VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA Þróunarverkefni í Njarðvíkurskóla
Njarðvíkurskóli 2014 - 2016
Efnisyfirlit INNGANGUR ............................................................................................................................................ 2 MARKMIÐ ................................................................................................................................................ 2 FRAMKVÆMD VERKEFNISINS .................................................................................................................. 3 VERKEFNIN .............................................................................................................................................. 6 1 Eitthvað fyrir alla – fjölgreindaval.................................................................................................... 6 2 Þróunarverkefni í textíl fyrir valgrein............................................................................................... 7 3 MálfrÆði .......................................................................................................................................... 9 4 Rúmfræði er æði............................................................................................................................ 10 5 Tungumálabingó ............................................................................................................................ 11 6 Skynheimur .................................................................................................................................... 12 7 Lykillinn að lífinu ............................................................................................................................ 14 8 Vegir liggja til allra átta .................................................................................................................. 16 9 Lífið er list – Life is art .................................................................................................................... 18 10 Íþróttir verða skólaíþróttir .......................................................................................................... 20 11 Fordómaspilið ............................................................................................................................. 22 12 305 .............................................................................................................................................. 23 NIÐURSTAÐA ......................................................................................................................................... 24
INNGANGUR Skólaárin 2014-2016 var unnið markvisst í að efla fjölbreytta kennsluhætti í Njarðvíkurskóla. Í tengslum við Aðalnámskrá grunnskóla og mat á lykilhæfni ákváðu stjórnendur í Njarðvíkurskóla að leggja áherslu á að auka fjölbreytta kennsluhætti í starfi skólans. Haustið 2014 hafði Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í Njarðvíkurskóla samband við Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kannaði hvort hann hefði áhuga á að koma að verkefni meðal kennara og fagaðila í Njarðvíkurskóla í tengslum við fjölbreytta kennsluhætti.
Í framhaldi gerðu Njarðvíkurskóli og Skólastofan slf. með sér
samning um ráðgjöf starfsmanns Skólastofunnar, Ingvars Sigurgeirssonar. Ráðgjöfin snerist um ráðgjöf við stjórnendur, þróunarhópa og einstaka kennara og fagaðila um einstaka verkþætti, mat á verkefninu og skýrslugerð eftir því sem eftir var óskað. Yfirlestur áætlana, skýrslna og annarra gagna sem tengjast verkefninu. Verkefnið bar heitið „Vegir liggja til allra átta”. Í tengslum við verkefnið voru fengnir nokkrir fyrirlesarar sem héldu erindi sem öll tengdust fjölbreyttum kennsluháttum. Innanhússþing voru haldin við lok beggja skólaára. Á fyrra þinginu kynntu starfsmenn stöðu verkefna og á seinna þinginu var farið yfir afrakstur vinnunnar. Allir hópar skiluðu stuttum skýrslum um sitt verkefni. Verkefnastjóri var Rafn Markús Vilbergsson.
MARKMIÐ Vinna að fjölbreyttum kennsluháttum í Njarðvíkurskóla. Tengja fjölbreytta kennsluhætti við lykilhæfni og að kennarar og aðrir fagaðilar myndu mynda teymi sem völdu sér viðfangsefni. Fjölbreytni í námsmati. Gefa kennurum og öðrum fagaðilum tækifæri til að þróa kennsluaðferðir sínar með skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra. Skapa kennurum og öðrum fagaðilum vettvang til að dýpka þekkingu sína á fjölbreyttum og kennslu- og námsmatsaðferðum.
FRAMKVÆMD VERKEFNISINS Í upphafi var gerð áætlun um framkvæmd verkefnisins. Ingvar lagði áherslu á mikilvægi þess að allir fengju tíma til að vinna að verkefninu. Hann sagði að öll góð verkefni tækju tíma og gætu haft mikil og jákvæð áhrif á starfsmannahópinn. Einnig voru allir sem unnu að verkefninu hvattir til að finna sér svigrúm til að vinna að sínu verkefni í viðbót við þann tíma sem stjórnendur gáfu til að vinna að verkefninu.
15. október 2014 var Ingvar með kynningu á verkefninu fyrir kennara og fagaðila innan skólans. Hann talaði um að kennarar og fagaðilar væru almennt að vinna gott starf sem má alltaf bæta. Þróunarverkefni eru að hans mati mikilvægur þáttur í starfi kennara og fagaðila og talaði hann um að mikilvægi þess að hver og einn kennari og fagaðili væri alltaf tengdur við eitt þróunarverkefni. Á kynningunni fór Ingvar vítt og breitt yfir mikilvægi fjölbreyttra kennsluhátta og hvatti kennara og fagaðila til að prufa nýja þætti í sinni kennslu. Ingvar sagði að kennsluaðferðir væru eins og hlaðborð – við veljum hvað við tökum úr því. Ingvar lagði áherslu á að markmiðið með verkefninu væri að tengja fjölbreytta kennsluhætti við lykilhæfni og að kennarar og fagaðilar myndu mynda teymi sem velja sér viðfangsefni – hann benti á að ólíklegasta fólk gæti unnið saman. Á kynningunni sagði Ingvar frá nafnasamkeppni þar sem allir kennara gætu skilað inn hugmyndum að nafni – kosið yrði um besta nafnið og verðlaun í boði.
