Böð í öxarfirði fréttabréf

Page 1

FRÉTTABRÉF

2017-18

-Framvinda og næstu skref-

KÞH

KÞH

Charlotta Englund


Góðan dag gott fólk og gleðilegt ár! Nú eru hjólin aftur farin að snúast og ýmislegt í gangi.

Nú er orðið ljóst að ekki náðist að ljúka verkefninu „Skref í átt til uppbyggingar náttúrubaða við Öxarfjörð“ fyrir desember lok eins og stefnt var að. Verkefnið er komið vel af stað og hafa nú landeigendur þriggja valkosta(varðandi mögulega framtíðar staðsetningu) gefið grænt ljós á frekari þátttöku. Þeir staðir sem verða skoðaðir enn frekar eru: Buðlungahöfn, Naustá/Hafnarmelur og Lónsós, en ekki er útilokað að fleiri bætist við á næstu dögum. Samningaviðræður við arkitekta varðandi að gera fyrir okkur frumteikningar eru einnig hafnar. Til þess að tryggja gæði úrvinnslunnar og lokaafurðarinnar teljum við að við þurfum sex mánuði í viðbót og höfum því sótt um frest/framlengingu til 30. júní 2018 til Uppbyggingarsjóðs og verkefnisins Öxarfjörður í sókn. Ástæðan fyrir því að ekki hefur gengið hraðar að vinna verkefnið er einfaldlega sú að verkefnisstjóri hefur staðið í húsbyggingu sem krafðist mikillar vinnu og tíma á árinu 2017. Þeirri vinnu er nú lokið sem betur fer. Jafnframt má gera ráð fyrir bið eftir teikningum og að aðstoð frá ýmsum sérfræðingum gæti átt eftir að dragast eitthvað á langinn, enda eru allir ráðgjafar önnum kafnir vegna góðæris um þessar mundir. Laugardaginn 6. janúar s.l fóru undirrituð og Kristján Þórhallur í stutta vettvangsferð/myndatökuferð hér um slóðir með Katrínu Pétursdóttur sem hefur áður komið til sögunnar hjá okkur (meistaranemi við Arkitektur- og designhøgskolen í Osló). En hún hefur nú fengið samþykkt sem meistaraverkefni að útfæra nýtingu á heitu vatni á okkar svæði, svo sem til baða. Hún kom síðastliðið sumar en nú var ferðin nýtt til að skoða aðstæður betur og í vetrarbúningi. Það verður spennandi að sjá niðurstöður verkefnis Katrínar síðar á árinu og liggja þær væntanlega fyrir um svipað leyti og við stefnum að því að ljúka verkefninu (ef við fáum umbeðinn frest þ.e.a.s). Stutt samantekt á árangri síðasta árs: Náðst hefur mjög góður árangur í að stofna áhugamannahóp sem hefur komið að allri hugmynda- og greiningarvinnu sem hefur farið fram til þessa. Alls er búið að halda þrjá fundi þar sem farið var í að greina eftirfrandi þætti: 1. Hvers vegna skoða hugmyndir um (náttúru)böð í Öxarfjarðarhéraði? 2. Út frá hvaða þáttum ætti að velja útfærslu og staðsetningu baða? 3. Hvers konar böð væru mest spennandi? 4. Hvaða staðir í okkar héraði eru mest spennandi ef allt væri “leyfilegt”? Fyrstu skrefin sem búið er að vinna: 1. Fyrsta skerfið fólst í því að auglýsa og kynna verkefnið í þeim tilgangi að fá áhugasama aðila í héraðinu til lið við okkur í hugmynda-og greiningarvinnu. Alls voru haldnir tveir fundir í Lundi sem fólu í sér hugmynda-og greiningarvinnu. (í mars og apríl 2017) 2. Að fundunum loknum hófst vinna við samantekt á efni og niðurstöðum þessara tveggja funda. Afraksturinn var heildstætt matsblað ætlað til þess að meta kosti og galla allra þeirra staða er tilnefndir voru. Þann 28. ágúst var svo haldinn fundur þar sem matsblaðið og viðmið þess voru lögð fyrir áhugamannahópinn og eftir stóðu svo 7 mögulegir framtíðarstaðir til nánari skoðunar að fundinum loknum. 2


