Guðrún Kristín Magnúsdóttir
25. krakkaskræða
Haftsænir Gapþrosnir og fleira torskilið -- ja bara óskiljanlegt
25. kálfaskræða: Haftsænir Gapþrosnir Geirölnir valkyrjan Geirlöðnir Geirdriful og fleira í skrítnum dúr sem ekki hefur verið hægt að útskýra merkingalega séð vegna þess að fræðingarnir --- svo duglegir sem þeir nú eru, og allra góðra gjalda verðir --hafa, fyrir menntunarskorts sakir, ekki haft forsendur til að skilja. Menn hafa hreint ekki vitað að til er annað svið tilverunnar en þessi yndislegi hugarheimur með öllum sínum pælingum og fræðum. Ergo (þar af leiðandi): Veraldlegur misskilningur hafður að leiðarljósi. Freyjukettir, Norræn menning ISBN 978-9935-409-66-9
2011
www.odsmal.org
http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/25%20Haftsaenir-valkyrjan.pdf Sál bróðurins, steinbítsbróðurins, verðlaunasaga ISBN 978-9979-895-25-1
2 Hefur ykkur dottið í hug að kæla niður Gunnana? Skreppa frá náttúrunni okkar? Kæla niður hugsanir? Kæla aðeins niður hugann gegn áreitisfarganinu? Hefur ykkur aldrei dottið hug, að sá sem leggur annan í einelti, sé ekki góður strákur, eða góð stelpa? Hvers vegna gera slíkt? Hefur ykkur aldrei dottið í hug að aldrei verði hægt að læra allt sem allar bækur heims bjóða uppá? Jafnvel það, sem skólinn velur sem þess virði að læra, er etv ekki einmitt það sem við viljum læra? Gott sem það nú er samt að velja handa okkur. Sá sem raunverulega lifir útfrá náttúrulögmálunum, tívatúni, teflir teitur (áður en Gunnarnir, trígúna náttúrunnar, mæta til leiks) nær undirtökunum á þessu öllu saman. Hann er kóngur í ríki sínu, sem er alheimurinn. Þetta er inntak forna siðar, þekking sem skildist ekki á myrkum öldum. Það er aldrei hægt að misnota dýpsta inntak siðar. Það er að vísu hægt að misnota yfirborðið. Misskilja, mistúlka, rugla með yfirborðið fram og til baka. En ekki sannleikann. Óðinn yppir svipum fyr Sigtíva sonum hefur auðvitað ekki skilist af fræðingunum sem vissu ekki að ginnungagap er allt, og að þeir sjálfir eru það.
3 Það er nú svo með augað að það sér allt í heimi nema sjálft sig. Ginnungagap /vitund í mannsbúk (kroppi með sín veraldlegu skilningarvit) missir sjónar á að ginnungagap /vitund er hið eina sem er. Augun sjá það ekki. Við sjáum ekki okkur sjálf. Óðinn Vili Véi finna aðeins þekkingu ginnungagap. Óðinn sér sjálfan sig. Finnur sjálfan sig fyrir.
HilbertSpace Observables States (úr UF), nöfn ÓðinsVilaVéa hreyfing innan eindarinnar. (UF er Unified Field of Total Natural Law, samsvið allra náttúrulögmálanna)
Við lifum og hrærumst í efnisheimi, sjáum aðein hann, en skiljum ekki hvað hann er.
Yggjungar ása, askur Yggdrasils? -drösull af tras (sanskrít) að vera sjáandi, drís sjáandi, sarvadarsin al-sjáandi, einsog Sága. Þetta er við. Við höfum hæfileika til að sjá að veröld er Gungnir. En við skiljum ekki hvað við erum. Þekkjum ekki óendanlega möguleika okkar.
.
4 Auðvitað gat fræðingunum ekki dottið í hug að öll þessi nöfn Óðins hefðu dýpri merkingu en veraldlega hugarleikfimi (--veraldlegt hugmyndaflug--) þegar þeir höfðu ekki hugmynd um að annað væri en veröld? Vissu ekki að forfeðurnir höfðu miklu dýpri vísindi en þeir sjálfir -- „sjálfir“ fræðingarnir velmenntuðu.
Haftsænir auðvitað að sóa hafti, og guðin eru jú höft og bönd, og són er fórn, en hvernig þá??? Þeir vita ekki einu sinni að fórn er að færa einstaklingsvitund í veizluna at Ægis. Gapþrosnir sérlega torskilið. Miklar pælingar. Hvaða gap-? -Þrosnir hvað? Við höfum einnig svo mikið af myndum af Óðni með hjálm og geir. Vígalegan. Persónugerðir kraftar í alls konar útfærslu alls konar hugmynda alls konar manna. Fylgði þeim friður hvar er þeir fóru um lönd. Þá hlýtur Yggungur að hafa vakið það mikinn ugg(!!), herkonungurinn mikli(!!) að allir hafi verið einsog mýs undir fjalaketti (sem er músagildra smíuð úr spýtum) En athugið eitt: Það er ekki friður. Alls ekki. Það er ótti. Það finnst djúp skýring (sem fræðingarnir þekktu ekki): Þegar kyrrð er í þjóðarvitund, kyrrð í mönnunum, verður kyrrð í umhverfinu. Vísindalega heitir þetta fyrirbæri Maharishi-áhrifin. Hópur manna stundar TM-sidhi og yogaflug saman. Vitund þeirra er alheimsvitund eingöngu, og þeir hugsa útfrá henni. Við þessa margfölduðu kyrrð hópsins (veldisvísis-margeflingu), mælist kyrrð í umhverfinu. Eðlisfræði. Ævaforn eðlisfræði forns menningarheims. Hefur alltaf verið til. Raunar núna á ný eðlisfræði vísindaaldar sem nú fyrst er að hefjast fyrir alvöru á okkar tímum. Margir eru enn í eðlisfræði líðandi vísindaaldar, sem eru um veröld -- jú og kannski hugsanlegan grunn undir öllu sem hér er (UF), einsog Einstein sagði alltaf en að þetta eitthvað, sem Einstein var alltaf viss um að væri, sé okkar vitund!!! HA???
5
Auðvitað geta fræðingarnir bætt við sig upplýsingum. Við erum hrifin af öllum skilningi. Allir geta troðið hellingi af meiru fróðlegu í kollinn sinn. Við skulum bara reyna það. T.d. að Sleipnir sé mannlegt taugakerfi. Að við séum askur Yggdrasils manntrjáa,
Asks og Emblu.
Rætur flytja jú næringu.
Táknmálið er heillandi. Og innst inni í hugarþeli vitum við nú þegar allt þetta sem verið er að útskýra hér. Þess vegna er það heillandi, og þess vegna skiljum við það!! Við vitum þetta!!! Höfum raunar alltaf vitað þetta!!! Við gleypum við því að Óðinn í ormslíki (við!!) smjúgi um Ratagöngin sem séu ormagöng (e. worm-holes) eðlisfræðinnar, gegnum tímarúmskvoðuna Freyju, og að þau liggi í Hnitbjörg Gunnlaðar, þar sem Bölverkur (við) þambar mjöð þekkingar.
.
6 En með því að læra þetta allt utanað, og jafnvel skilja þetta mjög vel, erum við að dúlla okkur í Gymirgarða glingri eingöngu. Hugunum um eitthvert fyrirbæri. Orð um sannleikann eru hismið.
Fróðleikur, svo góður sem hann nú er, er hugsanir. Gungnir. Ymir. 100% skilningur með kollinum mjög góður en ekki nóg. Við þurfum að öðlast 100% reynzlu af að fórna einstaklingsvitund í Ægi.
Þekkinging er innbyggð í vitund, og þangað skulum við sækja hana tæra. Við erum þessi vitund. Valkyrja er gjörningur sem leiðir til þess sem lýst er í vísu 138 og áfram í Hávamálum. val- (sanksrít) þýðir: fara flýta nálgast, og einnig að fara aftur heim, snúa heim.
7 Geir er vopn Óðins vitundar. Veröldin er alls konar Gungnir. Gungnir er vopnið sem við notum til að skapa úr ginnungagaps-froðunni. Gungnir er svo einnig vopnið sem við notum við að kæla niður hugann.
Geirölnir Geirlöðnir Geirdriful geir- þetta og hitt.
