Heilsublað Nettó - September 2020

Page 112

Góð bætiefni fyrir betri svefn Þú ert 20-30% betri í æfingum en þeir sem taka ekki þetta efni. Því efnið hefur mikil áhrif á frammistöðu, sjálfstraust í æfingum, lærdóm á nýjum hreyfingum og festir þær í sessi í verkminninu.

Rannsóknir sýna 55% meira fitutap hjá þeim sem taka þetta efni en hjá hinum sem taka það ekki. Aðrar rannsóknir sýna að þegar þátttakendur eru samviskusamir í inntöku þá er um helmingur þyngdartaps úr fitu. Hins vegar missa þeir sem sniðganga þetta efni aðeins fjórðung af fituvef en restin er vöðvarnir sem við eyddum blóði, svita og tárum að byggja upp. Efnið heldur jafnvægi á blóðsykri og dregur þannig úr pervertískum löngunum í súkkulaði, snakk, kex og skjótri orku úr pakka, plasti eða álpappír. Inntaka á þessu efni stuðlar að aukinni framleiðslu á vaxtarhormónum sem hjálpa við uppbyggingu vöðva utan á grindina. Því meiri kjötmassi því hærri grunnbrennsla. Sem þýðir að þú brennir mör bara við að sitja á bossanum yfir Netflix. Þeir sem taka ekki inn þetta efni hafa hærra magn af streituhormóninu kortisól í líkamanum. Hátt kortisólmagn yfir langan tíma veldur hærri blóðsykri, hindrar niðurbrot á fitu og brýtur niður vöðva. Allt saman eitraður kokteill fyrir þá sem vilja missa mör af mallakút. Þeir hamast eins og rolla á girðingarstaur í horuðum snæðingum og svitna eins og grís á teini í ræktinni, en án þess að uppskera snefil af árangri. Rannsóknir á hraustum ungum karlmönnum sýna að þegar þeir minnka inntöku á þessu efni aðeins í eina viku þá lækkar testósterón magnið í maskínunni um heil 50% ... takk fyrir tíkall. Svo það eykur karlmennskuna að taka inn þetta efni. En þrátt fyrir það eru margir sem vanrækja það eins og gamlan kaktus í stofuglugganum. Hvaða töfralyf er þetta eiginlega? Hvar fæst það? Hvað kostar?

∙ Þetta efni er aðgengilegt alls staðar í heiminum ∙ Allir geta nálgast það ∙ Það hefur verið á markaðnum frá örófi alda ∙ Það er ekkert aldurstakmark ∙ Það er algjörlega ókeypis ∙ Það er 100% náttúrulegt og án allra aukaefna ∙ Og það er algjörlega löglegt ∙ Enginn þarf að þræða svartamarkaðs-undirheima í borg óttans í húmi nætur ∙ Það eina sem þarf að gera er að opna glugga, slökkva ljósin og knúsa koddann

Þetta efni er átta til níu tíma svefn. Vessgú góurinn.

Magnesíum. Talið er að yfir 50% fullorðinna í USA þjáist af magnesíumskorti og má leiða líkur að því að við Frónverjar séum þar engir eftirbátar. Lykilhlutverk magnesíum er að stuðla að heilbrigðri virkni ensíma í líkamanum. Magnesíum er vöðvaslakandi og dýpkar svefn. Einkenni magnesíumskorts eru slæmur svefn, síþreyta og kulnun. NOW magnesium calcium (hlutfall 2:1) er mjög góður kostur fyrir svefninn. Eins getur hjálpað að spreyja NOW magnesium spreyi á þreytta vöðva fyrir svefninn til að róa þá niður og koma í veg fyrir krampa.

Rhodiola frá NOW eða burnirót er úr fjölskyldu adaptógena sem eru jurtir sem koma jafnvægi á streituhormón og lækka kortisól ef það er of hátt í líkamanum. Þannig róa þau miðtaugakerfið og því mikilvægt fyrir alla sem glíma við streitu og kulnun. Burnirót vex upp til fjalla við mikið mótlæti og skilar mótstöðuaflinu til okkar, við verðum betur í stakk búin til að höndla streituvaldandi aðstæður.

Lavender eða lofnarblóm. Rannsóknir á músum hafa sýnt að með því að úða nokkrum dropum á húðina sofnuðu þær fyrr og sváfu lengur en mýslurnar sem fengu ekkert. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að lofnarblómið hefur mjög góð áhrif á svefntruflanir hjá konum á breytingaskeiðinu. Prófaðu að setja nokkra dropa af Lavender ilmolíu frá NOW á koddann og þú hittir Óla Lokbrá mun fyrr og knúsar hann mun lengur en áður.

Gingko Biloba hefur oft verið hafið upp til skýjanna fyrir áhrif þess á minni og vitsmuni en margir vita ekki að það dúndrar upp svefngæðunum. En áhrif þess á svefn eru óbein með því að minnka kvíða. Eitt stórt einkenni kvíða er eirðarleysi og erfiðleikar við að sofna á kvöldin út af hugsunum sem hringsóla eins og Formúlukappakstur í hausnum. Með því að dúndra í okkur Gingko Biloba frá NOW 30 - 60 mínútum fyrir svefn kemur róleg og rómantísk stemmning í hausinn og skrokkurinn róast.

113


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Góðgerlar fyrir ónæmiskerfið

2min
page 106

Viðhöldum vökvajafnvægi í líkamanum

2min
page 90

Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting

1min
page 55

Mikilvægt að fræðast um allt sem viðkemur heilsu

3min
pages 104-105

Terranova bætiefni hámarka virknina

2min
page 102

Sérhönnuð vítamínlína fyrir Íslendinga

2min
page 96

Bólgur - Mataræði og náttúruefni

4min
pages 98-99

Litlu skrefin - bara eitt í einu!

4min
pages 74-75

Eru þvagfærasýkingar að angra þig?

5min
pages 108-109

Hjólreiðar og næring

5min
pages 92-93

Ég, Bjé og Djé!

2min
page 53

Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!

3min
page 81

Þinn hrausti líkami

5min
pages 78-79

Verndum náttúruna og veljum lífrænt

5min
pages 120-121

Vöffluuppskrift Maríu Kristu

1min
page 70

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

5min
pages 112-113

Öndum okkur í gegnum þetta

3min
page 94

Skólanesti - auðvelda aðferðin

3min
pages 46-47

Hampur - sannkölluð ofurfæða

5min
pages 118-119

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

2min
page 18

Krydd án aukaefna

2min
page 38

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

1min
page 42

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk

3min
pages 32-33
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.