Íbúafundur 21 okt

Page 1

Íbúafundur 21. október Íbúafundur 21. október Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin bjóða til upplýsingafundar í félagsheimilinu Hnitbjörg þann 21. október á milli klukkan 17:00 og 19:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:     

Farið yfir það sem hefur áunnist Markmið unnin upp úr niðurstöðum íbúafunda og annara fyrirliggjandi greininga kynnt til umræðu Hvað er í deiglunni? Hverfisráð- sveitarstjórn kynnir Önnur mál Allir hvattir til að koma og kynna sér málin. Kaffi á könnunni.

Kveðja Silja og verkefnisstjórn Raufarhafnar og framtíðar

Dagskrá og auglýsing aftan á bæklingnum.

Inn í bæklingnum eru drög að þeim markmiðum sem stefnt er að vinna eftir í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin. Þessi markmið byggjast á niðustöðum íbúafunda og þeirra greininga og skýrslna sem hafa verið gerðar um svæðið undanfarin ár. Við hvetjum bæjarbúa til að lesa markmiðin og hugsa hvort þau samræmist þeirra sýn fyrir Raufarhöfn. Svo að mæta á fundinn og spjalla við okkur í verkefninu Raufarhönf og framtíðin varðandi markmiðin. Þegar endanleg markmið verða settt, verður unnið út frá þeim framvegis í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin. Vonumst til að sjá sem flesta, f.h. verkefnastjórn Raufarhafnar og framtíðar, Silja Jóhannesdóttir– verkefnastjóri


Hér er yfirlit yfir þau drög sem verða lögð fram sem megin– og starfsmarkmið fyrir verkefnið Raufarhöfn og framtíðin. Þessi drög eru unnin upp úr niðurstöðum íbúaþings og þeirra greiniga og skýrslna sem hafa verið unnar varðandi svæðið síðan 2007. Meginmarkmið 1. 2. 3. 4.

Sérstæður áfangastaður Traustir grunnatvinnuvegir Blómstrandi menntun Öflugir innviðir

Meginmarkmið 1: Sérstæður áfangastaður Starfsmarkmið: 1.1. Að 90% íbúðahúsa í þorpinu sé viðhaldið. Höfuðatriði að ásýndin sé góð vegna anda í þorpinu og ferðamennsku. Fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: Íbúasamtök í samráði við verkefnisstjóra. 1.2.. Að gert verði deiliskipulag varðandi SR lóðina. Ábyrgð: Verkefnastjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar (ROF). Í lok árs 2016 1.3. Að unnið verði frekar úr niðurstöðum vinnuhóps varðandi SR svæðið og að minnsta kosti tvær byggingar verði komnar í notkun fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: Verkefnistjóri ROF 1.4. Festa í sessi og auka starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs í hálft starf fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: Í vinnslu 1.5. Skiltavæðing- Að uppfæra skilti á staðnum. Að það séu móttökuskilti við leiðir inn í bæinn. Skilti á staðnum og ein gönguleið á Melrakkasléttu verði stikuð fyrir vor 2017. Ábyrgð: Ferðafélagið Norðurslóð og Verkefnastjóri ROF ásamt íbúasamtökunum varðandi þorpið sjálft. 1.6. Heimskautagerðið markaðssett í lok árs 2017. Með markaðssetningu er átt við að það sé virk heimasíða, facebook síða og jafnvel eitthvað myndrænt á samfélagsmiðlum. Á heimasíðu sé sagan sögð og einnig sagt frá öllum dvergunum, helst að búa til þrívíddarmódel. Einnig að það sé búið að móta einhvers konar áætlun með leiðsögn um gerðið. Ábyrgð: Stjórn heimskautsgerðis og verkefnisstjóri ROF. 1.7. Kortleggja eldri hús á svæðinu og gildi þeirra sem standa ennþá. Skoða Álaborg og skilti á húsum þar. Ábyrgð: Verkefnisstjóri ROF í samvinnu við Norðurþing. Þegar hafið og verður komið vel á veg með Heildarsýnarverkefninu. Lok vors 2016. 1.8. Að koma upp amk. einu mannvirki/aðstöðu til náttúruskoðunar á Austur-Sléttu upp fyrir árslok 2017 (Birding-Iceland). Ábyrgð: í vinnslu hvort það náist samstaða 1.9. Að skapa tvö störf í greinum sem nýta sérstöðu svæðisins og geta höfðað til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn. Fyrir árslok 2017. Ábyrgð: Verkefnisstjórn/verkefnisstjóri ROF. 1.10 Að gera félagsstarf og listsköpun eldri borgara sýnilegt ferðafólki fyrir árslok 2016. Ábyrgð: í vinnslu. Ábyrgð: í vinnslu 1.11. Að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn fyrir árslok 2016. Ábyrgð: Í vinnslu 1.12. Að skapa skýra sýn á það hvernig nota á heimskautsbauginn sem aðdráttarafl og vettvang fyrir upplifun ferðamanna. Fyrir árslok 2016. Ábyrgð: í vinnslu

