot shallot laukur laukur laukur smátt skorin smáttskorin skorin Ljúffeng sveppasósa með Kallo: eru orðnir brúnir. eru orðnir brúnir. eru orðnir brúnir. 1 matskeið 1 ferskt matskeið sage ferskt sage 100-115g 100-115g smjör, smjör, kókosolía kókosolía eða olía eða olía 1 matskeið ferskt sage pönnu pott pönnu ásamt pott ásamt smjöri/olíu og og pönnu pott ásamt og steikið steikið áeða meðalhita, ásmjöri/olíu áeða meðalhita, meðalhita, eða þar eða eða tilsmjöri/olíu þar sveppirnir þartiltil sveppirnir sveppirnir 1matskeið stór laukur shallot smátt laukur skorin smátt skorin 1lot ferskt timian stór shallot laukur smátt skorineðasteikið 111matskeið matskeið ferskt ferskt timian timian Hrærið saman saman mais sterkju, mais tamari tamari sósu sósu Aðferð: Setjiðsterkju, allt grænmeti í djúpa 100-115g smjör, 100-115g kókosolía smjör, eða kókosolía olía eða olía 4-5 Kallo 4-5 Kallo grænmetisteningar grænmetisteningar 100-115g smjör, kókosolía eða olíaHrærið 140g niðursneiddir Bella sveppir steikið áorðnir eða meðalhita, til sveppirnir eða þar tilþar sveppirnir steikið áþar meðalhita, eða til sveppirnir eru orðnir eru eru orðnir brúnir. brúnir. brúnir. ð1 1ferskt matskeið timian ferskt timian matskeið ferskt timian steikið á meðalhita, matskeið 111matskeið matskeið ferskt ferskt sage ferskt sage sage Hrærið saman Hrærið mais saman sterkju, mais tamari sterkju, sósu tamari sósu og grænmetissoði. og grænmetissoði. Hrærið Hrærið þar til þar sósan til sósan Hrærið saman mais sterkju, tamari sósuo Ljúffeng sveppasósa með Kallo: pönnu eða pott ásamt smjöri/olíu 4-5 Kallo grænmetisteningar 4-5 Kallo grænmetisteningar 4 teskeiðar 4 teskeiðar af Biona af Biona tamari tamari sósu sósu 4-5 Kallo grænmetisteningar 1 stór shallot laukur smátt skorin eru orðnir eru orðnir brúnir.brúnir. eru orðnir ð100-115g 1ferskt matskeið ferskt sage 1sage matskeið ferskt sage 100-115g 100-115g smjör, smjör, kókosolía smjör, kókosolía kókosolía eða olía eða eða olía olía brúnir. ogsósu grænmetissoði. ogað grænmetissoði. Hrærið þarásetjið Hrærið til sósan þar til sósan fer fer þykkna, þykkna, setjið þá saltþá og salt pipar og pipar ogað grænmetissoði. Hrærið þar til sósan steikið meðalhita, eða þar til svep Hrærið Hrærið saman saman saman sterkju, mais sterkju, sterkju, tamari tamari tamari sósu sósu 4 teskeiðar teskeiðar Biona tamari Biona sósu tamari sósu 4 4af teskeiðar 4 4teskeiðar mais sterkja mais sterkja teskeiðar af Biona tamari 1afmatskeið ferskt timian Aðferð: Setjið allt grænmeti ísósu djúpa smjör, 100-115g kókosolía smjör, eða kókosolía olíakókosolía eðaBella olía 100-115g smjör, eða olíaHrærið 140g niðursneiddir sveppir 4-5 Kallo 4-5 4-5 Kallo grænmetisteningar Kallo grænmetisteningar grænmetisteningar fer að þykkna, fer setjið að þykkna, þá salt setjið og pipar þá salt og pipar eftir smekk. eftir smekk. fer að þykkna, setjið þá salt og pipar eru orðnir brúnir. saman saman sterkju, tamari sterkju, sósu tamari sósu Hrærið sterkju, tamari sósuog ogHrærið grænmetissoði. og og grænmetissoði. grænmetissoði. Hrærið Hrærið Hrærið þar tilþar sósan þar til tilsósan sósan 4 teskeiðar 4mais teskeiðar sterkja mais sterkja salt og salt ogsaman eftir smekk eftir smekk 4pipar teskeiðar mais sterkja 1pipar matskeið ferskt sage pönnu eða pott ásamt smjöri/olíu grænmetisteningar grænmetisteningar Kallo grænmetisteningar 1 stór shallot smátt skorin 4 4-5 teskeiðar 4Kallo 44-5 teskeiðar teskeiðar af Biona afaf Biona tamari Bionalaukur tamari tamari sósu Hrærið sósu sósu eftir smekk. eftir smekk. eftir smekk. og grænmetissoði. og grænmetissoði. Hrærið þar Hrærið til sósan þar til sósan og grænmetissoði. Hrærið þar til sósan fer að fer þykkna, fer að að þykkna, þykkna, setjið setjið þá setjið salt þá þá og salt salt pipar og og pipar pipar salt og pipar salt eftir og smekk pipar eftir smekk salt og pipar eftir smekk 100-115g smjör, kókosolía eða olía steikið á meðalhita, eða þar til sveppirnir ar4 4af teskeiðar Biona tamari Biona sósu tamari sósu teskeiðar af Biona tamari sósu 1afmatskeið ferskt timian teskeiðar 444teskeiðar teskeiðar mais sterkja mais mais sterkja sterkja Hrærið saman mais sterkju, tamari fer að þykkna, fer setjið að þykkna, þá salt setjið og pipar þá saltþáogsalt pipar fer að þykkna, setjið og pipar eftir smekk. eftir eftir smekk. smekk. 4-5 Kallo grænmetisteningar eru orðnir brúnir. arsalt 4mais teskeiðar sterkja mais sterkja 4pipar teskeiðar mais sterkja matskeið ferskt og salt salt og og1pipar eftir pipar smekk eftir eftirsmekk smekksage og grænmetissoði. Hrærið þar til só eftir smekk. eftir smekk. eftir smekk. 4 teskeiðar af Biona tamari sósu parsalt eftir ogsalt smekk pipar eftir smekk og pipar eftir smekk 100-115g smjör, kókosolía eða olía fer að þykkna, setjið þá salt og pipa Hrærið saman mais sterkja sterkju, tamari sósu 4 teskeiðar 4-5 Kallo grænmetisteningar eftir smekk. og salt grænmetissoði. og pipar eftirHrærið smekkþar til sósan 4 teskeiðar af Biona tamari sósu
HOLLUSTA
MATUR FYRIR LÍKAMA OG SÁL Íris Blöndahl er 27 ára gamall matarelskandi, starfsmaður Icelandair, matarbloggari á Gulur, Rauður, Grænn & Salt og heldur úti Instagram reikningi undir irisblondahl.
Ég elska að borða mat sem er góður, bæði fyrir líkama og sál og hef frá því ég man eftir mér verið að vesenast í eldhúsinu bæði í bakstri og eldamennsku. Mamma og pabbi leyfðu mér alltaf að taka þátt í öllu sem átti sér stað í eldhúsinu en þau eru sjálf myndarlegustu kokkar og bakarar sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Síðustu ár hef ég hugað vel að heilsunni og gert mér meira og meira grein fyrir því hversu gríðarlega mikilvæg hún er og að við megum ekki taka henni sem sjálfsögðum hlut. Ég hef því reynt að láta ofan í mig eins góðan kost og mögulegt er, þó að ég leyfi mér að sjálfsögðu nammi og óhollustu við góð tilefni. Fyrir tveimur árum byrjaði ég að lesa mér mikið til um föstu og ákvað að láta slag standa og prófa eftir mikinn lestur. Núna borða ég alltaf síðustu máltíðina, kvöldmáltíðina, rétt fyrir átta á kvöldin og reyni svo að borða ekkert þar til 12:00 daginn eftir. Fyrstu morgnana fannst mér erfitt að breyta út af vananum og fá ekkert að borða en viku seinna var mér farið að finnast þetta hafa margfalt fleiri kosti en galla. Minn veikleiki voru kvöldin en það var á þeim tíma sem ég datt í nammiskúffuna. Af þeirri ástæðu hætti ég nánast alveg að láta ofan í mig nammi og sykur því eini tími dagsins sem ég sóttist eftir því var á kvöldin. Ég fór að sofa mikið betur, en eftir að ég byrjaði á þessu sef ég nánast allar nætur án þess að vakna fyrr en vekjaraklukkan hringir og vakna þá útsofin og tilbúin í daginn. Um helgar æfi ég á morgnana og þá á fastandi maga og finnst ég ná mikið betri æfingu, sérstaklega þegar ég er að taka hlaupaæfingar. Áður en ég byrjaði á þessu var ég alltaf að eiga við miklar
32
blóðsykurssveiflur. Ef ég varð svöng, leið mér alltaf eins og ég hefði ekki borðað í heilan dag, fékk hausverk, varð óglatt og leið illa. Svo borðaði ég og leið eins og ég hefði fyllt magann af steinum og varð alltof södd. Í dag er allt miklu jafnara, mér líður ekki illa þó ég verði svöng og kemst af í lengri tíma án matar en áður. Það er eins og líkaminn læri að nota það sem hann hefur í staðinn fyrir að treysta alltaf á að það sé matur í maganum sem hann getur notað sem orkugjafa. Ég hef verið með mígreni í mörg ár og fékk mígrenisköst af og til en þau hafa ekki komið í tvö heil ár eftir að ég byrjaði á þessu. Til þess að byrja með notaði ég app sem heitir Zero sem hjálpar manni að fylgjast með og hvetur mann áfram. Það erfiðasta við föstuna fannst mér að sleppa uppáhalds máltíð dagsins, að mínu mati, morgunmat. Ég fór því að leggja mikið upp úr því að gera alltaf mjög góðan hádegismat um helgar sem kom í stað morgunmatarins. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftum af því sem ég geri í nánast hvert skiptið sem ég geri bröns en ef þetta er allt saman á boðstólnum virðast allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í öllum góðum brönsboðum þarf að vera bæði hollur og sætur kostur í boði, en þær uppskriftir sem ég ætla að deila með ykkur eru allar í hollari kantinum og ættu því að henta flestum. Allar uppskriftirnar eru gerðar úr hráefnum frá Himneskri Hollustu en ástæðan fyrir því að ég vel að nota þær vörur er sú að ég veit að ég er að fá 100% lífrænar vörur sem eru góðar fyrir líkama og sál.
Apríkósupestó 100 gr apríkósur 100 gr sólþurrkaðir tómatar 1 dl kashjúhnetur 1 dl ólífuolía 1 lúka steinselja Salt
Eplakaka 2 græn epli 2 dl haframjöl 2 dl kókosmjöl 2 msk kókosolía 2 tsk kanill
1 tsk vanilludropar 2 msk Granulated stevia frá Good Good Súkkulaði að eigin vali – ég nota oftast súkkulaðirúsínur Bláber
Skerið epli niður í þunnar sneiðar og raðið í botn á eldföstu móti.
Hér er mikilvægt að apríkósurnar séu mjúkar og ferskar, annars getur verið erfitt að mauka þær eins og við viljum hafa þær. Apríkósurnar frá Himneskri Hollustu eru alltaf mjúkar þegar ég opna pakkann og því vel ég þær frekar en aðrar. Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og blandið. Þetta pestó er unaðslegt með kotasælubollunum hérna að ofan eða á hrökkbrauð.
Blandið öllum hráefnum saman nema (súkkulaðinu og bláberjunum) með sleif eða í hrærivél. Stráið því yfir eplin. Setjið það súkkulaði sem þið veljið ykkur yfir mulninginn. Setjið inn í ofn á 200 gráður í 12-15 mínútur. Berið fram með rjóma eða ís og bláberjum.
Kotasælubollur 5 dl gróft heilhveiti frá Himneskri Hollustu 2 tsk lyftiduft 250 gr kotasæla
1 msk olía ½ msk salt 1 dl mjólk 1 dl sesam fræ til að strá yfir
Blandið öllu saman en endið á mjólkinni þar sem það gæti þurft minna eða meira af henni, blandið henni hægt og rólega við og metið hversu mikið þarf af henni, deigið á að vera klístrað. Útbúið sirka 10 bollur með skeið á bökunarplötu og bakið í ofni við 180 gráður í 20 mínútur.
Vöfflur 7 stk
4 egg 4 dl mjólk 4 dl haframjöl
1 dl kókosmjöl 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanilludropar
Setjið haframjölið og kókosmjölið frá Himneskri Hollustu í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til það verður að grófu dufti. Blandið þá öllum innihaldsefnunum saman og hellið deiginu í sirka 7 skömmtum í vöfflujárn. Berið fram með sultu, rjóma og berjum.
Jógúrt Ég elska þegar það er boðið upp á jógúrt í bröns, því það er bæði hollt en samt sætt. Ég set alltaf jógúrt í krukkur og set svo múslí og kókosflögur frá Himneskri Hollustu, ber og hunang ofan á eins og sést á myndinni hér. Þetta gerir svo mikið fyrir borðið og bragðast unaðslega.
33
HOLLUSTA
JACKFRUIT Í STAÐINN FYRIR KJÖT Júlía heilsumarkþjálfi og heilsukokkur Lifðu Til Fulls deilir með okkur girnilegri uppskrift með jackfruit. Sjálf smakkaði hún jackfruit fyrst á mexíkóskum veitingastað í Miami fyrir nokkrum árum. Áferðin kom henni skemmtilega á óvart en hún minnir töluvert á „pulled pork” þrátt fyrir að vera í raun ávöxtur. Fagnaði hún því þegar jackfruit frá Biona var loks í boði hér á landi. Jackfruit Chilli
3. Á meðan grænmetið er í ofni hitið stóran pott með olíu. Steikið rauðlauk, hvítlauk, bætið við kryddum og jackfruit í nokkrar mínútur – tætið jackfruit á pönnunni með spaða. Bætið við tómötum úr dós, næringargeri, tómatmauki, 300 ml af vatni og baunum og leyfið suðu að koma upp. Lokið, lækkið hitann í miðlungshita og leyfið að malla í 30 mínútur, hrærið af og til. Bætið við örlítið meira af vatni eftir þörfum.
Glúteinlaus og sykurlaus Eldunartími: 30 mín Fyrir 4 2 msk ólífuolía eða avókadóolía 1 stór sæt kartafla, flysjuð og skorin í bita 3-4 gulrætur eða ¼ grasker, skorið í bita 1 rauð paprika, skorin í bita 1 tsk rósmarín 300 ml vatn 1 rauðlaukur, annar helmingur skorinn í stóra bita og hinn helmingur saxaður 2 hvítlauksgeirar, pressaðir ½ tsk kúmenduft 1 tsk kóríanderduft ½ tsk paprikuduft ¼ tsk chilliflögur 400 g tómatar í dós frá Biona 400 g jackfruit frá Biona 400 g dós nýrnabaunir eða smjörbaunir frá Biona 3 msk tómatpúrra frá Biona
34
1-3 msk næringarger frá KAL (gefur gott ostabragð) 400 gr kókósmjólk frá Biona eða sýrður rjómi Tortillaflögur frá Amaizin Avókadó Ferskur kóríander
4. Hrærið fersku kóríander saman við rétt undir lok og kryddið að vild. Berið fram með salati. Mér finnst best að skreyta réttinn með kókosmjólk frá Biona eða sýrðum rjóma, smá næringargeri, kóríander, avókadó og mylja tortilluflögur frá Amaizin yfir. Rétturinn er geggjaður hitaður upp líka.
1. Hitið ofninn í 220 °C.
Á heimasíðu lifdutilfulls.is má sjá fjölda ókeypis uppskrifta og ráð að breyttum lífsstíl ásamt upplýsingum um námskeið Júlíu og uppskriftabókina Lifdu Til Fulls.
2. Skerið sætu kartöfluna og gulræturnar eða graskerið og setjið í eldfast mót með ólífuolíunni og smá rósmarín. Bakið í ofninum í 15 mínútur. Hrærið aðeins í grænmetinu, bætið paprikunni við og eldið í 15 mín. í viðbót eða þar til grænmeti er eldað.
Lifdutilfulls.is facebook.com/lifdutilfulls instagram.com/lifdutilfulls
25% AFSLÁTTUR
NÝTT
NÝTT
Í NETTÓ
Í NETTÓ
HOLLUR OG BRAGÐGÓÐUR VALKOSTUR Í DAGSINS ÖNN
ÝTT
25% 20% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Bragðgott hnetusnarl
Ávaxtadrykkir stútfullir af orku chiafræ - vítamín - omega 3 trear - prótein
Gómsætir chiagrautar
HOLLUSTA
VANDAÐU VALIÐ! Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í almennum lyflækningum og fyrirlesari.
Gæti vöruval þitt í dag haft eitthvað að segja fyrir heilsu þína í framtíðinni? Stutta svarið við því er einfaldlega „já!”. Samband mataræðis og heilsu hefur margoft verið rannsakað. Þó ákveðin tengsl séu umdeild, þá er það óumdeilanleg staðreynd, að ákveðið mataræði getur aukið hættuna á fjölda sjúkdóma, þar á meðal hjartasjúkdómum, krabbameini, sykursýki, og offitu svo eitthvað sé nefnt. Við höfum líklegast flest heyrt yfirlýsinguna „Þú ert það sem þú borðar”, en hvað þýðir það í raun og veru? Jú, það er vissulega mikið til í þessu. Það er nefnilega hægt að sjá þetta fyrir sér þannig að næringarefni úr fæðunni veiti líkamanum byggingarefni fyrir þær óteljandi frumur sem hann endurnýjar daglega. Ef byggingarefnið er lélegt er einfaldlega ekki hægt að búast við því að útkoman verði góð. Þá er ólíklegt að musteri sálarteturs okkar standi óhaggað í fjölda ára, vel í stakk búið til að standast veður og vind. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, að maður er ekki einungis það sem maður borðar og tekur upp í gegnum meltingarveginn, heldur líka það sem maður ber á sig og tekur upp í gegnum húðina, það sem maður andar að sér og tekur upp í gegnum öndunarfæri og slímhúð o.s.frv. Þar fyrir utan eru það ekki einungis næringarefni sem við tökum upp úr fæðunni, heldur líka alls kyns aukaefni eins og skordýraeitur, litarefni, ýruefni og fleira. Svo flækist málið enn frekar, því ekki nóg með að erfitt sé að vita hvaða matvara er raunverulega holl, heldur er snyrti- og hreinsiefnabransinn líka stöðugt að selja okkur hreinsi-, heilsu- og snyrtivörur sem eiga að bæta líðan okkar og útlit og þrífa heimilin okkar með ofurkrafti.
36
Þær valda margar hverjar skaðlegum áhrifum á ákveðnum kerfum líkamans, og í raun værum við mun betur sett án flestra þeirra. Þetta eru einungis örfá dæmi um vöruflokka sem geta innihaldið falin efni sem eru okkur skaðleg. Þau finnast hvarvetna í nútímasamfélagi og eflaust gera fæstir sér grein fyrir því hversu gríðarleg útbreiðsla þeirra er. Þau herja á okkur daglega og flestir eru algerlega ómeðvitaðir um hættuna sem af þeim getur stafað. Slíka þekkingu má rekja til umfangsmikilla rannsókna vísindamanna í hinum ýmsu fögum, svo sem læknisfræði, erfða-, lífefna- og faraldsfræði en umræðan nær því miður allt of sjaldan til almennings. Sjálf nálgast ég viðfangsefnið út frá læknisfræðinni og þá sérstaklega „umhverfislæknisfræði”, sem er fag sem ég kynntist í grunnnámi mínu í Kaupmannahafnarháskóla. Það fjallar í stuttu máli um sjúkdóma af völdum utanaðkomandi þátta í umhverfi okkar nútímafólks. Þó svo að allir sjúkdómar veki áhuga minn þykir mér krabbamein - og þá sérstaklega fyrirbygging þeirra - sérstaklega áhugaverð. Tíðni krabbameins og dánartíðni fer ört vaxandi um allan heim. Ástæðurnar eru flóknar en endurspegla bæði hækkandi meðalaldur og íbúafjölgun, sem og breytingar á algengi og dreifingu helstu áhættuþátta krabbameina, sem margir hverjir tengjast félagslegri efnahagsþróun og þar með lifnaðar- og umhverfisþáttum. Tóbaksreykingar eru t.d. eitt þekktasta dæmið um umhverfisáhættuþátt en minna þekktir áhættuþættir og eituráhrif í nærumhverfi okkar eru viðfangsefni sem mér þykir skorta meiri og háværari umræðu um.
„STÖÐUGT VAXANDI VÖRUÚRVAL GERIR OKKUR ÞÓ ERFITT FYRIR AÐ VELJA RÉTT Í „FRUMSKÓGI” BÚÐA-REKKANNA, EN KEMUR Á SAMA TÍMA MEÐ NÝJAR LAUSNIR FYRIR OKKUR SEM ERUM ÓÞREYTANDI Í LEIT OKKAR AÐ „BETRI KOSTINUM” ÞEGAR KEMUR AÐ ÖLLU VÖRUVALI.” Og hvers vegna eru þessi eituráhrif frá umhverfi svona áhugaverð? Jú, vegna þess að rannsóknir síðustu ára bæta stöðugt í bunka sönnunargagna um að ytri þættir eigi verulegan þátt í þróun krabbameina og annarra sjúkdóma. Þar að auki hafa rannsóknir leitt í ljós að miklu máli skiptir hvað mæður setja ofan í sig og á, á meðan þær bera börn sín í móðurkviði, því það getur haft mikið að segja fyrir heilsu og þroska barna þeirra. Einnig hafa alþjóðlegar og faraldsfræðilegar rannsóknir hingað til gefið sterkar vísbendingar um að ákveðnar tegundir sjúkdóma megi rekja til þátta í umhverfinu vegna svæðistengdra breytileika í tíðni þeirra, þ.e.a.s. algengi sjúkdómanna er misjafnt eftir löndum/heimshlutum. Það er ekki síður athyglisvert, að innflytjendur frá löndum með lága tíðni krabbameina þróa með sér aukna áhættu sem er í samræmi við hið nýja umhverfi þeirra. Rannsóknirnar eru eins og eitt lítið púsl í heildarmyndinni, og heildarmyndin er að verða nokkuð skýr - við getum óneitanlega haft ómæld áhrif á heilsu okkar og líðan með því að velja vörur sem fara vel með frumur líkamans. Það er augljóslega ekki pláss fyrir upptalningu og umfjöllun allra skaðlegra efna og hvar þau leynast í þessari stuttu grein. Mitt markmið er þó að gera lesendum grein fyrir að ábyrgðin er að töluverðu leyti í þeirra höndum og það er ótalmargt sem hægt er að gera, til að minnka líkur þeirra á myndun langvinnra lífsstílssjúkdóma í framtíðinni. Það er auðvitað ýmislegt annað sem getur valdið röskun á jafnvægi líkamans. Meðfæddir gallar í erfðaefni geta t.d. valdið arfgengum kvillum, en það eru skaðlegu umhverfisþættirnir sem við höfum hvað best tök á að stjórna. Stöðugt vaxandi vöruúrval gerir okkur þó erfitt fyrir að velja rétt í „frumskógi” búða-rekkanna, en kemur á sama tíma með nýjar lausnir fyrir
okkur sem erum óþreytandi í leit okkar að „betri kostinum” þegar kemur að öllu vöruvali. Blessunarlega hefur þetta verið einfaldað töluvert fyrir okkur neytendur, þar sem við getum nú valið okkur vörur sem merktar eru með svokölluðum umhverfismerkjum sem fyrirtæki og vöruframleiðendur geta notað að uppfylltum skilyrðum. Eitt þessara merkja er Svansmerkið, gæðavottun sem var sett á fót fyrir rúmum 20 árum en að því standa helstu sérfræðingar Norðurlandanna á sviði umhverfismála. Það frábæra við merkið er að neytendur geta treyst því að í vörunum séu ekki ofnæmisvaldandi ilm- og rotvarnarefni, hormónaraskandi efni né míkróplast. Þar að auki uppfylla vörurnar kröfur um lágmarks umhverfisáhrif í framleiðsluferli þeirra. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu. Einnig er gott að líta eftir vörum sem merktar eru Evrópublóminu - en í framleiðsluferli þeirra hefur skaðlegum umhverfisáhrifum verið haldið í lágmarki og Bláa kransinum - en hann er staðfesting á því að innihald vöru sé sérstaklega valið til að minnka hættu á ofnæmi hjá notendum. Mér til mikillar ánægju hefur úrval metnaðarfullra framleiðenda sem kjósa að fá Svansmerkinguna og önnur umhverfismerki aukist töluvert hér á landi og blessunarlega hafa sumar matvörubúðir sett sér það markmið að veita okkur gott úrval þessara vara. Nettó er mjög framarlega á þessu sviði og þangað hvet ég neytendur til að fara og uppgötva það frábæra vöruúrval sem er í boði, fyrir bæði fullorðna, börn og heimilisdýr!
