SÓTT UM LÉN Á ISNIC Skráning og umsýsla með íslenskum lénum er á höndum ISNIC. Á vefn
1)
Áður en hægt er að sækja um lén á ISNIC verður að sækja um svokallað NIC auðkenni. Sótt er um NIC auðkenni á ISNIC vefnum (www.isnic.is) undir liðnum Tengiliðir > Nýskráning.
2)
Að því loknu er smellt á Nýskráning undir liðnum Tengiliðir. Þar þarf að gefa upp NIC – auðkennið og lykilorð áður en lengra er haldið.
3)
Að innskráningu lokinn opnast síða þar sem skráningarferlinu er lýst. Fyrsta skrefið er að slá lénið sem ætlunin era ð sækja um í reitinn Lén og smella svo á hnappinn [Áfram].
4)
Ef lénið er laust til umsóknar er næst gengið frá vistun þess í nafnaþjónum sem eru einskonar símaskrár netsins. Ef ekki er búið að ganga frá hýsingu á nafnaþjónum er einfalt að velja Biðsvæði sem vistunaraðila. Því má síðan breyta þegar búið er að ganga frá vefhýsingu.
Það er ekki nauðsynlegt að hýsa lénið hjá sama hýsingaraðila og sjálfan vefinn. En oft er það einfaldasti kosturinn. S.Fjalar 2010
Bl s |2
5)
Þá er skráð kennitala fyrirhugaðs rétthafa. Hér er ágætt að hafa í huga að tengiliðurinn, þ.e. sá sem skráir lénið, þarf ekki endilega að vera rétthafi. Hann gæti t.d. verið tæknilegur umsjónaraðili vefsins en ekki eigandi eða rétthafi.
6)
Næst er gengið frá skráningu á upplýsingum um rétthafa.
7)
Þá eru skráðir þrír tengiliðir lénsins, þ.e. tengiliður rétthafa, greiðandi og tæknilegur tengiliður.
S.Fjalar 2010
Bl s |3
Þegar um er að ræða einstaklingsvef er ekki óalgengt að þetta sé allt sami einstaklingurinn.
8)
Að lokum er skráningin staðfest með því að senda skráningarbeiðnina til ISNIC.
9)
Síðast en ekki síst er gengið frá greiðslu. Nokkrir greiðslumátar eru í boði.
S.Fjalar 2010
Bl s |4