Guðrún Kristín Magnúsdóttir
5. krakkaskræða
tefla teitir á Iðavöllum unz koma þursamegir III Kælum okkur oní núll !
Losnum við andstæðurnar !
Verk þetta nýtur styrks úr Þróunarsjóði námsgagna.
5. kálfaskræða á Iðavöllum tefla í túni teitir eru
(tún af dynamis, orka, kraftur) (ótruflaðir forsetar náttúrulögmálanna; teitur af díívídí, bjartur skínandi tær tír) unz koma (veraldarhasar að byrja, mær, náttúran okkar) Gunnarnir III (trígúna, eiginleikar náttúrunnar sem eru III eiginleikar þursameyjarinnar okkar ámáttku) ISBN 978-9935-409-46-1 2011
Krakka-Óðsmál in fornu
http://www.odsmal.org odsmal@mmedia.is; freyjukettir@mmedia.is Freyjukettir
Norræn menning
2 sjá einnig ef vill http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/05teflaituni-komathursamegirIII.pdf efnisyfirlit vefskræðna: http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm Guðin eru forsetar náttúrulögmálanna Eitt þeirra heitir einfaldlega Forseti
Hús hans í næturskuggsjá, skv Grímnismálum Einars Pálssonar, er Glitnir. Glit er rjóður þar sem sólin nær að skína. Hlutlæg heiti merkja huglæg fyrirbæri, og stundum tákna þau það sem hugur ekki nemur. Guðin eru veraldleg, en fíngerðust og kraftmest, þau eru himnesk. Æsir (sem guð) eru innan svinns, eiga aðsetur í samsviði allra náttúrulögmálanna, og eru þar forsetar. Mörg nöfn bera guðin, svo sem æsir, tívar, höft og bönd, rögn, regin. Á þessu guð-lega sviði tilverunnar er mestur krafturinn -- og hér er allt fíngerðara en veraldarefnið.
3
Óðinn Vili Véi í samsviði allra náttúrulögmálanna
Vísindi nútímans hafa einnig fundið þetta (HilbertSpace Observables States) sem vitað hefur verið í þúsundir ára: rishi devataa cchandas
Auðvitað er alveg sama hvernig við snúum þessu !!! Við nýsum niður og föllum aftur þaðan -- hvað er upp? hvað niður? Eða við ímyndum okkur guðin uppi, alls staðar, allt um kring. Túnið breytist ekki þótt bullandi orka og stilltasta kyrrð sér þar. Orkuhlaðin kyrrð á hreyfingu. Iðavellir. Allstaðar. Tívar finnast í öllu, eru hvatar og kraftar, viðhalda kröftum í kyrrðinni, og viðhalda fullkominni reglu alheimsins. -- Rán rögn regin þýðir regla.
.
4 Nú er það svo að okkar vitund er ginnungagap. Allt er í því. Ekkert annað er. Ekkert annað en ginnungagap er. Þótt við fæðumst, hættum við ekki að vera vitund. Ginnungagap. Hvernig í ósköpunum getum við þá dottið út úr * Ægi-kraftinum sem við erum * hinni fullkomnu reglu (sem er rögn regin Rán) * óendanlegri orku tívatúns * öllu þessu alfullkomna guðlega? Allt í góðu unz koma....? Blindumst við á okkur sjálf bara við það eitt að
þessir þrír eiginleikar þursameyjarinnar ámáttku, árborinnar móður náttúru, koma í árdaga og byrja að stjórna öllu hér í heimi með kæti og látum??? Auðvitað er gaman að dansa og við dönsum einsog strengjabrúður í böndum í Gunnanna höndum. Dönsum okkur blind og minnislaus. Við gleymum Mími, en hann stendur fyrir það minni að við munum að við erum ginnungagap. Þurfum við endilega að gleyma hver við erum í raun við það eitt að við dönsum og dönsum okkur til mikillar ánægju (--- meðan hún endist ---)?