Vörurnar frá Änglamark eru Svansvottaðar og án astmaog ofnæmisvaldandi efna.
MUTTI FÍNT SAXAÐIR TÓMATAR LEYNDARMÁL SÍÐAN 1971
Mutti fínt söxuðu tómatarnir eru einstök vara sem sameinar safann úr tómatinum við smátt skorið holdið og heldur í ferskleika ávaxtarins. Býður upp á sama flotta rauða lit og ávöxturinn að sumri. Innihald: Tómatar 99,8%, salt.
MUTTI PIZZASÓSA
PIZZUR ERU LISTAVERK
Mutti pizzasósan er bragðmikil og hefur þétta áferð. Hún dreifist jafnt yfir pizzuna og gefur hárrétt bragð og lit til þess að gera hverja pizzu einstaka. Innihald: Tómatar 99,2%, salt, basilika 0,05%, óreganó 0,04%, laukur 0,03%, náttúruleg bragðefni.
MUTTI SAN MARZANO TOPPURINN Í SÓSUGERÐ
Mutti San Marzano plómutómatar hafa sætt bragð og lágt sýruhlutfall. Þeir eru þekktir fyrir þétt aldinkjöt, djúpan rauðan lit, húð sem auðvelt er að fjarlægja og lágt hlutfall af fræjum. Þykja bestu tómatarnir í pizzasósu pasta og pizzasósur. Innihald: Flysjaðir San Marzano tómatar og San Marzano tómatsafi.
25% AFSLÁTTUR
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
ÞÚ FINNUR GÆÐIN MEÐ BROS Á VÖR TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!
25% AFSLÁTTUR
Til hamingju pokarnir bíða þín glaðir í bragði í næstu verslun. Það er alltaf stutt í brosið ef þig vantar bragðgóða hollustu, nasl eða nesti fyrir heilbrigðan lífsstíl og gleði.
Til hamingju með þetta Baunir og linsur Hnetur og fræ Hamingjusnakk Kókos og rúsínur Múslí og morgunkorn
NÝTT Í NETTÓ
Lífrænn 100% safi frá Änglamark
25% AFSLÁTTUR
Við minnkum matarsóun með nýjum umbúðum sem hægt er að loka aftur.
NÝ TT FRÁ ÄNGL AMARK
25% AFSLÁTTUR
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
BOB’S RED MILL ER NÚ LOKS FÁANLEGT Í NETTÓ
25% 25% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
HOLLUSTA
LITHIMNAN VÍSAR VEGINN AÐ BÆTTRI HEILSU Við hittum Bryndísi Hákonardóttur sölu- og markaðsstjóra hjá Artasan sem jafnframt er næringarþerapisti frá Center for Ernæring og Terapi í Kaupmannahöfn og lithimnulesari frá International School of Detoxification og School of Natural Health and Sciences. Bryndís hefur um árabil lesið í augu fólks til að skoða ástand líkamans. Við ákváðum að forvitnast aðeins meira um þessi áhugaverðu fræði sem lithimnulestur er. Hvað er lithimnulestur? Sagt er að augun séu spegill sálarinnar og efa ég ekki að mikill sannleikur felist í því. En augun eru einnig gluggar sem sýna innra ástand líkamans. Miðtaugakerfi líkamans er tengt öllum líffærakerfum, líffærum og öðrum svæðum í líkamanum og sjóntaug augans er tengd miðtaugakerfinu og tekur við upplýsingum um stöðu líkamans. Þannig teiknast ástand líkamans í lithimnu augans. Með lithimnugreiningu getur maður lært ýmislegt um eigin heilsu, bæði líkamlegt og andlegt. Lithimna augans er skoðuð með stækkunargleri eða tekin mynd af auganu og lithimnan greind. Lithimnugreining er þó ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér, en getur sýnt ástand líffæra og líkamskerfa, erfðaveikleika, meltingarvandamál, uppsöfnun úrgangsefna, bólgumyndanir, upptöku næringarefna, sýrustig líkamans og margt fleira. Þannig getur lesningin hjálpað fólki að skilja betur hvað það er að fást við. Er lithimnulestur fyrir alla? Já, lithimnulestur er fyrir alla sem hafa áhuga á að kíkja inn í líkamann. Samkvæmt minni reynslu hefur lithimnugreining verið einstaklega gagnleg fyrir fólk sem hefur verið að berjast við ýmis heilsufarsvandamál í lengri eða skemmri tíma og eru ekki að finna lausn á ástandinu. Þegar maður ætlar að takast á við sín heilsufarsvandamál án þess að vita hver undirliggjandi orsök er, getur verið svolítið erfitt að vita hvar maður á að leggja áherslurnar. Þar getur lithimnugreiningin komið að góðum notum.
44
Er það eitthvað eitt sem er algengt að sjá í augum Íslendinga? Kannski ekki eitthvað eitt, en það sem ég sé gjarnan er að margir eru að kljást við meltingarvandamál. Ekki að það komi neinum á óvart, en það er svo mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að meltingin okkar starfi sem allra best. Hippocrates, sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar, hélt því fram að heilsa fólks liggi í meltingunni og að slæm melting væri rót alls ills. Einnig sé ég oft uppsöfnun í sogæðakerfi og veikleika í nýrum og húð sem getur haft ansi neikvæð áhrif á heilsu og orkubúskap hjá fólki. Hvað sem það er sem maður sér hjá fólki, jafnvel þó við séum að tala um erfðaveikleika, þá getum við alltaf gert eitthvað til að okkur líði betur. Líkami okkar er svo ótrúlega öflugur og vinnur ávallt í því að finna betra jafnvægi. Ef við gefum líkamanum þau verkfæri sem þarf til þá er magnað hvað getur gerst. Við þurfum bara að læra að hlusta betur á líkamann. Þar sem að melting okkar Íslendinga er svona viðkvæm áttu einhver góð ráð fyrir okkur? Að sjálfsögðu. Við þurfum að átta okkur á því að við meltum ekki eingöngu matinn sem við borðum heldur erum við alltaf að melta lífið og tilveruna og því er mikilvægt að huga að öllum þessum þáttum. Þegar við fæðumst erum við um 80-90% vökvi. Á fullorðinsárum erum við í kringum 70% vökvi og þegar við deyjum í kringum
„ LÍKAMI OKKAR ER SVO ÓTRÚLEGA ÖFLUGUR OG VINNUR ÁVALLT Í ÞVÍ AÐ FINNA BETRA JAFNVÆGI. EF VIÐ GEFUM LÍKAMANUM ÞAU VERKFÆRI SEM ÞARF TIL ÞÁ ER MAGNAÐ HVAÐ GETUR GERST. VIÐ ÞURFUM BARA AÐ LÆRA AÐ HLUSTA BETUR Á LÍKAMANN.” 50% vökvi. Bara þessi vitneskja ein segir okkur það hversu mikilvægt er að vökva okkur vel. Ofþornun getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér, s.s. þreytu og orkuleysi, blóðþrýstingurinn getur farið úr jafnvægi, meltingartruflanir og ótímabær öldrun. Munum að tyggja matinn vel og það sem meira er borðum salatið á disknum. Munum að vökva. Ávextir, ber og grænmeti eru eitt það besta sem við setjum ofan í okkur til að vökva líkamann. Og ekki nóg með það heldur er innihald vítamína, steinefna, trefja og ensíma í hámarki í lifandi fæðu. Munum að drekka vel af vökva sem vökvar. Því miður er kaffi, áfengi, gosdrykkir og orkudrykkir ekki partur af þeim vökvum. Vatn með sítrónu, nýpressaðir safar og jurtate eru mjög góðir vökvar til að drekka á milli mála. Við þurfum að vera vakandi yfir meltingunni okkar. Hvernig erum við að melta matinn sem við erum að setja ofan í okkur? Fæðan okkar á að vera orkugjafinn okkar svo við getum keyrt lengra, en ekki hafa þau áhrif að okkur langi til að leggjast í sófann. Við viljum þó engar öfgar í neinu, heldur átta okkur á því hvaða orka passar okkur best á þeim stað sem við erum. Hvað er það sem gefur okkur orku og hvað er það sem tekur frá okkur orku. Dísilbíll keyrir ekki langt á bensíni, þó er bensín fínasta orka. Með því að hlusta á líkamann og vera meðvitaður um orkuna okkar lærum við fljótt að sjá hvað það er sem gefur okkur orku og hvað ekki. Vítamín geta hjálpað mörgum. Ef við vitum að okkur vantar ákveðin vítamín er mikilvægt að ná í þau hvort sem er í gegnum fæðuna eða í bætiefnaformi. Ég passa alltaf vel upp á meltinguna og tek góð meltingarensím til að tryggja góða meltingu og góða góðgerla til að passa upp á þarmaflóruna. Svo tek ég auðvitað D-vítamín daglega og tek reglulega önnur vítamín eins og B-vítamín, Krill-olíu og góða beinablöndu. Gott er að hreinsa líkamann einu sinni eða oftar á ári og taka þá 7-10 daga í senn þar sem þú borðar eingöngu auðmelta grænmetisfæðu eða ferð á safaföstu. Hreinsanir eru einstaklega góð leið til að hvíla meltinguna, núllstilla líkamann og þannig ná betra jafnvægi og orku.
Hreyfing er líka mikilvægur hluti að góðri heilsu. Reglulegir göngutúrar úti í náttúrunni gera kraftaverk fyrir líkama og sál. Lykillinn er að ganga reglulega og helst daglega í a.m.k. 30 mínútur í einu. Hérna er það aginn að ganga daglega sem skiptir sköpum. Ofreynsla er jafn slæm fyrir okkur og að hreyfa sig ekki neitt. Við þurfum svolítið að læra þetta jafnvægi í öllu. Svo má ekki gleyma að hvíldin er jafn mikilvæg og hreyfingin. Við eigum það til að gleyma líkamsbeitingunni. Beittu líkamanum eins og þig langar til að líða og taktu eftir kraftaverkinu sem gerist. Niðurlút manneskja er ekki full af orku og lífsgleði, eða hvað? Prófaðu að standa bein/n í baki og brosa og sjáðu hvaða áhrif það hefur á líðan þína. Góður svefn er mjög mikilvægur heilsunni. Ekki borða a.m.k. 2-3 tímum fyrir svefninn og helst ekki borða neitt eftir kvöldmatinn. Fáðu þér kamillute 1-2 tímum fyrir svefn og forðastu alla örvandi drykki s.s. kaffi, áfengi og gos- eða orkudrykki. Svo má ekki gleyma andardrættinum. Við lifum ekki lengi án þess að anda en sjaldan gefum við andardrættinum gaum. Við ættum að stoppa nokkrum sinnum yfir daginn og taka stöðuna á andardrættinum okkar. Ef við finnum fyrir stressi ættum við að taka tveggja mínútna pásu og anda djúpt inn og blása frá okkur loftinu eins lengi og við getum. Gera þetta nokkrum sinnum og sjá hvort stressið minnki ekki. Gott er að gera þetta sitjandi, því ef við erum óvön að fá mikið súrefni getur okkur svimað. Taugakerfið er nátengt andardrættinum en sterkt taugakerfi er mjög mikilvægt góðri heilsu. Stressið sem við lifum við í nútíma heimi er að hafa mjög slæm áhrif á taugakerfið okkar. Veikt taugakerfi er ástæða fjölmargra sjúkdóma í dag. Svo er það einstaklega heilsueflandi að muna eftir góða skapinu, vera í þakklæti og ekki eyða of mikilli orku í að stýra öllu(m) í kringum okkur. Við erum mjög gjörn á að vilja hafa stjórn á hlutunum og oft hlutum sem við getum ekki stjórnað. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þessi „stýring“ tekur mikla orku frá okkur sjálfum. Við þökkum Bryndísi fyrir góð ráð og að kynna okkur fyrir lithimnulestri. Bryndís heldur úti síðunni www.yourbodyknows.is þar sem er að finna greinar um lithimnulestur ásamt öðrum heilsutengdum greinum og hollum uppskriftum. Vefurinn er á ensku. Hægt er að panta tíma í lithimnulestur hjá Bryndísi í brh@yourbodyknows.is.
45
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
LEYFÐU ÞÉR SMÁ VALOR SYKURLAUST HÁGÆÐA SÚKKULAÐI
#valoriceland
TÆRT & EINFALT
KOFFÍNVATN
ENGIN SÆTUEFNI ENGAR HITAEININGAR ENGINN SYKUR ENGIN KOLVETNI
HOLLUR LESTUR V
Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ
KETÓFLEX 3 - 3 - 1
4.424 KR
Áður: 5.899 kr
25% AFSLÁTTUR
Á EIGIN SKINNI
ÁN FILTERS
2.849 KR
Áður: 3.799 kr
2.849 KR
Áður: 3.799 kr
GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG SALT
2.849 KR
Áður: 3.799 kr
15%
AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
VERTU
NáTTúRUAFL án gervi bragð- og litarefna Vegan Án viðbætts sykurs og sætuefna án pálmaolíu
BYGG
SÚRKÁL – SÝRT GRÆNMETI
Bankabygg – þetta gamla góða, 12% trefjar og hollustan í botni.
- Prófaðu að búa til salat úr súrkáli; kreistu safann af kálinu og settu í skál (notaðu safann síðar eða drekktu hann ). Blandaðu dálitlu af rifnum gulrótum, söxuðum lauk og lífrænni grískri jógúrt saman við. Kryddið eftir smekk t.d. með möluðum svörtum pipar.
Bygg frá Móður Jörð er hrein afurð og lífrænt vottuð. Bygg er skilgreint sem ofurfæða með sín góðu og flóknu kolvetni, hátt hlutfall trefja og beta-glucana sem jafna sykurstuðul en dagleg neysla þeirra er sögð draga úr líkum á hjartasjúkdómum. Bygg er auk þess ein besta næring sem góðgerlar í meltingarfærunum fá og hjálpar til við að halda flórunni í lagi.
Perlubygg – úrvals bygg, trefjaríkt (6%), létt og ljóst. Suðutími 15 mínútur.
GRÆNMETISBUFFIN
Móðir Jörð í Vallanesi framleiðir þessi grænmetisbuff úr hráefni sem ræktað er í lífrænni ræktun á Íslandi. Þau innihalda hráefni úr jurtaríkinu, eru forelduð og þau þarf einungis að hita upp á pönnu eða grilli. Grænmetisbuffin frá Móður Jörð eru tilvalin sem uppistaða í grænmetisrétt, þau eru 100% lífræn. Vegan.
Móðir Jörð í Vallanesi framleiðir ýmsar tegundir af súrkáli og öðru sýrðu (gerjuðu) grænmeti úr hráefni sem ræktað er á staðnum. Í lífrænni ræktun taka plönturnar upp meira magn af næringarefnum og steinefnum og eru ríkari af örverum. Gerjunin kallar fram góðgerla sem eru nauðsynlegir fyrir heilbrigði þarmaflórunnar. Sýrt grænmeti er afbragsmeðlæti með öllum mat.
- Sýrt grænmeti frá Móður Jörð er til í mörgum útgáfum. Tilvalið er að nota sýrt grænmeti á smásnittur og með pinnamat. - Prófaðu að setja sýrt hnúðkál frá Móður Jörð eða Hvítt kimchi út á pizzur eða ofnrétti.
25% AFSLÁTTUR
KAFFIBOOST* 3 Dropar Stevia frá Good Good 3 dl MINOR FIGURES OAT M*LK 2 dl Kaffi 4 Döðlur Klakar
25% 25% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
*Mynd og uppskrift eftir Írisi Blöndahl
frá ávexti í flösku aldrei þykkni
25% AFSLÁTTUR
Sólin skín við hvern sopa
15%
AFSLÁTTUR
LÍFRÆNIR ÁVAXTASAFAR enginn viðbættur sykur
20% AFSLÁTTUR
Ég, Bjé og Djé! Mynd: Nína Björk Hlöðversdóttir
Ebba Guðný hefur verið dugleg að deila með landsmönnum góðum ráðum að heilbrigðum lífsstíl. Hér deilir hún með okkur mikilvægi D-vítamíns og B12. Sólin okkar er megin uppspretta D- vítamíns enda er það oft kallað sólarvítamínið. Það eru mörg ár síðan ég fór að taka inn D-vítamín á veturna og gæta þess að fjölskyldan gerði slíkt hið sama. Ég er dauðfegin að hafa áttað mig á mikilvægi þess og fann fljótt hvað skammdegið varð miklu auðveldara og hvað lundin hresstist. Einnig urðu allir á heimilinu mun sjaldnar lasnir. Ég er oft spurð að því hvað ég tek mikið D-vítamín á dag. Ég get ekki sagt til um hvað hentar öðrum en ég hef tekið í kringum 3000 IU (international untis) á dag í nokkur ár, en minnka inntökuna í júlí og ágúst. Á sumrin reyni ég að nýta sólina en þó skynsamlega. Ef ég eða einhver á heimilinu er að verða lasin, þá spreyja ég strax vænum skammti af D-vítamíni upp í okkur (10-15þ IU) til að kýla ónæmiskerfið í gang. Oftast skautum við þannig fram hjá pestinni. Snjallt er að fara í blóðprufu ca. einu sinni á ári til að athuga hvar maður stendur í viðmiðunarmörkum. Ég var aðeins lengur að átta mig á mikilvægi B12 sem er vatnsleysanlegt vítamín. Hlutverk B12 eða kóbalamíns er að taka þátt í myndun rauðra blóðkorna sem sjá um að flytja súrefni um líkamann. Einnig kemur kóbalamín við sögu í myndun og starfi taugakerfisins. Ég er ein af þeim sem er alltaf hætt við járnskorti, vegna mikilla blæðinga í hverjum mánuði. Ef ég geri ekkert í málunum lækka ég á smám saman
Ég mæli heilshugar með Better You spreyjunum. niður í ekki neitt og enda með járn í æð á næstu heilsugæslustöð. Eftir að ég fór að taka þetta alvarlega, tek ég B12 flesta daga og járn um það bil 7-10 daga í mánuði, finn stóran mun á líðan minni og það eru engar ýkjur. Ég hef miklu meiri orku og úthald, bæði andlega og líkamlega, í allar daglegar athafnir. Það er hræðilega erfitt að vera í skorti á þessum vítamín- og steinefnum og algjör Einkenni B12 skorts geta verið margvísleg og vil ég nefna nokkur sem gott er að vera meðvituð um: n Orkuleysi og slen n Minnisleysi og vitglöp n Nálardofi í hand- og fótleggjum n Eymsli í vöðvum n Erfiðleikar með gang n Mæði og óreglulegur hjartsláttur n Niðurgangur eða harðlífi n Andleg veikindi eins og
þunglyndi, kvíði lélegt minni og félagsfælni
Öll B-vítamín eru vatnsleysanleg og því þarf að taka þau inn reglulega.
óþarfi. Mér finnst B12 þar að auki auka einbeitingu og hjálpa minninu mikið. B12 skortur er líklegri hjá þeim sem sneiða mikið til hjá dýraafurðum, drekka áfengi í óhófi og þeim sem eru með skerta næringarupptöku eins og vegna langvarandi notkunar á sýrubindandi lyfjum og/eða annarra meltingarsjúkdóma. Eftir því sem árin færast yfir erum við þar að auki líklegri til að þjást af B12 skorti. Mér finnst Better You munnúðarnir mjög þægilegir og handhægir í notkun. Auðvelt er að hafa þá í töskunni eða einfaldlega á eldhúsborðinu þar sem allir eiga viðkomustað að minnsta kosti einu sinni á dag. Munnúðarnir tryggja hraða og mikla upptöku af því vítamínin seytla í gegnum slímhúðina í munninum og beint út í líkamann. Þannig er upptakan betri og engin hætta á magaónotum hjá viðkvæmum. Ég mæli heilshugar með Better You spreyjunum.
FJÖ
FJ
F RÁ
FRÁ
sem við þekkjum og treystum
B Ú i nu á h
ei ð 1
I
FRÁ F JÖL
b
Y L DU
bæ
FRÁ
L SK
ar
in LDUBÚ u Í E LL I ð A MM HVA
us i sem við þekkjum og treystum
ki
u
ölf frá
ÍSLENSKUM BÆNDUM
SK Y
al
kró
ú in
í
BÚ i nu á h j
ÍSLENSKUM BÆNDUM
sem við þekkjum og treystum
n u m á n e s l æk
YLDU
frá
frá
ÍSLENSKUM BÆNDUM
du æn
LSK
la
j
FJÖ
L D U nn i á r e yk
FRÁ
SK Y
ab
ÖL
frá
ÍSLENSKUM BÆNDUM sem við þekkjum og treystum
frá
ÍSLENSKUM BÆNDUM sem við þekkjum og treystum
Við hjá Ísfugli erum gríðarlega stolt af bændunum okkar. Þess vegna bjóðum við nú mun aðgengilegri og ítarlegri upplýsingar um hver ræktar kjúklinginn hverju sinni. Þetta er hrein viðbót við s.k. rekjanleikanúmer sem framleiðslan hefur verið merkt með til fjölda ára. Neytendur geta nú auðveldlega séð hvaða Ísfuglsbóndi ræktar kjúklinginn þeirra með límmiða sem er á umbúðunum.
ÞÚ FÆRÐ FERSKA HOLLUSTU ÚR 20% HAFINU Í NETTÓ! AFSLÁTTUR
Ýsuflök Bleikjuflök Laxaflök
Lax í sítrónu og kóríander
Langa á gríska vegu
Þorskur í hvítlauk og basil
GRANÓLA MÚSLÍ MEÐ FROSTÞURRKUÐUM JARÐARBERJUM ÁN VIÐBÆTTS SYKURS
NÝTT
Í NETTÓ
25% AFSLÁTTUR
+ Trefjaríkt + Ekkert hveiti + Kólesterólfrítt + Gott geymsluþol + Án rotvarnarefna
30% AFSLÁTTUR
PIPAR\TBWA
ÞAÐ SÉST HVERJIR DREKKA KRISTAL
HOLLUSTA
HEILSUMAMMAN
Oddrún Helga Símonardóttir heilsumarkþjálfi, matarbloggari og námskeiðshaldari. Það eru rúmlega 10 ár síðan ég ákvað að ég þyrfti að breyta um áherslur. Ég var rúmlega þrítug með tvö lítil börn en mér leið eins og ég væri eldgömul. Auðvitað höfðu svefnlausar nætur eitthvað um það að segja en ég var orðin alltof þung eftir tvær meðgöngur á stuttum tíma. Ég lifði á brauðmeti í öll mál ásamt sætindum og ís og eldaði ekki máltíð án þess að bræddur ostur kæmi við sögu. Ég var stanslaust þreytt og þrútin auk þess að finna í fyrsta skipti á ævinni fyrir verkjum þegar ég skrönglaðist fram úr á morgnana. Það sem hjálpaði mér var að fara á matreiðslunámskeið hjá Sollu. Ég fór á tvö námskeið og fékk fullt af hreinum og góðum hugmyndum sem ýttu mér af stað í ferðalag sem hefur ekki tekið enda enn þá. Þannig að þegar ég útskrifaðist sem Heilsumarkþjálfi 4 árum síðar ákvað ég að þetta væri það sem ég vildi einbeita mér að. Kenna fólki að elda og útbúa hreina og næringarríka rétti. Reyndar hef ég oft sagt það þegar fólk kemur á matreiðslunámskeið að þetta er meira hugmyndanámskeið. Flestir kunna að elda en oft skortir fólki hugmyndir hvernig það geti notað grænmeti, krydd, hnetur og fræ til að búa til girnilega máltíð á einfaldan hátt. Það ætti ekki að vera neitt flókið að borða næringarríkan og hreinan mat sem gefur okkur orku og kraft. Sem sagt; borða mest úr jurtaríkinu. Ef við borðum dýraprótein að borða þá hreint kjöt, nota góða ólífuolíu og krydd og sætindi í hófi. En eins og þetta hljómar einfalt þá flækist það fyrir flestum okkar. Það sem mér finnst skipta máli við það að bæta mataræðið er að einbeita sér ekki að öllu því sem við ætlum ekki að gera, heldur einbeita okkur að því sem við ætlum að gera. Það er auðvelt að detta í þessa gryfju ef við viljum bæta okkur; t.d. hugsa „ég ætla að hætta borða brauð, hætta að borða nammi, minnka kaffi, hætta að drekka gos, hætta að borða skyndibita o.s.frv.” En betra væri í
58
rauninni að hugsa um hvað við ætlum að gera, t.d. ákveða að borða meira af ávöxtum, meira af grænmeti, drekka meira vatn, drekka meira te, elda oftar heima eða borða meira grænt. Þegar við bætum þessu góða inn er minna rými fyrir hitt og þannig sjálfkrafa minnkar það. Svona verður breytingin miklu ánægjulegri og mun líklegra að árangur náist. Það er líka mikilvægt að finna út hvað okkur finnst gott. Til dæmis höfum við vanið okkur á mikið unnið morgunkorn úr kassa og viljum við borða næringarmeiri morgunmat gæti það kostað nokkrar tilraunir að finna út hvað okkur líkar. Það eru til margar gerðir af morgungrautum og drykkjum og ekki gefast upp þó ein uppskrift sem við prófum falli ekki að okkar smekk. Það finnst engum það heillandi hugmynd að hætta öllu því sem okkur þykir gott enda engin ástæða til. Oft er hægt að búa til næringarríkari útfærslur án þess að bragðið sé neitt verra en svo er heldur enginn sem segir að við þurfum að borða 100% hollt alltaf. Það væri mjög streituvaldandi að reyna það. Ef við reynum að hafa meirihlutann af öllu sem við borðum næringarríkt er pláss til þess að njóta inn á milli matar sem nærir okkur ekki eins vel. Þegar við „trítum“ okkur með einhverju sem okkur þykir gott er svo auðvitað aðalmálið að njóta þess í botn en ekki finnast við vera að svindla og borða með samviskubiti. Sumum finnst það flókið að ætla að borða betur því það er mikið um mismunandi mataræði í gangi. Margir aðhyllast vegan á meðan aðrir eru á Ketó og allt þar á milli. Mismunandi mataræði hentar mismunandi einstaklingum og á meðan öðrum líður mjög vel á einu fæði verða aðrir orkulausir. Þess vegna getur verið gott að prófa mismunandi hluti og finna út hvað það er sem hentar okkur persónulega.
