Skólablaðið Njörður

Page 1

SKÓLABLAÐIÐ

1. TBL. 33. ÁRGANGUR

N J ÖR ÐU R YNGSTI ÞINGMAÐURINN Fyrrum nemandi í Njarðvíkurskóla yngsti þingmaður sögunnar BLS. 21

ÁRSHÁTÍÐ Myndir frá árshátíð Njarðvíkurskóla BLS. 30

LISTADAGAR Fjallað um þemadaga sem voru í febrúar BLS. 45

FURÐUFERÐIN Saga eftir nemanda í ÖSP BLS. 41

Viðtöl Þuríður Birna Björnsdóttir Debes bls. 8

Harpa Lind Harðardóttir bls. 12

Þórdís Björg Ingólfsdóttir bls. 16

Bjarni Halldór Janusson bls. 21

Kristinn Pálsson bls. 22

Jón Björn Ólafsson bls. 26

Sigmundur Már Herbertsson bls. 32

Garðar Viðarsson ls. 35

Ingibjörg Ýr Smáradóttir bls. 42

VIÐBURÐIR Á SKÓLAÁRINU

Atli Rúnar bls. 46

Stiklað á stóru yfir helstu viðburði á skólárinu BLS. 18

ÖSKUDAGUR Fjölbreyttir búningar á öskudegi BLS. 25

FJÖLGREINDAVAL Nemendur fengu að njóta sín á eigin forsendum BLS. 40

HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR Nemendur í 10. bekk kveðja skólann BLS. 10

GÁTUR LJÓÐ SÖGUR KROSSGÁTA www.njardvikurskoli.is


2

NJÖRÐUR

Í Njarðvíkurskóla er frábært starfsfólk, nemendur og geðveikar minningar. KRISTINN PÁLSSON

»» b.21

»» b.42

Njarðvíkurskóli er metnaðarfullur skóli með öflugt starfsfólk og árangur eftir því.

»» b.26

JÓN BJÖRN ÓLAFSSON

»» b.46

»» b.16

»» b.35

Skólablaðið Njörður 1.tbl. 33. árgangur Útgefandi: Njarðvíkurskóli kt. 671088-4689 // Ritstjóri: Rafn Markús Vilbergsson // Ábyrgðarmaður: Ásgerður Þorgeirsdóttir // Blaðamenn: Berglind Rún Þorsteinsdóttir, Silvía Rún Eskilsdóttir, Alexandra Eva Sverrisdóttir, Berglind Rún Þorsteinsdóttir, Birna Sif Vilhjálmsdóttir, Birta Sóley Daníelsdóttir, Elva Rún Davíðsdóttir, Garðar Ingi Róbertsson, Írena Björt Magnúsdóttir, Jón Þór Eyþórsson, Katrín Dögg Lucic, Klaudia Malesa, Konný Ósk Antonsdóttir, Kristján Sindri K Granz, Salvör Björk Pétursdóttir, Silvía Rún Eskilsdóttir, Veigar Páll Alexandersson og Þórunn Friðriksdóttir // Söfnun auglýsinga: Hermann Nökkvi Gunnarsson, Alexander Eiríksson, Andrea Rán Davíðsdóttir, Eva Sól Einarsdóttir, Írena Björt Magnúsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Kristján Sindri K Granz, Veigar Páll Alexandersson og Þórunn Friðriksdóttir. // Umbrot og hönnun: Rafn Markús Vilbergsson // Forsíðumynd: Eygló Ósk Pálsdóttir í 8.GIJ // Yfirlestur: Ástríður Helga Sigurðardóttir og Drífa Gunnarsdóttir // Prentvinnsla: Háskólaprent // Upplag: 100 eintök // Stafræn útgáfa: www.njardvikurskoli.is Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

3

EFNISYFIRLIT     HVAÐ ER Í BLAÐINU?

»» b.12

»» b.8

»» b.22 »» b.12

»» b.32

4 5 6 8 10 11 12 14 14 15 16 18 21 22 23 24 25 26 28 28 29 30 32 34 34 35 36 36 38 38 39 40 41 41 42 44 44 45 46 47 48 48 49 50 50 51

FRÉTT FRÁ ÁRINU 1990 ÁVARP FORMANNS NEMENDARÁÐS SKÓLAHREYSTI ÞURÍÐUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR DEBES HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR SÖGUR FRÁ 4. LE HARPA LIND HARÐARDÓTTIR NEMENDUR SVARA SPURNINGUM SÖGUR FRÁ 3. KB VINALIÐAR ÞÓRDÍS BJÖRG INGÓLFSDÓTTIR VIÐBURÐIR Á SKÓLAÁRINU BJARNI HALLDÓR JANUSSON KRISTINN PÁLSSON LITADAGAR PBS NEMENDUR SVARA SPURNINGUM ÖSKUDAGUR Í NJARÐVÍKURSKÓLA JÓN BJÖRN ÓLAFSSON NEMENDUR SVARA SPURNINGUM SÖGUR FRÁ 3. KB KEPPENDUR NJARÐVÍKURSKÓLA ÁRSHÁTÍÐIN 2017 SIGMUNDUR MÁR HERBERTSSON NEMENDUR SVARA SPURNINGUM SÖGUR FRÁ 3. KB GARÐAR VIÐARSSON KROSSGÁTA SAGA OG LJÓÐ NORRÆNA SKÓLAHLAUPIÐ SAGA OG LJÓÐ KRUFNING Á SVÍNI FJÖLGREINDAVAL FURÐUFERÐIN ÍÞRÓTTADAGUR Í NJARÐVÍKURSKÓLA INGIBJÖRG ÝR SMÁRADÓTTIR RÓBERT HELGI RÓBERTSSON ZAK ÍÞRÓTTABEKKIR Í NJARÐVÍKURSKÓLA LISTADAGAR ATLI RÚNAR MYNDIR FRÁ NEMENDUM Í 5.EA NEMENDUR SVARA SPURNINGUM SÖGUR FRÁ 4. LE LESTRARSPRETTUR SÖGUR FRÁ 3. KB SVÖR VIÐ GÁTUM STYRKTARLÍNUR Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


4

NJÖRÐUR

FRÉTT FRÁ ÁRINU 1990

Bæjarblaðið - 2. tbl. 2. árg. miðvikudagur 17. janúar 1990

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

5

ÁVA R P F O R M A N N S     GARÐAR INGI RÓBERTSSON FORMAÐUR NEMENDARÁÐS                                    Kæri lesandi. Ég heiti Garðar Ingi Róbertsson og er formaður nemendaráðs. Að mínu mati er 2001 árgangurinn besti árgangur sem stundað hefur nám við Njarðvíkurskóla. Þegar ég hugsa um nemendur í 10. bekk sé ég tugi nemenda sem eru eins ólíkir eins og þeir eru margir, eitt get ég sagt, ég á að minnsta kosti eina góða minningu með hverjum einasta nemenda í hópnum. Það er því stór ástæða fyrir því að árgangurinn verður mér alltaf svo verulega kær. Það eru líka all margir kennarar sem hafa komið að hópnum, þeir kennarar eru í huga mér og örugglega annarra nemenda í hópnum mjög kærir, vegna þess að þeir hafa frætt, hjálpað og þroskað okkur nemendur. Við erum því sterkari manneskjur fyrir vikið. Þegar ég hugsa til baka eru vorferðirnar okkar mjög minnistæðar, hópurinn varð sameinaðri. Nú lítum við til framtíðar og við hlökkum til hennar en auðvitað eigum við eftir að sakna Njarðvíkurskóla. Ég óska nemendum fæddum árið 2001 góðs gengis í framtíðinni, vonandi höldum við hópinn, við ætlum að passa vel upp á að halda titli okkar sem besti árgangur Njarðvíkurskóla. Garðar Ingi Róbertsson

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


6

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

7

SKÓLAHREYSTI     NJARÐVÍKURSKÓLI Í 5. SÆTI                                     Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5. sæti í riðli 7 í ár. Hanna María Sigurðardóttir, Tetiana Stetsii, Narawit Seelara og Helgi Snær Elíasson skipuðu lið Njarðvíkurskóla. Varamenn voru Levi Anthony Rosento og Gunnar Geir Sigurjónsson.

ÁRANGUR NJARÐVÍKURSKÓLA 2007-2017                                     UPPHÝFINGAR Ár

Fjöldi

2009 32 2013 30 2008 30 2010 29 2016 26 2015 26 2011 24 2017 22 2014 20 2007 19 2012 17

DÝFUR

Ár

Fjöldi

2010 36 2013 29 2016 27 2011 25 2015 24 2012 22 2017 22 2007 16 2008 14 2014 14 2009 12

ARMBEYGJUR Ár

Fjöldi

2016 48 2013 43 2017 40 2012 33 2015 25 2014 24 2010 24 2011 24 2009 22 2008 16 2007 10

HRAÐABRAUT Ár

Tími

2014 02:32 2015 02:35 2013 02:39 2016 02:41 2017 02:59 2008 03:16 2007 03:23 2009 03:27 2010 03:43 2011 03:44 2012 04:03

HREYSTIGREIP Ár

Tími

2013 11:08 2017 06:33 2012 04:42 2016 04:30 2009 03:24 2010 03:20 2011 03:18 2015 01:47 2014 01:44 2007 01:38 2008 01:09

Tetiana Stetsii sigraði hreystigreip og var í 2. sæti í armbeygjum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


STUTTAR SPURNINGAR

8

NJÖRÐUR UPPÁHALDS SKYNDIBITI? Laxatartar. UPPÁHALDS LITUR? Blár. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Jarðfræði og saga.

UPPÁHALDS BÓK? Íslensk: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Ensk: 1984 eftir George Orwell. Í HVAÐA NÁMSGREIN VARSTU BEST Í Í GRUNNSKÓLA? Örugglega ensku og íslensku.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

9

Þ U R Í Ð U R B I R N A B J Ö R N S D ÓT T I R D E B E S    VIÐTAL                                   Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, sem fædd er árið 1998, útskrifaðist úr Njarðvíkurskóla vorið 2014. Foreldrar Þuríðar Birnu eru Hulda B. Stefánsdóttir og Björn Heiðar Hallbergsson. Hún stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þuríður hefur mikinn áhuga á lestri, félagsstörfum, ljóðagerð og leiklistarstjórn. HVERNIG LÝSIR ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég myndi lýsa Njarðvíkurskóla sem einstakri upplifun og stað. Hann á gríðarlega stóran part í hjarta mér og hefur átt stórt hlutverk í að móta mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég verð skólanum ævinlega þakklát fyrir það. HVER ER BESTA MINNINGIN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Þær eru margar en ef ég ætti að velja eina væru það örugglega náttúrufræðitímarnir hjá Palla og dönskutímarnir hjá Guðrúnu. Við vorum ekki bara að læra skemmtilegt efni heldur tóku þau sér alltaf tíma í að tala við okkur um mikilvægi þess að vera góðar manneskjur. Þessir fyrirlestrar hjá þeim opnuðu augun hjá mér að það að vera góð í akademísku námi er ekki það nauðsynlegasta sem maður tekur með sér út í lífið. Heldur að koma út úr einhverju verkefni sem betri manneskja, með því að hafa lært eitthvað með því. En það að hafa glatt einhvern og gert líf þeirra betra er það sem stendur á toppnum mér þegar ég hugsa um grunnskólagönguna mína. HVAÐA ÁR ER MINNISTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Mitt minnistæðasta ár er örugglega síðasta árið. Síðasta árið með krökkunum sem ég var búin að alast upp með. Ég vissi vel að ég ætlaði í MH og myndi því ekki hitta þau eins reglulega og síðustu 10 ár. Það var ótrúlega margt sem maður náði að áorka og minningarnar ekki færri.

