Skólablaðið Njörður

Page 1


2

NJÖRÐUR

HVER ER STRANGASTI KENNARINN

E

lmar Sveinn Einarsson - 10.TG

Hulda Hauksdóttir.

S

alvar Gauti Ingibergsson - 8.AÁ

Anna Birna.

K

?

ári Siguringason - 6.MRF

Harpa.

H

elgi Bergsson - 9.ÞRH

Torfi.

K

K

arím Younesson Boumihdi - 4.AG

Ebba Lára.

ristinn Einar Ingvason - 5.AG

Margrét.

Þ

F

órhildur Anna Þórisdóttir - 6.RAS

Hildur.

annar Snævar Hauksson - 10.HH

Anna Birna.

?

EF ÞÚ MYNDIR VINNA 10 MILLJÓNIR Í LOTTÓ, HVAÐ MYNDIRÐU KAUPA ÞÉR?

Y

Í

asmin Tera Baxter- 5.SS

Gefa smá pening til fátækra.

rena Káradóttir - 1.HT

Bíl.

H

J

ermann Friðriksson - 4.SAK Kaupa nýjan bíl fyrir mömmu og pabba.

ökull Gautason - 3.ELJ

Gefa helming til foreldra minna og hinn helminginn til heimilislausra.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

A

B

lexander Emil Skúlason - 1.HT

Ferð til Ameríku.

irna Rós Jóhanssdóttir - 9.EÁJ

Fullt af fatnaði.

L

ísbet Lóa Sigfúsdóttir - 4.SAK

Fullt fyrir fjölskylduna.

K

ristófer Mikael Hearn - 10.TG

Ísvél.


NJÖRÐUR

3

ÁVA R P F O R M A N N S     SIGURÐUR MAGNÚSSON FORMAÐUR NEMENDARÁÐS

É

g heiti Sigurður Magnússon og er formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla. Ég hef verið innan veggja þessa skóla nú í 10 ár og man alltaf eftir fyrstu minningunni minni þegar ég ætlaði að skilja töskuna mína eftir á snaganum eins og á leikskólanum, þá kom mamma bekkjarsystur minnar og leiðrétti mig. Þetta var mín fyrsta minning úr skólanum og nú fer að líða að þeirri síðustu. Við í 2004 árganginum höfum alltaf verið samheldnir og góðir vinir. Uppáhalds tímarnir okkar voru klárlega fríminúturnar þegar maður fékk smá hlé frá lærdómi. Við fórum mikið í fótbolta, skotbolta og körfubolta. Það var alltaf hlegið í frímínútum og fagnað þegar skóladegi lauk. Ef kom upp eitthvert vandamál í skólanum, hvort sem það var tengt náminu eða einhverju öðru, var það alltaf tæklað strax. Kennararnir og aðrir starfsmenn voru líka vinir okkar, eins og allir í árganginum. Ég á klárlega eftir að sakna skólans, kennara, starfsmanna og krakkanna, því nú kveð ég þennan skóla ásamt krökkunum í árganginum, sem ég óska góðs gengis í næsta verkefni sem þeir taka sér fyrir hendur. Með þessum orðum kveð ég skólann og óska næsta formanni góðs gengis næstkomandi skólaár. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


4

NJÖRÐUR

EINAR ÁRNI JÓHANNSSON   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU ELÍAS BJARKI PÁLSSON OG ELMAR SVEINN EINARSSON

B E S TA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Mjög erfitt að ætla að nefna eina. Ég væri ekki búinn að vera í Njarðvíkurskóla í 30 ár á næsta ári ef þetta væri ekki búið að vera gaman. Ég átti 10 skemmtileg ár sem nemandi í skólanum og á fjölda góðra minninga frá þeim tíma og þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum. Að hafa starfað við skólann núna í 19 ár hefur verið mjög góður tími og skólinn og samferðafólk mitt reynst mér afar vel á góðum og erfiðum tímum. Mér fannst frábært að ná að kenna með mörgum af mínum gömlu kennurum

eins og Ásgerði núverandi skólastjóra (umsjónarkennari minn í 1.-3.bekk), Erlingi heitnum Steinssyni (umsjónarkennari minn í 8.-10.bekk), Guðjóni Sigbjörns, Guðrúnu Jóns sem kenndi mér dönsku, Jóni Stefáns sem kenndi mér smíði, Kristbirni Alberts sem kenndi mér eðlisfræði, Steindóri og Ingvari sem kenndu mér íþróttir svo ég nefni einhverja og þetta var undir stjórn Gylfa skólastjóra og svo Láru skólastjóra seinna. Að vinna með Gauju 29 skólaár (10 sem nemandi og 19 sem kennari) voru forréttindi – þvílíkur snillingur! En ætli fallegustu minningarnar akkúrat núna séu ekki útskriftardagar

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

árganga sem ég fylgdi í gegnum unglinga-stigið, þ.e. árgangur 1998 og 2001. Á næsta skólaári er það svo árgangur 2005 sem ég hef kennt undanfarin þrjú ár. Verð svo að nefna árshátíðina þar sem Guðmundur Ingvar Jónsson stal senunni á sviði. Það er geggjuð minning af þeim mikla meistara. EF ÞÚ MÆTTIR LÝ S A NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIR ÞÚ SEGJA? Grænn og geggjaður!

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS


NJÖRÐUR

EFTIRMINNILEGASTI NEMANDI Á MEÐAN ÞÚ HEFUR STARFAÐ SEM KENNARI? Úff. Þar sem ég hef kennt íþróttir á öllum stigum, auk þess að hafa núna verið lengi á unglingastigi í íslensku þá hef ég komið að ansi mörgum nemendum á þessum 19 árum. Þeir eru í raun fjölmargir og þá sérstaklega litríkir umsjónarnemendur mínir en svo ég sé heiðarlegur þá ætla ég að nefna þann nemanda sem kom fyrst upp í hugann, þó margir hafi fylgt á eftir en það er Már Gunnarsson, en ég kenndi honum íslensku í 9.bekk. Öflugur námsmaður og karakter sem er að gera frábæra hluti bæði sem sundmaður og tónlistarmaður í dag og sannarlega mikil fyrirmynd. ER EINHVER ÍSLENSKUR LEIKMAÐUR SEM ÞÉR FINNST SÉRSTAKLEGA MINNISSTÆÐUR? Ég hef verið mjög heppinn með mjög marga leikmenn sem ég hef

þjálfað. Þeir eru ansi margir rétt eins og nemendurnir en ég hef þjálfað körfubolta í 27 tímabil núna og ég hef ekki bara verið að þjálfa hjá Njarðvík (einnig Breiðablik í tvö ár og Þór Þorlákshöfn í þrjú ár). Ég þjálfaði yngri landslið frá 2001 til 2018, og kom lengi að úrvalsbúðum líka svo þetta eru einhver þúsund leikmanna sem ég hef unnið með. Örlygur Aron Sturluson er mér ofarlega í huga. Einstakur leikmaður. Logi Gunnars og Elvar Már Friðriks eru svo Njarðvíkingar sem vert er að nefna sem hafa gert vel með landsliði og Njarðvík sem og orðið atvinnumenn í boltanum. Ég þjálfaði Martin Hermannsson í u15, u16, u18 og u22 landsliðunum og hann er að gera frábæra hluti í Euroleague með Alba Berlin. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var 14 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik hjá mér í Njarðvík árið 2002 og gerði hún 20 stig og tók 11 fráköst í þeim

5

leik. Tryggvi Snær Hlinason hóf sinn landsliðsferil hjá mér í u18 og gerði stórkostlega hluti, þá í raun á sínu öðru alvöru tímabili í körfubolta og hann er í dag að spila í efstu deild á Spáni sem og í meistaradeild FIBA. Haukur Helgi Pálsson vakti gríðarlega athygli þegar ég þjálfaði hann í U16 og hann er í dag að spila í efstu deild í Rússlandi. Strákarnir fæddir 1989 í Njarðvík eru líka minnistæðir. Unnum alla 104 leikina sem við spiluðum á þremur árum saman þegar þeir voru í 8.-10.bekk. Þeir urðu líka Scania Cup meistarar bæði 2003 og 2004 (í 8. og 9.bekk). Drengjaflokkur með 92 og 93 árgangi (og 94 og 95 strákar að spila uppf yrir sig). Unnu alla leiki á tímabilinu og urðu þar af leiðandi Íslands- og Bikarmeistarar með fullt hús. Ég þjálfaði svo t.d. kóng í Þorlákshöfn. Ég gæti lengi haldið áfram en Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn skóli með Grænfána svo ég ætla ekki að láta Njörð koma

