Krakka Óðsmál 28 Þund, heilög vötn hlóa (Icelandic)

Page 1

Guðrún Kristín Magnúsdóttir

28. krakkaskræða

Þund heilög vötn hlóa



www.odsmal.org Verk þetta er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna

28. skræða

Þund

ISBN 978-9935-409-69-0 Freyjukettir, Norræn menning 2011 www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/28THund.pdf

heilög vötn hlóa

Allt er vitund og orka. Við erum engin undantekning. Allt þenst út. Allt er í þróunarátt. Hvert sem við lítum sjáum við það.


2 tanjútu, tan, þenja dhanú bogi

Svá Þundur um reist í árdaga -- fyr þjóða rök allt skyldi svella og þenjast. Það er hið ámáttka árborna Þundarflæði í veröld. Í eddunum okkar litlu eru nefndar margar ár. Slíður Ífing Síð Víð Sækin Eikin Svöl Gunnþró Fjörm Fimbulþul Rín Rennandi Gipul Göpul Gömul Geirvimul Þyn Vin Þöll Höll Gráð Gunnþorin Vína Vegsvinn Þjóðnuma Nyt Nöt Nönn Hrönn Slíð Hríð Sylgur Ylgur Víð Ván Vönd Strönd Gjöll Leiftur Körmt Örmt Kerlaugar tvær -- heilög vötn hlóa. Ár renna til sjávar. Í Ægi. Vatnið í þær kemur úr regni skýjanna sem hafið skilar -- kemur úr Ægi -og úr iðrum jarðarinnar, hverra uppsprettur eru sjáanlegar mönnunum. en manngi veit af hvers rótum rennum. Ár renna áreynzlulaust en í þeim er ægikraftur. Ekki svo vitlaust táknmál. Engin orka tapast. Menn ættu nú ekki að berjast við árnar okkar, heldur læra af áreynzluleysi þeirra. Nýsa niður og þá verða þær ætíð mönnunum hliðhollar. Leiðin til að umgangast þann fimbulkraft sem í náttúrunnar ám býr er að stjórna útfrá túnum tíva. Samsviðið er ofur-símið (-- e. superstring) Sá sem úr þessum vitsmunum náttúrunnar stjórnar, er konungur heimsins, alltaf réttsýnn konungur. Hann öðlast auðævi, bæði veraldleg og andleg, geislandi góð, og er vel að þeim kominn. Það eru guðleg auðævi tærra manna.


3 Þund er þensla alheims og þekkingar, hún er það sem uppiheldur fullkomnu flæði. Það er okkar dharma धर्म . Vísindamenn vita nú það sem Einstein vildi finna: að allt er úr Ægi komið, allt í heimi úr eindinni miklu, jafnt dýr og menn sem annað í okkar heimi, en fáir vita enn að þeir sjálfir eru þetta svið, Ægir, eindin, sem allt er. Þeir leita oft enn eingöngu brotakenndrar þekkingar, vitandi ekki að minnsta fyrirhöfn og mesti árangur er ekki fólginn í Gungni veraldar. Allt rannsakanlegt í heimi er Gungnir er á sviði hugsana, er Ymir. Ekki er skilningur nógur án reynzu af og þekkingu á eigin vitund, ginnungagapi. Við erum það svið. Þaðan koma vitsmunir náttúrunnar. Við erum ekki eingöngu Gungnirinn okkar, sem gerir okkur kleift að búa til dýrmæta kroppinn okkar. Ekkert í heimi stenzt án Ægis goðsagnanna. Hvorki okkar flottu kroppar né annað í heimi. Ginnugagap er hið eina sem er. Því þurfa nú vísindamenn allir að gera rannsóknir innan vitundar sinnar. Með iðkun samsviðstækninnar, TM-tækninnar, erum við vitund eingöngu, en það eru Glaðheimar. Í Hávamálum rúnatali vísu 138 er sagt frá þessari tækni. Frá því sem græðist við iðkun, er sagt í vísunum þar einnig. Heilalínurit þeirra sem TM-tæknina stunda eru ótrúleg en sönn. Ótrúlegt en satt, svo nú þurfum við að trúa okkar eigin augum regla heilabyglna okkar mælist -- sést „svart á hvítu í lit“ á stórum skjá.