HVERNIG ER AÐ VERA NEMANDI Í MENNTASKÓLANUM Í HAMRAHLÍÐ? Það er alveg ótrúlega gaman í MH, ég er búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki sem er mér ótrúlega kært og búin að upplifa margt og læra. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Úff ég er gríðaleg alæta á tónlist. Hef alltaf litið á það sem kost því þá get ég farið á hvaða tónleika sem er og notið mín haha! En eins og er þá er ég búin að vera að hlusta mikið á crust-pönk og þungarokk vegna söguverkefnis. ÆFIR ÞÚ ÍÞRÓTTIR? Ég var í körfubolta í um 10 ár og æfði og keppti með Njarðvík. Var tvisvar sinnum valin í U15 ára landsliðið en þurfti að draga mig í hlé eftir að ég sleit vinstra krossbandið tvisvar sinnum, einu sinni þegar ég var 14 ára og seinna rétt fyrir útskrift þegar ég var 15 ára. Síðan byrjaði ég í MH og þá tóku aðrir hlutir við. En hver veit nema ég kíki á æfingar í nánustu framtíð. ERTU AÐ GERA EINHVER SPENNANDI VERKEFNI Í DAG? Ég er á fullu í nemendafélagsstörfum og er núna komin í framkvæmdarstjórn SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) og sit í sambandsstjórn LÆF (Landssamband æskulýðsfélaga). Einnig var ég valin í undirbúningsteymi fyrir stofnun á fagháskóla á Íslandi af menntamálaráðaneytinu sem er alveg gífurlega spennandi og krefjandi.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


10

NJÖRÐUR

10.EÁJ

NEMENDUR FÆDDIR ÁRIÐ 2001

MYNDIR: S k ó l a bODDGEIR l a ð N KARLSSON jarðvíkurskóla | 2016 - 2017

10.AB


NJÖRÐUR

11

H ÁT Í Ð A R K V Ö L D V E R Ð U R     FRÁBÆRT KVÖLD                                    Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 27. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn 1984. Foreldrar höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á aspassúpu í forrétt, kjúklingabringu ásamt öllu tilheyrandi í aðalrétt og síðan var súkkulaðiterta og ís í eftirrétt. Alexander Ragnarsson, úr röðum foreldra, var veislustjóri og stýrði dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.

SÖGUR FRÁ 4. LE

ÆVINTÝRIÐ - HILDIGUNNUR EIR KRISTJÁSDÓTTIR Einu sinni var Rauðhetta að ganga í skóginum. Hún hitti Mjallhvíti, hún var að borða epli. Rauðhetta sagði: ,,Máttu borða epli?” Þá sagði Mjallhvít: ,Já drottningin lagði álög á mig og ég má borða epli”. Rauðhetta hélt áfram og hitti brnina þrjá og hún sagði,: ,,Má ég kíkja í kaffi’?” Þeir sögðu: ,,Já og hún fékk sér 100 kexkökur þar til hún dó.” ÞRÍR KRAKKAR - EMBLA SÓL SVERRISDÓTTIR Einu sinni voru þrír krakkar, Jói, Sigga og Pétur. Þau elskuðu að fara í skólann og fóru alltaf saman. Jói var mest dramatískur en var rosa skemmtilegur. Pétur var alltaf glaður og var til í allt. Sigga elskaði að vera úti og var alltaf fremst í röðinni þegar það voru frímínútur í skólanum. Einu sinni voru þau öll að labba í skólann og týndu Jóa. Þau kölluðu og kölluðu rosa hátt en sáu hann aldrei framar. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

UN GF RÚ

ÍSL AN D1 99 7

12

STUTTAR SPURNINGAR GÆLUNAFN? Þegar ég var lítil þá var ég stundum kölluð Dugga. MENNTUN? Innanhússhönnuður og bókari. ERTU Í SAMBÚÐ? Ég hef verið gift í 15 ár og á 3 stráka.

MESTU VONBRIGÐI SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Þegar ég fékk ekki inngöngu í arkitektaháskólann í Osló í Noregi. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Allir myndlistar- og hönnunaráfangar.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

HVAÐ EINUM HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Labello varasalva. LÍFSMOTTÓ? Komdu fram við náungann eins og þú vilt að náunginn komi fram við þig.


NJÖRÐUR

13

H A R PA L I N D H A R Ð A R D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Harpa Lind Harðardóttir er fædd og uppalin í Njarðvík, hún gekk alla sína skólagöngu í Njarðvíkurskóla og er því sannkölluð Njarðvíkurmær. Harpa Lind kemur úr stórum systkinahópi átta í heildina, sjö systur og einn bróðir. Hún var kjörin ungfrú Fjörheimar þegar hún var í 10. bekk og átti seinna eftir að verða ungfrú Suðurnes og ungfrú Ísland árið 1997. Harpa Lind er gift knattspyrnukappanum Stefáni Gíslasyni og eiga þau þrjá stráka. Eftir að hafa búið erlendis í um 15 ár í mismunandi löndum reka þau í dag verslunina Willamia á Garðatorgi í Garðabæ og eru búsett í Garðabæ. HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í SKÓLA? Allir myndlistaráfangar því þá fékk ég útrás fyrir sköpunargleðina.

útlanda á sýningar og kaupi inn nýjar og spennandi vörur sem ég flyt inn og sel í búðinni minni þar sem ég þjónusta bæði einstaklinga og fyrirtæki.

HVAÐA ÁR ER MINNISTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA Þegar ég var í 10. bekk, ofurspennt að ÞÍNA? byrja í framhaldsskóla og kennararnir Það besta við vinnuna mína er að lögðu ofurkapp á að undirbúa okkur ég get starfað við það sem ég hef fyrir spennandi tíma framundan. brennandi áhuga á og allt fólkið sem ég kynnist í leiðinni EF ÞÚ MÆTTIR LÝSA NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA? HVAÐ ER SKEMMTILEGASTA Grænn, góður og skemmtilegur ATVIK SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ Á staður að vera á. LÍFSLEIÐINNI? Þegar ég hitti Helga Björns í Njálsbúð HVAÐ VARSTU GÖMUL og hann smyglaði mér inn bakdyraÞEGAR ÞÚ TÓKST ÞÁTT Í megin á eigið gigg. FEGURÐARSAMKEPPNI? Ég var 16 ára þegar ég tók þátt í HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG ungfrú Fjörheimum og 20 ára þegar ÁFRAM Í LÍFINU? ég tók þátt í Ungfrú Suðurnes, Ungfrú Ég vil vera góð fyrirmynd strákanna Ísland og Ungfrú Evrópu. minna og standa mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur. Maður uppsker HVENÆR OG HVERNIG ÁTTAÐIR ÞÚ eins og maður sáir. Það er gott ÞIG Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ VILDIR VERÐA? veganesti út í lífið að vera sáttur í Ég hef teiknað frá því ég man eigin skinni og hafa sjálfstraust til eftir mér og var alltaf að hanna að takast á við öll verkefni sem lífið og búa til eitthvað nýtt. Hönnun leggur fyrir mann. og teikning/málun hefur verið fyrirferðarmikil í mínu lífi. Þegar ég var fimm ára þá fékk ég búðarkassa í afmælisgjöf, þá langaði mig svakalega mikið til að vera búðarkona. Það má segja að ég hafi náð því markmiði mínu.

EF ÞÚ VÆRIR FÖST Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Bát og tvær árar, ég er alltof mikil félagsvera til að nenna að hanga ein á eyðieyju :) HVAÐ ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Eftir margra ára búsetu erlendis þá er íslenska lambakjötið alltaf efst á blaði hjá mér. HVAÐA OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Ég væri til í að hafa ofurminni. Þá gæti ég lesið fræðibækur og munað allt sem ég les.

Í HVERJU FELST STARFIÐ ÞITT Í DAG? Ég á verslun sem heitir Willamia í Garðabæ og í mínu starfi fer ég til Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

14

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     ÞÚ ERT Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI VILTU TAKA MEÐ ÞÉR

M

S E

agni Þór Magnússon - 1.ELJ. Kút, myndavél og síma.

teinnunn Grétarsdóttir - 2.GLE. Bát, vatn og árar.

va Lind Magnúsdóttir- 3.JGS. Mat, vatn og bát.

SÖGUR FRÁ 3. KB

H

P E

afdís Inga Sveinsdóttir - 1.KI. Ipad, síma og myndavél.

aulina Cybulska Mat, föt og dót.

- 3.KB.

va Júlía Ólafsdóttir – 5.ÁÁ. Vatn, föt og síma.

DÝRASAGA - DANIELIUS ANDRIJAUSKAS Ég á hund sem heitir CoCo og hann er French Buldog. Hann er tveggja ára, brúnn og hvítur á bringunni. Hann geltir mikið og hoppar upp á mann. Hann er skemmtilegur og elskar hundanammi. DÝR - EYJA DÍS LEO JÓHANNSDÓTTIR Vinkona mín á þrjá páfagauka sem eru hvítir, svartir og bláir. Svo á hún kanínu sem er geðveikt mjúk og fallega hvít. Og seinasta dýrið hennar er hundur sem er svartur og heitir Píla. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

V

?

ikar Logi Sigurjónsson - 2.HF. Mat, bát og árar.

K Ó

amilé Bagdanaviciuté - 3.KB. Mat, föt og síma.

lafía Sigríður Árnadóttir 5.ÁÁ Vatn, mat og síma.

KISAN MÍN - ALMAR ELÍ BJÖRGVINSSON Einu sinni átti ég tvær kisur sem hétu Óliver og Moli. Einu sinni datt Óliver niður stigann og pabbi fór með hann til dýralæknisins. Læknirinn sagði að það væri allt í lagi með hann en að hann ætti átta líf eftir. Ég held að Moli hafi ýtt honum niður stigann vegna þess að þeir voru ekki góðir vinir. HUNDUR TIL TUNGLSINS - ÁSTRÓS L. HAUKSDÓTTIR Einu sinni var hundur sem fór til tunglsins og það var gaman þar. Hann hoppaði og skoppaði þar til að hann sá sólina og þá varð honum svo heitt að hann dó.


NJÖRÐUR

15

VINALIÐAR     FJÖLBREYTT ÚRVAL LEIKJA Í FRÍMÍNÚTUM                                    Njarðvíkurskóli tók upp svokallað Vinaliðaverkefni vorið 2015. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá ákveðnir nemendur í 3. til 6. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið framkvæmt í mörg hundruð grunnskólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að taka það upp en Njarðvíkurskóli er eini skólinn í Reykjanesbæ sem tekur þátt í verkefninu. Verkefnastjórar eru Jóhanna Karlsdóttir og Sigrún Hanna Sveinsdóttir.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


16

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

17

Þ Ó R D Í S B J Ö R G I N G Ó L F S D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Þórdís Björg Ingólfsdóttir er fædd og uppalin Njarðvíkingur sem gekk í Njarðvíkurskóla sem barn og hefur starfað sem kennari við skólann síðustu tíu ár. Njarðvíkurskóli hefur því spilað stórt hlutverk í hennar llífi. Þórdís eða Dódý eins og hún er kölluð er gift Frey Sverrissyni knattspyrnuþjálfara og eiga þau þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu. HVAÐ VARSTU GÖMUL ÞEGAR ÞÚ VISSIR AÐ ÞÚ VILDIR VERÐA KENNARI? Þegar ég var 25 ára fór ég að hugsa um hvað ég vildi verða þegar ég yrði ,,stór” og þá fann ég að áhugi minn var að fara í kennaranám, en ég fór ekki í háskóla fyrr en 32 ára gömul. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ KENNA? Það besta við að kenna er þegar nemendur ná námsefninu sem verið er að kenna og sýna áhuga. HVAÐA FAG FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST AÐ KENNA? Mér finnst skemmtilegast að kenna stærðfræði. HVAÐ ERTU BÚIN AÐ KENNA Í MÖRG ÁR? Ég er búin að kenna í 10 ár.

HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í SKÓLA? Eðlis- og efnafræði voru skemmtilegustu fögin, en kennslustofan var niðri í íþróttahúsinu, þar sem kaffistofa starfsmanna er. Eins fannst mér kristinfræði mjög skemmtileg, en mér hefur alltaf þótt gaman að fræðast um trú, ekki bara kristna heldur alla trúarflokka. EF ÞÚ MYNDIR ÚTSKÝRA NJARÐVÍKURSKÓLA Í EINU ORÐI HVAÐA ORÐ MYNDI ÞAÐ VERA? Awesome. HVER ER BESTI VINUR/VINKONA? Maðurinn minn Freyr er minn besti vinur. Ég á þó margar mjög góðar vinkonur og vini, t.d. nokkra

í Njarðvíkurskóla. Heiða litla systir mín er mjög góð vinkona mín, einnig Heiða H. æskuvinkona mín, börnin mín eru líka ein af mínum bestu vinum. Það er svo afskaplega dýrmætt að eiga góða vini. HVER ER UPPÁHALDS SÖNGVARNN ÞINN Ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist en Bob Marley og Tína Turner hafa verið í uppáhaldi lengi. UPPÁHALDS MATUR? Kalkúnninn sem tengdamamma eldar á áramótunum er besti matur sem ég fæ.