5 Og hvernig verður þessi orkubóla Freyju svokölluð veröld, alheimur, þegar enginn er skaparinn nema við sjálf? Hugsum við þursapeyjana? Ginnungagap skapar ekki, þótt það sé möguleikar alls. Það aðeins er er óendanleg vökul vitund á hreyfingu, óendanlegir möguleikar, er óendanleg kyrrð og um leið óendanleg orka. Ginnungagap ber ótal ótal nöfn meðal mannanna og í þúsundir ára hafa vitrir menn vitað að það er hér, og það eitt er. Vitað að aðeins það er. Vitað að við erum það. Allt er það. Þetta er í senn forvitnilegt og ofur einfalt ferli sem byrjar: Vitundina, sem er óhagganleg, þyrstir í þekkingu: * forvitin (þyrstandi í þekkingu) * fer að leita (fær vilja til að gá) og * finnur aðeins sjálfa sig fyrir, eðlilega -- því ekkert annað er.
rishi Óðinn HilbertSpace (forvitni) devataa Vili Observables (vilji til að leita) Véi cchandas States (það sem finnst) Svo er það þannig að Vili skyggir á Óðin í leit sinni að einhverju, og Véi felur Vila og Óðin við að finna sjálfan sig fyrir, Véa. Ferlið gengur svo samstundis til baka. Svo aftur og aftur.
.
6 Þetta ferli, sem fer af stað, er hvati að sköpun. Svo bullar Freyja, skapar veraldir. Það sem við köllum veröld, skapaða veröld, er okkar sköpun. Við búum hana til. Úr hugsunum!! Hugsanir eru þekktar fyrir að vera á þönum. Óhöndlanlegar, hverfular. Sköpun okkar er í ginnungagapi, því ekkert annað er. Hún er það, því ekkert annað er. Og það er óendanlegt og eilíft. Ekkert getur verið utan þess. Það er alls staðar. Þessi svokallaði skapaði efnisheimur hefur eiginleika, allt í nákvæmu samræmi við gapið, Óðinn - Vili - Véi forvitniferlið er kveikjan að þessu -- innan vitundar. Þetta væri nú samt vel viðráðanlegt ef Gunnarnir, sat-gúna, radja-gúna og tama-gúna, þursamegir III dúkkuðu ekki upp þegar allir eru teitir að tefla í þessari orku (dynamis/túni). Teflum teit, unz koma..... Sköpun okkar hefur þrjá eiginleika náttúrunnar. Allir möguleikar eru jú fyrir hendi. En allt hér er tvískinnungi og hverfulleika háð, enda aðeins hugsanir úr Gungni. Í ofanálag búa orð og gjörðir mannanna til bylgjur, meiri Gungni. Bylgur eiga það til að breiðast út. Já, það gera þær -- lenda á öllu, og kastast aftur til baka til gjörandans. Það er alltaf svoleiðis. Þetta er jú eitt af lögmálum náttúrunnar, Urður Verðandi Skuld, náttúrulögmál -- og náttúrulögmálanna forsetar eru guðin. Ef Urður manna stríðir gegn náttúrulögmálunum
7 safnast upp gremi mikið í náttúrunni. Það er Fenrir feitur og pattaralegur. Náttúran okkar hefur þanþol, en á endanum springur hún. Það þýðir ekkert að leggjast á bæn því ekki duga hér viðbótarhugsanir og tilfinningahiti. En við skulum skilja að okkar er ábyrgðin. Við stjórnum náttúrunni með gjörðum okkar -- góðum eða illum. Urður er okkar frjálsi vilji, okkar frjálsa val. Dýrin vinna samkvæmt náttúru sinni, geta ekki annað, svo við berum alla ábyrgð - á þeim og náttúrunni okkar allri. Gunnarnir (þessir nefndu þrír eiginleikar náttúru) eru ekki neitt endilega í jafnvægi. Og þeirra dans liggur í því að þeir tolla sjaldnast í jafnvægi.
Hér er Satt-Gunni / Sanni-Gunni (guli) að reyna að tosa mennina uppávið, til æðri vitundar, því hann vill alltaf framþróun, gera eitthvað gott; Rassakasta-Gunni (rauði hundurinn) nennir ekki að hjálpa hér. Þám-Tami-Gunni er svo latur, og svo varkár, að hann vill helzt engar breytingar.
