Norðurhjari áfangastaðir stefnumótandi framkvæmdaáætlun2017

Page 1

Áfangastaðir á starfssvæði Norðurhjara:

Stefnumarkandi framkvæmdaáætlun Vinnuhópur Norðurhjara um áfangastaðaverkefnið vann árið 2013 áfangastaðaskýrslu, sem var endurskoðuð og uppfærð af sama vinnuhópi 2017. Eftirfarandi eru niðurstöður um forgangsröðun og framkvæmdaþörf á áfangastöðum á starfssvæði Norðurhjara. Tekin var afstaða til allra staða sem tilnefndir voru á svæðinu, alls 30. Forgangur 1A (röðun er landfræðileg frá vestri til austurs) Fjallahöfn: Vinsælt útskot á vegi 85, við Lónin vestast í Kelduhverfi, þar sem gaman er að skoða fugla og fara niður í fjöru. Nokkuð er um utanvegaakstur í sandinum, sem er til lýta. Framkvæmd: Rætt hefur verið við Vegagerðina sem tekur vel í að setja upp útskotsskilti og ganga þannig frá að ekki sé hægt að aka út af, til að forða náttúruspjöllum. Hagsmuna landeigenda verður gætt og þess að hægt sé að komast að ósnum ef þörf krefur. Upplýsingaskilti við Hraunin: Við gatnamót norðausturvegar (85) og vegarins um Hólssand (864), austan við Jökulsárbrú er áfangastaður sem Vegagerðin hefur útbúið. Skiltin eru að nokkru leyti úrelt, ásamt því að gróður er farinn að skyggja á vegmerki. Framkvæmd: Eftir viðræður við Vegagerðina ætlar Vegagerðin að fara yfir þessi skilti á næstunni og laga þau eftir ábendingum vinnuhópsins. Samráð verður haft við Vatnajökulsþjóðgarð. Naustárfoss / Valþjófsstaðafjara: Rétt við norðausturveg 85 í Núpasveit við Öxarfjörð er falleg sýn yfir Naustárfossinn sem fellur þar í sjó í fallegri fjöru. Mikið er um að fólk stoppi við Valþjófsstaðafjöru og keyri jafnvel niður í fjöruna og lendi í vandræðum. Framkvæmd: Finna ákjósanlegan stað fyrir bílastæði sem þjóni hvoru tveggja. Þá yrði sett upp merkið Áhugaverður staður, síðan gert útskot, í samstarfi við Vegagerðina og landeigendur. Snartarstaðanúpur: Frá Sléttuvegi (870) við Geitasand, norðan Kópaskers er þægileg og skemmtileg gönguleið á Snartarstaðanúp. Framkvæmd: Setja þarf upp gönguleiðarmerki við veginn í samráði við Vegagerð og landeigendur. Hólaheiði: Við gatnamót norðausturvegar (85) og Raufarnafnarvegar (874) þarf að gera bílaplan svo hægt sé að njóta norðurljósa, en þar er engin ljósmengun. Útskotið kæmi sér líka vel fyrir fólk á svæðinu sem sameinast í bíla á þessum gatnamótum. Framkvæmd: Vegagerðin er með málið í athugun. Flugvélarflakið við Sauðanes: Á gamla flugvellinum norðan við Sauðanesbæinn á Langanesi er flak af amerískri flutningavél sem hlekktist á í lendingu á kaldastríðsárunum. Aukinn áhugi ferðafólks á flugvélagarflakinu veldur átroðningi. Niðri við sjóinn er trappa yfir girðingu vegna gönguleiðar út í Grenjanesvita. Framkvæmd: Setja upp leiðbeiningaskilti við hliðið, færa tröppuna að hliðinu, bæta við annari tröppu nær vélinni, allt í samráði við landeigiendur og ábúendur.


Gunnarsstaðaás: Við norðausturveg (85) í Þistilfirði er útsýnisskífa uppi á Gunnarsstaðaásnum. Hún er illa merkt við veg 85. Bæta þarf bílastæði við skífuna uppi á ásnum og setja þar bekk. Framkvæmd. Vegagerðin ætlar að setja upp nýja merkingu fyrir ásinn á næstunni. Rætt verður við landeigendur um samstarf við bílastæði og bekk. Forgangur 1B (röðun er landfræðileg frá vestri til austurs) Grettisbæli: Áfangastaður við norðausturveg (85) undir Öxarnúpi í Öxarfirði. Þar er gönguleið upp í Grettisbælið í núpnum. Á upphafsstað vantar upplýsingaskilti. Klippa þarf gróður til að prílan yfir girðinguna sjáist. Einnig þarf að lagfæra og endurnýja stikur á gönguleiðinni. Fylgjast þarf með ágangi við bælið. Framkvæmd: Upplýsingaskilti endurnýjað, runnar klipptir og stikur lagfærðar í samráði við Vegagerð, landeiganda og Minjavernd. Síðar þarf að byggja tröppur og pall upp við bælið. Rauðinúpur: Rauðinúpur við Núpskötlu á Melrakkasléttu er fjölsóttur staður og umferð fer vaxandi. Þar þarf stærra bílaplan og salernisaðstöðu. Framkvæmd: Erfitt er fyrir Norðurhjara að vera ábyrgðaraðili að salerni. Finna þarf lausn á þessu máli við Rauðanúp eins og víðar annars staðar á landinu. Höskuldarnes: Á Melrakkasléttu skammt norðan Raufarhafnar má sjá tvo djúpa gígi eftir sprengjur sem varpað var úr þýskri flugvél á stríðsárunum nærri bænum Höskuldarnesi. Brot úr sprengjunni er geymt á Byggðasafninu á Snartarstöðum. (Sjá mynd.) Þarna þarf að koma upp fræðsluskilti og gera útskot á vegi 870, í samstarfi við Vegagerð og landeigendur sem eru áhugsamir. Þannig mætti tengja saman heimsókn á safnið og skoðun á vettvangi. Framkvæmd: Hanna og setja upp fræðsluskilti, gera útskot í samráði við Vegagerð og landeigendur. Stapi: Skammt frá Skeggjastöðum í Bakkafirði eru sérstakar náttúrusmíðar við ströndina, með miklu fuglalífi. Stutt ganga er frá vegi 85 út að Stapanum og út á klettanef þar við. Lítið útskot er við veginn. Styrkja þyrfti bílaplanið, setja þjónustumerki við veginn og stika gönguleiðina frá veginum. Framkvæmd: Byrjað verður á að setja upp þjónustumerki við veginn. Þá verður gönguleiðin stikuð og bílaplanið styrkt. Síðar hannað og sett upp fræðsluskilti um fugla og jarðfræði. Allt í samstarfi við Vegagerð, landeigendur, nágranna og Fuglastíg á norðausturlandi. (Þjónustuskilti = Athyglisverður staður, fuglaskoðun, P- bílastæði)

Forgangur 1C (röðun er landfræðileg frá vestri til austurs) Snartarstaðir II: Við Sléttuveg (870) á móts við bæinn Snartarstaði II, skammt sunnan Kópaskers hefur listakona komið fyrir skemmtilegum listaverkum. Mikið er um að bílar stoppi við Snartarstaði II og skoði fuglahræðurnar og það getur myndað hættur. Framkvæmd: Athuga gerð útskots við veginn, til að tryggja öryggi.