Í nafnasamkeppnina bárust 18 tillögur um nafn á þróunarverkefninu. Lögð var áhersla á að nafnið yrði hentugt, skemmtilegt, frumlegt og lýsandi fyrir verkefnið. Á fundi með Ingvari 25. nóvember var síðan kosið um þær þrjár tillögur sem flest atkvæði hlutu og úrslit kynnt á fundinum. Hugmynd Helenu Rafnsdóttur Vegir liggja til allra átta var hlutskörpust.
25. nóvember 2014 kynntu kennarar verkefnin sín fyrir öðrum hópum. Kynningin gekk almennt vel, hugmyndir og vinna hópanna voru misjafnlega á veg komnar. Eftir að hafa hlustað á allar hugmyndirnar bað Ingvar starfsmenn að lýsa kynningunum í nokkrum orðum. Eftirfarandi punktar komu frá starfsmönnum: Með jákvæni að leiðarljósi koma fjölbreyttar og fróðlegar hugmyndir. Verkefnið verður spennandi ef ánægja, skilningur og gleði er við völd. Ferskur og fræðandi fjölbreytileiki. Frábær fjölbreytni fleygir okkur fljótt fram.
Gott verður betra! Metnaðarfull vinna hjá frábæru fólki. Ég stend á skýi. Áhugaverð verkefni og við hlökkum til að sjá útkomuna. Frumleiki framar öllu! Fjölbreyttur Njarðvíkurskóli – samheldur og framúrskarandi. Fjölbreyttur mannauður og kennsluhættir fyrir fjölbreytta nemendur. Þetta fjölbreytta fólk er frábært og til fyrirmyndar. Frjósemi og fjölbreytileiki samhents starfsfólks Njarðvíkurskóla. Spennandi tímar framundan með áhugasömum starfsmönnum.
12. janúar 2015 var kennurum og öðrum fagaðilum gefinn kostur á að hitta Ingvar í 15 mínútur, leita ráða og fara yfir stöðu mála í sínum hópi. Ingvar var í skólanum frá 13:0016:00. Stjórnendur skiptu á milli sína að sitja fundina. Eftir fundinn ræddu stjórnendur og Ingvar saman og fóru yfir fundina með hópunum. Ingvar var almennt ánægður með stöðu mála.
25. febrúar 2015 var ákveðið að fá Ragnar Þór Pétursson til að halda erindi fyrir starfsmenn í Njarðvíkurskóla. Erindin var hugsað sem hvatning til starfsmanna í vinnu við verkefnið. Vegna veðurs sá Ragnar sér ekki fært að koma til Reykjanesbæjar en í staðinn tók hann upp erindi sem starfsmenn hlustuðu á. Almenn ánægja var með erindið, það var fróðlegt og vakti marga til umhugsunar. Slóðin á erindið er: https://www.youtube.com/watch?v=kfDyT7MehkM&feature=youtu.be
10. júní 2015 var fyrsta innanhússþing Njarðvíkurskóla haldið í tengslum við þróunarverkefnið. Allir starfsmenn Njarðvíkurskóla, aðilar hjá FRÆ, foreldrafélag Njarðvíkurskóla og öðrum áhugasömum var boðið á þingið. Innanhússþingið fór fram á sal Njarðvíkurskóla þar sem 13 fjölbreytt verkefni voru kynnt, Rafn Markús Vilbergsson stýrði þinginu. Ásgerður ávarpaði gesti í upphafi áður en starfsmenn kynntu verkefnin sín 13. Ingvar hélt stutta tölu í lokin.
26. ágúst 2015 ræddi Ingvar við stjórnendur um framhald þróunarverkefnisins á skólaárinu 2015-2016. Ingvar lagði áherslu á mikilvægi þess að nýir starfsmenn byrjuðu á nýju verkefni eða færu í hópa með öðrum.
30. september 2015 kynntu 13 hópar verkefnin sín. Um var að ræða stutta kynningu þar sem lögð var áhersla á að kynnt yrði staða verkefnisins og einnig að kynna verkefni fyrir nýjum starfsmönnum.
13. og 15. október 2015 fengu allar hópar tækifæri á að hitta Ingvar í 30 mínutur og ræða við hann um þróunarverkefnin. A.m.k. einn stjórnandi sat alla fundi.
28. október 2015 kom Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla og sagði frá þróunarverkefni í skólanum sem beinist að eflingu læsis og þróun kennsluhátta í öllum námsgreinum.
17. febrúar 2016 kom Þórhildur Helga Þorleifsdóttir til okkar með erindi sem bar heitið: Hvað þarf til að hafa öfluga teymiskennslu?
9. júní 2016 var seinna innanhússþing Njarðvíkurskóla í tengslum við þróunarverkefnið haldið. Líkt og á innanhússþinginu 2015 voru öllum starfsmönnum Njarðvíkurskóla, aðilum hjá FRÆ, foreldrafélagi Njarðvíkurskóla og öðrum áhugasömum boðið á
þingið. Þetta
innanhússþing var í raun uppskeruhátíð, þar sem afrakstur vinnu síðustu tveggja ára var kynnntur, um leið markaði þingið lok verkefnisins. 12 verkefni voru kynnt þar sem kennarar og aðrir fagaðilar kynntu erindi um verkefni sín, lýstu markmiðum þeirra og þeim leiðum sem farnar voru, lögðu mat á árangur og svöruðu fyrirspurnum. Í tengslum við þessar kynningar skiluðu hóparnir skriflegum skýrslum um niðurstöður til skólastjórnenda.
