Fréttabréf f íbúafund 12 janúar rof 06

Page 1

-Raufarhöfn og framtíðinÁrið 2012 hófst þróunarverkefni á Raufarhöfn undir forystu Byggðastofnunar. Það hlaut heitið Raufarhöfn og framtíðin og er í samstarfi Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Eyþings og íbúa Raufarhafnar. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar þessara aðila hefur starfað frá upphafi verkefnisins. Ástæða þess að farið var í verkefnið var langvarandi neikvæð íbúaþróun og áföll í atvinnulífi. Íbúum hafði fækkað um 51,5% á 14 árum og um 21,3% á fimm árum í kjölfar missis á stærstum hluta veiðiheimilda og lokunar SR-mjöls um aldamótin. Hugsun verkefnisstjórnarinnar var að mæta erfiðleikum á Raufarhöfn með nýjum aðferðum og út frá forsendum Loforð í upphafi: heimamanna. Lögð er áhersla á að sjónarmið íbúanna séu lögð til Verkefnisstjórnin hyggst vinna með íbúum Raufarhafnar og hagsmunaaðilum til að grundvallar, enda er markmiðið m.a. að auka vitund fólks í brothættum tryggja að áhyggjuefni ykkar og metnaðarmál hafi bein áhrif á þá valkosti sem teknir verða til skoðunar, í málum sem snúa að Byggðastofnun, Norðurþingi, byggðarlögum um eigin þátt í þróun samfélagsins og virkja frumkvæði Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Háskólanum á Akureyri. Við ákvarðanir þessara þess og samtakamátt. aðila verður upplýst hvernig skilaboð íbúaþingsins voru höfð til hliðsjónar. Haldið var tveggja daga íbúaþing þar sem íbúarnir réðu umræðuefninu. Verkefnisstjórnin mun einnig koma niðurstöðum íbúaþingsins á framfæri við ríkisstjórn ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem hafa áhrif á þjónustustig og þróun byggðar á Íbúaþingið á Raufarhöfn í janúar 2013 var vel sótt og íbúar hafa tekið virkan þátt í öllum íbúafundum. Raufarhöfn.

Ráðgjafarfyrirtækið Ildi stýrði samtali við íbúa á íbúaþinginu.

Drekinn– Helgi Ólafsson

Forgangsröðun málefna á íbúaþingi. Heimild: Ildi, janúar 2013


Verklag Eftir árin 2014-2015 var árangur verkefnisins Brothættra byggða metinn. Niðurstaðan var að lengja þyrfti verkefnistímann í fjögur til fimm ár, gera skýra verkefnisáætlun og að tryggja verkefnisstjórnun á rekstrartíma. Matið var lagt til grundvallar verkefnislýsingu Brothættra byggða. Verklagið byggir einnig á fyrirmyndum frá Noregi og Bretlandi. Verkefnið Brothættar byggðir hefur vakið athygli innanlands sem utan. Nefna má samstarf fimm þjóða um ERASMUS+ verkefni sem nefnist INTERFACE og byggir á hugmyndafræði Brothættra byggða. Verkefnið er leitt af Byggðastofnun. Upphafið er á Raufarhöfn! Fyrstu tvö árin var unnið að verkefnum samkvæmt niðurstöðum af íbúaþinginu og árið 2015 var svo mótuð framtíðarsýn og markmið sem hafa varðað starfið seinni árin. Verkefnisáætlunin byggir m.a. á niðurstöðum umræðnanna á íbúaþingi. Áætlunin er reglulega uppfærð og rædd á íbúafundum.

Frá upphafi var rætt um tímabundið verkefni sem stæði Raufarhöfn til boða. Byggðastofnun réði verkefnisstjóra til árs frá 1. mars 2013 en framlengdi um fjóra mánuði 2014. Raufarhöfn var eina byggðarlagið með verkefnisstjóra 2013 og 2014 og má rekja það til áherslu íbúa á íbúaþinginu 2013. Kristján Þ. Halldórsson var verkefnisstjóri 2013-2014 og Silja Jóhannesdóttir frá árinu 2015 til verkefnisloka.

Framtíðarsýn Raufarhöfn er þorp sem er byggt á tveimur megin atvinnugreinum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Sérstaða þess verði jafnframt nýtt til þess að laða að frekari fjölbreytni í atvinnustarfsemi sem höfðar til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn. Þorpinu er vel viðhaldið, húsnæði í góðu ásigkomulagi og grunnmenntun og þjónusta í boði.

Meginmarkmið •

Sérstæður áfangastaður

Traustir grunnatvinnuvegir

Blómstrandi menntun

Öflugir innviðir

Frá íbúaþingi og íbúafundi


Unnið hefur verið að starfsmarkmiðum undanfarin ár. Markmiðin eru mismunandi, en öll styðja þau meginmarkmiðin. Í því sambandi er rétt að halda því til haga að verkefnið er ekki aðeins á ábyrgð verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra. Verkefnið felst í aðgerðum allra þeirra sem hafa með málefni Raufarhafnar að gera, heima og að heiman. Þar með talið íbúa, einkaaðila, ríkisins, sveitarfélagsins og stoðkerfis.

Staða styrkjaverkefna 100% - 11

Á árunum 2014- 2017 voru veittir styrkir að andvirði tæpra 25 milljóna. Styrkjum er ætlað að styðja við markmið verkefnisins.

90% - 1 80% - 2

10% - 1

Til dæmis voru veittir styrkir til skiltagerðar og skiltin koma upp í vor. Þá voru veittir styrkir, til að meta ástand og framkvæmdaþörf vegna íbúða-blokkar (Blokkarinnar) sem var í niðurníðslu, varðandi nýtingu á heimskautsbaugnum, í uppbyggingu göngustíga og til Rannsóknastöðvarinnar Rifs.

Einnig voru veittir styrkir til atvinnuuppbyggingar og samfélagslegra verkefna.


Hvað hefur m.a. áunnist á Raufarhöfn á verkefnistímanum? •

Raufarhöfn er nú í fjórða sæti yfir byggðarlög í vanda en var í fyrsta sæti samkvæmt mælikvörðum Byggðastofnunar, en þeir voru skilgreindir 2015

Verkefnastyrkjum að fjárhæð tæpum 25 m.kr. hefur verið úthlutað árin 2014-2017

Rannsóknastöðin Rif byggð upp og er í dag með heimild í fjárlögum

Stór skref í uppbyggingu Heimskautsgerðisins með styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Þátttakendur í fyrsta fundi INTERACT vinnupakka 7 sem haldinn var á Raufarhöfn í ágúst 2017. Hópurinn er hér fyrir framan gamla íbúðarhúsið að Rifi.

Sértækur byggðakvóti er verkefni sem spratt upp úr íbúaþinginu á Raufarhöfn - gjörbreyting í umfangi og starfsöryggi fiskvinnslu á staðnum

Ljósleiðari

Koma skemmtiferðaskipa og markaðssetning hafnar

Starfshópur um SR-lóð. Fyrir liggur að gera Lýsishúsið upp

Aukin umsvif við höfnina og hafnarvörður ráðinn

Fjórtán orkusparandi viðhaldsverkefni húsa í samstarfi Orkuseturs/Orkusjóðs og heimamanna hafa m.a. bætt ásýnd staðarins. Styrkir að upphæð sjö m.kr.

Íbúasamtök og Félag eldri borgara stofnuð

Raufarhofn.is komið á laggirnar

Stjórnvöld taki meira tillit til markmiða verkefnisins.

Háskólinn á Akureyri í samvinnu við verkefnið gerði könnun á notkun og ástandi húsnæðis

Vantar fleiri fjármögnunarleiðir í stofnstyrkjum

Starfshópur um SR-lóð, vilji til að koma nýtilegum mannvirkjum í notkun

Raufarhöfn aðili að Fuglastígnum og Arctic Coast way

Norðurþing og AtÞing munu fylgja verkefninu eftir

Bæjarhátíð endurreist (Hrútadagur)

Útistandandi styrktarverkefnum verður lokið

Mikil og jákvæð umfjöllun um staðinn í fjölmiðlum

Þá er ótalinn einn helsti ávinningurinn, það er vaxandi trú heimamanna á framtíð samfélagsins og ýmis háttar framtak einkaaðila í atvinnu– og mannlífi án beinnar aðkomu verkefnisins

Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Raufarhafnar sumarið 2017

Hvað þarf að bæta? Höfnin, lífæð staðarins

Hvers má vænta?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.