Fallegu Færeyjar

Page 1

Ve l

6.

ko m í N in ap ríl or á F kl. ræ æ 13 -1 na rey 6, ky nn hú ja ing r , tó si da nu g nli in st ,d

an

- lestu blaðið og þú gætir unnið ferð fyrir tvo

Færeyjar hafa verið kosnar fallegustu eyjar í heimi af National Geographic Traveller. Þær voru valdar fram yfir framandi eyjar eins og Hawaii og Seychelleseyjar í Indlandshafi fyrir ströndum Austur-Afríku. Færeyjar bjóða ekki aðeins upp á fallega náttúru heldur er þar að finna fólk sem er bæði menningarlegt og mikið fyrir útivist.

n

so

g fl

.


2

visitfaroeislands.com

FALLEGU FÆREYJAR Á FRÁBÆRU VERÐI SMYRIL LINE 30 ÁRA

FÆREYr J+A2Rbörn

Skráðu þig á póstlistann og þú gætir unnið ferð til Færeyja fyrir 2, með bílinn og gistingu á hótel Hafnia í 4 nætur. Vinningshafi dreginn út 6. apríl Innifalið í ferð: Ferð með Norrænu til Færeyja fram og til baka, 2 fullorðnir, 2ja manna klefi, 2ja manna herbergi í 4 nætur á hótel Hafnia m/morgunmat, bíll (hefðbundinn fólksbíll). Að verðmæti um kr. 200.000,-

FÆREYJAR 1 fu

ni 2 f u l lo r ð a ) m e ð b i l (3-11 ár

verð frá

WWW.SMYRILLINE.IS

0 0 0 . 4 0 1

llorðinn með bil

verð frá

33.900

e.is/ smyrillin -bílinn r-með Fære yja

smyrilline.is Fære yjar-með / -bílinn

PAKKAFERÐ – HÓTEL FÆREYJAR

SUMARHÚS Í FÆREYJUM

MEÐ HÚSBÍLINN

2 fullorðnir:

2 fullorðnir og 2 börn (3-11 ára):

2 fullorðnir og 2 börn (3-11 ára):

4 nætur í vor, frá

4 nætur frá

Lágannatímabil, frá

Hótel Færeyjar er rétt fyrir utan Þórshöfn aðeins í um 25 mín. göngufæri eða 5 mín. með bíl. Fallegt og friðsælt umhverfi með frábæru útsýni yfir Þórshöfn. Velkomin til Þórshafnar – minnsta höfuðstaðar í heimi!

85.560 á mann 6 nætur í sumar, frá 139.080 á mann 08.05-22.05

Komdu með fjölskylduna eða vinina til Færeyja, leigðu sumarhús eða íbúð og taktu bílinn með. Njóttu þess að ferðast á eigin bíl og skoða þessar fallegu eyjar.

44.100 á mann

01.05-05.06 & 28.08-16.10

20.06-08.08

Fallegu Færeyjar – heimili fjölskyldunnar í næsta sumarfríi. Komdu með húsbílinn og ferðastu um fallegu Færeyjar. Við þekkjum Færeyjar vel og aðstoðum við að skipuleggja ferðina.

27.250 á mann Háannatímabil, frá 45.500 á mann 03.04-12.06 & 15.08-23.10

20.06-14.08

570-8600 / 472-1111 · www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is

Fjarðargötu 3 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is

www.smyrilline.is


visitfaroeislands.com

3

Hvað eiga tískufyrirsæturnar Naomi Campell og Helena Christiansen sameiginlegt með tónlistarmanninum Lenny Kravitz og söngkonunni Anne Linnet? Þau ganga öll í nýjustu tísku frá Færeyjum!

Heimsfrægir í færeyskri hönnun

Jóhanna av Steinum

Hönnunartvíeykið Guðrun Ludvig (tv) og Guðrun Rógvadóttir.

Handprjónaðar ullarpeysur í sauðalitum ríma kannski ekki við glamúr, kampavín og hátísku. Þrátt fyrir það hefur færeyska hönnunartvíeykið Guðrun & Guðrun komið Færeyjum og og sauðfénu sem þar er á kortið í tískuheiminum. Prjónaævintýrið hófst árið 2000. Guðrun Rógvadóttir, sem lauk cand.scient.pol frá Háskólanum í Árósum, komst að því að umfram framleiðsla á ull og lambaskinni var einfaldlega brennd í Færeyjum. Þetta ýtti við Guðrunu sem er mikill aðdáandi ullarinnar og hún stofnaði litla hönnunarfyrirtækið Guðrun & Guðrun ásamt samlöndu sinni, hönnuðinum Guðrunu Ludvig. „Sem Færeyingur hef ég lært það í tímans rás að við eigum ekki mikið af hráefnum og það sem við eigum þarf að nýtast vel,“ segir Guðrun Rógvadóttir. Til að byrja með var mamma Guðrunar Ludvigs sú eina sem prjónaði fyrir fyrirtækið. Þegar Guðrun & Guðrun fóru í fyrsta skipti á tískumessu í Kaupmannahöfn fengu þær pöntun frá japönskum innkaupaaðila. Hann vildi kaupa 70 handprjónaðar ullarpeysur og allt fór á fullt í litla fyrirtækinu. Rannsóknarlögreglukonan Sarah Lund, sem leikin er af Sofiu Gråbøl í sjónvarpsþáttunum Forbrydelsen eða Glæpnum, hleypti heldur betur lífi í söluna hjá Guðrun & Guðrun á „Stjörnupeysunni“ sem er við það að verða heimsfræg. Peysan hefur selst í yfir 2000 handprjónuðum eintökum á um 60.000 krónur stykkið. Ekki skaðar heldur að ofurfyrirsætan Helena Christensen gengur um götur New York borgar í Söru Lund peysunni sinni. Engin önnur

en Naomi Campbell hefur einnig keypt föt af hönnunartvíeykinu. Í dag leikur garnið í höndunum á 60 prjónakonum í Færeyjum og í Jórdaníu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar og verslun í Þórshöfn og hefur frá árinu 2006 aukið verðgildi sitt úr 600.000 dönskum krónum í sjö milljónir króna árið 2011. Nýlega unnu Guðrun & Guðrun með hinum heimsfræga ballettmeistara Stephen Petronio og dansleikhúsi hans í New York og hönnuðu ullarflíkur fyrir dansverkið Architecture of Loss. Að prjóna eina peysu tekur hraðvirkustu prjónakonur heilan dag. Augljóslega geta slíkar handgerðar flíkur ekki keppt við fjöldaframleidda vöru. En það sem vegur þungt á móti er að flíkurnar hafa skv. Guðrunu Rógvadóttur sérstöðu og séreinkenni. „Margir þekkja núorðið það sem kallast „slow food“ en „slow clothing“ er eitthvað sem enn er óþekkt. Prjónakonurnar okkar eyða miklum tíma í hverja peysu og setja tilfinningar sínar í flíkurnar á meðan þær vinna. Eitt augnablikið er prjónakonan glöð og kát en næst þegar hún grípur í prjónana gæti hún ef til vill verið reið og pirruð. Það sést á handbragðinu. Þess vegna er það einstakt í hvert skipti.“ SJÁLFSTRAUST Í HÖNNUN Ekki kom á óvart að Jóhanna av Steinum, sem rekur hönnunarfyrirtækið STEINUM, varð fyrir valinu þegar að H&M vildi miðla sögunni um nútíma færeyskan prjónaskap og gerði myndablogg um hana. Með skærlitaðri, áberandi og glaðlegri hönnun hefur Jóhanna sýnt og sannað að prjónaföt eru tískuvara og eru komin til að vera!

Í dag hefur Jóhanna av Steinum sýningarsal fyrir vörur sínar í Mílanó. Hægt er að kaupa vörur frá STEINUM í 17 búðum í Danmörku auk þess sem merkið fæst í sjö öðrum löndum. Fjörutíu úkranískar konur og nokkrir Færeyingar eru nú komnir með garn og hringprjóna í hendurnar til að sinna eftirspurn. Líkt og á hinum Norðurlöndunum eru vetrarkvöldin löng í Færeyjum og var það siður að nýta þau til að prjóna. Þannig var það í fjölskyldu Jóhönnu. Sem barn sat hún í fanginu á einhverri af sjö prjónandi fænkum og einum prjónandi frænda. „Það er ótrúlegt hverju maður getur náð fram með einföldum ullarþræði,“ segir hinn 32 ára prjónahönnuður sem nú býr í Kaupmannahöfn. PRÝÐIR FATASKÁP LENNY KRAVITZ En tískan í Færeyjum er meira en bara ull. Tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz keypti þrjú hlöss af færeyskri hönnun eftir Barböru í Gongini fyrir tónleikaferð með hljómsveit sinni.

Í höfuðstöðvum sínum í Kaupmannahöfn hannar Barbara í Gongini buxnadragtir sem líkjast skúlptúrum í svörtum og gráum litum, prjónakjóla með stálþráðum og stuttermaboli með yfirskriftinni: „Hvað varð um eldra fólkið?“ „Rúmfræðileg form gefa mér innblástur ásamt færeysku þunglyndi sem helgast af óútreiknanlegu veðri,“ segir Barbara í Gongini og tekur sér hlé frá vinnunni. Hún er að setja saman nýjustu hönnunarlínuna. Fyrirtæki hennar selur árlega um 12.000 flíkur í 80 búðum í 40 borgum um allan heim en þó mest á Ítalíu og í Asíu.


4

visitfaroeislands.com

Sjö áhugaverðir staðir:

Taktu bílinn með í fríið

Þú getur þess vegna verið á spariskónum þegar þú nýtur þess að skoða helstu náttúruperlur Færeyja. Vegakerfi eyjanna er um 1000 km af malbikuðum vegum, göng og brýr ásamt þægilegum bílferjum, sem gera ferðalagið að leik einum. Auk þess er hægt að fljúga með þyrlu til afskekktustu eyjanna. Farsímasamband er á öllum eyjunum. Færeyjar eru líka eitt af heimsins öruggustu löndum fyrir ferðafólk. Hér eru engin eldfjöll, verða engir jarðskjálftar og glæpatíðni er einhver sú lægsta sem um getur í heiminum.

Kirkjubø

Gamli víkingabærinn og helsti sögustaður Færeyja er töfrum líkastur. Hér, á besta landbúnaðarsvæði Færeyja, standa rústir Magnúsarkirkju, Múrinn, sem byrjað var að reisa um árið1300. Elsti hluti Kirkjubæjar er frá árinu 1000 og elstu kirkju Færeyja, Ólafskirkju frá því um 1200, er einnig að finna í Kirkjubæ. Hér var prestaskóli, biskupssetur og hér sleit Sverrir Sigurðsson Noregskonungur barnsskónum. Lengi var talið að Magnúsarkirkjan hefði aldrei verið fullgerð. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að líklegra sé að hún hafi staðið fullkláruð á sínum tíma. Rústir kirkjunnar eru á heimsminjaskrá UNESCO.


visitfaroeislands.com

5

SAKSUN

Færeyingar eru mjög stoltir af þessari náttúrperlu og er hún efst á listanum yfir þá staði sem Færeyingar sjálfir vilja heimsækja. Byggðin hér stendur í afar blómlegum dal á miðri Straumey eða Streymoy. Hér er fallegt vatn og stór sandströnd. Í Saksun hefur fólk lifað af landbúnaði í mörg árhundruð og er hluti bygginganna í miðaldastíl. Staðurinn er friðaður og hér er athyglisvert byggðasafn. Kirkjan í Saksun er gömul og falleg.

MYKINES

Vestasta eyja Færeyja er þekkt fyrir stórbrotna náttúru. Eyjan er afar frjósöm og hér var ræktað bæði bygg og hafrar. 40 metra löng göngubrú liggur á milli Mykiness og Mykineshólma. Úti í hólmanum er viti og hér er eini varpstaður súlunnar í Færeyjum. Norður á eyjunni er Korkadalur með sínum stóru og tilkomumiklu basaltsúlum sem í daglegu tali eru kallaðar Steinskógurinn. Fyrsti þekkti listmálari Færeyja, Sámal Joensen-Mikines, fæddist í Mykinesi árið 1906.

Viðarlundin

Klaksvík

Hvannhagi

Í hjarta höfuðborgarinnar er fallegur garður, pardís Færeyinga. Um garðinn hafa verið ort ástarljóð og hér hafa margir upplifað sinn fyrsta koss. Börn klifra í trjánum og eldri borgarar koma hingað í göngutúr og gefa öndum og svönum.Í garðinum vaxa um 100 mismunandi tegundir jurta og fjöldi runna- og trjátegunda.

Hægt er að komast til stærsta útgerðarbæjar Færeyja með því að keyra í gegnum vel upplýst neðansjávargöng. Klaksvík á Borðey eða Borðoy er næst stærsti bær Færeyja og þar búa um 5000 íbúar. Bærinn hefur sín séreinkenni og Klaksvíkingar eru afar stoltir af honum. Hér eru hótel, veitingastaðir, ýmsar verslanir, sundhöll, sjúkrahús og stór höfn. Færeyingar koma hingað um langan veg til að gæða sér á brauði og kræsingum sem fást í bakaríinu „Hjá Jórunni“. Í bænum er haldin ein stærsta tónlistarhátíð landsins, Summar Festivalurin. Þar hafa meðal annarra troðið upp Robin Gibb og Westlife. Frá Klaksvík er auðvelt að komast á Norðureyjar eða Norðuroyggjar, í litla óræktarskóginn á Konuey eða Kunoy og í náttúruperluna Viðareiði. Þar bjó hin nafntogaða prestsekkja Beinta Broberg á árunum 1667-1752. Hún varð kveikja rithöfundarins Jørgen-Frantz Jakobsens að hinni frægu bókmenntapersónu Barböru í skáldsögu frá 1939 sem var gerð að kvikmynd árið 1997.

Þessi leynda gersemi á suðurhluta Suðureyjar eða Suðuroy er í uppáhaldi hjá íbúum Þvereyrar eða Tvøroyri í næsta nágrenni. Út í Hvannhaga halda þeir sem vilja sjá stórfenglega náttúru og njóta stærðar hennar í allri sinni dýrð. Þvereyri var vagga færeysks iðnaðar og bærinn státar enn af því ríkidæmi sem þar varð til á 18. öld. Bærinn er líka fullkominn byrjunarreitur fyrir þá sem vilja koma til Suðureyjar. Norðan við Tvöreyri, sé farið í gegnum ein göng, kemur maður að blómlegu þorpi sem heitir Hvalba og er m.a. þekkt fyrir kolanámur sínar. Einnig er stutt að fara til Sandvíkur og upplifa stórkostlega sandströndina þar. Sé haldið í suður kemur maður að næst stærsta bæ Suðureyjar, Vágur, og syðstu byggðar Færeyja, Sumba, með fjöl­breyttu fuglalífi í fjallinu Beinisverði.

GJÓGV SAKSUN

KLAKSVÍK

MYKINES

Viðarlundin KIRKJUBØ

Gjógv

HVANNHAGI

Leiðin til Gjógvar liggur um hlykkjótta og háa fjallvegi svo að það er engu líkara en maður sé staddur í Ölpunum. Á leiðinni sést hæsta fjall Færeyja, Slættaratindur, sem teygir sig næstum heilan kílómetra upp í loftið. Þorpið Gjógv er orðið einn vinsælasti sumarhúsastaður Þórshafnarbúa. Hér er líka Hótel Gjógv sem líkist svissnesku sveitasetri þaðan sem maður getur meðal annars fylgst með hreiðurgerð lundans.


6

visitfaroeislands.com

Færeysk Sinfóníuhljómsveit

Staðreynd: Sinfóníuhljómsveit samanstendur af 70-110 tónlistarmönnum, strengjahljóðfæraleikurum (1. og 2. fiðla, víóla, selló og bassi), tréblástursleikurum (flauta, óbó, klarinett og fagott - oftast þrjú af hverju), málmblástursleikurum (fjögur horn, þrjú trompet, þrjár básúnur og túba) pákum og öðru slagverki. Inn á milli koma önnur hljóðfæri svo sem píanó, harpa og orgel.


visitfaroeislands.com

Líkt og tónelsk bífluga svífur Sinfóníu­ hljómsveit Færeyinga á næstunni á fertugsaldurinn. Að sinfóníu­ hljómsveit hafi starfað svo lengi í Færeyjum hljómar ótrúlega. Jafn ótrúlega og hversu margir Færeyingar hafa náð langt í tónlist úti í hinum stóra heimi. En Sinfóníuhljómsveit? Með öllum þeim hljóðfæra­leikur­ um og öllum þeim aðbúnaði og skipulagi sem slík hljómsveit krefst? Er raunhæft að halda úti sinfóníu­ hljómsveit í litlu landi með aðeins 50.000 íbúum? Fyrir utan það er hljóðfæraleikur og allt sem honum fylgir nokkuð nýr í Færeyjum. Fólk hafði rödd til að syngja með og fætur til að slá taktinn með í endalausum færeyskum hringdansi og það var látið duga allt fram til loka 19. aldar. En fyrir rúmum 140 árum síðan kom bakarinn Georg Caspar Hansen til Færeyja frá Bornholm. Hann reyndist vera svarið við draumum manna um að skapa borgaralegt samfélag. Hann kom sér fyrir í Þórshöfn og hætti fljótlega

að baka því hann var góður í ýmsu öðru, t.d. að spila á hljóðfæri. Kennari Heinesens Georg fór að kenna börnum broddborgaranna. Meðal nemenda hans voru börn Williams Heinesens, frægasta rithöfundar Færeyinga. Georg var fyrirmynd að tónlistarkennaranum Boman í skáldsögu Williams Glataðir snillingar.

„Hann hafði svo gott tóneyra að hann gat spilað á öll hljóðfæri sem þekkt voru,“ sagði William „fyrir utan mörg þeirra sem enn voru óuppfundin!“ Hin stórfína hljómsveit GHM (Hljómsveit Georg Hansens) varð til en þar var spilað á horn og trommur. Þessi hljóðfæri urðu nær einráða í tónlistarlífi Færeyinga í mörg ár eftir að Georg var látinn. Seinna urðu til sveitir sem héldu kammertónleika einu sinni til tvisvar á ári. Upp úr 1980 voru stofnaðir tónlistarskólar á landsvísu með föstum kennurum og voru erlendir tónlistakennarar einnig fengnir til starfa. Þegar Norðurlandahúsið í Færeyjum var vígt í maí 1983 varð loks til hljómleikasalur með góðum hljómburði og fullnægjandi tækni. Sinfóníuhljómsveit Færeyja varð til og hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu þann 19. júní sama ár.

Þannig urðu Færeyjar minnsta þjóð í heimi til að eiga sína eigin sinfóníuhljómsveit. Hljómsveitin er mjög vinsæl og heldur um 20 tónleika á ári. Föst hefð er að halda nýárstónleika í Norræna húsinu. Hljómsveitin hefur þróast á 30 árum og nú inniheldur föst efnisskrá klassísk verk, nútíma verk og ný frumsamin færeysk tónverk. Þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag hefur kennurum í tónlistarskólanum, duglegustu nemendunum, erlendu tónlistarfólki og ungum Færeyingum sem stunda tónlistarnám erlendis tekist að stofna félagsskap sem getur lyft gleðinni við að spila saman upp í hæstu hæðir. Undanfarin ár hefur hinn færeysk-íslenski Bernharður Wilkinson gegnt hlutverki hljómsveitarstjóra og honum hefur með sínu vinalega og góða lundarfari tekist að sýna fram á að það sem ætti að vera ómögulegt er mögulegt. Niðurstaðan er sú að tónlistarfólkið sjálft til jafns við áheyrendur leggur agndofa við hlustir. Frá því að tónlistin hóf innreið sína fyrir alvöru hefur hún meira og meira sett mark sitt á bæjarlífið í Færeyjum. Nú sjást börn og unglinga fara á milli húsa eftir skóla í líki snigla eða skjaldbaka með stórar kryppa á bakinu. Þau eru með hljóðfærin sín á leið í spilatíma.

Sunleif Rasmussen Tónskáld

Angelika Nielsen Fiðla og brass

Rúni Brattaberg Óperusöngvari

Vatnsniður fangaði athygli Sunnleifs á uppvaxtarárum hans í þopinu Sandi á Sandey. Vatn í skurðum, í lækjum og hvernig hafaldan brotnaði í flæðarmálinu. Seinna urðu þessar minningar ásamt fleiri áhrifum að fyrstu færeysku sinfóníunni, „Oceanic Days,“ sem var frumflutt í Norðurlandahúsinu. Sunnleif hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sinfóníu sína árið 2002.

Angelica Archengelica er hávaxinn kryddjurt sem kallast ætihvönn. Í Færeyjum var hún mikilvægasta lækningarjurtin í kaþólskri tíð og talin vera undir sérstökum verndarvængi erkiengilsins Mikaels.

Óperusönvarinn Rúni Brattaberg útskrifaðist fyrst sem ljósmyndari áður en hann hellti sér út í söngnám. Hann lærði í Sibelíusar akademíunni í Helsinki á árunum 1997-99 og í Alþjóða óperuskólanum í Zurich á árunum 1999-2000.

Sunleif Rasmussen (f. 1961) tók virkan þátt í tónlistar­ lífinu í Þórshöfn og lærði á árunum 1990-95 í Tónlistar­ háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar fékk hann sérstakan athuga á samspili raf - og akústíktónlistar. Framsýnn, uppfinningasamur og uppfullur af innblæstri sem kórstjóri er Sunnleif meðal áhrifamesta tónlistarfólks Færeyja.

Angelika Nielsen (f. 1984) fékk sína fyrstu fiðlu þegar hún var þriggja ára. Fjórtán ára gömul fór hún til Reykjavíkur til að læra meira. Árið 2004 flutti hún til Malmö og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarháskólanum þar í borg árið 2007. Angelika er ung en með fingurnar á mörgum strengjum í einu. Auk þess að vera tónlistarkennari er hún meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Færeyja, er í kammertónlistarhópnum Aldubáran, í rytmískri tónlist og í þjóðlagatónlistarhóp sem kallar sig Hvönn í höfuðið á henni sjálfri og lækningarjurt erkiengilsins.

7

Eftir að hafa starfað í óperuhúsum í Mainz, Ulm, Detmold og Bern söng hann í Þjóðleikhúsinu í Mannheim. Í maí 2011 tók hann við hlutverki Kurt Rydl sem Baron Ochs í Óperunni í Amsterdam undir leiðsögn Sir Simon Rattle. Í mars 2013 söng hann í uppfærslu Metropolitan óperunnar á óperu Richards Wagners í hlutverki Titurel. Óperan var sýnd í háskerpu í beinni útsendingu um allan heim.


8

visitfaroeislands.com

H. N. Jacobsens bóksali

Þórshöfn bókmenntaborg í miðju Atlandshafi

Þegar kemur að fjarskiptum og tækni er óhætt að segja að Færeyjar séu nútímalegt samfélag á norræna vísu. Íbúar Þórshafnar eru ósköp venju­legir borgarbúar, en í nánum tengslum við hreina og óspillta náttúru sem hvarvetna er nálæg.


visitfaroeislands.com

9

Færeyska dómkirkjan í Þórshöfn sem áður hét Hafnarkirkja

Dr. Jacobsensgata, matvöruverslunin Keypssamtøkan

Gamli kirkjugarðurinn

Gongin / Bringsnagata í gamla bænum

Lisbeth Nebelong Dómkirkjan / Gamla bókabúðin. Når engle spiller Mozart (2007)

Mitt í hjarta bæjarins, við Vaglið, er elsta bókabúð Færeyja, Bókabúð H. N. Jacobsens eða Gamla bókabúðin. Þar var menntaskólinn sem stofnaður var 1861 áður til húsa. Við Vaglið standa margar mikilvægar byggingar eins og þinghús og ráðhús. Á bak við bókaverslunina er gamla dómkirkjan og klukknahringing hennar setur enn mark sitt á bæinn, eins og bent er á af Lísu, aðalsöguhetjunni í skáldsögu danska rithöfundarins Lisbeth Nebelong, Når engle spiller Mozart (Þegar englar leika Mozart). Bókin er ástarjátning til Færeyja og er áhrifamikil skáldsaga sem fjallar meðal annars um stjórnmál í Færeyjum og samskipti Danmerkur og Færeyja. William Heinesen Hótel Djuurhus / Gongin. De stumme gæster (1985)

Þekktasta rithöfundi Færeyja, William Heinesen, tókst afburðavel að skrifa sögur byggðar á bæjarlífinu um hús og örlög manna. William var fæddur og uppalinn í Bartskerastofu sem er nokkrum metrum frá gamla Hótel Djuurhus. Í dag er þar veitingastaður sem býður bæði upp á sögulega stemningu sem og bragðgott færeyskt lambakjöt. Hér er sögusvið heillandi frásagnar Williams í De stumme gæster (Þögulir gestir) sem fjallar um þrjár nornir sem heimsækja bræðurna Janus og Hans Andrias Djurhuus. Lýsingin á persónum bræðranna, sem eru afar

ólíkir en báðir ljóðskáld, er ótrúlega grípandi og sannfærandi. Sá fyrri orti um sírenur og gyðjur, um stormasöm sambönd og ástasorgir. Hinn síðarnefndi um hamingjusöm börn að leik og um dormandi endur á sandströnd við ármynni. Tóroddur Poulsen: Dr. Jacobsensgata / Fransabrekka. Udsyn/Útsýn (2010)

Ef það er einhver færeyskur rithöfundur sem hefur haldið sig á malbikinu í Þórshöfn þá er það Tóroddur Poulsen. Hann er frumlegur höfundur sem skrifar í hrópandi mótsögn við hefðbundna menningarsýn. Í ljóðasafninu Udsyn/Útsýn er að finna ljóð með titlinum Áðrenn fallið (Fyrir fallið) þar sem ljóðmælandinn segir ég „geng á glerhálli/ Dr. Jacobsensgötu og leiðrétti/ enn einn draum/ um fjórðung af nauti/ sem gekk um og leitaði/ eftir heild sinni/ en fann eintóma/ metta munna/ sem tóku að rúlla/ niður Fransabrekku/ sem var stráð brauðmolum/ til þess að taka af versta fallið.“ Dr. Jakobsensgata er lífleg gata sem liggur í miðri Þórshöfn með mörgum verslunum, þar á meðal Keypssamtøkuni, og nær út að Fransabrekku eða Fransabrún. Brekkan er nefnd eftir bakaríinu sem þar var í eigu Frants Restorff. Carl Jóhan Jensen: Bringsnagøta/Kopargøta. ’Ó - sögur um djevulskap (2005)

Í Keypssamtøkuni getur þú til dæmis rekist á rithöfundinn

Carl Jóhan Jensen sem meðal annars hefur skrifað bókina Ó - sögur um djevulskap (Ó – sögur um djöfulskap), metnaðar­fullt og margþætt verk um tilvist þess illa. Sagan einkennist af mikilli frásagnargáfu. Grimmdarverkin gerast í Þórshöfn, í Bringsna- og Kopargötu í gamla bæjarhlutanum: Slúðrið flaug hratt í gegnum bæinn þriðjudagsmorgun. Óskar og Lorentza. Köld og hversdagsleg augu Þórshafnarbúa stækkuðu frá einu húsi til annars eins og samtengdar hvatir þeirra losnuðu undan álögum þegar lágt og hvíslandi var sagt frá því sem gerðist í óveðri og regni næturinnar. Jóanes Nielsen: Gamli kirkjugarðurinn ’Brahmadellarnir’ (2011)

Gamli kirkjugarðurinn í Þórshöfn liggur við Jóhannes Paturssonsgötu. Hann var tekinn í notkun árið 1782. Í dag er garðurinn heillandi vin með mörgum og háum trjám. Hér er sjónarsvið skáldsögu Jóanesar Nielsens um Brahmdel- og Tviburættirnar sem eru annað hvort blessaðar eða bannfærðar sökum yfirnáttúrulegra afla. Skáldsagan hefst á þessum orðum: Ljósgræn og rauðleit mosateppi gréru á trástofnunum. Þegar sólin skein seytluðu gylltar ljóssúlur niður á milli gisinna tjátoppana. Í raun voru trén farin að líkjast manneskjunum sem þau vöktu yfir. Og það var ekki undarlegt. Ræturnar höfðu fyrir löngu drukkið líkamsvessa þeirra og með tímanum verðurðu það sem þú drekkur...


10

visitfaroeislands.com Skeiva pakkhús – skakka pakkhúsið

Hoydalir

Prestsetur í Sandágerði

Tinganes - Þinganes

Gunnar Hoydal Hoydalar. ’Dalurin fagri ’ (1999)

Fyrir marga Færeyinga, sérstaklega eldra fólkið, líkist það stórkostlegu kraftaverki og er staðfesting á lífinu sjálfu að stærsti menntaskóli Færeyja er í dag í Hoydölum. Skólinn er á sama stað og berklahælið var fyrr á tímum. Hoydalir eru nokkrum kílómetrum norðan við miðbæ Þórshafnar og er fallegt útivistarsvæði sem liggur frá Boðanesi upp að Svartafossi, eins og fallegi fossinn í Hoydalsá heitir. Fyrrverandi húsameistari ríkisins í Færeyjum, Gunnar Hoydal, skrifaði skáldsögna Dalurin fagri (Dalurinn fagri) um drenginn Pál sem er sonur ráðsmannsins á berklahælinu. Sagan fjallar um það sem hann sér og upplifir í dalnum sem hann elskar: Allt mýrarengið sem liggur þarna niðri. Ætli það finnist stærri og fallegri dalur í öllu landinu? Hér er grasið sem bíður svo þolinmótt og þögult. Ekkert er eins þögult og grasið. Þó vindurinn rífi í fer þögnin í gegnum grasið. Oddvør Johansen Skakka pakkhúsið. Í morgin er aftur ein dagur (1998)

Oddvør Johansen er Þórshafnarbúi með stóru Þ-i. Í sögulegri skáldsögu hennar Í morgin er aftur ein dagur (Á morgun kemur nýr dagur) er gefin fín skýring á því af hverju Skakka pakkhús við Rættará er skakkt. Svæðið við Rættará er gamla iðnaðarsvæði Þórshafnar. Þar reis fyrsta byggingin um 1830 þegar Amtsspítalinn var byggður. Um 1880 var fyrsta verksmiðja landsins reist við Skálatröð og síðan risu pakkhúsin. Verksmiðan er í dag grafísk hönnunarstofa og verkstæði ásamt ljósmynda- og hljóðveri. Á þessu svæði eru byggingarnar endurnýttar undir menningarviðburði, listasýningar, tónleika og fleira áhugavert: Þetta verður skelfilega skakkt pakkhús, segir hann við konuna eitt kvöld þegar hann situr í eldhúsinu og gerir útreikninga. Pabbi af hverju má ekki byggja skakkt

pakkhús? spyr litla dóttir hans. Hann fer að hlægja. Fyrst inni í sér. Svo hristast breiðar herðarnar upp og niður. Hann grípur andann á lofti og er alveg við það að springa af innibyrgðum hlátri. Skakkt pakkhús? Hláturinn brýst skyndilega út í eldhúsinu svo að öllum bregður. Skakkt? Það er svo ótrúlega skemmtileg tilhugsun. Smiður sem alla ævi hefur reynt að gera allt jafnt og hornrétt ætlar nú viljandi að byggja skakkt pakkhús. Hann lyftir dóttur sinni á hné sér og svarar, Nei, af hverju má það ekki, sæta sveskjan mín? Það getur brugðist eða borið sig. Hann segir já. Og svo stendur það á grunninum og sperrurnar eru merktar með rómverskum tölum. Regin Dahl Sandágerði. ’Goymi eg minni um hvítan sand ’ (1944)

Regin Dahl tilheyrir bestu ljóðskáldum bæjarins og landsins alls. Sjónarhornið kemur oft úr barnæsku ljóðskáldsins, frá gömlu Þórshöfn. Í áhrifamiklu ljóði, Goymi eg minni um hvítan sand, (Ég á mér minningu um hvítan sand) er skráð minning hans um buslutúr, sem sennilega hefur átt sér stað í Sandágerði á milli Þórshafnar og úthverfisins Argir: Ég á mér minningu um hvítan sand/ og sokka og ullarsokka á steini/ og börn sem busluðu við flæðarmálið/ með bleiku og smávöxnu fótunum. ...Silfurglitrandi vatn við þangströnd/ fossins froða við klettinn -/ ég á mér minningu um þína mjúku hönd... Sandágerði var byggt sem prestssetur árið 1789 af prestinum Rasmus Jørgen Winther og er vinsæll áfangastaður til útiveru. Jørgen Frantz-Jacobsen Þinganes. Barbara (1939)

Ljósin í byggingum Konunglegu verslunarinnar í Höfn slokknuðu nánast í trekknum, í hvert skipti sem vindhviðurnar komu... Á þennan dramatíska og myndræna hátt hefst ein frægasta skáldsaga Færeyinga. Hún fjallar

um hinn skrýtna prest, hr. Poul og örlagaríkt og tortímandi samband hans við lokkandi prestsekkju, Barböru. Bókin er óvenjulega vel skrifuð og greinargóð lýsing á óreiðufullri tilveru náttúru og kærleika. Hún er auk þess gagnrýnin á samband Færeyja og Danmerkur. Skáldsagan hefst á Þinganesi, sem dregur nafn sitt af hinu aldagamla þingi sem var stofnað þar árið 825 og staðurinn minnir á gamla og nýja sögu. Í dag er færeyska landsstjórnin til húsa á Þinganesi. Á nesinu er bekkur þar sem hægt er að setjast niður um stund áður en maður snýr aftur inn í bæinn í gegnum fallega og gamla bæjarhlutann. Gamli bærinn er lifandi og þar býr fólk sem drekkur kaffið sitt utandyra og hengir föt á snúrur á góðviðrisdögum. JÓGVAN ISAKSEN: MIMIR. ’Blíð er summarnátt á Føroyalandi ’ (1990)

Ef maður hefur áhuga á næturlífi Færeyja er vertshúsið (áður kallað ölklúbburinn) Mímir í Varðagötu áhugaverður staður að heimsækja. Að utan lítur húsið ósköp venjulega út en þegar að inn er komið blasir ekta hrátt vertshús með með lifandi tónlist. Hannis Martinsson var þar tíður gestur en hann er skáldsögupersóna í fyrstu vinsælu glæpasögu Jógvans Isaksens, Blíð er summarnátt á Føroyalandi (Ljúf er sumarnótt í Færeyjum). Í henni er dregin upp þessi mynd: Á barnum ríkti oft vafasöm gleði, þar sem vínandinn, augnablikið og viljinn til að gleyma öllu öðru en því sem gerðist hér og nú, varð að einu. Ef maður var sjálfur hluti af þessu var það ótrúlega skemmtilegt. Lengst inni í hugarfylgsninu var eitthvað sem nagaði, uppeldi og sennilega siðferði, en því var alltaf ýtt til hliðar. Maður fann fyrir örvun á þessum augnablikum, sleppti taumnum og lét sig falla út af kantinum á meðan maður grobbaði sig og trúði montinu í hinum.


visitfaroeislands.com

11

Samverustund

MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI

Í Færeyjum eru fjölmargar leiðir til að njóta notalegra samverustunda. Skiljið áhyggjurnar eftir heima og setjið hvort annað í forgang. Á daginn kallar gullfalleg færeysk náttúra á ykkur og þegar líða tekur á kvöld bíður ljúffengur matseðill á veitingastað hótelsins. Hotel Foroyar er nýuppgert fjögurra stjörnu hótel sem býður upp á glæsilegt útsýni yfir Þórshöfn úr hverju herbergi Hvenær: Alla föstudaga fram til 29.apríl n.k. 3 nætur. Innifalið í verði: Beint flug, fram og til baka milli Vágar og Reykjavíkur með sköttum. Þrjár nætur í tvíbýli með morgunverði á Hotel Foroyar.

www.atlantic.fo

Allar pakkaferðir miðast við ákveðið sætaframboð. Fargjöld geta hækkað ef ódýrustu sætin eru uppseld.

Verð á mann í tvíbýli frá:

6 9. 5 0 0 ,-


12

visitfaroeislands.com

Andinn er ótrúlegur, samhyggðin tilfinnanleg, tónlistin frábær, veitingarnar dægiljúfar og fólkið viðfelldið, hjálpsamt og óendanlega vinalegt og kurteist.

Nei, ég er ekki að tala um Hróarskeldu. Ég er að tala um tónlistarhátíð sem toppar þessa frægustu tónlistarhátíð heims á ýmsa lund, nefnilega hina mögnuðu G! hátíð í Götu, í Færeyjum eða einfaldlega G! Festival. Hátíðin verður haldin í tólfta sinn í ár og seldist sérstakt opnunartilboð upp á innan við klukkustund – í nóvember síðastliðnum! Um 6.000 manns hafa lagt leið sína á hátíðina ár hvert, sem er yfir 12,5% íbúafjöldans í Færeyjum, og þykir hátíðin vera ein sú forvitnilegasta í Evrópu. Henni hefur vaxið fiskur um hrygg hin síðustu ár og keppast miðlar á borð við New York Times, Guardian og Kerrang! um að mæra hana. Og ekki að ósekju. Undirritaður hefur

sótt hátíðina heim nokkrum sinnum og getur skrifað undir hvert einasta útbelgda mærðarorð sem hóstað hefur verið upp um þessa stórkostlegu hátíð. Því að þannig er þetta einfaldlega. HÁTÍÐIN ER ALGERLEGA EINSTÖK Það voru nokkrar eldsálir (yndislegt, lýsandi færeyskt orð sem við ættum að stela) sem hrintu hátíðinni úr vör árið 2002 meira af hugsjónum en fjárhagslegri getu. Þetta voru félagar í tónlistarsamtökunum Grjót (Grót) sem gerðu út frá 1000 manna bænum Götu. Gata er í rauninni þrjú lítil þorp sem liggja saman. Stærst þeirra er Norðragöta en svo tengir Götugjógv það við Syðrugötu, lítið myndrænt þorp sem liggur við ströndina. Gata er sögufrægur

bær en þar ól Þrándur í Götu manninn í fyrndinni. Frá þessum mikla tónlistarbæ er líka Eivör „okkar“ Pálsdóttir og bærinn var miðstöð hinnar miklu færeysku tónlistarbylgju sem reið yfir um og upp úr 2002, bylgja sem hreyfði við nýjum hugmyndum og nýrri orku í færeysku tónlistarlífi sem meðal annars gaf af sér þessa hátíð.


visitfaroeislands.com

Umgjörðin um hátíðina er í hæsta máta fagmannleg og það sem maður á að venjast af öðrum stærri hátíðum er líka til staðar á G!; tjaldsvæði, matur, sölubásar uppákomur. Alvöru rekstur en aldrei stress eða óðagot, „færeyski“ andinn svífur óhikað yfir á sama tíma. Hróarskelda eða Glastonbury eiga ekki séns í G! þegar kemur að sjarma og alúð hins smáa og nálæga, þegar maður sér að það var amma tónlistarhátíðarhaldarans sem bakaði súkkulaðikökuna sem blaðamenn og tónlistarmenn gæddu sér á baksviðs.

Syðri Gata, þar sem hátíðin er haldin, er falleg. Hún liggur við fjöru og hlykkjast svo upp í hæð og einkennandi eru þröngar, litlar götur. Það er nett portúgölsk stemning yfir. Íbúar í Götuþorpunum þremur eru ekki nema þúsund og því snýst samfélagið skemmtilega á hvolf þegar brestur á með 6.000 manna tónlistarhátíð. Listamenn og hljómsveitir koma á hátíðina hvaðanæva að af Norðurlöndunum en einnig frá

Bretlandi, öðrum löndum Evrópu, Bandar­ íkjunum og að sjálfsögðu má þarna sjá og heyra þversnið af því besta sem er að gerast í færeyskri tónlist. Mugison, FM Belfast, Skálmöld, Retro Stefson og Hjálmar eru á meðal Íslendinga sem hafa spilað en af erlendum stórstjörnum má nefna Travis, Meshuggah og svo Europe, en þegar sú mæta sveit lék stóð sumt fólkið úti í sjó, svo troðið var í fjörunni þar sem aðaltjaldið er.

Það sem einkennir jafnan vel lukkaðar tónlistarhátíðir er að þær vaxa uppfyrir það að vera bara tónlistarhátíðir. Heildar­ stemningin er málið. Að labba í Pannu­ kaku­húsið og fá sér að borða, skella sér í sjóinn og svo í heita trépotta sem eru á ströndinni, rölta um göturnar og heilsa upp á liðið sem fylgist með hátíðinni út um gluggann hjá sér (en hátíðin er bókstaflega í miðju þorpinu, líkt og þegar Formúla 1 fer fram í Mónakó).

13

Látum heimamann um að slíta þessari grein: „G! hátíðin hefur verið mjög mikilvæg fyrir færeyskt tónlitarlíf,“ segir Sunneva Eysturstein, einn af starfsmönnum hátíðarinnar. „Tilkoma hennar kom mörgum hlutum á hreyfingu hérna í eyjunum, hún hefur bæði verið hvatning fyrir tónlistarfólkið okkar og um leið hefur hún opnað augu og eyru alþjóðasamfélagsins fyrir því að það er ýmislegt á seyði hérna hjá okkur.“ Þeir sem tekið hafa Færeyjarsóttina vita hvað ég er að tala um. Þetta yndislega land og samfélag tók sér bólstað djúpt í hjarta greinarhöfundar fyrir tíu árum eða svo og hefur setið þar sem fastast allar götur síðan. Ef menn og konur vilja finna fyrir þessum áhrifamætti er einfaldast að taka stikkprufuna á G! því þar færðu tónlistina, fólkið og náttúruna, allt á einu bretti. Sjáumst þar! Arnar Eggert Thoroddsen í janúar, Edinborg.


14

visitfaroeislands.com

Hvers vegna fagurfræði? Hún virkar djúpt sokkin í vinnu sína á vinnustofunni í Steinprenti. Hún er að vinna að litógrafíu eða steinprenti fyrir meðlimi sambands grafíkera, Seinbrás, sem verða brátt stoltir eigendur listaverks eftir Hansinu Iversen.

Hansina er 45 ára og bjó lengi í Kaupmannahöfn en flutti aftur heim á æskuslóðirnar í Þórshöfn árið 2011. Á vinnustofunni, sem liggur við smábátahöfnina, skoðar hún málaðan stein af slíkri ákefð að ætla mætti að í honum fyndust svör við leyndarmálum lífsins. Hún er grönn, ljóshærð og virkar alvarleg, næstum þögul í vinnuferlinu, en er annars vanalega hláturmild og skemmtileg persóna. Hansina Iversen segir sjálf að hún gæti ekki verið annað en listarkona. Þetta er hennar tilgerðalausa svar við spurningunni um hvaðan listrænn drifkraftur hennar komi. Myndlistin er orðin hluti af henni og henni finnst hún ekki vera heil manneskja nema að hún fáist daglega við liti, hreyfingu, stöðu, stemmningar og ljós á myndfleti. Hansina er alltaf upptekin af fagurfræðinni og skynjuninni og hvað virkar myndrænt og hvers vegna við höfum þörf fyrir fagurfræði. NÝ SÝN Á UMHVERFIÐ Hansina Ivarsen vonast til þess að vekja áhuga áhorfendans á þann hátt að viðkomandi fyllist þörf fyrir að spyrja spurninga og þori að öðlast nýja sýn á umhverfi sitt. Árið 2006 hlaut hún þann heiður að list hennar var valin til að prýða Þinghúsið.

Hansina lærði við Listaháskólana í Helsinki og á Íslandi en færeyskt listafólk hefur haft mest áhrif á hana sem listakonu.

„Ingálvur av Reyni og Ruth Smith hafa haft miklu meiri áhrif á mig en Mikines. Ruth er svo gríðarlega tilfinningarík, ljóðræn og svo greind og brothætt sem málari. Ingálv av Reyni upplifi ég sem stærsta færeyska listamanninn. Hann hefur virkilega nýtt sér málverkið sem tjáningarmiðil.“ SVÆÐIÐ UMHVERFIS HÁLEITNINA Hansina dáir myndlistarmenn á borð við Ninu Roos, Önnu Ancher, Helenu Schjerfbeck og Pililottu Rist.

Verkið sem Hansina vinnur nú að í Steinprenti er ófígúratíf litógrafía þar sem kraftur litarins raðast þannig niður og er gerður þannig áberandi að hann myndar mismunandi rými á myndfletinum. Hansina Iversen gerir ákaflega nákvæmar pensilstrokur og eins hefur hún ótrúlega skarpt auga fyrir tjáningarmöguleikum litanna. Gegnsæir og ógegnsæir litafletir smeygja sér til skiptis inn og út úr hver öðrum í lifandi myndformum í eilífu ferli, samtímis sem þau mynda fígúratíf form í vitund áhorfandans sem leysast upp og sameinast á víxl.


visitfaroeislands.com

15

Færeysk gullaldarlist Færeysk list er sprellifandi og hægt að segja með sanni að nú séu gullaldarár hennar. En þegar að fjallað er um list í Færeyjum er það oftast gömlu hetjurnar og látnu listamennirnir sem eru fulltrúar hennar. Frumkvöðullinn Sámal Joensen-Mikines hóf nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1928. Segja má að færeysk listasaga hefjist með honum. Sagan er prýdd list í háum gæðaflokki og einkennist af mikilli ákefð sem til að mynda má sjá í stórbrotnum málverkum Ingálvs av Reyni. Enn þann dag í dag veita verk hans ungu myndlistafólki innblástur. Málverkið leikur stærsta hlutverkið í færeyskri list sem þó er auðguð af höggmyndum. Má þar nefna myndhöggvarann Hans Pauli Olsen sem svo meistaralega útfærir náttúrulegar fígúrur í huglægum samsetningum. Nýju lífi hefur einnig verið blásið í grafíska list á síðustu árum og fer þar framarlega steinprentarinn Jan Andersson og samstarfskona hans Fríða Matras Brekku. Þau hafa, með gæði og samkeppni að leiðarljósi, gert Steinprent að leiðandi grafískri hönnunarstofu og verkstæði á Norðurlöndum. Meðal listafólks sem tengist Steinprenti eru menn á borð við Zacharias Heinesen og Trónd Patursson sem hafa skapað hefð með list sinni. Framsækið listafólk, á borð við Rannvá Kunoy og Tórodd Poulsen, tengist einnig staðnum, en listrænn frumleiki og fjölbreytileiki þeirra er dæmi um lífsorku og gæði sem einkennir færeyska nútímalist í dag.

Pakkaferð á G!

Verð frá 53.500 krónur Flug eða ferja, innifalið: Ferð og passi á hátíðina og tjaldsvæði Nánari upplýsingar á www.gfestival.com

18-19-20 juli — www.gfestival.com


16

visitfaroeislands.com

Eins og að koma heim Í útjaðri Þórshafnar stendur ein af fallegustu byggingum höfuðstaðarins, Norðurlandahúsið í Færeyjum. Séð utanfrá fellur byggingin inn í landslagið þar sem hún stendur prýdd hefðbundnu torfþaki og stórum nútímalegum gler- og stálbitum.