.
8 Það myndast oftast sog á milli þeirra, þessara eiginleika náttúrunnar okkar.
Þegar mikið er af mönnum sem vilja framþróun, er Sanni-Gunni (satógúna) umsvifamikill, Rassakasta-Gunni (radjógúna) mikið að vinna fyrir hann, Tami vesældarlegur. Heldur ekki aftur af mönnunum þótt hann sé nú til þess.
Hér er mikil stöðnun í gangi, Radjó á Tama bandi, en Sanni-Gunni sogast saman í þynnku.
Náttúrunnar eiginleikar III
9 Tami-Þám vill ígrunda og íhuga málið, er íhaldsamur, vill byggja á hinu gamla, gamalli reynzlu, fara varlega, ei svá óðla. Sanni hugsar aðeins um að gera allt bjart og fallegt, og stundum veit rassíu-Gunni (rauði, radjó-gúna) ekki sitt rjúkandi ráð. Hann er yfirleitt að vinna fyrir annan hvorn hinna.
Ekki er gott að radjógúna fari úr böndunum. Það verður reiði mannanna. Hann þarf að vera undir stjórn Sanna og/eða Tama. Annars fitnar Fenrir. Karlinn á myndinni lendir í þessu með radjó-Gunnann. Karlinn eltir fus veraldar (kam kama gaman) verður hoppandi reiður ef hann nær ekki öllu (kródha) gersamlega lamast af eigin æsingi (sammóhah) og verður á endanum ófær um, vegna afleiðinga reiði sinnar, að hugsa skírt og stjórna sjálfum sér (búddhi naashah), vélvana. Radjó-gúna, rassakasta-rassíu-Gunni, er því
.
10 hættulegur mönnunum þegar hann fer úr böndunum. Hann veldur reiði, reiðin veldur því þá að menn hugsa ekki skírt. Hann óhaminn getur fengið mennina til að gera illa hluti í reiðikasti. Reiður maður hugsar ekki skírt. Reiði er ósvinnra manna böl. Heili reiðs manns nýtist aðeins einsog í dýri sem þarf að flýja eða berjast (þau heilasvið, hægra og vinstra hvel, en framheilinn dýrmætasti óvirkur), en menn þurfa að vera tærir og rólegir og hugsa skírt með framheilanum sínum. Það eitt er mönnunum samandi. Reiðir menn eru hættulegir menn. Hemjið því radjó-Gunna í lífi ykkar. Sjálfsstjórn og tærleiki er heillvænlegt. Gott að kæla sig svolítið niður. Alveg niður. Notið samsviðstæknina sem virkar.
Bezt er að nýsa niður og vera án Gunnanna þriggja um hríð dag hvern. Gott að hafa stjórn á -- og þekkingu um -- mataræði og hegðan. (sjá 39.skræðu) Og svo má leika sér úti í náttúrunni og losna við adrenalínið, neyta ekki pitta-æsandi fæðu, ganga meðfram sjónum, vatni, ám, læk, horfa á bláu fjöllin með hvíta snjónum á, og bláa himininn, og silfraða tunglið, eða fá sér yndislegan göngutúr í regninu.
11 Mikill kostur er, -- mjög hagnýtt í daglegu lífi -að stríða aldrei gegn náttúrulögmálunum heldur hugsa, framkvæma og tala í Þundarflæði lögmála náttúrunnar.
Náttúrulögmálin eru hliðholl þeim mönnum sem vinna með þeim. Maður sér það kannski ekki alltaf, en til lengri tíma litið. Þeir (einstaklingar, þjóðir) sem stríða síknt og heilagt gegn lögmálum náttúrunnar, gremja goð að sér (=ofbjóða þanþoli náttúrunnar), og fá eigi meðbyr náttúrunnar.
.
