7 minute read

Ávörp / Addresses

RIFF 2021 ÁVÖRP / ADDRESSES

LILJA ALFREÐSDÓTTIR

Advertisement

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA /MINISTER OF EDUCATION AND CULTURE

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur nú göngu sína í átjánda sinn. Hátíð sem þessi sameinar fagfólk í kvikmyndagerð, dreifingaraðila, fagfélög, nemendur og áhugafólk hvaðanæva að. Kvikmyndahátíðir, myndirnar sem sýndar eru og umræður sem um þær skapast, vekja áhuga á og beina athygli að fjölbreyttum viðfangsefnum hverju sinni. RIFF er þannig áhrifamikill vettvangur samfélagslegrar umræðu og kynning á ólíkum menningarlegum snertipunktum. Kvikmyndagerð hefur líkt og aðrar listgreinar fundið fyrir áhrifum heimsfaraldurs. Aðstandendur kvikmynda hafa þurft að bregðast við með nýstárlegum hætti til að halda framleiðslu og kynningu gangandi. Kvikmyndahátíðir hafa þurft að laga sig að síbreytilegu umhverfi og þörfum samfélagsins hverju sinni. RIFF HEIMA, þar sem hægt verður að horfa á dagskrárliði heima í stofu, er dæmi um fyrirmyndar viðbrögð við eftirspurn þeirra sem kjósa að mæta síður á staðinn innan um margmenni. Ég óska aðstandendum hátíðarinnar, fagfólki og áhugafólki um kvikmyndir og kvikmyndamenningu góðrar skemmtunar og til hamingju með RIFF. Reykjavík International Film Festival is launched for the 18th time. Festivals, such as this one, unite professionals within the film industry, distributors, professional associations, students and enthusiasts from all around the world. Film festivals, the films that are shown and the discussions they ignite, invite focus and interest upon a diverse range of subjects at any given time. RIFF is therefore an important platform for sociological discourse and an introduction for different cultural intersections. Filmmaking has, like any other art form, felt the effects of the pandemic. Backers have had to respond in innovative ways to keep film production and promotion going. Film festivals have had to adapt to an ever-changing environment and demands of society at any given time. RIFF@Home, where a selection of films will be presented to viewers at home, is an example of a fine reaction to meet the needs of those that choose to stay away from crowds. I wish the festival’s organizers, film professionals and enthusiasts a great time and send my congratulations on another edition of RIFF!

DAGUR B. EGGERTSSON,

BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK / MAYOR OF REYKJAVIK

Manni finnst eins og það hafi gerst í gær þegar fyrsta RIFF kvikmyndahátíðin var haldin en nú er verið að halda hana í átjánda sinn. Á þessum næstum tveimur áratugum hefur RIFF nýtt tímann til að stækka, vaxa, dafna og skapa sér verðugan sess í kvikmyndaheiminum, hjá fagaðilum og kvikmyndaáhugafólki um allan heim. Landslagið í íslenskum kvikmyndaiðnaði hefur gjörbreyst á síðustu árum, og kvikmyndaborgin Reykjavík nýtur sívaxandi vinsælda. Störf í kvikmyndaiðnaði hafa aldrei verið fleiri og hefur RIFF sannarlega átt sinn þátt í þeim vinsældum sem íslenskur kvikmyndaiðnaður og kvikmyndalist hafa notið á síðustu árum. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram í heimsfaraldri. Skipuleggjendum hefur tekist aðdáunarlega vel að finna lausnir til að halda í hefðbundna viðburði - eins og sóttvarnir hafa leyft - en finna að sama skapi nýjar leiðir til að gera ennþá fleiri bíóunnendum um allt land kleift að sækja sér aðgang að þeim fjölbreyttu kvikmyndum sem RIFF býður upp á í gegnum netið. Ég vil fyrir hönd borgarinnar þakka aðstandendum RIFF fyrir frábært starf á undanförnum árum og óska þeim til hamingju með þessa metnaðarfullu dagskrá nú sem endranær! It feels like only yesterday, that the Reykjavik International Film Festival (RIFF) was held for the first time – and now it is running for the 18th time! During these almost two decades, RIFF has used its time well to expand, grow and prosper - and has earned its reputation as a renowned multicultural film-festival, which attracts film-enthusiasts and people in the film industry from all over the world. RIFF has also played a major role in placing Iceland on the map as an interesting destination, and Reykjavík is attracting more and more films to be shot within the city. There have never been more jobs in the Icelandic film industry, and RIFF has certainly played a big part in the popularity that Iceland and Icelandic films have enjoyed in recent years. This is the second time for RIFF to take place during a world pandemic. I can only express my admiration for the organizers for managing to stick to special RIFF trademarks within the ever changing rules of infection control - but at the same time coming up with new means, that have made it possible for cinema-lovers from all over the country to access the diverse films that RIFF offers via the internet. On behalf of the City of Reykjavik, I want to thank the organizers of RIFF for the great job they have done in recent years, and to congratulate them with this ambitious programme now as always!

