R I F F 2021
ÁVÖRP / ADDRESSES
LILJA ALFREÐSDÓTTIR
MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA /MINISTER OF EDUCATION AND CULTURE Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur nú göngu sína í átjánda sinn.
Reykjavík International Film Festival is launched for the 18th time.
Hátíð sem þessi sameinar fagfólk í kvikmyndagerð, dreifingaraðila, fagfélög, nemendur og áhugafólk hvaðanæva að.
Festivals, such as this one, unite professionals within the film industry, distributors, professional associations, students and enthusiasts from all around the world.
Kvikmyndahátíðir, myndirnar sem sýndar eru og umræður sem um þær skapast, vekja áhuga á og beina athygli að fjölbreyttum viðfangsefnum hverju sinni. RIFF er þannig áhrifamikill vettvangur samfélagslegrar umræðu og kynning á ólíkum menningarlegum snertipunktum. Kvikmyndagerð hefur líkt og aðrar listgreinar fundið fyrir áhrifum heimsfaraldurs. Aðstandendur kvikmynda hafa þurft að bregðast við með nýstárlegum hætti til að halda framleiðslu og kynningu gangandi. Kvikmyndahátíðir hafa þurft að laga sig að síbreytilegu umhverfi og þörfum samfélagsins hverju sinni. RIFF HEIMA, þar sem hægt verður að horfa á dagskrárliði heima í stofu, er dæmi um fyrirmyndar viðbrögð við eftirspurn þeirra sem kjósa að mæta síður á staðinn innan um margmenni. Ég óska aðstandendum hátíðarinnar, fagfólki og áhugafólki um kvikmyndir og kvikmyndamenningu góðrar skemmtunar og til hamingju með RIFF.
10
Film festivals, the films that are shown and the discussions they ignite, invite focus and interest upon a diverse range of subjects at any given time. RIFF is therefore an important platform for sociological discourse and an introduction for different cultural intersections. Filmmaking has, like any other art form, felt the effects of the pandemic. Backers have had to respond in innovative ways to keep film production and promotion going. Film festivals have had to adapt to an ever-changing environment and demands of society at any given time. RIFF@Home, where a selection of films will be presented to viewers at home, is an example of a fine reaction to meet the needs of those that choose to stay away from crowds. I wish the festival’s organizers, film professionals and enthusiasts a great time and send my congratulations on another edition of RIFF!