Næringarríkar orkukúlur
Hnetu og fíkjumúslí
(gerir u.þ.b. 25 kúlur/bita)
Uppskrift af góðu múslíi sem ég á alltaf til. Frábært í morgunmat eða seinnipartinn.
Þessar kúlur hafa verið vinsælar á námskeiðum. Þær innihalda prótein, fitu og trefjar og eru þar af leiðandi fínn millibiti ef okkur langar í eitthvað sætt. Þessar kúlur hafa oft fengið að fljóta með á fótboltamót, fimleikamót og fjallgöngur í gegnum tíðina. Enda mikil orka í einni kúlu. 1 dl möndlur Himnesk hollusta 1 dl grófir hafrar Himnesk hollusta 1/2 dl sólblómafræ Himnesk hollusta 1/4 dl sesamfræ Himnesk hollusta 1/2 dl rúsínur eða þurrkuð trönuber 1/2 dl kókosflögur/kókosmjöl Himnesk hollusta 25 g 70% súkkulaði smátt saxað Örlítið Himalayjasalt eða annað gott salt 1 – 1,5 dl mjúkar döðlur Himnesk hollusta 4 - 5 msk möndlusmjör eða heslinhetusmjör frá Monki 1. Setjið hneturnar, fræin og þurrkuðu ávextina og súkkulaðið í matvinnsluvél og saxið gróft. Ekki mala alveg í spað, bara flott að hafa gróft. 2. Bætið döðlunum og möndlusmjörinu saman í matvinnsluvélina og vinnið vel saman. Ef deigið vill ekki festast nógu vel saman má bæta við 1-2 msk af vatni eða espressókaffi saman við.
1 dl hafraflögur Himnesk hollusta 1 dl möndlur Himnesk hollusta 1 dl pekanhnetur eða aðrar hnetur Himnesk hollusta 1 dl fræblanda af eigin vali t.d. sólblómafræ, graskersfræ og sesamfræ Örlítið salt Himnesk hollusta 3 - 4 vænar msk kókosolía eða önnur hitaþolin lífræn olía Himnesk hollusta 1,5 dl kókosflögur (ath. fara seinna á plötuna) 0,5 - 1 dl kurlaðar fíkjur (fara seinna á plötuna) Himnesk Hollusta 1. Setjið möndlur og hnetur í matvinnsluvél og grófmalið eða saxið með hníf. 2. Blandið öllum þurrefnunum saman nema kókosflögum og fíkjum í skál og hellið olíunni yfir. 3. Setjið í ofnskúffu og bakið í 20-25 mín við 150°C. Það er gott að velta múslíblöndunni fram og til baka öðru hverju með spaða svo hún brenni ekki. 4. Þegar 15 mín eru búnar af tímanum setjið þið kókosflögur og fíkjur saman við og bakið áfram í 5-10 mín.
3. Mótið kúlur eða stangir og kælið.
5. Takið ofnskúffuna út úr ofninum og leyfið blöndunni að kólna.
4. Geymast lengi í loftþéttu íláti í ísskáp.
6. Geymist vel í loftþéttum umbúðum. Fleiri uppskriftir má finna á heilsumamman.com instagram.com/heilsumamman
59
VILTU
Enginn viðbættur syk ekkert ger.
Granola
HRÖKKVA VILTU Í GÍRINN? HRÖKKVA VILTU VILTU Í GÍRINN? HRÖKKVA
25%
Í GÍRINN?
Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.
Enginn Enginn viðbættur sykur, viðbættur sykur, ekkert ger.
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn
ekkert ger.
viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!
Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.
HRÖKKVA Í GÍRINN?
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!
Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott!
AFSLÁTTUR
Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er mest selda hrökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!
NÁTTÚRULEG HRÁEFNI ENGIN AUKAEFNI ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR TREFJARÍKT
15%
HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!
AFSLÁTTUR HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!
kur, .
20% AFSLÁTTUR
HAp+ fyrir heilbrigðari tennur Munnþurrkur
Munnþurrkur er vaxandi vandamál. Samkvæmt rannsóknum er óumdeilt að munnþurrkur eykur tíðni tannskemmda, glerungseyðingar, sveppasýkinga og sára í munnholi, auk þess sem fólk á oft erfitt með tal og tyggingu. Munnþurrkur getur þróast í kjölfar lyfjanotkunar, geislunar á höfuð- og hálssvæði, munnöndunar, sykursýki, ofþornunar og fleira. Mikilvægt er að munnþurrkur sé greindur sé hann til staðar og því er fólk hvatt til að leita til tannlæknis verði einkenna hans vart.
HAp+
HAp+ er súr brjóstsykur með kalki, sem örvar munnvatnsflæði tuttugufalt á við venjulegt munnvatnflæði, án þess að valda glerungseyðingu. Samkvæmt rannsóknum eykur HAp+ flæði munnvatns þrefalt á við tyggjó og örvar þessi moli náttúrulegar varnir munnholsins, jafnt hjá heilbrigðum sem og fólki með munnþurrk. Þannig getur þessi litli moli minnkað líkurnar á tannskemmdum, gulum tönnum og tannkuli en auk þess er hann bragðgóður og frískandi. HAp+ er vara sem ég mæli með fyrir fólk í áhættuhópum fyrir munnþurrk en einnig mæli ég með HAp+ fyrir alla sem góða viðbót við heilbrigðan lífsstíl. Íris Þórsdóttir tannlæknir
25% AFSLÁTTUR
ÓTRÚLEGT SÆLGÆTI 12G AF PRÓTEINI Í HVERJU STYKKI EN AÐEINS 1,6G AF SYKRI!
25% AFSLÁTTUR
62
Ekta belgísk súkkulaði STEVIA
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
LÍFRÆN ORKA Í AMSTRI DAGSINS
350 gr döðlur frá Himneskri hollustu 300 ml Isola möndlumjólk (ósæt) 3 egg ½ tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar 2 dl kókosmjöl frá Himneskri hollustu ½ dl haframjöl frá Himneskri hollustu ¼ tsk salt 85 gr pekan/heslihnetur eða möndlur 100 gr hrein jógúrt 1 msk kakó frá Himneskri hollustu
1. Döðlur og mjólk soðið í potti og hrært stöðugt í með gaffli þar til verður klístrað og nánast kekkjalaust 2. Egg þeytt vel í hrærivél 3. Öllu blandað saman í skál 4. Smjörpappír settur ofan í kökuform þannig að hann nái upp fyrir kantana 5. Deiginu hellt í og bakað á 180°C í 40 mínútur 6. Hylja með rjóma og skreyta
*Uppskrift eftir Írisi Blöndahl
HEILSUDRYKKIR ÁSDÍSAR UPPSKRIFT ÚR HEILSUDRYKKJARBÆKLINGNUM
GRÆNA ÞRUMAN 1 skeið Plant Protein Complex vanillu frá Now 1-2 dl vatn og möndlumjólk sykurlaus frá Isola ½ msk Green Phytofoods frá Now* 1 hnefi frosið mangó eða grænt epli ¼ bolli frosið avókadó í bitum* 1 msk hampfræ frá Himneskri hollustu
HEILSU DRYKKIR
½ msk chia fræ frá Himneskri hollustu 2 hnefar spínat *Hægt að sleppa ávöxtum og nota meira af avókadó í staðinn og draga úr magni kolvetna. Green Phytofoods er kröftug græn næringarblanda sem inniheldur þurrkað grænmeti og jurtir og er rík af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og trefjum.
Bæklingurinn fæst í Nettó
HEILSUDRYKKJARÁSKORUN ÁSDÍSAR
Taktu þátt í heilsudrykkjaráskorun Ásdísar og NOW og þú gætir unnið Nutribullet 900 blandara og vörur frá NOW. Prófaðu heilsudrykkina úr bæklingnum hennar Ásdísar, settu mynd á instagram og merktu með #asdisxnow
Þú færð heilsudrykkjarbækling Ásdísar frítt með ef þú kaupir eitthvað af þessum vörum.
@asdisgrasa @nowiceland
HREINAR ILMKJARNAOLÍUR FYRIR LÍKAMA OG SÁL HVAÐ ERU ILMKJARNAOLÍUR?
Ilmkjarnaolíur eru hreinir ilmkjarnar jurta sem eru unnar úr ýmsum hlutum jurtanna aðallega með eimingu og pressun. Þær fást úr blómum, trjám, rótum, berki, laufi, ávöxtum, berjum og fræjum.
HVERNIG ERU OLÍURNAR NOTAÐAR?
Ilmkjarnaolíur má nota á nokkra vegu. Algengast er að nota þær með nuddi en þá er olían smurð á hörundið svo hin virku efni ganga inn í blóðrás og sogæðakerfið í gegnum húðina. Olíurnar eru líka notaðar til innöndunar en þegar olíunum er andað í gengum nef fá ákveðnar stöðvar í heilanum boð, svo virku efni olíanna berast út í blóðrásina á viðeigandi svæði þar sem þær vinna að því að koma á jafnvægi. Tilvalið að setja í ilmolíulampa til að fá góðan ilm um herbergið. Einnig sniðugt að setja í þvottavélina og í úðabrúsa.
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
HVERNIG GAGNAST OLÍURNAR?
Ilmolíumeðferð gagnast öllum en lækningamáttur ilmkjarnaolíanna er breiður. Þær eru sótthreinsandi, vinna gegn veirum, vinna á og koma í veg fyrir bólgur, vinna gegn sveppasýkingu, koma í veg fyrir sýkingar, auka jafnvægi, minnka streitu, örva, eru verkjastillandi, hafa áhrif á hormónastarfsemi og eru græðandi. Hægt er að nota ilmkjarnaolíur með góðum árangri gegn ýmsu eins og t.d. kvefi, hálsbólgu, svefnleysi, sleni og til að styrkja ónæmiskerfið eða þá að nota þær í fyrirbyggjandi tilgangi.
LEMON
• Frískandi og örvar einbeitingu • Sótthreinsandi og góð á sár og skrámur
LAVANDER
• Slakandi, sefandi og hefur róandi áhrif • Mjög græðandi og sótthreinsandi • Hentug í þrif og í þvottavélina
TEA TREE
• Góð á bólur • Mjög sótthreinsandi • Hentug í þrif og í þvottavélina
EUCALYPTUS
• Sótthreinsandi og bakteríudrepandi • Góð við vöðvabólgu
PIPARMYNTU
• Góð við verkjum og bólgum • Við höfuðverk og mígreni er gott að setja 1-2 dropa og nudda á gagnaugun.
RISA
Medisana Nuddpúði f. háls og axlir
9.747
TILBOÐ Á RAFTÆKJUM
KR
ÁÐUR: 14.995 KR
Medisana Nuddtæki fyrir háls
3.247
KR
ÁÐUR: 4.995 KR
Canvac Rakatæki 5L stál
9.747
Í VERSLUNUM NETTÓ tæki ana MediserRoll nudd R KR K 2.995 Pow ÐUR: 1
8.447
4.872
KR
ÁÐUR: 7.495 KR
AFSLÁTTUR
Medisana Snyrtispegill
2.597
ÁÐUR: 14.995 KR
Medisana Mini rakatæki
35%
Á
KR
KR
ÁÐUR: 3.995 KR
Medisana Baðvog me ð fitumæli
2.272
Medisana Blóðþrýstingsmælir fyrir upphandlegg
4.547
KR
KR
ÁÐUR: 3.495 KR
Elvita Rafmagns hitaplatti
ÁÐUR: 6.995 KR
3.897
KR
ÁÐUR: 5.995 KR
Medisana Infrarauður hitamælir
4.222
KR
ÁÐUR: 6.495 KR
Elvita Eggjasuðutæki stál
Medisana Hitapúði
2.597
ÁÐUR: 3.995 KR
Elvita Blandari 1.000W
5.847
KR
ÁÐUR: 8.995 KR
Elvita Smoothie blandari
3.247
KR
ÁÐUR: 4.995 KR
KR
Medisana Hitaundirteppi
3.572
ÁÐUR: 5.495 KR
KR
3.247
KR
ÁÐUR: 4.995 KR
FRÁBÆR ÖRBYLGJUBOX! Með Easy Bacon og Easy Poach Eggs örbylgjubökkunum er hægt að útbúa fullkomlega stökkt beikon og hleypt egg í örbylgjuofninum án mikillar fyrirhafnar og með eggjakökuboxinu verður eggjakökugerðin leikur einn.
Egg Poacher
1.999
Eggjakökubox
719
Áður: 2.499 kr/stk
Easy Bacon örbylgjubakki
KR STK
1.999
Áður: 899 kr/stk
KR STK
KR STK
Áður: 2.499 kr/stk
Súpuskál með loki 656 ml
799
KR STK
Áður: 999 kr/stk
20%
Nestiskubbur 965 ml To Go
1.599
Áður: 1.999 kr/stk
Tvískipt morgunverðarbox 530 ml
799
KR STK
AFSLÁTTUR
KR STK
Áður: 999 kr/stk
Nestisbox 3pk - flöt
1.999
KR STK
Áður: 2.499 kr/stk
Nestiskubbur 2 L m. jógúrtboxi
1.039
KR STK
Áður: 1.299 kr/stk
Nestisbox 835 ml - split To Go
799
KR STK
Áður: 999 kr/stk
Nestisbox 350 ml - split
455
KR STK
Áður: 569 kr/stk
68
SKIPULAGÐUR SNÆÐINGUR ER LYKILLINN AÐ ÁRANGRI Stálbrúsi 500 ml
3.199
KR STK
Áður: 3.999 kr/stk
HEITT
6
KLST KALT
12
KLST
BRAKANDI FERSKT MEÐ FRESH WORKS Með Fresh works boxunum frá Sistema haldast ávextir og grænmeti fersk í mun lengri tíma í ísskápnum. Haltu kálinu brakandi fersku með nýju Fresh works boxunum.
Fresh works box 2,6 L Salatbox með hnífapörum og sósuboxi 1,1 L
959
KR STK
Áður: 1.199 kr/stk
Fresh works box 1,9 L
1.519
1.599
KR STK
Áður: 1.999 kr/stk
KR STK
Áður: 1.899 kr/stk
69
3pk hnífar með viðarhandfangi
1.439 kr Áður: 1.799 kr
r Geymslukrúsi
iða
með krítarm
Pottur með loki
1,4 L
1L
399 kr
Áður: 499 kr
479 kr
Áður: 599 kr
799 kr
2L
Áður: 999 kr
559 kr
Áður: 699 kr
Kryddkvörn
GÆÐAVÖRUR
799 kr
Áður: 999 kr
FYRIR ELDHÚSIÐ
Laukchopper
591 kr
FRÁ MAKU
Salt- og piparkvörn m/ rafhlöðu
2.159 kr Áður: 2.699 kr
Áður: 739 kr
Skurðbr etti 3 st æ
rðir
Eplaskeri
343 kr Áður: 429 kr
423 kr
Handraspur
1.039 kr Áður: 1.29 9 kr
Pottur 3 L m/viðarhandfangi
5.199 kr
551 kr 959 kr
Á ðu r : 6
Á ðu r : 5
2 9 kr
8 9 kr
Áður : 1. 1 9 9 kr
Áður: 6.499 kr
Pottur 1,96 L m/viðarhandfangi
4.799 kr Áður: 5.999 kr
70
Eplaskrælari 3 in 1
1.599 kr Áður: 1.99 9 kr
UMHVERFISVÆNIR DISKAR BÚNIR TIL ÚR PÁLMALAUFUM
3.199 kr Áður: 3.999 kr
Skurðbretti - svartur marmari 2 stærðir
Palm leaf diskar 3 stærðir 679 kr Áður: 849 kr
2.399 kr Áður: 2.999 kr
Brauðkarfa
1.039 kr
Eldfas
Áður: 1.299 kr
t form
Hitabrúsi 750 ml
Hitabrúsi 500 ml
Áður: 1.699 kr
Áður: 1.499 kr
1.359 kr 1.199 kr
27x14x
5x9 cm
2.079
kr Áður:
2 .5 9 9
kr
Eggjaskeri
1.199 kr Áður: 1.499 kr
20%
Sítrónupressa
343 kr Áður: 429 kr
AFSLÁTTUR
Skrælari
343 kr
Himalaya rock salt Fínt og gróft - 500 gr
Áður: 429 kr
319 kr Áður: 399 kr
Eldföst form
0,7 L 799 kr Áður: 999 kr Stálrör 4pk
639 kr
1,4 L 1.519 kr Áður: 1.899 kr
Áður: 799 kr
Rifjárn
679 kr
Áður: 8 4
9 kr
3 L 2.399 kr Áður: 2.999 kr 71
NO
EL
IC ECOLAB RD
Änglamark snyrtivörur - engin aukaefni! Allar Änglamark vörurnar eru án astma og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabens og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Änglamark vörurnar bera merki Svansins. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu er því stuðlað að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.
25% AFSLÁTTUR
From the Framleitt af producer of
Náttúrulegar og heilsusamlegar vörur sem henta í matargerð og bakstur.
25% AFSLÁTTUR
KETÓ
„AÐ VERA HEILBRIGÐUR Á LÍKAMA OG SÁL ER VANMETIД María Krista er 46 ára 3 barna móðir úr Hafnarfirði og nýlega orðin amma. Hún heldur úti blogginu mariakrista.com sem fjallar um lágkolvetnamataræði/ketó. Þar setur hún inn uppskriftir og fræðslu og heldur vonandi fleirum en sjálfri sér á tánum varðandi mataræðið. Hvað kom til að þú byrjaðir á ketó? Ég hef verið í átaki eða megrun síðan ég átti yngsta drenginn minn fyrir 16 árum. Ég var farin að finna fyrir miklum stoðverkjum og ákvað ég að nú væri nóg komið og hóf mína vegferð í átt að betri heilsu og líferni. Ég prófaði hina ýmsu kúra og megranir og dugði það til í nokkrar vikur eða mánuði en fljótlega fór ég aftur í sama sykurátið. Ketómataræðið eða lágkolvetna var að hefja innreið sína þarna um 2013 á Íslandi. Ég tók sénsinn og henti mér í ketólaugina með frábærum árangri sem hefur haldist síðan. Ávinningur hefur verið margvíslegur, jafnari blóðsykur sem veldur því að líkaminn er í góðu jafnvægi alla daga hvort sem það tengist svefni, orku, skapsveiflum eða almennri heilsu. Ég er full af orku alla daga, vakna hress og sef eins og steinn. Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? Ég byrja alla morgna á kaffidrykk með kaffi, kollageni, heilögu kakói, mct olíu og smjöri. Ég reyni að komast í leikfimi 2-3 skipti í viku en ég stunda Warm fit í Hress og fer endrum og eins í jóga. Það er mjög mikilvægt að hreyfa sig eitthvað í hverri viku en ég fer líka út með hundinn og reyni að komast úr eldhúsinu í smá tíma á hverjum degi.
74
Hvernig hefur matreiðsla þín þróast síðan þú byrjaðir á ketó? Ég vil að allir geti gert uppskriftir frá mér án þess að lenda í vandræðum og reyni að einfalda skýringar og koma þessu frá mér á einfaldan hátt. Lágkolvetna og ketómatreiðsla er nefnilega ekkert flóknari en að baka hefðbundið brauð, það eru aðallega hráefnin sem koma undarlega fyrir sjónir og geta verið flókin en með tímanum þá kemur það. Ég er búin að vera að læra á hráefnin síðustu 5-6 árin og auðvitað bætist stöðugt í úrvalið og gæðin, svo uppskriftirnar þróast stöðugt með árunum. Hverjir eru helstu þættir í einföldun ketómataræðis? Einhver ráð fyrir undirbúning? Fyrst og fremst ætti að „detoxa” sykurinn út í 3-5 daga áður en fólk reynir að byrja á ketó. Best að gera þetta í rólegheitum heima fyrir um helgi, borða nóg af mat, feitum og góðum. Verið tilbúin með steinefnatöflur eða saltvatn, kjötkraft í soðið vatn, soðin egg - allt hjálpar þegar „kolvetnaflensan” lætur á sér kræla; þegar kolvetnin eru að yfirgefa líkamann. Hver eru þín helstu ráð til þeirra sem eru að byrja á ketó í fyrsta skipti? Ekki hugsa um breytt mataræði sem einhverskonar endapunkt. Hugurinn fer með okkur í allskonar leiki og sykurpúkinn vinnur ötullega að því að fá þig aftur í sitt lið. Ég mæli með því að gefa sér fyrirfram ákveðinn tíma og hugsa um þetta nýja mataræði sem tilraun. Annað sem ég vil benda á er að sú leið að horfa á allt sem er í boði, í stað þess sem er „bannað”, er miklu skemmtilegri og opnar fyrir okkur nýjar víddir. Með kolvetna- og sykurlausri heilsukveðju, Krista.
Náttúrulega sætt Gyllta sýrópið frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good er ketó-vænt, notast eingöngu við náttúruleg sætuefni og engum sykri er bætt við.
25% AFSLÁTTUR
@GOODGOODBRAND
GOODGOOD.NET 75
TOTALLY NUTS.
25% AFSLĂ TTUR
r u k y iĂ° s
v t s u olĂu La ĂĄlma iĂ° p
ten Ăş l g Ă° i v Laust nt ĂŚ v Ăł t e K
tv Laus
www.nicks.se Iceland_ad_191211_v2.indd 1
Ăžreytt ĂĄ aĂ° vera Ăžreytt?
25% AFSLĂ TTUR
Floradix jårn Blóðaukandi mixtúra unnin úr �
Â? Â? lĂfrĂŚnum jurtum. Â Â Eykur jĂĄrnbirgĂ°irnar og gefur orku fljĂłtt.
 Veldur ekki hÌgðatregðu.
‚ � ƒ
Bragðgóð  jurtamixtúra. � �
Floradix B-vĂtamĂn B-vĂtamĂn gegna mĂśrgum hlutverkum Ă lĂkamanum.
StuĂ°la aĂ° eĂ°lilegri orkuvinnslu.
Vinna gegn Þreytu. Styðja við heilbrigða starfsemi  taugakerfis. � � Bragðgóð jurtamixtúra.
Floradix MagnesĂum MagnesĂum er lĂfsnauĂ°synlegt steinefni Â? sem kemur vĂĂ°a viĂ° sĂśgu Ă lĂkamanum. Hefur vÜðva- og taugaslakandi ĂĄhrif. Â? NauĂ°synlegt fyrir hjarta- og ĂŚĂ°akerfi.  Gagnast vel viĂ° fĂłtaĂłeirĂ°, svefnleysi   € og streitu. Â? Â? BragĂ°góð jurtamixtĂşra. Â? Â?
