Skólablaðið Njörður

Page 1

SKÓLABLAÐIÐ

1. TBL. 32. ÁRGANGUR

N J ÖR ÐU R VIÐBURÐIR Á SKÓLAÁRINU Stiklað á stóru yfir helstu viðburði á skólárinu BLS. 18

ÞORRI OG ÞJÓÐTRÚ Fjallað um þemadaga sem voru í janúar BLS. 45

ÉG ÆTLA AÐ VERÐA Nemendur í 2.KB segja frá framtíðaráformum BLS. 41

SAUMUÐU VAMBIR

Viðtöl Júlía S. Steindórsdóttir bls. 8

Elvar Már Friðriksson bls. 12

Helgi Arnarson bls. 16

Þórður Helgi Þórðarson bls. 22

Ólafía Friðriksdóttir bls. 26

Guðjón Sigbjörnsson bls. 32

Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir bls. 35

Ingvar Jónsson bls. 42

Guðlaug Björt Júlíusdóttir bls. 46

Áhugasamir saumuðu vambir BLS. 39

INGVAR Á EM Í FRAKKLANDI Ingvar Jónsson leið á EM í knattspyrnu BLS. 42

SPURNINGUM SVARAÐ Nemendur svara skemmtilegum spurningum

KEPPENDUR NJARÐVÍKURSKÓLA Flottur árangur nemenda Njarðvíkurskóla á skólaárinu BLS. 29

GÁTUR LJÓÐ SÖGUR KROSSGÁTA BRANDARAR www.njardvikurskoli.is


2

NJÖRÐUR

Minnistæðast úr Njarðvíkurskóla eru nemendurnir og samstarfsfólkið. Eitt af því sem mér þykir vænst um er hversu oft gamlir nemendur hafa komið og leitað aðstoðar eða bara til að heimsækja gamla kennarann sinn. Guðjón Sigbjörnsson

»» b.26

»» b.22

»» b.46

»» b.32

»» b.16

»» b.6

Skólablaðið Njörður 1.tbl. 32. árgangur Útgefandi: Njarðvíkurskóli kt. 671088-4689 // Ritstjórar: Rafn Markús Vilbergsson og Anna Hulda Einarsdóttir // Ábyrgðarmaður: Ásgerður Þorgeirsdóttir // Blaðamenn: Aníta Ólöf Guðnadóttir, Birgir Örn Hjörvarsson, Hinrik Jón Reynisson, Jón Ragnar Magnússon, Kristján Sindri K Granz og Veigar Páll Alexandersson // Söfnun auglýsinga: Birgir Örn Hjörvarsson, Jón Ragnar Magnússon, Stefán Ingi Óskarsson og Svala Björgvinsdóttir // Umbrot og hönnun: Rafn Markús Vilbergsson // Forsíðumynd: Eygló Ósk Pálsdóttir í 7.KE // Prentvinnsla: Háskólaprent // Upplag: 100 eintök // Stafræn útgáfa: www.njardvikurskoli.is Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

3

EFNISYFIRLIT     HVAÐ ER Í BLAÐINU?

»» b.42

»» b.8

»» b.12

»» b.35

4 5 6 8 10 12 14 15 16 18 21 22 24 25 26 28 29 30 32 34 35 36 38 39 40 41 42 44 44 45 46 48 49 50 50 51

SUMARKVEÐJA FRÁ SKÓLASTJÓRA ÁVARP FORMANNS NEMENDARÁÐS SKÓLAHREYSTI JÚLÍA SCHEVING STEINDÓRSDÓTTIR HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR ELVAR MÁR FRIÐRIKSSON NEMENDUR SVARA SPURNINGUM VINALIÐAR HELGI ARNARSON VIÐBURÐIR Á SKÓLÁRINU NEMENDUR SVARA SPURNINGUM ÞÓRÐUR HELGI ÞÓRÐARSON NEMENDUR SVARA SPURNINGUM BRANDAR OG SMÁSÖGUR - 3.LE ÓLAFÍA FRIÐRIKSDÓTTIR NEMENDUR SVARA SPURNINGUM KEPPENDUR NJARÐVÍKURSKÓLA ÁRSHÁTÍÐIN 2016 GUÐJÓN SIGBJÖRNSSON NEMENDUR SVARA SPURNINGUM RAGNHEIÐUR ALMA SNÆBJÖRNSDÓTTIR KROSSGÁTA NORRÆNA SKÓLAHALUPIÐ SLÁTURGERÐ FJÖLGREIDAVAL ÉG ÆTLA AÐ VERÐA - 2.KB INGVAR JÓNSSON MERKI NJARÐVÍKURSKÓLA VIÐTAL VIÐ ÓLAF ÓMAR ÞORRI OG ÞJÓÐTRÚ GUÐLAUG BJÖRT JÚLÍUSDÓTTIR MYNDASAGA SMÁSÖGUR - 2. KB LJÓÐ - 7.ÞBI SVÖR VIÐ GÁTUM STYRKTARLÍNUR Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


4

NJÖRÐUR

Einkunnarorð Njarðvíkurskóla eru menntun og mannrækt. Í skólanum okkar höfum við þessi gildi að leiðarljósi og tengjast þau líka vel agastefnunni okkar í stuðningi við jákvæða hegðun. Það er mikilvægt í lífinu að koma vel fram við hvert annað, að leggja sig fram í námi og líða vel með sig og sínar ákvarðanir. Ég er stolt af því starfi sem fer fram í Njarðvíkurskóla og nemendum hér sem eru skólanum til sóma í leik og starfi bæði innan skólans og utan. Menntun er gjöf sem mikilvægt er að nýta vel, því góð menntun getur gefið frelsi til að láta drauma sína rætast. MEÐ SUMARKVEÐJU, ÁSGERÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, SKÓLASTJÓRI

MENNTUN - MANNRÆKT EINKUNNARORÐ NJARÐVÍKURSKÓLA

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

5

ÁVA R P F O R M A N N S     BIRGIR ÖRN HJÖRVARSSON FORMAÐUR NEMENDARÁÐS

Kæri lesandi. Ég heiti Birgir Örn Hjörvarsson og ég gegni hlutverki formanns nemendafélags Njarðvíkurskóla þetta skólaár. Á þessu skólaári höfum við í nemendaráði skólans staðið fyrir mörgum skemmtilegum viðburðum í skólanum, t.d. höfum við verið með nokkur þemu eins og Eurovision-, bleikt- og ullaþema. Það hefur verið frábært að sjá hversu margir nemendur frá 10. bekk niður í 1. bekk hafa tekið þátt. Að auki er nóg af keppnum á sal eins og chubby bunny, kökukeppni og margt fleira en stundum er erfitt að halda keppnir því það fara svo margir nemendur út í frímínútur í þeim tilgangi að fara í fótbolta eða körfubolta þar sem allir fá að vera með. Að lokum vil ég þakka öllum kennurum, samnemendum og öðru starfsfólki fyrir frábært skólaár sem erfitt er að gleyma því það að vera í 10. bekk er best. Birgir Örn Hjörvarsson

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


6

NJÖRÐUR

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

7

SKÓLAHREYSTI     NJARÐVÍKURSKÓLI Í 3. SÆTI                                     Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 3. sæti í riðli 1 í ár, sem er besti árangur Njarðvíkurskóla frá upphafi. Hanna María Sigurðardóttir, Tetiana Stetsii, Atli Geir Gunnarsson, Krystian Wiktorovicz og Sigmar Marijón Friðriksson skipuðu lið skólans í ár.

ÁRANGUR NJARÐVÍKURSKÓLA 2007-2016                                     UPPHÝFINGAR Ár

Fjöldi

2009 32 2013 30 2008 30 2010 29 2016 26 2015 26 2011 24 2014 20 2007 19 2012 17

DÝFUR

Ár

Fjöldi

2010 36 2013 29 2016 27 2011 25 2015 24 2012 22 2007 16 2008 14 2014 14 2009 12

ARMBEYGJUR Ár

Fjöldi

2016 48 2013 43 2012 33 2015 25 2014 24 2010 24 2011 24 2009 22 2008 16 2007 10

HRAÐABRAUT Ár

Tími

2014 02:32 2015 02:35 2013 02:39 2016 02:41 2008 03:16 2007 03:23 2009 03:27 2010 03:43 2011 03:44 2012 04:03

HREYSTIGREIP Ár

Tími

2013 11:08 2012 04:42 2016 04:30 2009 03:24 2010 03:20 2011 03:18 2015 01:47 2014 01:44 2007 01:38 2008 01:09 Elva Lísa Sveinsdóttir setti Íslandsmet hreystigreip sem slegið var í mars 2016.

ELDBÖKUÐ PIZZA Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

STUTTAR SPURNINGAR

8

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

UPPÁHALDS SKYNDIBITI? Pizza. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Náttúrufræði, saga og íþróttir. HVAÐ EINUM HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Körfuboltaskónna minna. HVAÐ OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Ég vildi geta flogið, andað í vatni eða haft lækningamátt. UPPÁHALDS BÓKIN ÞÍN? Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup. BEYONCÈ EÐA NICKI MINAJ? Beyoncé!


NJÖRÐUR

9

J Ú L Í A S C H E V I N G S T E I N D Ó R S D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Júlía Scheving Steindórsdóttir, sem fædd er árið 1997, útskrifaðist úr Njarðvíkurskóla vorið 2013. Hún stundaði nám í Verzlunarskóla Íslands frá 2013-2015 og lauk verslunarprófi. Núna er hún að klára stúdentspróf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og mun útskrifast þaðan vorið 2017 af náttúrufræðibraut. BESTA VINKONA? Ég á svo stóran og góðan hóp af vinkonum þannig ég á margar bestu vinkonur. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Ég hlusta á allskonar tónlist, frá öllum tímum. Það fer bara eftir hvernig skapi ég er í hvað ég hlusta á, en uppáhalds tónlistarmennirnir mínir eru Ed Sheeran og Coldplay. À HVAÐA ALDRI BYRJAÐIR ÞÚ Í KÖRFUBOLTA? Ég hafði bæði verið í fimleikum og sundi þegar ég var yngri en ég byrjaði svo í körfunni 10 ára gömul. HVAÐ KOM TIL AÐ ÞÚ FÓRST Í VERZLÓ OG SVO Í FS? Ég byrjaði í Verzló því mig langaði að prófa að breyta um umhverfi og gera eitthvað nýtt og spennandi. Ég hafði líka heyrt góða hluti um skólann. Eftir tvö ár í Verzló skipti ég síðan yfir í FS. Það var aðallega vegna þess að mér fannst erfitt að geta tekið bæði fullan þátt í félagslífinu í skólanum, sinnt náminu eins vel og ég vildi og verið í körfunni á sama tíma. HVERNIG VAR Í VERZLÓ? Það var mjög skemmtilegt. Gaman að vera í bekkjarkerfi og kynnast krökkum annars staðar af af landinu. Það sem er líka svo skemmtilegt við Verzló er hvað félagslífið er stórt batterí. Margar skemmtilegar þemavikur, allskonar nefndir og flott böll. HVAÐ ERTU AÐ LÆRA? Í dag er ég á Náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.Ég er mjög ánægð í FS, frábær skóli og frábært félagslíf.

HVERT ER STEFNAN Í FRAMTÍÐINNI? Það er ennþá óvíst. Ég er alltaf að skipta um skoðun um hvað mig langar að gera. Ég stefni allavega á einhverskonar framhaldsnám og er alltaf pínu spennt fyrir því að mennta mig í útlöndum. Eftir útskrift úr FS langar mig í heimsreisu með vinkonum mínum.