(geir af sanskrít heshú þýðir fljótur, fer hratt)
Hvernig gátu fræðingarnir, sem ekki vissu þetta um skjálfandi titrandi Gungni og ekki vissu hvað nýsa niður þýðir, skilið bylgju-vopn Óðins í veröld? Þeir sáu aðeins „skjálfandi“ vopn. Nú kunnum við að sækja þekkinguna með því að kæla hugsanir oní núll. Nálægð við ginnungagap er mikil gleði. Hér eru Glaðheimar vitundar. Glaður er einnig gleiður, óendanleg vídd alheimsvitundar. Hugur víkkar út í óravídd. Fyrsta sem mönnum datt í hug (og hugsunin komst ekki lengra) var, að það að fórna sér hlyti að vera að kála sér í nafni einhvers guðs. Eða lifa píningar. Slíkt er afkvæmi kaliyúgu. Hugtakaruglingur við síðari tíma skoðanir frá Rómarveldinu spilaði líka inní. (viðbjóðslegar aftökuaðferðir Rómverja)
Fimbulljóð níu nam ek ek drykk um gat ins dýra mjaðar. Það er þetta vínfyllerí til borðs með Óðni í Glaðheimum. Menn vissu ekki að þetta er flæði vitundar handa sprelllifandi mönnum. (einnig hugtakarugl hér vegna vel auglýstra dauðramannabústaða Guðvelda)
Við erum að eltast við litlu hamingjurnar í verslu (gælunafn á veröld) með því að hugsa um þetta -- með því að skilja þetta með kollinum okkar. En þegar við hnýsumst niður til að finna þekkinguna innan okkar sjálfra þá erum við að höndla stóru stóru alvöruhamingjuna. Það er sæla Sólar hamin, --- og hún er ekki tvískinnungi háð. Litlu hamingjurnar okkar veraldlegu eiga nefnilega sorg sér að skugga, því þær eiga það til að gufa upp, stinga af.
.
8 Skilningarvitin á fullu að færa huganum huga-nammi (til hægri á gulu mynd) og til vinstri á gulu mynd: heyrnin notuð til að laðast að sérstökum Gungni, sem TM-kennarinn velur manni. Við þessa kyrrð sem myndast --- algjört hang, lognfara ásigkomulag --hefur hugurinn tækifæri til að kælast oní núll gleyma Gunnunum og sjálfkrafa, áreynzlulaust, af eigin náttúru sinni, verður hann ein tíra hugsunar í lognfara lundi, hangandi, þar sem hann, hugurinn, gleikkar útí óendanlega víðáttu grundvallarraunveruleikans. Efni, sem er kælt þannig að hægist á sameindunum, sýnir að þær víkka í kyrrðinni. Þetta er vísindi. Þetta er eðlilegt. Nóbelsverðlaun fyrir hegðun rúbídíum: Víkkaði út í eina stóra bylgju.
9 Gárur myndast á vitund þegar vitund sekkur í vitund, Gungnir myndast á yfirborði vitundar þar sem við stingum okkur, fíngerðasta yfirborð ýfist og verður virkur Gungnir og þar eð hér er allur kraftur og öll kyrrð í senn á einu stóru sviði --- og þetta er hið eina sem er raunverulegt --hefur þetta áhrif um allan heim. Allt er alheimsvitund, ginnungagap. Geir vitundar, sanskrít hesjú, er fljótur, þýtur hratt. Ekki skrítið því hér er enginn tími ekkert rúm. Engin mótstaða til. Engin tregða, ekkert tregðulögmál. Ég er hér konungur alheims og hér er ómögulegt að taka nema týréttar ákvarðanir því sjáflur Týr, guð réttlætis og æðsu guðlegra lögmála, býr hér í mér. Þetta er skýringin á, hvers vegna friður fylgir ásum hvar er þeir fara um lönd, hvers vegna Jesú er ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að elska alla einsog sig. Þið bara sjáið þetta sjálf þegar þið komizt í Valhöll. Strax í bernsku sjáum við að sumir krakkar eru góðir, aðrir ekki, sumt fullorðið fólk gott, annað bara ekkert gott. Meðal okkar eru menn á öllum aldri og einnig á hinum ýmsu þroskastigum, og þá á ég auðvitað við vitundarþroska -- samkvæmt Ríg.