2019-12-12 13:19
SKJALDBAKAN ER KETÓ FLATBAKA! Botninn er tilvalinn fyrir þá sem vilja léttari kost. Hann er glútenlaus, gerlaus, sykurlaus, án bætiefna og rotvarnarefna og inniheldur aðeins 0,8 gr af kolvetnum í 100 gr. Hentar fullkomlega í ketó lífsstílinn.
34% AFSLÁTTUR
Skjaldbakan er íslenskt fyrirtæki sem notast ávallt við fyrsta flokks hráefni og leitast við að styðja við íslenska framleiðslu. Meira um fyrirtækið á www.skjaldbakan.is
KETÓ
TOPPORKA OG NÆRING Á KETOFLEX MATARÆÐINU! Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti og rithöfundur Nýtt ár er runnið í garð og býður upp á nýja byrjun og upphafið að einhverju góðu. Margir nota tækifærið til að móta betri stefnu í eigin heilsu og mataræði. Þú hefur kannski bætt á þig nokkrum kílóum síðustu vikurnar og mánuðina? Þú ert ekki ein um það. Flestir vilja grenna sig, missa nokkur kíló, vera orkumeiri og fá betra jafnvægi á meltinguna. Að vera of þungur, þreyttur og komast ekki reglulega á klósett eru oftar en ekki samvinnandi þættir sem framkalla margvísleg einkenni sem getur gert lífið leitt og truflað í daglegu lífi. Hvernig okkur líður og heilsast kemur ekki af sjálfu sér heldur af meðvituðu vali á því sem við borðum, borðum ekki, ástundun líkamsræktar og öðru sem gleður líkama og sál þar á meðal útivist og jóga. Ég veit að ég er að tala við meðvitaðan neytanda og þú hefur sennilega engan áhuga á að láta lesa yfir þér og gefa þér tóninn. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég ætla frekar að gefa þér nokkrar staðreyndir og nokkur góð ráð úr reynslubankanum mínum sem virka vel til að koma líkamanum í rétt jafnvægi. Með því að ”tala” við líkamann á tungumáli sem hann skilur, getur hann komið sér í gír, endurræst sig og jafnvel endurnýjað frumur og hæfni sem hafa dormað lengi og jafnvel ekki ræst almennilega. Það er til smart orð yfir þetta á ensku; biohacking, sem eru aðferðir sem markvisst örva líkamlega hæfni og framkallar jákvæð viðbrögð og breytingar. Tökum dæmi: Ketósa. Þú hefur án efa heyrt talað um ketó mataræðið. Það er eitt hið vinsælasta vestan hafs og engin fæðustefna hefur fengið eins mikla athygli og umfjöllun á netinu og samfélagsmiðlum eins og ketó. Af sanngjörnum ástæðum, því það virkar veruleg vel, sérstaklega til að grenna sig á. Svörun líkamans á næringarketósa fjallar þó mun meira um en ”bara” að brenna fitu, þó það sé í sjálfu sér nægilega góð ástæða til að fara á ketó mataræðið, þegar litið er á hversu margir eru í yfirvigt og ofþyngd, líka hér heima. Markmiðið með ketó mataræðinu er að ”þvinga” (biohacking) líkamann til að breyta um orkugjafa. Venjulega notum við glúkósa (blóðsykur) sem ”bensín” á frumurnar sem hann virkar vel á. Glúkósann fáum við beint úr sykri og viðbættum sykri, sem er í gríðarlega miklum mæli í alls konar mat, en einnig úr kolvetnum til dæmis brauði, kökum, baunum og rótargrænmeti. Á ketó fæðinu er dregið verulega úr sykri og kolvetnum og þegar líkaminn er líka
78
búinn að nota geymdar glúkósabirgðir verður hann að finna annan orkugjafa, annað bensín. Og það er nóg af því til staðar. Líttu bara snöggvast niður á magann. Þar er nóg af fituorku sem er einmitt það sem líkaminn notfærir sér til að brenna og nýta sem nýtt og hreinna eldsneyti sem heitir ketónar. En af hverju ættum við að breyta um orkugjafa? Er ekki glúkósinn að virka vel? Svarið við síðari spurningunni er bæði já og nei. Líkaminn kann mætavel að nota glúkósa og allar frumur líkamans nota það. En það eru líka vandræði bundin við glúkósann, fyrst og fremst vegna þess að flestir borða alltof of mikið af sykri og kolvetnum, sem býr hann til. Til að gera pínu flókið dæmi einfaldara, þá getur líkaminn ekki höndlað og nýtt sér alla þessa orku og með hjálp frá hormóninu insúlíni verður umfram sykurinn geymdur í forðabúrinu: fitufrumunum, umbreyttur í fitu. Þar að auki verða vöðvafrumurnar, sem búa til orkuna úr sykrinum, með tímanum meira eða minna ónæmar fyrir nýtingu á sykrinum. Afleiðingarnar eru meðal annars sykursýki gerð 2, ofþyngd, offita, bólgur, hár blóðþrýstingur, há þríglýseruð blóðfita, þreyta og meltingarvandamál. Það liggur enginn vafi á, að ef við viljum grenna okkur og missa umfram fituforða þá verður að minnka sykur og kolvetni og auka fituna sem við borðum. Það er ekki þar með sagt, að við þurfum að vera í ketósu allan tímann. Ég hef rannsakað málið til hlítar síðustu árin, og sjálf verið á hreinu bólgustemmandi ketófæði í tvö ár og komist í raun um, að besta lausnin, meðal annars fyrir mig, er að nota báðar tegundir af orkugjöfum, það er að segja bæði ketóna og glúkósa til skiptis. Ég hannaði prógram sem ég kalla Ketoflex 3-3-1, þar sem flexið þýðir sveigjanleiki í vali á kolvetnum. Þetta kemur sér vel fyrir hormónabúskap kvenna og fyrir þá sem eru með skert insúlínnæmi í frumum, fyrir stressaða einstaklinga og fyrir okkur sem kjósum að njóta fjölbreytni í vali á grænmeti og leyfum okkur aðeins meira um helgar. Bókin mín um Ketoflex 3-3-1 er komin út og fæst nú í Nettó.
Ég kýs að hafa matinn og matartilbúning einfaldan. Ketó skálar alls konar eru þess vegna í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum Ketofoodies! Það eru uppskriftir og samsetningar sem henta öllum á hvaða fæði sem er. Bara ekki ruslfæði! Hér er vegan útgáfan sem flestir þola.
Vegan Ketó Skál Ein skál
100g blómkáls vendir 1 avókadó 20g baby spínat 50g rauð paprika, skorin fínt í sneiðar Salatsósa 2-3 msk lífræn avókadóolía 2 tsk rifin engiferrót 1 msk sítrónusafi 1 msk hvítvínsedik ¼ tsk vanilluduft 2 dropar stevía
10 möndlur 100g fast tófú 20g bláber
1 tsk Dijon sinnep Handfylli af ferskum kryddjurtum Sjávarsalt og nýmalaður pipar Hér má líka toppa Veganskálina með Avokadó Mæjó!
Ketoflex mataræðið er hreint fæði. Það hefur alltaf verið hornsteinninn í minni nálgun á heilsu og næringu. Maturinn sem við borðum á að gera meira en bara að grenna okkur og viðhalda kjörþyngd. Hann á að vinna með eðlilegri virkni líkamans, gera honum kleift að hreinsa og heila sjálfan sig með því að vinna á bólgum sem stöðugt myndast í okkur. Sykur, viðbættur sykur og sterkja, óhollar unnar fitur og hertar jurtaolíur gera það gagnstæða, einnig unnar kjötafurðir. Það er lítið sem ekkert unnið með þyngdartapi ef líkaminn er ekki fær um að vinna eðlilega og fer í hrörnun. Hráefnið sem við veljum verður að vera í lagi. Til dæmis að velja góða og holla fitu, þar á meðal smjör, lífræna kaldpressaða kókosolíu og ólífuolíu, lífrænt ræktað og íslenskt grænmeti, lágkolvetna mjöl og brauðmeti, fisk, harðfisk og kjöt annað slagið – þá af dýrum alin á fóðri sem þau eru hönnuð til að éta og sem lifa við sæmandi aðstæður. Við þurfum ekki að borða nema tvær góðar máltíðir á dag til að fá allt sem líkaminn þarf til að örva fitubrennslu og vinna á bólgum og efla og viðhalda heilsu og hreysti. Mismunandi tegundir af föstum eru kærkomin leið fyrir líkamann sem elskar að láta skora á sig í svengd. Á tímabundnu áti, til dæmis 16:8, er borðað á tímabilinu milli kl. 12 á hádegi til kl. 20 á kvöldin og ekkert þar á milli nema ákveðin næringarefni sem ekki brýtur föstuna. Ég fæ mér til dæmis alltaf epla cider edik í vatni á morgnana og kaffi á eftir. Þessi aðferð styður vel við lágkolvetna- og ketómataræðið og þyngdartap. Ég skrifa um föstur - mismunandi aðferðir í Ketóflex bókinni minni.
Ég elska majónes og alls konar feitar sósur. Ég hef að jafnaði að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir tilbúnar í ísskápnum sem ég nota með til dæmis grænmeti, fiski og eggjum. Meðal annars þannig fæ ég góða fitu en einnig fjölbreytileika í bragði með grunnhráefninu sem oft er frekar svipað á mínu heimili. Hér er uppskrift af Avókadó Mæjó, sem er ein af tólf majóog sósuuppskriftum í Ketoflex bókinni minni.
Avókadó Mæjó 1 stór og passlega þroskaður avókadó 2 stórar eggjarauður eða 3 litlar 2 stór egg 2 dl avókadóolía eða ólífuolía 2 msk sítrónusafi og rifinn
börkur af ½ lífrænni sítrónu 2 tsk hvítvínsedik eða epla cider edik 1 tsk sjávarsalt / flögur ½ tsk reykt paprika eða pínu chilli eða cayenne piparduft ( ¼ tsk)
Svona gerum við: Settu egg og eggjarauður í blandarann og keyrðu á mesta hraða í 1 mín. Minnkaðu svo hraðann í minnsta og bættu olíunni í mjög hægt og lítið í einu þar til mæjó þykknar og verður eins og mæjó á að vera. Stappaðu avókadóið með gafli og bættu í ásamt restinni af hráefninu og mixaðu í blandaranum bara stutt, þar til allt er safnað í dásamlegt og mjúkt mæjó. Smakka til hvort þarf meira salt og/eða sítrónu. Geymist í glerkrukku með loki í kæli. Njóta í ketó skálum til dæmis með grænmeti, fiski og skelfiski og harðsoðnum eggjum. Ef þú vilt ekki egg notaðu þá t.d. sojajógúrt eða sýrðan rjóma frá Oatly (haframjólk) í staðinn. Til að bæta upp fitumissinn frá eggjarauðunum bættu við 2 msk af avókadóolíu. Til að botna þetta og draga saman. Ef þú vilt grenna þig, fá meiri orku og jafnvægi getur hreint ketó mataræði verið gott val. Þú þarft ekki alltaf að vera í ketósu til að ná tilætluðum árangri. Ekki gera þetta flóknara en það þarf að vera. Á hreinu teygjanlegu ketó mataræði nýturðu báða orkugjafana þína og getur þannig leyft þér að njóta meiri fjölbreytileika í vali af kolvetnum og uppáhalds „tríti“ um helgar. Ef þú hefur aldrei prófað ketó mataræðið áður þá er mitt besta ráð að prófa það alla vega einu sinni á ævinni. Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjkrfr., næringarþerapisti og heilsumarkþjálfi hefur skrifað sex bækur um heilsu og næringu og sjöunda bókin Topporka og næring á Ketoflex 3-3-1 er nýútkomin hjá Bókaútgáfunni Sögur. Metsölubókin 10 árum yngri á 10 vikum er þýdd á sjö tungumálum og þrír sjónvarpsþættir í Danmörku (Botox eller brokkoli) og í Englandi ( 100 Years Younger in 21 Days) og hér heima ( Heil og sæl) eru hannaðir á grunni 10 árum yngri heilsuprógramms Þorbjargar.
79
25% AFSLÁTTUR
DELICIOUSLY ELLA GÓÐGÆTI FYRIR GRÆNKERA
Við kynnum ljúffengt millimál sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá grænkerum. Auk þess að vera glútenlaust hentar það bæði fyrir vegan og plöntumiðað mataræði. Prófaðu!
N
L BE
IC ECOLA RD O
Höfum það lífrænt og án ofnæmisvaldandi efna – alveg frá upphafi Börnum fylgir ábyrgð og þau eiga skilið það besta alveg frá upphafi. Änglamark barnamaturinn er lífrænn og framleiddur úr bestu mögulegu hráefnum sem völ er á. Með því að velja lífrænan barnamat hlífir þú barninu þínu við skaðlegum efnum líkt og skordýraeitri, aukaefnum og öðrum skaðlegum efnum. Í senn hlífir þú náttúrunni og dýrum fyrir þessum efnum. Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að velja lífrænt alveg frá upphafi. Húð ungra barna er viðkvæm og því er mikilvægt að velja vörur sem eru án ofnæmisvaldandi efna. Þannig eru líkurnar á því að barnið þrói með sér ofnæmi lágmarkaðar. Allar Änglamark vörurnar eru án astma og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabens og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum.
25% AFSLÁTTUR
SKEMMTILEGT OG HOLLT SNARL!
25% AFSLÁTTUR
BÚIÐR TIL ÚTUM
ÁVÖX
Engin viðbææur sykur
-
Treearíkt
-
Vegan
-
Engin viðbææ vitleysa
20% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
Hentugt millimál fyrir öll börn á aldrinum 4ra mánaða - 3ja ára Vissir þú að: Hipp ábyrgist að barnið þitt fái aðeins hágæða lífræn hráefni
Hipp maturinn er laus við tilbúin rotvarnarefni, sætuefni og matarliti
UPPBYGGING
VILTU LÉTTA Á VÖÐVA-OG LIÐVERKJUM? Algengasta orsök liðverkja er gigt, annað hvort slitgigt eða liðagigt. Slitgigtin er talin algeng meðal þeirra sem eru fjörutíu ára og eldri. Hún myndast smátt og smátt við brjóskeyðingu og hefur helst áhrif á liðamót eins og úlnliði, hendur og fingur, mjaðmir og hné. Nýja bætiefnablandan frá NOW Glucosamine & Chondroitin með MSM, inniheldur þrjú þekktustu efnin, sem stuðla að heilbrigðum liðamótum og endurnýjun brjósksins. Þessi bætiefnablanda hefur reynst vel við slitgigt en verkir af völdum hennar tengjast því að brjóskið, sem á að virka eins og stuðpúði í liðunum, brotnar niður eða þynnist. Í sumum tilvikum eyðist það jafnvel alveg. Við þessar breytingar á brjóskinu bólgnar liðpokinn og liðamótin gildna. Það sést oft best á hnúum handa eða hnjáliðum en bólgan tengist því að vökvinn í liðnum eykst. Algengast er þó að slit sé í hnjám og mjaðmaliðum enda mikið álag á þessa liði. Minni verkir, meiri vellíðan Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að Glucosamine (glúkósamín) og Chondroitin geta dregið úr stirðleika og verkjum í liðamótum og aukið vellíðan. Þar sem þessi bætiefnablanda inniheldur einnig MSM hefur hún reynst vel gegn verkjum í mjóbaki en þar eyðist oft brjóskið milli hryggjarliðanna og aukið liðleika við allar hreyfingar.
Glucosamine- og Chondroitin-súlfat eru efnis- og endurnýjunarþættir í eðlilegu liðbrjóski og liðvökva. Þegar bætiefni sem innihalda þessi efni eru tekin inn örva þau líkamann til að búa til meira brjósk. Chondroitin-súlfatið er einnig talið auka stuðdempandi eiginleika kollagensins og blokka ensím sem brjóta niður brjóskið. Að auki hjálpar það brjóskinu að geyma vatn og vinnur með glúkósamíninu að því að draga úr brjóskeyðingu. Dregur úr bólgum, styrkir ónæmiskerfið Þriðja efnið í þessari bætiefnablöndu er MSM, sem er mikið notað til að létta á vöðva- og liðverkjum, draga úr bólgum og styrkja ónæmiskerfi líkamans. MSM er skammstöfun fyrir heitið Methylsulfonylmethane. Þetta bætiefni hefur áhrif á ýmis líkamleg einkenni og verki í líkamanum. Auk þess að létta á vöðva- og liðverkjum, draga úr bólgum og efla ónæmiskerfi líkamans örvar MSM framleiðslu á Glutathione sem er eitt öflugasta andoxunarefni líkamans.
„VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR HAFA SÝNT AÐ GLUCOSAMINE (GLÚKÓSAMÍN) OG CHONDROITIN GETA DREGIÐ ÚR STIRÐLEIKA OG VERKJUM Í LIÐAMÓTUM OG AUKIÐ VELLÍÐAN.” 84
Við kröftuga líkamsrækt verða yfirleitt vöðvaskemmdir og oxandi streita í líkamanum eykst. MSM stuðlar að góðri endurheimt vöðva, dregur úr bólgum og vinnur á þessari oxandi streitu. Einnig dregur MSM úr verkjum tengdum liðagigt. MSM er ekki bara gott fyrir íþróttamenn og einstaklinga sem stunda líkamlega erfiðisvinnu, heldur fyrir alla þá sem eru með óútskýrða verki í liðamótum og í mjóbaki. Aðrar orsakir liðverkja Ýmsir aðrir þættir en að framan greinir geta valdið liðverkjum eins og til dæmis belgbólga eða bólga á svæðinu í kringum liðina. Lúpus og þvagsýrugigt leggjast líka oft á liði og valda miklum sársauka. Ýmsir smitsjúkdómar leggjast einnig á liðina eins og til dæmis flensa. Slys geta leitt til verkja í liðum, svo og sinabólga. Ofurálag á liðina, eins og verður oft hjá þeim sem eru keppnismenn í íþróttum, hlauparar eða hjólreiðamenn, getur líka valdið bólgum og verkjum í liðum.
Stundum er hægt að vinna á þessum verkjum með áburði á húð en inntaka á Glucosamine & Chondroitin með MSM vinnur innan frá og styrkir brjóskið og örvar það til að endurnýja sig. Mataræði, hreyfing og svefn Samhliða því að taka inn Glucosamine & Chondroitin með MSM er mikilvægt að styrkja líkamann með einhverri hreyfingu. Sú hreyfing getur verið sund eða gönguferð í minnst þrjátíu mínútur á dag, fimm daga vikunnar. Léttar æfingar með lóðum eru líka góðar fyrir bein og liðamót. Ofæfingar geta hins vegar haft slæm áhrif á liðina til langframa. Svefninn er ein af þessum vanmetnu auðlindum góðrar heilsu og við þurfum að tryggja okkur sjö til níu tíma svefn á nóttu til að líkaminn hafi tækifæri til eigin viðgerða og til að tryggja að liðir og liðamót okkar haldist sterk og öflug sem lengst. Sulfate á www.arthritis.org o.fl. Grein um Liðverki á www.healthline.com
Einnig veldur vefjagigt oft mjög slæmum liðverkjum og beinþynning getur líka leitt til verkja í liðum og liðamótum.
Sætt, stökkt & ketó
25% AFSLÁTTUR
Brakandi orkustangir með lakkríseða salthnetukaramellubragði. Lítið sem ekkert af kolvetnum. Engin gervisæta og enginn viðbættur sykur… eins og í öllu frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good.
GOODGOOD.NET @GOODGOODBRAND
UPPBYGGING
KOLLAGEN FYRIR HEILSUNA Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og líkja má kollageni við lím sem heldur líkamanum saman. Kollagen sér til þess að vefir haldist sterkir saman og er að finna m.a. í vöðvum, beinum, húð, sinum og er einnig eitt aðal uppbyggingarefni húðar, hárs og nagla.
Fyrir fallegri húð, hár og neglur Kollagen ásamt elastíni viðheldur KOLLAGEN teygjanleika og stinnleika Í TÖFLUM húðarinnar. Kollagen hefur einnig mikil áhrif á heilbrigði hárs og nagla. Kollagen getur aukið hárvöxt og dregið þannig úr hárlosi. Kollagen getur mögulega hægt á öldrun húðar dregið úr hrukkumyndun og stuðlað að unglegri og frísklegri húð. Fyrir sterkari bein, liði og stoðkerfi Kollagen getur stuðlað að auknum liðleika og heilbrigðari liðum og hægt á hrörnun stoðkerfisins. Kollagen er talið draga úr verkjum og bólgum í stoðkerfinu og er talið hafa jákvæð áhrif gegn gigt og öðrum stoðkerfisvandamálum. Kollagen hefur góð áhrif á beinin með því að auka beinþéttni.
Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen sem fer minnkandi eftir 25 ára aldur. Þættir tengdir lífsstíl okkar sem hafa áhrif á minnkandi kollagen framleiðslu eru t.a.m. ofneysla á sykri og unnum kolvetnum, reykingar, óhófleg sólböð, skortur á ýmsum næringarefnum og kollagen ríkri fæðu, langvarandi sjúkdómar og ýmsir meltingarkvillar sem geta haft áhrif á upptöku og nýtingu kollagens.
Fyrir heilbrigt meltingarkerfi BRAGÐLAUST Kollagen er uppbyggjandi efni og DUFT SEM BLANDAST er gagnlegt viðgerðarefni til þess VEL að styrkja og innsigla slímhúð í meltingarvegi og getur þannig dregið úr gegndræpi þarma og komið í veg fyrir að óæskileg efni berist út í líkamann. Kollagen er að finna aðallega í dýraafurðum s.s. kjöti, fisk, kjúkling, beinaseyði og eggjahvítum. Kollagen er einnig hægt að taka inn í bætiefnaformi og mikilvægt að það sé „hydrolyzed collagen” en þá hafa amínósýrurnar verið brotnar niður og frásogast mun betur í meltingarvegi. Einnig er gott að taka C-vítamín aukalega eða passa upp á fá ríkulegt magn af C-vítamíni úr fæðunni samhliða kollagen inntöku þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu og nýtingu kollagens. Kollagenið frá NOW er bæði til í töfluformi og dufti. Hreint kollagen í duftformi er t.d. hægt að bæta út í safa, kaffi, grauta, jógúrt, þeytinga og út í bakstur.
Kakó kollagen latte* 1 b heitt kaffi eða soðið vatn ½ msk kakóduft - Himnesk Hollusta ½ msk chiafræ - Himnesk Hollusta ½ msk MCT olía chocolate - Now
½ tsk kanill - Himnesk Hollusta 1 msk kollagen protein - Now 3 dl English toffee stevia - Now Öllu skellt í blandara.
