SJÁVARAFL
Október 2024 3. tölublað 11. árgangur
BLAÐSÍÐA
4 Stjórnun fiskveiða er miklu meira en bara kvóti
8 „Íslensk framleiðsla verður alltaf hryggjarstykkið í félaginu“
12 Aukin hagnýting stórþörunga
14 Hvað veit gervigreindin um Íslenskan sjávarútveg?
18 „Saltfiskur er ekki bara saltfiskur“
22 Tortilla með þorski/steinbíti fyrir fjóra
24 Konur í sjávarútvegi
27 Viðbrögð við olíumengun æfð
28 Verbúð í Staðardal
Sjávarútvegsráðstefnan 2024
Framtíðin ...
Hér áður fyrr var markmið okkar að selja sem mest af fiski og afla þannig gjaldeyris fyrir land og þjóð en í dag hefur markmiðið breyst og miðar nú að því að selja sem mest af fiskafurðum. Hugtakið sjávarútvegur er skilgreint á annan hátt en áður. Þróunin sem orðið hefur vegna tækniframfara hefur skapað ýmis ný störf og um leið gert önnur óþörf.
Þrátt fyrir að innan okkar lögsögu sé að finna einhverjar gjöfulustu veiðislóðir í Norður-Atlantshafi, er mikilvægt að ganga af ábyrgð um þá takmörkuðu auðlind og nýta einnig gervigreind til að finna forspárgildi á sviði sölu- og markaðsmála. Slík tækniþróun gefur möguleika á aukinni framlegð í fyrirtækjum.
Tækniframfarir síðustu árin hafa verið svo miklar að ekki hefði mann órað fyrir öllum þessum breytingum. Framtíðin á sviði tækni og vísinda er óskrifað blað en það er ósk mín að hún verði landi, þjóð og heimsbyggðinni til heilla. Má gera ráð fyrir að eftir tíu ár hafi tækninni fleygt svo fram að ekki sé hægt að gera sér í hugarlund hvernig þróunin verður.
Elín Bragadóttir ritstjóri
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf
Sími: 6622 600
Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is
Vefsíða: www.sjavarafl.is
Umbrot og hönnun: Prentmet Oddi ehf
Ljósmyndari: Óskar Ólafsson
Forsíðumynd: Óskar Ólafsson
Prentun: Prentmet Oddi ehf
S t jórnun fiskveiða
– svo miklu meira en kvóti
7.–8. nóvember í Hörpu
Komdu og taktu þátt í stærsta árlega viðburði allra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi. Nánari upplýsingar og skráning á sjavarutvegsradstefnan.is
Opnunarmálstofa Sjávarútvegsráðstefnunnar en jafnan vel sótt. Árið 2023 var salurinn þétt setinn.
Elma Sif Einarsdóttir stjórnarmaður Sjávarútvegsráðstefnunnar 2024
Stjórnun fiskveiða er miklu meira en bara kvóti
Uppskeruhátíð sjávarútvegsins á Íslandi
Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin þann 7.-8. nóvember n.k í Hörpunni og verður þetta í þrettánda skiptið sem hún er haldin. Yfirskriftin að þessu sinni er: Stjórnun fiskveiða – Svo miklu meira en kvóti. Sjálfbærni er í lykilhlutverki.
Búist við heitum umræðum
Sjávarútvegsráðstefnan hefst með málstofu um stjórnun fiskveiða og setur hún tóninn. ,,Stjórnun fiskveiða byggir á samstarfi hundruða fyrirtækja og þúsunda starfsmanna úr ótal áttum sem vinna saman að þessu verkefni. Markmið okkar sem stöndum að Sjávarútvegsráðstefnunni er að þau sem sækja ráðstefnuna fái yfirsýn yfir alla fleti fiskveiðistjórnunarkerfisins og dýpri þekkingu á því að þetta snýst um svo miklu meira en kvóta.“segir Elma Sif Einarsdóttir, stjórnarmaður ráðstefnunnar 2024, sem leiðir jafnframt faghópinn um sölu, markaðssetningu og dreifingu á vörumsjávarútvegsins. Skipulag ráðstefnunnar er í höndum faghópa.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, flytur opnunarerindi málstofunnar og talar hún um tengsl fjármálastofnana við sjávarútveg
og stjórnun þeirra. Á eftir því fylgja svo hin ýmsu erindi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, fjallar um fyrir hvern fiskveiðistjórnun sé og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró, ræðir um hlutverk stofnunarinnar við fiskveiðar. Á eftir honum tekur við seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, með erindi um sveiflujafnandi hlutverk sjávarútvegs í fjármálakerfi landsins. Síðasta erindi málstofunnar áður en umræður hefjast verður flutt af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra, og heitir erindi hennar Áskoranir stjórnvalda við stjórnun fiskveiða - verkefnin framundan. ,,Málstofustjóri er Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og hann leiðir því pallborðsumræðurnar sem ég held að verði heitar og spennandi,” segir Elma.
Fimmtudeginum, fyrri degi málstofunnar, lýkur svo með móttöku sem er í boði Landsbankans í ár.
Tækifæri og áskoranir
Málstofur ráðstefnunnar eru spennandi og má t.d nefna málstofu um mannauð í sjávarútvegi og ýmis tækifæri í menntamálum sjávarútvegs. ,, Það er mjög mikilvægt að huga að menntamálum,” segir Elma. ,,Fólk birtist ekki bara tilbúið til starfa, það þarf að vera til menntunarumhverfi, og við verðum að geta laðað að ungt fólk með fjölbreytta
Opnunarmálstofa Sjávarútvegráðstefnunnar 2023.
menntun til starfa.” Það sé nauðsynlegt að gera sjávarútvegsfræði í háskólunum meira spennandi fyrir ungt fólk. ,,Það er mikil þörf á háskólastarfsfólki sem sinnir rannsóknum og fræðilegum þáttum. Sömuleiðis tæknimenntuðu fólki sem starfar við tæknifyrirtæki tengd sjávarútvegi. Svo þetta sé hægt þurfum við víðari umræðu og meiri kynningu á sjávarútvegi sem heillandi grein. Við þurfum að sýna ungu fólki að þetta gengur ekki bara út á að sækja fiskinn, það eru mjög fjölbreytt störf innan greinarinnar. Við þurfum líka fleiri konur til starfa og svo það gangi upp þurfum við að vekja athygli á þeim konum sem nú þegar starfa við sjávarútveg. Það vantar fleiri kvenfyrirmyndir.” Á ráðstefnunni verður líka sérstök málstofa sem tengist Grindavík enda er bærinn fólki ofarlega í huga. ,,Þessar náttúruhamfarir hafa haft gríðarleg áhrif á fyrirtækin sem starfa í bænum, ekki síður en hinn almenna borgara, og það verður áhugavert að heyra frá fólkinu sem starfar í þessum fyrirtækjum. Hvernig hefur verið tekið á rekstri, gæðaeftirliti, mannlega þættinum og fleiru. Þetta eru svo miklar áskoranir,” segir Elma.
Ólíkir þættir sjálfbærni
Elma segir að sjálfbærni verði rauður þráður í ráðstefnunni enda hafi Ísland lagt mikla áherslu á sjálfbærni í fiskveiðum og það veki athygli á heimsvísu. ,,Það þarf að vera til staðar þekking á stöðu auðlindanna og það hefur fengist með stöðugu og góðu rannsóknarstarfi. Það þarf líka öflugt eftirlit með veiði, framkvæmdum og löndun.” Erindi Þorsteins Sigurðssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, fjalli um þetta. Hún segir enn fremur að það sé ýmislegt sem gleymist í umræðunni í samfélaginu um kvótann og fjárauðinn. ,,Í útgerðinni eru allir sammála um sjálfbæra nýtingu auðlinda, það átta sig allir á því að þannig tryggjum
Árið 2023 voru pallborðsumræður í lok opnunarmálstofu. Ingunn Agnes Kro var málstofustjóri og leiddi umræður.
við verðmæti komandi kynslóða.” Nýlega sé útgerðin líka farin að tala um sjálfbærni í víðara samhengi, t.d í tengslum við kolefnislosun, félagslegu þættina og fleira. Þetta sé þó ekki komið jafn áberandi inn í daglegan rekstur og stjórnun auðlindanna.