BESTA MINNINGIN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég á margar góðar minningar úr Njarðvíkurskóla. Tengjast þær oft sértökum viðburðum eins og skólaferðalögum og íþróttakeppnum en einnig daglegum samskiptum við bekkjarfélaga. HVAÐ FINNST ÞÉR UM AÐ SYSTKINI ÞÍN OG BÖRNIN ÞÍN HAFI VERIÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Tveir elstu bræður mínir voru byrjaðir í framhaldsskóla þegar ég byrjaði í skóla og þriðji bróðir minn var í 6. bekk, þannig að ég pældi aldrei í því að þeir hafi verið í sama skóla og ég. Ég passaði upp á litlu systur mína og fannst æðislegt að hafa hana í sama skóla og ég. Gleðin var reyndar ekki alveg eins mikil á unglingsaldri. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


18

NJÖRÐUR

VIÐBURÐIR Á SKÓLAÁRINU     SKÓLAÁRIÐ 2016 - 2017                                    DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í sjötta sinn 16. september. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gagni hennar og gæðum. Nemendur í Njarðvíkurskóla unnu ýmis skemmtileg verkefni í tengslum við daginn.

SETNING LJÓSANÆTUR

Að venju fóru nemendur Njarðvíkurskóla á setningu Ljósanætur sem fór fram við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 1. september. Grunnskólabörn bæjarins ásamt elstu börnum leikskólanna, alls um 2.000 börn settu Ljósanæturhátíðina. Veðrið lék við bæjarbúa, börn léku með risabolta sem vöktu lukku og stór Ljósanæturfáni var dreginn að húni á hátíðarfánastönginni í skrúðgarðinum af fulltrúum allra grunnskólanna sex í bænum.

JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGSINS

Jólaföndur foreldrafélagsins var haldið á sal skólans í lok nóvember. Fullt var út úr dyrum af foreldrum og börnum sem mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.

BLEIKI DAGURINN

Október er mánuður Bleiku s l a u f u n n a r, á r ve k n i s - o g Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbmeini. Nemendur voru hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október. Með því sýndi Njarðvíkurskóli samstöðu í baráttunni.

LUNDAPYSJA Í HEIMSÓKN

Í september fengu nemendur í Njarðvíkurskóla skemmtilegan gest. Hermann Nökkvi í 9. ÞRH veiddi lundapysju í Vestmannaeyjum og kom með hana í heimsókn til að sýna nemendum. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

RAFRÆN SAMRÆMD PRÓF

Á skólaárinu tóku nemendur í 4., 7., 9. og 10. bekk í fyrsti skipti rafræn samræmd próf. Framkvæmd þeirra tókst mjög vel.


NJÖRÐUR

19

BEBRAS ÁSKORUNIN

HREKKJAVÖKUTEITI

Hrekkjavökuteiti var haldið í stofu 305 með pomp og prakt í október. Nemendur voru búnir að skreyta rýmið, baka vöfflur, hella upp á kaffi og laga djús, undir stjórn og handleiðslu Huldu Maríu Þorbjörnsdóttur stuðningsfulltrúa, áður en þeir buðu kennurum og stjórnendum í heimsókn til að njóta gleðinnar.

132 nemendur í 7.-10. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í alþjóðlegu Bebras áskoruninni. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst að leyfa nemendum á aldrinum 10-18 ára að leysa krefjandi en jafnframt skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritun.

VINÁTTUDAGUR

Nemendur í 8. og 9. bekk fengu góðan gest þegar Páll Valur Björnsson ræddi við þau um mannréttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nemendur tóku vel á móti Páli sem er fyrrverandi kennari í Njarðvíkurskóla og fyrrverandi þingmaður. En á þingsetu sinni vann hann mikið að málum tengdum mannréttindum barna.

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

BÓKARGJÖF

Nói Gunnarsson sonur listakonunar Línu Rutar Wilberg kom færandi hendi og gaf Njarðvíkurskóla bókina Þegar næsta sól kemur. Bókina tileinkar Lína syni sínum, Nóa sem er nemandi í Njarðvíkurskóla. Hugmyndin af bókinni kviknaði út frá setningu Nóa sem hann notaði reglulega sem lítill drengur: ,,Þegar næsta sól kemur.“ En það þýddi á morgun!

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu frumsamdar smásögur, sýndu frumsamið leikrit og stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. bekk.

VEGLEGUR STYRKUR

Njarðvíkurskóli fékk í desember 300.000 kr. styrk frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fyrir skynörvunarherbergi. Frábær styrkur sem á eftir að nýtast við kaup á tækjum og búnaði inn í Skynheima, en það er nýtt skynörvunarherbergi í Ösp, sem er sérdeild við Njarðvíkurskóla.

EIÐURINN Í STAPA

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri, undirrituðu í lok október styrktarsamning sem ætlað var að mæta kostnaði við sýningar og kynningu á tilurð kvikmyndarinnar Eiðurinn fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla um land allt. Í desember var nemendum í Njarðvíkurskóla og öðrum nemendum á Suðurnesjum boðið í Stapa til að horfa á kvikmyndina, hlusta á og spjalla við Baltasar Kormák í framhaldi um efni myndarinnar í forvarnarskyni gegn vímuefnaneyslu ungs fólks – frábært framtak fyrir grunnskólanemendur á Íslandi.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


20

NJÖRÐUR

STÆRÐFRÆÐIDAGURINN

Dagur stærðfræðinnar var haldinn í Njarðvíkurskóla í febrúar. Í tilefni af deginum var keppni milli nemenda. Sigurvegarar voru: Magni Þór Magnússon 1. ELJ, Heiðdís Birta Davíðsdóttir 4.LE, Herdís Björk Björnsdóttir Debes 6.ÁB og Berglind Rún Þorsteinsdóttir 9.ÞRH.

JÓLAHURÐIR

Fjölmargar hurðir í Njarðvíkurskóla fengu nýtt útlit á aðventunni en þær voru skreyttar af nemendur, starfsmönnum og foreldrum með litríkum og fjölbreyttum hætti.

MÆTTU MEÐ KRABBA

Kristín Arna Gunnarsdóttir í 4.JGS mætti með tvo krabba til að sýna nemendum skólans. Kristín Arna ásamt Ásdísi Elvu Jónsdóttur í 4.LE fóru inn í flesta bekki og fengu nemendur að koma við þá. Þetta vakti mikla lukku.

PÁSKABINGÓ

Árlegt páskabingó var haldið í apríl, fjöldi fólks mætti þar sem hart var barist um vinningana.

SIGGA OG SKESSAN

1.-3. bekkur horfðu á leiksýninguna Sigga og skessan á sal Njarðvíkurskóla.

GJÖF FRÁ FORELDRAFÉLAGINU

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi og gaf skólanum úrval af skemmtilegum spilum sem eiga eftir að nýtast nemendum vel í leik og starfi. Starfsfólk skólans þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir frábæra gjöf.

KÁRI SIGRAÐI

Nemendur í 3. bekk í grunnskólum á Íslandi tóku þátt í eldvarnargetraun hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna í eldvarnarvikunni sem var 18.-23. nóvember 2016. Dregið var úr réttum svörum á landsvísu og var Kári Siguringason nemandi í 3. KB einn af þeim sem var dreginn út. Ólafur fulltrúi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna kom í skólann og afhenti Kára viðurkenningarskjal og vegleg verðlaun fyrir þátttökuna.

ÍÞRÓTTADAGUR

Mikið fjör var í Njarðvíkurskóla á íþróttadegi skólans sem haldinn var í apríl. Á deginum skemmtu nemendur og starfsmenn sér konunglega í ýmsum þrautum.

LÝÐRÆÐISFUNDIR

Í mars sátu fulltrúar úr í 5.-10. bekk lýðræðisfundi með fulltrúum frá Skólamat þar sem nemendur         gátu sagt sýna skoðun á Skólamat Hvernig á að koma fjórum og komið með hugmyndir um fílum fyrir í Toyota bíl? betrumbætur. Patrycja Turowska Svar á bls. 50

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

GÁTA


NJÖRÐUR

21

Yngsti þingmaður sögunnar

BJARNI HALLDÓR JANUSSON

Bjarni Halldór Janusson, fyrrum nemandi í Njarðvíkurskóla og varaþingmaður Viðreisnar, tók í apríl sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995, 21 árs og 141 dags gamall þegar hann varð yngsti þingmaður sögunnar. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kom inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Bjarni Halldór stundaði sem fyrr segir sitt grunnskólanám í Njarðvíkskóla, í framhaldi var hann stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Í viðtali við Fréttablaðið í apríl sagði Bjarni Halldór að það hafi verið markmiðið hjá sér síðan í 10. bekk að komast á þing. Í 10. bekk fór hann með skólanum í starfskynningu í þingið og segist vera búinn að segja síðan þá að hann ætli á þing og búinn að segja að hann ætli að verða yngsti þingmaðurinn. Foreldrar Bjarna eru Heiða Björg Gústafsdóttir og Janus Bjarnason.

HVERNIG VAR LÍFIÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Það var bara fjör. Margir af þeim góðu kennurum sem kenndu mér, þeir kenna þarna enn. Ég held annars að það hafi bara verið svipað þá og nú. Maður var ungur og áhyggjulaus, sem maður öfundar smá á þeim aldri sem maður er á núna. Mín ráð væru líklegast þau að nemendurnir ættu að njóta þess á meðan þeir geta. Fullorðinstímsbilið getur komið síðar. HVAÐAN KEMUR ÞESSI ÁHUGI Á STJÓRNMÁLUM? Hann kom fyrst af sjálfu sér, svona léttur áhugi alla vega. Þegar ég fór svo í heimsókn til þingsins með bekknum - og síðar sjálfur í starfskynningu - þá varð áhuginn bara enn meiri. HVAR MYNDIR ÞÚ STAÐSETJA ÞIG Á HINU PÓLITÍSKA LITRÓFI? Ég á erfitt með þær staðsetningar, bæði þegar ég reyni að staðsetja mig eða aðra, þar sem skilgreining lit-

rófsins er svo flókin og mismunandi eftir svo mörgu. Hvað sjálfan mig varðar er ég hófsemismanneskja, sem þýðir að ég taki nú öllu með fyrirvara og færist ekki öfganna á milli í skoðunum, eða það tel ég alla vega. HVER ER PÓLITÍSK FYRIRMYND ÞÍN? Ég hef alltaf viljað fara mínar eigin leiðir í stjórnmálum. Þess vegna er enginn sérstakur hér sem mér dettur í hug. HVER ERU ÞÍN HELSTU ÁHERSLUMÁL Í PÓLITÍKINNI? Ég vil nýta mína krafta og minn tíma til að vekja athygli á almennum málum sem varða kannski fyrst og fremst ungt fólk. Þar á helst við almenn réttindamál, skólamál, húsnæðismál og geðheilbrigðismál.

HVORT MYNDIRÐU VILJA VERA FORSETI EÐA FORSÆTISRÁÐHERRA? Forsætisráðherra ef ég vil auka líkurnar á því að koma málum í gegn. Sá ráðherra hefur sína ríkisstjórn og svo stjórnarmeirihluta á þingi, svo hann hefur mikið um framgang ríkisstjórnarmála að segja. Það er þó umdeildara, þar sem sá meirihluti hefur mest um fjárveitingar að segja. Forseti væri frekar eitthvað sem maður tæki að sér að stjórnmálaferli loknum. HVAÐA RÁÐ HEFUR ÞÚ FYRIR UNGT FÓLK SEM HEFUR ÁHUGA Á STJÓRNMÁLUM? Að fylgja sínum draumi eftir. Ef viljinn er til staðar, ef áhuginn er til staðar, þá enda þau þar sem þau ætla sér. Að fylgja líka sinni eigin sannfæringu og hugmyndum eftir. Ég hef alltaf sagt það betra að skipta um stað eða flokka eftir hugmyndafræði og sannfæringu, fremur en að skipta um hugmyndafræði og sannfæringu eftir staðsetningu eða flokkum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


22

NJÖRÐUR

ALDUR ? 19 ára.

