Tímaritið Sjávarafl 2.tbl 2016

Page 1

TÍMARITIÐ

SJÁVARAFL

HAFNARFJARÐARHÖFN

HAVÐ UNGUR NEMUR

April 2016 2. tölublað 3. árgangur

FORSETINN STRANDAR

KOKKUR MÁNAÐIRNS


Myndin er tekin 1964 í nóvember. Það er verið að gera við blökk í bómu. Viðgerðarmaðurinn heitir Bragi Ólafsson og er 21. árs þegar þessi mynd er tekin. Á þessum tímum voru ekki notuð öryggisbelti. Þetta var ekki gott vegna þess að málið sem hann stóð á var vægast sagt óstöðugt...

Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA 4 Viðtal við Má hjá Hafnafjarðarhöfn Már Sveinbjörnsson lætur af störfum í lok apríl eftir að hafa starfað sem hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í rúm 22 ár. 9 Hvað ungur nemur gamall temur Magnús Trausti Ingólfsson 12 Hvað ungur nemur gamall temur Magnús Brynjólfsson 14 Jóni forseta siglt í strand Illur endir fagurs fleys 18 Lækjarbrekka Léttsaltaður þorskur, uppskrift.

Útgefandi: Safl ehf. Sími: 662-2600 Ritstjóri: Sædís Eva Birgisdóttir seva@sjavarafl.is Ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is elinbraga@internet.is Blaðamenn: Sigrún Erna Gerisdóttir sigrun@sjavarafl.is Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elinbraga@internet.is Umbrot og hönnun: Logi Jes Kristjánsson logijes@simnet.is Forsíðumynd: Kristján Egilsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi

2

SJÁVARAFL APRÍL 2016

Rannsóknir efla okkar hag

A

uðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Þá skiptir ekki máli hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Flestir vita að mikilvægi þess að valda ekki óafturkræfum spjöllum mun nýtast okkur vel inn í framtíðina. Til að koma í veg fyrir ofveiði fiskstofna hafa verið gerðar rannsóknir í áratugi en hefur það verið gert til að við nýtum okkar auðlind á sem skynsamastan hátt. Við sem fæddust á seinustu öld, ólumst upp við það að hægt var að veiða endalaust af fiski og upplifðum þann lúxus að fá fisk í matinn alla daga nema sunnudaga, enn í dag elska ég að borða fisk og veit hvað þessi auður er mér mikilvægur. Stofnmælingum botnfiska er nýlokið hjá Hafrannsóknarstofnunni í 32. sinn. Þessar rannsóknir hafa verið gerðir á nokkurn vegin sama hátt. Mikilvægi þess að hefja þessar rannsóknir voru á sínum tíma til að efla rannsóknir á grálúðu og karfa. Það var gert með það að markmiði að styrkja ráðgjöf Hafró til að meta veiðiþol á fyrrnefndum tegundum. Upphaflega var þó ekki gert ráð fyrir að þessar rannsóknir á fiskistofnum á Íslandsmiðum skiluðu marktækum niðurstöðum til að byrja með og yrðu rannsóknir gerðar í nokkur ár. Mat á stofnstærðum í gegnum tíðina hefur verið bætt svo um munar. Nú á dögunum voru að koma nýjar niðurstöður frá Hafró sem gefa tilefni til bjartsýni. Þrátt fyrir að þorskstofninn 2014 hafi verið stór, þá virðist vera sama niðurstaða árið 2015. Vísbendingar eru einnig um að það verði hægfara stækkun sem skili sér inn í veiði á árunum 2018 og 2019. Gleðifréttir eru einnig varðandi ýsuveiði en gert er ráð fyrir að hugsanlega verði hægt að auka veiðiheimildir eftir eitt til tvö ár þar sem stofninn mældist sterkur. Allar þessar rannsóknir skila þeim markmiðum að vernda okkar mið og auð. Okkar auður er lítils virði ef við nýtum hann ekki rétt Mikilvægt er að nýta náttúruauðlindirnar án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum.

Elín Bragadóttir


CAPTO

IT´S LY L A E R Y H C T CA

FOR MIDWATER TRAWLS

CAPTO is a new net twine, which VÓNIN has developed for midwater trawls. CAPTO has great abrasion properties and a good stiffness, which results in easier handling and a long lifetime. Contact us today to get more information.

Vónin // Bakkavegur 22 // P.O.Box 19 // FO-530 Fuglafjørður // Faroe Islands // Tel. +298 474 200 // info@vonin.com // vonin.com


Lætur af störfum sem hafnarstjóri eftir 22 ár

Ótrúlega viðburðarríkt tímabil Sigrún Erna Geirsdóttir

Már Sveinbjörnsson lætur af störfum í lok apríl eftir að hafa starfað sem hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í rúm 22 ár. Hann segir starfið hafa verið ótrúlega fjölbreytt. Allir höfðu áhuga á sjónum Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, hefur verið tengdur sjávarútvegi í um 50 ár og er hann bæði vélstjóri og vélvirki. „Ég var samt aldrei mikið að sjó, það var bara meðan ég var í Vélskólanum. Þá var ég kyndari og vélstjóri á hvalbát en þau eru knúin gufuvélum. Þannig að ég var gufuvélstjóri! Ég er samt ekki síðasti Móhíkaninn því hvalbátarnir eru enn knúnir gufuvélum.“ Már dreif sig síðan í rekstrartæknifræðinám í Álaborg og útskrifaðist þaðan 1975. Fór hann þá til starfa hjá ráðgjafafyrirtækinu Rekstrartækni þá nýlega stofnað ráðgjafafyrirtæki með áherslu á sjávarútveg og iðnað. „Ég sá það svo sem ekki fyrir mér að verða þarna lengi en verkefnin voru skemmtileg og vettvangurinn spennandi. Þetta urðu því sextán ár þar,“ segir hann. Eftir þriggjá ára starf þjónustustjóra hjá innflutnings og þjónustufyrirtækinu Globus lá leiðin til Hafnarfjarðarhafnar þar sem hann tók við sem hafnarstjóri, árið 1994. En hafði hann alltaf áhuga á sjávarútvegi? „Ætli allir Íslendingar hafi ekki haft áhuga á honum á þessum tíma, við lifðum af sjónum.“

4

SJÁVARAFL APRÍL 2016

Skemmtilegt starf Már segist strax hafa fundið sig í starfinu sem sé með eindæmum fjölbreytt, skemmtilegt og spennandi. Ótrúlega margt geti komið upp í hafnarrekstri, miklu meira en maður hefði haldið, og flest af því hafi verið ánægjulegt „Samstarfsmennirnir hafa líka verið einstaklega fínir, þetta er gríðarlega gott fólk hér hér hjá höfninni. Til merkis um það hvað þetta er góður vinnustaður þá hefur bara einn aðili sagt upp störfum, til að ráða sig annarsstaðar, síðan að ég byrjaði! Hinir hætta vegna aldurs. Það segir sitt hvað það er gaman hjá okkur að enginn hættir!“ Samstarfið sé náið enda sé þetta ekki stór vinnustaður, þarna starfi þrettán manns. Allir starfsmenn eru með sjómannaréttindi og fari reglulega í endurmenntun, meðal annars í Slysavarnaskóla sjómanna, nema hann. Hinir verði að geta fari út á hafnarbátnunum. „Við erum lítið fyrirtæki með mikil umsvif, viðveru og viðbúnað. Menn hafa verið alveg ótrúlega duglegir að bregðast við óskum kúnnanna í gegnum árin, allan sólarhringinn, allt árið um kring. Mér finnst þessi 22 ár hafa liðið mjög hratt.“ Már segir eitt það skemmtilegasta við starfið vera hversu marga hann hitti gegnum vinnuna, fólk af ólíkum sviðum. Þetta sé ekki stór höfn og því hafi hann tekið mikinn þátt í daglegu amstri hafnarinnar og sé í miklu og góðu sambandi við viðskiptavini hennar. „Ég hef alltaf reynt að vera mjög virkur. Þannig hef ég kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki í bænum og