.
10 Valkyrjan fer ekki inn í Ásgarð, því hún er gjörningur á sviði skilningarvitanna og hugans. Kælisystemið. Skilningarvitin eru beintengd sköpuðum höfuðskepnunum okkar og nema aðeins þær. Skilningarvitin eru opin leið í streitu. Gungnirinn þarna úti er áreiti því þau taka við því. Hugurinn hugsar um hið veraldlega. -- En hann þarf að finna uppruna sinni og lifa vitund. Sleipnir bíður fyrir utan Ásgarð, því hann er veraldleg sköpun okkar, er skapað háþróað líffæri mannanna.
En mér er boðið inn af Óðni því hér á ég heima: -velkominn heim, vinur! Val- að snúa aftur heim, í Valhöllu er okkar eiginlega „heima“ í lifanda lífi. Það er tærleiki manns. Ekkert lægra vitundarstig en uppljómun er okkar eiginlega „heima“. Ekkert minna en fullkominn tærleiki er mönnum samandi. Þetta er einnig hagnýtt í daglegu lífi því náttúrulögmálin vinna nú fyrir okkur. Við erum laus úr viðjum efnisheimsins.
„Praktískt“ (hentugt)
11
Fimbulrúnir eru semsagt hagnýtar í daglegu lífi. Kallaðar „vísindi heppninnar“!! Áþreifanleg velgengni og stuðningur frá náttúrunnar hendi. Við drögum hugann innávið, svona einsog gert er þegar bogi er þaninn að maður degur strenginn aftur á bak til að fá orku til að skjóta fram, sömuleiðis gefur það að draga hugann sinn innávið orku í heiminum til allra góðra verka. Þetta er svona auðvelt vegna þess að við eigum heima í eigin vitund. Enginn maður þarf að brjótast inn í sitt eigið hús.
.
12
Við erum með lykil.
Hugur fljótandi í hangi á meiði
13
Lykillinn okkar virkar svona.
.
14
Alls ekki ætti að nota áreynzluaðferðir, ekki einbeitingu, ekki einbeita sér að hugsun um t.d. kyrrð eða neitt annað hugtak ekki stara á kertaloga þar til augun tárast af ofreynzlu. Allt of mikið framboð er af alls konar kerfum sem eru á sviði veraldar. Heilinn gæti sýnt dofa, eða doða, sem eru ofsaþreytueinkenni, og sýnt feiginleika við að komast aftur útí að hugsa frjálst, sem menn svo halda -- ranglega -- að sé þróun fyrir heilann. En skv EEG-mælingum er áreynzla og svona einbeiting ógæfuspor. Ævaforna tæknin, sem nú heitir TM handa öllum (Transcendental Meditation), er áreynzlulaus, huganum eðlislæg, og án nokkurrar íhlutunar af okkar hálfu, ekki yfirvegað hugsunarferli né umhugsun. Ekki leiðum við hugann neitt. Semsagt ekki hug-„leiðsla“ neitt. TM-tæknin virkar sjálfkrafa -- og strax -- ef hún er rétt lærð og rétt notuð. Kennarinn hjálpar manni, kannar, eins oft og maður vill. Svo rétt sé notuð tæknin.
15 kshaña (sanskrít) þýðir: um stund, andartaks-, hverfult, augnabliksksañika dhyaana andartaks dá/dvínun, það að transcendera, að nýsast niður um stund. Ekki varanlegt. Góð byrjun. Það er hið 4. vitundarstig manns sem æ fleiri kunna nú að „heimsækja“. Milljónir manna hafa lært TM-tæknina. Við losnum við Gunnana um stund. Iðkum tæknina í 20 mínútur í senn, nísum niður, föllum aftur þaðan, sjálfkrafa ferli í 20 mínútur í senn. Komum svo endurnærð aftur útí hugsanir og vinnu okkar og nám. Við tökum vítahring gjörða og áhrifa þeirra ekki eins inná okkur, losnum smá við hann, ef við nýsumst reglulega niður, og förum smátt og smátt að fá Ull til að grilla svoleiðis vítahrings-minnisfræ. Öðlumst smátt og smátt Mími, minnið um hver við erum í raun.