STUTTAR SPURNINGAR

HVERSU STÓR ERTU? 198 cm. HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Íþróttir. DRAKE EÐA KANYE WEST? Drake vegna þess að einn herbergisfélaginn minn var að gera lag með Drake. HORFIR ÞÚ Á EUROVISION? Nei. HVAÐ ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Nautasteik.

UPPÁHALDS BÓKIN ÞÍN? Tár bros og takkaskor eftir S k ó l aÞorgrím b l a ð NÞráinsson. jarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

23

K R I S T I N N PÁ L S S O N    VIÐTAL                                   Kristinn Pálsson er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur, sem þykir einn af efnilegri körfuboltamönnum Íslands í dag. Síðustu fjögur ár hefur hann búið erlendis þar sem hann hefur spilað körfubolta samhliða námi, fyrst með Stella Azzurra í Róm á Ítalíu og síðustu tvö ár með Marist háskólanum í New York fylki í Bandaríkjum. HVERNIG ER DAGUR NJARÐVÍKINGSINS Í USA? Ég vakna, mæti i tíma frá kl. 9:3012:00, fer svo á æfingu frá 12:30 til 15:00 eða 15:30. Stundum er aftur tími eftir æfingu en ef ekki þá fer ég bara heim og fer kannski i tölvuna. Á kvöldin fer ég aftur uppí íþróttahús að skjóta. À HVAÐA ALDRI BYRJAÐIR ÞÚ Í KÖRFU? Ég byrjaði sirka 5 eða 6 ára. FYRIR UTAN KÖRFUBOLTA, FYLGIST ÞÚ MEÐ ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM? Fylgist mikið með fótbolta en annars hef ég ekki mikinn áhuga á öðrum íþróttum. SÆTASTI SIGURINN? Þeir eru tveir, Ísland - Grikkland í U20 í fyrra. Það var mjög sætt að vinna sæti i A riðli. Og svo sigurinn með Stella Azzurra á Pistoia í U20 í úrslitaleiknum um ítalska titilinn.

VILTU SEGJA STUT TLEGA FRÁ KÖRFUBOLTAFERLINUM ÞÍNUM? Ég var í Njarðvík í yngri flokkum. Eftir 10. bekk ákvað ég að flytja til Ítalíu spila körfubolta í Róm í tvö ár, þar kláraði ég amerískan high school. Í framhaldi fékk ég boð um skólastyrk fra nokkrum skólum í USA þar sem ég ákvað að velja Marist háskólann eftir að hafa skoðað alla skólana. Ég hef núna verið í Marist í tvö ár. EF ÞÚ MÆTTIR LÝ S A NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA: Frábært starfsfólk, nemendur og geðveikar minningar. EFTIRMINNILEGASTI NEMANDINN Á SKÓLAGÖNGU ÞINNI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ef ég þarf að velja eina manneskju myndi það líklega vera Ragnar Helgi Friðriksson, mikill meistari sem þessi maður er haha.

B E S TA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Það er erfitt að velja eina minningu úr grunnskóla. Það eru svo margar sem hægt er að velja úr. ER EINHVER ÍSLENSKUR LEIKMAÐUR SEM ÞÉR FINNST SÉRSTAKLEGA MINNISSTÆÐUR? Auðvitað Jón Arnór Stefánsson. Mjög líklega besti íslenski leikmaður allra tima. H R E S S A S T I S TA R F S M A Ð U R NJARÐVÍKURSKÓLA? Auðvitað þær Gauja og Berglind. LÍFSMOTTÓ? Þó að eitthvað sé erfitt eða eitthvað er ekki að ganga vel, þá þarf maður að rífa sig í gang og pick-a sig upp og halda hausnum uppi. VITLU BÆTA EINHVERJU VIÐ Í LOKIN? Þakka bara fyrir mig og bið að heilsa Njarðvíkurskóla.

LITADAGAR PBS

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

24

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVER ER FYRIRMYNDIN ÞÍN

K

ristgerður Stefánsdótir - 6.ÁB. Björk Gunnarsdóttir.

Ó E

ðinn S. Ögmundsson - 8.ÞBI.. Neymar jr.

lvar A. Guðjónsson - 9.HH. Donald Trump.

K

arlotta Í. EysteinsdÓttir – 7.KH. Systir mín.

R

agnheiður Ýr Þórisdóttir 6.ÁB. Systir mín.

A S

?

ron

Te i t s s o n

Lionel Messi.

8 . Þ B I .

æþór Berg Ásgeirsson – 10.AB. Ég á enga fyrirmynd.

A

rnar F. Gunnlaugsson – 10.EÁJ. Litle Wayne.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

K

ristófer Mikael Hearn 7. HG. Körfuboltastjarnan Isaiah Thomas.

G A K

unnar G. Sigurjónsson – 9.HH. Mamma.

lmar Óli Ágústsson – 10.EÁJ. Kobe Bryant.

ristján Daði Arnarsson– 9.HH. Keven Durant, körfuboltastjarna.


NJÖRÐUR

25

ÖSKUDAGUR Í NJARÐVÍKURSKÓLA

Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 1. mars 2017. Yngra stigið (1.-5. bekkur) fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið (6.-10. bekkur) tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans. Nemendur í 10. bekk settu upp draugahús sem allir nemendur gátu farið í gegnum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


STUTTAR SPURNINGAR

26

NJÖRÐUR

ALDUR 36 ára, fæddur árið 1980. BÖRN Þrjú börn, Hólmfríður Eyja (8 ára), Rósa Kristín (5 ára) og Ólafur Björn (1 árs). LÍFSMOTTÓ? Það er flókið að lifa einföldu lífi!. HVENÆR ÚTSKRIFAÐIST ÞÚ ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? 1995 minnir mig :) HVER ER BESTI VINUR ÞINN? Besti vinur minn heitir Hilma Hólmfríður, ég er svo heppinn að hún er líka konan mín.

JÓN BJÖRN ÓLAFSSON     VIÐTAL                                    Jón Björn Ólafsson er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur, með BA próf í íslensku frá HÍ, með fjölmiðlafræði sem aukafag, og starfar nú hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann er fyrrum eigandi og ritstjóri körfuboltavefsins www.karfan.is og starfaði áður sem forstöðumaður íþróttadeildar hjá Víkurfréttum. Jón Björn er giftur Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur og saman eiga þau tvær dætur og einn son. HVERNIG LÍST ÞÉR Á NJARÐVÍKURLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA Í DAG? Vissulega voru það vonbrigði að ná ekki inn í úrslitakeppnina en mér líst stórvel á liðið okkar. Efniviðurinn er til staðar hjá bæði karla- og kvennaliðinu okkar og því alls engin ástæða til þess að örvænta. Persónulega elska ég þegar bíta þarf í skjaldarrendur og taka hressilega á því, það verkefni bíður liðanna okkar og þar sem ég fór nýverið í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar er ég ekki undanskilinn. Allar hendur upp á dekk! HVAÐ STARFAR ÞÚ VIÐ Í DAG? Ég er íþrótta- og þjónustustjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra og hef sinnt þessu starfi frá árinu 2008. Þá sé ég einnig um rekstur á vefsíðunni karfan.is sem ég Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

stofnaði ásamt þeim Ingva Steini Jóhannssyni, Davíð Inga Jóhannssyni og Hirti Guðbjartssyni. Jú þið lásuð rétt... karfan.is var stofnuð í hjarta Njarðvíkur, nánar tiltekið á Hafnarbraut fyrir aftan Þórustíg í þáverandi húsnæði lyfta.is. HVAÐ ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Grilluð nautalund með bakaðri kartöflu og bernaisesósunni hennar Hilmu. MEÐ HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ Í ENSKA BOLTANUM? Eins og allt annað sómafólk held ég með Liverpool. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA ÞÍNA? Að velkjast um í íþróttum daginn út og daginn inn. Vinnan mín hjá Íþróttasambandi fatlaðra og störf mín fyrir karfan.is hafa einnig gert mér kleift að ferðast um nánast allan heiminn, kynnast fólki og nýjum og jafnvel framandi menningarheimum. Ég fór t.d. með hóp frá Íslandi á vetrarólympíumót fatlaðra í Sochi í Rússlandi árið 2014. Það var magnaður tími, deilan um Krímskaga stóð sem hæst, fyrirmenni allstaðar að úr heiminum afboðuðu komu sína á leikana í mótmælaskyni við framgöngu Pútín gagnvart Úkraínu. Ég var gerður út


NJÖRÐUR

frá Íslandi með gervihnattasíma til þess að geta verið í öruggu sambandi við umheiminn ef stríð skyldi brjótast út. Blessunarlega þurfti ég ekkert að nota þennan gervihnattasíma og mótið heppnaðist vel hjá Rússunum. Ég fór nokkrum sinnum á snjóbretti niður keppnisbrekkurnar, það tók sinn tíma en var mögnuð upplifun. BESTA ÍÞRÓTT? Þó ég sé einn af stofnendum karfan.is er þetta erfið spurning fyrir íþróttafíkla! Körfubolti skorar samt hæst hjá mér, annars hef ég ekki enn fundið íþrótt sem ég hef ekki unun af. Nú um daginn var ég viðstaddur Íslandsmótið hjá Íþróttasambandi fatlaðra í lyftingum þar sem féllu hátt í fimm Íslandsmet, verð alveg hrikalega peppaður við að fylgjast með fólki hækka viðmiðið, ögra sjálfum sér og öðrum og ná árangri. EF ÞÚ VÆRIR FASTUR Á EYÐIEYJU HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR: Útvarp, veiðistöng og svo ferðatösku sem myndi rúma hin fjögur í fjölskyldunni minni :)

27

HVERNIG LÆRÐIR ÞÚ FYRIR MIKILVÆG PRÓF? Því miður lagði ég ekki nægilega hart að mér á bókina í grunnskóla, þegar leið að prófum tók ég tarnir á meðan maður hefði betur unnið jafnt og vel yfir allt námsárið. Þar af leiðandi var maður í svona magnupptöku upplýsinga á skömmum tíma og þá er fyrirséð að ekki allt fari í minnið. Eftir grunnskóla tók ég þetta aðeins betri tökum og þá fannst mér gott að læra á bókasöfnum í ró og næði og aldrei með tónlist, fannst það truflandi. HVER VAR UPPÁHALDS STAÐURINN ÞINN Í NJARÐVÍK ÞEGAR ÞÚ VARST BARN? Stapatún, vera þar í fótbolta og að stökkva á hjólinu í hólunum sem og nokkrir vel valdir körfuboltavellir eins og á Holtsgötu 19 hjá Begga og Jóa Ólafs. Þá voru nokkrar orrustur háðar heima hjá Jóni Óskari á Borgarveginum, sá völlur var fyrir okkur í bakvarðahæðinni einskonar Rucker Park. Eins var líka gott að setjast á ofninn í Valgeirsbakarí og naga franskbrauð eða kanilstykki, með ólíkindum hvað gömlu hjónin nenntu okkur krökkunum alltaf hangandi þarna inni.

BESTA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Um miðja vegu á skólagöngu minni í Njarðvíkurskóla var Guðjón gerður að umsjónarkennara bekkjar míns. Hann slétti vel úr krumpunum mínum, fastur fyrir en sanngjarn og einn af þeim betri sem ég hef kynnst. Mér þykir afskaplega vænt um að hafa kynnst honum og enn þann dag í dag þegar leiðir okkar liggja saman er kært á milli okkar, þó ég hafi nú örugglega ekki verið sá auðveldasti. Við ræðum það lítið þegar við hittumst, höfum ekki tíma til að ræða neitt annað en veiði sem er í vændum yfir sumarmánuðina :)

HVAÐ FANNST ÞÉR SKEMMTILEGASTA FAG Í SKÓLA? Leikfimi, pjúra tíur allan ferilinn! Ég hafði líka gaman af íslensku sem ég kláraði síðar í Háskóla Íslands.

HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG ÁFRAM Í LÍFINU? Að vita að það er alltaf hægt að gera betur en um leið vera ánægður með það sem maður er að gera. Ganga í hlutina með uppbrettar ermar og bros á vör. Ég veit ekki hvort hægt sé að kalla þetta lífsspeki en þetta gerir hlutina skemmtilegri.

EF ÞÚ MÆTTIR LÝSA NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA: Metnaðarfullur skóli með öflug starfsfólk og árangur eftir því.

HVAÐA HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Ég keyri Reykjanesbrautina alla daga, ég gæti sennilega ekki lifað án útvarpsins þar sem ég er alveg skelfilegur í að setja saman play-lista eða þefa uppi einhver pod-köst eða efni sem liggur í net-sörpum. HRESSASTI STARFSMAÐUR Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Mig langar til að segja Einar Árni Jóhannsson fyrir hönd núverandi starfsmanna en hann dansar ekki og það er ekki hægt að vera hressastur ef maður dansar ekki. Steindór fær því þennan heiður enda annálaður dansari, hressmenni og gullmerkishafi Sundsambands Íslands takk fyrir túkall. En í „den“ þegar ég var í skólanum þá var Kristbjörn Albertsson fjandi hress, hárbeittur húmor og sumar pílurnar frá honum hef ég bara verið að fatta nú nýverið. Gauja var líka bezt og það er ekki hægt að loka þessu nema að minnast á pilluðu rækjurnar hans Bróa, hann var svo hress að hann rak líka líkamsræktarstöð!

HVAÐ ER VANDRÆÐALEGASTA ATVIKIÐ/MÓMENTIÐ Á ÞÍNUM FERLI SEM SPYRILL? Þegar ég var að vinna sem spyrill fyrir karfan.is og Sverrir Þór Sverrisson að þjálfa kvennalið Njarðvíkur þá spurði ég hvort liðið hans væri ekki með risa pung! (Það var eftir einhvern góðan sigur hjá kvennaliði UMFN). Við Sverrir skemmtum okkur vel yfir því.

FYRIR UTAN KÖRFUBOLTA, FYLGIST ÞÚ MEÐ ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM? Öllum! HVER ER FYRSTA MINNINGIN ÞÍN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Að standa í röð fyrir framan útidyrahurðina fyrir yngstu bekkina, í öllum veðrum, og bíða eftir að vera hleypt inn. Þennan sið á að taka upp á nýjan leik, herða aðeins á ungviðinu :)

GÁTA

Það var einu sinni kúreki sem átti hest. Hann ætlaði að fara á annan bæ á föstudegi, hann var þrjá daga á leiðinni en kemur aftur heim á föstudegi. Hvernig er það hægt? Lilja Rún Gunnarsdóttir - 5.ÁÁ

Svar á bls. 50

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


28

NJÖRÐUR

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVER ERU ÞÍN HELSTU ÁHUGAMÁL

ristinn Einar Ingvason - 2.HF. Leika við vini mína og fara út að hjóla.

K

K

H

G

afdís E. Vésteinsdóttir – 1.KI. Fara í sund með vinum.

ristjana Á Lárusdóttir2.GLE. Að hjóla og lita.

uðrún María Geirdal – 1.ELJ. Teikna og leika við vini

mína.

SÖGUR FRÁ 3. KB    MÅNS - RAGNA TALÍA MAGNÚSDÓTTIR Ég á hund sem heitir Måns og er Cavalier. Hann er fimm ára og geltir mikið á póstinn. Hann er brúnn og hvítur á litinn. Hann vill bara sofa upp í rúmi hjá okkur systrunum. Måns stelst stundum út um gluggann og fer heim til nágrannanna. TÍNÓ - TANJA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Tínó er hvítur og brúnn hundur sem við áttum. Hann var uppáhalds dýrið mitt. Hann er að verða fjögurra ára og hann er sætur og góður. Við fjölskyldan vorum að flytja til Spánar og mömmu langaði ekki að taka Tínó með. Mig langaði til að fara með hann með okkur en við þurftum að selja hann. BANGSI - TÓMAS ÖRN EINARSSON Þetta er fótboltabangsinn minn sem ég er búinn að eiga síðan ég var tveggja ára. Hann er brúnn á litinn og hann er í landsliðsbúningi Ástralíu. Hann spilar með Ástralíu í fótbolta. Hann er mjög góður fótboltabangsi. DÝRIN MÍN - OSKAR PATRYK SZACON Ég á kisu sem er þrettán ára. Hún heitir Kitsí. Ég á líka hamstur sem heitir Froggy. Kitsí reynir alltaf að ná Froggy en við fjölskyldan tökum hana þá og setjum hana inn í herbergi. Hún er ánægð vegna þess að hún er með kósí í herberginu.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

?

A

óra Vigdís Gustavsdóttir – 2.GLE. Að hjóla, vera í iPad og tölvu.

Þ

rnar Freyr Bjarkason – 2.HF. Fara í bíó og vera í tölvu.

S

A

norri Ingibergsson – 1.ELJ. lexandra Ó. Jakobsdóttir Vera með vinum, fara í – 1.KI. Fimleikar, dans og ferðalög og hjóla. ballet.

KEIKÓ - ASKUR VIKTOR GARRI GUÐNASON Einu sinni var hvalur sem hét Keikó. Hann var mjög stór og flottur. Hann lék í bíómynd. Einu sinni kom hann til Íslands og það var verið að reyna að venja hann við íslenskan sjó, því hann var sýningardýr. HAPPY - MAGNÞÓRA RÓS GUÐMUNDSDÓTTIR Happy kötturinn minn er fyndinn og kreisí. Hann klifrar í trjám og heldur að hann eigi Barbý húsið mitt. Ef hann er góður þá gef ég honum nammið sitt. Hann er tveggja ára og ég leik oft við hann. Hann er skemmtilegur og ég fékk hann þegar ég var sex ára. Þá var hann bara lítill og sætur kettlingur. ASKUR - VALGERÐUR AMELÍA REYNALDSDÓTTIR Ég á hund sem heitir Askur. Hann er mjög stór en bara eins árs. Við förum saman út og svo förum við inn. Ég gef honum að drekka og borða en þá vill hann fara að sofa og sofa og sofa. Þegar hann vaknar fer ég að leika við hann en þá þarf ég að fara í skólann. Þegar ég kem heim úr skólanum fer ég að læra og borða svo kemur mamma heim. Ég les fyrir mömmu og fer síðan að leika mér í Playmó. Þá leiðist Aski þannig að ég fer að leika við hann. Eftir það fer ég að borða og sofa. DÝR - MAGNÚS FREYR JÓHANNSSON Ég á kisu sem heitir Loppa og er átta ára. Hún er svört og hvít á litin. Hún er mjúk og krúttleg. Loppa sefur stundum í rúminu mínu.


NJÖRÐUR

29

KEPPENDUR NJARÐVÍKURSKÓLA     SKÓLAÁRIÐ 2016-2017                                    GRUNNSKÓLAMÓT Í SUNDI

Njarðvíkurskóli mætti með eitt lið úr 5.-7. bekk Því miður bar keppnin uppá árshátíðardag Njarðvíkurskóla og því var ljóst að sundliðið yrði í tímaþröng að mæta á árshátíð á réttum tíma. Seinkun varð á mótinu og var því ljóst að eftir aðra umferð þyrfti liðið að draga sig úr keppni. Á þeim tíma var Njarðvíkurskóli með 3. besta tímann. Fannar Snævar, Guðmundur Leo, Sólon, Kári Snær, Ásgeir Orri, Bríet Björk, Thelma Lind, Glódís Líf, Kara Sól og Rannveig

GETTU ENN BETUR

Gettu ennþá betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ fór fram í Myllubakkaskóla. Eftir harða undankeppni í Njarðvíkurskóla völdust þeir Brynjar Berg Tumason, Garðar Ingi Róbertsson og Hilmar Björn Ásgeirsson í sveitina sem Njarðvíkurskóli sendi fyrir sína hönd. Þetta var hörkulið, allt bráðgáfaðir drengir. Fyrst var keppt við Akurskóla og eftir fyrstu umferðina tók Njarðvíkurskóli strax forystu og komst í undanúrslit. Í undanúrslitum mætti Njarðvíkurskóli Heiðarskóla sem vann á lokaspurningunni. Brynjar Berg Tumason, Garðar Ingi Róbertsson og Hilmar Björn Ásgeirsson

STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Berginu í mars. Þar kepptu tveir fulltrúar frá hverjum skóla í Reykjanesbæ auk Grunnskólans í Sandgerði. Fulltrúar Njarðvíkurskóla voru Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir og Krista Gló Magnúsdóttir sem báðar stóðu sig mjög vel og voru sér og skólanum til mikils sóma. Krista endaði í 3. sæti. Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir og Krista Gló Magnúsdóttir

SKÓLAHREYSTI

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti tók þátt í keppninni í mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þátttökuskólar voru grunnskólar af Reykjanesi og úr Hafnarfirði. Lið Njarðvíkurskóla endaði í 5. sæti. Hanna María Sigurðardóttir, Tetiana Stetsii, Narawit Seelarak og Helgi Snær Elíasson. Varamenn voru Levi Anthony Rosento og Gunnar Geir Sigurjónsson.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


30

NJÖRÐUR

Á R S H ÁT Í Ð I N 2 0 1 7     FLOTT ÁRSHÁTÍÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA                                    Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg fimmtudaginn 30. mars í íþróttahúsinu í Njarðvík. Hátíðin þótti heppnast vel þar sem gleði ríkti hjá nemendum þegar þeir tóku þátt í sýningunum og sýndu afrakstur æfinga undanfarinna vikna. Árshátíðin hófst með fjölmennu opnunaratriði þar sem nemendur á öllum aldri komu saman á svið með líflegt atriði sem gaf tóninn fyrir árshátíðina. Danshöfundar voru Rakel Guðnadóttir og Margrét Ólöf Richardsdóttir. Fjölmenni var á hátíðinni sem lauk með kaffiboði í Njarðvíkurskóla í boði foreldra.

KYNNAR Á ÁRSHÁTÍÐINNI                                    Konný Ósk Antonsdóttir og Garðar Ingi Róbertsson voru kynnar á árshátíðinni.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

O

3

6

PNUNARATRIÐI

. BEKKUR

. ÁB.

FRÁBÆR ATRIÐI

5

7

.BEKKUR

. BEKKUR

1

6

31

. BEKKUR

. KE

10

. BEKKUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


STUTTAR SPURNINGAR

32

NJÖRÐUR

Í HVERJU VARSTU BESTUR UPPÁHALDS MATUR? Í SKÓLA? Nautakjöt og bernaise sósa. Ensku. HVAÐ HLUT GETUR ÞÚ ÁTTU DÝR? EKKI LIFAÐ ÁN? Hund sem heitir Skuggi. Án símans. HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í SKÓLA? Enska.

HVER ER UPPHALDS HLUTURINN ÞINN HEIMA HJÁ ÞÉR? Sjónvarpið.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

33

SIGMUNDUR MÁR HERBERTSSON    VIÐTAL                                   Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson er starfsmaður í Njarðvíkurskóla og FIBA Europe dómari hjá KKÍ. Sigmundur er giftur Sigurbjörgu Eydísi Gunnarsdóttur og eiga þau tvo syni. Hann hefur verið meðal fremstu körfuboltadómara á landinu og var fyrsti dómarinn frá Íslandi sem hlotnaðist sá heiður að dæma á lokamóti á vegum FIBA hjá A-landsliðum þegar hann dæmdi á EuroBasket árið 2015. BESTA MINNINGIN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég verð að segja fermingarferðalagið árið 1982, farið var í Skálholt og gist þar, mikið fjör. Þursaflokkurinn var nýbúinn að gefa út plötuna ,,Gæti eins verið,, hlustað var á kassetuna alla ferðina. HVAÐ ÆTLAÐIR ÞÚ AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ VARST YNGRI? Smiður. FÓRSTU Í NÁM EFTIR GRUNNSKÓLA? Fór í FS á rafvirkjabraut og húsasmíðabraut. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁL ÞÍN? Dómgæsla og allt sem tengist körfuknattleik. Einnig að ferðast með fjölskyldunni minni.

mig ekki út af laginu, ég stökk aftur en rann þá í bleytu á gólfinu og flaug á hausinn. Skemmtilegt fyrir áhorfendur, ég sá ekki húmorinn í þessu fyrr en löngu síðar. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Tónlistarsmekkur minn er mjög fjölbreyttur. ÁTTU ÞÉR EITTHVERT MOTTÓ? Felldu aldrei dóm í reiði því þér rennur reiðin en dómurinn stendur eftir. Mér finnst þetta eiga vel við í daglega lífinu og einnig á körfuboltavellinum. HVERSU MARGRA LANDA HEFUR ÞÚ KOMIÐ TIL VEGNA DÓMGÆSLU? Ég hef dæmt í 40 löndum og nokkrum sinnum í sömu löndunum.

