3 minute read
Norðurlandafundur í Kaupmannahöfn
from Jafnvægi 2022
by Sjávarafl
1 að ræða því líkur á fylgikvillum til lengri tíma eru sambærilegar.
Brisið hefur aðferð til að meta styrk blóðsykurs og þannig stjórna losun insúlíns eftir þörfum. Þetta byggir á ensími sem kallast Glúkókínasi (GK). Galli í GK geninu veldur GK-diabetes sem áður var kallað MODY-2 og telur um 15-30% tilfella. Rétt eins og í HNF afbrigðunum eru amk 10 stökkbreytingar þekktar sem valda truflun á starfsemi þessa ákveðna gens en afleiðingin hér er að eilítið hærra gildi blóðsykurs þarf til að setja insúlínlosun í gang. Því mælist fastandi blóðsykur vægt hækkaður en svörun við máltíðum helst góð. GK-diabetes þarfnast því sjaldnast meðferðar með lyfjum nema hjá barnshafandi konum og þar skiptir máli hvort fóstrið ber sama galla eða ekki. Horfur til lengri tíma eru einnig góðar.
Um 5% tilfella eru vegna galla í HNF1b geninu (MODY-5) sem hefur mikilvægt hlutverk í ýmsum líffærum. Blóðsykurhækkunin kemur fram snemma á lífsleiðinni og einstaklingar því oftast taldir vera með diabetes 1. Insúlínmeðferð er mikilvægur hluti meðferðarinnar í HNF1B-diabetes en önnur meðferð sem dæmigert væri notuð í diabetes 2 getur einnig verið mjög gagnleg. Hér fylgja oft víðtækari vandamál í starfsemi brissins og annarra líffæra sem krefjast sérstakrar athygli.
Önnur afbrigði eingena diabetes eru sjaldgæfari. Það er líklegt að með tímanum komi í ljós að diabetes er einungis víðtækt safnheiti yfir fjölda sjúkdóma sem hverjum og einum hæfir ákveðin meðferð - að við getum þá valið meðferð hvers og eins eftir því grunn-vandamáli (genagalla) sem fyrir hendi er þó allt endi þetta í sömu einföldu niðurstöðunni – blóðsykurhækkun.
Dr. Rafn Benediktsson Prófessor, Læknadeild Háskóla Íslands Yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítala
Síðasti ársfundur norrænna samtaka sykursjúkra var haldinn í Færeyjum sumarið 2018. Áætlað hafði verið að hittast sumarið 2019 í Danmörku, en vegna breytinga á dönsku skrifstofunni var hætt við það á síðustu stundu. Árin 2020 og 2021 var svo sjálfgefið að slaufa fundinum, út af „dottlu“.
Það var því afar ánægjulegt að hittast aftur nú í ágúst s.l. í Kaupmannahöfn þegar dönsku samtökin buðu okkur norrænu samstarfsfólki sínu til fundar á Hotel Scandic Strandpark í Kastrup á Amager. Flott hótel, góð fundaraðstaða og góður matur og ánægjuleg samvera og skoðanaskipti við fólk sem er að vinna að sömu markmiðum og við.
Dagskrá fundarins var fjölbreytt að vanda, og ræddum við m.a.:
Hlutverk samtaka eins og okkar í samfélagi nútímans, notkun samfélagsmiðla, sýnileika félaganna og sýnileika sjúkdómsins, hvernig er best að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri í stafrænu umhverfi, hvernig náum við til fólks, hvernig náum við í nýja félagsmenn, eða þurfum við kannski ekki lengur félagsmenn?
Fjármögnun félagasamtaka, bárum saman bækur okkar um hvernig okkur gengur að afla fjár til starfseminnar.
Nýjasta tækni, hvernig gengur að fá inn í opinberu kerfin nýja tækni sem kemur á markað? Það vekur ávallt athygli okkar að enn séu t.d. bæði Danmörk og Noregur með mismunandi kerfi eftir því hvar í landinu fólk býr, og getur fólk lent í að þurfa að skila tækjum sínum þegar það flytur og fá allt önnur á nýja staðnum.
Við fengum líka mjög fróðlegan fyrirlestur frá sálfræðingi sem starfar á Steno Diabetes Center, um samspil andlegrar heilsu og blóðsykurstjórnunar.
Unga fólkið okkar fundaði einnig sér, til hliðar við okkur hin, og ræddu sérstaklega sínar hugmyndir um hvernig er hægt að ná til yngra fólksins og fá það í lið með félögunum.
Okkur var líka boðið í bátsferð um síkin og höfnina og veðrið lék við okkur, sól og um 30gr hiti mestallan tímann.
Við komum alltaf endurnærð tilbaka frá þessum hittingum og full af nýrri starfsorku og nýjum hugmyndum.
Á næsta ári munum við svo hittast aftur og að þessu sinni í Svíþjóð, væntanlega í Stokkhólmi. Fríða Bragadóttir, frkvstj