Ábyrgð fyrirtækja
Elma segir að fólk sé að vakna til vitundar um að nauðsynlegt sé að nýta líka aðrar auðlindir á skynsaman hátt, eins og olíu, vatn, rafmagn og fleira. Góð nýting raforku sé t.d sérlega mikilvæg fyrir loðnubræðsluna. ,,Það er líka nauðsynlegt að fyrirtæki velti fyrir sér flutningsleiðum. Við búum á eyju og það þarf að flytja farminn langt; með skipi eða flugi. Íslenskur ferskur fiskur er verðmæt vara og mikilvægir markaðir fyrir ferskan fisk eru oft þannig staðsettir að það er best að flytja hann með flugi, hins vegar er skipaflutningur á ferskum fisk að aukast, við séum með raunverulegt val á flutning vörunnar á markaði. En það er hinsvegar spurning hvaða þættir munu ráða för við val á flutningsaðferð í framtíðinni. Það sé áhugaverð málstofa sem snúist um þetta og heitir því skemmtilega nafni Eiga fiskar að fljúga eða synda.
Elma segir að það sé sömuleiðis nauðsynlegt að fyrirtæki hugsi um hvaðan aðföngin komi og hvort hægt sé að gera þau sjálfbærari, hvort sem þetta séu hreinsiefni, umbúðir eða annað. Það þurfi líka að skoða félagslega þáttinn, bæði hvað varðar starfsfólk fyrirtækjanna sjálfra en líka starfsfólk annars staðar í virðiskeðjunni. ,,Hvert fyrirtæki þarf að velta fyrir sér ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu, hver er hún og hvað á hún að teygja sig langt? Þarna koma stjórnunarhættir líka inn. Eru til siðareglur í fyrirtækinu fyrir starfsfólk og stjórn? Hvaða siðareglur gilda fyrir birgja? Hefur verndun uppljóstrara verið skoðuð?” Það sé að ótal mörgu að huga.
Á milli málstofa hittast ráðstefnugestir í Flóa og spjalla saman.
Svifaldan er veitt árlega, hér eru fulltrúar þeirra sem fengu tilnefningar árið 2023.
Svifaldan
TM hefur um nokkurt skeið staðið fyrir verðlaununum Sviföldunni en þeim er ætlað að hvetja ung fyrirtæki og einstaklinga til dáða og stuðla að nýbreytni í sjávarútvegi, ásamt því að vekja athygli almennings á þróun og nýsköpun í greininni. Hefð hefur skapast fyrir því að Svifaldan sé afhent á ráðstefnunni og verður svo líka nú.
Síðast var það hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækið LearnCove sem fékk verðlaunin fyrir hugbúnað sem gerir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að halda utan um fræðslu, gæðaferla og úttektir í einum hugbúnaði. Það verður spennandi að sjá hver fær verðlaunin að þessu sinni. Vert er að geta þess að allir geta sent TM tillögur að verðlaunahafa. Í lok ráðstefnunnar er síðan alltaf haldinn aðalfundur þar sem kosið er í nýja stjórn. Elma segir að ætíð hafi gengið vel að fá fólk til þess að taka við keflinu sem sýni vel áhuga fólks á velgengni ráðstefnunnar.
Hlúð að tengslanetinu
Elma segir að búist sé við álíka fjölda á ráðstefnuna og í fyrra en þá sóttu hátt í sjö hundruð gestir viðburðinn. ,,Við sjáum líka svo skýrt að ráðstefnan þjónar ekki bara fræðslutilgangi heldur gegnir hún mikilvægu hlutverki við að efla tengslanet fólks. Ráðstefnan er einnig vel sótt af starfsfólki utan af landi sem gerir okkur öllum kleift að hittast endrum og eins í raunheimum en ekki alltaf á Teams.” Það sé góð dreifing á því hvaðan gestirnir eru. ,,Við myndum þó vissulega vilja sjá fleiri úr vinnslunum og hvetjum fyrirtæki eindregið til þess að senda sitt fólk. Við fáum gæðastjóra og oft verkstjóra en við myndum vilja fá meira af almennu starfsfólki, það eiga allir að geta fundið eitthvað áhugavert því við leggjum okkur fram við að dekka alla virðiskeðjuna.”
Elma segir að umræðan í samfélaginu í dag sé líka þannig að fólk sé auðveldlega skotið niður fyrir skoðanir sínar. ,,Það er einmitt þess
Stjórn ráðstefnunnar er í ár skipuð af Elmu Sif Einarsdóttur, Trausta Jörundarsyni, Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur, Guðmundi Kristjánssyni, Stefaníu Ingu Sigurðardóttur og Kristni Hjálmarssyni.
vegna sem fólk er þakklátt fyrir að geta rætt sjávarútveg og allt sem hann snertir á jafningjagrundvelli, þó svo að gestir hafi mismunandi skoðanir og ólíka sýn. Þannig auka gestir líka þekking sína á málefnunum og geta betur staðið fyrir þeim á opinberum vettvangi”
Faghóparnir komnir til að vera Ráðstefnan hefur verið haldin í Hörpunni í nokkur ár og hefur sú staðsetning reynst mjög vel. Ráðstefnan er á íslensku að mestu þótt inn á milli séu erlend erindi. Umræður eru allar á íslensku enda er ráðstefnan hugsuð fyrir íslenskan sjávarútveg, sem eins konar uppskeruhátíð. Að lokinni ráðstefnu geta þátttökugestir fengið kynningarnar á pdf formi svo allir geti rifjað upp það sem fjallað var um og fundið áhugaverðar upplýsingar aftur.
Í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að sérlegir faghópar skipulögðu dagskrá ráðstefnunnar og stjórnaði einn stjórnarmeðlimur ráðstefnunnar hverjum faghópi en faghóparnir eru fimm talsins: Mannauður, samskipti og rekstur, Stefnumótun, rannsóknir, umhverfismál, Auðlindir og nýting veiða, Vinnsla sjávarafurða, og Sala, markaðssetning og dreifing. ,,Það fjölgaði þannig fólki sem kemur að skipulagningu og hópurinn var fjölbreyttari. Við auglýstum í fréttabréfi Sjávarútvegsráðstefnunnar eftir þeim sem vildu koma í faghópa og það gekk mjög vel.” Í hverjum faghópi séu 4-8 manns og hópurinn ráði hvað hann vilji leggja áherslu á í sínum málaflokki. Stundum sé komið inn á einn punktinn og stundum alla. Þetta fyrirkomulag hafi mælst afskaplega vel fyrir í fyrra. ,,Ég tel að það sé gæðamunur á ráðstefnunum eftir að faghópar byrjuðu, málstofur voru þéttari, umræður góðar og mikil þátttaka úr sal. Það var því ákveðið að halda sama fyrirkomulagi í ár og mér finnst líklegt að svo verði áfram,” segir Elma í lokin.
FLOTTROLL
Ægir
Páll Friðbertsson
forstjóri Iceland Seafood International
„Íslensk
framleiðsla verður alltaf hryggjarstykkið í félaginu“
Þrátt fyrir innkaup fyrirtækisins Iceland Seafood International frá ýmsum löndum þá mun styrkur þess ávallt liggja í tengslum við Ísland og íslenska framleiðendur. Þetta segir forstjóri félagsins, Ægir Páll Friðbertsson. Hann telur að framtíðarsýn félagsins felist meðal annars í tækifærum á borð við aukið laxeldi á Íslandi, sem og í nánari og þéttari tengslum við framleiðendur hér á landi.
Iceland Seafood International á sér langa sögu en hægt er að rekja starfsemi félagsins aftur til ársins 1932. Það hefur um áraskeið verið leiðandi sölu- og þjónustuaðili sjávarfangs úr Norður-Atlantshafinu til markaða um heim allan. Félagið selur hágæða sjávarfang frá Íslandi í samstarfi við framleiðendur, sem og framleiðir það á Spáni, Írlandi og í Argentínu í eigin verksmiðjum. Iceland Seafood er einn stærsti útflutningsaðili fisk afurða
frá Íslandi. Helsta söluvara fyrirtækisins eru ýmiskonar fiskafurðir; ferskt sjávarfang og fryst á landi og sjó; saltað, léttsaltað og þurrkað. Auk þess þjónustar félagið viðskiptavini sína með tæknilausnum, flutningslausnum og gæðaþjónustu. Höfuðstöðvar Iceland Seafood eru á Íslandi en félagið hefur 9 skrifstofur í 7 löndum í bæði Evrópu og Suður-Ameríku. Starfsmenn eru í kringum 800 talsins.