ÆFÐIR ÞÚ EINHVERJA ÍÞRÓTT ÞEGAR ÞÚ VARST YNGRI? Ég æfði körfuknattleik með Njarðvík. HVAÐ ERTU BÚINN AÐ STARFA LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Síðan haustið 2012. EF ÞÚ MÆTTIR LÝSA NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA? Góður starfsandi. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA ÞÍNA Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Samskiptin við nemendur og geta aðstoðað þá. HVAÐ VARSTU GAMALL ÞEGAR ÞÚ BYRJAÐIR AÐ DÆMA KÖRFUKNATTLEIK? 26 ára, árið 1994 og varð FIBA dómari 2003. HVAÐ ER VANDRÆÐALEGASTA ATVIKIÐ/ MOMENTIÐ Á ÞÍNUM DÓMARAFERLI? Það var atvik sem gerðist í Grindavík í undanúrslitum kvenna þegar ég var nýbyrjaður að dæma. Grindavík gegn Keflavík og fullt hús af áhorfendum. Boltinn festist milli hrings og spjalds og ég ætlaði að redda þessu fljótt og örugglega. Ég stökk upp og ætlaði að slá boltann lausan en festi hann enn betur. Þetta sló Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

34

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVAR Í HEIMINUM MYNDIR ÞÚ VILJA BÚA FYRIR UTAN ÍSLAND

R Þ

akel Ýr Guðnadóttir - 6.ÁB. Á Spáni.

órir Ólafsson – 8.ÞBI. Florida, USA og Kanada.

O

liwia Czaplinska – 5.EA. Spáni og Póllandi.

SÖGUR FRÁ 3. KB

E K

yjadís L. Jóhannsdóttir - 3.KB. Í Portúgal.

atrín Methica – 6.ÁB. Taílandi, Spáni og Bandaríkjunum.

M

aja Magdalena – 3.KB. Póllandi.

BAMBI - FJÓLA OSMANI Mér líkar við öll dýr, sama hvort þau eru í sjónum, á landi eða í loftinu. Frá því ég var lítil stelpa hefur mér alltaf fundist hreindýr mjög falleg og skemmtileg dýr. Ég hef líka horft á Bambi myndirnar og þær eru mjög skemmtilegar. Hreindýr og krónshjörtu, sem er önnur tegund af hreindýrum eru oft kölluð kóngur og drottning skógarins því þau eru svo falleg. BJARMI - GUNNAR PÁLL GUÐNASON Bjarmi er hundurinn minn. Ég klappa honum oft. Ég gef honum að borða og leyfi honum að sitja á mér. Hann vill oftast sofa hjá mér og stelst upp í rúmið mitt, ég leyfi honum það. Eins vill hann alltaf sitja hjá mér og horfa á mynd. Ég er góður við hann. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

B

örkur Kirstinsson - 8.ÞBI. Kanada, Utah og Ítalíu.

N E

?

adia Líf Pálsdóttir – 5.ÁÁ. Spáni og Hawaii.

lsa Ktyeziu– 3.KB. Florida.

DANMERKUR SAGAN MÍN - HÓLMFRÍÐUR EYJA JÓNSDÓTTIR Í júní fór ég með pabba mínum til Danmerkur. Við fórum í Tívolí. Pabbi varð alveg ringlaður í þessu Tívolíi. Það var samt geggjað stuð hjá okkur. HUNDARNIR - SARA BJÖRK LOGADÓTTIR Mig langar í tvo hunda. Þeir eiga að heita Píla og Rósa. Einn á að vera brúnn og hvítur en hinn á að vera alveg hvítur. Ég ætla að leika rosa mikið með þeim og fara út með þá á hverjum degi. DÝRIN - SMÁRI ÓLIVER GUÐJÓNSSON Ég á hund sem er nokkuð skemmtilegur. Hann heitir Flóki og er fyndinn og flottur. Stundum stelst hann út og týnist út í bæ. Svo kemur hann alltaf heim aftur.


NJÖRÐUR

35

GARÐAR VIÐARSSON    VIÐTAL                                   Garðar Viðarsson er Njarðvíkingur í húð og hár, trukkabílstjóri og einn vinsælasti snappari landsins. Hann keyrir um á Svarta dauða og leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með lífi trukkabílstjórans ásamt því að hann er duglegur að fíflast. Vinsældir hans á Snapchat eru gríðarlegar enda fyndinn fýr og strangheiðarlegur. Hann gengur undir nafninu iceredneck á Snapchat og það er góð ástæða fyrir því. Í HVAÐA GRUNNSKÓLA VARSTU SEM BARN? Njarðvíkurskóla, af sjálfsögðu.

HVER ER UPPÁHALDS BÍLTEGUNDIN ÞÍN? BMW.

ÞEGAR ÞÚ VARST BARN, HVAÐ STEFNDIR ÞÚ Á AÐ VERA ÞEGAR ÞÚ YRÐIR ELDRI? Bófi.

HVAÐA BÍLL SEM ÞÚ HEFUR ÁTT ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR? Þeir eru margir sem ég hef átt en það verður að vera einn af BMW M5 týpunum

HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁLIN ÞÍN? Bílar og ferðalög.

ÁTTU DÝR? Já, tvær rottur.

HVAÐ ER LÍFSMOTTÓIÐ ÞITT? Það styttir upp um síðir.

ERTU HJÁTRÚARFULLUR? Já að einhverju leyti.

EF AÐ ÞÚ MYNDIR FESTAST Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Tölvu, eldspýtustokk og vasahníf.

HVAÐ ER MESTA SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ Í BEKKPRESSU? 177 kg.

HVER ER UPPÁHALDS FÁNINN ÞINN? Íslenski fáninn.

EF ÞÚ VÆRIR MEÐ OFURMÁTT, HVERS KONAR OFURMÁTTUR VÆRI ÞAÐ? Ofursannfæringarmáttur.

HVER ER BESTI STAÐURINN Í EVRÓPU? Tenerife á Spáni.

HVENÆR BYRJAÐIR ÞÚ AÐ SNAPPA (VERA Á SNAPCHAT)? Það eru tvö og hálft til þrjú ár síðan.

HVER ER BESTI STAÐURINN Í BANDARÍKJUNUM? Flóridafylki.

HVAÐ HORFA MARGIR Á MY STORY Á SNAPCHAT HJÁ ÞÉR AÐ MEÐALTALI Á DAG? Um 8000 manns.

HVAÐ ER UPPÁHALDS LAGIÐ ÞITT? Það eru mörg góð...en ég verð að segja Thunderstruck með ACDC.

HVAÐ HEITIR ÞÚ Á SNAPCHAT?

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


36

NJÖRÐUR

LJÓÐ

RAGNA MARÍA GÍSLADÓTTIR - 5.ÁÁ MÚSIN Kalli er mús, hann á hús. Hann á líka vin. sem er lús.

LJÓÐ

AGNES OG THELMA - 6.KE ANNA FRANK Anna, hún er góð, samdi stundum ljóð. Otto gaf bókina út, flækti hana ekki í hnút. Hæfileikann ætla ég að þroska, en ég vil ekki breytast í froska. hann á líka vin

K R O S S G ÁTA

SAGA

HELGA VIGDÍS OG GABRIELA - 6.KE

ÆVINTÝRI LÚLLA FROST Lúlli Frost er enginn venjulegur api. Hann er í dýragarði nælægt Old Trafford. Einn dag kom Alex Ferguson í dýragarðinn með afabarninu sínu. Þau sáu Lúlla spila fótbolta. Alex hugsaði: ,,Ég verð að fá hann til að spila fótbolta með Manchester United.” Alex fór að tala við stjórann í dýragarðinum. Alex bauð 15 milljónir fyrir Lúlla. Stjórinn sagði: ,,Já taktu hann bara strax.” Stjórinn lét hann hafa lykil svo hann gæti opnað búrið hans Lúlla. Lúlli fer með Alex og afabarninu hans í bílinn. Lúlli hugsaði, vá þetta er æðislegt og brosti. Í bílnum við hliðina á bíl þeirra var Cristiano Ronaldo, hann var búinn að heyra um Lúlla Frost. Hann var með góða áætlun til að ná í Lúlla. Alex fór með Lúlla á völlinn,,Old Trafford” og kynnti Lúlla fyrir liðinu. Lúlli sýndi þeim trixin sín og Zlatan sagði: “Hann er mergjaður!”. Rooney sagði: ,,Við verðum að fá hann í liðið”. Þjálfarinn samþykkti það. Einn dag fór Lúlli út í búð að kaupa sér banana. Allt í einu var honum kippt upp og inn í bíl. Þar sat Cristiano Ronaldo, hann ætlaði að semja um það við hann að fá hann í liðið, Lúlli neitaði. Cristiano sturlaðist, hann hótaði Lúlla að drepa hann í næsta leik. Lúlli náði að flýja frá Cristiano og lifir hamingjusömu lífi í liði Manchester United og býr heima S k ó l a b l a ð N j a r ð v í k u r s k ó l a | 2 0 1 6 hjá - 2Alex 0 1 7Ferguson.


NJÖRÐUR

37

LÓÐRÉTT

1. Hvað heitir elsti kennarinn sem starfar í Njarðvíkurskóla á skólaárinu 2016-2017? 3. Hvaða fyrirtæki sér um mötuneytið í Njarðvíkurskóla? 4. Hvað hét fyrsti skólastjóri Njarðvíkurskóla? 7. Hvað heitir sjoppan í Njarðvíkurskóla? 9. Skólinn var stofnaður 1942 og var skólahúsið tekið í notkun í febrúar 1943. Hversu oft hefur verið byggt við húsið? 10. Hvað heitir nemandinn sem setti Íslandsmet í hreystigreip í Skólahreysti árið 2014? 12. Hvað heitir formaður Nemendaráðs Njarðvíkurskóla?

LÁRÉTT

2. Hvað heitir skólastjóri Njarðvíkurskóla? 5. Einkunnarorð Njarðvíkurskóla eru menntun og ________ - Hvaða orð vantar? 6. Hvað heitir skólahjúkrunarfræðingur Njarðvíkurskóla? 8. Hvað heitir gatan sem Njarðvíkurskóli stendur við? 10. Hvað heitir skólaritari Njarðvíkurskóla? 11. Hver var aðal kennslugrein Guðjóns Sigbjörnssonar áður en hann varð gangavörður síðasta haust? 12. Hvers son er Yngvi Þór kennari?

Svör á bls. 50 Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


38

NJÖRÐUR

N O R R Æ N A S K Ó L A H L AU P I Ð     NEMENDUR HLUPU 3,7 KÍLÓMETRA AÐ MEÐALTALI                                    Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Hlaupið fór fram í Njarðvíkurskóla 4. október þar sem allir nemendur tóku þátt. Íþróttakennarar skólans sáu um að skipuleggja hlaupið og kennarar skráðu fjölda hringja í kringum skrúðgarðinn sem nemendur hlupu. Nemendur hlupu að meðaltali 3,7 kílómetra. Erlendur Guðnason nemandi í 7. KH hljóp mest allra í Njarðvíkurskóla, 14,5 km.

LJÓÐ                                   EFTIR BJARTMAR ÞORSTEINSSON

SAGA

EFTIR KÖRU SIF OG GLÓDÍSI - 6.KE

STARFSFÓLKIÐ Í BJÖRK

LEYNIGARÐURINN

Simmi étur ber, hvar sem er. Þá hann sker, hitt fagra jarðaber.