Hafnargarður Þórshöfn: Nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn unnu 2012 verkefnið Göngustígur lagður út hafnargarðinn á Þórshöfn í samkeppni Landsbyggðarvina. Talsverð ásókn er meðal ferðamanna og annarra að klöngrast að mynni hafnarinnar eftir stórgrýttum hafnargarðinum, og því ljóst að göngustígurinn yrði mikil lyftistöng fyrir staðinn, eykur aðdráttarafl hans og lengir dvalartíma ferðamanna. Framkvæmd: Norðurhjari hvetur til framkvæmdarinnar, yrði stuðningsaðili ef af yrði, ekki framkvæmdaaðili. Digranesviti við Bakkaflóa: Gönguleiðin frá þorpinu í Bakkafirði út í Digranesvita er auðveld og sérstök. Bæjarstæðið í Steintúni sem gengið er um er mjög fallegt og vitinn stendur á afar sérstökum stað. Brúin yfir bæjarlækinn í Steintúni er orðin hrörleg og ótrygg. Framkvæmd: Gera við eða endurnýja brúna í samstarfi við landeigendur.

Forgangur 2 (röðun er landfræðileg frá vestri til austurs) Útskálar: Húsið Útskálar er eitt af fyrstu íbúðarhúsunum sem byggð voru á Kópaskeri. Þar er góður útsýnisstaður. Útskot er til staðar, en setja þyrfti upp fræðsluskilti. Framkvæmd: Hanna og setja upp skilti, í samstarfi við hús- og landeigendur. (Fuglastígur / Norðurþing stefnir á að byggja náttúru- og fuglaskoðunarskýli.) Blikalónsdalur: Blikalónsdalur er sigdalur sem gengur inn alla Melrakkasléttu utan frá sjó. Á Sléttuvegi (870) við dalsmynnið er vinsæll áfangastaður. Þar þyrfti að vera fræðsluskilti og bílaplan. Framkvæmd: Gera bílaplan, hanna og setja upp fræðsluskilti í samstarfi við Vegagerðina og landeigendur. Hraunhafnartangi: Yst á Melrakkasléttu, nyrstu strönd landsins stendur Hraunhafnarviti á Hraunhafnartanga. Staðurinn á sér mikla sögu, m.a. er þar dys Þorgeirs Hávarssonar sem féll þar í orrustu og sagt er frá í Fóstbræðrasögu.. Framkvæmd: Endurnýja þarf upplýsingaskilti. Höfðinn við Raufarhöfn: Vinsæll útsýnisstaður við vitann á Höfðanum sem ekið er að. Staðurinn tengist gönguleið um Höfðann. Engar upplýsingar, skilti eða aðstaða er á staðnum. Framkvæmd: Hanna og byggja útsýnispall og bekk, setja upp útsýnis- og upplýsingaskilti. Óttar: Gönguleiðin á fjallið Óttar eða Óttarshnúk í Þistilfjarðarfjallgarði er stikuð, en lagfæra þyrfti stikurnar eða hlaða upp vörður. Einnig merkja betur við veginn yfir Öxarfjarðarheiði. Einnig væri gott að setja upp fræðsluskilti. Framkvæmd: Rætt hefur verið við Vegagerðina sem vill ekki setja merkingu við veginn yfir Öxarfjarðarheiði í forgang, en hann er aflagður.


Frakkagil: Sögustaður vestast í Þistilfirði, inni á veginum um Öxarfjarðarheiði. Vísa þyrfti á staðinn og segja söguna á skilti. Framkvæmd: Setja upp skilti við veginn sem vísar á staðinn, stika leiðina, hanna og setja upp fræðsluskilti við gilið, allt í samstarfi við Vegagerðina, landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Lambanes: Á Lambanesi á Langanesi á móts við bæinn Ytra Lón stendur fuglaskoðunarhús við afar næringarríka fjöru þar sem hafast við fjöldi fugla og umferðarfuglar hafa viðdvöl snemma á vorin. Falleg og aðgengileg sandfjara er beggja vegna við nesið. Útbúa þarf bílastæði við veginn á móts við húsið, þaðan sem hægt er að komast óséður í húsið, án þess að styggja fugla. Framkvæmd: Gera bílastæði í samráði við landeigendur og Vegagerðina. Gunnólfsvíkurfjall: Eftirsóknarvert er að komast upp á Gunnólfsvíkurfjall vegna mikils útsýnis. Vegurinn upp á fjallið er lokaður með keðju í u.þ.b. 200 m hæð en fjallið er rúmir 700 m. Vinna þarf í að fá betra aðgengi á fjallið, a.m.k. að keðjan verði færð ofar. Einnig þyrfti að setja upp fræðsluskilti. Framkvæmd: Ræða við Landhelgisgæsluna sem fer með málefni ratsjárstöðvarinnar. Síðar hanna og setja upp fræðsluskilti í samstarfi við hagsmunaaðila. Gamla höfnin Bakkafirði: Gamla höfnin á Bakkafirði geymir mikla sögu sem segja þyrfti á söguskilti. Um leið þyrfti að bæta öryggisatriði. Framkvæmd: Hanna og setja upp söguskilti í samstarfi við hagsmunaaðila.

Forgangur 3

(röðun er landfræðileg frá vestri til austurs)

Ferjubakki: Í brekkunni austan við Jökulsárbrú er mikið um að bílar stoppi til að horfa yfir ána og umhverfið, án þess að þar sé nokkur ásættanleg aðstaða. Framkvæmd: Ekki er talið rétt að fara þarna í framkvæmdir en Vegagerðinni hefur verið bent á mikla hættu sem af þessu stafar. Þangbrandslækur: Þangbrandslækur milli Lundar og Skinnastaðar í Öxarfirði ber með sér gamla og merkilega sögu. Útskot myndi þýða mikið rask og liggur ekki vel við höggi, yrði jafnvel á hættulegum stað. Framkvæmd: Ekki unnið í málinu að sinni. Hallveigarlundur: Við veg 85 við Presthólalón í Núpasveit við Öxarfjörð, nærri gatnamótun Sléttuvegar og Hólaheiðar hefur Vegagerðin gert gott útskot. Uppi á ásnum skammt frá hefur listakonan Yst sett upp listaverk. Inni í hrauninu skammt frá er skógarlundur sem nefndur er Hallveigarlundur. Tekist hefur að að tengja allt þetta saman. Framkvæmd: Síðar að hanna og setja upp upplýsingaskilti í lundinum. Meyjarþúfa: Á Melrakkasléttu er skemmtileg saga um Meyjarþúfu og atburði sem gerðust þar. Aðkoman er ekki greinileg. Framkvæmd: Sett í bið, ef til vill er hægt að segja söguna annars staðar.


Geirlaug: Hnjúkurinn Geirlaug er í Viðarfjalli vestast í Þistilfirði. Á Viðarfjalli er fjarskiptamastur og mannvirki því tengt. Þarna þyrfti betri merkingu og að stika leiðina. Tengja mætti saman gönguleið í Frakkagil, á Óttar og á Viðarfjall/Geirlaugu. Framkvæmd: Stika gönguleið og setja upp merkingar ef leyfi fæst frjá Fjarskiptastofnun, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Rauðanes: Gönguleiðin um Rauðanes í Þistilfirði er vinsæl og þekkt. Leiðin er stikuð og við upphafsreit er yfirlitsskilti. Staðurinn er í góðu lagi. Framkvæmd: Helst að þyrfti að setja upp skilti sem vísar á salerni. Djúpilækur: Fært úr forgangi 2 → í forgang 3 Við eyðibýlið Djúpalæk í Bakkafirði hafa ættingjar Kristjáns frá Djúpalæk komið upp minnisvarða um skáldið á útskoti við veginn. Þetta er skemmtilegur staður og góður grunnur. Seinna mætti hugsa sér skilti meiri upplýsingum. Framkvæmd: Ekki meira að sinni, síðar að hanna og setja upp upplýsingaskilti QR-kóða í samráði við alla hagsmunaaðila.

September 2013 / Desember 2017


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.