16
Þetta er þróunarferlið sem við fæddumst til að skilja og framkvæma. Valhöll er tilgangur lífs á jörðu. Bragi segir HÆ! við Loka, og þeir verða vinir.
17
Í námunda við ginnungagap er hugurinn kyrrastur, og það er mikil gleði. yógaschittavríttiníródhah -- alkyrrastur og kröftugastur í sameiningu vitundar og vitundar (yog sameining, okað saman í eitt).
Valkyrjan er jafngömul mannkyninu -- okkur með okkar háþróaða Sleipni, Við bregðumst í ormslíki, smjúgum inn til Gunnlaðar, þiggjum mjöðinn mæra. Hugur mannanna er nú í samhljómi og samræmi við lögmál náttúrunnar þegar menn nærast, vökva rætur sínar úr brunnunum þrem. -- Annars ekki.
.
18 Við sjáum í heimi reglu og fimbulkraft náttúrulögmálanna. Við erum þessi fullkomna heild en oft þeir kjánar að sjá það ekki, skilja það ekki, vita það ekki, og þess vegna, í kjánaskap okkar, riðlum við samræmi -skiljum ekki Þundarkraftinn, og teljum okkur stóra karla í veröld. En enginn gruggugur maður getur ráðskast með náttúrulögmálin úr tívatúni, enginn maður sem lifir yfirborð í efnisheimi eingöngu getur möndlað neitt hér. Við getum, í heimsku okkar, níðzt svo á náttúrunni að hún springi. Hún hefur þanþol, en ekki endalaust. Við getum haft áhrif á náttúruna og mennina aðeins útfrá tívatúni sjálfu.
Í hvert skipti sem við nýsumst niður með TM-tækninni veldur kyrrðin því að uppsöfnuð streita losnar í okkar kroppi, Sleipnir skirrist við streitulosið úr frumum og taugkerfi og við föllum aftur út í hugsanir. Þannig er TM-tæknin rétt og sjálfkrafa. Vegna þessa náttúrulega og heilbrigða ferlis þarf tæknin að lærast rétt og við þurfum að skilja hvað er að gerast. Vita hvernig við leyfum þessu að gerast einsog það kemur fyrir. Til að geta notað tækni þarf að læra að nota hana rétt.
19 Gott er að nýsast niður síðla dags og morgna hvern dag, 20 mínútur í senn, vinna/nema á daginn og sofa á nóttunni. Við verðum orkumikil við að hlaða svona batteríin, við erum að vökva ræturnar, og ávextirnir verða miklir og sætir. Tökum nú ekki svo mikið að okkur í gleði okkar, að við höfum ekki tíma til að vökva ræturnar í önnum okkar við að neyta ávaxtanna.
Kroppurinn okkar kann vel að meta heilbrigða reglu og allt heilbrigði. Það er hans innsta eðli. -- En mannanna settar yfirborðsreglur eru oft heimskulegar. Stríða oft gegn tilgangi þróunar og lífs á jörðu.
Regla -- Rán rögn regin --- í öllu sem lifir, og epli Iðunnar í kyrrðinni. Versógú.
20
Smátt og smátt verðum við mild og kröftug, Meili son Óðins. Leiðin frá mér til mín verður æ greiðfærari.
Við sjáum að ekkert er sjálfsagðara en að elska alla einsog sjálfan sig, því við erum ginnungagap --- veröldin er hugsanir og Gungnir.