Einu sinni var garður sem hét Leynigarður. Hann var mjög drungalegur, það var leynistaður sem var í miðjunni í skóginum. Það var leynistaður sem var einhyrningur, sem var í miðjunni í skóginum. Það var einhyrningur sem var hvítur og með ljós bleiku faxi og tagli. Það er Álfur sem á hann, hún heitir Særún, einhyrningurinn Álfur. Álfur var góður við Særúnu, hún var með ljóst hár. Leyniskógurinn var bjartur og fallegur. Þar var foss sem er óskafoss. Þar óskaði Særún sér einhyrninginn Álf, hún vildi eiga hann og óskin rættist.

Steindór er syndur, þó það sé ekki létt. Þó er hann alveg staurblindur, alveg út á stétt. Inga er nú ekki stór, þó það skipti ekki máli. Hún vinnur með Drekaslóð, hún er öll úr stáli.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

39

KRUFNING Á SVÍNI     ÁHUGASAMIR KRUFU SVÍN MEÐ ÞÓRDÍSI                                    Nemendur 7. bekkjar hafa í vetur verið í námsefninu Líkami mannsins í náttúrufræði. Nemendur fengu að spreyta sig á verklegum æfingum þegar þau krufu brjóstholslíffæri úr svínum. Krufningin gekk mjög vel og þótt suma hafi klígjað í fyrstu þá fór það fljótt úr þeim og þeir tóku virkan þátt í þessu verkefni. Fyrst var farið yfir hvað hvert líffæri heitir og hvernig það starfar. Nemendur voru mjög duglegir að muna og greinilegt að þeir hafa tekið vel eftir í tímum í vetur. Þórdís Björg Ingólfsdóttir kennari hefur séð um að kryfja svín með nemendum í 7. bekk síðustu ár.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


40

NJÖRÐUR

FJ Ö LG R E I N D AVA L     NEMENDUR Í 1. - 4. BEKK                                    Í tengs lum v i ð þró un arverkefnið Vegir liggja til allra átta hafa nemendur í 1.-4. bekk verið í vetur í fjölgreindavali í tvo tíma á viku. Hugmyndin er frá Howard Gardner en í fjölgreindavali læra nemendur á mismunandi hátt og með því að vinna á fjölbreyttum vinnustöðvum þar sem þeir fá tækifæri til þess að kynnast áhugasviði sínu. Markmiðið er að nemendur þjálfist í samvinnu með ólíkum aldurshópum, sýni virkni og áhuga. Þeir fá viðfangsefni við hæfi og hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum. Þessir tímar hafa verið vinsælir hjá krökkunum og starfsfólki.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

FURÐUFERÐIN

SAGA EFTIR KAMILLU RÓS KRISTINSDÓTTUR

41

Venný er fíll og hún er bleik á litin. Hún er líka mjúk og hún borðar mikið. Einu sinni lenti Venný í ævintýrum. Hún var að ganga heim þegar hún sá fiðrildi. Fiðrildið var gulbrúnt á litin. Venný fór að elta fiðrildið sem flaug í burtu. Venný elti. Allt í einu sá hún regnboga sem var gulur, rauður, fjólublár, grænn og blár á litinn. Venný fór í átt að regnboganum og fiðrildið fór líka í átt að regnboganum. Venný sá ísbíl þegar hún var komin að strætóskýli. Hún keypti sér ís sem var með mangobragði. Mmmmm hvað hann var góður. Venný át fiðrildið vegna þess að fiðrildið flaug á ísinn hennar úpps það var skrítið bragð. Þegar Venný kom heim fór hún upp í rúm að sofa södd eftir ísinn og daginn. Það er gaman þegar allir eru glaðir og kátir, þá líður öllum vel.

Í Þ R ÓT TA D A G U R Í N J A R Ð V Í K U R S K Ó L A

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


42

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


NJÖRÐUR

43

I N G I B J Ö R G Ý R S M Á R A D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Ingibjörg Ýr Smáradóttir lauk grunnskólanámi frá Njarðvíkurskóla árið 2011. Hún var mjög virk í starfi skólans en hún var meðal annars formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla, tók þátt fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni þar sem hún endaði í 3. sæti. Ingibjörg var í ræðu- og skólahreystiliði skólans þar sem hún stóð sig mjög vel. Ingibjörg er útskrifuð frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og starfar í dag hjá IGS Icelandair Ground Service á Keflavíkurflugvelli. BESTA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég get ómögulega valið einhverja eina, held það sé bara hvað enginn dagur var eins sem og samstaðan í bekknum sem ég var í. EF ÞÚ VÆRIR FÖST Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Ætla að vera ógeðslega leiðinleg og segja flugvél, flugmann og mat því ég er bara ekki eyðieyjutýpan. HRESSASTI STARFSMAÐUR NJARÐVÍKURSKÓLA? Bókað mál Guðjón og Yngvi kennarar. HVAÐ HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Úff held það sé bara kók í dós, því miður. HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG ÁFRAM Í LÍFINU? Er búin að reyna hugsa eitthvað sem hljómar ekki ógeðslega klisjulega, en það er ekki hægt þannig ég ætla að segja að reyna að vera alltaf besta útgáfan af sjálfri mér hvetur mig áfram. HVAÐ STARFAR ÞÚ VIÐ Í DAG? Ég starfa við innritun hjá IGS. HVER ER STEFNAN Í FRAMTÍÐINNI? Þegar ég finn við hvað ég vil starfa ætla ég að mennta mig samkvæmt því, en annars hef ég bara ekki hugmynd og er ekkert að stressa mig á því svona ef ég á að vera hreinskilin. Í HVERJU VARSTU BEST Í SKÓLA? Ensku og alls ekki stærðfræði.

HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ MEÐ I ENSKU KNATTSPYRNUNNI? Manchester United.

HVERT LANGAR ÞIG MEST AÐ FERÐAST? Er alltaf dálítið skotin í New York.

MESTU VONBRIGÐI? Ég er í fúlustu alvöru ennþá svekkt að hafa tapað í undanúrslitum í ræðueppni grunnskóla þegar ég var í 9. bekk. Ég fer í sögubækurnar sem tapsárasta manneskja í heimi.

HVER ER UPPÁHALDS SÖNGVARINN ÞINN? Kanye West.

UPPÁHALDS STAÐUR Á ÍSLANDI? Manni líður alltaf vel í Ljónagryfjunni. HVERNIG FANNST ÞÉR FÉLAGSLÍFIÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Fínt!

LOKAORÐ? Ætla enda þetta á einhverju sem ég hefði þurft að heyra þegar ég var yngri að fara byrja í framhaldsskóla - Ekki hafa áhyggjur af framtíðinni þó það fari ekki allt eins og þú hafðir hugsað þér, erfiðir vegir leiða mann oft á fallega staði.

LÍFSMOTTÓ? Ætli það sé ekki bara að stressa mig ekki of mikið á hlutunum og að engin getur gert mig hamingjusama, nema ég sjálf. ÞRJÚ ORÐ SEM LÝSA ÞÉR BEST? Ákveðin, metnaðarfull og fyndin (að eigin mati allavega). HVER ER UPPÁHALDS BÓKIN ÞÍN? M ér fannst Hunger G ames bækurnar skemmtilegar, en ein sú áhugaverðasta sem ég hef lesið er ,,Ein til frásagnar.” HVAÐ ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA SEM ÞÚ HEFUR GERT? Þegar ég og kærastinn minn fórum á Saint Pablo Tour með Kanye West! HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞU SAKNAR MEST VIÐ NJARÐVÍKURSKÓLA? Held það sé að hitta alla krakkana daglega og enskutímar hjá Huldu Hauks með Maríu vinkonu minni.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


44

NJÖRÐUR

RÓBERT H. RÓBERTSSON ZAK                              Róbert Helgi Róbertsson Zak er 12 ára nemandi í Njarðvíkurskóla. Í stuttu viðtali við skólablaðið segist Róbert hafa mikinn áhuga á að teikna. Hann segist hafa fengið áhuga á að teikna þegar hann var í leikskóla. Íris frænka hans kenndi honum að teikna og mamma hans honum að lita.

GÁTUR FRÁ 7.KE RÓBERT HELGI

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

2016 - 10.HH

2017 - 10.EÁJ

2015 - 10.SS

2014 - 10. EÁJ

ÍÞRÓTTABEKKIR NJARÐVÍKURSKÓLA


NJÖRÐUR

45

L I S TA D A G A R     ÞEMADAGAR Í FEBRÚAR                                    Þemadagar voru í Njarðvíkurskóla í febrúar. Nemendum var skipt niður á stöðvar þar sem þeir unnu að verkefnum tengdum listum. Á yngra stigi voru stöðvar þar sem nemendur unnu með litamynstur og litablöndun, bjuggu til vinabönd og puttaprjónuðu, fóru í leiklist, perluðu, unnu með tónlist og vatnsliti, leiruðu, föndruðu, fóru í dans, hugleiðslu og skreyttu kökur. Á eldra stigi máluðu nemendur steina og glerkrukkur, gerðu Origami listaverk, unnu með tónlist, leiklist og dans. Á þemadögum var hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur fóru á milli stöðva og fengu að prufa allt. Foreldrum, ættingjum og vinum var svo boðið að koma í heimsókn til að skoða afrakstur þemadaganna.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


46

NJÖRÐUR

AT L I R Ú N A R    VIÐTAL                                   Atli Rúnar er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ en hann gekk lengst af sína skólagöngu í Njarðvíkurskóla. Atli Rúnar á tvo bræður og er sonur Svönu Jónsdóttur og Guðbjarts Greipssonar. Hann er stoltur faðir 10 ára drengs sem heitir Ísak. Atli Rúnar starfar í dag sem framleiðandi og DJ/plötusnúður hann hefur nóg að gera bæði hérlendis og erlendis. HVER ER FYRSTA MINNINGIN ÞÍN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ætli hún sé ekki frá því að ég var 6 eða 7 ára og var stíað í sundur frá Rafni frænda mínum sem sat við hliðina á mér. Við töluðum of mikið saman, á kostnað lærdómsins. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁLIN ÞÍN? Tónlist, ferðalög til nýrra áfangastaða, góður matur, hreyfing, tölvur og tækni.

BESTA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég held að mér þyki vænst um minningarnar um gömlu bekkjarsystkini mín ásamt því frábæra starfsfólki sem er og var í þessum skóla. ERTU TIL Í AÐ LÝSA NJARÐVÍKURSKÓLA Í NOKKRUM ORÐUM? Lang-besti skóli landsins! VILTU LÝSA STARFINU ÞÍNU: Ég vinn í skemmtanabransanum á Íslandi sem framleiðandi og skemmtikraftur. Ég set upp hina ýmsu viðburði (tónleika, uppistönd og barnaskemmtanir) út um allt land og töluvert í Skandinavíu. Einnig hef ég starfað sem DJ í allt of mörg ár og er enn að þar. HVERJUM HEFUR ÞÚ UNNIÐ MEÐ? Ég hef verið ótrúlega heppinn með samstarfsfólk og hef unnið með gríðarlega miklu magni af hæfileikaríku og skemmtilegu fólki. Undanfarið hefur ég unnið með mörgum þekktum einstaklingum. HVAÐA HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Iphone símans míns, án nokkurs vafa.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Þar sem ég vinn sem DJ, og er að spila mjög mikið í viku hverri, þá finnst mér mjög gott að hlusta á eitthvað allt annað en það sem ég er að spila þegar ég er að trylla lýðinn. Jazz, gömul rokktónlist og Motown tónlistin eru iðulega á Spotify playlistanum mínum. Annars veltur þetta svolítið mikið á hvernig stuði ég er í hverju sinni. MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA ÞANN EIGINLEIKA AÐ SEGJA ALLT SEM ÞÚ HUGSAR UPPHÁTT EÐA GETA EKKI SAGT NEITT? Hmmmm, hugsa að ég myndi frekar ekki geta sagt neitt heldur en að þurfa að góla öllum mínum hugsunum upphátt. HVER ER ÞINN MESTI ÓTTI? Fyrir utan hið augljósa að það komi eitthvað fyrir mína nánustu þá eru það sprautur! Er logandi hræddur við þær. Í hvert skipti sem það er búið að sprauta mig (sem er blessunarlega mjög sjaldan) þá líður iðulega yfir mig út af spennufalli. Vandró... H VA Ð E R S K E M MT I L E G A S TA VERKEFNI SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ AÐ ÞÉR? Ég held að ég geti ekki gert upp á milli tveggja verkefna: Að halda barnaskemmtanir og að vinna með Pétri Jóhanni. Það er hrikalega gefandi og skemmtilegt að hafa það að atvinnu að gleðja börn. Og svo hefur það verið algjört ævintýri að vinna með Pétri Jóhanni síðustu ár, af þeirri einföldu ástæðu að drengurinn er fyndnari en allt sem fyndið er. Ég hef lent í því að nánast drepast úr hlátri eftir að hann hefur sagt eitthvað fáránlega