HVAÐ MERKIR ÁST Í ÞÍNUM HUGA? Eitthvað fallegt og einlægt sem púslast saman úr mörgum litlum þáttum.

HVAÐ ER SKEMMTILEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR ORÐIÐ VITNI AÐ Á KÖRFUBOLTAVELLINUM? Skemmtilegustu atvikin eru að sigra leiki. Að vinna góða sigra eru skemmtilegustu atvikin. HVORT FINNST ÞÉR BETRA AÐ VERA Í BEKKJARKERFI EINS OG Í VERZLÓ EÐA ÁFANGAKERFI EINS OG Í FS? Mér finnst eiginlega bara bæði betra. ERTU ENNÞÁ MEÐ SAMSKIPTI VIÐ KRAKKANA Í VERZLÓ? Ég er aðallega í samskiptum við þær stelpur sem ég var mest með í skólanum. HVER/HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM? Fjölskylda og vinir, fyrirmyndir og góð tónlist. HVAÐA ÁR ER MINNISTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Lokaárið þegar ég var í 10. bekk, þá þjappaðist hópurinn enn betur saman og höldum við mörg góðu sambandi í dag. NEFNDU EITT ORÐ SEM LÝSIR NJARÐVÍKURSKÓLA BEST: Kósý.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


10

NJÖRÐUR

10.HH

NEMENDUR FÆDDIR ÁRIÐ 2000

MYNDIR: S k ó l a bODDGEIR l a ð N KARLSSON jarðvíkurskóla | 2015 - 2016

10.KH


NJÖRÐUR

11

H ÁT Í Ð A R K V Ö L D V E R Ð U R     FRÁBÆRT KVÖLD                                    Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 14. apríl. Foreldrar höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á aspassúpu í forrétt, kjöthlaðborð ásamt öllu tilheyrandi í aðalrétt og síðan var súkkulaðiterta og ís í eftirrétt. Einar Árni Jóhannsson og Mata Sigurfinnsdóttir voru veislustjórar og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.

Nemendur 9.EÁJ voru í íslensku í síðasta tíma á fimmtudeginum 18. apríl og á dagskrá var ljóðakafli í bókinni Neistar. Í upphafi kennslustundar var rætt um hátíðarkvöldverð 10. bekkja og árshátíðina sem var síðar um kvöldið. Úr þeirri umræðu urðu þessar línur sem eru kveðjuljóð frá 9. bekkingum til verðandi útskriftarnema.

Kveðja frá 2001

Í ljóðum lögðum okkur fram, línur frá okkar hjarta, farið varlega í fimmtudags djamm, og framtíð eigið bjarta.

Eftirrétturinn

Núll eitt nú mun völdin taka, Í Njarðvíkurskóla ráða. Af þessu tilefni í boði er kaka, því við losnum við ykkur báða .. (bekkina).

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


12

NJÖRÐUR

ELVAR MÁR FRIÐRIKSSON    VIÐTAL        Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur lokið sínu fyrsta tímabili með Barr y-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en Elvar Már og félagar urðu að sætta sig við að detta út úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Elvar hætti í LIU Brooklyn skólanum eftir síðasta vetur og skipti yfir í Barry sem spilar í 2. deild háskólaboltans í Bandaríkjunum. Það er óhætt að segja að íslenski leikstjórnandinn hafi endurskrifað metabók skólans þegar kemur að því að spila liðsfélagana uppi. Elvar gaf nefnilega alls 267 stoðsendingar í 33 leikjum Barry á tímabilinu eða 8,1 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 10,8 stig og 1,6 stolinn bolta í leik. Elvar var fyrir löngu búinn að setja nýtt skólamet í stoðsendingum þegar kom að þessum síðustu leikjum í úrslitakeppninni. Elvar bætti metið á endanum um heilar 46 stoðsendingar eða um rúmlega tuttugu prósent. Birgir Örn Hjörvarsson ræddi við Elvar Má. VILTU SEGJA STUTTLEGA FRÁ KÖRFUBOLTAFERLINUM ÞÍNUM? Ég byrjaði um 5 ára aldur að æfa körfubolta hjá Njarðvík og æfði þar upp alla yngri flokka, ég spilaði 3 ár með meistaraflokki Njarðvíkur en eftir það fór ég til New York í nám í 1 ár og skipti svo yfir til Miami þar sem ég er að spila núna í skóla sem heitir Barry University. Í HVERJU VARSTU BESTUR Í SKÓLA? Mér gekk oftast best í íslensku og íþróttum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ TAKA ÞÉR FYRIR HENDUR ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN Í HÁSKÓLABOLTANUM? Þegar háskalboltanum lýkur verð ég vonandi kominn með gráðu í viðskiptafræði, ég vil vinna við eitthvað tengt viðskiptum. Áður en ég fer út í það ætla ég að láta reyna á atvinnumennskuna. HVER ER BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ HEFUR SPILAÐ MEÐ? Á Íslandi var það Logi Gunnarsson og í Bandaríkjunum er það liðsfélagi minn Yunio Barrueta.

13

MESTU VONBRIGÐI? Mestu vonbrigðin var tapið í seríunni við Grindavík í leik fimm. ERTU HJÁTRÚARFULLUR FYRIR LEIKI? Nei ég er ekki mikið hjátrúafullur fyrir leiki ég klæði mig oftast bara í búning, reima á mig skó og þá er ég tilbúinn í leikinn. FYRIR UTAN KÖRFUBOLTA, FYLGIST ÞÚ MEÐ ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM? Ég fylgist með fótbolta.

HVERNIG ER DAGUR NJARÐVÍKSINS Í USA-MIAMI? Dagurinn í Miami er oftar en ekki mikill skóli og körfubolti. Þar sem ég fer í skólann snemma á morgnana og búinn um miðjan dag þá taka æfingar við og eftir það heimalærdómur. Þess á milli reynir maður aðeins að kíkja út í sólina. HVER ER FYRSTA MINNINGIN ÞÍN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Fyrsta minningin úr Njarðvíkurskóla er þegar Ásgerður var að fara yfir stafrófið með bekknum. Það er það fyrsta sem ég man eftir. HVERNIG LÝSIR ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA Njarðvíkurskóli er fullur af glæsilegu starfsfólki og nemendum sem gaman er að vera í. HVERNIG LÍST ÞÉR Á NJARÐVÍKURLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA Í DAG? Mér líst vel á Njarðvíkurliðið, þeir eru með flott lið og góða stráka sem hafa spilað saman lengi. HVAÐ ER SKEMMTILEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR ORÐIÐ VITNI AÐ Á KÖRFUBOLTAVELLINUM? Skemmtilegustu atvikin eru að sigra leiki. Að vinna góða sigra eru skemmtilegustu atvikin. SÆTASTI SIGURINN? Sætasti sigurinn var í mars þar sem við komumst í átta liða úrslit í Bandaríkjunum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

14

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     ÞÚ ERT Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI VILTU TAKA MEÐ ÞÉR

L

ilja María Sigfúsdóttir - 3.LE. Mat, vatn og eitthvað til að sofa á.

í

ris Björk Davíðsdóttir - 3.JS. Vatn, mat og myndavél.

Fullt af mat, eitthvað til að drekka og band.

H

K

B

M

agdalena Sunna - 3.JS.

eegan Jóhann Browne - 8.AH. Örvar, hníf og boga.

eimir G. Helgason - 3.JS. Hníf, band og kíki.

jartmar Þorsteinsson – 7.SG. Kókoshnetu, pálmatré og eyðieyju.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

F

?

rosti Kjartan Rúnarsson - 2.KB.

Mikinn mat, vatn, og eitthvað flugtæki.

P

S

atrycja Turowska - 8.ÞRH. Mat,vatn og hlý föt.

arah G. M. Smáradóttir - 6.GJ. Mat, drykki og föt.


NJÖRÐUR

15

VINALIÐAR     FJÖLBREYTT ÚRVAL LEIKJA Í FRÍMÍNÚTUM                                    Njarðvíkurskóli tók upp svokallað Vinaliðaverkefni vorið 2015. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá ákveðnir nemendur í 3. til 6. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið framkvæmt í mörg hundruð grunnskólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að taka það upp en Njarðvíkurskóli er eini skólinn í Reykjanesbæ sem tekur þátt í verkefninu. Verkefnastjórar eru Jóhann Karlsdóttir og Svandís Gylfadóttir.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


16

NJÖRÐUR

STUTTAR SPURNINGAR HVAÐ ERTU GAMALL? 49 ára í sumar.

MENNTUN? Ég er kennari og er með meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. HVER ER UPPÁHALDS MATURINN ÞINN? Það eru svið með rófustöppu og kartöflumús. HVER ER BESTI VINUR ÞINN? Ég á nokkra mjög góða æskuvini en síðan er ég líka alltaf að eignast nýja vini og kunningja. HVAÐ VAR UPPÁHALDS FAGIÐ ÞITT Í SKÓLA? Íþróttir og stærðfræði. HVER ER UPPÁHALDS HLUTURINN ÞINN HEIMA HJÁ ÞÉR? Plötuspilarinn minn er í miklu uppáhaldi hjá mér. ERTU MÖMMU EÐA PABBA STRÁKUR? Ætli ég sé ekki bara bæði.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

17

H E LG I A R N A R S O N    VIÐTAL                                   Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar stundaði nám í Njarðvíkurskóla alla sína grunnskólagöngu. Helgi er með meistaragráðu í menntunarfræði frá háskólanum í Edinborg, diplóma í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun auk íþróttakennaraprófs. Helgi var kennari um sex ára skeið og hefur starfað sem skólastjóri síðan 1998. Fyrst í Grunnskólanum á Blönduósi en í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði frá 2006 til 2015. Helgi á fjölda leikja sem leikmaður með knattspyrnuliði Njarðvíkur auk þess að hafa þjálfað meistaraflokk félagsins í nokkur ár. Birgir Örn Hjörvarsson ræddi við Helga. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁLIN HVAÐ ÆTLAÐIR ÞÚ AÐ VERÐA ÞÍN? ÞEGAR ÞÚ VARST YNGRI? Eins og margir ungir fótboltastrákar, Helstu áhugamál mín tengjast íþróttþá dreymdi mig um að verða atvinnu- um. Mér finnst einnig gaman að lesa bækur, hlusta á tónlist og horfa á maður í fótbolta. góðar kvikmyndir. Einnig að dunda mér í garðinum mínum. HVAÐ STARFAR ÞÚ VIÐ Í DAG? Ég starfa sem sviðsstjóri fræðslusviðs HVER VAR UPPÁHALDS hjá Reykjanesbæ. STAÐURINN ÞINN Í NJARÐVÍK ÞEGAR ÞÚ VARST BARN? Í HVERJU FELST STARFIÐ ÞITT Í Ég dvaldi löngum stundum í íþróttaDAG? Eins og starfsheiti mitt segir til um þá húsinu eða á íþróttavellinum, en ég stýri ég þeim málaflokkum sem heyra átti einnig uppáhaldsstað í heiðinni undir fræðslusvið Reykjanesbæjar fyrir ofan bæinn og leitaði stundum og ber þar helst að nefna leikskóla, þangað. grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttir og tómstundir, þar með talin íþrótta- HVERSU GÓÐUR VARSTU Í mannvirkin og forvarnir barna og ÍÞRÓTTUM SEM BARN? Mér gekk ágætlega í íþróttum. Ég var unglinga. mest í fótbolta og körfubolta en hafði HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VINNUNA gaman af flestum íþróttum. ÞÍNA? Fjölbreytni og að fá að vinna með HVAÐ BENCHAR ÞÚ? mörgu frábæru fólki. Það eru líka for- Ég hef tekið mest 100 kg. réttindi að fá að hafa áhrif á stefnu bæjarins í mjög mikilvægum mála- MEÐ HVAÐA LIÐI HELDUR ÞÚ Í flokkum sem snerta framtíð barn- ENSKA BOLTANUM? Tottenham er liðið mitt. anna okkar. BESTA MINNINGIN ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég á margar góðar minningar úr Njarðvíkurskóla. Tengjast þær oft sértökum viðburðum eins og skólaferðalögum og íþróttakeppnum en einnig daglegum samskiptum við bekkjarfélaga. HVERNIG LÝSIR ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA? Einkunnarorð skólans, Menntun og Mannrækt, lýsa vel Njarðvíkurskóla.

