3 minute read
Nýtt nafn nýir tímar?
from Jafnvægi 2022
by Sjávarafl
Leiðari 2022
Nýtt nafn nýir tímar?
Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki . Þetta nýja nafn var samþykkt á aðalfundi félagsins 30. mars 2022. Félagið er almannaheillafélag og starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021. Tilgangur er m.a. að : a) Halda uppi fræðslu um sykursýki til almennings og fagfólks b) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi innkirtladeildar á Landspítala. Gamla nafnið er barns síns tíma. Við skilgreinum okkur ekki eftir þeim sjúkdómi sem við erum með, heldur erum við fólk með sykursýki en ekki sykursjúkir einstaklingar. Í kjölfarið munum við kynna nýtt Logo og nýtt útlit á heimasíðu okkar . Því miður eykst fjöldi fólks með sykursýki sérstaklega þess með tegund 2 og er talað um þessa miklu aukningu sem næsta heimsfaraldur meðal fólks um allan heim með tilheyrandi kostnaði og þjáningum. Það verður okkar stærsta verkefni í framtíðinni að passa upp á það að allir með sykursýki 2 fái sambærilega þjónustu, að það skipti ekki máli hvar á landinu þú býrð . 14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra. Í nóvember kynnum við sykursýki og afleiðingar þess að vera með slæma stjórn á sínum blóðsykri og hvað hægt er að gera til þess að draga úr líkindum að fólk þrói með sér sykursýki af tegund 2. Slagorð dagsins er: Aðgengi að meðferð , ef ekki núna hvenær? Það er löngu tímabært að allir fá aðgengi að meðferð, lyfjum og öðrum hjálpartækum. Samtök sykursjúkra stóðu fyrir ímyndarherferð haustið 2021 á samfélagsmiðlum og auglýst var í hefðbundnum miðlum. Við munum endurtaka þessa herferð núna í nóvember 2022 sem er ætluð til að upplýsa almenning um sykursýki og hennar ólíku birtingarmyndir. Félagsstarf í samtökum eins og okkar hefur breyst heilmiðið á síðast liðnum árum , stór hluti starfseminnar fer fram á netinu eins og sagt er. Minni þörf fyrir félagslegt samneyti eins og ferðalög og skemmtanir ef marka má þátttöku í þannig viðburðum. Covid 19 hefur flýtt fyrir þeirri þróun en lífið er vonandi að færast hægt og rólega í fyrra horf hjá flestum.
Sigríður Jóhannsdóttir formaður samtaka sykursjúkra
Alþjóðlegi dagurinn 14. nóvember
Í tilefni alþjóðadagsins 2022 munum við bjóða til fagnaðar á Grand Hótel, endanleg dagsetning er ekki komin þegar þetta er skrifað, en verður rækilega auglýst þegar nær dregur.
Þar ætlum við að hlusta á fræðslu frá fagfólki, opna nýja vefsíðu og kynna nýtt lógó og nýtt nafn félagsins, og svo auðvitað að njóta veitinga og samveru.
Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn og þeirra gesti.
Kv. stjórnin
Matreiðslubækur
Matur er mannsins megin segir einhvers staðar og mataruppskriftir og uppskriftabækur er hlutur sem nánast allir sem til okkar leita spyrja um. Allt frá upphafi hafa birst í hverju tölublaði Jafnvægis uppskriftir héðan og þaðan, og svo er einnig að þessu sinni. Svo kom upp sú hugmynd að safna saman á einn stað öllum þeim uppskriftum sem birst hafa í blaðinu í gegnum tíðina, og svo þeim sem birtar hafa verið á heimasíðunni okkar. Slík safnbók kom svo út fyrir nokkrum árum og var send í pósti til allra félagsmanna, og hefur einnig verið send síðan til þeirra sem skrá sig í félagið. Fyrir nokkrum árum komu út tvær bækur í samstarfi við tímaritið Gestgjafann, þar sem þeir söfnuðu saman sínum uppskriftum sem þykja geta hentað fólki með sykursýki. Sú fyrri er uppurin, en ennþá er dálítið til af þeirri seinni. Allir félagsmenn hafa fengið þessar bækur sendar sér að kostnaðarlausu. Allir áhugasamir geta fengið þessar bækur sér að kostnaðarlausu – hægt er að panta sér eintak með því að senda tölvupóst í netfangið diabetes@diabetes.is eða hringja í skrifstofuna á opnunartíma í númer 562-5605.