Hún er eins og til þess að minna okkur á að við erum stödd í landi þar sem náttúran og menningin eiga sér einstakt samspil. Hún er eins og mynd af mótum gamla og nýja tímans sem er líka eins og einkenni menningar­ lífsins í Færeyjum. Inni í byggingunni mætist efniviður frá öllum Norðurlöndunum í ótrúlega heillegum arkitektúr sem endurspeglar gæði, hreinleika og það líf sem Norðurlanda­húsið stendur fyrir. Húsið er einstakur vettvangur fyrir hundruðir menningarviðburða, sýninga, ráðstefna, fyrirlestra, tónleika, leikhúss, dans og kvikmyndasýninga. Nýlega flutti Sif Gunnarsdóttir frá Íslandi til Færeyja. Eftir 10 ár sem framkvæmdastjóri hjá Höfuðborgarstofu í Reykjavík stendur hún nú mitt í menningarlífi Færeyja sem forstjóri Norræna hússins. Þetta er mikið og verulega spennandi verkefni, sem hún tók að sér af mikilli hrifningu og áhuga. Hún er þegar uppfull af hugmyndum og innblæstri. HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIR ÍSLENDINGA A KOMA TIL FÆREYJA? Já það er án nokkurs vafa mjög sérstakt. Færeyingar og Færeyjar eiga margt sameiginlegt með Íslandi og Íslendingum, svo það er á vissan hátt eins og að koma heim að koma þangað. Eða að minnsta kosti á stað sem maður þekkir. En þar er margt mjög og fullt af nýjum upplifunum.

Bæði löndin geta státað af dramatískri náttúru, en það sem gerir náttúruna hér alveg sérstaka er hversu nálæg hún er. Þegar maður ferðast um getur maður nánast rétt höndina út um bílgluggann og snert himinháa kletta, og þambað vatn úr ótal fossum sem eru eins og skínandi rendur í fjöllunum. Maður getur klappað sauðfé eða notið hinna ótrúlegu gestrisni Færeyinga í þeim fjölmörgu byggðum sem kúra hér inni í grænum skorningum og svörtum klettum. Bæir og byggðirnar hér eru líka mjög sérstakar fyrir okkur Íslendinga. Færeyingar hafa verið skynsamir og þeir hafa varðveitt ekki bara þessar gömlu byggingar heldur einnig sinn ótrúlega byggingarstíl. Þess vegna er það alveg einstakt að ganga um bæði í Þórshöfn og í þeim bæ sem næstur kemst, Klaksvík, og gefa sér tíma til að njóta þess

rólega og fallega andrúmslofts sem þessir minni bæir bjóða uppá. Maður getur jafnvel átt von á því að hitta fallegan hana sem spásserar um göturnar eins og einn af íbúunum, hann er bara fiðraður! HVAð HEFUR HAFT MEST ÁHRIF Á ÞIG FRÁ

ÞVÍ ÞÚ KOMST? Það sem hefur haft mest áhrif á mig og reyndar á manninn minn líka er hversu vel Færeyingar hafa tekið okkur. Ég held ég hafi hvergi í heiminum fundið fyrir annarri eins gestrisni og tilfinning mín er sú að Færeyingar séu sjálfir sér nógir, þeir eru ánægðir með sitt eigið samfélag og hvern annan. Þess vegna getur manni ekki annað en liðið vel þegar maður er gestur hér.

Það sem hefur líka haft áhrif á mig er blandan af því nútímalega og því hefðbundna sem maður sér og upplifir hér. Í arkitektúr, mat, hönnun og tónlist, er menningar­ar­furinn svo sannarlega blómstrandi í Færeyjum og hann virkar svo óþvingaður. Hann er meira eins og eitthvað leiðarhnoð og hluti af öllu hér. Eitt útilokar ekki annað. Ég varð djúpt snortin þegar ég byrjaði að vinna í Norður­ landa­húsið og uppgötvaði að eitt af elstu og best varð­veittu verkefnunum hér í húsinu er færeyskur dans fyrir börn. Á hverjum föstudegi hittast börn og fullorðnir og dansa þjóðdansa hér. Færeyskur matur hefur líka haft mikil áhrif á mig. Ég vissi vel að það væri ekki bara skerpukjöt og grind hér, en ég

vissi ekki að ég myndi fá svona góðar máltíðir eins og ég hef fengið á veitingahúsunum hér. Ég hef alltaf haldið því fram að besta lambakjöt í heimi væri íslenskt. En nú get ég með sanni sagt að það hafi fengið verðugan keppinaut. HVAÐ MYNDIRÐU RÁÐLEGGJA ÍSLENDINGUM

AÐ kynna sér eða sjá Í FÆREYJUM? Ég mæli með því að rölta um í gamla sjarmerandi bæjarhlutanum í Þórshöfn, fara út á Þinganes, sitja við höfnina og horfa yfir hafið. Heimsækja listasafnið sem er með frábæra sýningu á færeyskri list. Þaðan er svo fallegur göngutúr út í hið yndislega Norðurlandahús. Svo myndi ég mæla með að njóta kvöldverðar og fara svo og hlusta á lifandi tónlist um kvöldið. Fara í siglingu út í Hest og Kolt og kannski alla leið til Suðureyjar og gista. Klaksvík, aðal útgerðarbærinn er líka heimabær þekktasta málara Færeyja, Edward Fuglö. Svo eru margir litlir bæir sem er vert að skoða, ég hef til dæmis skoðað Funning og Hellur og mæli með þeim. Litli bærinn í Gjógv, sem liggur á norðanverðri eyjunni, er ótrúlega myndrænn og á leiðinni á milli Eiðis og Gjógvar getur maður séð klettana Risann og Kellinguna, sem standa upp úr hafinu.

Aðallega finnst mér að maður eigi bara að njóta þess að vera hér, upplifa náttúruna, tala við fólkið og fara svo heim með hjartað fullt af fallegum minningum.


visitfaroeislands.com

17

Þegar þú borðar sushi á flottum veitingastað í Los Angeles er ekki ólíklegt að laxinn komi frá Færeyjum. Færeyskur lax er alinn án nokkurra aukaefna sem hefur gert það að verkum að laxinn hefur orðið mjög vinsæll í Bandaríkjunum.

Bragðið af færeysku sushi Fyrsta tilraun með laxeldi í Færeyjum var gerð árið 1967. Í dag er eldisilax ein af stærstu einstöku útflutningsafurðum Færeyja. Árið 2011 var lax meira en þriðjungur af útflutningsverðmæti Færeyja og árið 2012 voru væntingar um að hlutfallið yrði enn hærra.

hreinasta í heimi því sterkir straumar tryggja stöðugt rennsli af nýjum og hreinum sjó inn í firðina þar sem laxinn er alinn. Allir þessir þættir gera það að verkum að laxinn vex og dafnar í færeyskum fjörðum og að lokaafurðin er hágæðavara.

Náttúrulegar aðstæður við Færeyjar gera það að verkum að lax frá Evrópu sækir í hafið umhverfis eyjarnar. Færeyskir laxeldisbændur hafa líka séð við hversu góðar aðstæður þeir búa. Þeir nýta sér þær til hins ítrasta, samhliða legu eyjanna mitt í Atlantshafinu :

BAKKAFROST Í KAUPHÖLLINNI Í OSLÓ Í mars árið 2010 var færeyska fyrirtækið Bakkafrost skráð í Kauphöllinni í Osló.

Golfstraumurinn tryggir stöðugt og hátt hitastig hafsins allt árið. Allir færeysku firðirnir eru líka mikilvægir þar sem þeir skapa náttúruleg skilrúm á milli laxakvíanna þar sem laxinn er alinn. Hafið umhverfis Færeyjar er með því

Skráningin var í raun hápunktur í sögu fjölskyldufyrirtækis sem stofnað var fyrir 43 árum síðan, þegar tveir bræður reistu fyrstu verksmiðjuna.

Færeyskir laxabændur eru ákveðnir í því að vera í framvarðarsveit þegar kemur að nýsköpun og sjálfbærni og leitast stöðugt við það að betrumbæta aðbúnað laxins og gæði. Árið 2003 urðu Færeyjar fyrsta framleiðsluland í heimi til að tileikna sér svokallaða „all in- all out“ stefnu sem felst í því að ef upp koma sjúkdómar, þá skal öllum forðanum slátrað. Þetta skal gert fyrirvaralaust. Algjör aðskilnaður milli laxaárganga í fjörðunum og mjög stífar reglugerðir varðandi klak og slátrun hefur haft það í för með sér að færeyskt laxeldi hefur náð besta mögulega framgangi í greininni, hvað varðar notkun á fóðri, dánartíðini seyða, og yfirburði í gæðum framleiðslunnar.

Marineruð síld var upprunaleg framleiðsla Bakkafrosts. Með 550 starfsmenn og árlega veltu upp á 820 milljónir dkr. er Bakkafrost í dag þungaviktarfyrirtæki bæði í færeysku og norrænu samhengi.

STRÖNG LÖGGJÖF Þökk sé löggjöfinni er færeyskt laxeldi á meðal sjálfbærustu framleiðslu í heimi. Sýklalyf sem eru mikið notuð til laxeldis eru alls ekkert notuð í Færeyjum. Þar fyrir

utan er löggjöfin um dýralækna sem snýr að fiskeldi ein af þeim umfangsmestu og ströngustu í heimi sem tryggir að laxinn þrífst og er alinn á sjálfbæran hátt. Hinar einstöku náttúrulegu aðstæður sem laxinum eru búnar auk takmarkaðrar framleiðslu hefur gert það að verkum að færeyskir laxabændur hafa helgað sig framleiðslu hágæðavarnings. Varan hefur sérstaklega vakið mikinn áhuga í Banda­ríkjunum og í dag endar þriðji hver færeyskur lax í Bandaríkjunum þar sem hann hefur á sér gott orð og selst dýru verði. Þegar við erum með fyrsta flokks hráefni er sushi málið! Ef bera skal fram hráan lax, þarf að gera sérstaklega miklar kröfur til gæða. Þess vegna er færeyskur lax orðinn mjög vinsæll hjá sushi-kokkum um allan heim. Stór hluti þess lax sem er fluttur út til Banda­ríkjanna endar sem sushi hjá neytendum.