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


6

NJÖRÐUR

út í metútgáfu hvað blaðsíðufjölda varðar. H R E S S A S T I S TA R F S M A Ð U R NJARÐVÍKURSKÓLA? Í Njarðvíkurskóla starfa eintómir snillingar en minn maður úr Lyngholtinu, Yngvi Þór Geirsson, er náttúrulega rándýra útgáfan af hressum starfsmanni. Það er eins og góður maður sagði: Þar sem Yngvi Geirs er, þar er meðal annars reykur!!! HVAÐA EINA HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Fjölskyldan er alltaf númer eitt, en fjandi yrði þetta flókið líf án körfuboltans. HVAÐ ER VANDRÆÐALEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR ORÐIÐ VITNI AÐ Á KÖRFUBOLTAVELLINUM? Það var örugglega í leik Hamars og Njarðvíkur að ég held árið 2001. Hamar var með boltann á lokasekúndunum og Pétur Ingvarsson þáverandi spilandi þjálfari þeirra ætlaði að drippla boltanum út leiktímann, en þá kom einn góður vinur minn aftan að honum og stal af honum boltanum og brunaði upp til að skora. Úrslit leiksins voru löngu ráðin og venjan sú að þegar menn drippla út leiktímann að andstæðingurinn hætti að verjast. Einhverjir sem geta séð þetta fyrir sér en það var óborganlegt að sjá þetta live og þá sérstaklega hvað Pétri var brugðið þegar okkar maður læddist aftan að honum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

HVAÐ ERTU BÚINN AÐ VERA KENNARI LENGI? Ég er að ljúka mínum 19. vetri. Hóf störf haustið 2001. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA ÞÍNA? Fjölbreytileikinn, frábærir nemendur og yndislegt samstarfsfólk. HVAÐ HEFURÐU STARFAÐ LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Öll mín kennsluár, síðan í ágúst 2001. HVAÐA ÁR ER MINNISSTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Þau hafa öll sinn sjarma en vissulega er það svo að árin sem áföll og erfiðleikar steðja að sitja oft ofarlega í minningunni. HVAÐAN KEMUR ÞÚ? Ég er Njarðvíkingur sem á ættir að rekja í Leiruna annars vegar og Hellissand hinsvegar í föðurætt og svo til Dalvíkur annars vegar og Keflavíkur og Hafnarfjarðar hins vegar í móðurætt. Bjó fyrstu þrjá mánuði ævinnar á Lyngholti í Hjáleigunni en flutti síðan á Hjallaveg í Njarðvík og hef búið í Njarðvík síðan fyrir utan tvö stutt tímabil (eitt sumar á Mávabrautinni, og einn vetur í Breiðholtinu þegar ég var á fyrsta árinu í Kennó). H VA ÐA B Ó K E R T U M E Ð Á NÁTTBORÐINU? Hún heitir „The smart take from the strong“ og er eftir Pete Carril sem er körfuboltaþjálfari sem þjálfaði Princeton háskólann í 30 ár og hefur m.a. verið aðstoðarþjálfari hjá Sacramento í NBA deildinni.

B


NJÖRÐUR

7

U P PÁ H A L D S L I Ð Í E N S K U KNATTSPYRNUNNI? Mínir menn undanfarin tæp 40 ár eru Manchester United. Bera oft á tíðum ábyrgð á geðheilsu hjá manni. STÆRSTI SIGURINN? Mjög erfið spurning. Svona svipað og ætlast til þess að maður geri upp á milli barnanna sinna. Ég hef þrisvar náð að verða Norðurlandameistari (2004 með U18 karla, 2010 með U16 drengja og 2016 með U18 karla) og það voru afar sætir sigrar. Ég hef verið svo lukkulegur að vinna um 40 titla í yngri flokkum með Njarðvík (og reyndar einn með Breiðablik), en ég varð Bikarmeistari með meistaraflokki Njarðvíkur 2005 sem var mitt fyrsta ár sem meistaraflokksþjálfari og svo held ég að toppurinn hljóti að vera að verða Íslandsmeistari með meistaraflokkinn hjá Njarðvík í Borgarnesi í apríl 2006.

?

HVER ER UPPÁHALDS SÖNGVARINN/HLJÓMSVEITIN ÞÍN

H

B

elena Mist Gabríelsdóttir - 5.AG

Queen.

ríet Björk Hauksdóttir - 8.HG

Auður.

E

K

lís Einar Klemens Halldórsson - 4.EA

Ed Sheeran.

arítas Anja Vilhjálmsdóttir- 5.SS

Dimma.

H

ulda María Agnarsdóttir - 6.MRF

Billie Elish.

M

agnús Freyr Jóhannsson - 6.RAS

Queen.

G

E

uðni Freyr Geirdal- 2.KB

Ariana Grande.

lísa Guðrún Guðnadóttir - 2.LE

Páll Óskar.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


8

NJÖRÐUR

HVER ER FYRIRMYNDIN ÞÍN?

H

H

eimir Gamalíel Helgason - 7.KE

Foreldrar mínir.

anna Steinunn Gunnarsdóttir- 3.ÁÁ

Mamma.

S

Y

?

æþór Kristjánsson - 8.AÁ

Ég veit ekki.

asmin Petra Younesdóttir Boumihdi 7.ÞBI Krista frænka.

B

erglind Elva Rafnsdóttir - 1.MLM

Ingibjörg frænka.

Á

rni Birgir Gunnarsson - 1.MLM

Ronaldo.

HVAÐ MYNDIR ÞÚ KAUPA ÞÉR FYRIR 1000 KR.

Þ

L

óra Karen Aradóttir - 3.ELJ

Bara eitthvað í Kosti.

aufey Lind Valgeirsdóttir - 10.HH

Mat.

A

E

rnór Darri Jónsson - 2.LE

Sleikjó.

lín Bjarnadóttir - 8.HG

Nammi.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

S

?

Pabbi.

G

reta Björg Jakobsdóttir - 4.EA

Pabbi.

óldís Eva Maríusdóttir - 2.KB

Gatorade.

D

J

ökull Valur Benediktsson - 7.ÞBI

anielius Andrijauskas

- 6.MRF

Ekkert, ég myndi safna.

H

Ó

eiðdís Edda Davíðsdóttir- 7.KE

Svala.

alafur Hrafn Einarsson - 9.EÁJ

Nammi.


NJÖRÐUR

9

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


10

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

11

J Ú L Í A S C H E V I N G S T E I N D Ó R S D ÓT T I R   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU ÁSGEIR ORRI MAGNÚSSON OG SIGURÐUR MAGNÚSSON

HVAÐ ERTU GÖMUL? 22 að verða 23. HVERSU LENGI HEFUR ÞÚ STARFAÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Bara eitt ár. HVERNIG ERU KRAKKARNIR? Hressir, ljúfir og skemmtilegir. HVER ER ÞINN DRAUMABÍLL? Svona rafmagns Tesla. UPPÁHALDS LAG? Þau eru svo ógeðslega mörg en ég get ekki valið :) E R T U M Ö M M U S T E L PA PABBASTELPA? Bæði.

EÐA

HVER ER BESTI LEIKMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SPILAÐ MEÐ? Þær eru þrjár, Berglind Gunnars, Gunnhildur Gunnars og Kristen Mccarthy. HVERT ER STEFNAN SETT FYRIR NÆSTA TÍMABIL HJÁ MEISTARAFLOKKI NJARÐVÍKUR? Þetta er þriðja tímabilið okkar saman þannig að þá er planið að komast upp í Dominos-deildina . U P PÁ H A L D S AU G N A B L I K Á KÖRFUBOLTAVELLINUM? Mér fannst ótrúlega gaman að fara út með landsliðinu, ég hef bæði farið til Rúmeníu og Ísraels á EM, það var geggjað. Líka þegar við tryggðum okkur sæti í höllinni árið 2018 með Snæfelli með naumum sigri á Val. BIÐSKÝLIÐ EÐA UNGÓ? Ungó! Geggjaðar pizzur og hægt að fá bragðaref. R A ÐAÐU Þ ESSU M MERK JU M FRÁ ÞEIM BESTU TIL VERSTU NIKE, ADIDAS, PUMA OG UNDER ARMOUR? Nike, Adidas, Under Armour og síðan Puma

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

HVAÐ ER VANDRÆÐALEGASTA AUGNABLIK Á VELLINUM? Ég datt einu sinni í leikmannakynningu þegar ég var að keppa í undanúrslitum í 9. bekk, þá vorum við að bumpa hvora aðra þegar nöfnin voru kölluð, þannig að mér var hrint og ég datt. Það var mjög vandræðalegt.

HVAÐ ER DRAUMA STARFIÐ ÞITT OG AF HVERJU? Ég á ekkert eitt, en mér langar mikið að vinna með fólki aðallega börnum og unglingum, bara á vettvangi þar sem ég get haft jákvæð og uppbyggjandi áhrif.