LUCIE SAMCOVÁ – HALL ALLEN

SENDIHERRA EVRÓPUSAMBANDSINS Á ÍSLANDI /AMBASSADOR OF THE EUROPEAN UNION IN ICELAND

Það er mér sönn ánægja að segja frá því að Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi styður enn á ný við RIFF í ár. Það er hrífandi hvernig hátíðinni vex sífellt ásmegin. RIFF hefur í áranna rás notið góðs af styrkveitingum frá Creative Europe Media áætluninni. Sá sjóður styður kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn til að þróa sín verkefni, dreifa þeim og koma á framfæri erlendis – einnig utan Evrópu. Íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa verið afar virkir þátttakendur í ýmsum evrópskum verkefnum, sem Ísland getur tekið þátt í sem eitt af löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Samkeppnin um styrkina er hörð, en Íslendingar hafa verið ótrúlega vel undirbúnir og náð góðum árangri. RIFF er einn stærsti menningarviðburður ársins á Íslandi. Ég hlakka til að taka þátt, og að njóta allra þessara bíómynda. Kvikmyndir búa yfir frábærum eiginleika. Þær færa okkur nær hvert öðru. Ég sé ykkur vonandi bráðum í Reykjavík! It’s a great pleasure for me to announce that also this year, the European Union Delegation to Iceland is a proud partner of RIFF. I am thrilled to see the festival go from strength to strength. Over the many years of our cooperation, RIFF has benefitted from funding from the Creative Europe MEDIA programme – a dedicated fund which supports film and audio-visual industries in the development, distribution and promotion of their work beyond national and European borders. In general, Icelandic filmmakers have been very active participants in various European projects, of which Iceland is a part thanks to its membership in the European Economic Area. Competition for funding is tough, but Icelanders have been incredibly well prepared, and very successful. RIFF has become one of the largest events on Iceland’s cultural calendar. I’m looking forward to being a part of it, and enjoying its many great films. Cinema has a wonderful ability of bringing people together. I hope to see you soon in Reykjavík!

STARFSFÓLK RIFF / RIFF STAFF

Fólkið sem stendur að baki RIFF er stolt og spennt að bjóða ykkur velkomin á hátíðina í átjánda sinn! Ekkert jafnast á við andartakið þegar þú sest niður og salurinn myrkvast, með stóran og ylvolgan poka af poppi í kjöltunni, og þetta töfrandi eftirvæntingarhljóð sem fellur yfir sætaraðir fullar hátíðargestum. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að allir fái að upplifa magnaðar, undursamlegar, áhugaverðar og spennandi kvikmyndir. Gleðilega hátíð öllsömul!

Með kærri kveðju, starfsfólk RIFF.

E.S. Þið getið keypt þessa léttlunduðu RIFF 2021 boli, sem við klæðumst á myndinni fyrir neðan, á Upplýsinga- og gestastofu RIFF á Aðalstræti 2, 101 Reykjavík. We, the people behind RIFF 2021, are proud and happy to welcome you to the 18th festival! Nothing quite beats that moment when you sit down in the theatre and the lights go out, a big, warm bag of popcorn in your lap, and that magical, anticipatory hush befalling a room full of festival-goers just before the movie begins. We have done our very best to make sure you will experience the most amazing, wonderful, interesting and exciting works of cinema. Happy RIFF everyone!

Best regards, Your RIFF 2021 staff.

P.S. You can buy these puffinicious RIFF 2021 T-shirts, that we are wearing in the picture below, at our Information & Guest Office located at Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.

This article is from: