FRÁBÆRAR BÍÓMYNDIR „Fantastic landscape, wonderful festival, lovely people. Should be on every cinephile’s To-Do list.” - David Cronenberg, kvikmyndaleikstjóri
SAGA RIFF Í FJÓRUM SETNINGUM Kvikmyndahátíðin RIFF var stofnuð árið 2004. Fyrsta árið voru 16 myndir sýndar í einum sal. Núna eru árlega sýndar hátt í 100 myndir í fullri lengd auk fjölda stuttmynda frá um 50 löndum og gestir eru hátt í 30.000. Hátíðin hefur tekið á móti tugum heimsþekktra gesta síðastliðin tólf ár og er orðin að stærsta einstaka menningarviðburði í borginni miðað við gestafjölda.
:VELTA 2015:
60
M KR.
TEKJUR 2015
Opinberir styrkir 33,9% Sendiráð og menningarstofnanir 10% Styrkir frá einkaaðilum 31,3% Auglýsingar 7,3% Miðasala 17,5%
ALDUR GESTA 2015
Yngri en 35 ára 36–54 ára Eldri en 55 ára
AF HVERJU RIFF? RIFF GENGUR ÚT Á
… að sýna frábærar bíómyndir … að tengja íslenska kvikmyndagerðarmenn við erlenda bransann … að hlúa að ungu kvikmyndagerðarfólki … að fá fjölbreyttari ferðamenn til Reykjavíkur … að koma íslenskum kvikmyndaiðnaði á framfæri … að vera þekkingarsmiðja, m.a. með námskeiðahaldi og ráðstefnum og efla kvikmyndalæsi
STJÓRN RIFF
• Baltasar Kormákur, leikstjóri • Max Dager, fv. stjórnandi Norræna hússins • Elísabet Ronaldsdóttir, klippari • Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri • Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF
„RIFF is without doubt one of the most important festivals in Iceland“ – Mikkel Harder, forstjóri Noræna hússins
EKKI BARA LITLA ÍSLAND „People were telling me: „In Iceland you will feel as if you are on the moon”. So I went there and discovered that compared to Iceland the moon is boring. And to see movies there was really special. Thank you. - Milos Forman, kvikmyndaleikstjóri
ÚTLÖND HEIM Það koma tugir kvikmyndaleikstjóra og framleiðenda á RIFF ár hvert. Þeir taka þátt í málstofum og fundum, sjá íslenskar kvikmyndir og fara út á land að skoða tökustaði. Í framhaldi af RIFF var kvikmyndin Faust t.d. tekin hérlendis fyrir um 70 milljónir kr. Heiðursgestir hátíðarinnar vekja iðulega eftirtekt og margir hafa borið goðin sín augum á RIFF og spurt þau spjörunum úr.
SKRÁÐIR ERLENDIR BLAÐAMENN Á ALÞJÓÐLEGUM KVIKMYNDAHÁTÍÐUM (HEIMILD: FIAPF) 3000 2500 2000 1500 1000 500 0
r r ík in d s ín Y e a ó ó n o ry ki ne erl eyja ont a N aír stía oky Va oni skv lmu jav all sun per K a i al T a m k o T ó B en Tor ec v y b M kh e ug Ta F ib rlo ess R k Se Tr Ha to n Ka Th a S S
n Ca
2014 2018
FRÁBÆR UMFJÖLLUN Jákvæð umfjöllun um hátíðina og Ísland hefur birst í The Guardian, Telegraph, New York Times, New York Mag, Politiken, El País, La Repubblica, Arte, Variety, Screen International og Hollywood Reporter svo nokkrir fjölmiðlar séu nefndir. Fjöldi greina er birtur eftir hverja hátíð.
KVIKMYNDAMARKAÐUR HEIMSINS Fjölbreytni er ábótavant í bíóhúsum bæjarins árið um kring og því taka kvikmyndaáhugamenn RIFF fagnandi. Þá geta þeir séð bæði myndir sem hafa vakið umtal á árinu og hinar sem eiga eftir að eiga sviðið næstu mánuði. Eitt það mikilvægasta sem kvikmyndagerðarfólk getur gert er að fylgjast vel með því sem er að gerast á markaðnum á heimsvísu.
Íslenskar kvikmyndir hljóta alþjóðlegar viðurkenningar á sama tíma og alþjóðlegar stórmyndir eru teknar upp hérlendis.
STERK HÁTÍÐ – STERKUR BRANSI „Here in Iceland, film has to go that extra mile in order to not pale in comparison with the natural phenomena here. But the Icelanders have enough energy for both.“ – Ulrike Ottinger kvikmyndaleikstjóri
ÍSLENSKA KVIKMYNDASUMARIÐ Það er oft talað um að íslenska kvikmyndavorið hafi hafist árið 1980. Óhætt er að segja að nú sé íslenska kvikmyndasumarið hafið. Íslenskar kvikmyndir eins og Hross í oss, Hrútar og Þrestir vinna til hverra verðlaunanna á fætur öðrum og Everest Baltasars Kormáks trónir á toppi vinsældalistanna.
„My experience at the Reykjavik International Film Festival was fantastic. It is an unusual place (to say the least) and the people are gracious, respectful and also a little wild – a great combination in my opinion. I am very happy to have had this experience and to have met so many cool people interested in films, music, literature, elves, and the many mysteries of human nature. Thank you!“ – Jim Jarmusch, kvikmyndaleikstjóri
TAKIÐ ÞETTA STÓRA SKREF MEÐ OKKUR „This year, RIFF could have been called the festival of amazing women in film.“ – Su Rynard, songbirdsos.com, 2015
RIFF VIÐURKENND OG ÞEKKT HÁTÍÐ Sterkur kvikmyndaiðnaður verður að eiga sterka kvikmyndahátíð. Þess vegna viljum við að RIFF stækki samhliða uppgangi í bransanum. Á næstu þremur árum viljum við auka veltu RIFF úr um 60 milljónum upp í um 120 milljónir og hámarka sætanýtingu. Við viljum að RIFF verði meðal fremstu hátíða í norðanverðri Evrópu, hátíð sem allir vilja sýna myndirnar sínar á og allir vilja sækja. Aukið fjármagn þarf að koma til ef hátíðin á að fara úr því að vera vel heppnuð lítil hátíð í að verða meðalstór alþjóðleg hátíð, þekkt á heimsmælikvarða.
VELTA 2018:
120
M KR.
TEKJUÁÆTLUN 2018
Innlendir opinberir styrkir 29,2% Alþjóðlegir styrkir 8,3% Samstarf við einkaaðila 30% Auglýsingar og viðburðir 12,5% Miðasala og söluvarningur 20%
„Despite its tiny population, Iceland is an annual host for one of the more interesting film festivals around, the Reykjavik International Film Festival.“ – Filmophilia
ÞRÓUN AÐSÓKNAR SÝNINGARGESTA TIL 2019 70000 60000 50000 40000 30000 20000 10000 0 2005
2007
2009
2011
2013
2015
2017
2019
FLEIRI FERÐAMENN Þegar RIFF stækkar og rekstrargrundvöllurinn styrkist er hægt að fjölga erlendum ferðamönnum sem hingað koma vegna hátíðarinnar. Skv. könnunum Ferðamálastofu frá 2011 eyða þeir ferðamenn sem koma sérstaklega til landsins vegna RIFF um 130 milljónum kr. Sú tala getur margfaldast og hróður Reykjavíkur sem menningarborgar eykst árið um kring nái hátíðin að koma sér á kortið, sbr. Cannes, Berlín og Karlovy Vary.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík S: 4117055 / 8617374 riff@riff.is, www.riff.is