www.st amps .is
2/2013
Frímerkjafréttir Ný frímerki mars-maí 2013
Frímerkjasýningar Frímerkjasala Íslandspósts tekur þátt í 23. alþjóðlegu frímerkjasýningunni í Essen í Þýskalandi 2.-4. maí 2013. NORDIA 2013, Garðabæ, 7.-9. júní. NORDIA 2013. Íþróttamiðstöðin Ásgarður, Garðabæ.
Sérstimplar
Garðabær.
Lágmarksburðargjald 175 kr. Pantanir verða að berast 10 dögum fyrir sýningardag.
NORDIA 2013 Landssamband íslenskra frímerkjasafnara efnir til norrænnar frímerkjasýningar dagana 7. til 9. júní 2013. Sýningin ber nafnið NORDIA 2013 og er það í samræmi við langa hefð sem landssamböndin á Norðurlöndum hafa fylgt alla tíð með örfáum undantekningum. Nordia 2013 er sjötta norræna frímerkjasýningin sem haldin er hér á landi. Allt frá árinu 1978 hefur Landssambandið verið þátttakandi í þessum samnorrænu sýningum á einn eða annan hátt. Fyrsta norræna frímerkjasýningin sem haldin var undir merkjum sambandsins var Nordia 84 (1984). Síðan fylgdu á eftir Nordia 91, Nordia 96, Nordia 2003 og Nordia 2009. Allar þessar sýningar voru haldnar í Reykjavík, nema Nordia 2009 sem haldin var í Hafnarfirði. Tókust þær allar með miklum ágætum. Að þessu sinni verður sýningin haldin í Garðabæ. Er það von sýningarnefndar að vel takist til að vanda og frímerkjasafnarar aðildarfélaga land sambandanna á Norðurlöndunum öllum svo og félagar í Scandinavian Collectors’ Club í Bandaríkjunum búi söfn sín til þátttöku þannig að gestir sýningarinnar megi kynnast fjölbreytilegu og menningarlegu inntaki frímerkjasöfnunar. Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna á www.nordia2013.is
Sérstimpill í tilefni gosloka í Vestmannaeyjum Sérstimpill 3. júlí 2013 í tilefni þess að 40 ár eru liôin frá því eldgosinu í Vestmannaeyjum lauk. Gosið hófst 23. janúar 1973.
FRÍMERKJASALAN Stórhöfða 29 110 REYKJAVÍK Sími: 580 1050 • Fax: 580 1059 E-mail: stamps@stamps.is www.stamps.is
Forsíða: Hinsegin dagar í Reykjavík.
3
2 013
Íslensk samtímahönnun IV – grafísk hönnun 14.03.2013 Heiti útgáfu: Íslensk samtímahönnun IV – grafísk hönnun Útgáfunúmer: 586A-D Hönnuður: Örn Smári Gíslason Siggi Odds (teikning) Ragnar Freyr (teikning) Rán Flygenring (teikning) Siggi Eggertsson (teikning) Prentsmiðja: Joh. Enschedé Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) + 1 Pantone Silfur Stærð frímerkja: 28,5 x 40 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: Tullis Russel 110 gsm Verðgildi: 50g innanlands (120 kr.) 250g innanlands (155 kr.) 100g til Evrópu (300 kr.) 100g utan Evrópu (475 kr.) Heildarupplag: 500.000 Upplag pr. verðgildi: 586A: 140.000 586B: 120.000. 586C: 120.000 586D: 120.000
Fjórða frímerkjaröðin um íslenska samtímahönnun er tileinkuð grafískri hönnun. Myndefnin eru verk fjögurra ungra grafískra listamanna. Sigurður Oddsson fæddist í Reykjavík 1985 en ólst upp að miklu leyti í Vancouver í Kanada. Þar kynntist hann í frumbyggjalist indjána og sækir þangað í myndsköpun sinni. Sigurður útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2008. Hann hefur starfað fyrir lista-, tísku- og tónlistargeirann.
586A
586B
Ragnar Freyr Pálsson fæddist í Reykjavík 1980. Hann lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2005 og fór þá til náms við Kennaraháskóla Íslands. Ragnar stofnaði vinnustofu í Reykjavík 2001. Í myndlist sinni og hönnun leggur Ragnar áherslu á einfaldleika og naumhyggju. Rán Flygenring er fædd í Osló 1987 en ólst upp í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands 2013. Hún var hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011 og hlaut þýsku barnabókaverðlaunin, „Deutscher Jugendliteratur Preis“ 2012, fyrir barnabókina „Frerk, du Zwerg“.
586C
4
586D
Sigurður Eggertsson fæddist á Akureyri 1984. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Hann stundaði nám við Weißensee Listaháskólann í Berlín en lauk náminu á Íslandi. Sigurður er búsettur í Berlín og vinnur fyrir viðskiptavini um allan heim.
5
14.03.2013 Heiti útgáfu: Bílaöld 1913-2013 Útgáfunúmer: H101, H02 Hönnuður: Hlynur Ólafsson Prentsmiðja: Joh. Enschedé Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) + 1 Pantone litur Stærð frímerkja: 39,00 x 27,00 mm Stærð hefta/lokað: 55 x 90 mm Form heftis: 4 frímerki í örk/hefti Pappír: 246 gsm sjálflímandi pappír Verðgildi: B50g innanlands (103 kr.) x 4 =412 kr. 50g til Evrópu (175 kr.) x 4 = 700 kr. Heildarupplag: 60.000 Upplag pr. verðgildi: 30.000
H101
H102
Bílaöldin 1913-2013 Raunveruleg bílaöld á Íslandi er talin hefjast 1913 þegar fyrsti Ford T bíllinn kom til Íslands. Myndefnið á frímerkjunum er fjórar gamlar bifreiðir. Ford T vörubíll. Bílar af gerðinni Ford-T sönnuðu að bílar væru þau samgöngutæki sem hentuðu á Íslandi. Ford-T var traustur, einfaldur og tiltölulega ódýr. Vörubílarnir komu hingað án yfirbyggingar. Hönnun Íslendinga á ekilshúsum og pöllum á vörubíla sem hingað komu á sér ekki sinn líka annars staðar í veröldinni. Chevrolet hálfkassabíll eins og sá sem frímerkið sýnir tók 10 farþega. Bílinn kom nýr til landsins 1943 en var smíðaður 1942. Hann var notaður til fólks- og vöruflutninga í Eyjafirði en er nú á Samgönguminjasafninu í Stóragerði í Óslandshlíð. Mercedes Benz farþegabifreið (rúta) er fyrirmynd að þessu frímerki. Bíllinn er árgerð 1957 en fluttur inn árið 1962 og notaður á Siglufjarðarleið í 10 ár uns hann var seldur austur á firði þar sem hann var í ferðum nokkur ár enn. Hann er nú til sýnis á Samgöngusafninu í Stóragerði. Bedford slökkvibíll. Um miðjan síðari hluta 20. aldar komu 68 slökkvibílar af gerðinni Bedford til landsins. Fram til þess tíma höfðu víða ekki verið til önnur slökkvitæki en brunadælur og tilkoma Bedford slökkvibílanna var að sögn þeirra sem gerst til þekkja mesta bylting sem orðið hefur í brunavörnum landsbyggðarinnar. 6
Brjóti› saman og hefti› / Fold og hæft / Fold and staple / Falten und befestigen / Pliez et agrafez
Pöntun / Bestilling / Order form / Bestellung / Commande
March-May 2013
Já takk! Ég panta hér með eftirfarandi YES, please! I would like to order the following item(s) Nr. No.
