FileZilla

Page 1

FILEZILLA FileZilla er opinn hugbúnaður og ókeypis. Forritið er notað til þess að færa efni á milli tölva í gegnum net, t.d. frá heimatölvu yfir á vefþjón.

1)

Áður en FileZilla er notað verður að sækja hugbúnaðinn og setja hann upp á tölvu notanda. Slóðin að FileZilla er filezilla-project.org.

Til að sækja FileZilla er smellt á fyrri hnappinn, þ.e. með textanum “Download FileZilla Client”. Opnast þá gluggi þar sem valin er útgáfa af forritinu með hliðsjón af stýrikerfi.

Einfaldast er að smella á krækjuna sem inniheldur .exe skránna. Henni þarf ekki að afþjappa.

2)

FileZilla er sett upp á tölvu á sama hátt og flestur almennur notendahugbúnaður, þ.e. smellt er á uppsetningarskránna og leiðbeiningum fylgt.

3)

Að innsetningu lokinni er komið að því að setja upp tengingar, þ.e. skrá upplýsingar um vefþjónustur, notendanöfn og lykilorð. Ef ætlunin er t.d. að nýta FileZilla forritið til að færa efni frá heimatölvu yfir á vefþjón þarf að skrá upplýsingar um ftp (e. file


transfer protocol) tenginguna. Þær upplýsingar eru gefnar upp af hýsingaraðila. Hér má t.a.m. sjá hvernig 1984 vefhýsingarþjónustan birtir notendum sínum þessar upplýsingar í tölvupósti.

Ofangreindar upplýsingar eru notaðar til að búa til nýja tengingu með því að smella á [Site Manager] hnappinn efst í vinstra horni (sjá mynd). Í Site Manager glugganum er smellt á [New Site] til að skilgreina nýja tengingu.

FTP server

Normal

FTP user

FTP password

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hvernig upplýsingarnar úr tölvupóstinum frá 1984 eru notaðar til þess að búa til nýja tengingu í FileZilla. Þegar tengingin hefur verið mynduð er smellt á OK hnappinn eða Tengjast hnappinn ef ætlunin er að tengjast strax. Þegar tenging hefur verið sett upp á þennan hátt í FileZille er alltaf hægt að tengjast viðkomandi vefþjón með því að smella á örina hægra megin í Site Manager hnappnum og velja nafnið á tenginunni úr fellivalinu sem þá birtist.

S.Fjalar 2010

Bl s |2


4)

Þegar tengingu er náð eru skrár færðar á milli tölvu og vefþjóns með því einu að draga þær fram og til baka. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig skrár í tölvu eru birtar í glugganum vinstra meginn en skrár á vefþjóni í glugganum hægra megin.

Athugið að einnig er hægt að draga skrá eða skrár beint úr möppu í tölvu notanda yfir í gluggann vinstra meginn í FileZilla til að færa yfir á vefþjón.

S.Fjalar 2010

Bl s |3


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.