5 minute read

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) er klínískur heilsusálfræðingur með sérsvið í að hjálpa fólki að öðlast jafnvægi, hugarró og heilbrigt samband við mat. Ragnhildur býður upp á sálfræðilega mataræðisráðgjöf með áherslu á að nærast í núvitund. Þar er skoðað hvers vegna, hvernig, hvað og hversu mikið við borðum og hvernig aukin meðvitund hjálpar okkur að taka betri ákvarðanir í matarvali.

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

Viltu missa fitu fyrir jólin? Tálga smjör af skotti. Skafa mör af mallakút. Rífa lýsi af lærum.

Á markaðnum er skothelt og skítódýrt fitubrennsluefni sem svínvirkar.

Töfralyf. Undraefni. Magískur kokteill.

Þetta efni er eitt mest rannsakaðasta efnið á markaðnum.

Þegar þeir sem taka ekki inn þetta efni eru bornir saman við þá sem gera það slavískt og samviskusamlega má sjá augljós áhrif þess á lýsisleka af skrokki. Það auðveldar fólki að halda sig við efnið í mataræði því áhrif þess á framheilann til að taka betri ákvarðanir eru mögnuð.

Alls konar mögnuð áhrif bökkuð upp af rannsóknum

Þetta efni heldur jafnvægi á svengdar og sedduhormónum sem stuðlar að betri matartengdum ákvörðunum sem eru í takt við þín gildi og markmið. Leptín, sem er sedduhormónið, kikkar inn á réttum tíma í máltíðinni og lætur þig hætta að borða þegar þú ert passlega saddur. Það hjálpar þér að vera saddur fyrr og af minna magni og þar af leiðandi borðar þú minna. Hinsvegar eru þeir sem ekki taka inn þetta efni, með lægra magn af leptíni yfir daginn svo þeir verða ekki almennilega saddir óháð því hvað þeir borða mikið. Ghrelin sem er svengdarhormónið er mun lægra ef þú hlýðir Víði og tekur þetta efni. Það þýðir að þú ert ekki eins svangur yfir daginn og rannsóknir sýna að þú ert líklegri til að borða reglulegar heilsusamlegar máltíðir yfir daginn ef þú dælir þessu undrastöffi í þig. Hins vegar er ghrelin hátt allan daginn hjá þeim sem óhlýðnast Víði. Sem þýðir að þeir eru svangir allan daginn þrátt fyrir að úða alls konar í grímuna.

Efnið hefur einnig áhrif á matarval fólks. Rannsókn á hvaða mat fólk valdi af hlaðborði og hversu mikið það borðaði sýndi að þeir sem tóku ekki þetta efni völdu frekar einföld kolvetni og borðuðu 300-500 hitaeiningum meira en hinir sem voru fullhlaðnir af þessu töfralyfi.

Þú ert 20-30% betri í æfingum en þeir sem taka ekki þetta efni. Því efnið hefur mikil áhrif á frammistöðu, sjálfstraust í æfingum, lærdóm á nýjum hreyfingum og festir þær í sessi í verkminninu. Rannsóknir sýna að fólk er 20-30% lengur að þreytast á æfingu en þeir sem taka ekki þetta efni. Sem þýðir að ef þú ert í klukkutíma á æfingu þá er vindurinn úr blöðrunni eftir 40 mínútur á meðan það er fítonskraftur í hinum allar 60 mínúturnar.

Þú ert 20-30% betri í æfingum en þeir sem taka ekki þetta efni. Því efnið hefur mikil áhrif á frammistöðu, sjálfstraust í æfingum, lærdóm á nýjum hreyfingum og festir þær í sessi í verkminninu.

Rannsóknir sýna 55% meira fitutap hjá þeim sem taka þetta efni en hjá hinum sem taka það ekki. Aðrar rannsóknir sýna að þegar þátttakendur eru samviskusamir í inntöku þá er um helmingur þyngdartaps úr fitu. Hins vegar missa þeir sem sniðganga þetta efni aðeins fjórðung af fituvef en restin er vöðvarnir sem við eyddum blóði, svita og tárum að byggja upp. Efnið heldur jafnvægi á blóðsykri og dregur þannig úr pervertískum löngunum í súkkulaði, snakk, kex og skjótri orku úr pakka, plasti eða álpappír.