umhverfinu í kring og ætli ég þekki ekki flestalla hafnarstarfsmenn á landinu!“ Hafnarfjarðarhöfn er líkt og flestar hafnir landsins í Hafnasambandi Íslands og hefur Már starfað talsvert á vettvangi sambandsins og m.a verið í stjórn í nokkur ár. Sjávarútvegur hefur breyst Már segist hafa upplifað margt í starfi sínu og að á þessum 22 árum hafi orðið miklar breytingar á sjávarútvegi. „Maður hefur staðið í eldlínunni og séð greinina þróast frá því að vera frumstæður iðnaður í það sem hann er í dag, hátækniiðnaður með fyrirtæki eins og Marel og fleiri þekkingarfyrirtæki í fararbroddi. Maður upplifði líka stóru sölusamböndin, eins og Sölumiðstöðina Sambandið, sem leystust svo upp í aðrar einingar. Þetta var mjög viðburðarríkt tímabil í upphafi og varð svo enn viðburðarríkara seinna. Það hefur orðið afar mikil breyting á öllu umhverfi sjávarútvegs og þróunin er iðandi. Í fyrsta lagi er þetta tæknibylting og hún er oft löng og sársaukafull. Við höfum náð langt og við erum enn að bæta okkur. Sem dæmi má nefna Sjávarklasann og fyrirtæki og verkefni tengd honum. Það er mér mjög ofarlega í huga að hafa tekið þátt í því. Svo stendur líka upp úr að við náðum stjórn á fiskveiðunum. Umgengnin við fiskistofnana var mjög slæm en nú er gengið þokkalega um þessa auðlind. Ég hef trú á að íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi hafi hjálpað okkur að byggja upp fiskistofnana og halda þeim við þótt náttúran hafi auðvitað mest að segja.“ Hann


segir að það sem standi líka upp úr sé allt sem hefur gerst í hliðargreinum sjávarútvegs. „Í dag er verið að gera verðmæti úr því sem var hent eða lítið gert með. Við erum að nýta yfir 90% af þorskinum og við stefnum á 100%. Það er auðvitað fullt af tæknilegum úrlausnarefnum eftir en við getum leyst úr því.“ Þegar við verðum búin að ná því að fullnýta þorskinn bíði svo hinar tegundirnar, svo okkar bíða enn stór verkefni. Hann nefnir sem dæmi um spennandi verkefni rannsóknir á virkum efnum í augum karfa sem geti nýst við lækningar. „Í gamla daga þegar maður stakk sig á karfabeini þá gróf í þessu nema að maður skæri í augað og nuddaði því á sárið, þá greri það vel. Nú er verið að rannsaka þetta efni og það á eitthvað áhugavert eftir að koma út úr því. Annað dæmi er kítósanið á Siglufirði og Kerecis á Ísafirði með plástra úr fiskroði. Við erum komin með kýrauga inn í þennan heim. Nú er bara að halda áfram.“ Þessi iðnaður er í stöðugri þróun svo lítum björtum augum til framtíðar.„ Við erum í ákveðinni forystu í greininni í dag en við verðum að vera á tánum. Ég held að við getum líka stækkað kökuna talsvert meira og t.d keypt afla af öðrum og gert úr honum verðmæti, það gæti orðið okkur til mikilla hagsbóta. Á níunda áratug síðustu aldar keyptum við þorsk úr Barentshafi og unnum hann og endurseldum, en það var drepið niður með ranghugmyndum. Nú er byrjað aftur og það virðist lukkast vel. Við gætum þó stóraukið kaup á þessu hráefni til að gera úr því verðmætari afurðir.“ Samþjöppun í greininni og áhrif á landsbyggðina Már segir að samþjöppun í hafnastarfsemi sé áberandi, bæði hvað afla varðar og eins flutninga. „Þetta er að þjappast á fáa staði. Það eru t.d engar „alvöru“ gámahafnir aðrar en Reykjavík og í höfnum þar sem stóriðja er starfrækt. Þetta er þróun sem hefur haft mikil áhrif, t.d hjá sveitarfélögum og höfnum úti á landi. Ég tel reyndar þessi samþjöppun fylgi tilflutningi landsmanna og að þetta sé birtingarmynd þessara breytinga. Þetta er mjög sárt fyrir marga staði sem hafa misst bæði afla og flutninga. Þessar breytingar hafa hreinlega þurrkað upp tekjustofnana hjá mörgum höfnum.“ Hann sjái því fyrir sér meiri samþjöppun og sameiningar meðal hafna, með meiri sérhæfingu hjá hverri og einni höfn. Ferðamannaiðnaðurinn hafi þó hjálpað mörgum minni höfnum að einhverju leyti. Miklar breytingar hafi orðið á fyrirkomulagi hafna síðan hann hóf störf og það helgist af breyttu mynstri í útgerð og flutningum. „Ríkið hefur gegnum tíðina verið stór gerandi í uppbyggingu hafna og þeir hafa styrkt hafnir til viðhalds og framkvæmda og þannig stýrt þessi

Í höfninni í Hafnarfirði má sjá alls kyns báta, af öllum stærðum og gerðum.

svolítið. Síðan að hrunið varð hafa þeir hins vegar lítið sem ekkert styrkt hafnir nema Landeyjarhöfn. Ef litið er til fjárhagsáætlunar næsta árs fær hún ennþá mest og svo fer eitthvað til Bakka. Hinar skipta með sér smáræði. Það munar lítið um einhverjar milljónir því hafnarframkvæmdir eru dýrar og hlaupa á hundruðum milljóna, það verður að vanda til verka því þetta á að standa lengi.“ Með flutningi verkefna milli hafna minnkar þó þörfin sumsstaðar fyrir framkvæmdir. Breytingar hjá Hafnarfjarðarhöfn Már segir að umhverfi hafnarinnar sé mjög lifandi, ný fyrirtæki komi í sífellu meðan önnur fari. „Það koma líka stöðugt upp ný tækifæri og sum ganga upp en önnur ekki. Makrílinn er gott dæmi um þetta. Það koma líka reglulega upp hugmyndir um vatnsútflutning, nánast árlega og ég er því orðinn alger sérfræðingur í vatnsútflutningi! Það hefur þó nánast ekkert orðið úr þeim hugmyndum. Það hafa nokkrir náð að flytja eitthvað aðeins út en það hefur gengið mjög illa að koma þessu sæmilega á kopp.“ Hvað Hafnarfjarðarhöfn sjálfa varði þá hafi orðið miklar breytingar á starfseminni. „Hafnarfjörður var vagga togaraútgerðar á Íslandi og hér var lengi fjöldinn allur af togurum með heimahöfn. Nú er hér enginn togari með heimahöfn, sá síðasti, Þór, var seldur til Rússlands í fyrra. Höfnin er hrein viðskiptahöfn og við vinnum mest í samvinnu við þjónustuaðila útgerðanna, svo þetta er gífurleg breyting. Hér voru sömuleiðis talsverðir vöruflutningar en með gámavæðingunni hefur allt slíkt flust til Reykjavíkur. Hingað kemur

enn lausavara eins og möl og olía, og svo er fiskur fluttur út héðan ásamt brotajárni og öðru tilfallandi. Þetta var þannig að við vorum fiskihöfn eins og á landsbyggðinni en það erum við ekki lengur. Við erum fiskihöfn ennþá en megin aflinn kemur frosinn, ferskur fiskur hefur minnkað verulega.“ Már segir að viðskiptavinir komi til Hafnarfjarðar vegna þess að þeir velja að koma þangað og kaupa sína þjónustu þar. „Hér er tiltölulega góð hafnaraðstaða og við erum með mjög góða þjónustuaðila svo við erum mjög sterk á því sviði. Það er líka mjög jákvætt fyrir okkur að Eimskip opnaði hérna 10.000 tonna stækkanlega frystigeymslu í fyrra, það styrkti verulega okkar stöðu. Skip sem koma með afla þurfa að setja hann í frysti. Þeir geta svo sem sett hann í frystigáma en þeir eru dýrir og ekki mjög heppilegir. Hafnarfjörður er líka svo vel staðsettur, hér á Suðvesturhorninu er alla þá þjónustu að finna sem fólk vantar og svo njótum við þess auðvitað að vera nálægt flugvelli. Ef skip t.d bila þá er nálægðin við flugvöllinn góð því skip eru dýr og fólk pantar oft strax hlutinn og lætur senda hann beina leið hingað með flugi. Við erum því vel í sveit sett og nú erum við að uppskera.“ Þá segir hann að miklu muni í rekstri hafnarinnar að hafa haft álverið í bænum í 47 ár og hafi það verið hreinn hvalreki að fá það hingað á sínum tíma, ekki síst þegar það kom en þá var einmitt kreppa. Margir hafi fengið þar vinnu við uppbyggingu. Sumir þeirra hafi svo unnið þar upp frá því.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100


6

SJÁVARAFL APRÍL 2016


Auknar skyldur hafnarinnar Eitt af því sem kom Má á óvart í starfinu var hversu stífur lagarammi hafnarinnar er og eins pólitíkin. „Maður þarf að aðlaga sig því. Höfnin er alfarið í eigu Hafnarfjarðarbæjar en hún er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki skv. lögum og er hún virðisaukaskyld, ólíkt öðrum fyrirtækjum í opinberri eigu, við erum skilgreind sem samkeppnisiðnaður. Lagaramminn um hafnir gerir ráð fyrir að flestar hafnir séu reknar sem stjáfstæð fyrirtæki í eigu sveitarfélaga“. Már segir að það hafi sömuleiðis verið mikil breyting að fara að starfa í opinberum geira eftir að hafa verið í einkageiranum. „Þar gerast hlutirnir mjög spontant og ég hef reynt að halda í það eftir megni.“ Hann segir að allt starfsumhverfi hafi breyst mjög hratt undanfarin ár, bæði viðskiptaumhverfið og lagaumhverfið. „Það koma t.d alltaf fleiri og fleiri skyldur á hafnirnar. Okkur er t.d skylt að vigta allan fisk sem kemur á land, svo erum við skylduð til að sjá um mengunarvarnir, erum í öryggisgæslu og hryðjuverkagæslu. Það eru margar kvaðir og alltaf aukast þær því þetta er lifandi umhverfi.“ Þegar hlutunum sé þannig háttað verði fólk að vera stöðugt á tánum. „Við verðum að passa að vera með þjálfaða menn með réttindi annars megum við hreinlega ekki taka móti skipum.“ Skemmtiferðaskipin og Rússar Margir hafa eflaust tekið eftir umferð skemmtiferðaskipa til hafnarinnar undanfarin

ár. Upphaf þessarra heimsókna má rekja til þess að árið 2005 ákvað Hafnarfjarðarhöfn að markaðssetja Hafnarfjörð sem áfangastað skemmtiferðarskipa og segir Már að þá hafi hann kynnst nýjum þjóðflokki. „Það eru margir þátttakendur í þessu hérlendis og erlendis. Við höfum farið í heimsóknir til þeirra sem gera skipin út og farið á sýningar og ráðstefnur til að hitta ráðandi fólk í þessum iðnaði. Svo erum við félagar í Cruise Iceland sem hefur að takmarki að efla skemmtiferðaskipaiðnaðinn á Íslandi og allt umhverfi kringum hann, ég hef verið virkur þar og kynnst mörgum þannig. Við erum líka í öðrum samtökum evrópskra hafna, Cruise Europe, sem vinnur að því að laða til sín skemmtiferðaskip.“ Engin íslensk höfn tekur á móti fleiri rússneskum togurum en Hafnarfjarðarhöfn og hefur svo verið um langt skeið. „Ég hef meðal annars farið með umboðsfyrirtækinu Gáru, til Rússlands að hitta útgerðarmennina sem senda skip sín hingað og þetta hefur styrkt höfnina mikið. Sýningar eru sömuleiðis mikilvægar, það þarf að fara á 4-5 sýningar til þess að sanna sig, þá fara menn að muna eftir þér. Að fá nýja útgerð til þess að koma getur tekið 3-4 ár, og það sama gildir fyrir skemmtiferðarskipin, þetta er langur ferill. Það er líka mjög góð reynsla að fara og hitta fólk því það er allt annað að hafa samskipti við fólk, ef þú hefur hitt manneskjuna í eigin persónu áður. Svona viðskiptatengsl hafa komið okkur vel.“

Tækifæri vegna olíu- og námavinnslu Eins og áður sagði er Má hugleikinn Íslenski sjávarklasinn og er Hafnarfjarðarhöfn þar í tveimur hópum, flutningaklasanum og auðlindaklasanum. „Auðlindaklasinn tengist náma- og olíuvinnslu. Þar sjáum við mikla möguleika og viljum vera undirbúin þegar tækifærin gefast. Þetta er aðeins komið af stað á Drekasvæðinu og skipin sem því tengjast hafa aðsetur í Fjarðarbyggð. Við vitum líka að á Grænlandi er að finna alls kyns verðmæti, t.d olíu og jarðefni. Við liggum mjög vel við hluta af Grænlandi og gætum þjónustað það svæði. Í þessum hópi eru meðal annarra hafnir, skipafélög og ýmsir þjónustuaðilar og við horfum á þetta sameiginlega, hvernig við á Íslandi getum stutt við þessa þróun. Þetta er langtímaverkefni og ég er afskaplega ánægður með að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég vona að Hafnarfjarðarhöfn hafi haft gagn af þessu líka og haldi þessu áfram! Það er margt að gerast í þessum málum og alls staðar að kvikna neistar. Stundum verða þessir neistar að varðeldi og þá ætlum við að vera tilbúin.“ Uppbygging hafnarinnar Uppbygging Hafnarfjarðarhafnar er Má sömuleiðis minnisstæð frá ferlinum. Höfnin er stofnuð 1909 svo hún er orðin 107 ára og segir Már að uppbygging hennar hafi gerst í fjórum 30 ára áföngum. „Ég upplifði síðasta partinn, uppbyggingu Hvaleyrarhafnar, og

SJÁVARAFL APRÍL 2016

11


ég er mjög ánægður með það. Þetta var ærið verkefni og við erum að borga það niður.“ Hvaleyrarhafnarsvæðið var byggt 1996-2008 og kostaði 2,5 milljarða króna. „Framkvæmdirnar voru fjármagnaðar með sölu eigna og lántökum. Við hrunið hækkuðu skuldir hafnarinnar verulega, enda lánin í erlendum myntkörfum. En eins og dæmið lítur út í dag eru líkur á að okkur takist að greiða lánin upp á árunum 2019 til 2020“. Árið 2014 rann út upphaflegur samningur við álverið í Straumsvík um vörugjöld, eftir 65 ára starfsemi, og var þá endursamið um gjöld sem gefur höfninni 70-75 milljónir árlega í aukatekjur. Gjöldin jukust eitthvað vegna árlega viðhalds sem færðist um leið yfir á Hafnarfjarðarhöfn en Már segir að upphæðir vegna þess séu lægri. Ávinningur af frystigeymslu Eimskips er þegar farinn að skila sér í formi aukinna viðskipta, viðskiptavinir sjá ný og aukin viðskiptatækifæri vegna nýju geymslunnar muni sá afli fara í gegnum Hafnarfjarðarhöfn. „Við munum geta borgað þetta niður á tíma og þá getur höfnin farið að safna kröftum fyrir næsta áfanga.“ Norðurbakkinn áskorun fyrir höfnina Mikil íbúabyggð bættist nýlega við á Norðurbakkanum í miðbæ Hafnarfjarðar og segir Már að það hafi verið umhugsunarverð þróun fyrir höfnina. „Það er alltaf slæmt þegar íbúabyggð kemur svo nálægt atvinnusvæði og við brugðumst því strax og við fréttum af væntanlegri byggð. Við fengum þá verkfræðistofuna Línuhönnun til að gera hljóðvistarlíkan frá hafnarstarfseminni á

Sumir bátanna í höfninni eru komnir nokkuð til ára sinna og gaman er að sjá að unnið er að því að gera þá upp.

8

SJÁVARAFL APRÍL 2016

Norðurbakkann og afhentum hönnuðum húsnæðisins hljóðvistarlíkanið. Skipulagsstjóri setti það svo sem kvöð að hönnun bygginga á Norðurbakkanum tæki mið af hljóðvistarlíkaninu.“ Sem liður í aðgerðum vegna fyrirhugaðra bygginga jók höfnin umtalsvert við rafmagnsafgreiðslugetu sína þannig að á árabilinu 2002-2012 jókst rafmagnssala til skipa um 50%. „Þannig getum við tengt fleiri skip við rafmagn en áður og þau geta þá drepið á vélum. Lýsingi hafnarbakkanna var líka vandamál. Hafnir verða að vera vel upplýstar og hér eru 90m á milli mastra og lamparnir lýstu hver á móti öðrum, svo þetta er eins og flóðlýstur leikvangur. Við skiptum um lampa þannig að við lýsum ekki lengur út í bæ heldur beint niður á svæðið. Um þessar mundir erum við að kanna lausnir á erfiðari hluta aðgerðanna, sem eru margvísleg, þar á meðal að fást við aukna afgreiðslugetu vegna frystilesta um borð í skipunum, mismunandi spennu- og riðaþörf skipanna. Þar er vandamálið að frystipressurnar taka mikið rafmagn og skipin eru svo ólík. Til Hafnarfjarðar kemur mikil flóra ólíkra skipa af því að við erum fjölnota viðskiptahöfn. Við þurfum því væntanlega að afla okkur nokkurra ólíkra lausna, auk þess að auka verulega við aðveitu rafmagns til hafnarinnar. Allt kallar þetta á rétta greiningu á þörfum skipanna og vera viðbúin sífelldum breytingum þeirra. Það er verið að vinna í þessu núna og það tekur tíma. Hafnarfjarðarhöfn er í samstarfi við Faxaflóahafnir um kortlagningu þarfanna og mögulegar lausnir. Við höfum því gert heilmikið vegna Norðurbakkans.“

Æskuslóðirnar í Hafnarfirði Már segir að árin 22 sem hafnarstjóri hafi verið einkar skemmtileg, hann sé fæddur og uppalinn í Hafnarfiði og bærinn sé honum kær. „Maður lék sér hér á bryggjunni sem krakki við að veiða og leika sér svo hafnarsvæðið er kunnuglegt umhverfi. Þetta er minn heimabær og það er gaman að hafa fengið þetta tækifæri til þess að kynnast honum og íbúunum enn nánar, og ekki síður að hafa komið svona að því að byggja höfn bæjarins upp.“ Már hætti formlega sem hafnarstjóri á föstudaginn 29. apríl þótt hann hefði tæknilega getað starfað ári lengur. „Við erum á því tímabili núna að vera að skipta út helmingnum af starfsfólkinu vegna þess að það er komið á aldur. Ég vildi koma því af stað áður en ég hætti og núna erum við að færast yfir á seinni hluta þess verkefnis. Það eru því að verða hér kynslóðaskipti og um leið góður tími til að hætta. Ég verð þó hérna meira og minna í maí til að skila af mér og setja nýjan hafnarstjóra inn í starfið.“ Við spyrjum Má að lokum hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur nú þegar hann mun hafa meiri tíma umleikis. „Það hefur verið svo mikið að gera í gegnum tíðina að ég hef þurft að velja og hafna hvað ég gerði í frístundum. Ég var t.d í hestamennsku en hætti því vegna tímaskorts. Mér finnst golfið áhugavert núna og svo hef ég verið að taka myndir líka. Það verður gaman að hafa meiri tíma fyrir þetta og fleiri áhugamál, og ekki síst fyrir fjölskylduna.“


HVAÐ UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR Sigrún Erna Geirsdóttir

Vélstjórar á Arnarfelli

„Munar miklu að hafa reynslumikla menn sýna sér handtökin“ Nafn: Magnús Trausti Ingólfsson. Starf: Ég varð 67 ára sumarið 2014 og fór þá á eftirlaun. Áður var ég yfirvélstjóri á Arnarfellinu sem er í eigu dótturfélags Samskipa í Færeyjum. Fjölskylduaðstæður: Giftur. Við hjónin eigum sitt hvora stelpuna og stjúpdóttir mín sem var níu ára þegar við kynntumst ólst upp hjá okkur. Fleiri skip: Ég byrjaði sem vélstjóri vorið 1977 á Hvassafellinu sem var í eigu skipadeildar SÍS og eftir útskrift úr Vélskólanum 1978 kenndi ég í eitt ár við Bændaskólann á Hvanneyri. Frá hausti 1979 var ég svo í fjögur ár hjá Nesskip, á ýmsum skipum. Ég tók mér frí frá sjónum í fimm ár og vann þá hjá Ísaga og Frostverk. Sjórinn heillaði þó aftur og ég byrjaði hjá Samskip sama dag og það var stofnað, 20 desember 1990. Menntun: Vélstjóri frá Vélskóla Íslands. Ég var búinn að læra bifvélavirkjun áður en langaði að breyta til og læra meira svo ég fór í Vélskólann. Ég hafði þá unnið sem bifvélavirki í nokkur ár, nokkuð sem hefur komið sér vel. Hvenær varstu í námi: Ég byrjaði 1975 og kláraði 1978. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég kynntist mörgu góðu fólki. Síðan hef ég gert svolítið af því að fara á námskeið, breytingarnar eru svo miklar og hraðar að símenntun er nauðsynleg. Af hverju sjórinn: Kannski ævintýramennska að sumu leyti, mig langaði til að sjá eitthvað nýtt. Farmennskan hefur samt breyst mikið, þetta var allt öðruvísi áður fyrr, nú eru þetta orðnar fastar rútur hjá þessum skipum. Ég hef nær eingöngu verið á fraktskipum, ég fór eina vertíð á netabát áður en ég fór í skólann og það heillaði mig ekki. Hversu lengi vélstjóri: Hátt í 30 ár á sjó. Það skemmtilegasta við starfið: Að fylgjast með breytingunum og sjá tæknina þróast. Það erfiðasta: Erfitt að segja. Þetta voru miklar útiverur hér áður fyrr, maður var lengi að heiman og vissi aldrei hvað maður yrði lengi. Það

Magnús Trausti Ingólfsson fyrrum yfirvélstjóri á Arnarfellinu. Arnarfellið er í eigu dótturfélags Samskipa í Færeyjum.

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskframleiðendur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Sjálfvirk kassamötun

» Allt að 80 stk á mín. » Möguleiki á millileggi » Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðh.

Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 519 2300 | valka@valka.is | www.valka.is


„Kostir þess að vera góður velstjóri er að vera vel vakandi fyrir nýungum“

Kostir þess að vera á fraktskipi: Föst rúta þannig að maður getur skipulagt tíma sinn. Það er kannski minni tilbreyting núna en áður en þetta er fyrirsjáanlegt og þægilegt. Er nýliðun vandamál: Undanfarið hafa bæst við yngri menn en það hefur gengið á ýmsu hvað þetta varðar. Það var mjög erfitt að fá menn fyrir hrun en það hefur breyst. Hér áður var líka algengt að menn fóru á sjó og svo fóru þeir í eitthvað annað en það er minna um það í dag. Það er líka erfiðara, nú þurfa menn meiri réttindi til að byrja á sjó. Svo hefur störfunum fækkað líka. Margir hafa líka frekar valið fiskiskip því þar eru tekjurnar betri. Nýlega kom samt til okkar ungur maður af fiskiskipi sem vildi breyta til svo það gerist líka. Af hverju ætti ungur maður að velja fraktara: Þessi fyrirsjáanleiki er mikill kostur. Það tók mikinn tíma að breyta fyrirkomulaginu á sínum tíma en þegar það var komið á sáu menn kostina og enginn myndi vilja skipta í dag. hefur breyst. Álagið getur líka verið mikið, það er jú viðvera allan sólarhringinn. Minnisstæð atvik: Það hefur auðvitað ýmislegt komið upp. Ég man þegar við tókum við nýju skipi fyrir tíu árum. Það var gaman að fá að kynnast öllu ferlinu og taka svo þátt í smíðinni á síðustu metrunum. Svo var líka mjög gaman að vera á glænýju skipi, það er tilbreyting í því. Það hafa auðvitað skipst á skin og skúrir, nú eru nítján ár síðan að Dísarfellið sökk og tveir menn fórust. Tíu björguðust. Við vorum komnir hálfa leið til Færeyja þegar það kemur leki að skipinu um miðja nótt og í endann sökk það. Það hefur aldrei komið almennileg í ljós hvað gerðist. Við komumst í galla en misstum frá okkur bátana. Við gátum sent út neyðarkall og vissum að þyrlan var á leiðinni en þurftum að yfirgefa skipið. Ætli við höfum ekki verið 3-4 tíma í sjónum og það var ekki skemmtilegur tími. Eftir að þessu var lokið héldu samt flestir áfram að sigla. Maður svaf nú laust á nóttunni fyrst eftir þetta. Hvernig gengur að samræma vinnu og fjölskyldulíf: Það gekk svo sem ágætlega, sérstaklega eftir að siglingar breyttust og tveggja manna kerfið komst á. Eftir það var hægt að plana frítímann. Svo breytti ný samskiptatækni miklu, þegar maður byrjaði komst maður kannski í talstöð einu sinni í viku en núna er stöðugt samband.

Helstu kostir góðs vélstjóra: Að vera vakandi fyrir því sem er að gerast og fylgjast með þróuninni. Líka að líta ekki of stórt á sig, það eru allir jafnir í þessu. Áhugamál: Skíðamennska ,golf og Kerlingarfjöll ég er mikill útivistarmaður. Það er félag sem heldur utan um gistingu og rekstur á Kerlingarfjallasvæðinu og þar er mikið um gamla starfsmenn. Svo taka félagsmálin orðið drjúgan tíma, ég er t.d í klúbbnum Drúídar á Íslandi sem hefur verið starfandi frá 1996. Þetta er að stofni til karlafélagsskapur og þar er t.d mikið um iðnaðarmenn. Stúkurnar eru nú orðnar fjórar og verið er að vinna að því að stofna kvennastúku. Markmiðið er að vinna að þroska einstaklinga og efla vináttu fólks um allan heim. Þetta er góður félagsskapur sem ég hvet fólk til að kynna sér. Vinnuumhverfi: Mjög gott. Arnarfellið er auðvitað ekki nema ellefu ára og það fer eftir umgengni hvernig skip eldast. Ég lagði alltaf mikla áherslu á að vel væri gengið um og þessi góði mannskapur sem ég sigldi með tók þátt í því.

„Það gengur ágætlega að samræma vinnu, hér áður fyrr komst maður í talstöð einu sinni í viku en tæknibreytingarnar hafa breytt þessu.“

10

SJÁVARAFL APRÍL 2016


Arnarfellið drekkhlaðið, glæsulegt að sjá.

Jupiter 2,7

Jupiter HW

Mercury 2,4

Mercury 2,0

Hercules 1,5

Jupiter 2,7

Thor

Neptune

Polar Togbúnaður - www.polardoors.com - Húsi Sjávarklasans - S: 898 66 77 SJÁVARAFL APRÍL 2016

11


HVAÐ UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR Vélstjórar á Arnarfelli Nafn: Magnús Brynjólfsson. Fjölskylduaðstæður: Einhleypur og barnlaus enn sem komið er. Heimili: Á Akranesi.

Arnarfellið í eigu Samskipa.

Aldur: 26 ára.

Minnisstætt atvik: Þegar við vorum úti á hafi á leið til Evrópu sl. sumar fór ein eldsneytisdælan á vélinni og við urðum að skipta um hana í smá veltingi. Við urðum auðvitað að slökkva á vélinni og þá varð veltingurinn svona aðeins meiri. Þetta tók c.a þrjá tíma en sem betur fer var þetta ekki um nótt. Svo er ég búinn að fara með skipinu tvisvar í slipp og það var gaman að sjá hvernig komið var um borð og hlutirnir rifnir í sundur og svo unnið með þá.

Skip: Núna á Arnarfelli, áður á Helgafelli. Staða: 1.vélstjóri Hversu lengi vélstjóri: Ég varð 1.vélstjóri á Arnarfelli sl. sumar þegar Trausti var að hætta og starfaði áður sem vélavörður í tvö og hálft ár meðan ég var að vinna mér inn sjótíma. Ég var hlaupari og fór á milli Arnarfells og Helgafells. Menntun: Útskrifaður úr Tækniskólanum 2012. Ég byrjaði í vélvirkjun á Akranesi og hafði engin plön um að fara í vélstjórann. Svo ákváðum við nokkrir vinirnir að prófa þetta og líkaði svo vel að við ákváðum að klára þetta bara. Ég fékk vinnu hjá Samskip þegar ég átti einn áfanga eftir af skólanum en þar sem það var ritgerðaráfangi þurfti ég ekki að mæta í skólann svo þetta gekk upp. Af hverju sjórinn: Þegar ég var búinn með vélstjórann vildi ég prófa þetta og sjá hvort maður hefði sjófætur. Mér líkaði síðan merkilega vel að vera á sjó! Það kom mér smá á óvart þar sem ég er alinn upp í sveit og hefði frekar haldið að mér líkaði betur að vinna á landi. Félagsskapurinn hefur auðvitað mikið um þetta að segja, ef hann væri ekki góður myndi maður ekki endast lengi. Það skemmtilegasta við starfið: Reglulegt viðhald á vélunum, það er líka gaman að taka þær í sundur og sjá hvernig þær virka. Hvað er erfiðasta: Ætli það sé ekki að vera alltaf tilbúinn ef eitthvað kemur upp á, að vita að við getum lent í miklu veseni úti á hafi og að þá verðum við að bjarga okkur.

