1 minute read
Jólin lýsa upp skammdegið
from Jólablað Nettó 2021
by Nettó
Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi skemmtistaðar- ins Bankastræti og markaðs- og samfélags- miðlastjóri World Class og Lauga Spa, leggur sig fram um að njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldu og vina.
„Ég er algjört jólabarn. Jólin eru dásamlegur tími með fjölskyldu og vinum sem lýsir upp skammdegið,“ segir Birgitta. Hún heldur mikið upp á jólahefðir. „Mér finnst alltaf jafn notalegt að byrja jólabaksturinn og erum við fjölskyldan dugleg að baka saman. Hjá mér einkennast jólin líka af spilakvöldum með vinum sem eru virkilega dýrmætar og skemmtilegar stundir. Að rölta Laugaveginn á Þorláksmessu er síðan partur af því að hringja inn jólin.“ Líkamsræktin er aldrei langt undan og tvinnast hún inn í jólahefðir Birgittu. „Jólaæfing á aðfangadagsmorgun með vinkonunum er löngu orðin hefð í mínum hóp!“
Aðspurð að því hvernig best sé að njóta jólanna án þess að fá samviskubit, segir Birgitta: „Maður á aldrei að fá samviskubit yfir því að njóta enda eru jólin dásamlegur tími með gómsætum kræsingum. Það þarf bara að gæta hófs og reyna að fá góða og holla næringu á milli jólaboðanna. Mér finnst jólin líka einn skemmtilegasti tíminn til að æfa því maður hefur nægan tíma, flestir eru í fríi svo það er hægt að æfa í góðra vina hópi, og síðan er auka bónus að svitna út sykrinum og saltinu.“
Hvað jólamatinn varðar er það matseld fjölskyldunnar sem stendur upp úr hjá Birgittu. „Aspassúpan og rauðkálið hennar mömmu og brúnuðu kartöflurnar og sósan hans pabba eru ómissandi.“ Í aðalrétt snæða þau ýmist hreindýr, rjúpur eða Beef Wellington. Hér á eftir fylgir uppskrift að uppáhaldsmeðlæti Birgittu.
Heimsins besta rauðkál
1 ferskur rauðkálshaus
Ósaltað smjör
3 msk. sykur
Heslihnetur (eftir smekk)
Skerið niður rauðkálið. Bræðið klípu af ósöltuðu smjöri á stórri pönnu. Setjið rauðkálið út á pönnuna og lofið því að mýkjast í smjörinu. Stráið sykrinum yfir og þannig brúnast rauðkálið. Stráið að lokum heilum heslihnetum yfir eftir smekk.