ÞAGAR ÞÚ VARST YNGRI ÆFÐIR ÞÚ LÍKA SUND EN HVERS VEGNA VALDIR ÞÚ KÖRFUBOLTA? Mér fannst körfubolti bara henta mér betur. Ég æfði sund í 1 eða 2 ár. Mér fannst körfubolti bara vera svo geggjuð íþrótt. Þetta er líka liðsíþrótt sem mér finnst henta mér vel. HVORT MYNDIRÐU VILJA VINNA LEIK MEÐ SIGURKÖRFU EÐA VÖRÐU SKOTI? Vörðu skoti, það væri mjög töff. ERTU Í NÁMI? Já ég er að læra tómstunda og félagsmálafræði í Háskóla íslands og er á öðru ári. ER ÞETTA SKEMMTILEGT NÁM? Já ótrúlega skemmtilegt og ég mæli með þessu námi fyrir alla, þetta er mjög fjölbreytt, þroskandi og lifandi nám. HVAR SÉRÐU ÞIG EFTIR 10 ÁR? Örugglega bara búin með master í náminu mínu og búin að stofna fjölskyldu og kannski þjálfa körfubolta eða eitthvað svoleiðis og vinna á einhverjum geggjuðum stað eins og í Njarðvíkurskóla. HVAR MYNDURÐU VILJA VERA AKKÚRAT NÚNA? Ég væri geggjað til í að vera í sumarfríi eins og á Tælandi eða eitthvað. EF DÝR GÆTU TALAÐ HVAÐA DÝR HELDURÐU AÐ SÉ DÓNALEGAST OG AF HVERJU? Kettir, vegna þess að þeir eru svo sjálfselskir. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


12

NJÖRÐUR

S AU M A Ð F Y R I R U M H V E R F I Ð                              Ljósanótt var haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september 2019. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og var þá einn dagur en nú nær hátíðin yfir tæpa viku. Virðing fyrir umhverfinu eykst sem betur fer með hverju árinu og var stefnan að halda „Plastlausa Ljósanótt“ árið 2019. Hátíðin var sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og var það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar voru upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar kepptust nú við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins „Saumað fyrir umhverfið“ til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Njarðvíkurskóli tók þátt í átakinu sem miðaði að því að vekja nemendur til umhugsunar um ofnotkun plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Nemendur í Njarðvíkurskóla saumuðu fjölda margnota taupoka, en margnota taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

13

ÞAKKLÆTISGJÖF Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi í skólann í byrjun apríl til þess að færa öllum starfsmönnum skólans páskaegg sem þakklætisgjöf. Með þessari gjöf vill foreldrafélagið þakka starfsmönnum fyrir ómetanlegt starf hér innan skólans á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum og að standa í framvarðarsveit fyrir nemendur Njarðvíkurskóla. Þessi hugmynd kom frá foreldrafélaginu strax núna eftir helgina og viljum við þakka foreldrafélaginu og foreldrum nemenda fyrir hugulsemina það er svo ómetanlegt fyrir okkur að finna fyrir þakklæti á okkar störf á þessum tímum.

FRÁBÆR GJÖF

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi fyrir stuttu, með peningagjöf upp á 100.000 krónur sem var hugsað til að kaupa bækur og spil fyrir bókasafn skólans. Vilborg Sævarsdóttir bókavörður í Njarðvíkurskóla var fljót að bregðast við og kaupa bækur og spil á bókasafnið.

6. BEKKUR Í RÚV

Síðuskóli á Akureyri skoraði á Njarðvíkurskóla að taka þátt í krakkasvarinu í krakkafréttum á RÚV. Nemendurnir í 6. bekk tóku árskorunni. Þeir áttu að svara spurningunni: Eigið þið góð ráð fyrir fullorðna sem leiðist heima? Í framhaldi skoruðu nemendur í Njarðvíkurskóla á Háteigsskóla í Reykjavík.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


14

NJÖRÐUR

ZO R A N D A N Í E L L J U B I C I C   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU SIGURÐUR MAGNÚSSON OG KÁRI SNÆR HALLDÓRSSON

HVER ER UPPRUNI ÞINN? Ég kem frá gömlu Júgóslavíu. HVAÐ DRÓG ÞIG TIL ÍSLANDS? Það var fótbolti sem dróg mig til landsins, vinur minn var að spila hérna á Íslandi og hann spurði mig hvort mig langaði að koma og spila nokkra leiki. Ég tók bara séns og var kominn hingað árið 1992. HVAÐ VAR ÞAÐ SEM FÉKK ÞIG TIL AÐ HALDA ÁFRAM AÐ BÚA HÉR? Það var bara ýmislegt. Fyrst þegar ég kom til Íslands ætlaði ég bara að vera í nokkra mánuði. Ég var á leiðinni í atvinnumennsku til Frakklands en

það skall á stríð í landinu mínu svo öllum landamærum var lokað og Júgóslavískum vegabréfum þannig að ég þurfti bara að halda mig hér á Íslandi. HVAÐ ERTU GAMALL? Ég er 53 ára, ég á afmæli 8. janúar. HVAÐ HEFURÐU STARFAÐ LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég hef starfað í Njarðvíkurskóla frá október árið 1999. Með öðrum orðum ansi lengi. Þetta byrjaði í raun þannig að ég var bara að spila fótbolta og mér leiddist að gera ekki neitt svo ég byrjaði í Njarðvíkurskóla, ætlaði að

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

vera kannski einn vetur en svo kom bara annar vetur og svo bara þriðji veturinn og síðan var ég bara búinn að spila og fór að þjálfa og þá passaði vinnan mjög vel við þjálfun. Svo ofan á þetta var Gauja alltaf að stoppa mig og segja,, nei, nei, þú hættir ekki þú bara heldur áfram’’ og þannig er ég búinn að vera hérna í tuttugu ár, sem er líka bara mjög gott. UNITED EÐA KEFLAVÍK? Erfið spurning. Bara bæði og jafn mikið.

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS


NJÖRÐUR

HVERNIG LÍÐUR ÞÉR Í VINNUNNI Á DAGINN? Mér bara líður mjög vel yfirleitt. Það eru margir skemmtilegir og góðir krakkar og það sem heldur mér við þetta starf líka er að maður reynir að einbeita sér á svona jákvæða hluti eins og 10. bekkirnir eru alltaf frábærir og maður sér líka eftir þeim þegar þeir hætta en mér líður bara mjög vel í rauninni. EF ÉG VILDI VERÐA FÓTBOLTA STJARNA EINS OG ÞÚ, HVAÐ MYNDIRÐU RÁÐLEGGJA MÉR? Það sem ég myndi ráðleggja þér er eins og alltaf, bara æfa vel, borða vel og sofa vel og síðan líka bara hlusta á þjálfarann er númer 1, 2 og 3 og að fara eftir fyrirmælum þjálfarans. Og svo er það líka alltaf gamla góða ,, æfingin skapar meistarann’’ hvort sem það er fótbolti eða lærdómur eða hvað sem er. HVAÐ ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Enginn sérstakur. Í gamla daga þegar maður var ungur var maður kannski mikið að einbeita sér að kjöti en núna þegar maður eldist er maður að reyna að borða meira af svona ávöxtum og salati og bara léttari mat.

IPHONE EÐA SAMSUNG? Iphone, hann er léttari og auðveldari . HVAÐ FINNST ÞÉR UM STÖÐU UNITED EINS OG STENDUR? Það eru bara vonbrigði, erfitt að sjá Liverpool á toppnum. Þeir eiga bara hrós skilið fyrir að vera besta liðið í dag og því miður þarf maður bara að viðurkenna það. HVER ER UPPÁHALDS FÓTBOLTAMAÐURINN ÞINN? Maradonna allan tímann. BIÐSKÝLIÐ (NJARÐVÍKURSJOPPA) EÐA UNGÓ? Biðskýlið, ég er mjög lítið fyrir skyndibita en hamborgarinn er flottur og toppþjónusta. EF ÞÚ GÆTIR VERIÐ HVAR SEM ER AKKÚRAT NÚNA HVAR MYNDIRÐU VERA? Bara á einhverju heitum stað, bara á ströndinni.

15

HVAÐ ER UPPÁHALDS KVIKMYNDIN ÞÍN? Erfitt að velja, á enga séstaka en hef alltaf verið mikið fyrir spennumyndir. En annars koma góðar grínmyndir inn á milli en samt er ég meira fyrir spennumyndir. PEPSI EÐA COKE? Pepsi Max. UPPÁHALDS LITUR? Svartur. H VA Ð A F ÓT B O LTA F É LÖ G U M HEFURÐU SPILAÐ MEÐ? Ég hef spilað með HK, ÍBV, Grindavík, Keflavík, spilaði líka einn leik fyrir Njarðvík og Völsung á Húsavík.

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

HVER ER ÞÍN SKOÐUN Á MÁNUDÖGUM? Tja, mánudagar eru bara yfirleitt svolítið erfiðir, svona eftir helgina. Stundum svolítið þungir. HVERNIG ER AÐ HAFA SON Í ATVINNUMENNSKU Í FÓTBOLTA OG HVERNIG ÞRÓAÐIST ÞAÐ? Það þróaðist bara mjög vel. Þetta er hans val og ég er alltaf til staðar til að hjálpa honum og leiðrétti hann ef ég þarf, en auðvitað er ég bara fyrst og fremst stoltur hvort sem hann er í atvinnumennsku eða ekki, það breytir í rauninni ekki neinu. En auðvitað vona ég að hann komist eins langt og hægt er, þetta er hans val og ég styð hann ávallt.