„Mér finnst vanta í opinbera umræðu um sjávarútveg umræðu um samkeppnishæfni og þá spurninguna um hvernig íslensk stjórnvöld vilja hafa hana hér á landi. Við hljótum að tapa þegar sumir samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að borga fjárfestinguna sjálfir eins og í ESB. Ég tek það samt fram að ég er ekki að biðja um eitthvað styrkjakerfi.“
Aðalafurð félagsins er þorskur. Ljósmynd/Aðsend
Miklar breytingar í áranna rás Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood International, segir í samtali við Sjávarafl að fyrirtækið byggi á gömlum grunni og hafi gengið í gegnum margar breytingar og sameiningar í gegnum tíðina. Upprunann má rekja til Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda eða SÍF. Það var félag sem stærstu útgerðar- og fiskvinnslufélögin á Íslandi stofnuðu fyrir 92 árum til að koma fastara skipulagi um sölu á saltfiski með það fyrir augum að stöðva verðfall á fiski og reyna að fá verðið upp aftur.
Mikil breyting átti sér stað á íslensku sölusamtökunum árið 1991, þegar einkaleyfi var afnumið á sölu á saltfiski. Aðrar stórar breytingar áttu sér stað þegar félagið sameinaðist Icelandic Ibérica á Spáni og félagið var skráð á aðalmarkað Kauphallar Íslands samhliða en þar má segja að stóru sölusamtökin hafi verið komin í eina sæng á mörkuðum í Suður Evrópu.
Í dag rekur félagið meðal annars verksmiðju og söluskrifstofu í Barcelona á Spáni. Þaðan er mest selt af hvítfiski og saltfiski inn á markaði í SuðurEvrópu; á Ítalíu, Portúgal og Spáni. Félagið þar heitir Iceland Seafood Ibérica en það varð til við sameiningu á Iceland Seafood Spain, áður SÍF Spain, og Icelandic Ibérica, áður SH og síðar Icelandic. Ibérica á einnig rækjuvinnslu í Argentínu þar sem villt rækja er unnin, ekki eldisrækja.
„Við sjáum erlendar fiskvinnslur koma í auknum mæli og kaupa óunninn fisk á íslenskum fiskmarkaði, annað hvort beint eða í gegnum þriðja aðila.“
Laxinn mikilvægur –en grunnurinn liggur í íslenska fiskinum Önnur stór breyting hefur orðið undanfarin ár, að sögn Ægis, með tilkomu sölu og framleiðslu á laxi. „Við vorum ekki í laxinum hér áður fyrr en í dag er hann orðinn 20 prósent ef tekjum félagsins,“ segir hann.
Þessar breytingar urðu með kaupum á tveimur félögum á Írlandi árið 2019 sem vinna og pakka laxi og selja í smásölu þar í landi auk þess sem fyrirtækið á félag í Madrid á Spáni sem vinnur einnig og reykir lax en Iceland Seafood notar tæp 7.000 tonn af laxi í starfsemi sinni í dag. „Grunnurinn að rekstri félagsins byggist þó á íslenskum fiski frá íslenskum framleiðendum. Þar liggur styrkleiki félagsins,“ segir Ægir. Án íslenskra fiskframleiðenda og auðlinda væri Iceland Seafood International ekki eins sterkt og raun ber vitni, að mati forstjórans. Hann segir að tengslin við Ísland séu þannig gríðarlega mikilvæg. Um það bil 47 prósent hlutafjár fyrirtækisins eru í eigu íslenskra framleiðanda og telur Ægir að þar liggi styrkleikinn ásamt þess öfluga mannauðs og markasstarfs sem byggt hefur verið upp í tímanna rás.
Erfitt að keppa við erlenda fiskvinnslu Ægir bendir á að mikið hafi dregið úr samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu síðustu ár og að flutningur framleiðslunnar á einstökum fisktegundum hafi mikið verið að færast erlendis. „Minna hlutfall einstakra fisktegunda hefur verið unnið á Íslandi,“ segir hann og útskýrir að fullkomnar fiskvinnslur í Evrópusambandinu séu til að mynda byggðar mikið upp á styrkjum frá opinberum sjóðum á meðan að hér á landi greiði fyrirtæki fjárfestingu að fullu. Erfitt sé að keppa við það. „Mér finnst vanta í opinbera umræðu um sjávarútveg umræðu um samkeppnishæfni og þá spurninguna um hvernig íslensk stjórnvöld vilja hafa hana hér á landi. Við hljótum að tapa þegar sumir samkeppnisaðilar í öðrum löndum þurfa ekki að borga fjárfestinguna sjálfir eins og í ESB. Ég tek það samt fram að ég er ekki að biðja um eitthvað styrkjakerfi,“ segir hann. „Ég er bara að benda á að þetta er áhættuþáttur fyrir íslenska fiskvinnslu og mér finnst vanta umræðu um hann.“ Hann segir að þetta sé ekki góð þróun. „Við sjáum erlendar fiskvinnslur koma í auknum mæli og kaupa óunninn fisk á íslenskum fiskmarkaði, annað hvort beint eða í gegnum þriðja aðila.“ Hann telur gríðarlega mikilvægt að hafa öfluga fiskvinnslu hér á landi, það sé allra hagur.
Sóknartækifæri í laxeldinu
Þrátt fyrir þetta eru einnig mörg jákvæð teikn á lofti á Íslandi. Ægir bendir á að eitt af sóknartækifærum fyrir félag eins og Iceland Seafood International sé aukið laxeldi hér á landi. Hann segir að þau hefðu mikinn áhuga á því að koma að markaðsuppbyggingu fyrir íslenskan eldislax erlendis og selja hann til þeirra fjölmörgu viðskiptavina. Möguleikarnir séu margskonar og spennandi.
Hann bendir á að reynslan af laxeldi sé mikil í heiminum og ef áætlanir varðandi það ganga eftir þá muni laxeldi á Íslandi verða mun stærra í útflutningsverðmætum en sjávarútvegurinn í heild sinni. Verðmætin séu því mjög mikil. „Það er sérstakt ef við fögnum því ekki að fá „fleiri fætur“ undir okkar samfélag.“
„Við fundum fyrir því þegar vextir fóru að hækka eftir COVID að það hægði á sölu í Suður-Evrópu sem er stærsti markaðurinn okkar.“
Stöndum jafnfætis Norðmönnum
Tækniframfarir síðustu áratuga hafa sett mark sitt á sjávarútveginn eins og aðrar atvinnugreinar. Ægir hefur starfað hjá Iceland Seafood International í um ár en áður vann hann meðal annars sem sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Hann var framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á árunum 2001 til 2009 og starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Brim og Útgerðarfélagi Reykjavíkur frá 2015 til 2023.
Hann segir að það sem meðal annars hafi breyst á þessum tíma sé að félögin séu samkeppnishæfari við sjávarútvegsfélög í öðrum löndum. Þau séu stöndugri en þau voru og hafi burði til að fjárfesta í nýjum skipum og nýrri tækni. „Sem dæmi þegar ég kom til Ísfélagsins 2001 þá vorum við langt á eftir Norðmönnum í skipakosti við uppsjávarveiðar og vinnslu en við stöndum jafnfætis þeim í dag.“
Hann bendir einnig á að makríllinn hafi breytt miklu fyrir félög í uppsjávarfiski en heilt yfir þá hafi félögin styrkst samhliða fækkun og stækkun. „Við erum með félög sem við getum sagt að hafi burði til að fjárfesta í nýrri tækni og búnaði og verið samkeppnishæf við nágranna okkar sem eru í sjávarútvegi og keppa við okkur á erlendum mörkuðum, það finnst mér stærsta breytingin.“ Hagræðing var nauðsynleg, að mati Ægis.
Verksmiðja Iceland Seafood í Barcelona á Spáni. Ljósmynd/Aðsend
Buddan ræður miklu hjá neytendum
Samkeppnin er hörð og mikil á mörkuðum og segir Ægir að stundum mættu íslenskir framleiðendur standa betur saman hvað sölu og markaðssetningu varðar inn á tilteknum svæðum og mörkuðum. Með því gæti mögulega fengist hærra verð fyrir fiskinn og myndu íslensk fyrirtæki hagnast á því í stað þess að keppa hvort við annað úti á mörkuðum.