HVER VAR BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ SPILAÐIR Á MÓTI Í FÓTBOLTA? Ég á erfitt með að gera upp á milli margra frábærra leikmanna sem ég fékk tækifæri til að leika bæði með og á móti á mínum yngri árum. HVER ER BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ HEFUR ÞJÁLFAÐ? Það er erfitt að gera upp á milli þeirra leikmanna sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina. Ég get samt nefnt Ívar Ingimarsson sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik hjá mér og varð síðar atvinnumaður og lék fjölmarga landsleiki fyrir Ísland. Það er líka gaman að sjá hvað Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson hefur náð langt en hann var valinn til að fara með landsliði Íslands á EM í Frakklandi í sumar. VILTU BÆTA EINHVERJU VIÐ Í LOKIN? Áfram Njarðvíkurskóli!

HVER VAR BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ SPILAÐIR MEÐ Í FÓTBOLTA? Ég lék með mörgum fínum knattspyrnumönnum á mínum ferli. Einn af þeim albestu sem ég lék með í Njarðvík á sínum tíma var Haukur Jóhannesson sem er pabbi Óskars í KR.

Haukur Jóhannesson og Helgi Arnarson

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


18

NJÖRÐUR

VIÐBURÐIR Á SKÓLAÁRINU     SKÓLAÁRIÐ 2015 - 2016                                    DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn 16. september. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gagni hennar og gæðum. Nemendur í Njarðvíkurskóla unnu ýmis skemmtileg verkefni í tengslum við daginn.

SETNING LJÓSANÆTUR

Að venju fóru nemendur Njarðvíkurskóla á setningu Ljósanætur sem fór fram við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 3. september. Á setningunni var m.a. kór nemenda þar sem allir skólar bæjarins áttu sína fulltrúa. Fulltrúar Njarðvíkurskóla í kórnum voru Stefán Logi Ægisson í 5. ÁB og Kara Sól Gunnlaugsdóttir í 5. HF.

JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGSINS

Jólaföndur foreldrafélagsins var haldið á sal skólans í lok nóvember. Fullt var út úr dyrum af foreldrum og börnum sem mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.

BLEIKI DAGURINN

Október er mánuður Bleiku s l a u f u n n a r, á r ve k n i s - o g Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbmeini. Nemendur voru hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október. Með því sýndi Njarðvíkurskóli samstöðu í baráttunni.

HREKKJAVÖKUTEITI

KVEÐJUHÓF FYRIR ÓLU

29. október var haldið kveðjuhóf á sal Njarðvíkurskóla fyrir Ólafíu Sigríði Friðriksdóttur starfsmann á bókasafninu. Óla eins og hún er kölluð lét af störfum í október eftir 18 ára starf við Njarðvíkurskóla.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

Hrekkjavökuteiti var haldin í stofu 305 með pomp og prakt í október. Nemendur voru búnir að skreyta rýmið, baka vöfflur, hella upp á kaffi og laga djús, undir stjórn og handleiðslu Huldu Maríu Þorbjörnsdóttur stuðningsfulltrúa, áður en þeir buðu kennurum og stjórnendum í heimsókn til að njóta gleðinnar.


NJÖRÐUR

19

VINÁTTUDAGUR

KIRKJUFERÐ

EINELTI, JÁKVÆÐ SAMSKIPTI OG VINÁTTA

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, var með fræðslu um samskipti, vináttu og einelti fyrir nemendur, kennara og forráðamenn í 4. bekk. Vanda hefur um áratugaskeið rætt við börn og fullorðna um einelti, gert rannsóknir, skrifað greinar og bókarkafla. Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.

Hin árlega kirkjuferð á aðventu var farin þriðjudaginn 8. desember. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson tók á móti nemendum og starfsfólki skólans í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þessi stund í kirkjunni er ávallt hátíðleg og kemur öllum í jólaskap.

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu frumsamdar smásögur, sýndu frumsamið leikrit og stuttJAFNRÉTTISFRÆÐSLA myndir og margt fleira. Þá voru Í haust heimsóttu fulltrúar frá góðir gestir sem stigu á stokk en Jafnréttsstofu nemendur á elstu nemendur á leikskólanum unglingastigi og fræddu þá um Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. staðalímyndir og jafnrétti. bekk.

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár var dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Í tengslum við baráttudaginn var vináttudagur í Njarðvíkurskóla 6. nóvember þar sem lögð var áhersla á mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta. Nemendur í Njarðvíkurskóla voru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu. Sjónum var beint að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.

AÐGENGI AÐ LÍFINU

Nemendur 10. bekkjar tóku í annað sinn þátt í verkefninu Aðgengi að lífinu sem er verkefni MND félagsins og unnið með stuðningi Velferðarráðuneytisins. Gunnhildur Aradóttir og Elsa Katrín Galvez urðu í 5. sæti og fengu þær bæði peningaverðlaun sem og boðskort á Hamborgarafabrikkuna.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


20

NJÖRÐUR

STÆRÐFRÆÐIDAGURINN

Dagur stærðfræðinnar var haldinn í febrúar. Í tilefni af deginum var stærðfræðigetraun meðal nemenda í 1.-5. bekk og 6.-10. bekk, þar sem nemendur giskuðu á fjölda Lego - kubba í plastkassa. Einnig var Sudoku - keppni meðal nemenda í 6.-10. bekk þar sem nemendur áttu að leysa Sudokuþraut og skila inn. Vinningshafar fengu bíómiða fyrir tvo í Sambíóum Keflavík á sýningu að eigin vali.

HVATNINGARVERÐLAUN

Vinaliðaverkefnið í Njarðvíkurskóla var tilnefnt til hvatningaverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2015. Gaman er að halda á lofti frábærum verkefnum og stendur Vinliðaverkefnið fyllilega undir því að vera tilnefnt. Jóhanna Karlsdóttir og Svandís Gylfadóttir sem stýra verkefninu í Njarðvíkurskóla tóku við viðurkenningarskjali fyrir hönd skólans. Mörg áhugaverð verkefni voru tilnefnt til verðlaunanna og var það bjöllukór tónlistarskólans sem fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni.

HEIMSÓKN Í HÖRPU

9. bekkur fór í Eldbogarsal Hörpu í Reykjavík og horfði á leiksýninguna „Hvað ef?“ Hvað ef skemmtifræðsla er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira.

ESTER Í 2.-3. SÆTI Í FS

Nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk tóku þátt í stærðfræðkeppni FS og voru niðurstöður kynntar við hátíðlega athöfn í mars. Ester Borgarsdóttir, í 10. HH, náði 2.-3. sæti í keppni nemenda í 10. bekk. Hún fékk vasareikni og peninga í verðlaun.

SEXTING OG HRELLIKLÁM

Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ buðu í vetur upp á fræðslufundi um sexting (að skiptast á nektarmyndum) og hrelliklám. Fundirnir voru ætlaðir foreldrum barna á mið- og unglingastigi. Fræðslan bar heitið Ber það sem eftir er. Í kjölfarið var ákveðið að halda fræðslu fyrir nemendur á mið- og unglingastigi svo foreldrar og börn þeirra gætu rætt málið sín á milli af þekkingu og skilningi. Nemendur 5.-10. bekkja í Njarðvíkurskóla fengu slíka fræðslu í apríl sem styrkt var af Forvarnasjóði Reykjanesbæjar. Það var Sigríður Sigurjónsdóttir, höfundur verðlaunamyndanna Fáðu já og Stattu með þér sem sá um erindið. Við viljum hvetja foreldra til að taka upp þráðinn heima og ræða við börnin sín um þetta stóraukna vandamál, sem sexting og hrelliklám er, og afleiðingar þess.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

SKÁKKENNSLA

Í upphafi skólaárs byrjaði markviss skákkennsla í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í 5. og 6. bekk. Siguringi Sigurjónsson, kennari hjá Krakkaskák, sér um kennsluna sem er á stundaskrá nemenda á móti sundtímum. Einnig sér Siguringi um skákstöð í fjölgreindavali í 1.-4. bekk sem er í fyrstu tveimur tímunum á föstudögum.


NJÖRÐUR

21

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M

?

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGT AÐ GERA EFTIR SKÓLA

J

Að fara á NBA leik.

J

P

K

óhannes K. Jóhannesson 3.JS.

atrik Joey Birmingham 2.KB.

Fara í tölvuna.

ökull Valur Benediksdóttir 3.LE.

Að leika við vini og horfa á bíómyndir.

ristbjörg P. Guðmundsdóttir - 8.AH.

Vera með stelpunum.

E

va Sólan Stefánsdóttir 7.ÞBI.

Að fara út í körfubolta.

G

uðjón H. Áslaugsson – 6.GJ.

S

verrir Þór Freysson 8.ÞRH.

V

iktoría Rose Wagner

Fara á æfingu og hanga með vinum.

Skemmtilegast að 7.KE. hitta vini mína. Að fara í tölvuna.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


STUTTAR SPURNINGAR

22

NJÖRÐUR

HVAÐ SEGIR KJEEEEEEELLINN? Neiiii! Hvað segir kéééllingin. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Ég bara man það ekki, ekki danska. HVER/HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM? Það eru aðallega börnin mín. UPPÁHALDS SKYNDIBITI? Pizza allan daginn. LÍFSMOTTÓ? Láttu vaða, sér frekar eftir því að gera það ekki.

HVERSU STÓR ERTU? Doddi litli er 190 cm (þegar ég S k ó l arétti b l aúr ð mér). Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

23

Þ Ó R Ð U R H E LG I Þ Ó R Ð A R S O N I I L TLI DODD

VIÐTAL

Þórður Helgi Þórðarson dagskrágerðarmaður, útvarpsmaður og tónlistarmaður er uppalinn á Hlíðarveginum í Njarðvík. Þórður eða Doddi litli eins og hann er kallaður bendir nemendum í Njarðvíkurskóla á að vera stoltir af því að vera nemendur í skólanum. Jón Ragnar Magnússon ræddi við Þórð. HVER ERT ÞÚ, HVAÐAN ERTU OG HVAÐ ERTU GAMALL? Ég er Þórður Helgi Þórðason, Doddi litli.. stundum Love Guru. Ég er uppalinn á fallegasta stað landsins, Hlíðarveginum í Njarðvík, ég verð 47 ára í júní. HVENÆR OG HVERNIG ÁTTAÐIR ÞÚ ÞIG Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ VILDIR VERÐA? Ég var mjög ungur þegar ég vildi verða útvarpsmaður og poppstjarna, það blossaði upp í manni þegar maður hlustaði á Kanann í gamla daga. Ég náði að verða útvarpsmaður, er enn að bíða eftir poppstjörnunni... það kemur. HVERNIG LÆRÐIR ÞÚ FYRIR MIKILVÆG PRÓF? Hlustaði á plöturnar mína, fór út í körfubolta og teiknaði myndir..... mæli ekki með því, hefði frekar átt að læra bara. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Ég er út um allt í tónlist, hef verið hrifinn af tölvutónlist frá því að ég var barn, fannst magnað að hægt væri að gera þetta á tölvur. Það hefur síðan þróast í allskonar skrítnar útgáfur af elektrói og ambíent rugl. Hef átt sömu uppáhalds hljómsveitina síðan ég var 12 ára gamall, Depeche Mode. HVAÐA ÁR ER MINNISTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ætli það hafi ekki verið 1985 þegar ég varð dj í skólanum, ég taldi mig um leið svalasta manninn í bænum (ég var það). Var síðan rekinn fyrir að sprengja alla hátalara sem ég komst í, nemendafélagið hafði ekki efni á að kaupa fleiri.