Inntaka á þessu efni stuðlar að aukinni framleiðslu á vaxtarhormónum sem hjálpa við uppbyggingu vöðva utan á grindina. Því meiri kjötmassi því hærri grunnbrennsla. Sem þýðir að þú brennir mör bara við að sitja á bossanum yfir Netflix. Þeir sem taka ekki inn þetta efni hafa hærra magn af streituhormóninu kortisól í líkamanum. Hátt kortisólmagn yfir langan tíma veldur hærri blóðsykri, hindrar niðurbrot á fitu og brýtur niður vöðva. Allt saman eitraður kokteill fyrir þá sem vilja missa mör af mallakút. Þeir hamast eins og rolla á girðingarstaur í horuðum snæðingum og svitna eins og grís á teini í ræktinni, en án þess að uppskera snefil af árangri.

Rannsóknir á hraustum ungum karlmönnum sýna að þegar þeir minnka inntöku á þessu efni aðeins í eina viku þá lækkar testósterón magnið í maskínunni um heil 50% ... takk fyrir tíkall. Svo það eykur karlmennskuna að taka inn þetta efni. En þrátt fyrir það eru margir sem vanrækja það eins og gamlan kaktus í stofuglugganum.

Hvaða töfralyf er þetta eiginlega? Hvar fæst það? Hvað kostar?

∙ Þetta efni er aðgengilegt alls staðar í heiminum

∙ Allir geta nálgast það

∙ Það hefur verið á markaðnum frá örófi alda

∙ Það er ekkert aldurstakmark

∙ Það er algjörlega ókeypis

∙ Það er 100% náttúrulegt og án allra aukaefna

∙ Það er algjörlega löglegt

∙ Enginn þarf að þræða svartamarkaðs-undirheima í borg óttans í húmi nætur

∙ Það eina sem þarf að gera er að opna glugga, slökkva ljósin og knúsa koddann

Þetta efni er átta til níu tíma svefn. Vessgú góurinn.

Góð bætiefni fyrir betri svefn

Magnesíum. Talið er að yfir 50% fullorðinna í USA þjáist af magnesíumskorti og má leiða líkur að því að við Frónverjar séum þar engir eftirbátar. Lykilhlutverk magnesíum er að stuðla að heilbrigðri virkni ensíma í líkamanum. Magnesíum er vöðvaslakandi og dýpkar svefn. Einkenni magnesíumskorts eru slæmur svefn, síþreyta og kulnun. NOW magnesium calcium (hlutfall 2:1) er mjög góður kostur fyrir svefninn. Eins getur hjálpað að spreyja NOW magnesium spreyi á þreytta vöðva fyrir svefninn til að róa þá niður og koma í veg fyrir krampa.

Rhodiola frá NOW eða burnirót er úr fjölskyldu adaptógena sem eru jurtir sem koma jafnvægi á streituhormón og lækka kortisól ef það er of hátt í líkamanum. Þannig róa þau miðtaugakerfið og því mikilvægt fyrir alla sem glíma við streitu og kulnun. Burnirót vex upp til fjalla við mikið mótlæti og skilar mótstöðuaflinu til okkar, við verðum betur í stakk búin til að höndla streituvaldandi aðstæður.

Lavender eða lofnarblóm. Rannsóknir á músum hafa sýnt að með því að úða nokkrum dropum á húðina sofnuðu þær fyrr og sváfu lengur en mýslurnar sem fengu ekkert. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að lofnarblómið hefur mjög góð áhrif á svefntruflanir hjá konum á breytingaskeiðinu. Prófaðu að setja nokkra dropa af Lavender ilmolíu frá NOW á koddann og þú hittir Óla Lokbrá mun fyrr og knúsar hann mun lengur en áður.

Gingko Biloba hefur oft verið hafið upp til skýjanna fyrir áhrif þess á minni og vitsmuni en margir vita ekki að það dúndrar upp svefngæðunum. En áhrif þess á svefn eru óbein með því að minnka kvíða. Eitt stórt einkenni kvíða er eirðarleysi og erfiðleikar við að sofna á kvöldin út af hugsunum sem hringsóla eins og Formúlukappakstur í hausnum. Með því að dúndra í okkur Gingko Biloba frá NOW 30 - 60 mínútum fyrir svefn kemur róleg og rómantísk stemmning í hausinn og skrokkurinn róast.

This article is from: