SJÁVARAFL
Rauðátan rannsökuð
Ágúst 2015 4. tölublað 2. árgangur
Loftskeytamaðurinn Kjartan Bergsteinsson
Sanngjarnt kvótakerfi
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Sátt um kvótakerfið Þorkell Helgason, áhugamaður um sanngjarnt kvótakerfi. 6 Innsend grein Stutt grein um kvótakerfið, hver er lausnin þar sem allir eru sáttir? 8 Dagur þorksins í Húsi sjávarklasans Verkstjórnarfundur Sjávarklasans í janúar 2016 Nýsköpun í sjávarútvegi eflist. 10 Harðfiskur eins og hann gerist bestur Fiskverkun Finnboga J Jónassonar heldur í hefðirnar 12 Makrílfrumvarpið „Kvótasetning átti ekki að koma neinum á óvart“ 16 Loftskeytamaðurinn Kjartan Bersteinsson „Stundum var maður heppinn og gat bjargað fólki“ 22 Rauðátan rannsökuð 26 Lækning í stað hjálpartækja Hættuminna að fara í laseraðgerð en að nota snertilinsur 28 Uppskrift Austurlensk fiskisúpa 30 Hin hliðin Gerog Helgi Seljan Jóhannson
Útgefandi: Sjávarafl ehf. Grandagarði 16, 101 Rvk. Sími: 846 1783 / 899 9964 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir. hildur@sjavarafl.is Blaðamaður: Sigrún Erna Geirsdóttir sigrun@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Tölvupóstur: hallo@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson Prentun: Prentment ehf.
2
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Hér er makríll, um makríl
E
ins og öll síðustu sumur eftir að ég fluttist í borgina þá á ég það til að vera ansi dugleg að flækjast á eyjuna mína fögru í suðri meðan sandhöfnin góða er opin. Stoppa þar reglulega í einhverja daga eða jafnvel hoppa bara yfir í kvöldmat til mömmu og pabba þegar ég nenni ekki að elda (sem er gerist alltof oft) og aftur til baka. En núna í sumar var annað upp á teningnum og endaði ég þar í tæpa tvo mánuði. Ástæðan var sú að ég fékk þá glimrandi hugmynd að nú skyldi pjattrófan á pinnahælunum drífa sig í gúmmístígvélin, á makrílvaktir hjá Ísfélaginu í sumarfríinu sínu og kynnast aðeins frystihúsavinnunni. Fyrsta vaktin rann upp og skrifstofukerlinginn ég mætti eldhress í “skíta” gallanum með peltor á hausnum og bleiku gervineglurnar mínar í höfuðstöðvar Ísfélagsins tilbúin í tólf klukkutíma næturvakt. Ég man að ég hugsaði með mér; það getur nú ekki verið erfitt að standa nætuvakt þar sem að ég hef nú alltaf verið nokkuð mikill næturbröltari og minn háttatími er yfirleitt á þeim tíma sem móðir mín er farin að huga að fótaferð. Þegar vaktin byrjaði var ég græjuð og sett í sjóstakk, stígvél og hanska sem voru tjaaa nokkrum númerum og stórir á mig og mér skellt inn í vinnslusal þar sem að makrílinn þeyttist úr öllum áttum. Tíminn leið og ég kynntist þarna mörgum stærðum og gerðum af makríl, sumum var ég jafnvel búin að gefa nafn og kennitölu. Þegar líða fór á nóttina tók svo tímabilið við þar sem ég hélt að tíminn væri farin að fara afturábak, þá var þreytan heldur betur farin að taka yfirhöndina og ég hélt svei mér þá að ég myndi ekki hafa þetta af. En klukkan sló loksins sjö um morguninn og ég hálf skreið ég út úr vinnslusalnum, haltrandi, með bakverki, búin að drekka fimm lítrum of mikið af orkudrykkjum og leið eins og ég væri búin að vera vakandi í viku. Tilfinningin að leggjast upp í rúm var jafn góð og þegar maður skríður upp í á mánudagsmorgni eftir þjóðhátíð. En viti menn, svefnin var ekki eins góður því við tók átta klukkustunda makrílvinna í draumalandinu, já makríllinn kom með mér alla leið þangað! En vaktirnar liðu og áður en ég vissi af var mér farið að hlakka til að mæta á næstu vakt. Ég fílaði þetta í botn og fannst fátt orðið skemmtilegra en að vippa mér í gallann og stígvélin og arka inn í sal. Þetta var allavega ansi skemmtileg tilbreyting frá því að sitja við tölvuna allan daginn. Það sem stendur þó upp úr þessari skemmtilegu reynslu var fólkið. Fólkið sem er þarna vakt eftir vakt, ár eftir ár og jafnvel áratug eftir áratug. Það heyrðist ekki í þeim að þau væru þreytt eða illt í bakinu ,eins og í skrifstofustelpunni, enda var maður fljótur að átta sig á því að vera ekki að þessu kvarti. Virðinginn mín fyrir frystihúsa fólki nær út í það óendanlega. Nú bíð ég bara spennt eftir næsta sumarfrí sem ég mun að sjálfsögðu eyða í frystihúsi og hver veit nema maður skelli sér bara á síldavaktir næst.
Sædís Eva Birgisdóttir Ritstjóri Sjávarafls
Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu. Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Nuuk Grænland
Ísafjörður
St. Anthony
Ísland
NL, Kanada
Grundartangi
Akureyri Ísland
Ísland
Reyðarfjörður
REYKJAVÍK
Ísland
Ísland
Portland Maine, Bandaríkin
Halifax NS, Kanada
Argentia NL, Kanada
Boston
Vestmannaeyjar
Sortland
Ísland
Noregur
Klaksvík
MA, Bandaríkin
Tromsø
Hammerfest
Noregur
Noregur
Båtsfjord Noregur
Færeyjar
TÓRSHAVN
Kirkenes Noregur
Færeyjar
Tvøroyri
Sandnessjoen
Færeyjar
Noregur
Murmansk
Ålesund
Scrabster
Rússland
Noregur
Skotland
Måloy Noregur
Bergen
Aberdeen
Noregur
Skotland
Stavanger Noregur
Fredrikstad Noregur
Grimsby England
Immingham
Helsinki
Halmstad
England
Århus
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Swinoujscie
ROTTERDAM Holland
Vigo Spánn
Porto
Portúgal
Lisbon Portúgal
Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is
Velsen
Pólland
Riga
Holland
Hamburg Þýskaland
Lettland
Szczecin Pólland
Gdynia
Klaipeda
Pólland
Litháen
St. Petersburg Rússland
SKOÐUN Þorkell Helgason, áhugamaður um sanngjarnt kvótakerfi
Öllum til hagsbóta að ná sáttum við þjóðina
V
art er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og fiskistofnum. Takmörkun á veiðinni getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar telja að aflakvótakerfi sé skilvirkasta aðferðin í því skyni. Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn, að mati greinarhöfundar. Því hefur útgerðin ekki getað notið til fulls kosta kvótafyrirkomulagsins og eilíft búið við óvissu um framtíð þess. Ástæðan er sú að það skortir siðferðilegan grundvöll undir kvótakerfið, grundvöll sem bæði þjóðin og þeir sem að sjávarútvegi starfa geta við unað. Makrílmálið angi af sama meiði Í vor leið var lagt fram stjórnarfrumvarp um úthlutun makrílkvóta með því nýmæli að kvótum skyldi ekki lengur úthlutað til eins árs í senn án frekari skuldbindinga. Í þess stað skyldi úthlutunin vera ótímabundin nema hvað stjórnvöld gætu afturkallað hana, en til þess þurfi sex ára aðdraganda. Eigi að segja ákvæðinu upp þurfi því meiri hluti á Alþingi að vera sama sinnis í tvö ef ekki þrjú kjörtímabil í röð. Það væri því jafnvel erfiðara að afturkalla makrílúthlutunina en að breyta sjálfri stjórnarskránni. Hrundið var af stað undirskriftasöfnun til að hindra framgang þessa máls og skrifuðu yfir 53 þúsund kjósendur undir áskorun til „forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Fjöldi þeirra sem skrifaði undir eru um 22% kosningabærra manna í landinu. Makrílfrumvarpið var ekki smámál um smáan fisk heldur kynni það að ryðja brautina að endanlegri einkavæðingu fiskimiða við Íslandsstrendur. Því
var frumvarpið ógæfuspor. Sjávarútvegsráðherra hlustaði á rökin og dró frumvarpið til baka, enda mun það ekki hafa verið ætlun hans að festa makrílúthlutunina í sessi, heldur hið gagnstæða. Fyrir þetta á hann hrós skilið. Siðlegur grunnur kvótakerfisins Nú þarf að vinna að varanlegri lausn sem tryggir gott kvótakerfi, en þá verður ekki undan því vikist að stjórnarskrárbinda ákvæði um raunverulega þjóðareign á sameiginlegum auðlindum; tryggja jafnræði í aðgengi að þeim og eðlilegt gjald fyrir afnot þeirra. Ekki er sanngjarnt að innkalla kvótana fyrirvaralaust. Það er til millileið sem í senn tryggir fyllstu hagkvæmni, stóreykur jafnræði í aðgangi að veiðunum og veitir núverandi útgerðum og þar með kvótahöfum eðlilega aðlögun um leið og tekið er tillit til forsögunnar. Þessi leið hefur lengi legið fyrir. Í henni er gengið út frá núverandi stöðu, þ.e.a.s. þeirri að kvótarnir eru, þegar af stað er lagt, í höndum tiltekinna útgerða. Aflahlutdeildum er síðan endurúthlutað nær óbreyttum frá ári til árs en þó skertar lítillega í hvert sinn, segjum 8% á hverju ári. Þau 8% eru síðan seld á opinberu uppboði og lúta sömu skerðingarákvæðum. Þeir sem vilja hefja útgerð geta því aflað sér kvóta á þessum uppboðsmarkaði. Þeir sem fyrir eru og vilja halda sínum hlut óskertum þurfa árlega að kaupa það sem nemur skerðingunni. Sýna má fram á með hefðbundnum núvirðisreikningum að þessi leið fetar þann meðalveg að núverandi kvótahafar og þjóðin skipta á milli sín verðmæti aflahlutdeildanna nokkurn veginn til helminga. Það sem meira er þá ætti útgerðin að vera betur sett með slíkt kerfi en pólitískt ákvarðað veiðigjald á grundvelli hæpinna útreikninga og sífellda óvissu um framtíð alls kerfisins. Pólitísk verðlagning gæða heyrir til sögu haftáranna um og upp úr miðri s.l. öld en er nú tímaskekkja sem stingur í stúf við þann markaðsbúskap sem vel hefur reynst.
Í huga greinarhöfundar er ekki aðalatriðið hvort slíkt kerfi skilar eiganda fiskauðlindarinnar, þjóðinni, meiru eða minna í vasann en núverandi veiðigjöld, heldur það að jafnræði sé komið á og markaður en ekki pólitík ákvarði hvert afnotagjaldið skuli vera. Um leið er sanngjarnt að sá auðlindaarður, sem þannig er innheimtur, renni a.m.k í byrjun í mestum mæli til þeirra byggða þaðan sem útgerð er stunduð. Þar má nota féð til að styrkja búsetu með ýmsum hætti. Þetta er betri leið en flókin útfærsla byggðakvóta, löndunarkvaða eða annarra kúnsta í margslungnu kerfi. Niðurstaðan er sú að festa þarf kvótakerfið í sessi sjávarútveginum og þjóðinni til hagsbóta. En þetta verður aðeins gert þannig að fólki finnist ekki að verið sé að afhenda verðmæti til meintra útvalinna án eðlilegs endurgjalds. Markaðsfyrirkomulag er hlutlaus leið að þessu marki.
"Ekki er sanngjarnt
að innkalla kvótana fyrirvaralaust.
Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
4
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
ENNEMM / SÍA / NM70389
Þjónusta við fyrirtæki
Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.
Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.
Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.
Hallgrímur Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka á Ísafirði.
Þekking sprettur af áhuga.
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
SKOÐUN Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdarstjóri SFS
Ánægjulegar fréttir af sjó og landi
S
jómennska er krefjandi og erfitt starf sem útheimtir fleiri fórnir af fólki en flest önnur störf gera. Þannig metur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sjómennsku hættulegasta starf í heimi. Í skýrslu stofnunarinnar frá árinu 2009 sagði meðal annars að af þeim 15 milljónum sem stundi sjómennsku í heiminum láti um 24 þúsund manns lífið árlega í vinnuslysum. Þetta þýðir að dánartíðni sjómanna er hærri en meðal námaverkamanna og skógarhöggsmanna.
og viðhorfsbreytingu til öryggismála um borð í skipunum. Einnig hefur aðbúnaður um borð sífellt orðið betri.
Í ljósi þessara skelfilegu staðreynda fyllist maður enn frekari ánægju við að sjá niðurstöður á borð við þær sem birtust í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu. Niðurstöðurnar sýndu meðal annars að 90 prósent sjómanna eru ánægðir í starfi. Í frétt frá Samgöngustofu sagði einnig að niðurstöðurnar sýndu að miklar framfarir hafa orðið frá fyrri könnunum í öryggismálum sjómanna og hefur slysum og óhöppum fækkað jafnt og þétt. Því megi þakka bættum skipakosti, aukinni menntun sjómanna
Þá miklu reynslu, þekkingu og árangur sem stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja og stofnanna sem þeim tengjast þarf nú að nýta til að draga úr slysum í fiskvinnslum. Það eru alvarleg tíðindi fleiri slys séu skráð þar en áður var. Um leið eru þetta samt viss gleðitíðindi því þetta sýnir eflaust líka að skráningar hafa batnað og menn taka því ekki sem gefnum hlut að slys verði þótt aðstæður séu varasamar. Við þurfum að taka þessum upplýsingum alvarlega og vinna af festu að því að bæta aðstæður og öryggi landverkafólks.
6
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Tölfræði um slys við sjómennsku sem og niðurstöður könnunar Samgöngustofnu sýna að hugarfarsbreyting þegar kemur að forvörnum og vinnuvernd getur lyft grettistaki. Vinnuvernd og öryggismál eru verkefni sem sífellt þarf að huga að, þetta er verkefni sem aldrei tekur enda, það tekur sífellt á en ef að vel er að því staðið getur árangurinn orðið stórkostlegur.
"Niðurstöðurnar
sýndu meðal annars að 90 prósent sjómanna eru ánægðir í starfi.
+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*
kr.
24.900
pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017
- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Nýsköpun í sjávarútvegi eflist Mikil fjölgun er um þessar mundir á nýsköpunarfyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. Ein vísbending um það er að á listum yfir nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi voru um það bil 5% fyrirtækjanna sem tengdust hafinu á einhvern hátt en á nýjustu listum yfir nýsköpunarfyrirtæki er hlutfallið orðið 10-15%. „Samkvæmt okkar upplýsingum eru um 40 nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð hafa verið á síðustu 3 árum sem vinna úr ýmsum hugmyndum sem tengjast hafinu,“ segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans og bætir við: „Ég er sannfærður um að aldrei áður hefur viðlíka fjöldi fyrirtækja verið stofnaður í tengslum við hafið. Engin ein skýring er á þessari miklu aukningu. Þó má benda á að fyrirtæki á þessu sviði hafa fengið meiri umfjöllun í fjölmiðlum á undanförnum árum. Þá hefur orðið vakning í sjávarútvegi fyrir þeim tækifærum sem felast í fullvinnslu og aukinn skilningur á mikilvægi þróunarstarfs eins og hjá Matís,Nýsköpunarmiðstöð, háskólum og víðar. Þór segir að Hús sjávarklasans hafi sannað gildi sitt sem suðupottur hugmynda og vettvangur fyrir nýsköpunarfyrirtæki til að vinna meira saman. Hann segir að um 25 nýsköpunarfyrirtæki hafi nú þegar notað aðstöðu í frumkvöðlasetri Húss sjávarklasans. Sum séu útskrifuð og hafi stækkað við sig en önnur séu enn í vöruþróun. „Þetta frumkvöðlasetur hefur hjálpað mikið til og létt undir með litlum fyrirtækjum, sem hafa ekki þurft að íþyngja
Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans Hinn 24. september næstkomandi hyggst Hús sjávarklasans efna til “Dags þorsksins”. Stefnt er að því að kynna í húsinu alla starfsemi sem tengist þorskinum með sérstakri áherslu á fullvinnslu þorsksins og þá íslensku tækni sem komin er fram til að ná sem mestum gæðum þorsksins. Hús sjávarklasans verður opnað almenningi sem gefst fólki kostur á að kynna sér framleiðendur ólíkra afurða á borð við matvæli, snyrtivörur, heilsubótarefni og tískuvörur úr þorskinum. Haft hefur verið samband við forráðamenn grunnskóla og skólunum boðið að senda nemendahópa til að heimsækja Hús sjávarklasans og kveikja vonandi áhuga nemenda á sjávarklasanum. Þá munu tæknifyrirtæki jafnframt sýna hvernig íslensk tækni hefur stóraukið verðmæti fisksins á undanförnum árum. Samhliða opinni dagskrá í Húsi sjávarklasans munu verða kynntar opinberlega úttektir Íslenska sjávarklasans á verðmæti þorsksins fyrir efnhagslífið og hvaða tækifæri Íslendingar hafa til að ná enn betri árangri. Bakhjarlar Dags þorsksins eru Marel, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Þorbjörn, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Skinney Þinganes.
8
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
sér á fyrstu árunum með dýru húsnæði. Þau hafa komist inn í tengslanet Sjávarklasans og mörg náð fínum árangri.“ Frumkvöðlasetrið hefur verið stutt af Mannviti, Eimskip,Icelandair Cargo og Brim. En er eitthvað sem einkennir nýsköpunarfyrirtækin? Þór segir að fyrirtækin séu af ýmsum gerðum. „Í þessum hópi eru nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að fullvinnslu sjávarafurða bæði sem heilsuefni og lyf. Í mörgum tilfellum er verið að meira en hundraðfalda verðmæti afurða. Við erum með gríðarleg tækifæri í að umbreyta okkar náttúrulegu afurðum í lyf og heilsuefni,“ segir Þór. Þá segir Þór að allmörg fyrirtæki hafi komið fram sem einblíni á þörunga, þjónustu við fiskeldi, tækninýjungar í fiskvinnslu, neytendavöru o.fl. „Áskorunin framundan er að gera þessi nýsköpunarfyrirtæki klár fyrir fjárfesta þannig að þau geti fjármagnað vöruþróun og vöxt. Mér finnst góð stemming á meðal fjárfesta að koma að spennandi fyrirtækjum. Nú þarf bara að tengja þessa aðila enn betur saman,“ segir Þór. „Miðað við umfang haftengdra greina hérlendis þá er langt í land með að hlutfall sprotafyrirtækja í haftengdum greinum sé jafn hátt og það getur orðið. Það eru mörg vannýtt tækifæri í þessum greinum og við eigum hiklaust að stefna að því að ávallt sé að minnsta kosti fjórðungur sprotafyrirtækja á Íslandi sem tengjast hafinu á einhvern hátt. Þar höfum við sérþekkingu, gott orðspor erlendis og mikla reynslu.“
Verkstjórafundur Sjávarklasans í janúar 2016 Í undirbúningi er fjórði verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans en þessir fundir hafa verið vel sóttir undanfarin ár. Verkstjórafundir klasans komu þannig til að Einar Lárusson hjá Þorbirni lagði til að klasinn efndir til verkstjórafundar. Einar sagði að það vantaði tengslanet milli yfirmanna fiskvinnsla. Sá vettvangur hafði verið til og nýttist fólki til að kynnast betur og geta þannig eflt þekkingu. Tilgangur verkstjórafundanna er fyrst og fremst að efla samstarf þeirra sem fremst standa í fiskvinnslu í landinu og bæta þannig gæði. „Áherslan á næsta fundi verður meira á stjórnun og erum við að fá reynda stjórnendur til að segja frá reynslu sinni af stjórnun og leiðtogahlutverki“, segir Eyrún Huld Árnadóttir viðburðastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum. Þá verða einnig kynntar ýmsar tækninýjungar fyrir fiskvinnslur, nýjar vörur úr fiskafurðurm sem komið hafa á markað á árinu o.fl.
MIKIÐ ÚRVAL AF SUMARVÖRUM Í STÆRÐUM S-9XL
SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 SMÁRALIND XL 5650304
Fiskverkun Finnboga J Jónassonar heldur í hefðirnar
Harðfiskur eins og hann gerist bestur
H
arðfiskur hefur verið í miklu uppáhaldi meðal Íslendinga allt frá fyrstu tíð. Harðfiskur er þó ekki bara harðfiskur og hefur vestfirski harðfiskurinn frá Fiskverkun Finnboga þótt með eindæmum góður. Ástæðu þess má telja að þar er fiskurinn enn þurrkaður með gamla laginu.
og austur undir Reykjafjarðarál. Aðspurður um hvernig hefði fiskast í sumar sagði Gulli að það hefði verið mikið um brælur. „Það hefur verið leiðindatíð og að ég held bara með verri sumrum! Sumarið byrjaði auðvitað mjög seint, ekki fyrr en um miðjan júní og verið slæmt síðan með kulda fram eftir öllu. Það hefur samt fiskast ágætlega, maður kvartar ekki undan því.“
Fiskurinn þurrkaður úti Ein rótgrónasta harðfiskverkun landsins, Fiskverkun Finnboga, er staðsett á Ísafirði og fagnar hún 30 ára starfsafmæli í ár. Við tókum Gunnlaug Finnbogason, núveranda eiganda fyrirtækisins tali. „Upphafið var að pabbi keypti hjall á Eyrarhlið og fór að herða smávegis. Það var svo um 1985 að hann fór alfarið út í þetta og keypti svo nokkrum árum seinna annan hjall í Arnardal. Það var svo árið 2009 sem ég kaupi fyrirtækið af honum og tek við,“ segir hann. Hjá Fiskverkun Finnboga eru framleidd milli 10 og 11 tonn af harðfiski á ári og skiptist framleiðslan nokkuð jafnt milli ýsu og steinbíts auk þess sem eitthvað er verkað af þorski. Allur fiskur er handflakaður og að því loknu er honum dýpt í saltpækil áður en farið er með hann út í hjall þar sem hann er hengdur upp á rár þar sem vindurinn fær að þurrka hann í mánuð. Þá er hann tekinn niður og fluttur í hús þar sem hann er fullþurrkaður í 3-4 daga. „Til þess að sjá hvort fiskurinn er tilbúinn prófum við að brjóta hann og þegar hann er farinn að brotna vel er hann orðinn ágætur. Maður verður að passa að fiskurinn þorni ekki of mikið því fólk er ekki hrifið af því ef hann molnar um of,“ segir Gulli. Þegar fiskurinn er tilbúinn er hann settur í kassa og síðan er honum pakkað eftir þörfum. Boðið er upp á fjórar pakkningar; 200gr, 400gr, 500gr og 1kg. Það er þó hægt líka að fá hjá þeim meira magn, ópakkað. Þar sem of hlýtt er á sumrin svo hægt sé að þurrka úti er aðallega pakkað á sumrin og harðfiskurinn svo settur í frysti þar til hann fer í verslanir. Hægt er að nálgast harðfiskinn vestfirska um land allt, t.d í verslunum Víðis, í Kolaportinu og hjá Samkaup.
Einstök hollustuvara Hollusta harðfisksins er mikil og má segja að harðfiskurinn sé nánast hreint prótín. Sýna rannsóknir, t.d frá Matís, að fiskurinn hefur um 80-85% próteininnihald og er afar næringarrík fæða. Harðfiskurinn er unninn úr nýju og fersku hráefni en vegna þurrkunarinnar geymist hann líka afar lengi. „Harðfiskurinn er auðvitað alveg náttúruleg vara og því miklu betri kostur en prótínduft,“ segir Gulli sem segist aldrei fá leið á honum sjálfur. Misjafnt sé þó hvort hann fái sér steinbítinn sem sé bragðmestur eða ýsuna sem er ögn bragðminni. Þorskurinn hefur svo minnsta bragðið. Oft finnst fólki harðfiskur vera dýr en yfirleitt gerir það sér ekki grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki eða hversu mikið þarf af fiski til að búa til eitt kíló af harðfiski. „Staðreyndin er sú að það þarf 11kg af óslægðri ýsu, eða 5kg af flökum, til að gera 1kg af harðfiski. Nýtingarhlutfallið er ekki nema 9%, það er ekki meira,“ segir Gulli.
Góð veiði þrátt fyrir brælur Harðfiskverkunin er með tvo hjalla og er sá í Arnardalnum aðalhjallurinn enda má setja þar inn 30 tonn af fiski sem er tvöfalt meira en fer í hinn. „Hann er líka betur staðsettur, þar er meiri vindur en þó skefur snjóinn vel frá honum svo við erum mjög ánægðir með hann,“ segir Gulli. Fyrirtækið á einn bát, Norðurljós, sem er á færi á sumrin og selur aflann á markað. „Þetta er 10 tonna bátur frá Knörr en við erum bæði búnir að lengja hann og breyta talsvert þannig að hann er orðinn ansi góður,“ segir Gulli sem tekur einn og einn túr þótt aðallega sjái Grímur bróðir hans um að fiska. Línumiðin eru út af Deild, Rit og Straumnesi og færamiðin út frá Nesdýpi
10
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Áhugaverð tækifæri erlendis Gulli segist ánægður með lífið og tilveruna. Harðfiskvinnslan sé áhugaverð og sérstaklega sé gaman að vera í þessu í mars og apríl þegar steinbítsvertíðin stendur yfir og mikið að gera. „Það er gaman að sjá hjallana fulla og þegar tíðin er góð kemur fiskurinn vel út.“ Þótt harðfiskurinn að vestan fari allur á innanlandsmarkað í dag útilokar Gulli ekki að það gæti breyst. „Maður hefur stundum verið að velta fyrir sér hvort við ættum að auka framleiðsluna og fara að flytja þetta út. Það eru markaðir í Noregi, Færeyjum og Grænlandi svo þetta gæti verið áhugavert. Það liggur ekkert fyrir í þessum efnum en þetta gæti verið spennandi.“
Gunnlaugur Finnbogason á færaveiðum
Harðfiskhjallur Arnardal
Harðfiskur í verslun Víðis
Baddó með nýbarin steinbít
rsf.is
Uppboðskerfi fiskmarkaða á Íslandi er einstakt í veröldinni. Það vekur athygli langt utan landsteinanna, enda eina rafræna uppboðskerfið sem tekur til allra seljenda og kaupenda fisks í einu landi.
Reiknistofa fiskmarkaða
Iðavellir 7
| 232 Reykjanesbær | rsf@rsf.is | Sími 420-2000
Smábátamenn almennt sáttir við makrílfrumvarpið
„Kvótasetning átti ekki að koma neinum á óvart“ Sigrún Erna Geirsdóttir
V
ið tókum tvo skipstjóra og útgerðarmenn tali og spurðum þá út í álit þeirra á makrílfrumvarpstillögum sjávarútvegsráðherra frá því í vor.
Að grípa gæsina þegar hún gefst Unnsteinn Þráinsson, skipstjóri á Sigga Bessa frá Hornafirði: „Ég er sáttur enda get ég ekki verið neitt annað. Ég fékk um 300 tonn sem kemur til vegna 5% álags fyrir frumkvöðla, við erum svo fáir sem byrjuðu svo það munar um það. Hvað kvótamagnið sjálft varðar þá held ég reyndar að makrílkvótinn sé í hámarki núna og muni svo minnka.“ Mikið heyrðist í vor um óánægju smábátamanna vegna makrílfrumvarpsins og þótti mörgum að sér vegið. Er það álit Unnsteins að menn séu almennt ósáttir? „Það heyrist alltaf hæst í þeim sem eru óánægðir meðan lítið heyrist frá hinum. Ég veit að margir eru sáttir við þessar hugmyndir enda fengu menn í raun þokkalega úthlutað. Auðvitað eru einhverjir í þeirri stöðu að sitja eftir með sárt ennið, dýran búnað og lítinn sem engan kvóta en sannleikurinn er sá að sumir sátu einfaldlega of lengi í sófanum og voru of lengi af stað. Menn þurfa að grípa gæsina þegar hún gefst. Ég skil þessa menn samt fullkomlega, ég hef sjálfur lent í þessu og misst af tækifærinu en það er ekki við neinn annan að sakast en mann sjálfan. Það lá í loftinu í 2-3 ár að þetta yrði kvótasett og það á ekki að koma neinum á óvart að svo verði.“ Kerfið liggur undir rangri sök Hvað úthlutunartíma kvóta varðar segir Unnsteinn það vera nauðsynlegt að gefa hann út fyrir nokkur ár í einu svo menn geti skipulagt sig og sínar fjárfestingar. Óvissan geti hreinlega
12
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
kippt undan fólki fótunum. „Ég held reyndar að margir þeirra sem deila hart á kvótakerfið hafi ekki nægilegar forsendur til þess og hafi ekki kynnt sér efnið nægilega. Kerfið liggur undir rangri sök.“ Unnsteinn segir að kvótasetning makríls hafi verið óumflýjanleg. „Við verðum auðvitað að fara eftir sömu reglum og aðrir. Það væri ekki sanngjarnt ef lögin næðu ekki til okkar; það stendur skýrum stöfum að komi nýir stofnar til landsins skuli þeir kvótasettir eftir sex ár og veiðireynsla notuð til hliðsjónar. Ráðherrann verður að fara eftir lögum eins og aðrir.“ Unnsteinn segist ekki hafa miklar athugasemdir við það sem hann hafi séð af tillögum ráðherra en vissulega megi alltaf deila um hvað smábátaflotinn hafi miklar heimildir. Til þessa hafi menn þó ekki verið að veiða meira en þarna er lagt til. „Smábátasjómenn voru seinir af stað og við getum bara sjálfum okkur um kennt hvað það varðar. Þegar ég sjálfur fór af stað, strax þegar makríllinn kom, reyndi ég að kveikja áhugann á veiðunum hjá fólki en margir vildu bara bíða og sjá. Sumir þeirra létu hátt í sér heyra við þessar breytingar en menn geta bara sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu átt að fara af stað fyrr.“ Allir skíthræddir við minnihlutann „Mér líst ekki nógu vel á þessar hugmyndir og hvers vegna er verið að tala bara um makrílfrumvarp? Af hverju er þá ekki talað um þorsk- eða ýsufrumvarp? Af hverju er ekki frumvarp um allar fisktegundirnar?,“ segir Guðmundur Huginn, skipstjóri og útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum. „Það varð mikið fjaðrafok í vor vegna þessa undirskriftarlista Þjóðareign en það eru bara tæp fimmtán prósent þjóðarinnar búin að skrifa undir, hvar standa hin 280 þúsundin? Þetta er bara hinn
háværi minnihluti sem hefur sig mikið í frammi og stjórnin þorir ekki að UNNSTEINN ÞRÁINSSON, gera neitt.“ Stjórnin vilji skipstjóri á Sigga Bessa þóknast öllum öðrum frá Hornafirði en þeim sem byrjuðu að stunda þetta og spyr hvort minnihlutinn eigi bara að ná sínu fram. „Ég bara skil þetta ekki, það var búið að vinna lengi í þessu, undirbúningur hefur staðið í mörg ár. Af hverju er makrílinn öðruvísi en annar fiskur, af hverju er ekki frumvarp bara um allan kvóta? Jú, jú þetta er flökkustofn en hann á ekki að vera neitt öðruvísi en aðrir stofnar sem hér eru hvað kvóta varðar, af hverju er verið að gera hann þannig? Hvað er fólk að hugsa? Það eru líka svo margar hendur uppi á lofti, enda getur enginn komið sér saman um neitt. Við vorum byrjaðir að veiða fyrir löngu enda bíður fiskurinn ekki eftir ákvörðunum. Fólk veit hins vegar yfirleitt ekkert um það sem það er að tala um, það horfir bara á fréttirnar og hefur sínar takmörkuðu upplýsingar þaðan.“ Hvað makrílinn varði þá séu búið að baka brauðið og í upphafi hafi enginn viljað koma að því. Þetta sé bara dæmið um litlu gulu hænuna, allir vilji fá sneið af kökunni eftir að búið sé að baka hana. „Við sáum þarna hins vegar tækifæri og höfum fjárfest í veiðarfærum og alls kyns tækjum og settum mikla fjármuni í þróun veiða og allan undirbúning. Það gerðist ekki á einni nóttu.“ Nauðsynlegt sé að hugsa til framtíðar en það sé ekki hægt út af pólitíkinni hér á landi. Það þurfi að marka stefnu í þessu máli eins og öðrum svo hægt sé að sjá framtíðarhorfur og skipuleggja sig. „Ef menn hafa ekki réttindi gera þeir ekki neitt. Það er líka verið að reyna að gera flókið mál einfalt sem gengur ekki.“
Barónsstíg 11 - 101 Reykjavík Borðapantanir: 551 9555 argentina.is
Lífið er til þess að njóta – veldu steik eins og steik á að bragðast
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
13
Sjávarútvegurinn þarfnast stöðugleika Huginn segist alls ekki vera sáttur við að það sé bara úthlutað til skamms tíma, það þurfi að huga að GUÐMUNDUR HUGINN skipstjóri á Huginn VE framtíðinni og hvað þurfi að gera næst. „Það þarf að skipta út græjum og huga að framþróun en meðan það er ekki stöðugleiki halda menn að sér höndum. Það er með þennan kvóta eins og annan, það þarf að horfa eins á hann. Ef þetta frumvarp er vísir að því sem koma skal varðandi kvóta á öðrum tegundum þá erum við í slæmum málum. Þetta er upphafið að einhverju.“ Hann segist heldur ekki skilja umræðuna, þeir sem starfi við greinina hafi skilað vel til lands og þjóðar. „Ef þessi háværi minnihluti fær að ráða tel ég víst að arðsemin af greininni minnki og þetta fari í vitleysu. Við þurfum stöðugleika til þess að geta rekið sjávarútvegsfyrirtækin vel því þetta krefst mikilla fjárfestinga og skipulagningar. Við sem störfum í greininni og fjöldi annarra tilheyrum hinum lágværa meirihluta.“ Sjávarútvegur á Íslandi sé ekki ríkisstyrktur, öfugt við í svo mörgum öðrum löndum, og það þurfi að horfa til þess. Hérlendis sé sjávarútvegurinn vel rekin og arðsöm grein. „Það er hins vegar alltaf verið að breyta, t.d þetta
veiðileyfagjald og jafnvel sérstaka veiðileyfagjald, og það bara gengur ekki til lengdar. Það verður að koma á öryggi fyrir þá sem starfa í greininni.“ Sjómenn vantar málsvara Huginn segir að umræðan um makrílinn sé hið ömurlegasta mál. „Allt í einu er maður orðinn eins og hálf sökóttur maður! Margir skrifa og tjá sig um þessi mál án þess að hafa á þeim neitt vit og það er bara skelfilegt hvernig ástandið er; hver höndin er upp á móti annarri. Ef fram fer sem horfir verður enn meiri samþjöppun í greininni og eftir munu standa 6-8 útgerðir en minni útgerðir, eins og við, munu detta út því við ráðum ekki við þetta.“ Útgerðin geri út þennan eina bát og geti ekki skipt á tegundum eins og stærri útgerðirnar því Huginn eigi ekki þorsk. Pottarnir séu af öðrum tegundum en þeir eigi engan gjaldmiðil til þess að skipta með. Það sé því verið að ýta þeim út í kuldann. Hann segir að ekkert tillit sé tekið til minni útgerða í þessum frumvarpstillögum, Huginn hafi t.d verið með 10% hlutdeild í makríl en núna sé hún komin í 6,5%. „Við, þessar minni útgerðir, erum minnihlutahópur sem tekur bara það sem að honum er rétt möglunarlaust. Það þyrfti að koma meira til móts við okkur og ég myndi t.d láta hluta af okkar kvóta fyrir loðnu. Stóru fyrirtækin
eru með blandaðan kvóta og hafa því þorsk sem þau geta notað sem gjaldmiðil í kvótapottana og geta því náð fram betri hagræðingu. Þetta getum við ekki en við þyrftum að eiga möguleika á því. Það bara fjarar undan okkur smám saman.“ Hann segir að hjá útgerðinni sé fjöldi Íslendinga í vinnu, 36 manns, sem borgi háa skatta til samfélagsins en Samtök útgerðarfyrirtækja virðist t.d lítið hugsa um það eða aðrar minni útgerðir. „Ef minnihlutinn fær sínu framgengt og það verður kosið um kvótann, hvað þá? Þetta myndi enda í vitleysu og útgerðarmenn myndu hverfa. Störf myndu leggjast niður og það kæmi sér illa fyrir pláss eins og Eyjar sem sé útgerðarstaður þar sem allt snúist um sjóinn. „Það er alltaf verið að vega að sjómönnum, þeir tóku t.d af okkur sjómannaafsláttinn. Það er heldur ekki eins og allir vilji eða geti verið á sjó. Fyrir bankahrun voru allir að hugsa um bankamenn og enginn um sjóinn. Þá fengum við sjómenn að vera í friði. Okkur vantar málsvara, það er bara þannig. Okkar hagsmunir fara með hagsmunum margra annarra; við viljum veiða og við viljum hafa gæðin í lagi, fá góð verð og skila peningum til samfélagsins.“
FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur
Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita
» Sjálfvirk kassamötun
» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt
14
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
» Frábær hráefnismeðh.
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is
Segja stuðning Íslendinga við þvingunaraðgerðir gegn Rússum vanhugsaðar Útgerðarmenn afar ósáttir Sigrún Erna Geirsdóttir Eflaust eru fáir sem ekki vita af því að vegna þvingunaraðgerða Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússum vegna ástandsins í Úkraínu hefur Ísland nú verið sett á lista yfir lönd sem ekki mega lengur flytja matvæli til Rússlands. Aðilar í sjávarútvegi eru ósáttir JENS GARÐAR HELGASON við að Ísland skuli enn styðja þvingunaraðgerðirnar formaður SFS í þessu máli þar sem þetta komi til með að bitna harkalega á íslenskum sjávarútvegi og efnahagi landsins í heild. Tilgangsleysi viðskiptabanna Útflutningur á fiski til Rússlands hefur nú stöðvast vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi. Í kjölfar þessa sjá menn í sjávarútvegi fram á að verða fyrir gífurlegum búsifjum og hafa forsvarsmenn fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fundað með stjórnvöldum undanfarið. Segjast þeir vera ósáttir við að lítið
samráð hafi verið við aðila í sjávarútvegi þegar stjórnvöld ákváðu að styðja þvingunaraðgerðirnar og að áhrif viðskiptabanns á Íslendinga hafi verið stórlega vanmetið. Segist Kolbein Árnason, framkvæmdastjóri SFS, efast um að bannið komi eins harkalega niður á neinni annarri þjóð en Íslendingum þar sem hagsmunir sjávarútvegs og efnahags séu svo samofnir. Þá bendir hann á að Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar séu beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerti fá svið. Þær gangi út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerti Ísland. Þá bendir Jens Garðar Helgason, formaður SFS, á það að viðskiptabann sé ekki uppbyggileg leið til að leysa ágreiningsmál og að þvingunaraðgerðirnar hafi ekki bætt ástandið í Úkraínu á nokkurn hátt. Þvert á móti hafi lífskjör almennings þar í landi rýrnað í kjölfarið. Það sé að auki kaldhæðnislegt að fyrir skömmu hafi verið aflétt viðskiptabanni á Íran sem staðið hafði í á þriðja áratug og hafi það bann verið með öllu árangurslaust. Það sama megi segja um viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu sem staðið hafi yfir frá 1960. Hvort viðræður aðila sjávarútvegsins við stjórnvöld munu koma til með að breyta einhverju um stefnu stjórnvalda í málinu á eftir að koma í ljós.
Við erum sérfræðingar á okkar sviði Höfum áratuga reynslu á sviði
CARRIER Sölu- og þjónustuaðilar
DHOLLANDIA Sölu- og þjónustuaðilar
– Rennismíði, fræsivinnu & CNC – Kæliþjónustu & kæliviðgerða – Vélaviðgerða & viðgerða á heddum
TAIL LIFTS BOCK kæli- og frystipressur Sölu- og þjónustuaðilar
SCHMITZ Sölu- og þjónustuaðilar
– Málmsprautunar og slípunar
KAPP ehf ¬ Véla-, kæli- & renniverkstæði Miðhrauni 2 ¬ 210 Garðabær Sími: 544 2444 ¬ Fax: 544 2445 kapp@kapp.is ¬ www.kapp.is
LOFTSEKYTAMAÐUR SEM RATAÐI VÍÐA
„Stundum var maður heppinn og gat bjargað fólki“ Sigrún Erna Geirsdóttir
K
jartan Bergsteinsson vann sem loftskeyta-maður hátt í fimmtíu ár og reyndi margt á þeim tíma. Flakk um heiminn er honum minnisstætt og eins slysin sem hann kom að gegnum radíóið. Skemmtilegur en erfiður skóli Kjartan Bergsteinsson útskrifaðist sem loftskeytamaður frá Loftskeytaskóla Íslands í maí árið 1959 og starfaði að mestu sem slíkur allt til ársins 2005 þegar hann settist í helgan stein, þá 67 ára. En hvað skyldi hafa rekið ungan Eyjapeyja til þess að gerast loftskeytamaður? „Ég valdi að gerast loftskeytamaður því þetta var nám sem maður gat klárað á tveimur árum!“ segir Kjartan. Loftskeytaskólinn þótti góður skóli og má segja að í honum hafi fyrst verið farið að bjóða upp á tæknimiðað nám hérlendis enda segir Kjartan að margir hafi síðar haldið áfram í annars konar tækninám eins og verkfræði eða jafnvel flugvirkjun. Skólinn byggðist upp á því að nemendum gengi vel í náminu og segir Kjartan að grisjað hafi verið skarpt hjá þeim sem komust inn. „Ef maður var hár í tölum gat maður hins vegar gengið að starfi hjá Símanum og þannig var þetta hjá mér því ég byrjaði að vinna hjá Vestmannaeyjaradíó með náminu 1958 og fór þangað aftur þegar ég útskrifaðist 1959.“ Á þessum tíma byggðu fjarskiptin á morse máli og þurftu loftskeytamenn að kunna það reiprennandi. „Það má segja að aðalhlutverk skólans hafi verið að sjá togaraflotanum fyrir loftskeytamönnum, á þeim tíma voru svo margir togarar á miðunum og allir þurftu þeir loftskeytamann. Maður þurfti því að kunna morse upp á tíu fingur. Það var helvíti stíft það nám, eiginlega alger heilaþvottur, og alls ekki fyrir alla. Þetta var eins og að læra nýtt tungumál sem enginn skildi nema þú.“ Hann segir að námið hafi verið áhugavert og samnemendurnir hinir skemmtilegustu enda séu margir þeirra ágætis vinir hans enn þann dag í dag. „Þetta byggðist auðvitað allt upp á góðum námsárangri og það var allt lagt í
16
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
sölurnar. Það fyrirkomulag hentaði sumum betur en öðrum en svona er þetta, maður stefnir að einhverju og stundum tekst það og stundum ekki,“ segir hann. Loftskeytaskólinn var staðsettur í Sjómannaskólanum en starfsemi var á nokkrum öðrum stöðum líka. Á meðan á náminu stóð leigði Kjartan hjá skyldfólki. „Ég hafði það ágætt og borðaði niðri í bæ hjá konu sem seldi fæði. Þetta var allt öðruvísi þá, hér og hvar um bæinn gat maður mætt í hádeginu og keypt mat af ágætis konum sem oft leigðu herbergi líka.“ Hótað af breskum fallbyssubáti Eftir að náminu lauk hélt Kjartan aftur til Eyja þar sem hann vann í afleysingum á radíóinu en þegar þeim lauk var farið til Seyðisfjarðar þar sem hann var í rúmt ár. Að því loknu lá leiðin enn og aftur til Eyja, á radíóið þar. Sjórinn togaði þó öðru hvoru í hann og tók hann því öðru hvoru túra á skipum og var t.d eitt sumar á mótorbát með Binna í Gröf. „Maður vildi prófa ýmislegt og ég fór því til Rannsóknarstofnunar Háskólans sem gerði út lítinn togara og var á honum í ár og
síðan hinum og þessum skipum þar til ég ákvað að tími væri kominn til að skoða mig meira um og fór á tveggja ára flæking með dönskum og norskum skipum, sennilega 1966 og 1967. Þetta var mikið ævintýri og maður lifir á þessu í dag.“ Kjartan segir að sér hafi líkað betur að vinna fyrir Norðmennina þótt það megi kannski skrifa á tungumálið. Það hafi tekið sig þrjá mánuði að læra dönskuna en ekki nema mánuð að læra norskuna. Kjartan fór víða á þessum tímabili og var t.d mikið bæði á Persaflóa og við strendur Afríku.Hann játar að á meðan á þessu stóð hafi hann auðvitað lent í fjölmörgum ævintýrum en vill þó lítið um þau tala. „Ég held að það sé best að maður sé ekki að rifja upp svall og vitleysu, það er best gleymt og grafið! Þetta var samt ansi skemmtilegt.“ Afríkutúrinn byrjaði Kjartan í Cape Town í Suður-Afríku, og fór svo með ströndinni til margra borga. „Við brutum t.d hafnbann Breta, það var býsna athyglisvert. Við vorum að flytja vörur frá Ródesíu, sem nú er Simbabve, til Mósambík en á þessum tíma var voru Bretar með hafnbann á Ródesíu og
mikil pólitísk deila í gangi. Við siglum þarna frá landinu með fallbyssubáta allt í kringum okkur. Þeir hafa auðvitað samband og krefjast þess að við stoppum og hleypum þeim um borð til að skoða hvað við séum með. Við neitum því hins vegar og segjum bara að við séum Norðmenn og þetta sé norskt skip. Þetta var býsna svakalegt, allar byssur á fallbyssubátnum voru mannaðar og hann æddi allt í kringum okkur á fullri ferð. Þrátt fyrir það héldum við samt okkar striki. Sem loftskeytamaður var ég þarna í lykilhlutverki og ég var á ljósamorsi við hann allan tímann. Þetta var spurning hvor okkar myndi bakka! Við vorum auðvitað skíthræddir um að þeir myndu skjóta á okkur en það gerðist nú ekki, þetta voru bara hótanir, hann vildi sjá hvort hann gæti kúgað okkur til þess að stoppa. Bretar og Norðmenn voru auðvitað vinir í Evrópu svo það hefði verið meiriháttar mál ef breskt skip hefði skotið á norskt skip. Manni stóð samt ekki á sama. Þetta var svolítið skemmtilegt svona eftir á og við vorum voða grobbnir með okkur; að hafa snúið svona á Bretann og ekki látið kúga okkur!“ Ógleymanleg heimsókn Kjartan var í marga mánuði á fraktara í Persaflóa að vitja um olíurör og fleira. Skipið fór t.d til Kuwait og Íraks og upp fljótið milli Íraks og Íran, gegnum Rauða hafið og Súez skurðinn. „Við lönduðum í Abu Dhabi sem þá var bara strönd. Í þá daga var þetta líka allt öðruvísi, það voru engir gámar svo það var stoppað lengi á hverjum stað og maður gat virkilega skoðað sig um. Ég þekki þessi lönd því vel eftir að hafa verið þarna. Hitanum gleymi ég samt aldrei, hann var alveg hræðilegur, yfir fimmtíu stig á daginn. Við vorum t.d heillengi í Kuwait og það gerist einn daginn að ég ætlaði að stytta mér leið inni í gömlu borginni. Ég villtist auðvitað strax! Ég sé þarna nokkra Palestínumenn og fer að tala við þá til að athuga hvort þeir geti nokkuð hjálpað mér að rata. Þeir töluðu ágætis ensku og vilja endilega bjóða mér heim til sín í kaffi. Það var heilmikil upplifun að koma heim til þeirra, eins og að koma inn í annan heim. Þarna voru sessur og púðar og teppi á öllum gólfum. Við fengum okkur sæti á þeim og síðan komu konurnar á heimilinu, allar með blæjur, og gáfu okkur kaffi. Við áttum þarna skemmtilega stund og þetta er alveg ógleymanlegt. Maður átti auðvitað ekki von á þessu. Eftir heimsóknina lóðsuðu þeir mig svo þangað sem ég vildi fara.“ Kjartan segist einu sinni hafa verið rændur á ferðalögum sínum og lenti hann í því í Venezuela. „Þá var ég
Kjartan Bergsteinsson vann sem loftskeytamaður hátt í fimmtíu ár og reyndi margt á þeim tíma.
rotaður, rændur og hent í skúmaskot. Sem betur fer rákust hermenn þar á mig og komu mér á sjúkrahús.“ Kjartan fékk heilahristing sem varaði nokkra daga og ræningjarnir fundust auðvitað aldrei. „Þetta skrifast á mig, ég var einn á ferð sem var ekki gáfulegt. Þeir náðu þarna af mér úrinu og einhverju smáræði sem ég hafði í veskinu en meira var það ekki.“ Endað í Eyjum Þegar Kjartan var kominn með nóg af heimshornaflakkinu lá leiðin heim þar sem hann vann á ýmsum skipum og togurum um tveggja ára bil þar til hann slasast á handlegg 1969. „Ég ætlaði að vera á báti í Eyjum eina vetrarvertíð en slasast og lendi á Reykjalundi þar sem ég er í heilt ár meðan þeir eru að reyna að laga á mér handlegginn. Það tókst nú aldrei alveg en ég hélt honum þó. Fátt er heldur með svo öllu illt því það er á Reykjalundi sem ég hitti konuna mína, Arndísi Egilson, sem þar vann.“ Þegar Kjartan var orðinn vinnufær fékk hann vinnu hjá Reykjavíkurradíó í Gufunesi þar og er
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
17
þar þangað til gosið verður. Þá langaði hann til að skipta aftur um vettvang og fer að vinna hjá Hafró. Er hann bæði á gamla Árna Friðrikssyni og Bjarna sem loftskeytamaður en líkaði ekki nógu vel svo hann fer í land. „Þetta var sumarið 1974 og þá stóðu yfir kjaradeilur við Hafró svo ég ákvað að hætta þessu bara og finna mér eitthvað nýtt að gera. Hvað það átti að vera vissi ég samt ekki. Þarna er ég að velta þessu fyrir mér á göngu yfir Austurvöll þegar ég rekst á símstöðvarstjórann í Vestmannaeyjum. Við tökum tal saman og hann segir mér að hann sé í standandi vandræðum og vanti svo mann, hvort ég væri ekki til í að fara til Eyja og vinna fyrir sig? Ég segi við hann: Þú hlýtur að vera eitthvað skrýtinn Hilmar! Ég er giftur og með börn, mér tækist aldrei að sannfæra konuna um það!“ Kjartan samþykkti þó að koma til Eyja, með þeim fyrirvara að það væri allsendis óvíst hvað hann yrði lengi. Hilmar leggur þó áfram mikla áherslu á að halda honum þar svo Kjartan ákveður að spyrja Arndísi hvort hún vilji ekki prófa að koma líka. Fellst hún á það og kemur til Eyja með börnin. „Það kemur þá fljótlega í ljós að Reykjavíkurmærin var miklu meiri Eyjamaður en ég nokkurn tímann svo þarna vorum við þar til ég hætti 2005, þegar Arndís deyr eftir löng veikindi.“ Maður varð bara að standa sig í stykkinu Kjartan segir að það erfiðasta við loftskeytastarfið hafi verið þegar stórslys urðu þegar hann var á vakt. „Það var ansi vont þegar Pelagus fórst 1982 og sömuleiðis 1983 þegar Kampen fór niður við Suðurströndina. Það dóu margir í þessum slysum og maður tekur svona lagað inn á sig. Sömuleiðis var þetta mjög erfitt þegar Helliseyjan ferst 1984. Maður verður bara að standa sig í stykkinu en maður er illa farinn á taugum á eftir. Þá var ekki til neitt sem hét áfallahjálp, slíkt þekktist ekki, maður átti bara að standa sína vakt og halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. En þetta var ekkert grín. Stundum var maður heppinn og gat bjargað fólki en svo lenti maður í hinu líka, að menn dóu og þau sitja eftir í manni þessi slys.“ Það var þann 1. nóvember 1983 sem þýska skipið Kampen ferst, um 16 stunda siglingu frá Vestmannaeyjum. Í fyrstu taldi skipstjóri Kampens að bráð hætta væri ekki yfirvofandi og að skipið myndi halda áætlun. Klukkutíma síðar mat hann þó stöðuna aðra og sendi neyðarkall frá skipinu þess efnis að áhöfn væri að yfirgefa það. Talsvert af fiskiskipum var í grenndinni og fóru þau flest á vettvang, en að auki var óskað eftir að varnarliðið sendi tvær þyrlur og C-130 Hercules leitarvél. Aðstæður voru erfiðar, myrkur og bræla. Nokkrir skipbrotsmannanna voru fiskaðir upp úr sjónum af áhöfnum bátanna
Kjartan lengst t.v. næstur er Hjálmar Guðnason (heitinn), þá kemur Bergþór S. Atlason, Magnús Waage og síðastur er Björn Júlíusson
18
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
en veður var svo slæmt að þyrlurnar treystu sér ekki til að hífa þá úr sjónum. Tvær klukkustundir liðu frá því að fyrsti skipbrotsmaðurinn fannst og þar til þeim síðasta hafði verið bjargað úr sjónum en alls voru skipbrotsmennirnir þrettán. Aðeins sex þeirra lifðu af. Í kjölfar slyssins fékk Kjartan heiðursmerki frá Þjóðverjum fyrir framlag sitt, ásamt tveimur öðrum og voru þeir báðir skipstjórar á vettvangi. „Þetta var sérstaklega sorglegt í ljós þess að mistök voru gerð um borð og þeir þurftu ekki að lenda í þessu. Dallurinn hélt áfram að sigla þrátt fyrir að kominn með slagsíðu og svo fór sem fór.“ Gaman að kenna Í gegnum tíðina fékkst Kjartan líka við að kenna og kenndi hann lengi fjarskipti í Stýrimannaskólanum ásamt því að vinna í radíóinu. Það gerist svo á tíunda áratugnum að algerlega er skipt um fjarskiptabúnað hjá
skipaflota heimsins. Með nýju tækjunum þurrkaðist loftskeytamannastéttin út en í staðinn urðu skipstjórarnir að kunna mikið til það sama og loftskeytamaðurinn gerði áður. „Friðrik Ásmundsson skólastjóri biður mig þá að koma á námskeið um nýju tækin og var að koma til landsins Dani til að kenna. Þarna voru toppar hjá Gæslunni, Símanum og Radíóeftirlitinu og allir áttu við að taka próf hjá kallinum og kenna svo fræðin.“ Kjartan byrjaði á því að kenna í Vestmannaeyjum og fóru menn að koma utan af landi líka til að fara á þau. Hann fór líka til Dalvíkur þar sem hann dvaldist í hálfan mánuð og byrjaði þar fjarskiptanámskeið. Hann segir þetta hafa verið ansi skemmtilegt en annasaman tíma og varð hann t.d að skrifa kennslubókina sjálfur. Það hafi verið tímafrekt verkefni en gaman hafi verið að sjá hvað menn notuðu hana síðan mikið. „Eitt af því skemmtilegasta við kennsluna var að menn sem ég þekkti bara gegnum radíóið
Þjónustumiðstöð í sjávarútvegi Hafnarfjarðarhöfn • Óseyrarbraut 4 • 220 Hafnarfjörður Tel.: 414 2300 • Fax 414 230 • hofnin@hafnarfjordur.is
SPORÐSKURÐARVÉL TC-100
∤ Hærra hlutfall í dýrari afurðir ∤ Auðveldar ísetningar í flökunarvélar ∤ Fullkomin fráskurður ∤ Mun betri roðdráttur/heili flök ∤ Kostar ekki aukastarf WEB www.4fish.is E-MAIL 4fish@4fish.is
INFO
+354 897 6830
voru allt í einu orðnir skólastrákar hjá mér! Mér fannst líka gaman af kennslunni sjálfri, maður varð að rifja öll fræðin vel upp og hafa þetta algerlega á hreinu. Maður lærði því mikið sjálfur.“ Námskeiðin kenndi hann í þrjú ár og telur Kjartan að hann hafi útskrifað hátt á annað hundrað manns. Ættfræðigrúskari af lífi og sál Kjartan segir að það hafi verið mjög erfitt að samrýma vinnuna heimilislífinu. Vaktirnar hafi verið bölvanlegar og sennilega mætti líkja þessu nokkuð við sjómennskuna. „Það var miklu meira lagt á konuna hvað fjölskylduna varðaði. Launin voru ekki góð svo maður vann mikið af aukavöktum. Það má segja að maður hafi verið hálfgerður gestur á sínu eigin heimili. Ef maður var ekki sofandi var maður annað hvort nýkominn af vakt og þreyttur eða að rjúka af stað í vinnuna. Eftir á að hyggja var þetta ekkert sniðugt en það þurfti að ná sér í peninga. Maður var alltaf þreyttur og síðustu árin var maður alveg kominn með nóg. Það var samt ekkert við því að gera, maður hætti ekki nógu snemma til þess að geta snúið sér að einhverju öðru.“ Það hafi þó komið sér vel að hafa þessi réttindi þegar hann lenti í slysinu því eftir á gat hann strax fundið vinnu þrátt fyrir að handleggurinn yrði aldrei samur. Það er árið 2005 sem Kjartan hættir að vinna og það sama ár missir hann konu sína Arndísi, langt fyrir aldur fram. „Hún fór allt of snemma en svona er lífið bara. Maður veit aldrei hvað tekur við svo maður á að nota tímann vel.“ Kjartan átti fimm börn með Arndísi en fyrir áttu þau tvö börn hvort um sig. Hann er því ríkur af barnabörnum í dag og á líka barnabarnabörn. „Ég er samt ekki meiri afi í mér heldur en gengur og gerist. Börnin eru
20
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Í gegnum tíðina fékkst Kjartan líka við að kenna og kenndi hann lengi fjarskipti í Stýrimannaskólanum ásamt því að vinna í radíóinu.
um allt, bæði hér í Eyjum og eins uppi á landi.“ Kjartan segist hafa lent í tölvuöldinni 1996 þegar tölvum var skellt á radíóið, þá hafi hann orðið að læra þetta. „Það varð ekki aftur snúið og nú fæst ég aðallega við að grúska í ættfræði með hjálp tölvunnar og lesa. Það er gaman að kynna sér hverjir forfeður manns voru og kanna ættina. Í dag veit ég hreinlega ekki hvað ég myndi gera án tölvunnar! Ég var tölvulaus uppi í landi í fjóra daga um daginn og það má segja að ég hafi
fengið fráhvarfseinkenni!“ Tölvan sé svakalega skemmtilegt verkfæri sem bjóði upp á hafsjó upplýsinga ef maður veit hvar þeirra er að leita. Við spyrjum Kjartan að endingu hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur í sumar. „Maður hefur svo sem engin stórvægileg plön, maður skreppur sjálfsagt eitthvað upp á land en annars reynir maður bara að halda í heilsuna nú orðið!“
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
3G og 4G Broadband Radar
NSE Fjölnotatæki Íslenskt stýrikerfi Sjókort, Ratsjármynd Dýptarmælir AIS upplýsingar Veðurstöð
AP sjálfstýringar 5" skjár Follow Up, Non Follow og QuickStick fjarstýringar Innfellanlegt Stýring fyrir allt að sex hliðarskrúfur
Sjálfstýring f. minni báta
NSO Fjölnotatæki og skjástýring
Vélaaflestur
7", 8", 9", 12" og 16" skjáir
Stýring fyrir NSO kerfið
BSM3 sendir
HS60 GPS áttaviti
Fjölnotatæki, kortaskjár dýptarmælir og fl.
Sambærilegt við NSE en stýrir hefðbundnum tölvuskjám
Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is
SIMRAD GO7 Einfaldur en góður kortaplotter og dýptarmælir.
B260 botnstykki
Siglinga-, fiskileitar- og rafeindatæki
Allt fyrir sjávarútveginn Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Kraftur Ending Hliðarskrúfur
Sparneytni
Vökvakranar fyrir skip og báta
Áreiðanleiki Stærð allt að 4500hö
Rafstöðvar og ljósavélar
Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is
Kúlulegur - Keflalegur
Stjórntæki og Gírar
Allt fyrir nýsmíðina
Stefán Þór Eysteinsson, líffræðingur
Rauðátan rannsökuð S
tefán Þór Eysteinsson, líffræðingur og sérfræðingur hjá Matís í Neskaupstað, er um þessar mundir að hefja viðamiklar rannsóknir á rauðátu (calanus finmarchicus). Þetta rannsóknaverkefni er jafnframt doktorsverkefni Stefáns. Tilgangur rannsóknanna er margþættur. Í fyrsta lagi verður skaðsemi rauðátu við vinnslu uppsjávarfiska til manneldis könnuð og skoðað hvernig best er að meðhöndla afla, stýra vinnslunni og geyma afurðirnar þegar áta er í fiskinum. Í öðru lagi verður kannað hvaða áhrif rauðáta hefur á vinnslu á mjöli og lýsi og loks verða eiginleikar átunnar skoðaðir með tilliti til þess hvort nýta megi átuna sjálfa á einhvern hátt. Norðmenn hafa undanfarin ár veitt rauðátu og unnið úr henni olíu til manneldis auk próteindufts. Viðamikið verkefni Rauðátuverkefnið er viðamikið og er gert ráð fyrir að það taki að lágmarki þrjú ár. Kostnaðaráætlun upp á 52 milljónir króna liggur fyrir og eins er ljóst hvaða stofnanir og fyrirtæki munu eiga aðild að verkefninu. Matís, Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun og danska rannsóknastofnunin DTU-Aqua munu taka þátt í rannsóknunum og þá mun hráefni til þeirra fást í Neskaupstað og á Höfn en fyrirtækin Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes munu leggja verkefninu lið. Þær tegundir uppsjávarfisks sem helst verða teknar til rannsóknar eru síld og makríll. Stefán hefur fengið góða styrki til verk-efnisins en stærsti styrkurinn er svonefndur Sigurjónsstyrkur
22
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
úr Rannsóknasjóði síldar-útvegsins. Sá styrkur er fimm milljónir króna á ári í þrjú ár eða samtals 15 milljónir. Þessi styrkur er kenndur við Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðing hjá Matís, en Sigurjón hefur haft forystu um rannsóknir og þróun á sviði vinnslu sjávarafurða sl. 30 ár, sem skilað hafa miklum ábata fyrir íslenskt samfélag. Rauðátan hefur löngum verið vandamál við manneldisvinnslu Rauðátan er mikilvæg fæða uppsjávarfiska en þegar hún er í komin í maga fisksins veldur hún framleiðendum miklum vandræðum og dregur úr gæðum loka-afurða. Vandamálið felst í mikilli ensímvirkni átunnar en eftir að fiskurinn drepst brýtur átan niður vefina í fiskinum og þá verður hann lausari í sér og að öllu leyti lakari til vinnslu. Þá geymist fiskurinn mun verr frystur ef áta er í honum því ensímvirknin heldur að nokkru leyti áfram í frosti.
Staðreyndin er sú að átuvandinn hefur verið til staðar varðandi vinnslu á uppsjávarfiski frá því að Norðmenn hófu síldveiðar fyrir alvöru við Ísland á síðari hluta 19. aldar. Síldin var þá veidd í landnót og var hún gjarnan full af átu. Síldveiðimennirnir geymdu síldina þá jafnan í nokkra daga í nótinni og létu hana melta úr sér átuna áður en söltun hófst. Hin síðari ár hefur ýmislegt verið gert til að vinna gegn neikvæðum áhrifum átu á fiskinn. Má þar nefna að komið hefur verið upp kælingu um borð í veiðiskipunum þannig að hráefnið er kælt niður undir -1,5°C. Síld og makríll er það feitur
fiskur að hann frýs ekki við þessa kælingu en hráefnið verður í alla staði betra og átuáhrifin minni við kælinguna. Við vinnsluna er síðan einnig kappkostað að halda hitastiginu lágu því að með hækkandi hitastigi eykst neikvæð virkni átunnar. Mikilvægt er að öðlast betri skilning á eðli átunnar og hvernig best er unnt að verjast skaðvænleg áhrif hennar á hráefni til manneldisvinnslu. Þá er einnig brýnt að kanna hvernig best er að geyma frystar afurðir sem áta er í. Allt þetta verður vandlega rannsakað í rauðátuverkefninu. Áhrif rauðátu á framleiðslu á mjöl og lýsi Rauðátan í fiskinum hefur einnig skaðleg áhrif á framleiðslu á mjöli og lýsi. Mjög erfitt getur verið að vinna áturíkt hráefni í fiskimjölsveksmiðjunum og niðurbrotið sem átan veldur í hráefninu kemur verulega niður á gæðum mjöls og einnig lýsis að nokkru leyti. Niðurbrotið leiðir til þess að hráefnið leysist upp og mikið ójafnvægi verður á flæði efnisins í vinnslunni, sem leiðir til lakari nýtingar og lélegri afurða. Mikilvægt er að rannsaka ítarlega hvaða áhrif eiginleikar og magn átunnar hefur á framleiðslu á bæði mjöli og lýsi og það mun verða gert í rannsóknarverkefninu. Sérstaklega er mikilvægt að kanna vandlega áhrif átunnar á niðurbrot próteinsins í hráefninu. Hafa ber í huga að átan hefur ekki að öllu leyti neikvæð áhrif á lýsisafurðir þar sem hún er rík af omega -3 fitusýrum en það þykir eftirsóknarvert að lýsi innihaldi slíkar fitusýrur.
4x4 Adventures Iceland Grindavík 35 fjórhjól og 3 fjórhjólabílar 1 klst. upp í heilan dag á fjórhjólum Láttu okkur sjá um upplifunina fyrir erlenda gesti
r
Starfsmannaferðir og einstaklingsferðir alla daga *Fjórhjólaferðir *Hellaskoðun *Matur *Einkasalur *Grill á ströndinni *Hópefli *Bláa Lónið Getum skipurlagt ferðir fyrir 1-400 manns.
Kíktu á okkur á Facebook og instagram @4x4adventuresiceland
4x4adventuresiceland.is - +(354) 857-3001 - info@atv4x4.is
Áhrif rauðátu á gæði uppsjávarfiska og stýring vinnsluferla
Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís, fagnar því innilega að nú eigi að ráðast í yfirgripsmikla rannsókn á rauðátunni. Hann bindur miklar vonir við að niðurstöður rannsóknar Stefáns Þórs Eysteinssonar muni auka þekkinguna á eðli rauðátunnar og leiðir muni finnast til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Sigurjón segir eftirfarandi um rauðátuna og þau vandamál sem fylgja henni: Rauðáta fyrirfinnst í miklu magni hér á norðurhveli jarðar og í okkar lögsögu. Rauðáta er undirstaða fæðu flestra sjávardýra við Ísland. Ensím rauðátunnar er mjög virkt og þess vegna getur hún vaxið hratt og fjölgað sér hratt við þær aðstæður sem eru hér við land. Þessi ensím eru talin orsakavaldur að mörgum vandamálum sem fyrirfinnast í fullvinnslu á uppsjávarfiski bæði til manneldis og því sem fer til mjöl- og lýsisvinnslu.
Framleiðsla á nýjum afurðum úr rauðátunni Einn þáttur rannsóknaverkefnisins er að kanna hvort unnt sé að vinna nýjar afurðir úr áturíku hráefni og finnst Stefáni það vera spennandi viðfangsefni. Hafa ber í huga að Norðmenn hafa veitt rauðátu með sérútbúnum skipum og veiðarfærum frá árinu 2007 og þróað vinnslu á olíu og próteindufti úr henni. Norska fyrirtækið sem hefur sérhæft sig á þessu sviði heitir Calanus AS og á heimili í Tromsö. Olían sem unnin er úr rauðátunni er einkar rík af omega -3 fitusýrum og þykir heilsusamleg í meira lagi. Stefán Eysteinsson segir að þessar veiðar Norðmannanna á rauðátunni séu ekki
24
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Þessir eiginleikar eru mjög mikilvægir fyrir allan sjávarútveg í landinu. Hugsanlegt er að nýta rauðátu sem kemur sem meðafli í mögum uppsjávarfiska sem veiðast oft úttroðnir af átu. Hún skolast oft út úr fiskinum við losun úr veiðarfærum, geymslu í hráefnistönkum skipsins, við löndun eða við vinnslu á fiskinum. Rauðáta í hráefni fyrir fiskimjölsverksmiðjur getur brotið niður hráefnið ef hún er í töluverðu magni og valdið umtalsverðum vandræðum í vinnslunni. Þessi vandræði koma niður á gæðum mjöls, helst í miklu magni af niðurbrotnum próteinum. Eins hefur rauðátan áhrif á gæði lýsis með myndun frírra fitusýra. Rauðátan getur brotist út í gegnum magaveggina á hráefni á leið í vinnslu til manneldis en það hefur tekist að draga verulega úr þeim áhrifum með ofurkælingu á hráefninu niður í um -1,5°C á mjög stuttum tíma, þ.e. á innan við einni klukkustund. Rauðátan getur haft alvarleg áhrif á á áferð makrílvöðva, myndað los og gert vöðvann maukkenndan og um leið gert fiskinn að óáhugaverðri markaðsvöru og þá sérstaklega fyrir kröfuharðari markaði. Hluti af verkefni Stefáns Þórs mun vera að afla upplýsinga og geta rennt betri þekkingu undir þá þætti sem hér um ræðir. Rauðátan mun vera hluti af
afurðunum heilfrystur makríll og síld og einnig af afurðunum hausaður/slógdreginn makríll/síld og hefur hún mikil áhrif á þessar afurðir og mun stytta geymsluþol þeirra verulega. Rauðátuna sjálfa er einnig hægt að nýta en til þess þarf fyrst að kortleggja eiginleika hennar og finna út hvaða möguleika hún hefur með tilliti til framtíðarvinnslu. Úr henni er í dag unnið lýsi sem ríkt er af omega-3 fitusýrum og er hún talin einstaklega rík af mjög virkum ensínum. Kortlagning á ensímum rauðátunnar myni opna dyrnar fyrir framtíðarverkefni og gæti leitt til mikillar verðmætasköpunar úr hráefni sem í dag er lítið annað en til vandræða. Það verður spennandi að fylgjast með rannsóknarverkefni Stefáns Þórs og niðurstöður þess geta svo sannarlega skipt máli fyrir fyrir íslenskan sjávarútveg.
