Sjávarafl 4.tbl 11.árg

Page 1


SJÁVARAFL

Desember 2024 4. tölublað 11. árgangur

Gleðilegjól

Vistin dauf og leitaði

4 Hin fyrstu jól

6 Fannst vistin dauf og leitaði fjörið uppi

8 „Gríðarleg hugarfarsbreyting þegar kemur að gæðum og meðferð matvæla“

12 „Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd“

16 Vanmetnasta björgunarafrek síðari ára

18 Námskeið um meðhöndlun á matvælum fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta

22 „Ég var aðeins 13 ára þegar ég fékk fyrst kaup fyrir að fara á sjó“

26 Konan í brúnni

30 Leikskólinn Sóli

34 Ljósin tendruð við hátíðlega athöfn

34 Bútungur er lostæti

34 Eini búnaðurinn sem er samþykktur á heimsmarkaði

38 Litlar jóla-pavlovur

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf

Ljósmyndari: Óskar Ólafsson

Forsíðumynd: Óskar Ólafsson

Prentun: Prentmet Oddi ehf

Fiskneysla

Allt frá landsnámstíð hefur útflutningur sjávarafurða verið þýðingamesta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Þróun á því að auka verðmætasköpun hér á landi er mikil, þrátt fyrir að aflamagn hafi í heild sinni hætt að aukast. Þeir sem starfa í þessum geira eru duglegir að deila þekkingu og reynslu á öllu sem tengist sjávarútvegi og tengslamyndun sem getur reynst fyrirtækjum ómetanleg.

Þrátt fyrir allar þessar kynningar, menntun og gott tengslanet er undarlegt að dregið hefur úr fiskneyslu landans síðustu ár. Sumir vilja kenna háu verðlagi um. Undirrituð spyr sig hvort það sé ekki mýta. Ætli það ekki frekar það að í dag finnst mörgum gott að kaupa unnar kjötvörur?

Sorglegast er að sumt hættir maður að geta keypt. Gott dæmi er að fiskbúðum hefur fækkað svo um munar á undanförnum árum og nú síðast hætti Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði. Þessi fiskbúð var annáluð fyrir afburðagóðar vörur og þjónustu og mátti þar til dæmis fá alvöru skötu og hnoðmör að vestfirskum sið og er spurning er hvort hin vestfirska verkunaraðferð/matarmenning glatist.

Einhverjir myndu telja að það sé nóg að fá prótein eingöngu úr þar til gerðum drykkjum en sjálf mæli ég með mat sem eldaður er frá grunni og helst að við borðum fisk fjórum sinnum í viku, eða þessi klassíska regla að borða annan daginn fisk og hinn kjöt.

Megi góður Guð gefa fjölskyldum ykkar nær og fjær, gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Elín Bragadóttir ritstjóri

Bára Huld Beck blaðamaður
Sigrún Erna Geirsdóttir blaðamaður
Óskar Ólafsson ljósmyndari og prófarkalesari
Kristín List Malmberg blaðamaður
Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður
Alda Áskelsdóttir blaðamaður
Malín Brand prófarkalesari

FLOTTROLL

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri straumhraði = Minni þrýstingur
Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni straumhraði = Meiri þrýstingur Þankraftur

Laufey Brá Jónsdóttir sóknarprestur í Grundarfirði

Hin fyrstu jól

Ein besta tilfinning sem ég á er að setja gamla hljómplötu á fóninn. Heyra hvernig nálin dansar og það skrjáfar í plötunni. Hin fyrstu jól, röddin hennar Ingibjargar Þorbergs hljómar, allt verður kyrrt, allt verður svo rólegt og áreynslulaust þegar hún syngur fyrir okkur söguna um hin fyrstu jól.

Hvernig dimmir og hljóðnar í Davíðsborg og hvernig andinn kemur yfir okkur, hinn heilagi andi sem að mörgu leyti verður áþreifanlegur á jólanótt.

Margir eiga svo góðar minningar frá jólunum, minningar um að hafa sofnað við tifið í saumavélinni og vaknað á aðfangadagmorgun þar sem ný klæði biðu og kökur í skálum. Að upplifa alsnæktir. En þessar alsnæktir eru tengdar því sem einstaklingar gáfu af sér, þær eru nefnilega ekki tengdar dýrum gjöfum. Þær eru tengdar natni og alúð. Ég er alveg viss um að ef við myndum fara yfir hvað við fengum í jólagjöf í fyrra þá myndum við þurfa að leggja á okkur til að muna. En við munum gleðina, við munum andrúmsloftið við munum tilfinninguna og það er hún sem við sækjumst eftir. Við eigum okkur mörg líka hefðir, jólahefðir sem við byggjum upp í gegnum lífið. Sumar hefðir fylgja okkur, aðrar tökum við upp. Sumar eru góðar og við höldum fast í þær, en svo eigum við það líka til að koma okkur upp hefðum sem ekki eru góðar og ef til vill er komin tími til að leggja þeim. Spyrja okkur einfaldrar spurningar; er einhver vani sem ég ætla að leggja af á þessum jólum?

Ef hefðirnar okkar eru ekki uppbyggilegar og gleðja ekki þá er gott að sleppa þeim bara. Fyrst og síðast eru jólin hátíð barnanna og það sem við munum sem fullorðnar manneskjur þegar að við minnumst jólanna eru tilfinningalega tengdar minningar. Við munum hvernig okkur leið, gerum þessar minningar góðar fyrir komandi kynslóðir og fyrir okkur sjálf.

Við fáum nefnilega að vera börn um stund á jólunum að njóta þess með börnunum að gleðjast og undrast. Það er auðvelt að týna sér í einhverju sem í raun engu máli skiptir. En það er alveg jafn auðvelt að njóta og hafa gaman. Fara út á jólanótt og finna lyktina af snjónum þegar að hann fellur á andlitið á okkur. Að leyfa okkur að láta tímann standa kyrran um stund. Búa til snjókarl og fá okkur súkkulaði með rjóma.

Við fáum nefnilega að taka þátt í helgi, þátt í einhverju sem er heilt og heilagt. Jólin fjalla um nýtt líf, þau fjalla um frelsarann okkar og þau fjalla um von.

Það var von fyrir litla barnið sem fæddist í Betlehem og við biðjum um von og lausn fyrir litlu börnin sem fæðast í nágrenni við Betlehem nú á jólum. Vonin er það dýrmætasta sem við eigum í hjörtum okkar. Trúin, vonin og kærleikurinn eru systkyn sem haldast í hendur og birtast okkur í sinni fallegustu og tærustu mynd á jólum. Þó að hjarnið sé kalt og sorgin nísti sem er raunveruleiki sem margir búa við, það eru nefnilega margir sem hafa misst og sakna um jólin. Það getur rifið í sárin okkar. Við getum upplifað að við viljum ekki halda jól, að við treystum okkur ekki til þess. Við getum verið veik, lífið fer nefnilega ekki í frí um jólin, lífið fer ekki í jólafrí það bara geysist fram.

Þess vegna er svo gott að hugsa um barnið sem fæddist á jólunum svo saklaust og tært. Muna að það fæðist ekkert barn með klukku, seðlaveski eða áhyggjur. Heldur bara tært ljós sem er svo auðvelt að umvefja með kærleika.

Verum samferða þessu barni þessi jól, kveikjum á kertum, finnum lyktina af piparkökunum hlustum á fallega tónlist, gerum allt það sem auðgar okkur og það sem hressir sálina.

Og stjarna skín gegnum skýjahjúp með skærum lýsandi bjarma

og inn í fjárhúsið birtan berst og barnið réttir út arma en móðirin sælasti svanni heims hún sefur með bros um hvarma

Guð gefi þér gleðileg jól.

Síldarvinnslan hf. sendir starfsfólki sínu og landsmönnum öllum jóla- og nýárskveðjur.

Gylfi EA á leið út fjörðinn frá Suðureyri, á leið til Akureyrar þar sem honum var skilað til eigenda. Hann setti heljarmikinn reykjarstrók í loftið sem kveðju eftir misjafna meðferð. Ljósmyndari: Halldór Bernódusson.

Fannst vistin dauf og leitaði fjörið uppi

Sagan af strandinu á Gylfa EA í febrúar 1963

Veturinn 1963 leigði Fiskiðjan Freyja línubátinn Gylfa EA sem var frá Árskógsströnd í Eyjafirði. Þetta var 36 tonna eikarbátur og skipstjóri á honum var Ásgeir Sölvason. Laugardaginn 2. febrúar var Stútungur haldinn á Flateyri, sem er það sama og þorrablót á stöðunum í kring og var Ásgeiri skipstjóra og hans konu boðið á mótið þar sem þau eru Önfirðingar. Heiðin var lokuð eins og vanalega svo Ásgeir og hans kona fóru á Gylfanum vestur á Flateyri og tók hann einnig Geira vélstjóra með sér. Þar sem hann var ekki með konu með sér var hann ekki gjaldgengur í fjörið. Geiri kallinn var með bokku meðferðis og gerði sér gott af henni en fannst vistin dauf. Síðar um kvöldið tók hann það til bragðs að hann leysti landfestar og sigldi bátnum til Suðureyrar til að komast í meira fjör. Skipstjórinn var látinn vita að báturinn væri farinn úr höfninni og grunaði hann strax hvað væri á seyði. Hafði hann samband við hreppstjórann á Suðureyri og bað hann að ganga í málið. Það stóð heima, Geiri kom að bryggju stuttu fyrir miðnætti. Tók hreppstjórinn þá af honum loforð um að fara ekki um borð aftur fyrr en hann yrði beðinn um.

Geiri hafði áhuga á meira fjöri og sá hann ljós í glugga hjá Halla stýri, þar var líka Beggi redd og þar tók gleðin völdin um nóttina. En um fjögurleytið fannst þeim tilvalið að sækja skipstjórann af Stútungnum og öll bönn voru gleymd. Nú var báturinn vel mannaður og haldið af stað út fjörðinn. Það var hæg norðanátt og kafaldsbylur og þar af leiðandi lítið skyggni. Í bátnum var ekki radar, aðeins dýptarmælir og kompás.

Siglingakunnáttan var samt alls ekki í lagi þar sem þeir sigldu út fjörðinn en þeir ætluðu svo í SV fyrir Sauðanesið en fóru „óvart“ í SA. Sem sagt í Súgandafjörðinn aftur og keyrðu rakleiðis á fullri ferð upp í Skollasand. Það var hásjávað og báturinn var með stefnið nánast á þurru. Báturinn var kominn á hliðina svo ekki þurfti að reyna að bakka út, það var nú samt reynt en var tilgangslaust. Þá var öllum flugeldunum skotið upp í kafaldskófið án árangurs. Þá fór Halli stýri upp á stýrishúsið og losaði gúmmíbjörgunarbátinn og henti honum fyrir borð, tók svo í strenginn þar til báturinn blés út.