12
Alheimurinn er í fullkomnu flæði þenst út samkvæmt stórkostlegri Þundar reglu: Rán, regin, rögn þýðir beinlínis regla, hin fullkomna alheimsregla, sem kemur úr túnum (dynamis, krafti) hvar tívar (deva) tefla teitir (bjartir, tærir) Þeir sem stríða gegn þessu almáttka flæði, safna upp tröllum. Þeir ættu að nota Mjöllni sinn.
13
Þeir menn. sem fita Fenri, skilja ekki Synju. Gætu lifað og dáið í gruggi, og þróazt ekkert á heilli mannsævi. Mannsævin er til þess að þróast, vígja sig tæran af öllum gruggi og synþ í kroppnum. Verst er þegar menn sjá ekki að Rassíu-Gunni er að gera þá gersamlega vitlausa.
.
14 Í hvert skipti sem maður fer í veizluna at Ægis vígir maður sig ögn til tærleika. Maður nýsir niður, losnar við Gunnana þrjá sem dansa í verslu (/veröld) nístraigúnyó bhav, vertu án Gunnanna þriggja (Bhagavatgita) nirvartatwam þú skalt nýsast niður yógastha kúru karmaní framkvæmdu gjörðir útfrá ginnungagapi.
Óðinn gefinn Óðni, ég gefinn Óðni, ég gefinn sjálfum mér,
mín vitund er þá alheimsvitund eingöngu, okast saman í eind, yóg, sameinast, mín einstaklingsvitund sigrar alheimsvitund -- Óðinn sigrar Óðin -og alheimsvitund mína -- Óðinn sigrar Óðin --. Ég kemst að raun um að ég er vitund og ekki annað. Sé, að ég er vitund, sé, að ekkert annað er í raun, nema hvað hugsanir mínar skapa veröld úr Gungni, veröld, Gungnis-súpa, sem skilningarvitin fimm nema.
15
.
Hellingur af skilningarvita-nammi í boði. Efnisheimurinn er mjög glepjandi. Mímir, minnið um að við erum ginnungagap, yfirskyggist.
. Greinilega mjög einfalt að láta glepjast, því skilningarvitin eru svo sannfærandi og ekkert þeirra nemur ginnungagap.
16
Framboðið er á sviði þursamaga þriggja. Það er þessi skapaða veröld okkar með alla skapaða hluti. Við hugsum hana, og það sem skilningarvitin koma með til hugans, færa huganum, er einsog mynd á flatskjá í heilanum, úr hverri við búum svo til veraldargóssið okkar sem ímyndað bitastætt efni. Svo gleymum við að tengjast uppruna okkar, vitund, okkur sjálfum,
skiljum ekki lengur hina miklu þekkingu forfeðra okkar, höfnum tenginu við eigin vitund, ginnungagap, okkur sjálf. Visnum einsog afskorinn kvistur sem er á glæ kastað, sitjum uppi með hrímþursa og geitahland stöðnunar.
17
Gaman í Gymisgörðum, en engin þróun er ef við gleymum okkar guðlega innsta eðli. Skiljum ekki til hvers ævi á jörðu er. Þetta er þá ónýtt ævi, ónýt ævi. Svo er heldur ekki nóg að hafna heiminum. Svoleiðis er yfirborðs-þykjustuleikur loddara og trúgjarnra. Það er ekki leiðin til uppljómunar að hafna veröldinni. Uppljómaðir menn lifa í heiminum, ekki satt? Við þróumst í mannlífi. Við þurfum að ausa þekkingunni og reglu ginnungagaps inn í okkar veraldlega líf. Ekki er nóg að búa sér til veraldleg haldreipi. Það er vita gagnslaust. Er á sviði tilfinninga, trúar, hugsana. Hald í Gunnum.
.
18.
Það þarf í alvöru að sóa einstaklingsvitund í alheimsvitund, Óðinn gefinn Óðni, ég gefinn sjálfum mér. Til þessa brúks er hin einfalda náttúrulega TM-tækni. Samsviðstæknin góða. Auðveldasta leiðin til að nýsast niður. Virkar frá fyrstu sekúndu iðkunar.