Í næsta kafla verður gerð grein fyrir þeim 12 þróunarverkefnum sem fengist var við.
VERKEFNIN
1 Eitthvað fyrir alla – fjölgreindaval Ása Árnadóttir, Ebba Lára Júlíusdóttir, Hildur Björnsdóttir, Jóhann Gunnar Sigmarsson, Karen Ingimundardóttir, Katrín Baldvinsdóttir og Laufey Einarsdóttir 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Að koma til móts við fjölbreyttar og ólíkar þarfir nemenda á yngsta stigi. Fjölgreindakenning Howards Gardners var höfð að leiðarljósi ásamt því að nemendur og kennarar á yngra stigi kynnist í leik og starfi. 2. Hvað var gert? Verkefnið var þrískipt. Fyrst voru settar upp 12 stöðvar og nemendum skipt í 12 hópa, 10-12 nemendur í hverjum hópi. Hver kennari skipulagði sína stöð eftir áhugasviði og fjölgreindakenningunni, s.s. umhverfisstöð, grímugerð, skák, kubbastöð, samskiptastöð og tilraunastöð. Þegar allir hópar voru búnir að fara á allar stöðvar var fyrirkomulaginu breytt og settar upp 8 stöðvar. Þar fengu nemendur að velja sér sjálfir stöð í hverri viku í 6 skipti. Í boði var til dæmis dans, furðuföt, spurningakeppni, spil, búðarleikur og föndur. Síðustu 5 vikurnar voru skipulagðar útistöðvar með það að markmiði að efla hreyfingu, útiveru og nýta nærsamfélagið í kennslu. 3. Matsþáttur Verkefnið gekk mjög vel og voru nemendur einstaklega ánægðir og alltaf spenntir að fara í fjölgreindaval. Samstarf og skipulag milli kennara/starfsfólks gekk einnig mjög vel og allir jákvæðir í garð verkefnisins. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Nemendur á ólíkum aldri tengjast á annan hátt og kennarar kynnast nemendum úr öðrum bekkjum. Verkefnið brýtur upp hefðbundið skólastarf
þar sem kennslan fer fram á
fjölbreyttan hátt. Með þessum hætti er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir einstaklinga, þar sem nemandinn er í forgrunni. Verkefnið hefur þá kosti að það gerir góðan skólabrag enn betri.
2 Þróunarverkefni í textíl fyrir valgrein Margrét S Þórólfsdóttir 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Að efli sköpunargleði nemenda. Að þjálfa nemendur í að nýta hugmyndir sínar í vinnuferli. Að kunna rétta meðferð áhalda og véla. Að
skipuleggja
eigið
vinnuferli,
gera
skriflega
vinnuáætlun
og
lauslega
uppdrætti/skissur að verkefni. Að vinna tilraunir út frá eigin hugmynd að textílverki, nytjahlut og flík. Að skipuleggja eigið vinnuferli, umræður og leggja stöðugt mat á eigin vinnu. Að þjálfast í að hugleiða mismunandi lausnir á textílverkefnum. Að fá þjálfun í að vinna með hugmyndir sínar og fylgja ferlinu frá hugmynd að fullunnu verki. Að gera tilraunir með endurnýtingu og vinna með efnisbúta úr notuðum fatnaði eða heimilislíni.
2. Hvað var gert? Í þróunarverkefninu ákvað ég að breyta valfaginu fatasaumur, frá einni önn yfir í textílmennt og hönnun sem er heils árs fag. Með þessari breytingu þarf að huga að ýmsu. Hvaða viðfangsefni verða í boði og hvernig raðast þau niður á árið? Hvernig verður sköpunarferlinu háttað, verður lögð áhersla á algjört frjálsræði eða stýringu frá kennara? Hvaða grundvöllur og markmið á að hafa að leiðarljósi? Á að nota leiðar/vinnubækur til að skrá vinnuferli? Hvaða kennsluhættir henta best? Hvaða
kenningar,
fræði
og
markmið
liggja
til
grundvallar
við
sköpunarferlið/hönnunina? Með því að hafa þessa punkta til að vinna út frá og skoða alla þætti þeirra legg ég upp í þessa vegferð með þennan val áfanga og þetta þróunarverkefni í huga.
3. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Í aðalnámskrá grunnskóla er talað um alhliða menntun og fjölbreytt nám. Út frá þeirri hugsjón vildi ég vinna þetta verkefni og stíga út fyrir rammann. Að nemandinn kæmi að verkefnum í skapandi grein með gagnrýninni hugsun og móta viðfangsefnið eftir sköpunargleði sinni. Þetta verkefni var lærdómsríkt þó svo að það væri ekki hægt að prófa það í heild sinni. Eitt og eitt atriði var prufað með 7. bekk í Njarðvíkurskóla. Heilsárs val í textílmennt hefur ekki enn náð fótfestu í Njarðvíkurskóla þannig að ég bútaði verkþættina/verkefnin niður í nokkar hálfsárs valgreinar og eru þær undir á næsta skólaári. Þó svo að með aðalnámskrá grunnskóla að leiðarljósi og atvinnulífið kalli á miklilvægi skapandi greina þá eru þær í raun innan skólakerfisins ekki taldar eins mikilvægar og bóklegt nám. Þær teljast oft skör lægri og oft undir þeirri kvöð að lenda í niðurskurði þegar harðnar á dalnum í þjóðfélaginu.
3 MálfrÆði Anna Hulda Einarsdóttir og Drífa Gunnarsdóttir 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Markmiðið er að nemendur geti rætt um mál og málnotkun. Að nemendur geti nýtt sér málfræðilegar upplýsingar í handbókum. Að nemendur glæði áhuga sinn á móðurmálinu. 2. Hvað var gert? Afrakstur verkefnis eru leiðbeiningar/leikreglur fyrir málfræðileikinn, tilbúin verkefnablöð og svarblöð fyrir kennara ef við á. Verkefnið gekk í heildina vel en við höfðum þó einungis einn vetur til að vinna að því (skólaárið 2015-2016). Prufukeyrsla í kennslustundum var skemmtileg en þar urðum við líka varar við vankanta sem þarf að bæta, t.d. að best er að birta orð/stafi á skjávarpa og eiga það tilbúið með hverju verkefni. 3. Tenging er við þætti lykilhæfninnar er eftirfarandi: Tjáning og miðlun: Nemandi geti miðlað þekkingu sinni og leikni Skapandi og gagnrýnin hugsun: Nemandi geti tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga. Sjálfstæði og samvinna: Nemandi geti unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi. Nýting miðla og upplýsinga: Nemandi geti nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt. Ábyrgð og mat á eigin námi: Nemandi geti gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt. Við náðum á þessu skólaári að láta reyna á tjáningu og miðlun, sjálfstæði og samvinnu og ábyrgð og mat á eigin námi. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Verkefnið nýtist fyrir alla íslenskukennara sem vilja taka skemmtilegar málfræðiæfingar með nemendum sínum og þá er þetta kjörin leið til að taka upprifjun fyrir próf þar sem nemendur ræða, rifja upp og læra saman. Hugmyndin er til og ákveðinn gagnabanki sem við munum halda áfram að þróa.
4 Rúmfræði er æði Þórdís Björg Ingólfsdóttir, Kristbjörg Eyjólfsdóttir, Hólmfríður Karlsdóttir, Guðjón Sigbjörnsson, Hildur Guðjónsdóttir og Ásta Óskarsdóttir. 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Markmiðið með verkefnu var að auka skilning nemenda á rúmfræði. Rúmfræðin virðist oft koma illa út á samræmdum prófum hjá nemendum í Njarðvíkurskóla og var ætlunin með verkefninu að bæta nemendur í rúmfræði. Við sjáum þó að rúmfræðin í kennslu er að færast neðar í bekki og er það vel. Mikilvægt er að gefa góðan tíma í að vinna verkefnið og vinna það hlutbundið. 2. Hvað var gert? Við funduðum jafnt og þétt yfir tvö ár og bjuggum til verkefni fyrir 5- 7. bekk. 3. Matsþáttur Í framhaldi af þessu verkefni munum við færa verkefnið upp á unglingastig og tengja það meira við lykilhæfni. Í fyrstu ætluðum við að hafa alla árganga í verkefninu en sáum að það var of mikið og völdum miðstig sem byrjunarhóp. Samstilltur og áhugamikill hópur. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Betri þekking nemenda á rúmfræði og verður haldið áfram með verkefnið á næsta ári þar sem 8. bekk verður bætt við.
5 Tungumálabingó Anna Birna Gunnlaugsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hulda Hauksdóttir, Kristín Hjartardóttir og Rakel Ósk Eiríksdóttir. 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Markmiðið var að auka lestur, lesskilning, ritun, hlustun og áhuga nemenda á viðfangsefninu. 2. Hvað var gert? Farið yfir sögu verkefnisins þannig að lesandinn átti sig á umfanginu og áherslum. Við settumst niður og veltum fyrir okkur hvernig við næðum ofangreindu markmiði og ákáðum að útbúa tungumálabingó. Hugmyndin kemur frá hugmyndafræðinni Leikur að læra. Farið var í að safna fjölbreyttum textum bæði á ensku og dönsku og þeir prufaðir með nemendum. Einnig útbjuggum við leiðbeiningar með verkefninu þannig að hver sem vill getur nýtt sér verkefnið. 3. Matsþáttur Samvinnan gekk framar vonum enda einstaklega gott fólk í þessum hópi. Nemendur voru mjög móttækilegir og jákvæðir gagnvart verkefninu. Hindranir voru helst tímaleysi enda mjög tímafrekt að útbúa verkefnabankann.Verkefnið eykur við fjölbreytta kennsluhætti, ekki síst þá sem líklegir eru til að þroska lykilhæfni eins og hún er skilgreind í námskrá (tjáning, samvinna, sjálfstæð vinnubrögð, vinna með ólíka miðla og ábyrgð á eigin námi). Einn af meginkostum verkefnisins er að hægt er að útfæra það á marga mismunandi vegu, t.d. sem hópverkefni, einstaklingsverkefni, upplestur og ritunarverkefni. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Verkefnið nýtist best í tungumálakennslu (íslensku, ensku, dönsku og nýbúafræðslu) og hentar vel á yngsta- og miðstigi.