Magnús Brynjólfsson tók 1. vélstjóri tók við af Magnúsi Trausta Ingólfssyni.

Kostir við fraktskip: Frítíminn er jafn og fyrirsjáanlegur. Það er gott að fá alltaf mánaðarfrí og geta dundað sér heima svona á milli túra. Þetta er mesti kosturinn við starfið. Er nægileg nýliðun: Fólk laðast auðvitað meira að togurum og fiskiskipum því launin eru hærri. Finnst ungu fólki vélstjórn heillandi: Ég þekki allavega fullt af fólki sem fer í þetta nám og sé því ekki fram á að það verði vöntun á fólki. Verðurðu á sjónum eftir tíu ár: Það getur vel verið að ég verði enn á sjó eftir tíu ár, mér líkar vel að vera á skipi. Ég útiloka samt ekki að maður fari á landi og prófi eitthvað nýtt, maður veit aldrei. Ánægður með þetta starfsval: Mjög svo, og afar sáttur við að hafa fengið þetta tækifæri. Áhugamál: Þegar maður var vélavörður var maður í vikufríi í senn og eyddi því í að heimsækja vini og ættingja úti í sveit. Nú þegar maður hefur heilan mánuð þarf maður að finna sér einhver áhugamál! Ég er að vinna í því núna. Ég haft samt mjög gaman af útivist og geng mikið. Svo les ég talsvert, Stefán Máni er t.d í uppáhaldi. Ég tek yfirleitt með mér nokkrar bækur þegar ég fer á sjóinn. Vinnuaðstæður: Ég er mjög sáttur við þær, það var verið að halda upp á 10 ára afmæli Arnarfells nú fyrir stuttu svo þetta er nýlegt skip miðað við íslenska flotann. Það er líka í mjög góðu ástandi. Mikilvægi þess að láta sýna sér handtökin: Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa menn með sér sem hafa mikla og góða reynslu, ekki bara af faginu heldur af skipinu sjálfu; menn sem þekkja skipið út og inn. Ég kom beint úr skóla og hafði ekkert unnið við skip svo það skipti öllu máli að hafa svona vana og reynslumikla menn eins og Trausta til þess að sýna mér handtökin. Mælirðu með fraktskipum fyrir vélstjóra: Alveg hiklaust. Ég held að þau séu aðeins vanmetin, strákarnir eru flestir að hugsa um hærri laun og fríðindi og þeir horfa lítið til fraktskipanna. Það er hins vegar mjög þægilegt að vinna á þeim, maður fer í þessa tvo túra og svo er maður laus í heilan mánuð. Þetta er alveg fyrirsjáanlegt sem gerir það að verkum að það er auðvelt að skipuleggja sig í fríum í landi. Álit á félaginu: Ég er reyndar ekki formlega kominn í það ennþá en er á leiðinni. Ég er því ekki inni í kjaramálunum ennþá heldur. Ég er samt að setja mig inn í þetta, ég vil geta fylgst með því sem er í gangi. Áherslur í kjaraviðræðum: Mér heyrist á flestum að þeir vilji láta endurskoða launin, fólk er almennt ekki

12

SJÁVARAFL APRÍL 2016


SPORÐSKURÐARVÉL

EYKUR AFKÖST UM ALLT AÐ FJÓRÐUNG

20% MINNKUN Í BLOKK 25% MINNKUN Í MARNING AUÐVELDARI ÍSETNING Í FLÖKUNARVÉLAR HEILLI FLÖK / MUN FÆRRI GALLAR BETRI ROÐDRÁTTUR HÆRRA FRAMLEIÐSLUHLUTFALL Í DÝRARI AFURðIR EKKERT AUKASTARF ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

4FISH EHF. // 350 GRUNDARFJÖRÐUR // 898 0989 // 4FISH@4FISH.IS

SJÁVARAFL APRÍL 2016

13


Illur endir fagurs fleys

Jóni forseta siglt í strand Sigrún Erna Geirsdóttir

V

eðrið í janúar 1907 var umhleypingasamt þótt frostdagar væru fáir. Fjölmenni var samankomið við höfnina þann 22.janúar þegar Jón forseti, fyrsti togarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga sigldi inn í Reykjavíkurhöfn. Forsetinn var úthafstogari, öfugt við Coot, fyrsta togarann sem Íslendingar eignuðust árið 1905. Forsetinn þótt með eindæmum stórt og vandað skip, ríflega 130 fet að kjalarlengd, 233 tonn og var bæði skrokkur hans og yfirbygging úr járni, eins og tíðkaðist þá. Í honum var gufuvél og komst hann um 10 mílur á klukkustund. Trollið var eigi ósvipað því sem gerist í dag en talsvert minna, eða um 40 metrar að lengd og riðið úr hampi. Skipið var smíðað af Scott & Sons í Bowling á Englandi og þótti kaupverðið óheyrilega hátt. Var það fiskveiðifélagið Alliance í Reykjavík sem hafði látið sérpanta skipið tveimur árum áður og stóð félagið saman af nokkrum þekktum skipstjórum og einum kaupmanni. Enginn þeirra var efnaður og því höfðu þeir fengið bankalán fyrir kaupunum, upp á fjögur þúsund pund. Koma Jóns forseta markaði mikil tímamót í sögu íslensks atvinnulífs og sagt er að togara- og vélvæðing bátaflotans hafi verið okkar iðnbylting. Útgerð skipsins gekk framan af afar vel og var skipið aðallega notað við þorskveiðar. Þótt kaupverðið hefði þótt gríðarhátt borgaði fjárfestingin sig upp á þremur árum. Sennilega hafa Alliance menn því verið sáttir við arðsemina. Dapur endalok biðu hins vegar þessa flaggskips íslenska skipaflotans. Ógæfan dynur yfir Mánudaginn 27.febrúar 1928 geisaði mikið illviðri við strendur landsins. Jón forseti er úti þann dag, á leið úr Jökuldjúpi austur á Selvogsbanka, til að halda þar áfram veiðum. Svo vildi til að skipstjóri skipsins, Guðmundur Gunnlaugsson, hafði farið í land í Reykjavík vegna veikinda og í hans stað var fyrsti stýrimaður, Magnús Jóhannsson. Er skipið heldur fram hjá Stafnesi var sjór var mikill og niðamyrkur. Það var þar sem ógæfan dynur yfir, klukkan eitt að nóttu, er nánast allir skipverjar úr 25 manna áhöfn voru í fastasvefni. Skyndilega kveða við brak og brestir, skipið nötrar og menn hrökkva upp. Fljótlega verður ljóst að Jón hefur strandað á Stafnesrifi því ljósgeislar frá Stafnesvita rufu myrkrið skammt frá skipinu. Rifið er langt frá landi og brimið ógnvænlegt. Þykir þetta vera einn versti og hættulegasti strandstaður við suðvesturströndina. Skipsverjar drifu sig upp á þiljur og neyðarkall var sent út. Voru þeir allir fremur vongóðir um að ná landi ef björgunarsveitirnar væru fljótar á staðinn,