Mannshugurinn sækir sjálfkrafa heim í Glaðheima. Af eigin náttúru sinni. Sleipnir (--mannlegt taugakerfið--) er heimfús. Engin áreynzla, náttúrlegt ferli. Við erum Glaðheimar vitundar.
19 Allt í þessari fögru veröld sem við búum okkur til er hverfult, andstæðum háð, tvískinnungi háð, tvíveðrungi háð.
vont gott, heitt kalt Tvíveðrungur og andstæður eru á sviði Gunnanna þriggja í veröld. Hér ráða þeir öllu. Þursamegir III mæta á svæðið og ráðskast eftir það með allt. Eina leiðin fyrir menn til að stjórna úr eigin vitund, er að sóast í tívatún, losa sig þannig úr yfirráðasvæði hinna þriggja eiginleika móður náttúru. --- nis trai gúñyo bhav, vertu án trí-gúna. -Um leið og menn stunda það að sóast í Ægi, öðlast menn fingerða tilfinningu fyrir tívum í hinum skapaða heimi. Tívar eru nefnilega í öllu í heimi. Tefla hér enn. Við þurfum aðeins að finna þá í okkur. Heimurinn er ekki annað en ginnungagap -- og okkar eigin hugsun. Hver stjórnar?? Má ég kynna: stjórnendur heimsins, gerið svo vel !!!
ta ra ra ra!!!
ta ra ra ra!!! Sat-gúna, radja-gúna, tamah-gúna (trígúna) Við fyrstu sýn líta þeir nú ekki út fyrir að stjórna okkur og öllu.
.
20 En þegar nánar er að hugað, gengur þetta upp: Gunnarnir taka öll völd. Við sjáum mátt eiginleika náttúrnnar hvert sem við lítum: hinn sanni Gunni/ satt, eiginleikinn í þróunarátt, rassakasta Gunni/ hinn framkvæmdaglaði eiginleiki og tami lati Gunni/ hægi varkári seinkandi eiginleikinn. Einnig sem svona þrennt sem eiginleikar: gæðablóð - ástríða - myrkur dyggð - hroðafengni (sviksemi) - ósvinna, sannleikur - framkvæmdadugnaður - íhald (varkárni, dragbítur) ु (kk et. í sanskrít) þýðir eiginleiki, einn þráður/þáttur gúña गण
(og ýmislegt fleira)
Menn geta, einsog við vitum, haft í sér bland af þessum þrem eiginleikum. Það er hluti af óvissu veraldar, að allir Gunnarnir eru í öllu svona í „einhvern veginn“ samsetningum, og „alla vega“ blandi í lífspoka. Allt er í heiminum hverfult. Þessa vegna þurfum við að ná undirtökunum. En Gunnarnir eru ekki í ginnungagapi. Ekki þar sem við teflum teit án þeirra. Svo við höfum val: * alltaf í Gunnum náttúrunnar, * stundum án Gunna náttúrunnar. Auðvelt: Við veljum allan skapaða heiminn 100% og allt ginnungagap 100% = 200% líf. Fagurt mannlíf. Ekkert minna dugar ef við viljum bera nafnið „maður” -- og þróast.
21 Við förum sprelllifandi heim í ginnungagap (--nýsumst niður--) og við förum sprelllifandi í Valhöll (--uppljómumst á æviskeiði--).
Sóumst í gapið, Skiljum allt eftir á sínum stað. Hugur víkkar út í óendanleikann. Þá erum við túnið og teflum teit með tívum. Gunnalausir menn um hríð. Skynjum þannig tíva í okkur. Ausum fimbulrúnum upp í lífið á jörðu. Þær er hvergi að finna nema innst innan okkar sjálfra. Í tærri vitund. Hér nema menn frævast og fróðir vera og vaxa og vel hafast. Orðs sér af orði orðs leita, verk sér af verki verks leita. Tívar eru í gapinu milli orðanna. Þ.e. á ósköpuðu sviði.
rún er gúhya, leyndarmál týr er deva, kraftur Flæðið er vín Valföðurs.
