YouTube myndskeiðum streymt í Powerpoint

Page 1

YOUTUBE MYNDSKEIÐUM STREYMT Í POWERPOINT Myndskeið geta komið að góðum notum í kennslu. Hér verður sýnt hvernig hægt er að streyma myndskeiðum af YouTube í Powerpoint.

1)

Fyrsta skrefið er að finna hentugt myndskeið á YouTube vefnum. Hér verður notast við frábæran fyrirlestur Ken Robinson um skóla og sköpunargáfuna.

Slóðin að honum er http://www.youtube.com/watch?v=iG9CE55wbtY. Ég mæli sérstaklega með þessum fyrirlestri sem á erindi við alla kennara.

2)

Ræstu PowerPoint og smelltu á Officemerkið efst í vinstra horni. Smelltu á [PowerPoint Options] hnappinn neðst til hægri í glugganum sem opnast. Hakaðu við


[Show Developer tab in the Ribbon] í Popular hluta gluggans sem opnast. Smelltu á [OK] hnappinn til að staðfesta breytinguna.

Þessi aðgerð gerir aðgengilegan svokallaðan Developer borða í PowerPoint, en hann inniheldur verkfæri sem nýtt verður til að birta myndskeið frá YouTube.

3)

Búðu til nýja glæru í PowerPoint. Hér verður notast við auða glæru án titils. Aðrir kostir eru að sjálfsögðu í góðu lagi svo lengi sem það er pláss fyrir myndskeiðið á glærunni.

S.Fjalar 2009

B l s |2


4)

Veldu [Developer] borðann í PowerPoint og smelltu á

hnappinn til að opna

[More Controls] gluggann.

5)

Skrunaðu niður að [Shockwave Flash Object] og smelltu til að velja þann kost. Smelltu á [OK] hnappinn til að staðfesta valið.

6)

Teiknaðu upp ferhyrning á glæruna þar sem PowerPoint myndskeiðið mun birtast. Athugaðu að hægt er að breyta stærðinni á svæðinu hvenær sem er.

Þegar ferhyrningurinn hefur verið teiknaður á hann að birtast líkt og sjá má á myndinni hér að ofan. S.Fjalar 2009

B l s |3


7)

Smelltu á

hnappinn í Developer borðanum. Einnig er hægt að smella

með hægri músarhnapp á ferhyrninginn og velja [Properties] úr valglugganum sem birtist.

8)

Afritaðu slóðina að YouTube myndskeiðinu yfir í [Movie] reit Properties gluggans. Eyddu watch? Textanum úr slóðinni og breyttu = merkinu í skástrik, þ.e. /. Svona á slóðin að líta út eftir þessar breytingar.

http://www.youtube.com/v/iG9CE55wbtY

9)

Settu [False] í Playing reitinn. Þá spilast myndskeiðið ekki við opnun glærunnar heldur þegar notandinn smellir á afspilunarhnappinn.

Lokaðu Properties glugganum með því að smella á rauða x-ið í hægra horninu uppi til að staðfesta breytingarnar.

S.Fjalar 2009

B l s |4


10)

Spilaðu glærusýninguna til að sannreyna að aðgerðin hafi heppnast.

11)

Athugaðu að þegar þessi leið er notuð til að streyma YouTube myndskeiðum í gegnum Powerpoint verður að vista viðkomandi PowerPoint skrá á aðeins öðruvísi hátt en venja er til, þ.e. sem Macro-Enabled Presentation. Það er gert í [Save as viðmótinu].

S.Fjalar 2009

B l s |5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.