NJÖRÐUR fyndið og ég hef næstum því keyrt út af sökum hláturskasts sem ég fékk í kjölfarið, sönn saga. UPPÁHALDS SKYNDIBITI? Góður börger klikkar aldrei. Ef það er Villaborgari þá er ég mjög sáttur. Í HVERJU VARSTU BESTUR Í SKÓLA? Íslensku og stærðfræði. HVERNIG LÆRÐIR ÞÚ FYRIR MIKILVÆG PRÓF? Sem betur fer voru engir símar, tölvur eða spjaldtölvur þegar ég var í skólanum í Njarðvík þannig að það var mun minna um truflun og áreiti. Þannig að það var bara lesið og rifjað upp hressilega síðustu vikur fyrir prófin. HVER ER UPPHÁLDS HLUTURINN ÞINN HEIMA HJÁ ÞÉR? Mynd af augasteini sonar mín sem hann gaf mér í jólagjöf um síðustu jól. Hún hangir upp á vegg á skrifstofunni minni heima og gleður mig mikið.

47

HVER ER BESTI VINUR ÞINN? Ég á marga mjög góða vini og marga trúnaðarvini. Svo ég lendi nú ekki í klandri með að gera upp á milli þeirra þá ætla ég að svara þessu að það sé Ísak Atlason. HVAÐ MERKIR ÁST Í ÞÍNUM HUGA? Endalaus virðing, væntumþykja og löngun til að gleðja og gera hamingjusama manneskju sem þú getur ekki lifað án. HVAÐA OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Ég væri til í að geta lifað að eilífu, því það er svo gaman að vera til. HVERSU GÓÐUR VARST ÞÚ Í ÍÞRÓTTUM SEM BARN? Ég var aldrei neitt spes í íþróttum, ætli þokkalegur sé ekki það orð sem lýsi mér ágætlega. VILTU BÆTA EINHVERJU VIÐ Í LOKIN? Áfram Njarðvík.

MENNTUN - MANNRÆKT EINKUNNARORÐ NJARÐVÍKURSKÓLA

MYNDIR FRÁ NEMENDUM Í 5.EA

MAGNÚS ORRI LÁRUSSON

HEIÐDÍS HEKLA OG BERGLAUG AÞENA

OLIWIA CZAPLINSKA

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


48

NJÖRÐUR

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI

L

evi Anthony Rosento 9.HH.

Bifvélavirki.

B

F

iloreta Osmani 8.ÞBI.

S

Atvinnumaður í körfubolta.

S

rynjar Berg Tumason 10.EÁJ.

Spila í Domins deildinni og vera viðskiptamaður.

Rithöfundur.

H

amúel Skjöldur Ingibjargarson 8.ÞBI.

Atvinnumaður í fótbolta.

SÖGUR FRÁ 4. LE

ara L.R. Assouane 10.AB.

?

N

atan Rafn Garðarsson

9.ÞRH.

Bifvélavirki.

anna María Sigurðardóttir 9.HH.

Flugfreyja.

A

lmar Orri Jónsson 2.HF.

Atvinnumaður í fótbolta.

ÆVINTÝRI - HEKLA SIF INGVADÓTTIR Einu sinni voru Hekla og Kristín að fara í Kost og hittu Ásdísi og Evu. Þær buðu þeim með í Sólbrekkuskóg. Þær fóru í Sólbrekkuskóg og sáu kanínur. Svo þegar Ásdís var að gefa kanínu gulrót hrasaði hún um stein og datt ofan í drullupoll. Hún var öll út í drullu og hún var líka rennandi blaut. Svo datt Eva ofan á Ásdísi. Kristín og Hekla þurftu að bíða á meðan. Ásdísi og Evu var skutlað heim. Kristín og Hekla borðuðu nesti og svo voru þær sóttar. ARI OG ÁSA FARA Á FJALL - HILDUR RÚN INGVADÓTTIR Einu sinni voru systkini sem hétu Ari og Ása. Þau voru að fara upp á fjall. Þau voru illa klædd, Ása var bara í kjól og Ari í stuttermabol. Þau vissu ekki að það byggi vondur karl bak við fjöllin, hann hét Snorri. Það vissu allir hver Snorri var. Ari og Ása voru búin að labba og labba. Ari kallaði á Ásu og sagði: ,,Ása ég fann læk”. Ása kom hlaupandi til hans. Þau sáu önd koma syndandi og Ása sagði: ,,Vá! hvað hún er sæt,” svo löbbuðu þau lengra og heyrðu öskur þá var það vondi karlinn að ræða við litla stelpu. Þau drifu sig heim og sögðu mömmu og pabba sínum, en þau trúðu þeim ekki. ,,Komið þið við skulum sýna ykkur,” sögðu Ari og Ása. Þegar þau voru búin að sýna þeim þá fóru þau heim og fengu heitt kakó og fóru svo að sofa. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

GÁTA

Einu sinni var maður sem átti heima á 22. hæð í blokk. Alla daga fer hann niður með lyftu á jarðhæð og fer svo í vinnuna. Þegar hann kemur til baka úr vinnunni kemst hann bara á 5. hæð. Hvers vegna? Eva Júlía Ólafsdóttir - 5.ÁÁ

Svar á bls. 50


NJÖRÐUR

49

LESTRARSPRET TUR     LESTRARHESTAR SAMAN Í HEIMILSFRÆÐISTOFUNNI                                    Njarðvíkurskóli starfar undir kjörorðunum menntun og mannrækt en skólinn er umhverfisvænn og leggur áherslu á lestrarnám upp allan grunnskólann. Lestrarsprettir eru hluti af hvatningu til að styðja við jákvæðan lestur og lestraráhuga. Lestrarsprettir eru tvisvar á hverju skólaári. Seinni lestrarsprettur skólaársins var haldinn í mars en þar fengu nemendur afhent bókabingóspjald. Til þess að komast í„pottinn“ urðu nemendur að fylla alla reitina á spjaldinu á tímabilinu. Lestrarteymið dró einn nemanda út í hverjum bekk sem var með allt spjaldið í Bókabingóinu útfyllt. Þeir fengu afhent viðurkenningarskjal í lok mars og hittust í heimilisfræðistofunni og bjuggu til 165 Rice krispies kökur. Mikil spenna og eftirvænting var á meðal nemenda og fóru allir glaðir heim.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


50

NJÖRÐUR NÓI - BERGUR SNÆR EINARSSON Nói er hundur sem ég átti. Hann er Chihua hundur og fæddist árið 2012. Ég fékk hann þegar ég var þriggja ára. Þá var Nói fallegur og pínulítill níu vikna hvolpur. Ég og Thelma systir mín vorum að leika við Nóa. Honum fannst skemmtilegast að leika sér með bolta sem heyrðist hljóð í. Við köstuðum boltanum og Nói sótti hann. Nóa fannst þægilegast að sofa og vildi helst sofa undir teppi hjá mömmu og pabba. Mér leið vel með Nóa og klappaði honum oft. Í sumar gáfum við einni konu Nóa vegna þess að pabbi var alltaf í vinnunni og mamma í skólanum. Ég og Thelma vorum mjög upptekin líka. Nói á núna heima á Þórustíg og við getum heimsótt hann þegar við viljum. Ég elska Nóa og hann er uppáhalds hundurinn minn. SEBRAHESTARNIR FJÓRIR - ELSA KRYEZIU Einu sinni var sebrahestur sem hét Elsa. Hún átti þrjár góðar sebrahestavinkonur sem hétu Tanja, Magnþóra og Valgerður. Þær fjórar voru alltaf að leika saman og hlaupa saman nokkra hringi. Einn daginn kom veiðimaður og tók Elsu og setti hana í dýragarð. Tanja, Magnþóra og Valgerður leituðu og leituðu af Elsu en fundu hana ekki. Þær voru mjög leiðar. Seinna voru þær líka teknar og settar í sama dýragarðinn sem Elsa var í. Þá voru þær mjög glaðar og byrjuðu að leika sér aftur saman.

SÖGUR FRÁ 3. KB

PÁFAGAUKUR - KAMILÉ BAGDANAVICIUTE Fyrsta páfagaukinn minn fékk ég í afmælisgjöf þegar ég var átta ára. Hún heitir Sóla og er græn og gul á litin. Hún elskar að fljúga og leika sér. Hún var leið vegna þess að hún var alein. Einn daginn keypti ég annan páfagauk sem var hvítur og blár. Hann heitir Snjói og elskar líka að fljúga. Þegar Sóla var ein í búrinu var hún aldrei að leika sér í dótinu sínu en þegar Snjói var kominn þá vildi hún rífast um dótið við hann. En í dag eru þau að leika sér saman og eru bestu vinir. DÝRASAGAN MÍN KÁRI SIGURINGASON Einu sinni var sex ára strákur sem hét Benedikt. Hann bjó á bóndabæ og átti hest sem hét Gráni. Alltaf á morgnana fór hann út að labba. Einn daginn var hesturinn ekki í hesthúsinu og Benedikt fór að leita og leita. Svo heyrði hann í hestinum sem var inni í kletti, tók í tauminn og teymdi hann aftur heim með sér. ÍSABELLA KRISTÍN BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Einu sinni var lítill krúttlegur hundur sem hét Ísabella. Ísabella var hvít á litin, mjög sæt með falleg blá augu. Hún var mjög ljúfur og góður hundur sem elskaði að leika við krakka. Ég væri alveg til í að eiga hund eins og Ísabellu.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

Í SVEITINNI - PATRIK JOE BIRMINGHAM Einu sinni var hundur sem hét Doppi. Hann átti heima í sveit. Hann elskaði að vera úti og leika sér við öll hin dýrin á bænum. Dag einn kom lítill drengur í heimsókn sem hét Jón. Jón og Doppi urðu bestu vinir. KÖTTURINN MINN - PAULINA CYBULSKA Ég á kött sem er strákur og á heima hjá mér. Hann er góður og fallegur. Hann heitir Kasper og er hvítur, brúnn og svartur á litinn. Kasper er inniköttur og fer aldrei út.

SVÖR VIÐ GÁTUM   GÁTA BLS. 20 - Svar: Tveir fyrir framan og tveir fyrir aftan. GÁTA BLS. 27 - Svar: Hesturinn heitir Föstudagur. GÁTA BLS. 48- Svar: Maðurinn er dvergur og nær ekki að ýta á hærri takka. KROSSGÁTA Á BLS. 36-37 S v ö r : LÓ Ð R É T T: 1 - Á s t r í ð u r, 3 - S k ó l a m a t u r, 4-Sigurbjörn, 7-Bumban, 9-fimm, 10-Elva, 12-Garðar Svör: LÁRÉTT: 2-Ásgerður, 5-Mannrækt, 6-Guðbjörg, 8-Brekkustígur, 10-Einara, 11-Stærðfræði, 12-Geirsson


NJÖRÐUR

STYRKTARLÍNUR

51

Njarðvíkurskóli þakkar eftirtöldum aðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu skólablaðsins Njarðar. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLIFS - SS HLUTIR - BÍLNET EHF MAGNÚS FRIÐJÓN RAGNARSSON TANNLÆKNIR Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017


52

NJÖRÐUR

EINAR S. JÓNSSON 894-1337

KRANABÍLAR GRÖFUÞJÓNUSTA MALBIKSVIÐGERÐIR LÓÐAVINNA

ESJ VÖRUBÍLAR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2016 - 2017

EHF


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.