2020
Bragðgóður bolludagur
dal
Sylvía Hauk
Lakkrísbolla
með súkkulaðirjóma og Nóa Lakkrískurli Súkkulaðirjómi 150 g Síríus Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum 75 ml rjómi 600 ml rjómi (þeyttur) 150 g Síríus Lakkrískurl lakkrískaramella 1 poki Nóa Lakkrískúlur 4 msk rjómi Skraut Nóa Piparkropp (mulið gróft) Síríus Lakkrískurl
aðferð Brytjið niður rjómasúkkulaðið með lakkrísflögum og hitið rjómann (75 ml) að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið vel saman. Súkkulaðiblöndunni er síðan blandað varlega saman við þeytta rjómann. Skerið bollurnar í sundur og setjið súkkulaðirjómann á milli og svo lakkrískurl. Nóa lakkrískúlur settar í lítinn pott ásamt rjómanum og brætt saman. Dýfið lokunum af bollunum í lakkrískaramelluna eða setjið á með skeið. Að lokum eru bollurnar skreyttar með gróft muldu piparkroppi og lakkrískurli.
Sælkerabolla
með ástaraldinsultu og súkkulaði ganache Ástaraldinsulta 5 stk ástaraldin 60 g sykur Súkkulaðirjómi 150 g Síríus Suðusúkkulaði með karamellu og salti 75 ml rjómi 600 ml rjómi (þeyttur) Síríus Karamellukurl SÚKKULAÐI GANACHE 100 g Síríus Suðusúkkulaði 50 ml rjómi Skraut Síríus Suðusúkkulaði
aðferð Skafið innan úr ástaraldinávöxtunum (e. passion fruit) og setjið í lítinn pott ásamt sykri og sjóðið þar til sykurinn leysist upp. Kælið. Brytjið niður suðusúkkulaðið með karamellu og salti. Hitið rjómann (75 ml) upp að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið vel saman. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við þeytta rjómann. Skerið bollurnar í tvennt. Setjið ástaraldinsultuna á botninn, súkkulaðirjómann ofan á og síðast karamellukurl. Brytjið suðusúkkulaðið, hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið og hrærið vel saman. Dýfið lokunum á bollunum ofan í og skreytið með rifnu suðusúkkulaði.
Karamellubolla
með jarðarber jum og Nóa Karamellukurli Karamellu ganache 100 g Nóa Saltkaramelluhnappar
aðferð Saxið niður súkkulaðihnappana og hitið rjómann upp að suðu. Hellið síðan heita rjómanum yfir súkkulaðið og blandið vel saman.
50 ml rjómi Jarðarberjarjómi 500 ml rjómi (þeyttur) 4-5 msk Royal jarðarberjabúðingur Jarðarber Síríus Karamellukurl Súkkulaðikaramella 1 poki Nóa Rjómakúlur 4 msk rjómi Skraut Síríus Karamellukurl Síríus Súkkulaðiperlur
Þeytið rjóma og blandið jarðarberjabúðingnum saman við. Skerið bollurnar í tvennt, setjið karamellu ganache á botninn og raðið jarðarberjasneiðum á bolluna, setjið jarðarberjarjómann ofan á og stráið karamellukurli yfir. Nóa Rjómakúlur settar í lítinn pott ásamt rjómanum og brætt saman. Dýfið lokunum af bollunum ofan í karamelluna eða setjið á með skeið. Stráið karamellukurli og sælkeraperlum yfir.
Ef tirréttabolla
með hvítsúkkulaðirjóma og trompbitum HVÍTSÚKKULAÐIRJÓMI 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar 75 ml rjómi 600 ml rjómi (þeyttur) Hindber Síríus Rjómasúkkulaði með trompbitum Súkkulaðiglassúr 250 g Síríus Suðusúkkulaði 125 g smjör 35 g flórsykur 215 ml rjómi 1 msk kaffi 1/4 tsk salt Skraut Nóa Kropp Síríus hvítir súkkulaðidropar
AÐFERÐ Hitið 75 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir hvítu súkkulaðidropana og hrærið vel saman. Hrærið því næst blöndunni varlega saman við þeytta rjómann. Skerið bollurnar í tvennt. Raðið hindberjum á botninn og setjið hvítsúkkulaðirjómann ofan á og síðast saxaða rjómasúkkulaðið með trompbitum. Setjið öll hráefnin í pott og bræðið á lágum hita, takið síðan blönduna úr pottinum og leyfið henni að standa aðeins meðan hún kólnar. Dýfið lokunum af bollunum í glassúrinn og skreytið með söxuðum hvítum súkkulaðidropum og Nóa kroppi.
Vatnsdeigsbollur 10-12 stykki
Hráefni 3 egg 300 ml vatn 160 g hveiti 150 g smjör
Aðferð 1. Hitið ofninn í 175°C (blástur). 2. Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar. 3. Deigið sett í hrærivélaskál og hrært þar til það kólnar. 4. Næst er egg junum bætt saman við, einu í einu, þar til þau hafa blandast vel saman við deigið. 5. Mótið bollur með sprautupoka (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír eða sílikonmottu og bakið við 175°C heitum ofni í 20 mínútur. Athugið – Ekki má opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Sígildar gerdeigsbollur 10-12 stykki
Hráefni 80 g smjör (brætt) 250 ml mjólk 12 g þurrger (eitt bréf) 40 g sykur ½ tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 egg 1 tsk vanilludropar 300-400 g hveiti
Aðferð 1. Bræðið smjör og hrærið mjólkinni saman við. Athugið að blandan á að vera ylvolg eða um 37°C. 2. Bætið þurrgeri og sykri út í blönduna. 3. Setjið blönduna í hrærivélaskál og hrærið lyftidufti, um helmingnum af hveitinu (150 gr), salti og vanilludropum vel saman við. 4. Hrærið eggið lítillega í sér skál. Setjið helming út í deigblönduna ásamt afganginum af hveitinu og blandið saman þar til að deigið er aðeins blautt. Geymið hinn helminginn af egginu til penslunar. 5. Hnoðið í að minnsta kosti 5 mínútur í hrærivél eða 10 mínútur með höndum. 6. Látið deigið hefast á volgum stað í 30-45 mínútur. 7. Búið til 10-12 bollur úr deiginu og látið hefast í aðrar 30-45 mínútur. 8. Að lokum eru bollurnar penslaðar með afgangnum af egginu og bollurnar bakaðar í 190°C heitum ofni í 8-10 mínútur.
Við mælum með að fullkomna bolludaginn með heitu súkkulaði