21 Skilningurinn á sannleikanum er nefnilega háður vitundarstigi hvers og eins. Þannig sem ég er er og sú veröld sem ég skapa. Ekkert er í veröld nema Gungnir, hugsnair, Ymir, ómæld orka, efnisagnir, en heilinn okkar flotti býr til það sem við köllum efnisheim okkar. Við „sjáum“ (segjumst sjá) fugl á grein við „heyrum“ (segjumst heyra) hann syngja, sjónin og heyrnin færa huganum þennan Gungni sem þarna er, og við búum til úr honum syngjandi fugl á grein sem við segjumst sjá og heyra. Þetta er sköpun okkar úr Gungni. Við sköpum. Enginn „hann“. Freyja puðrar að vísu upp alheimum, „skapar“ þá. Úr þeirri hennar orku sköpum við svo. Ginnungagap (/við sjálf) er ósýnilegt augum okkar en fimbulorka og fimbulkyrrð, sívökul kyrrð, kyrrðar-orku-svið/-ásigkomulag, sem fyrir hendi er í því - og fullkomin regla gera alheim og líf mögulegt. Allt í sömu reglu sem er í eindinni. Allir möguleikar sem eru fyrir hendi í ginnungagapi gera okkur kleift að skapa hvað sem við viljum -- í þess mynd. Verður ekki gaman í heimi hér þegar allir menn nýta sköpunarhæfileika sína rétt!! Skilningurinn finnst oft alls ekki í kerfum því þau eru oft haugur af hugsunum, orðum, Gungni og alls konar hismi (orðum) sem kannski einhver maður --á ekki svo háu vitundarstigi-- hefur sett saman. Gáfur, og dugnaður við að búa til kerfi, eru ekki sama og vitundarþroski. Svo: með hækkuðum vitundarþroskastigi hækkar greindarvísitala manna líka. Guðin og vættir allar góðar á landinu okkar verða virk og kröftug ef við bergjum af vizkubrunnunum okkar.
.
22
Ekkert að fela, allt skilið fullkomlega, hið dýpsta skilst, ekkert er óskiljanlegt, ekkert hulið lengur. Engin „undir“meðvitund (sálfræðihugtak). Svá Þundur um reist fyr þjóða rök -- fullkomlega rannsakanlegt og skiljanlegt.
-Skilduð þið nokkuð í þessu, greyin mín? Líkega ekki og þar var ég heppinn vegna míns Gymisgullsframboðs. Eru ekki Gungnir og Gunnarnir bara nógu góðir? Verk þetta er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna. Krakka-Óðsmál in fornu, 40 kálfaskræður Til þess að öðlast skilning á hvers vegna við erum að fæðast og lifa til hvers við erum að fæðast og lifa. Ægifegurð þekkingar forfeðra okkar. Tærustu vísindi vitundar. -Þökk, maharishi, kennarinn minn. Þekking er ekki gefin af neinum, það er nemandinn sem öðlast hana; hann vitund, þekkingin er innbyggð í vitund.
23 Nýsið niður, nemið upp fimbulrúnir það er vísindarannsóknir innan vitundar. TM-tæknin auðveldust og skilvirkust; náttúruleg og auðlærð (Transcendental Meditation) <700 vísindarannsóknir! Upplýsingar og ítarefni Óðsmál, http://www.odsmal.org
Norræn menning 5528080 6941264 freyjukettir@mmedia.is odsmal@mmedia.is Óðsmál, bók 1996 ISBN 9979 60 165 5 Óðsmál in fáðu, streymi DVD VHS 2000 Óðsmál in fornu 40 vefskræður, 2009 http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/25%20Haftsaenir-valkyrjan.pdf Óðsmál in fornu efnisyfirlit, bók 2010 ISBN 978-9935-409-40-9 Valhallar Óðsmál in gullnu, bók 2010 ISBN 978-9935-409-41-6 Krakka-Óðsmál in fornu 40 krakkaskræður 2011: ISBN 978-9935-409-42-3 /43-0 /44-7 /45-4 /46-1 /47-8 /48-5 /49-2 /50-8 /51-5 /52-2 /53-9 /54-6 /55-3 /56-0 /57-7 /58-4 /59-1 /60-7 /61-4 /62-1 /63-8 /64-5 /65-2 /66-9 /67-6 /68-3 /69-0 /70-6 /71-3 /72-0 /73-7 /74-4 /75-1 /76-8 /77-5 /78-2 /79-9 /80-5 /81-2 Krakka-Óðsmál in fornu, 40 kálfaskræðurnar eru: 1. kálfaskræða: Þór ISBN 978-9935-409-42-3 2. kálfaskræða: Ægir og Rán ISBN 978-9935-409-43-0 3. kálfaskræða: þríeindir ISBN 978-9935-409-44-7 4. kálfaskræða: Þjóðvitnir Ullur Heimdallur vítahringurinn markhópur ISBN 978-9935-409-45-4 5. kálfaskræða: á Iðavöllum tefla teitir í túni unz koma þursamegir III ISBN 978-9935-409-46-1 6. kálfaskræða: Syn, Glasir, Valhöll, einherjar ISBN 978-9935-409-47-8 7. kálfaskræða: Sif, Ester, tyllidagar, merkisdagar, vetrarkomugleði ISBN 978-9935-409-48-5 8. kálfaskræða: Freyr Skírnir Gerður Skírnismál Gerðargleði ISBN 978-9935-409-49-2 9. kálfaskræða: segðu mér seiðskrati ISBN 978-9935-409-50-8 10. kálfaskræða: heiðið uppeldi ISBN 978-9935-409-51-5
.