Samkeppnin snýr þó ekki einungis að sjávarfangi því annað prótín keppir einnig um markaðinn. Ægir bendir á að kolefnisspor íslenska fisksins sé tiltölulega lágt samanborið við kjöt en það segi þó ekki alla söguna. Neytandinn sé til í að kaupa vöru með lágu kolefnisspori svo lengi sem hann borgi ekki meira fyrir það en hann þarf. „Já, buddan ræður miklu,“ segir hann og bætir því við að kaupmáttur skipti gríðarlegu máli í þessu samhengi.
„Við fundum fyrir því þegar vextir fóru að hækka eftir COVID að það hægði á sölu í Suður-Evrópu sem er stærsti markaðurinn okkar. Neyslan hefur minnkað á sjávarfangi því að verðið á fiski hækkaði mikið og fólk hefur farið að kaupa annað prótein,“ bendir hann á.
„Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki, traustum hóp viðskiptavina, þekktum vörumerkjum og reyndum innri ferlum til þessa að bæta við núverandi starfssemi og að fara í markaðssetningu og sölu á íslenskum laxi.“
Opin fyrir tækifærum Þegar talið berst að framtíðarsýn Iceland Seafood International þá segir Ægir að áherslan síðasta ár hafi verið að ná betri tökum á rekstri núverandi rekstrareininga. „Með því að bæta rekstur þá erum við samkeppnishæfari og betur í stakk búnir til að þjóna okkar hagaðilum betur. Mikil tækifæri felast í þeim möguleikum sem við sjáum í laxinum á Íslandi. Það væri spennandi að taka þátt í því að markaðssetja hann sem íslenskan en við erum líka opin fyrir nýjum tækifærum sem felast í því að útvíkka og styrkja þá starfsemi sem við erum nú þegar í.“ Þannig telur Ægir að íslenskar afurðir verði alltaf hryggjarstykkið í félaginu. „Ég sé það þannig fyrir mér að það sé styrkleiki að hafa framleiðendur sem eigendur.“ Þannig liggi framtíðarsýn fyrirtækisins í því að styrkja núverandi starfssemi og þau markaðssvæði sem félagið vinnur á, auka aðkomu þess í sölu og markaðssetningu á íslenska laxinum og nánari og breiðari tengslum við íslenska framleiðendur. „Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki, traustum hóp viðskiptavina, þekktum vörumerkjum og reyndum innri ferlum til þessa að bæta við núverandi starfssemi og að fara í markaðssetningu og sölu á íslenskum laxi,“ segir hann að lokum.
Þormóður Dagsson markaðs- og samskiptastjóri hjá Matís
Tíu samstarfsaðilar frá 8 löndum sóttu upphafsfund verkefnisins sem fór fram þann 13. maí 2024 á Institute of Food Science Research (CIAL) í
Madríd á Spáni. Ljósmynd/Aðsend
Aukin hagnýting stórþörunga
Rannsóknir og þekking á verðmætasköpun og tækifærum í tengslum við stórþörungavinnslu er stöðugt að aukast hér á landi. Matís ohf, hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknaverkefna á síðastliðnum árum sem snúast um að leita leiða til aukinnar hagnýtingar stórþörunga. Stórþörungar vaxa í miklum mæli við strendur Íslands, en ennþá hafa þeir lítið verðgildi og nýting þeirra er mjög takmörkuð. Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í slíkum rannsóknum fyrir Ísland.
Verkefnið SEAFOODTURE hófst formlega síðastliðið vor, en það miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Þarna verða kannaðar vannýttar þangtegundir til matvæla. Þang er frábær uppspretta hágæða próteina og fæðuefna og hægt er að nýta allan lífmassann til að búa til verðmætar próteinríkar matvörur og pökkunarefni með sjálfbærri ræktun og grænni vinnslu. Verkefnið miðar að því að svara nokkrum rannsóknarspurningum, þar á meðal varðandi framboð af lífmassa þangs, möguleika mismunandi þangtegunda sem próteingjafa, aðferðir við að einangra prótein, meltanleika próteina og þróun frumgerða matvæla með innihaldsefnum sem byggjast á þangi.
Þang er uppspretta hágæða próteina og fæðuefna og hægt er að nýta allan lífmassann til að búa til próteinríkar matvörur og pökkunarefni. Ljósmynd/Aðsend
SEAFOODTURE er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP). Matís er þátttakandi í þessu verkefni, en alls taka þátt 10 samstarfsaðilar frá 8 löndum í verkefninu sem stendur yfir í þrjú ár. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Matís (matis.is) og vefsíðu SEAFOODTURE, www.seafoodture.eu.
Óshólaviti, byggður 1937. Ljósmynd/Haukur Sigurðsson
Bjarni Rúnar Heimisson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða
Hvað veit gervigreindin um Íslenskan sjávarútveg?
Undanfarin misseri hefur gervigreind heldur betur verið að ryðja sér til rúms í okkar heimi og varla er minnst á nýjungar eða breytingar á verkferlum hjá fyrirtækjum án þess að sérstaklega sé nefnt að gervigreind sé þar á bak við að hjálpa til og einfalda okkur hlutina. En hvað veit gervigreindin um íslenskan sjávarútveg? Látum hana sjálfa svara því og spyrjum hana einfaldlega nokkurra spurninga og sjáum hversu glöggt gests augað nú er.
Hvað geturðu sagt mér um íslenskan sjávarútveg?
„Íslenskur sjávarútvegur er ein af lykilstöðum í efnahagslífi Íslands og hefur verið það í margar aldir. Vegna ríkulegra fiskimiða í hafinu í kringum landið hefur sjávarútvegur lengi verið ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa nýtt sér kvótakerfi til að stýra fiskveiðum og vernda fiskistofnana, og það hefur reynst áhrifaríkt til að tryggja sjálfbærni greinarinnar.
Þorskur, ýsa, ufsi og loðna eru meðal þeirra helstu tegunda sem veiddar eru, og afurðir eru fluttar út til margra landa, sérstaklega innan Evrópu og Norður-Ameríku. Íslenskur fiskur er þekktur fyrir hágæða og ferskleika, sem hefur stuðlað að sterkri útflutningsstöðu. Tækniframfarir hafa verið mikilvægar í þróun greinarinnar, þar sem nýjar aðferðir í veiðum, vinnslu og markaðssetningu hafa bætt afköst og aukað verðmæti sjávarfangs.
Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir áskorunum tengdum loftslagsbreytingum, samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og kröfum um enn meiri sjálfbærni, en Ísland hefur almennt verið leiðandi í umhverfisvernd og nýtingu auðlinda.“
Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi og hvar liggja tækifærin?
„Helstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi eru í Evrópu og NorðurAmeríku. Bretland, Spánn, Frakkland og Þýskaland eru meðal þeirra landa sem kaupa mest af íslenskum fiski, ásamt Bandaríkjunum. Íslenskur fiskur er einnig fluttur út til Asíu, sérstaklega til Japan og Kína, þar sem gæði sjávarfangs frá Íslandi eru vel metin.
Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi felast í að auka útflutning á hágæða afurðum, sérstaklega lífrænum og sjálfbærum vörum sem njóta vaxandi vinsælda á alþjóðlegum mörkuðum. Einnig eru tækifæri í því að nýta tækninýjungar og stafrænar lausnir til að bæta vinnslu og rekjanleika sjávarfangs, sem getur aukið samkeppnishæfni Íslands. Þá er einnig horft til aukinna viðskipta við nýja markaði, eins og í SuðurAmeríku og Afríku, sem gætu veitt frekari vöxt í greininni.“
Fæst hærra verð fyrir íslenskar sjávarafurðir en aðrar sjávarafurðir?
„Almennt fæst hærra verð fyrir íslenskar sjávarafurðir á alþjóðlegum mörkuðum, og það er að miklu leyti vegna gæða og rekjanleika íslensks
fisks. Ísland er þekkt fyrir að framleiða hágæða sjávarafurðir, sérstaklega ferskan og vel unnin fisk, sem er mjög eftirsóttur á mörkuðum eins og í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Ýmsir þættir stuðla að þessu háa verði. Íslenskur sjávarútvegur er háþróaður og nýtir nýjustu tækni til að tryggja ferskleika og gæði afurða frá veiðum til vinnslu. Stjórnkerfið, þar á meðal kvótakerfið, leggur áherslu á sjálfbærni, sem er einnig orðið mikilvægara fyrir neytendur á mörkuðum sem meta umhverfisvernd. Þessi staða stuðlar að því að Ísland hefur gott orðspor sem framleiðandi á sjálfbærum og öruggum matvælum, sem eykur virði afurðanna. Þar að auki eru íslenskar afurðir rekjanlegar frá veiðum til neytenda, sem er mikilvægur þáttur í að tryggja gæði og byggja upp traust á vörumerkinu. Þetta hefur orðið til þess að íslenskur fiskur selst oft á hærra verði en fiskur frá öðrum löndum sem ekki uppfyllir jafnstrangar gæðakröfur og hefur minni rekjanleika.“
Er kvótakerfið okkar fyrirmynd annarra landa?
„Kvótakerfi Íslands í sjávarútvegi hefur verið fyrirmynd fyrir önnur lönd þegar kemur að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Kerfið var innleitt á Íslandi á níunda áratugnum til að takast á við ofveiði og vernda fiskistofnana fyrir framtíðina. Meginmarkmið kerfisins er að tryggja að veiðar séu í samræmi við vísindalegar ráðleggingar um heildaraflamark fyrir hverja tegund.
Í íslenska kvótakerfinu er veiðiréttur bundinn við ákveðna magnheimild, sem er mæld í tonnum og getur verið keyptur og seltur milli fyrirtækja. Þetta hefur leitt til þess að kerfið hefur verið talið sveigjanlegt og hagkvæmt, þar sem þeir sem nýta auðlindina best hafa möguleika á að kaupa kvóta og hámarka arðsemi.
Þessi aðferð hefur vakið athygli annarra landa, þar á meðal Nýja-Sjálands, Ástralíu og Kanada, sem hafa aðlagað svipaðar lausnir í eigin sjávarútvegi. Áhersla íslenska kerfisins á sjálfbærni og verndun auðlinda hefur verið talin mikilvægt fordæmi fyrir stjórnun fiskveiða á heimsvísu. Hins vegar hefur kvótakerfið einnig verið gagnrýnt á Íslandi fyrir að auka samþjöppun í greininni og draga úr aðgengi smærri útgerða.“
Hafa fiskmarkaðir hjálpað til við uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi?
„Fiskmarkaðir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi og stuðlað að skilvirkni og bættum verðmyndun í greininni. Fiskmarkaðir voru fyrst stofnaðir á Íslandi á níunda áratugnum, og þeir hafa breytt því hvernig fiskafli er seldur og keyptur innanlands. Með tilkomu fiskmarkaða varð til opnari og gegnsærri leið til að selja afla, þar sem útgerðir geta boðið fiskinn sinn fram til margra kaupenda. Þetta hefur leitt til aukinnar samkeppni og hjálpað til við að ná hæsta mögulega verði fyrir sjávarafurðir, þar sem markaðurinn stýrir verðinu í stað þess að það sé ákveðið fyrirfram í lokuðum samningum. Fiskmarkaðir hafa einnig gert minni útgerðum kleift að selja afla sinn beint til vinnslufyrirtækja eða útflytjenda, sem hefur bætt aðgengi þeirra að markaðinum og stuðlað að meiri fjölbreytni í viðskiptum. Þar að auki hafa rafrænir fiskmarkaðir og uppboð þróast, sem auðvelda enn frekar viðskipti og bæta gagnsæi.
Þessir markaðir hafa einnig stuðlað að meiri sveigjanleika innan greinarinnar, þar sem útgerðir geta selt afla sinn á mismunandi stöðum eftir því hvar best verð fæst. Í heildina hafa fiskmarkaðir á Íslandi því verið mikilvægir fyrir þróun og uppbyggingu sjávarútvegsins.“
Hvað getum við gert betur í íslenskum sjávarútvegi?
„Íslenskur sjávarútvegur hefur náð miklum árangri á alþjóðavettvangi, en það er alltaf svigrúm til úrbóta. Hér eru nokkur svið þar sem hægt væri að bæta sig til að efla greinina enn frekar:
1. Auka nýtingu aukaafurða: Mikil sóun á sér stað í sjávarútvegi um allan heim, þar með talið á Íslandi, þegar aðeins hluti fisksins er nýttur. Með því að bæta nýtingu aukaafurða, svo sem beinum, roði og innmat, má skapa aukið virði og minnka sóun. Nýsköpun á þessu sviði gæti einnig leitt til þróunar á nýjum vörum, til dæmis í líftækni eða snyrtivörum, þar sem aukaafurðir úr fiski hafa mikla möguleika.
2. Meiri sjálfbærni í veiðum: Ísland hefur þegar tekið stór skref í átt að sjálfbærum fiskveiðum með kvótakerfinu, en það má stöðugt bæta eftirlit og tryggja að veiðar séu í samræmi við bestu vísindalegu ráðleggingar. Einnig er mikilvægt að draga úr umhverfisáhrifum, svo sem með minnkun á kolefnisspori fiskiskipa og nýtingu umhverfisvænni orkugjafa.
3. Styrkja alþjóðlega markaðsstöðu: Þótt Ísland selji mikið af fiski til traustra markaða eins og Evrópu og Bandaríkjanna, er hægt að auka fjölbreytni í viðskiptalöndum. Að auka markaðssókn í Asíu og Suður-Ameríku gæti dregið úr áhættu og aukið stöðugleika í útflutningi. Samhliða því væri gott að leggja meiri áherslu á markaðssetningu á sjálfbærum og umhverfisvænum afurðum, þar sem eftirspurn eftir slíkum vörum fer vaxandi.
4. Nýsköpun og tækniþróun: Að bæta tæknina í öllum ferlum sjávarútvegsins, frá veiðum til vinnslu, getur aukið afköst og verðmæti. Notkun gervigreindar, sjálfvirkra vinnslukerfa og rekjanleikalausna getur tryggt enn meiri gæði og eftirlit með afurðum. Það er mikilvægt að fylgjast með nýjungum í veiðitækni og þróa grænar lausnir sem draga úr orkunotkun og mengun.
5. Betra aðgengi fyrir smærri útgerðir: Kvótakerfið hefur verið gagnrýnt fyrir að leiða til samþjöppunar í greininni og gera smærri útgerðum erfiðara fyrir að keppa. Það væri hægt að skoða breytingar sem auðvelda smærri og nýjum útgerðum aðgang að kvótum og fiskimiðum, til að tryggja fjölbreytni og samkeppni í greininni.
Með því að einblína á þessar breytingar getur íslenskur sjávarútvegur styrkt stöðu sína á alþjóðlegum markaði, stuðlað að meiri sjálfbærni og nýtingu auðlinda, og skapað verðmæti fyrir framtíðina.“
Vangaveltur „höfundar“
Höfundur notaðist við gervigreindarforrit við gerð þessarar greinar og svör spurninganna að ofan komu alfarið frá því forriti. Þar kunna að vera rangfærslur og eru þær birtar án ábyrgðar. Mörg svaranna eru heldur betur umhugsunarverð og mjög margt gott sem hefur verið gert í íslenskum sjávarútvegi fram að þessu. Forvitnilegt verður að fylgjast með notkun gervigreindar í íslenskum sjávarútvegi í framtíðinni. Það er eflaust mikilla breytinga að vænta í þeim efnum bæði í rannsóknum á fiskistofnum, sölu á fiski, verðmyndun, upplýsingagjöf, rekjanleika og svo mætti lengi telja. Mikilvægt er að taka vel á móti þessari nýju tækni og vera opin fyrir breytingum á núverandi verkferlum þar sem framtíðin er komin og mikilvægt að nota það sem hún býður upp á.
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans
ÞORSKUR
Aflamark 169.824.897 kg
Veiddur afli: 86,7%
UFSI
Aflamark 66.174.220 kg
Veiddur afli: 94,9%
KARFI
Aflamark 35.549.571 kg
Veiddur afli: 88,8%
ÝSA
Aflamark 59.292.592 kg
Veiddur afli: 85,3%
Sigurður Jónsson rekstrarstjóri hjá Vísi hf.