Lýsing Item
Mars / March 2013 586SET Íslensk samtímahönnun IV - Grafísk hönnun - sett Icelandic design IV - Graphic design - Set of stamps 586FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/set (FDCS) 586FDC1 4 fyrstadagsumslög með stökum frímerkjum (FDC1) 4 First Day Covers w/single stamps (FDC1) 586FDC4 4 fyrstadagsumslög með fjórblokk (FDC4) 4 First Day Covers w/blocks of four (FDC4) 586SET4A Íslensk samtímahönnun IV - fjórblokk úr efri kanti Icelandic design IV, block of 4, upper edge 586SET4B Íslensk samtímahönnun IV - fjórblokk úr neðri kanti Icelandic design IV, block of 4, lower edge 586SORK Íslensk samtímahönnun IV - örk með 10 frímerkjum Icelandic design IV, sheet of 10 586FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar First Day Cover of the issue - blank 101HEF4 Bílaöld-Hefti m/4 frímerkjum The Automobile Age, booklet of 4 stamps 101FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/set (FDCS) 102HEF4 Bílaöld-Hefti m/4 frímerkjum The Automobile Age, booklet of 4 stamps 102FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/set (FDCS) 101/102 Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar First Day Cover of the issue - blank FDCB
Óstimplað fjöldi Stimplað fjöldi Útg.d. stimplað -fjöldi Regular Day Fist Day Mint Cancellation Cancellation No. of items No. of items No. of items
Verð Price ISK
1.050 1.120 1.330 4.480
Verð Price1 €
6,05 6,50 7,70 25,90
4.200
24,30
4.200
24,30
10.500
60,70
70
0,40
412
2,40
276
1,60
700
4,05
420 70
2,45 0,40
587FDCS 587FDC1 587FDC4 587SET4A 587SET4B 587SORK 587FDCB 588SET 588FDCS 588FDC1 588FDC4 588SET4A 588SET4B 588SORK 588FDCB
Bæjarhátíðir - sett Town Festivals - Set of stamps Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/set (FDCS) 5 fyrstadagsumslög með stökum frímerkjum (FDC1) 5 First Day Covers w/single stamps (FDC1) 5 fyrstadagsumslög með fjórblokk (FDC4) 5 First Day Covers w/blocks of four (FDC4) Bæjarhátíðir - fjórblokk úr eftri kanti Town Festivals, block of 4, upper edge Bæjarhátíðir - fjórblokk úr neðri kanti Town Festivals, block of 4, lower edge Bæjarhátíðir - örk með 10 frímerkjum Town Festivals, sheet of 10 Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar First Day Cover of the issue - blank Evrópufrímerki 2013, póstbílar - sett Europa stamps 2013, Postal Vehicles - Set of stamps Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/set (FDCS) 2 fyrstadagsumslög með stökum frímerkjum (FDC1) 2 First Day Covers w/single stamps (FDC1) 2 fyrstadagsumslög með fjórblokk (FDC4) 2 First Day Covers w/blocks of four (FDC4) Evrópufrímerki 2013 - fjórblokk úr efri kanti Europa stamps 2013, block of 4, upper edge Evrópufrímerki 2013 - fjórblokk úr neðri kanti Europa stamps 2013, block of 4, lower edge Evrópufrímerki 2013 - örk með 10 frímerkjum Europa stamps 2013, sheet of 10 Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar First Day Cover of the issue - blank
Nr. No.
H103S 103HEFT H104S 104HEFT 103/104 FDCS 103/104 FDC1 589BLOK 589FDCS 589FDCB
B108 K010 K011 K012
Maí / May 2013 587SET
Samtals Total
566
3,30
636
3,70
916
5,30
2.614
15,10
2.264
13,10
2.264
13,10
5.660
32,70
70
0,40
405
2,35
475
2,75
545
3,15
1.760
10,20
1.620
9,35
1.620
9,35
4.050
23,40
70
0,40
Lýsing Item
Óstimplað fjöldi Stimplað fjöldi Útg.d. stimplað -fjöldi Regular Day Fist Day Mint Cancellation Cancellation No. of items No. of items No. of items
Evrópufrímerki 2013 - stakt frímerki úr hefti 175 Europa stamps 2013, single stamp from booklet Evrópufrímerkin 2013 - Hefti m/10 frímerkjum 1.750 Europa stamps 2013, booklet of 10 stamps Evrópufrímerki 2013 - stakt frímerki úr hefti 230 Europa stamps 2013, single stamp from booklet Evrópufrímerkin 2013 - Hefti m/10 frímerkjum 2.300 Europa stamps 2013, booklet of 10 stamps Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) úr heftum 475 First Day Cover w/set (FDCS) from booklets Fyrstadagsumslag með stökum frím. (FDC1) úr heftum 545 First day cover w/single stamps (FDC1) from booklets Nordia 2013, Norðurljós - smáörk 700 Souvenir sheet: Nordia 2013 - Aurora Borealis Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) First Day Cover w/souvenir sheet (FDCS) Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar First Day Cover of the issue - blank Safnarabíll nr. 8, íslenskir póstbílar „kassabíll“ Model car no. 8. Icelandic postal vehicles, postal truck Póstkort, stakt án frímerkis Postcard without any stamps Póstkort m/setti af Evrópufrímerkjum 2013 Postcard w/set of Europa stamps 2013 2 póstkort með stökum Evrópufrímerkjum 2013 2 postcards w/single Europa stamps 2013
SAMTALS/TOTAL
*According to Rate of Exchange pr. 01.02.2013 Þjónustugjald er lagt á allar pantanir, 200 kr. á fasta áskrift, 300 kr á stakar pantanir. A service fee is added to all orders - 200 ISK for subscription and 300 ISK for extra orders.
Verð Price1 €
Verð Price ISK
1,00 10,00 1,35 13,50 2,75 3,15 4,05
770
4,45
70
0,40
3.750
21,60
150
0,85
555
3,20
705
4,10
ISK / €
Burðargjöld vegna þyngri póstsendinga, s.s. fyrir safnarabíl nr. 8, er samkvæmt gildandi verðlista Póstsins. Postage rates for heavier packages, such as model car No. 8 will be charged according to Iceland Post valid price list.
Samtals Total
Verðskrá – Price List Bréfapóstur – Almenn bréf / Letters – Regular letters Innanlands Domestic
Til Evrópu To Europe
Þyngd Weight
A-póstur Priority
B-póstur Economy 103 ISK
A-póstur Priority
Utan Evrópu Other countries
B-póstur Economy
A-póstur Priority
B-póstur Economy 205 ISK
0-50 g
120 ISK
175 ISK
160 ISK
230 ISK
51-100 g
125 ISK
300 ISK
270 ISK
475 ISK
425 ISK
101-250 g
155 ISK
580 ISK
520 ISK
955 ISK
860 ISK
251-500 g
225 ISK
501-1000 g
480 ISK
Ekki í boði Not available
1.025 ISK
925 ISK
1.745 ISK
1.570 ISK
1.765 ISK
1.590 ISK
2.690 ISK
2.420 ISK
1001-1500 g
565 ISK
2.410 ISK
2.170 ISK
3.645 ISK
3.280 ISK
1501-2000 g
630 ISK
2.865 ISK
2.580 ISK
4.345 ISK
3.910 ISK
Verð eru án póstburðargjalda sem leggjast á þyngri vörur samkvæmt gjaldskrá Póstsins júlí 2012
B108
Prices do not include postage which will be added to heavier products according to Iceland Post price list July 2012
Safnarabíll nr. 8 K010
Pöntun / Order form Kennitala/Kundenummer /Customer No./Kunden-Nr./No. de client
Íslandspóstur Frímerkjasala
Nafn/Navn/Name/Name/Nom:
Módelið er eitt af 1200 tölusettum eintökum sem Íslandspóstur gefur út í 2. maí 2013. Upprunavottorð og póstkort án frímerkis, sem sést hér á síðunni, fylgir bílnum. Verð: 3.750 kr.
K011
Stórhöfða 29
Gata/Gade/Street/Straße/Rue:
110 Reykjavík
Póstnr./Postnr./Postal Code/PLZ/Code Postal:
Sími: 580 1050
Staður/By/City/Stadt/Localité: Land/Country/Staat/Pays:
Greiðslumáti / Betalingsmetoder / Mode of payment / Zahlungsart / Mode de paiement VISA MASTERCARD
Þessi safnarabíll, í stærðinni 1:87, er samnefnari fyrir flutningabíla sem Pósturinn notar í rekstri sínum. Bílarnir annast póstflutninga á höfuðbor garsvæðinu, til Suðurnesja og Selfoss.
Breyting á greiðslumáta / Change mode of payment
American Express
Beingreiðsla (Iceland only)
Fax: 580 1059
Einnig er póstkortið fáanlegt á eftirfarandi hátt:
stamps@stamps.is
K010 Póstkort, stakt án frímerkis. Verð 150 kr. K011 1 póstkort m/setti af Evrópufrímerkjum 2013. Verð 555 kr. K012 2 póstkort með stökum Evrópufrímerkjum 2013. Verð 705 kr.
www.stamps.is
Póstkrafa (Iceland only)
(500 kr. bætast við í póstkröfugjald)
Kort nr./Card no. /Karte Nr./Carte nr.: Gildir til/Gyldig/Exp.date /Gültig bis/Date d'exp.:
Undirskrift/Underskrift/ Signature/Unterschrift: Bankareikningur: 528-26-3035. Kennitala Frímerkjasölu: 701296-6139
K012
11
Bæjarhátíðir 02.05.2013 Heiti útgáfu: Bæjarhátíðir Útgáfunúmer: 587A-E Hönnuður: Linda Ólafsdóttir Prentsmiðja: Joh. Enschedé Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) Stærð frímerkis: 33,35 x 28,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: 196 gsm sjálflímandi pappír Verðgildi: B50g innanlands (103 kr.) B50g innanlands (103 kr.) 50g innanlands (120 kr.) 50g innanlands (120 kr.) 50g innanlands (120 kr.) Heildarupplag: 600.000 Upplag pr. verðgildi: 120.000
587A
587B
Bæjarhátíðum sem haldnar eru hérlendis á sumrin hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og eru víða orðnar ríkur þáttur í menningarlífi margra bæja og byggðarlaga á Íslandi.
587C
587D
587E
Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð sem er haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð fyrsta laugardag eftir verslunar mannahelgi. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, skemmti sér og snæði fisk. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í tengslum við hátíðina.
Hinsegin dagar í Reykjavík eru haldnir í ágúst ár hvert. Þessi hátíð samkynhneigðra barst frá Bandaríkjunum til Evrópu og ber nú upp á flestar helgar sumarsins víða um heim. Hinsegin dagar voru fyrst haldnir hátíðlegir hér á landi árið 2000.
Tónlistarveislan Bræðslan á Borgarfirði eystri hefur í tímans rás skipað sér sess sem hlekkur í tónlistarlífi landsmanna. Tónleikarnir fara fram í gamalli síldarbræðslu sem heimamenn breyta í tónleikahöll einu sinni á ári.
Aldrei fór ég suður – tónlistarhátíðin var haldin á Ísafirði fyrsta sinni árið 2004. Hátíðin þykir sérstök sökum sérstakrar staðsetningar og umgjarðar og hefur haft jákvæð áhrif á samfélagið auk þess sem bærinn hefur endurnýjað ímynd sína sem tónlistarbær.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var fyrst haldin 1874. Íþróttabandalag Vestmannaeyja skipuleggur hana. Hátíðin hefur þróast í eina metnaðarfyllstu tónlistarhátíð landsins og hefur aldrei fallið niður, hvorki vegna veðurs né náttúruhamfara á eyjunum.
12
13
02.05.2013 Heiti útgáfu: Evrópufrímerki – Póstbílar – Frímerkjahefti Útgáfunúmer: H103, H104 Hönnuður: Bergþóra Birgisdóttir Prentsmiðja: Cartor Security Print Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) Stærð frímerkja: 40,00 x 25,30 mm Stærð hefta/lokað: 95 x 145 mm Form heftis: 10 frímerki í örk/hefti Pappír: 247 gsm sjálflímandi pappír Verðgildi: 50g til Evrópu (175 kr.) 50g utan Evrópu (230 kr.) Heildarupplag: 26.000 Upplag pr. verðgildi: 13.000
H103
H104
Evrópufrímerki 2013 – Póstbílar
Nordia 2013 – Norðurljós
02.05.2013
02.05.2013
Heiti útgáfu: Evrópufrímerki – Póstbílar Útgáfunúmer: 588A-B Hönnuður: Bergþóra Birgisdóttir /Sverrir Björnsson og Arnaldur Halldórsson (ljósmyndir) Prentsmiðja: Cartor Security Print Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) Stærð frímerkja: 40,00 x 25,30 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: 247 gsm sjálflímandi pappír Verðgildi: 50g til Evrópu (175 kr.) 50g utan Evrópu (230 kr.) Heildarupplag: 450.000 Upplag pr. verðgildi: 588A: 300.000 588B: 150.000
13 20
R E Y J A VÍ K