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


16

NJÖRÐUR

EINAR MIKAEL OG ÁSI SKEMMTU NEMENDUM                              Einar Mikael töframaður og Ásmundur Valgeirsson söngvari skemmtu nemendum í 1.-6. bekk í íþróttahúsinu í tengslum við upphaf Ljósanætur 2019. Einar Mikael sýndi fjölmarga töfra og sjónhverfingar en hann hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Í framhaldi steig Ásmundur Valgeirsson á svið og söng ljósanæturlagið „Velkomin á Ljósanótt“ þar sem nemendur sungu hástöfum. Það er löngu orðin hefð í Njarðvíkurskóla að Ási komi og syngi fyrir nemendur í upphafi Ljósanætur.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

17

S É R D E I L D I N Ö S P S TÆ K K U Ð U M 282 M ²                              Í lok ágúst 2019 var opnunarhátíð í húsnæði sérdeildarinnar Ösp við Njarðvíkurskóla í tilefni af afhendingu viðbyggingar við sérdeildina. Kjartan Már bæjarstjóri, fulltrúar frá bæjarstjórn, fræðsluskrifstofu og umhverfissviði voru viðstaddir. Auk þess sem velgjörðarmenn, byggingaverktakar og starfsfólk skólans voru á staðnum. Í maí var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282 m² sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig voru gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð – húsnæðið er því í heild 618 m². Jóhann Friðriksson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hélt stutta tölu og framhaldi talaði Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla til gesta. Í ræðu Ásgerðar sagði hún að gaman væri að fá að taka við þessari glæsilegu viðbyggingu sem ætti eftir að nýtast vel í því frábæra starfi sem unnið er í sérdeildinni. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sértæku námsúrræði að halda. Í Ösp eru skráðir í skólabyrjun 23 nemendur í 1.-10. bekk. Kristín Blöndal er deildarstjóri í Ösp og auk hennar starfa þrír sérkennarar, þrír þroskaþjálfar , tveir leiðbeinendur, tveir félagsliðar og 12 stuðningsfulltrúar. Íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar Njarðvíkurskóla koma einnig að kennslu nemenda í Ösp. Frístundaheimili er starfrækt eftir skóla frá 13:30 -16:00 þar sem Ólöf Rafnsdóttir er umsjónarmaður. Nýkláruð viðbygging er fjórða stækkunin við sérdeildina, síðast var stækkað við hana árið 2012. Mikil þörf var orðin á að stækka húsnæðin og deildina vegna fjölgunar nemenda í bæjarfélaginu og koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn sem var mjög bágborin í eldra húsnæðinu. Sparri byggingaverktakar sáu um verkið og sagði Ásgerður í sinni ræðu að Njarðvíkurskóli hefði ekki getað verið heppnari með verktaka. Framkvæmdir við húsið hófust í maí 2019 og reis það upp á miklum hraða og var mikill metnaður hjá öllum sem komu að byggingaframkvæmdum að þetta gengi hratt og fljótt fyrir sig svo starfsemin gæti byrjað sem næst skólasetningu. Ásgerður sagðist seint geta fullþakkað Sparramönnum og öðrum undirverktökum sem komu að verkinu hve hratt og vel þetta allt var gert og frágangur til fyrirmyndar. Ásgerður sagði húsnæðið glæsilegt sem Reykjanesbær gæti verið stoltur af, að hafa í bæjarfélaginu og mun styrkja starfið mikið með það að markmiði að geta komið enn betur til móts við nemendur með sérþarfir. Í Ösp er unnið mjög gott starf og er horft til starfsemi sérdeildarinnar frá öðrum sveitarfélögum. Að lokum

nefndi Ásgerður hversu mikils virði fyrir sérdeildina sá stuðningur og velvild sem deildin hefur notið innan grenndarsamfélagsins, þar sem meðal annars báðir Lionsklúbbarnir í Njarðvík, Kvenfélagið Njarðvík sem og Ásmundur Friðriksson hafa styrkt deildina mikið.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


18

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

19

Þ Ó R I R R A F N H AU K S S O N   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU ALYSA DOMINIQUE TEAGUE, HELGA VIGDÍS THORDERSEN OG HELGI BERGSSON

HVAÐ ERTU GAMALL? 35 ára. ÁTTU BÖRN? Já ég á þrjár stelpur. HVAÐA SKÓLA HEFUR ÞÚ FARIÐ Í? Stóru-Vogaskóla, FS og Háskóla Reykjavíkur. V I Ð H VA Ð S TA R FA R Þ Ú Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég er íþróttakennari og umsjónarkennari í 9. ÞRH. Í HVAÐA STJÖRNUMERKI ERTU? Ég er ljón. HVAÐ GERIR ÞÚ Í FRÍTÍMA ÞÍNUM? Vera með fjölskyldunni og vinum. Ég hef mikinn áhuga á útivist, íþróttum og líkamsrækt. Ég þjálfa svo yngri flokka hjá Njarðvík í fótbolta. HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ MEÐ Í ENSKU DEILDINN? Manchester United . HVAÐ ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA VIÐ AÐ VINNA Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Skemmtilegir nemendur og samstarfsmenn. ÆFÐIR ÞÚ EINHVERJAR ÍÞRÓTTIR ÞEGAR ÞÚ VARST YNGRI? Ég æfði fótbolta með Njarðvík í yngri flokkum og spilaði svo lengst með Þrótti Vogum og svo einnig Víði Garði í meistaraflokki. HVAÐ ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Pizza með helling af áleggi.

SKEMMTILEGASTI SAMSTARFSAÐILLI? Gummi Jóns.

HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG Í LÍFINU? Að vera jákvæður og bjartsýnn.

ÁTTU DÝR? Nei.

HVAÐ TEKUR ÞÚ Í BEKK? Ég náði einu sinni að taka 100 kg, en er ekki alveg þar í dag.

ER TU MÖMMUSTR ÁKUR EÐA PABBASTRÁKUR? Mömmustrákur

UPPAHÁLDS BÍÓMYND: Shawshank Redemption.

HVAÐ ER UPPÁHALDS LAGIÐ ÞITT? Wonderwall með Oasis.

HVAÐ ERTU STÓR? 173 cm. samkvæmt vegabréfinu.

HVAÐ ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA SEM ÞÚ HEFUR LENT Í SEM KENNARI? Það hafa nokkrir nemendur dottið fullklæddir ofan í laugina, það er alltaf jafn fyndið.

APPLE EÐA ANDROID: Ég er mikill Samsung Galaxy maður.

HEFUR ÞIG ALLTAF LANGAÐ AÐ VERA KENNARI? Já, held það. ERTU MEÐ GÆLUNAFN, EF SVO, HVERNIG FÉKKSTU ÞAÐ? Já, er stundum kallaður Doddi eða Tóti, það er algeng stytting á Þórir. HVAÐ ERTU BÚINN AÐ VINNA Í NJARÐVÍKURSKÓLA LENGI? Síðan haustið 2008, um það bil 12 ár . HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í SKÓLA? Íþróttir og heimilisfræði. HVAÐ ER EFTIRMINNILEGASTA ATVIKIÐ SEM ÞÚ HEFUR LENT Í SEM ÞJÁLFARI? Öll Shellmótin í Vestmannaeyjum og æfingaferðirnar til Spánar standa klárlega upp úr.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


20

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

21

L A N D I N N H E I M S ÓT T I N J A R Ð V Í K U R S K Ó L A

Í september heimsótti Edda Sif Pálsdóttir frá Landanum á RÚV íþróttatíma í Njarðvíkurskóla. Sólarhringsútsending Landans stóð yfir en Edda Sif Pálsdóttir var ein af fimm umsjónarmönnum sem voru á mikilli þeysireið um allt landið. Útsendingin var í tilefni af 300. þætti Landans á RÚV. Edda heimsótti 9. bekk snemma morguns þar sem hún fylgist með nemendum í bandý og auk þess spjallaði hún við Einar Árna íþróttakennara. Einnig spjallaði hún við Emelíönu Líf Ólafsdóttur, Lovísu Bylgju Sverrisdóttur, Mikael Frey Hilmarsson og Ólaf Hrafn Einarsson nemendur í 9.EÁJ. Edda Sif þakkaði sértaklega fyrir góðar móttökur en vöfflur með rjóma tóku á móti teyminu frá RÚV í íþróttahúsinu.

N E M E N D U R F R Á G I M L I M Æ T T U Í Í Þ R ÓT TAT Í M A                              Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Samstarfið er byggt upp á áhuga og samstarfsvilja milli kennara beggja stofnana og jákvæðni foreldra. Markvissir fundir og heimsóknir byggja upp traust og vináttu á milli skólastiga, nemendum og kennurum til góðs. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Mikilvægt er að flutningur yfir í grunnskóla sé vel undirbúinn. Nám barna þarf að vera samfellt. Sú þekking og færni sem börnin öðlast í leikskóla verður sá grunnur sem grunnskólanám byggir á. Gagnkvæmar heimsóknir nemenda eru skiplagðar fyrir allt skólaárið. Í október mættu drengir í skólahóp í íþróttatíma í Njarðvíkurskóla með 1.MLM.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

N E M E N D U R H LU P U 2 1 51 K M .