* Uppskrift úr heilsudrykkjarbæklingi. 86
Ég nota kollagen reglulega sem hluta af mataræðinu mínu og langar að deila með ykkur uppskrift af uppáhalds kollagen morgundrykknum mínum til að starta góðum degi en þessi drykkur gefur okkur hressandi orkubúst inn í daginn ásamt því að innihalda góða fitu, prótein, trefjar og andoxunarefni. Ásdís grasalæknir www.grasalaeknir.is www.instagram.com/asdisgrasa www.facebook.com/grasalaeknir.is
MELTING: Digest Ultimate góðgerlar castor oil Husk
SKAMMDEGIÐ: D vítamín
FJÖLVÍTAMÍN: Eve Adam Daily vit
FYRIR STRESS OG ÁLAG: Rhodiola
FYRIR BÖRN: Góðgerlar Kalk DHA Multi
25% AFSLÁTTUR
KVEF OG FLENSA: odorless garlic Allibiotic Beta-Glucans C vítamín
LIÐIR: Collagen Glucosamine
HÁR, HÚÐ, NEGLUR: Hair skin and nails Collagen
FYRIR SÓLINA: Astaxanthin
FYRIR VÖÐVANA: BCAA Creatine Prótein
UPPBYGGING
REGLULEG HREYFING TIL BÆTTRAR HEILSU
Sigurjón Ernir Sturluson er 29 ára íþróttafræðingur, fjar- og einkaþjálfari sem hefur alltaf stundað hreyfingu af kappi og nært sig rétt í takt við hreyfinguna. Sigurjón er með öflugri Ultra hlaupurum hér á landi og einn fremsti Spartan Race hlaupari landsins. Hann hefur keppt á heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum bæði 2018 og 2019 þar sem hann var fyrstur Íslendinga til að klára keppni bæði árin. Sigurjón hefur alltaf lagt áherslu á hollt mataræði og notast við vítamín úr Terranova línunni og Nuun freyðitöflurnar hjálpa við orku, vökvajafnvægi og orkubúskap yfir æfingar. Hreyfing er okkur lífsnauðsynleg og með reglulegri hreyfingu bætum við úthald, styrk og losum um leið um líkamlega streitu og stress sem er stigvaxandi vandamál í okkar samfélagi. Það eru margir sem vilja komast í gott form og geta hlaupið hraðar, lyft þyngra og haft meira úthald, en hver er besta leiðin til að byggja upp þessa þætti? Mitt ráð til ykkar er að byrja rólega (2-3 í viku) og byggja hægt og rólega ofan á ykkar grunn. Það er mikilvægt að huga að öllum þeim þáttum sem spila inn í líkamlega afkastagetu en þar má nefna: svefn/hvíld, mataræði, vítamín og álag yfir daginn (æfingar, vinna og einkalíf). Það eru í raun engin takmörk fyrir því hversu langt við getum náð og ef þessir þættir haldast í hendur getum við náð ansi langt. Mikilvægt er að fólk finni hreyfingu sem þeim þykir skemmtilegt að stunda en hugi um leið að hafa hreyfinguna fjölbreytta. Ég æfi að jafnaði 7-10 sinnum í viku þar sem ég blanda saman
88
úthaldsæfingum (hlaupi, hjóli, róðri o.fl.) ásamt styrktarþjálfun. Ég nota Nuun freyðitöflur bæði á meðan og eftir krefjandi æfingar til að fylla á steinefni, sölt og vítamín sem ég missi yfir æfingarnar en miklu munar að nota þær á meðan á æfingum stendur til að koma í veg fyrir vökva og steinefnatap. Nuun töflurnar eru afar þægilegar í notkun þar sem þær koma í litlum umbúðum sem þægilegt er að grípa með sér. Töflurnar eru fljótar að leysast upp í vatni og finn ég fljótt fyrir virkni sem er mikill kostur þegar stutt er á milli æfinga og líkaminn þarf að jafna sig hratt fyrir næstu æfingu/áskorun. Sigurjón er duglegur að deila sínum æfingum og mataræði á samfélagsmiðlunum og facebook: - Instagram: sigurjonerni - snapchat: sigurjon1352 - Fjarþjálfun á facebook: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis
AÐSTOÐAR VIÐ AÐ HALDA GÓÐU V Ö K VA J A F N VÆ G I Í L Í K A M A N U M
NÝTT NÝTT
25% AFSLÁTTUR
Nuun eru freyðitöflur sem viðhalda raka og vökvajafnvægi í líkamanum. Nuun Sport – Hámarkar orkunýtingu og bætir upp salt- og elektrólítatap við æfingar. Nuun Vitamins – Styður við almenna vellíðan. Nuun Immunity – Styrkir og eflir ónæmiskerfið.
LYKILL NÁTTÚRUNNAR AÐ GÓÐRI HEILSU
25% AFSLÁTTUR
Andoxun fyrir vellíðan, árangur og góða heilsu
Vegan blanda af Astaxanthin og Omega 3
Byggt á formúlu sem augnlæknar mæla með
Vel nærð og ljómandi húð allt árið
Styður heilbrigði þvagrásar og -blöðru
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
Minna mál og góður svefn. Vinsæl vara við tíðum þvaglátum
SETTU MARKIÐ HÁTT 25% AFSLÁTTUR
HÁMARK er próteindrykkur sem hentar vel eftir æfingu og stuðlar að góðri endurheimt.
UPPBYGGING
FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS MEÐ NAGLANUM Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi í vinnu, æfingum og mat? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnudagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég er með mína eigin stofu, sem og fjarsálfræðiviðtöl í gegnum netið. Morgunmatur Morgunmaturinn minn er alltaf eins. Obama var eitt sinn spurður af hverju hann var alltaf í bláum jakkafötum. Hann svaraði að þá er einni ákvörðun færra yfir daginn. Það er sama með mig og morgunmatinn. Það er alltaf haframjöl og egg. En í allskonar varíasjónum enda er haframjöl eins og auður strigi málarans sem getur breyst í allra kvikinda líki. Bakaður grautur. Kaldur grautur. Grautartriffli. Næturgrautur með chia-fræjum. Heitur grautur á gamla móðinn. Svo toppa ég grautinn alltaf með ávöxtum og hnetu, kókoshnetu
92
eða möndlusmjöri. Himnesk hollusta hnetusmjörið er í miklu uppáhaldi, bæði gróft og fínt. Monki kasjúhnetusmjörið er algjör dýrð en það sem tryllir bragðlaukana er hvíta möndlusmjörið þeirra. Það er eins og fljótandi marsipan og ég gæti alveg klárað heila dollu í einu vetfangi ef matargatið fengi að leika lausum hala. Svo hef ég mig til fyrir æfingu og ca 20 mínútum fyrir æfingu fæ ég mér Amino power pre-workout frá NOW en undanfarið hef ég verið henda matskeið af rauðrófudufti og kreatíni frá NOW út í, sem hvorutveggja hafa rifið upp þyngdirnar í lyftingunum hjá mér. Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið á markaðnum og eykur ATP sem er orkuefnið í hvatberunum. Rauðrófuduft eykur súrefnisupptöku í vöðvum svo við getum æft lengur og kreist út nokkrar endurtekningar í viðbót. Hvernig æfi ég? Æfingarnar mínar eru fjölbreyttar og mismunandi frá degi til dags. Alltaf ótrúlega skemmtilegar, krefjandi en yfirstíganlegar. Ég hlusta á líkamann og fer eftir orkustigi dagsins. Suma daga er
VERSLAÐU MEÐ NAGLANUM
Hér eru þær vörur og matvæli í Nettó sem ég elska að borða og gefa mér samtímis urlandi tilhlökkun fyrir máltíðinni og gæðanæringu til að hámarka bæði andlega og líkamlega heilsu. Til að við höldumst í heilsusamlegum lífsstíl þurfa okkar daglegu máltíðir að veita gleði í sál og líkama. Því það endist enginn á heilsubrautinni þegar kvöldmaturinn býður upp á skraufþurra bringu og aumt salatblað. Það þarf að vera partý í munninum á hverjum degi. Mín lífsspeki er, enginn matur er á bannlista nema það sem fer illa í líkamann, eða mér finnst vondur á bragðið. Ef eitthvað finnst ekki á listanum er það einfaldlega því hann uppfyllir þessi tvö skilyrði.
KOLVETNI
PRÓTÍNGJAFAR
FITUGJAFAR
Kjúklingabringa Kalkúnabringa Kjúklingaleggir Heill kjúklingur Nautasnitzel Ribeye Svínakótilettur Svínalund Kálfalifur Svínahjörtu Lax Bleikja Stabbur heitreyktur lax Makríll Abott Kinney jógúrt Isola möndlumjólk
Avókadó Sítrónuólífuolía (Himnesk hollusta) Ólífuolía Hnetusmjör gróft (Monki) Möndlusmjör (Monki) Sólblómasmjör (Monki) Tahini Hnetur Chiafræ (Himnesk hollusta)
Villihrísgrjónablanda (Himnesk hollusta) Kínóa (Himnesk hollusta) Hirsi (Himnesk hollusta) Haframjöl Sætar kartöflur Kartöflur Rótargrænmeti
SÓSUR
BÆTIEFNI Rhodiola Eve Multivitamin Omega -3 Probiotics góðgerlar
C-vítamín D-vítamín B12 liquid Chicken bone broth prótínduft
ég eins og Duracell kanínan og til í blóðuga lófa, súrefniskút og kalk upp á bak. Í fósturstelllinguna á eftir að sjúga puttann. En suma daga er ég þreytt, stressuð og orkulítil og þá verð ég lítil í mér og vil bara rólegri æfingar sem eru samt alltaf krefjandi. Mínar æfingar eru sambland af Crossfit, ólympískum lyftingum í bland við hefðbundnar styrktaræfingar. Svo finnst mér rosa gaman að taka stutta en snarpa hlaupaspretti þar sem ég keyri mig alveg út í stuttan tíma og hleyp eða labba á rólegra tempói inni á milli. Athyglisbresturinn minn hreinlega leyfir ekki langar vegalengdir því ég verð svo pirruð að vera föst í einu verkefni í langan tíma. Ég hef til dæmis aldrei á ævinni hlaupið lengra en 10 kílómetra. Eftir æfingu fæ ég mér alltaf bæði kolvetni og prótín til að hefja prótínmyndun í vöðvunum sem fyrst og koma af stað viðgerðarferlinu. Nýbakað brauð eða bolla með osti og sultu verður oftast fyrir valinu. Og auðvitað minn heimsfræga hnausþykka prótínsjeik úr NOW Bone broth prótíndufti. En út í hann fer 1 skófla af Bone Broth, 1 tsk Xanthan gum frá NOW (þykkingarefni). French vanilla dropar. Og haugur af spínati og toppkáli (fæst í Nettó).
Bygg Cous cous Gróft “danskt” rúgbrauð Bókhveitikex GF (Le pain de fleurs) Made good hafrakúlur Nak’d stykki
Lighter than light majónes Jömm aiöli Balsamedik Felix tómatsósa French’s sinnep
Allos smyrjur Pestó Sojasósa Rice sprauturjómi (Soyatoo)
GRÆNMETI OG ÁVEXTIR Epli Bananar Appelsínur Fíkjur Kál Paprika Bláber Jarðarber Brokkólí Blómkál Rósakál Kúrbítur Eggaldin Maísbaunir Sólþurrkaðir tómatar
Síðan hjóla ég í vinnuna. Þar sit ég á sálfræðistofunni minni í kósý samtalsherbergi með mínum skjólstæðingum. Hádegis og kvöldmatur er alltaf samsettur úr prótíni, kolvetnum, fitu og haug af grænmeti og salati. Prótíngjafarnir mínir eru mestmegnis dauðar skepnur: kjöt/ fiskur/kjúklingur og er líka mjög dugleg að borða innmat eins og hjörtu, lifur og nýru. Ólíkt mörgum þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemmir fyrir að þessar afurðir eru orkubombur og stútfullar af járni, steinefnum og vítamínum. Ég er með mjög jákvæðar hugsanir um að minnka kjötneyslu út af umhverfisástæðum, sem mætti alveg ganga betur í verki. En ég réttlæti þetta kjötslafur mitt með að ég á ekki bíl og fer allra minna ferða á hjólgarminum mínum. Þess vegna hrjáir kolefniskvíði mig ekki sérstaklega. Flókin kolvetni fæ ég úr kartöflum, sætum kartöflum, rótargrænmeti, hrísgrjónum, cous cous, byggi, hirsi og haframjöli. Ég elska hýðisgrjónablönduna frá Himneskri hollustu með brúnum og villtum grjónum. Mér finnst rosa gott að hræra
93
UPPBYGGING
ristaðar kjúklingabaunir frá Himneskri Hollustu út í hrísgrjónin. Þriðjungur af disknum mínum er yfirleitt hlaðinn af grænmeti og ég á svo margar uppáhalds uppskriftir eins og bakað rósakál með beikonbitum, grillað brokkólí, heilt bakað blómkál með sinnepi og timjan, tómatfyllt eggaldin og hvítlaukssteiktir sveppir. Fita er olía út á salat, gvakamólí úr avókadó, eða satay sósa úr Monki hnetusmjöri, muldar hnetur/ fræ yfir salat eða hrísgrjón. Fræblandan frá Himnesk hollustu er til dæmis dásamleg út á salat.
er svokallað adaptogen sem lækkar kortisólið ef það er of hátt og styrkir mótstöðu við streituáreitum.
Kvöldsnarlið er yfirleitt kókosjógúrt frá Abbott Kinney með hindberjabragði og út í hana löðra ég matskeið af Monki kasjúsmjöri sem er guðsgjöf til mannkyns.
Dairy digestive tek ég alltaf með máltíð sem inniheldur mjólkurvörur því ég er smá viðkvæm fyrir sumum mjólkurvörum. En ef ég dúndra einni svona lufsu í mig er mallinn til friðs.
Eða ég sneiði niður epli dýft í möndlusmjör og yfir það set ég vænan dass af Soyatoo hrís sprauturjóma ... og skammast mín ekkert fyrir það.
Góðgerlar byggja upp öfluga og heilbrigða þarmaflóru sem skiptir miklu máli, bæta meltingu, draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið.
Bætiefnin sem ég nota eru EVE multivitamin. Járn. B12. Góðgerlar. C-vítamín. Liquid multi. Góðgerlar. Dairy digestive. D3 dropar. Rhodiola.
NOW Eve fjölvítamín eða Liquid multi sem minnir mig á Sana Sól í gamla daga og fortíðarþráin hríslast niður hryggjarsúluna þegar það rennur niður vélindað.
B12 er algjör lífsnauðsyn fyrir mig. Æfingar á hárri ákefð spæna nefnilega upp birgðirnar af B12 í líkamanum og um leið og ég fer að finna fyrir orkuleysi þá dúndra ég í mig og orkan keyrist upp. B12 er ekki búið til í líkamanum og við þurfum að fá það úr dýraafurðum eða bætiefnum. Líkaminn geymir það ekki svo við þurfum að taka það reglulega. Ég nota Ultra B12 vökva eða sprey frá NOW og læt liggja undir tungunni í 30-60 sekúndur.
D3 vítamín. Fyrir ónæmiskerfið og styrk og heilsu beina. Sem betur fer slatti af sól í Danmörku yfir sumartímann en yfir grámyglaðan veturinn dúndra ég í mig NOW D-vítamíndropum.
Ég hef tilhneigingu að verða lág í járni, og tek því járntöflur eða járnmixtúru frá NOW daglega. C-vítamín er mikilvægt samhliða járni til að hámarka upptöku. Rhodiola (burnirót). Hefur verið leikbreytir fyrir mig að tækla og vinna úr streitu. Líf mitt tók skarpa borgarstjórabeygju þegar ég byrjaði að dúndra Rhodiola í mig. Rhodiola
Fyrir svefn hendi ég síðan í mig L-glutamine fyrir þarmaflóruna en þetta er sú amínósýra sem finnst í mestu magni í líkamanum og gegnir lykilhlutverki í að styrkja ónæmiskerfið og búa til filmu innan á þarmaveggina. Svo tek ég tarnir með magnesíum fyrir dýpri svefn og hámarks endurheimt í vöðvum yfir nóttina. Ég nota Magnesium og Calcium frá NOW til að fá líka kalk sem er svo mikilvægt fyrir okkur kvensurnar. Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) er klínískur heilsusálfræðingur með sérsvið í að hjálpa fólki að öðlast jafnvægi, hugarró og heilbrigt samband við mat. Ragnhildur býður upp á sálfræðilega mataræðisráðgjöf með áherslu á að nærast í núvitund. Þar er skoðað hvers vegna, hvernig, hvað og hversu mikið við borðum og hvernig aukin meðvitund hjálpar okkur að taka betri ákvarðanir í matarvali. Ragga Nagli býður einnig upp á heilsufyrirlestra í fyrirtækjum, og matreiðslunámskeið þar sem fólk lærir að elda holla og gómsæta rétti án fyrirhafnar. www.ragganagli.com Facebook/Ragga Nagli Instagram @ragganagli
94
Sykurlaus og Svalandi • náttúruleg sæta, hollt og ferskt • vítamín- og steinefnaduft • fáar kaloríur • sykurlaust • koffínlaust • vegan • ketó
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
UPPBYGGING
„LÍÐUR BEST ÞEGAR ÉG ER Í HEILBRIGÐU JAFNVÆGI“ Þar sem Birgitta Líf er með brennandi áhuga á heilbrigðum lífsstíl fannst okkur við hæfi að taka viðtal við hana og fá að kynnast henni betur. Hver er Birgitta Líf? Birgitta Líf er í stuttu máli 27 ára Reykjavíkurmær með brennandi áhuga á æfingum og heilbrigðum lífsstíl, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri hjá World Class og Laugar Spa, meistaranemi í alþjóðaviðskiptum, með bakkalárgráðu í lögfræði og fyrrum flugfreyja hjá Icelandair. Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Ég vakna flesta daga um hálf átta og fer í Laugar þar sem ég vinn á skrifstofunni. Vinnudagarnir og verkefnin eru fjölbreytt og enginn einn dagur eins. Ég æfi WorldFit í Kringlunni og fer það eftir verkefnum hvers dags hvort ég taki æfingu í hádeginu eða eftir vinnu, eða bæði. Það gefur mér svo ótrúlega mikið að fara á æfingar og hitta allt fólkið sem er í WorldFit þannig ég eyði oft miklum hluta af deginum inni í æfingasal – hvort sem það er "actually" að æfa eða bara hitta vinina. Eftir æfingu sæki ég mér oftast mat eða fer heim og elda, fer í góða sturtu og hef það síðan notalegt yfir Netflix um kvöldið en ég er yfirleitt sofnuð frekar snemma þegar ég er í þessari rútínu. Hvað gerir þú til þess að lifa heilbrigðu lífi? Ég stunda heilsurækt, borða að mestu hollan og góðan mat, nýt samverustunda með vinum og fjölskyldu sem gerir mikið fyrir andlegu heilsuna og passa líka að
96
leyfa mér; hvort sem það er að fara í ísbíltúr, fara út að borða eða bara fá mér nammipoka yfir sjónvarpinu. Að mínu mati spilar þetta allt saman og líður mér best þegar ég er í heilbrigðu jafnvægi. Hvernig er æfingarútínan þín? Ég hef æft WorldFit í Svarta boxinu í World Class Kringlunni í heilt ár núna og er alveg dolfallin yfir því æfingakerfi og samfélagi sem hefur myndast þar. WorldFit samanstendur m.a. af kraftlyftingum,
„ÉG ÞEKKI SJÁLF Á LÍKAMANN MINN HVAÐ LÆTUR MÉR LÍÐA VEL OG HVAÐ EKKI. ÉG REYNI AÐ BORÐA VEL, HAFA GÓÐA ORKU FYRIR ÆFINGAR, FÁ PRÓTEIN EFTIR ÆFINGAR OG MÉR FINNST ÉG ÞÁ GETAÐ LEYFT MÉR AÐ FÁ MÉR PIZZU, ÍS EÐA EITTHVAÐ ÓHOLLT INN Á MILLI ÞEGAR MIG LANGAR TIL ÞESS. ” þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum en ég mæti þangað 5-6 sinnum í viku að meðaltali. Ég fer síðan stundum aukalega í heita tíma í infrarauðu sölunum okkar í World Class en mér finnst það hjálpa til við að losa um spennu og þreytta vöðva, eða fer á hlaupabretti eða geri eitthvað allt annað heldur en WorldFit inn á milli. Æfingarnar mínar geta því verið allt frá 5-10 sinnum í viku en það fer allt eftir æfingaálagi, skipulagi og orku hverrar viku fyrir sig. Finnst þér mataræði skipta miklu máli? Já, mataræði er grunnurinn að öllu. Ég finn mikinn mun bæði á orku, vöðvum, skapi og líðan í líkamanum eftir því hvernig ég borða. Ef ég er ekki að borða næga næringarríka og góða fæðu þá er ég þreyttari á æfingum, sef verr, orkuminni yfir daginn o.s.frv. á sama hátt og mér líður betur, vakna hressari og hef meiri orku og kraft bæði á æfingum og í daglegu amstri. Hvernig er mataræðið þitt? Mataræðið mitt er almennt hollt og gott og reyni ég að halda því fjölbreyttu og fá góða næringu sem nýtist mér yfir daginn. Ég er ekki að skrifa niður hvað ég borða eða fara eftir einhverju ákveðnu mataræði. Ég þekki sjálf á líkamann minn hvað lætur mér líða vel og hvað ekki. Ég reyni að borða vel, hafa góða orku fyrir æfingar, fá prótein eftir æfingar og mér finnst ég þá getað leyft mér að fá mér pizzu, ís eða eitthvað óhollt inn á milli þegar mig langar til þess. Mér hefur fundist millivegurinn og jafnvægið henta mér, þ.e. að banna mér ekkert enda er allt gott í hófi. Tekur þú bætiefni og af hverju ? Ég finn mikinn mun á mér þegar ég er dugleg að taka vítamín og bætiefni enda getur það gert gæfumuninn þrátt fyrir að mataræði spili stóran part. Það er sérstaklega mikilvægt að mínu mati að huga vel að því að fá næg vítamín og auka „boost“ í skammdeginu enda fáum við lítið af því úr náttúrunni hér á Íslandi yfir dekkstu mánuðina. Ég hef notað bætiefnin frá NOW í fjölmörg ár og er dugleg að prófa mig áfram með þau og er ekki endilega að taka allt sem ég á alla daga heldur reyni ég að lesa líkamann og líðan og finna hvað hentar mér best hverju sinni. Ég fer síðan í blóðprufu á hverju ári til að fylgjast með
stöðunni og þá kemur líka í ljós ef það er eitthvað sem þarf að auka á þeim tíma eða er jafnvel nóg af og gott að taka pásu. Hver er þín daglega rútína í bætiefnum? Ég á allskyns vítamín og bætiefni frá NOW en það sem ég tek að jafnaði er EVE fjölvítamínið, D-vítamín og Odorless Garlic. Þessa dagana hef ég fundið vel fyrir skammdeginu og er því að taka Rhodiola sem á að hjálpa við daglegt stress, eða jákvæðisvítamínið eins og ég kalla það. Svo hef ég verið að taka Charcoal töflur þar sem ég var að ferðast mikið og fannst ég þurfa smá „hreinsun“ en það hjálpar við að losa út eiturefni í líkamanum en ég tek það bara í nokkra daga í senn og geymi svo þangað til mér finnst ég þurfa aftur á því að halda. Áður en ég fór út var ég einmitt dugleg að taka inn Axtasanthin sem getur hjálpað til við að undirbúa húðina fyrir sólina og nýlega hef ég bætt Collagen-töflum inn í rútínuna mína sem ég finn að hjálpar við að styrkja liðina sem geta verið undir miklu álagi á æfingum. Hver er þín helsta fyrirmynd? Ég er svo heppin að vera umkringd fullt af flottum fyrirmyndum og reyni ég að tileinka mér það besta í fari fólks sem veitir mér innblástur. Mamma er samt án efa mín helsta fyrirmynd enda ein duglegasta kona sem ég þekki. Einhver heilsu-"tips" sem þú vilt deila? Allt er gott í hófi! Mér finnst þessi gullna regla eiga við svo margt sem við kemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu, þ.e. að hafa gott jafnvægi á æfingum, hvíld, mataræði, skemmtun, svefni og svo mætti lengi telja.
97
25% AFSLÁTTUR
TREFJARÍK PRÓTEINSTYKKI FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR.
25% AFSLÁTTUR
UPPBYGGING
HEILSAN SNÝST UM HEILDINA Telma Matthíasdóttir þjálfari er með áralanga reynslu í að aðstoða fólk við að bæta lífsstíl sinn og heilsu. Telma heldur úti heimasíðunni fitubrennsla.is og á Instagramminu hennar finnur þú fullt af góðum uppskriftum og æfingamyndböndum. Við getum náð ótrúlegum árangri með mjög litlum og kostnaðarlausum breytingum. Flest þurfum við að breyta hugsun okkar um hvað heilsa snýst, heildina, líkamann allan, líffærin okkar og geðheilsuna. Hugsa allar breytingar til lífstíðar annars förum við fljótt í sama horfið, það vitum við öll. Ég er enginn vísindamaður en reynslubankinn minn um heilsu og næringu er stútfullur af efni sem ég hef lært í gegnum árin af sjálfri mér og þeim sem ég hjálpa. Ég legg mikla áherslu á að við borðum hollt, borðum fjölbreytt, litríkt og næringarríkt. Að við séum ekki að byrja enn eitt árið á kúr sem lofar árangri án fyrirhafnar. Þú átt allt gott skilið Já, öll eigum við það skilið að vera heilbrigð, sterk og örugg með
útlitið, örugg með tilfinningar og lífið og hvernig við lifum því. Við búum öll yfir gríðarlegum krafti, en okkur gengur misvel að sækja hann. Sem þjálfari til margra ára hef ég ýtt fólki yfir erfiðustu hindranir og leitt það í gegnum bæði súrt og sætt, hjálpa því að ná tökum á betri líðan andlega sem og líkamlega með mataræði og hreyfingu. Þú ert þess virði. Það er bara til eitt eintak af þér. Farðu vel með þig Engin töfrasproti er að fara bæta andlega líðan þína og heilsu eins og góð næring og regluleg hreyfing gerir. Það sorglegasta sem þú getur gert sjálfri/sjálfum þér er að sleppa næringu til að grennast, bera á þig krem sem á að leysa upp fituna eða strekkja um þig mittisbelti til að fá grennra mitti. Með því ertu að reyna að komast hjá þeirri staðreynd og þeirri vinnu sem þarf til að bæta heilsuna. Þú eykur bara líkurnar á því að missa tökin seinna.
