Júní 2018. 1. tbl. 1. árg.
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu
Fréttir úr starfinu Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu hefur að mörgu að hyggja og kemur víðsvegar við. Rauði krossinn vann að því hörðum höndum á síðasta ári að koma upp fatagámum alls staðar á svæðinu og í dag eru fatagámar á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Húsavík og Laugum. Stefnt er á að koma upp gámi í Mývatnssveit fljótlega. Fatasöfnunin er unnin í samvinnu við Flytjanda og á fyrirtækið þakkir skildar fyrir liðlegheit. Í gámana er hægt að setja allt klæðakyns og annað efni. Það sem ekki er sett í búðir og selt er notað í dúkkur, rakið upp og notað í teppi og hvaðeina sem þarf. Ekkert er ónýtt. Fötin sem safnast eru send suður, flokkuð og notuð í öðrum landshlutum eða send utan í endurvinnslu. Neyðarvarnahluti starfsins er gríðarlega stór og mikilvægur og reyndi á okkar fólk í fyrra þegar hópur sjálfboðaliða voru kallaðir til Mývatnssveitar í kjölfar bruna þar til að hlúa að fólki. Sjálfboðaliðar mættu á staðinn, hlúðu að fólki og útveguðu helstu nauðsynjar. Einnig var haldið neyðarvarnanámskeið í Þingeyjarskóla og var góð mæting. Þar var farið yfir helstu ferli sem snúa að því ef áföll eða neyðarástand skapast. Þeir sem sóttu námskeiðið fá skírteini og geta verið kallaðir til þegar þarf. Rauði krossinn er að vinna að verkefni á Kópaskeri og Raufarhöfn sem lýtur að því að virkja nýja Íslendinga á svæðinu með kynningarferðum og öðruvísi aðferð við íslenskukennslu. Búið er að móta verkefnið og halda eina kynningarferð en næstu skref verða stigin á næstu mánuðum. Stærsta verkefni deildarinnar á síðasta ári var að setja upp Rauða kross búð á Húsavík sem gengur framar vonum. Fötin koma að sunnan og smávörurnar eru af svæðinu. Annað verkefni tengt fatasölu er að hefjast á Þórshöfn, þar verður búð í minni sniðum en engu að síður afar spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með. Áætlað er að opna búðina 14. apríl. Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu á hlut að Velferðarsjóðum sem úthlutað er úr fyrir hver jól. Sjóðirnir eru svæðisbundnir og fara styrkir til þeirra sem þurfa á því að halda. Sjóðirnir standa vel og eru margir sem njóta góðs af. Deildin hefur samþykkt að fara í samstarf með Norðurþingi og Þekkingarnetinu um að vinna móttökuáætlun fyrir nýja íbúa og þá sérstaklega þá af erlendum uppruna. Verkefninu er meðal annars ætlað að taka saman hagnýtar upplýsingar sem nýtast nýjum íbúum og auðvelda þeim að setjast að hér á svæðinu og aðlagast samfélaginu. Verið er að vinna að því að efla sálræna skyndihjálp og koma upp viðbragðsteymi í því samhengi. Sú vinna er farin af stað og mun vonandi bera ávöxt fljótlega. Tengt þeirri vinnu var haldið námskeið í sálrænni skyndihjálp á Kópaskeri og verða haldin fleiri vonandi bráðlega.
Um 800 sjálfboðaliðar vinna að jafnaði að verkum Rauða krossins á Íslandi.
42 deildir á vegum Rauða krossins starfa víðsvegar um landið.
Á hverjum degi gefa sjálfboðaliðar um 100 klst í verkefnið Heimsóknarvini.
Um 91 sjálfboðaliði gefur starf sitt á hverjum degi við fataflokkun.
FRÚ RAGNHEIÐUR– LANDSVERKEFNI Skaðaminnkun er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku. Í Frú Ragnheiði er annars vegar starfrækt hjúkrunarmóttaka þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf. Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni er einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu.
Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum í bílinn til förgunar. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum. Eitt meginmarkmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á því að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað viðaðstæður. Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumiklir einstaklingar.
„Sjálfboðaliðar gáfu 540 vinnustundir við verslun Rauða krossins á Húsavík á liðnu ári.“ RAUÐI KROSSINN— SAGAN Í ÖRFÁUM ORÐUM Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) var stofnað 20. október 1863 og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans var stofnað árið 1919. Stofnandi Rauða krossins var Svisslendingurinn Henry Dunant. Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag og bregðast við á neyðarstundu. Rauði krossinn er hluti af almannavörnum ríkisins og hefur þannig viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði í samstarfi við önnur hjálparsamtök og stofnanir ríkisins sem eru einnig hluti af almannavörnum.
2
FATABÚÐIRNAR– SVÆÐISVERKEFNI Stærsta verkefni síðasta árs var að setja upp fatabúð á Húsavík. Forsvarsmenn Rauða krossins fóru í viðræður við eldri borgara sem voru að festa kaup á húsnæði að Garðarsbraut 44 um að leigja af þeim hluta húsnæðisins. Þær samræður urðu til þess að í dag leigir Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu hluta hússins og er búið að setja þar upp fína búð. Hugmyndafræðin á bakvið búðirnar er að bjóða upp á notaðan fatnað á viðráðanlegu verði með það að markmiði að allir geti klæðst góðum fötum óháð efnahag og ekki síður þeirri hugsjón að endurnýta fatnað til að minnka sóun. Samtímis viðræðum við eldri borgara var unnið í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi varðandi útlit og uppsetningu búðanna. Rauða kross búðir á höfuðborgarsvæðinu fóru nýlega í mikla yfirhalningu þar sem fagfólk var fengið til að gera búðirnar aðgengilegri og nýtanlegri. Sú hönnunarvinna kom vel út og var því leitað til þeirra eftir ráðgjöf. Búðin á Húsavík var svo sett upp með það í huga en aðlöguð að húsnæðinu. Við tóku annasamir tímar þar sem sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að mála og standsetja húsnsæðið. Þeirri vinnu lauk í apríl og var búðin opnuð með viðhöfn 25 apríl. Fötin eru send að sunnan, sjálfboðaliðar koma þeim upp í búð, taka upp úr kössum, gufustrauja það sem þarf og hengja upp. Reglulega er hreinsað út það sem lengi hefur verið til sölu og ný föt tekin inn. Vinnan við þetta er mikil og sjálfboðaliðar eiga hrós skilið. Smávara kemur frá fólki á svæðinu og eru stór hluti af búðinni. Smávaran er einnig tekin upp, hreinsuð ef þarf og raðað upp. Í dag er búðin opin tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Öðru hvoru hefur verið bætt við opnunardegi þar sem hefur verið svokölluð pokasala og hafa margir gert þar góð kaup. Reynt er að gera búðina eins aðgengilega og hægt er og er rampur til staðar fyrir hjólastóla ef á þarf að halda. Viðtökur eru góðar og er oft líflegt á opnunartíma. Margir sjá þetta sem góðan kost sem viðbót í venjulega verslunarrútínu meðan aðrir nýta sér þetta enn betur. Búðin er á facebook og má finna undir heitinu „Rauða kross búðin á Húsavík“.
SJÁLFBOÐALIÐINN ARNA ÞÓRARINSDÓTTIR HVENÆR BYRJAÐIRÐU AÐ VINNA MEÐ RAUÐA KROSSINUM? „Tja fyrir ca. 5 árum.“
HVAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ ÞÚ ÁKVAÐST AÐ TAKA ÞÁTT? „Áhugavert starf og ég var ákveðin í að taka þátt í Rauða kross vinnu þegar ég væri orðin stór Þegar ég var 10 ára átti ég frænku sem vann í Kenýa í gegnum RKÍ og þá vaknaði áhuginn. Það er góður og gamall draumur að fara þangað einn daginn að hjálpa börnum.“
Búðin á Húasvík
RAUÐI KROSSINN Í ÞINGEYJARSÝSLUM– HEIMSÓKNARVINIR Undanfarin ár hefur Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu boðið upp á heimsóknarvini og eru nokkrir aðilar sem eru gestgjafar þ.e. þiggja að fá vin í heimsókn. Heimsóknarvinir eru sjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknarvini. Einn sjálfboðaliði hjá deildinni er hundavinur, það er heimsóknarvinur með hund. Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk getur. Í upphafi hundaheimsókna þá var nánast eingöngu verið að heimsækja á dvalarheimili og stofnanir en það hefur aukist töluvert að það sé verið að heimsækja með hund á einkaheimili. Það er fólk á öllum aldri sem nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Á HVERJU HEFURÐU MESTAN ÁHUGA? „..mest spennandi er að hjálpa og gefa af sér sérstaklega við opnum fjöldahjálparstöðva og hef ágæta reynslu við það hér í Nausti. Stjórnarseta er líka skemmtileg og góður hópur sem vinnur þar saman .„
ER STARFIÐ GEFANDI? „Mjög gefandi vinna. Það er svo mikil og góð hugsjón sem fylgir RKÍ vinnu og mjög fjölbreytt starf sem unnið er víða á landsbyggðinni. „
Það stendur til að fjölga hundavinum hjá deildinni en strangar kröfur eru gerðar til hundanna og þurfa heimsóknarvinir með hund að sækja þar til gerð hundanámskeið auk hefðbundins heimsóknarvinanámskeiðs. Nýjasta verkefnið eru símavinir Rauða krossins sem hófst haustið 2016. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.Um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á sama tíma dags, á tíma sem báðum aðilum hentar. Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Þar sem að sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Símavinir gætu hentað mjög vel á okkar svæði þar sem vegalengdir eru oft miklar. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að finna form þar sem bæði er hægt að sækja um að gerast símavinur og óska eftir að fá símavin.
3
AÐALFUNDUR 2018
BÚÐIN Á HÚSAVÍK Búðin á Húsavik er opin þriðjudaga og fimmtudaga á milli 16:00 og 18:00. Föstudaga á milli 10:00 og 12:00 og svo 1. laugardag í mánuði á milli 11:00 og 15:00
Aðalfundur Rauða krossins í Þingeyjarsýslu var haldinn 6. mars síðastliðinn. Tekin voru fyrir almenn aðalfundarstörf ásamt því að gerð var grein fyrir starfi hópa og farið yfir framkvæmda- og fjárhagsáætlun ársins 2018. Á fundinn mætti Helen Símonardóttir en hún er verkefnastjóri sjálfboðaliða og fræðslumála hjá Rauða krossinum á Íslandi og sagði hún frá sínu starfi. Hún kynnti sérstaklega námskeiðsvef Rauða krossins, namskeid.raudikrossinn.is. Þar geta allir náð sér í grunnþekkingu meðal annars á Skyndihjálp.
Búðin á Þórshöfn er opin á fimmtudögum frá 16:00 –18:00 og á laugardögum á milli 12:00 og 14:00
Starfið gengur í heild vel og talsverð virkni er í félaginu og mikil jákvæðni var á fundinum. Stjórn hvetur áhugasama til að kynna sér starfið frekar á facebook síðu félagsins eða hafa samband við starfsmann.
Fötin í búðinar eru send að sunnan og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
AÐVENTUSÖFNUN Í MÝVATNSSVEIT Dagana 5 - 19. desember s.l. setti leikskólinn Ylur í Mývatnssveit á laggirnar aðventusöfnun til styrktar Rauða krossinum. Í gegnum söfnunina söfnuðu börnin frjálsum framlögum þar sem þau m.a gegnu í hús með foreldrum sínum og söfnuðu frjálsum fjárframlögum. Einnig tóku börnin á móti fatagjöfum sem þau flokkuðu sjálf. Allir nemendur leikskólans tóku þátt í söfnuninni og eru þau á aldrinum 1 - 5 ára. Söfnunarátakið hófst á umræðum um söfnunarbaukinn sem staðsettur var í forstofu leikskólans. Rædd var félagsleg staða annara barna í heiminum og voru heimili fyrir munaðarlaus börn til umræðu. Þar sem vitsmunaþroski barnahópsins er ólíkur sökum aldurs var notast við myndir til að útskýra málefnið. Börnin fengu rými til þess að spyrja starfsfólk leikskólans spjörunum úr og voru þau mjög áhugasöm um málefnið. Barnahópurinn fékk fræðslu um það sem söfnunin þeirra myndi styrkja ogstyrkti leikskólinn barnastarf innan Rauðakrossins. Hér til hliðar má sjá hópinn afhenda fulltrúum Rauða krossins styrkinn.
STARFSMAÐUR Kristján Ingi Gunnarsson Viðvera í Nausti Húsavík Þriðjudaga 09:00-17:00 Netfang : kiddi@redcross.is Sími: 8623739
STJÓRN Formaður: Halldór Valdimarsson Gjaldkeri: Silja Jóhannesdóttir Ritari: Brynja Hjörleifsdóttir Meðstjórnendur:
• • • •
Arna Þórarinsdóttir Þórarinn Þórisson Inga Sigurðardóttir Ragnheiður Þórhallsdóttir
Varamenn; • Halla Rún Tryggvadóttir • Halldóra Gunnarsdóttir • Hanna Berglind Jónsdóttir • Kristín Heimisdóttir
Fylgstu með:
HÓPAR OG HÓPSTJÓRAR
• • • • •
Prjónahópur– Rannveig Benedikstdóttir Heimsóknarvinir– Sólveig Mikaelsdóttir Rauða kross búðin– Guðrún Margrét Einarsdóttir Áfallateymi– Unnsteinn Ingason Neyðarvarnir– Ingólfur Freysson
VELFERÐARSJÓÐIR - FULLTRÚAR RAUÐA KROSSINS Í ÞINGEYJARSÝSLUM : Velferðarsjóður Þingeyinga—Arna Þórarinsdóttir Velferðarsjóðurinn Von– Guðrún Margrét