6 Skynheimur Linda Birgisdóttir, Sigbjörn H. Guðjónsson og Sæunn G. Guðjónsdóttir. Sólmundur Friðriksson var með í verkefninu fyrsta árið. 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Draumur okkar var að geta sett upp fullbúið skynnámsþjálfunarrými fyrir nemendur Njarðvíkurskóla. Þar sem við sáum að það var ekki að gerast fljótlega ákváðum við að byrja á því að setja skynnámið í kassa sem hægt er að setja upp hvar og hvenær sem er. Í skynnámskössunum átti að útbúa verkefni fyrir fjórar ólíkar stöðvar til að upplifa og fá skynörvun í umhverfinu. Stöðvarnar áttu að vera geymdar í þar til gerðum plastkössum sem hægt væri að færa á milli rýma eða pakka saman eftir notkun svo að kennslurýmið nýtist sem best (námsefni útbúið í haganlega samsettum einingum sem auðvelt er að færa milli staða og setja upp). Nemendur vinna í ákveðinn tíma á hverri stöð. Þegar fullbúið er að setja upp þessar stöðvar er markmiðinu náð. Námsþættir sem yrðu þjálfaðir með skynnámsstöðvunum eru
grunnsvið
skynjunar,
það
er;
líkamsskynjun,
snertiskynjun,
sjónskynjun
og
heyrnarskynjun. 2. Hvað var gert? Eftir að hugmyndin var komin fórum við af stað í að afla okkur upplýsinga um skynfærin og hvernig hægt er að örva einstaklinginn þannig að hann eflist sem mest í þroska. Til að byrja með skiptum við verkefninu í fjóra flokka þ.e.a.s, snerti-, líkams-, sjón- og heyrnarskynjun. Þegar við vorum búin að vinna í þessum skynflokkum áttuðum við okkur á því að þeir ættu margt sameiginlegt og fækkuðum við þeim niður í tvo flokka þ.e. líkams- og snertiskynjun og hinsvegar sjón- og heyrnarskynjun. Einnig áttuðum við okkur á því að bæta þyrfti við nýjum flokk sem tilheyrir bragð- og lyktarskynjun. Hugmyndin hjá okkur var fyrst sú að safna að okkur hlutum sem nýttust okkur í að útbúa þessa skynörvunar flokka. En þar sem við sáum að þessir hlutir eru allt í kringum okkur í Ösp (sérdeild í Njarðvíkurskóla) ákváðum við að nýta þá. Þá var farið í það að mynda þessa hluti, flokka þá, tilgreina tilgang og markmið með hlutnum og lýsingu á þeim.
3. Matsþáttur I.
Afrakstur verkefnisins
Við prentuðum út myndir af hlutunum og texta við hvert þeirra, plöstuðum og settum á lyklahringi. Varðandi sjón- og heyrnarskynjunina nýttum við okkur það að finna gögn af netinu sem tilheyra sjón- og heyrnarskynjun sem við settum á minnislykil. Þannig að núna erum við búin að safna grunngögnum og útbúa þjálfunarleiðbeiningar fyrir flokkana snerti- og líkamsskynjun, sjón- og heyrnarskynjun. II.
Hvað gekk vel - hindranir
Samvinnan á milli okkar þroskaþjálfanna gengur mjög vel og vorum við samstíga í hugmyndafræðinni. Þar sem við höfum mikla og breiða reynslu á milli okkar til þess að framkvæma verkefnið þá gekk það upp að mestu og auðvitað munum við halda áfram að þróa verkefnið og nota það áfram í daglegri þjálfun nemenda okkar. Þetta var dýrmætur tími sem við skemmtum okkur við að vinna og dýpkuðum okkur sem fagmenn. Helstu hindranirnar voru að okkar mati miklar annir og krefjandi verkefni í daglegri vinnu sem var ekki búist við. Við hefðum t.d. viljað útbúa og senda út styrktarumsóknir til þess að safna nýjum hlutum í kassana. Einnig hefðum við viljað geta útbúið mats- og skráningarblöð þannig að hægt sé að fylgjast með þróun skynörvunarinnar hjá hverjum og einum. III.
Hvernig gekk að tengja verkefnið við lykilhæfni.
Það gekk mjög vel að tengja verkefnið við lykilhæfni. Markmiðið með skynnáminu er að nemandinn öðlist þekkingu á eigin líkama og nánasta umhverfi. Leiknin er þjálfuð upp í skynnáminu þannig að einstaklingurinn geti sjálfur sótt upplifunina og skynjað sjálfan sig sem heild og hluta af umhverfinu. Hæfnin kemur svo í kjölfarið og að sjálfu sér þegar einstaklingurinn er búin að öðlast þekkingu og leikni í skynnáminu og getur þannig yfirfært þessa þætti yfir í daglegt líf. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Ávinningurinn er sá að núna er hægt að grípa til verkefnisins á markvissari hátt út frá skynjunarþáttunum. Hver sá sem nýtir sér spjöldin þarf ekki að hafa þekkingu á þeim heldur getur hann nýtt sér lýsingar á hlutunum og séð tilgang og markmið þeirra. Verkefnið nýtist öllum en þó mest þeim sem á einhvern hátt eru með skerta skynúrvinnslu eða/og þurfa að ná slökun og einbeitingu.
7 Lykillinn að lífinu Ásdís Ólafsdóttir, Kristín Blöndal og Smári Ketilsson 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Að finna eða útbúa kennsluefni sem metur lykilhæfni nemenda út frá aðalnámskrá grunnskóla. Við höfðum það að leiðarljósi við gerð þróunarverkefnisins að mæta þörfum nemenda okkar þar sem þeir eru staddir námslega, en þeir stunda nám sitt í sérdeildinni Ösp við Njarðvíkurskóla. 2. Hvað var gert? Verkefni voru útbúin og tengjast þau öll á sinn hátt lykilhæfni samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Sérdeildin Setrið við Sunnulækjarskóla á Selfossi hefur útbúið slík verkefni fyrir sína nemendur og fengum við hugmyndina þaðan. Við höfðum samband við Kristínu Björk sem er deildarstjóri í Setrinu og fengum við leiðsögn hjá henni hvernig staðið var að undirbúningi og fengum hugmyndir sem gætu nýst okkur í verkefninu. Síðan fór hugmyndavinna af stað þar sem við gerðum drög að þeim verkefnum sem við vildum sjá í verkefnabankanum sem við vorum að undirbúa. Við notuðum forritið Publisher til þess að búa til verkefnabankann og var það mikil handavinna að búa til verkefnin sjálf en vonir standa til að fleiri verkefni eigi eftir að bætast í gagnabankann. 3. Matsþáttur Kennslustundir í skólastarfinu voru skipulagðar með lykilhæfni og fjölbreyttum kennsluháttum í huga. Við horfðum fyrst og fremst til þeirra þátta lykilhæfninnar sem efla hvern og einn nemanda út frá einstklingsþörfum. Því voru verkefnin og úrvinnsla þeirra einstaklingsbundin. Verkefnið var keyrt í gegn með nemendum í desember 2015 og janúar 2016 og gekk það vonum framar. Verkefnið var svo endurtekið með ákveðnum nemendum þar sem raunverulegur ávinningur þess kom í ljós. Ávinningurinn var að nemendur þjálfuðust í að koma fram og kynna verkefninin sín fyrir öðrum, leita sér upplýsinga eftir ýmsum leiðum og útbúa kynningu.
4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Nemendur völdu sér verkefni eftir áhugasviði og ákváðu þeir hvernig skila ætti verkefninu. Nemendur þjálfuðust í að standa fyrir framan samnemendur, starfsmenn og aðra gesti og flytja verkefnið. Þannig fengu þeir einnig tækifæri á að rækta áhugamál sín og deila því með öðrum. Verkefnið nýttist elstu nemendum í sérdeildinni Ösp við Njarðvíkurskóla en eftir að hafa keyrt verkefnið í gegn með elstu nemendum sáum við að það hentaði líka á miðstigi deildarinnar. Við sjáum fyrir okkur að geta nýtt verkefnið við hvaða aðstæður sem er og erum að íhuga að setja fastar kennslustundir inn í stundatöflu sem heitir einfaldlega lykilhæfni.
8 Vegir liggja til allra átta Harpa Magnúsdóttir og Yngvi Þór Geirsson 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Markmiðið var að reyna búa til eitthvað sem hefur áhrif á nemendur þegar það er verið að útskýra mikilvægi umhverfis og neyslu mannkynsins. Eitthvað sem fær þá til að stoppa og hugsa og endurhugsa í stað þess að gleyma jafnóðum. 2. Hvað var gert? Hist var nokkrum sinnum, hugmyndum skotið fram og til baka og farið í smá ,,rannsóknarvinnu“ eftir hvern fund. Eftir nokkra fundi og tölvupósta var komin mynd á verkefnið. Í fyrstu vorum við að tala um að tengja verkefnið við myndina The Human Footprint og setja verkefnið á heimasíðu umhverfisteymisins og svo vatt þetta upp á sig. Ákveðið var að vigta allan mat sem fellur frá og vinna með tölurnar út því, sjá hvaða mat er hent mest af, í hvoru hádegishléinu og heildarmagn. Næst kom hugmyndin um að láta nemendur vinna svo myndasögu í Comic Book í iPad og að sagan yrði að tengjast námsefninu. Svo kom upp hugmynd að láta alla gera könnun heima hjá sér í sambandi við endurvinnslu. Í lokin fannst svo önnur áhugaverð mynd til að sýna í tengslum við verkefnið, Just Eat It en hún fjallar um matvælasóun. Til að enda þetta á léttum nótum þá yrði endað á innslagi frá John Oliver þar sem hann fjallar um matarsóun á sinn spaugilega hátt. Að lokum var bætt inn í að búa til Kahoot spurningakeppni upp úr myndunum sem horft verður á til að fá nemendur til að fylgjast betur með. 3. Matsþáttur Það gekk vel að vinna saman og finna efni. Það gekk illa að tengja saman hópa sem áttu að vinna að þessu þar sem að Harpa kennir smíði og hönnun og Yngvi samfélagsfræði. Það hefur ekki enn fundist tími til að leggja verkefnið almennilega fyrir en gert verður ráð fyrir því í kennsluáætlun næsta vetrar hjá 9. bekk. Það gekk líka ekki vel að finna vigt til að geta vigtað matarafgangana. 4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Ávinningurinn er fullt af upplýsingum sem við erum búin að safna saman og verkefni sem að allir eiga að geta nýtt fyrir hvaða aldur sem er.