óumdeildar. Það sé gagnrýnt að þarna séu hafnar veiðar á átu sem sé grundvallarfæða fyrir ýmsa helstu fiskistofna sem nýttir eru og þarna sé um að ræða helstu fæðu síldar og makríls. Norska fyrirtækið svarar þessari gagnrýni með því að benda á að allt kapp verði lagt á að veiðarnar verði sjálfbærar og hafa verði í huga að árlegur lífmassi sem verður til af rauðátu í Norður-Atlantshafi sé margfalt hærri en árlegur samanlagður lífmassi allra helstu nytjafiskanna.
Norðmenn geri heldur verði kannað hvort unnt verði að nýta átuna sem berst með uppsjávarfiski sérstaklega og gera verðmæti úr henni. „Við veltum því einungis fyrir okkur í verkefninu hvort mögulegt sé að nýta þá átu sérstaklega sem fiskur hefur þegar innbyrt. Slík áta hefur valdið miklum vandræðum hvað varðar vinnslu til manneldis og eins mjöl- og lýsisframleiðslu en nú er kominn tími til að kanna hvort ekki sé unnt að nýta átuna sem er í maga þess fisks sem veiddur er til sérstakrar framleiðslu sem gæti orðið býsna verðmæt,“ segir Stefán.
Stefán segir að í rannsóknarverkefninu sé alls ekki gert ráð fyrir að rauðáta verði veidd eins og
Gríðarlega mikilvægt rannsóknarverkefni Að mati þeirra sem starfa innan sjávar-útvegsins er rauðátuverkefnið gríðarlega mikilvægt og aukinn skilningur á eðli rauðátunnar getur skipt miklu máli hvað varðar vinnsluna og gæði afurða. Þá getur aukin þekking á rauðátunni skipt miklu máli hvað varðar verðmætasköpun. Eins og fyrr greinir munu sjávarútvegs-fyrirtækin Skinney-Þinganes á Höfn og Síldarvinnslan í Neskaupstað eiga aðild að rannsóknarverkefninu. Guðmundur H. Gunnarsson lífefnafræðingur og framleiðslustjóri Skinneyjar-Þinganess segir að mjög mikilvægt sé að öðlast meiri þekkingu á eðli og áhrifum rauðátunnar. „Innihald átu í uppsjávarfiski er ein af lykilbreytunum þegar kemur að því að ákveða hvernig hann skuli unninn. Þetta á sérstaklega við manneldisvinnslu á loðnu, síld og makríl. Átan, sérstaklega rauðátan, hefur neikvæð áhrif á vöðva fisksins þar sem hún er rík af ensímum sem brjóta niður vöðvaþræði. Þó er ljóst að áhrif átunnar geta verið misjafnlega mikil, en hvað veldur því þarf að rannasaka með kerfisbundnum hætti. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að menn hafi ekki fyrr efnt til rannsókna í þeim tilgangi að skilja betur áhrif átu á gæði afurða. Slík þekking myndi hjálpa iðnaðinum mikið við að taka upplýstar ákvarðanir um nýtingu hráefnisins. Einföld greiningarpróf sem segja til um virkni átu við niðurbrot vöðva gætu líka bætt ákvarðanatöku um borð í skipunum hvað veiðarnar áhrærir,“ sagði Guðmundur H. Gunnarsson. Þórhallur Jónasson, efnaverkfræðingur og gæðastjóri fiskimjöls- og lýsisframleiðslu hjá Síldarvinnslunni, tekur undir orð Guðmundar og leggur áherslu á að mikið framfaraskref fælist í því að öðlast meiri þekkingu á eðli og áhrifum rauðátunnar. „Rauðátan hefur í gegnum tíðina haft gífurleg áhrif á gæði fisks og geymsluþol fisks, sem fullur er af átu, minnkar mjög mikið. Rauðátan veldur losi í fiskholdinu og einnig sjálfsmeltun fisksins og þetta tvennt getur gert hann óhæfan til manneldisvinnslu á örstuttum tíma. Fiskur, sem vinna á í mjöl og lýsi, meltist í súpu ef ekkert er gert til að hægja á sjálfsmeltingunni. Niðurmeltur fiskur skemmist miklu hraðar en átulaus fiskur og veldur heilmiklum vinnsluvandræðum. Þessi vandræði stafa af niðurbroti próteina og í kjölfarið á sér stað uppsöfnun rotamína sem hafa mikil áhrif á gæði mjölsins og einnig á verð þess. Rannsóknir sem geta leitt í ljós hvað unnt sé að gera til að hefta virkni átunnar eru afar mikilvægar enda mikil verðmæti í húfi. Ekki er þó allt neikvætt við rauðátuna. Hún getur
haft jákvæð áhrif á lýsisgæði vegna litarefnisins og hagstæðrar fitusamsetningar. Niðurstaðan er sú að rannsóknir á rauðátu eru einstaklega mikilvægar og full ástæða til að fagna fyrirhugu rannsóknaverkefni Stefáns Þórs Eysteinssonar,“ sagði Þórhallur Jónasson. Sýnasöfnun hafin Stefán Þór segir að nú þegar sé sýna-söfnun vegna rannsóknaverkefnisins hafin og það sé fyrsta skrefið á langri leið. Mælingar á sýnunum munu síðan væntanlega hefjast snemma á næsta ári. Að sögn Stefáns er erfitt að segja til um hvenær fyrstu niðurstöður rannsóknanna liggi fyrir en eins og fyrr greinir er gert ráð fyrir að verkefnið taki að lágmarki þrjú ár. „Ég er orðinn verulega spenntur að hefjast handa því verkefnið er að mörgu leyti heillandi,“ sagði Stefán.
Stefán Þór Eysteinsson er ekki eingöngu líffræðingur og doktorsnemi. Hann er einnig góður knattspyrnumaður og fyrirliði 1. deildarliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Hér er Stefán með boltann í leik gegn Grindvíkingum.
Hættuminna að fara í laseraðgerð en að nota snertilinsur
Lækning í stað hjálpartækja Á milli fimm og tíu prósent þjóðarinnar hefur látið laga í sér sjónina með laseraðgerð enda er aðgerðin bæði óþægindalítil og mjög örugg. Nánast allir fá fullkomna sjón eftir aðgerð. Fyrir margar starfsstéttir er mikið öryggisatriði að losna við gleraugun. Öryggisatriði að sjá hjálpartækjalaust ,,Ég myndi segja að helsti kosturinn við LASIKaðgerðina sé sá að eftir hana finnst manni maður vera svo óheftur, það er hreinlega mögnuð tilfinning að losna við gleraugun,” segir Dr. Jóhannes Kári Kristinsson, eigandi augnlæknastöðvarinnar Augljós sem sérhæfir sig í sjónlagsaðgerðum á augum með laser. Þegar fólk sé með skerta sjón geti það annað hvort notað gleraugu/snertilinsur eða farið í aðgerð. Séu þessar lausnir bornar saman muni samanburðurinn alltaf litast af því að í öðru tilfellinu sé um að ræða hjálpartæki og í hinu lækningu. ,,Það er svo mikið frelsi sem felst í því að losna við hækjurnar. Maður elst upp við að
26
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
líta á gleraugu öðrum augum en heyrnartæki en það er ekki mikill munur á því að vera sjónskertur og því að vera heyrnarskertur, í báðum tilfellum þarf fólk á hjálpartækjum að halda.” Jóhannes segir að fjölmargir sjómenn hafi nú þegar farið í aðgerðina enda komi það sér einstaklega vel fyrir þá að þurfa ekki að nota gleraugu eða snertilinsur. ,,Móða á gleraugum getur verið mjög varasöm og fyrir sjómann sem stendur úti á dekki í vonskuveðri getur þessi móða verið afar hættuleg,” segir hann. ,,Sjómenn sem hafa farið í aðgerðina segja að þetta sé allt annað líf og þeim finnist þeir öruggari eftir. Gleraugu trufla á sjó.” Hann bætir við að fyrir margar aðrar stéttir sé það einnig mikið öryggisatriði að fá sjónina lagaða með aðgerð og nefnir pípulagningamenn, smiði og slökkviliðsmenn. Fyrir lögreglumenn sé það t.d. einstaklega mikilvægt og dæmi séu um það erlendis að vegna þess að gleraugu voru rifin af lögreglumanni hafi vitnisburður hans í sakamáli ekki verið tekinn gildur. Það sé því ekki að undra að aðgerðin sé styrkt af fjölmörgum stéttarfélögum, t.d mörgum félögum sjómanna.
Fólk strax klárt í slaginn Jóhannes segir að aðgerðin sé óþægindalítil. Langflestir finni ekki fyrir neinu á meðan á henni stendur nema svolitlum þrýstingi. Aukaverkanirnar séu sömuleiðis litlar. Fólk finni yfirleitt fyrir einhverjum augnþurrki og fái heim með sér augndropa vegna hans. Þessi einkenni hverfi mjög fljótlega og nánast allir séu orðnir einkennalausir eftir 2-3 mánuði. Rökkursjón minnkar tímabundið fyrstu mánuðina eftir aðgerð, en fæstir finna þó fyrir því nema þeir sem höfðu slæma rökkursjón fyrir hana. ,,Flestir þeirra sem fara í aðgerð á föstudegi geta mætt í vinnuna á mánudegi. Ef fólk er á vinnustað þar sem mikið ryk er í loftinu eða fólk er á sjó þarf það þó að bíða í nokkra daga í viðbót. Vinnutap vegna aðgerðar er því yfirleitt lítið sem ekkert,” segir Jóhannes. Sömuleiðis sé undirbúningstíminn líka skammur, fólk komi oft í forskoðun á fimmtudegi og fari í aðgerðina daginn eftir. ,,Ég fæ marga hingað sem búa úti á landi, þá fer fólk í aðgerðina á föstudegi og keyrir svo heim daginn eftir.”
Nálægt 5% þjóðarinnar hefur nú þegar farið í aðgerðina.
Mjög örugg aðgerð Jóhannes segir aðgerðina vera mjög örugga þar sem hún sé lítið inngrip. Ekkert sé átt við augað sjálft heldur einungis hornhimnuna. ,,Fáir gera sér grein fyrir því að það sé hættulegra að vera með snertilinsur en að fara í sjónlagsaðgerð með laser. Sýkingar vegna snertilinsa eru algengari en fólk heldur og þær geta verið svæsnar. Sem dæmi má nefna að nema hefur þurft brott augu úr fólki með slæmar sýkingar af völdum frumdýrsins Acanthamoeba. Frumdýrin geta borað sig inn í hornhimnuna og eyðilagt augað þannig að ekkert er annað í stöðunni en að fjarlægja það,” segir hann. Því sé einfaldlega þannig farið að ef fólk sé nærsýnt sé því nauðugur einn kostur að grípa til einhverra af þessum þremur kostum sem í boði eru, gleraugna, linsa eða aðgerðar, það sé ekki hægt að gera ekki neitt og einhver áhætta fylgi þeim öllum, líka gleraugum sem þó eru yfirleitt talin mjög örugg. Hann hafi t.d tvisvar skoðað menn sem fengu skiptilykil í gleraugun sem brotnuðu og mennirnir skárust á augum svo að blinda hlaust af. Jóhannes segist hins vegar aldrei hafa heyrt um neinn sem hafi orðið blindur vegna aðgerðar þótt auðvitað sé ekkert 100% öruggt hér í heimi. Hann segir öryggi hafa aukist á undanförnum árum. Sem dæmi nefnir hann að í byrjun hafi læknirinn stýrt mótun lasersins á hornhimnunni með “joystick” en nú orðið sé þetta tölvustýrt, í tölvunni sé svokallaður “tracker”, eða fylgigeisli sem fylgi smávægilegustu hreyfingu augans. Geislinn elti allar hreyfingar augans með gríðarlegri nákvæmni og þess vegna geti t.d fólk með augntitring eða ósjálfráðar augnhreyfingar farið í þessar aðgerðir. Árangur aðgerða virðist vera langvarandi. Langtímaniðurstöður rannsókna á þeim sem fyrstir fóru í þessar aðgerðir um 1990 sýna óbreyttan árangur í flestum tilvikum. Nærsýni, fjærsýni og sjónskekkja Sjávarafl bað hann að útskýra í hverju aðgerðin felist. „Laseraðgerðin byggir á því að notaður er leysigeisli til að endurmóta hornhimnuna
sem er glær kúpull framan á auganu og þannig er staðsetningu fókuspunktsins lagfærð,” segir hann. Augað í okkur sé í laginu eins og borðtenniskúla og fókuspunkturinn er þá á réttum stað. Augað hjá nærsýnum sé hins vegar í laginu eins og langvíuegg og í fjarsýnum sé augað of stutt. Fókuspunkturinn er þvi ekki á réttum stað. Hornhimnan er ljósbrjótur augans og í aðgerðinni er hún gerð flatari hjá hinum nærsýnu þannig að punkturinn færist aftar og hjá þeim fjarsýnu er himnan gerð kúptari svo punkturinn færist framar. Þegar punkturinn er kominn á réttan stað getur fólk séð skýrt. Það er ekki bara hægt að laga nærsýni og fjarsýni heldur sjónskekkju líka. ,,Í venjulegu auga er hornhimnan í laginu eins og evrópskur fótbolti en sé fólk með sjónskekkju er hún í laginu eins og amerískur fótbolti í staðinn. Með lasernum getum við “rúnnað” hana til og þannig sett myndina í fókus.” Því miður komast ekki allir í LASIK aðgerð og verður að vísa um 20% fólks sem kemur í forskoðun frá. Ástæðurnar eru nokkrar; fólk er þá kannski með of þunnar eða kúptar hornhimnur, ýmsa augnsjúkdóma eða heilsufarsástand sem mælir gegn því að aðgerðinni sé beitt. Íslendingar heimsmeistarar Upphaf leysigeislaaðgerðanna má rekja til tölvubyltingarinnar í kringum 1980. Þá fékk verkfræðingur hjá IBM hugmyndina að nota mætti lasergeislann sem mótar kísilflögur tölvanna á lifandi vef og þróaði hana svo áfram í samvinnu við lækna. Nokkrar gerðir eru til af leysigeislum og þessi er þannig að þegar hann er notaður á efni verður það að lofttegund og hverfur án þess að hiti myndist í efninu. Leysigeislinn er gríðarlega nákvæmur og hefur t.d verið skorið í hár með honum og þannig búin til hálfgerð listaverk. Fyrstu aðgerðirnar voru framkvæmdar um 1990 og má segja að þær hafi sigrað heiminn upp úr miðjum áratug þannig að tíu árum síðar var aðgerðin orðin sú algengasta í heimi en áður hafði augasteinsaðgerð verið í fyrsta sæti. ,,Ég fór að framkvæma þessar aðgerðir úti í Bandaríkjunum um það leyti sem læknarnir í Lasersjón, Eiríkur og Þórður framkvæmdu fyrstu aðgerðina hér á landi. Ég var svo heppinn að fá að læra þessar aðgerðir sem undirsérgrein á Duke háskólaspítalanum í Norður-Karólínu, en þá var nýfarið að bjóða upp á slíkt. Þegar ég kom heim að utan árið 2001 hóf ég þegar að framkvæma sjónlagsaðgerðir með laser, enda eftirspurnin mikil. Það er ekki ólíklegt að við eigum heimsmet í fjölda aðgerða á ári, svona miðað við höfðatölu, eins og með svo margt annað.” Hjá Augljósi eru framkvæmdar um 1000 aðgerðir á ári. Tölur frá stofunum sem bjóða upp á aðgerðirnar hafa ekki verið teknar saman en Jóhannes telur sennilegt að fjöldinn sé að nálgast 30 þúsund, þ.e. augu. Það séu því líklega nálægt 5% þjóðarinnar sem hafi nú þegar farið í aðgerðina og þurfi flestir aðgerð á báðum augum. Hann segir að meðalaldur þeirra sem fari í aðgerðina lækkandi, farið úr 40 árum í 35 ára aldur og skiptist fjöldinn jafnt milli karla og kvenna.
Jóhannes segir að aðgerðin sé óþægindalítil.
Lesgleraugu hverfa hjá mörgum Langflestir þeirra sem fara í aðgerðina losna við að ganga með gleraugu, eða um 98%. Flestir yfir 45 ára aldri þurfa þó að nota gleraugu við lestur eins og aðrir. Fyrir u.þ.b. þriðjung þeirra sem þurfa á lesgleraugum að halda er þó komin lausn því árið 2012 tók Augljós í notkun nýja laseraðferð, svokallaða Presbymax, en með henni má útbúa einskonar lespunkt á hornhimnunni. Notkun lesgleraugna verður því að mestu eða að öllu leyti óþörf. Ástæður þess að lausnin hentar ekki öllum eru nokkrar en aðalástæðan er sú að sjáaldur augnanna eru of stór. Jóhannes telur þó líklegt að hlutfall þeirra sem geta farið í þessa aðgerð eigi eftir að hækka því tækniþróunin hafi verið mjög hröð og þessi tækni sé ekki nema nokkurra ára gömul. Það sé alltaf eitthvað rétt handan við hornið. ,,Við Íslendingar stöndum mjög framarlega á þessu sviði og við notum fullkomnustu tækin hverju sinni. Ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram og það verða því vonandi æ fleiri sem geta nýtt sér þessa mögnuðu tækni.”
,,Ég fæ marga hingað sem búa úti á landi, þá fer fólk í aðgerðina á föstudegi og keyrir svo heim daginn eftir.”
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
27
UPPSKRIFT
Austurlensk fiskisúpa Fyrirmyndin að þessari uppskrift kemur úr fiskibók Hagkaups og ég hef gert hana reglulega gegnum tíðina. Hún er ekki bara rosalega góð heldur tekur bara nokkrar mínútur að gera hana, algjört lostæti ! Ég breytti henni að sjálfsögðu aðeins en í upprunalegri útgáfu er 1,5 ltr af kókosmjólk, ég nota bara eina dós og kjúklingasoð á móti. HRÁEFNI • 800 gr fiskur (ég nota þorsk, skötusel og rækjur og stundum lúðu. Má líka vera kræklingur, steinbítur eða annað að vild) • 3 cm rifin engiferrót • 1-2 rauður chili, fræhreinsaður og smátt saxaður • 1 búnt kóríander • 2-3 stilkar sítrónugras EÐA smá lime-börkur • 1 dós þykk kókosmjólk (endilega kaupa gæða kókosmjólk og ekki heldur "light") • 1 ltr kjúklingasoð • 2-3 msk fiskisósa • 5 stk vorlaukar, sneiddir • 1 stk lime Setjið engifer, chili, kóríander, kókosmjólk, sítrónugras og kjúklingasoð í pott og sjóðið saman í smá stund (gott að gera það bara fyrirfram og láta standa). Þegar kemur að því að borða er fiskurinn settur útí ásamt fiskisósu, vorlauk og lime safa. Smakka til með krafti og/eða maldonsalti. Síðast þegar ég eldaði súpuna var það með hraði og því bar ég hana fram með súrdeigs-hvítlauksbrauði sem sló rækilega í gegn. Ég keypti þetta frábæra súrdeigsbrauð í Sandholts bakaríi, sneiddi það svo og smurði með heimagerðu hvítlaukssmjöri. Svo stráir maður örlitlu af rifnum osti yfir og setur þetta undir grillið í ofninum í andartak.
28
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Hvítlaukssmjör: • 1/2 dós Smjörvi • 3 marin hvítlauksrifjum • 1 msk þurrkuð steinselja • Maldonsalt Þetta klikkar ekki! Um höfundinn: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.
SJÁVARAFL ÁGÚST 2105
29
HIN HLIÐIN
Helgi Seljan Fullt nafn: Georg Helgi Seljan Jóhannsson Fæðingardagur og staður: 18. Janúar 1979, fæðingarheimilinu í Reykjavík. Fjölskylduhagir: Í syndsamlega næs sambúð með þremur stelpum; unnustu minni og dætrum. Draumabílinn: Ég er blessunarlega laus við að dreyma mikið bíla. Sá besti er Corollan mín, eftir að ég borgaði síðustu afborgunina af bílaláninu. Besti og versti matur: Mér finnst allur matur bestur. Vantar eiginlega mjög nauðsynlega að komast í tæri við þann versta, svo ég éti kannski aðeins minna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Breiðafjörðurinn Starf: Sjómaður, en milli plássa. Á meðan er ég fréttamaður. Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn: Ég hafði mjög rómantískar hugmyndir um sjómennsku og sjómenn; vín og víf, áður en ég fór fyrst til sjós. Þær stóðu kannski ekki allar undir væntingum. Línan í laginu Sjómennskan er ekkert grín: „Þá skyldi ég sigla um eilífan aldur ef öldurnar breyttust í vín.“ Breyttist fljótt í „Þá skyldi ég sigla um eilífan aldur ef öldurnar breyttust í Koffínatín.“ Eftir að ég jafnaði mig á sjóveikinni þótti mér sjómennskan fín. Og ekki spilltu tekjumöguleikarnir fyrir. Ég næ ekki alveg utan um það hvað nákvæmlega heillar svona við þetta starf en það er hellingur.
30
SJÁVARAFL ÁGÚST 2015
Tvö ólík störf sjómennskan og fréttamennskan.
Stundaðir þú líkamrækt á sjónum: Nei, enda þurfti ég þess ekki, þar sem ég var aldrei vélstjóri. Ef þú mundir smíða þér skip/bát hvað mundir þú láta það heita: Ég á bát í félagi við tvo vini mína, sem ég vonast til að okkur takist einhvern tímann að klára að gera upp. Hún heitir Lilla Hegga. Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Sumarið. Hvað fannst þér erfiðast við sjómennskuna: Þegar ég var yngri þótti mér hún slíta illa í sundur fyllerí. Í dag held ég samt að mér þætti fjarveran frá fjölskyldu og ástvinum erfiðari. Eftirminnilegasta atvikið á sjó: Ætli það sé ekki bara fyrsta sjóferðin mín á Snæfuglinum. Ætli sé ekki bara við hæfi að ég biðji hér með Pál Rúnarsson opinberlega afsökunar á því að hafa ælt á nýju stígvelin hans. Hefur þú orðið hræddur á sjó: Já, oft. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða ship-o-hoj: Hvorugt. MB Rosinn, þeirra Tolla og Bubba, er að mínu mati miklu betra sjómannalag. Siginn fiskur eða gellur: Gellur Smúla eða spúla: Ég hef komist að því að ég nota bæði orðin jafnt. Þetta er dálítið eins og Cheerios bara; bæði betra.
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI
Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna
Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar. JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.
Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.