Jafnvægi 2022

Page 4

Leiðari 2022

Nýtt nafn nýir tímar? D

iabetes Ísland – félag fólks með sykursýki . Þetta nýja nafn var samþykkt á aðalfundi félagsins 30. mars 2022. Félagið er almannaheillafélag og starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021. Tilgangur er m.a. að :

a) Halda uppi fræðslu um sykursýki til almennings og fagfólks b) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi innkirtladeildar á Landspítala.

Gamla nafnið er barns síns tíma. Við skilgreinum okkur ekki eftir þeim sjúkdómi sem við erum með, heldur erum við fólk með sykursýki en ekki sykursjúkir einstaklingar. Í kjölfarið munum við kynna nýtt Logo og nýtt útlit á heimasíðu okkar . Því miður eykst fjöldi fólks með sykursýki sérstaklega þess með tegund 2 og er talað um þessa miklu aukningu sem næsta heimsfaraldur meðal fólks um allan heim með tilheyrandi kostnaði og þjáningum. Það verður okkar stærsta verkefni í framtíðinni að passa upp á það að allir með sykursýki 2 fái sambærilega þjónustu, að það skipti ekki máli hvar á landinu þú býrð . 14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra. Í nóvember kynnum við sykursýki og afleiðingar þess að vera með slæma stjórn á sínum blóðsykri og hvað hægt er að gera til þess að draga úr líkindum að fólk þrói með sér sykursýki af tegund 2. Slagorð dagsins er: Aðgengi að meðferð , ef ekki núna hvenær? Það er löngu tímabært að allir fá aðgengi að meðferð, lyfjum og öðrum hjálpartækum. Samtök sykursjúkra stóðu fyrir ímyndarherferð haustið 2021 á samfélagsmiðlum og auglýst var í hefðbundnum miðlum. Við munum endurtaka þessa herferð núna í nóvember 2022 sem er ætluð til að upplýsa almenning um sykursýki og hennar ólíku birtingarmyndir. Félagsstarf í samtökum eins og okkar hefur breyst heilmiðið á síðast liðnum árum , stór hluti starfseminnar fer fram á netinu eins og sagt er. Minni þörf fyrir félagslegt samneyti eins og ferðalög og skemmtanir ef marka má þátttöku í þannig viðburðum. Covid 19 hefur flýtt fyrir þeirri þróun en lífið er vonandi að færast hægt og rólega í fyrra horf hjá flestum. Sigríður Jóhannsdóttir formaður samtaka sykursjúkra

4

J A F N VÆ G I N Ó V E M B E R 2022


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.