.


4 Þessi Óðsmál öll eru til að opna augu okkar sem hafa verið blind á sannleikann of lengi svo við á ný sjáum í ljósi nútímavísinda --- alvöru nútímavísinda --að það er ekkert óskiljanlegt í goðsögnum -- nema þeim sem ekki vilja sjá. Guðin eru ekki neitt órannsakanleg. Verk þeirra eru vituð, mælanleg, hlíta reglu. Allt vel rannsakanlegt. Og hver sem vill getur unnið með þeim sér og öðrum til hagsbóta. Allt í náttúrunni er útskýranlegt og fyllilega skiljanlegt þeim manni sem eys upp þekkingu úr brunnunum þrem fær reynzlu -- sjálfur -- af öllu þessu náttúrunnar ótrúlega undirliggjandi regluverki. Við fyllumst lotningu fyrir allri þeirri þekkingu sem forfeður okkar áttu, og þökkum þeim og öllum mönnum sem báru gæfu til að varðveita hana handa okkur. Komandi kynslóðir njóta góðs af. Þær fæðast til þekkingarinnar sem nú skilst af öllum mönnum. Ekkert er dularfullt við þetta dularfulla, því við getum skilið allt. Allt í veröld kemur og fer, en sannleikurinn er eilífðin. dharma

धर्म er af dhara dhrí धर धृ

sanatana dharma

það sem uppi heldur.

सनातन धर्म hinn eilífi sannleikur.

Vor forni siður inniheldur hann. Við þurfum fyrst að skilja, svo gera það sem þarf að gera til að verða einherjar. Það er ákkúrat engin vandi. Náttúrulegt. Okkar eigið innsta eðli. Jafn auðvelt og áreynzlulaust og það er fyrir ár að renna til sjávar.


5

þekkingin er eina dollan sem einherjar setja á pallinn. dharma er bæði um huga og hjarta: um rökhugsanir og ákvarðanir sem verða að vera réttar, sem og um innsæi og kærleika sem allir menn geta haft að leiðarljósi í lífinu. Hver maður á sitt dharma, það sem hann þarf að gera á þessari ævi. Hann fæðist til síns dharma, sinna verka, sinnar framþróunar, ljúfu skyldunnar. Ekki er öllum auðvelt að sjá sitt dharma. Rígur vill að menn sjái það. Lifi sínu rétta lífi. Sjálfur leiði hver sjálfan sig. Við þurfum að vita að allt sem Þund stendur fyrir er óendanlegur kraftur, minnsta áreynzla en mesti árangur. Þund er þessi endalausa útþensla okkar hverfula alheims, og allra heima. Þundarafl ryður burt öllum fyrirstöðum, svo lífið geti flætt frjálst.

.


6 Þundarafl er innbyggt í mennina eins og í náttúruna alla. Mennirnir geta notað minnstu áreynzu og náð mestum árangri. Nú, og hvernig þá? Er ekki lífið einn barningur frá upphafi til enda? Nema kannski fyrir þá heppnu sem fá allt á silfurfati? Fæðast með silfurskeið í munni? Hver maður getur fengið allt á silfurfati. Allan Gungni heims, og lífsorkuna.

Allir velkomnir, allt ókeypis, engir milliliðir, enginn milliliðagróði. Hvítaaur, silfur á fati. Gætum okkur á þessum milliliðagróða. Ekki treysta öðrum manni fyrir svona dýrmætum. Ekki treysta vörumerkingum milliliðanna. Það eru engar staðlaðar reglur um framboðið. Stórhættulegur happaglappa markaður.

Menn gætu verið að fiska eftir peningum og völdum.


7 Ef Jesús segir vade me cum er hann ekki að meina að við eigum að elta hann einsog blindir hvolpar heldur vade te cum, gerðu einsog ég: að lifa uppljómaður.

Þá eru Ránardætur undir okkar stjórn í lífinu. Móðurborðið og stjórnstöðin er réttur hvers einasta manns.

.


8 Þund ryður úr vegi öllum fyrirstöðum því þær eru óraunverulegar. Okkar tilbúningur, okkar klaufaskapur.

Mennirnir búa til synþ, gremja að sér náttúrulögmálin -- eða lifa í sátt. Þeir þurfa að hafa aðgang að þekkingu og tækni, ekki aðeins Gungni og Ymi heldur hvernig á að lifa í sátt og flæði Þundar.

Við eigum vin þann er við vel getum treyst. Ekki í merkingu 1.kafla Hávamála, heldur í merkingu rúnatals: Það erum við sjálf. TM-tæknin er til að finna hann. Sumir kalla TM (/að nýsa niður) sinn bezta vin! Þetta skilja háþróaðir menn sem lifa Þundar flæði með því að finna sjálfa sig fyrir. Þar sitja engir óvinir á fleti fyrir, enda óttinn aðeins í tvískinnungi verslu.


9

Menn eiga ekki að velkjast um í ólgusjó óvissunnar vitandi ekki hver er karlinn í brúnni. Við þurfum að þekkja hann og skilja hvert hann er að fara með okkur innanborðs. Guðin vita hvert stefnir. Þau stýra styrkri hendi. Allt virkar í fyrirfram þekktri reglu. Þau þekkja Þundu, vita að hún þenur allt út, þennan stóra alheim, þróar, þroskar, víkkar, alheim, sem er ein pínuponsulítil bóla í huga Freyju, ein af óteljandi.

.


10

Ginnungagap er iðandi innan sjálfs sín. Það er þrungið af þekkingu, orku og kyrrð. Þrungva er gyðjuheiti. Freyjuheiti. Guðin sjá um alla reglu alheims. Rán rögn regin rach (sanskrít; framb. ratsch) búa til, fullkomna, rachana, setja allt saman og koma öllu haganlega fyrir.

Það er náttúrulegt manninum að lifa í þessu flæði, því það er í okkur. Við erum þetta Þundar svið tilverunnar í raun.


11 Nú er það svo að við getum ekki ímyndað okkur hve mikil þessi orka er. Við getum talað um fíleflda karlmenn, og skiljum að fíll hefur mikið afl, þótt hann láti nú kannski ekki mikið yfir sér, montar sig ekkert af því, því það er honum svo náttúrulegt eiginlegt eðlilegt. En við ættum að spyrja Freyju Þrungvu hve mikil orka eins lítils alheims sé. Fyrir henni etv ekki mikil, því hún bullar sem ógnarfroða úr ótal-ótal-ótal-sinnum meiri orku. Getum við nokkuð gert okkur í hugarlund að við búum yfir ótæmandi orku ginnungagaps? Skiljum við að engin vandi er að lifa hana?

.


12 Við eigum val. Höfum frjálsa Urði. Förum brátt að skilja til hvers við fæðumst til hvers við lifum.

Við eigum okkar dýrmæta mannlega taugakerfi, sem er fararskjótinn bezti.


13 Við megum ekki fita Fenri því Drómi og Læðingur er ekki það sem Þund stendur fyrir.

Við veljum okkur líf. Alábyrg alls sem við gerum og lendum í. Og við höfum áhrif á umhverfið í kringum okkur.

.


14 Þótt við þurfum að taka Gunnunum þrem og þeirra veraldardansi svona eins og þeir eru hjá okkur (--við berum ábyrgð á þeim--) er ekki neitt gefið að við þurfum að dansa með. Við losnum fullkomlega við þá þegar við nýsumst niður, og -- þegar við höfum skolpað af okkur subbið með iðkun einföldu eðlilegu samsviðstækninnar, TM,

er Syn mjög kát. Þá gufa tröllin okkar upp. Þau eru ekki raunveruleg, í fyrsta lagi.


15 Við kyssum ekki þursa því Þund er framþróun, ekki neitt afturábak neitt.

Við erum ekki lengur að bíða og vona og bara trúa því að eitthvað gerist eða einhver komi einhvern tíma og geri eitthvað fyrir okkur því nú höfum við bergt á víni Valföðurs í Glaðheimum, og þangað sækjum við. Þar er gleðin sanna og mesta --- og varanlega. Nú skiljum við hvers vegna Jesú breytir vatni í vín. Hann gefur okkur flæðið.

.


16 Þund í okkur knýr okkur til að leita í Sólargyðjuna og hemja í okkur Sólar sælu, ævarandi hamingju. Sem sífellt þenst út. Þund er sá ægikraftur (í okkur) sem drífur okkur áfram í austurátt mót sólarupprás í lífi okkar. Hún ryður úr vegi allri fyrirstöðu. Hamingja er þegar við höfum hamið í okkur gyðju uppljómunar.


17 Vandamálið er að sjá þetta ekki. Vita þetta ekki. -- Því enginn vissi. Þess vegna verðum við að skilja hvað kvæðin okkar og goðsagnirnar eru að reyna að segja okkur. Jarðlíf okkar er okkar tækifæri til að þróast til fullkomnunar. Það eitt er nauðsynlegt. Við erum guð yfir okkar eigin kroppi, okkar lífi.

.


18

Þýtur Þund. Þund er innbyggð í hverja einustu frumu líkamans. Allt þróast, víkkar út, blómstrar -- af eigin náttúru sinni -og reynir að losa sig við alla synþ og grugg. Vorleysinga-flaumur. Við hjálpum þessu flæði með því að lifa tærleikann. Það bezta við að nýsa niður iðla er að við förum smátt og smátt að taka réttar og heilbrigðar ákvarðanir. Hugsum skírt, því nú er ekki streita lengur til að eyðileggja kollinn okkar dýrmæta. Við ráðum hvort við lifum stöðnuð í leðjunni eða blómstrum í sólarljósinu á yfirborði vatnsins. Náttúrulögmálin eru í okkur sem öllu öðru en maðurinn hefur frjálsa Urði. Vandi fylgir vegsemd hverri.


19

Ekki sverja sig í Hrímþursa og geitahland

Okkar er valið. Þeir sem mest þurfa á tærleikanum að halda eiga erfitt með að koma auga á hann --- og yfirhöfuð nauðsyn hans. Þess vegna gefur maharishi okkur tækni sem hentar öllum mönnum -- og hann veit að við eigum djúpa þekkingu sem hentar öllum mönnum. Rígur veit að hver einasti maður þarf að fylgja Þundarflæði þróunar hvar sem hann er staddur núna. -Hann sækir brátt í hið háleitasta.

.


20

Við getum treyst guðunum og náttúrulögmálunum því þau eru þetta Þundar afl sem öllu stjórnar, en það þýðir ekki að við eigum að sitja í okkar hugsunum og tilfinningum vona og bíða eftir að einhver komi og geri allt fyrir okkur. Því mennirnir þurfa að læra að stjórna útfrá samsviði allra náttúrulögmála. Það er ekki forsvaranlegt að nota ekki þann fimbulkraft sköpunar sem í okkur býr -- til allra góðra verka í Þundar flæði.