24
11. 12. 13. 14.
kálfaskræða: Rígur ISBN 978-9935-409-52-2 kálfaskræða: jól þorri gói ISBN 978-9935-409-53-9 kálfaskræða: Helia, Mímir, valkyrja ISBN 978-9935-409-54-6 kálfaskræða: svinnur, vín Valföðurs, Gungnir, Glaðheimar ISBN 978-9935-409-55-3 15. kálfaskræða: Óðinn synir hrafnar eljur Sleipnir Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-56-0 16. kálfaskræða: Týr og Fenrir ISBN 978-9935-409-57-7 17. kálfaskræða: Sól og Nanna, dauði Baldurs ISBN 978-9935-409-58-4 18. kálfaskræða: Frigg Sága ISBN 978-9935-409-59-1 19. kálfaskræða: Fjörgyn jörð móðir ISBN 978-9935-409-60-7 20. kálfaskræða: gyðjan mikla ISBN 978-9935-409-61-4 21. kálfaskræða: Skaði Njörður Baldur ISBN 978-9935-409-62-1 22. kálfaskræða: jötnar Geri Freki ISBN 978-9935-409-63-8 23. kálfaskræða: jólasveinar álfar gandreið sthapatya-ved ISBN 978-9935-409-64-5 24. kálfaskræða: guðin dagarnir reikistjörnurnar mannsheilinn ISBN 978-9935-409-65-2 25. kálfaskræða: Haftsænir Gapþrosnir Geirölnir valkyrjan ISBN 978-9935-409-66-9 26. kálfaskræða: ginnungagap höfuðskepnurnar ISBN 978-9935-409-67-6 27. kálfaskræða: ginnungagap, nýsta ek niður ISBN 978-9935-409-68-3 28. kálfaskræða: Þund ISBN 978-9935-409-69-0 29. kálfaskræða: íslenska sanskrít Síðhöttur Gangleri ISBN 978-9935-409-70-6 30. kálfaskræða: Huginn Muninn Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-71-3 31. kálfaskræða: tært taugakerfi, tær hugur, vígja, meiðmar ISBN 978-9935-409-72-0 32. kálfaskræða: tröll jötnar þursar þursameyjar framþróun Þrymskviða ISBN 978-9935-409-73-7 33. kálfaskræða: Urður Verðandi Skuld ISBN 978-9935-409-74-4 34. kálfaskræða: yfir heiðina með vitkanum ISBN 978-9935-409-75-1 35. kálfaskræða: hljóð og efni, Gungnir ISBN 978-9935-409-76-8 36. kálfaskræða: náttúra móðir ámáttk mjök Grótti þanþol meiðmar ISBN 978-9935-409-77-5 37. kálfaskræða: vitundarþroskamenntun ISBN 978-9935-409-78-2 38. kálfaskræða: friður, stjónarskrá alheims ISBN 978-9935-409-79-9 39. kálfaskræða: matur melting hegðun ISBN 978-9935-409-80-5 40. kálfaskræða: ósvinnan horfin, Mímir endurheimtur ISBN 978-9935-409-81-2
Krakka-Óðsmál in fornu 40 kálfaskræður
Vitundarvísindi forfeðra okkar ýmislegt glatað nú enduruppgötvað !! Hvernig áttu fræðingarnir að skilja þegar þeir vissu ekki að við sóumst í ginnungagap ISBN 9789935409669