STAÐREYND Árið 2009 opnaði fyrsti færeyski sushi veitingastaðurinn, etika í Þórshöfn. Veitinga­ staðurinn sameinar japanskt og færeyskt hráefni og gestunum fjölgar ár frá ári.


18

visitfaroeislands.com

Á mörkum lands og hafs sbjørn Jacobsen

ktinn Ó Viðtal við arkite

„Arkitektúr verður til við samtal manneskju, staðar, andrúmslofts og sögu,“ segir færeyski arkitektinn Ósbjørn Jacobsen. Ósbjørn Jacobsen var einn aðalarkitektinn bakvið hönnun Hörpu, nýja ráðstefnu- og tónlistarhússins í Reykjavík. Orðið samtal hljómar svo sannarlega rétt í sambandi við þessa dramatísku og stórbrotnu byggingu, sem er eins og samtal á milli menningar og náttúru, á milli listar og arkitektúrs, milli hinna óáþreifanlegu norðurljósa og hinna mikilfenglegu klappa, milli hafs og borgar og kannski líka milli Íslands og Færeyja. Harpa stendur nú eins og stór upplýstur skúlptur á mótum lands og hafs í Reykjavík, og við sitjum á allt öðrum stað á mörkum lands og hafs, á hafnarkaffihúsi í Þórshöfn og tölum um upplifun Ósbjørns Jacobsen á Íslandi og um sambandið milli Íslands og Færeyja. Einnig um það hvað svona merkilegir staðir eins þessi sem er á mörkum lands og hafs getur gefið manni. HVAÐ ER SÉRSTAKT VIð ÞESSI

MÓT LANDS OG HAFS? Hafnarsvæði, bæði í Reykjavík og í Þórshöfn, bjóða upp á svo ótrúlega mikla möguleika. Við erum svo heppin að hafa svona mikið vatn. Metnaðurinn við byggingu Hörpu var að teygja bæinn nær hafinu og iðnaðarhöfninni, bæði í andlegum og veraldlegum skilningi. Mér þykir gott að við getum yfirfært sumar þessarra hugmynda yfir á Þórshöfn. Hingað til höfum við ef til vill hugsað meira í einni vídd og viljað að iðnaðurinn hverfi úr borginni en menningin komi inn í staðinn. Ég held að Þórshöfn myndi missa mikilvæga þætti ef við hefðum til dæmis ekki skipasmíðastöðina hér við höfnina. Í litlum bæjum eins og Reykjavík og Þórshöfn gefur það svo mikið að hlutirnir virki saman. Iðnaðurinn á auðvitað ekki að vera eins og

einhver rómantík og halda lífi í menningunni. En eins og staðan er nú finnst mér þetta mjög áhugavert. Iðnaðurinn við höfnina gefur fjölbreytni og hraða og hljóð sem leggja sitt af mörkum inn í borgarlífið á mjög spennandi hátt. Hafið er mjög stór og mikilvægur hluti af tilveru okkar. Allir Færeyingar búa í nálægð við hafið og það er mikilvægt að við aðskiljum ekki bæina frá hafinu. Ég bý sjálfur um tuttugu metra frá hafinu. Að heyra hljóðið í briminu var ein af allra mikilvægustu upplifununum mínum við að flytja aftur til Færeyja. Ég hef aldrei sofið eins vel og ég geri hér núna. Maður fær allan tímann hvata frá hafinu, sem er stórkostlegt og maður nær samkennd með veðrinu og náttúrunni þegar maður býr í svona mikilli nálægð. Það er kannski líka þess vegna sem við tölum svona mikið um veðrið. Við erum svo nálæg því og það tekur svo mikið pláss í daglega lífinu. HVERNIG GETUR ARKITEKTUR NÁLGAST NÁTTÚRUNA OG

VATNIÐ? Harpa er mjög nálæg náttúrunni, hafinu og mörgum tilbrigðum íslensks landslags. Bergklappirnar, öldurnar, loftið, ljósið og annað sem spilar inn í arkitektúrinn sem og efnin sem notuð voru hafa beina tilvísun til náttúrunnar. Maður verður að varast að finna ekki of nákvæmar og beinar tengingar. Ég vil sjálfur ekki segja frá því hverjar þær eru. Mér finnst frábært ef fólk finnur sjálft fyrir alls kyns tengingum við náttúruna og að það finni fyrir kröftum náttúrunnar þegar það kemur í Hörpu. Byggingin er svipmikil og þegar maður vinnur með þess konar arkitektur finnst mér mikilvægt að maður

bæði í tengslum við iðnað og náttúruna og það nýtist líka í arkitektúr. TELURÐU AÐ ÞÚ SEM

FÆREYINGUR HAFIR SÉRSTAKAN SKILNING Á SVÆÐUM SEM

ÞESSUM, Á MÓTUM HAFS OG

einbeiti sér að því að skerpa á aðalhugmyndinni. Við unnum með nokkrar grunnhugmyndir og ein af aðalhugmyndum við húsið er meðvituð notkun óefnislegra þátta. Gólf og veggir eru eins á litinn og það er mikið samspil á milli andrúmslofts náttúrunnar og byggingarinnar í hvert sinn sem veður breytist. Speglunin við hafflötinn, sólin og skuggarnir teikna mynstur og stemningar í veggi og gólf, þegar þeir skína í gegnum gegnsæjan glerhjúpinn. Útlitið breytist líka með árstíðunum. Þetta er ekki eitthvað sem við höfum fundið upp eða eitthvað sem við höfum málað heldur eru veggir og gólf eins og strigi fyrir veðrið og náttúruna sjálfa. Byggingin er því í beinu og opnu samspili við náttúruna. Þannig lífgar hafið upp á bæinn á margan hátt,

LANDS? Já ég er alveg viss um það. Á einhvern hátt er þetta meðfæddur skilningur. Fyrir umhverfi borgarinnar er það stórkostlegt að það sé hægt að fá ýmislegt að láni frá náttúrunni fyrir tilstilli hafsins. Vatn skapar rými og hreinskilni sem verður til þess að skemmtilegt umhverfi skapast fyrir líf og samtöl. Við böðum okkur ekki svo mikið í hafinu hér í þessu landi en það hefur ótrúlega mikla þýðingu fyrir alla tilveru. Oft er litið á vatnið sem eitthvað sjónrænt en fyrir mig tengist vatn einnig hljóði og lykt. Bara að vita af hafinu hefur áhrif á mann. Það er erfitt að lýsa því með orðum en í hafinu leynist svo margt og áhrif þess eru ómeðvituð. Hafið er öll okkar saga. Hafið tengist frelsi, vonum og löngunum. En það hræðir mann líka og maður ber virðingu fyrir því. Það minnir mann í sífellu á hversu lítill maður er. Það er engu líkara en að hafið lifi sjálfstæðu lífi.


visitfaroeislands.com

19

Clintonsvítan á Hótel Føroyar er í heimsklassa mælikvarða. Ekki sakar heldur að fyrrverandi Bandaríkaforseti hefur sofið í rúminu

Búðu eins og Bill Clinton Færeyjar bjóða bæði upp á lúxus fyrir þá sem vilja og hagkvæmni fyrir þá sem sem minna hafa á milli handanna. Á ferðalagi um Færeyjar er hámarkslúxusinn að sofa á Clintonsvítunni á Hótel Færeyjum í Þórshöfn. Clinton svítan heitir eftir fyrrverandi forseta Banda­­ ríkjanna, Bill Clinton, sem heimsótti Þórshöfn fyrir nokkrum árum og bjó í svítunni. Í Færeyjum eru tvö 4 stjörnu hótel sem bæði eru í Þórshöfn. Hótel Færeyjar (eða Hótel Føroyar) sem er í hlíðunum ofan við bæinn með stórkostlegu útsýni yfir Þórshöfn og Nólsoyjarfjörð og Hótel Hafnia sem er í miðbæ Þórshafnar. Þaðan er útsýni yfir höfnina og hótelið er í seilingarfjarlægð frá öllu því sem bærinn hefur upp á að bjóða. Clinton svítan kostar 7.000 dkr. á nóttina með glæsi­ legum morgunverði, Svítan er tvö herbergi, svefnherbergi með góðu baðherbergi, dagstofa og fundarherbergi með fundarborði og sófasetti, minibar, þráðlausu interneti, færeyskri list sem prýðir veggina og stórum flatskjá sem má nota bæði sem venjulegt sjónvarp og sem tölvuskjá. Ávextir og drykkir eru innifaldir. Svítan býður upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Minni svíta án fundaraðstöðu kostar 3.000 dkr. og innifalinn er lífrænn morgunverður. Á Hótel Hafnia er svíta á viðráðanlegra verði eða 2.500 dkr. á nóttina með morgunmat og herbergisþjónustu til kl. 21:30. Kosturinn við Hafnia er að þangað þarf ekki að taka leigubíl heim. BOUTIQUE-HÓTEL í MIÐBÆ ÞÓRSHAFNAR Hið ný uppgerða Boutique hótel, Hótel Tórshavn, er einnig í miðbæ Þórshafnar. Hótelið er innréttað samkvæmt nýjustu tísku og er valkostur hins skynsama viðskiptavinar. Veitinga­staðurinn á hótelinu og kaffihúsið Hvönn búa til besta mojito í bænum og hér vill þotulið bæjarins sýna sig og sjá aðra. Brúðarsvítan á hótelinu kostar 3.000 dkr og þar er nuddpottur með útsýni yfir smábátahöfnina, öll möguleg þægindi, internettenging, flatskjár og fleira.