21 Allur pakkinn á yfirborði lífsins er skemmtilegt húmmbúkk -- nema hann sé höftum og böndum tengdur í vitund okkar mannanna. Jafnvel þurfum við að skilja launsögn Mósesar því við erum fyrst þrælar í helsi tekst að brjótast úr því ráfum um í okkar andlegu eyðimörk í 40 ár Sínaí er kannski annars staðar í eyðimörk en á landakortinu og fyrirheitin er uppljómun hvers einstaklings. Táknmál. Launsögn. Nú verður brátt himnaríki á jörðu þegar menn skilja þetta og leitast við af fremsta megni að vígja sig tæra og ryðja, með Þundu, úr vegi öllu því rusli sem ár geta rutt þegar þær hreinsa sig ærlega á vorin flæðandi yfir bakka og farveg. Þund er sú orka sem við eigum innan okkar sjálfra. Við beizlum hana ekki, en hún getur losað okkur úr beizlum og hlekkjum okkar (sem við búum til sjálf). Ekki skrítið að allir uppljómaðir menn bendi samferðamönnum sínum á það sama. Þeirra eðlislæga fagnaðarerindi. Þeir vita hvað eitt er nauðsynlegt. Það er hinn mesti náungakærleikur að vilja láta alla menn njóta hins allra allra bezta: alvöru himnaríkis á jörðu.

*****

.


22 Goþrún dimmblá: -Kennarinn minn maharishi, indverskur eðlisfræðingur, hefur opnað augu okkar fyrir þekkingunni og skilninginum og gefur okkur tæknina til að nýsa niður. Þökk, maharishi, uppljómaði heimsins bezti kennari. upplýsingar og ítarefni

Óðsmál, http://www.odsmal.org

Norræn menning 5528080 6941264 freyjukettir@mmedia.is odsmal@mmedia.is Óðsmál, bók 1996 ISBN 9979 60 165 5 Óðsmál in fáðu, streymi DVD VHS 2000 Óðsmál in fornu 40 vefskræður, 2009 http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm Óðsmál in fornu efnisyfirlit, bók 2010 ISBN 978-9935-409-40-9 Valhallar Óðsmál in gullnu, bók 2010 ISBN 978-9935-409-41-6 Krakka-Óðsmál in fornu 40 krakkaskræður 2011 ISBN 978-9935-409-42-3 /43-0 /44-7 /45-4 /46-1 /47-8 /48-5 /49-2 /50-8 /51-5 /52-2 /53-9 /54-6 /55-3 /56-0 /57-7 /58-4 /59-1 /60-7 /61-4 /62-1 /63-8 /64-5 /65-2 /66-9 /67-6 /68-3 /69-0 /70-6 /71-3 /72-0 /73-7 /74-4 /75-1 /76-8 /77-5 /78-2 /79-9 /80-5 /81-2


23 Krakka-Óðsmál in fornu, 40 kálfaskræður Til þess að öðlast skilning á hvers vegna við erum að fæðast og lifa til hvers við erum að fæðast og lifa. Ægifegurð þekkingar forfeðra okkar. Þekking er ekki gefin af neinum, það er nemandinn sem öðlast hana; hann er þekkingin. Nýsið niður, nemið upp fimbulrúnir TM-tæknin auðveldust og skilvirkust; náttúruleg og auðlærð (transcendental meditation) <700 vísindarannsóknir! 1. kálfaskræða: Þór ISBN 978-9935-409-42-3 2. kálfaskræða: Ægir og Rán ISBN 978-9935-409-43-0 3. kálfaskræða: þríeindir ISBN 978-9935-409-44-7 4. kálfaskræða: Þjóðvitnir Ullur Heimdallur vítahringurinn markhópur ISBN 978-9935-409-45-4 5. kálfaskræða: á Iðavöllum tefla teitir í túni unz koma þursamegir III ISBN 978-9935-409-46-1 6. kálfaskræða: Syn, Glasir, Valhöll, einherjar ISBN 978-9935-409-47-8 7. kálfaskræða: Sif, Ester, tyllidagar, merkisdagar, vetrarkomugleði ISBN 978-9935-409-48-5 8. kálfaskræða: Freyr Skírnir Gerður Skírnismál Gerðargleði ISBN 978-9935-409-49-2 9. kálfaskræða: segðu mér seiðskrati ISBN 978-9935-409-50-8 10. kálfaskræða: heiðið uppeldi ISBN 978-9935-409-51-5 11. kálfaskræða: Rígur ISBN 978-9935-409-52-2 12. kálfaskræða: jól þorri gói ISBN 978-9935-409-53-9 13. kálfaskræða: Helia, Mímir, valkyrja ISBN 978-9935-409-54-6 14. kálfaskræða: svinnur, vín Valföðurs, Gungnir, Glaðheimar ISBN 978-9935-409-55-3 15. kálfaskræða: Óðinn synir hrafnar eljur Sleipnir Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-56-0 16. kálfaskræða: Týr og Fenrir ISBN 978-9935-409-57-7 17. kálfaskræða: Sól og Nanna, dauði Baldurs ISBN 978-9935-409-58-4 18. kálfaskræða: Frigg Sága ISBN 978-9935-409-59-1 19. kálfaskræða: Fjörgyn jörð móðir ISBN 978-9935-409-60-7