Meginmarkmið 2: Traustir grunnatvinnuvegir Starfsmarkmið: 2.1. Tryggja byggðakvóta eftir árið 2017. Hér sé nægur kvóti til að styðja við 30-50 heilsársstörf. Ábyrgð: Verkefnastjóri ROF í samstarfi við Byggðastofnun og fiskvinnslufyrirtæki á staðnum. 2.2. Að hér séu starfandi þrjú eða fleiri gistiheimili/hótel í lok 2017. Ábyrgð: í vinnslu 2.3. Á Raufarhöfn séu tvö fyrirtæki starfandi í afþreyingu tengdri ferðaþjónustu fyrir árslok 2017. Ábyrgð: Frumkvöðlar í samstarfi við verkefnisstjóra ROF. 2.4. Að laða að ferðamenn á svæðið. Vegatengingar eru mjög mikilvægar í því. Ábyrgð: Verkefnisstjóri ROF í samvinnu við Norðurþing um að ýta á stjórnvöld. 2.5. Í gangi verði tvö eða fleiri nýsköpunar-/þróunarverkefni tengd atvinnulífi staðarins fyrir lok ár árs 2016. Ábyrgð: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga í samráði við atvinnulíf, Verkefnisstjórn ROF og stoðkerfi. Meginmarkmið 3: Blómstrandi menntun Starfsmarkmið: 3.1. Að hér sé starfræktur leik- og grunnskóli. Ábyrgð: Norðurþing. Sífellt markmið. 3.2. Að koma á fót símenntun sem gerir fólki kleift að sækja einingagild námskeið á framhaldsskólastigi. Fyrir lok 2017 Ábyrgð: Verkefnastjóri og Þekkingarnet Þingeyinga 3.3. Bjóða upp á starfsnámskeið tengd svæðinu s.s. leiðsögumannanám, iðnaðarnám. Haust 2016 Ábyrgð: Þekkingarnet Þingeyinga. 3.4. Tómstundanámskeið sé að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Ábyrgð: Íbúasamtökin í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Sífellt markmið. Meginmarkmið 4: Öflugir innviðir Starfsmarkmið: 4.1 Komið sé á háhraða netsamband skv. áætlun ríkisstjórnar fyrir lok árs 2016. Ábyrgð: Ríkið,verkefnisstjórn fylgi málinu eftir hjá Ríki. 4.2. Treysta þjónustumiðstöð í Ráðhúsinu á Raufarhöfn í sessi fyrir árslok 2015. Ábyrgð: Norðurþing, í samstarfi við fyrirtæki á skrifstofunni. Í vinnslu með ábyrgðaraðila 4.3. Vera búin að stofna einhvers konar leigufélag eða samtök til að aðstoða við að koma húsnæði í leigu. Fjölga íbúðum á leigumarkaði. Tryggja leiguhúsnæði á markaði. Ábyrgð: Norðurþing og verkefnastjórn ROF 4.4. Tryggja áframhaldandi starfsemi í óskertri heilbrigðisþjónustu til næstu 5 ára. Lokið í um mitt ár 2016. Ábyrgð: Verkefnisstjórn í samstarfi við fleiri, í vinnslu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.