22

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla í október. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nemendur í Njarðvíkurskóla hlupu samtals 2151 km.


NJÖRÐUR

23

TÓ K U Þ ÁT T Í M ATA R R A N N S Ó K N

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirtæki og stofnanir voru beðin um að vigta matarúrgang í eina viku og flokka eftir því hvort um var að ræða matarúrgang sem er ónýtanlegur til manneldis (bein og sinar, hrat o.s.frv.) eða mat sem hefði mátt nýta til manneldis. Rannsóknin fór fram vikuna 14. til 18. október, í matartíma. Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla sá um að framfylgja rannsókninni og var ákveðið að hafa samkeppni milli árganga um matarsóun. Nemendur settu sinn matarúrgang í fötu merkta sínum árgangi sem var svo vigtaður. Niðurstöður tóku mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Samkeppnin var hörð en voru það nemendur út 6. bekk sem sigruðu þessa keppni með 20 grömm af úrgangi á hvern nemanda yfir þessa 5 daga sem er frábært! 10. bekkur var skammt undan með 26 grömm á hvern nemanda. Heildarúrgangur nemenda í Njarðvíkurskóla þessa viku var 43,65 kg eða um 100 grömm á nemanda.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


24

NJÖRÐUR

JÓN ARNÓR SVERRISSON

VIÐTAL                                    VIÐTALIÐ TÓKU LOVÍSA BYLGJA SVERRISDÓTTIR OG NADÍA LÍF PÁLSDÓTTIR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

HVAÐ VARSTU GAMALL ÞEGAR ÞÚ BYRJAÐIR Í KÖRFU? Ég var 3-4 ára . ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR Í KÖRFUNNI? Ægir Þór Steinarsson í Stjörnunni og Elvar Már Friðriksson í Boras. Í hvaða fagi varstu bestur í skóla? Er ekki viss en örugglega stærðfræði. HVER VAR UPPÁHALDS KENNARINN ÞINN ÞEGAR ÞÚ VARST NEMANDI, OG AF HVERJU? Á yngra stigi var það Helena Rafns og á eldra stigi var það Einar Árni, Dódý og Rafn. E R T U M Ö M M U E ÐA PA B B A STRÁKUR? Mömmustrákur og hef alltaf verið. H V E R N I G M YN D I R Þ Ú LÝS A NJARÐVÍKURSKÓLA? Þetta er frábær skóli og skemmtilegt starfsfólk, allir vinir og lítið um einelti og stríðni.

25

HVAÐA ÞRÍR STARFSMENN ERU HRESSASTIR? Yngvi, Birgitta og Gunnhildur Gunnars.

HEFURÐU EINHVER ÖNNUR ÁHUGAMÁL FYRIR UTAN KÖRFUBOLTA? Já, hef áhuga á golfi og fótbolta og bara helstu íþróttum.

HVER ER UPPÁHALDS SÖNGVARINN ÞINN? Jón Jónsson.

UPPÁHALDS FATAMERKI? Nike.

SÆTASTI SIGUR OG AF HVERJU? Á NM þegar við urðum Norðurlandameistarar og við unnum óvænt, vorum miklu minna lið á móti stórum strákum og vantaði lykilmann. HVER ER BESTI LIÐSFÉLAGI SEM ÞÚ HEFUR SPILAÐ MEÐ? Mario Matasovic og Maciej Baginski. HVER VAR TILFINNINGINN ÞEGAR ÞÚ FÉKKST AÐ VITA AÐ ÞÚ KOMST Í U-15? Alveg geggjuð og ógleymanleg tilfining.

UPPÁHALDS NBA LEIKMAÐUR? Kobe Bryant. SÁRASTA TAP OG AF HVERJU? Bikarleikur gegn Stjörnunni í höllinni og á móti ÍR í oddaleik í 8-liða úrslitum. AF HVERJU ERTU NÚMER 10? Bara flott tala. HVORT ER SKEMMTILEGRA AÐ VERA NEMANDI EÐA STARFSMAÐUR? Starfsmaður miklu skemmtilegra, kynnist öllu starfsfólki miklu betur, sérð aðra hliðar á þeim.

HVERJAR VORU ÞÍNAR BESTU MINNINGAR SEM NEMANDI Í SKÓLANUM? 10. bekkjar ferðinn er geggjuð minning. HVER EÐA HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM Í LÍFINU? Mamma og Pabbi. HVAÐA ÞRIGGJA HLUTA GÆTIRÐU EKKI LIFAÐ ÁN? Íþrótta, síma og fjölskyldu. HVAÐ TEKUR VIÐ ÞEGAR ÞÚ HÆTTIR Í KÖRFU? Bara vinna og bara vera með fjölskyldu vonandi. ERTU Í SAMBANDI? Já.

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


26

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

27

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


28

NJÖRÐUR

S K E M M T I L E G V E R K E F N I Á V I N ÁT T U D E G I

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu. Meðal verkefna sem unnin voru á vinnáttudeginum: Hópeflisleikir - Vináttupúsl - Kærleikshjörtu bökuð - Vinasögur - Vinabönd - Vináttukeðja - Vináttubók - Vináttuspil - Vináttuveggteppi - Vináttutré, þar sem útbúin voru handaför (laufblöð) og skrifuð vináttuorð - Horft á fræslumyndir - Gerð voru umræðuverkefni um einelti - Nemendur skáðu niður kosti hvers og eins í bekknum. - Hugleiðsla - Stressboltar útbúnir - Hjörtu skreytt - Hendur málaðar á karton og falleg orð skrifuð - Myndbönd tengd vináttu útbúin - Myndasögur (vinasögur) settar á vegg - Útbúin handrit að „sketsum“ af samskiptum, sem gerð voru myndbönd við, í framhaldi. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

29

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


30

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

31

H U L D A H AU K S D ÓT T I R   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU KRISTA GLÓ MAGNÚSDÓTTIR, KARLOTTA ÍSÓL EYSTEINSDÓTTIR OG ÁSDÍS HJÁLMRÓS JÓHANNESDÓTTIR

HVAR ÓLSTU UPP? Ég ólst upp í Njarðvík og á fjögur systkini. HVENÆR ÁTTU AFMÆLI? 13. ágúst . ÁTTU BÖRN? Já, ég á tvo stráka. UPPÁHALDS LITUR? Blár, ætti náttúrulega að segja grænn því ég er Njarðvíkingur en það er blár. UPPÁHALDS STAÐUR SEM ÞÚ HEFUR FERÐAST TIL Á ÍSLANDI? Þórsmörk af því það er svo erfitt að komast þangað, því þá er þetta ekki svona ekta túristastaður og túristarnir kæfa mann ekki og svo er bara svo ofboslega falleg náttúra þar. HORFIR ÞÚ Á KÖRFUBOLTA? Já, geri mikið af því og finnst skemmtilegast að fylgjast með Njarðvík, af því að þeir eru bestir. SPILAÐIR ÞÚ ÍÞRÓTT ÞEGAR ÞÚ VARST YNGRI? Já, handbolta með Njarðvík. HVAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ ÞIG LANGAÐI AÐ VERÐA KENNARI? Ég veit það ekki mér hefur alltaf langað til að vera kennari bara frá því að ég var á ykkar aldri. Svo fór ég að vinna við flugið, vann þar í 24 ár og ákvað svo bara að láta gamlan draum rætast. Ég hugsa að mér hafi bara alltaf liðið vel í skóla. HVAÐA GRUNNSKÓLA VARST ÞÚ Í? Njarðvíkurskóla sem var mjög gaman. HVAÐ ERTU MENNTUÐ OG HVAR LÆRÐIR ÞÚ? Ég er menntuð frá grunnskóla N j a r ð v í k u r, þ a r k l á ra ð i é g grunnskólann, síðan tók ég stúdentspróf í FS svo fór ég að vinna og var að vinna lengi vel hjá Icelandair svo tók ég rekstrar- og

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

viðskiptafræðinámskeið, þriggja anna nám í Endurmenntunar Háskólans. Fór svo í Kennaraháskólann og er með B.Ed. próf þaðan. HEFUR ÞIG ALLTAF LANGAÐ TIL AÐ VERA ENSKU KENNARI? Nei, það kom bara óvart því að ég er ekki lærður enskukennari. Ég er lærður upplýsingatæknikennari, en var beðin að taka að mér enskuna því ég er góð í ensku. Mér finnst það skemmtilegt og það er bara fínt. HVERNIG MYNDIR ÞÚ LÝSA ÞÉR MEÐ ÞREMUR ORÐUM? Stundvís, heilsuhraust og kannski pínu ströng. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁLIN ÞÍN? Áhugamálin mín eru náttúrulega mhm já ókei, ég á svo mörg áhugamál. Mér finnst ofboðslega gaman að lesa bækur og fara í gönguferðir, ég er búin að ganga mikið á Íslandi, mér finnst rosalega gaman að ganga á fjöll, hjólreiðar, skák og mér finnst gaman að tefla og bara að vera í kringum fólk, ég er félagslynd. Körfubolti náttúrulega en ég spila hann ekki, ég horfi bara á hann.

