Stærðfræði - hugtök

Page 1

STÆRÐFRÆÐI hugtakaskilningur

Nafn: ___________________________________


Jónas fer í Kringluna til þess að kaupa sér nýjar buxur. Þegar hann kemur þangað sér hann að verslunin þar sem hann ætlar að kaupa sér buxurnar er með útsölu. Hvað þýðir það fyrir Jónas?

Buxurnar eru líklega ódýrari Buxurnar eru líklega dýrari Buxurnar kosta líklega sama og áður

Ásdís er að horfa á sjónvarpið og sér auglýsingu frá uppáhalds fataversluninni sinni. Í auglýsingunni er sagt að þar sér algjört verðhrun. Hvað merkir það?

Vörurnar í búðinni eru ódýrari Vörurnar í búðinni eru dýrari Vörurnar í búðinni kosta það sama og venjulega

Gunnar les í Morgunblaðinu að Hreindýrakjöt sé á tilboðsverði í Bónus. Hvað merkir það?

Hreindýrakjöt er ódýrara en venjulega í Bónus Hreindýrakjöt er dýrara en venjulega í Bónus Hreindýrakjöt kostar það sama og venjulega í Bónus

sfjalar | www.sfjalar.net


Þegar Atli fór í tölvuverslun til þess að kaupa sér disklinga sá hann að utan á glugga verslunarinnar stóð „50% afsláttur á öllum vörum”. Hvað merkir það?

Vörurnar eru ódýrari en venjulega Vörurnar eru dýrari en venjulega Vörurnar kosta það sama og áður

Hafsteinn var mikill áhugamaður um golfíþróttina og eitt skipti sem oftar vantaði honum golfkúlur. Hann fór í næstu golfverslun og spurði afgreiðslumanninn „eru til golfkúlur á undir 200kr stykkið?” Hvað á Hafsteinn við?

Hann vill golfkúlur sem kosta meira en 200 kr stk. Hann vill golfkúlur sem kosta minna en 200 kr stk Hann vill golfkúlur sem kosta nákvæmlega 200 kr stk.

Indriði leikur gjarnan knattspyrnu með félögum sínum. Hann er markvörður. Eitt sinn vantar honum nýja markmannshanska og fer því í íþróttaverslun. Hann spyr afgreiðslumanninn hvort hann eigi hanska en tekur fram að þeir megi ekki kosta yfir 3000 kr. Hvað á Indriði við?

Hann vill hanska sem kosta nákvæmlega 3000 kr Hann vill hanska sem kosta meira en 3000 kr Hann vill hanska sem kosta minna en 3000 kr

sfjalar | www.sfjalar.net


Jónína er vön að versla við hverfisbúðina sína og hefur ætíð verið ánægð með bæði verð og þjónustu þar. Síðan gerist það að búðin skiptir um eigendur og eitt skiptið þegar Jónína fer þangað rekst hún á verslunarstjórann og segir við hann „þið leggið miklu meira á vörurnar heldur en fyrri eigendur.” Hvað átti Jónína við?

Vörurnar í búðinni voru á sama verði og áður Vörurnar í búðinni voru dýrari en hjá fyrri eigendum Vörurnar í búðinni voru ódýrari en hjá fyrri eigendum.

Kjartan er að leita sér að íbúð til að kaupa í Reykjavík. Um daginn las hann í blaðinu að verð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hefði vaxið um 30% á síðustu þremur árum. Hvað merkir það?

Íbúðarhúsnæði í Reykjavík er á svipuðu verði nú og fyrir þremur árum Íbúðarhúsnæði í Reykjavík er kostar meira nú en fyrir þremur árum Íbúðarhúsnæði í Reykjavík er kostar minna nú en fyrir þremur árum

Auður er að skoða bíl á bílasölu með það í huga að kaupa sér hann. Bílasalinn segir við hana að hann geti slegið hundrað þúsund kall af bílverðinu kaupi hún bílinn strax í dag. Hvað meinar hann?

Hann er tilbúinn að selja henni bílinn á 100.000 kr Hann er tilbúinn að selja henni bílinn á hundrað þúsund kall Hann er tilbúinn að gefa henni 100.000 kr afslátt af bílverðinu

sfjalar | www.sfjalar.net


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.