14

SJÁVARAFL APRÍL 2016

Togarinn Jón forseti sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga

því þótt ægilegt brim væri við rifið sjálft var hyldjúpt lónið milli rifs og lands alveg kyrrt. Gunnlaugur Jónsson, einn eftirlifanda slyssins, sagði í viðtali við sunnudagsblað Tímans að óheilladísir hafi verið þarna að verki. Magnús hafi verið rétt ókominn upp á þiljur en maðurinn við stýrið hefði þótt átt að þekkja siglingaleiðina fyrir Reykjanesskaga betur en svo að hann gerði þvílíka skyssu að stíma þarna beint upp í klettana. ,,Ég man ljóslega að Magnús sagði við okkur í brúnni: ,,Ég skil ekki í maninum.” Var hann fátalaður eftir þetta. Ekkert hægt að gera sjóleiðis Fljótlega fór að ganga mikið yfir skipið því þá var flóð og brim vaxandi. Skipið var gerónýtt því rifið hafði skorist djúpt inn í vélarrúmið. Skipsverjum datt í hug að reynandi væri að setja út björgunarbátinn en þá var svo fjarað út að báturinn lenti í urð og spændist í sundur í boðunum. Menn leituðu skjóls bæði í brúnni og eins frammi á hvalbak. Skip á svæðinu brugðust þegar við kallinu og voru þau fyrstu mætt á strandstað um kl 6 um morguninn. Var enn sama veður, sunnanátt og hláka, og svo dimmt að hið strandaða skip sást ekki fyrr en birta tók um klukkan átta. Bátarnir sáu þó strax að þeir gátu ekkert að hafst. Reyndu þeir að lægja öldurnar í kringum Jón forseta með því að hella olíu í sjóinn en þótti það bera lítinn sem engan árangur. Björgunarskipið Þór kom skömmu síðar á vettvang en gat heldur ekkert aðhafst. Eina ráðið þótti ef hægt væri að bjarga mönnunum úr

landi. Strax og neyðarkallið hafði verið sent um nóttina var haldið af stað keyrandi úr Reykjavík en þar sem enginn vegur lá út nesið voru fengnir hestar í Fuglavík og riðið á staðinn, yfir miklar torfærur. Komu þeir á strandstað klukkan 7 um morguninn og sáu þeir þá menn í reiða skipsins. Voru bátar líka sóttir inn í Fuglavík sem reynt var að setja á lónið. ,,Að vilja ekki deyja” Holskeflurnar gengu yfir flakið og skolaði flestu lauslegu fyrir borð. Höfðust menn fyrir í stýrishúsi, hvalbak og reiða. Við skulum gefa Gunnlaugi sem var í brúnni orðið: ,,Ég er ekki rór, hvað sem því veldur, og sný mér því að skipstjóranum og segi í hugsunarleysi: Ég held ég fari fram í til karlanna. Honum hnykkir við þessi orð. Hann lítur á mig hvasseygur og svarar þykkjuþungur: Nei, Gunnlaugur, þú verður hér kyrr. Ég fyrirbýð ykkur að brjótast á milli. Boðarnir eru svo slæmir.” Gunnlaugur verður hljóður og þokar sér frá honum. Nærri brúardyrunum þykist honum heyra hvíslað að sér: Þú ferð, þú ferð, þú ferð. Gunnlaugur tekur því af skarið og brýst fram í lúkar þar sem vistin var betri en í brúnni. Er birtir fer að flæða og menn neyðast til að hafast við á hvalbaknum, með bundið um sig. Um kl. 10 skellur ægilegur brotsjór yfir skipið. Gunnlaugur og félagar hans sem höfðu séð brotið nálgast reyna að gera þeim sem eru í brúnni viðvart en með litlum árangri. Sjórinn brotnar tvisvar áður en hann skellur á flakinu en krafturinn er eigi


að síður ógnvænlegur. Hann rífur skorsteininn hálfan af, mélar brúnna og hrifsar sjö manns útbyrðis. Einum manni skolar burt frá Gunnlaugi og félögum hans en þeim tekst að ná honum aftur. Þarna hverfur bjartsýnin sem þeir höfðu allir búið yfir til þessa. ,,Ég hugsa sem svo, að nú sé annað hvort líf eða dauði á næsta leyti og valið sé ekki mitt en ég geti reynt að þrauka. Að þrauka og þrauka, að vilja ekki deyja, að þrauka, það er okkar hlutur.” Boðin halda áfram að aukast og mennirnir hrekjast af hvalbaknum yfir í reiðann þar sem þeir raða sér þétt, svo hátt sem þeir komast. Einn nær ekki reiðanum heldur skolar

útbyrðis. Þrátt fyrir kröftug sundtök ber hann á haf út. Skipið tekur nú að síga að framan. Reynum þetta með baujuna Flak Jóns forseta veltist á grjótinu með þeim afleiðingum að reiðinn leggst reglulega í urðina. Ber hún þá félaga sem í reiðanum er miskunnarlaust og hljóta þeir allir einhver meiðsl. Var Gunnlaugur markeraður í andliti eftir þetta. Gunnlaugur segir: ,,Í sérhvert skipti sem reiðinn sígur tauta ég við við sjálfan mig: Nú fer mastrði, nú ferð, og þú ert dauður karl minn, steindauður.” Forsetinn reisir sig þó ávallt við

aftur. Falla tekur frá og brimrótið lægir. Þrátt fyrir það missa tveir menn takið og fljóta út í dimman sjóinn. Gunnlaugur bítur á jaxlinn og heldur sér fast. Bátarnir á svæðinu eru búnir að gefast upp á henda lýsi og olíu á sjóinn og slæða hann þess í stað eftir líkum sem öðru hvoru fljóta hjá. Við ströndin liggur nú áttæringur og tveir léttabátar sem búið er að setja á lóðabelgi. Reynt er að koma út línu og vilja menn nota smábátana sem dragferjur. Mönnum í landi tekst þó ekki að koma línu út. Gunnlaugur lítur í kringum sig og tekur eftir baujuræfli sem hangir við mastrið. Bæði sköftin eru brotin af en kaðalhönkin virðist heil.

„Minnisvarði um strand togarans Jóns forseta var afhjúpað á Stafnesi 27.ágúst 2009 og hjá honum standa fimmtán minni steinar sem tákna skipverjana fimmtán sem Rán heimtaði. “

SJÁVARAFL APRÍL 2016

15


Fær hann þá hugmynd að mögulega sé hægt að koma baujunni út í þeirri von að hana beri til lands. Í fyrstu fær hann dræmar undirtektir en stuttu síðar er kallað til að þeir skuli reyna þetta með baujuna. Bauja til bjargar Gunnlaugur hendir út baujunni og saman fylgjast mennirnir angistarfullir með henni berast frá flakinu. Það tekst. Björgunarmennirnir sem hafa fylgst með átekta vaða út og ná baujunni. Síðan er bundin taug í reipið, taugin fest í léttabátinn með lóðabelgjunum og skipbrotsmenn draga svo farið til sín, svo nálægt sem þeir þora. Lagt er fast að barnmörgum manni í reiðanum að fara en hann þvertekur fyrir það og segir ólguna of mikla. Annar hendir sér þá út, kafar undir ólguna og klifrar um borð í léttabátinn. Enn annar fer frá borði en aldan hrifsar hann brott. Báturinn er dreginn að landi. Kænan er dregin til baka en lemst svo við skrokkinn að taugin fer í sundur og stefni brotnar. Önnur bauja finnst þó og er komið að landi og annar bátur sendur af stað. Komast fimm manns frá borði, þ.á.m Gunnlaugur. Brátt fer að rökkva og eru þrír menn eftir í reiðanum sem gengur illa að draga skektuna að. Fer svo að dráttartaugin brestur og þá er þessi leið lokuð þeim. Tekst einum að synda að skektunni og er dreginn að landi. Er það Frímann Helgason sem þá var 18 ára og varð síðar þekktur íþróttamaður. Hinum er bjargað af sundi en hann deyr skömmu síðar. Einn er nú eftir í flakinu og er það faðirinn barnmargi. Bindur hann sig í mastrið og þar er hann uns fer að birta af næsta degi er holskefla ríður yfir flakið sem liðast í sundur og fellir mastrið.