UPPÁHALDS MATUR? Það voða basic, grilluð nautalund með minni sósu.. ég er líka mikill pizzumaður. HVAÐ EINUM HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Það eru eiginlega þrír hlutir, börnin mín (kannski ekki beint hlutir). EF ÞÚ VÆRIR FASTUR Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Svarið hér á undan, börnin mín til þess að sjá um allt. Ég myndi bara vera kóngurinn og láta þau þjóna mér. UPPÁHALDS FÖT? Njarðvíkurbolurinn minn sem fer í taugarnar á öllum í vinnunni, ég er víst einn um að finnast hann töff. HVAÐA ÁHUGAMÁL ÁTTU? Tónlist og íþróttir, er svo heppinn að vinna við að sinna hvoru tveggja (og börnin.. ég er að verða full væminn). HVAÐ OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Ég væri til í að vera The Hatedestroyer! Ofurhetjan sem eyðir öllu hatri í heiminum og allir fara í góðan fíling. AF HVERJU HEFUR ÞÚ SAMIÐ LAG UM SELFOSS EN EKKI NJARÐVÍK? Vegna þess að þetta er grínútgáfa af Scooter og hann þótti voða töff á Selfossi á þessum tíma. Ég hef oft laumað einhverju Njarðvíkur reffi í lögin mín, til dæmis í Phatbull tala ég um „260 alla leið“.

HVAÐ ER VANDRÆÐALEGASTA ATVIKIÐ/MOMENTIÐ Á ÞÍNUM ÚTVARPSFERLI? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var að tékka á hljóðnema sem var e-ð skrítinn. Ég gerði það í aðalhljóðveri Rásar 2 á meðan hádegisfréttir voru í gangi. Ég hélt að þær væru sendar út í öðru hljóðveri og öskraði og söng yfir mínútu af fréttum um pólitik og annað skemmtilegt þangað til að það kom brjálaður tæknimaður hlaupandi inn, eldrauður í framan: „SLÖKKTU Á HELVÍTIS MÆKNUM, ÞÚ ERT AÐ ÖSKRA YFIR FRÉTTIRNAR!“ Það var sem sagt allt í lagi með hljóðnemann... það var kvartað í margara vikur yfir þessum hálfvita sem var að skemma fréttatímann. HORFIR ÞÚ Á EUROVISION? Ég elska Júró, ég fer meira að segja í upphitunarþáttinn á RUV þriðja árið í röð í vor. Það eina sem skemmir Júró eru lögin, þau eru öll ótrúlega leiðinleg. EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILT SEGJA AÐ LOKUM? Verið stolt að vera í Njarðvíkurskóla, þetta er flottasti skóli landsins og verið óhrædd við að monta ykkur á honum og ykkur. Njarðvíkingar eru bestir, það bara vita það ekki allir. Áfram Njarðvík.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

24

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVER ER UPPÁHALDS NÁMSGREININ ÞÍN

L

ogi Örn Logason - 1.KI. Stærðfræði

A

tli Jón Ólafsson - 5.HF. Enska

M T

agni Ingvi Axelsson - 1.ELJ. Íþróttir

anja

Stetsii

Heimilisfræði

8.AH.

G

uðjón Logi Sigfússon 5.HF. Stærðfræði

M E

?

argrét Rún Viðarsdóttir 1.KI. Stærðfræði

sther J. Gustavsdóttir – 5.ÁB.

Íslenska

A

rnar F. Gunnlaugsson – 9.EÁJ. Heimilisfræði

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

S

albjörg T. Halldórsdóttir 1.ELJ. Stærðfræði

B

jörn Ólafur Valgeirsson – 4.ÁÁ. Stærðfræði

Á

B

sdís H. Jóhannesdóttir – 6.GJ. Íslenska

erglind R. Þorsteinsdóttir – 8.ÞRH. Náttúrufræði


NJÖRÐUR

3.LE

BRANDARAR OG SMÁSÖGUR

MÚS OG FÍLL Á SAFNI Einu sinni voru mús og fíll á bókasafni, þá sagði safnavörðurinn við músina, þú mátt ekki vera með fíl hér á safninu. Músin fór þá með fílinn bak við safnið og setti brauð undir fæturnar á honum og brauð á hausinn á honum og fóru þau síðan aftur á safnið. ÉG SAGÐI AÐ ÞÚ MÆTTIR EKKI VERA HÉR MEÐ FÍL ! sagði safnavörðurinn. Þá svarar músin HVAÐ KEMUR ÞÉR VIÐ HVAÐ ÉG SET Á BRAUÐSNEIÐINA MÍNA !

25

KÖTTURINN FYNDNI Einu sinni var köttur sem fór í bíó og keypti sér popp og kók. Í bíóinu var maður sem var rosalega pirrandi og hann var alltaf að stíga á köttinn. Kötturinn sagði hættu að „STOPPSTÍGAÁMIG“!!!! Maðurinn hætti. Myndin var rosalega skemmtileg og svo fór kötturinn heim á salernið því að hann fékk svo mikið popp. ENDIR. Heiðdís Birta og Embla Sól

Hildur Rún, Hildigunnur Eir og Gabriela

TVEIR TÓMATAR OG NOKKRIR AÐRIR Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu, þá kom bíll og keyrði yfir hinn. Þá datt vélin úr bílnum og þá sagði hinn tómaturinn, er í lagi tómatsósa ? Hann sagði NEI og söng : Nú liggur vél á mér, nú liggur vél á mér....

SKÍÐAFERÐIN Einu sinn voru 3 strákar sem hétu Sölvi, Almar og Viktor og þeir voru að fara á skíði og á bretti. Þeir byrjuðu á bretti og þeir fóru í Kónginn og beygðu í gilið. Þar var skilti og þar stóð bara „fyrir starfsmenn“ það var örugglega eitthvað nýtt því ef þið hafið farið í Bláfjöll hefur það aldrei verið svona, en þeir fóru samt inn og þar voru fullt af tækjum.

Hildur Rún, Hildigunnur Eir og Gabriela

FÍLL OG MÚS Einu sinni voru fíll og mús. Þau voru að labba niður Laugarveginn og músin söng: Ég labba niður Laugarveginn, ég labba niður Laugarveginn. Þá sagði fíllinn ef að þú syngur þetta einu sinni enn þá stíg ég á þig. Músin söng: Ég labba niður Laugarveginn, ég labba niður Laugarveginn. Þá steig fíllinn á músina og músin söng: Ég labba niður Laugarveginn, ég labba niður Laugarveginn. Þá sagði fíllinn ef að þú syngur þetta einu sinni enn þá krem ég þig og músin söng: Ég labba niður Laugarveginn, ég labba niður Laugarveginn. Þá sagði fíllinn ef að þú syngur þetta einu sinni enn þá pissa ég á þig. Þá söng músin: Mér finnst rigninginn góð tralalalala, vo, o.....

Sölvi Steinn

Hildur Rún, Hildigunnur Eir og Gabriela

AF GÖTUNNI Einu sinni var Aron úti að labba með ömmu sinni. Hann sá nammi á götunni og sagði: Má ég taka nammið upp, þá sagði amman: Nei þú mátt aldrei taka neitt upp af götunni. Allt í einu datt amman og bað Aron að hjálpa sér upp. Þá sagði hann, amma þú sagðir að ég mætti ekki taka neitt upp af götunni. Hekla Sif og Yasmin Petra

SKÖLLÓTTUR KARL Það var einu sinni karl sem var sköllóttur. Hann fékk ís á hausinn og sagði : ÚLLALA NÝTT HÁR. Lilja María og Birna Rós

HUNDURINN Einu sinni var hundur sem hét Bella. Hún kunni að labba á tveimur fótum. Eigandinn kastaði beini og hundurinn hljóp á tveimum fótum festist þannig. Hún fór þá í heljastökk og lenti á hinum fótunum.

GÁTA

Það eru tveir bræður. Sá eldri er fjögurra ára og hinn er helmingi yngri. Hvað verður yngri bróðirinn gamall þegar eldri verður 100 ára? Garðar Ingi Róbertsson

Svar á bls. 51

Lilja María og Birna Rós

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

STUTTAR SPURNINGAR

NJÖRÐUR

ÓLA Á BÓKSAAFNINU

26

UPPÁHALDS LITUR Grænn og bleikur. UPPÁHALDS STAÐUR Á ÍSLANDI: Það er Skaftafell. HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á DÝRUM? Já ég á hund. UPPÁHALDS MATUR? Allur matur er matar bestur. HVAÐA BÓK ERTU MEÐ Á NÁTTBORÐINU ÞÍNU? Bara glæpasögur.


NJÖRÐUR

27

ÓLAFÍA SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR

VIÐTAL

Ólafía Sigríður Friðriksdóttir starfsmaður á bókasafninu eða Óla eins og hún er kölluð lét af störfum í október 2015 eftir 18 ára starf við Njarðvíkurskóla. Óla var ráðin við skólann haustið 1997 af Gylfa Guðmundssyni þáverandi skólastjóra. Óla hefur unnið allan þennan tíma á bókasafninu og fyrstu árin undir handleiðslu Ernu Guðmundsdóttur kennara og bókasafnsfræðings. Fyrsta árið var Óla í hlutastarfi en var svo ráðin í fast starfshlutfall árið eftir og hefur starfað við skólann síðan. Óla hefur verið á þessum tíma vakandi yfir starfseminni á bókasafninu og þeim bókakosti sem þar er. Hún hefur sýnt mikinn metnað í starfi með glaðværð, natni og heilindi að leiðarljósi í samskiptum sínum við samstarfsfólk sem og nemendur. Óla gekk sjálf í Njarðvíkurskóla og þekkir því vel til alls sem kemur að skólanum. Það hefur verið gott fyrir samstarfsfólk hennar að leita í viskubrunn varðandi ýmis málefni er varða skólann og samfélagið okkar. Starfsfólk Njarðvíkurskóla þakkar Ólu fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu Njarðvíkurskóla í 18 ár. Aníta Ólöf Guðnadóttir og Svala Björgvinsdóttir ræddu við Ólu. HVAÐAN KEMUR ÞÚ? Kem frá Narðvík og var í Grunnskóla Njarðvíkur og var þá kallaður Barnaskóli Njarðvíkur. HVAÐA STÖRF HEFUR ÞÚ STARFAÐ VIÐ? Hárgreiðslumeistari og á bókasafninu. HVAÐ FANNST ÞÉR SKEMMTILEGASTA FAG Í SKÓLA? Mér fannst bara allt skemmtilegt og mér fannst gaman í skólanum. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁL ÞÍN? Mér finnst rosalega gaman að vinna í garðinum mínum. UPPÁHALDS BÓK? Fyrsta bókin sem ég las þegar ég byrjaði að vinna var Pollýana. HVAÐ MERKIR ÁST Í ÞÍNUM HUGA? Ást fyrir mér er kærleikur og væntumþykja. HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG ÁFRAM Í LÍFINU? Það eru bara fólkið í kringum mig. HVAÐ STARFAÐIR ÞÚ LENGI Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég starfaði 17 ár í Njarðvíkurskóla. HRESSASTI STARFSMAÐUR NJARÐVÍKURSKÓLA? Það er hún Gauja. Hún er alltaf hress.

