Íbúafundur raufarhöfn 16 2 2017 punktar frá fundi

Page 1

Íbúafundur á Raufarhöfn 16. febrúar 2017 Á fundinn mættu 23, þ.m.t. verkefnisstjórnin, mínus Einar, tveir þingmenn (Þórunn og Steingrímur J.) og einn sveitarstjórnarmaður. Sem þýðir líklega að 12 íbúar (plús Birna) hafi mætt. Silja setti fund og kynnti dagskrá og breytingar á henni, sem m.a. urðu til þess að liðurinn „önnur mál“ færðist framar á dagskrána. Dagskrá Fundurinn kynntur og verkefni sem hafa fengið styrk kynnt • Kvikmyndamannaretreat- Silja Jóhannesdóttir (Þórður Jónsson komst ekki) • Þórður Jónsson • Gildaskálinn- Ásdís Thoroddsen (verður á skype) • Ruslagámar- Silja Jóhannesdóttir • Skiltaverkefni- Silja Jóhannesdóttir • Halldóra kynnir Arctic Coastline Route Önnur mál til t.d. ljósnet Súpa


Raufarhöfn á Gullaldarárunum- Tóti Blöndal- Daníel Hansen (gæti orðið síðar á dagskránni)

Meginmarkmið og starfsmarkmið - Silja kynnir stöðu markmiða og helstu verkefni 1. Sérstæður áfangastaður 2. Traustir grunnatvinnuvegir 3. Blómstrandi menntun 4. Öflugir innviðir Hópavinna

Verkefni sem hafa hlotið styrk: Kvikmyndamannaíverustaður-. Þórður Jónsson fékk styrk til að markaðssetja Raufarhöfn sem staðsetningu fyrir kvikmyndagerðarmenn til að koma og vinna að sinni sköpun. Búinn að gera bækling og er að vinna í heimasíðu. Búinn að kynna þetta á nokkrum hátíðum. Ásdís Thoroddsen kynnti Gildaskálann, en kynningunni var varpað á tjald og fór fram gegnum skype. Verið er að gera upp Gildaskálann, en heiti hússins tengist sögu þess. Markmiðið með viðgerð hússins er að varðveita gömlu bæjarmyndina og húsinu er m.a. ætlað að hýsa smíðaaðstöðu fyrir þá listamenn sem standa að uppbyggingunni. Ruslagámaverkefni. Það snýst um að færa gáma af opnu svæði inn í síldarþrær og er búið að fjármagna það að mestu en áætlanir voru eitthvað vanmetnar og þarf að endurskoða það. Norðurþing var búið að samþykkja að fara í verkið en það er í biðstöðu vegna ofangreinds. Skiltaverkefnið – Silja sýndi myndir af prótótýpu að skilti og útskýrði hvernig þau eru hugsuð. Nokkuð var um spurningar um verkefnin, ekki síst það síðastnefnda, m.a. úr hvaða efni skiltið og vitinn ofan á verði og hvernig unnið verði með heimskautsbauginn. Þessum spurningum var svarað síðar á fundinum. Halldóra Gunnarsdóttir- verkefnið Arctic Coastline Route. Verkefnið ACR er hugsað sem strandleið á Norðurlandi og mörg sveitarfélög eru með, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarðar. Fyrirmyndir erlendis frá, m.a. frá Írlandi. Áhersla er lögð á lífið við ströndina, á kyrrlát samfélag, náttúru og aðra sérstöðu. Markmiðið er aukin dreifing ferðamanna um landið. Talsverðar umræður urðu um þetta verkefni og mikill áhugi á því. M.a. var rætt nokkuð um heiti verkefnisins og fundarmenn sammála um að íslenskt heiti eigi líka að vera. Rætt var um tengingu við önnur verkefni, t.d. fuglaskoðun, um hvort vinna eigi með ásýnd staðanna o.fl. Einnig rætt um hvernig verkefni og áætlanir skarist og að ekki sé gott þegar margir eru að vinna sama hlutinn. Halldóra benti í framhjáhlaupi á deiliskipulag Heimskautsgerðisins og að frestur til að skila inn aths. verði til 17.03. og lagði fram það plagg til kynningar. Silja reifaði nokkur mál sem gætu fallið undir flokkinn „önnur mál“. 1. Ljósnetið er að koma á staðinn og samstarfi við Símann (þjónusta í boði). Símafélagið býður líka þjónustu en Vodafone er ekki búið að ákveða hvað það gerir. Í boði eru 50mb sem skv. sérfræðingi hjá Mílu á að vera nægjanlegt fyrir sjónvarp og internet. Örbylgjan er þó enn notuð, en ljósnetið tekur við fljótlega. Magnavík er enn að bjóða þjónustu og er að meta sína stöðu í þessu nýja landslagi. Steingrímur benti á að ljósleiðarinn kemur úr Svalbarðshreppi og sveitarstjóri sagði að samstarf við Svalbarðshrepp hafi verið afar gott.