„Saltfiskur er ekki bara saltfiskur“
Íslendingar hafa löngum saltað fisk til útflutnings, sem og neytt hans sjálfir í gegnum áraraðir. Þó hefur áhugi landans dvínað verulega á þessari úrvals afurð – með undantekningum þó á Þorláksmessu. Hið sama er ekki uppi á teningnum í Suður-Evrópu og enn er gríðarleg eftirspurn eftir gæðasaltfiski á þeim slóðum.
Saltfiskverkun og saltfiskssala er sú atvinnugrein sem hvað mesta þýðingu hafði fyrir þjóðarbú og atvinnulíf Íslendinga á síðustu öldum.
Sumir segja að saltfiskurinn hafi einnig búið til þéttbýlið og flýtt fyrir þróun og uppbyggingu sjávarþorpa. Lengi vel hafi enga aðra vinnu verið að fá fyrir fólk við sjávarsíðuna. Smátt og smátt sköpuðust reyndar önnur atvinnutækifæri en saltfiskurinn var samt grunnurinn og sú atvinnugrein sem var grunnfesta hverrar byggðar.
Sigurður Jónsson, rekstrarstjóri hjá Vísi hf., hefur áralanga reynslu af því að starfa í saltfiski og segir í samtali við Sjávarafl að miklar breytingar hafi orðið á markaðnum hér á landi en hann standi enn sterkur í Suður-
Evrópu. Hlutverk hans hjá Vísi er að sjá um verkunina, að hún gangi sem best og vita hvað þarf og í hvað þau vinni fiskinn. „Því saltfiskur er ekki bara saltfiskur. Þetta er flóknara en það,“ segir hann. „Menn halda stundum að það eina sem þarf til að búa til saltfisk sé bara fiskur og salt, en það er ekki þannig. Þetta eru margir markaðir og þeir eru misjafnir,“ bendir hann á. Sigurður segir að Vísir hafi mest selt til Ítalíu, Spánar og Grikklands svokallaðan SPIG-fisk. „Það er „prima“fiskur, unninn af línubátum. Hann er hvítari og fallegri. Það er besti saltfiskurinn.“ Annar markaður er öflugur og það er hinn portúgalski en þangað er aðallega seldur svokallaður portfiskur. „Í gamla daga var þetta aðallega netafiskur en í dag er þetta trollfiskur einnig. Sá fiskur hentar ekki í SPIG-fiskinn aðallega vegna blæs. Svo er það áferðin og fleira sem skiptir máli.“
„Menn halda stundum að það eina sem þarf til að búa til saltfisk sé bara fiskur og salt, en það er ekki þannig. Þetta eru margir markaðir og þeir eru misjafnir.“
Sigurður segir að þau hjá Vísi séu alltaf að þróa vörur og aðferðir – og reyna að gera betur. Mynd: Aðsend
Mikil þróun í gangi
Sigurður segir að þau hjá Vísi séu alltaf að þróa vörur og aðferðir – og reyna að gera betur. „Ég byrjaði að vinna í saltfiski einhvern tímann eftir 1980 og frá þeim tíma og til dagsins í dag er þetta bara tvennt ólíkt. Í kringum þann tíma var eiginlega bara verið að vinna portfisk til Portúgal. Það var saltað í stæður á gólfi og þetta var geymt allan veturinn.
Svo var umsaltað og saltað aftur og sett í geymslustæður sem voru einhverjir 2 til 3 metrar á hæð og geymt fram á vor. Svo var öllu þessu pakkað yfir sumarið og sent til Portúgal. Í dag er vinnsluhraðinn styttri, svokallaður SPIG-fiskur eða blautverkaður fiskur. Yfirleitt var pakkað á palla og í striga. Í dag er þetta eingöngu í kassa eða í 500 til 1.000 kílóa pappahólka.“
Markaðirnir voru einnig öðruvísi hér áður fyrr. Sigurður segir að núna sé lagt upp úr að gera saltfiskinn að dýrari vöru. Sú sé einmitt raunin í Suður-Evrópu þar sem saltfiskurinn er mikil gæðavara og herramannsmatur. „Ég var að vinna hjá SÍF á árunum 1998 til 2004 sem eftirlitsmaður og fór stundum út. Þá fór ég á svona markaði og þá sá ég bestu bitana af saltfiski dýrari en nautakjöt,“ bendir hann á.
„Ég byrjaði að vinna í saltfiski einhvern tímann eftir 1980 og frá þeim tíma og til dagsins í dag er þetta bara tvennt ólíkt.“
Þegar Sigurður er spurður hvort Íslendingar séu hættir að borða saltfisk þá segir hann að Vísir selji nánast eingöngu til erlendra aðila.
„Stundum hafa fisksalar reyndar verið að hringja í mig og ég hef selt þeim einn til fjóra kassa kannski þrisvar á ári
Miklar breytingar hafi orðið á saltfiskmarkaðnum hér á landi en hann standur enn sterkur í Suður-Evrópu. Mynd: Aðsend
– aðallega í desember fyrir Þorláksmessu. En annars er saltfiskur eingöngu til útflutnings.“
Hann greinir frá því að Vísir hafi einnig framleitt léttsaltaðan fisk, sem er minna saltaður og frystur. „Það er auðvitað til að koma til móts við markaðinn úti því þetta er orðið svoleiðis að það þarf að útvatna saltfiskinn í tvo til fjóra daga áður en hann er borðaður en ef þú léttsaltar hann þá er hann tilbúinn strax til neyslu. En hann er ekki jafn góður,“ segir Sigurður og kímir. Léttsaltaði fiskurinn er þannig ódýrari og handhægari en ekki eins góður, að margra mati.
Sigurður hefur gert rannsóknir innan fyrirtækisins til þess að fá betri nýtingu og ná betri gæðum. Fiskur er allajafna pækilsprautaður sem þýðir að pækli eða saltlegi er sprautað í hann. „Sem dæmi gerði ég tilraun þegar ekki átti að leyfa karnal, sem er e-efni. Þá bauð ég 8 eða 10 verkunaraðferðir á saltfiski. Aðilar á staðnum komu og smökkuðu – og gáfu einkunnir. Það sem kom mest á óvart var að það sem kom verst út var fiskur sem var verkaður á gamla mátann. Það sem kom best út var það sem kúnninn vill sem er með karnal í en þá er fiskurinn blautari. Fiskurinn er í lögum og þegar hann er með karnal þá flettast lögin frá. Þetta er mjög bragðgott og mikið betra,“ segir hann.
Að verka góðan saltfisk er kúnst
Sigurður segir að því miður hafi samkeppni hér á landi minnkað. „Fullt af fyrirtækjum eru að hætta í saltfiski. Það var búið að vera að tala um það lengi að þessi markaður væri alltaf að minnka en við höfum alltaf haldið okkar markaði hér hjá Vísi og hann er frekar að aukast en hitt. Kannski vegna þess að fleiri eru að hætta í saltfiskvinnslu. Hér áður fyrr var saltfiskverkun í hverju krummaskuði í kringum landið en nú má telja þetta á fingrum annarrar handar. Því miður, því að verka góðan saltfisk er kúnst.“
Hann bendir á að þau séu mjög heppin hjá Vísi vegna þess að mikið að starfsfólki fyrirtækisins hefur unnið lengi hjá því og mikil þekking er innanborðs. Starfsfólkið í vinnslunni sé til að mynda með langan starfsaldur alla jafna.
Varðandi samkeppni á mörkuðum erlendis þá segir Sigurður að helsti keppinauturinn sé Noregur. „Noregur hefur alla burði til að búa til mjög góðan saltfisk og gerir það eflaust en ég held að við séum sér á báti varðandi þennan SPIG-fisk,“ bendir hann á. Norðmenn flytji aðallega út til Portúgal.
„Þetta er svo mikil hefð þarna úti. Það er eins og við borðum saltkjöt á sprengidag.“
Saltfiskur er jólamatur víða Þegar talið berst að framtíð saltfisksins þá segir Sigurður að verðið á honum sé hátt og að ákall sé um að fyrirtæki almennt hefji aftur verkun á saltfiski. „Það er búið að tala um þetta í mörg ár,“ segir hann og bætir því við að umræðan hafi lengi
verið á þá leið að neyslan á saltfiski myndi hætta í Suður-Evrópu á einhverjum tímapunkti. Að þegar eldri kynslóðir hverfa myndi neysla á saltfiski hverfa í leiðinni. En svo er ekki raunin, að sögn Sigurðar. „Þetta er svo mikil hefð þarna úti. Það er eins og við borðum saltkjöt á sprengidag.“ Hann tekur Grikkland sem dæmi. Hann segir að þar sé hátíðisdögum fagnað með því að borða saltfisk. Þá borði meirihluti Grikkja til að mynda saltfisk á slíkum dögum. „Þeir vilja helst fá smáfisk, smærri fiskinn. Ítalirnir vilja stóra fiskinn og Spánverjarnir vilja sitt lítið af hverju. Portúgalarnir vilja stóra fiskinn en hann er jólamatur hjá þeim. Sama með Spán og Ítalíu, fjölskyldan kemur saman um jólin og borðar saltfisk eins og Íslendingar borða til dæmis hangikjöt um jólin.“
Salan er sem sagt misjöfn eftir árstíðum og bendir Sigurður á að hún sé einnig mjög misjöfn á milli landa. „Eins og núna í haust erum við að framleiða mest fyrir Ítalíu. Grikklandsdagurinn er í lok október og svo kemur annar hátíðardagur í febrúar eða mars. Á haustin er aðallega verið að verka fyrir Ítalíu. Síðan fram að páskum er verkað fyrir Spán en nú erum við komnir inn í portvinnsluna.“
„Ég held að saltfiskurinn verði alltaf til. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það komi sveiflur í saltfiskinn varðandi verðið, það fer upp og fer niður, en þetta eru litlar sveiflur – ólíkt því með ferska fiskinn.“
Hryggjarstykkið í fyrirtækinu
Eins og áður segir hefur Sigurður langa reynslu í bransanum. „Ég held að saltfiskurinn verði alltaf til. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það komi sveiflur í saltfiskinn varðandi verðið, það fer upp og fer niður, en þetta eru litlar sveiflur – ólíkt því með ferska fiskinn. Þar er hægt að fá há verð en svo hrynja verðin kannski vikuna eftir,“ segir hann þegar talið berst aftur að framtíð saltfiskvinnslunnar.
„Saltfiskurinn í mínum huga er hryggjarstykkið í fyrirtækinu, að mínu mati. Ég hef ekki áhyggjur af þessu fyrirtæki, að það hætti í saltfiski,“ áréttar hann og bætir því við að mikilvægt sé að þekkingin haldist innan Vísis.
Hann bendir á sú þekking felist í mörgu. Þau meðal annars flaki, fletji og salti bita. „Við erum í mörgu. Við fullnýtum fiskinn algjörlega. Bein fer í þurrk og flutt til Afríku í súpu og fleira. Roðið fer í kollagen framleiðslu og lifrin í niðursuðu. Þannig nýtum við fiskinn eiginlega alveg 100 prósent.
Saltfiskurinn er í huga Sigurðar hryggjarstykkið hjá Vísi. Mynd: Aðsend
Slík nýting er fráhvarf frá því sem áður var, að sögn Sigurðar. „Þetta er þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár. Gæðin og gæðakröfur eru orðnar svo miklar, sem betur fer. Ég man alveg hvernig þetta var 1980 en ég ætla nú ekki að fara að segja neinar sögur af því hvernig þetta var þá,“ segir hann og hlær. „Það hefur mikið breyst og við gerum okkur út fyrir það að vera með gæðavöru sem liggur við að hægt sé að rekja á krók.“
Heimildir: Saltfiskbókin – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur. Matís. 2012.
hefur mest selt til Ítalíu, Spánar og Grikklands svokallaðan SPIG-fisk.
Aðsend
Tortilla með þorski/ steinbíti fyrir fjóra
Þetta er snilldarleið til að fá börnin til að borða fisk, auðveldur réttur til að njóta.
Hráefni
þorskur/ steinbítur ca. 120 g á mann rauðkál ferskt 500 g iceberg ½ haus rauð paprika 1 stk. græn paprika 1 stk. blaðlaukur 1stk.
salatostur eftir smekk mangó ferskt 2 stk. matarolía til steikingar
tortilla-vasavefjur 1 pakki
Elín Bragadóttir
Krydd salt
pipar nýmalaður
paprikukrydd
Best á fiskinn
Aðferð
Kryddið og steikið þorskinn á miðlunghita, þar til hann er fullsteiktur (má líka elda hann í ofni). Skerið rauðkál í þunnar ræmur og blaðlauk í þunnar sneiðar. Rífið eða skerið iceberg.
Paprikur eru skornar í litla bita sem og fetaosturinn. Mangó er einnig skorið í tenginga (einnig má kaupa frosið mangó).
Blandið öllu saman í skál. Hitið vasana til dæmis frá Old El Paso eftir leiðbeiningum á pakka.
Þau fiska sem þróa
Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar
Frá aðalfundi KIS 2024. Talið frá vinstri: Guðný Thordersen, frú Halla Tómasdóttir, Margrét Albertsdóttir og Linda Ósk Kjartansdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Konur í sjávarútvegi
Konur í sjávarútvegi (KIS) eru félagasamtök sem voru stofnuð árið 2013 af hópi kvenskörunga sem fundu fyrir þörf fyrir aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna innan greinarinnar. Þessi leiðandi atvinnuvegur Íslendinga hefur jafnan verið fremur karllægur og þótti því rík þörf á að byggja upp kröftugt félag kvenna til að við gætum hist, kynnst betur okkar á milli og myndað eins konar sameiningarkraft til að öðlast enn sterkari rödd. Fram að stofnun félagsins má segja að við höfum margar vitað hver af annarri, hver í sínu horni innan greinarinnar en mögulega ekki þekkst mikið nema einna helst innan afmarkaðs kima sjávarútvegsins, innan eigin fyrirtækja eða byggðarlaga. Helsta markmið félagsins er því í raun að mynda breiða og fjölbreytta fylkingu kvenna innan starfsgreinarinnar og gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans ásamt því að auka áhrif kvenna innan greinarinnar. Frá stofnun félagsins hefur bæst jafnt og þétt í hóp okkar og í dag koma félagskonur okkar úr öllum krókum og kimum atvinnuvegarins, hvort sem þær tengjast sjávarútveginum beint í gegnum vinnslufyrirtæki, útgerðir eða þá í gegnum fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum meira óbeint, í gegnum fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn eða tengjast honum á ýmsan hátt. Innan félagsins eru því konur sem búa að fjölbreyttri reynslu og þekkingu og með þessum samtökum sameinum við krafta okkar og myndum mikilvæga heild sem hefur orðið að öflugu tengslaneti fyrir okkar félagskonur. Í september ár hvert er haldinn aðalfundur þar sem ný stjórn er kjörin og sitja ávallt 7 konur í stjórn hvers árs auk formanns stjórnar.
Tinna Gilbertsdóttir formaður kvenna í sjávarútvegi
Á nýliðnum aðalfundi, þar sem okkar 12. starfsár var hafið, þáðu frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Birna Einarsdóttir stjórnarformaður Iceland Seafood boð okkar á fundinn. Þær áttu í einlægum samræðum við fundarkonur um allt á milli himins og jarðar ásamt því að ræða þær áskoranir sem konur á framabraut kunna að upplifa á sinni vegferð. Konur í sjávarútvegi fylltust innblæstri að hlusta á þessar öflugu konur deila úr sínum visku- og reynslubrunnum og gaf það kraftmikinn tón fyrir komandi starfsár KIS.
Félagið hefur svo sannarlega vaxið og dafnað allt frá stofnun þess.
Fyrsta starfsárið okkar voru skráðar félagskonur 131 talsins og hefur heldur betur bæst í hópinn síðustu ár og eru yfir 360 félagskonur í dag. Við getum hins vegar alltaf blómum á okkur bætt og er ég sannfærð um að við eigum eftir að bæta enn við okkur í fjölda félagskvenna í nánustu framtíð.
Hvert starfsár KIS er frá september til maí. Á hverju starfsári fyrir sig eru skipulagðir viðburðir og heimsóknir til fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem markmiðið er að kynnast öðrum konum í greininni, læra og auka skilning okkar á sjávarútveginum og fjölbreytni fyrirtækja og stofnana innan hans. Félagið hefur miðað við að þessar heimsóknir séu með um það bil mánaðar millibili og séu af ólíkum toga svo að sem mest fjölbreytni náist. Stjórn KIS skipuleggur því oft og tíðum bæði fyrirtækjaheimsóknir, fræðsluviðburði, skemmtidagskrár og ferðalög svo dæmi séu tekin. Dagskrá hvers árs er því skemmtilega fjölbreytt og hefur stuðlað að því að hópur kvenna í sjávarútvegi er orðinn þéttur og samrýndur.