EFTIRMINNILEGASTI NEMANDI Á MEÐAN ÞÚ STARFAÐIR Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Það eru svo margir ég get ekki gert upp á milli nemanda það eru bara forréttindi að fá að kynnast öllu þessu unga fólki. EFTIRMINNILEGASTI STARFSMAÐUR Á MEÐAN ÞÚ STARFAÐIR Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Það er eins með það, ég get ekki tekið út mér þykir svo vænt um alla. BESTA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Þetta er voðalega erfið spurning. Það er svo margt. Eiginlega síðasta minning mín þegar ég starfaði í Njarðvíkurskóla er þegar það var haldið kaffisamsæti mér til heiðurs. EF ÞÚ MÆTTIR LÝSA NJARÐVÍKURSKÓLA Í FÁUM ORÐUM HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA: Þá lýsir maður starfsfólki Njarðvíkurskóla og það er nátturulega bara frábært. HVAÐA EIGINLEIKA ÞARF BÓKAVÖRÐUR AÐ HAFA? HVAÐ SKIPTIR MÁLI Í STARFINU? Að hafa áhuga a börnum, bókum og hafa mikla þolinmæði. HVAÐ VAR BEST VIÐ AÐ VINNA Á BÓKASAFNI? Það var á hverju ári sem ég las allar nýju bækurnar sem komu út og það voru kannski um 50 bækur. Ég las þær allar svo að ég gæti sagt nemendum frá þeim og leiðbeint hver á að lesa hvað. HVAÐ OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Ég hef nógu mikinn kraft til þess að lifa góðu lífi þeir sem eru með ofurkraft þeir stjórna öðrum og ég vil það ekki.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

28

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M

?

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST AÐ GERA Í NJARÐVÍKURSKÓLA

A

uður D. Magnúsdóttir - 1.KI.

Mér finnst skemmtilegast að vera úti í frímúnútum.

M

agnþóra R. Guðmundsdóttir – 2.KB.

Fjölgreindarval.

B

jartmar Þorsteinsson – 7.SG. Fara í iþróttir.

F

reydís Ó. Sæmundsdóttir - 1.ELJ.

Að fara á bókasafnið.

H

T

hor Christopher Keilen – 8.ÞRH.

V

Hanga með vinum.

B

ergmann A. F. Ramirez – 6.GJ. Læra og hafa gaman með vinum.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

S

elga V. Thordersen - 5.HF. Það er skemmtilegast að lesa.

albjörg Pálsdóttir – 8.AH. Vera með vinum.

indri Þór Gylfason – 7.KE. Fara í íþróttir.


NJÖRÐUR

29

KEPPENDUR NJARÐVÍKURSKÓLA     SKÓLAÁRIÐ 2015-2016                                    SKÓLAHREYSTI

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti tók þátt í keppninni í mars í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þátttökuskólar voru grunnskólar af Reykjanesi og úr Hafnarfirði. Lið Njarðvíkurskóla endaði í 3. sæti í skemmtilegum riðli sem er besti árangur skólans frá upphafi.

Hanna María Sigurðardóttir Tetiana Stetsii Atli Geir Gunnarsson Krystian Wiktorovicz Sigmar Marijón Friðriksson

GETTU ENN BETUR

Spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar, Gettu enn betur, fór fram í Njarðvíkurskóla í febrúar. Eftir nokkrar skemmtilegar viðureignir tókust lið Njarðvíkurskóla og Holtaskóla á í úrslitarimmu. Úrslitin réðust á seinustu spurningu kvöldsins og stóð lið Holtaskóla uppi sem sigurvegari.

Ester Borgarsdóttir Jón Ragnar Magnússon Viktor Máni Sigfússon

ÍSLANDSMÓT GRUNNSKÓLASVEITA

Skáksveit Njarðvíkurskóla endaði í 14. sæti af 31 sveit á Íslandsmót grunnskólasveita sem haldið var í Rimaskóla í apríl. Sveitin fékk gullmedalíu fyrir efsta sæti skóla af landsbyggðinni. Einn sveitarmanna, Sólon vann einnig borðarverðlaun fyrir að vinna allar sínar níu skákir á fyrsta borði.

GRUNNSKÓLAMÓT Í SUNDI

Njarðvíkurskóli átti lið bæði á eldra stigi og yngra stigi á Grunnskólamótinu í sundi sem fram fór í Laugardalslauginni. Liðin stóðu sig mjög vel og komust bæði liðin í 8 liða úrslit. Þar hafnaði eldra liðið í 6. sæti af 30 liðum og yngra liðið í 7. sæti af 34 liðum.

Sólon Siguringason Kári Snær Halldórsson Fannar Snævar Hauksson Ásgeir Orri Magnússon

Ásgeir, Kári, Fannar, Kristófer, Ásdís, Thelma, Glódís, Aleksandra, Tristan, Kjartan, Sigmar, Gil, Ester, Klaudia, Berglind og Patrycja

STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var í Grunnskóla Sandgerðis í mars. Þar keppu tveir fulltrúar frá hverjum skóla í Reykjanesbæ auk Grunnskólans í Sandgerði. Okkar keppendur stóðu sig mjög vel og voru sér og skólanum til mikils sóma.

Helena Rafnsdóttir María Lovísa Davíðsdóttir

KNATTSPYRNUMÓT GRUNNSKÓLA

Knattspyrnulið Njarðvíkurskóla, skipað drengjum í 9. og 10. bekk, vann knattspyrnumót grunnskóla Reykjanesbæjar í Reykjaneshöllinni í september.

Gil, Jóhann, Jón, Aron, Hinrik, Fannar, Krystian, Atli, Brynjar og Birgir.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


30

NJÖRÐUR

Á R S H ÁT Í Ð I N 2 0 1 6     FJÖRUG ÁRSHÁTÍÐ Í NJARÐVÍKURSKÓLA                                    Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg fimmtudaginn 10. mars í íþróttahúsinu í Njarðvík. Hátíðin þótti heppnast vel þar sem gleði ríkti hjá nemendum þegar þeir tóku þátt í sýningunum og sýndu afrakstur æfinga undanfarinna vikna. Árshátíðin hófst með fjölmennu opnunaratriði þar sem nemendur á öllum aldri og starfsfólk komu samstíga á svið með líflegt atriði sem gaf tóninn fyrir árshátíðina. Danshöfundar voru Heiðrún Rós Þórðardóttir og Erika Dorielle Sigurðardóttir. Fjölmenni var á hátíðinni sem lauk með kaffiboði í Njarðvíkurskóla í boði foreldra.

KYNNAR Á ÁRSHÁTÍÐINNI                                    Ester Borgarsdóttir og Birgir Örn Hjörvarsson voru kynnar á árshátíðinni.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

O

3

5

PNUNARATRIÐI

FRÁBÆR ATRIÐI

. JS. – Ísland got talent

. ÁB. – Dance off

D

ansatriði

3

7

. LE. - Söngur og dans

. bekkur - Dans

w

ii-Dans

1

5

9

31

. BEKKUR - Dýrin í AFRÍKU

. HF. – Blandaðir leikþættir

. AB. - Gítar

G

ítar og söngur

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

STUTTAR SPURNINGAR

32

HVAÐA GRUNNSKÓLA VARSTU Í? Langholtsskóla í Reykjavík. HVAÐ ER UPPHÁLDS MATURINN ÞINN? Saltað hrossakjöt. HVER ERU HELSTU ÁHUGAMÁL? Lið sem strákarnir mínir halda ekki með. BESTA ÍÞRÓTT? Handbolti.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

33

GUÐJÓN

SIGBJÖRNSSON    VIÐTAL

Guðjón Sigbjörnsson hefur kennt við Njarðvíkurskóla frá árinu 1976. Á þeim tíma hefur hann kennt allt upp í þremur ættliðum Njarðvíkinga þar á með hluta af núverandi kennaraliði skólans. Guðjón er mikilvægur einstaklingur í skólasamfélagi Njarðvíkurskóla þar sem hann er duglegur að dreifa reynslu sinni og visku til starfsmanna og nemenda skólans. Veigar Páll Alexandersson og Aníta Ólöf Guðnadóttir tóku viðtal við Guðjón. HVAR ERTU FÆDDUR OG UPPALINN? Ég fæddist í Reykjavík árið 1952 og uppalinn þar. HVERSU GÓÐUR VARST ÞÚ Í ÍÞRÓTTUM SEM BARN? Ég var mjög góður í frjálsum íþróttum. VILTU LÝSA STARFINU ÞÍNU: Það er ekki einfalt, en starfið er mjög krefjandi og byggist mikið á mannlegum samskiptum. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ VERA KENNARI? Nemendurnir og samstarfsfólkið. HEFUR ÞIG LANGAÐ AÐ VERA KENNARI FRÁ BARNÆSKU? Nei það var ýmislegt annað. En að vera kennari er mjög skemmtilegt og gefandi. HVAÐ ERTU BÚINN AÐ VERA KENNARI LENGI? 41 ár. HVENÆR BYRJAÐIR ÞÚ AÐ VINNA Í NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég byrjaði árið 1976. HVER ER EFTIRMINNILEGASTI NEMANDI SEM ÞÚ HEFUR KENNT? Er búinn að kenna vel yfir 3000 nemendum þannig að það er ómögulegt að finna þann eftirminnilegasta.

HVERJAR ERU HELSTU BREYTINGAR SEM HAFA ORÐIÐ Á SKÓLASTARFINU SÍÐAN ÞÚ BYRJAÐIR? Helstu breytingarnar eru að í upphafi kenndi maður miklu meira en í seinni tíð. Maður var gjarnan með tvo umsjónarbekki en í dag er kennslan minni og mun meiri skriffinnska og fundarhöld. BESTA MINNING ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Nemendurnir og samstarfsfólkið. Eitt af því sem mér þykir vænst um er hversu oft gamlir nemendur hafa komið og leitað aðstoðar eða bara til að heimsækja gamla kennarann sinn. VITLU BÆTA EINHVERJU VIÐ Í LOKINN? Það er mjög gefandi að heyra og sjá af nemendum sem að vegna vel í lífinu og geta að einhverju leyti þakkað það skólagöngunni sinni í Njarðvíkurskóla.

SKEMMTILEGASTA STÆRÐFRÆÐIN ÞÍN? Algebra. SKEMMTILEGASTI BEKKUR SEM ÞÚ HEFUR KENNT? Bekkurinn sem náði mestum árangri. HVERNIG LÝSIR ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA? Njarðvíkurskóli er góður og gefandi vinnustaður.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

34

N E M E N D U R S VA R A S P U R N I N G U M     HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI

Atvinnumaður í fótbotla og milljarðarmæringur.

A

B

S

G

J

ron Teitsson - 7.ÞBI.

ólrún B. Einarsdóttir – 4.ÁÁ. Hárgreiðslukona.

enný G. Vignisdóttir – 10.KH. Flugfreyja.

K

irna Rós Daníelsdóttir - 3.LE. Ég ætla að vera dýralæknir.

unnar T. Ægisson – 5.ÁB. Ég ætla að verða bankamaður.

amilla Rós Kristinsdóttir – 7.KE.

Vinna á Ungó.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

E

?

lva Rún Óskarsdóttir - 7.ÞBI.

Snyrtifræðingur og atvinnumaður í körfubolta.

G

S

abríel V. Björgvinsson – 6.GJ. Tannlæknir.

vandís L. Sigurbjörnsdóttir – 6.GJ.