9 LĂfiĂ° er list – Life is art Eric Farley Hearn Introduction This is a thematic series of assignments that helps to raise student awareness in the principle of design and how art is a function of our daily lives. Students will develop skills that allow them to develop a concept from a rough sketch to a finished product. Materials used to complete assignments are pencils, markers, Acrylic paints and other miscellaneous items. The concept of interconnectivity of design is taught by requiring the learner to create a personal space where all assignments are connected to each other thematically. The Assignments are: Money - Students learn how and why paper money is designed, through instruction, demonstration and class discussion of the common identifying features of monetary notes. Students are then required to create a monetary note that have the aforementioned design feature by creating an imaginary country and name of the currency. The designation of the names is very important because the learner will use these in future assignments. Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work. Map - The learner is taught the art of map making. This assignment introduces the student to map making skills such as identifying land features including but not limited to mountains stream, rivers lakes and oceans. The student learns about scale and how to create a legend t and how to determine the scale of their work. The name of the land is derived from the Money assignment. Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work. Flag - Students learn about flags their importance in society and how they are designed. They are taught the meaning behind color and imagery of flags. the learner is require to create a flag that represent the two previous assignment of Money and Map Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas
with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work. Postage stamp - Students learn how and why postage stamp is designed, through instruction, demonstration and class discussion of the common identifying features of postage stamp. Students are then required to create a postage stamp that have the aforementioned design features by connecting the stamp to the theme noting the cost of the stamp in the currency they created in the money assignment. Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work. Character or costume design - Students are required to design a costume or design for some faction of the culture within the land they have created. This is done by introduction of national costume and other fashion designs. Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work. Package design - Student learn about packager design and how advertising using words images and package form to sell products. The students are required to design a production and a visual advertising scheme. Pricing the product must correspond with the money assignment Students draft ideas in conceptual work in the form of concept sketches. Once the student has discussed their ideas with the instructor and their concept is approved the student may process to complete their finished work.
10 Íþróttir verða skólaíþróttir Þórir Rafn Hauksson, Heiðrún Rós Þórðardóttir, Helga Hafsteinsdóttir og Ásgerður Bjarklind Bjarkadóttir 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Markmiðið var að kynna okkur fjölbreyttar kennsluaðferðir sem gætu hentað vel til kennslu í skólaíþróttum. Auka fjölbreytileika kennsluaðferða í skólaíþróttum með hliðsjón af nýrri aðalnámskrá Útbúa: Æfingasafn á spjöldum með fróðleik um æfingarnar, sem nýtist í stöðvaþjálfun. Ratleiki fyrir skólaíþróttir sem starfsfólk skólans gæti einnig nýtt sér. Leikjahefti fyrir sundkennslu. Æfingasafn sem hægt væri að nýta í skólastofu.
2. Hvað var gert? Byrjað var á því að skoða núverandi kennsluhætti með gangnrýnum huga. Farið var yfir hvað væri hægt að breyta og bæta. Upplýsingaöflun á því sem okkur langaði að gera. Því næst útbjuggum við æfingagrunn fyrir hreystihring, ratleiki, leikjahefti fyrir sund og æfingar fyrir skólastofu. 3. Matsþáttur Verkefnið gekk heilt yfir mjög vel. Hópurinn var samstilltur og tilbúinn að vinna saman að settu markmiði. Ákváðum við strax að vinna verkefnið þannig að það myndi nýtast sem best inn í okkar kennslu. Einu hindranirnar sem við fundum fyrir var tímaleysi en með góðri skipulagningu og samstarfi gekk verkefnið ótrúlega vel. Æfingar og leikir voru valdir með því markmiði að tengjast lykilhæfniþáttunum og nýrri aðalnámskrá. T.d. komum við aukinni fræðslu inn í kennsluna með því að hafa fróðleiksmola um æfingar á spjaldi á hverri stöð í hreystihring
4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Gagnabanki með æfingum og leikjum sem nýtist í íþróttahúsi, sundlaug, á útisvæði og í skólastofu. Allir starfsmenn skólans geta nýtt sér afrakstur verkefnisins t.d. ratleikina og æfingar í kennslustofu. Teljum við mikinn kost að eiga svona góðan gagnagrunn af æfingum og leikjum fyrir okkur öll og ekki síður verðandi kennara. Verkefni þetta hefur klárlega aukið fjölbreytileika kennsluaðferða í skólaíþróttum í Njarðvíkurskóla til muna.