2. Félagsheimilið Hnitbjörg er 50 ára í ár og vangaveltur eru um hvernig eigi að fagna því. Silja leggur til að sótt verði um menningarstyrk til Norðurþings og settur á fót 3ja manna hópur til undirbúnings. 3. Þá sagði Silja frá því að Einar Sigurðsson taki sæti Júlíusar Helgasonar í verkefnisstjórninni, en báðir þessir menn eru fimmtugir á árinu og fram kom þá sú hugmynd að sá árgangur sjái um afmæli félagsheimilisins. Var þeirri tillögu vel tekið af fundargestum. 4. Þekkingarnet Þingeyinga er flutt í húsnæði skólans. Einnig er bókasafnið flutt þangað. Birna og Silja ætla að kynna fjarnám í tengslum við þessa flutninga á næstunni. Skólinn er einnig í samstarfi við Rannsóknastöðina Rif. Súpuhlé Raufarhöfn á Gullaldarárunum- fékk styrk til að gera hluta sýningarinnar, skiltin 12. Daníel Hansen kynnti verkefni um Raufarhöfn á gullaldarárunum sem er margþætt sýning og margskonar starfsemi sem því gæti tengst. Nýting hluta SR-húsanna er undir í þessu verkefni. Nokkuð var rætt um stöðu verkefnisins og hraða á einstökum verkþáttum. Daníel sagði verkefnið hafið, en enn vanti fjármagn í það. Kristján Þ. H. spurði hvort hægt sé að nýta tankana inn í verkefnið og Daníel tók undir það sem framtíðarhugmynd. Hann sagði nákvæma áætlun um kostnað liggja fyrir. Kristján benti á BB sem mögulegan bakhjarl, sem reyndar hefur þegar styrkt verkefnið. Þá var sýnd kynningarmynd um verkefnið. Rætt um aðgangseyri – bent á að þarna verði kaffihús o.fl. tekjuaflandi, en væntanlega verði einnig greitt inn á sýninguna. Kristján Þ. H. benti á framkvæmdasjóð ferðamannastaða en Daníel kvað forsvarsmenn vilja vinna hugmyndina betur fyrst. Reinhard: heimsþorpið er styrkur hugmyndarinnar og gerir hana jafn „geggjaða“ og hugmyndina um Heimskautsgerðið. Gott væri að komast aðeins lengra með gerðið áður en þetta verkefni fer í umsóknaferil. Kristján Þ. H.; tenging við Rannsóknastöðina Rif og náttúru svæðisins. Daníel lýsti eftir fjármunum í niðurrifssjóði SR, KÞM sagði þetta koma sterklega til greina þar. Silja sagði frá tillögu frá íbúum um fyrsta skref í nýtingu húsanna og KÞM ítrekaði að þessi hugmynd yrði skoðuð jákvætt þegar þar að kæmi. Seinna á fundinum var Þórarinn Blöndal mættur og svaraði spurningum varðandi verkefnið og skiltaverkefnið. Meginmarkmið og starfsmarkmið- kynning á stöðu: Markmið 1 sérstæður áfangastaður 1.11 – tengist strandmenningarverkefninu. 1.7 – tengist verkefni um Raufarhöfn á gullaldarárunum. Í vinnslu: SR- lóðin. Er að vinna að málum hjá henni. Erindi til Norðurþings v. Þessa og skoða alla möguleika. Er að vinna með Rifi í að finna fjármagn. Landsáætlun- þar er gert ráð fyrir stikun út á Sléttu. Það er komin listi yfir húsin og götunöfn og verið er að vinna að umsókn aftur varðandi formlega húsakönnun á vegum Norðurþings í samstarfi við Minjastofnun. Komin með gömlu umsóknina og er að skoða þetta. Samstarf með Fuglastíg varðandi aðstöðu út á Sléttu til fuglaskoðunar. Verið er að vinna að komu skemmtiferðaskipa og tengist það að nokkru leyti markmiðinu að skapa störf. Þar er verkefnastjóri með aukavinnu við að markaðssetja, einnig tengist þetta hafnarverkefninu. Erum að vinna með eldri borgurum, stefnt að merkingu á húsinu, búið að búa til fb síðu og það verða opnir dagar í sumar