.


24

20. 21. 22. 23.

24. 25. 26. 27. 29. 30. 31. 32.

36.

40.

kálfaskræða: gyðjan mikla ISBN 978-9935-409-61-4 kálfaskræða: Skaði Njörður Baldur ISBN 978-9935-409-62-1 kálfaskræða: jötnar Geri Freki ISBN 978-9935-409-63-8 kálfaskræða: jólasveinar álfar gandreið sthapatya-ved ISBN 978-9935-409-64-5 kálfaskræða: guðin dagarnir reikistjörnurnar mannsheilinn ISBN 978-9935-409-65-2 kálfaskræða: Haftsænir Gapþrosnir Geirölnir valkyrjan ISBN 978-9935-409-66-9 kálfaskræða: ginnungagap höfuðskepnurnar ISBN 978-9935-409-67-6 kálfaskræða: ginnungagap, nýsta ek niður ISBN 978-9935-409-68-3 28. kálfaskræða: Þund ISBN 978-9935-409-69-0 kálfaskræða: íslenska sanskrít Síðhöttur Gangleri ISBN 978-9935-409-70-6 kálfaskræða: Huginn Muninn Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-71-3 kálfaskræða: tært taugakerfi, tær hugur, vígja, meiðmar ISBN 978-9935-409-72-0 kálfaskræða: tröll jötnar þursar þursameyjar framþróun Þrymskviða ISBN 978-9935-409-73-7 33. kálfaskræða: Urður Verðandi Skuld ISBN 978-9935-409-74-4 34. kálfaskræða: yfir heiðina með vitkanum ISBN 978-9935-409-75-1 35. kálfaskræða: hljóð og efni, Gungnir ISBN 978-9935-409-76-8 kálfaskræða: náttúra móðir ámáttk mjök Grótti þanþol meiðmar ISBN 978-9935-409-77-5 37. kálfaskræða: vitundarþroskamenntun ISBN 978-9935-409-78-2 38. kálfaskræða: friður, stjónarskrá alheims ISBN 978-9935-409-79-9 39. kálfaskræða: matur melting hegðun ISBN 978-9935-409-80-5 kálfaskræða: ósvinnan horfin, Mímir endurheimtur ISBN 978-9935-409-81-2

Til þess að öðlast skilning á hvers vegna við erum að fæðast og lifa til hvers við erum að fæðast og lifa. Ægifegurð þekkingar forfeðra okkar.



Krakka-Óðsmál in fornu 40 kálfaskræður

Vitundarvísindi forfeðra okkar ægifögur og djúp lífsþekking

Allt er í Þundar flæði stríðum aldrei gegn því

ISBN 9789935409690


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.