Söngkona.


NJÖRÐUR

35

R A G N H E I Ð U R A L M A S N Æ B J Ö R N S D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir gekk í Njarðvíkurskóla í 6.-10. bekk og er útskrifuð sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Í dag er hún nemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er virk í starfi björgunarsveitarinnar Suðurnes. Aníta Ólöf Guðnadóttir ræddi við Ragnheiði Ölmu. HVENÆR OG HVERNIG ÁTTAÐIR ÞÚ ÞIG Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ VILDIR VERÐA? Þegar ég byrjaði í vitlausu námi í háskólanum en náði sem betur fer að skipta. HVER/HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM? Fjölskyldan og metnaðurinn til að vinna hlutina vel. HVERNIG LÆRÐIR ÞÚ FYRIR MIKILVÆG PRÓF? Ég glósa, endurskrifa glósurnar og tek út það sem ég er viss um að ég kunni. Ég nota mikið spjöld þar sem ég set spurninguna framan á og svarið aftan á. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Fm957 og K100. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Náttúrufræði. HVAÐA ER EFTIRMINNILEGASTA ATVIKIÐ ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ætli það sé ekki fyrsti dagurinn minn í skólanum. Ég byrjaði í 6. bekk og fyrsti tíminn minn var lestur. Það voru tvær stelpur úr bekknum fengnar til að sýna mér skólann og ég hélt að ég myndi aldrei rata um hann. UPPÁHALDS MATUR? Nautasteik og penne pastað á Vegamótum.

HVAÐA EINUM HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Tölvan mín, greyið er í gangi mestallan sólarhringinn. EF ÞÚ VÆRIR FÖST Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Úff.... þetta er erfið spurning. Ég þyrfti í fyrsta lagi góðan félagsskap og eitthvað til að skýla mér frá sólinni svo að ég verði ekki eins og tómatur.

HVAÐ LÆRIR MAÐUR Á ÞVÍ AÐ VERA Í UNGLINGADEILD? Svo margt... þú þarft að geta unnið með öllum og síðan færðu grunn í öllu sem við kemur starfinu. Snjóflóð, leitartækni, rötun, ferðamennska, fyrstu hjálp og svo miklu meira.

UPPÁHALDS FÖT? Svört skyrta sem ég nota mjög mikið. HVAÐ OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Að geta gert alla jákvæða. LÍFSMOTTÓ? Ef þú leggur þig fram við að gera hlutina vel gengur allt upp. HVAÐ BYGGIST STARF UNGLINGADEILDARINNAR KLETTS Á? Að kynnast grunnþáttum björgunarsveitastafsins á skemmtilega hátt og að sjálfsögðu að hafa gaman . AF HVERJU ÆTTI NEMANDI Í NJARÐVÍKURSKÓLA AÐ TAKA ÞÁTT Í STARFSEMI BJÖRGUNARSVEITAR? Þetta er skemmtilegt, frábær félagskapur og lærdómsríkt.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


36

NJÖRÐUR

K R O S S G ÁTA

LÁRÉTT 1. Njarðvíkurskóli starfar eftir uppeldisstefnunni „Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun“. Hver er skammstöfun stefnunnar? 4. Hvað heitir skólablað Njarðvíkurskóla? 6. Í hvaða íþrótt fékk lið frá Njarðvíkurskóla gullmedalíu fyrir efsta sæti skóla af landsbyggðinni? 7. Hversu mörg atriði voru á árshátíðinni í Njarðvíkurskóla 10. mars 2016? 9. Hvað heitir kennarinn sem lætur af störfum í vor eftir 37 ára starf í Njarðvíkurskóla? 11. Njarðvíkurskóli fór í apríl 2015 af stað með verkefni sem gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Hvað heitir verkefnið? 13. Njarðvíkurskóli var stofnaður nítjánhundruð fjörtíu og … LÓÐRÉTT 2. Skólinn hefur undir sinni stjórn tvær sérdeildir. Önnur deildin heitir Ösp og hin heitir ............. 3. ………….. er umhverfismerki vistvænna skóla. 5. Hvað heitir skólastjóri Njarðvíkurskóla? 8. Hvað saumuðu nemendur á þemadögunum undir leiðsögn Kristbjargar? 10. Einkunnarorð Njarðvíkurskóla eru Menntun og ……. 12. Nemandi í Njarðvíkurskóla setti Íslandsmet í hreystigreip árið 2013, hvað heitir hún?

Svör á bls. 51

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

37

THELMA LIND EINARSDÓTTIR - 5.HF Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


38

NJÖRÐUR

N O R R Æ N A S K Ó L A H L AU P I Ð     NEMENDUR HLUPU UM FIMM KÍLÓMETRA AÐ MEÐALTALI                                    Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Hlaupið fór fram í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 29. september þar sem allir nemendur tóku þátt. Íþróttakennarar skólans sáu um að skipuleggja hlaupið og kennarar skráðu fjölda hringja í kringum skrúðgarðinn sem nemendur hlupu. Nemendur hlupu að meðaltali rúma fimm kílómetra. Á yngsta stigi hlupu Patrik Joe Birmingham og Viktor Garri Guðnason lengst hjá strákum (8,8 km) og Helena Rán Gunnarsdóttir (8,2 km) hjá stelpum. Á miðstigi hljóp Ásgeir Orri Magnússon lengst hjá strákum (12,6 km) en Glódís Líf Gunnarsdóttir, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir og Laufey Lind Valgeirsdóttir lengst hjá stelpunum (10 km). Á efsta stigi hlupu Jón Ragnar Magnússon og Jóhann Gunnar Einarsson lengst hjá strákunum (15,1 km) og Helena Rafnsdóttir hjá stelpunum (12,6 km).

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

39

S L ÁT U R G E R Ð     ÁHUGASAMIR SAUMUÐU VAMBIR MEÐ KRISTBJÖRGU                                    Á þemadögum tóku nemendur á miðstigi slátur. Eftirvænting skein úr andlitum, enginn grátur Fengu fræðslu um eld-gamla tíma Fólk þurfti aldeilis við margt þá að glíma. Í torfkofum bjuggu og þeim var oft kalt Enginn hiti, rafmagn, sagt var, þú skalt! Hjálpa við störfin og gera þitt besta Harka og elja, einkenndi flesta . Áhugasamir saumuðu vambir, á meðan aðrir hrærðu Einhverjir voru þeir, sem ekkert um slátrið kærðu En það var í lagi, margir fengu helling að smakka Slátur, hrátt og soðið, raðað fallega upp á bakka Nauðsynlegt er að fræðast um gamla daga Nýtnin og neyðin voru marga að plaga Það er gott að geta sett sig í annarra spor Áræðnin eykst, þroskinn eykur þor. Kristbjörg Eyjólfsdóttir

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


40

NJÖRÐUR

FJ Ö LG R E I N D AVA L     NEMENDUR Í 1. - 4. BEKK                                    Í tengslum við þróunarverkefnið Vegir liggja til allra átta hafa nemendur í 1.-4. bekk verið í vetur í fjölgreindarvali í tvo tíma á viku. Hugmyndin er frá Howard Gardner en í fjölgreindarvalinu læra á mismunandi hátt og með því að vinna á fjölbreyttum vinnustöðvum þar sem þau fá tækifæri til þess að kynnast áhugasviði sínu. Markmiðið er að nemendur þjálfist í samvinnu með ólíkum aldurshópum, sýni virkni og áhuga. Þeir fá viðfangsefni við hæfi og hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum. Þessir tímar hafa verið vinsælir hjá krökkunum og starfsfólki.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

ÉG ÆTLA AÐ VERÐA

ALMAR ELÍ BJÖRGVINSSON Ég ætla að verða uppfinningamaður þegar ég verð stór og finna upp eitthvað umhverfisvænt.

41

2.KB

ÁSTRÓS LOVÍSA HAUKSDÓTTIR Þegar ég verð stór ætla ég að verða leikskólakennari og ég ætla að syngja með krökkunum og ég ætla líka að smyrja brauð. BERGUR SNÆR EINARSSON Þegar ég verð stór ætla ég að verða lögga eins og afi minn. Ég ætla að ná í bófa og setja þá í fangelsi. Ég þarf líka að passa að fólk fari eftir umferðareglunum. Ég held að það sé ótrúlega gaman að vera lögga. Áður en ég verð lögga þarf ég að klára grunnskólann minn. Svo ætla ég að fara í lögregluskólann. Ég hlakka til að verða lögga og hjálpa fólki. DANIELIUS ANDRIJAUSKAS Ég ætla að verða björgunarsveitamaður þegar ég verð stór. Mig langar að hjálpa fólki. ELSA KRYEZIU Þegar ég verð stór ætla ég að verða kennari. EYJA DÍS LEO JÓHANNSDÓTTIR Ég ætla að verða hestakona og hjálpa hestum. Hesturinn minn á að heita Ásta og hún á að vera bleik á litinn. Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri. FJÓLA OSMANI Þegar ég verð stór langar mig að verða lögreglukona. Mig langar að geta hjálpað og bjargað fólkinu. En það skemmtilegasta er að keyra löggubílinn því þá get ég kveikt á rauðu og bláu ljósunum og stoppað einhvern sem fer of hratt eða einhvern sem er ekki að fara eftir reglunum. FROSTI KJARTAN RÚNARSSON Ég ætla að verða sérsveitamaður þegar ég er orðinn stór af því að þá verð ég hugrakkur. GUNNAR PÁLL GUÐNASON Þegar ég verð stór ætla ég að verða kranabílstjóri eins og afi minn. Bílinn minn á að vera rauður og kraninn grár.

GÁTA

Hvað er númerið undir bílnum sem er lagt?

KÁRI SIGURINGASON Ég ætla að verða björgunarsveitarmaður þegar ég verð stór og vera í bíladeildinni, fara til útlanda og líka bjarga fólki þar. KRISTÍN BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Þegar ég verð stór ætla ég að verða gangavörður og listmálari. Mér finnst mjög gaman að teikna og mála. Ég veit ekki af hverju mig langar til þess að verða gangavörður. Mér finnst það bara spennandi. MAGNÞÓRA RÓS GUÐMUNDSDÓTTIR Þegar ég verð stór ætla ég að verða dýralæknir og hjálpa dýrum að láta þeim líða vel. Ég ætla að ferðast til útlanda og hjálpa dýrum í útlöndum. PATRIK JOE BIRMINGHAM Þegar að ég verð stór dreymir mig um að verða atvinnumaður í körfubolta. Mig langar mest að spila í Ameríku. En til þess að það gerist þá þarf ég að æfa mig mjög mikið. PAULINA CYBULSKA Ég ætla að verða bílstjóri þegar ég verð stór. RAGNA TALÍA MAGNÚSDÓTTIR Þegar ég verð stór ætla ég að verða fimleikakennari því ég er að æfa fimleika og finnst það mjög gaman. SARA BJÖRK LOGADÓTTIR Mig langar til að vera svo margt þegar ég verð stór. Ég vil verða kennari, körfuboltakona, fimleikastjarna og fleira. Ég held ég eigi eftir að verða svo góð í því sem ég ákveð að vera. VALGERÐUR AMELÍA REYNALDSDÓTTIR Ég ætla að verða dýralæknir þegar ég verð stór og hjálpa veikum dýrum svo að þau geti lifað lengur. VIKTOR GARRI GUÐNASON Þegar ég verð stór ætla ég að verða fótboltamaður. Mig langar að spila með Barcelona.