ÁTTU DÝR? Já ég á kött núna. Ég átti hund en hann er dáinn. Kisan mín er mjög skemmtileg og hún er farin að elta mig í vinnuna á morgnana og vælir og vill komast inn í skólann. Hvaða ár er minnisstæðast sem kennari í Njarðvíkurskóla? Veistu, nú veit ég ekki. Er það ekki bara þetta ár hverju sinni, bara núið. LÍFSMOTTÓ? Ég á eiginlega bara fullt af lífsmottóum, já lífsmottóið mitt er svona fyrst og fremst jákvæðni eða þakklæti, ég veit ekki hvort vegur þyngra. Þakklæti fyrir það sem lífið gefur þér og jákvæð gagnvart lífinu almennt.

HVAÐ HEFUR ÞÚ LENGI UNNIÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég hef unnið í 14 ár í Njarðvíkurskóla. LÝSTU STARFINU ÞÍNU MEÐ FÁUM ORÐUM? Starfið mitt er örugglega skemmtilegasta starfið í heimi, það er ekkert flókið. NEFNDU EIT T ORÐ SEM LÝSIR NJARÐVÍKURSKÓLA BEST? Skemmtilegastivinnustaðuríheimi. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA ÞÍNA? Nemendurnir. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


32

NJÖRÐUR

S LÖ K K V I L I Ð I Ð H E I M S ÓT T I 3 . B E K K                              Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk í nóvember. Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenda handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni. Farið var yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir. Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út, þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

33

FRÁBÆR MÆTING Á JÓLAFÖNDUR

Frábær mæting var á árlegt jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla sem var haldið á sal skólans í lok nóvember. Bæði nemendur og foreldrar mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


34

NJÖRÐUR

V E T T VA N G S F E R Ð Á LÖ G R E G LU S TÖ Ð I N A

Nemendur í 1. bekk fóru í vettvangsferð á lögreglustöðina í desember. Krissi lögga og Lóa tóku á móti hópnum og voru nemendur til fyrirmyndar. Þau fengu að skoða lögreglubílana, fangaklefana og búnað lögreglunnar. Nemendurnir skemmtu sér vel.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

35

G AU J A L É T A F S TÖ R F U M E F T I R 38 Á R A S TA R F

Guðríður Vilbertsdóttir, umsjónarmaður fasteigna í Njarðvíkurskóla, lét af störfum um áramótin eftir rúm 38 ár í starfi við skólann. Gauja hefur svo sannarlega sett mark sitt á skólasamfélagið í Njarðvíkurskóla. Starfsfólk Njarðvíkurskóla þakkar henni fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á komandi árum. Sigmundur Már Herbertsson tók við starfi umsjónarmanns fasteigna í Njarðvíkurskóla.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


36

NJÖRÐUR

K R I S T Í N B LÖ N D A L   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU KARLOTTA ÍSÓL EYSTEINSDÓTTIR OG KRISTA GLÓ MAGNÚSDÓTTIR

HVAR ÓLSTU UPP? Í Njarðvík. ÆFÐIR ÞÚ KÖRFUBOLTA Í ÆSKU? Jú, ég spilaði með Njarðvík og byrjaði í minnibolta og við urðum Íslandsmeistarar, held að það hafi verið svona árið 1982 ætli við höfum ekki verið 10 ára þannig að það var fyrsta árið mitt, þá byrjaði ég að æfa með strákum hérna í Njarðvík. HVAÐA GRUNNSKÓLA GEKKSTU Í? Njarðvíkurskóla eða það sem hann hét þá Grunnskóli Njarðvíkur.

HVER ER FRAMHALDSMENNTUN ÞÍN? Ég er menntaður afbrotafræðingur og lærði það í Charleston Southern University í Bandaríkjunum. Svo flutti ég heim og í framhaldi af því fer ég í kennaraháskólann og fer að læra að vera kennari í fjarnámi og tek þá kennsluréttindi líka þannig að ég er afbrotafræðingur en líka kennari. FJÖLSKYLDA? Ég á eina 15 ára stelpu sem heitir Anna Lára. Það er eiginlega lífið sem er bara dásamlegt.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

HVERNIG LÝSIR ÞÚ SJÁLFRI ÞÉR Í ÞREMUR ORÐUM? Dugleg, með mikla þrautseigju og ákveðin. HVER VAR BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ SPILAÐIR MEÐ? Ég verð að segja Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík. VARSTU MEÐ EITTHVET GÆLUNAFN ÞEGAR ÞÚ VARST Í KÖRFUBOLTA? Ég var með gælunafn þegar ég fór til Bandaríkjanna í háskóla að spila körfubolta þar þá var ég með gælunafnið Stone en ég var ekki með neitt annað. Ég held að það hafi verið


NJÖRÐUR

útaf því að Stína og Stone eru eitthvað líkt. Ég er sjaldan kölluð Stína en það var eitthvað erfitt fyrir kanana að segja Kristín þannig ég var alltaf kölluð Stone, það var svo auðvelt, en hérna var ég alltaf kölluð Kristín. HVER VAR SÆTASTI SIGUR ÞINN Á ÞÍNUM FERLI Í KÖRFUBOLTA? Ég held að það hafi verið örugglega þegar við unnum KR í undanúrslitum í bikarnum og urðum svo bikarmeistarar í framhaldinu. KR var þá besta liðið og það var mjög góður sigur, en líka þegar við vorum Íslandsmeistarar ég man ekki alveg hvaða ár það var en mig langar að segja 1993 sá titill var eftirminnilegur og mjög sætur. HEFUR ÞÚ ÞJÁLFAÐ? Já eg þjálfaði einhverntíman stráka það var mjög erfitt og krefjandi. Ég þjálfaði reyndar stelpur líka en mér fannst það einhvernveginn líka krefjandi en eftir að ég fór að vinna sem kennari og deildastjóri er bara kvótinn búinn, þannig ég hef ekki þjálfað neitt örugglega í 20 ár. GETUR ÞÚ SAGT OKKUR FRÁ EINHVERJU SKEMMTILEGU ATVIKI SEM HEFUR GERST Í LEIK? Já ég get sagt ykkur frá skemmtilegu atviki sem gerðist kannski ekki beint í leik en ég get sagt ykkur eitt sem er ótrúlegt eða eiginlega gjörsamlega lýgilegt. Þetta gerðist árið 1990 þá var hægt að vinna bíl ef þú náðir að hitta úr tveimur skotum frá miðju, það var örugglega í leik Keflavík - Njarðvík inn í Toyota-höll. Þú þurftir að kaupa miða til þess að geta verið dregin út og vinkona mín sem ég spilaði með fékk oftast frítt á leiki en hún keypti sér miða því hún ætlaði sér að vinna þennan bíl og hún

37

var svo dregin út og fór og fékk þrjú skot í hálfleik til þess að vinna bílin. Hún hitti úr tveim fyrstu skotunum og þetta er náttúruleg bara algjörlega lýgilegt og ótrúlegt, það var ekki spjaldið ofaní heldur bara beint ofaní og þetta er bara eitt ótrúlegasta sem maður hefur upplifað, já og þetta var hún Anna María Sveinsdóttir.

HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA ÞÍNA? Nemendurnir og allt starfsfólkið sem vinnur í þessum skóla.

HVAÐA LIÐI FANNST ÞÉR ERFIÐAST AÐ KEPPA Á MÓTI? KR.

NEFNDU EIT T ORÐ SEM LÝSIR ÖSPINNI BEST? Margbreytileiki.

HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA OG VILTU LÝSA STARFI ÞÍNU? Þetta er þrettánda skólaárið sem ég er búin að vinna hérna, ég er deildarstjóri í sérdeildinni Ösp og þar geri ég allt mögulegt. Allt frá því að vera í útigæslu í frímínútum og í það að stjórna daglegri starfsemi, innkaup, kaupa inn allskonar búnað, það sem vantar, manna forföll, passa að húsnæðið sé í lagi, svo ég var alltaf í sambandi við Gauju og núna Simma svo t.d. ef það lekur og svo er maður bara í sambandi við foreldrana og að kenna og stundum er ég að passa að allir hagi sér vel. Ég geri eiginlega bara allt, rosalega heppin að geta tekið þátt í öllu starfinu hér í Ösp.

HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM OG HVAÐ ER MARKMIÐ ÞITT Í LÍFINU? Það hvetur mann algjörlega áfram að vera heilbrigður, hafa líkamlega og andlega heilsu, getað vaknað á hverjum morgni og getað tekið þátt í lífinu. Svo á maður fjölskyldu, ég á stóra fjölskyldu fyrir utan dóttur mína og það hvetur mann áfram líka og að sýna gott fordæmi, að gera vel, að reyna að gera sitt besta á hverjum degi og það er alltaf svigrúm til að gera betur og bæta sig í öllu sem maður getur gert.

HVER ER EFTIRMINNILEGASTI NEMANDI SEM ÞÚ HEFUR KENNT? Það er Ólafur Ómar Eyfjörð Halldórsson hann var bara svo skemmtilegur og með skemmtileg svör, flottur strákur og manni þótti mjög vænt um hann en allir nemendur eru skemmtilegir og flottir en hann er eftirminnilegastur núna. Maður saknar hans eftir að hann er farinn.

HVAÐA EIGINLEIKA ÞARFTU AÐ HAFA Í STARFI ÞÍNU? Sveigjanleika, ákveðni og umburðarlyndi.

LÍFSMOTTÓ OG EITTHVER LOKAORÐ SEM ÞÚ VILT BÆTA VIÐ? Bara að allir að hafi það hugfast að allir eru að reyna að gera sitt besta og að allir vilji gera vel og það er alltaf góður vilji á bakvið flest verk sama hvernig þau eru. Það á við um alla að maður á að gera sitt besta og meira getum við ekki gert.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


38

NJÖRÐUR

Veglegur styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Vegleg gjöf frá Blue car rental

Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk 500.000 kr. styrk frá Lionsklúbbi Njarðvíkur. Styrkinn á að nota við kaup á munum í skynörvunarherbergi og hreyfisal deildarinnar.

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk veglega gjöf frá bílaleigunni Blue car rental. Magnús Þorsteinsson, Guðrún Sædal Björgvinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson komu færandi hendi og gáfu nemendum, húfu, vettlinga og spjaldtölvur sem þeir munu hafa aðgang að í Ösp.

Jón Ingi hlaut vinning í eldvarnargetraun

Grjónapúðar í Ösp frá Kvenfélagi Njarðvíkur

11. febrúar á 112 deginum kom Jóhann Sævar Kristbergsson verkefnastjóri Eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja færandi hendi þar sem Jón Ingi Davíðsson nemandi í 3. KK var dreginn út í Eldvarnargetraun sem er á vegum Landssambands slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna. Í nóvember á hverju ári heimsækja fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja nemendur í 3. bekk, fræða þá um eldvarnir heimilanna og helstu hættur sem ber að varast. Að lokinni þeirri heimsókn fá nemendur eldvarnargetraun sem þeir fylla út og senda síðan til Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk mjög góða gjöf frá Kvenfélagi Njarðvíkur. Kvenfélagið gaf grjónapúða fyrir nemendur sem munu nýtast vel í hreyfisal þar sem nemendur eru í leik og starfi.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020

Nemendur söfnuðu 211.677 kr. Nemendur í 1.-8. bekk í Njarðvíkuskóla söfnuðu 211.677 kr. á litlu jólunum. Peningarnir eiga eftir að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í Tulu Moye í Eþíópíu. Verkefnið Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna 2019 er frábært verkefni og gaman að vera þátttakandi í því.


NJÖRÐUR

39

SKÓLAHREYSTI

NJARÐVÍKURSKÓLI Í 7. SÆTI Í SÍNUM RIÐLI                                     Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti tók þátt í keppninni í Laugardalshöllinni í beinni á RÚV í lok maí. 10 skólar voru í riðlinum og endaði Njarðvíkurskóli í 7. sæti. Keppnislið Njarðvíkurskóla skipuðu Ásgeir Orri Magnússon, Fannar Snævar Hauksson, Kara Sif Valgarðsdóttir og Karlotta Ísól Eysteinsdóttir. Ásgerður Bjarklind Bjarkadóttir var kennari og þjálfari.

ÁRANGUR NJARÐVÍKURSKÓLA 2007-2020                                     UPPHÝFINGAR Ár

Fjöldi

2019 34 2009 32 2013 30 2008 30 2010 29 2018 28 2016 26 2015 26 2011 24 2020 21 2017 22 2014 20 2007 19 2012 17

DÝFUR

Ár

Fjöldi

2019 37 2010 36 2013 29 2016 27 2011 25 2015 24 2012 22 2017 22 2018 20 2020 19 2007 16 2008 14 2014 14 2009 12

ARMBEYGJUR Ár

Fjöldi

2016 48 2013 43 2017 40 2012 33 2018 33 2019 28 2015 25 2014 24 2010 24 2011 24 2009 22 2020 17 2008 16 2007 10

HRAÐABRAUT

HREYSTIGREIP

2018 02:24 2019 02:27 2014 02:32 2015 02:35 2013 02:39 2016 02:41 2017 02:59 2020 03:05 2008 03:16 2007 03:23 2009 03:27 2010 03:43 2011 03:44 2012 04:03

2013 11:08 2017 06:33 2012 04:42 2016 04:30 2009 03:24 2010 03:20 2011 03:18 2018 02:30 2019 01:57 2015 01:47 2020 01:49 2014 01:44 2007 01:38 2008 01:09

Ár

Tími

Ár

Tími

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


40

NJÖRÐUR

G Ó Ð A R M ÓT TÖ K U R Á B Ó K A S A F N I R E Y K J A N E S B Æ J A R

Á þemadögum í desember fór 2.-4. bekkur í Njarðvíkurskóla á bókasafn Reykjanesbæjar þar sem nemendur fengu frábærar móttökur. Alltaf gaman að fara á bókasafnið og allir velkomnir.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

41

H ÁT Í Ð A R D A G U R Í N J A R Ð V Í K U R S K Ó L A

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í desember. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum. Á sal lék Karen Ósk Lúthersdóttur á klarinett lagið. Á jólunum er gleði og gaman og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, einnig á klarinett lagið, Jólasveinninn kemur í kvöld. Geirþrúður Bogadóttir spilaði á píanó með þeim báðum. Herdís Björk Björnsdóttir Debes og Lilja Rún Gunnarsdóttir lásu jólaljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Sigurður Magnússon og Kári Snær Halldórsson voru kynnar á hátíðinni. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréð þar tveir skemmtilegir jólasveinar kíktu í heimsókn.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


42

NJÖRÐUR

ÖSKUDAGUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

43

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


44

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

45

UMHVERFISDAGUR Í NJARÐVÍKURSKÓLA

Umhverfisdagur Njarðvíkurskóla var haldinn 17. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkurskóli heldur umhverfisdag, en dagurinn var tileinkaður umhverfismálum. Í Njarðvíkurskóla er umhverfisteymi nemenda og í haust kom sú hugmynd frá nemendum í 6.-10. bekk að gera umhverfismálum hátt undir höfði. Nemendur í 1.-6. bekk fengu fræðslu um flokkun úrgangs frá Kölku sorpeyðingarstöðvar. Nemendur fræddust um mikilvægi flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu. Önundur Jónasson, stjórnarformaður Kölku, svaraði spurningum frá nemendum og góðar umræður áttu sér stað. Afrakstur dagsins hjá nemendum í 1.-6. bekk voru myndbönd þar sem nemendur ákváðu hvað þeir geti gert til að bjarga jörðinni. Í 7.-10. bekk byrjaði dagurinn á kaffihúsafundi þar sem nemendur ræddu stöðu umhverfismála bæði í nærsamfélaginu og almennt í heiminum. Þá flutti Berglind Ásgerisdóttir frá umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar erindi um það hvað Reykjanesbær er að gera og stefnir á að gera í umhverfismálum. Að lokum ræddu nemendur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig væri hægt að nýta þau markvisst í skólastarfi. Dagurinn fór vel fram og voru nemendur virkir og duglegir í vinnu dagsins.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


46

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

47

Á S T R Í Ð U R H E LG A S I G U R Ð A R D ÓT T I R

VIÐTAL                                    VIÐTALIÐ TÓKU GUÐJÓN HELGI ÁSLAUGSSON, KRISTÓFER MIKAEL HEARN, INGÓLFUR ÍSAK KRISTINSSON OG STEFÁN RÚNAR SNORRASON

ALDUR: 67 ára og er stolt af því. HVAÐAN ERTU? Ég er úr Skagafirði. HVAÐ ERTU BÚIN AÐ VINNA LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Síðan árið 2003. HVAÐ ÁTTU MÖRG BÖRN OG BARNABÖRN? Ég á tvö börn og fimm barnabörn. FINNST ÞÉR GAMAN AÐ GANGA UPP Á FJÖLL? Það er það skemmtilegasta sem ég geri. SEGÐU FRÁ HÁSKÓLAGÖNGUNNI ÞINNI: Ég byrjaði á því að læra að vera prestur, það tók fimm ár. Síðan tók ég viðbótarnám í kennaranum sem var á þeim tíma eitt ár. MEÐ HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ? Sunny Kef.