Það var stutt niður til gúmmíbátsins vegna þess að bakborðshalli var á Gylfa EA. En okkar menn tóku eftir því þegar í gúmmíbátinn var komið að hann var á þurru, það var bara sandur undir. Þetta gerði björgunina auðveldari og gengu félagarnir upp á bakkana sem þar voru. Þegar upp á bakkana var komið sáu þeir ljós í glugga ekki mjög langt frá og var stefnan tekin rakleiðis þangað. Þeir komu þar að húsi og knúðu dyra, kom þá til dyra sr. Jóhannes Pálmason sóknarprestur sem hafði búsetu á Stað í Súgandafirði. Varð þá skipbrotsmaðurinn Halli stýri mjög svo hissa en hann þekkti húsráðanda og spurði hvað hann væri að gera „hér í Önundarfirði“.

Óhætt er að segja að illa voru þeir félagar áttaðir og vissu engan veg inn hvar þeir voru og var eins gott að þeir fóru ekki í talstöðina.

Síðar var varðskipið Albert fengið til að draga bátinn af strandstað og tókst það giftusamlega á flóðinu. Albert fór með Gylfann til Ísafjarðar

þar sem hann fór í slipp til viðgerðar. Skemmdir voru bara á strákjöl og botninn var eitthvað nuddaður.

Sögumaður sem var búinn að ljúka 1. bekk Stýrimannaskólans í Reykjavík, hafði verið ráðinn sem stýrimaður á þennan bát og las um strandið á flugvellinum í Reykjavík en þegar til Ísafjarðar var komið var verið að setja Gylfann í slipp. Leiðin lá fótgangandi yfir heiðina til Suðureyrar ásamt vélstjóranum sem áður hefur verið nefndur og hefur því söguna frá fyrstu hendi.

Skollasandur í Súgandafirði.

Gylfi í Skollasandi 3.febrúar 1963. Ljósmynd: Úr safni sr. Jóhannesar Pálmasonar

Siglingaleið Gylfans þegar gleðin stóð sem hæst.

Guðmundur H. Hannesson framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frost

Framkvæmdastjórinn, fyrir framan starfsstöð Frost á Akureyri þar sem hann hefur starfað í 31 ár. Ljósmynd/Aðsend

„Gríðarleg hugarfarsbreyting þegar kemur að gæðum og meðferð matvæla“

Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar

Frost, hefur starfað í kæliiðnaðinum í 36 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og þekkingu í þróun og breytingum í kæligeiranum.

„Það hefur orðið gríðarleg hugarfarsbreyting þegar kemur að gæðum og meðferð matvæla ásamt nýtingu orku og glatvarma,“ segir Guðmundur um breytingarnar í áranna rás.

Kælismiðjan Frost stofnuð í kjölfar gjaldþrots

Slippstöðvarinnar

Guðmundur hóf störf og lærði vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri og starfaði í framhaldinu á kælideild Odda fram til 1993.

„Þegar Slippstöðin á Akureyri varð gjaldþrota 1993 var hún í eigu ríkisins og Akureyrarbæjar. Ríkið gerði kröfu um að við endurreisn

Slippstöðvarinnar kæmi þriðji aðilinn inn. Kaupfélag Eyfirðinga sem átti

og rak Vélsmiðjuna Odda var sá aðili,“ segir Guðmundur og bætir við að eftir sex mánuði hafi verið útséð um að starfsemi kælideildarinnar ætti heima í Slippstöðinni. Starfsmenn kælideildar Odda og starfsmenn úr kælifyrirtæki í Reykjavík ásamt Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans í Reykjavík stofnuðu í kjölfarið Kælismiðjuna Frost.

Yngsti stofnandinn vann sem starfsmaður á plani „Ég var einn af stofnendum fyrirtækisins og sá yngsti aðeins 24 ára gamall. Ég tók ekki beinan þátt í rekstrinum, var starfsmaður á plani,“ segir Guðmundur sem tók fljótlega við staðarstjórnun á ýmsum verkefnum innanlands og utan, m.a. við byggingu Síldarvinnslunnar árið 1996, uppsetningu á frystikerfum í skipum og landvinnslum í erlendum skipasmíðastöðvum í Póllandi, Suður Ameríku, Afríku og víðar. 1. desember 2001 tók Guðmundur við sölu- og tæknideildinni og nákvæmlega 19 árum síðar, 1. desember 2020 tók hann við framkvæmdastjórastöðu Kælismiðjunnar Frost. Að sögn Guðmundar er nafnið Kælismiðjan Frost á bak við kennitölu félagsins. Frost sé hins vegar vörumerki félagsins og að daglega gangi fyrirtækið undir því nafni.

Stöðug endurmenntun nauðsynleg

„Starf framkvæmdastjóra er fjölbreytt og ég bý að því að hafa unnið í fyrirtækinu í 31 ár. Starfsemi Frost er í sífelldri þróun, verkefnin fjölbreytt og þekkinguna þarf stöðugt að uppfæra,“ segir Guðmundur sem er í stöðugri endurmenntun á ýmsum námskeiðum og kynningum á nýjungum í kæliiðnaðinum.

„Ég vakna enn jafn spenntur á hverjum morgni að fara í vinnuna eins og ég gerði 24 ára.“

„Ég

var einn af stofnendum fyrirtækisins og sá yngsti aðeins 24 ára gamall. Ég tók ekki beinan

þátt í rekstrinum,

Svolítill karlpungabransi

var starfsmaður á plani“

Guðmundur segir að um 70 karlar starfi í fyrirtækinu og eigi starfsmenn um 60% hlut í fyrirtækinu auk tveggja annarra hluthafa.

„Það vinnur engin kona hjá Frost. Ekki af því að við viljum það ekki, heldur er þetta svolítill karlpungabransi og lítið um að konur leiðist inn á okkar brautir og sérhæfi sig í greininni. Það hafa tvær stelpur verið nemar hjá okkur en þær fóru báðar í meira nám,“ segir Guðmundur og bætir við að kona hafi unnið á skrifstofunni fyrir 25 árum og nú sé ein kona í stjórn félagsins.

Starfsstöðvar Frost eru á fjórum stöðum Akureyri, Garðabæ, Selfossi og tækniþjónusta í Kolding í Danmörku. Verkefni eru m.a. á Íslandi, Kína, Suður-Ameríku, Póllandi, Noregi, Danmörku og Færeyjum.

Frost vel skilgreint fyrirtæki

„Frost er vel skilgreint sem hönnunar, verktaka og þjónustufyrirtæki fyrir kæli og frystiiðnaðinn. Þar sem höfuðáherslan er lögð á ráðgjöf og hönnun og góða þjónustu í matvælaframleiðslu frá upphafi og þar til afurðin endar á disknum hjá neytendum,“ segir Guðmundur og ítrekar ríka kröfu um að tryggja bestu framleiðslu og geymsluskilyrði og gæði frá upphafi til enda. Guðmundur segir fyrirtækið alla tíð hafa fylgt framþróun í matvælaframleiðslu og það hafi verið nóg að gera frá stofnun þess. Verkefnastaðan geti verið sveiflukennd í takti við efnahagssveiflur. Misvitrar ákvarðanir ráðamanna hafi mikil áhrif á stöðu fyrirtækja í landinu og það sé í raun mesta ógnin sem fyrirtæki standa frammi fyrir, sem og pólitískur órói.

Varmadæla hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Þar sem vistvæn orka og glatvarmi eru nýtt til fulls. Ljósmynd/Aðsend

Hugarfarsbreyting í orkumálum

Guðmundur segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið í hugsunarhætti í framleiðslugeiranum gagnvart orkunýtingu og nýtingu á glatvarma. „Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við viðskiptavini okkar til þess að finna leiðir til að nota vistvænni orkugjafa og hámarka nýtingu glatvarma eins og hægt er,“ segir Guðmundur og bendir á að fyrr í haust hafi Frost afhennt risastóra varmadælu til fiskeldisstöðvarinnar Laxey í Vestmannaeyjum sem hækkar sjávarhitastig í körunum hjá Laxey úr sjö til níu gráðum upp í stöðugar tólf gráður. Með því nái laxinn fimm kílóa kjörþyngd mun fyrr en ella. Ný varmadæla var sett upp við frystikerfi frystigeymslnanna hjá Síldarvinnslunni þar sem glatvarmi er nýttur til hitunar í verksmiðjum Síldarvinnslunnar.

Frá ísskápaviðgerðum til stærstu uppsjávarverksmiðju í heimi

Að sögn Guðmundar eru verkefni Frost allt frá því að gera við heimilisísskápa og í að setja upp stærstu uppsjávarverksmiðju í heimi.

„Frost var fengið til að sjá um hönnun og uppsetningu á stærstu uppsjávarverksmiðju í heiminum í Færeyjum 2018 og 2019. Verksmiðjan hefur getu til að frysta 1300 tonn af makríl á sólarhring en grunnhönnun verksmiðjunnar gerir ráð fyrir að hægt sé að frysta 1800 tonn með því einu að bæta við vélbúnaði í verksmiðjuna.“

True color frysting

Eitt af þróunarverkefnum Frost er þróa frystingu sem skilar bestu gæðum í laxaframleiðslu og jafnframt fallegum lit á fiskinn þegar hann er færður á diskinn.

„Þróun á kælingu á fiskafurðum hefur verið stór þáttur í starfi Frost og í þeirri þróun höfum við unnið með mörgum aðilum. Það skiptir máli hversu hratt hægt er að frysta laxinn. Með True color erum við búnir að þróa aðferð sem frystir laxinn á fimm til sex klukkustundum og kemur þannig í veg fyrir að rífa sellurnar í kjöti laxins og að safinn leki úr honum þegar hann er afþíddur,“ segir Guðmundur og nefnir að með þessari aðferð fáist fallega rauður lax í stað þess fölbleika sem oft er í boði í frystum matvöruverslana.

Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frost, slakar á og hleður batteríin inn við fjallið Kistu. Ljósmynd/Aðsend

Mikil tækifæri til að draga úr magni kælimiðla

Guðmundur sér mikil tækifæri í kæligeiranum. Hann segir umverfis- og loftslagsmálin fái sífellt meiri athygli og í dag séu gerðar miklar kröfur til notenda að draga úr notkun kælimiðla sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Í dag sé lögð rík áhersla á að skipta öllum slíkum kerfum yfir á náttúrulega kælimiðla sem hafa engin skaðleg áhrif á umhverfi sitt.

„Í einu af nýjustu skipum íslenska flotans, Sigurbjörgu ÁR, hannaði

Frost nýja lausn þar sem algjört lágmarksmagn náttúrulegs kælimiðils er notað í afmörkuðu rými skipsins sem tryggir til muna öryggi,“ segir

Guðmundur stoltur af þeirri þróun sem Frost hefur staðið fyrir með því að lágmarka kælimiðlamagn og hámarka orkunýtingu.

Skortur á kælivirkjum er áskorun

Guðmundur segir það mikla áskorun að fá hæft starfsfólk með menntun í kælivirkjun.

„Það hefur verið unnið ötullega með yfirvöldum í 15-20 ár að bjóða sértæka menntun í kælitækni. Nú er verið að útbúa námsskrá og áætlað er að hefja kennslu í kælitækni að ári,“ segir Guðmundur sem vonar að upplausnin í pólitíkinni komi ekki í veg fyrir að námið hefjist.

Virkt samtal við viðskiptavini á Sjávarútvegsráðstefnunni

Guðmundur hefur sótt flestallar sjávarútvegsráðstefnurnar frá upphafi og segir að hún stuðli að virku samtali við viðskiptavini og fari yfir tækifæri og ógnir í sjávarútvegi sem að endurspegli þær áherslur sem þarf að leggja áherslur á í kæliiðnaðinum.

„Sjávarútvegsráðstefnan hjálpar okkur að beina sjónum okkar að því hvaða vörur við þurfum að þróa. Allt byrjar þetta með sölumanninum sem fer og finnur tækifæri hjá neytandanum. Hvað hann vantar, í hvaða stærð og gæðum. Það er nauðsynlegt að geta tekið virkan þátt í þróun tækja og tóla með viðskiptavinum, en til þess þarf traust á milli okkar og viðskiptavinanna.“

„Sjávarútvegsráðstefnan hjálpar okkur að beina sjónum okkar að því hvaða vörur við þurfum að þróa. Allt byrjar þetta með sölumanninum sem fer og finnur tækifæri hjá neytandanum. Hvað hann vantar, í hvaða stærð og gæðum“

Þróun allt frá nokkrum dögum í mánuði og ár

Guðmundur stýrði málstofu á Sjávarútvegssýningunni 2023 undir heitinu, Þróun í frystitækni. Þar fluttu framsögu tveir starfsmenn Frost, Sigurður J. Bergsson, sem fjallaði um segul-og hljóðbylgjufrystingu, og Kristján Arnór Grétarsson, sem fjallaði um Frystingu með stýrðu hita- og rakastigi.

Guðmundur ásamt eiginkonu sinni, Herdísi Regínu Arnórsdóttur, á góðri stundu. Ljósmynd/Aðsend

„Þarna vorum við að kynna tvö af fjölmörgum þróunarverkefnum okkar. Þróun getur tekið mislangan tíma. Hún getur tekið frá nokkrum dögum eða vikum upp í mánuði og ár.“

Guðmundur segir að Sjávarútvegsráðstefnan 2024 undir yfirskriftinni, Stjórnun fiskveiða – svo miklu meira en kvóti, hafi staðið undir væntingum. Frost tók þátt í ráðstefnunni í málstofu um „Tæknilega samkeppnishæfi Íslensk sjávarútvegs“ þar sem Frost gerði grein fyrir þróun kælimiðla og nauðsyn þess að horfa til nátturulegu kælimiðlana eins og CO2 og NH3. það sé alltaf jafn spennandi að sækja sýninguna heim og taka virkan þátt í samtalinu um framtíðarverkefni.

„Grunnurinn að góðu hjónabandi er gagnkvæmt traust og virðing“

Guðmundur segist hafa verið heppinn í lífinu. Hann hafi kynnst konunni sinni þegar hann var fimmtán ára og eigi hana enn.

„Við vorum svolítið að flýta okkur, við urðum foreldrar sextán ára gömul og svo bættust við tvö í viðbót. Öll börnin eru uppkomin og hafa gefið okkur átta barnabörn. Það er mikið ríkidæmi fyrir 55 ára gömul hjón. Öll fjölskyldan býr á Akureyri og það eru sextán manns við borðið í sunnudagsmatnum,“ segir Guðmundur og bætir við að grunnurinn að góðu hjónabandi sé góð kona, heilindi, heilbrigð samskipti og skilningur á ólíkum áhugamálum.

Of mörg áhugamál

„Ég spila innanhússfótbolta með fjölskyldunni og vinum tvisvar í viku. Hjóla mikið á Endurohjólinu mínu bæði á sumrin og veturna og á snjósleða á veturna bæði innanlands og utan með fjölskyldu og vinum,“ segir Guðmundur sem hefur það lífsmottó að gera betur á morgun en í gær og vera góður maður.

Á sjávarútvegsráðstefnunni er farið yfir ógnir og tækifæri. Guðmundur sér líka ógnir og tækifæri á Endurohjólinu sínu. Ljósmynd/Aðsend

„Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd“

Í aftakaveðri í nóvember 2001 rak Örfirisey RE stjórnlaust upp að Grænuhlíð í mynni Jökulfjarðar. Varðskipið Ægir hafði gert ítrekaðar tilraunir til að koma taug í togarann en allt kom fyrir ekki. Á meðan fylgdust þeir Kristinn Gestsson, skipstjóri og Ægir Fransson, stýrimaður á Snorra Sturlusyni með félögum sínum á Örfiriseynni reka sífellt nær landi. „Þegar Landhelgisgæslan hafði gert nokkrar tilraunir sem allar misheppnuðust og þurfti tíma til að undirbúa sig fyrir næstu tilraun, óskuðum við eftir að fá að skerast í leikinn og freista þessa að koma taug á milli skipanna, þar sem við vorum tilbúnir í verkefnið,” segir Kristinn.

Þeir félagarnir Kristinn og Ægir voru á sjó saman í tæpan aldarfjórðung. Lengst af var Kristinn skipstjóri en Ægir stýrimaður. Undir það síðasta voru þeir hins vegar báðir skipstjórar á sama skipinu en hvor á sinni

vaktinni. „Ég var fimmtíu ár á sjó og þar af helminginn með Kristni. Það er ekki stuttur tími,“ segir Ægir og brosir. Blaðamaður fann líka fljótlega eftir að hann settist niður með þeim að þeir gjörþekkja hvor annan og á milli þeirra ríkir hlýja, virðing og vinskapur. Þeir Kristinn og Ægir hafa báðir látið af sjómennsku eftir langan og farsælan sjómannsferil. Ægir heldur nú um stýrið á húsbíl sem hann ferðast á um víða veröld en Kristinn vinnur í söludeild Hampiðjunnar. Blaðamaður hitti þá félaga til að rifja upp magnþrungna nótt þegar þeim, ásamt áhöfn á togaranum Snorra Sturlusyni, tókst að bjarga áhöfninni á Örfirisey úr bráðum sjávarháska á elleftu stundu.

„Við gerðum okkur klára jafnvel þó að Landhelgisgæslan væri á leiðinni“

Aðfaranótt laugardagsins 10. nóvember árið 2001 gerði aftakaveður á miðunum fyrir vestan land. Þau skip sem voru á þessum slóðum héldu því í var, þar á meðal Grandaskipin Snorri Sturluson og Örfirisey. „Hefðbundin bræla á Vestfjarðamiðum er norðaustanátt en í þetta skiptið var það suðvestan sem stóð beint á land. Við þurftum því að leita vars í Ísafjarðardjúpi,“ segir Kristinn.

Það voru nokkuð mörg skip á þessum slóðum og í fyrstu virtist allt ætla að ganga vel þrátt fyrir kolvitlaust veður og haugasjó. „Ég var á vakt í brúnni,“ bætir Ægir við og heldur áfram: „Við vorum á 12 tíma vöktum. Kristinn á daginn en ég á nóttinni. Þessa nótt hafði Símon skipstjóri á Örfiriseynni samband við mig og sagði að upp hefði komið bilun í gír og skipið væri vélarvana. Það rak því stjórnlaust í átt að landi. Nokkru síðar hafði hann hins vegar aftur samband og sagðist vera búinn að óska eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Hún væri á leiðinni og ég þyrfti því sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Ég ákvað þá að bíða um sinn með að vekja Kristin því ég vissi að ef við þyrftum að aðstoða yrði dagurinn hjá honum mjög langur.“ Nokkru síðar vakti Ægir svo Kristin. „Við ákváðum þrátt fyrir að Landhelgisgæslan væri á leiðinni að gera allt klárt um borð hjá okkur ef svo skyldi fara að við þyrftum að grípa inn í,“ segir Kristinn. Það má segja að þessi ákvörðun þeirra félaga hafi skipt sköpum þegar upp er staðið. „Við fórum mjög vel yfir það hver ætti að vera hvar og hver ætti að gera hvað og æfðum það með áhöfninni,“ segir Kristinn en Snorri Sturluson var staddur tæpar 20 sjómílur frá Örfiriseynni þegar kallið barst. „Ég tók stímið beint á þá og við létum svo reka með þeim. Það má segja að við höfum rekið með þeim alla nóttina og nánast þar til við vorum komnir upp í fjöru,“ bætir Ægir við alvarlegur í bragði.

„Ég tók

stímið beint á þá og við létum svo reka með þeim. Það má segja að við höfum rekið með þeim alla nóttina og nánast þar til við vorum komnir upp í fjöru.“

Náðu að koma taug á milli skipanna Fljótlega eftir að Landhelgisgæslan kom á staðinn og björgunaraðgerðir hófust fóru að renna tvær grímur á þá Kristin og Ægi. „Það misheppnaðist allt hjá þeim og það sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Það gekk illa að koma línu á milli skipanna meðal annars vegna þess að línubyssa bilaði. Þegar svo loksins tókst að koma línu á milli tókst ekki betur til en svo að hún slitnaði þegar átak kom á hana. Við höfðum haldið okkur til hlés og fylgst með aðgerðunum úr fjarlægð en vorum meðal annars í sambandi við skipstjórann á

Örfiriseynni. Okkur var, þegar þarna var komið sögu, alveg hætt að lítast á blikuna. Ég hafði því samband við varðskipið og óskaði eftir leyfi til að fá að fara að Örfiriseynni og láta á það reyna hvort okkur tækist að koma línu á milli skipanna,“ segir Kristinn og bætir við: „Þeir gáfu leyfi til þess enda ekki tilbúnir að gera aðra tilraun að svo stöddu.“

Þeir Kristinn og Ægir eru sammála um svona eftir á að hyggja að Gæslan hefði átt að hleypa þeim fyrr að en það skipti hins vegar ekki máli í dag. Þegar leyfið fékkst sigldi Kristinn eins nálægt síðu Örfiriseyjar og hann mögulega gat, en minnst voru um 50 metrar á milli skipanna. Ægir stóð á meðan með línubyssuna tilbúna á síðunni ásamt öðrum úr áhöfninni og þegar þarna var komið mátti ekkert klikka. „Við vorum með 6 línubyssur tilbúnar en hefðum aldrei haft tíma til að nota þær allar. Ég ákvað að skjóta fyrsta skotinu sem hálfgerðu æfingaskoti til að finna út hvernig vindurinn tæki í línuna,“ segir Ægir og Kristinn bætir við: „Annað skotið tókst svo snilldarlega vel hjá honum þannig að áhöfnin á Örfiriseynni náði að grípa í línuna þegar hún sveif niður. Þar með vorum við skrefinu nær björgun en það var hins vegar ekki fyrr en að það var búið að tengja togvírinn að við gátum andað örlítið léttar.“ Stundum eru tilviljanir of ótrúlegar til að þær geti hreinlega talist tilviljanir. „Við vorum með svokallað DynIce eða ofurtóg um borð sem var alveg nýtt á markaðnum þá,“ segir Ægir: „Við notuðum það í veiðarfærið hjá okkur og vorum með varabirgðir í trollið. Við tengdum DynIce í línuna á línubyssunni. Þessi lína var miklu sterkari en sú sem Landhelgisgæslan notaði á þessum tíma og við vissum að hún myndi halda.“ Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hvernig Ægi hlýtur að hafa liðið á þessari stundu. „Þetta tók á en við Kristinn höfðum þann háttinn á í gegnum tíðina að nota skotbyssurnar til æfinga þegar þær úreltust. Við og áhöfnin öll höfðum því æft okkur reglulega að skjóta úr þeim og það gerði eflaust sitt.“

Með æskufélagann í togi

Kristinn segir að þó að mönnum hafi verið létt eftir að náðist að tengja togvír á milli skipanna hafi taugarnar þó áfram verið þandar. „Við áttum langa leið fyrir höndum og enn var snarvitlaust veður. Það sem gerði togið enn erfiðara til að byrja með var að þeir voru með trollið úti,“ segir Kristinn og bætir við: „Þegar skipið varð vélarvana voru bæði akkerin sett út til að reyna að hægja á rekinu en þau slitnuðu frá. Þegar ljóst varð aðstörfÁSjómannadaginnhefurveriðviðtekinvenjaaðheiðrasjómennfyrirstörfsínsemog Franssonaðframgangifélags-ogréttindamálasjómannastéttarinnar.HérmásjáÆgiKr. takaámótiheiðursnafnbótfyrirhöndskipverjaáSnorraSturlusyniRE,þar semþeirveittusjómönnumílífsháskabjörgun.LjósmyndirúreiguÆgisFranssonar

björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar myndu taka sinn tíma setti skipstjórinn trollið út til að reyna að hægja á rekinu. Togið gekk því hægt hjá okkur á meðan þeir voru að ná trollinu inn. Við gátum þó ekki andað léttar fyrr en við höfðum náð að stilla skipin þannig af að Örfiriseyin myndi reka inn í Jökulfirðina en ekki upp í hlíðina. Þá hefðum við nægan tíma til að koma nýrri línu á milli skipanna ef hún myndi slitna.“ Ægir bætir við að það megi kannski segja sem svo að það hafi ekki verið fyrr en að bæði skipin voru bundin við bryggju á Ísafirði að ballið hafi verið búið. „Það var falleg sjón að sjá þá æskufélagana, Kristin skipstjóra á Snorra Sturlusyni og Símon Jónsson, skipstjóra á Örfiriseynni fallast í faðma á bryggjunni.“ Hér rak blaðamaður upp stór augu og skildi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Æskufélagar spurði hann og leit á þá félaga spurnaraugum? Ægir fer að hlæja og greinilegt er að þeir félagar höfðu ekki viljað auka á dramatík blaðamanns með þessum upplýsingum fyrr enda hefur þessum jarðbundnu skipstjórnarmönnum sennilega fundist nóg um. „Já, við vorum nánast fóstbræður í æsku,“ segir Kristinn hinn rólegasti.

„Okkur var, þegar þarna var komið við sögu, alveg hætt að lítast á blikuna. Ég hafði því samband við varðskipið og óskaði eftir leyfi til að fá að fara að Örfiriseynni og láta á það reyna hvort okkur tækist að koma línu á milli skipanna.“

Engin tími til að vera smeykur Eins og áður hefur komið fram barst kallið frá Örfiriseynni að nóttu til og því svartamyrkur. Úti var kolvitlaust veður og samkvæmt fréttum af björgunarafrekinu í Morgunblaðinu sýndu vindmælar skipa á þessum slóðum 55 m/s og ölduhæðin var eftir því. „Ég held að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hvað var í gangi nema kannski við sem vorum í brúnni, hvort sem um var að ræða áhöfnina okkar á Snorra Sturlusyni eða á Örfiriseynni,“ segir Ægir og bætir við: „Mennirnir niðri sáu í raun og veru ekki brimgarðinn við landið eða bergið sem gnæfði yfir. Ég er viss um að ef þetta hefði verið í björtu hefði þetta orðið miklu dramatískara.“ Kristinn samsinnir þessu: „Menn voru eflaust rólegri vegna myrkursins og jafnvel við líka. Það var í rauninni innan við míla í land þegar við náðum að tengja á milli skipanna. Ég vissi auðvitað að hér var grafalvarlegt mál á ferðinni en við svona aðstæður gefur maður sér engan tíma til að verða smeykur, heldur einblínir bara á verkefnið og reynir að leysa það. Ég get hins vegar alveg viðurkennt að þegar farið var að birta og lægja og Örfiriseyin var komin í öruggt tog að þá fannst mér óhugnalegt að horfa upp í bjargið og við nánast vera í fjörunni.“ Þegar þeir Kristinn og Ægir eru spurðir út í það hvort

þeir hafi á einhverjum tímapunkti stefnt áhöfn sinni í hættu stendur ekki á svari. „Skipstjórnarmenn eru þjálfaðir í að taka erfiðar ákvarðanir og bregðast við öllu því sem getur gerst um borð í skipi. Við töldum okkur tryggja öryggi áhafnarinnar og efuðumst aldrei um að við værum að gera rétt,“ segir Kristinn ákveðinn.

„Annað skotið tókst svo snilldarlega vel hjá honum þannig að áhöfnin á Örfiriseynni náði að grípa í línuna þegar hún sveif niður. Þar með vorum við skrefinu nær björgun en það var hins vegar ekki fyrr en að það var búið að tengja togvírinn að við gátum andað örlítið léttar.“

„Í svona aðstæðum er fólk tilbúið til að leggja allt undir“

Sjómannastéttin á Íslandi er ekki stór og segja má að hún þekkist öll innbyrðis. Í þessu tilviki þekktust áhafnirnar enn betur en ella enda hjá sömu útgerð. Blaðamaður spyr hvort smæðin og tengslin geri það að verkum að sjómenn séu tilbúnir að tefla á tæpasta vað til að bjarga hver öðrum á ögurstundu. „Nei, ég það held ekki,“ svarar Kristinn: „Sjáðu bara björgunarsveitirnar sem eru tilbúnar til að leggja ansi mikið í sölurnar til að bjarga fólki úr háska. Ég held að Íslendingar séu bara svona gerðir,“ og Ægir tekur undir: „Í svona aðstæðum er fólk tilbúið til að leggja nánast allt undir. Það horfir enginn á félaga sína reka upp í fjöru án þess að reyna að rétta hjálparhönd.“ Þeir félagar eru sammála um að það skipti ekki máli hver eigi í hlut. „Við höfum t.d. lent nokkrum sinnum í því í gegnum tíðina að leita að mönnum sem hafa fallið útbyrðis. Þegar kallið berst hífa allir sem einn veiðarfærin um borð, og þá ekki síst íslensku skipin, til að taka þátt í leitinni. Það þarf ekki að biðja neinn um það. Ég man til dæmis einu sinni eftir því að kall barst frá rússnesku skipi og öll íslensku skipin á svæðinu hlýddu kalli skilyrðislaust. Það sem vakti hins vegar undrun okkar var að fyrsta skipið sem hætti leit var skipið sem hafði misst manninn fyrir borð,“ segir Kristinn og bætir við: „Ég held að á ögurstundu sé samkenndin og samhjálpin okkur Íslendingum í blóð borin.“

Heiðraðir fyrir hetjuskap Þeir Kristinn og Ægir vilja ekki gera mikið úr björgunarafreki sínu og eru hógværir í tali þegar þeir eru spurðir út í það hvort þeir hafi ekki bjargað lífi áhafnarinnar á Örfirisey þessa nótt. „Það er erfitt að segja en strákarnir sem voru um borð hafa þakkað okkur lífgjöfina oftar en einu sinni. Við teljum ekki líklegt að það hefði fengist annað tækifæri til að koma línu á milli skipanna,“ segja þeir. Í huga blaðamanns er hins vegar enginn vafi enda var rétt tæplega míla í land, stórsjór og fárviðri sem rak Örfiriseyna hratt að landi. Fram undan var Græna-

Ægir Fransson, stýrimaður á Snorra Stulusyni, náði við hrikalegar aðstæður að skjóta línu yfir til áhafnarinnar á Örfirisey og þar með að koma línu á milli skipanna tveggja. Varla hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotið geigað. Ljósmynd/Sjávarafl

Kristinn Gestsson var skipstjóri á Snorra Sturlusyni, nóttina örlagaríku þegar honum ásamt áhöfinni tókst að bjarga Örfiriseynni frá strandi á 11. stundu. Ljósmynd/Sjávarafl

hlíðin sem svo oft hafði veitt skipum skjól fyrir norðaustan brælunni á Vestfjarðamiðum. Í þetta sinn hefði hún hins vegar getað orðið hinsti hvílustaður áhafnarinnar á Örfiriseynni ef ekki hefði verið fyrir áræðni og hetjuskap þeirra Kristins, Ægis og áhafnarinnar á Snorra Sturlusyni. Þegar blaðamaður gengur svo enn frekar á þá eru þeir þó sammála um eitt: „Við Kristinn vorum saman á sjó í tæpan aldarfjórðung og það er ekkert launungarmál að þessi nótt og þessi atburður stendur upp úr öllu því sem við reyndum saman,“ segir Ægir og Kristinn bætir við: „Það er ekkert í starfinu sem kemst í hálfkvisti við það að eiga þátt í því að bjarga 27 mönnum úr sjávarháska.“ Og þar eru fleiri sam mála þeim Kristni og Ægi því að Sjómannadagsráð heiðraði þá fyrir björgunarafrekið, auk þess sem áhöfnin á Örfirisey og útgerðin gerðu slíkt hið sama.

„Menn voru eflaust rólegri vegna myrkursins og jafnvel við líka. Það var í rauninni innan við míla í land þegar við náðum að tengja á milli skipanna. Ég vissi auðvitað að hér var grafalvarlegt mál á ferðinni en við svona aðstæður gefur maður sér engan tíma til að verða smeykur – heldur einblínir bara á verkefnið og reynir að leysa það.

Þeir félagar, Kristinn og Ægir, eru sammála um að á 50 ára sjómannsferli komist fátt í hálfkvisti við það að eiga þátt í að bjarga 27 mönnum úr sjávarháska. Ljósmynd/Sjávarafl

Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Forseti

Vanmetnasta björgunarafrek síðari ára A

thygli almennings og fjölmiðla hefur undanfarin misseri beinst að þeim skelfilegu sjóslysum sem hafa dunið á þjóðinni. Fjölmargir eiga um sárt að binda og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Í kjölfar þessarar slysahrinu hafa öryggismál og eftirlit með búnaði skipa eðlilega komið til umfjöllunar.

Allt sem að þessum málum lýtur þarf að vera í stöðugri endurskoðun og endurnýjun og byggja verður á þeirri reynslu og þekkingu sem við bætist á hverjum tíma. Ég bind vonir við að hin nýja skipan og efling Rannsóknarnefndar sjóslysa leiði til skilvirkari vinnubragða þar sem niðurstöður liggi fyrir mun fyrr en verið hefur. Enn fremur er um þessar mundir verið að endurskoða frá grunni lög um eftirlit á skipum sem er mjög af hinu góða. Á haustmánuðum voru veður venju fremur válynd á miðunum og leiddu af sér margvíslegar hremmingar fyrir sjómannastéttina. Það sem hæst bar og mesta umfjöllun fékk, var hið hörmulega Svanborgarslys. Þar var einum manni bjargað við hrikalegar aðstæður á ótrúlegan hátt. Var þar að verki frábær áhöfn þyrlu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Skömmu eftir þetta sorglega slys gerði aftakaveður sem tók flestu ef ekki öllu fram sem undirritaður hefur kynnst á sínum sjómannsferli.

Nokkur af öflugustu fiskiskipum flotans urðu fyrir áföllum en flestir komust þó klakklaust í var. Einn af okkar glæsilegri frystitogurum, Örfirisey RE, komst þó ekki alla leið þar sem bilun varð í skrúfubúnaði sem leiddi til þess að skipið varð algörlega stjónlaust.

Svo háreist skip sem Örfirisey er rekur með ógnarhraða í slíku fárviðri og öll bjargráð, svo sem að slaka ankerum og veiðarfærum, dugðu skammt. Ankeriskeðjur slitnuðu en troll og hlerar drógu tímabundið úr rekhraða. Skipið var statt á Ísafjarðardjúpi og rak hratt í átt að Grænuhlíð, sem þrátt fyrir nafnið er langt frá því að vera græn, öllu heldur stórgrýtisurð, klettar og klungur.

Varðskip kom á staðinn og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma taug yfir í hið nauðstadda skip. Af ýmsum ástæðum sem ástæðulaust er að tíunda hér, tókst ekki að koma taug á milli skipanna og útlitið því vægast sagt alvarlegt. Ekki veit ég hvað farið hefur í gegnum huga Kristins Gestssonar, skipstjóra á Snorra Sturlusyni, áður en hann ákvað að freista þess að bjarga félögum sínum en ábyggilega hefur það verið erfið ákvörðun. Erfið segi ég vegna þess að með þeirri ákvörðun tók hann óneitanlega mikla áhættu varðandi öryggi skips og áhafnar. Greinilega hefur löngunin til björgunar orðið öllu öðru yfirsterkari og þar með má segja að hann hafi ráðist í björgunaraðgerð sem fáir hefðu getað leyst á jafnfarsælan hátt.

Ég fullyrði að það þarf afburðastjórntök til að hafa hemil á skipi sem liggur undir slíkum áföllum sem þeim sem hér var um að ræða. Ekki má heldur gleyma því mikla láni sem fylgdi Ægi Franssyni, stýrimanni, að ná að skjóta línu á réttan stað og harðfylgi áhafnanna að ná yfirleitt að tengja togvír milli skipanna.

Veðurhæð (40-50m/s) var slík meðan á björgunaraðgerðum stóð að þurft hefði að lægja mjög verulega svo að til greina kæmi að þyrla færi yfirleitt á loft, hvað þá meir. Því þarf ekki að hafa mörg orð um hverju áhöfn Snorra Sturlusonar áorkaði með frækilegri framgöngu sinni. Í mínum huga og örugglega allra sem voru í námunda við

þennan atburð eru Kristinn, Ægir og áhöfnin öll, sannar hetjur sem lögðu svo sannarlega lífið að veði til bjargar nauðstöddum félögum sínum úr bráðum lífsháska og uppskáru ríkulega.

Margur maðurinn hefur fengið medalíu af minna tilefni.

(Grein endurbirt frá desember 2019)

ÞETTA ER ÞINN TÍMI!

Námskeið um meðhöndlun á matvælum fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta

Matís býður nú upp á námskeið um meðhöndlun á matvælum, hreinlæti, helstu áhættur og matvælaöryggi. Námskeiðið er sérstaklega miðað að starfsfólki í mötuneytum, eldhúsum og veitingahúsum. Tilgangur námskeiðanna er að tryggja að þekking og skilningur aðila sem meðhöndla matvæli á matvælaöryggi og hreinlæti, sé gott, til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni þar með heilbrigði og öryggi neytenda. Námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Boðið verður upp á námskeiðið bæði sem staðnámskeið og vefnámskeið.

Matís og sérfræðingar þess eru bakhjarlar þessa verkefnis. Fræðsluefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. þeim lögum og reglugerðum sem fjalla um matvæli, úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og Matvælastofnun. Áætlað er að tvær til þrjár kennslustundir (3×45 mín) taki nemanda að lesa yfir og tileinka sér það sem borið er fram og að taka próf í lok námskeiðs. Hafi þátttakandi staðist prófið, er gefið út vottorð s.k. matvælaöryggis skírteini. Skírteinið er staðfesting á að þátttakandi hafi aflað sér staðgóðrar þekkingar vegna vinnu við meðhöndlun matvæla samkvæmt kröfum þeirra reglugerða sem mötuneytum og veitingahúsum ber að fara eftir. Krafist er 80% réttrar svörunnar og mögulegt er að endurtaka prófið tvisvar.

Farið er í eftirfarandi þætti:

1 Matvælaöryggi

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni deyja um 240 þúsund manns ár hvert af völdum matarsýkinga eða matareitranna, og þriðjungur eru börn undir fimm ára aldri. Það má því segja að matvælaöryggi sé dauðans alvara.

Í þessum hluta er farið yfir helstu hættur í matvælum og hver er hugsanlegur uppruni þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sjúkdómsvaldandi örverur, hverjar eru þær helstu og hvernig komast þær í matvæli. Þá er einnig rætt um hvernig þær ná að fjölga sér og hverjar eru helstu afleiðingar nái þær að sýkja neytendur.

2 Meðhöndlun og geymsla matvæla

Í þessum hluta er fjallað um hvernig verja má matvæli frá utanaðkomandi smiti. Þá farið yfir mikilvægi rétts hitastigs við matreiðslu, framreiðslu, kælingu og geymslu matvæla.

3 Hreinlæti

Farið yfir mikilvægi þrifa og sótthreinsunar á umhverfi og áhöldum sem notuð eru við tilbúning matar og sérstök áhersla lögð á hreinlæti og heilbrigði þeirra sem meðhöndla óvarin matvæli.

4 Hættugreining og mikilvægir stýristaðir (HACCP)

Matvælareglugerðir kveða á um að öll meðhöndlun og vinnsla matvæla skuli byggð á HACCP hugmyndafræðinni. Farið er yfir hvað það þýðir og hvaða kröfur eru gerðar til mismunandi fyrirtækja og stofnana.

5 Ofnæmisvaldar

Ákveðin matvæli og innihaldsefni geta kallað fram sterk ofnæmisviðbrögð hjá vissum einstaklingum. Fjallað er um hvaða matvæli og innihaldsefni það eru og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem bjóða fram matvæli sem innihalda slík efni.

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi

gleðilegra jóla og farsældar á komandi

ári

Fiskmarkaður

Þórshafnar ehf.

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf.

Alhliða þjónusta

Alhliða þjónusta

Löndun - Ís - Slæging - Gæðafrágangur

Sala og framboð á öllum fisktegundum

Kominn til þess að vera

Kominn til þess að vera

EYRAVEGI 16 - 680 ÞÓRSHÖFN

SÍMI 899 7130 - 460 8109 FAX 460 8160 - fmth@hth.is

Sturla var stýrimaður í mörg ár en varð árið 1993 fastráðinn skipstjóri á Berki NK. Ljósmynd/Aðsend

Sturla Þórðarson á einstaklega farsælan sjómannsferil að baki.

Ljósmynd/Aðsend

„Ég var aðeins 13 ára þegar ég fékk fyrst kaup fyrir að fara á sjó“

Sturla Þórðarson skipstjóri frá Neskaupstað er einn þeirra fjölmörgu sem hafa helgað líf sitt sjónum en hefur nú yfirgefið brúna eftir langan og farsælan sjómannsferil. Sturla býr í Neskaupstað þar sem sjávarútvegur, fiskvinnsla og þjónusta tengd sjávarútvegi er aðalatvinnuvegurinn enda liggur Norðfjörður mjög vel við gjöfulum fiskimiðum. Í Neskaupstað er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Síldarvinnslan h/f, þar sem uppsjávarfiskur er unninn til manneldis. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Sturlu og ræddi við hann m.a. um lífið eftir sjóinn, gamla tíð, sjómennskuna og hvernig hún hefur breyst í áranna rás.

Sturla Þórðarson er fæddur 14. júlí árið 1956 og er borinn og barnfæddur Norðfirðingur. Hann hefur nýlega lokið löngum og farsælum sjómannsferli sínum en síðustu ár hefur hann verið skipstjóri á Beiti NK. Eins og oft vill verða í sjávarplássum þá eru margir innan sömu fjölskyldu viðloðandi sjóinn. Aðspurður hvort því sé þannig farið í hans fjölskyldu segir hann svo vera: „Faðir minn var skrifstofustjóri hjá Síldarvinnslunni og tveir föðurbræður mínir voru einnig skipstjórar,“ segir

Sturla og heldur áfram: „Ég er yngstur fjögurra bræðra og vorum við þrír til sjós.“

„Ég var aðeins 13 ára að aldri þegar ég fékk fyrst kaup fyrir að fara á sjó en þá fór ég á 10 tonna færabát norður á Langanes og lönduðum við daglega á Bakkafirði.“ Kristín List Malmberg

Sturlu var færður blómvöndur þegar hann var nýkominn úr sínum fyrsta túr á

Berki sem fastráðinn skipstjóri. Með Sturlu á myndinni eru t.h. Finnbogi Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. og t.v. Jóhann K. Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Ljósmynd/Aðsend

Sturla er kvæntur Rakel Halldórsdóttur og eiga þau hjónin fjögur börn og átta barnabörn. Sturla náði að smita tvo syni sína af sjómannsbakteríunni en þeir hafa fetað í fótspor föður síns og starfa við sjómennsku, annar sem háseti og hinn sem stýrimaður. „Þeir voru þó ekki jafn ungir og ég var, þegar þeir hófu sjómannsferilinn,“ segir Sturla.