11 Fordómaspilið Ástríður Helga Sigurðardóttir, Einar Árni Jóhannsson, Guðmundur Ingvar Jónsson, Heiða Ingimundardóttir, Steindór Gunnarsson og Ingibjörg Kjartansdóttir (sem vann að verkefninu fyrra árið) Orðið fordómar er það orð sem notað er yfir það að dæma eitthvað fyrirfram, oft á neikvæðan hátt og jafnvel niðrandi. Yfirleitt stafa fordómar af vanþekkingu á viðfangsefninu, að einstaklingur hefur ekki kynnt sér umrætt málefni sjálfur, heldur fengið fordómana í arf ef svo má segja. Að alast upp með fordómum foreldranna, fara svo út í lífið með þessa fordóma í farangrinum og halda áfram að viðhalda þeim fordómum, er eitthvað sem margir átta sig ekki á, fyrr en löngu síðar. Það að uppræta fordóma getur verið erfitt, en sú vinna skilar víðsýni og umburðarlyndi sem kemur alltaf til með að bæta samfélagið. Eina raunhæfa leiðin frá fordómum er að auka þekkingu með fræðslu og við sáum kjörinn leik á borði að flétta saman fræðslu og leik og úr varð hugmyndin um fordómaspilið. Markmiðin með spilinu eru: Að útrýma fordómum með fræðslu Að tengja saman fleiri en eina námsgrein Að fá nemendur til þess að hugsa sem liðsheild Að byggja upp betri sjálfsmynd hjá nemendum Að flétta saman fræðslu og leik
Við útbjuggum spurningar og svör og það var unnið þannig að skipt var upp í fordómaflokka. Hannað var borðspil og í framhaldi búnir til spurningabunkar og sett saman einfaldar spilareglur. Síðar var farið í að vinna meira með útlit á spilinu og fengum við góða aðstoð frá Eric myndmenntakennara með útfærslu á borðspilinu og Harpa hönnun- og smíðakennari aðstoðaði við hönnun á spilakassa. Teymið sem vann að Fordómaspilinu vill þakka Ingibjörgu Kjartansdóttur sérstaklega fyrir hennar þátt í verkefninu – en hann var stór. Hugmyndasmíðin og stór þáttur í vinnu verkefnisins er hennar.
12 305 Helga Jóhannesdóttir 1. Hvert var markmiðið með verkefninu? Stofur í Njarðvíkurskóla eru merktar með númerum. Á það líka við um mína stofu. Í gegnum tíðina hefur það loðað við að ef nemandi þarfnast aðstoðar í smærri hóp séu þeir í sérkennslu, námsveri eða öðru úrræði, sem hefur stundum virkað illa á nemendur. Mér finnst mikilvægt að námið sé aðalatriðið, ekki hvar það fer fram til þess að þau þurfi ekki að upplifa neikvæðar minningar um að hafa stundað nám þar. Oft eru það hinir fullorðnu sem tala um þessi ver í stað þess að segja bara 305. Reyndar hefur þetta tekist ágætlega til því flestir tala um þessa stofu sem 305 eða uppi hjá Helgu. Í upphafi átti þetta þróunnarverkefni að fjalla um lestur og markmiðið að kenna lestur og auka við hraða nemenda. En ég hef verið að kenna stærðfræði líka og ákvað ég í samráði við leiðbeinandann að fjalla frekar um stærðfræði. Markmiðið með verkefninu er að efla áhugahvöt og sjálfstæði í vinnubrögðum í stærðfræði. 2. Hvað var gert? Ég útbjó efni með góðum leiðbeiningum í takt við námsþætti sem teknir voru fyrir á eins hlutbundin hátt og hægt var. 3. Matsþáttur Námsmat fer fram jafnt og þétt yfir önnina. Í lok annar er síðan yfirlitskönnun til að athuga hversu mikið vald nemandinn hefur á námsefninu sem unnið hefur á önnini. Mælikavarðinn sem notaður verður: Þarfnast þjálfunar. Þarfnast frekari þjálfunar. Markmiðum námsefnis náð.
4. Hver var ávinningur/afrakstur verkefnisins? Ávinningur verkefnissins er fyrst og fremst áhugasamari nemendur sem hafa öðlast aukið sjálfstraust varðandi vinnu sína í stærðfræði í 305.
NIÐURSTAÐA Þróunarverkefnið „Vegir liggja til allra átta” í Njarðvíkurskóla hafði það meginmarkmið að efla fjölbreyttra kennsluhætti- og námsmatsaðferðir. Lögð var áhersla á að tengja alla vinnu við lykilhæfni.
Mat skólastjórnenda er að þróunarverkefnið hafi styrkt faglegt starf skólans þar sem lögð var áhersla á samstarf milli einstaklinga í þá átt að efla fjölbreyttra kennsluhætti- og námsmatsaðferðir. Heilt yfir var ánægja með verkefnið sem hefur skilað miklu inn í skólastarfið. Að mestu leyti náðum við þeim markmiðum sem farið var af stað með í upphafi fyrir utan það að í mörg verkefni vantaði meiri áherslu á tengingu við lykilhæfni. Með þróunarverkefninu hefur skólinn markað sér skref í átt að fjölbreyttari kennsluháttum og að þeirri mikilvægu hugsun að huga að stöðugri þróun í skólastarfinu. Þróunarverkefnið er mikilvægur þáttur í áherslu skólans í að auka fjölbreytni í kennsluháttum. Skýrslur hópanna 12 bera vott um þá miklu fjölbreytni sem var í efnisvali, framsetningu og vinnu við verkefnin. Einn af lykilþáttum þessarar miklu fjölbreytni var að kennarar og þroskaþjálfar fengu sjálfir að velja sér viðfangsefni og hópfélaga sem virkaði hvetjandi. Með innanhússþingi og uppskeruhátíð í lok hvers starfsárs voru verkefnin kynnt og farið yfir afraksturinn þar sem allir starfsmenn Njarðvíkurskóla fengu innsýn í verkefni allra hópa.
Njarðvíkurskóli þakkar Ingvari Sigurgeirssyni fyrir góða og faglega leiðsögn við verkefnið.