Frá aðalfundi KIS 2024. Birna Einarsdóttir stjórnarformaður Iceland Seafood International og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Ljósmynd/Aðsend
Við ljúkum starfsári okkar ávallt með vorferð sem er hápunktur árlegra viðburða. Tilgangurinn með þessari árvissu ferð er að fagna vel heppnuðu starfsári og styrkja sambönd okkar á meðan við lærum og víkkum sjóndeildarhringinn okkar enn frekar. KIS hefur flakkað landshorna á milli í þessum vorferðum sínum og m.a. farið í heimsóknir á Norðurlandið þar sem fyrirtæki í Dalvík, á Akureyri og víðar voru heimsótt. Einnig hefur verið farið til Austfjarða, til Vestmannaeyja, norðanverðra Vestfjarða, sunnanverðra Vestfjarða, Reykjaness og Snæfellsness. Ákveðið var að vorferð KIS þetta starfsárið yrði sérlega vegleg til þess að fagna því rækilega að félagið varð 10 ára á haustdögum árið 2023. Undirtektirnar voru frábærar og fóru 74 félagskonur í ferð til Færeyja dagana 15.-17. maí síðastliðinn sem stjórn félagsins hafði haft veg og vanda af því að skipuleggja ásamt öðrum góðum félagskonum sem hafa sterka tengingu við hinn færeyska sjávarútveg. Það má með sanni segja að KIS konur hafi verið í skýjunum með ferðina og fengið að kynnast nokkrum af stærstu fyrirtækjum Færeyja sem tengjast sjávarútvegi þar í landi. Það var virkilega vel tekið á móti okkur hvar sem við komum og fengum við að njóta hinnar færeysku gestrisni í hvívetna. Ásamt því að standa fyrir öflugri viðburðaröð á hverju starfsári hefur KIS tvisvar staðið fyrir rannsóknum á stöðu kvenna innan sjávarútvegsins á Íslandi og fengið RHA-Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri í lið með sér við úrvinnsluna. Sú fyrri var unnin árið 2016 og sú síðari árið 2021. Rannsóknirnar voru unnar með það að markmiði að kortleggja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins með því að safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viðhorf til þeirra innan greinarinnar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Niðurstöðurnar voru nýttar til samanburðar til þess að sjá hvort að það hafi orðið einhver breyting á þessu 5 ára tímabili sem leið á milli rannsóknanna tveggja.
Frá aðalfundi KIS 2024. Tinna Gilbertsdóttir, Birna Einarsdóttir, Kristín Baldursdóttir, Elín Erna Ólafsdóttir, Þórhildur Rafnsdóttir og Ingunn Agnes Kro. Ljósmynd/Aðsend
Frá aðalfundi KIS 2024 þar sem frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands átti einlægt spjall við KIS konur. Ljósmynd/Aðsend
Helstu niðurstöður voru þær að á þessu fimm ára tímabili sást að á heildina litið sé konum í fullu starfi í sjávarútvegstengdum greinum að fjölga í öllum starfaflokkum. Þeim vinnustöðum sem hafa enga konu í fyrirtækinu fækkaði verulega (en tæplega fjórðungur fyrirtækjanna eru með innan við fimm starfsmenn). Á heildina litið skapar sjávarútvegurinn fleiri störf, því við sjáum að körlum fjölgar einnig í öllum flokkum nema í flokki framkvæmdastjóra þar sem störf virðast hafa verið að færast til kvenna í eilítið auknum mæli. Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra er þó ekki nægilegt að okkar mati. Hlutfallið hækkaði úr 16% upp í rúm 24% sem er ánægjulegt og þróun í rétta átt, en þó myndum við vilja sjá örari þróun hvað þetta varðar. Þegar niðurstöður eru dregnar saman er ljóst að hægfara breytingar séu að eiga sér stað, en þó ekki nægilegar sem að okkar mati undirstrikar þörfina fyrir félagið Konur í sjávarúvegi. Því betur má ef duga skal!
Það er ljóst að konur í íslenskum sjávarútvegi búa að viðamikilli reynslu og að mínu mati er KIS upplagður vettvangur til að sameina okkur innan stéttarinnar og mynda þétt tengslanet sem við svo búum að um ókomna tíð. Konur hafa unnið við sjávarútveg frá örófi alda og lengi framan af var rödd þeirra veik og samtakamáttur lítill en nú hefur orðið breyting á. Með tilkomu félagsskapar eins og KIS geta konur í sjávarútvegi látið til sín taka í sameiningu og þar eru allar konur sem starfa í sjávarútvegi eða tengdum greinum velkomnar því eitt af fremstu markmiðum félagsins Konur í sjávarútvegi eru: jákvæðni, samstaða og hjálpsemi. Með KIS konum hafa tekist sterk viðskipta- og vináttubönd og með áframhaldandi öflugu starfi KIS vonumst við til þess að enn fleiri konur líti til sjávarútvegsins sem starfsgreinar sem bjóði upp á spennandi atvinnutækifæri til framtíðar.
Talið frá vinstri: Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Tinna Gilbertsdóttir, Sandra Antonsdóttir, Silja Baldvinsdóttir, auk Margrétar Albertsdóttur verkefnastjóra KIS. Á myndina vantar Fanneyju Björk Friðriksdóttur, Ingveldi Ástu Björnsdóttur og Unni Svölu Vilhjálmsdóttur”. Ljósmynd/Aðsend
SJÁVARAFL OKTÓBER
Viðbrögð við olíumengun æfð
Í septembermánuði voru viðbrögð æfð við olíumengun í höfnum Faxaflóahafna. Æfingarnar fólust í því að bregðast við olíuleka frá skipi við Bótarbryggju. Komið var með allan búnað á staðinn, gúmmíbátur settur á flot og skólaskipið Sæbjörg girt af með mengunarvarnargirðingu með aðstoð dráttarbátsins Leynis. Þátttakendur í æfingum voru Faxaflóahafnir, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Köfunarþjónustan ehf. sem og aðili frá framleiðanda margnota mengunarvarnargirðingar sem notuð var við æfingar og er í eigu Faxaflóahafna.
„Æfingarnar gengu vel, en alls fóru fram fjórar æfingar þar sem búnaður og skipulagning reyndist vel. Nú eru allir sem að æfingum komu betur í stakk búnir til þess að geta tekist á við atvik af þessu tagi,“ sagði Gyða Mjöll Ingólfsdóttir gæða- og umhverfisstjóri Faxaflóahafna. (Birt: 24. september 2024 af vef Faxaflóahafna sf)
Inngangur í verbúðina Ársól. Ljósmynd/Sjávarafl
Bátasafnið á Reykhólum lét Fornmynjafélag Súgandafjarðar hafa sexæring. Ljósmynd/Sjávarafl
Verbúð byggð að þúsund ára gamalli fyrirmynd ásamt sexæring. Ljósmynd/Sjávarafl
Verbúð í Staðardal
Fornmynjafélag Súgandafjarðar reisti verbúð að þúsund ára gamalli fyrirmynd en verbúðir hér fyrr á öldum voru íverustaðir sjómanna. Verbúðin sem er staðsett í Staðardal í Súgandafirði er byggð úr grjóti, torfi og viði. Hægt er fyrir alla að skoða hana sér að kostnaðarlausu og einnig er bekkur staðsettur hjá verbúðinni til að hægt sé að sitja og nóta útsýnisins.
Öll vinnan sem innt var af hendi var unnin í sjálfboðavinnu. Hér áður fyrr réru sjómenn frá nokkrum verstöðum í næsta nágrenni og má sjá þar liggja enn tóftir af þeim verbúðum. Verbúðin fékk nafnið Ársól sem er eftir kvennfélaginu Ársól á Suðureyri en félagið hafði verið áður fyrr með réttarskála á sama stað og verbúðin er byggð á. Bátasafnið á Reykhólum lét Fornmynjafélag Súgandafjarðar hafa sexæring og er hann staðsettur við hliðina á ver búðinni.
Bakhlið verbúðarinnar. Ljósmynd/Sjávarafl