3. Í byrjun desember 2017 fengu landeigendur allra þeirra staða er eftir stóðu bréf til kynningar á verkefninu o.fl. þar sem við óskum eftir því að fá að vita hvort áhugi sé af hálfu landeigenda fyrir frekari þátttöku í verkefninu. Eins og staðan er núna eru þrír staðir þar sem áhugi er fyrir frekari skoðun, Buðlungahöfn, Naustá/Hafnarmelur og Lónsós. Ekki er útilokað að fleiri bætist við á næstu dögum. Í byrjun desember hófust einnig viðræður við arkitekta varðandi gerð frumteikninga á þremur mismunandi stöðum. Næstu skref: Eins og er þá erum við komin langt af stað með 4. áfanga verkefnisins s.k.v umsókn okkar til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands Eystra. Tekið skal fram að þegar er búið að greina marga þætti sem koma til með að nýtast við gerð viðskiptaáætlunar. 4. Nánari skoðun valkosta. Verkefnisstóri og ráðgjafahópur fer yfir efni fyrsta áfanga og greinir helstu hagsmunaaðilum fra kostum og göllum hvers staðar með tilliti til helstu breyta, svo sem landnotkunar, orkuflutnings, aðgengis, upplifunar og fleira. Leitað verður til ráðgjafa á þessu stigi eftir því sem þurfa þykir. Í lok áfangans verður áhugamannahópurinn boðaður til fundar til að rýna helstu niðurstöður úr greiningarvinnunni. Afrakstur áfangans er listi yfir mögulega staði með forgangsröðun eða stigagjöf sem sýnir hvaða staður þykir á þessu stigi æskilegasti kostur til frekari skoðunar. 5. Drög að viðskiptaáætlun. Í þessum áfanga verða útbúin drög að viðskiptaáætlun fyrir náttúruböð í Öxarfjarðarhéraði með sérstaka áherslu á þann stað sem kom best út í áfanga 2. Leitað verður til ráðgjafa í áfanganum eftir því sem tök eru á og þurfa þykir. Til greina kemur að fá í heimsókn aðila sem hafa reynslu af sambærilegri uppbyggingu til að ræða við áhugahópinn og rýna hugmyndir í viðskiptaáætlun. Hluti af viðskiptaáætlun verður að fá þar til bæran aðila til að gera fyrstu yfirlitsteikningar/myndir af mögulegri útfærslu aðstöðunnar. 6. Varða næstu skref. Í þessum lokaáfanga verkefnisins verður leitast við að skilgreina möguleg og æskileg næstu skref í því ferli að laða að samstarfsaðila og hrinda áætlunum í framkvæmd. Ekki er gert ráð fyrir að umsækjandi muni ráðast í undirbúning framkvæmda né framkvæmdir. Hér er horft sérstaklega til þess möguleika að afrakstur vinnunnar nýtist sem upphafsgögn í frekari vinnu í tengslum við Eim – samstarfsverkefni á sviði orku-, umhverfis- og ferðamála á Norðausturlandi.

Önnur mál Eins og fram kom áðan þá er ég komin með tvær arkitektastofur á snærið sem hafa mikinn áhuga á því að koma að þessu verkefni á þessu stigi (já og þá sérstaklega ef þetta verður að raunveruleika). Stofurnar sem ég valdi til þess að hafa samband við fyrst valdi ég útfrá vottunum, reynslu og stefnu þeirra, ef einhver hér í hópnum hefur skoðun eða ábendingar um val á arkitekta þá endilega látið vita af því. Til kynningar þá eru hér slóðir inn á heimasíður arkitektastofannna tveggja: http://www.vaarkitektar.is/ og https://www.basalt.is/ Bestu kveðjur, f.h verkefnisins, Charlotta Englund 3


KÞH

KÞH

KÞH

4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.