„ÉG LEGG MIKLA ÁHERSLU Á AÐ VIÐ BORÐUM HOLLT, BORÐUM FJÖLBREYTT, LITRÍKT OG NÆRINGARRÍKT. AÐ VIÐ SÉUM EKKI AÐ BYRJA ENN EITT ÁRIÐ Á KÚR SEM LOFAR ÁRANGRI ÁN FYRIRHAFNAR.” 100
Stattu með sjálfri þér þegar þú ætlar að detta í það rugl að sveifla töfrasprotanum því þótt mittið mjókki þá er það ekki samasemmerki um betri heilsu. Haltu utan um þig Haltu heilsudagbók þar sem þú skrifar niður vatnsdrykkju, svefn, hreyfingu og næringu. Ef við skrifum allt niður þá sjáum við sannleikann, sem er oft erfitt að kyngja. Líf okkar og heilsa er eins og fyrirtæki, ef við fylgjumst ekki með því þá vitum við lítið hvernig staðan er. Gerðu eitthvað á hverjum degi fyrir þig Sýndu ábyrgð og skoðaðu þig, ekki vera stöðugt að horfa á hvað aðrir eru að gera. Tilgangurinn með þessum skrifum mínum er að hjálpa þér svo þú getir lært að taka réttar ákvarðanir og fundið styrk til að breyta einhverju til hins betra á hverjum degi því númer eitt er að líða vel og ganga ekki á heilsuna og þjást af vanlíðan alla daga sem endar bara á einn veg. Telma og Bjarni unnusti hennar reka saman fyrirtækið FitFood ehf. Við erum að flytja inn matvæli og fæðubótarefni sem koma að góðum notum þegar huga á að betri heilsu, bæði fyrir íþróttafólk og almenna neytendur. Mikið af okkar vörum eru komnar í hillur Nettó verslana og það á bara eftir að bæta vel í úrvalið nú á þessu ári og í framtíðinni. Við erum svo lánsöm að vera góðir vinir strákana sem stofnuðu fyrirtækið NANO SUPPS. Ungir strákar sem sáu sóknarfæri á heilsumarkaðinum með því að hefja framleiðslu á vörum sem eru ólíkar því sem við höfum kynnst. Vinsælasta varan þeirra er PROTEIN PANCAKE. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Íslendingar elska þessar pönnukökur. Þær eru heilkorna og tilbúnar beint úr bréfinu með unaðslegri fyllingu. Enginn viðbættur sykur, 16 gr prótein og aðeins 136 hitaeiningar. Bara holl og súper góð eins og við viljum öll hafa það. Þessar pönnukökur eru fyrir alla. Snilld í nesti fyrir krakka og góð leið fyrir eldri borgara til að ná inn meira próteini. Þær eru nú til í 4 ljúffengum bragðtegundum í Nettó.
Fyrsta varan þeirra var BCAA NANO aminósýrur. Vara sem er ólík öllum öðrum BCAA vörum á markaðnum í dag og markar framtíðina í fæðubótarefnum. Sérstaða ä BCAA NANO: • Vegan • Engin litarefni • Keto Electro • Engin fita • Engin kolvetni/sykur • Stevía • Nano þýðir margalt hraðari upptaka næringarefna BCAA NANO stuðlar að betri endurheimt, minni harðsperrum og meiri uppbyggingu og best er að drekka þær á meðan þú æfir eða strax á eftir æfingu. Það sem er svo nýtt á nýja árinu hjá þeim eru 2 bragðtegundir af PROTEIN BAR stykkjum sem eru nú þegar orðnar gríðarlega vinsælar. Þær innihalda 20 gr prótein og er hægt að borða á hverjum degi með góðri samvisku því þær eru án viðbætts sykurs, trefjaríkar og hitaeiningarsnauðar. HYPE BEAST er pre-workout drykkur sem á eftir að koma þér verulega á óvart. Hann eykur líkamlega frammistöðu og orku, ásamt því að sporna gegn þreytu enda inniheldur hann aðeins bestu innihaldsefnin fyrir hámarks virkni. Þessar vörur fást nú í Nettó verslunum og þú einfaldlega verður að prófa! PRÓFAÐU, VERTU ÖÐRUVÍSI OG FINNDU MUNINN! Þið getið fylgst með Telmu á Instagram og Snapchat: fitubrennsla
101
GÓÐGERLAR FRÁ OPTIBAC BÆTA MELTINGUNA ÁSAMT ÞVÍ AÐ BÆTA GERLAFLÓRU Í LEGGÖNGUM KVENNA
25% AFSLÁTTUR
OPTIBAC FYRIR KONUR Jafnar pH gildi í leggöngum
OPTIBAC ALLA DAGA
OPTIBAC FYRIR BÖRN OG KRAKKA
Inniheldur gerla sem sannað hefur verið að komast að kynfærasvæðinu
Dreifa sér vel um meltingarkerfið og framleiða vinveitta flóru sem myndar jafnvægi
Hentar vel börnum sem eru með meltingarvandamál s.s. kveisu, hægðatregðu eða bakflæði
Hentar konum á öllum aldri
Góð forvörn sem stuðlar að heilbrigðri meltingu
Styrkir mótstöðuafl líkamans og getur dregið verulega úr líkum á því að börn fái öndufærasýkingar
Má taka á meðgöngu og með brjóstagjöf
Viðheldur heilbrigðu ónæmiskerfi Gegnir lykilhlutverki við fæðuniðurbrot
Blandan er einstaklega mild þó hún sé áhrifarík og hana má gefa börnum frá fæðingu
Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting
25% AFSLÁTTUR
Ég hef í mörg ár þurft að taka inn góðgerla og hef prófað ýmsa gerla, sumt hefur virkað og annað alls ekki. Það er því með mikilli ánægju sem ég segi frá reynslu minni af Bio-Kult sem ég hef notað með hléum undanfarin ár en sem ég hef nú gefið meiri gaum og tekið að staðaldri. Ég ákvað að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult og Bio-Kult Candéa. Með því móti náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi. Í dag tek ég ráðlagðan skammt bæði kvölds og morgna og finn að það hefur mjög góð áhrif á meltinguna og garnahljóðin eru fyrir mér kærkominn og ómfagur hljómur. Ennfremur þoli ég betur flestalla fæðu og því er lífið núna hægðaleikur einn.
Laufey Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, jóga og hugleiðslukennari. Stofnandi Kyrrðarjóga.
Sem hjúkrunarfræðingur er ég mjög meðvituð um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru og góðrar meltingar og því fagna ég allri umræðu um hægðir og klósettferðir fólks. Í gegnum mitt starf og einkalíf hef ég áttað mig á hversu stór partur af heilsu fólks er tengdur meltingarveginum. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég á það til að vera með hægðir á heilanum. Ekki í orðsins fyllstu merkingu en svona allt að því. Ástæðan er einfaldlega sú að ég sjálf hef glímt við meltingarvandamál um árabil sem kallast hægðatregða og hefur oft á tíðum gert mér lífið leitt. Ótalmargir einstaklingar á öllum aldri glíma við þennan hvimleiða kvilla og vita nákvæmlega hvað ég er að tala um.
Ég ákvað að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult og Bio-Kult Candéa. Með því móti náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi, segir Laufey.
UPPBYGGING
2020 ER ÞITT ÁR
Þið eruð mörg sem hafið nokkrum sinnum sagt við sjálf ykkur á tímamótum, eins og í byrjun nýs árs, að nú sé komið að þessu. Nýtt ár, nýtt upphaf, nýtt átak. Einhverjir hafa rokið í verkefnið en flest rekist á hindranir sem hafa skilað ykkur á sama stað. En veistu, það er næstum því eðlilegt enda er ákvörðunin um að auka hreyfingu ákvörðun um að gera töluverðar breytingar á lífsstíl en ekki innritun í átaksnámskeið. Ég hef unnið með fjölda fólks í gegnum tíðina og veit alveg að þetta tekur á. Ég veit líka að þú eins og allir aðrir getur gert þetta. Á endanum er þetta bara ein af þessum ákvörðunum sem þú þarft að taka og leggja þig fram við að standa við. Ekki samt rjúka til og setja þér óraunhæf markmið og gera ósanngjarnar kröfur á sjálfan þig. Þetta er langtíma verkefni og fyrstu skrefin fram að þeim tíma sem þú sérð árangur verða alltaf þau erfiðustu en um leið mest gefandi. Þess vegna er svo mikilvægt að fylgjast með réttum hlutum. Aftengdu hreyfinguna frá vigtinni. Ekki rýna í einhverjar tölur sem geta auðveldlega sveiflast til milli daga. Borðaðu skynsamlega, holla og hreina fæðu og láttu mataræðið sjá um vigtina. Leggðu þig frekar fram við að fylgjast með jákvæðum breytingum hreyfingar á hreysti, lífsgæði, svefn og andlega líðan. Einn, tveir og … Hér er hugmynd sem auðveldlega gerir árið 2020 að þínu. Hugsaðu um hreyfingu sem eina af þínum grunnþörfum. Settu hana í forgang. Horfðu á hreyfingu sem jafn mikilvægan þátt í þínu lífi og fæðu, húsnæði, vinnu og föt. Ef þú mætir í vinnu á
104
réttum tíma, getur vanið þig á að bursta tvisvar á dag og manst að fara í föt áður en þú ferð út úr húsi, hefur þú það sem þarf til að auka hreyfingu. Síðan ég opnaði YAMA heilsuræktina í september hef ég horft á fólk ná framúrskarandi árangri bara með því að leggja sig fram, gera sitt besta og mæta samviskusamlega. Hugsaðu þetta til lengri tíma. Hugsaðu þér að ef þú stundar hreyfingu tvisvar í viku í heilt ár eru það 104 stórskemmtilegar æfingar sem skilja eftir sig léttari lund, aukinn líkamlegan styrk, betri svefn og aukna löngun í heilbrigðari lífsstíl. Þrjár æfingar í viku eru 156 æfingar yfir árið. Hugleiddu hvað við öðlumst mikla leikni ef við æfum okkur í einhverju, klukkutíma í senn, 156 sinnum! Líka slaka Kerfið sem ég hannaði fyrir YAMA gengur ekki bara út á skemmtun, fjölbreytni, styrk og eldmóð heldur passa ég að enda alla tíma á góðri slökun. Við þurfum nefnilega öll að kúpla frá, slaka á og núllstilla. Það mikilvægasta sem ég segi við fólk þegar það byrjar að hreyfa sig, hvort sem það er hjá mér, í öðrum framúrskarandi stöðvum eða bara á eigin vegum, er að
„KERFIÐ SEM ÉG HANNAÐI FYRIR YAMA GENGUR EKKI BARA ÚT Á SKEMMTUN, FJÖLBREYTNI, STYRK OG ELDMÓÐ HELDUR PASSA ÉG AÐ ENDA ALLA TÍMA Á GÓÐRI SLÖKUN. VIÐ ÞURFUM NEFNILEGA ÖLL AÐ KÚPLA FRÁ, SLAKA Á OG NÚLLSTILLA.” reyna ekki að sigra heiminn og sjálfan sig á einum degi. Leggðu af stað í janúar á þægilegum hraða. Gerðu meira í takt við aukna getu og vittu til, ef þú ert með hugann við verkefnið, verður þú á nýjum spennandi stað í vor. Ef fólk er ekki með undirliggjandi sjúkdóma eða verkjað eykur hreyfing orku en róðurinn er alltaf þyngstur þegar lagt er af stað. Þá koma sársaukafullar harðsperrur, þreyta og það er auðvitað áskorun að venjast nýrri rútínu en eftir nokkrar vikur, stundum eftir fyrstu æfingu, sér fólk ljósið. Finnur orkuna aukast og lifnar við. Hugsa minna - gera meira Það er jú þannig að þú ert það eina sem stendur í vegi fyrir þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað þannig að þú grípir 2020 og gerir það að þínu. Hættu að hugsa þetta, taktu skrefið og komdu þér af stað. Hér eru nokkrir punktar sem gætu gert gæfumuninn. ●
Finndu skemmtilegan þjálfara en jafnframt góðan.
●
Vertu í góðum félagskap því ekkert toppar góðan æfingahóp.
●
Veldu góða skó. Sérhannaðir fjaðrandi hlaupaskór auka líkur á misstigi.
●
Vatn fyrir og eftir æfingu ásamt næringu kemur í veg fyrir orkuleysi eða yfirliðstilfinningu.
●
Við erum voðalega upptekin af okkur sjálfum á æfingu og ekkert að pæla í því hvernig þú lítur út eða klæðir þig. Ja, nema ef þú mætir í skærbleikum silkistuttbuxum og heiðgulum bol sem lýsir upp rýmið. Jú, jú, ég man eftir að hafa horft tvisvar á einhvern sem klæddist fötum sem voru þrem númerum of lítil en það er bara til marks um háleit markmið.
●
Finndu góða tónlist í eyrun og góða áætlun til að fylgja ef þú kýst að æfa á eigin vegum.
●
Drífðu þig af stað þó þú nennir ekki. Það er ekki eftirsjá eftir því að mæta. Bara því að mæta EKKI.
Gleðilegt nýtt afreksár! Guðríður Torfadóttir (Gurrý), hefur 20 ára reynslu í heilsuræktarbransanum. Gurrý hefur um árabil sinnt einkaþjálfun, vinsælum námskeiðum og hóptímum. Undanfarin ár hefur hún einnig bætt við sig mikilli þekkingu í jógafræðum.
ÞRUMUGÓÐ ÞRENNA
Við aukið álag á skrokkinn er mikilvægt að huga að bætiefnum til að hjálpa til og styðja við þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Ég er dugleg að prófa það sem höfðar til mín og reyna að gera mér grein fyrir áhrifum og virkni enda oft og iðulega spurð um álit mitt á hinu og þessu heilsutengdu, eins og til dæmis bara hvaða ég taki sjálf. Þar ber fyrst að nefna Astaxanthin sem mér finnst auka úthald og styrk en líka draga úr harðsperrum. Það er líka gott til inntöku í mikilli sól, sem er kannski ekki alveg vandamál í augnablikinu, en gott ef haldið skal á skíði eða í vetrarsólarlandaferð. Taugakerfið gegnir mjög mikilvægu hlutverki. Er eiginlega í einfaldri mynd svona hálfgert internet sem ber skilaboð til allra kerfa líkamans, boð frá heila um allar hreyfingar og til baka um ástandið á okkur líkamlega. Streita kemur niður á taugakerfinu og veldur orkuleysi. Ég hef því vanið mig á að taka alltaf B-12 en það flýtir líka endurheimt eftir æfingar, styrkir ónæmiskerfið og hjálpar til við blóðmyndun. Sum lyf virðast valda skorti, til dæmis getnaðarvarnartöflur. Það er því talað um að B-vítamín skortur sé algengari hjá konum. Einkenni B-vítamínskorts eru meðal annars þreyta, svimi, ör hjartsláttur og fleira. Ef fólk finnur fyrir þessum einkennum mæli ég hiklaust með B-12. Með aukinni reglulegri hreyfingu er vert að huga að liðamótum og koma í veg fyrir slit. Ýmis efni gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðra liða. Þau eru flest að finna í LiðaktinForte töflunum sem ég hef alltaf við höndina. Virku efnin draga úr einkennum liðvandamála, eru fín forvörn og vinna gegn öldrunaráhrifum á liði.
105
UPPBYGGING
ÞARFTU AÐ KOMA MELTINGUNNI Í LAG EFTIR JÓLIN? Reynslan af HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, sem rúmlega sautján hundruð manns hafa sótt, hefur kennt mér að flestir eru með einhvers konar meltingarvandamál, aðallega tengt hægðalosun. Eftir neyslugleði jólanna er ekki ólíklegt að smáþarmar og ristill séu yfirkeyrð, því það er ekki nóg með að mikils sé neytt, heldur er líka mörgu ólíku blandað saman, svo líkaminn er undir ofurálagi við að vinna úr því öllu. Hver stjórnar líkamanum? Kínversk læknisfræði er með mjög góðar skýringar á meltingarveginum. Í henni er meltingarvegurinn mældur frá munni að endaþarmi og sagt að þegar eitthvað fari inn, þurfi eitthvað annað að fara út. Gerist það ekki er líkaminn að safna upp úrgangi – öðru nafni s-k-í-t – og ef við losum okkur ekki við úrganginn, getur hann farið að eitra og skemma út frá sér. Regluleg hægðalosun er því mjög mikilvæg, reyndar eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að passa upp á að hafa í lagi. Þetta minnir mig á brandarann um öll líffæri líkamans, sem héldu fund til að ákveða hvaða líffæri væri mikilvægast. „Ég ætti að stjórna,“ sagði heilinn. „Ég stýri öllum kerfum líkamans, svo án mín myndi ekkert gerast.“ „Ég ætti að stjórna,“ sagði blóðið. „Ég dreifi súrefni um allt, svo án mín myndi líkaminn veslast upp.
„Ég ætti að stjórna,“ sagði maginn. „Ég vinn úr öllum matnum og veiti ykkur öllum orku.“ „Ég ætti að stjórna,“ sögðu fótleggirnir. „Ég flyt líkamann hvert sem hann þarf að fara.“ „Ég ætti að stjórna,“ sögðu augun. „Ég geri líkamanum mögulegt að sjá hvert hann fer.“ „Ég ætti að stjórna,“ sagði endaþarmurinn. „Ég ber ábyrgð á úrgangslosun.“ Allir hinir líkamshlutarnir hlógu að endaþarminum og móðguðu hann, svo að í reiðikasti lokaði hann að sér. Innan nokkurra daga var heilinn kominn með hræðilegan höfuðverk, maginn var þaninn, fótleggirnir urðu óstöðugir, það fór að leka úr augunum og blóðið var orðið eitrað. Þá ákváðu hin líffærin að endaþarmurinn skyldi vera aðalstjórnandinn. Endaþarmurinn ræður ansi miklu um ástand líkamans og því er gott að tryggja að hann sé sem oftast samvinnuþýður. Hvað er til ráða? Ef þú ert ekki að losa úrgang úr líkama þínum minnst einu sinni til tvisvar á dag, eru til ýmis ráð sem geta hjálpað þér að breyta því ástandi. Auk eftirtalinna bætiefna er alltaf gott að drekka mikið vatn, því það hjálpar til við að flytja úrgangsefni í gegnum kerfið og losa þau úr líkamanum.
„EF ÞÚ ERT EKKI AÐ LOSA ÚRGANG ÚR LÍKAMA ÞÍNUM MINNST EINU SINNI TIL TVISVAR Á DAG, ERU TIL ÝMIS RÁÐ SEM GETA HJÁLPAÐ ÞÉR AÐ BREYTA ÞVÍ ÁSTANDI.” 106
1. Magnesium & Calcium, Reverse ratio frá NOW
Í þessu bætiefni eru fjórar tegundir af magnesíum, meðal annars magnesíum sítrat, sem hefur losandi áhrif á hægðir. Ef þú hefur þjáðst af hægðatregðu um tíma, taktu þá inn þrjár töflur, tvisvar á dag í viku eða svo og taktu svo reglulega inn 3 töflur á dag.
2. Castor Oil hylkin frá NOW
Auk þess að taka inn Magnesíum og Calcíum getur verið gott að taka líka inn Castor Oil hylkin. Þetta eru laxerolíuhylki sem í eru efni sem stuðla að örvun hægðalosunar. Jafnframt örvar olían vöðvahreyfingar í ristlinum en þær eiga að sjá um að ýta úrganginum áfram í átt til aðalstjórnandans eða endaþarmsins. Laxerolían er líka mjög heilandi og hefur styrkjandi áhrif á slímhúð bæði smáþarma og ristils.
3. Protiotic 10 góðgerlarnir frá NOW
Þeir eru til með 25 milljörðum, 50 milljörðum og 100 milljörðum gerla. Ef um langvarandi hægðatregðu eða önnur hægðavandamál, eins og niðurgang og hægðatregðu til skiptis, hefur verið að ræða eru allar líkur á að örveruflóra þarmanna sé í lélegu ástandi. Þá er gott að bæta hana með því að fjölga góðgerlum með inntöku. Reyndar mæli ég með því við flesta að taka góðgerla inn daglega, því það er svo margt sem getur komið ójafnvægi á örveruflóruna – til dæmis neysla sykurs og sælgætis, neysla á mjólkurafurðum og of mikil gerjun í þörmum út af mat sem ekki meltist almennilega, svo eitthvað sé nefnt. Góðgerlana má annað hvort taka inn á fastandi maga, á morgnana eða fyrir svefninn, eða með mat. Rannsóknir hafa sýnt að ekki er munur á virkni þeirra, hvort sem valið er að gera. 4. ACACIA fiber trefjarnar frá NOW Þessar fíngerðu trefjar gera tvennt. Annars vegar eru þær fæða fyrir góðgerlana í örveruflóru þarmanna. Hins vegar eru þær ómeltanlegar og draga því til sín vökva úr úrganginum og þétta hann, sem auðveldar ristlinum síðan að ýta honum áfram að endaþarminum. Acacia trefjarnar eru í duftformi og það er hægt að bæta þeim út í glas af vatni eða safa, eða setja í morgunbústið til að viðhalda góðum þéttleika hægðanna. Mikilvægt er að drekka vel af vatni, þegar trefjar eru notaðar, því annars geta þær valdið frekari stíflum.
5. HUSK trefjar frá NOW
Þessar trefjar eru aðeins grófari en Acacia trefjarnar en nýtast á sama hátt. Þær eru fæða fyrir góðgerlana í örveruflórunni og þar sem þær eru ómeltanlegar fyrir líkamann draga þær í sig vökva úr úrganginum og þétta hann. Husk trefjarnar fást bæði í hylkjum og dufti. Margir eru ánægðari með að taka trefjarnar inn í hylkjum, meðan aðrir kjósa duftið. Ég nota Husk duftið líka sem þykkingarefni í sósur og blanda þá 2 tsk af Huski út í 1 dl af heitu (soðnu) vatni og hræri saman. Blandan þykknar nánast samstundis og er hægt að nota hana, annaðhvort til þykkingar eða í staðinn fyrir egg við bakstur.
6. DIGEST ULTIMATE frá NOW
Ég ráðlagði þessi meltingarensím í nokkrum greinum fyrir jólin. Ástæðan er sú að upp úr fertugu minnkar framleiðsla líkamans á meltingarensímum, en við þurfum samt á þeim að halda til að brjóta niður fæðuna sem við borðum. Þess vegna er nauðsynlegt að taka inn meltingarensím fyrir hverja máltíð, til að bæta niðurbrot fæðunnar, einkum og sér í lagi fyrir stórar hátíðarmáltíðir. Ég hef mjög góða reynslu af notkun þessara meltingarensíma sem ég hef notað reglulega í rúmt ár. Svo er bara að muna að þegar búið er að ná góðu samkomulagi við aðalstjórnandann, er mikilvægt að halda því áfram þannig. Það er nefnilega ferlega fúlt ef hann fer að taka reiðikast og loka fyrir aðalútgönguleiðina. Þá fyrst erum við í alvarlegum vanda með heilsuna, því eitrun frá þörmunum getur dreifst um allan líkamann. Slíka eitrun er best að forðast. Höfundur: Guðrún Bergmann, heilsu- og lífsstílsráðgjafi rithöfundur og leiðbeinandi á HREINT MATARÆÐI námskeiðum.