Hilmar Björn Ásgeirsson

Svar á bls. 51

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


42

NJÖRÐUR

TÖ F F A Ð V E R A Ú R N J A R Ð V Í K

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

I N G VA R J Ó N S S O N

43

FER Á EM Í FRAKKLANDI

VIÐTAL                                   Knattspyrnumarkvörðurinn Ingvar Jónsson ól manninn á Grundarveginum í Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Ingvar er trúlofaður Írisi Guðmundsdóttur, saman eiga þau eina dóttur og einn son. Ingvar, sem var árið 2014 kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins, leikur í dag með Sandefjord í norsku 1. deildinni. Ingvar sem er á leið með A-landsliði Íslands á EM í Frakklandi í sumar lék sinn fyrsta landsleik gegn Belgíu árið 2014. Hinrik Jón Reynisson ræddi við Ingvar. VILTU SEGJA STUTTLEGA FRÁ KNATTSPYRNUFERLINUM ÞÍNUM? Byrjaði að æfa fótbolta með Njarðvík 6 ára gamall og var í Njarðvík til 21 árs. Fór yfir til Stjörnunnar í efstu deild og spilaði með þeim í 4 ár. Endaði minn tíma hjá Stjörnunni með Íslandsmeistaratitli árið 2014. Samdi við IK Start í Noregi í lok árs 2014 en spilaði lítið þar tímabilið 2015, var lánaður til Sandnes Ulf þar sem ég spilaði seinni part tímabils. Samdi svo á þessu ári við Sandefjord. Hef spilað 4 leiki fyrir yngri landslið Íslands og 4 leiki fyrir A landsliðið. HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ TAKA ÞÉR FYRIR HENDUR ÞEGAR KNATTSPYRNUFERLINUM LÝKUR? Hef ekki alveg ákveðið það. Er að fara að byrja í fjarnámi frá Íslandi í viðskiptafræði. Væri gaman að reka sitt eigið fyrirtæki og það er eitthvað sem ég hef hugsað um. Einnig finnst mér líklegt að ég verði áfram í einhverskonar starfi tengdu fótboltanum. HEFUR ÞÚ ALLTAF VERIÐ MARKVÖRÐUR? Já nánast frá byrjun, fór fljótt að finnast það skemmtilegasta staðan. ER EINHVER ÍSLENSKUR LEIKMAÐUR SEM ÞÉR FINNST SÉRSTAKLEGA MINNISTÆÐUR? Eiður Smári er sá leikmaður sem maður fygldist mikið með þegar maður var yngri og geri enn. Á stórkoslegan feril að baki og hefur verið gaman að fá tækifæri að fá að æfa og spila leiki með honum. HVER ER BESTI LEIKMAÐURINN SEM ÞÚ HEFUR SPILAÐ MEÐ? Eiður Smári Guðjohnsen eða Gylfi Þór Sigurðsson.

HVERNIG LÝSIR ÞÚ NJARÐVÍKURSKÓLA Góður og skemmtilegur skóli. HVERNIG ER DAGUR NJARÐVÍKSINS Í NOREGI? Vakna um 7:30 með dóttur minni, fer með hana í leikskólann og fer svo uppá völl. Liðið borðar morgunmat saman kl 9. Fótboltaæfingin byrjar 10:30 og nýtir maður tímann þarna á milli annað hvort í ræktinni eða í meðhöndlun hja sjúkraþjálfaranum. Æfingin er búin rúmlega 12 og svo er hádegismatur kl. 13. Þá er vinnudeginum lokið, en þettta er oftast svona þegar tímabiilið sjálft er byrjað. Á undirbúningstímabilinu erum við oftast að æfa 2x á dag, og þá er maður niður á velli frá 8 -15. HVERNIG LÍST ÞÉR Á NJARÐVÍKURLIÐIÐ Í KNATTSPYRNU Í DAG? Hef ekki mikið fylgst með þeim undanfarin ár, en væri til í að sjá fleiri leikmenn koma upp úr yngriflokkastarfinu og hafa liðið með fleiri Njarðvíkingum innanborðs. HVAÐ ER SKEMMTILEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR ORÐIÐ VITNI AÐ Á KNATTSPYRNUVELLINUM? Lokaflautið í leiknum móti FH þann 4. október 2014. Að hafa tryggt sér titilinn á 93. mínútu er augnablik sem maður mun aldrei gleyma. SÆTASTI SIGURINN? Lech Poznan í Evrópukeppninni með Stjörnunni eða FH leikurinn. MESTU VONBRIGÐI? Hafa ekki verið valinn í U-21 hópinn fyrir lokamótið í Danmörku fyrir nokkrum árum.

ERTU HJÁTRÚARFULL( UR ) FYRIR LEIKI ( EF JÁ, HVERNIG ÞÁ)? Ég var rosalega hjátrúafullur þegar ég var yngri, þá sérstaklega varðandi hvað ég borðaði fyrir leiki og svona. En er það minna í dag, reyni samt alltaf að hafa leikdagana hjá mér með svipuðu sniði. Góður svefn nóttina áður, borða hollt og gott jafnt og þétt yfir daginn, tek stutta lögn yfir daginn, horfi á myndbönd og fer yfir það í huganum hvað ég ætla að einbeita mér og gera vel í leiknum sem er um kvöldið. SEGÐU OKKUR FRÁ SKEMMTILEGU ATVIKI SEM GERST HEFUR Í LEIK: Í Evrópukeppninni með Stjörnunni spiluðum við gegn Motherwell og fór leikurinn í framlengingu. Þegar seinni hálfleikur framlengarinnar byrjaði þá tókum við eftir því að við vorum manni færri. Einn danskur leikmaður hjá okkur hafði fengið svona svakalega í magann og var fastur á klósettinu. Hann kom inná 5 mínútum síðar en var mikið hlegið að þessu eftir á. HVERNIG VAR AÐ VERA VALINN Í LOKAHÓP EM Í FRAKKLANDI? Stór draumur varð að veruleika þegar ég var valinn í lokahóp landsliðsins fyrir EM í Frakklandi. Ótrúlega stoltur og hlakka gríðarlega til. SKILABOÐ TIL UNGRA NEMENDA Í NJARÐVÍKURSKÓLA Ætli ég verði ekki að segja bara ef það er eitthvað sem ykkur langar virkilega að gera, sama hvað það er, hafið alltaf trú á því og gerið allt sem þið getið gert til að komast nær því markmiði, ekkert er ómögulegt ef maður hefur nægan metnað og vilja til að ná þeim.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


44

NJÖRÐUR

MERKI NJARÐVÍKURSKÓLA

VIÐTAL VIÐ ÓLAF ÓMAR

Valbjörg Ómarsdóttir, sem var nemandi í 10. bekk Njarðvíkurskóla árið 2004, fékk í apríl sama ár viðurkenningu fyrir hönnun á nýju merki Njarðvíkurskóla. Samkeppni var haldin um hönnun nýs merkis fyrir skólann og tók fjöldi nemenda þátt í keppninni og bárust margar góðar tillögur. Hugmynd Valbjargar varð fyrir valinu sem fyrr segir en Eric Farley, myndmenntakennari og grafískur hönnuður, bjó merkið til prentunar. 23. apríl 2004 var fáni Njarðvíkurskóla með hinu nýja merki dreginn að húni við skólalóðina í fyrsta sinn.

Ólafur Ómar er 14 ára nemandi í Njarðvíkurskóla. Áhugamál hans eru dýr og að spila tölvuleiki eins og Minecraft og Extreme car racing. Ólafur sem æfir Taekwondo einu sinni í viku finnst skemmtilegt að vera í lögguleik og passa upp á skólann sinn. HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGT AÐ GERA? Mér finnst skemmtilegast að spila tölvuleiki og fara í fótbolta.

GÁTUR FRÁ 7.KE

HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR ÞÚ ERT Á ÚTIVAKT Í FRÍMÍNÚTUM? Passa krakkana.

2. Rómverskur riddari réðist inn í Rómaborg, rændi og ruplaði

ERTU AÐ ÆFA ÍÞRÓTTIR? Já, ég er að æfa taekwondo.

1. Hvaða mús gengur á tveimur fótum? (Jan) rabbabara og rúsínum, hvað eru mörg R í því? (Helena)

3. Hvaða hundar ganga á fjórum fótum? (Elva Lára og Helena) 4. Af hverju má ekki fara í skóginn á milli kl 4 og 5? (Hilmar Daði)

5. Af hverju eru krókódílar flatir? (Hilmar Daði)

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Í SUMAR? Kannski reyna að koma mer i sumarvinnu og kaupa nýja tölvuleiki og spila þá. HVERNIG VAR AÐ FERMAST? Mjög skemmtilegt, ég fékk m.a. flotta peysu frá Rúnari frænda.

6. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú leggst í rúmið? (Natan Orri)

7. Stína fór í strætó og sótti Sesselju í skólann, settist svo í sæti og stoppaði Sigga og Sindra. Hvað eru mörg S í þessu? (Vilborg)

8. Hvað kemur upp þegar það byrjar að rigna? (María) 9. Málsháttur sem ég fékk í páskaegginu mínu? (Svanhildur) 10. Hvað önd gengur á tveimur fótum? (Jan) 11. Af hverju læra krakkar stærðfræði? (Natan Orri) Svö á bls. 51 Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016

GÁTA    10 fiskar eru í fiskabúri! - 2 drukknuðu - 4 syntu í burtu - 3 dóu

Hversu margir eru eftir í búrinu?

Svar á bls. 51


NJÖRÐUR

45

ÞORRI OG ÞJÓÐÞRÚ     ÞEMADAGAR Í JANÚAR                                    Þemadagar voru í Njarðvíkurskóla í lok janúar. Nemendur unnu með viðfangsefnið þorri og þjóðtrú. Nemendum var skipt niður í hópa sem fóru á milli mismunandi stöðva. Nemendur á elst stigi (8.-10. bekkur) fóru á Duus þar sem þeir fengu fræðslu, heimsóttu Kristin E. Jónsson og fræddumst um vinnslu á harðfiski, fóru í ratleik auk annars. Nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) fóru í sláturgerð, kynntust ritun með rúnum, lærðu um þorrablót, unnu stuttmyndir, fóru í smökkun á þorramat í Öspinni þar sem reyndi á öll skynfæri auk annars. Yngsta stigið (1.-4. bekkur) fengu að þæfa ull, kynnast helstu glímutökum, læra um fatnað fólks við landnám, kynnast gömlu dönsunum og unnu verkefni um álfa auk þess að fara á þorrablót með tilheyrandi mat.

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


46

NJÖRÐUR

DÚX

V O R I Ð 2015

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

47

G U Ð L AU G B J Ö R T J Ú L Í U S D ÓT T I R    VIÐTAL                                   Guðlaug Björt Júlíusdóttir útskrifaðist úr Njarðvíkurskóla vorið 2012. Frá Njarðvíkurskóla lá leiðin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hún útskrifaðist sem dúx skólans með hæstu meðaleinkunn vorið 2015. Auk þess að vera góður námsmaður hefur hún getið sér gott orð á körfuboltavellinum sem unglingalandsliðskona og leikmaður með Njarðvík, Grindavík og Keflavík. Jón Ragnar Magnússon ræddi við Guðlaugu Björt. HVENÆR ÚTSKRIFAÐIST ÞÚ ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Ég útskrifaðist árið 2012. HVENÆR OG HVERNIG ÁTTAÐIR ÞÚ ÞIG Á ÞVÍ HVAÐ ÞÚ VILDIR VERÐA? Síðasta árið mitt í FS þá áttaði ég mig á að ég vildi læra eitthvað í tengslum við raungreinar, ætli ég fari ekki verkfræðina. Á HVAÐA ALDRI STEFNIR ÞÚ Á AÐ STOFNA FJÖLSKYLDU? Ég hugsa að ég stofni ekki fjölskyldu fyrr en ég hef lokið námi annars veit maður aldrei. HVER/HVAÐ HVETUR ÞIG ÁFRAM? Að sjá annað fólk ná góðum árangri í einhverju. HVAÐ ER ÞAÐ SEM HVETUR ÞIG ÁFRAM TIL AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á NÁM? Aðallega hvað góður námsárangur veitir manni mikið frelsi til að stjórna því hvað maður vill læra og starfa við í framtíðinni. Ég hef mjög gaman af námi og að ná árangri í því og það hvetur mig líka áfram. HVERNIG LÆRIR ÞÚ FYRIR MIKILVÆG PRÓF? Ég læri jafnt og þétt yfir veturinn og fylgist vel með í tímum svo að þegar að það kemur að stóru prófunum þá er ég vel undirbúin. HVAÐA TEGUND AF TÓNLIST HLUSTAR ÞÚ Á? Hlusta mikið á rólega tónlist og líka mikið á íslenska tónlist.