Heiti útgáfu: Nordia 2013 – Norðurljós Útgáfunúmer: 589A Hönnuður: Hlynur Ólafsson / Olgeir Andrésson (ljósmyndir) Prentsmiðja: Joh. Enschedé Prentunaraðferð: Offset Litho (CMYK) + Pantone gull Stærð frímerkja: 36,20 x 23,68 mm Stærð smáarkar: 113 x 70 mm Pappír: 196 gsm sjálflímandi pappír Verðgildi: 50g til Evrópu (175 kr.) x 4 = 700 kr. Heildarupplag: 80.000
589A Norræna frímerkjasýningin NORDIA 2013 verður haldin í Ásgarði í Garðabæ 7.-9. júní 2013. Þetta er í sjötta sinn sem sýningin er haldin hérlendis. Íslandspóstur mun að venju gefa út smáörk í tilefni hennar og eru norðurljósin þema hennar að þessu sinni. Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Segulsvið jarðarinnar hrindir honum frá sér nema í kringum segulpólana þar sem eitthvað af ögnunum sleppur inn. Þegar þær rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og senda frá sér ljós sem við köllum norður- eða suðurljós. Áhrif sólvindsins eru mest á kraga kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Ísland er í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Hægt er að sjá norðurljósin hvar sem er á Íslandi þegar norðurljósakraginn svonefndi er yfir landinu, himinninn heiðskír og myrkt er úti. Stærð og umfang norðurljósakragans er breytilegt og veltur að mestu á virkni sólar og þar af leiðandi sólvindinum. Sé virkni sólar lítil er kraginn venjulega lítill en sé virkni sólar mikil er kraginn venjulega stór og breiður.
K
GÁFUDA ÚT
588A
Þema Evrópufrímerkjanna 2013 eru póstbílar í notkun. Einnig eru frímerkin tileinkuð 20 ára afmæli PostEurop sem eru samtök póstrekenda í Evrópu. Íslandspóstur rekur einn stærsta bílaflota landsins, um 110 bíla, sem sem eingöngu sinna póstflutningum. Heildaraksturinn er í kringum 3,5 milljón km á ári en landpóstakeyrslan er ekki inni í þeirri tölu. Landpóstar eru þeir aðilar sem sjá um póstflutninga í hinum dreifðu byggðum landsins. Pósturinn hefur sett sér umhverfisstefnu og fylgist með kolefnismengun bílaflotans. Um þriðjungur allra póstbíla á stór Reykjavíkursvæðinu eru metangasbílar og stefnt er að fjölgun slíkra vistvænna bifreiða. Við brennslu á metangasi í stað bensíns eða díselolíu fer mun minna af koldíoxíði og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ellefu ár eru síðan Íslandspóstur tók fyrstu metangasbifreiðina í notkun. Í öllum bifreiðum Póstsins eru ökusíritar sem skrá upplýsingar um aksturslag. Með þeim er hægt að fylgjast með bílunum í rauntíma á tölvuskjá og þar sést hvar bílarnir eru, á hvaða hraða þeir aka og í hvaða átt þeir stefna. Þessi tækni auðveldar að R 02. 05. miklum mun allt skipulag póstflutninga GU kringum landið. Bílarnir á frímerkjunum eru Ford Transit 350m árg. 2012 og Man Tgs árg. 2010.
588B 14
15
FRÍMERKJASALAN Á FACEBOOK
Í febrúar 2012 opnaði Frímerkjasalan facebook-síðu fyrir íslensk frímerki. Þar með er Frímerkjasalan komin í hóp fjölmargra póststjórna sem eru á einni stærstu samskiptasíðu heims, facebook eða fésbókinni. Í þeim hópi eru meðal annarra Færeyjar, Álandseyjar, Mön, Noregur, Indland og Austurríki. Síðan ber heitið Icelandic stamps en þar er að finna áhugavert efni um frímerki og tengdar vörur, fréttir héðan og þaðan, skemmtiefni, myndir af íslenskum frímerkjum og margt fleira. Með þessu viljum við hjá Frímerkjasölunni veita öllum aðgengilegar og áhugaverðar upplýsingar um starfsemina og íslensk frímerki og gefa fólki kost á því að eiga bein samskipti við okkur. Við svörum öllum fyrirspurnum hratt og örugglega og tökum jafnframt við öllum ábendingum með bros á vör. Okkur finnst alltaf gaman að heyra frá viðskiptavinum sem og áhugafólki um íslensk frímerki! Endilega kíkið við á www.facebook.com/icelandicstamps og takið þátt í fjörinu. Síðan er á íslensku og ensku.