.
22 Til er „hönnunarkenning“, þ.e. að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Darwin hafi verið kjáni, segja æstir bókstafstrúarmenn hennar. Satt að segja er Darvins kenning góð, algjör snilld, og allt í alheimi finnst einnig í mannslíkamanum -- sama alheimsregla --- regla og mynstur gapsins er í öllu -- í alheimi, í mannslíkama, í tívatúnum -svo hér er bara ekkert um að rífast. Mjög svo samrýmanlegt hvort tveggja: þróun á jörðu og ginnungagaps mynd. Nútímavísindi eru öll að koma til. Sú ævaforna speki, vísindi vedanna, að öll hin fullkomna regla (rögn Rán regin) í alheimi sé einnig í mönnunum, í okkar fullkomna kroppi, hefur verið sönnuð. Fundin. Viðurkennd vísindi: Tony Nader, MD, Human Physiology ISBN 81 7523 017 7
Fimbulrúnir er enginn vandi að eignast. Munar kannski því að sjá eða sjá ekki.
23
Hlutföll: ósköpuð orka (mikil), sköpuð orka (lítil), og pínulítið sem er skapað efni (/Gungnis-klumpar) en allt í iðandi tíva-reglu ginnungagaps
Goþrún dimmblá: -Kennarinn minn maharishi, indverskur eðlisfræðingur, bendir okkur á þekkinguna og skilninginn, og kennir okkur tæknina til að nýsa niður. Þökk, maharishi, kennarinn minn. upplýsingar og ítarefni
Óðsmál, http://www.odsmal.org
Norræn menning 5528080 6941264 freyjukettir@mmedia.is odsmal@mmedia.is Óðsmál, bók 1996 ISBN 9979 60 165 5 Óðsmál in fáðu, streymi DVD VHS 2000 Óðsmál in fornu 40 vefskræður, 2009 http://www.mmedia.is/odsmal/fornu27apr09/efnisyfirlit.htm
.
24 Óðsmál in fornu efnisyfirlit, bók 2010 ISBN 978-9935-409-40-9 Valhallar Óðsmál in gullnu, bók 2010 ISBN 978-9935-409-41-6 Krakka-Óðsmál in fornu 40 krakkaskræður 2011 ISBN 978-9935-409-42-3 /43-0 /44-7 /45-4 /46-1 /47-8 /48-5 /49-2 /50-8 /51-5 /52-2 /53-9 /54-6 /55-3 /56-0 /57-7 /58-4 /59-1 /60-7 /61-4 /62-1 /63-8 /64-5 /65-2 /66-9 /67-6 /68-3 /69-0 /70-6 /71-3 /72-0 /73-7 /74-4 /75-1 /76-8 /77-5 /78-2 /79-9 /80-5 /81-2 Til þess að öðlast skilning á hvers vegna við erum að fæðast og lifa til hvers við erum að fæðast og lifa. Tærustu vitundarvísindi. Ægifegurð þekkingar forfeðra okkar. 1. kálfaskræða: Þór ISBN 978-9935-409-42-3 2. kálfaskræða: Ægir og Rán ISBN 978-9935-409-43-0 3. kálfaskræða: þríeindir ISBN 978-9935-409-44-7 4. kálfaskræða: Þjóðvitnir Ullur Heimdallur vítahringurinn markhópur ISBN 978-9935-409-45-4 5. kálfaskræða: á Iðavöllum tefla teitir í túni unz koma þursamegir III ISBN 978-9935-409-46-1 6. kálfaskræða: Syn, Glasir, Valhöll, einherjar ISBN 978-9935-409-47-8 7. kálfaskræða: Sif, Ester, tyllidagar, merkisdagar, vetrarkomugleði ISBN 978-9935-409-48-5 8. kálfaskræða: Freyr Skírnir Gerður Skírnismál Gerðargleði ISBN 978-9935-409-49-2 9. kálfaskræða: segðu mér seiðskrati ISBN 978-9935-409-50-8 10. kálfaskræða: heiðið uppeldi ISBN 978-9935-409-51-5 11. kálfaskræða: Rígur ISBN 978-9935-409-52-2 12. kálfaskræða: jól þorri gói ISBN 978-9935-409-53-9 13. kálfaskræða: Helia, Mímir, valkyrja ISBN 978-9935-409-54-6 14. kálfaskræða: svinnur, vín Valföðurs, Gungnir, Glaðheimar ISBN 978-9935-409-55-3
25 15. kálfaskræða: Óðinn synir hrafnar eljur Sleipnir Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-56-0 16. kálfaskræða: Týr og Fenrir ISBN 978-9935-409-57-7 17. kálfaskræða: Sól og Nanna, dauði Baldurs ISBN 978-9935-409-58-4 18. kálfaskræða: Frigg Sága ISBN 978-9935-409-59-1 19. kálfaskræða: Fjörgyn jörð móðir ISBN 978-9935-409-60-7 20. kálfaskræða: gyðjan mikla ISBN 978-9935-409-61-4 21. kálfaskræða: Skaði Njörður Baldur ISBN 978-9935-409-62-1 22. kálfaskræða: jötnar Geri Freki ISBN 978-9935-409-63-8 23. kálfaskræða: jólasveinar álfar gandreið sthapatya-ved ISBN 978-9935-409-64-5 24. kálfaskræða: guðin dagarnir reikistjörnurnar mannsheilinn ISBN 978-9935-409-65-2 25. kálfaskræða: Haftsænir Gapþrosnir Geirölnir valkyrjan ISBN 978-9935-409-66-9 26. kálfaskræða: ginnungagap höfuðskepnurnar ISBN 978-9935-409-67-6 27. kálfaskræða: ginnungagap, nýsta ek niður ISBN 978-9935-409-68-3 28. kálfaskræða: Þund ISBN 978-9935-409-69-0 29. kálfaskræða: íslenska sanskrít Síðhöttur Gangleri ISBN 978-9935-409-70-6 30. kálfaskræða: Huginn Muninn Valhöll einherjar ISBN 978-9935-409-71-3 31. kálfaskræða: tært taugakerfi, tær hugur, vígja, meiðmar ISBN 978-9935-409-72-0 32. kálfaskræða: tröll jötnar þursar þursameyjar framþróun Þrymskviða ISBN 978-9935-409-73-7 33. kálfaskræða: Urður Verðandi Skuld ISBN 978-9935-409-74-4 34. kálfaskræða: yfir heiðina með vitkanum ISBN 978-9935-409-75-1 35. kálfaskræða: hljóð og efni, Gungnir ISBN 978-9935-409-76-8 36. kálfaskræða: náttúra móðir ámáttk mjök Grótti þanþol meiðmar ISBN 978-9935-409-77-5 37. kálfaskræða: vitundarþroskamenntun ISBN 978-9935-409-78-2 38. kálfaskræða: friður, stjónarskrá alheims ISBN 978-9935-409-79-9 39. kálfaskræða: matur melting hegðun ISBN 978-9935-409-80-5 40. kálfaskræða: ósvinnan horfin, Mímir endurheimtur ISBN 978-9935-409-81-2
.
dansinn dunar!! Má bjóða ykkur upp!!?
Lát eigi vitsmuni gera mistök. ÓðinnViliVéi eru hvatar. Tengist ætíð ginnungagapi.
Gleymið ekki gömlum vin þótt gerist aðrir nýir!! Það var verið að auglýsa fyrir mig 100% framboð af glingri !! Öllum sköpuðum hlutum!! Ég stend við það. Þessi „hin“ 100% sem verið er að auglýsa, eru óáþreifanleg, og því erfitt að sanna tilveru þeirra. Er Mímir til? Manstu það nokkuð?
Krakka-Óðsmál in fornu 40 kálfaskræður
Að hvíla sig á veröld -- nærast í vitund Vitundarvísindi forfeðra okkar
Losum okkur við Gunnana þrjá! Þeir stjórna öllu í heimi hér !!
ISBN 9789935409461