HVAÐ ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA VIÐ AÐ KENNA I NJARÐVÍKURSKÓLA? Það skemmtilegasta í ár er að kenna 10. TG. HVERNIG FINNST ÞÈR AÐ VERA KENNARI? Það er bara mjög skemmtilegt að kenna öllum þessum krökkum. HVER ER MUNURINN AÐ BÚA Á SUÐURLANDI OG Á NORÐURLANDI? Kannski að það eru fleiri fjöll á Norðurlandi annars er það bara alveg eins. HVAÐA STÖRF HEFUR ÞÚ UNNIÐ VIÐ? Að skúra, keyra rútur, bera út póstinn, vinna á skrifstofu, vera meðhjálpari, kirkjuvörður og loks að kenna. NOKIA EÐA EÐA ERICSSON: Nokia. HVER ER ÞÍN SKOÐUN Á SNJALLSÍMUM? Þeir eru óþarfi.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


48

NJÖRÐUR

NEMENDUR Í 6. BEKK KRUFÐU SVÍN

Nemendur í 6. bekk hafa í vetur verið í námsefni tengdu mannslíkamanum. Nemendur fengu að spreyta sig sig á verklegum æfingum þegar þau krufu ýmis líffæri úr svínum. Ástæðan fyrir því að lífverur og líffæri eru skoðuð í kennslu er til að gera nemendum kleift að tengja saman það sem þau lesa, við raunveruleikann. Skoðuð voru líffæri úr svíni vegna þess hversu lík þau eru líffærum mannsins. Nemendur voru almennt ánægðir með tímann og tóku virkan þátt.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

49

MIKIL ÁNÆGJA MEÐ HEIMSÓKN ÞORGRÍMS ÞRÁINSSONAR

Þorgrímur Þráinsson heimsótti í dag nemendur í 8. HG, sem eru allt stúlkur, og las upp úr óútgefinni bók sem fjallar meðal annars um vinina Máney og Sóla. Stúlkurnar voru mjög spenntar yfir upplestrinum og öllu sem Þorgrímur ræddi um. Í lokin gaf hann öllum áritaðar bækur þar sem hann lagði áherslu á að lestur og góður orðaforði væri lykillinn að góðum árangri í lífinu.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


50

NJÖRÐUR

D A G U R S TÆ R Ð F R Æ Ð I N N A R VA R H A L D I N N H ÁT Í Ð L E G U R

Dagur stærðfræðinnar var haldinn hátíðlegur í febrúar. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra, til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi. Á degi stærðfræðinnar voru allir kennarar í Njarðvíkurskóla hvattir til að vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum og horfa til þess að stærðfræði má sjá í flestum viðfangsefnum ef sett eru upp stærðfræðigleraugun. Þemað í ár hjá Fleti, samtökum stærðfræðikennara var mynstur. Í tilefni af deginum var stærðfræðigetraun meðal nemenda, þar sem nemendur giskuðu á fjölda Lego-kubba í plastkassa. Fjöldi kubba var 76. Vinningshafar fengu bíómiða í Sambíóum Keflavík á sýningu að eigin vali. Sigurvegarar í ár voru: Elfar Þór Jónsson 1. HT, Elze Andrijauskaité 4. EA, Hildur Rún Ingvadóttir 7. ÞBI, Guðmundur Leo Rafnsson 8. AÁ og Guðmundur Hilmar Vilhjálmsson 9. ÞRH.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

51

K E N N S L A Í E N D U R L Í F G U N H J Á 6. B E K K

Í febrúar fengu nemendur í 6. bekk, kennslu frá skólahjúkrunarfræðingi, í endurlífgun. Fræðslan fjallaði um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu þar sem nemendur fengu að æfa sig á þar til gerðum æfingadúkkum.

KRISTÍN OG HILDIGUNNUR S TÓ Ð U S I G V E L                                 Í mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 23. sinn. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Það er óhætt að segja að okkar keppendur, þær Kristín Arna Gunnarsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir hafi staðið sig með prýði og voru sjálfum sér og sínum skóla til mikils sóma. Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir og Birna Rós Daníelsdóttir voru fulltrúar Njarðvíkurskóla í tónlistaratriðum og stóðu sig frábærlega. Sigurvegari í stóru upplestrarkeppninni í ár er Alexander Freyr Sigvaldason úr Akurskóla, í öðru sæti lenti Thelma Helgadóttir úr Myllubakkaskóla og í því þriðja Margrét Júlía Jóhannsdóttir úr Holtaskóla. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


52

NJÖRÐUR

N E M E N D U R F E N G U K E N N S LU Í F O R R I T U N F R Á S K E M U Í H R

Njarðvíkurskóli styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Njarðvíkurskóli fékk námskeiðsstyrk til forritunar- og tæknikennslu. Njarðvíkurskóli nýtti styrkinn til að efla starfsmenn og nemendur í forritun. Úlfur Atlason verkefnastjóri og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Skema hjá Háskólanum í Reykjavík voru með námskeið fyrir starfsmenn. Þar fengu starfsmenn þjálfun í forritun sem þeir geta svo nýtt í framhaldi fyrir okkar nemendur. Lögð var áhersla á að sérsníða námskeiðin að búnaðinum sem við eigum í skólanum og var mikil ánægja með námskeiðin. Í framhaldi kom Úlfur inn í nokkur skipti í kennslu hjá 5. og 6. bekk með forritunarkennslu þar sem kennarar og stuðningsfulltrúar tóku virkan þátt í kennslustundinni og fengu jafnhliða nemendum þjálfun í forritun.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

53

S N J Ó R O G K L A K I H R E I N S A Ð U R A F K Ö R F U B O LTAV E L L I N U M

Samvinna og samkennd einkennir samfélagið okkar. Guðmundur Helgi Albertsson fékk Younes Boumihdi og félaga í fyrirtækinu Younes Ehf. með sér í lið við að hreinsa snjó og klaka af körfuboltavellinum við Njarðvíkurskóla. Í framhaldi gátu nemenur nýtt sér völlinn í leik og útivist í skólanum.

E R L E N D U R G U Ð N A S O N Í 2. S Æ T I Í S TÆ R Ð F R Æ Ð I K E P P N I

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Í febrúar. Í 10. bekk lenti Erlendur Guðnason í 2. sæti og Alexander Logi Chernyshov Jónsson og Ingólfur Ísak Kristinsson lentu í 6.-11. sæti. Í 8. bekk lentu Magnús Orri Lárusson og Unnur Ísold Kristinsdóttir í 6.-10. sæti.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


54

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


NJÖRÐUR

55

J A N A K H A R AT I A N   VIÐTAL                                   VIÐTALIÐ TÓKU KATRÍN LILJA TRAUSTADÓTTIR OG GUÐRÚN LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR

HVAR ERTU FÆDD OG UPPALIN? Í Armeníu. HVAÐ ERTU GÖMUL? 52 ára . ÁTTU FJÖLSKYLDU Á ÍSLANDI? Já, ég á mann og tvær stelpur. ERTU GIFT? Já, í 27 ár. AF HVERJU KOMSTU TIL ÍSLANDS? Ég vildi prófa eitthvað nýtt. HVAÐ HEFUR ÞÚ UNNIÐ LENGI Í NJARÐVIKURSKÓLA? 12 ár . HVAÐ ERTU MENNTUÐ? Já, ég er með stúdentspróf frá Armeníu og er með menntun á leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú á Íslandi.

WWW.NJARDVIKURSKOLI.IS

HVAÐ HEFUR ÞÚ ÁTT HEIMA LENGI Á ÍSLANDI? 14 ár.

HORFIR ÞÚ Á KÖRFUBOLTA? Já, ég horfi stundum á körfubolta í sjónvarpinu.

HVERS VEGNA BYRJAÐIR ÞÚ AÐ VINNA Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Vegna þess að ég elska að vinna með börnum.

EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILLT SEGJA Í LOKIN? Krakkarnir okkar eru framtíðin okkar. Við þurfum að hugsa vel um þau.

HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG? Ég vill læra íslensku betur og læra eitthvað nýtt. ÁTTU DÝR? Ég á hund. HVERNIG LÝ S I R ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA? Njarðvíkurskóli er eins og mitt annað heimili. HVERNIG TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Alls konar tónlist.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2019 - 2020


56

NJÖRÐUR

Skólablaðið Njörður Skólablaðið Njörður // 1. tbl. 36. árgangur // Útgefandi: Njarðvíkurskóli kt. 671088-4689 // Ritstjóri: Rafn Markús Vilbergsson // Ábyrgðarmaður: Ásgerður Þorgeirsdóttir// Blaðamenn: Alysa Dominique Teague, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir, Elías Bjarki Pálsson, Elmar Sveinn Einarsson, Guðjón Helgi Áslaugsson, Guðrún Lilja Kristjánsdóttir, Helga Vigdís Thordersen, Helgi Bergsson, Ingólfur Ísak Kristinsson, Karlotta Ísól Eysteinsdóttir, Katrín Lilja Traustadóttir, Kári Snær Halldórsson, Krista Gló Magnúsdóttir, Kristófer Mikael Hearn, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir, Lovísa Grétarsdóttir, Nadía Líf Pálsdóttir, Sigurður Magnússon og Stefán Rúnar Snorrason // Yfirlestur: Ástríður Helga Sigurðardóttir S k ó l a b l a// ð N jStafræn a r ð v í k útgáfa: u r s k ó lwww.njardvikurskoli.is a | 2019 - 2020


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.