62ºN heitir 3 stjörnu hótel við flugvöllin sem er fullkomið

fyrir þá sem vilja til dæmis heimsækja Vága og Mykines. Hér kostar svítan 1.300 dkr. á nóttina. Hótel Streym er nýjasta hótelið í Þórshöfn og það er 3 stjörnu með útsýni til hafs og hinnar fallegu Nólseyjar sem liggur steinsnar frá Þórshöfn. Gestum þess býðst að leigja bílaleigubíla sem eru í eigu hótelsins. Í bænum Gjógv á nyrsta hluta Eysturoyjar er heillandi gistihús, Gjáargarður. Hér skiptir maður út stjörnum fyrir sjarma, gestrisni og ótrúlega náttúrufegurð. Þórshöfn býður upp á fjöldann allan af veitingastöðum í háum gæðaflokki. Í miðbænum býður veitingastaðurinn á Hótel Hafnia uppá alþjóðlegan og færeyskan matseðil og meðal annars er þar hið ótrúlega vinsæla fiskihlaðborð. Áarstova er veitingahús í sögulegri byggingu við verslunargötu í gamla bænum og þar er boðið uppá sérvaldan matseðil. Sushi veitingastaðurinn etika er ótrúlega vinsæll og býður upp á dýrindis ferskt hráefni og ferskt hráefni frá hafinu í kringum Færeyjar. Veitingastaðurinn Koks á Hótel Færeyjum er háklassa veitingastaður þar sem einnig er hægt að halda einkaveislur. Allir þessir veitingastaðir hafa fengið stjörnur frá viðurkenndum dönskum matargagnrýnendum hjá Den danske spiseguide (sjá dendansksespiseguide.dk). Fyrir ævintýragjarna eru fleiri veitingastaðir í Þórshöfn sem gaman er að uppgötva. Langi mann í pizzu og bæjarins besta „fish’n’chips“ er óþarfi að leita langt yfir skammt. Í Þórshöfn finnur maður líka bari og litla staði

með lifandi tónlist. Nútíma danstónlistar má einnig njóta með ungum skemmtanaglöðum bæjarbúum. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways býður upp á mat og drykk á leið til áfangastaða sinna. Gott atlæti í fluginu er innifalið í verðinu. Í bílferjunni Norrænu sem siglir frá Seyðisfirði til Þórshafnar er hægt að ferðast sem alvöru skemmtiferðaskipsfarþegi og búa á svítu. Svítan kostar á bilinu 2.000 til 5.000 dkr. allt eftir því hvenær ferðast er. Hún skiptist upp í fjögur herbergi. Fataherbergi, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, stofu með sófum og baðherbergi. Í baðherberginu eru stórt og velútbúið baðherbergi með baðkari. Á "a la Carte" veitingastað Norrænu er hægt að velja á milli færeysks humars, nýs færeysks lax og fersks þorsks. Einnig er hægt að velja á milli kjötrétta af matseðlinum. Í Færeyjum eru bílaleigur þar sem fást litlar bifreiðar á viðráðanlegu verði sem og stærri og kraftmeiri bílar. Hægt er að skila þeim annað hvort í Þórshöfn eða á flugvellinum þegar farið er. ...OG ÞAÐ ÓDÝRA Ferð til Færeyja þarf alls ekki að vera kostnaðarsöm. Ódýrasta gistingin í miðbæ Þórshafnar er huggulega gistiheimilið Bládýpi en þar kostar nóttin um 200 dkr. Almenningssamgöngur eru vel skipulagðar og rútur og ferjur flytja ferðafólk um allar eyjarnar að Mykinesi undanskildu en þangað siglir minni bátur. Hægt er að kaupa passa fyrir rútur og ferjur og kosta fjórir dagar fyrir fullorðna 500 dkr. en sjö dagar 700 dkr. Börn borga hálfvirði.

Með bílaferjunni Norrænu frá Seyðisfirði er hægt að fara fyrir 33.900 kr. á mann með bíl. Ef þú bókar flugmiða með Atlantic Airways tímanlega er hægt að spara sér talsverðar fjárhæðir. Nánari upplýsingar fást hjá visitfaroeislands.com


20

visitfaroeislands.com

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR SMYRIL LINE: Smyril Line býður upp á vikulegar siglingar með Norrænu frá Seyðisfirði til Þórshafnar frá 3. apríl til 23. október 2013. Ef þú vilt ferðast í rólegheitum og taka bílinn með er upplagt að fylgja í kjölfar forfeðranna og fara sjóleiðina. Siglingin til Færeyja tekur aðeins 18 klukku­ stundir. Fátt er meira hrífandi en að sjá hinar grænu Færeyjar rísa upp fyrir sjóndeildar­ hringinn og virða þær fyrir sér þar til komið er til hafnar í miðbæ Þórshafnar. Á leiðinni má njóta góðra máltíða á veitingastöðum Norrænu, t.d. hinu fjölbreytta og vinsæla hlaðborði, þar sem einnig er boðið upp á færeyska sérrétti. Á leiðinni er hægt að slappa af á dekkinu og njóta ótrúlegs útsýnis yfir allan sjóndeildar­hringinn um öldur, haf og himinn.

Sjá nánar á www.smyrilline.is

Mundu að taka það fram hvort þú viljir vinna ferð með flugi eða ferju til Færeyja! Með ferju:

Með flugi:

Ferð með Norrænu frá Seyðisfirði til Þórshafnar fyrir tvo með bíl. Káeta með útsýni og kvöldverður um borð. Fjórar nætur á fjögurra stjörnu hótelinu Hótel Færeyjar með morgunverði, ásamt einum fjögurra rétta kvöldverði með víni á veitingastaðnum Koks.

Flugferð fyrir tvo frá Reykjavík til Færeyja. Bílaleigubíll í fjóra daga og gisting í fjórar nætur á fjögurra stjörnu hótelinu Hótel Hafnia í miðbæ Þórshafnar með morgunverði, ásamt einum kvöldverði á vinsælasta fiskihlaðborði bæjarins.

Norræna-Hótel Færeyjar.

Atlantic Airways-Hótel Hafnia.

Svör við getrauninni er að finna á heimasíðu Visit Faroe Islands. Taktu þátt í getraun og sendu svörin með tölvupósti til info@visitfaroeislands.fo. Þú gætir haft heppnina með þér og unnið ferð fyrir tvo með ferju eða flugi til Færeyja! Svör skulu send inn fyrir 7. apríl 2013.

1. HVAÐA FÆREYSKI HÖNNUÐUR EÐA HÖNNUNARTVÍEYKI HANNAR FÖT SEM LENNY Kravitz KAUPIR MEÐAL ANNARRA? A: Guðrun&Guðrun B: Steinum C: Barbara í Gongini 2. Hvenær var fyrsti veitingastaðurinn sem notar færeyskt hráefni í japanska matargerð opnaður? A: 2009 B: 2010 C: 2011 3. FRÁ HVAÐA BÆ ER FÆREYSKI LISTMÁLARINN EDWARD FUGLØ? A: Klaksvík B: Þórshöfn C: Fuglafirði

4. Á hvaða færeysku eyju er hinn fagri Hvannhagi? A: Streymoy / Straumey B: Sandoy / Sandey C: Suðuroy/ Suðurey 5. Hvaða merkisafmæli halda Sifnóníuhljómsveit Færeyja og Norræna húsið upp á í ár? A: 20 ára B: 30 ára C: 40 ára

Ég vil taka þátt í spurningaleiknum um ferð fyrir tvo til Færeyja með: • Flugi • Ferju

ÚTGÁFA Visitfaroeislands GREINARHÖFUNDAR Maria Evald, Gunnar Hoydal, Kinna Poulsen, Arnar Eggert Thoroddsen, Inger Smærup Sørensen, Heini í Skorini LJÓSMYNDIR Forsíðurmynd: Atlantic Airways, Jan Andersson, Jógvan á Dul, Eileen Sandá, Ari Magg, Alessio Mesiano, Ólavur Frederiksen, Kristfríð Tyril, Finnur Justinussen, Bárður Eklund, Ditte M. Joensen, Høgni Heinesen, Tróndur Leivson, Faroephoto, Kimberley Coole, Dávur Winther, Salmonfromthefareoislands.com, henninglarsen.com, Reinhard Pantke, Tórshavnar Kommuna, mfl. HÖNNUN sansir.fo

Atlantic Airways Ef þú vilt heldur ferðast hraðar, getur þú flogið með Altantic Airways. Aðeins einum og hálfum tíma eftir að þú yfirgefur Reykjavík stígur þú inn í allt annan heim. Það fyrsta sem mætir þér er ótrúlega ferskt og hreint loft og fjöll prýdd því grænasta grasi sem fyrirfinnst. Atlantic Airways er þekkt fyrir einstaklega vinalegar flugfreyjur og flugþjóna og býður upp á ókeypis mat og drykk á leiðinni. Yfir veturinn eru tvær vikulegar brottfarir frá Reykjavík, mánudaga og föstudaga en á tímabilinu 21. júní til 4. september er auk þess flogið á miðvikudögum.

Sjá nánar á www.atlantic.fo

Ókeypis vegakort af Færeyjum fæst um borð á Norrænu og á upplýsinga­ miðstöð flugvallarins í Færeyjum.

Tónlistarlíf: Allt árið og sérstaklega á sumrin er fjöldi tónlistarviðburða í boði í Færeyjum. Kaffi- og veitingahús bjóða upp á lifandi tónlist um helgar og stundum á virkum dögum. Á sumrin iða Færeyjar af tónlist. Allt frá fríum föstudags­ tónleikum við tónlistarverslunina TUTL á Strikinu í Þórshöfn til stórra tónlistarhátíða. „Sumartónar“ er röð tónleika sem fara fram vítt og breitt um Færeyjar, í Mykinesi, Gjógv og Suðurey svo nokkur dæmi séu nefnd.

Sjá nánar á www.composers.fo


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.