Gott hlýst af illu Alls tókst að bjarga tíu mönnum og er björgunin talin hið mesta þrekvirki því aðstæður voru ógurlegar. Þykir það mildi að enginn af hinum tuttugu björgunarmönnum í landi skyldi hafa látist. Fimmtán fórust af skipinu. Voru tíu þeirra bornir til grafar þann 8.mars frá Fríkirkjunni og var jarðarförin ein fjölmennasta sem verið hefur á Íslandi. Náði líkfylgdin frá kirkjunni út á miðja Suðurgötu. Slysavarnafélag Íslands var nýstofnað er slysið varð og í kjölfar þess fór kraftur í að stofna slysavarnadeildir um landið. Var sú fyrsta stofnuð í júní sama ár í Sandgerði og hlaut nafnið Sigurvon. Árið eftir, 1929, kom björgunarbáturinn Þorsteinn til Sandgerðis og var lagður vegur skömmu síðar frá Fuglavík að Stafnesi svo hægt væri að koma bátnum þangað ef nauðsyn krefði. Var sagt að vegur þessi væri ógnarbreiður og mögulegt er að Stafnesvegur sé eini vegurinn sem hér hefur verið lagður fyrir bát. Annað gott

Mynd af frímerki togarans sem var gefið út árið 2007.

16

SJÁVARAFL APRÍL 2016

sem hlaust af þessu hörmulega slysi var stofnun Mæðrastyrksnefndar en mikil umræða skapaðist í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að hjálpa öllum eiginkonunum sem misstu menn sína í sjóslysum og sátu eftir slyppar og snauðar í sorginni, með mörg börn á framfæri. Sáu nú sumar þeirra jafnvel fram á það að heimili þeirra væru leyst upp og börnin send í fóstur. Kvenréttindafélag Íslands stóð því fyrir því að þann 20.apríl 1928 hittust 22 fulltrúar 10 kvenfélaga, auk fulltrúa líknarfélaga og var kosið í framkvæmdanefnd sem skyldi hrinda í framkvæmd hugmyndum um almenna ekknastyrki. Var hún nefnd Mæðrastyrksnefnd. Þá má að auki geta þess að minnisvarði um strand togarans Jóns forseta var afhjúpað á Stafnesi 27.ágúst 2009 og hjá honum standa fimmtán minni steinar sem tákna skipverjana fimmtán sem Rán heimtaði.


Pantone 2748


UPPSKRIFT

Saltfiskurinn á Lækjarbrekku Elín Bragadóttir

Á dögunum fórum við í heimsókn á Lækjarbrekku. Fyrir valinu varð saltfiskurinn þeirra. Stemningin á staðnum var góð og notalegt var að sitja í hjarta borgarinnar með fallegt útsýni og njóta þess að borða þennan himneska veislurétt. Spiluð var notaleg mússík og til að auka á lúxusinn mátti sjá fullt af fallegum málverkum sem gera veitingastaðinn enn fallegri. Þjónustan var afar góð, starfsfólkið stjanaði við okkur bæði í mat og drykk. Rétturinn stóðst allar væntingar og rúmlega það. Ég læt fylgja með mynd af kokkinum sem eldaði fyrir okkur en hann heitir Arnar Heiðar Sævarsson.

SALTFISKUR Léttsaltaður þorskur, kremað reykt bankabygg og tómat concasse Íslenskt bankabygg 2–3 skalottlaukar ½ dl jómfrúarólífuolía 250 g risottogrjón 1 l kjúklinga- eða grænmetissoð 1 msk. smjör 1 tsk liquid smoke, einnig er hægt að nota reykduft 200 ml rjómi Smakkað til með salti og pipar.

Arnar Heiðar Sævarsson leggur lokahönd á réttinn.

Hitið olíuna í góðum potti og svitið laukinn (má ekki brúnast). Hellið yfir byggið og hitið saman. Hrærið stöðugt í ca.1 mín. Hellið ¼ af heitu soðinu út í og látið malla þar til byggið hefur tekið í sig soðið. Bætið síðan í pottinn bolla og bolla í einu af soðinu þar til byggið er orðið mjúkt og hefur drukkið í sig allan vökvann. Það ætti að taka u.þ.b. 15 – 18 mínútur. Blandið rjómanum út og sjóðið rjómann aðeins niður með bygginu í u.þ.b. 3 - 4 mínútur. Smakkið til með salti og pipar og blandið liquid smoke út í. Ef þið eigið ekki liquid smoke þá eru þið annars komin með mjög braðgott bygg. Tómat concasse 1 dós maukaðir tómatar (250 gr) 2 stk gulrætur 1 stk laukur 3 stk hvítlauksgeiri Tómatsósa

Skerið grænmetið í smáa bita, hitið olíu í potti á miðlungshita, setið grænmetið út og svitið (hræra í því reglulega) þar til mjúkt 7-11 mín. Blandið tómötunum við og látið malla í 15 mín. Smakkið til með salti og pipar og sprautið í lokin smá tómatsósu út í upp á sætuna

Salfiskrétturinn kominn á borðið, en um er að ræða léttsaltaðann þorsk með kremuðu reyktu bankabyggi og tómat.

18

SJÁVARAFL APRÍL 2016


+ Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is. Aðgangur að Office 365 fylgir með.*

kr.

24.900

pr. mán. án vsk * gildir til 30. 06. 2017

- snjallar lausnir Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is


Eina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn

www.grillbudin.is www.grillbudin.is www.grillbudin.is

Nokkrar gerðir grilla með miklum afslætti stu u t k k e Þ rkin me m á einuð sta

Frá Frá Þýskalandi Þýskalandi

U VELD L L I R G

DIST SEM EGNÞÚ O AR SPAR

Viðhaldsfrí garðhúsgögn úr Tekki U VELD GARÐ ÚR ÖGN HÚSG HEILU GEGN

U VELD GARÐ ÚR ÖGN HÚSG HEILU GEGN I

I TEKK

TEKK

Garðhúsgögn í FráFráýÞýskalandi

Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardaga kl.Kynnið 11-16 ykkur muninn á Tekki og öðrum harðvið

Komdu ogog fá fáðu ðu rá ðleggingar Komdu ráðleggingar Smi Smiðjuvegi ðjuvegi 2, Kópavogi | S.| 554 0400 | Vi| Við hliðina ð hli ðina á BÓNUS | grillbudin.is 2, Kópavogi S. 554 0400 á BÓNUS | grillbudin.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.