107
UPPBYGGING
VILTU LOSNA VIÐ SYKURLÖNGUN? Hversu oft hefur þú staðið þig að því að verða sykurpúkanum að bráð og sporðrennt heilu súkkulaðistykki á núll einni! Það er eðlilegt að fá smá sætindalöngun annað veifið og vera sveigjanlegur í mataræðinu þegar þannig á við en þegar dagarnir eru farnir að snúast um næsta sykurfix þá erum við dottin í vítahring sykurlöngunar. Þegar við borðum of mikinn sykur og kolvetni þá sveiflumst við upp og niður í blóðsykri sem ýtir undir meiri svengd og sykurlöngun, sem líkja má við rússíbanaferð með blóðsykurinn okkar daginn inn og út. Það geta verið margar ástæður fyrir því af hverju við sækjum í sykur en ein helsta ástæðan er sú að sykur er ávanabindandi og örvar umbunarstöð í heila sem veitir okkur skammvinna vellíðan. Við sækjum líka gjarnan í sykur þegar við erum þreytt, stressuð, illa sofin, pirruð og leið. Skortur á ýmsum vítamínum og steinefnum getur líka ýtt undir aukna sykurlöngun. Við vitum flest hvað óhófleg sykurneysla er skaðleg heilsu okkar og getur ýtt undir þróun lífsstílstengdra sjúkdóma á borð við sykursýki týpu 2, offitu, hjarta- og æðasjúkdómum og gigt. Sykur hefur víðtæk áhrif á líkamann og getur raskað jafnvægi á þarmaflórunni okkar, hraðað ótímabærri öldrun líkamans, myndað bólgur, valdið skapsveiflum, haft truflandi áhrif á hormónakerfið, svo fátt eitt sé nefnt. Að sigrast á sykrinum í mataræðinu er því eitt mikilvægasta skrefið sem við tökum fyrir heilsuna okkar sem gefur okkur mesta ávinninginn og er í senn fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma, eykur lífsgæði okkar og langlífi. Við
108
uppskerum m.a. meiri orku, minni bólgur, sterkara ónæmiskerfi, hreinni húð og öflugri þarmaflóru. Heilsusamlegt og fjölbreytt mataræði er lykilatriði til að halda blóðsykrinum í góðu jafnvægi. Þegar við viljum gera okkur dagamun þá er sniðugt að skipta yfir í hollari sætuefni í staðinn fyrir sykur sem hafa mun minni áhrif á blóðsykur s.s. lífrænt hlynsíróp eða hunang og sykurlaus sætuefni eins og erythritol og stevíu. Lífsstíllinn okkar skipar einnig stóran sess þegar kemur að því að viðhalda blóðsykri í jafnvægi svo sem regluleg hreyfing, slökun og góður svefn, en allir þessir þættir hafa mikil áhrif á blóðsykursjafnvægi okkar og líðan. Glucose Metabolic Support blandan frá Now er áhrifarík blanda samsett úr völdum næringarefnum og jurtum sem stuðla að heilbrigðum efnaskiptum sykurs og kolvetna. Indverska jurtin Gymnema gegnir lykilhlutverki í þessari blöndu en þessi lækningajurt hefur verið notuð frá örófi alda af Ayurvedískum grasalæknum til að draga úr sykurlöngun og minnka sykurmagn í blóði. Gymnema er gjarnan notuð gegn efnaskiptavillu, ofþyngd og fitulifur vegna jákvæðra áhrifa hennar á efnaskipti og þyngdarlosun. Þessi blanda inniheldur virkt efni sem nefnist Glucofit og samanstendur af corosolic acid
sem rannsóknir hafa sýnt fram á að stuðli að eðlilegum glúkósa efnaskiptum.
Ásdís mun halda námskeiðið Sykurlaus Lífsstíll þann 4. febrúar frá 17:30-19:30 í sal Icepharma, Lynghálsi 13.
orku í hvatberum en eykur einnig insúlínnæmni svo frumurnar geti auðveldlega nýtt glúkósa fyrir orkumyndun.
Þessi blanda inniheldur einnig næringarefni s.s. króm, biotin, B1, B5, L-glutamín, alpha lipoic Glucose Metabolic Support er því gagnlegt og Á námskeiðinu færðu acid og vanadium en þessi næringarefni eru ómissandi bætiefni til að sigrast á sykrinum, skotheld ráð til að sigrast á mikilvæg fyrir efnaskipti glúkósa í líkamanum koma jafnvægi á blóðsykur og halda sykurlöngun sykurlöngun og koma jafnvægi og stuðla að jafnari blóðsykri. L-glútamín er í skefjum. á blóðsykur og efnaskipti. amínósýra sem talin er draga úr sykurlöngun og Miðasala á tix.is jafna blóðsykur. Króm er snefilefni sem talið er Ásdís grasalæknir mikilvægt hjálparefni fyrir virkni insúlíns og á www.facebook.com/grasalaeknir.is mikinn þátt í blóðsykursstjórnun. Króm eykur insúlínnæmni frumna www.instagram.com/asdisgrasa og tekur þátt í efnaskiptum kolvetna, fitu og próteina. www.grasalaeknir.is Alpha lipoic acid er kröftugt andoxunarefni sem eykur
5
SKOTHELD RÁÐ GEGN SYKURLÖNGUN:
úr inntöku • Dragðu á hvítum sykri,
hveiti, einföldum kolvetnum s.s. pasta, grjónum, djúsi, gosi, orkudrykkjum og bakkelsi.
daginn á • Byrjaðu próteinríkri máltíð
með góðri fitu og trefjum, t.d. eggjahræru með avókadói, tómötum og ólífuolíu, chiagraut eða nærandi þeyting.
heilnæm • Notaðu krydd, sem jafna
blóðsykur og slá á sykurlöngun og gefa náttúrulega sætu, eins og kanil, kardimommur, múskat, negul og vanillu.
upp á að fá • Passaðu • Uppfylltu nægan svefn, halda næringarþörf þína streitu í lágmarki og hreyfðu þig reglulega fyrir betri blóðsykursstjórnun.
með bætiefnum s.s. Omega-3 og D-vítamíni. Prófaðu bætiefni og jurtir sem minnka sykurlöngun.
HÁGÆÐA FÆÐUBÓTAREFNI
25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR
UPPBYGGING
ÁSTRÍÐA FYRIR ÞJÁLFUN Böðvar Tandri heiti ég og er yfirþjálfari í Víkingaþrekinu upp í Mjölni. Ég hef verið að sprikla í íþróttum síðan að ég var sex ára gamall en ég æfði handbolta í átta ár.
Eftir margar æfingar og þessi ótalmörgu ár af handboltanum þá kom að því að ég þurfti einfaldlega alltaf að sitja á bekknum þar sem handboltaþjálfarinn hjá Gróttu taldi mig ekki nógu góðan til þess að spila. Eftir einn leikinn þar sem að ég sat á bekknum allan tímann og fékk ekki að fara inná í eina einustu mínútu af leiknum brotnaði ég niður. Fór inn í klefa að gráta og gafst upp á handboltanum. En sem betur fer var það ekki endirinn á mínum íþróttaferli! Eftir þetta ákvað ég að skella mér beint í líkamsrækt og þar fann ég loksins sjálfan mig og fékk að upplifa það að hafa þjálfara (s/o. Stefan Michaelsson) sem hafði áhuga á og metnað til að gera mig að betri og sterkari manneskju. Ég elskaði að fara í ræktina og að pína mig og verða fyrir vikið sterkari manneskja seinna. Eftir að ég hafði verið í líkamsræktinni í þokkalega langan tíma dró besti vinur minn mig í brasilískt jiu-jitsu upp í Mjölni og vá, hvað mér fannst það skemmtilegt. Stuttu eftir það frétti ég af Víkingaþrekinu upp í Mjölni og það vakti upp þokkalegan áhuga hjá mér. Einn daginn, eftir að hafa klárað heilan poka af bláu Doritos, fór ég á mína fyrstu Víkingaþreksæfingu og ég get ekki lýst með orðum hvað það var erfitt. Mér leið svo fáranlega illa og ég átti svo erfitt með að halda bláa Doritos-inu niðri EN það var eitthvað við þetta, af hverju langaði mig strax á aðra æfingu? Ég var heltekinn af þessum tímum og þó að ég hafi vaknað daginn eftir eins og ég
hefði tekið 5 lotur með Gunnari Nelson þá langaði mig til þess að mæta í næsta tíma um leið og ég gæti komið mér á fætur. Seinna meir, eftir að hafa unnið í afgreiðslu Mjölnis í tvö ár, bauðst mér að fara á þjálfaranámskeið Mjölnis. Eftir það námskeið fann ég ástríðu mína til þess að betrumbæta líf fólks í gegnum þjálfarastarfið. Nú hef ég þjálfað Víkingaþrekið í fimm ár og er þar yfirþjálfari. Hvernig á ég að byrja? (Fyrir fólk sem hefur ekki æft í einhvern tíma eða aldrei og langar að byrja að æfa) Eins pirrandi og það hljómar þá er besta leiðin til þess að byrja að hreyfa sig, og bæta mataræðið sitt, einfaldlega að byrja. Það er stærsta og mikilvægasta skrefið sem þú tekur, byrjaðu núna! Ekki í meistaramánuði, ekki þegar það er minna að gera í vinnunni, ekki þegar börnin fara að róa sig, BYRJAÐU NÚNA! Ég er ekki að segja þér að kveðja laugardags Ben and Jerrys´s ísinn að eilífu heldur einfaldlega að taka fyrsta skrefið; farðu að vinna í þér, byrjaðu á hollari morgunmat og æfðu þriðja hvern dag. Er það farið að vera auðvelt og hluti af rútínu? Frábært! Þá bætirðu við hollum hádegisverði og æfir annan hvern dag! Gerum þetta að einhverju sem að við ráðum við. Hjá langflestum virkar einfaldlega ekki að demba sér „full on“ í nýtt mataræði og nýja æfingarrútínu því að ef svo gerist að þú fallir úr þeirri rútínu þá ertu gjörsamlega týnd/ur og veist ekkert hvað þú átt að gera svo að þú fellur í gömlu og slæmu rútínuna sem að þú vandir þig áður fyrr á. Ég er með æxli in my brain btw! Í janúar 2019 lendi ég í áfalli sem að breytti mínum hugsunarhætti að miklu leyti. Ég var staddur í trampólíngarði með kærustunni minni að halda upp á afmælið hennar þegar að ég spyr skyndilega „Guðrún, hvar er eiginlega útgangurinn?“ Hún skildi ekkert hvað ég átti við en ég hélt áfram „Ég veit ekki hvernig við komumst út, eða hvernig við komumst hingað inn.“ Þá spurði Guðrún mig „Böðvar,
110
Hollur morgunmatur sem tekur 2-5 mínútur að græja og bragðast eins og gleði: Áður en þú ferð að sofa setur þú: 60 gr af höfrum í ílát sem þú getur lokað (svona sirka bolli eða svo) Eina skeið af uppáhalds próteininu þínu – helst súkkulaði eða vanillu bragð Klíptu í salt og hentu því í skálina Teskeið eða tvær af kanil gera grautinn líka ekki verri Hrærðu þessu saman með möndlumjólk þannig að grauturinn verði þokkalega blautur Helltu nokkrum frosnum bláberjum út í og hrærðu aðeins betur Lokaðu ílátinu, hentu grautnum inn í ísskáp, vaknaðu á morgun og fáðu þér gleði í morgunmat.
„ÉG FÓR UPP Á SPÍTALA OG ÞAR KOM Í LJÓS AÐ ÉG ER MEÐ GÓÐKYNJA ÆXLI Í HEILANUM Á MÉR SEM VAR AÐ VALDA ÞVÍ AÐ VÖKVI KOMST EKKI ÚR HEILANUM Á MÉR OG ÞRÝSTINGURINN Í HEILANUM VAR FARINN AÐ VERA HÆTTULEGA MIKILL.” veistu hvaða dagur er?“ og ég svaraði „Nei!“ „Böðvar, við erum að halda upp á afmælið mitt.“ „Oh my god! Sorry vá, hvernig gleymdi ég þessu?“
Ertu kannski meiri pönnukökutýpa? Taktu einn banana og settu í blandara Bættu við tveimur eggjum Heltu smá höfrum út í (svona hálfur bolli) Teskeið af kanil Klíptu salt og hentu því út í Hrærðu í deiginu með blandaranum Kveiktu á pönnunni og hafðu hana á meðal hita Hentu kókosolíu á pönnuna, því næst deiginu og raðaðu frosnum bláberjum ofan á deigið Bíddu þangað til það byrja að koma loftbólur í gegnum pönnukökuna og snúðu henni þá við. og WHAT, HA? HVERNIG ER ÞETTA BÆÐI SVONA HOLLT OG LÍKA GOTT Á BRAGÐIÐ?! (Fyrir sælkera þá er Good Good syrup ekkert eðlilega gott ofan á)
Það kom svo í ljós að þarna var ég að upplifa tímabundið skammtímaminnisleysi, ég vissi hver Guðrún var og kannaðist við sjálfan mig og allt það en skammtímaminnið mitt var alveg farið. Ég fór upp á spítala og þar kom í ljós að ég var með góðkynja æxli í heilanum á mér sem var að valda því að vökvi komst ekki úr heilanum á mér og þrýstingurinn í heilanum var farinn að vera hættulega mikill. Eftir þessar niðurstöður var ég sendur í aðgerð til þess að minnka þrýstinginn í höfðinu á mér. Við þetta ferli fékk ég að upplifa það að allt í einu hefði ég getað misst eitthvað, ég hefði getað misst heilsuna, ég hefði getað orðið blindur hefðu þeir fundið æxlið of seint. Hvað ef aðgerðin hefði gengið illa? Hvað ef læknirinn hefði óvart hnerrað í miðri aðgerð?! (smá grín). Það var ekki fyrr en það var byrjað að rúlla mér í aðgerðina sjálfa þar sem þetta lagðist allt í einu yfir mig og ég komst að þeirri niðurstöðu að það er engan veginn sjálfsagt að fá að sjá. Það er ekki sjálfsagt að fá að hreyfa sig og það að fæðast með tíu fingur og tíu tær eru forréttindi en ekki sjálfsagður hlutur. Staðreyndin er sú að einn daginn verður þú ekki lengur hérna, svo vonandi nýtirðu þér allt það sem að þér hefur verið gefið til fullnustu.
111
UPPBYGGING
HLAUPAKÓNGAR ÍSLANDS Arnar Pétursson hefur 30 sinnum orðið Íslandsmeistari í greinum frá 1500m innanhús og upp í heilt maraþon. Hann hefur keppt á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni og hefur meðfram hlaupunum þjálfað aðra hlaupara og var þar að auki að gefa út bók núna fyrir jólin sem heitir því einfalda en mjög viðeigandi nafni, Hlaupabókin. Bókin fer yfir allt sem við kemur hlaupum og miklu meira en það, hún er í raun ómissandi fyrir alla sem eiga hlaupaskó. Í þjálfuninni hefur hann meðal annars aðstoðað Þórólf Inga í að ná sínum besta árangri í 10 km götuhlaupi.
Í júní á þessu ári var Þórólfur búinn að leggja inn gríðarlega góða vinnu og ég var handviss um að hann væri kominn í algjört toppform. Ég lagði því til að hann myndi enda tímabilið með því að toppa í Ármannshlaupinu og ég myndi héra hann allt hlaupið. Þegar við tölum um að héra í hlaupum er það í rauninni þannig að ég sá um að halda réttum hraða og taka vindinn og eina sem Þórólfur þurfti að hugsa um var að vera eins nálægt mér og mögulegt var. Þetta gekk svo framar vonum en Þórólfur endaði á 32:41 sem var hans besti tími í greininni og aldursflokka Íslandsmet í leiðinni. Þetta var með hápunktum sumarsins fyrir mig enda fæ ég eiginlega jafn mikið, ef ekki meira, út úr því að sjá öðrum ganga vel og þegar mér gengur vel. Hvenær byrjaðir þú að hlaupa, og hvers vegna? Arnar: Ég byrjaði að hlaupa af alvöru þegar ég er 21 árs en þá hætti ég alveg í körfuboltanum og einbeitti mér algjörlega að hlaupum. Árið áður hafði ég prófað að æfa hlaup með körfuboltanum sem gekk virkilega vel en þá sigraði ég Reykjavíkurmaraþonið í fyrsta skipti og sá að þetta var íþrótt sem ég hafði bæði mjög gaman af og átti möguleika á að ná mjög langt í. Þórólfur: Ég byrjaði að hlaupa árið 2002 m.a. vegna þess að það var hópur í vinnunni sem var að byrja að hlaupa. Fyrsta keppnishlaupið mitt var 10km í Námsflokkahlaupinu 8. júlí.
112
Hvað eru þið að hlaupa mikið á viku? Arnar: Það fer eftir því hvar maður er staddur á tímabilinu en það mesta sem ég hef hlaupið eru tvær vikur í röð í Kenía þar sem ég hljóp 200km og 210km. Venjulega er vika hinsvegar á bilinu 130170km. Þetta eru oftast 9-13 hlaupaæfingar á viku. Ég mæli samt með því að fyrir flesta að reyna að hlaupa allavega þrisvar í viku. Þórólfur: Ég er að hlaupa á bilinu 80-120km á viku, við bætast svo styrktaræfingar, lyftingar og tími í heitum pottum og gufu. Jafnvægi milli æfinga og fjölskyldulífs skiptir mig miklu máli, ég æfi því minna þær vikur sem dætur mínar eru hjá mér. Hvað er það við hlaupin sem heilla? Arnar: Það er svo ótrúlega margt. Í rauninni svo margt að Hlaupabókin endaði í rúmlega 400 blaðsíðum. Annars gefa hlaupin manni allt sem góð hreyfing ætti að hafa. Félagsskap, lífsgleði, tíma með sjálfum sér, einföld í ástundun og svo sparar þetta tíma því þú getur skipulagt heilu dagana í einum 30 mínútna rólegum skokk túr. Þórólfur: Það er svo margt, um helgar er svo gott að byrja daginn á hlaupi, hreyfingin gefur manni orku fyrir daginn. Hlaupin eru líka svo góð leið til að bæta líkamlega og andlega heilsu, það eru ófá vandamálin sem maður getur leyst á hlaupum eða fengið góðar hugmyndir. Svo er gaman að taka æfingu með félögunum. Ég bý stutt frá Elliðaárdalnum og finnst mjög róandi að fara þangað að hlaupa í hólmanum.
Hvaða ráðleggingar hafið þið til þeirra sem eru að byrja að hlaupa? Arnar: Byrjaðu! Fyrstu skrefin eru stundum erfið en þegar við erum komin af stað er það eins og að hlaupa niður í móti með vindi. Þrjú ráð til að ýta undir að við höldum áfram er svo að: Setja Íslandsmet í að hlaupa hægt, settu þér markmið og fáðu fólk með þér. Þetta mun gefa þér gleði og viljann til að halda áfram. Svo áður en þú veist af verða hlaupin ómissandi hluti af lífinu. Þórólfur: Byrja rólega, taka sér nægan tíma í að byggja upp grunninn, ekki æða af stað í að stefna á maraþon bara af því að einhver annar er að fara í maraþon. Setja sér markmið, bæði skammtíma og langtíma. Svo er gott að finna hlaupahóp til að veita manni aðhald og félagsskap. En fyrst og fremst á þetta að vera gaman, sama hvaða hreyfing það er, það er lykillinn að maður haldi áfram að stunda hreyfinguna. Hvaða bætiefni hafa verið að hjálpa ykkur við hlaupin? Arnar: Eitt af því sem skiptir mig miklu máli er hvernig ég hámarka líkurnar á árangri og lágmarka líkurnar á meiðslum. Þegar ég tala um árangur er það ekki bara að bæta maraþon tímann minn. Árangur er líka bara það að geta farið út að hlaupa. Að geta sagt já þegar einhver biður þig um að koma í fjallgöngu og að hafa tækifæri á að taka þátt í hlaupum. Árangur nær yfir allt frá því að líða vel yfir í það að bæta sig. Fæðubótarefni koma þarna sterk inn því þau ýta undir að ég geti náð árangri á meðan ég minnka líkur á áföllum eða meiðslum. Þau fæðubótarefni frá NOW sem ég mæli með fyrir alla hlaupara eru B-12 ultra, Iron Complex, D-vítamín, Omega-3 og svo Green PhytoFoods duftið. Það er algengt að hlauparar séu lágir í járni og svo skín sólin ekki jafn mikið og við vildum hér á Íslandi og þess vegna er D-vítamínið mjög gott. Green PhytoFoods getur svo hjálpað til við að gefa okkur næringarefnin sem er að finna í plöntum. Það er gott að muna að við getum aldrei borðað of mikið af grænmeti og þess vegna er Green PhytoFoods alltaf partur af mínum degi. Þórólfur: Ég nota NOW bætiefni til viðbótar við holla fæðu og góðan svefn, til að ná árangri. Green PhytoFoods duftið út í safa er uppáhalds blandan mín á morgnana, til viðbótar tek ég Ultra B-12, Astaxanthin, Omega-3 og Full Spectrum Minerals Caps. Á æfingum og fyrir keppnir tek ég NOW BCCA Big 6 og blanda því út í vatn. Ég tek líka Beet Root Powder fyrir allar keppnir. Svo set ég NOW Magnesíum sprey á þreytta vöðva eftir æfingar, það hjálpar mér að slaka á og við fótaóeirð.
Hvernig er fyrirmyndarmataræði hlauparans? Arnar: Fjölbreytt, næringarríkt og óunnið. Við viljum forðast djúpsteikingarpottinn og innri hluta matvöruverslana. Það er ekki gott að ganga meðfram veggjum í gegnum lífið en það er frábært að gera það í matvöruverslunum. Því nær miðjunni sem við förum því unnari er matvaran. Þórólfur: Til þess að geta æft vel og náð árangri þá þarf að huga vel að svefni og næringu. Næringin er mjög einstaklingsbundin, hvað hentar hverjum. Ef ég ætti að ráðleggja varðandi næringu þá er það að neyta fjölbreyttrar fæðu og halda orkustigi líkamans í jafnvægi. Svo er mjög mikilvægt að vera búin(n) að æfa vel hvaða fæðu maður borðar dagana fyrir stórar keppnir. Þegar ég fer í keppnisferðir erlendis gisti ég á Airbnb til að geta haldið rútínunni minni í fæðu óbreyttri frá því sem ég geri heima fyrir. Hver eru ykkar markmið? Arnar: Mitt markmið hefur alltaf verið það sama: Að hafa gaman af þessu. Þá er bara að átta sig á því hvað manni finnst gaman. Í mínu tilviki er það að afreka og að gefa af mér sem hefur veitt mér hvað mesta ánægju. Þess vegna er stóra markmiðið að komast á Ólympíuleikana og að slá Íslandsmetið í maraþoni og þess vegna hef ég gefið út Hlaupabókina og verið duglegur að aðstoða fólk með hlaupaþjálfun. Þórólfur: Ég ætla að bæta við mig aldursflokka Íslandsmetum í 40-44 ára flokknum á næsta eina og hálfa árinu. Ég á besta tíma í sex greinum í mínum aldursflokki nú þegar. Ég stefni líka að því að komast á verðlaunapall á stórmóti öldunga á næstu árum t.d. EM öldunga. Hvað er fram undan hjá ykkur? Arnar: Ég verð allan janúar í æfingabúðum í Kenía og svo er stefnan að reyna við Íslandsmetið í maraþoni 5. apríl í Rotterdam maraþoninu. Á meðan verð ég á fullu í hlaupaþjálfun fyrir aðra og svo er ég að þróa hlaupa-smáforrit sem mun koma á markað í ár. Þetta er ný tækni til að meta hlaupagetuna og ég er rosalega spenntur fyrir. Held þetta gæti orðið nýtt æði þar sem allir byrja að tala um sitt Runscore en meira um það síðar. Þórólfur: Næsta stóra keppni hjá mér er Frankfurtmaraþon í október 2020. Svo er ég heitur fyrir HM öldunga í Kanada sumarið 2021. En svo keppi ég mikið hér heima og nota keppnir sem æfingar.
113
-NÝTT20% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
UPPBYGGING
VÍTAMÍN PAKKAR FYRIR ALLA Arnór Sveinn, bætiefnasérfræðingur og heilsugúrú, fer yfir ýmsa bætiefna samsetningar frá NOW.