„Ég var heppinn,“ ... „Ég var aldrei sjóveikur.“

Í Norðursjó á fermingarárinu

Blaðamann fýsir að vita hvernig þetta hófst allt saman og veltir fyrir sér hvort Sturla hafi ávallt verið ákveðinn í að helga sig sjónum. „Ég var aðeins 13 ára að aldri þegar ég fékk fyrst kaup fyrir að fara á sjó en þá fór ég á 10 tonna færabát norður á Langanes og lönduðum við daglega á Bakkafirði.“ Það má ætla að það hafi verið erfitt fyrir svo ungan dreng að hleypa heimdraganum og halda óreyndur út í heim hinna fullorðnu. Sturla gefur hins vegar lítið fyrir slíkar vangaveltur. „Nei, nei, þetta var bara spennandi. Ég fann ekki fyrir hræðslu eða neinu slíku.“ Á þeim tíma þótti bara eðlilegt að ungir drengir færu á sjó, segir hann og bætir við: „Það eru mjög breyttir tímar hvað þetta varðar. Þetta myndi nú ekki líðast í dag.“ Ári seinna, nánar tiltekið á fermingarárinu fór Sturla sem hálfdrættingur í túr í Norðursjóinn á síldarveiðar. Túrinn tók tvo mánuði. Blaðamann rekur enn í rogastans og hugsar með sér að það hljóti að hafa tekið á að vera fjarri fjölskyldu sinni svo lengi jafn ungur og hann var. „Okkur strákunum fannst þetta spennandi og skemmtilegt og kaupið var gott. Okkur fannst líka skemmtilegt að fá tækifæri til að sigla til útlanda en

við lönduðum í Danmörku.“ Það var eflaust ekki algengt að almenningur hér á landi færi mikið utan á þessum árum og hvað þá strákar á fermingaraldri í litlu sjávarplássi. Hins vegar má spyrja sig hvort gamanið hafi ekki kárnað þegar á hólminn var komið og heimþráin látið á sér kræla. „Menn voru ekkert að tala um það. Við vorum þarna margir ungir strákar sem vorum á þessum bátum í Norðursjó á sumrin. Svo var enginn tími til að spá í það, það var alltaf nóg að gera,“ segir Sturla. Sjóveikin hefur alla tíð verið fylgifiskur sjómennskunnar og þá ekki síst í fyrstu sjóferðunum. Sturla er hins vegar fljótur til svars þegar hann er spurður út í hvernig sjóveikin hafi leikið unga drenginn sem hélt keikur á haf út. „Ég var heppinn,“ segir hann og bætir við: „Ég var aldrei sjóveikur.“

Blaðmanni leikur forvitni á að vita hvort foreldrum hans hafi bara þótt eðlilegt að senda hann á sjó svo ungan og það stendur ekki á svari hjá

Sturlu: „Það hlýtur að vera, enda var annað upp á teningnum þá en nú. Börn myndu líklegast ekki fara svo ung á sjó í dag,“ segir hann og bætir við: „Ég var sex sumur í Norðursjónum frá fermingu en flestir voru farnir að fara þangað við 15 ára aldurinn.“

„Ég var sex

sumur í Norðursjónum frá fermingu en flestir voru farnir að fara þangað við 15 ára aldurinn.“

Farsæll skipstjóri

Þarna var grunnur lagður að framtíðarstarfi Sturlu og spurður hvort hann hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að helga líf sitt sjónum svarar hann: „Ég held að það hafi bara aldrei staðið neitt annað til.“ Sturla lauk gagnfræðaprófi en 19 ára gamall fór hann suður í Stýrimannaskólann og lauk þar námi árið 1977, þá 21 árs að aldri. Hann hefur starfað á sjó allar götur síðan eða þar til hann lét af störfum í janúar síðastliðnum. Sturla var stýrimaður í mörg ár en varð árið 1993 fastráðinn skipstjóri á Berki NK en hafði áður leyst af sem skipstjóri. „Ég var mörg ár á bát sem hét Magnús, eina vertíð á Eskifirði á Jóni Kjartanssyni og jafnframt leysti ég af á Júpiter. Ég endaði ferilinn á Beiti en á ferlinum hef ég starfað á tveimur Beitirum og þremur Börkum,“ segir Sturla. Hann á einstaklega farsælan sjómannsferil að baki sem gekk stórslysalaust fyrir sig. Hann lenti aldrei á sínum langa starfsferli í sjávarháska eða erfiðum áskorunum eða einhverju slíku. Hann gengur því mjög sáttur frá borði.

„Okkur strákunum fannst þetta spennandi og skemmtilegt og kaupið var gott. Okkur fannst líka skemmtilegt að fá tækifæri til að sigla til útlanda en við lönduðum í Danmörku.“

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu

þeirra í umboði Sjómenntar

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík

Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

Gjöfull skipstjóri með vænt kast í Síldarsmugunni. Ljósmynd/Aðsend

Breyttir tímar

Að sögn Sturlu hafa orðið miklar breytingar á sjómannsstarfinu á þessum árum, bæði hvað varðar tækni og aðbúnað um borð í skipunum. Tækninni hefur fleygt fram en eins og með allt þá fylgja því bæði kostir og gallar. „Fyrr á tímum voru fleiri sem fengu vinnu um borð í skipunum. Áður voru 14 manns um borð en nú eru þeir aðeins átta. Aldur sjómanna hefur einnig breyst mikið. Menn eru mun eldri núna,“ segir Sturla og heldur áfram: „Bátarnir eru miklu stærri og tæknivæddari í dag. Þegar ég var í Norðursjó þá var báturinn ekki nema 270 tonn og tók um það bil 250 til 270 tonn í bræðslu. Beitir tekur 3300 tonn, svo þar er stór munur á. Einnig hafa orðið breytingar á vinnsluaðferðum á fiskinum sem veiðist. Í dag er fiskurinn bara settur í kælitanka um borð og er svo dælt í land. En áður var fiskurinn settur í stíu í lestinni og geymdur þar, þar til komið var í höfn.“ Sturla nefnir einnig að miklar breytingar hafi orðið á aðbúnaði sjómanna. „Allar vistarverur eru mun stærri og betri. Eins er möguleiki á afþreyingu meiri nú en áður og svo breyttist mikið þegar síminn leysti talstöðvarnar af hólmi. Hér áður fyrr voru menn ekkert að hringja í land þegar þeim hentaði enda þurfti alltaf að hringja í gegnum talstöð og þá gátu landið og miðin hlustað á samtölin. Það gefur því augaleið að menn voru ekki að ræða persónuleg mál við slíkar aðstæður og samskiptin við ástvini í landi voru því önnur en í dag.“ Sturla er afskaplega hógvær og rólegur maður og því ákvað blaðamaður að athuga hvort hægt væri að hrista aðeins upp í honum með umræðu um fiskveiðistjórnun og taldi víst að þar væri um margt að ræða. En sem fyrr, var sama rólegheitayfirbragð yfir Sturlu þegar hann sagði: „Það hefur ekki verið vandamál. Það hefur ávallt verið nægur kvóti.“ Svo mörg voru þau orð.

er ekki úr vegi að spyrja Sturlu hvort hann hafi verið á sjó yfir hátíðarnar. „Ég hef alltaf verið í landi á jólum og því verða ekki miklar breytingar á jólahaldi eftir að ég hætti störfum.“ Aðspurður hvort hann hafi verið liðtækur í jólaundirbúningi í gegnum tíðina segist Sturla það ekki vera en hann hafi þó séð um að setja upp seríurnar.

„Hér áður fyrr voru menn ekkert að hringja í land þegar þeim hentaði enda þurfti alltaf að hringja í gegnum talstöð og þá gátu landið og miðin hlustað á samtölin. Það gefur því augaleið að menn voru ekki að ræða persónuleg mál við slíkar aðstæður og samskiptin við ástvini í landi því önnur en í dag.„

Lífið eftir sjómennskuna

Eftir svo langan starfsferil hljóta að vera mikil viðbrigði að yfirgefa brúna og fara í land. Sturla er hins vegar sáttur við lífið og tilveruna í landi eftir að hann lét af störfum. „Þetta var komið gott,“ segir hann og bætir við: „Mér leiðist ekki neitt. Ég er duglegur að fara út að hjóla og fæ mér oft hjólatúr um götur bæjarins.“ Blaðamann fýsir að vita hvort hjólaferðirnar endi stundum niðri á bryggju. „Ég fer einn til tvo rúnta á dag,“ segir Sturla og heldur áfram: „Ég þarf aðeins að athuga hvort allt sé með kyrrum kjörum. Það er oft líf og fjör á bryggjunni og hægt að fá kaffisopa ef maður kíkir um borð í skipin. Þannig fær maður að fylgjast áfram með. Ég er líka frjálsari eftir að ég hætti störfum og get ferðast meira. Ég á til að mynda tvö börn og barnabörn fyrir sunnan sem mér finnst gaman að heimsækja.“

„Ég fann ekki fyrir hræðslu eða neinu slíku. Á þeim tíma þótti

bara

eðlilegt að ungir drengir færu á sjó.“

Var alltaf heima á jólum

Eins og áður kom fram þá eiga þau Sturla og Rakel fjögur börn. Þegar Sturla er spurður að því hvort einhverjar áskoranir hafir falist í því að vera fjölskyldufaðir á sjó segir hann að svo hafi ekki verið. „Þetta þótti bara eðlilegt og gekk sinn vanagang.“ Þar sem jólin ganga senn í garð

Þó það tengist alls ekki sjómennsku þá lék blaðamanni forvitni á að vita hvort einhver saga lægi að baki hinu virðulega nafni, Sturla Þórðarson, sem eins og alþjóð veit er vel þekkt úr Íslendingasögunum. Sturla segir svo ekki vera. „Þetta nafn var ekki í fjölskyldunni og til gamans má geta að presturinn sem skírði mig hafði ekki skírt neinn Sturlu áður. En nafnið lifir áfram í fjölskyldunni því eitt barnabarna minna er alnafni minn.“

„Mér leiðist ekki neitt. Ég er duglegur að fara út að hjóla og fæ mér oft hjólatúr um götur bæjarins.“

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsfólki sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Sigrún Svavarsdóttir á Landhelgisgæsluárunum. Ljósmynd/Aðsend

Konan í brúnni

Sigrún Elín Svavarsdóttir hefur marga fjöruna sopið enda fyrsta konan sem hóf nám við Stýrimannaskólann og sú fyrsta og eina sem lokið hefur „Lordinum“ svokallaða frá sama skóla. Þegar hún var 17 ára munstraði hún sig á togskipið Mánatind en síðar lá leið hennar til Landhelgisgæslunnar. Þaðan hélt Sigrún til Nesskipa og sigldi um öll heimsins höf með fraktskipum þess fyrirtækis. Sigrún varði tvennum jólum í röð úti á sjó og þekkir því hvernig er að vera fjarri fjölskyldu og vinum.

Sigrún var ekki há í loftinu þegar hún fór fyrst á sjó enda alin upp á Djúpavogi þar sem sjórinn er samofinn lífinu í þorpinu. „Ætli ég hafi ekki verið um sex til sjö ára þegar ég fór að fara með pabba út á trillu. Hann var mikill veiðimaður, fór á skytterí og veiddi sel og fugla. Ég hafði mikinn áhuga á því öllu saman og fékk að fara með honum,“ segir

Sigrún og kímir þegar hún rifjar þetta upp.

Á Djúpavogi, eins og í öðrum sjávarþorpum, tíðkaðist að börnin færu

ung að vinna í frystihúsinu. „Þegar ég var níu til tíu ára fékk ég sumarvinnu í frystihúsinu. Ég hafði litla ánægju af þeirri vinnu og leiddist hún mikið.“ Þegar Sigrún var á fjórtánda ári hljóp hins vegar á snærið hjá henni. „Pabbi keypti sér stærri bát og ákvað að fara á skak um sumarið. Ég linnti ekki látum fyrr en hann samþykkti að ég fengi að róa með honum þetta sumar.“

Úr dansskónum í slorgallann

„Ég var frekar framlág þegar ég fór í fyrsta róðurinn með pabba. Ég hafði fengið að fara á ball í Breiðdal. Sá gamli bjóst nú sennilega ekki við að ég myndi láta verða af því að mæta um borð,“ segir Sigrún og skellir upp úr en þeir sem þekkja hana vita að hún kallar ekki allt ömmu sína og er þrjóskari en andskotinn. „Ég rétt náði að skipta um föt og hljóp á eftir pabba þegar hann lagði af stað klukkan fjögur um nóttina. Veðrið var yndislegt, spegilsléttur sjór og sólin að koma upp. Ég man hvað mig syfjaði við vaggið í bátnum og malið í vélinni á útstíminu.“ Þar með var teningunum kastað og framtíð Sigrúnar ráðin þó að hana hafi ef til vill ekki grunað það á þeirri stundu. „Næsta sumar réri ég einnig með pabba á trillunni. Um veturinn lauk ég gagnfræðaprófi frá Eiðum og að því loknu kom einhvern veginn ekkert annað til greina hjá mér en að fara á sjóinn þar sem ég hafði engan áhuga á því að vinna í frystihúsinu.“

Sigrún var stýrimaður á Akranesinu, stærsta fraktskipi íslenska flotans. Ljósmynd/Aðsend

17 ára háseti

Um líkt leyti og Sigrún lauk gagnfræðaprófi var togbáturinn Mánatindur keyptur til Djúpavogs. „Það ríkti mikil eftirvænting í bænum enda hafði aldrei verið gert út stærra skip frá Djúpavogi. Mér datt í hug að leita eftir plássi á skipinu. Það voru nú ekki allir sammála um að það væri góð hugmynd en mamma studdi mig og hvatti mig til að láta á það reyna.“ Sigrún sat ekki við orðin tóm heldur skundaði af stað til Einars Ásgeirssonar, skipstjóra. „Hann tók mér vel en sagði að það væri búið að ráða kokk á skipið. Ég sagði honum hins vegar að ég væri ekki að sækjast eftir því að vera kokkur heldur háseti.“ Úr varð að Sigrún fékk plássið. „Það var ekki nægur mannskapur á Djúpavogi til að manna skipið og var því brugðið á það ráð að munstra um borð gamalgróna togarajaxla frá

Hafnarfirði og Akureyri sem kölluðu ekki allt ömmu sína,“ segir Sigrún kímin og bætir svo við: „Þessir strákar voru frábærir vinnufélagar. Þeir tóku mér einstaklega vel og létu mig aldrei finna annað en að ég væri fullgildur sjómaður rétt eins og þeir. Þeir kenndu mér til verka og betri kennara og skipsfélaga hefði ég ekki getað hugsað mér.“

Fyrst til að hefja nám í Stýrimannaskólanum

Næstu misseri stundaði Sigrún sjóinn á ýmsum bátum sem gerðir voru út fyrir austan. Aðspurð um hvort hún hafi ekki liðið fyrir það að vera eini kvenmaðurinn um borð segir hún að svo hafi ekki verið. „Ég var bara alltaf ein af áhöfninni og það virtist ekki vefjast fyrir neinum. Á minni bátunum gat hins vegar verið dálítið flókið að vera kona þar sem aðstaðan bauð ekki upp á að maður gæti verið út af fyrir sig.“

Nokkrir þeirra skipstjóra sem Sigrún sigldi með hvöttu hana til að sækja sér skipstjórnarmenntun ef hún ætlaði að ílengjast á sjónum.

„Mér fannst það í fyrstu galin hugmynd en eftir því sem ég hugsaði meira um það því betur leist mér á hana. Ég sá auðvitað að það yrði líkamlega auðveldara að starfa í brúnni en á dekkinu til lengdar.“ Og aftur var það mamma Sigrúnar, Elín Gústafsdóttir, sem greip í taumana.

„Mamma hvatti mig eindregið til að fara í Stýrimannaskólann og að hennar áeggjan sótti ég um og komst inn.“

Stýrimaður að störfum um borð í Akranesinu. Ljósmynd/Aðsend

Stýrimaður á stærsta skipi flotans

Eftir tveggja ára nám í Stýrimannaskólanum, útskrifaðist Sigrún með fiskiskiparéttindi og í framhaldi af því bauðst henni starf sem háseti hjá Landhelgisgæslunni. „Mér þótti það nú ekki alvöru sjómennska. Við sem vorum á fiskibátunum litum á þá hjá Gæslunni sem „sápusailora“.“ Sigrún lét þó tilleiðast enda átti hún orðið soninn Nökkva og þótti fjölskyldunni betra að vita af henni þar um borð en á smádalli úti á ballarhafi. Meðfram sjómennskunni lauk Sigrún svo þriðja árinu í Stýrimannaskólanum og tók síðan fjórða árið eða „Lordinn“ eins og það er kallað, auk útgerðartækni í Tækniskólanum. „Lordinn er nám fyrir þá sem meðal annars stefna á skipherrastöðu hjá Landhelgisgæslunni,“ segir Sigrún en áður en til þess kom að hún tæki við slíkri stöðu yfirgaf hún Landhelgisgæsluna. „Ég ákvað að færa mig yfir á fraktskip. Mig langaði til að sjá heiminn og kynnast honum. Ég sá að þar var leið til að tvinna saman vinnu og einhvers konar ævintýri.“ Sigrún réð sig í framhaldinu á Akranesið, eitt skipa Nesskipa. „Akranesið var á þessum tíma stærsta flutningaskip íslenska flotans. Það var í sérverkefnum og við vissum sjaldnast hvert við vorum að fara þegar einu verkefninu lauk og annað tók við. Með Akranesinu sigldi ég á framandi staði sem ég hefði annars aldrei komið til. Þetta var mikið ævintýri en útilegan gat

Í vinnu á vegum Landhelgisgæslunnar við að steypa sjómerki o.fl. fyrir austan. Ljósmynd/Aðsend

Á leið um borð í Hvítanesið. Ljósmynd/Aðsend

Árin sem hún missti af jólunum

Með lengstu túrum sem Sigrún fór á Akranesinu var á áttunda mánuð. „Ég var að safna mér fyrir íbúð og vann því bara eins mikið og ég gat. En ég get ekki leynt því að ég var orðin langþreytt eftir tæplega átta mánaða útiveru,“ segir Sigrún. Nær öllu árinu 1983 varði hún því á sjó og þar á meðal jólum og áramótum. „Þetta var skrýtinn tími og jólin ólík öllum öðrum jólum sem ég hafði upplifað. Það má eiginlega segja að þau hafi farið fram hjá mér þetta árið.“ Aðventunni eyddu Sigrún og skipsfélagar hennar meira og minna í brunagaddi í Finnlandi en þaðan var haldið til Frakklands þar sem jólin voru haldin. „Það var nú ekki mikið gert úr jólunum um borð. Ég keypti mér þó jólaskraut í Finnlandi sem ég nota enn. Ég skreytti grein með skrautinu og hengdi upp í káetunni minni, svo kveikti ég stundum á kerti og hlustaði á jólatónlist en þetta var allt eitthvað svo óraunverulegt að mér leið ekki eins og það væru að koma jól.“ Þegar aðfangadagur rann upp reyndi áhöfnin þó að gera sér glaðan dag og halda jólin hátíðleg. „Við skreyttum messann og klæddum okkur svo í betri fötin og borðuðum saman góðan mat klukkan sex.“ Sigrún segir að hugurinn hafi óneitanlega hvarflað heim á þessari stundu. „Þarna hafði ég ekki hitt fjölskylduna mína í sjö mánuði og á þessum tíma var heldur ekki auðvelt að hringja heim. Þess í stað varð að tala í gegnum talstöð. Alþjóð gat því hlýtt á samtölin þannig að innihald þeirra var oft rýrt. Okkur í áhöfninni hafði ekki borist póstur lengi þannig að einu jólagjafirnar sem við fengum voru frá Kvenfélaginu Hrönn sem sendi öllum sjómönnum jólagjafir.“

jól

Þetta voru þó ekki einu jólin sem Sigrún átti eftir að eyða á sjónum því árið eftir var hún á Vesturlandinu og var látið úr höfn á Þorláksmessukvöld. „Það var öðruvísi tilfinning en jólin áður. Við höfðum verið að lesta síld til Rússlands á Austfjarðarhöfnum og þar á meðal á Djúpavogi. Þá hitti ég í örskotsstund fjölskylduna og fékk jólapakka sem ég hafði með um borð. Þessi jól vorum við því á siglingu og gengum vaktir eins og aðra daga. Það var ekki mikill tími til að velta sér upp úr því að það væru jól. Við reyndum þó að gera okkur dagamun, fara í betri fötin og borða góðan mat.“ Þessi tvenn jól á sjó voru þó ekkert til að tala um miðað við jólin tveimur árum síðar. Hluti af áhöfninni sem hafði verið með Sigrúnu á Vestur landinu var í áhöfn M/S Suðurlands þegar skipið fórst á jólanótt árið 1986. „Ég fékk hringingu á jólanótt frá útgerðinni þar sem þeir sögðu mér að Suðurlandið væri í hættu statt. Það var verið að búa okkur undir þær fréttir sem við myndum fljótlega heyra í viðtækjum almennings. Það var hræðilegt að hugsa til þess að skipsfélagar mínir væru í orðsins fyllstu merkingu að berjast fyrir lífi sínu. Við biðum á milli vonar og ótta eftir nánari fréttum og tók sú bið mikið á. Nökkvi, sonur minn, átti mjög erfitt líka enda hafði hann verið með sjónum um sumarið og þekkti alla þessa menn. Þær voru svo blendnar tilfinningarnar sem brutust út þegar við heyrðum að fimm þeirra hefðu bjargast en sex farist með skipinu. Á sama tíma gladdist maður yfir björguninni en fann til djúprar sorgar vegna þeirra sem fórust.“

Sigrún Svavarsdóttir hefur siglt um öll heimsins höf á stærstu fraktskipum Íslands. Hún var fyrsta konan til að innritast í Stýrimannaskólann og útskrifast þaðan. Ljósmynd/Aðsend

Þegar Sigrún er innt eftir því hvort að það hafi ekki hvarflað að henni að hætta á sjónum eftir þetta eða hvort hún hafi fundið fyrir ótta er svarið mjög afdráttarlaust. „Nei það var aldrei spurning um að hætta og ég fann aldrei fyrir ótta þegar ég var á sjó – það var sama hvað gekk á. Ég held að þetta sé bara eins og með lífið sjálft. Maður siglir bara

áfram á sjálfstýringunni alviss um að ekkert muni henda mann og trúir því þar til annað kemur í ljós.“

Erfið

Gleðileg Jól

Sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Leikskólinn Sóli er staðsettur í Vestmannaeyjum og er rekinn af Hjallastefnunni, sem er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Á Sóla eru 6 kynjaskiptir kjarnar, tveir kjarnar fyrir allra yngstu börnin en hinir eru aldursblandaðir 2-4 ára börn. Í vetur erum við með 114 nemendur. Sóli er vel staðsettur á gróðursælum og skjólgóðum stað nálægt miðbænum, hrauninu og höfninni og kennarar nýta sér þessa nálægð og hluti kennslunnar fer fram utan skólalóðar. Inni á hverjum kjarna er börnum skipt í hópa eftir aldri og hver hópur hefur sinn hópstjóra sem skipuleggur hópastarf sem er kennarastýrður tími. Fyrir og eftir hópastarf er val hjá börnunum þar sem þau fá að ákveða hvað þau gera.

Kærleikur er eitt af lykilhugtökum Hjallastefnunnar, að mæta hverju barni, fjölskyldumeðlimi og starfsfólki öllu með kærleika í öllum samskiptum. Okkar er að virða valfrelsi, lýðræði og ólík áhugasvið hvers og eins barns sem okkur er treyst fyrir og hlúa að því. Hvert tækifæri er gripið til þess að sýna hverju einasta barni jákvæða athygli, kærleika og hlýju í viðmóti.

Auk Hjallastefnunnar og áhersluþátta í Aðalnámskrá leikskóla, á leikskólinn Sóli sér sínar sérstöku áherslur; náttúra Vestmannaeyja, umhverfismennt, útikennsla, jóga og tónlistarhefð eyjanna eiga sinn sess í starfinu. Við leggjum einnig áherslu á læsi og stærðfræði með hliðsjón af framtíðarsýn Vestmannaeyjabæjar. Til að undirbúa börn undir lestur þá styðjumst við efnið Lubbi finnur málbein en það leggur áherslu á íslensku málhljóðin.

Leikskólinn Sóli

Hvað heitir þú ? Gunnþór

Gauti Guðbjartsson

Hvað ertu gamall/ gömul ? 3ára

(sýnir þrjá putta)

Hver eru mamma þín og pabbi? Selma Rut og hann heitir Guðbjartur

Logi eins og Jökull Logi

Veist þú hvað sjómenn gera ? að veiða fisk.

Þekkir þú einhverja sjó menn ? já pabba, nei afa Bjössa og pabba.

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? stóra stóra með veiðistöng.

Finnst þér fiskur góður ? já

Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? öö bestur að kaupa halloween dót.

Hefur þú farið á sjó ? já með pabba, en ég fór áðan en ég var úti á sjó með honum.

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? þegar jólasveinninn gefur mér pakka.

Hvað heitir þú? Hákon Dagur

Hvað ertu gamall? 4 ára

Hver er mamma þín og pabbi?

Fanndís og Hlynur

Veist þú hvað sjómenn gera? Sigla skipinu og veiða fiskana

Þekkir þú einhverja sjómenn?

Pabba minn

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng og orm fiskar elska orma

Finnst þér fiskur góður? Já

Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Gefa mér knús

Hefur þú farið á sjó? Já í Herjólf og

borða snakk

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá pakka og opna dagatalið

Spurningahorn Sjávarafls til ungu kynslóðarinnar

Hvað heitir þú? Nóel Bjarki

Hvað eru gamall? Fjögurra ára Hver eru mamma þín og pabbi?

Katrín og Fannar

Veist þú hvað sjómenn gera? Já. Hann veiðir fiskar, hann setur risa stórt net á fiskana.

Hvað heitir þú?

Mía Mekkín Valgeirsdóttir

Hvað eru gömul? 4. ára

Hver eru mamma þín og pabbi?

Rósa og Valgeir

Veist þú hvað sjómenn gera?

Sjómenn veiða fiska, stundum fara þeir að sofa þegar það er háttatími og stundum horfa þeir á sjónvarp.

Stundum veiða þeir fiska ekki með veiðistöng og stundum veiða þeir með neti. Þekkir þú einhverja sjómenn?

Valgeir og Steini (pabbi og afi)

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Þeir veiða með veiðistöng, ná í krók og setja band og snúa og veiða fiska.

Finnst þér fiskur góður? Já

Hvað er skemmtilegast að gera þegar pabbi kemur í land? Að leika með honum, að knúsa hann og borða nemmi með honum

Hefur þú farið á sjó? Já í stóra bátinn (Herjólf)

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að setja upp jólatré og skreita það. Líka opna gjafir sjá hvað er inn í þeim og leika við gjafirnar.

Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabbi minn, Fannar, hann er sjómann. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Þeir veiða alla fiskana í svona rosa stórt net. Svo setja þeir hann í kassa.

Finnst þér fiskur góður? Já, ég elska hann.

Hvað er skemmtilegast að gera þegar pabbi kemur í land? Að fara í bakaríið og líka sund.

Hefur þú farið á sjó? Nei. Mig langar að fara á Berg með pabba mínum. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að fá að renna á risa stóru snjóbretti og sleða.

Hvað heitir þú?

Malen Röfn Björnsdóttir

Hvað ertu gömul?

Þriggja ára

Hver eru mamma þín og pabbi? Arna Björk og Björn Stefán

Veist þú hvað sjómenn gera?

Setjo það í sjóin

Þekkir þú einhverja sjó menn? Pabbi

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Neeei

Finnst þér fiskur góður? Já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Umm leika

Hefur þú farið á sjó? Já, veiða fiskinn Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Um hitta Jóhönnu

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Ljósin tendruð við hátíðlega athöfn

Þann 30. nóvember voru ljósin tendruð á Hamborgartrénu á miðbakka Reykjavíkur við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék jólalög við jólatréð. Fyrsta jólatréð kom frá góðvinum í Hamborg árið 1965.

Þessi fallegi siður er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem silgdu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöldina. Má þá nefna að sérstaklega er minnst að sjómennirnir gáfu svöngu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr landa úr togurunum. Viðburðurinn var í boði Faxaflóahafna, Landsbankans, Brims, Heima, Sjómannadagsráðsins og Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.

(Birt: 18. nóvember 2024 af vef Faxaflóahafna sf)

Bútungur er lostæti

Siginn bútungur er algjört lostæti og út á hann setja Vestfirðingar mörflot en oft er talað um vestfirskt mörflot sem er hreint og klárt sælgæti. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Braga Ólafssonar, fyrrum skipstjóra, til að fá upplýsingar hvernig best er að vinna bútunginn. Byrjað er á að hausa og slægja smáþorsk, síðan eru tveir fiskar spyrtir saman (tveir fiskar bundnir saman á sporðunum). Síðan er

allur fiskur settur í körfu í einn til tvo daga og ekki má skola blóðið af fisknum fyrr en hann er hengdur upp. Svo er fiskurinn skolaður og hengdur upp á rá.

Bútungurinn er látinn hanga í sjö til tíu daga og best er að fiskurinn hangi í sjávarlofti.

Eini búnaðurinn sem samþykktur er á heimsmarkaði

Björgunarvörurnar frá Markus Lifenet eru hannaðar fyrir verstu aðstæður á sjó og hafa margsannað sig. Þær eru hannaðar fyrir allar tegundir báta, skipa og borpalla svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið var stofnað fyrir 45 árum og upphaflega var hlegið að hugmyndum Markúsar B. Þorgeirssonar upphafsmanns björgunarbúnaðarins. Í dag vita allir um ágæti þess að eiga og hafa slíkan búnað um borð, þar sem mannslíf eru í húfi og hver sekúnda skiptir máli.

Hafnir Múlaþings

óska landsmönnum öllum

gleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári

Sjávarafl óskar

starfsmönnum sínum og lesendum um land allt, gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Litlar jóla-pavlovur

Það er alltaf gaman að breyta til og ögra sjálfum sér aðeins í eldamennskunni en þessi uppskrift er bæði auðveld og skemmtileg. Til að flýta fyrir sér er hægt að baka deginum áður en matur er borinn fram en fyllingin er sett í pavlovurnar nokkrum klukkustundum áður en hún er borin fram. Eftir að búið er að setja fyllingu í pavlovurnar, geymast þær í kæli.

Í marengsinn

• Eggjahvítur af fjórum meðalstórum eggjum

• 150 g sykur

• 2½ tsk. maizena-mjöl

Byrjið á að hræra saman eggjahvítur og dálítinn hluta af sykrinum og bætið síðan við sykri og hrærið þar til marengsinn er orðinn stífþeyttur. Bætið þá mjölinu við og þeytið varlega saman við í um mínútu.

Setið marengsinn í sprautupoka og mótið fjórar pavlovur á bökunarpappírsklædda plötu. Hver pavlova er um 7-10 cm í þvermál og 7 cm á hæðina. Gott er að nota teskeið til að móta hverja og eina pavlovu en þær eiga að vera holar að innan og gott er að hafa botninn örþunnan.

Bakið í 80 mínútur á 100°C. Leyfið síðan pavlovunum að kólna inni í ofninum.

Uppskriftin er fyrir fjóra

Fyllingin

• 800 ml rjómi

• 1 pakki Royal-búðingur með karamellubragði

• 300 gr mangó, sem kaupa má frosið og niðurskorið/frosið í bitum

Þeytið vel saman 400 ml rjóma og búðingsduft, látið standa í um 30 mínútur í ísskáp og sprautið fyllingunni í neðri helming hverrar pavlovu. Látið mangóið þiðna tímanlega og setjið í blandara, maukið og setjið það í efri hluta pavlovunnar. Setjið að lokum restina af rjómanum í sprautu og sprautið yfir búðinginn og mangóið.

Skreyting

• 1 askja svört hindber

• 1 askja rauð hindber

• 1 stk. granatepli

• smá flórsykur

Skreytið með berjum og granateplafræjum. Fyrir þá sem vilja er fallegt að strá örlitlu af flórsykri yfir í lokin.

Þau fiska sem þróa

Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar

Gleðilega hátíð!

Við sendum starfsfólki okkar, fjölskyldum þeirra og öllum

Grindvíkingum bestu óskir um gleðileg jól.

Megi samstaða og samhugur okkar og allra Íslendinga vera okkur hvatning á þessum sögulegu tímum.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.