Verið er að vinna með Wapp um útfærslu á notkun hnita tengdum Heimskautsbaugi. Markmið 2 traustir grunnatvinnuvegir Heimamenn hafa keypt hótelið+reksturinn af sveitarfélaginu. (Einar og Þóra, HH -félagið). Verkefni sem gengur út á veiðar úti á Sléttu er ekki þarna undir, það verkefni er sjálfstætt og gengur rólega. Þó er engin uppgjöf í Ásdísi og Pétri.. RR, áframhaldandi byggðakvóti er mjög mikilvægur. KÞH benti á að alþingi beri ábyrgð á framhaldi kvótans, ekki bara Byggðastofnun. SJS rakti aðeins sögu sértæka byggðakvótans og hvernig hann sé hugsaður. Það á að vera nokkurra ára fyrirsjáanleiki, segir hann, allt að fimm ár. Í vinnslu: Mikil vinna hefur farið í að skoða kvótamál fyrir þorpið þó að vissulega hafi útkoman ekki verið öllum að skapi. En hér er kvóti til að vinna. Vinna hefur verið við að koma hótelinu í gagnið aftur. Hef verið að vinna í ráðgjöf varðandi start á afþreyingu en ekkert komist á koppinn. Er að vinna með Ræsingu að því að koma af stað nýsköpunarverkefnum. Markmið 3 blómstrandi menntun Nemendum hefur fjölgað um 40% milli ára  skv. upplýsingum Birnu. Silja segir þetta starfsmarkmið þarna hafi einna minnst verið unnið í. Verkefni um að skoða menntun og hæfileika innflytjenda þyrfti að fara þarna inn, benti KÞH á. Talsvert var rætt um íslenskukennslu fyrir útlendinga og það hve illa gangi að fá Íslendinga til að tala íslensku við útlendinga (ekki ensku). Í vinnslu: Þekkingarnet Þingeyinga og bókasafn komið í skólann og Rif að vinna með honum sem styrkir bæði húsnæðið og starfsemina. Birna og Silja munu kynna námsframboð í tengslum við þessa flutninga. Verið er að vinna að verkefni með Rauða krossinnum hvað varðar nýbúa og þá vonandi fáum við mynd af þeirra menntun og fleira. Markmið 4 öflugir innviðir Vantar helst upp á markmið um heilbrigðismál, að Silja fundi með HN, en illa hefur gengið að koma þeim fundi á. Vantar tímasetningu á markmið 4.3 – en þörfin fyrir þetta markmið minnkar þegar blokkin kemst í gagnið. Nefnt ástand húsa Íblsj. sem er algjör hörmung og enginn hugsar um. Silja benti á að Íblsj. hafi óskað eftir heildstæðu mati á svæðum BB. Sjóðurinn vill samtal um það hvað menn vilji gera við þessi hús en aðrir vilja að sjóðurinn bara geri hlutina en sé ekki að leita til okkar. Í vinnslu: Ljósleiðaravæðing í gangi, þ.e. svokallað ljósnet Mílu sem byggir á ljósleiðartengingu úr Svalbraðshreppi. Verið að reyna að ná fundi með forstjóra HSN Vorum að fá ábendingu varðandi sameiginlega þjónustumiðstöð með sýslumönnum á minni stöðum. Þarf að skoða það. Spurningar: Spurt var um stöðu mála varðandi rekstur Rifs og sagði Silja reksturinn tryggðan út þetta ár og jafnvel næsta og sagði frá háum styrk sem er mögulegur ef rekstrarfé fæst. Til stendur fundur með Norðurþingi, Náttúrustofunni o.fl. í næstu viku skv. Kristjáni Þór sveitarstjóra.


Umræður stóðu til 20:45 og þá hófst hópavinna. Niðurstöður úr henni eru hér: Sérstæður áfangastaður- Silja Jóhannesdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir, Daníel Hansen og Þórarinn Blöndal Sorpflokkun- þetta er í ferli hjá Norðurþingi. Vantar að sýna íbúum hana. Verið að biðja ferðaþjónustuaðila að skrifa undir ábyrgð, skref í átt að Vakanum o.s.frv. Ferðaþjónustan- mikil ávöxtunarkrafa hjá lífeyrissjóðum og það verður áhætta á að það verði ekki rétt hvatning. Ætti að byggjast upp á einyrkjunum og að byggjast á gæða ferðamennsku. Til hvers erum við að gera þetta? Eigandi sem er staddur annars staðar og hans stefna er að ná í arð. Tími er verðmæti. Grunnatvinnuvegir - Reinhard Reynisson, Bergdís Lína Jóhannsdóttir, Svava Árnadóttir og Jóhannes Árnason Tryggja þarf sértæka byggðakvótann til frambúðar og herða á markmiðinu þannig að þessi kvóti styðji við a.m.k. 30-50 störf. Starfandi fyrirtæki í afþreyingu í ferðaþjónustu- Arctic Angling, siglingar- athuga það hjá Einar og Þóru. Æskilegt að koma upp hestaleigu. Norðurgata/ACR- tengja vegina við það og skilgreina veginn um Sléttu sem ferðamannaveg í tengslum við það. Skoða þá vinnu sem Vegagerðin var á sínum tíma búin að láta vinna í skilgreiningu ferðamannavega, sjá t.d. http://engineering.is/islandsvegir/0-2-Islandsvegir-Ferdamannavegir.html Nýtt markmið: Local food, efla það og koma því á framfæri. Aukinn ferðamannastraumur hefur styrkt forsendur fyrir því. Lambakjötið, sjávarfangið og einu sinni var til “Nessskyr”. Blómstrandi menntun- Birna Björnsdóttir, Hafþór Karlsson, Jón Tryggvi og Kristján Þórhallur Halldórsson. Nýtt markmið: Það verði unnið á kynningu á raunfærnimati Nýtt markmið: Auka virkni nýbúa í samskiptum við okkur og hvernig er hægt að draga fólkið út úr verbúðinni. Hvað er hægt að gera til að gefa fólki tækifæri til að eiga í samskiptum við okkur, þjóðarkvöldið. Kenna þeim vist. Undir námskeiðamarkmiðinu: Námskeið í félagsvist. Öflugir innviðir- Sigríður Þorgrímsdóttir, Sif Jóhannesdóttir, Pétur Jónasson, Guðmundur Einarsson og Helgi Ólason Áhyggjur: Rekstur á sjúkrabílnum og að bílstjórinn sé að komast á aldur. Þá stendur til að koma á svipuðu fyrirkomulagi og á Kópaskeri, að hópur manna sé tilbúinn að bregðast við og keyra sjúkrabílinn. Annars eru menn ánægðir með heilbrigðisþjónustuna. Smá áhyggjur af hækkandi aldri lækna.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.