STEFNIR ÞÚ Á AÐ EIGNAST BARN/ BÖRN Í FRAMTÍÐINNI? EF JÁ, HVERSU MÖRG? Já, svona 2-3. UPPÁHALDS NÁMSGREIN? Stærðfræði. HVAÐA ÁR ER MINNISTÆÐAST ÚR NJARÐVÍKURSKÓLA? Útskriftarárið.

HVAÐ OFURKRAFT MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA? Vera ósýnileg. MYNDIR ÞÚ VILJA HAFA ÞANN EIGINLEIKA AÐ SEGJA ALLT SEM ÞÚ HUGSAR UPPHÁTT EÐA GETA EKKI SAGT NEITT? Allan daginn að segja frekar allt sem ég hugsa upphátt.

HVAÐ MERKIR ÁST Í ÞÍNUM HUGA? Jón Axel . UPPÁHALDS MATUR? Skólastjórasúpan hennar mömmu. STEFNIR ÞÚ Á AÐ STUNDA NÁM ERLENDIS? EF JÁ, HVAR? Já ég stefni á það klárlega, helst þá í Bandaríkjunum eða master einhverstaðar í Evrópu. UPPHÁLDS SNYRTIVARA? Temptu hjólið mitt. HVAÐ EINUM HLUT GETUR ÞÚ EKKI LIFAÐ ÁN? Án koddans míns. EF ÞÚ VÆRIR FÖST Á EYÐIEYJU, HVAÐA ÞRJÁ HLUTI MYNDIR ÞÚ TAKA MEÐ ÞÉR? Sólarvörn, hníf og skriðdreka. UPPÁHALDS FÖT? Joggingbuxur og peysur eru í miklu uppáhaldi. UPPÁHALDS SKYNDIBITI? Hamborgarabúlla Tómasar.

HVAÐA ÁHUGAMÁL ÁTTU? Helsta áhugamálið mitt er körfubolti. Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

48

MYNDASAGA

ANDREA RÁN DAVÍÐSDÓTTIR Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

SMÁSÖGUR

49

2.KB

BÓBÓ OG FREDDÝ THE TEDDÝ Bóbó og Freddý eru bestu vinir. Þeir gera margt skemmtilegt saman. Einu sinni fóru þeir í sund en Freddý gleymdi sundskýlunni sinni og Bóbó varð mjög hissa. Sem betur fór var Bóbó með auka sundskýlu og gat lánað honum. Þeir skemmtu sér mjög vel. Almar Elí Björgvinsson HELGARFRÍ Um helgina var gaman. Við fórum að hjóla og lituðum mynd. Ég spilaði Olsen Olsen með pabba. Ástrós Lovísa Hauksdóttir NÝTT LEGO Ég heiti Bergur Snær og ég á nýtt Lego. Mamma gaf mér nýtt Lego Minecraft þegar hún kom heim frá útlöndum. Ég þurfti að búa til pláss í herberginu mínu til að kubba Legoið. Núna er ég búinn að kubba það og mér finnst það vera flott. Mér finnst rosalega skemmtilegt að kubba Lego og ég er búinn að leika mér mikið með það. Mig langar að fá meira Lego og ég ætla að safna pening fyrir miklu Legoi. Bergur Snær Einarsson

HEIMSÓKN Ég elska þegar einhver kemur heim til mín. Ég elska þegar Kári borðar skúkkulaði. Danielius Andrijauskas RÓSA PERLA OG VONDI HÁKARLINN Einu sinni var lítil hafmeyja. Hún hét Rósa. Hún var með fjólublátt hár og skottið hennar var grænt og fjólublátt á litin. Hún átti höfrunga vin sem hér Perla þær voru alltaf að leika sér saman. Einu sinni kom einn vondur hákarl og hann tók Perlu. Rósa var orðin mjög leið. Elsa Kryeziu RISAFIÐRILDIÐ KRISTÍN Kristín var risafiðrildi sem bjó í risahúsi með fjölskyldunni sinni. Maðurinn heitir Viktor og dætur hennar heita Ása og Berglind, þær voru tvíburar. Berglind var stór eins og manmma sín en Ása lítil. Þau voru hamingjusöm til æviloka. Eyja Dís Leo Jóhannsdóttir

NETTÓMÓTIÐ Um helgina var Nettómótið í körfubolta. Við spiluðum körfu og fengum að borða í FS. Fórum í bíó og sund og fengum að leika okkur í Reykjaneshöllinni og síðan var kvöldvakan. Hópurinn minn fór heim til Kristínar í pylsupartý. Allt þetta var svo gaman og í lokin fengum við öll bakpoka, páskaegg, svala og medalíu.

Fjóla Osmani

SUMARFRÍIÐ MITT Á SPÁNI Ég fór til Spánar með mömmu, pabba og bróa. Það var mjög gaman. Við fórum til Almería. Frosti Kjartan Rúnarsson STAR WARS GEIMFLAUG Þessi geimflaug heitir Sixth Fighter. Ég á svona geimflaug. Ég fékk hana í verðlaun frá mömmu minni þegar ég var duglegur í myndatökunni á spítalanum. Ég kubbaði hana úr Legó kubbum. Ég var svolítið lengi en svo hjálpaði pabbi mér. Gunnar Páll Guðnason

VATNAKÖTTUR Þegar ég verð stór þá ætla ég að kaupa mér vatnakött og ég ætla að prófa hann strax. Svo ætla ég að vera upp í sumarbústað og það verður skemmtilegt. Kári Siguringason NETTÓMÓT Ég keppti á mínu fyrsta Nettómóti. Ég fór í bíó, sund, kvöldvöku og hádegismat í FS. Mér fannst gaman á Nettómótinu. Kristín Björk Guðjónsdóttir

SUMARFRÍ Í sumar ætla ég til Akureyrar, fá ís og leika mér hjá skóginum í aparólunni og skoða það sem hægt er að sjá. Fara í sund og hitta Pöndu hundinn minn. Magnþóra Rós Guðmundsdóttir NETTÓMÓTIÐ Um síðustu helgi var Nettómótið í Reykjanesbæ. Það var mjög mikið um að vera. Við fórum til dæmis í sund, bíó, hoppukastala, pítsuveislu og margt fleira. Helgin var mjög skemmtileg í alla staði. Patrik Joe Birmingham DÝRIN MÍN Ég var að leika með dýrunum mínum Shopkins. Paulina Cybulska

SYSTUR Eitt laugardagskvöld voru mamma og pabbi á árshátíð. Krista Gló í dansferð. Þá voru bara ég og Írena heima og við fórum upp í rúm og hlustuðum á tónlist og horfðum svo á bíómynd. Þetta var mjög gaman. Ragna Talía Magnúsdóttir NETTÓMÓTIÐ Ég var að keppa á Nettómótinu. Ég var með Kristínu og Fjólu í liði. Við fórum saman í sund og bíó. Svo fórum við í Reykjaneshöllina í hoppukastala. Við fórum heim til Kristínar í pylsupartý. Við fórum á kvöldvöku, pizzuveislu og svo á verðlaunaafhendinguna þar fengum við medalíu, páskaegg og sundpoka með glaðningi í verðlaun. Sara Björk Logadóttir

ASKUR Ég á hund sem heitir Askur. Hann er svartur Labrodor. Við hleypum honum út úr búrinu á morgnana þegar við vöknum. Hann vill alltaf borða okkar mat og situr við borðið og bíður eftir að fá eitthvað. Hann þarf oft að fara út að pissa og svo komum við aftur inn og þá fer ég í skólann. Valgerður Amelía Reynaldsdóttir

NETTÓMÓT Um helgina er ég að fara að keppa á Nettómótinu í körfbolta. Við erum fimm saman í liði. Þetta er í annað skiptið sem ég tek þátt á mótinu. Áfram Njarðvík.

Viktor Garri Guðnason

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


50

NJÖRÐUR

LJÓÐ

7.ÞBI

SVÖR VIÐ GÁTUM

LAUGARVEGURINN Ísland er landið mitt og landið þitt, Í Kringlunni hittumst við og þær. Við röltum niður Laugarveginn, Og endum á American Style.

KALLI Kalli fór á þakið Kalli fór í búð Kalli fór í bæinn Nú er hann að borða snúð Katý og Einar

Camilla og Fílóreta

FÓTBOLTA DJÓK Hann Bale gerir ekki fail, Thiago Silva er eins og hafnaboltakylfa. Juan Mata er alveg eins og skata. Hann Neymar skó sína reimar. Rooney hermir eftir George Clooney. Við þurfum að fara til Gylfa, því þar er mín golfkylfa. Toni Kroos er hræddur við mús, Sem er með lús og fer inn í hús.

LANDIÐ Landið mitt er landið þitt lágmark gengur fólkið mitt. Grjótið rennur gilið grátt grasið vex í rétta átt.

Samúel og Óðinn

Eva Sólan Stefánsdóttir

GÁTUR FRÁ 7.KE BLS. 44 1. Mikki mús og Mína mús 2. Ekkert 3. Katla og Denni 4. Þá eru fílar í fallhlífastökki 5. Því þeir fóru í skóginn á milli kl. 4 og 5. 6. Tekur fæturna af gólfinu 7. Tveir 8. Regnhlíf 9. Segðu ekki allt sem þú hugsar en hugsaðu allt sem þú segir 10. Allar endur 11. Til þess að læra að reikna GÁTA BLS. 25 - Svar: 98 ára GÁTA BLS. 41 - Svar: 87 GÁTA BLS. 44- Svar: 10 fiskar - Fiskar drukkna ekki. - Ef þeir eru í fiskabúri geta þeir ekki synt í burtu. - Ef þeir hafa dátið þá fljóta þeir vatninu. KROSSGÁTA Á BLS. 36. Svör: 1-PBS, 2-Björk, 3-Grænfáninn, 4-Njörður, 5-Ásgerður, 6-Skák, 7-Ellefu, 8-Vambir, 9-Guðjón, 10-Mannrækt, 11-Vinaliðaverkefni, 12-Elva, 13-Tvö

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

STYRKTARLÍNUR

51

Njarðvíkurskóli þakkar eftirtöldum aðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu skólablaðsins Njarðar. BÚSTOÐ - THOR VÖRUR - VÍKURFRÉTTIR - BIÐSKÝLIÐ - BÍLNET STUÐLABERG FASTEIGNASALA - GALLERÍ KEFLAVÍK - SS HLUTIR TJARNAGRILL - APÓTEKARINN KEFLAVÍK Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


NJÖRÐUR

52

Skólablað Njarðvíkurskóla | 2015 - 2016


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.