KETÓ PAKKI
Ketó mataræði hefur verið vinsælt meðal landans undanfarið en sá hópur fólks sem fylgir slíku mataræði fer ört vaxandi. Mikilvægt er að hafa bætiefni í huga til að bæta upp þau næringarefni sem erfitt eða ekki er hægt að fá úr fæðunni á ketó mataræði. Bætiefni geta einnig verið góð leið til þess að komast í og viðhalda ketó ástandi og draga úr neikvæðum áhrifum ketó mataræðis sem virðist oft gera vart við sig, sérstaklega í fyrstu. En hvaða bætiefni þurfa ketóar að hafa í huga? Magnesíum Það getur verið erfitt að fá nægjanlegt magnesíum úr fæðunni á ketó mataræði þar sem magnesíumrík fæða er oft einnig kolvetnarík. Því er skynsamlegt að taka magnesíum bætiefni þegar ketó mataræði er fylgt. Magnesíum getur hjálpað ketóum að draga úr vöðvakrömpum, fótapirringi og svefnerfiðleikum. Mct olía organic Mct fitusýrur eru vinsælar sérstaklega meðal ketóa og ekki að ástæðulausu. Mct fitusýrur eru miðlungs langar og meltast því hraðar en algengari, lengri fitusýrur. Því nýtast mct fitusýrur sem skjótfengur orkugjafi. Mct olía getur því hjálpað ketóum að auka fituneyslu og þar með auka framleiðslu á ketónum og því komast í og viðhalda ketó ástandi. Græn ofurfæða Þó að flest grænmeti og þá sérstaklega grænt grænmeti passi mjög vel inn í ketó lífsstílinn þá er sjaldan of mikið af grænu í fæðunni. Auðveld leið til þess að auka inntöku á grænu er með því að taka grænar duftblöndur. Green Phyto foods frá NOW er ofurblanda af grænni fæðu og jurtum sem er einnig bætt með vítamínum og steinefnum, trefjum, ensímum og blaðgrænu. Frábær leið til þess að borða meira grænmeti er að drekka það. Omega 3 Fiskiolía er rík af omega 3 fitusýrum þá sérstaklega DHA og EPA. Þær hafa sýnt fram á marga heilsufarsávinninga m.a. heilbrigðari
116
og sterkari liði, viðhaldi á eðlilegum blóðþrýstingi og minni bólgumyndun í líkamanum. Vestrænt mataræði er yfirleitt ríkara af omega 6 fitusýrum og hefur of hátt hlutfall milli omega 6 og omega 3 verið tengt við ýmsa bólgusjúkdóma. Ketóar þurfa að hafa þetta hlutfall sérstaklega í huga þar sem þeir neyta mikillar fitu og þar af leiðandi mikið af omega 6. Omega 3 fiskiolían frá NOW hentar því ketóum einstaklega vel til að jafna þetta hlutfall. Hún inniheldur mikið af DHA og EPA fitusýrum og er hreinsuð af þungmálmum. Trefjar Ketó mataræði er oft á tíðum trefjasnautt og því getur hægðatregða gert vart við sig hjá ketóum. Auðvelt er að taka trefjar inn í bætiefnaformi eins og psyllium husk. Husk kemur reglu á meltinguna og er góð fæða fyrir góðgerlaflóruna í meltingarveginum. Psyllium husk frá NOW er unnið úr óerfðabreyttu hráefni Meltingarensím Þessi mikla fituneysla sem ketó mataræði krefst getur verið erfið fyrir meltingarkerfið. Við reiðum okkur á ensím til þess að melta fæðuna sem við borðum og nýta næringuna úr henni. Ef mataræði er breytt mikið eða ensím eru af skornum skammti í líkamanum getur reynst erfitt að melta ákveðnar fæðutegundir. Lipase er ensím sem meltir fitu og protease meltir prótein, þessi tvö ensím eru því nauðsynleg á ketó mataræði. Digest Ultimate frá Now er blanda meltínarensíma, m.a. Lipase og protease, sem hjálpar til við að melta mismunandi næringarefni og getur því hjálpað þeim sem upplifa einhvers konar meltingaróþægindi við breytt mataræði.
ÍÞRÓTTAPAKKI
Íþróttafólk gengur oft á tíðum harkalega að líkama sínum með mjög erfiðum æfingum og miklu álagi. Því er mikilvægt að hugsa vel um sig, borða holla fæðu í nægjanlegu magni, fá góðan svefn og huga að andlegu hliðinni. Bætiefni geta hjálpað íþróttafólki til þess að þola álag og til þess að ná ennþá meiri árangri. Umfram grunninn er gott fyrir íþróttafólk að huga að þessum bætiefnum. Kreatín Kreatín - er eitt rannsakaðasta bætiefnið sem er á markaðnum og reynslan sýnir að það virkar. Mikið af íþróttafólki notar kreatín vegna þess að það eykur styrk, afköst og vöðvamassa. ZMA ZMA er blanda af sinki, magnesíum og B6 vítamíni en það eru allt efni sem líkaminn þarf á að halda eftir átök. Blandan hentar því vel í endurheimtina.
VEGAN PAKKI
Vegan mataræði hefur verið að ryðja sér til rúms hjá almenningi undanfarið, það sést best í auknu úrvali á vegan valmöguleikum á veitingastöðum og í matvöruverslunum. Þar sem vegan mataræði takmarkar stóra fæðuflokka, allar dýraafurðir, er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum. Velja fjölbreytt, hollt og heilnæmt plöntufæði, borða nægjanlegt magn af kalóríum, prótínum (allar nauðsynlegu amínósýrurnar) og fitusýrum (omega 3 - DHA og EPA). Síðast en ekki síst skal taka bætiefni til að vinna upp það sem er erfitt og/eða jafnvel ómögulegt að fá úr fæðunni. Skoðum þau bætiefni sem væri sniðugt að taka á vegan mataræði. B12 B12 vítamín er okkur öllum lífsnauðsynlegt en það finnst að mestu í dýraafurðum og er grænmetisætum sérstök hætta á skorti. B12 er nauðsynlegt m.a. við myndun nýrra rauðra blóðkorna og getur skortur valdið blóðleysi, þrekleysi og síþreytu. B12 vítamín stuðlar einnig að heilbrigði tauga- og ónæmiskerfis og eðlilegri sálfræðilegri starfsemi.
BCAA Big 6 BCAA amínósýrur eru frábærar fyrir endurheimtina og til að hámarka vöðvavöxtinn eftir æfingar. Big 6 blandan inniheldur einnig amínósýrurnar L-Citrulline, til þess að auka úthald og draga úr þreytu, og L-Glutamine, til að hraða endurheimt vöðva. Einnig inniheldur blandan efnin Taurine, sem talið er auka orku og árvekni. Curcufresh Kúrkúmin er virka efnið í túrmeriki og er það talið hafa mjög bólgueyðandi eiginleika. Curcufresh blandan frá NOW er sérhönnuð til að hámarka upptöku og nýtist því sérstaklega vel í endurheimt eftir átök.
D-vítamín Við sem búum á norðlægum slóðum erum farin að þekkja D-vítamín og mikilvægi þess ansi vel þar sem það fæst að mestu úr sólinni en einnig úr dýraríkinu s.s. feitum fisk, ost og eggjum. Ég ráðlegg öllum sem búa á norðlægum slóðum að taka D-vítamín en sérstaklega þeim sem sneyða algjörlega framhjá dýraafurðum. D-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir bein og tennur, vöðvana og ónæmiskerfið. Prótein Plant complex Dýraafurðir s.s. kjöt innihalda allar nauðsynlega og ónauðsynlegu amínósýrurnar því kjöt er vöðvi og vöðvar eru samofnar amínósýrur. Sjaldgæft er að einstakar vegan fæðutegundir innihaldi allar amínósýrurnar, því þarf að hafa hugfast að borða fjölbreytta fæðu. Einnig er hægt að taka próteinblöndur eins og Plant Protein Complex frá NOW. Hún inniheldur blöndu af vegan próteini og því fjölbreytt úrval amínósýra.
„ÉG RÁÐLEGG ÖLLUM SEM BÚA Á NORÐLÆGUM SLÓÐUM AÐ TAKA D-VÍTAMÍN EN SÉRSTAKLEGA ÞEIM SEM SNEYÐA ALGJÖRLEGA FRAMHJÁ DÝRAAFURÐUM.” 117
25%
Vinsælt og bragðgott freyðivítamín
AFSLÁTTUR
Fyrir almenna vellíðan!
@collabiceland
20% AFSLÁTTUR
KOLLAGEN KOFFÍN SYKURLAUST
KLÚTAR NÝTT
✔ HANDGERÐIR ✔ LÍFRÆNT VAX FRÁ BÝFLUGNABÚUM Í ÞÝSKALANDI OG AUSTURRÍKI
Í NETTÓ
✔ HÆGT AÐ HREINSA UPP ÚR VOLGU VATNI ✔ MINNI CO2 LOSUN ✔ ENDAST Í ALLT AÐ TVÖ ÁR
ALLT Í EINUM PAKKA! Sílikonpokarnir frá Stasher eru umhverfisvænir, fjölnota, og framleiddir með það að markmiði að draga úr einnota plasti.
TILVALIÐ FYRIR SOUS VIDE!
20% AFSLÁTTUR
Änglamark þvottaefni - Lengi lifi fötin! Fjarlægir ekki aðeins óhreinindi og bletti. Ensímin í þvottaefninu veita fötunum jafnframt lengri líftíma.
Án astma og ofnæmisvaldandi efna
lágmarkar því Änglamark þvottaefnið er án astma- og ofnæmisvaldandi efna og líkurnar á því að þróa með sér ofnæmi.
Umhverfisvænt
rt norrænt Änglamark þvottaefnið ber merki Svansins. Svanurinn er opinbe heilsuna. og rfið umhve fyrir umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri betra að stuðlað því er tu þjónus Með því að velja Svansmerkta vöru og . gæðum fórna að þó þess án umhverfi og bættri heilsu,
Umbúðir úr endurunnu plasti
úr Änglamark þvottaefnið er komið í nýjar umbúðir sem gerðar eru t.d. líf, fyrra átt hefur plastið að þýðir plast nnið Enduru endurunnu plasti. hægt sem þar sem vatnsflaska. Frábær hönnun á flöskunum einfaldar notkun til við að er að kreista þær og auk þess eru merkingar á hlið sem hjálpa ðina. finna réttu skammtastær
Inniheldur ensím sem oft eru kölluð þvottaefni náttúrunnar
prótein Änglamark þvottaefnið inniheldur virk ensím. Ensím eru náttúruleg og rfisvæn umhve eru n Ensími nnar. náttúru sem oft eru kölluð þvottaefni na. náttúru eða fötin skaða að þess án bletti erfiða gríðarlega öflug á
25% AFSLÁTTUR
NO
EL
IC ECOLAB RD
NÝIR HÁRMASKAR FRÁ
VEGAN FORMÚLA EKKERT SÍLIKON
25% AFSLÁTTUR
ETHICA
NÝJAR OG UMHVERFISVÆNNI SOKKABUXUR FRÁ SANPELLEGRINO Ethica sokkabuxnalínan frá Sanpellegrino fæst nú í úrvali í Nettó. Sokkabuxurnar koma í 30 den og 50 den en einnig eru í boði stuttsokkar í 50 den. Vörurnar eru úr umhverfisvænu EVO ® garni sem unnið er úr castor fræjum. Castor plantan vex á þurrustu svæðum heims og þarf lítið sem ekkert vatn til að dafna. Plönturnar taka því ekki upp dýrmæt ræktunarsvæði. Sokkabuxur og sokkar í Ethica línunni eru litaðar með málmlausum litum og koma í pakkningum úr endurunnum pappa.
Sanpellegrino vörurnar eru framleiddar á Ítalíu en merkið býður upp á fjölbreytt úrval af sokkabuxum og sokkum, bæði klassískum og í spennandi tískumunstrum.
N
L BE
IC ECOLA RD O
Val þitt í dag hefur áhrif á jörðina á morgun! mt Val þitt á hreinsiefnum er mjög mikilvægt fyrir umhverfi þitt en jafnfra hjálpa að ertu þína nánustu. Þegar þú velur umhverfisvæn hreinsiefni, gum til við að vernda umhverfið og sjálfan þig gegn ofgnótt af skaðle u gerirð mark Ängla og líkt efnum. Með umhverfisvænum hreinsiefnum umhverfi þitt hreint án skaðlegra efna. a. Änglamark vörurnar eru án ilmefna, parabena eða óþarfa litarefn eru Þær nnar. húðari Þú lágmarkar því líkurnar á ofnæmisviðbrögðum rfið Svansmerktar sem tryggir gæði varanna og að áhrif þeirra á umhve eru lágmörkuð.
Änglamark baðherbergishreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi.
Änglamark eldhúshreinsir Leysir upp fitu og óhreinindi.
Änglamark gler- og rúðuhreinsir
Leysir upp fitu og óhreinindi. Skilur ekki eftir rákir.
Änglamark wc hreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi.
Änglamark uppþvottalögur
Drjúgur og öflugur uppþvottalögur sem er jafnframt mildur fyrir hendurnar.
25% AFSLÁTTUR
122
Argan elsker tør hud! Prøv vores argan dagcreme eller multi-balm for en fugtgivende oplevelse.
Argan elsker tør hud! Prøv vores Lavandin elsker alle hudtyper! argan dagcreme eller multi-balm Prøv vores lavandin dagcreme for en fugtgivende oplevelse. eller øjencreme for en revitaliserende oplevelse.
LÍFRÆNT VOTTAÐAR OG NÆRANDI HÚÐVÖRUR FRÁ GARNIER
Argan elsker tørelsker hud! Prøv vores Kornblomst alle hudtyper! Lavandin elsker allemulti-balm hudtyper! argan dagcreme eller Prøvvores vores lavandin kornblomst micellar dagcreme for Prøv en fugtgivende oplevelse. for en beroligende oplevelse. eller øjencreme for en revitaliserende oplevelse.
Argan elskar þurra húð! Prófaðu argan dagkremið eða smyrslið okkar og gefðu húðinni rakamikla næringu. Lífræna argan olían okkar er ræktuð í Marokkó og inniheldur mikið magn af fitusýrum sem næra húðina.
Lavander elskar allar húðtýpur! Prófaðu lavender dag- og augnkremið okkar frá Garnier BIO fyrir endurnærða áferð húðarinnar. Lífræna lavender olían okkar er ræktuð í Frakklandi.
CITRONGR
25% AFSLÁTTUR
Kornblomst alle hudtyper! Citrongræs normal til Lavandin elskerelsker alle hudtyper! Prøv vores kornblomst micellar kombineret hud! Prøv vores Prøv vores lavandin dagcreme for en beroligende citrongræs rensegel eller eller øjencreme for en oplevelse. dagcreme for en opfriskende revitaliserende oplevelse. oplevelse.
Kornblóm elska allar húðgerðir! Prófaðu að hreinsa húðina með micellar vatninu okkar úr kornblómi sem róar húðina. Lífræna kornblómið okkar er ræktað í Frakklandi.
CITRONGR
Sítrónugras elskar venjulega og blandaða húð! Prófaðu andlitshreinsinn eða dagkremið okkar sem inniheldur sítrónugras fyrir endurnærandi áhrif. Lífræna sítrónugrasið okkar er ræktað á Sri Lanka.
Kornblomst elsker allenormal hudtyper! Citrongræs elsker til Timian elsker kombineret til
Timían elskar blandaða húðgerð! Prófaðu andlitstónerinn okkar Prøv vores kornblomst micellar hud! vores Prøv vores sem inniheldur timían og hjálpar húðinni aðkombineret taka á móti nærandi fedtet hud! Prøv timian for en beroligende oplevelse. raka eftir húðhreinsun. Lífræna timíanið okkar er ræktað í rensegel eller citrongræs toner for en rensende oplevelse. Frakklandi og þekkt fyrir sína hreinsandi eiginleika.
dagcreme for en opfriskende oplevelse.
CITRONGRÆ
SNYRTIVÖRUR FRÁ GARNIER BIO ERU VEGAN LÍFRÆNT VOTTAÐAR AF ECOCERT GREENLIFE
Citrongræs elskerkombineret normal til til Timian elsker kombineret hud! Prøv vores fedtet hud! Prøv vores timian
123
NÁTTÚRULEGT
25% AFSLÁTTUR
Árið 2015 byrjuðum við að framleiða 100% náttúrulegar tannheilsuvörur í umhverfisvænum og sjálfbærum umbúðum og seldum þær á básnum okkar á bændamarkaði. Skömmu síðar færðum við út kvíarnar á nýjum stað í Vestur-Sussex. Nú erum við eitt þeirra vörumerkja sem best er treyst þegar kemur að náttúrulegri tannhirðu.
LÍFRÆN FRAMLEIÐSLA
EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM
SJÁLFBÆR Framleiðslan fer öll fram á starfsstöðinni okkar í Sussex. Við notum aðeins náttúrulegt hráefni sem sótt er í nærumhverfið eins og kostur er. Umbúðirnar okkar eru hannaðar þannig að úrgangur verði enginn – það bætist ekkert mengandi á ruslahauginn til urðunar. Þú getur þess vegna hugsað um bæði tannheilsuna og heilsu Jarðarinnar á sama tíma.
Náttúruleg og sjálfbær tannhirða.
EKKERT PLAST
Í margar tegundir „náttúrulegra“ tannheilsuvara eru notuð gerviefni á borð við SLS og glýserín, sem við endum á að innbyrða. Við notum eingöngu hrein, náttúruleg og lífræn efni í allar okkar vörur. Við getum því sagt með góðri samvisku að tannheilsuvörurnar okkar séu náttúruleg framleiðsla.
MEÐ GÓÐRI SAMVISKU Við öflum hráefna með siðlegum viðskiptum, þau eru lífræn og vottuð til matvælaframleiðslu. Við komum ekki nálægt tilraunadýrum og við leggjum okkur fram um að umhverfissporið okkar sé smátt. Stefna okkar um siðleg viðskipti tekur til fleiri þátta en bara framleiðslunnar og við erum stolt af því að greiða laun sem hægt er að lifa af.
GLÚTENLAUST
FRAMLEITT Á ENGLANDI
ENGINN ÚRGANGUR
100% VEGAN
25% AFSLÁTTUR
Láttu líða úr þér Baðvörurnar frá Dr Teal’s innihalda hreint epsomsalt sem róar þreytta vöðva, minnkar verki í líkamanum, léttir á lúnum fótum og bætir svefn. Þær innihalda einnig dásamlegar ilmkjarnaolíur og fást með róandi Lavender og frískandi Ginger&Clay.
Dr Teal‘s baðvörurnar 124
Baðsalt, freyðibað og sturtusápa
ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR
Dermacare húðvörurnar Dermacare húðvörurnar er ný lína frá Änglamark sem hentar vel á húð sem þarfnast sérstakrar umönnunar.
Änglamark Dermacare húðvörurnar hjálpa til við að vernda, gera þær við og endurbyggja húðina. Líkt og aðrar Änglamark vörur eru Þær efna. ndi isvalda án ilm- og litarefna og án astma- og ofnæm a. eru Svansmerktar og eru því betri fyrir umhverfið og fyrir heilsun um Svansmerktar vörur eru framleiddar samkvæmt ströngum kröfum lágmörkun umhverfisáhrifa.
Dermacare hreinsikrem og maski
Frábært hreinsikrem og maski sem inniheldur Sheabutter og nærir húðina og veitir raka. Hægt að nota til þess að hreinsa húðina og taka farða. Einnig hægt að nota sem maska til þess að mýkja húðina. Húðin verður mjög mjúk og hrein eftir notkun.
Dermacare Micellar vatn með B5
Mild hreinsivara fyrir andlitið, sem bæði má nota til þess að fjarlægja óhreinindi og farða. Gefur húðinni raka og mýkt.
Dermacare andlitshreinsir
B5 Andlitshreinsir inniheldur góð og nærandi innihaldsefni eins og af farða og indi óhrein ja fjarlæg að vítamín. Gott að nota til þess húð. þurra fyrir vel Hentar andliti.
Dermacare dagkrem
AFSLÁTTUR
Dermacare sturtusápa
Sturtusápan er dásamlega kremað gel sem freyðir auðveldlega. Það inniheldur hafra sem hefur róandi áhrif á húðina.
L BE
IC ECOLA RD O
N
25%
Dagkremið inniheldur B3 og B5 vítamín sem hjálpa til við að gefa húðinni einstaka mýkt og raka. Létt krem sem smýgur fljótt inn í húðina og gerir hana silkimjúka.
Grænt og gómsætt! Þú færð fjölbreytt úrval af lífrænum ávöxtum og grænmeti frá Änglamark í Nettó. Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að ekki eru notuð eiturefni í ræktuninni. Það er betra fyrir þig og fyrir jörðina.
Appelsínu- & gulrótardásemd 1 bolli klakar 3/4 bolli Änglamark lífrænn appelsínusafi 1/3 bolli niðurskornar gulrætur 1 tsk ferskur smátt skorinn engifer Smá hunang fyrir þá sem vilja Öllu blandað saman í öflugum blandara
25% AFSLÁTTUR
OFURTILBOÐ Í 11 DAGA! Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 11 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi.
Fimmtudagur 23. jan. Tilboð dagsins
Föstudagur 24. jan. Tilboð dagsins
Laugardagur 25. jan. Tilboð dagsins
50%
50%
50%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Engiferrót (kg)
Spergilkál (kg)
Mangó (kg)
Sunnudagur 26. jan.
Mánudagur 27. jan.
Þriðjudagur 28. jan.
Tilboð dagsins
Tilboð dagsins
Tilboð dagsins
50% 50%
AFSLÁTTUR
50%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Græn epli (kg)
Avókadó (kg)
Appelsínur (kg)
Miðvikudagur 29. jan.
Fimmtudagur 30. jan.
Föstudagur 31. jan.
Tilboð dagsins
50% AFSLÁTTUR
Tilboð dagsins
Sætar kartöflur (kg)
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Sítrónur (kg)
Laugardagur 1. feb. Tilboð dagsins
50%
50%
Grænkál (150g)
Tilboð dagsins
Bláber (125g)
Sunnudagur 2. feb.
50% AFSLÁTTUR
Tilboð dagsins
Vatnsmelónur (kg)
50% AFSLÁTTUR
OFURTILBOÐ Í 11 DAGA!
Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 11 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi en aðra daga eru sömu vörur á allt að 25% afslætti.
Fimmtudagur 23. jan. Tilboð dagsins
Föstudagur 24. jan. Tilboð dagsins
40%
36%
Good Good súkkulaði álegg 350 gr
ÁÐUR: 466 KR/STK
ÁÐUR: 499 KR/STK
299 KR/STK
Sunnudagur 26. jan. Tilboð dagsins
AFSLÁTTUR
Now Astaxanthin 4 mg, 60 töflur
Now Psyllium Husk 500 mg, 200 töflur
ÁÐUR: 3.089 KR/PK
ÁÐUR: 1.739 KR/PK
175 KR/PK
ÁÐUR: 319 KR/PK
Mánudagur 27. jan.
Þriðjudagur 28. jan.
Tilboð dagsins
Tilboð dagsins
40%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Hollgæti lífrænar rískökur 100 gr - jarðarberja, kókos eða súkkulaði
1.789 KR/PK 999 KR/PK
43%
36%
45%
AFSLÁTTUR
Isola möndlumjólk 1L
298 KR/STK
Tilboð dagsins
42%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Laugardagur 25. jan.
46%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Biona Svartar baunir 400 gr
Koko Kókosdrykkur 1L
Guli Miðinn Múltí Vít+Mineral 180 töflur
Guli Miðinn Krakka Múlti Vít 60 töflur
Flapjack 80 gr - Chocolate, Caramel fudge, Pistachio eða Cashew coconut
ÁÐUR: 249 KR/PK
ÁÐUR: 349 KR/STK
ÁÐUR: 2.349 KR/PK
ÁÐUR: 1.799 KR/PK
ÁÐUR: 239 KR/PK
159 KR/PK
199 KR/STK
Miðvikudagur 29. jan. Tilboð dagsins
1.409 KR/PK 1.079 KR/PK 129 KR/PK Fimmtudagur 30. jan. Tilboð dagsins
199 KR/PK
AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 369 KR/PK
Whole Earth Engiferöl 330 ml
AFSLÁTTUR
99 KR/PK
ÁÐUR: 199 KR/PK
ÁÐUR: 199 KR/STK
Laugardagur 1. feb.
129 KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
35% AFSLÁTTUR
189 KR/STK 40%
46%
Änglamark hreinsiklútar 25 stk
119 KR/STK
Atkins Bar 35 gr - Caramel Nougat
Tilboð dagsins
Fulfil Brownie eða hnetusmjör
Änglamark sápukrem 500 ml fylling
40%
Tilboð dagsins
Föstudagur 31. jan.
ÁÐUR: 319 KR/STK
AFSLÁTTUR
50%
AFSLÁTTUR
149 KR/STK
AFSLÁTTUR
ÁÐUR: 259 KR/STK
Sunnudagur 2. feb. Tilboð dagsins
Prótein pönnukaka 45 gr - súkkulaði, karamellu, bláberja eða vanillu
Nicks Soft toffee
ÁÐUR: 269 KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
175 KR/STK
42%
Vit Hit drykkur Immunitea eða Lean&Green
99 KR/STK
50% AFSLÁTTUR
Hippeas 3 tegundir
199 KR/PK
ÁÐUR: 399 KR/PK
TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR - 2. FEBRÚAR 2020 WWW.NETTO.IS Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss